Eystrahorn 23. tbl. 2011

8
Fimmtudagur 9. júní 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 23. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is Frjálsíþróttakonan Sveinbjörg Zóphoníasdóttir heldur áfram að bæta sig og standa undir væntingum. Hún er nýkomin heim eftir frækilega frammistöðu á Smáþjóðaleikunum í Liechten- stein og þótti blaðamanni Eystrahorns tilefni til að ræða við hana. Keppti í þremur greinum Ég keppti í hástökki, langstökki og kúluvarpi. Ég keppti í fyrsta sinn í langstökki og kúluvarpi með A-landsliðinu í þessari ferð, en í fyrra keppti ég aðeins í hástökki með landsliðinu. Ég ætlaði fyrst ekki að gefa kost á mér í hástökk og kúluvarp en núna sé ég alls ekki eftir því þar sem það voru þær greinar sem ég hreppti bronsverðlaun í. Bjóst ekki við að komast á pall Árangurinn sjálfur kom mér í sjálfu sér ekki á óvart heldur var það hversu ofarlega í sæti ég var með þennan árangur á mótinu. Ég bjóst aldrei við því að þessi árangur sem ég náði myndi duga mér á pall, en það kennir manni bara það að keppni er aldrei ákveðin fyrirfram, og það er einmitt það sem gerir þetta svona skemmtilegt. En fyrir mér var þetta mjög mikill heiður að komast á pall á svona stóru móti eins og þessu og vonandi heldur sumarið bara áfram að vera svona flott. Draumur í dós Það var algjör draumur í dós að fá að keppa á þessu móti. Við krakkarnir í landsliðinu erum farin að þekkjast svo vel og þessar ferðir verða alltaf skemmtilegri og skemmtilegri. Það er svo gott fyrir mig að komast stundum í burtu frá því að vera alltaf ein og í það að hitta krakka sem eru að gera nákvæmlega það sama og ég, og vita hvað það er að leggja hart að sér til þess að verða ein af þeim bestu. Aðstæðurnar úti í Liechtenstein voru góðar, veður var gott og landslagið var eins og því hafi verið kippt út úr einhverju ævintýri. Sumir voru þó óánægðir með dómgæsluna á mótinu en ég lenti persónulega aldrei í veseni með það. Gera betur en á síðasta ári Ég hef einfaldlega sett mér þau markmið að gera betur en á síðasta ári. Ég vil ekki vera að gefa út neinar yfirlýsingar um hvað það nákvæmlega er en ég er búin að æfa vel á þessu tímabili og er alveg laus við meiðsli og vesen (7,9,13) svo að ég stefni bara hátt. Þarf að vera skynsamur, áhugsamur og svolítið klikkaður Að vera valin í A-landslið til þess að keppa á svona stóru móti er náttúrulega alveg frábært í fyrsta lagi, ég hefði aldrei hugsað mér að vera komin svona langt, svona ung þegar ég byrjaði að æfa af krafti árið 2006. En til þess að ná svona árangri þarf maður aðallega að vera skynsamur, áhugasamur og svolítið klikkaður (á góðan hátt). Maður þarf að vera tilbúin til að leggja ýmislegt á sig, eins og t.d. að taka auka æfingar og hugsa vel um mataræðið. Í mínu tilfelli hef ég mikið verið að æfa ein, en mikilvægt er að hafa í huga, sama hvort maður er að stunda einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt að það er mikilvægt vera sinn besti æfingafélagi og vera duglegur að demba sér út í djúpu laugina og fara út fyrir þægindahringinn stöku sinnum. Ég haga þannig æfingum að ég æfi 6x í viku, 2-3 tíma í senn. Stundum tek ég tveggja klukkustunda æfingu á vellinum og fer svo út að hjóla í klukkutíma á kvöldin, eða tek stundum 3 tíma æfingu á vellinum þar sem ég fer vel yfir tækniatriðin. Á veturna hleyp ég töluvert, lyfti mikið og tek nóg af þreki og styrktaræfingum. Ég stundaði aðeins jóga með mömmu í vetur og það var líka frábært inn á milli, að gera eitthvað annað og læra að anda og slaka á, á milli stríða. Æfingarnar eru rosalega misjafnar eftir því hve langt ég er frá keppnistímabili og hvort ég er í uppbyggingu eða að létta mig fyrir keppni. Mörg mót framundan Það eru nokkur mót framundan í sumar og næsta mót sem ég fer á er Norðurlandameistaramót unglinga í fjölþraut þann 18. og 19. júní næstkomandi. Ég er búin að tryggja mig inn á Evrópumeistaramót 19 ára og yngri í Eistlandi í júlí og síðan fer ég vonandi til Portúgals á Evrópubikar í fjölþraut. Síðan fer ég á Norðurlandameistaramót unglinga í stökum greinum í september. Önnur mót eru óákveðin en ég vonast til að komast líka á einhver mót hérlendis í sumar. Fæ góðan stuðning og er þakklát Í fyrsta lagi fæ ég minn helsta og besta stuðning frá mömmu (þjálfaranum mínum) og allri fjölskyldunni minni eins og hún leggur sig. Það eru allir tilbúnir til þess að fylgjast með manni og styðja mann þegar á reynir. Svo auðvitað fæ ég rosalega góðan stuðning frá bænum, fyrirtækjum og íþróttafélögum á Hornafirði, sem ég er virkilega þakklát fyrir. Það er svo frábært að tilheyra svona bæjarfélagi sem er tilbúið til að styðja mann í einu og öllu. Ég vil bara þakka öllum á Hornafirði sem standa við bakið á mér í þessum ævintýrum mínum og vona bara að ég sé að skila til baka því sem fólk býst við af mér! Ég kann rosalega vel að meta allan þann stuðning sem ég fæ. Síðan vil ég líka benda á að verðlaunapeningarnir sem ég fékk á Smáþjóðarleikunum verða til sýnis í Sport-X í Miðbæ ef fólk vill skoða. Sveinbjörg tvisvar á verðlaunapalli á Smáþjóðaleikunum Sveinbjörg varð í þriðja sæti í hástökki.

description

Eystrahorn 23. tbl. 2011

Transcript of Eystrahorn 23. tbl. 2011

Page 1: Eystrahorn 23. tbl. 2011

Fimmtudagur 9. júní 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn23. tbl. 29. árgangur www.eystrahorn.is

Frjálsíþróttakonan Sveinbjörg Zóphoníasdóttir heldur áfram að bæta sig og standa undir væntingum. Hún er nýkomin heim eftir frækilega frammistöðu á Smáþjóðaleikunum í Liechten-stein og þótti blaðamanni Eystrahorns tilefni til að ræða við hana.

Keppti í þremur greinum

Ég keppti í hástökki, langstökki og kúluvarpi. Ég keppti í fyrsta sinn í langstökki og kúluvarpi með A-landsliðinu í þessari ferð, en í fyrra keppti ég aðeins í hástökki með landsliðinu. Ég ætlaði fyrst ekki að gefa kost á mér í hástökk og kúluvarp en núna sé ég alls ekki eftir því þar sem það voru þær greinar sem ég hreppti bronsverðlaun í.

Bjóst ekki við að komast á pall

Árangurinn sjálfur kom mér í sjálfu sér ekki á óvart heldur var það hversu ofarlega í sæti ég var með þennan árangur á mótinu. Ég bjóst aldrei við því að þessi árangur sem ég náði myndi duga mér á pall, en það kennir manni bara það að keppni er aldrei ákveðin fyrirfram, og það er einmitt það sem gerir þetta svona skemmtilegt. En fyrir mér var þetta mjög mikill heiður að komast á pall á svona stóru móti eins og þessu og vonandi heldur sumarið bara áfram að vera svona flott.

Draumur í dósÞað var algjör draumur í dós að fá að keppa á þessu móti. Við krakkarnir í landsliðinu erum farin að þekkjast svo vel og þessar ferðir verða alltaf skemmtilegri og skemmtilegri. Það er svo gott fyrir mig að komast stundum í burtu frá því að vera alltaf ein og í það að hitta krakka sem eru að gera nákvæmlega það sama og ég, og vita hvað það er að leggja hart að sér til þess að verða ein af þeim bestu. Aðstæðurnar

úti í Liechtenstein voru góðar, veður var gott og landslagið var eins og því hafi verið kippt út úr einhverju ævintýri. Sumir voru þó óánægðir með dómgæsluna á mótinu en ég lenti persónulega aldrei í veseni með það.

Gera betur en á síðasta ári

Ég hef einfaldlega sett mér þau markmið að gera betur en á síðasta ári. Ég vil ekki vera að gefa út neinar yfirlýsingar um hvað það nákvæmlega er en ég er búin að æfa vel á þessu tímabili og er alveg laus við meiðsli og vesen (7,9,13) svo að ég stefni bara hátt.

Þarf að vera skynsamur, áhugsamur

og svolítið klikkaðurAð vera valin í A-landslið til þess að keppa á svona stóru móti er náttúrulega alveg frábært í fyrsta lagi, ég hefði aldrei hugsað mér að vera komin svona langt, svona

ung þegar ég byrjaði að æfa af krafti árið 2006. En til þess að ná svona árangri þarf maður aðallega að vera skynsamur, áhugasamur og svolítið klikkaður (á góðan hátt). Maður þarf að vera tilbúin til að leggja ýmislegt á sig, eins og t.d. að taka auka æfingar og hugsa vel um mataræðið. Í mínu tilfelli hef ég mikið verið að æfa ein, en mikilvægt er að hafa í huga, sama hvort maður er að stunda einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt að það er mikilvægt vera sinn besti æfingafélagi og vera duglegur að demba sér út í djúpu laugina og fara út fyrir þægindahringinn stöku sinnum. Ég haga þannig æfingum að ég æfi 6x í viku, 2-3 tíma í senn. Stundum tek ég tveggja klukkustunda æfingu á vellinum og fer svo út að hjóla í klukkutíma á kvöldin, eða tek stundum 3 tíma æfingu á vellinum þar sem ég fer vel yfir tækniatriðin. Á veturna hleyp ég töluvert, lyfti mikið og tek nóg af þreki og styrktaræfingum. Ég stundaði

aðeins jóga með mömmu í vetur og það var líka frábært inn á milli, að gera eitthvað annað og læra að anda og slaka á, á milli stríða. Æfingarnar eru rosalega misjafnar eftir því hve langt ég er frá keppnistímabili og hvort ég er í uppbyggingu eða að létta mig fyrir keppni.

Mörg mót framundanÞað eru nokkur mót framundan í sumar og næsta mót sem ég fer á er Norðurlandameistaramót unglinga í fjölþraut þann 18. og 19. júní næstkomandi. Ég er búin að tryggja mig inn á Evrópumeistaramót 19 ára og yngri í Eistlandi í júlí og síðan fer ég vonandi til Portúgals á Evrópubikar í fjölþraut. Síðan fer ég á Norðurlandameistaramót unglinga í stökum greinum í september. Önnur mót eru óákveðin en ég vonast til að komast líka á einhver mót hérlendis í sumar.

Fæ góðan stuðning og er þakklát

Í fyrsta lagi fæ ég minn helsta og besta stuðning frá mömmu (þjálfaranum mínum) og allri fjölskyldunni minni eins og hún leggur sig. Það eru allir tilbúnir til þess að fylgjast með manni og styðja mann þegar á reynir. Svo auðvitað fæ ég rosalega góðan stuðning frá bænum, fyrirtækjum og íþróttafélögum á Hornafirði, sem ég er virkilega þakklát fyrir. Það er svo frábært að tilheyra svona bæjarfélagi sem er tilbúið til að styðja mann í einu og öllu.

Ég vil bara þakka öllum á Hornafirði sem standa við bakið á mér í þessum ævintýrum mínum og vona bara að ég sé að skila til baka því sem fólk býst við af mér! Ég kann rosalega vel að meta allan þann stuðning sem ég fæ. Síðan vil ég líka benda á að verðlaunapeningarnir sem ég fékk á Smáþjóðarleikunum verða til sýnis í Sport-X í Miðbæ ef fólk vill skoða.

Sveinbjörg tvisvar á verðlaunapalli á Smáþjóðaleikunum

Sveinbjörg varð í þriðja sæti í hástökki.

Page 2: Eystrahorn 23. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 9. júní 2011

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornfjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Næstkomandi laugardag verður opnunarhátíð á myndlistasýningunni Landi í Þórbergssetri. Gígja Baldursdóttir myndlistarmaður sýnir þar verk sín og verður sýningin í Þórbergssetri í allt sumar. Gígja er Skaftfellingur að uppruna en faðir hennar er Baldur Geirsson frá Reyðará í Lóni og móðir hennar Hólmfríður Aradóttir frá Borg á Mýrum.Um sýninguna segir Gígja m.a: ,,Verkin á sýningunni er öll sprottin upp af náttúrunni hér í Austur-Skaftafellsýslu. Þau hafa bæði kviknað út frá hinu agnarsmáa eins og litbrigðum í læk eða galdri í grassverði, en einnig frá hinu mikla og stórfenglega, eins og hillingum á svörtum sandi eða fjölbreyttum hvítum litaskala í jökli. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem landið í ríki Vatnajökuls er viðfangsefni mitt. Ég var mörg sumur í sveit á Mýrum og við störf á Höfn og á hverju ári liggur leið mín hingað. Í gegnum árin hefur þetta landsvæði verið viðfangsefni mitt en útfærslan verið margbreytileg. Seinni árin hefur þó vinnan þróast í huglæg abstrakt verk. Sýningin er tileinkuð öllu mínu fólki, ættmennum og forfeðrum sem hafa alist upp við þetta stórbrotna landslag og bera merki þess.”Á laugardaginn verður einnig kynnt hönnun Listaháskóla Íslands á réttum sem verða á boðstólum í Þórbergssetri í sumar. Verkefnið er samstarfsverkefni Listaháskólans og Bændasamtaka Íslands undir heitinu Stefnumót hönnuða og bænda. Um er að ræða rétti sem gerðir eru m.a, úr hráefni frá Hala, en hafa einnig tengingar við verk Þórbergs . Meðal annars eru þar sérstakir Þórbergssnúðar sem skapa einstaka tilfinningu líkt og að vera með ,,himnaríki í kviðnum” eins og Þórbergur segir og einnig frumlegar rúllutertur skornar niður með sérstöku tæki sem mælir nákvæmlega þykkt hverrar sneiðar. Að njóta þessarra nýju veitinga er því sérstök upplifun og góð viðbót við að skoða skemmtilegar og fjölbreyttar sýningar íh Þórbergssetri.Þórbergssetur og sýningarnar þar verða opnar í allt sumar alla daga frá klukkan 9 – 21 .

Myndlist og matur í Þórbergssetri

Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför

elskulegs bróður okkar

Sigurjóns Jónssonar frá Smyrlabjörgum

Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Hjúkrunarheimilinu

á Höfn fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót

Systkini hins látna

Óhætt er að segja að fótboltinn byrji vel hjá okkar fólki. Meistaraflokkur kvenna sigraði Fjarðabyggð/Leikni örugglega 3 – 0 í Valitorbikarnum. Þær Sandra Rán, María Selma og Valdís Ósk skiptu mörkunum á milli sín. Næsti mótherji Sindra í bikarkeppninni verður

úrvalsdeildarlið Aftureldingar. Á laugardaginn mættust þessi lið aftur en nú í Íslandsmótinu. Greinilegt var að Austfjarðarstúlkurnar ætluðu að hefna fyrir tapið í bikarleiknum en eftir harða baráttu unnu okkar stelpur nokkuð öruggan 3-1 sigur. Að þessu sinni skorðuðu mörkin Heba, Karen og Valdís. Í 3. deildinni vann Sindri – Huginn 2-0 með mörkum frá Kecic og Venta. Liðið hefur nú sigrað í þremur fyrstu leikjunum sannfærandi og eru efstir með 9 stig og markatöluna 15 – 0. Á laugardaginn tók 2. fl. karla á móti Aftureldingu/Hvíti riddaranum og unnu með 4 mörkum gegn engu. Alex skoraði fyrstu þrjú mörkin og Ingvi Ingólfs skoraði svo glæsilegt skallamark. Stúlkurnar í 4. fl. fóru svo frægðarför á Suðurnesin og unnu Njarðvík 10 – 0.

Mikið skorað

Næstu leikir á Sindravöllum4. fl. kvenna föstudaginn 10. júní kl. 17:00 Sindri – Ægir3. deild laugardaginn 11. júní kl. 14:00 Sindri - Magni 2.fl. kvenna laugardaginn 11. júní kl. 17:00 Sindri – Selfoss1.d. kvenna mánudaginn 13. júní kl. 14:00 Sindri – FH4.fl. karla mánudaginn 13. júní kl. 16:00 Sindri – Grindavík

Eystrahorn

Page 3: Eystrahorn 23. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 9. júní 2011

Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir

Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda frá 9.ágúst.

Laun greidd samkvæmt kjarasamningum KÍ eða AFLs og Sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur rennur út 20.júní 2011.

Tekið er á móti umsóknum hjá leikskólastjóra á Krakkakoti og í síma 470 8481.Snæfríður H. Svavarsdóttir, leikskólastjóri

Þeir félagarnir og bekkjabræður úr leiklistarskóla Íslands, Eiríkur Guðmundsson frá Dvergasteini og Valdimar Örn Flygenring, sem kennir sig oft við Krossbæ, þar sem hann átti góða dvöl í sveitinni hjá heiðusmanninnum Villa, hafa nú opnað Hótel á Grensásvegi 14. Hótelið ber nafnið Hótel 66, en þar var áður hótel Atlantis og Reykjavík Bed and Breakfast. Miklar endurbætur hafa átt sér stað og hefur nánast allt verið endurnýjað, rúm, borð, stólar,

sængur, koddar og lín, svo eitthvað er nefnt. Þeir félagar hafa stillt verði á gistinóttum í hóf og eru í ódýrari kantinum. Að sjálfsögðu munu þeir bjóða öllum lesendum Eystrahorns sérstakan Hornafjarðarafslátt eða 20%. Bara að hringja og segjast vera úr sýslunni! Síminn er 5880000 eða gsm Eiríkur 6637760, Valdimar 8991959. Vonast þeir félagar til að sjá sem flesta sýslunga, ekki veitir af því alltaf er gaman að hitta gott og skemmtilegt fólk.

Dalshraun 13 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 0000Fax 555 3332 • [email protected] • www.glerborg.is

SÍMI: 565 0000

PVC-uGLUGGARHURÐAROG GLERÁ Íslandi er síbreytileg veðrátta alþekkt.Þess vegna ættu Íslendingar að veljavandaðar byggingavörur sem standast erfið veðurskilyrði og krefjast lágmarks viðhalds.

Komdu við á söluskrifstofu okkar að Dalshrauni 13í Hafnarfirði og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu.Við bjóðum upp á greiðsluskilmála við allra hæfi.

Öll framleiðsla fyrir Glerborg er CE vottuð

Hornfirðingar fá afslátt

HafnarkirkjaSunnudaginn 12. júní Hvítasunnudagur

Messa kl. 11:00 ferming

Sóknarprestur

BjarnaneskirkjaSunnudaginn 12. júní Hvítasunnudagur

Messa kl. 14:00 ferming

Sóknarprestur

Opnunartími miðvikudaga 8-12 og 17-20 eða eftir samkomulagi

Katrín Birna • Höfðavegur 1 • 615-1231

Rósaberg ehf auglýsir eftir starfsmanni

Leitum að starfsmanni sem getur hafið störf hið fyrsta í hellulögnum.

Æskilegt að umsækjandi hafi meirapróf og vinnuvélaréttindi, sé samviskusamur og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Upplýsingar í síma 478 2454 og 895 2454.

Eiríkur Guðmundsson og Valdimar Örn Flygenring

Page 4: Eystrahorn 23. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 9. júní 2011

FUNDARBOÐ169. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í Fundarhúsinu í Lóni,9. júní 2011 og hefst kl. 16:00.

Áður en bæjarstjórafundur hefst verður borgarafundur um málefni svæðisins og sveitarfélagins almennt, kl. 15:00.

Dagskrá:Fundargerðir1. Kosningar í nefndir2. Nýtt kirkjugarðsstæði - deiliskipulag3. Leikskólamál4. Fyrirspurnir - bæjarstjórn5.

6. júní 2011Hjalti Þór Vignisson

Bifreiðaskoðun á Höfn 20., 21. og 22. júní

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 16. júní.

Næsta skoðun 11., 12. og 13. júlí.

Þegar vel er skoðað

Seljavallakjötvörur Verðum með nautakjötið okkar til sölu á fjósloftinu á Seljavöllum

föstudagninn 10. júní kl. 16:00 - 19:00 laugardaginn 11. júní kl. 11:00 - 14:00

Ath. tökum ekki greiðslukort

Verið velkomin • Ella og Eiríkur

www.seljavellir.is • 860-7582

HAPPY HOURFöstudaginn 10. júní milli 17:00 og 18:00

er „happy hour“ í SPORT-X

30 % afsláttur af öllum vörumLáttu ekki gott tækifæri til að kaupa góða vöru

á góðu verði fram hjá þér fara!

Húsgagnaval

Úrval af fallegum gjöfumfyrir ferminguna, útskriftina

eða önnur tækifæri.Sjón er sögu ríkari

Opið 13 - 18 virka daga • 13 - 15 laugardaga

Er að nudda í Sporthöllinni í sumar Hlakka til að sjá sem flesta

Sóley Ágústa Ómarsdóttir Heilsunuddari Tímapantanir í síma 846-0557

DúnDur tilboðÖll barnaföt á 40% afslætti

til 17. júní

Verslun Dóru

Page 5: Eystrahorn 23. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 9. júní 2011

HAPPY HOURFöstudaginn 10. júní milli 17:00 og 18:00

er „happy hour“ í SPORT-X

30 % afsláttur af öllum vörumLáttu ekki gott tækifæri til að kaupa góða vöru

á góðu verði fram hjá þér fara!

Á vorönninni komu nokkrir aðilar að rekstri tilraunaverkefnis um Smiðju fyrir unga atvinnu-leitendur á aldrinum 16 – 29 ára. Þessir aðilar voru Afl Starfsgreinafélag, Vinnumálastofnun, Sveitarfélagið Hornafjörður, Þekkingarnetið og Rauði krossinn. Verkefnisstjórar voru Ágúst Elvarsson og Steinunn Ósk Jónsdóttir. Þátttaka í Smiðjunni var u.þ.b. 15 manns á tímabilinu frá 1. febrúar og fram í miðjan maí. Unga fólkið hittist í húsi Afls fimm daga vikunnar til að spjalla og efla hópinn auk þess

sem það fékk fjölbreytta fræðslu með það að markmiði að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði. Fræðslan fjallaði m.a. um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, öryggi á vinnustöðum, samskipti, einelti og liðsheild. Þau tóku fullt skyndihjálparnámskeið, lærðu að tjá sig á fundum, lærðu á mismunandi tölvuforrit, unnu ferilskrá auk þess sem ungt fólk á vinnumarkaði kom og kynnti fjölbreytt nám og störf. Þegar Smiðjunni lauk höfðu nánast allir þátttakendurnir fengið starf í sumar.

Smiðja fyrir ungt fólk

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson hefur verið ráðinn sem umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Nú á vordögum tók Rúnar við af Hákoni Valdimarssyni sem byggingarfulltrúi sveitafélagsins en Rúnar mun einnig hafa umsjón með umhverfis- og skipulagsmálum. Rúnar er fæddur og uppalinn á Djúpavogi og er mörgum Hornfirðingum kunnugur þar sem hann hefur stundað sjómennsku á bátum frá Hornafirði og er giftur Ragnheiði Hrafnkelsdóttur sem er Hornfirðingur í húð og hár. Ragnheiður er markaðsfræðingur og klæðskeri að mennt og hefur meðal annars séð um hönnun og gerð búninga fyrir Legoland. Rúnar og Ragnheiður eiga þrjá stráka, Sævar Rafn sjö ára, Sigurð tveggja ára og Þór fæddan í janúar 2011. Síðustu árin hafa þau Rúnar og Ragnheiður verið búsett í Danmörku þar sem þau stunduðu nám við viðskipta- og tækniháskólann VIA. Þaðan útskrifaðist Rúnar sem byggingarfræðingur og hefur lokið löggildingu í mannvirkjahönnum hér á landi. Áður en þau hjónin fluttu til Danmerkur voru þau búsett í Reykjavík. Þar starfaði Rúnar sem húsasmiður, lengst af hjá ÍAV og Ragnheiður rak klæðskeraverkstæði. Að sögn Rúnars eru þau hjónin mjög ánægð með að vera komin til Hornafjarðar enda búið að vera jákvæð uppbygging í sveitafélaginu síðustu ár og margt spennandi framundan. Við bjóðum Rúnar velkominn til starfa um leið og við þökkum Hákoni Valdimarssyni vel unnin störf.

Nýr starfsmaður

Kennsla í FASKennara vantar í eðlisfræði, efnafræði, líffræði og stærðfræði næsta vetur.

Alls um 2,5 stöðugildi.

Upplýsingar og umsóknir á [email protected] og í síma 860-2958.

Skólameistari

Fimmtudagar eru bíllausir dagar • Drögum úr orkunotkun

Page 6: Eystrahorn 23. tbl. 2011

6 EystrahornFimmtudagur 9. júní 2011

Neðangreindar upplýsingarnar eru um veiðarfæri, fjölda landana,heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.Hvanney SF 51 .................... dragnót ....3 ......53,2 ......ýsa 32,7Sigurður Ólafsson SF 44 .... humarv ....2 ........9,9 ......humar 1,8 (halar)Skinney SF 20 ..................... humarv ....2 ......24,3 ......humar 4,7Þórir SF 77 .......................... humarv ....2 ......48,2 ......humar 11,5Steinunn SF 10 .................... botnv ........1 ......79,2 ......blandaður afliBeta VE 36 .......................... lína ............1 ........1,9 ......blandaður afliDögg SU 118 ....................... lína ............2 ........9,3 ......þorskur 5,3Guðmundur Sig SU 650 ..... lína ............1 ........4,0 ......þorskur 3,2Ragnar SF 550 ..................... lína ............1 ........5,6 ......þorskur 4,6

Heimild: www.fiskistofa.is

Aflabrögð 30. maí - 5. júní

VERSLUNIN

FATNAÐUR Á GÓÐU VERÐIFRÁ VERSLUNINNI ISIS

ISIS verslun verður á Hársnyrtistofunni Flikk föstudaginn 10. júní frá kl. 17:00-21:00 laugardaginn 11. júní frá kl. 13:00-18:00

Flottur fatnaður á góðu verði

Verið velkomin

Bragi Bjarnar Karlsson heiðraðurHátíðarhöld sjómannadagsins fór vel fram að venju. Ein af hefðum dagsins er að heiðra sjómenn sem hafa átt langan og farsælan feril. Að þessu sinni var Bragi Bjarnar Karlsson heiðraður en við þekkjum hann best undir nafninu Baddi. Hann er fæddur á Eskifriði 9. apríl 1944 þar sem hann ólst upp fyrstu árin og síðar á Stöðvarfirði. Hann er elstur af fimm börnum Álfhildar Sigurbjörnsdóttur og Karls Guðna Kristjánssonar, en hin eru Helga, Sigurbjörg, Kristján Vífill og Karen Gígja.Það var snemma ljóst hvert stefndi hjá Badda því hann byrjaði á sjó fimmtán ára gamall eða 1959 á síldveiðum á Kambaröst SU með pabba sínum Kalla Kristjáns.Hann fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík veturna 1963 til 1965 og aflaði sér skipstjórnarréttinda. Baddi hefur komið víða við á sínum sjómannsferli . Lengst af var hann á Sigurði Ólafssyni með Ólafi Birni mági sínum eða í 30 ár frá 1979 til 2009 þegar hann sagði skilið við sjómennskuna eftir 50 góð ár til sjós.Baddi stundar nú golf af kappi og er einn af virkustu meðlimum klúbbsins í félagsstarfinu. Sömuleiðis er hann fótboltaáhugamaður og forfallinn Manchester United aðdáandi. Eystrahorn óskar Braga Bjarnari til hamingju með þessa viðurkenningu og heiður.

VERSLUNIN

FATNAÐUR Á GÓÐU VERÐIFRÁ VERSLUNINNI ISIS

Before leaving, I want to say thank you. Thank you, for the hospitality of all the population of Hofn. I want specially to thank you, all the fishermen and their family for the time they gave to me. I want to say thank you to the captain and the crew of Sigurdur Olafsson and Skinney for welcome me on board for fishing. I want to say thank you for Nyheimar for listening me.At least, a big thanks for Siggi Olafsson for his welcome, his

hospitality, his kindness, I can t forget that. I will have thoughts about everyone. Tak, and see you very soon in Hofn.

Best regards Fred BEVEZIERS

This is the end of my trip in Hofn

Skipverjar á Sigurði Ólafssyni SF 44 Gísli Karl Ágústsson, Hannes Ingi Jónsson, Sigurður Ólafsson og Hallur Sigurðsson. Mynd: Fred Beveziers

Á sjónum með þann gula í fanginu.

Page 7: Eystrahorn 23. tbl. 2011

Ríki Vatnajökuls í samstarfi við Canon og Martölvuna á Höfn blæs til ljósmyndasamkeppni á Suðausturlandi. Ríki Vatnajökuls er sannkölluð paradís ljósmyndara með sína stórbrotnu náttúrufegurð og fjölbreytt mannlíf. Leitað er eftir líflegum og fallegum myndum af náttúru, mannlífi eða dýralífi á svæði Ríkis Vatnajökuls sem nær frá Lómagnúpi í vestri að Hvalnesi í austri. Ríki Vatnajökuls er ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar að mati dómnefndar og aukaverðlaun fyrir þá mynd sem fær flest atkvæði í kosningu á Facebook síðunni Ríki Vatnajökuls / The Vatnajokull Region. Innsendar myndir eru eign höfunda, en Ríki Vatnajökuls ehf. kt. 420707-2580 áskilur sér rétt til að nota innsendar myndir án endurgjalds í kynningarefni og verður höfundar ávallt getið.

Myndum er hægt að skila inn í tölvupósti á netfangið [email protected] til kl 12.00 sunnudaginn 31. júlí 2011. Myndum skal fylgja nafn og símanúmer ljósmyndara, hvar og hvenær þær eru teknar. Heimilt er að senda fleiri en eina mynd í keppnina. Aðeins er heimilt að senda inn myndir sem teknar eru af sendanda. Ljósmynd fellur sjálfkrafa úr keppni ef augljóslega er um tölvuunna mynd að ræða. Heimilt er þó að vinna mynd ef breytingar lúta að lita- og birtustillingum. Áskilinn er réttur til að hafna hvaða mynd sem er og einnig að breyta texta/heiti myndar. Aðeins skal senda inn myndir á jpg-sniði og æskilegt er að myndirnar séu að lágmarki 5mpx (2500x1900) að stærð.

Myndaðu Ríki Vatnajökulsí samstarfi við Canon og Martölvuna á Höfn

Verðlaun fyrir bestu myndina eru Canon EOS 1000D myndavél með 18-55 mm linsu, sigling fyrir tvo á Jökulsárlóni og gisting fyrir tvo á hótel Smyrlabjörgum.

Í 2. verðlaun er flugferð fyrir tvo fram og til baka milli Reykjavíkur og Hafnar með flugfélaginu Erni, ferð fyrir tvo í jeppa- eða vélsleðaferð frá afleggjara F985 með Jöklajeppum og humarmáltíð fyrir tvo á veitingastaðnum Humarhöfnin.

Í 3. verðlaun er kvöldverður fyrir tvo í Árnanesi, ljósmyndabókin Jökulsárlón – Árið um kring eftir Þorvarð Árnason og gisting fyrir tvo á tjaldsvæðinu á Svínafelli í Öræfum.

Aukaverðlaun fyrir vinsælustu myndina samkvæmt Facebook kosningu er ferð fyrir tvo á Hvannadalshnjúk eða jöklaganga með Glacier guides og þriggja rétta kvöldverður með mat úr héraði fyrir tvo á veitingastaðnum Ósinn á Hótel Höfn.

Verðlaun

Nánari upplýsingar um keppnina og verðlaun má finna á www.visitvatnajokull.is

og á Facebook síðunni Ríki Vatnajökuls / The Vatnajokull Region

Page 8: Eystrahorn 23. tbl. 2011

GIRNILEG KJÖTTILBOÐ!

mar

khon

nun.

is

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.isMjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes

Tilboðin gilda 9.-13. júní eða meðan birgðir endast

LAMBALÆRISSNEIÐAR BBQ

LAMBALÆRI GRILL

BÖKUNARKARTÖFLUR

50%afsláttur

20%afsláttur

25%afsláttur

198kr/pk.

áður 309 kr/pk.

1.198kr/kg

áður 1.498 kr/kg

999kr/pk.

áður 1.298 kr/pk.

1.599kr/kg

áður 1.989 kr/kg

93kr/kg

áður 185 kr/kg

1.199kr/kg

áður 1.598 kr/kg

KJÚKLINGA-GRILLPYLSUR220 G

LAMBA-SIRLOINSNEIÐARFERSKAR

HAMBORGARARGRILL 10 X 90 GFRYSTIVARA

NAUTAPIPARSTEIKFERSK

2.129kr/kg

áður 3.549 kr/kg

40%afsláttur

1.698kr/kg

áður 1.998 kr/kg

LAMBAPOTTRÉTTUR FERSKUR

34%afsláttur

36%afsláttur

20%afsláttur

989kr/kg

áður 1.498 kr/kg

NAUTAHAKK FERSKT 12 %

LAMBAFILE FERSKT M/FITU

2.998kr/kg

áður 3.498 kr/kg

Birt

með

fyrir

vara

um pr

entv

illur

og m

ynda

víxl.

HVÍTASUNNUDAGUR: LOKAÐ ANNAR Í HVÍTASUNNU: OPIÐ FRÁ 13-18

Kræsingar & kostakjör