Kynnig á kennslu elstu barnanna

27
Komið þið sæl

description

Verkefni unnið í Leikskólabrú.

Transcript of Kynnig á kennslu elstu barnanna

Page 1: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Komið þið sæl

Page 2: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Ég heiti Lovísa og kem frá Furugrund Ég heiti Solveig og kem frá Urðarhól

Page 3: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Furugrund

Leikskólastjóri: Helga Elínborg Jónsdóttir. Virðing - Hlýja - Öryggi - Traust

Furugrund er fjögurra deilda leikskóli.

Furugrund hóf starfsemi sína 1978. Helstu áherslur eru: Að

rækta með börnunum sjálfstæði og sjálfsaga Áhersla er lögð á

þrjár grunnþarfir: öryggis-, sjálfsvirðingar- og félagslega þörf.

Daglegt starf er byggt upp með þessi markmið í huga. Frjáls

leikur er grunnur, en þættir eins og þemastarf, leikfimi,

matartímar og samverustundir eru stærstu hjálpartæki í

uppeldisstarfinu

Page 4: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Heilsuleikskólinn Urðarhóll

Leikskólastjóri: Sigrún Hulda Jónsdóttir auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á

næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Leikskólanum tilheyra tvær deildir: Skólatröð og Stubbasel Urðarhóll er því 7 deilda leikskóli Við gefum út Heilsubók barnsins sem við skráningu gefur leikskólakennurum og foreldrum yfirsýn yfir stöðu barnsins í þroska, leik og starfi. Lögð er áhersla á nýbreytni og þróunarstarf.

Page 5: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Leikskólinn Dalur

Leikskólastjóri: Sóley Gyða Jörundsdóttir.

virðing-, ábyrgð - sjálfstæði.

Dalur er 4ja deilda leikskóli. Grundvöllur starfsins er byggður á kenningum John Dewey um

„learning by doing“og Berit Bae um viðurkennandi samskipti, ásamt uppeldisfræði „dauðu músarinnar“.

Unnið er með jóga í hvíldarstundum og lögð áhersla á snertingu og slökun.

Lögð er áhersla á góð og traust samskipti við foreldra.

Page 6: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Með leyfi kennara ákváðu við að fjalla um elstu börnin í þessum 3 leikskólum og bera saman

starfið með þeim.

Til er sérstök Námsskrá fyrir elstu börn í leikskólum Kópavogs útgefin 2004 og fjallar hún sérstaklega um

þessa þætti

Hreyfing- Íþróttir, líkams og heilsurækt – ( Líkamsgreind - rýmisgreind og hreyfigreynd)

Málrækt- Íslenska- móðurmál-lestur-erlend mál-leikræn tjáning (Málgreind)

Myndsköpun- Listgreinar ( Rýmisgreind)Tónlist- Listgreinar ( Tónlistargreind)Náttúran og umhverfið - Náttúrufæði ( Umhverfisgreind)Menning og samfélag- heimilisfræði, kristinfræði, siðfræði, lífsleikni

trúarbragðafræði og samfélagsgreinar. (Sjálfsþekkingar og samskiptagreind)

Öll námssvið- Stærðfræði ( Rök og stærðfræðigreind)

Page 7: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Við komumst að þessari niðurstöðu;

Allir þessir 3 skólar eru að vinna gott starf með elstu börnunum og eftir námsskránni.

Það eru samt áherslu-munur sem gaman var að skoða þ.e.Sérstaða hvers skóla við kennslu 5 ára barna

Page 8: Kynnig á kennslu elstu barnanna

DALUR

Í Dal er sérstök deild fyrir 5 ára börnin Þar er unnið sérstaklega með þessi

kennsluefni: Númi með 7 andlit Hjálpfús Numicon: sem er Stærðfræðiverkefni

Page 9: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Númi með 7 höfuð

Númi: Leikið og lært með Núma, lesin bókin Númi og höfuðin sjö eftir Sjón og unnin 7 verkefni í tengslum við það

Númi er námsefni um slysavarnir fyrir leikskóla,í tengslum við Slysavarnafélagið Landsbjörg

Markmið: Vekja barnið til umhugsunar um ábyrgð á sjálfu sér Geri sér grein fyrir ýmsum hættum í nánasta umhverfi s.s umferð,

byggingarsvæði, ár og vöt - bryggjur Gera sér grein fyrir hættum innandyra ,heitt vatn, efni, rafmagn,

hillur sem detta Geri sér grein fyrir hættu vegna flugelda, nota hlífðargleraugu Ein stund er td. Þannig Lesin saga um Núma, umræður, unnin verkefni, í lok stundar

metur barnið hvernig því fannst

Page 10: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Numicon foundation Kit

Numicon er viðurkennt, breskt stærðfræðikerfi og byggir m.a. á hugmyndum þeirra Montessori, Stern og Cuisenaire. Numicon hentar bæði hefðbundnu stærðfræðinámi innan leik- og grunnskóla og einning í kennslu ólíkra nemenda með sérþarfir.

( eru nýlega byrjuð að vinna með þetta)

Page 11: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Hjálpfús heimsækir leikskólann

Um er að ræða sex sögur sem sagðar eru af Rauða kross-stráknum Hjálpfúsi (fingurbrúðu), með aðstoð leikskólakennara (sögumanns).

Markmið námsefnisins er að kenna nemendum hversu mikilvægt það er að rétta fólki hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á. Þannig vill Rauði krossinn leggja áherslu á að börn:

skilji hversu mikilvæg vinátta er læri að setja sig í spor vina sinna og annarra læri að taka tillit til fólks burtséð frá útliti, uppruna eða

skoðunum læri að vinna með öðrum í hópi læri að hjálpa og gefa af tíma sínum til bágstaddra fái innsýn í kjör barna í öðrum löndum

Page 12: Kynnig á kennslu elstu barnanna

ÚTSKRIFT - DALUR

smá athöfn Í DAL að morgni börn og starfsfólk er þátttakendur og foreldrar útskriftabarna síðan fara þau í Húsdýragarðinn og eru þar ca frá 10 – 14 Þau fá blýant og strokleður að gjöf og tréhálsmen sem áletrað

er með einhverjum fallegum orðum um þau sjálf td. Hláturmild, listamaður, hjálpsamur o.s.frv.

Þegar þau hætta fá þau bók sem í eru verkefnin þeirra frá vetrinum og mynd af hópnum á forsíðu

Page 13: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Samstarf leik og grunnskóla

Lindaskóli er þeirra hverfisskóli Þau heimsækja skólann tvisvar yfir veturinn og fá 1

bekk tvisvar til sín Fara í samstund hjá 1 og 2 bekk í Lindaskóla Dægradvöl er heimsótt Farið er í íþróttatíma 1x að vori þar sem íþróttakennari

tekur á móti hópnum og þau fá að fara í sturtu að tímanum loknum

Page 14: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Urðarhóll - Stubbasel

Stig af stigi STAFAGALDUR Vettvangsferðir- Ferðabók

Page 15: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Stig af stigi

Markmiðin með stig af stigi eru: að skilja aðra og láta sér lynda við þá

að börnin læri að leysa úr vanda og noti til þess félagslegan skilning

að börnin læri að umgangast reiði og draga úr æsingi Kjarninn í Stig af stigi eru myndaspjöld þar sem unnið er skipulega

með hverja færni og byggir hvert spjald á því næsta á undan. Því eru þau notuð í réttri númeraröð.

Tvær handbrúður eru notaðar í kennslunni og það eru „Hvutti hvatvísi“ og „Snigill staðfasti“.

Geislaplata með söngvum er hluti af efninu og einnig fylgja plaköt með til að hengja upp á deildinni.Annað plakatið fjallar um: Að leysa úr vanda - stjórn skyndihvata (stoppa, bíða, halda áfram) en hitt um Sjálfsstjórn (stoppa, slaka á, hugsa upphátt, íhuga).

 

 

Page 16: Kynnig á kennslu elstu barnanna

STAFAGALDUR Þróunarverkefni Birte Harksen kennara á Urðarhól

Öll elstu börnin fá að vera sögumenn í Stafagaldri með aðsoð kennara/ Yngri börnin hlusta á ævintýrið

Stafagaldur - leikur með stafi, hljóð og ævintýri. Verkefnið felst í frásögnum og stuðningsefni fyrir 4-6 ára börn í

leikskóla, er skal styrkja hljóðkerfisvitund þeirra og vekja áhuga þeirra á bókstöfum og stafhljóðum. Stafagaldur samanstendur annars vegar af ævintýrum í tengslum við hvern bókstaf og hins vegar af leikmunum og myndum, sem notuð eru þegar ævintýrin eru flutt. Það tekur ávallt einn nemandi þátt í flutningnum, leikur aðalpersónuna í sögunni og er um leið fulltrúi bókstafsins. Í hverri bókstafssögu etur aðalpersónan kappi við vondan galdrakarl og á að leysa þrautir. Oftast felast þær í að finna 10 hluti handa galdrakarlinum, sem hefjast á viðkomandi bókstaf. Þetta tekst ávallt með hjálp töfrapoka

Page 17: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Vettvangsferðir og unnið í ferðabók

Þórey Birna (leikskólakennarinn) og börnin ákveða saman hvert halda skal hvert sinn.

( Lýðræði/sjálfræði) Annan hvorn fimmtudagsmorgun leggja þau upp í ferð. Þegar heim er komið vinna þau í ferðabókina sína, teikna

myndir af því sem stóð uppúr, það sem þau upplifðu, sáu og eða lærðu.

Ljósmyndir 2-3 eru hafðar með á hverri blaðsíðu til stuðnings og nánari upprifjunar síðarmeir.

Ferðabókin þeirra fer svo heim með þeim í útskriftinni

Page 18: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Útskrift - Urðarhóll Börnin bjóða foreldrum sínum í útskriftina Boðið er uppá heimabakaðar bollur ( sem börnin hafa

bakað)og sólskynsdrykk Skólastjórinn flytur ávarp og talar til

útskriftarbarnanna Viðurkenningaskjal, fyrir að hafa lokið fyrsta

skólastiginu. Þau fá afhenta Heilsubókina sína

Page 19: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Samstarf leik og grunnskóla

Kársnesskóli er okkar hverfisskóli Við heimsækjum hann tvisvar yfir veturinn og fáum 1.

bekk einu sinni til okkar Í fyrri heimsókinni fáum við að skoða allan skólann,

íþróttahúsið og dægradvölina í fylgd skólastjóra. Í seinni –fá börnin að sitja í 2. kennslustundum með 1.

bekk, borða nesti og fara í frímínútur.

Page 20: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Furugrund

EBV – Elstubarnaverkefni Skógarferðir Tónlist ÚtskriftarferðeTwinning - verkefni

Page 21: Kynnig á kennslu elstu barnanna

EBV - Elstubarnaverkefni

Elstu börnin hafa mikla þörf fyrir að takast á við verkefni sem reyna á færni þeirra bæði andlega og líkamlega.

Markmið með verkefnum elstu barnanna er: - að efla sjálfstæði og frumkvæði - að efla hópkennd og samvinnuhæfni - að tryggja þeim krefjandi verkefni.

Page 22: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Skógarferð

Vikulegar ferðir hjá elstu börnum leikskólans Skógarferðir hafa verið kynjaskiptar síðustu 2 árin Markmið verkefnisins: Er að skapa aðstæður og skipuleggja útivist barnanna á

skógarsvæði sem leikskólinn hefur aðgang að þannig að það ýti undir:

áhuga og skilning á náttúrunni í heimabyggð. að börnin fái fjölbreytta hreyfingu. Að þau fái tækifæri til að leika sér í náttúrulegu umhverfi. Sköpunargleði og hugmyndaflug Að þau fái sterka sjálfsímynd og sjálfstraust Hæfni barnanna til að setja sig í spor annarra og vinna saman.

Page 23: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Tónlist

Tónlist er einu sinni í viku Markmið tónilstar eru: Að börnin kynnist margvíslegum hljóðfærum og

hljóðgjöfum Að börnin geti greint á milli frumþátta í tónlist eins og

mismunandi dýpt-hraði Að börnin geti hlustað á stutt tónverk og talað um þau Að börnin geti notað og framleitt tónlist/ hljóð sér til

ánægju

Page 24: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Útskrifarferð elstu barna

Árleg útskriftarferð Farið er í Ölfusborgir Gist eina nótt Tveir sumarbústaðir leigðir og hvor eldri

deildin er út af fyrir sig Kjörís verksmiðjan í Hveragerði heimsótt Farið er i fjallgöngu Farið er í heita pottinn

Page 25: Kynnig á kennslu elstu barnanna

eTwinning - verkefni1,2 buckle my shoe

10 leikskólar- 10 lönd Elstu börnin taka þátt í verkefninu Þetta er stærðfræðiverkefni Í vetur hefur verið lögð áhersla á stærðfræði í

umhverfi okkar. Við fórum t.d í matvöruverslun þar sem farið var í grænmetisdeildina. Þar fundum við léttasta og þyngsta grænmetið.

Verkefnið var tilnefnt til evrópuverðlauna og varð Furugrund í 2. sæti.

Page 26: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Samstarf leik og grunnskóla

Snælandsskóli er okkar hverfisskóli. Við heimsækjum hann einu sinni að vetri og 1.

bekkingar koma einu sinni í heimsókn til okkar. Farið er að vori á leiksýningu í skólanum sem yngri

árgangar skólans sjá um. 2 til 3 börn heimsækja skólann í einu og fá að vera

viðstödd eina kennslustund, foreldrar fylgja þeim í þá heimsókn og sækja aftur að kennslustund lokinni.

Sérkennslustjóri gerir grein fyrir hverju barni fyrir sig við sérkennslustjóra skólans með samþykki og undirskrift foreldra til að auðvelda börnunum upphaf grunnskólagöngu.

Page 27: Kynnig á kennslu elstu barnanna

Samantekt

Unnið hefur verið eftir námsskránni á mismunandi vegu í þessum þremur leikskólum. Áhersluatriði eru ólík og fylgja stefnu og einkunnarorðum hvers skóla fyrir sig. Gaman er að sjá hversu ólíkt samstarf er á milli leikskólanna og hverfisskólanna í sama bæjarfélagi. Útskriftirnar eru einnig afar ólíkar.