Eystrahorn 30. tbl. 2015

6
Fimmtudagur 10. september 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 30. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Eins og lesendum Eystrahorns er ef til vill kunnugt þá hefur Grunnskóli Hornafjarðar verið í góðu samstarfi við nokkra einstaklinga í sveitarfélaginu sem koma reglulega í skólann til að hlusta á nemendur lesa. Þessir einstaklingar ganga undir nafninu lestrar vinir og þykir nemendum mikið til koma að fá að lesa fyrir þá. Það er líka skemmst frá því að segja að lestrarvinirnir eiga drjúgan þátt í því að árangur nemenda í lestri jókst svo um munaði í fyrra. Með tilliti til þess óskar skólinn nú aftur eftir lestrarvinum og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Eygló eða Þórgunni. Lestrarvinirnir hafa engar skuldbindingar um mætingu. Í skólanum er sett upp tímaáætlun fyrir lesstundir og lestrarvinirnir koma og láta lesa þegar þeim hentar. Þeir koma þannig inn í venjulegan skóladag og eru hrein viðbót við hann, þannig að ef fólk af einhverjum ástæðum kemur ekki breytir það engu fyrir dagskrá skólastarfsins. Lestur er ekki eðlislægur, meðfæddur eiginleiki, heldur lærð aðgerð og að því leyti gjörólíkur því að læra að tala. Lestur og ritun eru hugvit mannsins og menning læsis hefur aðeins fylgt hluta mannkynsins, til lengri tíma litið. Flest börn læra að lesa án sérstakrar fyrirhafnar og sum að því er virðist nánast áreynslulaust. Fyrir önnur verður lestrarnámið fyrirhafnarmeira. Starfsfólk skóla sér í flestum tilfellum um að leggja grunn að lestrarnámi barna og mikið er lagt upp úr því að heimilin séu þátttakendur í að æfa það sem nemendur læra í skólanum. Hvort sem lestur gengur auðveldlega hjá nemendum eða erfiðlega þá er æfingin lykilatriði í lestrarnáminu og er það þessi æfingaþáttur sem við viljum efla með þátttöku sjálfboðaliða. Viltu gerast lestrarvinur? Þorgrímur Þráinsson rithöfundur verður með opinn ókeypis fyrirlestur fyrir íbúa Hornafjarðar í stofu 202 í FAS, Nýheimum fimmtudaginn 17. september frá 17:00 - 18:00. Þorgrímur fjallar um mikilvægi þess að bera sig eftir draumum sínum, sigrast á óttanum og stíga út fyrir þægindahringinn. Hann fjallar um mikilvægi þess að halda góðu jafnvægi milli einkalífs, atvinnu og tómstunda – til þess að þroskast fallega og lifa björtu lífi. Við erum öll einstök og eigum að njóta þess. Verum ástfangin af lífinu! Sýningin“ Svavar - með augum heimamanna“ verður opnuð þriðjudaginn 15. september kl. 17:00 í Listasafni Svavars Guðnasonar. Níu einstaklingar úr Sveitarfélaginu Hornafirði völdu myndir á sýninguna. Léttar veitingar. Allir velkomnir. Svavar - með augum heimamanna

description

 

Transcript of Eystrahorn 30. tbl. 2015

Fimmtudagur 10. september 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn30. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Eins og lesendum Eystrahorns er ef til vill kunnugt þá hefur Grunnskóli Hornafjarðar verið í góðu samstarfi við nokkra einstaklinga í sveitarfélaginu sem koma reglulega í skólann til að hlusta á nemendur lesa. Þessir einstaklingar ganga undir nafninu lestrarvinir og þykir nemendum mikið til koma að fá að lesa fyrir þá. Það er líka skemmst frá því að segja að lestrarvinirnir eiga drjúgan þátt í því að árangur nemenda í lestri jókst svo um munaði í fyrra. Með tilliti til þess óskar skólinn nú aftur eftir lestrarvinum og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Eygló eða Þórgunni. Lestrarvinirnir hafa engar skuldbindingar um mætingu. Í skólanum er sett upp tímaáætlun fyrir lesstundir og lestrarvinirnir koma og láta lesa þegar þeim hentar. Þeir koma þannig inn í venjulegan skóladag og eru hrein viðbót við hann, þannig að ef fólk af einhverjum ástæðum kemur ekki breytir það engu fyrir dagskrá skólastarfsins.Lestur er ekki eðlislægur, meðfæddur eiginleiki, heldur lærð aðgerð og að því leyti gjörólíkur því að læra að tala. Lestur og ritun eru hugvit mannsins og menning

læsis hefur aðeins fylgt hluta mannkynsins, til lengri tíma litið. Flest börn læra að lesa án sérstakrar fyrirhafnar og sum að því er virðist nánast áreynslulaust. Fyrir önnur verður lestrarnámið fyrirhafnarmeira. Starfsfólk skóla sér í flestum tilfellum um að leggja grunn að lestrarnámi barna og mikið er lagt

upp úr því að heimilin séu þátttakendur í að æfa það sem nemendur læra í skólanum. Hvort sem lestur gengur auðveldlega hjá nemendum eða erfiðlega þá er æfingin lykilatriði í lestrarnáminu og er það þessi æfingaþáttur sem við viljum efla með þátttöku sjálfboðaliða.

Viltu gerast lestrarvinur?

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur verður með opinn ókeypis fyrirlestur fyrir íbúa Hornafjarðar í stofu 202 í FAS, Nýheimum fimmtudaginn 17. september frá 17:00 - 18:00. Þorgrímur fjallar um mikilvægi þess að bera sig eftir draumum sínum, sigrast á óttanum og stíga út fyrir þægindahringinn. Hann fjallar um mikilvægi þess að halda góðu jafnvægi milli einkalífs, atvinnu og tómstunda – til þess að þroskast fallega og lifa björtu lífi. Við erum öll einstök og eigum að njóta þess.

Verum ástfangin af lífinu!

Sýningin“ Svavar - með augum heimamanna“ verður opnuð þriðjudaginn 15. september kl. 17:00 í Listasafni Svavars Guðnasonar. Níu einstaklingar úr Sveitarfélaginu Hornafirði völdu myndir á sýninguna. Léttar veitingar. Allir velkomnir.

Svavar- með augum heimamanna

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 10. september 2015

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Kaþólska kirkjanHallooo! Halloooo! Sunnudaginn 13. september.Höfum byrjað skólaárið saman, takk fyrir það.- Skriftir frá kl. 11:00.- Hl. messa kl. 12:00.Eftir messu er öllum gestum boðið að þiggja kaffiveitingar.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

HafnarkirkjaSunnudaginn 13. september

Messa kl. 11:00

Tekið er við framlögum vegna flóttamannavandans.

Væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Við félagarnir í Karlakórnum Jökli erum að hefja starfið óvenju snemma þetta haustið, og tilefnið er Kötlumót, en Katla er félagsskapur sunnlenskra karlakóra. Við hittumst á 5 ára fresti, og nú er stefnan tekin á Reykjanesbæ þann 17. október nk. Þarna koma saman hið minnsta 500 karlar og syngja við raust. Að öðru leyti verður starfið hjá okkur svipað í vetur sem og áður hefur verið, við höldum nokkur böll með hljómsveitinni okkar, en þessar samkomur eru hin mesta skemmtun, og þá bæði fyrir þá sem þær sækja sem og okkur kórmenn. Á þessum böllum eru bæði spiluð og sungin gömludansalög, sem og gamlir og nýrri slagarar. Svo höldum við okkar árlegu jólatónleika í Hafnarkirkju, þar sem fjöldinn allur af tónlistarfólki kemur og saman köllum við gleði og hátíðleika jólanna. Þess á milli komum við fram við hin ýmsu tilefni, og ljúkum svo vetrarstarfi með hefðbundnum vortónleikum á sumardaginn fyrsta í Hafnarkirkju. Næsta í vor, 12. - 14. maí, er stefnan tekin á að syngja í Hörpu á alþjólegu kóramóti á vegum Karlakórsins Fóstbræðra í tilefni 100 ára afmælis þeirra. http://www.choirfestival.is/ en þar koma saman bæði innlendir sem erlendir karlakórar. Þar tökum við þátt í að syngja í allt að 800 manna karlakór. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla, bæði gamla kórfélaga sem og aðra þá stráka/karla sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum skemmtilega félagsskap að hafa samband við okkur eða hitta Jóhann kórstjóra. Söngurinn lengir lífið og er hinn mesti gleðigjafi.

Aðalfundur Karlakórsins Jökuls verður haldinn þann 14. september nk. í Safnaðarheimili Hafnarkirkju kl. 20:00.

Með kveðju frá okkur í Karlakórnum Jökli Gauti Árnason, formaður

Karlakórinn Jökull hefur sitt vetrarstarf

Undanfarnar vikur hafa miklar endurbætur staðið yfir á húsnæðinu í Sporthöllinni og má segja að innviðum hússins hafi verið gjörbreytt. Gólfin voru tekin í gegn, allt málað, ljósabekkir færðir og speglasalurinn stækkaður um helming. Það kemur skemmtilega á óvart hversu rúmgóð hin nýja aðstaða er og eru allir sem taka breytingunum fagnandi. Tímatöflu Sporthallarinnar 2015 má sjá hér fyrir neðan.

Sporthöllin flott

Minni á tónleikana á Hótel Höfn laugardagskvöldið

19. september.

Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum að koma

og spila fyrir ykkur.

Grétar Örvarsson

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 10. september 2015

Bifreiðaskoðun á Höfn 21., 22. og 23. september.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 18. september.

Næsta skoðun er 17., 18. og 19 nóvember.

Þegar vel er skoðað

Íslenska 1In the beginning of October 2015 we will start a course for beginners in Icelandic.leiðbeinandi/Teacher: Jóhann Pétur Kristjánsson kennari.Verð/price: 39.500.- kr. + 4500.- kr. námsefni/book.Námskeiðið verður haldið tvisvar í viku kl: 19:00-20:30.The course is twice a week at 19:00-20:30.Icelandic courses will be held according to numbers of participants. Courses will start in the beginning of September. To sign up an icelandic social security number is needed.Íslenskunámskeið verður haldið ef nægileg þátttaka fæst. Til að innritast þarf þátttakandi að hafa íslenska kennitölu. Skráning og upplýsingar í síma 4708074 eða á netfangið [email protected] and information, tel: 4708074 or send an email to [email protected].

Námskeið í klettaklifriFAS heldur byrjendanámskeið í meðferð og notkun búnaðar til klettaklifurs miðvikudaginn 16. til sunnudagsins 20. september. Námskeiðið er hluti af fjallamennskunáminu við skólann.

Hægt er að bæta við nokkrum nemendum í þetta námskeið.

Lágmarksaldur er 16 ár.

Greiða þarf 6000 króna skráningargjald í skólann.

Nánari upplýsingar og skráning er á skrifstofu FAS í síma 470-8070.

Frestur til að sækja um er til föstudagsins 11. september.

Kennari verður Hörður Míó Ólafsson.

Lýsingu á 1. áfanga fjallamennskunámsins í FAS má lesa á slóðinni: http://namskra.is/courses/55360d3e62933a4692008694

Skólameistari

námskeið framundan hjá Fræðsluneti Suðurlands á Hornafirði

enska fyrir ferðaþjónustuaðila Dagsetning: 6. -29. október kl. 17:00 - 19:00. Verð: 29.500.-

exel fyrir byrjendur Dagsetning: Allir laugardagar í október, 5 talsins kl. 10:00 - 12:00 Verð: 25.400-

Þjóðbúningasaumur Byrjar helgina 9. október og verður aðra hverja helgi, samtals 4 helgar. Verð: 180.000-

Tapas smáréttir 7. nóvember kl. 11:00 - 14:00 á Pakkhúsinu. Verð: 9000-

skyndihjálp - grunnnámskeið Nýheimar, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 17:00 - 21:00 og fimmtudaginn 5. nóvember kl. 17:00 - 21:00. Verð: 15.500-

skyndihjálp-endurlífgunarnámskeið Nýheimar, 26. október kl. 17:00 - 19:00. Verð: 9500-

Nánari upplýsingar hjá Nínu Sibyl í síma: 5602050 eða á netfangið [email protected] eða hjá Möggu Gauju í síma: 4788074/6645551 eða á netfangið [email protected]

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

HAUSTFUNDURMinnum á Haustfund FEH í Ekrunni sunnudaginn 20. september. Nánar í næsta blaði.

Stjórn Félags eldri Hornfirðinga

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 10. september 2015

12 spora starfBoðið verður upp á 12 spora starf, vinir í bata, í Hafnarkirkju í vetur. Fyrsti fundur verður föstudaginn 11. september kl 17:00. Fundirnir verða vikulega og á fyrstu þremur fundunum sem eru öllum opnir er unnið með kynningarefnið sem leiðir smátt og smátt inn í sjálfa 12 spora vinnuna. Á 4. fundi 2. október er hópunum lokað og ekki fleirum bætt við.Í vetur munu Sveinbjörg Jónsdóttir ([email protected]) og Magnhildur Gísladóttir ([email protected]) leiða starfið.

undanmóT fyrir ÍslandsmeisTaramóTið Í PókerFosshótel Vatnajökull 19. september nk. kl. 19:30. 3.500 kr. þáttökugjald, hægt að skrá sig aftur til leiks þegar menn detta út.

Súpa og brauð á 500 kr. og öl á 750 kr.

Hefst kl. 19:30 og late reg til kl. 21:00.

Í verðlaun eru miðar á Íslandsmeistaramótið í Póker sem haldið er í nóvember.

Ákall samfélagsins er skýrt varðandi neyð flóttamanna frá Sýrlandi. Okkur ber að koma til hjálpar. Undir það ákall tek ég. Jafnframt treysti ég á hið góða liðsinni Hjálparstarfs kirkjunnar og þá þekkingu sem þar hefur skapast til þess að leiða okkur áfram í aðstoð við flóttamenn. Í ágúst var birt ályktun frá Hjálparstarfi kirkjunnar um að evrópskt samfélag verði að bregðast við. Þar segir m.a.: „Evrópubúar eru í aðstöðu til að rétta hjálparhönd og stjórnvöld mega ekki bregðast þeirri skyldu sinni að virða rétt fólks til mannsæmandi lífs. Við verðum að koma flóttafólki, sem nú streymir til Evrópu til aðstoðar. Fólkið sem hefur flúið heimaland sitt vegna stríðsátaka verður að njóta þeirrar aðstoðar sem því ber samkvæmt alþjóðalögum um mannréttindi og réttindi flóttafólks“. Flóttamannavandinn er vandi okkar allra. Til að mæta honum þurfum við heildarsýn og fagleg vinnubrögð. Fyrsta skrefið er að bjarga mannslífum. Síðan verðum við að styðja fjárhagslega og með sjálfboðavinnu þær stofnanir samfélagsins og félög sem sinna málaflokknum best.

Kirkjan er starfandi þar sem neyðin er stærst.

Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að Alþjóðahjálparstarfi kirkna ACT - Alliance sem ásamt því að vinna að þróunarsamvinnu veitir neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara og vegna vopnaðra átaka. Aðstoðin er veitt án skilyrða og aðgreiningar og fer fram eftir alþjóðlegum stöðlum um neyðaraðstoð og ströngum siðareglum. Hjálparstarf kirkjunnar veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátaka á Sýrlandi í gegnum ATC þar sem leitast er við að uppfylla grunnþarfir hinna stríðshrjáðu. Áhersla er lögð á vernd og aðstoð til handa konum og börnum á vergangi í landinu og flóttafólki í nágrannalöndunum. Hér heima hefur prestur innflytjenda verið starfandi í þjóðkirkjunni um árabil. Séra Toshiki Toma þekkir vel aðstæður innflytjenda, flóttamanna, hælisleitenda og langtímagesta á Íslandi. Hann veitir sálgæslu, skipuleggur námskeið, fræðslufundi, annast helgihald í samstarfi við sóknarkirkjur og fleira mætti nefna. Á Suðurnesjum hafa sóknir kirkjunnar í samstarfi við fleiri aðila lagt lið flóttamönnum sem hingað koma.

Söfnun í kirkjum landsins í septemberSíðar í þessum mánuði er aðalfundur Hjálparstarfs kirkjunnar. Þar verður flóttamannavandinn í heiminum mikilvægt umfjöllunarefni. Hinn 22. október fer svo fram ráðstefna um málefni flóttamanna á vegum Kirkjunnar í samstarfi við Rauða kross Íslands og fleiri aðila. Ennfremur hvetur biskup söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu.

Fréttatilkynning frá biskupi Íslands:

Okkur ber að bjarga mannslífum

Það getur verið erfitt að rata í umhverfismerkjafrumskóginum þar sem finna má mörg merki sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Engu að síður eru hin áreiðanlegu og altæku umhverfismerki ekki mörg og er auðvelt að leggja þau á minnið. þessi merki eru meðal þeirra sem talin eru í hæsta gæðaflokki merkja. Neytendur geta treyst því að þegar þeir kaupa vöru eða þjónustu sem merkt er Svaninum, Evrópublóminu, Bláa Eglinum eða Bra mijöval þá séu þeir að velja best fyrir umhverfið og heilsu. Merkin tákna ekki að varan sé lífræn.Þessi merki eru meðal þeirra sem eru talin í hæsta gæðaflokki umhverfismerkja.Áreiðanleg merki eiga það sameiginlegt að:• Þau eru valfrjáls leið til að markaðssetja umhverfiságæti vöru eða

þjónustu• Úttekt er sinnt af óháðum, þriðja aðila• Viðmið eru þróuð af sérfræðingum• Viðmið notast við lífsferilsnálgun, þ.e. gera kröfur til hráefnis,

framleiðslu, notkunar og förgunar• Viðmið eru hert á nokkurra ára fresti sem tryggir sífelldar

endurbætur á vörunni eða þjónustunniAllt ofangreint er í samræmi við ISO staðalinn 14026 sem tilgreinir hvað þarf að einkenna áreiðanleg umhverfismerki. Þau merki sem ekki uppfylla ofangreind atriði teljast því ekki sem eiginleg umhverfimerki því vottun þeirra beinist að ákveðnum afmörkuðum hluta framleiðslunnar eða hráefnisnotkunarinnar í stað þess að vera allt um lykjandi líkt og áreiðanlegu umhverfismerkin. „

Heimildir: Umhverfisstofnun

Áreiðanleg umhverfismerki

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 10. september 2015

ÚtboðSveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Fjallsárlón – Jarðvinna og lagnir-2015“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda.

Lauslegt yfirlit yfir verkiðUm er að ræða að byggja upp og endurgera veg frá þjóðvegi 1 að væntanlegu bílastæði fyrir aðkomu og þjónustu við Fjallsárlón og fylla í væntanlegt bílastæði. Efnið í fyllingar verður tekið úr eldri þjóðvegi á svæðinu sem er innan framkvæmdasvæðis. Einnig er innifalið í verkinu að setja jöfnunarlag og tvöfalda klæðningu á veg og bílastæði en verkkaupi áskilur sér rétt til að fella þá liði út úr verkinu og skulu tilboð bjóðenda miðast við það. Verkið felur einnig í sér að grafa og koma fyrir rotþró ásamt síubeði á svæðið, grafa og koma fyrir neysluvatnslögn frá lóð væntanlegra þjónustubygginga að neysluvatnsborholu á svæðinu og koma og grafa fyrir skólplögn frá rotþró að lóð væntanlegra þjónustubygginga. Að lokum inniheldur verkið frágang á ídráttarrörum frá lóð væntanlegra þjónustubygginga að neysluvatnsborholu, rotþró og að bílastæði ásamt fleiri verkþáttum þessu tengdu.

Helstu magntölur eru:Tilflutningur efnis innan framkvæmdarsvæðis .........ca. 9.000 m³Gröftur og fylling fyrir neysluvatns- skólp- og ídráttarlögnum ................................................................262 mSöndun lagna og rotþróar .................................................. 117 m³Gröftur fyrir rotþró og síubeði .......................................... 750 m³Rotþró 12.500 lítra .............................................................1 heildMöl í síubeð ...................................................................... 225 m³Siturlögn ø110 mm ..............................................................114 mSkólplögn ø160 mm ..............................................................62 mNeysluvatnslögn ø63 mm ...................................................110 mÍdráttarrör ø50 mm .............................................................575 mSkólpbrunnar ........................................................................4 stk.Ø500 stálræsi .....................................................................1 heildJöfnunarlag og tvöföld klæðning ..............................ca. 9.750 m²

Miðað er við að fullljúka öllum verkþáttum útboðs eða eins og þau eru tilgreind í útboðsgögnum.

Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með fimmtudeginum 10. september 2015 gegn 5.000 kr. greiðslu.

Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin án endurgjalds og fá lykilorð til að opna gögnin með því að senda tölvupóst á [email protected]. Vinsamlegast takið fram um hvaða gögn er verið að biðja.

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en fimmtudaginn 1. október 2015 kl. 14:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð er bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.

Starfsmaður í Þrykkjuna félagsmiðstöð

Auglýst er eftir starfsmani í Þrykkjuna, félagsmiðstöð ungmenna. Um er að ræða 30% starf frá september til loka maí.

Helstu verkefni:

• Starfa með ungmennum á opnunartíma Þrykkjunnar.

• Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.

Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Dagbjört Ýr Kiesel tómstundafulltrúi í síma 846-0559 eða á [email protected].

Umsóknir, berist til tómstundafulltrúa á netfangið [email protected] eigi síðar en miðvikudaginn 16. september 2015.

Dagur íslenskrar náttúruÍ tilefni dags íslenskrar náttúru 16. september nk. hafa Náttúrustofa Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarður - Gömlubúð ákveðið að slá saman í viðburð.

Flutt verða tvö fræðsluerindi í Gömlubúð kl. 20:00 miðvikudaginn 16. september sem bæði tengjast Holuhrauni, en rúmt ár er síðan þar hófst eldgos.

• Áhrif landslags og veðurs á gasútbreiðslu úr Holuhrauni - Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands

• Helga Árnadóttir sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði: Eldgos í þjóðgarði – landvarsla á umbrotatímum og í nýju landi.

Fuglaathugunarstöð Suðausturlands verður með opið í Einarslundi kl. 06:00 til 12:00 þann 16. september. Þar fara fram merkingar á fuglum. Allir velkomnir.

Kæru foreldrar Samanhópurinn minnir á að nú 1. september breytist útivistartími barna og unglinga sem hér segir:

Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar. Við vonum að það verði þannig áfram.