Eystrahorn 12. tbl. 2012

8
Fimmtudagur 22. mars 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn 12. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is Konukvöld á Hótel Höfn föstudagskvöldið 13. apríl Grynnslin fyrir utan Hornafjarðarós hafa reynst erfiðari í vetur en áður hefur þekkst. Á dögunum komu hingað fulltrúar Siglingastofnunnar til að skoða aðstæður og ræða við heimamenn, fulltrúa sveitar- félagsins og hagsmunaaðila, um hvort og þá hvernig væri hægt bregðast við þessum aðstæðum. Fram kom í viðræðunum loðnubátar hafa landað nokkrum sinnum í öðrum höfnum sökum þess að dýpi yfir Gr ynnslin hefur hamlað því að þeir komist til löndunar á Hornafirði. Þá hafa smærri fiskiskip einnig átt í erfiðleikum með að komast yfir Gr ynnslin og verið að taka niður þegar yfir þau er farið. Það sýnir betur en annað að Grynnslin eru takmarkandi þáttur í þróun útgerðar á Höfn og því mikilvægt að fá niðurstöðu um hvort og þá hvernig tryggja megi aukið dýpi á siglingaleiðinni til Hornafjarðar. Til þess að vita meira um það flókna samspil sjávarstrauma, sandflutninga, veðurfars og annarra þátta sem áhrif hafa á Grynnslin hafa Siglingastofnun, verkfræðistofan Verkís og Hornafjarðarhöfn unnið að gerð sjávarfallalíkans undanfarin misseri. Gerðu fulltrúar Siglingastofnunar grein fyrir stöðu verkefnisins og kynntu drög að viðamikilli rannsókn á því hvort og hvernig mögulegt er að hafa áhrif á siglingaleiðina til Hornafjarðar. Jafnframt kom fram á fundinum mikill vilji til þess að auka samstarf Siglingastofnunar og útgerðar á Höfn um upplýsingaöflun svo auðvelda megi siglingar yfir Grynnslin meðan þetta ástand varir. Sjávarfallalíkanið sem unnið hefur verið að á síðustu misserum er nú á lokametrunum en það er flóknara og stærra en Verkís hefur áður tekið að sér. Næstu skref verkefnisins fela í sér að gera þarf stóra dýptarmælingu á Grynnslunum með fjölgeislamæli, ráðast í botnsýnatöku til meta kornastærðir, fara nánar ofan í öldufar áranna 2009-2012, áætla sandflutninga meðfram ströndinni og á Grynnslunum eftir völdum sniðum og síðan að taka saman áfangaskýrslu um verkefnið. Þegar þessum þáttum verður lokið þarf að leita út fyrir landsteinana sérfræðiþekkingu til reikna og meta sandflutninga á Grynnslunum. Fram kom að rannsóknin er mikilvæg til að kanna hvaða leiðir séu á úrbótum og í framhaldi þarf að greina kostnað við þær úrbætur. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess að ráðast í slíka rannsókn. Niðurstaða hennar mun skipta miklu máli um framtíð útgerðar á Höfn og ljóst að kosta má talsvert miklu til að fá niðurstöðu um það hvort og þá hvernig hægt er að ráðast í úrbætur á Gr ynnslunum. Næstkomandi sunnudag, þann 25. mars verður dagskrá í Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Dagskráin hefst klukkan 14:00. Gestur dagsins er Sigurður Pálsson rithöfundur og ætlar hann að fjalla um Bernskubók, sem kom út fyrir síðustu jól. Sigurður er sonur séra Páls Þorleifssonar á Skinnastað, en hann var Hornfirðingur, sonur Þorleifs Jónssonar alþingismanns á Hólum í Hornafirði. Séra Páll og Þórbergur Þórðarson voru þremenningar, Benedikt afi Þórbergs og Þórunn amma Páls voru systkini. Sigurður er því að heimsækja slóðir forfeðra sinna og frændfólks með heimsókn í Hornafjörð. Bernskubókin fjallar um æsku- og uppvaxtarár Sigurðar á prestsetrinu á Skinnastað í Öxarfirði. Í lok dagskrár verður opnuð sýning á frumútgáfum af öllum verkum Þórbergs, sem Skinney-Þinganes hefur nýlega fært Þórbergssetri að gjöf. Þar er meðal annars frumútgáfa af Bréfi til Láru frá árinu 1924, mjög fágæt og verðmæt bók, frumleg útgáfa sem aðeins kom út í 300 eintökum það ár og seldist strax upp. Önnur útgáfa kom út skömmu síðar eða árið 1925. Bréf til Láru var tímamótaverk og olli straumhvörfum í íslenskum bókmenntum. Vonandi sjá Hornfirðingar sér fært að skreppa í sveitina og heiðra þannig Sigurð Pálsson rithöfund með nærveru sinni og njóta dagskrár. Það er nú árlegur viðburður í Þórbergssetri að vera með söng- og bókmenntadagskrá í marsmánuði í tilefni af afmælisdegi Þórbergs sem er 12. mars. Allir eru velkomnir og ef fólk vill njóta sveitasælunnar í Suðursveit yfir helgina er hægt að fá gistingu á Hala og njóta náttúrunnar allt um kring. Dagskráin er í auglýsingu annarsstaðar í blaðinu. Sjá nánar á www.hali.is Sigurður Pálsson rithöfundur í Þórbergssetri Grynnslin valda vandræðum Ásgrímur Halldórsson á Grynnslunum. Ljósmynd: Kristján Jónsson

description

Eystrahorn 12. tbl. 2012

Transcript of Eystrahorn 12. tbl. 2012

Page 1: Eystrahorn 12. tbl. 2012

Fimmtudagur 22. mars 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn12. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is

Konukvöldá Hótel Höfn föstudagskvöldið 13. apríl

Grynnslin fyrir utan Hornafjarðarós hafa reynst erfiðari í vetur en áður hefur þekkst. Á dögunum komu hingað fulltrúar Siglingastofnunnar til að skoða aðstæður og ræða við heimamenn, fulltrúa sveitar-félagsins og hagsmunaaðila, um hvort og þá hvernig væri hægt að bregðast við þessum aðstæðum. Fram kom í viðræðunum að loðnubátar hafa landað nokkrum sinnum í öðrum höfnum sökum þess að dýpi yfir Grynnslin hefur hamlað því að þeir komist til löndunar á Hornafirði. Þá hafa smærri fiskiskip einnig átt í erfiðleikum með að komast yfir Grynnslin og verið að taka niður þegar yfir þau er farið. Það sýnir betur en annað að Grynnslin eru takmarkandi þáttur í þróun útgerðar á Höfn og því mikilvægt að fá niðurstöðu um hvort og þá hvernig tryggja megi aukið dýpi á siglingaleiðinni til Hornafjarðar. Til þess að vita meira um það flókna samspil sjávarstrauma, sandflutninga, veðurfars og annarra þátta sem áhrif hafa á Grynnslin hafa

Siglingastofnun, verkfræðistofan Verkís og Hornafjarðarhöfn unnið að gerð sjávarfallalíkans undanfarin misseri. Gerðu fulltrúar Siglingastofnunar grein fyrir stöðu verkefnisins og kynntu drög að viðamikilli rannsókn á því hvort og hvernig mögulegt er að hafa áhrif á siglingaleiðina til Hornafjarðar. Jafnframt

kom fram á fundinum mikill vilji til þess að auka samstarf Siglingastofnunar og útgerðar á Höfn um upplýsingaöflun svo auðvelda megi siglingar yfir Grynnslin meðan þetta ástand varir. Sjávarfallalíkanið sem unnið hefur verið að á síðustu misserum er nú á lokametrunum en það er flóknara og stærra

en Verkís hefur áður tekið að sér. Næstu skref verkefnisins fela í sér að gera þarf stóra dýptarmælingu á Grynnslunum með fjölgeislamæli, ráðast í botnsýnatöku til að meta kornastærðir, fara nánar ofan í öldufar áranna 2009-2012, áætla sandflutninga meðfram ströndinni og á Grynnslunum eftir völdum sniðum og síðan að taka saman áfangaskýrslu um verkefnið. Þegar þessum þáttum verður lokið þarf að leita út fyrir landsteinana að sérfræðiþekkingu til að reikna og meta sandflutninga á Grynnslunum. Fram kom að rannsóknin er mikilvæg til að kanna hvaða leiðir séu á úrbótum og í framhaldi þarf að greina kostnað við þær úrbætur. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess að ráðast í slíka rannsókn. Niðurstaða hennar mun skipta miklu máli um framtíð útgerðar á Höfn og ljóst að kosta má talsvert miklu til að fá niðurstöðu um það hvort og þá hvernig hægt er að ráðast í úrbætur á Grynnslunum.

Næstkomandi sunnudag, þann 25. mars verður dagskrá í Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Dagskráin hefst klukkan 14:00. Gestur dagsins er Sigurður Pálsson rithöfundur og ætlar hann að fjalla um Bernskubók, sem kom út fyrir síðustu jól. Sigurður er sonur séra Páls Þorleifssonar á Skinnastað, en hann var Hornfirðingur, sonur Þorleifs Jónssonar alþingismanns á Hólum í Hornafirði. Séra Páll og Þórbergur Þórðarson voru þremenningar, Benedikt afi Þórbergs og Þórunn amma Páls

voru systkini. Sigurður er því að heimsækja slóðir forfeðra sinna og frændfólks með heimsókn í Hornafjörð. Bernskubókin fjallar um æsku- og uppvaxtarár Sigurðar á prestsetrinu á Skinnastað í Öxarfirði. Í lok dagskrár verður opnuð sýning á frumútgáfum af öllum verkum Þórbergs, sem Skinney-Þinganes hefur nýlega fært Þórbergssetri að gjöf. Þar er meðal annars frumútgáfa af Bréfi til Láru frá árinu 1924, mjög fágæt og verðmæt bók, frumleg útgáfa sem aðeins kom út í

300 eintökum það ár og seldist strax upp. Önnur útgáfa kom út skömmu síðar eða árið 1925. Bréf til Láru var tímamótaverk og olli straumhvörfum í íslenskum bókmenntum.Vonandi sjá Hornfirðingar sér fært að skreppa í sveitina og heiðra þannig Sigurð Pálsson rithöfund með nærveru sinni og njóta dagskrár. Það er nú árlegur viðburður í Þórbergssetri að vera með söng- og bókmenntadagskrá í marsmánuði í tilefni af afmælisdegi Þórbergs sem er 12. mars. Allir eru velkomnir og

ef fólk vill njóta sveitasælunnar í Suðursveit yfir helgina er hægt að fá gistingu á Hala og njóta náttúrunnar allt um kring.Dagskráin er í auglýsingu annarsstaðar í blaðinu.Sjá nánar á www.hali.is

Sigurður Pálsson rithöfundur í Þórbergssetri

Grynnslin valda vandræðum

Ásgrímur Halldórsson á Grynnslunum. Ljósmynd: Kristján Jónsson

Page 2: Eystrahorn 12. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 22. mars 2012

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Aðalfundur Skógræktarfélags Austur-Skaftfellingaverður haldinn miðvikudaginn

28. mars nk. kl. 20:00 í fundarherbergi Frumkvöðlaseturs Nýheima

Venjuleg aðalfundarstörf og breytingar á lögum félagsins

Stjórn Skógræktarfélags Austur - Skaftfellinga

Íbúð óskastVantar 2-3 herbergja íbúð til leigu. Vinsamlegast hafið samband í síma 862-5125.

Næstu námskeið Skyndihjálp8 klst. námskeið ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Gott námskeið fyrir almenning, sjálfboðaliða Rauða krossins og fyrirtæki. Námsefni innifalið og þátttakendur fá viðurkenningu frá RKÍ. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár. Námskeiði fer fram í húsi AFLs 24. og 26. apríl kl. 17:00 - 21:30. Verð kr. 18.000,- Leiðbeinandi er Ásgerður Gylfadóttir.

Útskurðarnámskeið Einn færasti útskurðarmeistari landsins, Stefán Haukur Erlingsson, er á leiðinni til okkar. Stefán hefur í gegnum árin tekið að sér ýmiskonar verkefni og er jafnvígur á flestar ef ekki allar tegundir tréskurðar, skreytt skilti, bækur, riffla, húsgögn, fundarhamra, hnífa, og gert ýmiskonar styttur og skúlptúra svo eitthvað sé nefnt. Sjá nánar á http://stefan.123.is/page/2831/8 klst.byrjendanámsskeið þar sem kynnt eru fyrstu járnin og brýnsla þeirra, beiting járna, uppsetning vinnuaðstöðu, ýmis vinnutækni, viðir kynntir til leiks, öryggismál og útbúinn hlutur sem þátttakendur taka með sér heim. Einstakt tækifæri! Skráningarfrestur er til 20. apríl. Námskeiðið fer fram í Verkmenntastofu FAS 28. apríl kl. 10:00 - 16:00 og 29. apríl kl. 10:00 - 13:00. Verð kr. 26.000.-

Eldri borgarar fá 20% afslátt af öllum námskeiðum hjá Þekkingarneti Austurlands

Flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn, athugaðu málið

Nánari upplýsingar og skráning á www.tna.is, [email protected] eða í síma 470-3840

Hornfirðingar takið eftir Farið að huga að höfuðfötum

Hattaball með Guggunum á Víkinni miðvikudaginn 4. apríl

Hlökkum til að sjá ykkurKvennakór

Hornafjarðar

Til söluSubaru Forester árgerð 1998. Góður bíll í góðu lagi. Ekinn 246 þúsund km. Verð: 250.000. Sími 8943497 - Sigurður

Ársfundur svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

verður haldinn á Fosshóteli Skaftafelli í Freysnesi 28. mars kl. 16:00.

Fundarstjóri: Sigrún Sigurgeirsdóttir.

Dagskrá: 16:00 - 16:15 Fyrstu árin og næstu skref. Hjalti Þór Vignisson formaður svæðisráðs fjallar um stofnun þjóðgarðsins,uppbygginguhansogstjórnkerfi

16:15 - 16:30 Á leiðinni hvert? Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður fjallar um daglegan rekstur og verkefni starfsmanna.

16:30 - 16:40 Gönguleiðir og fræðsluskilti. Guðmundur Ögmundsson aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli.

16:40 - 16:50 Aðgerðaáætlun næstu ára. Hjalti Þór Vignisson formaður svæðisráðs

16:50 - 17:10 Deiliskipulag í Skaftafelli – kynning. Sigbjörn Kjartansson, Glámu Kím.

17:10 - 17:25 Umræður og spurningar

17:30 Fundi slitið

Page 3: Eystrahorn 12. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 22. mars 2012

Opinn vinnufundurSveitarfélagið Hornafjörður boðar til opins vinnufundar um stefnumótun í æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamálum.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 24. mars nk. kl. 10:00 - 14:00 í Nýheimum.

Boðið verður upp á hádegishressingu fyrir þátttakendur.

Fundurinn er öllum opinn og ekki er nauðsynlegt að skrá þátttöku fyrirfram.

Sveitarfélagið hvetur alla áhugasama til að mæta á fundinn og hafa áhrif á stefnu sveitarfélagsins í þessum stóru og mikilvægu málaflokkum.

Frekari upplýsingar veita:Gunnar Ingi Valgeirsson, • forstöðumaður íþróttamannavirkja Árni Rúnar Þorvaldsson, • tómstundafulltrúi Stefán Ólafsson, • framkvæmdastjóri fræðslu- og félagsviðs.

Sveitarfélagið Hornafjörður

„Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur“. - Einar BenediktssonÉg eins og eflaust margir aðrir hef tekið eftir þeim krafti og dugnaði sem eldri íbúar Hornafjarðar búa yfir. Ég hef dáðst að þeim í hljóði en get nú ekki lengur orða bundist. Eldri íbúar á Hornafirði taka sér ýmislegt fyrir hendur og eru duglegir að finna sér verkefni enda kynslóð sem hefur unnið hörðum höndum allt sitt líf. Þeir eru duglegir við að hreyfa sig. Hreyfing er nauðsynleg fyrir alla en þegar aldurinn færist yfir er jafnvel ennþá meiri nauðsyn að huga að hreyfingu. Á Hornafirði eru skipulagðar gönguferðir frá Ekru 3svar sinnum í viku, þá er gengið ýmist um bæinn eða á íþróttasvæði Sindra, Sindravöllum. Einu sinni í viku kemur þjálfari og er með leikfimi í Ekru. Sundleikfimi er einu sinni í viku, á fimmtudögum og er vel sótt, u.þ.b. 20 manns sem mæta í laugina. Öll hreyfing í vatni er þægileg og fer vel með liði og bein og má því segja að hún henti öllum, óháð því á hvaða aldri þeir eru. Undirrituð mætti í tvo tíma í sundlauginni og heillaðist mjög af þessari frábæru tegund hreyfingar. Ekki er nauðsynlegt að kunna að synda og því geta allir tekið þátt. Það sem einkennir þessa tíma er mikil gleði og ánægja ásamt því að félagsskapurinn er frábær. Svo er notalegt að slaka á í heitu pottunum á eftir og spjalla. Ég skora á eldri íbúa Hornafjarðar sem ekki hafa prófað hina frábæru sundlaug okkar hér á staðnum að skella sér í tíma á fimmtudögum og njóta þess að hreyfa sig í notalegu umhverfi með skemmtilegu fólki þar sem gleðin skín af hverju andliti og hláturinn er aldrei langt undan. Þessi upptalning er bara brot af þeirri iðju sem eldri íbúar Hornafjarðar taka sér fyrir hendur þar sem þeir eru vinnusamt og duglegt fólk sem situr sjaldnast auðum höndum.

Ragnheiður Rafnsdóttir hjúkrunarfræðingur

Kraftur og dugnaður

Helgar tilboð6 kjúklingabitar, 2 lítrar gos og stór skammtur af frönskum

kr. 2990,-Ef ykkur vantar snittur fyrir afmæli eða veislur

hafið þá samband við okkur

Símar 478-1505 • 691-8502 • NOVA 776-1501

Opið mánudaga - fimmtudaga kl 11:00 – 21:00 föstudaga og laugardagar kl.12:00 – 22:00

sunnudaga kl. 12:00 – 20:00

Fyrir ræktinaSkór • Buxur • Bolir • Grifflur

Fyrir fermingarbarniðMerkt handklæði eða íþróttataska

Útivistarfatnaður • Gjafabréf

Dansleikur og söngvarakeppni fyrir 7. – 10. bekk á Víkinni

föstudaginn 23. mars kl. 17:30 - 22:30.

Aðgangseyrir kr. 1.000,- Pottþéttir dómarar

Vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og aukaverðlaun fyrir sviðsframkomu og best keppanda að áliti áhorfenda

Léttar veitingar seldar á staðnum

Aðgangseyrir rennur til skíðadeildar Sindra

Page 4: Eystrahorn 12. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 22. mars 2012

Húsgagnaval

FermingartilboðRúm og dýnur

í öllum stærðum og gerðumFermingagjafir s.s. tjöld,

svefnpokar, bakpoar, skart o.fl.

Aðalfundur Björgunarfélags Hornfjarðar og Björgunarbátasjóðs

verður mánudaginn 26. mars kl. 20:00 í húsi félagsins.

Stjórnin

STEBBI OG EYFI Á FERÐ UM ÍSLAND 2012

TÓNLEIKAR Í HAFNARKIRKJU MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ

28. MARS KL. 20:30StebbiogEyfisendufrásér geisladiskinn „Fleiri

notalegar ábreiður“ fyrir síðustu jól og munu nú á vormánuðum heimsækja landsbyggðina og kynna

diskinn með tónleikahaldi.

Ásamtþvíaðflytjalögaf nýja geisladiskinum munu hljóma margar af þeim dægurperlum, sem þeir félagar hafa sent frá sér bæði saman og í sitthvoru lagi, lög eins og „Hjá þér“,

„Líf“, „Undir þínum áhrifum“, „Okkar nótt“, „Álfheiður Björk“, „Dagar“,„Danskalagið“,„Alltbúið“,„Églifiídraumi“,„Góða

ferð“,„Þíninnstaþrá“,„DraumurumNínu“o.m.fl.

Einnig munu þeir félagar spjalla á léttum nótum við tónleikagesti og segja óborganlegar sögur úr bransanum.

Geisladiskurinn „Nokkrar notalegar ábreiður“, sem kom út árið 2006 fylgir með aðgöngumiða, meðan birgðir endast.

Miðasala er við inngang. Verð aðgöngumiða er kr. 2.900,-

Vegna samnings milli Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS ) og Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á starfssvæði SASS milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins, óska Hópbílar eftir að ráða bifreiðastjóra til tímabundinna starfa frá 1.júni til 1.september 2012. Um er að ræða áætlunarakstur - Hornafjörður - Vík - Hornafjörður

Upplýsingar gefur Ágúst Haraldsson í síma 822 0073.

Einnig er hægt að sækja um á www.hopbilar.is undir liðnum starfsmenn. Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

—-————————————————————————————- Hópbílar hf. | Melabraut 18 | Hafnarfirði | 599 6000 | [email protected]

Hreinsunardagur og umhverfishátíðÁgætu íbúar

Vikuna 26. - 30. mars verður lögð áhersla á fegrun umhverfisins í Sveitarfélaginu Hornafirði. Umhverfi stofnana og opin svæði á vegum sveitarfélagsins verða hreinsuð. Íbúar og fyrirtæki eru jafnframt hvött til að taka til á lóðum og jörðum sínum þessa daga. Grunnskóli Hornafjarðar og Grunnskólinn í Hofgarði munu stefna að því að halda sinn árlega hreinsunardag föstudaginn 30. mars og enda daginn með umhverfishátíð.

Þessa viku verður lögbýlum boðið upp á flutning á stærri hlutum svo sem bílhræjum, ónýtum landbúnaðartækjum og fleiru sambærilegu þeim að kostnaðarlausu. Aðilar þurfa að safna hlutunum saman á einn aðgengilegan stað þar sem þeir verða svo sóttir. Þeir sem óska þess að taka þátt í þessu átaki eru beðnir að lista upp þá hluti sem þeir vilja að verði sóttir og skila til Gunnlaugs Rúnars Sigurðssonar eða Hauks Inga Einarssonar fyrir föstudaginn 30. mars n.k.

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson [email protected] • 470-8007

Haukur Ingi Einarsson [email protected] • 470-8003

Söfnun á brotajárni til sveita stendur frá þriðjudaginum 10. apríl til föstudagsins 13. apríl nk.

BREYTTUR OPNUNARTÍMI Frá og með 24. mars veður opið

mánudaga - föstudaga kl. 8:00 - 16:00

LOKAÐ Á LAUGARDÖGUMAllar tertupantanir fyrir

laugardaga verða áfram afgreiddar.

Verið velkomin

Starfsfólk Jóns bakara

Page 5: Eystrahorn 12. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 22. mars 2012

Karlmenn þurfa líka að huga að heilsunni. Kiwanismenn í samstarfi við Krabbameinsfélag SA-lands munu halda karlafund til að auka vitund þeirra um eigin heilsu. Vanþekking karlmanna á eigin heilsu er alltof algeng. Karlmenn vanrækja gjarnan heilsu sína og verða fyrir óþarfa heilsutjóni af þeim sökum. Af þessum sökum býður Kiwanisklúbburinn Ós körlum að koma og fræðast af Guðjóni Haraldssyni dr.med í skurðlækningum, sem mun halda erindi um karlaheilsu og í framhaldi svara fyrirspurnum. Boðið verður uppá súpu og kaffi, góða karla stemningu þar sem aðeins körlum er boðið. Áhersla er lögð á að karlar fertugir og eldri nýti sér þetta tækifæri. Þegar menn eru komnir yfir fertugt aukast líkurnar á því að fá krabbamein og heilsan byrji að láta undan. Því er mikilvægt að þekkja einkennin og vera meðvitaður um eigin heilsu, en það dregur úr líkum á heilsubresti. Fundurinn veður á Víkinni miðvikudaginn 29. mars kl. 20:00. Allir karlmenn eru velkomnir.

Kiwanis klúbburinn Ós

Miðvikudaginn 14. mars var haldin Kvískerjaráðstefna á Smyrlabjörgum í Suðursveit. Á ráðstefnunni voru kynnt verkefni og niðurstöður rannsókna sem hlotið hafa styrki frá Kvískerjasjóði. Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 af Umhverfisráðuneytinu og hafa fjölmörg verkefni hlotið styrki. Á ráðstefnunni voru m.a. kynntar rannsóknir á landnámi gróðurs og dýra á skerjum sem eru að koma í ljós við hopun Vatnajökuls, Helgi Björnsson lýsti landslag undir jökli og mögulegu umhverfi á svæðinu við eftir daga jökulsins, þá var sagt frá rannsóknum er varða gosið í Öræfajökli 1362 og skráningarverkefni sem hófst síðasta ár þar sem yfirgefin hús til sveita eru skráð og mynduð. Ýmislegt fleira bar á góma þennan dag og góðar umræður sköpuðust um verkefnin. Yfir 80 gestir sóttu ráðstefnuna í góðu yfirlæti húsráðenda. Stjórn Kvískerjasjóðs stóð fyrir ráðstefnunni en um undirbúning og framkvæmd sá Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Ráðstefnan var haldin á 85 ára afmælisdegi Hálfdáns Björnssonar frá Kvískerjum og var afmælisbarnið viðstatt og þáði góðar óskir í tilefni dagsins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra setti ráðstefnuna og tók þátt í pallborðsumræðum ásamt þeim Hjalta Þór Vignissyni, Ármanni Höskuldssyni og Sigurlaugu Gissurardóttur. Nánari upplýsingar um erindin og þau verkefni sem hlotið hafa styrki frá sjóðnum, má finna á heimasíðu sjóðsins www.kviskerjasjodur.is

Karlaheilsa og krabbamein

Kvískerjasjóður

Á myndinni má m.a. sjá Svandísi Svavarsdóttur ráðherra og Hálfdán Björnsson á Kvískerjum.

Magnús Þór Sigmundsson

heldur tónleikar á föstudagskvöldið kl 21:00

Miðaverð kr. 1.500,-

Mæðusveitin Sigurbjörn tekur við af BigBandinu

og leikur blússlagara frameftir kvöldi.

Frítt inn

leikur á laugardagskvöld frá kl. 21:00BigBand Hornafjarðar er 18 manna hljómsveit

skipuð hornfirsku tónlistarfólki.

HORNAFJARÐAR

Hótel Höfn • Sími 478-1240

Skemmtileg helgi á Hótel Höfn23. og 24. mars

Glæsilegur matseðill föstudags- og laugardagskvöld frá 18:00 - 21:00

Gæsalæri ConfitSaltfiskkróketturHumarvorrúllur

Beikon vafinn humarSkötuselur Tempura

Mareneraður kjúklingurHumarsúpa

Grísamedalía

Page 6: Eystrahorn 12. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 22. mars 2012

Dagskrá í ÞórbergssetriSunnudaginn 25. mars kl 14:00

14:00 Setning14:05 Karlakórinn Jökull syngur nokkur lög14:35 Erindi og upplestur; Sigurður Pálsson rithöfundur15:05 Þórbergur og Lækningabók Jónassens; Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur15:30 Bréf til Lillu Heggu frá Sobeggi afa; upplestur15:40 Sýning á frumútgáfum af bókum Þórbergs, gjöf frá Skinney-Þinganes16:00 Kaffiveitingar

ALLIR VELKOMNIR

Garpar • Það er aldrei of seint að byrja!Almennar sundæfingar fyrir fullorðna Þriðjudaga og fimmtudaga.

Kl. 17:15 eru rólegar æfingar fyrir byrjendur

Kl. 18:15 eru æfingar fyrir lengra komna

Æfingagjöld til loka maí kr. 8.000,-

Allir velkomnir • Sjáumst í sundi

Sunddeild Sindra

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti

hjálpa viðskiptavinum að rata í gegnum

Höfn í Hornafirði

Komdu í Lyfju Höfn í Hornafirði föstudaginn 30.mars frá 13-17.

Frí ráðgjöf

Inga svarar þessum spurningum og fleirum.

FélageldriHornfirðingaauglýsir sumarferð 23. - 26. júní.

Gist verður 3 nætur á Hótel Hvolsvelli. Farið um uppsveitir Rangárvallasýslu, einnig farin

dagsferð til Vestmannaeyja.Áætlaður kostnaður 42.000 kr.

Þátttökulisti er í Ekru, einnig má panta og fá allar upplýsingar hjá Erni í síma 478-1836 eða

847-6632 og hjá Birni í síma 478-1110. Panta þarf fyrir 10. apríl.

Ferðanefnd

SUMARFERÐ

Samverustund verður í Ekru föstudaginn 23. mars kl. 17:00

Ferðafélag A-Skaft. sýnir myndir úr 30 ára afmælisferð til Noregs

Félag eldri Hornfirðinga

Samverustund

Gömlu dansarnir í SindrabæKarlakórinn Jökull syngur og spilar fyrir dansi í Sindrabæ

föstudaginn 23. mars kl. 22:00

Aðgangseyrir kr. 2.000.

Allir velkomnir

Skólasöngur FASFramhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu efnir til samkeppni um lag og texta fyrir skólann.

Tilefnið er að í ár eru liðin 25 ár frá því að skólinn var stofnaður.Fyrirkomulag keppninnar:

Allir geta tekið þátt í keppninni.•Lengdlagsinsskalekkifarayfir3½mínútu.•Frjálst form er á gerð lagins en skilyrt að það sé með •sönghæfum texta.Þátttakendur fá 10.000,- krónur hver og vinningslagið •100.000,- króna verðlaun.Þeir sem taka þátt í keppninni skulu skila lagi og texta á •geisladiski til umsjónarmanns keppninnar og skal textinn einnig fylgja með á ritmáli.Skilafrestur er til og með 14. maí 2012.•Dómnefndvelurfimmlög,effleirienfimmberast,og•munuþaukeppatilúrslita.Löginfimmverðafluttásérstökuvalkvöldiþann14.•september2012.Ávalkvöldinuveljaáhorfendurogdómnefnd lagið sem verður skólasöngur FAS.Skólinn stendur straum af kostnaði við valkvöldið, svo •sem vegna hljómsveitar.

Nánari upplýsingar veitir formaður dómnefndar og umsjónarmaður keppninnar Zophonías Torfason. Sími4708070ognetfang:[email protected]

Skólameistari

Page 7: Eystrahorn 12. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 22. mars 2012

Aðalfundur Hornafjarðardeildar RKÍ var haldinn fimmtudaginn 15. mars sl. og þar tók við ný stjórn. Nýkjörinn formaður deildarinnar er Maríanna Jónsdóttir, ritari Zophonías Torfason, gjaldkeri Valgerður Hanna Úlfarsdóttir og meðstjórnendur Sif Axelsdóttir og Þorvaldur Viktorsson. Fráfarandi stjórn óskar nýrri velfarnaðar í starfi.

Fatapakkar fyrir börn í Hvíta RússlandiUndanfarin ár hefur Rauði Kross Íslands útbúið fatapakka til barna á aldrinum 2 – 12 ára í Hvíta Rússlandi. Rauði krossinn í Hvíta Rússlandi tekur við pökkunum og dreifir til þeirra sem á þurfa að halda. Rauði Krossinn hefur til úthlutunar sérstaka poka þar sem fötin eru flokkuð í pokana m.v. kyn, aldur og stærð viðtakenda. Hornfirðingar geta nálgast pokana í húsi Rauða Krossins í verslun deildarinnar en hún er opin á mánudögum frá 17 – 19. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja þessu verkefni lið. Innihald pokanna er eftirfarandi: Húfa (flís, prjónuð eða annað sambærilegt), vettlingar/hanskar (flís, prjónaðir eða aðrir hlýir), stuttermabolur (bómullarbolur eða annað sambærilegt), sokkar (ullarsokkar, þykkir bómullarsokkar eða annað sambærilegt), peysa (úr ull, flís eða öðru sambærilegu) og buxur (gallabuxur, íþróttabuxur eða sambærilegt).

Með kveðju, fráfarandi formaður, Magnhildur Björk Gísladóttir

Verkefnið „Veturinn í Ríki Vatnajökuls“ hlaut styrk upp á 3.000.000 króna úr Þróunarsjóði Landsbankans og iðnaðarráðuneytisins. Alls bárust 113 umsóknir og voru 20 styrkir veittir. Var þetta þriðji hæsti styrkurinn sem veittur var úr sjóðnum. Þróunarsjóðurinn var stofnaður í tengslum við verkefnið Ísland allt árið. Markmið sjóðsins er að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, með því að styrkja þróun afurða og upplifana utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í geiranum. Samtals lögðu stofnendur 70 milljónir í þróunarsjóðinn, 40 milljónir frá Landsbanka og 30 frá iðnaðarráðuneyti sem úthlutað skildi í tveimur úthlutunum. Verkefnið „Veturinn í Ríki Vatnajökuls“ felur í sér að þróa samstarf ferðaþjónustufyrirtækja í Ríki Vatnajökuls um þróun og markaðssetningu á þrenns konar ferðum: 1) Jöklar í Ríki Vatnajökuls, 2) Matarferðir í Ríki Vatnajökuls, 3) Ljósmyndun í Ríki Vatnajökuls.

Fréttir frá Hornafjarðardeild RKÍ

Stór styrkur í Ríki Vatnajökuls

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls tók á móti styrknum í athöfn í Listasafni Íslands föstudaginn 16. mars.

Framtíðarreikningur er góður kostur

fyrir mömmur, pabba, afa, ömmur og

alla þá sem vilja leggja góðan grunn

að framtíð barns.

Komdu heim í Sparisjóðinn og

byrjaðu framtíðina með okkur.

SPARISJÓÐSINS

FRAMTÍÐARREIKNINGUR

Höfn | Djúpivogur | Breiðdalsvík

Page 8: Eystrahorn 12. tbl. 2012

Gefðu sparnað í fermingargjöf

Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað

í fermingargjöf. Lands bankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingar -

börn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn.

Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að � árhag framtíðarinnar. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn