Eystrahorn 39. tbl. 2015

6
Fimmtudagur 12. nóvember 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 39. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Glæsilegur árangur Þrykkjunnar SamAust 2015 var haldið með pompi og prakt á Egilsstöðum föstudaginn 6. nóvember. Félagsmiðstöðin Þrykkjan lagði leið sína austur með 33 ungmenni en þar af voru 12 keppendur, bæði í Stíl og söngkeppni SamAust. Það verður að teljast virkilega góð þátttaka en Þrykkjan nýtti allan sinni þátttökurétt í Stílnum og sendi þangað þrjú lið af þeim átta sem áður höfðu tekið þátt í undankeppni félagsmiðstöðvarinnar. Þrykkjan hlaut verðlaun fyrir annað og þriðja sæti í Stílnum ásamt verðlaunum fyrir flottustu möppuna. Stelpurnar voru vel að verðlaununum komnar enda öll þrjú liðin búin að leggja mikið á sig við undirbúninginn. Það voru þær Arndís Ósk Magnúsdóttir, Irina Gloria Mantea, Sóley Lóa Eymundsdóttir og Svandís Perla Snæbjörnsdóttir sem hrepptu annað sætið ásamt því að eiga flottustu möppuna í keppninni. Með þessum glæsta árangri tókst stelpunum að vinna sér inn keppnisrétt í lokakeppni Samfés sem haldin verður í Hörpu þann 28. nóvember næstkomandi. Þriðja sætið hrepptu þær Hafdís Rut Vilhjálmsdóttir, Hafdís Ýr Sævarsdóttir, Malín Ingadóttir og Sandra Rós Karlsdóttir, en þriðja lið Þrykkjunnar í keppninni og ekki síður glæsilegar voru þær Aðalheiður Ármannsdóttir, Nanna Guðný Karlsdóttir og Sara Kristín Kristjánsdóttir. Eins og áður hefur komið fram voru átta lið sem kepptu í undankeppni Þrykkjunnar sem haldin var í Nýheimum miðvikudagskvöldið 28. október síðastliðinn. Alls voru 26 stelpur sem tóku þátt í starfinu í vetur sem er algjör metþátttaka hér á Höfn. Öll liðin voru hver öðru flottari og má með sanni segja að hönnunarklúbbur félagsmiðstöðvarinnar blómstri sem aldrei fyrr. Framlag Þrykkjunnar í söngkeppni SamAust var Salóme Morávek en það var eimitt hún sem kom sá og sigraði í keppninni fyrir austan eftir glæsilegan flutning á laginu ,,One and Only” eftir Adele. Textann gerði Hrefna Rún Kristinsdóttir og þótti útsetningin á laginu með eindæmum flott. Með sigrinum vann Salóme sér inn keppnisrétt í söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni laugardaginn 5. mars 2016. Það verður því einstakur heiður að fá að fylgjast með þessari flottu söngkonu koma fram en hún mun án efa vera sjálfri sér og félagsmiðstöðinni sinni til mikils sóma. Það er ekki hægt að segja það nægilega oft hversu dugleg og flott ungmenni við eigum hér á Höfn. Einstakur metnaður og eljusemi krakkanna í bland við mikla sköpunargleði smitar út frá sér og er mikilvægur þáttur í litlu samfélagi eins og hér á Höfn. Góður árangur Þrykkjunnar einkennist nefnilega ekki aðeins af gleði yfir árangri krakkanna heldur skín þar vonargeisli um bjarta framtíð. Í þeim efnum þurfum við sem samfélag að leggjast á eitt og skapa hér grundvöll fyrir ungmennin okkar til að skapa eitthvað og búa til á fjölbreyttum sviðum samfélagsins. Það er okkar starf að senda þau út í lífið með það hugarfar að þau geti sigrað heiminn. Hann er til þess. Fyrir hönd Þrykkjunnar, Dagbjört Ýr Kiesel, Tómstundafulltrúi Hornafjarðar

description

 

Transcript of Eystrahorn 39. tbl. 2015

Page 1: Eystrahorn 39. tbl. 2015

Fimmtudagur 12. nóvember 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn39. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Glæsilegur árangur Þrykkjunnar

SamAust 2015 var haldið með pompi og prakt á Egilsstöðum föstudaginn 6. nóvember. Félagsmiðstöðin Þrykkjan lagði leið sína austur með 33 ungmenni en þar af voru 12 keppendur, bæði í Stíl og söngkeppni SamAust. Það verður að teljast virkilega góð þátttaka en Þrykkjan nýtti allan sinni þátttökurétt í Stílnum og sendi þangað þrjú lið af þeim átta sem áður höfðu tekið þátt í undankeppni félagsmiðstöðvarinnar.Þrykkjan hlaut verðlaun fyrir annað og þriðja sæti í Stílnum ásamt verðlaunum fyrir flottustu möppuna. Stelpurnar voru vel að verðlaununum komnar enda öll þrjú liðin búin að leggja mikið á sig við undirbúninginn. Það voru þær Arndís Ósk Magnúsdóttir, Irina Gloria Mantea, Sóley Lóa Eymundsdóttir og Svandís Perla Snæbjörnsdóttir sem hrepptu annað sætið ásamt því að eiga flottustu möppuna í keppninni. Með þessum glæsta árangri tókst stelpunum að vinna sér inn keppnisrétt í lokakeppni Samfés sem haldin verður í Hörpu þann 28. nóvember næstkomandi. Þriðja sætið hrepptu þær

Hafdís Rut Vilhjálmsdóttir, Hafdís Ýr Sævarsdóttir, Malín Ingadóttir og Sandra Rós Karlsdóttir, en þriðja lið Þrykkjunnar í keppninni og ekki síður glæsilegar voru þær Aðalheiður Ármannsdóttir, Nanna Guðný Karlsdóttir og Sara Kristín Kristjánsdóttir.Eins og áður hefur komið fram voru átta lið sem kepptu í undankeppni Þrykkjunnar sem haldin var í Nýheimum miðvikudagskvöldið 28. október síðastliðinn. Alls voru 26 stelpur sem tóku þátt í starfinu í vetur sem er algjör metþátttaka hér á Höfn. Öll liðin voru hver öðru flottari og má með sanni segja að hönnunarklúbbur félagsmiðstöðvarinnar blómstri sem aldrei fyrr.Framlag Þrykkjunnar í söngkeppni SamAust var Salóme Morávek en það var eimitt hún sem kom sá og sigraði í keppninni fyrir austan eftir glæsilegan flutning á laginu ,,One and Only” eftir Adele. Textann gerði Hrefna Rún Kristinsdóttir og þótti útsetningin á laginu með eindæmum flott. Með sigrinum vann Salóme sér inn keppnisrétt í söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöllinni

laugardaginn 5. mars 2016. Það verður því einstakur heiður að fá að fylgjast með þessari flottu söngkonu koma fram en hún mun án efa vera sjálfri sér og félagsmiðstöðinni sinni til mikils sóma.Það er ekki hægt að segja það nægilega oft hversu dugleg og flott ungmenni við eigum hér á Höfn. Einstakur metnaður og eljusemi krakkanna í bland við mikla sköpunargleði smitar út frá sér og er mikilvægur þáttur í litlu samfélagi eins og hér á Höfn. Góður árangur Þrykkjunnar einkennist nefnilega ekki aðeins af gleði yfir árangri krakkanna heldur skín þar vonargeisli um bjarta framtíð. Í þeim efnum þurfum við sem samfélag að leggjast á eitt og skapa hér grundvöll fyrir ungmennin okkar til að skapa eitthvað og búa til á fjölbreyttum sviðum samfélagsins. Það er okkar starf að senda þau út í lífið með það hugarfar að þau geti sigrað heiminn. Hann er til þess.

Fyrir hönd Þrykkjunnar, Dagbjört Ýr Kiesel, Tómstundafulltrúi Hornafjarðar

Page 2: Eystrahorn 39. tbl. 2015

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 12. nóvember 2015

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

EystrahornEystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Við Önnurnar í sveitabúðinni í Nesjum viljum þakka Hornfirðingum fyrir frábærar viðtökur síðastliðinn laugardag. Það heimsóttu okkur 70 manns og erum við að sjálfsögðu mjög ánægðar með það. Næstkomandi laugardag verður opið á sama tíma frá 12:00 - 17:00. Við verðum með úrval af kjöti og grænmeti á boðstólum. Við reynum alltaf að fá til okkar góða gesti, síðastliðinn laugardag voru hjá okkur hjón frá Djúpavogi Jón og Steinunn með fallega skartgripi úr steinum. Þau ætla að koma aftur fyrir jól. Næstkomandi laugardag verður ÁGÚSTA Í ARFLEIFÐ með nýju vörulínuna sína s.s. fatnað og töskur. Það verður gaman að sjá vörurnar hennar sem góðar eru í jólapakkann. Endilega látið sjá ykkur.

HafnarkirkjaSunnudaginn 15. nóvember

Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00 með þátttöku

barnakórs.

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

Félagsvistin í kvöld! Í kvöld fimmtudagskvöld kl. 20:00 hefst í EKRUNNI þriggja kvölda spilavist. Aðgangseyrir kr. 1000. ALLIR ungir sem aldnir hjartanlega velkomnir! Verið með frá byrjun!Góðir vinningar fyrir hvert kvöld.SpilanefndinHvetjum fólk 60 ára og eldra til að ganga í félagið.

Samfélagssjóður Hornafjarðar auglýsir umsóknarfrest vegna jólaaðstoðar

Umsóknarfrestur til sjóðsins vegna jólaaðstoðar er til og með 17. nóvember nk.

Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur sjóðsins eru á heimasíðu sveitarfélagsins á slóðinni www.hornafjordur.is/samfelagssjodur

Einnig er hægt að fá umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofunni og þangað er útfylltum umsóknum skilað.

Kannið möguleikana sem Samfélagssjóðurinn hefur til aðstoðar og vekið athygli annarra á þessari auglýsingu.

Stjórn Samfélagssjóðs Hornafjarðar

UPPSKERUHÁTÍÐFöstudaginn 13. nóvember verður okkar árlega bændahátíð haldin á SmyrlabjörgumVeislustjóri: Guðni ÁgústssonKaleb Joshua mun spila fyrir dansiBorðhald hefst klukkan 20:00. Miðaverð aðeins 6.500 kr, Miðapantanir í síma 478-1074

Láttu þig ekki vanta, allir velkomnir

Góðar viðtökur

Langar þig í aukatekjur?Leitum að sölumönnum um land allt. Árangurstengd sala á snjallforriti - flottar aukatekjur. Sendu póst á [email protected] eða hringdu í síma 693-0175.

Page 3: Eystrahorn 39. tbl. 2015

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 12. nóvember 2015

Bifreiðaskoðun á Höfn 16., 17. og 18. nóvember.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. nóvember.

Síðasta skoðun ársins.

Þegar vel er skoðað

Hundaeigendur á Hornafirði

Í samþykkt um hundahald fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð, 9. gr. Skyldur eigenda og umráðamanna hunda.

Hunda- og kattaeigendur athugið að hægt er að fara með gæludýr í ormahreinsun til Janine Arens Hólabraut 13.

• Mánudaginn 16. nóvember frá kl. 11:00 til kl. 13:00

• Ef þessi tími hentar ekki er hægt að panta annan tíma hjá Janine.

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur náð samkomulagi við Janine Arens dýralæknir um þessa hreinsun og hvetjum við alla hunda- og kattaeigendur til þess að nýta sér þennan tíma.

Hunda- og kattaeigendum er bent á að það er brot á samþykktum um hunda- og kattahald ef ormahreinsun er ekkisinntogkostarjafnvelleyfissviptingu.Þvíerhunda-og kattaeigendum bent á að nýta umrædda tíma til þessa að koma dýrum sínum í árlega ormahreinsun.

Janine Arens, dýralæknir Hólabraut 13

Sími 478-1578 / 690-6159

Auglýsing vegna deiliskipulags Holt á Mýrum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti 5. nóvember að auglýsa deiliskipulag fyrir Holt á Mýrum.

Markmiðið með gerð deiliskipulagsins er að þróa byggð í samræmi við þær byggingar sem fyrir eru á skipulagssvæðinu. Gert er ráð fyrir að útbúnar verði einbýlis- og raðhúsalóðir, ásamt því að bæta aðstöðu við félagsheimilið Holt.

Lýsing vegna deiliskipulags við Holti á Mýrum ásamt fylgigögnum verður til sýnis í ráðhúsi sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 9. nóvember til og með 23. nóvember 2015 og á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is

Þeirsemteljasigeigahagsmunaaðgætaerhérmeðgefinkostur á að gera athugasemdir við lýsinguna. Frestur til að skila athugasemd er til 23. nóvember 2015 og skal skilað skriflegaábæjarskrifstofurSveitarfélagsinsHornafjarðar,Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið [email protected]

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Skipulags- og byggingafulltrúi

Kynning á starfsemi KnattspyrnudeildarUndirskrift á afrekssamningi við 3. flokk og kynning á starfi og markmiðum knattspyrnudeildar verður í Nýheimum 11. nóvember kl. 18:00 Allir velkomnir.Stjórn knattspyrnudeildar Sindra

Frá FerðafélaginuFjall mánaðarins - KetillaugarfjallLaugardaginn 14. október

Ketillaugarfjall í Nesjum. Hækkun 668 m. Lagt af stað kl. 9:00 frá tjaldstæðinu og sameinast í bíla. Munið léttan bakpoka, nesti og brodda. Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður. Ferðatími er um 4-5 klst. Verð 1000- kr. fyrir 18 ára og eldri, 1500- fyrir hjón. Séu hundar með skal vera ól meðferðis.Erum með brodda til leigu, 1000- kr. parið. Lámarksfjöldi 4 manns. Frekari upplýsingar gefur Elsa í síma 849-6635.

Allir velkomnir.

Page 4: Eystrahorn 39. tbl. 2015

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 12. nóvember 2015

Eitt af mörgum hlutverkum heilbrigðisþjónustunnar er bráðaþjónusta. Sú þjónusta getur tekið á sig ýmsar myndir, allt frá því að vera móttaka einstaklings vegna smáslyss á vinutíma uppí hópslys fjarri íbúabyggð. Til þess að geta brugðist við atburðum í óvenjulegum aðstæðum þurfa heilbrigðisstarfsmenn líkt og aðrir viðbragðsaðilar s.s. björgunarsveitir að halda sér í æfingu. Nú nýverið var haldin ein slík æfing á Hornafjarðarflugvelli. Þar voru æfð viðbrögð allra viðbragðsaðila í héraði við flugslysi. Æfingar sem þessar eru haldnar á fjögurra ára fresti á öllum flugvöllum landsins að frumkvæði og skipulagi Isavia. Ferlið felst í því að settur er upp slysavettvangur, allir viðbragðsaðilar fá útkall F1- Neyðarstig og hver og ein eining bregst við samkvæmt flugslysaáætlun vallarins sem er einnig í endurskoðun við þessi tímamót. Ráðgjafar eru viðstaddir og þeir hjálpa heimafólki við að meta hvernig til tekst, benda á hvað betur megi fara og hjálpa til við að finna leiðir að bættu verklagi ef með þarf. Dagana fyrir æfingu gefst viðbragðsaðilum einnig kostur á fræðslu og námskeiðum fyrir sína einingu eða sameiginlega með öðrum til að undirbúa sitt fólk sem allra best. Starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar fór yfir og æfði bráða- og áverkaflokkun auk annarra mikilvægra þátta sem hópslysaáætlunin kveður á um. Æfingin 24. október tókst að allra mati mjög vel. Það kom í ljós að breyta þarf einhverjum verkferlum í áætluninni þar sem tækifæri gafst til að prófa breytingar sem gáfust vel. Viðbragðsaðilar unnu vel saman, úr varð ein sterk heild sem vann sem einn maður. Sjálfboðaliðar sem léku þolendur slyssins stóðu sig frábærlega og gæddu æfinguna ómetanlegu lífi og vil ég þakka þeim sérstaklega fyrir þeirra þátt í verkefninu. Lærdómurinn mun síðan skila sér inní endurskoðun á flugslysa- og hópslysaáætlun. Í framhaldinu þarf að halda þeim plöggum vakandi þannig að ef eða þegar atburður verður á þjónustusvæðinu sem kallar á virkjun hóp- eða flugslysaáætlunar þá þekki aðilar sín verkefni og takist á við þau af öryggi og þekkingu sem byggð hefur verið upp með æfingum sem þessari. Þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er víðfeðmt og mikil umferð bæði íbúa og ferðamanna um svæðið. Tíðni slysa hefur aukist á síðustu árum í takt við aukinn straum ferðamanna um svæðið, náttúruvá er mikil og fjölbreytt á svæðinu. Því er það mjög mikilvægt að fá tækifæri til að fara yfir áætlanir sem þessar og æfa viðbrögð. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi! Í stórum atburðum leysir enginn einn viðbragðsaðili málið. Heilbrigðisstarfsfólk, lögreglan, slökkvilið, björgunarsveit, Rauði krossinn og slysavarnadeildir eru allt aðilar sem geta þurft að koma að þegar um hópslys er að ræða og styður hver einingin aðra eins og um bróður sé að ræða. Æfingarnar auka bæði öryggi og færni viðbragðsaðila svo og öryggi þeirra sem á svæðinu búa og ferðast um það.

f.h. heilbrigðisstofnunar Suðurlands Ásgerður K. Gylfadóttir,hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði HSU Hornafirði

VILLIBRÁÐARHLAÐBORÐlaugardaginn 21. nóvember

Verð 6.500 kr. á mann.Tilboð í gistingu 6000 kr. á mann.

Borðapantanir í síma 478-1074

Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi!

FöstudagshádegiSalóme Morávek ætlar að taka sigurlagið í SamAust

2015, en hún sigraði keppnina er haldin var 6.nóvember s.l. með laginu One and Only eftir Adele. Hrefna Rún

Kristinsdóttir samdi íslenskan texta við lagið.

Föstudaginn 13. nóvember kl. 12:15 í Nýheimum.Allir velkomnir!

Nytjamarkaður Hirðingjanna á Höfn ákvað fyrr í haust að öll innkoma úr markaðnum í október rynni til Dagvistar fatlaðra á Höfn og yrði ekki lægri en 400.000 krónur. Það er ekki há upphæð þegar óskalistinn er langur í rándýru þjóðfélagi. Þess vegna datt okkur í hug hvort að nokkur fyrirtæki í sveitarfélaginu væru til í að vera með og bæta við þessa upphæð. Við sendum bréf til um 20 fyrirtækja síðast í október, flest fyrirtækin voru fljót að svara og þann 6.nóvember afhentum við Dagvist fatlaðra 810.000 krónur ásamt gjafabréfi, tveimur málverkum öðru frá Eyrúnu Axelsdóttur og hinu frá Elísabetu Þorsteinsdóttur. Einnig fengum við loforð fyrir mjög góðum afslætti á sjónvarpi og Ipad. Við þökkum þessum fyrirtækum kærlega fyrir velvildina. Við höfum heyrt að fleiri fyrirtæki og einstaklingar hafi áhuga fyrir að vera með að styrkja betur við Dagvist fatlaðra. Því höfum við ákveðið að þetta verkefni haldi áfram til 23.desember og ljúki þá formlega. Reiknisnúmer á þessu verkefni er 0169-05-404040 kt: 301180-5279.

Fyrir hönd Hirðingjanna, Elísabet Einarsdóttir

Vegleg gjöf

Þann 6.nóvember komu þrjár stjórnarkonur frá Nytjamarkaði Hirðingjanna og listakona með höfðinglega gjöf til Dagvistar fatlaðra . Elísabet var búin að boða komu sína þannig að við í dagvistinni slógum upp veglegri og skemmtilegri veislu í tilefni dagsins. Elísabet afhenti gjöfina og sagði frá hverjir gáfu í hana og síðan var boðið til kaffihlaðborðs og að vanda var mikið helgið og spjallað. Gjafirnar koma að góðum notum. Ekki er búið að ákveða hvað verður keypt en ýmislegt vantar eins og t.d. hægindastóla, borð, sjónvarp og fleira. Eins gætum við hugsað okkur að nota eitthvað í ferðasjóð Dagvistar. Notendur og starfsfólk dagvistar fatlaðra vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til Hirðingjanna, fyrirtækja og einstaklinga sem styrktu gjöfina. Það er notalegt að finna þennan velvilja í garð okkar. Við viljum líka minna á það að fólk er alltaf velkomið að kíkja í kaffi til okkar á Kirkjubraut 3 til að spjalla og skoða það sem við erum að gera þar. Innilegar þakkir og bestu kveðjur

Fyrir hönd dagvistar fatlaðra, Maren Ósk Sveinbjörnsdóttir

Höfðingleg gjöf

Page 5: Eystrahorn 39. tbl. 2015

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 12. nóvember 2015

Jó lahá tíd

Efnt verður til jólahátíðar í Hornafirði þann 29. nóvember, fyrsta

sunnudag í aðventu.

Hátíðin fer fram á Heppusvæðinu þar sem jólamarkaður verður opinn frá

kl.13 -17. Hátíðardagskrá hefst á sviði kl. 16:00 og lýkur með því að ljósin

verða tendruð á trénu kl. 17:00.

Fyrirtæki á svæðinu opna fyrir gesti og gangandi með svipuðum hætti og á

síðustu hátíð.

Hægt er að skrá sig til þátttöku á markaði eða með viðburði til 20.nóvember.

Nánari upplýsingar veitir Árdís Erna Halldórsdóttir í síma 470-8009,

[email protected].

Jólahlaðborð

Dagana 28. nóvember, 5. og 12. desember verða jólahlaðborð á Hótel Laka.

Verðið er 7.500 kr. á mann, börn 6 - 15 ára greiða 4.000 kr. og yngri fá frítt í fylgd með foreldrum.

Tilboð í gistingu með hlaðborði og morgunverði er 14.500 kr á mann í tveggja manna herbergi.

Lifandi tónlist og borðin svigna undan kræsingum.

Pantanir á [email protected] eða í síma 412-4600

Vertu hjartanlega velkomin!

Föstudagskvöldið 20. nóvember kl. 20:00 er komið að hinu árlega konukvöldi Húsgagnavals. Þau hafa heppnast einstaklega vel síðustu ár. Er það okkur ánægja að bjóða ykkur að eiga notalega stund með léttum veitingum.

Úrval af fallegum jóla- og gjafavörum.

Afsláttur á völdum vörum.

Verið velkomin.

Konukvöld

HúsgagnavalOpið: virka daga kl. 13:00 - 18:00 laugardaga kl. 13:00 - 15:00

HAMBORGARAá Ósnum fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag.

Kynning á Jólabjór frá Vífilfelli.

• Ósborgari, • Svartborgari• Bearnaiseborgari• Heilsuborgari• Humarborgari• Kjúklingaborgari

Borðapantanir í síma 478-1240

MATSEÐILL

Page 6: Eystrahorn 39. tbl. 2015

DANSKIR DAGAR

netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |Tilboðin gilda 5. – 15. nóvember 2015

HAMBORGARHRYGGURVERÐ ÁÐUR 1.798 KR/KG

1.09739%AFSLÁTTUR

KIMS SNAKK10%AFSLÁTTUR

KRSTK99

JOLLY COLA33 CL

FERSKT LAMBA PRIMEVERÐ ÁÐUR 3.998 KR/KG

KRKG2.999

25%AFSLÁTTUR

GRÍSALUNDIRVERÐ ÁÐUR 1.998 KR/KG

1.399 KRKG

30%AFSLÁTTUR

FERSKUR GRÍSABÓGURVERÐ ÁÐUR 829 KR/KG

497 KRKG

40%AFSLÁTTUR

ANANAS DEL MONTEVERÐ ÁÐUR 389 KR/KG

KRKG195

ANTON BERG STANGIR

KRSTK149

699 KRPK

MERRILD KAFFI 500 GVERÐ ÁÐUR 779 KR/PK

BAYONNESKINKAVERÐ ÁÐUR 1.996 KR/KG

KRKG998

50%AFSLÁTTUR

50%AFSLÁTTUR

mar

khön

nun

ehf