Eystrahorn 19. tbl. 2012

8
Fimmtudagur 10. maí 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn 19. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is Næsta blað kemur út miðvikudaginn 16. maí Góð þátttaka hefur verið í ferðum Ferðafélagsins undanfarið og margt spennandi að gerast á næstunni. Má þar nefna hjólaferð fimmtudaginn 23. maí, þá ætlum við að keyra með hjólin okkar suður á Mýrar og hjóla frá Þjóðvegi 1 inn að Haukafelli og aftur til baka. Þeir sem ætla með í þessa ferð verða að skrá sig því við þurfum að vita hvað við þurfum að flytja mörg hjól. Í júlí verður jeppaferð um Lakagíga svæðið, dagskrá þeirrar ferðar verður birt á heimasíðunni og facebook mjög fljótlega. Ekki má svo gleyma gönguvikunni “Ekki lúra of lengi” sem að þessu sinni mun umlykja humarhátíðina. Undirbúningur fyrir sumarið inni í Kollumúla er í fullum gangi, búið er að ráða nokkra skálaverði, en við þurfum ennþá að manna nokkur tímabil. Við hvetjum alla til að drífa sig í út í skemmtilegan og gefandi félagsskap, þeir sem ekki komast með ættu að fylgjast með og skoða myndir á facebook og www.gonguferdir.is Spennandi tímar framundan Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og hátíðin hefur aldrei verið jafn stór með 75 stutt- og heimildamyndir. Hátíðin fer á flakk 12. maí og verða sýningar í Sindrabæ með úrval stutt- og heimildamynda af hátíðinni. Sýningarflokkar hátíðarinnar eru íslenskar myndir, pólskar myndir, konur í kvikmyndum og nýliðar. Þar á meðal er stutta heimildamyndin Invisible Border eftir Hornfirðinginn Hauk Margeir Hrafnsson. Haukur Margeir býr í Lodz í Póllandi þar sem hann stundar nám í kvikmyndagerð. Myndin hans hefur vakið mikla athygli en hún fjallar um stéttarskiptingu og nágranna við sígaunagötu í borg einni í Póllandi. Aðstandendum Reykjavík Shorts & Docs er það sérstök ánægja að koma til Hafnar í Hornafirði með hátíðina. Það hefði ekki verið mögulegt án veglegs styrks frá Sveitarfélaginu Hornafirði og með stuðningi Hótels Hafnar, Humarhafnarinnar, Kaffi Hornsins og Ice Lagoon siglinga á Jökulsárlóni. Þá erum við sérstaklega þakklát Jóhanni Morávek sem lánar Sindrabæ fyrir kvikmyndasýningarnar. Sýningar verða kl. 14, 16, 18, 20 og 22. Fyrstu tvær sýningarnar verða fríar en aðgangseyrir er kr. 500 á sýningarnar kl. 18, 20 og 22. Allar íslensku myndirnar eru á íslensku og með enskum texta og erlendu myndirnar eru allar með enskum texta. Við vonumst til að sjá sem flesta og að þessi litla kvikmyndahátíð verði góð viðbót við annars öflugt menningarlíf á Hornafirði. Sjáumst í Sindrabíó laugardaginn 12.maí! Heather Millard, stjórnandi Reykjavík Shorts & Docs Brynja Dögg Friðriksdóttir, Hornfirðingur og kynningarfulltrúi Reykjavík Shorts & Docs Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin fer á flakk Sýningar í Sindrabæ 12. maí næstkomandi

description

Eystrahorn 19. tbl. 2012

Transcript of Eystrahorn 19. tbl. 2012

Page 1: Eystrahorn 19. tbl. 2012

Fimmtudagur 10. maí 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn19. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is

Næsta blað kemur út miðvikudaginn 16. maí

Góð þátttaka hefur verið í ferðum Ferðafélagsins undanfarið og margt spennandi að gerast á næstunni. Má þar nefna hjólaferð fimmtudaginn 23. maí, þá ætlum við að keyra með hjólin okkar suður á Mýrar og hjóla frá Þjóðvegi 1 inn að Haukafelli og aftur til baka. Þeir sem ætla með í þessa ferð verða að skrá sig því við þurfum að vita hvað við þurfum að flytja mörg hjól. Í júlí verður jeppaferð um Lakagíga svæðið, dagskrá þeirrar ferðar verður birt á heimasíðunni og facebook mjög fljótlega. Ekki má svo gleyma gönguvikunni “Ekki lúra of lengi” sem að þessu sinni mun umlykja humarhátíðina. Undirbúningur fyrir sumarið inni í Kollumúla er í fullum gangi, búið er að ráða nokkra skálaverði, en við þurfum ennþá að manna nokkur tímabil. Við hvetjum alla til að drífa sig í út í skemmtilegan og gefandi félagsskap, þeir sem ekki komast með ættu að fylgjast með og skoða myndir á facebook og www.gonguferdir.is

Spennandi tímar framundan

Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og hátíðin hefur aldrei verið jafn stór með 75 stutt- og heimildamyndir. Hátíðin fer á flakk 12. maí og verða sýningar í Sindrabæ með úrval stutt- og heimildamynda af hátíðinni. Sýningarflokkar hátíðarinnar eru íslenskar myndir, pólskar myndir, konur í kvikmyndum og nýliðar. Þar á meðal er stutta heimildamyndin Invisible Border eftir Hornfirðinginn Hauk Margeir Hrafnsson. Haukur Margeir býr í Lodz í Póllandi þar sem hann stundar nám í kvikmyndagerð. Myndin hans hefur vakið mikla athygli en hún fjallar um stéttarskiptingu og nágranna við sígaunagötu í borg

einni í Póllandi. Aðstandendum Reykjavík Shorts & Docs er það sérstök ánægja að koma til Hafnar í Hornafirði með hátíðina. Það hefði ekki verið mögulegt án veglegs styrks frá Sveitarfélaginu Hornafirði

og með stuðningi Hótels Hafnar, Humarhafnarinnar, Kaffi Hornsins og Ice Lagoon siglinga á Jökulsárlóni. Þá erum við sérstaklega þakklát Jóhanni Morávek sem lánar Sindrabæ fyrir kvikmyndasýningarnar.

Sýningar verða kl. 14, 16, 18, 20 og 22. Fyrstu tvær sýningarnar verða fríar en aðgangseyrir er kr. 500 á sýningarnar kl. 18, 20 og 22. Allar íslensku myndirnar eru á íslensku og með enskum texta og erlendu myndirnar eru allar með enskum texta. Við vonumst til að sjá sem flesta og að þessi litla kvikmyndahátíð verði góð viðbót við annars öflugt menningarlíf á Hornafirði. Sjáumst í Sindrabíó laugardaginn 12.maí!

Heather Millard, stjórnandi Reykjavík Shorts & Docs

Brynja Dögg Friðriksdóttir, Hornfirðingur og

kynningarfulltrúi Reykjavík Shorts & Docs

Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin fer á flakkSýningar í Sindrabæ 12. maí næstkomandi

Page 2: Eystrahorn 19. tbl. 2012

2 EystrahornFimmtudagur 10. maí 2012

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Einbýlishús til leigu á Höfn.

Upplýsingar: [email protected] 499-1494

0046768406095

Stúlkurnar í 5. fl. Sindra sigruðu bæði í A-liðum og B-liðum á Fjarðaálsmótinu sem fram fór á Reyðarfirði. A liðið var með fullt hús stiga og vann alla 4 leikina, skoruðu 15mörk á móti 1, B liðið vann 3 leiki og tapaði einum en var með betri markatölu 15 mörk á móti 4. Drengirnir í 5.flokki tóku líka þátt í Fjarðaálsmótinu og stóðu sig vel þó ekki hafi þeir náð sama árangri og stúlkurnar. A- liðið endaði í 4 sæti en B- liðið í 3.sæti.

Duglegar stelpur

Efsta röð f.v.: Salóme Morávek, Díanna Sóldís Einarsdóttir, Ylfa Beatrix Stephensdóttir, Regielly Oliveira Rodriques, Telma Ýr Sigurðardóttir og Sara Kristín Kristjánsdóttir. Neðri röð f.v.: Edda Björg Eiríksdóttir, Guðný Árnadóttir, Freyja Sól Kristinsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Tinna Marín Sigurðardóttir og Stefanía Björg Olsen.

Nú styttist í að fótboltinn byrji að rúlla. Liðin hjá Sindra eru klár í slaginn. Ársmiði kostar 15.000- kr. í ár. Ýmislegt fylgir þessum miða s.s. fyrir tvo á alla leiki meistaraflokka karla og kvenna, kaffispjall með þjálfarar fyrir leik og í hálfleik og kaffi meðan á leik stendur. Þessu til viðbótar er innifalin sigling á Jökulsárlóni og rúsínan í pylsuendanum er miði á flottan galakvöldverð og dansleik á uppskeruhátíð knattspyrnudeildar í september þar sem leikmenn og aðrir verða heiðraðir fyrir frammistöðu sína og framlag. Það er von stjórnar að þetta falli vel í kramið hjá knattspyrnuáhugafólki og stuðningsmönnum félagsins og fólk mæti á völlinn sem aldrei fyrr.

Ársmiði á Sindravelli

Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir verður með stofu 21. - 24. maí n.k.Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Kolgrafardalur - Haukafellsháls Hálsdalur á Mýrum

Laugardaginn 12. maíGangan hefst í Haukafelli. Farið af stað kl. 10:00.

Göngutími 4 - 5 tímar. Gönguhækkun 350 m.Frekari upplýsingar veitir Ragna í síma 662-5074

Allir velkomnir

Ferðafélag Austur - Skaftfellinga

Page 3: Eystrahorn 19. tbl. 2012

3Eystrahorn Fimmtudagur 10. maí 2012

AtvinnuhúsnæðiMjög gott atvinnuhúsnæði 50 - 99 fm til leigu eða sölu. Stór vinnuhurð og sér inngangur. Upplýsingar í síma 772-4205

Bifreiðaskoðun á Höfn 21., 22. og 23. maí.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 18. maí.

Næsta skoðun 18., 19. og 20. júní.

Þegar vel er skoðað

Þjónustulundaðurflugáhugamaður óskast til starfaVið leitum að samviskusömum og þjónustu-lunduðum einstaklingi til fjölbreyttra starfa í sumarafleysingar á Hornafjarðarflugvelli.

Starfið felur m.a. í sér: Almenn afgreiðsla flugvéla Hleðsla og afhleðsla flugvéla Innritun flugfarþega Bókanir og símavarsla Önnur tilfallandi verkefni

Nánari upplýsingar um starfið veitir Vignir Þorbjörnsson í síma 478 1250. Umsókn sendist í tölvupósti á [email protected] eða afhendist á Hornafjarðarflugvelli fyrir 15. maí nk.

Atvinna | Sumarafleysingar

ernir.is

Kynntu þér hvað fólkið í landinu hefur að segja um frumvörpin:

Landsbankinn áætlar að fyrirtæki með samtals yfir 4000 starfsmenn fari í þrot*

*Samkvæmt áliti Landsbankans til atvinnuveganefndar

Alþingis á frumvörpum um fiskveiðistjórnunarkerfið.

Ein af fjölmörgum góðum ástæðum fyrir nauðsyn þess

að eiga samráð við aðila í sjávarútvegi og vanda til verka

við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Kynntu þér málið.

Brimberg

Egersund Ísland

Eskja

Fjarðabyggð

G. Skúlason, vélaverkst.

Gullberg ehf.

Hamar

Kristján Jónsson rafvirki

Launafl

Loðnuvinnslan

PG stálsmíði

Rafmagnsverkst. Andrésar

Seyðisfjarðarkaupstaður

Síldarvinnslan

Tandraberg

Page 4: Eystrahorn 19. tbl. 2012

4 EystrahornFimmtudagur 10. maí 2012

Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Hvanney SF 51 ................... dragn/net ..9 .. 221,2 ..þorskur 152,0Sólborg RE 270 .................. dragnót ......3 .... 38,7 ..skarkoli 28,8

Fróði II ÁR 38 .................... humarv ......2 .... 25,8 ..humar 9,7 Sigurður Ólafsson SF 44 ... humarv ......6 .... 45,5 ..humar 12,2Skinney SF 20 .................... humarv ......6 .. 131,3 ..humar 34,3Þórir SF 77 ......................... humarv ......6 .. 126,0 ..humar 36,9

Steinunn SF 10 ................... botnv ........10 .. 723,6 ..blandaður afliÞinganes SF 25 .................. rækjut.........3 .... 53,7 ..rækja 41,5

Benni SU 65 ....................... lína ..............9 .... 40,0 ..þorskur Beta VE 36 ......................... lína ..............5 .... 23,8 ..þorskur Dögg SU 118 ...................... lína ............17 .. 105,7 ..þorskur/steinbíturGuðmundur Sig SU 650 .... lína ..............7 .... 41,2 ..þorskur Ragnar SF 550 .................... lína ..............7 .... 48,1 ..þorskur

Auðunn SF 48 .................... handf ..........3 ...... 4,2 ..ufsi 2,5Halla Sæm SF 23 ............... handf ..........4 .... 10,3 ..þorskur 6,6Herborg SF 69 ................... handf ..........1 ...... 1,3 ..þorskur 1,0Húni SF 17 ......................... handf ..........5 ...... 6,2 ..þorskur 5,1Kalli SF 144 ........................ handf ..........2 ...... 3,6 ..þorskur 3,3Silfurnes SF 99 .................. handf ..........6 .... 13,7 ..þorskur 12,6Stígandi SF 72 .................... handf ..........3 ...... 2,8 ..þorskur 2,5Sæunn SF 155 .................... handf ..........1 ...... 1,8 ..þorskur 1,8Sævar SF 272 ..................... handf ..........3 ...... 8,8 ..ufsi 7,5Uggi SF 47 ......................... handf ..........5 ...... 5,3 ..þorskur 4,6

Heimild: www.fiskistofa.is

Aflabrögð - aprílmánuður

Fiskirí og vinnsla

Ásgeir útgerðastjóri hjá Skinney-Þinganesi segir að humarveiðar hafa farið vel af stað. Það virðist vera þokkalega stór humar í flestum dýpum og mjög góð veiði. Hvanney er byrjuð á snurvoð og hefur aflað vel af blönduðum afla, ýsu, steinbít og kola. Þinganes er farið til rækjuveiða og aflinn hefur verið góður og svo virðist sem stofninn sé eitthvað að rétta úr kútnum eftir mjög erfið ár undanfarið. Mokveiði hefur verið hjá Steinunni í fiskitrollið og erum við farnir að hægja á veiðum hjá þeim vegna kvótastöðu. Bæði uppsjávarskipin voru í vélarupptekt og verða tilbúin til makríl- og síldveiða í lok mánaðar. Um 60 skólakrakkar mæta til sumarvinnu hjá okkur þegar líða fer á maímánuð og í byrjun júní. Þá lifnar yfir vinnustaðnum og er stemningin ekki ósvipuð og þegar kálfunum er hleypt fyrst út á vorin. Jói á Fiskmarkaðnum segir að líflegt hafi verið á markaðnum að undanförnu því það hafi verið gott fiskirí hjá flestum. Handfærabátar, dragnótabátar og línubátar landa helst á markaðnum og meðafli humarbáta fer í gegnum hann.

N1 HÖFNSÍMI: 478 1940

FRÁBÆR OG FREISTANDIVEITINGATILBOÐ

=

=

1.249 kr.

BEARNAISEBORGARIfranskar kartöflur, 0,5 l Coke í dósog lítið Prins Póló

1.595 kr.

STEIKARSAMLOKAfranskar kartöflur, 0,5 l Coke í dósog lítið Prins Póló

1.195 kr.

KJÚKLINGASALAT

=

+ +EÐ

A

+ +EÐ

A

Aflaskipið Steinunn SF10 setti íslandsmet í afla í aprílmánuði. Ljósmynd: Sverrir Aðalsteinsson.

Page 5: Eystrahorn 19. tbl. 2012

Gleðilegt sumarSveitakaffi verður á Smyrlabjörgum

sunnudaginn 13.maí frá klukkan 14:00

Verð 1.500 kr fyrir 12 ára og eldri Frítt fyrir yngi en 12 ára

Þeir sem vilja mega kíkja á lömbin

Allir velkomnir í sveitina

Hótel Smyrlabjörg

HúsgagnavalÚrval af fallegum útskriftar- og fermingargjöfum

Verið velkomin

Rúm og dýnur í öllum stærðum og gerðum

TónleikarGleðigjafar verða með tónleika

í Hafnarkirkju fimmtudaginn 17. maí uppstigningardag kl. 17:00

Aðgangseyrir kr. 1.500

Allir hjartanlega velkomnir

Fundarboð til matvæla- og handverksframleiðenda í Hornafirði

Kynningarfundur á fyrirhugaðri smíði sölubása fyrir matvæli og handverk í Hornafirði verður í Nýheimum föstudaginn 11. maí kl 17:00.

Markaðstorg fyrir matvæli og handverk í Hornafirði verður sett upp 16. júní næstkomandi í tengslum við þáttagerð RÚV á Hornafirði. Til skoðunar er að smíða sölubása fyrir markaðstorgið sem verður hægt að nýta til ýmissa viðburða í sveitarfélaginu.

Með markaðstorginu verður framleiðendum á mat og handverki gefinn kostur á að kynna og selja sínar afurðir og fá í staðinn fría markaðsetningu af stærðargráðu sem er vandfundin. Þáttagerðarfólk RÚV verður með upptökur á markaðnum sem fyrirhugað er að setja upp á hafnarsvæðinu.

Á kynningarfundinum verður farið yfir fyrirkomulag fyrir væntanlega notendur básanna og reynt að greina þörf varðandi fjölda og stærð þeirra. Básarnir verða hannaðir þannig að auðvelt verði að setja þá upp og taka þá niður aftur svo hægt verði með stuttum fyrirvara að setja upp markaðinn á sumrin þegar það er álitið fýsilegt. Básarnir munu auka möguleika framleiðenda á sölu sinna afurða til muna þar sem verður hægt að skapa skemmtilega markaðstemningu á komandi árum. Sveitarfélagið Hornafjörður mun kosta smíði og uppsetningu básanna.

Mikilvægt er að mæta á fundinn þar sem skráð verður hverjir hafa áhuga á að nýta sér þessa bása að kostnaðarlausu svo hægt verði að smíða nægjanlega mikið af þeim fyrir sumarið. Þess vegna hvetjum við alla matvæla- og handverksframleiðendur að koma og nýta sér þetta frábæra tækifæri.

Page 6: Eystrahorn 19. tbl. 2012

6 EystrahornFimmtudagur 10. maí 2012

Utankjörfundaratkvæðagreiðslavegna forsetakosninga 30. júní n.k. er hafin

Kosið er á skrifstofu embættisins að Hafnarbraut 36 á Höfn alla virka daga á opnunartíma, þ.e. frá kl. 09:00 til 12:00 og 12:30 til 15:30 og um helgar frá kl. 13:00 til 16:00.

Kosning fer einnig fram hjá Pálínu Þorsteinsdóttur í Svínafelli í Öræfum eftir samkomulagi við hana. Sími hennar er 894-1765.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.

Ósk um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal berast embættinu ásamt læknisvottorði ekki síðar en kl. 16:00 þriðjudaginn 26. júní. Atkvæðagreiðsla í heimahúsi má ekki fara fram fyrr en þrem vikum fyrir kjördag.

Atkvæðagreiðsla í Heilbrigðisstofnun Suðausturlands mun fara fram að Víkurbraut 29 þriðjudaginn 26. júní milli kl. 13:00 og 14:00 og verður sérstaklega auglýst innan stofnunarinnar.

Sýslumaðurinn á Höfn 8. maí 2012 Páll Björnsson

Laugardaginn 5. maí fór fram þjóðahátíð í Nýheimum í annað sinn. Hátíðin heppnaðist mjög vel og átta þjóðarbrot kynntu menningu sinna landa fyrir gestum og gangandi. Löndin sem tóku þátt þetta árið voru átta talsins en það voru Eþíópía, Holland, Ísland, Marokkó, Pólland, Sri Lanka, Tæland og Perú. Boðið var upp á þjóðlegan mat frá öllum löndum, hægt að var að skoða allskyns hluti, myndir og landakort og myndbönd, ásamt kynningum um hvert og eitt land. Einnig var hægt að versla ýmsar vörur á hátíðinni. Mikið var gert úr þjóðbúningum og fatnaði sem myndaði skemmtilega sýn á hvert land, en þess má geta að 15 konur voru klæddar upp í Sari við kynningu á Sri Lanka. Talið er að um 400 til 500 manns hafi heimsótt þjóðahátíðina enda þröngt í Nýheimum á meðan á henni stóð. Hátíðin hefur verið haldin einu sinni áður í Nýheimum við mjög góðar undirtektir og er að festa sig í sessi. Fyrirhugað er að halda hátíð sem þessa á tveggja til þriggja ára fresti. Þess má geta að í sýslunni býr fólk frá yfir 20 löndum og því ætti hátíð af þessu tagi að geta vaxið vel. Við viljum þakka öllum þeim sem styrktu hátíðina þetta árið en það eru Menningarráð Suðurlands, Skinney-Þinganes, Verslunin Nettó, Rauði kross Íslands og Sveitarfélagið Hornafjörður.

Starfsfólk Menningarmiðstöðvar

Vel heppnuð þjóðahátíð

Í ferðinni nú nýverið austur til Hafnar í þeim tilgangi að kynna framboð mitt til forsetaembættisins fyrir heimamönnum, tókst mér að fylgjast með sauðburði á Hunkubökkum við Kirkjubæjarklaustur og að Litla-Hofi í Öræfum. Á Höfn tók krían á móti okkur í rjómablíðu. Þar með var vorkoman fullkomnuð í mínum huga. Við María og þau hjón Ragnar Th. ljósmyndari og Ásdís hittum mann og annan og gátum gefið okkur tíma til að líta á sjómenn við höfnina jafnt sem starfsmenn Nýheima. Ég kom við á staðnum skömmu fyrir jól til að lesa upp úr skáldsögunni Sálumessu ásamt nokkrum öðrum rithöfundum með sín verk, á þremur stöðum. Svo var það erindisflutningur um miðjan apríl fyrir fullu húsi í Nýheimum, um eldvirkni á Suðurlandi, þannig að mín þrenna á Höfn er í höfn svo maður orði þetta eins og fótboltamaður (sem ég er eiginlega ekki). Tilgangur þessa greinarkorns er að þakka öllum sem sinntu okkur og greiddu götuna í kynningarferð með suðurströndinni allt að Eystrahorni.

Góð minning um vorkomuAri Trausti Guðmundsson

Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ljósmynd: Sigurður Mar

Ljósmynd: Sigurður Mar

Page 7: Eystrahorn 19. tbl. 2012

7Eystrahorn Fimmtudagur 10. maí 2012

Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 13. maí, kl. 11. Á Höfn verður gengið frá sundlauginni kl. 11. Tvær vegalengdir verða í boði, 7 og 3 kílómetrar. Að lokinni göngu fá þátttakendur frítt í sundlaugina.Einnig verður gengið í Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Hveragerði, Reykjanesbæ og frá Stórutjarnaskóla. Allar göngur hefjast kl. 11 og nánari upplýsingar um hvern stað er að finna á heimasíðunni www.gongumsaman.is. Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja

rannsóknir á brjóstakrabbameini, með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman.

Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina

Styrktarfélagið Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 10 – 13. maí í tengslum við mæðradaginn. Landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna.

Styrktarfélagið Göngum saman

Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Félagið var stofnað haustið 2007 og hefur frá stofnun veitt íslenskum rannsóknaraðilum á sviði brjóstakrabbameins um 22 milljónir króna í styrki. Göngum saman leggur áherslu á miklvægi hreyfingar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins. Meiri upplýsingar um félagið á heimasíðu félagsins www.gongumsaman.is

Mæðradagsganga Göngum saman á Höfn

GÖNGUM SAMAN Á HÖFN

SUNNUDAGUR13. MAÍ

Gengið frá sundlauginni kl. 11. Tvær vegalengdir: 7 og 3 kílómetrar. Að lokinni göngu fá þátttakendur frítt í sundlaugina.

Við verðum með söfnunarbaukana á lofti og splunkunýjar tízkuvörur til sölu á staðnum. Söfnunarféð rennur til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini.Nánar á gongumsaman.is.

Eflum rannsóknir

Fatlað fólk á tímamótumEru mannréttindi virt?

Fundaröð Öryrkjabandalags Íslands 2012

Nýheimum á Höfn í Hornar�rði, mánudaginn 14. maí kl. 15.00.

Ekkert um okkur án okkar!

Fatlað fólk, aðstandendur, starfsfólk og stjórnendur sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og aðrir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.

www.obi.is

Ný hugmyndafræði um fötlun og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Helga Baldvinsd. Bjargardóttir - Fötlunarfræði HÍ.

Þekkir þú réttindi þín? Hrefna K. Óskarsdóttir - ÖBÍ.

Viðbrögð ÖBÍ vegna yfirfærslunnar. Guðmundur Magnússon - formaður ÖBÍ.

Y�rfærsla á þjónustu fyrir fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga fór fram í uppha� árs 2011.

Efni fræðslu- og umræðufundar:

Umræður og fyrirspurnir.

Page 8: Eystrahorn 19. tbl. 2012

Félagsmenn AFLs athugiðVegna síendurtekinna kvartana íbúa í Mánatúni 3 – 5, þar sem orlofsíbúðir okkar eru staðsettar, vekjum við athygli á eftirfarandi:

1. Orlofsíbúðir AFLs Starfsgreinafélags eru einungis til leigu fyrir félagsmenn og óheimilt er að leigja þær á sitt nafn en aðeins til að „lána“ öðrum afnotin.

2. Húsið sem íbúðirnar eru í er almennt íbúðarhús og gilda almennar húsreglur þar auk þess sem almenn kurteisi og tillitssemi er jafn sjálfsögð þar sem og annars staðar.

3. Eftir kl. 23:00 er óheimilt að aðhafast nokkuð sem raskað getur ró annarra íbúa – og gildir það sérstaklega um miklar mannaferðir, háværa tónlist og aðra háreysti.

4. Svalir íbúðanna eru beint fyrir neðan svalir annarra íbúða og glugga á svefnherbergjum og er því allt háreysti, söngur og hlátrasköll af svölum til mikils ama fyrir aðra íbúa – sérstaklega eftir kl. 23:00.

5. Samkvæmt húsreglum er óheimilt að standa fyrir veisluhöldum í íbúðum hússins eftir kl. 23:00 nema að fengnu leyfi hússtjórnar – og gildir það jafnt um félagsmenn AFLs sem aðra íbúa.

Skv. reglum AFLs Starfsgreinafélags er starfsmönnum félagsins heimilt að setja leigutaka á „svar-tan lista“ ef umgengnisreglur og/eða aðrar reglur orlofssjóðs eru brotnar. Félagið hefur meðhönd-lað þessa heimild af ýtrustu varkárni og ekki beitt nema í undantekningartilfellum.

Haldi kvartanir annarra íbúa áfram og ef ítrekað þarf að kalla út umsjónarmenn íbúða að næturlagi til að hafa afskipti af leigutökum – er sýnt að beita þarf þessu ákvæði reglna okkar í meira mæli og útiloka þá félagsmenn sem valda ónæði.

Vinsamlegast gangið vel um og njótið glæsilegra orlofsíbúða okkar. Sýnum nágrönnum okkar tillitssemi og kurteisi.

Starfsfólk AFLs Starfsgreinafélags.