Eystrahorn 3. tbl. 2014

6
Fimmtudagur 23. janúar 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 3. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar Grunnskólinn Hofgarði hlaut fyrstu verðlaun í verkefni á vegum Landsbyggðavina og sagði Pálína Þorsteinsdóttir skólastjóri þetta eftir verðlaunaafhendinguna. „Á haustmisseri hefur eldri hópur skólans unnið að verkefni á vegum Landsbyggðavina, en þetta félag býður upp á að í nokkrum skólum landsins sé ár hvert unnin hugmyndavinna og verkefni sem mættu verða til styrktar heimabyggð þeirra skóla sem valdir eru hvert sinn. Í haust bauðst okkur að taka þátt í þessu verkefni í annað sinn, en síðast vorum við þátttakendur skólaárið 2007-2008 og einnig þá unnu nemendur okkar til verðlauna. Í ár var þemað Sköpunargleði – Heimabyggðin mín, nýsköpun heilbrigði og forvarnir. Markmið verkefnisins er að efla sjálfstæði nemenda, samvinnu og árangursrík vinnubrögð með áherslu á vellíðan nemenda og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum. Vinnan fólst í því að ræða um kosti byggðarlagsins og koma jafnframt með hugmyndir að því sem betur mætti fara eða stofna til nýjunga sem væru sveitinni til framdráttar. Hver nemandi átti síðan vinna einstaklingsverkefni þar sem hann gerði grein fyrir sínum framfarahugmyndum. Það voru 4 nemendur í okkar skóla sem sendu inn ritgerðir sínar og þeir geta verið stoltir af því að dómnefnd Landsbyggðarvina mat ritgerðarvinnu okkar hóps til 1. verðlauna. Verðlaunaafhending fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 18. janúar. Voru þar margir viðstaddir, aðstandendur verðlaunahafa, skólastjórar og umsjónarmenn verkefnisins í hverjum skóla ásamt málsmetandi fólki úr byggðarlögunum. T.d. sýndi bæjarstjórinn okkar skólanum þann heiður að mæta. Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson var viðstaddur og afhenti verðlaunin sem voru bókarverðlaun ásamt viðurkenningarspjöldum. Aðrir verðlaunahafar voru frá Grunnskólanum í Hrísey, Grunnskólanum á Hólmavík og Víðstaðaskóla í Hafnarfirði. Seinni hluti verkefnisins gengur út á það að hver skóli útfærir betur eina hugmynd sem nemendur sameinast um. Sá hluti verkefnisins verður metinn á vordögum.“ Til hamingju Öræfingar F.v. Pálína Þorsteinsdóttir skólastjóri, Gissur Gunnarsson, Stefán Freyr Jónsson, Styrmir Einarsson og Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri. Á myndina vantar Ísak Einarsson sem var erlendis. María Birkisdóttir gerði góða ferð á Íslandsmót ungmenna 15 – 22 ára um daginn. Hún atti kappi m.a. við Evrópu- og heimsmeistarann Anitu Hinriksdóttur í 800 m. hlaupinu og varð í öðru sæti. María sigraði svo örugglega í 1500 m. hlaupinu. Á sama móti var Áróra Dröfn Ívarsdóttir í 3. sæti í 60 m. hlaupi. María Íslandsmeistari María og Aníta hvíla sig eftir hlaupið

description

 

Transcript of Eystrahorn 3. tbl. 2014

Page 1: Eystrahorn 3. tbl. 2014

Fimmtudagur 23. janúar 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn3. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar

Grunnskólinn Hofgarði hlaut fyrstu verðlaun í verkefni á vegum Landsbyggðavina og sagði Pálína Þorsteinsdóttir skólastjóri þetta eftir verðlaunaafhendinguna. „Á haustmisseri hefur eldri hópur skólans unnið að verkefni á vegum Landsbyggðavina, en þetta félag býður upp á að í nokkrum skólum landsins sé ár hvert unnin hugmyndavinna og verkefni sem mættu verða til styrktar heimabyggð þeirra skóla sem valdir eru hvert sinn. Í haust bauðst okkur að taka þátt í þessu verkefni í annað sinn, en síðast vorum við þátttakendur skólaárið 2007-2008 og einnig þá unnu nemendur okkar til verðlauna. Í ár var þemað Sköpunargleði – Heimabyggðin mín, nýsköpun heilbrigði og forvarnir. Markmið verkefnisins er að efla sjálfstæði nemenda, samvinnu og árangursrík vinnubrögð með áherslu á vellíðan nemenda og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum. Vinnan fólst í því að ræða um kosti byggðarlagsins og koma jafnframt með hugmyndir að því sem betur mætti fara eða stofna til nýjunga sem væru sveitinni til framdráttar. Hver nemandi átti síðan að vinna einstaklingsverkefni þar sem hann gerði grein fyrir sínum framfarahugmyndum. Það voru 4 nemendur í okkar skóla sem sendu inn ritgerðir sínar og þeir geta verið stoltir af því að dómnefnd Landsbyggðarvina mat ritgerðarvinnu okkar hóps til 1. verðlauna. Verðlaunaafhending fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 18. janúar. Voru þar margir viðstaddir, aðstandendur verðlaunahafa, skólastjórar og umsjónarmenn verkefnisins í hverjum skóla ásamt málsmetandi fólki úr byggðarlögunum.

T.d. sýndi bæjarstjórinn okkar skólanum þann heiður að mæta. Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson var viðstaddur og afhenti verðlaunin sem voru bókarverðlaun ásamt viðurkenningarspjöldum. Aðrir verðlaunahafar voru frá Grunnskólanum

í Hrísey, Grunnskólanum á Hólmavík og Víðstaðaskóla í Hafnarfirði. Seinni hluti verkefnisins gengur út á það að hver skóli útfærir betur eina hugmynd sem nemendur sameinast um. Sá hluti verkefnisins verður metinn á vordögum.“

Til hamingju Öræfingar

F.v. Pálína Þorsteinsdóttir skólastjóri, Gissur Gunnarsson, Stefán Freyr Jónsson, Styrmir Einarsson og Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri. Á myndina vantar Ísak Einarsson sem var erlendis.

María Birkisdóttir gerði góða ferð á Íslandsmót ungmenna 15 – 22 ára um daginn. Hún atti kappi m.a. við Evrópu- og heimsmeistarann Anitu Hinriksdóttur í 800 m. hlaupinu og varð í öðru sæti. María sigraði svo örugglega í 1500 m. hlaupinu. Á sama móti var Áróra Dröfn Ívarsdóttir í 3. sæti í 60 m. hlaupi.

María ÍslandsmeistariMaría og Aníta hvíla sig eftir hlaupið

Page 2: Eystrahorn 3. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 23. janúar 2014

Kaþólska kirkjanLaugardagur 25. janúar Vinsamlega hafið samband við prest varðandi húsblessanir (koleda)

Sunnudagur 26. janúar Skírnar Drottins stórhátíð Börnin hittast kl. 11:00 Messa byrjar kl. 12:00

Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar

Allir hjartanlega velkomir

Bíll til sölu Pikkup KING CAP.

Árg. 1990. Ekinn 148.000 km.

Selst ódýrt.Upplýsingar

í síma 894-9272.

Nú eru að hefjast framkvæmdir á fyrstu hæð í Ekrunni þar sem félagsstarf eldri íbúa og dagdvöl aldraðra er með starfsemi. Framkvæmdir felast í því að setja loftræstingu í rýmið en fram að þessu hefur ekki verið loftræsting í húsnæðinu. Einnig verður aðstaða fyrir dagdvöl aldraðra bætt, það verður útbúið sérstakt hvíldarherbergi, lýsingin verður bætt og fleira. Framkvæmdirnar fela í sér töluvert rask fyrir íbúa Ekrunnar sem og fyrir þá sem hafa nýtt sér þá þjónustu og aðstöðu í húsnæðinu því engin starfsemi mun rúmast þar á meðan á framkvæmdum stendur. Dagdvöl aldraðra hefur fengið leigt húsnæði í Slysavarnarhúsinu og þar verður einnig hægt að fá heitan mat í hádeginu líkt og verið hefur í Ekrunni. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í lok mars og mun þá starfsemin færast í eðlilegt horf á ný. Við biðlum til íbúa og þjónustuþega að sýna framkvæmdum skilning og vonum að ónæði sem skapast verði í lágmarki.

Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSSA

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur: ... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonForsíðumynd: .... Runólfur HaukssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Endurbætur í Ekrunni

Nú í vetur hefur verið nóg að gera hjá ungu knattspyrnufólki. Í nóvember skrifuðu 3. flokkarnir hjá okkur undir afrekssamninga. Afrekshópurinn kemur til með að læra á það hvernig afreksmenn og konur hugsa um sig og hvað þarf að gera til að ná árangri, einnig koma krakkarnir til með að æfa aukalega og eru byrjaðir að æfa einu sinni í viku aukalega á morgnana. Knattspyrnudeildin bindur miklar vonir við þetta verkefni og eru nú þegar hugmyndir um að kynna þetta hjá örðum deildum Sindra. Það hefur vakið nokkra athygli hversu margir leikmenn frá Sindra hafa verið að mæta á landsliðsæfingar KSÍ í vetur. María Selma Haseta hefur náð að festa sig inni í u-19 kvenna og fer reglulega á landsliðsæfingar. Hún hefur verið að spila vinstri bakvörð þar og staðið sig gríðarlega vel. Mirza Hasecic hefur farið æfingar hjá u-19 karla. Ívar Valgeirsson hefur verið að æfa reglulega með u-17 karla í vetur. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Sigrún Salka Hermannsdóttir hafa allar verið að mæta hjá u-17 kvenna. Ólöf María Arnarsdóttir mætti svo á u-15 kvenna æfingu í nóvember og stóð sig vel þar.

Unga fólkið á landsliðsæfingar

Í tilefni af 90 ára afmæli mínu sunnudaginn 26. janúar nk. býð ég ættingjum, vinum og samferðafólki í afmælisveislu kl. 14:00 - 17:00 á Hótel Höfn.Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar, en mér þætti vænt um að sjá sem flesta gleðjast með mér og fjölskyldu minni á þessum tímamótum

Guðmundur Jónsson og fjölskylda

Í tilefni bóndadagsins fáið þið skemmileg kortaveski, frá veski.is, á 9.900.kr hjá okkur.

Sömuleiðis mikið úrval af fallegum gjafavörum.

Úrval af góðum rúmum og dýnum í öllum stærðum

og gerðum.

Húsgagnaval

Page 3: Eystrahorn 3. tbl. 2014

3Eystrahorn Fimmtudagur 23. janúar 2014

Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk D-listansMunið súpufundinn á laugardögum kl. 11:30 í Sjálfstæðishúsinu

Stjórnir sjálfstæðisfélaganna

Þorrablót Hafnarbúa 2014

Laugardaginn 25. janúar

Hér á myndin af rostungnum að vera

Verður þessi á blóti?

Húsið opnað 19:30 og borðhald hefst 20:30 Miðasala í íþróttahúsinu fimmtudaginn 23. janúar

kl. 17:00 – 19:00

Miðaverð 6.500 (ekki tekið við kortum)

Selt á ball frá miðnætti verð 2500 (ekki kort) Ath. miðar verða ekki seldir á KSÍ tíma

Hljómsveitin Djammbandið sambandið og Elvar Bragi

18 ára aldurstakmark

Starfsfólk óskast í sumarstörf hjá HSSA

Legudeildir: Umönnun og ræsting, vaktavinna. Upplýsingar gefur Valgerður Hanna Úlfarsdóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði HSSA í síma 470 8630 eða netfang [email protected] Heilsugæsla: Umönnun í heimahjúkrun, ritari og ræsting á heilsugæslu. Einnig starfsmann í dagdvöl aldraðra í Ekru. Upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri á heilsugæslusviði HSSA í síma 470 8600 eða netfang [email protected]ús: starfsmaður í eldhús, vaktavinna. Upplýsingar gefur Kristján S. Guðnason í síma 470 8640 og netfang [email protected]ðstoðarmaður húsvarðar: Fjölbreytt starf við umhirðu lóðar, almennt viðhald og ýmislegt fleira. Bílpróf nauðsynlegt. Upplýsingar gefur Andrés Júlíusson húsvörður í síma: 861 8452 eða netfang: [email protected]óknareyðublað má finna á heimasíðu heilbrigðisstofnunarinnar, www.hssa.is og í afgreiðslu heilsugæslunnar.Laun samkvæmt kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar n.k.

Aðalskipulag 2012 - 2030

Nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins er í kynningarferli og líkur því ferli 10. febrúar nk..

Allir sem hafa áhuga á að kynna sér skipulagsuppdrátt og greinargerð eru hvattir til að kynna sér málið.

Gögn eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og í anddyri ráðhúss.

Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri

ÞORRABLÓT ELDRI BORGARAVegna lítillar þátttöku á þorrablót eldri

borgara á Hornafirði verður blótið ekki haldið að þessu sinni.

Stjórn Félags eldri Hornfirðinga

Ágætu Tíbrárkonur Nú er komið að fyrsta hittingi ársins. Gönguferð og kaffispjall á Kaffi Horninu fimmtudaginn 23.janúar. Sjáumst hressar og kátar kl 19:30 hjá Olís og minnum á að það eru allar konur velkomnar.

Kvenfélagið Tíbrá

Langar þig í pizzu?Þá er síminn hjá okkur 478-2200

Page 4: Eystrahorn 3. tbl. 2014

4 EystrahornFimmtudagur 23. janúar 2014

Við fengum góða heimsókn hingað til okkar dagana 11.-12. desember s.l. þegar stór hópur sjónvarps- og blaðamanna mættu frá Bandaríkjunum til að kynna sér tökustaði stórmyndarinnar „The Secret Life of Walter Mitty“ hér í ríki Vatnajökuls. Ferðin sem tókst í alla staði mjög vel var samstarfsverkefni 20th Century Fox sem framleiddi myndina, True North, Íslandsstofu og Ríkis Vatnajökuls ehf. Óhætt er að segja að hópurinn hafi heillast af Ríki Vatnajökuls og fengum við ófá þakkarbréf frá þeim að heimsókn lokinni. Hluti þeirra var meira að segja farinn að leggja á ráðin um tvöfaldan ríkisborgararétt svo þau gætu komið aftur og verið eins lengi og þau vildu ☺. Afrakstur heimsóknarinnar er heldur betur farinn að skila sér í góðri kynningu á svæðinu okkar á erlendri grundu, en umfjöllunin hefur bæði verið á prenti, ljósvaka-, og samfélagsmiðlum. Ég hef tekið saman það efni sem komið hefur út og deili því hér með ykkur, enda er farið mjög jákvæðum orðum um landsvæðið okkar og heimamenn. Við fengum sérstaklega góða kynningu í ferðaþættinum „Tara´s REEL Travels“, þar sem Tara Hitchcock sem er kunn sjónvarpskona vestanhafs gerir Ríki Vatnajökuls og heimsókn sinni þangað góð skil. Hægt er að sjá þáttinn með að smella á þennan link og hvet ég ykkur til að horfa: http://www.kpho.com/video?autoStart=true&topVideoCatNo=default&clipId=9689755

Einnig er hægt að skoða myndir úr ferðinni á facebook síðu hennar: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.449999015099684.1073741838.129334420499480&type=3

Annar góður gestur var blaðakonan Jeryl Brunner frá Parade Magazine, en hún hvetur lesendur sína til að heimsækja kvikmyndalandið Ísland og mælir þá sérstaklega með heimsókn til Hafnar: http://www.parade.com/244567/jerylbrunner/10-film-locations-to-visit-harry-potter-lord-of-the-rings-and-more/#the-secret-life-of-walter-mitty-ftr

Aðrar umfjallanir sem birst hafa eru frétt um heimsóknina á vef Íslandsstofu og grein ferðasíðu FOX NEWS þar sem mælt er með heimsókn á tökustaði Walter Mitty á Íslandi. Er hægt að kíkja á þetta hér: http://www.islandsstofa.is/frettir/the-secret-life-of-walter-mitty-felur-i-ser-ometanlega-landkynningu/396

http://www.foxnews.com/travel/2014/01/16/experience-iceland-walter-mitty-style/

Að lokum er gaman að segja frá því að kynningarfulltrúi 20th Century FOX, hún Jennifer Graham, kíkti í Kartöfluhúsið og heillaðist af vörunum hjá þeim stöllum. Skrifaði hún um fyrirtækin Millibör og Arfleifð á tískublogginu sínu „Jenny by Design“ og einnig er von á frekari umfjöllun þar úr ferðinni á næstu dögum. Fylgist með því hér: http://www.jennybydesign.com/

Ljóst er að fjölmiðlaferðir sem þessar skila svæðinu okkar mikilli og góðri kynningu á erlendri grundu og vinnum við í Ríki Vatnajökuls í samstarfi við Íslandsstofu nú að því að fá fleiri slíka hópa á okkar svæði. Eflaust verða gestirnir okkar ekki sviknir af þeirri upplifun sem Ríki Vatnajökuls hefur upp á að bjóða!

Árdís Erna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls ehf.

Fréttir frá Ríki Vatnajökuls

Á fundi sjálfstæðisfélaganna sl. laugardaginn voru framboðsmál rædd og hvernig standa skuli að stafseminni á næstunni. Ákveðið var að hafa opið hús í Sjálfstæðishúsinu næstu laugardag til að fara yfir bæjarmálefnin og undirbúa sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Að undanförnu hefur verið kannað

viðhorf einstaklinga sem voru á framboðslistanum síðast og ýmissa trúnaðarmann gagnvart áframhaldandi þátttöku á listanum í vor. Áfram verður unnið að þessum málum og er áhugafólk sem vill styðja framboðið hvatt til að hafa samband við stjórnarmenn hvort sem það hefur áhuga á beinni þátttöku eða vill koma með ábendingar um hugsanlega frambjóðendur. Ákvörðun um með hvaða hætti verður raðað á listann verður tekinn á almennum félagsfundi þegar fyrir liggur hvort áhugi á þátttöku í prófkjöri er fyrir hendi eða aðrar leið eru taldar heppilegri. Eins og áður sagði verða umræðufundir á hverjum laugardegi í Sjálfstæðishúsinu kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu á hverjum fundi. Hvetjum við sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk framboðsins að mæta og taka þátt í starfseminni og þeim vandasömu verkefnum sem eru framundan. Þetta er kjörinn vettvangur til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif.

Stjórnir Sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu

Um nokkurra mánaða skeið hefur nefnd verið að störfum fyrir undirbúning næstu bæjarstjórnarkosninga. Á félagsfundi Framsóknarmanna í Austur-Skaftafellssýslu í janúar var ákveðið að hafa sama fyrirkomulag á vali á lista og fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Send hefur verið út skoðanakönnun til félagsmanna þar sem þeir eru beðnir um að tilgreina sex manns, sem þeir treysta öðrum fremur til að leiða lista

Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra til setu í næstu bæjarstjórn. Skoðanakönnunin er óbundin og í framhaldi af því verður raðað á lista flokksins. Undanfarin átta ár hafa Framsóknarmenn verið við stjórnvölinn í sveitarfélaginu. Mikil ábyrgð fylgir því að sitja í bæjarstjórn og ekki síst þegar um hreinan meirihluta er um að ræða, eins og Framsóknarmenn hafa haft á þessu kjörtímabili. Framsóknarmenn eru stoltir af stöðu bæjarfélagsins og því sem áunnist hefur á kjörtímabilinu. Mörg bæjarfélög horfa til stöðu okkar hér öfundaraugum. Framtíð bæjarfélagsins er björt, ef áfram verður haldið á sömu braut og mörkuð hefur verið á síðustu árum. Framsóknarmenn eru tilbúnir til að leggja stöðu sveitarfélagsins og verk núverandi bæjarstjórnar í dóm kjósenda.

Stjórn Framsóknarfélags Austur-Skaftafellssýslu

Ánægður hópur í lok eftirminnilegrar heimsóknar í ríki Vatnajökuls. Mynd: Daði Guðjónsson.

Fréttatilkynning:

Sjálfstæðisfólk hittist reglulega í Sjálfstæðishúsinu

Fréttatilkynning:

Framsóknarmenn gera skoðunarkönnun

Page 5: Eystrahorn 3. tbl. 2014

Olíuverzlun Íslands hf.

Við óskum eftir starfsmanni á þjónustustöð Olís á Höfn.

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Um starfið og hæfni

• Starfið er 100% starf vaktstjóra• Starfið felur í sér uppgjör, stjórnun vakta,

móttöku á vörum, skipulagningu þrifa, þjónustu við viðskiptavini o.fl.

• Unnið er á tvískiptum vöktum• Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri

Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.

PIPA

R\TB

WA

· S

ÍA ·

140

115

Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð og séu reyklausir.

Nánari upplýsingar um starfið fást hjá verslunarstjóra Olís á Höfn.

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda í tölvupósti á netfangið [email protected], fyrir 2. febrúar nk.

Einnig er hægt að sækja um á www.olis.is.

100% starf á Höfn

Þorrablót  Nesja-­‐  og  Lónmanna  verður  haldið  í  Mánagarði  laugardaginn  1.  febrúar  2014  

 Húsið  opnar  kl.  19:30  og  borðhald  hefst  stundvíslega  kl.  20:30  

Hljómsveitin  Góðgæti  og  glæsimenni  leikur  fyrir  dansi.    

Miðaverð  6.200  kr      

Miðapantanir  hjá  Bogga  í  síma  860  7810  eða  Gunnu  í  síma  899  7917.    Miðasala  verður  í  Mánagarði  fimmtudag  og  föstudag  frá  kl.  18:00-­‐20:00    

 

Aldurstakmark  18  ár.  Athugið  að  ekki  verður  selt  sér  inn  á  dansleikinn.  

 Verið  velkomin  

Þorrablótsnefnd  Nesja-­‐  og  Lónmanna  2014                                                      

Page 6: Eystrahorn 3. tbl. 2014

föstudaginn 24. janúar kl 13-18. Kristjana Hafdal förðunarfræðingur

verður á staðnum og veitir góð ráð fyrir vetrarlínunar

frá l‘oréal, maybelline og oroblu.

20% afsláttur meðan á kynningu stendur.

glæsilegur KaupauKi frá l‘oréal sem samanstendur af farða- og púðurbursta,

ef verslað er fyrir 5.000 Kr. eða meira.

Þorrablótsstemning í lyfju HÖfn í Hornafirði