Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum...

58
Leikskólinn Hlíð Námskrá Inngangur að námskrá Megin ramma alls uppeldisstarfsins á leikskólanum Hlíð er að finna í aðalnámskrá leikskóla sem gefin er út af Menntamálaráðuneytinu. Aðalnámskráin er heildaryfirlit yfir starfsemi leikskóla. Á fundi með starfsfólki leikskólans þar sem rætt var uppeldisleg sýn þeirra kom í ljós að þau vildu leggja áherslu á þætti er lúta að tilfinninga-, félags, siðferðis-, og sköpunarþroska barnsins. Ásamt því að lögð er mikil áhersla á frjálsa leikinn en hann umvefur allt starfið. Starfsfólk telur færni í þessum þroskaþáttum vera börnum mikilvægt veganesti inn í framtíðina til að efla þau og styrkja sem heiðarlega og sjálfstæða einstaklinga. Leiðir að því er að hlusta, hrósa, hvetja, taka tillit til og tileinka sér gleði og þolinmæði. Með þetta að leiðarljósi ásamt einkunnar orðum Hlíðar sem eru Góð samskipti var lagt af stað í námskrárgerð ásamt þeim ramma er aðalnámskrá setur okkur. Við vinnu að námskrá var deildarstjórum falið að koma með innlegg frá deildum sem var svo tekið saman í samfelldan texta. Einnig var til á leikskólanum vísir að námskrá sem við notuðum sem grunn að þessari.

Transcript of Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum...

Page 1: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Inngangur að námskrá

Megin ramma alls uppeldisstarfsins á leikskólanum Hlíð er að finna í aðalnámskrá leikskóla sem gefin er út af Menntamálaráðuneytinu. Aðalnámskráin er heildaryfirlit yfir starfsemi leikskóla.

Á fundi með starfsfólki leikskólans þar sem rætt var uppeldisleg sýn þeirra kom í ljós að þau vildu leggja áherslu á þætti er lúta að tilfinninga-, félags, siðferðis-, og sköpunarþroska barnsins. Ásamt því að lögð er mikil áhersla á frjálsa leikinn en hann umvefur allt starfið. Starfsfólk telur færni í þessum þroskaþáttum vera börnum mikilvægt veganesti inn í framtíðina til að efla þau og styrkja sem heiðarlega og sjálfstæða einstaklinga. Leiðir að því er að hlusta, hrósa, hvetja, taka tillit til og tileinka sér gleði og þolinmæði. Með þetta að leiðarljósi ásamt einkunnar orðum Hlíðar sem eru Góð samskipti var lagt af stað í námskrárgerð ásamt þeim ramma er aðalnámskrá setur okkur. Við vinnu að námskrá var deildarstjórum falið að koma með innlegg frá deildum sem var svo tekið saman í samfelldan texta. Einnig var til á leikskólanum vísir að námskrá sem við notuðum sem grunn að þessari.

Hlíð hefur verið með þróunarverkefni sem gerð eru skil aftast í þessari námskrá.

Page 2: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

1.kafliUm leikskólann

Leikskólinn Hlíð hefur verið starfræktur frá 21. september 1985. í upphafi var leikskólinn 3 deilda þar af ein hálfsdagsdeild. 1994 varð leikskólinn einsetinn. Í leikskólanum í dag eru 102 börn á aldrinum 2 – 6 ára. Börnin eru 6 og 8 tíma vistun. Deildar leikskólans draga nafn sitt af kennileitum í landslaginu í kringum leikskólann. Deildarnar heita Álfa-og Klettahlíð, Hamrahlíð, Steinahlíð, Úthlíð og Esjuhlíð.

1.1. Um húsnæði leikskólansLeikskólinn var í upphafi 430:80 m2. Árið 2000 var tekin í

notkun færanleg skólastofa við leikskólann og þar með ein ný deild. Með tilkomu nýrrar viðbyggingar 2003 urðu deildarnar 5. Með viðbyggingu bættist við leikskólann auk deildarinnar: salur, aðstaða vegna sérkennslu og undirbúningsherbergi leikskólakennara. Eftir stækkun er leikskólinn 807 m2. Stærð lóðar er 4.854 m2. Teiknistofa Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts hannaði lóð leikskólans.

2

Page 3: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

2.kafliStefna leikskólans

Stefna leikskólans er að stórum hluta byggð á kenningum framfarastefnu heimspekingsins John Dewy. Megin innihald kenningarinnar er að börn læri og þroskist með því að fást við umhverfið á eign forsendum. Að barnið bæti við þekkingu sína með eigin uppgötunum Við notum og nýtum hvert tækifæri sem gefst í leikskólanum í leik og starfi til að virkja og vekja áhuga barnanna með spurningum, leiðbeiningum og með því að sýna áhuga okkar. Við leggjum áherslu á skapandi starf og hugsun, listir og listmenningu, eflingu sjálfstrausts, sjálfsbjargarviðleitni, þor og ábyrgðarkennd með því að hafa fjölbreyttan efnivið í boði, uppákomur og nýtum tækifærin sem upp koma í leikskólastarfinu.Aðalleikefni leikskólans eru einingarkubbar en þeir gefa barninu ótal möguleika til þroska og náms. Einnig erum við með stærri trékubba sem kallast holukubbar ,vel útbúinn listaskála og stóran sal til m.a. hreyfileikja.

Lögð er áhersla á umhverfismennt, flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu. Reglur í leikskólanum eru skýrar og einfaldar.

Við leggjum áherslu á að maturinn sem er í boði sé ferskur og hollur.

Viðhorf, þekking og reynsla starfsfólks deilda kemur fram í mismunandi áherslum hvers einstaklings. Við gerum okkar besta til að nýta þann mannauð sem við eigum í góðu starfsfólki. Stefna leikskólans er þó rauði þráðurinn í starfinu.

Aðal markmið okkar í Hlíð eru:* Að efla skapandi og gagnrýna hugsun barnanna * Að efla sjálfsbjargarviðleitni þeirra* Að styrkja sjálfstraust barnanna, kjark og þor * Að efla ábyrgðarkennd barnanna gagnvart sam- borgurum sínum og umhverfi* Að börnin læri aga og reglur í samskiptum

3

Page 4: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Leiðir og starfsaðferðir sem við notum að markmiðum:* Að vera með opinn efnivið þ.e. leikföngin hafa ekki ákveðið hlutverk né segja barninu hvað það skuli gera heldur verður barnið að leita í eigin smiðju til að fá hugmyndir að notkun leikefnisins. Það örvar hugmyndarflug og eykur hæfileikann til sköpunar. Kubbar eru því aðal leikefni leikskólans, eininga-, og holu-kubbar. Listmenning skipar einnig stóran sess þar sem unnið er með hvers kyns pappír, skriffæri, litir, leir og verðlaust efni. * Að hjálpa börnunum við að finna eigin lausnir á stóru sem smáu, kubbarnir eru góð æfing fyrir slíkt en auk þess er starfsfólk meðvitað í umræðu sinni við börnin um að finna svör og lausnir, staldra við, ræða við þau og skoða ýmsa möguleika á lausnum.* Að styrkja börnin líkamlega svo þau upplifi getu sína og finni til þess að þau hafi kjark og þor. Við förum í gönguferðir einu sinni í viku um holt og móa og til fjalls og fjöru í misjöfnu veðri og æfum getu, kjark og þor. Börnin fara einnig í skipulagðar hreyfistundir* Að efla ábyrgðarkennd er mikilvægt, en til þess höfum við m.a. hlutverk sem hvert barn sinnir a.m.k. eini sinni í viku. Sem dæmi má nefna er að sjá um að fylla vatnskönnuna, sækja matinn, athuga veðrið, leggja á borð og fl. Við leggjum á það áherslu að börnin skynji að samfélagið samanstendur að fólki (okkur) og allir hafa einhverju hlutverki að gegna. Við reynum að kynnast bænum okkar, Mosfellsbæ, með því að skoða hann í gönguferðum, skoða fyrirtæki, götur, hús, landslag o.fl. Umhverfið og umhverfisvernd er einnig snar þáttur með börnunum í Hlíð* Til að börnin finni til öryggis er best að hafa umhverfið og dagskipulagið mjög skipulagt. Öryggið kemur fyrst og fremst fram í aganum sem felst í að hafa dagskipulag. Og í ákveðnum reglum sem eru skýrar fyrir barninu en ekki með valdboði hinna fullorðnu. Reglur í mannlegum samskiptum eru skýrar. Allt skipulagið á leikskólanum veitir barninu öryggi.

4

Page 5: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Við leggjum áherslu á tjáningu og frásögn barnanna og leitumst við að finna sterku hlið barnsins, draga hana fram og styrkja.

Áherslur í daglega starfinu:* Að börnin fái tíma til að leika sér, úti sem inni* Að börnin fái sögulestur á hverjum degi* Að sungið sé með börnunum á hverjum degi* Að börnin ræði saman daglega og að hlustað sé á alla* Að börnin sinni sínu hlutverki daglega

Það sem fram fer í leikskólanum á að efla þroska barnsins, hugsun þess og afstöðu til vinnu svo það verði fært um að þroska sig sjálft í víxlverkun við umhverfið. Skólinn á að gera einstaklinginn virkari í hugsun og uppbyggjandi svo hann verði hæfari til að bæta heiminn. Börn þurfa að njóta skilnings á hinu margbreytilega, skilning á þörfum sínum. Með jákvæðu viðhorfi hins fullorðna læra börnin að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, þau læra smám saman að taka tillit til og að setja sig í spor annarra. Þar sem við trúum því að börn læri best í gegnum leik, þá höfum við búið þeim leikumhverfi sem er skapandi og gefur þeim möguleika á að leika sér á þann hátt sem hentar hverju sinni. Leikefnið er opið og tilbúið til notkunar fyrir börnin á þann hátt sem þau kjósa. Ein eða saman allt eftir einstaklingnum hverju sinni, börn þurfa jafnt að læra að vera ein eins og að vera saman. Hlutverk hins fullorðna er að hvetja og leiðbeina, án þess að grípa inn í hjá barninu við leit þess að lausn, því raunveruleg lausn kemur alltaf innan frá, frá barninu sjálfu. Þegar barn finnur lausn bætist við þekkingu þess og fleiri spurningar vakna sem krefjast svara, það má líkja þessu við gárur á vatni. Að uppgötva er bæði skemmtilegt og fróðlegt en verður að vera í takt við það samfélag sem við búum í.2.1. Kubbarnir okkar

Kubbahópar/kubbatímar eru a.m.k. einu sinni í viku í skipulögðu starfi en þess á milli í vali. Kubbarnir sem við notum eru hannaðir af Caroline Pratt.

5

Page 6: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Minni gerðin eru gegnheilir trékubbbar – unit-block og þeir stærri eru holir trékubbar –holow blocks. Holow kubbarnir (holukubbarnir) eru notaðir sem leikefni með barninu þ.e. barnið nýtir sér það að vera hluti af leikefninu. Þá byggja þau t.d. hús og leika inni í því. Í minni kubbunum (einingarkubbunum) er barnið að leika með kubbana byggja t.d. lítil hús og vegi. Þá nota þau einnig verðlaust efni með til að skreyta kubbana.

Kubbarnir okkar eru opið leikefni og bjóða uppá mikla möguleika en aðalmarkmiðið með þeim er að veita börnunum ánægju og gefa þeim möguleika til sköpunar. Þeir gefa börnunum tækifæri til að vinna úr reynslu sinni og læra um umheiminn á eigin forsendum, án stýringar fullorðinna. Börnin leika ýmist ein, tvö eða fleiri saman eða samhliða. Fín-, og grófhreyfingar, mál-, og félagsþroski þjálfast mikið við leik í kubbunum.

Heiti kubbanna eru stærðfræðilega mikilvæg þar sem börnin þjálfast m.a. í fjölda, stærð, samsetningu og samvinnu við hin börnin. Það er fylgst með börnunum í kubbastarfi og oft skráð niður hvað fram fer þannig að hægt sé að fylgjast með þroska þeirra og hvernig leikurinn þróast. Starfsmaður er ávalt til staðar til að aðstoða ef upp koma vandamál í samskiptum. Þegar tekið er saman í kubbum er það oft gert í formi leikja t.d. kubbarnir taldir, ákveðnar tegundir kubba teknir fyrst o.sv.fr.

2.2. Listsköpun

Öll börn hafa ríka þörf fyrir að tjá sig með myndmáli á skapandi hátt. Sú færni sem börnin öðlast við skapandi myndmótun eflir sjálfstraust og styrkir jákvæða sjálfsmynd.

6

Page 7: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Í myndsköpun er börnunum kennd ákveðin færni í meðferð áhalda og efniviðar. Mest er um frjálsa listsköpun að ræða. Það er unnið með efnivið sem er ýmist aðkeyptur, gefinn eða búinn til á leikskólanum. Áhersla er lögð á að barnið fái að njóta sín í sköpuninni, geti túlkað og

upplifað á sinn hátt. Vinna með leir eflir fínhreyfingar barna og samhæfingu augna og handa. Börnin eiga að fá að móta frjálst eftir eigin hugmyndum á sinn sérstaka hátt. Í vinnu með jarðleir eru skapaðar aðstæður til að hann þorni á réttan hátt. Varðveisla hans og aðgangur að honum er þannig að leirinn nýtist sem best og sé aðgengilegur. Börnin setja sjálf glerung á leirinn áður er hann er brenndur. Börnin eiga að teikna og mála eftir eigin hugmyndum, það ber að forðast að stjórna myndsköpun barna og að láta öll börn vinna eins. Með því leyfum hverjum einstakling að njóta sinnar sérstöðu í myndsköpuninni. Gefa þarf börnunum kost á að skapa sjálf myndir og form með ýmsum hætti, gerð og mótun í allskonar efnivið, t.d. pappír, verðlaust efni, liti, krít, garn, steina og ýmis önnur náttúruleg efni. Áhersla er lögð á að bera virðingu fyrir verkum barnanna. Við endurvinnum pappír og þá vinna börnin það verkefni frá grunni þ.e. rífa, leggja í bleyti, veiða í ramma eða móta og setja í þurrk. Stefna í listsköpun

Í Hlíð viljum við að öll börnin fái tækifæri og góð skilyrði fyrir listræna tjáningu sem og fjölbreytni í efnivið. Við viljum að börnin finni andlega vellíðan, gleði og ánægju af að sinna listsköpun. Við viljum að listræn tjáning verði stór þáttur af tilveru barnanna. Að börnin finni fyrir þörf til þess að tjá sig með frjóum hug og góðum efnivið.

7

Page 8: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Starfsfólk komi inn jákvæðu hugarfari hjá börnunum gagnvart listmenningu. Ekki er lögð áhersla á magn mynd- og listverka heldur gæðin í sköpunar ferli þeirra. Í myndlistinni leggjum við einnig ríka áherslu á frumkvæði, gleði og öryggi í sköpun og tjáningu.

Markmið með listsköpun:* Að börnin öðlist meiri hug og þor.* Að þjálfa einbeitingu hugans.* Að þjálfa samhæfingu líkama og hugar.* Að efla sjálfstraust og gefa jákvæða styrkingu.* Að efla frumkvæði barnanna.* Að efla listræna tjáningu, frásögn, samvinnu og tillitssemi.

2.3. HreyfingMikilvægt er að fullnægja hreyfiþörf barna,

efla hreyfiþroska sem undirstöðu alhliða þroska auk líkamsvitundar og stuðla þannig að vellíðan og hreyfigleði þeirra.

8

Page 9: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Í skipulögðum hreyfistundum í sal eru notuð ýmis tæki og tól sem reyna á jafnvægi, styrk og getu barnanna. Það er byrjað á upphitun og oft endað á slökun. Salnum er oftast skipt upp í stöðvar þar sem áhersla er á að barnið fái alhliða líkamlega þjálfun. Barnið æfir sig um leið að fara eftir fyrirmælum og að bíða eftir að röðin komi að því. Í sal er einnig farið í skipulagða hreyfi- og boltaleiki.

Alhliða útivist á leikskólanum er einnig mikilvægur þáttur í hreyfingu barnanna. Klettarnir og gönguferðir um bæinn okkar bjóða uppá margt spennandi til að efla kjark þeirra og þol.

Stefna í hreyfiuppeldiÍ Hlíð viljum við að öll börnin fái tækifæri og góð skilyrði

fyrir vel skipulagða og fjölbreytta hreyfingu. Þess vegna eiga m.a. allar deildar ákveðinn tíma í salnum. Þá gefst gott tækifæri til skipulagðra íþrótta- og hreyfileikja sem og frjálsan tíma. Þannig finna börnin fyrir þeirri líkamlegu vellíðan, gleði og ánægju sem þau fá af hreyfingunni.

Þetta leiðir vonandi til þess að líkamsrækt verður stór þáttur af tilveru barnanna. Að börnin finni fyrir þörf til þess að hreyfa sig og þau njóti sín í íþróttatímum. Að starfsfólk komi inn jákvæðu hugarfari hjá börnunum gagnvart hreyfistund og annarri líkamsbeitingu.

Markmið með hreyfistund í sal:* Að börnin öðlist meiri líkamsvitund, þor og þol.* Að þjálfa jafnvægi og einbeitingu.* Að þjálfa samhæfingu líkamans.* Að þjálfa hugtakaskilning.* Að efla sjálfstraust og gefa jákvæða styrkingu.* Að efla frumkvæði barnanna.

9

Page 10: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

* Að efla tillitssemi, samvinnu og að börnin finni fyrir öryggi.

2.4. ÚtiveraÍ Hlíð viljum við að öll börnin fái tækifæri og góð skilyrði

fyrir útiveru og góðri hreyfingu. Við viljum að börnin finni líkamlega vellíðan, gleði og ánægju af að vera utandyra.

Þess vegna er lögð áhersla á að þegar veður leyfir fái börnin notið að vera úti part úr degi. Markmiðið er að fara út á degi hverjum. Og að starfsfólk komi inn jákvæðu hugarfari hjá börnunum gagnvart útiveru og hreyfingu.

10

Page 11: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Markmið með útiveru:* Að börnin öðlist meiri líkamsvitund og betra þol.* Að þjálfa samhæfingu líkamanns, samvinnu og tillitssemi* Að þjálfa jafnvægi og einbeitingu.* Að efla sjálfstraust og gefa jákvæða styrkingu. * Að kynna börnunum nánasta umhverfi.* Að leika sér saman.

2.5. TónlistÍ söng og tónlist tjáum við og

túlkum tilfinningar okkar. Að syngja saman í hóp veitir gleði og eflir félagsvitund. Tónlistin er því mikilvæg fyrir alhliða þroska barnanna. Samvinna á milli Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og leikskólans er mikilvæg leið til að kynna enn frekar önnur hljóðfæri en við höfum til ráða. Í tónlistarstundum æfum við hlustun/ eftirtekt/ veikt/ sterkt/ og þjálfum þannig heyrn og athygli. Um leið æfum við samvinnu. Í byrjun stundar setjast börnin í hring á gólfinu. Börnin læra heiti hljóðfæra og að fara vel með þau. Börnin þjálfast einnig í að vera saman í hóp og framkvæma, að hlusta og að fara eftir fyrirmælum. Tónlistarstundirnar eru skipulagðar þannig að ávalt er ákveðin byrjun á þeim, það er millikafli og svo enda þær eins. Millikaflinn

11

Page 12: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

er mismunandi eftir því hvað verið er að æfa en upphaf og endir tónlistarstundar er alltaf eins á hverri deilda fyrir sig. Þegar hljóðfæri eru notuð þá eru þau tekin fram og stillt upp í miðjum hring. Börnunum er sagt nafn þeirra og þau fá að velja sér hljóðfæri. Að lokum er ýmist spilað og sungið saman eða tónlist og sönglög kynnt fyrir þeim.

Einnig fengum við til okkar danskennara, vorið 2006 sem kom til okkar tímabundið í 6 vikur og kenndi öllum börnunum dans. Stefnan er að hafa þetta árlegan viðburð í leikskólanum.

2.6. Brúum biliðSamstarfsverkefnið Brúum bilið er á milli leik- og

grunnskóla í Mosfellsbæ. Markmiðið með verkefninu er að auðvelda börnunum flutning frá leikskóla yfir í grunnskóla það er m.a. gert með því að leik-, og grunnskólastjórar hittast og ræða flutninginn. Með gagnkvæmum heimsóknum barna á þessum skólastigum og því að kynnast skólahúsnæðinu og skólalóðinni er flutningurinn gerður auðveldari fyrir elstu börn leikskólans. Vorið fyrir skólabyrjun fara elstu börnin í heimsókn í skólann sinn og hitta kennara sína, skólastjóra og skoða skólastofurnar.

12

Page 13: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

2.7. Hefðir, hátíðir og merkisdagar.*Bolludagur: er haldinn hátíðlegur með því að hafa kjöt eða fiskibollur í matinn í hádeginu. Í nónhressingu er að sjálfsögðu boðið upp á rjómabollur.*Sprengidagur: haldið er uppá daginn með því að borða saltkjöt og baunir í hádegismat.*Öskudagur: þá mæta allir í leikskólann í furðufötum sem vilja og geta. “Kötturinn” er sleginn úr tunnunni og það er dansað og leikið í salnum þar til allir hafa fengið nóg. *Þorrablót: haldið er upp á þorrann með þorrablóti fyrir börnin. Gamlir munir frá fyrri tíð eru til sýnis í sal bæði smækkaðar eftirlíkingar svo og muni í fullri stærð*Menningarvika: Á vorin er haldin sameiginleg menningarvika leikskóla í Mosfellsbæ þá taka skólarnir sig saman og halda sýningu á verkum sem börnin hafa unnið yfir veturinn og eru einnig með uppákomur í Kjarna. Eru foreldrar hvattir til að koma og skoða sýninguna.*Opið Hús: í menningarviku leikskólanna er opið hús í leikskólanum einn dag milli kl:15:00 og 17:00. Þá setur hver deild upp sýningu á verkum barnanna. Foreldrum er boðið sem og systkinum og eru afar og ömmur eindregið hvött til að mæta. *Foreldrakaffi: Foreldrakaffi er minnst tvisvar á ári. Þá býður hver deild fyrir sig foreldrum í morgunkaffi og meðlæti. Stundum baka börnin fyrir þessar uppákomur. Þetta hefur reynst notaleg byrjun á góðum degi.*Sveitaferð: er farin í maí-júní. Þá er lagt af stað snemma dags með rútum. Við skoðum dýrin, leikum okkur, borðum nesti og komum tímanlega heim í hádegismat. *Elstu barna ferð: er farin í maí áhersla er lögð á að þetta sé menningarferð og því eru heimsótt listasöfn eða aðrar menningarstofnanir.

13

Page 14: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

*Kveðjuhóf elstu barna: fer fram í sal leikskólans síðasta vetrardag ár hvert. Börnin fá þá rós frá leikskólastjóra og kveðjubréf frá leikskólanum. Afhent er bók með sýnishornum af verkum barnanna sem og myndum af þeim í leikskólastarfinu. Þá er sameiginlegt kaffisamsæti elstu barna í sal. En kveðjuhófið er athöfn fyrir elstu börnin og starfsfólk deildanna. *Umferðafræðsla: á vorin hafa elstu árgangarnir farið í grunnskóla og fengið fræðslu í umferðarreglum. Hefð hefur skapast fyrir heimsókn Lúlla löggubangsa á leikskólann. Börnin fræðast þá um umferðarreglur og bílbeltanotkun. Lúlli kemur í fylgd tveggja lögreglumanna.*Leiksýning Brúðubílsins: leikskólarnir í Mosfells-bæ hafa sameinast um að fá brúðubílinn í heimsókn í sumarbyrjun í garðinn á Hlíð eina morgunstund.*Sumarhátíð: er haldin fyrir sumarlokun leikskólans. Þá er farið í skrúðgöngu um bæinn, sungið, leikið og grillað. Þessi hátíð er í samstarfi við leikskólann Hlaðhamra.*Dagur íslenkrar tungu: Er haldinn hátíðlegur á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar 16.nóvember ár hvert. Börnin læra ljóð eftir skáldið og hátíðleg stund er í sal. *Afmæli barns: er mikill hátíðisdagur, barnið fær kórónu í tilefni dagsins, sungið er fyrir það og barnið býður jafnvel uppá veitingar. Fáni er dreginn að húni í tilefni dagsins.*Jólafastan: ætlast er til þess að börnin eigi rólega og notalega jólaföstu þar sem þau hafa frið fyrir því stressi sem oft er einkenni þess tíma utan veggja leikskólans. Falleg ljós, jólasöngvar og boðskapur jólanna skiptir mestu máli. Til að stytta okkur biðina förum við í heimsókn í Lágafellskirkju, borðum jólamat og höldum jólatrésskemmtun þar sem við syngjum jólalög og oft höfum við fengið óvænta heimsókn. *Leikskólinn Sólbrekka á Seltjarnarnesi er vinaleikskólinn okkar.

14

Page 15: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Gagnkvæmar heimsóknir starfsmanna hafa gefið góða raun og nýjar hugmyndir gefa gott krydd í tilveruna. Ætlunin er að koma á meira samstarfi á milli leikskólanna.

3.KafliRáðgjafar og sálfræðiþjónusta

Skólaskrifstofa MosfellsbæjarKjarna, Þverholti 2270 Mosfellsbæsími: 525-6700 fax: 525 6729Heimaíða: www.mos.is

Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs er Björn Þráinn Þórðarson. Leikskólafulltrúi sem annast faglega- og rekstrarlega umsjón með leikskólunum er Gunnhildur María Sæmundsdóttir.

Skólaskrifstofan hefur verið með átaksverkefni í gangi í leikskólum Mosfellsbæjar í eflingu málþroska og máltjáningu undir

15

Page 16: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

yfirskriftinni Málþroski leikskólabarna. Í Hlíð höfum við verið að fylgja því eftir. Einnig hefur þar verið unnið að gerð verkefnis í sambandi við fjölmenningu undir yfirskriftinni Enginn getur allt, allir geta eitthvað.

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar heyrir undir fræðslunefnd bæjarins. Á vegum skólaskrifstofunnar er rekin ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta fyrir leik- og grunnskóla. Í fræðslunefnd sitja m.a. leikskólafulltrúi, fulltrúi leikskólastjóra, fulltrúi starfsmanna og fulltrúi foreldra leikskólabarna.

Í lögum um leikskóla nr. 78/1994 segir:“Börn á leikskólaaldri, sem vegna fötlunar, tilfinningalegra

eða félagslegra erfiðleika þurfi sérstaklegar aðstoð eða þjálfun, eiga rétt á henni innan leikskólans undir handleiðslu sérfræðings.”

Grunnurinn að góðu leikskólastarfi er góð samvinna og gott samstarf milli foreldra og starfsfólks. Saman leggjumst við á eitt um að styrkja börnin, efla þroska þeirra og gera leikskóladvöl þeirra sem ánægjulegasta

3.1. Sérkennsla/stuðningurSérkennsla og stuðningur er skilgreining á þeirri aðstoð sem

leikskólinn veitir þeim börnum sem á þurfa að halda. Á Hlíð er það þroskaþjálfi sem hefur yfir umsjón með sérkennslu í samráði við deildarstjóra viðkomandi barns.

Oftast er unnið í hópum í sérkennsluherbergi (Vesturhlíð) eða inná deildum. Hóparnir hafa mismunandi áherslur eftir þörfum barnanna. Einnig eru einstaklingstímar fyrir börn með umtalsverðar sérþarfir.

Gerð er einstaklingsnámsskrá sem er vinnuáætlun þar sem fram kemur orsakir stuðningsins og leiðir að markmiðum

16

Page 17: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

4.kafliFastar athafnir/daglegt líf í leikskólanum

4.1. Grunn dagskipulagið í HlíðHver deild er með sitt dagskipulag sem er byggt á grunn dagskipulagi leikskólans:

kl. 07:30 Leikskólinn opnar / róleg stundkl. 08:30 Morgunmaturkl. 09:00 Morgunfundurkl. 09:15 Leikstund/val/hópar/útiverakl. 11:30 Hádegismatur og hvíldkl. 13:15 Leikstund val/hópar/útiverakl. 15:00 Nónhressingkl. 15:30 Róleg stundkl. 17:30 Leikskólinn lokar

4.2. Í fataklefanumÞegar börn og foreldrar mæta á morgnana er smá tími til að

ræða e.t.v. það sem dagurinn ber í skauti sér. Foreldrar fá þá einnig tækifæri til að segja frá því sem hefur verið að gerast hjá barninu heima fyrir. Starfsfólk á að taka hlýlega á móti börnum og foreldrum, bjóða þeim góðan dag og heilsa þeim með nafni. Foreldrar sjá um að barnið klæði sig úr yfirhöfnum og leiðir það inn á deild. Mælst er til að foreldrar gefi barninu góðan tíma þegar komið er með það á morgnana. Kveðjustundin má þó ekki dragast úr hófi.

17

Page 18: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Börnin eru hvött til að klæða sig sjálf með aðstoð í útiföt þó fer það eftir aldri og getu. Reynt er að skapa jákvætt andrúmsloft í fataklefanum. Við æfum þar þolinmæði og sjálfsaga og gefum því börnunum tíma til að klæða sig. Þeim er hrósað og talað við þau m.a. með því að nota orð á athafnir og föt. Þegar börnin koma inn úr útiveru eiga þau að ganga sjálf frá fötum í hólfin sín. Þau eru einnig hvött til að hjálpast að við að ganga frá og klæða sig úr.

4.3. HeimferðAf öryggisástæðum er lögð mikil áhersla á að börn kveðji

starfsfólk þegar farið er heim af leikskólanum. Starfsfólk skráir barnið út þegar það fer heim. Þá gefst einnig gott tækifæri fyrir foreldra og starfsfólk að skiptast á upplýsingum og kveðja þannig að allir fara sáttir heim.

Þegar barn fer heim af leikskólanum er mikilvægt að það sé sótt af einstaklingi sem starfsmenn leikskólans þekkja eða hefur verið sagt frá. Starfsmenn hafa ekki leyfi til að afhenda barn til ókunnugra né barna yngri en 12 ára. Þeir eru þess vegna hvattir til að fá nafn og upplýsingar um tengsl ef um ókunnuga er að ræða.

Hólf barnanna skulu tæmd á hverjum degi það er gert til að auðveldara sé fyrir foreldra að fylgjast með hvað vantar í töskuna, einnig auðveldar það þrif svo og tapast minna af fötum.4.4. Matartíminn

Þau börn sem eru valin þjónar dagsins undirbúa borðhaldið. Börnin eru hvött til að smakka allan mat sem í boði er. Þau eru hvött til að þjálfa sjálfshjálpina með því að matast sjálf, skammta sér á diskinn og jafnvel hella í glasið sitt. Það fer þó eftir aldri og getu hve

mikið þau gera sjálf. Við leggjum áherslu á að hafa matartímana rólega og æfum okkur í kurteisi og almennum borðsiðum. Lögð er áhersla að maturinn sé ferskur og hollur. Grænmeti og vatn eru ávallt haft með mat.

18

Page 19: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

4.5. HvíldÁ hverjum degi eftir hádegismat er

hvíld. Þá eru teknar fram dýnur, koddar og teppi. Yngstu börnin leggja sig og sofna en eldri börnin hvíla sig og slaka á. Í hvíld er ýmist lesið fyrir börnin, hlustað á sögu eða tónlist. Börnin fá að hafa hjá sér það sem veitir þeim öryggiskennd s.s. snuð og bangsa.

4.6. SalerniBörnin eru hvött til sjálfshjálpar og til almenns hreinlætis

s.s. handþvottar. Mikilvægt er að skapa hlýtt og öruggt andrúmsloft á salerni þetta er þó sérstaklega mikilvægt börnum sem eru að hætta með bleiur. Eldri börnunum er boðið að fara á salernið áður en farið er í útiveru, hvíld og ferðir út fyrir leikskólann en annars sjá þau um að fara sjálf á salernið. Þau börn sem enn eru óörugg við að fara ein á salernið og þurfa aðstoð fá hana frá starfsfólki.

4.7.Verkskipting milli barnaBörnin hafa ákveðin hlutverk sem skipt er á milli þeirra það

er gert til að börnin þrói með sér ábyrgðar-, og samkennd. Hlutverkin eru t.d. ábyrgð á bókasafni en þá sjá þau um að skipta út bókum (með starfsmanni) það er gert u.þ.b. einu sinni í viku. Jafnframt sjá þau um að vel sé gengið um bókakost á deildum.

Þjónar sjá um að sækja matarvagn ásamt starfsmanni og leggja á borð, þau bjóða svo börnunum að gjöra svo vel að setjast við matarborðið og sjá um að fara með vagninn aftur inn í eldhús. Þjónarnir eru jafn margir þeim borðum sem borðað er á inni á deildunum. Lagt er á borð í hádegismat og nónhressingu.

Vatnsberar sjá um að nýtt drykkjarvatn sé til í könnum á deildum þar sem gott aðgengi er að fyrir börnin og að glös barnanna séu til reiðu. Veðurfræðingar setja upp myndrænt á morgunfundi hvaða föt henta útiveru dagsins.

19

Page 20: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Hlutverkunum er útdeilt á morgunfundum og eru að sjálfsögðu miðuð við aldur og getu barnanna. Hlutverkunum er útdeilt sama dag og þau eru unnin.

5. kafli Stundir á deildum

5.1. Söng- og sögustundirSöngstund er minnst einu sinni á dag ýmist eftir morgunfund

eða um hádegisbil. Börnin syngja þá öll saman á deildinni með starfsmanni. Sögustund er oftast um hádegisbil eða seinni part dags. Þá er lesin saga eða hlustað á sögu af geisladisk/snældu oftast er lesið í hvíld barnanna. Stundirnar eru til að örva orðaforða og efla málrækt barnanna er lögð áhersla á að hafa söngva og söguformið fjölbreytilegt s.s. sögur, hreyfisöngva, ljóð, þulur og jafnvel sögur barnanna sjálfra. Mikil áhersla er lögð á að söguefnið hæfi aldri og þroska barnanna og að söngvarnir hæfi röddum og áhugasviði þeirra. Með fjölbreytileikanum er einnig auðveldara að efla áhuga barnanna á rituðu máli og síðar lestri og skrift.

Einu sinni í viku er sameiginleg söngstund allra barna í leikskólanum. Þá er komið saman í sal og hver deild syngur það lag sem þau hafa verið að æfa undangengna viku. Afmælissöngurinn og kveðjulagið er sungið þegar við á. Þá gefst einnig tækifæri á að vera með uppákomur/sýningar fyrir þá sem það vilja. Sameiginlega söngstundin er mikilvæg þar sem hún eykur samkennd allra barnanna á leikskólanum.

5.2. SamverustundÁ morgnana strax eftir morgunmat er morgunfundur.

Börnin koma þá saman með starfsfólki og skoða hvernig dagurinn er skipulagður. Það eru notaðar pictogram myndir til að “skoða” hvernig skipulag dagsins er, rætt er um líðandi stund og hvað okkur liggur á hjarta. Við notum pictogram og board maker myndir þar

20

Page 21: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

sem börn hafa almennt betra sjónrænt minni en huglægt þ.e. auðveldara að sjá og muna en að heyra og muna. Þannig gefur það börnunum öryggi að skoða dagskipulagið sjónrænt á hverjum degi. (Pictogram myndir eru hvítar einfaldar myndir á svörtum grunni. Board maker myndir eru í lit á hvítum grunni. Myndirnar eru lýsandi fyrir athafnir í leikskólanum)

Myndræna dagskipulagið er á sýnilegum stað á deildunum. Þegar farið er yfir dagskipulagið á morgunfundi fær barnið smá saman innsýn í tímaröðun dagsins. Það lærir nafn vikudaga og mánaða. Árstíðum er fylgt eftir m.a. með því að velja veðurfræðing dagsins.

Samverustundir aðrar en morgunfundur eru nokkru sinnum yfir daginn þá er sungið, lesin saga. Börnin velja sér einnig verkefni og leikefni í samverustundum, þá er oft skipt upp í hópastarf.

5.3. ValspjöldVið val á verkefnum/leikefni þá notum við valspjöld en þau

eru með pictogram myndum. Hvert barn á valblað þar sem skráð er hvað barnið velur sér að gera á degi hverjum. Börnin byrja til skiptis að velja sér af því sem í boði er. Það sem börnin velja um er það leikefni og þeir krókar sem eru til staðar á deildunum. Ekki er alltaf það sama í boði. Mikilvægt er að börnin fái að velja sér viðfangsefni við hæfi en með því læra þau að vera sjálfstæð og að standa við ákvörðun sína.

Skráning á valspjöld gefur upplýsingar um hvað börnin velja og við hvern þau leika sér.

5.4. HópastarfTil að æfa samskipti og félagsfærni er lögð áhersla á

hópastarf í Hlíð. Flest allt starfið í leikskólanum er gert í hópum s.s. borðað, leikið, gönguferðir o.fl. En það sem við köllum hópastarf er skipulagt og undirbúið áður af deildarstjóra/leikskólakennara. Börnin eru venjulega í sama hóp út skólaárið. Á haustin velja börnin sér oft saman nafn á hópinn sinn.

21

Page 22: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Verkefnin í hópastarfinu eru mörg og misjöfn. Aðaláherslan er á að allir fái tækifæri til að leggja sitt af mörkum og sitt til málanna í verkefninu sem verið er að vinna með. Þegar börnin eru að vinna í smærri hópum fær hver einstaklingur að njóta sín betur og um leið er það kærkomið tækifæri fyrir leikskólakennarann að kynnast barninu sem best. Hópastarfið er fjölbreytt og viðfangsefnin eru mörg en hóparnir geta verið saman í vinnustundum í t.d. einingarkubbum, myndlist, leir, hreyfingu, tónlist, skólahóp o.fl. Það er misjafnt eftir aldri barnanna hve oft á dag/viku hópastarf er í dagskipulagi deildanna.

5.5. ÞemahringurinnÞemahringurinn er vinnuplagg leikskólans er hann og

markmið hans fléttuð inn í flesta þætti starfsins á leikskólanum. Þemahringurinn tekur til allra þroskaþátta barnsins og það sem leggja á áherslu á og unnið er eftir. Aðal áhersla þemahringsins er á barnið sjálft, umönnun og daglegar venjur. Næst því kemur mál- og málörvun, tónlist, hljóð og hreyfing, myndsköpun og myndmál. Þetta er svo fléttað inn í samfélagið og náttúruna sem við leggjum áherslu á.

Hin eiginlega þemavinna einkennist mjög af námssviði og áhersluþáttum leikskólans en þar eru þeir ríkjandi. Deildarstjórar leggja línuna um hvað tekið er fyrir hverju sinni.

5.6. Verkefni við borðÞegar börn velja sér verkefni við borð eru þau ýmist ein eða

með öðrum börnum eða starfsfólki. Verkefnin eru m.a. spil, púsluspil, litlir kubbar, perlur, leikdeig (leir) o.fl. Börnin geta yfirleitt gengið frá og valið sér annað verkefni við borðið þegar þau eru búin með sitt.

5.7. HlutverkaleikurMikilvægt er að börnin fái góðan tíma fyrir hlutverkaleik.

Hlutverka og ímyndunarleikir endurspegla reynsluheim barnanna og

22

Page 23: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

um leið hluta af þeirri menningu og samfélagi sem þau búa við. Þau tileinka sér og lifa sig inn í ýmsa atburði sem gerast í kringum þau.

5.8. Frjálsi leikurinnVið leggjum mikla áherslu á frjálsa

leikinn og viljum að hann umvefji starfið í leikskólanum. Í frjálsum leik eru mikilvægir uppeldiskostir sem efla alhliða þroska barnanna. Þau þjálfast í að leika sér ein og saman, útkljá málin ef eitthvað kemur uppá, ganga frá eftir sig o.fl. Börnin eru ávalt undir eftirliti í frjálsum leik og gripið er inní ef eitthvað amar að sem börnin ráða ekki við að leysa. Skipulag deildanna verður að vera sveigjanlegt til að frjálsi leikurinn fái að blómstra.

5.9. TölvurÁ eldri deildum eru tölvur. Sem eru í boði í vali hvert barn

fær að nota þær í c.a. 10 – 20 mín. í einu. Tölvurnar eru mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir m.a. stærðfræðikennslu og hugtakamyndun einnig þjálfa þær samhæfingu hugar og handar. Leikirnir sem eru í tölvunum eru leikir þar sem bók- og tölustafir, litir og form eru í aðalhlutverkum. Einnig leikir sem taka til málvitundar.

Tölvunar eru vinsælar en þó er aðgangurinn að þeim takmarkaður. Tölvunotkun er góður undirbúningur fyrir framtíðina.

5.10. Tilraunir/náttúruskoðunÁ leikskólanum eru gullfiskar og páfagaukar sem veita

börnunum mikla gleði og kveikja frekar áhuga þeirra á dýralífi. Einnig eigum við til mikið af sjávar-, og skordýrum sem við getum skoðað í smásjá. Fjöru-, og gönguferðir eru nýttar til náttúruskoðana

23

Page 24: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

og oft eru laufblöð, blóm og skordýr tekin heim á leikskólann til frekari rannsókna. Náttúrulífs-, og dýrabækur eru vinsælar.

5.11. Garðurinn Í garðinum er frjálsi leikurinn í öndvegi. Garður leikskólans er skipulagður og búinn leiktækjum sem örva grófhreyfingar barnanna, þar er gott rými til hreyfi- og hlaupaleikja. Í klettum er umhverfið hvetjandi til að efla áræði og þor.

Í útiveru fylgist starfsfólk með börnunum að leik og leiðbeina ef þörf er á. Í garðinum gefst einnig kærkomið tækifæri til að hitta börn af öðrum deildum. Í útiveru er starfsfólk á ferð um garðinn til að hafa sem besta yfirsýn og fylgjast með barnahópnum. Útisvæðið er svæðaskipt til að auðvelda eftirlit og mönnun á öllu svæðinu.

5.12. GönguferðirStutt er að ganga uppá fellin sem

umlykja Mosfellsbæ, einnig er stutt í fjöruna. Við nýtum okkur það óspart. Farið er í gönguferð a.m.k. einu sinni í viku í næsta nágrenni leikskólans. Með því að fara í gönguferðir öðlast börnin þekkingu og reynslu á nánasta umhverfi sínu. Og sjóndeildarhringur þeirra stækkar. Við skoðum breytingar í náttúrunni og allar deildar hafa valið sér jurt/blóm deildarinnar og jafnvel dýr. Börnin á viðkomandi deild fræðast sérstaklega um blóm/dýr deildarinnar. Fræðslan fer m.a. fram í gönguferðum. Hús í bænum eru skoðuð, jafnvel farið í heimsókn í fyrirtækin. Í gönguferðum gefst tækifæri til að kenna börnunum umferðareglur og þjálfa þau í að bregðast rétt við.

24

Page 25: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Leikskólakennarar fylgjast vel með hvað vekur áhuga barnanna í gönguferðum og er áhugi barnanna virkjaður frekar með því að hvetja börnin til að rannsaka hlutinn. Oft er svo unnið frekar með áhugann í vinnustundum á leikskólanum.

6. kafliSamfélagið sem við búum í

Börnin þurfa að kynnast samfélaginu á sem eðlilegastan hátt og vera í tengslum við nánasta umhverfi sitt og menningu þess. Þess vegna höldum við í heiðri viðhorfum, hefðum og siðum samfélagsins.

Til þess að barnið öðlist jákvæða sjálfsmynd þarf það að finna að það tilheyri samfélaginu og sé viðurkenndur hluti af því. Við erum dugleg að fara í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir í bænum það er þó háð áhuga hverju sinni hvert farið er. Við förum þó iðulega á bókasafnið og kynnumst þar heimi bókarinnar, sjáum leikrit og hlustum á sögur. Tónlistarskólinn hefur einnig tekið vel á móti okkur og fá börnin þá að hlýða á nemendur og að prófa hljóðfæri sjálf. Hugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins

Börn þurfa að fá að upplifa náttúruna, komast í lifandi tengsl við hana og njóta hennar sér til yndisauka. Þau þurfa að öðlast þekkingu á náttúrunni í samræmi við þroska sinn og skilning.

Mikilvægt er að börnin kynnist og læri um íslenskt þjóðlíf og hefðir, hátíðir, hátíðisdaga, þjóðlög, þjóðsögur og ævintýri. Þessum þjóðarauð og menningararf eiga börnin að taka við. Einnig er mikilvægt að börnin kynnist lífi og menningu annarra þjóða og þjóðflokka, með því að segja börnunum sögur, sýna þeim myndir og syngja með þeim söngva frá öðrum löndum. Börnin læra þannig að hver þjóð hefur sín sérkenni og sína sérstæðu menningu sem ber að meta og virða. Við hvetjum foreldra að tala við börnin á eigin móðumáli.

25

Page 26: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Um leið og börnin fræðast um samfélagið og koma með sínar hugmyndir og upplifanir í umræðuna er komið gott tækifæri til málræktar.

7.kafliUpplýsingar til foreldra

Foreldrar þekkja börnin sín best en á leikskólanum kynnumst við börnunum í hóp og þekkjum þroska og færni þeirra. Saman undirbúum við börnin fyrir samfélagið.

7.1. ForeldraviðtölSkipulögð foreldraviðtöl eru tvö á ári. Fyrir viðtölin hafa

deildarstjórar og starfsfólk oft fyllt út athugunarlista vegna þroskaþátta sem deildarstjóri tekur saman með valblöðum. Skráðar athuganir gefa m.a. upplýsingar um hvað barnið velur og með hverjum það leikur sér og hvar áhugi barnanna liggur. Deildarstjóri sér um viðtalið. Foreldrar fá einnig tækifæri til að koma með sínar spurningar og miðla upplýsingum um barnið heima fyrir. Áætlaður tími foreldraviðtala er 20 mín. Hægt er að biðja um viðtal þegar foreldrar óska.

26

Page 27: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Mikilvægt er að deildarstjórar fái upplýsingar um breytingar á högum og aðstæðum fjölskyldu barnsins sem fyrst þar sem þær geta haft áhrif á líðan barnsins á leikskólanum.

7.2. ForeldrafundurTveir foreldrafundir eru á ári. Kynningarfundur fyrir

foreldra nýrra barna að sumarlagi og fyrir alla foreldra að hausti þar sem starfið, leikskólinn og starfsfólk er kynnt. Ýmsar upplýsingar eru gefnar og oft fyrirlestrar um uppeldislegmálefni. Á fundinum er kosið í foreldraráð leikskólans. Eftir fundinn er reglan að farið er inn á deildir barnanna og starfið þar kynnt frekar, boðið er uppá kaffi.

7.3. Foreldrafélag leikskólansKosnir eru tveir foreldrar frá hverri deild í foreldraráð í 1-2

ár í senn. Foreldraráð skiptir með sér verkum strax í upphafi. Félagið vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk leikskólans og stjórnendur. Foreldrafélagið sér um veitingar á opnu húsi, fræðslu og fyrirlestra fyrir foreldra, borgar ýmsar ferðir barnanna, leikrit og sólarvörn. Greitt er í foreldrafélagið einu sinni á ári Ef fundað er á opnunartíma leikskólans annast starfsfólk börn þeirra foreldra sem eru á fundunum.Góð samvinna er á milli foreldrafélaga leikskóla í Mosfellsbæ m.a. eru haldnir sameiginlegir fræðslufundir

7.4. Upplýsingar í leikskólanumTil að tryggja upplýsingaflæði til foreldra eru töflur í

anddyri leikskólans og í fataklefum deilda þar sem upplýsingar og auglýsingar ætlaðar foreldrum eru settar upp. Leikskólinn og hver deild fyrir sig gefa út nokkur fréttabréf yfir skólaárið. Á heimasíðu leikskólans eru einnig settar inn nýjustu fréttir og oft eru þar upplýsingar um komandi viðburði með dagsetningu. Á heimasíðunni má einnig finna upplýsingar um deildir, söngtexta,

27

Page 28: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

myndir af börnunum í leik og starfi o.fl. Lykilorð að myndasíðu má nálgast hjá starfsfólki. Slóð að heimasíðunni : leikskolinn.is/hlid

7.5. Mappan mínÞegar barn byrjar á leikskólanum fær það litla möppu merkta

sér nokkurs konar dagbók um leikskóladvölina. Mappan er látin fylgja barninu á milli deilda alltaf er bætt í möppuna s.s. hæð, þyngd, nöfnum og myndum. Þegar barnið fer í grunnskóla fær það möppuna afhenta.

Segðu mér og ég gleymi, sýndu mér og ég manleyfðu mér að fást við það og ég skil

8.kafli Skipulag húsnæðis

8.1. Skipulag deildaÁ deildum eru margir krókar sem eru notaðir sem

leikskvæði barnanna, krókarnir eru oft með fleiri en eitt hlutverk. Þeir krókar sem eru á flestum deildum eru m.a. kubba-, lista-, bóka-, leik-, dýra-, bíla-, og spilakrókur.

8.2. ListaskálinnListaskálinn okkar er stór og vel búinn. Við eigum þar

leirbrennsluofn, margar tegundir af málningu og litum. Pappír af öllum gerðum og margvíslegt efni sem við endurnýtum.

Bókasafnið er staðsett í listaskála og er það vel búið bókum sem hæfa aldri, þroska og áhuga allra barna. Einnig er þar úrval af geisladiskum og kassettum. Hljóðfærin eru í skáp í listaskála sem og smíða-, og tilraunadótið. Myndvarpinn og bakarofninn eru geymd í listaskála.

28

Page 29: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

8.3. Salurinn Í salnum eigum við mikið af dýnum,

púðum, boltum og fjölbreyttu úrvali af áhöldum og leikföngum sem eru hvetjandi til hreyfileikja.

Við enda salar er upphækkað svið með leiktjöldum þar sem framkoma er æfð og leikrit sýnd. Í salnum eru einnig hljómflutningstæki. Þau eru oft nýtt í hreyfistundum. Á föstudögum er sameiginleg söngstund allra barnanna í leikskólanum í sal og er ein deild í senn með uppákomu s.s. söngatriði eða leikrit.

8.4. Tæki sem leikskólinn áLeikskólinn á sjónvarp, vídeótæki og DVD spilara sem líka

er karíókítæki. Einnig stafrænar myndavélar og vídeóupptökuvél sem eru aðalega notaðar til að skoða myndir af börnunum í leik og starfi. Vídeóupptökuvélin er m.a. nýtt við atferlisathuganir með samþykki foreldra.

8.5. Eftirlit með húsnæði og innanstokksmunumMikilvægt er að hafa gott eftirlit með leiktækjum, húsnæði

og garði. Blöð eru til staðar til útfyllingar vegna innra- og ytraeftirlits og kvittað er á þau í upphafi og lok dags. Blöðunum á svo að skila inn til leikskólastjóra um mánaðarmót. Mikilvægt er að starfsfólk og börn gangi vel um eigur og búnað leikskólans.

8.6. Innra eftirlitEinu sinni í mánuði er gert ýtarlegt innra eftirlit á

innanstokksmunum, áhöldum og tækjum á leikskólanum. Almennt daglegt innraeftirlit er gert á hverri deild fyrir sig. Þá er farið yfir

29

Page 30: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

hvort allt sé í lagi s.s. gluggar, hiti o.fl. Við frágang á deild eru stólar og borð skoðuð.

Leikföng eru þrifin reglulega.

8.7. Ytra eftirlitHver deild fyrir sig hefur eftirlit með garðinum viku í senn.

Í því fellst að farið er á hverjum morgni í skoðunarferð um garðinn áður en börnin fara út. Þá er athugað hvort að hlið séu læst, leiktæki í lagi og hvort einhverjir aðskotahlutir séu í sandkassa eða á lóð. Einnig er athugað hvort vatnssöfnun sé í garðinum þ.e. hættulegir pollar t.d. í klettum og víðar.

8.8. Útileikföng/leikfangaskúrHver deild hefur umsjón með útileiksföngum í viku í senn.

Allir hjálpast þó að við að taka saman leikföngin en það er gert í síðasta lagi kl:1600. 8.9. Verkskipting innan deilda

Á flestum deildum er fyrirfram ákveðið hvaða starfsmaður á að sjá um hvað s.s. samverustundir, eftirlit, hvíld o.fl Skiptingin fer ýmist eftir vinnutíma starfsmanns eða skipt vikulega um hlutverk. Allir ganga þó í það sem gera þarf. Útiveru er einnig skipt á milli starfsfólks þar sem þess er kostur. Ef öll börn deildarinnar eru úti gefst starfsmanni sem er inni tækifæri á að t.d. undirbúa komandi dag/verkefni með börnunum, skipta út bókum, geisladiskum, annast frágang í sal og listaskála, á deild o.fl Mikilvægt er að ganga frá deildum í lok dags þannig að aðkoman sé snyrtileg og auðvelt að þrífa.

8.10. Verkskipting milli deildaHver deild hefur ákveðna hátíð í sinni umsjón s.s. þorrablót,

öskudag, opið hús og þv.l. Deildin ber þá ábyrgð á skipulagningu uppákomunnar og skiptingu verka ef þörf er á milli barna, starfsmanna og deilda..

30

Page 31: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Skýr skipting er á milli deilda á því hver sér um útileikföng og að ganga vel um sameiginleg svæði s.s. listaskála og sal þannig að það sé góð aðkoma fyrir þá sem næstir nýta svæðið.

8.11. ViðveruskráViðveruskrá er á öllum deildum og ávalt er merkt í hana

þegar börnin koma í leikskólann og eru sótt. Einnig eru þar skrifuð niður ýmis smáskilaboð sem koma þurfa fram s.s. ef barn er sótt af öðrum en þeim sem kemur með það.

Viðveruskráin er mikilvægt öryggistæki því þar er að finna nýjustu upplýsingar um hve mörg börn eru á deildinni hverju sinni. Í brunaæfingum er viðveruskráin mikilvægasta öryggistækið. Því er afar mikilvægt að foreldrar og aðrir sem sækja börnin láti vita þegar barn er sótt og komið með í leikskólann.

8.12. Brunavarnir/slys og áföllStarfsfólk leikskólans fer a.m.k. einu sinn á vetri á

slysavarnanámskeið og brunaæfingu. Þannig eru allir betur undirbúnir ef eitthvað kemur uppá enda mikilvægt að bregðast skjótt við. Mikilvægt er að starfsfólk viti hvar tæki og tól eru staðsett s.s. sjúkrakassar, slökkvitæki og vatnsslöngur. Einnig að þau viti hvernig bregðast á við aðstæðum sem upp koma en upplýsingar um það má finna í starfsmannahandbók leikskólans sem er aðgengileg á deildum sem og í Öryggishandbók leikskóla Mosfellsbæjar. Við erum með eldvarnarhurðir og klemmuvarnir á hurðum. Allar hillur og skápar eru vel festir við veggi. Leikskólinn er vel búinn bruna- og þjófavarnakerfi.

Leikskólinn hefur gott aðgengi að djákna og prestum bæjarins sem eru boðnir og búnir til að koma til aðstoðar með einum eða öðrum hætti þegar þörf er á. Í áætlun er að stofna áfallahjálparteymi leikskólans og um leið að gera áætlun innan hans.

8.13. Slysaskráning Slys sem verða á leikskólanum eru skráð á þar til gert eyðublað í þeim tilfellum þar sem opna þarf sjúkrakassa. Á

31

Page 32: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

eyðublaðið koma fram upplýsingar um slysið, orsakir, afleiðingar, tíma og fleira. Einnig er það skráð þegar fara þarf með barn á t.d. heilsugæslustöð eða til tannlæknis en þá er strax haft samband við foreldra.

9.kafliStarfsfólk leikskólans

Leikskólastjóri: Stjórnar daglegri starfsemi leikskólans og ber rekstrar- og faglega ábyrgð.Aðstoðarleikskólastjóri: Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill í fjarveru hans og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans. Deildarstjórar: Stjórnar og ber ábyrgð á faglegu starfi sinnar deildarLeikskólakennari: Skipuleggur faglegt starf undir stjórn og í samstarfi við deildarstjóra.Leiðbeinandi: Vinnur að uppeldismenntun barna undir stjórn deildarstjóra og leikskólakennara. Sérkennari: Hefur umsjón og ber faglega ábyrgð á sérkennslu og stuðningi. Matráður: Annast innkaup á matvöru og sér um framreiðslu matarAðstoð í eldhúsi: Vinnur undir stjórn og í samstarfi við matráð. Ræsting: Ræstir leikskólann að skóladegi loknum.

9.1. Námskeið og fundirEndur- og símenntunarnámskeið á vegum Kennaraháskóla

Íslands og Endurmenntunardeildar HÍ eru til boða fyrir faglært starfsfólk.

32

Page 33: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Endurmenntunarnámskeið eru haldin á vegum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar í samvinnu við Kópavogsbæ, Seltjarnarnes og Garðabæ og eru ætluð öllu starfsfólki leikskólans bæði faglærðum og ófaglærðum.

Starfsmannafundir eru haldnir reglulega og eru þeir ýmist í formi fyrirlestra, námskeiðs eða almenn umfjöllun um starfið á leikskólanum. Deildarfundir eru einnig haldnir reglulega ýmist í dagvinnutíma eða eftir lokun. Á deildarfundum er farið yfir barnahópinn og rætt um starf deildarinnar. Deildarstjóri stjórnar fundi. Fagfundi sitja faglærðir starfsmenn leikskólans, þá er farið yfir stefnu, markmið og áætlun hans í formi umræðna. Leikskólastjóri er venjulega stjórnandi fundar.

Það eru tveir skipulagsdagar á ári og einn námskeiðsdagur. Þá daga er skólaárið skipulagt, hlýtt á fyrirlestra, námskeið og fundað. Þessa daga er leikskólinn lokaður. Skipulags- og námskeiðsdagarnir eru auglýstir með mánaðar fyrirvara á leikskólanum sem og á skóladagatali leikskóla Mosfelssbæjar.

9.2. ViðtalstímarViðtalstímar við starfsmenn leikskólans eru eftir

samkomulagi hverju sinni

9.3. MatsaðferðirStarfið á Hlíð er metið reglulega með ýmsum aðferðum.

Matsaðferðirnar eru nýttar til að auka gæði starfsins á leikskólanum, að hann þróist og vaxi enn frekar. Þær matsaðferðir sem leikskólar nota eru margvíslegar. Í matsaðferðunum er tekið mið af markmiðum og stefnu leikskólans. Þegar um er að ræða mat á þroska og stöðu einstakra barna er það ávalt gert með samþykki foreldra viðkomandi barns.

Eftirfarandi er það sem er gert/er í boði í leikskólanum Hlíð:Atferlisathuganir eru gerðar og athugunarlistar eru fylltir út til að fylgjast með þroska barnanna og samskiptum þeirra í milli í leik og starfi.

33

Page 34: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Þegar unnið er úr atferlisskráningunum er tekið mið af aldri barnanna. Ecers-kvarðinn er nýttur til að vega og meta innra starf leikskólans. Hann gefur alhliða lýsingu á þroskamöguleikum og aðbúnaði barnanna. Ecers-kvarðinn er ekki mat á vinnu starfsfólks.Íslenski þroskalistinn er í boði ef talin er þörf á. Þar eru prófaðir þættir á mál og hreyfisviði. Þroskalistinn er fylltur út af móður/föður. Orðaskil er málþroskapróf sem er gert til að kanna hvaða orð barnið notar og skilur.Sameiginlegir fundir allra s.s. deildarfundir, starfsmannafundir, fagfundir og skipulagsdagar eru notaðir til að meta starfið eftir því sem tilefni gefst til. HLJÓM-2 Öllum börnum í elsta árgangi leikskólans er boðið að taka HLJÓM-2 sem er athugun á hljóð- og málvitund leikskólabarna. Sterkt samband er á milli hljóðkerfisvitundar og lestrarhæfni.Foreldrakönnun sem allir foreldrar fylla út og skila inn gefur okkur góða sýn á hvað er vel gert hjá okkur og sýnir hvar við getum bætt okkur. Útkoman úr foreldrakönnuninni er kynnt á foreldrafundi.Innra-, og ytra eftirlit notum við til að fylgjast með ástandi innanstokksmuna, húsnæðis og útisvæðis og gerðar eru úrbætur eftir þörfum. Menntamálaráðuneytið lætur, samkvæmt lögum um leikskóla, fara fram skipulegt ytra mat a.m.k. á einum leikskóla á ári. Rekstraraðili leikskóla getur einnig látið framkvæma slíkt mat. Mati er ætlað að tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar og í samræmi við aðalnámskrá leikskóla.

9.4. Öryggisatriði vegna ferða

34

Page 35: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Öll börn leikskólans eru í endurskinsvestum þegar farið er í gönguferðir. Vestin eru merkt leikskólanum og vel sýnileg. Börnin eru ávalt látin ganga í tvöfaldri röð. Yngstu börnin fá að halda í band þegar farið er í gönguferðir það er gert m.a. vegna þess að það er auðveldara fyrir þau að halda í bandið heldur en að leiða annað barn. Um leið þá læra þau að ganga í röð.

Þegar ferðast er í rútum á vegum leikskólans þá er ávalt farið með rútu sem er búin öryggisbeltum í hverju sæti.

9.5. VistunartíminnGrunntími vistunar er 8 tímar, hægt er að fá 1/2 kl.st. við

upphaf eða lok dags sem þá greiðist sérstaklega fyrir. Hámarks vistunartími er 9 klst. Allar breytingar á vistunartíma skulu gerðar með mánaðarfyrirvara. Leikskólagjöld greiðast fyrir fram. Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur, lágmark 1 mánuður. Uppsögn skal vera skrifleg.

9.6. SumarleyfiTilhögun sumarleyfa leikskól Mosfellsbæjar er auglýst

fljótlega eftir áramót þannig að soreldrar hafi tíma til að ráðstafa sínu sumarleyfi.

Allir starfsmenn leikskólans eru bundnir þagnareiðog helst hann þó látið sé af störfum

35

Page 36: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

10.kafliÞróunarverkefnið: Börn og listmenning

Að höfðu samráði við Björn Þ. Þórðarson forstöðumann fræðslu- og menningarsviðs og Gunnhildi M. Sæmundssóttur leikskólafulltrúa var ákveðið var að fara út í þróunarverkefni á leikskólanum. Þróunarverkefnið var styrkt af Menntamálaráðuneytinu. Samkvæmt áætlun átti það að hefjast í ágúst 2001 en vegna tilkomu nýrrar deildar var ákveðið að fresta því til næstu áramóta.

Aðal áherslan í þróunarverkefninu sem snéri að börnunum var að efla og leggja áherslu á skapandi staf. Að gera einstaklingana skapandi og virka.

Aðal áherslan með tilliti til starfsfólks var að komast yfir óöryggi þeirra á notkun hinna ýmsu efna sem og nokkurt þekkingarleysi á mikilvægi sköpunarferlis.

Markmiðið með verkefninu var að allir yrðu færir á að byggja upp myndþema, umræður og rannsóknir. Að spuni væri í listsköpuninni og að allir yrðu færir á að blanda liti.

Áhersla var á virðingu hins fullorðna fyrir myndverkum og sköpun barnsins sem og að spyrja opinna spurninga.

Megin fræðsla fyrir og á meðan þróunarverkefnið var í gangi var í formi fyrirlestra, námskeiðs og vettvangsferða starfsfólks. En það var mikil lyftistöng fyrir starfið og skerpti á áhersluatriðum. Vakti upp spurningar og hugmyndir.

Grundvöllur skapandi starfs með börnum liggur í viðhorfsbreytingum hinna fullorðnu sem vinna með þeim.

Þó að verkefninu sé formlega lokið þá er enn unnið samkvæmt því með börnunum. Segja má að verkefninu verði aldrei lokið heldur ávalt í þróun.

36

Page 37: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Lokaorð

Starfið er í stöðugri þróun og verður því fylgt eftir með því að breyta og bæta námskrána á komandi árum.

Ábyrgðarmaður námskrár er Jóhanna S. Hermannsdóttir leikskólastjóri, samantekt var í höndum Ásu Jakobsdóttur aðstoðarleikskólastjóra.

Við viljum þakka innilega fyrir alla hjálp sem við höfum fengið við gerð Námskrár 2006. Þetta hefði ekki orðið að veruleika nema fyrir okkar góða starfsmannahóp í gegnum árin, foreldrana sem treysta okkur fyrir börnunum sínum og ekki síst barnanna sjálfra sem eiga stóran þátt í stöðugri þróun leikskólans.

Vinsamlegast virðið umsaminn vistunartíma barna ykkar – allt starfsmannahald leikskólans tekur mið af vistunartíma barnanna

Allar breytingar á vistunartíma þarf að sækja um með mánaðar fyrirvara – miðað er við 1. hvers mánaðar

Börn yngri en 12 ára eiga ekki að sækja börn í leikskólann.

Vinsamlegast tilkynnið forföll til leikskólans Merkið fatnað barnanna og tæmið hólfin

þeirra í lok dags.

37

Page 38: Inngangur að námskrá · Web viewHugur okkar stendur til að öll elstu börnin á leikskólanum fái að fara í heimsókn að Gljúfrasteini – Húsi skáldsins Börn þurfa

Leikskólinn Hlíð Námskrá

Upplýsingatöflur eru á hverri deild á þær eru skrifaðar skilaboð til foreldra.

Foreldrar eru hvattir til að biðja um viðtöl hjá deildarstjórum telji þeir þörf á því

38