Eystrahorn 17. tbl. 2015

10
Fimmtudagur 30. apríl 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 17. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Þann 3. júlí 1935 tók Helgi Arason (frá Fagurhólsmýri) vinstri myndina, framan við Breiðamerkurjökul, með sjónarhorn á Breiðamerkurfjall. Á þeim tíma var fjallið enn umlukið af Breiðamerkurjökli og Fjallsjökli. Nýverið leitaði Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands uppi hvar myndin var tekin og tók aðra frá sama stað. Þá voru næstum full 80 ár liðin frá því að Helgi tók myndina. Ótrúlegar landbreytingar endurspeglast í þessum myndum. Árið 1935 hafði jökullinn hörfað 680 m á þennan stað frá því að hann var í hámarksstærð ~1880-1890. Frá 1935 hefur jökullinn hopað 3400 m og því samtals rúma 4 km þarna. Myndirnar sýna ekki aðeins jökulrýrnunina, landið framan við hefur líka breyst. Frostupplyfting hefur lyft grettistökum svo sum eru meira áberandi og ís þiðnað úr aurnum. Jöklabreytingar Sigurður og Ari Björnssynir frá Kvískerjum nærri jaðri Breiðamerkurjökuls með Breiðamerkurfjall að baki, 3. júlí 1935. Ljósmynd Helgi Arason. Sigríður Björgvinsdóttir á sama stað , nær 80 árum síðar eða 18. apríl 2015. Ljósmynd Snævarr Guðmundsson. Útibú sem áður heyrðu undir Sparisjóð Vestmannaeyja á Höfn og Selfossi sameinuð útibúum Landsbankans Áfram verða reknar afgreiðslur á Breiðdalsvík og Djúpavogi Landsbankinn endurnýjar útibú sitt í Vestmannaeyjum síðar á árinu Útibú Landsbankans og þau sem áður heyrðu undir Sparisjóð Vestmannaeyja á Höfn og Selfossi verða sameinuð frá og með mánudeginum 27. apríl. Útibúin verða til að byrja með rekin í húsnæði Landsbankans á þessum stöðum, en að loknum lagfæringum á Höfn mun bankinn flytja starfsemi sína í húsnæði sparisjóðsins. Húsnæði Landsbankans á Höfn verður þá selt. Þá hefur verið ákveðið að reka áfram afgreiðslur á Breiðdalsvík og á Djúpavogi og hefur sveitastjórnum þessara staða verið tilkynnt um það. Við sameiningu útibúa á Selfossi og Höfn láta 6 starfsmenn af störfum, en tveir þeirra óskuðu ekki eftir áframhaldandi starfi í sameinuðu útibúi. Þá flyst einn starfsmaður á höfuðborgarsvæðið að eigin ósk og fær starf hjá bankanum þar. Fækkun starfsmanna á Höfn og Selfossi er óhjákvæmileg og endurspeglar þær miklu breytingar sem orðið hafa á bankaviðskiptum á síðustu árum, m.a. færri heimsóknir í bankaútibú og sívaxandi nýtingu á rafrænum lausnum s.s. netbönkum. Landsbankinn og starfsmenn hans munu leitast við tryggja sameining Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja valdi viðskiptavinum sem minnstri röskun. Strax á mánudag geta viðskiptavinir sjóðsins leitað með öll sín mál í sameinuð útibú á Höfn og Selfossi. Netbanki og greiðslukort viðskiptavina Sparisjóðs Vestmannaeyja munu áfram virka eins og þau hafa gert. Sameiningu mun svo ljúka að fullu síðar á árinu með opnun endurnýjaðs útibús Landsbankans í Vestamannaeyjum. Landsbankinn rekur eftir þessar breytingar 35 útibú og afgreiðslur um land allt. Landsbankinn sameinar starfsemi á Höfn og Selfossi

description

 

Transcript of Eystrahorn 17. tbl. 2015

Fimmtudagur 30. apríl 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn17. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Þann 3. júlí 1935 tók Helgi Arason (frá Fagurhólsmýri) vinstri myndina, framan við Breiðamerkurjökul, með sjónarhorn á Breiðamerkurfjall. Á þeim tíma var fjallið enn umlukið af Breiðamerkurjökli og Fjallsjökli. Nýverið leitaði Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands uppi hvar myndin var tekin og tók aðra frá sama stað. Þá voru næstum full 80 ár liðin frá því að Helgi tók myndina. Ótrúlegar landbreytingar endurspeglast í þessum myndum. Árið

1935 hafði jökullinn hörfað 680 m á þennan stað frá því að hann var í hámarksstærð ~1880-1890. Frá 1935 hefur jökullinn hopað 3400 m og því samtals rúma 4 km þarna. Myndirnar sýna ekki aðeins jökulrýrnunina, landið framan við hefur líka breyst. Frostupplyfting hefur lyft grettistökum svo sum eru meira áberandi og ís þiðnað úr aurnum.

Jöklabreytingar

Sigurður og Ari Björnssynir frá Kvískerjum nærri jaðri Breiðamerkurjökuls með Breiðamerkurfjall að baki, 3. júlí 1935. Ljósmynd Helgi Arason.

Sigríður Björgvinsdóttir á sama stað , nær 80 árum síðar eða 18. apríl 2015. Ljósmynd Snævarr Guðmundsson.

• ÚtibúsemáðurheyrðuundirSparisjóðVestmannaeyjaáHöfnogSelfossisameinuðútibúumLandsbankans

• ÁframverðareknarafgreiðsluráBreiðdalsvíkogDjúpavogi

• LandsbankinnendurnýjarútibúsittíVestmannaeyjumsíðaráárinu

Útibú Landsbankans og þau sem áður heyrðu undir Sparisjóð Vestmannaeyja á Höfn og Selfossi verða sameinuð frá og með mánudeginum 27. apríl. Útibúin verða til að byrja með rekin í húsnæði Landsbankans á þessum stöðum, en að loknum

lagfæringum á Höfn mun bankinn flytja starfsemi sína í húsnæði sparisjóðsins. Húsnæði Landsbankans á Höfn verður þá selt. Þá hefur verið ákveðið að reka áfram afgreiðslur á Breiðdalsvík og á Djúpavogi og hefur sveitastjórnum þessara staða verið tilkynnt um það. Við sameiningu útibúa á Selfossi og Höfn láta 6 starfsmenn af störfum,

en tveir þeirra óskuðu ekki eftir áframhaldandi starfi í sameinuðu útibúi. Þá flyst einn starfsmaður á höfuðborgarsvæðið að eigin ósk og fær starf hjá bankanum þar. Fækkun starfsmanna á Höfn og Selfossi er óhjákvæmileg og endurspeglar þær miklu breytingar sem orðið hafa á bankaviðskiptum á síðustu árum, m.a. færri heimsóknir

í bankaútibú og sívaxandi nýtingu á rafrænum lausnum s.s. netbönkum. Landsbankinn og starfsmenn hans munu leitast við að tryggja að sameining Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja valdi viðskiptavinum sem minnstri röskun. Strax á mánudag geta viðskiptavinir sjóðsins leitað með öll sín mál í sameinuð útibú á Höfn og Selfossi. Netbanki og greiðslukort viðskiptavina Sparisjóðs Vestmannaeyja munu áfram virka eins og þau hafa gert. Sameiningu mun svo ljúka að fullu síðar á árinu með opnun endurnýjaðs útibús Landsbankans í Vestamannaeyjum. Landsbankinn rekur eftir þessar breytingar 35 útibú og afgreiðslur um land allt.

Landsbankinn sameinar starfsemi á Höfn og Selfossi

2 EystrahornFimmtudagur 30. apríl 2015

Eystrahorn

Snorri Snorrasonlögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlariSími 580-7915

rauðaberg HornafirðiGóð og vel staðsett jörð með ágætu íbúðarhúsi og útihúsum.

VíkurbrautFullbúið 142,5 m² atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum á góðum stað. Húsið skiptist í 99,9 fm skrifstofur á efri hæð, 11,4 fm anddyri og 31,2 fm vörumóttöku á neðri hæð.Laust fljótlega.

HöfðaVegurRúmgóð 4raherb 100,3 m² íbúð á fyrstu hæð í fallegu og velviðhöldnu fjölbýli. Vagna- og reiðhjólageymsla sameiginleg. Laus í haust.

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

til söluNýtt á skrá

Langar þig að gera upp gamlan þjóðbúning?Langar þig að sauma upphlut eða peysuföt? Þjóðbúning á barn eða karlmannsþjóðbúning.

Við hjá Fræðslunetinu erum að skoða áhuga íbúa Hornafjarðar á að fá þetta frábæra námskeið næsta haust hingað á Höfn. Kennarinn heitir Guðrún Hildur Rosenkjær, kjólameistari og sagnfræðingur og á fyrirtækið Annríki sem sérhæfir sig í kennslu þjóðbúningasaum.

Fyrirhöfnin er þó nokkur og því mikilvægt að gera forkönnun.

Námskeiðið kostar í kringum 170 þúsund, fyrir utan efniskostnað og yrði 4 helgar og gera þarf ráð fyrir heimavinnu.

Nánari upplýsingar hjá Margréti Gauju í síma 470-8074 eða á netfangið [email protected]

Málþing um öldrun og heilbrigðiSveitarfélagið Hornafjörður og Heilbrigðisstofnun

Suðurlands á Hornafirði standa fyrir málþingi um öldrun og heilbrigði þann 6. maí 2015.

Fjallað verður um mismunandi hliðar öldrunar.

Málþingið verður haldið á Hótel Höfn, Hornafirði.

Dagskrá hefst kl. 11:00 og lýkur kl. 17:00• Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri setur þingið

• Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU

• Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði - Skipulag öldrunarmála í víðu samhengi

• Léttur hádegisverður

• Kristján Júlíusson, heilbrigðisráðherra

• Janus Guðlaugsson, doktor í íþrótta- og heilsufræði - Fjölþætt heilsurækt – leið að farsælli öldrun - Tíu ráðgátur varðandi stefnu í öldrunarmálum

• Jón Eyjólfur Jónsson, öldrunarlæknir - Öldrun og heilbrigði, sýn öldrunarlæknis

• Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri sviðs eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis - Faglegar kröfur og eftirlit með hjúkrunarheimilum

• Fulltrúi félags eldri Hornfirðinga, sjónarmið þeirra.

• Pallborðsumræður í lok þings.

Það er von mín að sem flestir sjái sér fært að koma. Skráning á netfangið [email protected]. Vek athygli á því að flugfélagið Ernir flýgur morgun og kvöldflug til Hafnar á miðvikudögum.

Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði

[email protected]

Beint frá býliGrísakjöt, lamb, bjúgu o. fl.

Opið á laugardag kl. 13:00 - 16:00.

Miðskersbændur

Nýtt á skrá

3Eystrahorn Fimmtudagur 30. apríl 2015

Í sl. viku var formlega stofnað hinseginfélag í FAS. Tilgangur félagsins er að stuðla að fræðslu um málefni samkynhneigðra og sporna við fáfræði og hatursáróðri. Atburðinn bar upp í þann mund sem hefjast átti ungmennaþing í húsinu. Því má segja að verið hafi húsfyllir sem fagnaði stofnunni með dynjandi lófataki. Mikil og jákvæð gerjun virðist vera í skólanum um þessar mundir en nýlega var einnig stofnað femínistafélag skólans, FemFAS. Svo virðist sem aðgerðasinnar og róttæklingar sem láta sig málin varða séu að ryðja sér til rúms í samfélagi nemenda, í þágu mannréttinda og fjölbreytts mannlífs.

Hinseginfélag í FAS

Atvinna í sumar Heimaþjónustudeild

Strákar/karlar og stúlkur / konur!Langar ykkur í fjölbreytta

og skemmtilega vinnu í sumar?Þar sem unnin eru fjölbreytt störf með frábæru fólki, með möguleika á allskonar skemmtilegum verkefnum eins og að fara í sund, göngu, að veiða, á kaffihús og margt fleira.

Heimaþjónustudeild hefur umsjón með málefni fatlaðra, félagslegri heimaþjónustu (heimilishjálp), frekari liðveislu, dagvist fatlaðra og vinnur í teymisvinnu með heimahjúkrun.

Okkur vantar fólk í eftirfarandi störf:• Í vaktavinnu ( dag, kvöld, helgar ) í frekari liðveislu.

Starfið felur í sér að aðstoða fatlað fólk við athafnir daglegs lífs. Starfshlutfall og vaktir eru eftir samkomulagi.

• Í liðveislu með fullorðnum og börnum.• Heimilishjálp hjá öldruðum og fötluðum.

Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og Afls starfsgreinasambands.

Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Maren Sveinbjörnsdóttir, forstöðumaður heimaþjónustudeildar í síma 4708000, 8644918 eða [email protected].

Gömludansaball í sindrabæ

Karlakórinn Jökull heldur dansleik í Sindrabæ

laugardagskvöldið 2. maí kl. 22:00

Skyndihjálp - endurlífgunarnámskeið Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp

grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í

bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.

Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu Rauða krossinum. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Nýheimar, 11. og 12. maí kl. 17-19. Verð: 9500.-

Leiðbeinandi: Elín Freyja Hauksdóttir læknir.

Skyndihjálp - grunnnámskeið Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og

endurlífgun og öðlast þekkingu og góða færni í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeið fyrir þá sem vilja gefa sér góðan

tíma í að læra skyndihjálp. Þátttakendur þurfa að kaupa bókina „Skyndihjálp og endurlífgun” ef þeir eiga hana ekki á kr. 3.450.-

Nýheimar, 16. maí kl. 9:00-18:00 Verð: 15.500.-

Leiðbeinandi: Elín Freyja Hauksdóttir læknir.

Minnum á kynningarfund um Uppbyggingarsjóð Suðurlands sem haldinn

verður í Nýheimum fimmtudaginn 30. apríl kl. 12:00.

Í dag kl. 12:00

4 EystrahornFimmtudagur 30. apríl 2015

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið [email protected]. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is.

Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna á vefnum sudurland.is.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknumSjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí nk.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál

sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.

SASS - SelfossAusturvegur 56

480 8200

SASS - HvolsvöllurOrmsvöllur 1

480 8200

SASS – VestmannaeyjarÞekkingarsetur VE

480 8200

SASS - HöfnNýheimar480 8200

Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Uppbyggingarsjóðurinn er hluti af Sóknar áætlun Suðurlands og er á ábyrgð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Pre

ntm

et S

uður

land

s

Afrekssamningar unga fólksinsUndirritun afreksamninga knattspyrnudeildar Sindra og iðkenda fædda 1999-2001 fer fram í Nýheimum fimmtudaginn 30. apríl kl 17:00.

Foreldra hvattir til að mæta með unglingunum sínum.

Léttar veitar í boði.

Stjórn Knattspyrnudeildar Sindra

Aðalfundur Félags eldri HornfirðingaAðalfundur Félags eldri Hornafirðinga var haldinn í Ekrunni sl. sunnudag. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ávarpaði góður gestur Matthildur Ásmundardóttir framkvæmdastjóri HSSA fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi hjúkrunarheimilið. Ræddi m.a. um að á heimilinu væru 24 herbergi og aðeins er einsetið í tveimur, í öðrum deila tveir herbergi. Sagði hún að mikill hugur væri að byggja við hjúkrunarheimilið og til að undirstrika það þá ætti að efna til málþings um heilbrigðis-og öldrunarmál á Hornafirði á Hótel Höfn miðvikudaginn 6. maí. Meðal gesta sem sækja málþingið er Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Í framhaldi af tölu Matthildar var borin upp ályktun frá stjórn Félags eldri Hornfirðinga sem fundarmenn samþykktu einróma en hún hljóðar svo:Aðalfundurinn skorar á Bæjarstjórn Hornafjarðar og hæstvirtan heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, yfirmann heilbrigðismála á Íslandi, að beita sér fyrir því að sem allra fyrst verði hafist handa við hönnun og framkvæmdir viðbyggingar við núverandi hjúkrunarheimili við Víkurbraut á Höfn Hornafirði. Í dag þurfa vistmenn, nær undantekningarlaust, að deila þröngum herbergjum með öðrum. Er þetta algjörlega úr takti við það sem krafist er í dag varðandi

mannsæmandi aðbúnað og um leið veruleg skerðing á mannréttindum sem taka til persónufrelsis, friðhelgi einkalífs og verndun fjölskyldulífs. Auk þess að byggja við þarf að endurhanna og laga að kröfum dagsins í dag þá byggingu sem nú hýsir hjúkrunarheimilið við Víkurbraut. Þar sem eldri þegnum þjóðfélagsins fjölgar stöðugt er tími úrbóta þegar upp runninn og samfélagsleg skylda að skapa öldruðum öryggi í heilsuvernd og í annarri öldrunar- og félagslegri þjónustu sem getur veitt þeim enn betra ævikvöld. Bæði heilbrigðisráðherra og bæjarstjóra hefur verið send ályktunin.Í stjórn FEH eru: Björn Kristjánsson formaður, Gróa Ormsdóttir, Heiður Vilhjálmsdóttir, Valgerður Leifsdóttir, Kristín Gísladóttir, Haukur H. Þorvaldsson og nýr í stjórn kom Sigurður Örn Hannesson í stað Arnar Eriksen sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Voru Erni þökkuð vel unnin störf í stjórn bæði sem formaður og gjaldkeri og fékk hann blómvönd að lokum.Nánar verður greint frá aðalfundinum í Eystrahorni síðar.

Stjórn FEH

PÓKERMÓT í kvöld 30. apríl1.000 kr. endalausir sénsar. Hægt að kaupa sig endalaust inn til kl 21:30 Frítt kaffi og ódýr bjórSjáumst í Pakkhúskjallaranum

Króm og hvítt mótiðFimleikadeild Sindra ætlar að halda innanfélagsmót miðvikudaginn 6.maí. Keppendur á mótinu eru frá 3. – 10. bekk. Mótið byrjar klukkan 17:00 og vonandi sjáum við sem flesta á mótinu. Á mótinu krýnum við fimleikamann Sindra 2015.

Stjórn og þjálfarar fimleikadeildar Sindra

Humarsúpa Hótels Hafnar með humri og rjómatoppi

Reyktur og grafinn lax með rösti kartöflum og wasabi jógurti

“Pizza Baccala” með saltfiski, chorizo skinku og fetaosti

Nauta carpaccio með furuhnetum, parmesan, klettasalati og kryddolíu

Humar í deigi með chilli-majonesi og súraldin

Kjúklingalifrapaté með jarðarberjahlaupi og súrsuðum rauðlauki

Hörpuskel með blaðlauks- og sítronuchillismjöri

Bruschetta með tómötum, hvítlauki, basil, olífuolíu og parmesan

Mango-chilli kjúklingaspjót með saffranhrísgrjónum

Verð kr. 1.390,- pr. rétt

Tapashelgiá Hótel Höfn

Mex

íkós

k ri

f m

eð lo

usia

na b

bQ

su, h

rása

lati

og

kart

öflub

átum

kr

. 2.8

90,-

í hei

mse

ndin

gu

Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] eða hringið í síma 844 1493 eða í aðalnúmer VÍS 560 5000. Við opnum eins fljótt og auðið er nýja skrifstofu á 2. hæð í Miðbæ, Litlubrú 1.

Miðvikudaginn 6. maí bjóðum við ykkur að kíkja í kaffi á nýju skrifstofuna frá kl. 13:30 - 16:30.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Ágætu viðskiptavinir

VÍS | LITLUBRÚ 1 | 780 HÖFN | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

VEGNA FLUTNINGA ER SKRIFSTOFA VÍS LOKUÐ TÍMABUNDIÐ

Örnámskeið – Þrisvar á þriðjudögumNýsköpunarmiðstöð Íslands verður með röð námskeiða í maí á Höfn í Hornafirði. Frábær námskeið fyrir þá sem vilja finna hugmyndir að

viðskiptatækifærum, meta hugmyndir, selja vöruna eða skrifa umsóknir.

Námskeiðin eru ókeypis.5. maí kl. 15:00 - 18:00

Að skrifa umsóknir - Leiðbeiningar um skrif á umsóknum

12. maí kl. 15:00 - 18:00 Frá draumi að veruleika - Kynning á einföldum aðferðum

við að meta fyrstu hugmyndir

Að finna hugmyndir - Hvernig má koma auga á tækifæri?

19. maí kl. 15:00 - 18:00 Að hitta í mark(að) - Ýmsar leiðir til að kynna og selja vörur og þjónustu

Námskeiðin verða í Nýheimum - Allir velkomnir

Skráning og nánari upplýsingar hjá: Nínu Síbyl - [email protected] - S:560-2050

Fanney Björg Sveinsdóttur - [email protected] - S:480-8200

6 EystrahornFimmtudagur 30. apríl 2015

atvinnaStarfsmann vantar til sumarafleysinga

hjá Eimskip á Höfn frá 1. júní til 31. ágúst.

Upplýsingar gefur Heimir í síma 894-4107.

Félagsmenn sem vilja gefa kost á sér til verkfallsvörslu og

eftirlits. Ha�ð samband við næstu skrifstofu félagsins og ge�ð ykkur fram – eða mætið á skrifstofur félagsins kl. 12:00

nk. �mmtudag.

Verkfallsverðir

Verjum kjörin– komum í veg fyrir

verkfallsbrot

www.n1.is facebook.com/enneinn

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS E

NN

73950 04/15

N1 verslun – Höfn í Hornafirði, Vesturbraut 1 478-1940Bílaþjónusta N1 440-1120

www.n1.is/dekk

Bíleigendur vita að gott jarðsamband er lykillinn að góðu ferðalagi. Aktu inn

í sumarið á nýjum dekkjum frá N1.

Þú færð réttu sumardekkin

hjá okkur

Allt-öðruvísi tónleikarStúlknakórinn Liljurnar

frá Egilsstöðum, ásamt hljóðfæraleikurum frá Hornafirði; Þorkeli Ragnari, Birki Þór, Marteini og Agnari Jökli.

í Sindrabær laugardaginn 2. maí kl 18:00

Lög úr Rocky Horror Picture Show

Lög eftir Metallica, Grýlurnar, David Bowie, Adele, The Cranberries, Evanescence, Muse o.fl.

Aðgangseyrir 1000- kr. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri

Sundlaug Hafnar Gjaldskrá 2015

Stakir tímar - fullorðnir / adults. 18 ára og eldr ...... 700 kr.Stakir tímar - börn / children. 7 - 17 ára. ............... 200 kr.10 miða kort - fullorðnir ...................................... 4.100 kr.30 miða kort - fullorðnir .................................... 10.600 kr.Árskort - fullorðnir ............................................. 29.800 kr.Leiga á handklæði / towel for rent .......................... 650 kr.Leiga á sundfötum / swimsuit for rent .................... 650 kr.Bleiur ...................................................................... 400 kr.

Börn að 18 ára aldri með lögheimili í sveitarfélaginu fá frítt í sund.

Eldri borgarar og öryrkjar með lögheimili í sveitarfélaginu fá frítt í sund.

Kiwanis afhenti styrk

Á dögunum afhenti Kiwanisklúbburinn Ós 100.000- kr. styrk til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnananna á Hornafirði. Halldóra Bergljót Jónsdóttir tók við styrknum en Sigurður Einar Sigurðsson og Barði Ingvaldsson afhentu hann. Styrkurinn er ætlaður er til kaupa á ómtæki á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hornafirði. Forsvarsmenn Kiwanisklúbbsins og Hollvinasamtakanna skora á fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga að leggja málefninu lið svo söfnunin gangi sem hraðast fyrir sig.

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

Boðað verkfall 30. apríl tekur til verkafólks á félagssvæði AFLs Starfgreinafélags sem starfar skv. almennum kjarasamningi AFLs og skv. þjónustusamningi við Samtök Atvinnulífsins með eftirfarandi undantekningum:

1. Starfsmenn ALCOA Fjarðaáls.2. Starfsmenn �skimjölsverksmiðja.3. Starfsmenn við Norð�arðargöng sem vinna

skv. Stórframkvæmdasamningi. Ath. aðrir t.d. starfsmenn undirverktaka fara í verkfall.

4. Starfsmenn sveitarfélaga og ríkisstofnana.5. Starfsmenn undirverktaka á athafnasvæði

ALCOA Fjarðaáls.Athygli er vakin á þvi að þó svo verkafólk sem skráð er í önnur verkalýðsfélög á líka að fara í verkfall. Verkfallsboðunin tekur til starfa en ekki félagsaðildar þannig að allir sem vinna verkamannastörf á félagssvæðinu eiga að leggja niður störf.

Hverjir fara í verkfall?Hverjir eru verkfallsbrjótar?

Einnig er vakin athygli á því að fólk sem skráð er í verkstjórafélög en vinnur almenn verkamannastörf á að leggja niður vinnu. Einungis er heimilt að verkstjórar með skýra verkstjórnarábyrgð sinni störfum sínum en gangi ekki í störf verkafólks.Vakin er athygli á því að með því að ganga í störf verkafólks eða koma sér undan þátttöku í verkfallsaðgerðum er vegið að rétti fólks til að knýja fram samninga. Verkfallsbrjótar njóta almennt ekki mikillar virðingar.

www.n1.is facebook.com/enneinn

ÍSLEN

SKA

/SIA.IS E

NN

73950 04/15

N1 verslun – Höfn í Hornafirði, Vesturbraut 1 478-1940Bílaþjónusta N1 440-1120

www.n1.is/dekk

Bíleigendur vita að gott jarðsamband er lykillinn að góðu ferðalagi. Aktu inn

í sumarið á nýjum dekkjum frá N1.

Þú færð réttu sumardekkin

hjá okkur

Er ég með fordóma?

BOKASAFN

V E

I T I N

G A

R

,

& FÁÐU ÞÉR LIFANDI BOK

,

D „Hinn ókunnugi er vinur sem þú

hefur ekki ennþá hitt...“

r r

v

k

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

1. maí hátíðarhöld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum:Vopna�rði Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.14:00. Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði til skemmtunar.Ræðumaður: Kristján Magnússon

Borgar�rði eystriHátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12:00. Kvenfélagið Eining sér um veitingar.Ræðumaður: Reynir Arnórsson

Seyðis�rðiHátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00. Nemendur 8. og 9. bekkjar Seyðis�arðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði.Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Egilsstöðum Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði kl. 10:00 Morgunverður og tónlistaratriði.Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Reyðar�rðiHátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðar�arðar kl. 15:00. Nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Reyðar�arðar sjá um kaffiveitingar. Tónskóli Reyðar�arðar skemmtir.Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir

Eski�rðiHátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar. Tónskóli Reyðar�arðar skemmtir.Ræðumaður: Þröstur Bjarnason

NeskaupstaðHátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl. 14:00. Félag Harmonikkuunnenda skemmtir.Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson

Fáskrúðs�rðiHátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðs�arðar kl. 15:00. Nemendur 9. bekkjar sjá um kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðs�arðar og Stöðvar�arðar skemmta.Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Stöðvar�rðiHátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00. Kaffiveitingar. Tónlistarskóli Fáskrúðs�arðar og Stöðvar�arðar skemmta. Ræðumaður: Sigríður Dóra Sverrisdóttir

BreiðdalsvíkHátíðardagskrá verður á Hótel Bláfelli kl. 14:00. Kaffiveitingar og tónlistaratriði. Ræðumaður: Sigríður Dóra Sverrisdóttir

DjúpavogiHátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 11:00. Morgunverður og tónlistaratriði.Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Horna�rðiKröfuganga frá Víkurbraut 4, kl.13:30, takið með ykkur kröfuspjöld. Hátíðardagskrá á Hótel Höfn kl. 14:00, kaffiveitingar. Lúðrasveit Horna�arðar skemmtir.Ræðumaður: Lars Jóhann Andrésson

Skinney Þinganes hf / Krossey / S 470 8100 / Fax 470 8101 / [email protected]

Óskum starfsfólki og fjölskyldum þeirra

til hamingju með daginn, 1. maí