HUGMYNDALISTI - Nordisk litteratur...4 BIBLIOTEK.ORG UPPLESTUR Fangaðu athygli barnanna með því...

10
20ár af upplestri #nordbib16 facebook.com/bibliotek.org 14/11 - 20/11 2016 www.bibliotek.org HUGMYNDALISTI FRAMTÍÐIN Á NORÐURLÖNDUNUM

Transcript of HUGMYNDALISTI - Nordisk litteratur...4 BIBLIOTEK.ORG UPPLESTUR Fangaðu athygli barnanna með því...

  • 20áraf upplestri

    #nordbib16facebook.com/bibliotek.org

    14/11 - 20/11 2016www.bibliotek.org

    HUGMYNDALISTI

    FRAMTÍÐIN Á NORÐURLÖNDUNUM

  • 2 BIBLIOTEK.ORG

    VELKOMIN Á NORRÆNU BÓKASAFNSVIKUNA 2016

    Í ár fagnar Norræna bókasafnsvikan 20 ára afmæli og Norrænu félögin halda áfram að bjóða bæði bókasöfnum og skólum að taka þátt í sameiginlegri bókmenntaupplifun. Í vetrarmyrkrinu þann 14-20 nóvember safnas saman börn, ungmenni og fullorðnir á öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum til að taka þátt í Norrænu bókasafnsvikunni. Stóra upplestrarstundin fyrir börn og ungmenni, Dagrenning, er haldin kl. 9 að morgni til. Fyrir þá fullorðnu er upplestrarstundin, Sólarlag, kl. 19 að kvöldlagi. Öllum er þó frjálst að laga tímasetningar að eigin þörfum og hentugleika.

    Þema ársins fyrir fyrir Norrænu bókasafnsvikuna 2016 er Framtíðin á Norðurlöndunum og það þema endurspeglast í þeim upplestrartextum sem valdir voru. Framtíðin er eitthvað sem við eigum öll sameiginlegt og tengjumst á einn eða annan hátt. Kannski horfum við til framtíðarir með von, óvissu eða jafnvel óhug. Garmanns sommer er bókin sem í ár er ætluð fyrir upplesturs fyrir börn. Bókin fjallar um Garmann sem kvíðir því að byrja í skóla. Garmann fær þrjár gamlar frænkur sínar í heimsókn og það kemur í ljós að það eru alls ekki bara börn sem kvíða framtíðinni. Allatta! 2040 er safn smásagna sem ætlað er unglingum. Smásögurnar eru skrifaðar af tíu ungum grænlenskum rithöfundum og þær mála

    fyrir okkur mynd af því hvernig þau halda að Grænland och veröldin komi til með að líta út árið 2040. Upplestrartextinn fyrir fullorðna kemur úr skáldsögunni Vandets Vogter. Sagan gerist í óþekktri framtíð þar sem loftslagsbreytingar hafa leitt till afgerandi skorts á hreinu vatni í heiminum.

    Möguleikarnir í kringum Norrænu bókasafnsvikuna eru margir, og hugmyndakverinu er ætlað að gefa fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir um hvernig dagskrá megi skipuleggja í kringum vikuna. Hugmyndunum er skipt upp eftir hlustendahópum; börn, ungmenni og fullorðnir. Það er þó mikilvægt að muna að aldur í þessu samhengi er einungis tala og að hugmyndirnar geta veitt einstaklingum í öllum hópum innblástur. Á heimasíðu Norrænu bókasafnsvikunnar www.bibliotek.org getið þið fundið meiri upplýsingar um hinar þrjár völdu bækur sem verða í fyrirrúmi og frekara lesefni og kvikmyndir sem hægt er að notast við í sambandi við upplestrarstundina. Með hugmyndakverinu ættu allir að fá góða mynd af því hvernig hægt er að skipulegga fjölbreytta og áhugaverða dagskrá í tengslum við Norrænu bókasafnsvikan

    Við óskum öllum skipuleggjendum sem og þáttakendum Norrænu bókasafnsvikunnar góðra og upplífgandi lestrarstunda!

    Verkefnisstjóri Anne MalmströmHöfundur Gerd Helena HalsMyndskreytingar Ville TietäväinenHönnun og umbrot Jacob Mellåker

    Sérstakar þakkir til:Annica Andersson, Heidi Lønne Grønseth, Merete Riber, Eydís Inga Valsdóttir, Marjun Patursson, Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, Natasja Hvalsøe-Andresen, Louise Tøt, Susanna Puisto, Liv Inger Lindi, Brigita Urmanaite, Eha Vain, Ieva Hermansone, Stian Hole, Emmi Itäranta, Debora Hansen Kleist, Katja Vahl, Malene Berthelsen Lindgren, Heyday

  • 3BIBLIOTEK.ORG

    MYNDAKEPPNI Á INSTAGRAM OG FACEBOOK

    Deildu upplifun þinni af Norrænu bókasafnsvikunni 2016 och sendu inn bestu myndirnar þínar í myndakeppnina okkar. Myndirnar geta endurspeglað þema ársins, Framtíðin á Norðurlöndunum, eða sýndu hvernig skólinn þinn eða bókasafnið þitt skipuleggur Norrænu bóksafnsvikuna. Settu myndirnar á Instagram eða á Facebook-síðuna okkar og merktu þær með myllumerkinu #nordbib16. Bestu myndirnar frá bókasafnsvikunni eru með í keppninni um að vinna verðlaun.

    VIÐ ERUM Á INSTAGRAM OG FACEBOOK!

    Sjáðu hvernig aðrir skipuleggja Norrænu bókasafnsvikuna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum og leggðu upp myndirnar þínar á Instagram eða Facebook með myllumerkið #nordbib16. Þú getur líka fylgt Norrænu bóksafnsvikunni á Instagram undir nafninu nordisk_biblioteksugeog líkaðu við bókasafnsvikunna á Facebook til að fá fleiri myndir, upplýsingar og spennandi fréttir.

  • 4 BIBLIOTEK.ORG

    UPPLESTUR

    Fangaðu athygli barnanna með því að lesa hátt uppi frá stiga, háum stól eða sitjandi upp á borði. Færðu burt önnur húsgögn úr rýminu og láttu börnin liggja á púðum og teppum á gólfinu á meðan á upplestrinum stendur.

    BJÓDDU ÖMMU OG AFA Í HEIMSÓKN

    Bjóddu einum eða jafnvel þremur eldri einstaklingum að taka þátt í upplestrinum. Notaðu í heimsókninni þema bókarinnar Garmanns sommer sem útgangspunkt, en þar koma þrjár gamlar konur i heimsókn, og blandið því saman við þá brú sem myndast milli kynslóðanna og samtal um það hvernig það er að eldast. Til dæmis getur einn af eldri gestunum lesið hátt fyrir börnin.

    TAKTU BÓKINA MEÐ ÚT

    Í nóvembermyrkrinu eyða bæði börn og fullorðnir miklum tíma innanhúss. Það er þess vegna góð hugmynd að hafa upplestrarstundina úti í morgunsárinu. Klæðið ykkur vel og takið labbitúr út í lítið rjóður og lesið fyrir börnin undir tré eða á leikvellinum við skólann. Úti eru næstum óendanlegir möguleikar!

    BJÓDDU BEKK EÐA BÓKSAFNSFRÆÐING Í HEIMSÓKN

    Norræna bókasafnsvikan er kjörið tækifæri fyrir samstarf milli skóla og bókasafna. Bjóddu skólabekk í upplestrarstund á bókasafninu eða bókasafnsfræðingnum í upplestur í skólastofunni. Notaðu tækifærið til að ræða möguleikana sem eru til staðar á bókasafninu sem og á síðum bókanna sem þar er að finna.

    Það er að morgni til sem upplesturinn fyrir börn og ungliga á sér stað. Garmanns sommer er ríkulega myndskreytt saga sem valin hefur verið til upplesturs fyrir yngsta aldurshópinn í ár. Það er svo hið spennandi smásagnasafn Allatta! 2040 sem er skrifað af grænlenskum ungmennum sem ætlað er til upplesturs fyrir unglinga. Upplifunin kringum upplesturinn hefst oftar en ekki við það að sjálf bókin er opnuð. Með því að draga fyrir gluggana, dimma ljósin og kveikja á kertum býr maður til

    UPPLESTUR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA

    DAGRENNING

    HUGMYNDIR FYRIR UPPLESTARSTUNDINA FYRIR BÖRN

    rétta stemmingu fyrir stóru upplestrarstundina. Ef aðgangur að myndvarpa er til staðar er hægt að bæta við upplifunina með því að sýna ljósmyndir, listaverk og aðrar myndskreytingar úr bókinni.

    Garmanns sommer og útdráttur úr smásagnasafninu Allatta! 2040 verður hægt að nálgast á heimasíðu Norrænu bókasafnsvikunnar nokkrum vikum áður en viðburðurinn fer fram.

  • UM KVÍÐA OG ÁHYGGJUR

    Bókmenntir og upplestur bjóða upp á góða möguleika til að ræða við börnin. Notaðu þemað í bókinni Garmanns sommer til að ræða saman um hvernig það er að kvíða einhverju. Spurðu börnin hvort eitthvert þeirra man eftir fyrsta skóladeginum sínum og hvernig þeim leið. Hverju kveið þeim fyrir þegar þau hófu skólagöngu sína? Hvernig halda þau að fyrsti skóladagur Garmanns verði?

    SKRIFAÐU MEIRA!

    Allar bækur hafa síðustu blaðsíðu og þar af leiðandi taka þær endi. Það þýðir þó ekki að sagan geti ekki lifað áfram í okkar eigin hugsunum. Láttu börnin skrifa framhald af sögunni um Garmann, sem þau fá að kynnast í bókinni Garmanns sommer. Hvernig verður það eiginlega fyrir Garmann þegar hann loksins byrjar í skóla?

    GRÍPTU LITINA!

    Blandaðu saman upplestrarstundinni með teikningu og litum. Þegar upplestrinum er lokið er hægt að leyfa börnunum að teikna framtíðina eins og þau sjálf vona eða trúa að hún líti út. Sýnið hvort öðru myndirnar, ræðið þær í hóp og hengið þær að lokum upp sem hluta af Norrænu bókasafnsvikunni á bókasafninu eða í skólastofunni.

    MYNDMÁL!

    Garmanns sommer er falleg og ríkulega myndskreytt saga, sem býður lesendum upp á að bæta við frásögnina eigin pælingum og reynslusögum. Sýndu börnunum myndirnar úr bókinni og ræðið um þær sögur sem myndirnar hafa að geyma. Þú getur t.d. prentað út einhverja af myndunum og gert talblöðrur eða hugsunarský yfir höfuð persónanna. Leyfðu smáatriðinum í myndskreytingunum koma fram og gefðu börnunum möguleika á því að skrifa það sem þau halda að persónurnar eru að hugsa um eða segja.

    LESTRARRATLEIKUR

    Bókmenntir og hreyfing fara betur saman en margir gætu trúað. Búðu til lestrarratleik með áskorunum og verkefnum sem þarf að leysa. Deildu þeim upp og veldu út nokkra staði fyrir ratleikinn. Geta börnin t.d. haldið jafnvægi á bók á hausnum og teiknað fiðrildi á sama tíma? Hversu mörg orð sem innihalda BÓK geta þau talið upp á innan við mínutu? Geta þau sagt til um hvaða rithöfundar skrifuðu hvaða bók? Hér er um að gera að nýta ímyndunaraflið! Fleiri spennandi tillögur fyrir lestrarratleikinn er að finna á heimasíðu Norrænu bókasafnsvikunnar.

  • 6 BIBLIOTEK.ORG

    SKRIFAÐU LEIKRIT

    Veldu þér tiltekið sjónarhorn, efnisgrein eða kafla úr upplestrartextanum og settu á svið. Um er að gera að skipta stórum hópum upp í smærri, svo hóparnir geti sýnt hvort öðru afraksturinn. Hægt er að ganga út frá þeim textum sem lesnir voru eða að semja algjörlega nýtt leikrit um framtíðina. Setjist í tímavélina og sjáið hvar þið endið, kannski er árið 2040?

    RITLISTARNÁMSKEIÐ

    Ungu hlustendurnar eiga sér kannski draum um að verða rithöfundar? Líkt og grænlensku ungmenninn sem skrifuðu Allatta! 2040 getið þið skrifað ykkar eigin framtíðarsmásögur. Látið bókmenntirnar og myndskreytingarnar frá Norrænu bókasafnsvikunni veita ykkur innblástur. Bjóðið starfandi rithöfundum að skipuleggja með ykkur ritlistarnámskeið fyrir unga verðandi rithöfunda. Hvernig væri að ljúka Norrænu bókasafnsvikunni með upplestri af skrifum ungmennanna?

    HUGMYNDIR AÐ UPPLESTRARSTUND FYRIR UNGMENNIN

    LESTRARSVEIT

    Safnaðu saman nokkrum duglegum upplestrarálfum og takið túr um skólan eða bókasafnið með bækur undir hendinni. Dreifið bókmenntunum og leyfið ungmennunum jafnvel að lesa hátt fyrir yngri börn. Fyrir þá hugrökku er jafnvel hægt að fá ungmennin til að lesa upphátt fyrir heilan bekk!

    LESIÐ UPPHÁTT FYRIR HVORT ANNAÐ

    Að lesa hátt getur bæði verið erfitt og ógnvekjandi, fyrir bæði stóra og smáa. Nýttu þér bókasafnsvikuna til að leggja áherslu á upplestur á bókasafninu eða í skólanum. Láttu börnin fara tvö og tvö saman, svo þau geti æft sig að lesa smásögur úr bókinni Allatta! 2040 hátt fyrir hvort annað. Eftir æfinguna geta hóparnir rætt textana sín á milli og jafnvel rætt um sína túlkun á þeim textum sem lesnir voru. Sú smásaga sem valin var til upplestrar úr bókinni Allatta! 2040 finnur þú á heimasíðu Norrænu bókasafnsvikunnar, þýdda yfir á öll norrænu tungumálin. Blandaðu saman upplestrinum við tungumálakennslu og prófið að lesa smásöguna á öðru norrænu tungumáli.

  • BRÉF TIL FRAMTÍÐARINNAR!

    Takið fram bréfsefni og leyfðið ungmennunum að skrifa bréf til sjálfs síns – í framtíðinni! Allt sem maður þarf er pappír, pennar, umslög og eitthvað til að innsigla umslögin. Hvað vilja ungmennin segja við sjálfan sig í framtíðinni? Innsiglið bréfið og skrifið utan á hvaða ár má opna bréfið og hver megi opna það. Sá sem bréfið skrifar má fram að því geyma bréfið neðst í skúffu eða á öðrum leynilegum stað.

    GRAFA NIÐUR TÍMAHYLKI

    Búið til spennandi fjársjóð fyrir framtíðina og grafið niður tímahylki. Tímahylkið getið þið fyllt með kveðjum, myndum og hinum og þessum munum. Það getur einnig verið góð hugmynd að hafa með í hylkinu dagblað frá þeim tíma sem hylkið er gert. Ef tímahylkið er gert í skólanum getur verið sniðugt að gera samning um að tímahylkið verði grafið upp þegar nemendurnir ljúka síðasta skólaárinu sínu. Það er einnig hægt að sameina tímahylkið og bréfin sem nemendurnir skrifa til sjálfs síns. Sjá hugmyndina að ofan ”Bréf til framtíðarinnar!”

    NOTAÐU MENNTAGÁTTINA ”NORDEN I SKOLEN” TIL KENNSLU

    Norden i Skolen er ókeypis menntagátt fyrir kennara og nemendur sem vilja nýta kennslu til að fræðast í senn um tungumál og menningu og jafnframt loftslag og náttúru. Stofnaðu aðgang á www.nordeniskolen.org, þar sem hægt er að nálgast fjölbreytt úrval námsgagna. Meðal annars er hægt að nýta sér það úrval norræna stutt-og heimildamynda sem hægt er að nálgast á menntagáttinni.

    VINNA MEÐ LOFTSLAG

    Stýrið umræðunni að loftslaginu og þeim loftslagsbreytingum sem gætu orðið í framtíðinni. Vinnið saman í skólastofunni eða á bókasafninu og ræðið um sjálfbærni, orkusparnað og matarsóun. Skrifið lista með tillögum að því hvað maður getur gert til að vernda loftslagið og hengið hann upp í skólastofunni eða á bókasafninu.

    NORRÆNT ÞEMA

    Á meðan á Norrænu bókasafnsvikunni stendur er tilvalið að skapa norrænt þema á bókasafninu eða í skólastofunni. Notið bókasafnsvikuna sem útgangspunkt til að skapa umræðu um hin Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hvernig líta fánar þessara þjóða út, hvað heita höfuðborgir þessara landa og hvar liggja löndin? Á heimasíðu Norrænu bókasafnsvikunnar er að finna spurningalista um Norðurlöndin.

  • 8 BIBLIOTEK.ORG

    SÓLARLAG

    Sólarlag er sá tími þegar lesið er hátt fyrir þá fullorðnu og á sér stað í nóvembermyrkrinu eftir að sólin er sest. Bókin Vandets vogter eftir finska rithöfundinn Emmi Itäranta er sá texti sem í ár er ætlaður til upplesturs fyrir fullorðna. Upplifunin sem á sér stað í kringum upplesturinn hefst að mörgu leiti þegar bókin er fyrst opnuð. Með því að draga fyrir gluggana, dempa ljósið og kveikja á kertum er hægt að fanga stemminguna fyrir sjálfa

    upplestrarstundina. Ef að maður hefur aðgang að skjávarpa er hægt að auðga upplifunina með því að sýna myndskreytingar og bókakápuna eða myndskreytingar Norrænu bókasafnsvikunnar, sem hægt er að nálgast á heimasíðu verkefnisins.

    Útdrátt úr bókinni Vandets vogter er hægt að nálgast á heimasíðu Norrænu bókasafnsvikunnar nokkrum vikum fyrir viðburðinn.

    FYRIRLESTUR OG UMRÆÐUR

    Í tengslum við upplesturinn er hægt að skipuleggja fyrirlestur og umræður um þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað núna í heiminum. Norðurlandabúar eru heppnir a því að vatnsskortur er ekki eitthvað sem við búum við. En það sama er ekki hægt að segja um næstum helming jarðarbúa. Hægt er að bjóða vísindamönnum, háskólakennurum, stjórnmálamönnum, fulltrúum umhverfisverndarsinna eða öðrum sem geta útskýrt og rætt loftslagsbreytingar dagsins í dag.

    NORRÆNT MATARBOÐ

    Haldið huggulegt matarboð í skólanum eða á bókasafninu og eldið saman hefðbundin norrænan mat. Hvað með að prófa danskt smurbrauð, norskan graut eða karelskar bökur frá Finlandi?

    NORRÆNT HORN Á BÓKASAFNINU

    Útbúið norrænt horn á bókasafninu með helgað er bókmenntum sem fjalla um framtíðina. Hægt er að hengja upp plakat með myndskreytingu ársins, stilla upp bókunum frá bókasafnsvikunni og/eða öðrum norrænum bókmenntum. Fáið nemendur til að teikna myndir sem tengjast framtíðinni til að hengja upp á bókasafninu.

    SKIPTIMARKAÐUR

    Þema Norrænu bókasafnsvikunnar í ár er Framtíðin á Norðurlöndunum og sjálfbærni og loftslag tengist því beint. Skipuleggið skiptimarkað í skólanum eða á bókasafninu í tengslum við bókasafnsvikuna. Takið með gamlar bækur eða aðra muni og leyfið hlutunum að finna nýtt heimili – kannski jafnvel hjá öðrum lestrarhesti?

    HUGMYNDIR AÐ UPPLESTARSTUNDINNI FYRIR FULLORÐNA

    UPPLESTUR FYRIR FULLORÐNA

  • RITHÖFUNDAHEIMSÓKN

    Skipuleggið heimsókn þar sem einum eða fleiri norrænum rithöfundum er boðið. Kannski getið þið boðið einum af þeim rithöfundum sem fékk tillnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðsins eða Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðsins. Skipuleggið viðtal við rithöfundinn eða látið viðkomandi segja frá sjálfum sér og vinnu sinni. Einnig væri mögulegt að hafa lítið ritlistarnámskeið á rithöfundakvöldinu. Kannski dreymir einhvern hlustendana um að skrifa?

    POP-UP LESTUR

    Hafðu samband við leiklistardeild Listaháskóla Íslands, Kvikmyndaskóla Íslands eða aðra sambærilega stofnun til að kanna hvort nemendurnir væru til í að skjóta upp kollinum víð og dreif um bæinn eða hverfið til að lesa upp úr hinum völdu bókmenntaverkum. Með bók undir hendinni gætu þau hjálpað til við að vekja athygli á bókasafni staðarins, á hlutverki lestrar og jafnframt Norrnu bókasafnsvikunni.

    SENDU ÚT BOÐSKORT

    Upplestrarstund er spennandi atburður og á sama tíma atburður án aðgreiningar. Hvers vegna ekki að senda boðskort til einhvers sem þið viljið fá í heimsókn í bekkinn eða á bókasafnið í tengslum við bókasafnsvikuna? Hvað með að bjóða börnum frá leikskólanum, nemendum sem stunda tungumálanám eða eldri borgurum frá elliheimilinu í hverfinu að taka þátt í upplestrinum?

    KAPPRÆÐUR – HVAÐ ERU NORRÆNAR BÓKMENNTIR?

    Skipulegðu kappræður um norrænar bókmenntir í tengslum við Norrænu bókasafnsvikuna. Hvers vegna skilgreinum við eitthvað sem norrænt? Er viss stemming í norrænum bókmenntum eða verða bókmenntir einfaldlega norrænar ef höfundurinn er fæddur á einhverju Norðurlandanna? Bjóddu háskólakennara, bókmenntafræðing eða bókasafnsfræðing að halda fyrirlestur um hugtakið ”norrænar bókmenntir”.

  • Myndskreytingarnar fyrir Norrænu bókasafnsvikunnar 2016 voru gerðar af finska listamanninum Ville Tietäväinen. Hinar fallegu teikningar endurspegla þema hinna útvöldu upplestrarbóka með fjölda áhrifamikla tákna. Við mælum með því að þið leyfið ykkur að verða innblásin af myndunum og nota innblásturinn til að skrifa smásögu, ræða loftslagsbreytingar eða til að sjálf teikna myndir með þemað Framtíðin á Norðurlöndunum.

    MYNDSKREYTING ÁRSINS FRAMTÍÐIN Á NORÐURLÖNDUNUM