Eystrahorn 4. tbl. 2015

8
Fimmtudagur 29. janúar 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 4. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Ómtæki nýtist starfsmönnum heilsugæslunnar til ýmissa verka. Læknar í dag eru farnir að líta á ómtæki sem framlengingu á hlustunarpípunni og sem nauðsynlegt tæki til greiningar og við meðferð á ýmsum sjúkdómum. Sem dæmi má nefna snemmsónar, kanna legu fósturs á meðgöngu, greina blæðingu í kviðarholi og gollurshúsi, greina loftbrjóst eða blóð í brjóstholi, finna æðar fyrir æðaleggi og ýmislegt annað sem ekki þarf sérfræðikunnáttu til. Ómtækið sem heilsugæslan á í dag er orðið gamalt og óáreiðanlegt. Lítið hefur verið hægt að nota tækið undanfarin ár. Starfsfólk HSSA hefur því ákveðið að efna til söfnunar fyrir nýju tæki, Mindray M7 sem kostar 5 milljónir. Það tæki er einfalt í notkun og myndgæðin í því eru mjög góð. Innifalið er búnaður sem getur sent myndir úr tækinu í tölvu og einnig er hægt að senda á sérfræðinga til úrlestrar. Nýtt ómtæki mun því efla öryggi við greiningu og meðferð sjúkdóma og starfsöryggi lækna. Við biðlum því til fyrirtækja, líknarfélaga og íbúa á Hornafirði að styðja Heilbrigðisstofnun Suðausturlands til kaupa á nýju ómtæki fyrir heilsugæsluna. Áhugasamir geta lagt inn á Gjafa- og minningasjóð Skjólgarðs en reikningsnúmerið er 1147-15-200513, kennitalan 430796-2169. Elín Freyja Hauksdóttir, læknir heilsugæslustöðinni Hornafirði Hreyfiseðill - ávísun á hreyfingu er orðinn raunhæfur valkostur innan heilbrigðis- kerfisins í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Úrræðið byggir á því að læknar heilsugæslunnar skrifi út hreyfiseðil fyrir þá einstaklinga sem þeir telja að ábending sé fyrir slíkri meðferð. Einstaklingnum er síðan vísað til hreyfistjóra til ráðgjafar og eftirfylgni. Með þessu móti er verið að bregðast við þekkingu um gagnsemi hreyfingar sem meðferðarúrræðis innan heilbrigðiskerfisins. Jafnframt er einstaklingum gefið tækifæri til að takast á við sjúkdóma með eigin atorku. Nú í febrúar mun Einar Smári Þorsteinsson sjúkraþjálfari byrja að taka við hreyfiseðlum en hann verður hreyfistjóri hér á Hornafirði. Fyrirkomulag hreyfiseðilsins er unnið út frá uppbyggingu FaR (fysiskt aktivitet på recept) í Svíþjóð og hefur Dr. Ingibjörg Jónsdóttir sem starfar hjá Streiturannsóknarstofnuninni í Gautaborg verið góður bakhjarl verkefnisins hér á Íslandi um nokkurra ára skeið. Reynslan þaðan m.a. varðandi uppbyggingu og skipulag er okkur afar dýrmæt. Fram hefur komið að hreyfistjórarnir gegna veigamiklu hlutverki varðandi kynningu, utanumhald og eftirlit með uppáskrifaðri hreyfingu og nauðsynlegt er að þeir starfi innan heilbrigðiskerfisins og séu kostaðir af því. Reynsla hér á Íslandi styður þetta og ljóst er að talsverð vinna felst í að kynna hreyfiseðilsverkefnið innan heilsugæslunnar og heilbrigðisstofnana svo úrræðið sé vel nýtt. Nú eru starfandi yfir 20 hreyfistjórar í samtals 3,5 stöðugildum um allt land, eða um 100.000 íbúar á hvert stöðugildi. Ef þróunin verður svipuð hér og í Svíþjóð þá má búast við að innan fimm ára verði hreyfistjórar starfandi í rúmlega 10 stöðugildum eða um 33.000 íbúar á hvert stöðugildi. Skipulögð hreyfing er öflugt meðferðarúrræði til að vinna á sjúkdómum og sjúkdómseinkennum eins og langvarandi verkjum, kvíða, depurð, sykursýki, offitu, kransæðasjúkdómum, hjartabilunareinkennum, afleiðingum lungnaþembu, háum blóðþrýstingi, hækkuðum blóðfitum svo eitthvað sé nefnt. Ferli hreyfiseðilsins Við komuna til heilsugæslulæknis metur læknir einkenni og ástand einstaklingsins. Læknir kynnir hreyfiseðilsúrræðið ef hann telur að það eigi við, metur hvort viðkomandi einstaklingur tilbúinn, tekur viðeigandi mælingar og skrifar síðan hreyfiseðil sem meðferð við þeim sjúkdómi eða sjúkdómseinkennum sem verið er að fást við. Hreyfingin getur nýst sem sértæk meðferð við sjúkdómum/einkennum, eða sem hluti af annarri meðferðar svo sem lyfjagjöf Því næst er einstaklingnum gefinn tími hjá hreyfistjóranum sem staðsettur er innan heilsugæslustöðvarinnar/ heilbrigðisstofnunarinnar. Við komu til hreyfistjóra skoða skjólstæðingur og hreyfistjóri í sameiningu hvaða úrræði gætu hentað sem reglubundin hreyfing. Þá er framkvæmt 6 mínútna göngupróf til að meta þol og hvernig líkaminn bregst við álagi. Í framhaldinu er einstaklingsmiðuð hreyfiáætlun útbúin, en hún tekur mið af einkennum/sjúkdómi, áhuga skjólstæðings og getu Eftirfylgni hreyfistjórans byggir á því að einstaklingurinn hringir í ákveðið símanúmer eða skráir sig inn á vefsíðuna, hreyfisedill. is í hvert sinn sem hreyfing er stunduð samkvæmt hreyfiáætluninni. Þessi skráning einstaklingsins auðveldar utanumhald hreyfistjórans og gefur möguleika á markvissri eftirfylgd um framvindu og gang mála í formi samtala og hvatningar. Skráningin gefur þátttakendum möguleika á gagnvirkri endurgjöf og auðveldar hún jafnframt árangursmælingar af verkefninu. Læknir fylgir einstaklingnum eftir í hefðbundnu lækniseftirliti. Það er ánægjulegt að sjá þetta verkefni verða að veruleika í heilbrigðisþjónustunni og hlökkum til að taka þátt í því að gera hreyfingu að meðferðarúrræði fyrir íbúa Austur-Skaftafellssýslu. Matthildur Ásmundardóttir, sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri HSU, Hornafirði Einar Smári Þorsteinsson, sjúkraþjálfari HSU, Hornafirði Heilsugæslan efnir til söfnunar fyrir nýju ómtæki Hreyfiseðill orðinn raunhæfur kostur

description

 

Transcript of Eystrahorn 4. tbl. 2015

Page 1: Eystrahorn 4. tbl. 2015

Fimmtudagur 29. janúar 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn4. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Ómtæki nýtist starfsmönnum heilsugæslunnar til ýmissa verka. Læknar í dag eru farnir að líta á ómtæki sem framlengingu á hlustunarpípunni og sem nauðsynlegt tæki til greiningar og við meðferð á ýmsum sjúkdómum. Sem dæmi má nefna snemmsónar, kanna legu fósturs á meðgöngu, greina blæðingu í kviðarholi og gollurshúsi, greina loftbrjóst eða blóð í brjóstholi, finna æðar fyrir æðaleggi og ýmislegt annað sem ekki þarf sérfræðikunnáttu til. Ómtækið sem heilsugæslan á í dag er orðið gamalt og óáreiðanlegt. Lítið hefur verið hægt að nota tækið undanfarin ár. Starfsfólk HSSA hefur því ákveðið að efna til söfnunar fyrir nýju tæki, Mindray M7 sem kostar 5 milljónir. Það

tæki er einfalt í notkun og myndgæðin í því eru mjög góð. Innifalið er búnaður sem getur sent myndir úr tækinu í tölvu og einnig er hægt að senda á sérfræðinga til úrlestrar. Nýtt ómtæki mun því efla öryggi við greiningu og meðferð sjúkdóma og starfsöryggi lækna. Við biðlum því til fyrirtækja, líknarfélaga og íbúa á Hornafirði að styðja Heilbrigðisstofnun Suðausturlands til kaupa á nýju ómtæki fyrir heilsugæsluna. Áhugasamir geta lagt inn á Gjafa- og minningasjóð Skjólgarðs en reikningsnúmerið er 1147-15-200513, kennitalan 430796-2169.

Elín Freyja Hauksdóttir, læknir heilsugæslustöðinni Hornafirði

Hreyfiseðill - ávísun á hreyfingu er orðinn raunhæfur valkostur innan heilbrigðis-kerfisins í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Úrræðið byggir á því að læknar heilsugæslunnar skrifi út hreyfiseðil fyrir þá einstaklinga sem þeir telja að ábending sé fyrir slíkri meðferð. Einstaklingnum er síðan vísað til hreyfistjóra til ráðgjafar og eftirfylgni. Með þessu móti er verið að bregðast við þekkingu um gagnsemi hreyfingar sem meðferðarúrræðis innan heilbrigðiskerfisins. Jafnframt er einstaklingum gefið tækifæri til að takast á við sjúkdóma með eigin atorku. Nú í febrúar mun Einar Smári Þorsteinsson sjúkraþjálfari byrja að taka við hreyfiseðlum en hann verður hreyfistjóri hér á Hornafirði.Fyrirkomulag hreyfiseðilsins er unnið út frá uppbyggingu FaR (fysiskt aktivitet på recept) í Svíþjóð og hefur Dr. Ingibjörg Jónsdóttir sem starfar hjá Streiturannsóknarstofnuninni í Gautaborg verið góður bakhjarl verkefnisins hér á Íslandi um nokkurra ára skeið. Reynslan þaðan m.a. varðandi uppbyggingu og skipulag er okkur afar dýrmæt. Fram hefur komið að hreyfistjórarnir gegna veigamiklu hlutverki varðandi kynningu, utanumhald og eftirlit með uppáskrifaðri hreyfingu og nauðsynlegt er að þeir starfi innan heilbrigðiskerfisins og séu kostaðir af því. Reynsla hér á Íslandi styður þetta og ljóst er að talsverð vinna felst í að kynna hreyfiseðilsverkefnið innan heilsugæslunnar og heilbrigðisstofnana svo úrræðið sé vel nýtt. Nú eru starfandi yfir 20 hreyfistjórar í samtals 3,5 stöðugildum um allt land, eða um 100.000 íbúar á hvert stöðugildi. Ef þróunin verður

svipuð hér og í Svíþjóð þá má búast við að innan fimm ára verði hreyfistjórar starfandi í rúmlega 10 stöðugildum eða um 33.000 íbúar á hvert stöðugildi. Skipulögð hreyfing er öflugt meðferðarúrræði til að vinna á sjúkdómum og sjúkdómseinkennum eins og langvarandi verkjum, kvíða, depurð, sykursýki, offitu, kransæðasjúkdómum, hjartabilunareinkennum, afleiðingum lungnaþembu, háum blóðþrýstingi, hækkuðum blóðfitum svo eitthvað sé nefnt.

Ferli hreyfiseðilsinsVið komuna til heilsugæslulæknis metur læknir einkenni og ástand einstaklingsins. Læknir kynnir hreyfiseðilsúrræðið ef hann telur að það eigi við, metur hvort viðkomandi einstaklingur sé tilbúinn, tekur viðeigandi mælingar og skrifar síðan hreyfiseðil sem meðferð við þeim sjúkdómi eða sjúkdómseinkennum sem verið er að fást við. Hreyfingin getur nýst sem sértæk meðferð við sjúkdómum/einkennum, eða sem hluti af annarri meðferðar svo sem lyfjagjöf Því næst er einstaklingnum gefinn tími hjá hreyfistjóranum sem staðsettur

er innan heilsugæslustöðvarinnar/heilbrigðisstofnunarinnar.Við komu til hreyfistjóra skoða skjólstæðingur og hreyfistjóri í sameiningu hvaða úrræði gætu hentað sem reglubundin hreyfing. Þá er framkvæmt 6 mínútna göngupróf til að meta þol og hvernig líkaminn bregst við álagi. Í framhaldinu er einstaklingsmiðuð hreyfiáætlun útbúin, en hún tekur mið af einkennum/sjúkdómi, áhuga skjólstæðings og getuEftirfylgni hreyfistjórans byggir á því að einstaklingurinn hringir í ákveðið símanúmer eða skráir sig inn á vefsíðuna, hreyfisedill.is í hvert sinn sem hreyfing er stunduð samkvæmt hreyfiáætluninni. Þessi skráning einstaklingsins auðveldar utanumhald hreyfistjórans og gefur möguleika á markvissri eftirfylgd um framvindu og gang mála í formi samtala og hvatningar. Skráningin gefur þátttakendum möguleika á gagnvirkri endurgjöf og auðveldar hún jafnframt árangursmælingar af verkefninu. Læknir fylgir einstaklingnum eftir í hefðbundnu lækniseftirliti.Það er ánægjulegt að sjá þetta verkefni verða að veruleika í heilbrigðisþjónustunni og hlökkum til að taka þátt í því að gera hreyfingu að meðferðarúrræði fyrir íbúa Austur-Skaftafellssýslu.

Matthildur Ásmundardóttir, sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri HSU, Hornafirði

Einar Smári Þorsteinsson, sjúkraþjálfari HSU, Hornafirði

Heilsugæslan efnir til söfnunar fyrir nýju ómtæki

Hreyfiseðill orðinn raunhæfur kostur

Page 2: Eystrahorn 4. tbl. 2015

2 EystrahornFimmtudagur 29. janúar 2015

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Vöfflukaffifimmtudaginn 29. janúar frá 17:00 - 18:30 í húsnæði félagsins að Álaugarvegi.

Allir velkomnir í spjall við bæjarfulltrúa Framsóknar um bæjarmálin.

Kvenfélagið TíbráFélagsfundur og prjónakvöld í Ekrunni fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20:00.Ræðum framtíð félagsins og eigum notalega kvöldstund.Nýjar konur ávallt velkomnar.

Stjórnin

HafnarkirkjaSunnudaginn 1. febrúar Messa og sunnudagaskóli

kl. 11:00

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Föstudagshádegi í Nýheimum Guðrún Sigurðardóttir ferðamálafræðingur, betur þekkt undir nafninu Gúa, mun flytja fyrirlestur um

ferðalag sitt um Galapagos-eyjar næstkomandi föstudag kl. 12:15 í Nýheimum. Áhugaverð frásögn í máli og myndum – allir velkomnir.

Starfsfólk Nýheima

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Eyrún Unnur Guðmundsdóttir var nýverið ráðin sem verkefnastjóri til eins árs í hlutastarfi hjá Skólaskrifstofu Hornafjarðar. Eyrún, sem er félagsráðgjafi að mennt, hefur sl. ár verið í fæðingarorlofi en þar áður starfaði hún á Heilsuleikskólanum Krakkakoti frá árinu 2011 og Grunnskóla Hornafjarðar árin 2006-2011. Eyrún er gift Jóni Kristjáni Rögnvaldssyni, félagsmálastjóra, og saman eiga þau þrjú börn

á aldrinum 9 mánaða til 9 ára. Eyrún mun vinna að afmörkuðum verkefnum á vegum fræðslu- og tómstundanefndar m.a. mun hún koma að fullvinnslu menntastefnunnar, endurskipulagningu vinnuskólans og fleiri verkefnum.

Nýr starfsmaður hjá Skólaskrifstofu

Þorrablót félags eldri Hornfirðinga

verður haldið í EKRUNNI föstudaginn 30. janúar 2015

• EKRAN opnar kl. 19:15• Blótið hefst stundvíslega kl. 20:00• Fjöldi frábærra skemmtiatriða• Aðgöngumiðar gilda sem

happdrættismiðar• Eftir borðhald verður dansað.

• Hilmar og fuglarnir leika fyrir dansi.

Blótsgestir athugið:Ekki er hægt að taka við greiðslukortum á

blótinu er því nauðsynlegt að hafa peninga við höndina.

Góða skemmtun!Þorrablótsnefnd FEH 2015

Page 3: Eystrahorn 4. tbl. 2015

3Eystrahorn Fimmtudagur 29. janúar 2015

Óskar Guðnason verður með málverkasýningu í kaffistofu Domus Medica frá 1. febrúar út mánuðinn.

Olíu- og akrýlmálverk sem máluð hafa verið á síðastliðnum 2 - 3 árum.

Opið virka daga frá kl. 8:00 - 19:00.

Miðvikudagskvöldið 21. janúar hélt Þrykkjuráð ásamt starfsmönnum og fleiri áhugasömum nemendum Kaffihúsakvöld í Sindrabæ. Kvöldið gekk vonum framar og viðbrögð ungmenna á Hornafirði létu ekki á sér standa. Tæplega 80 ungmenni mættu og áttu góða stund saman, en allur ágóði kvöldsins mun renna til tækjakaupa og uppbyggingar að bættri félagsmiðstöð á Hornafirði. Á síðustu önn var lögð mikil áhersla á að virkja ungmennin okkar með því að bjóða upp á fjölbreytt félagsstarf við hæfi sem flestra. Í boði voru mismunandi viðburðir í hverri viku og opin kvöld, ásamt virku og fjölbreyttu klúbbastarfi en Þrykkjuráð hefur unnið gott starf við slíkan undirbúning síðustu mánuði. Það kostaði oft blóð, svita og tár en þegar þau horfa til baka sjá þau blóm sem loksins tók að blómstra. Starfið hefur gengið ótrúlega vel og aðsókn í félagsmiðstöðina aukist langt fram úr öllum vonum. Það má því með sanni segja að markmið síðustu annar hafi tekist, þ.e.a.s að fá hornfirsk ungmenni til að nýta sér það óhefðbundna en engu að síður frábæra menntasetur sem félagsmiðstöðin er. Við lok eldri verkefna og markmiða taka við ný og skemmtileg markmið sem í sameiningu verður gaman að takast á við. Á næstu mánuðum mun Þrykkjuráð, ásamt öllum þeim ungmennum sem vilja leggja sitt af mörkum, safna fjármagni fyrir betrumbættri félagsmiðstöð. Ljóst er að flest tæki í Þrykkjunni eru orðin heldur gömul og töluvert lúin og er það óskandi að geta bætt úr því. Kaffihúsakvöldið var aðeins fyrsti liður í þeirri fjáröflun sem farin er af stað hjá ungmennum Þrykkjunnar, en á næstu dögum mun Þrykkjuráð ganga í fyrirtæki og safna áheitum fyrir svokölluðu sólarhringssundi. Þá munu hornfirsk ungmenni hjálpast að við að synda viðstöðulaust í heilan sólarhring og safna þannig fjármagni til að gera félagsmiðstöðina að sínum griðastað. Stað þar sem þeim líður vel og fá að læra að takast á við lífið á sínum eigin forsendum, finna styrkleika sína og stuðla að bættri sjálfsmynd. Með von um góðar viðtökur, félagsmiðstöðin okkar skiptir máli!

Dagbjört Ýr Kiesel, tómstundafulltrúi Hornafjarðar

Fræðslu- og tómstundarnefnd ákvað á fundi sínum 21. janúar síðastliðinn að leggja til að tómstundastyrkurinn hækkaði um 100% og verði kr. 40.000- á barn. Einnig að styrkurinn verði greiddur fyrir börn frá 6 - 18 ára en hann var áður fyrir 6 - 16 ára. Að öðru leyti verði reglur um styrkinn óbreyttar en þær má finna á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/stjornsysla undir umsóknir. Tillagan var samþykkt af bæjarráði og tekur hún gildi í janúar 2015. Þessi breyting er í samræmi við málefnasamning meirihlutans um að auka þátttöku barna og unglinga í æskulýðs- og tómstundastarfi ásamt því að koma til móts við barnmargar fjölskyldur. Á unglingsárunum verður mest brottfall úr íþróttum og tómstundum og oft eru unglingar farnir að taka sjálfir þátt í kostnaði sem hlýst af þátttökunni. Með aukinni niðurgreiðslu og hækkun upp í 18 ár er þess vænst að það dragi úr brottfalli unglinga. Einnig er þess vænst að þetta auðveldi börnum og unglingum að stunda fjölbreyttari tómstundir. Starfshópi um íþrótta- og tómstundamál hefur svo verið falið að yfirfara reglur um styrkinn.

Hjálmar J. Sigurðsson formaður Fræðslu- og tómstundanefndar

Starfsfólk vantar yfir sumartímann 2015Fosshótel Vatnajökull auglýsir eftir sumarstarfsfólki. Við hvetjum alla einstaklega yfir 18 ára aldri sem hafa áhuga á að vinna í skemmtilegu, krefjandi og vinalegu umhverfi til að sækja um. Einstaklingar þurfa að geta hafið störf í apríl og starfað fram í september. Nauðsynlegt er að viðkomandi búi yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu, hæfni til að vinna undir álagi ásamt sjálfstæði í vinnubrögðum.Starfsfólk vantar í eftirfarandi stöður: • Matreiðslumaður eða manneskja með mikla reynslu

af eldamennsku. • Lærður eða reynslumikill þjónn. • Fólk í eldhús.• Fólk í sal.• Næturvarsla.• Herbergisþrif.• Starfsfólk í móttöku.Ef þú telur þig búa yfir réttu hugarfari og vilja til að starfa hjá okkur á Fosshótel Vatnajökli, sendu okkur þá ferilskrána þína á [email protected] Vinsamlegast takið fram tegund starfs í umsókn.Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarupplýsingar.

Hækkun á tómstundastyrk

Metmæting í Þrykkjuna

Page 4: Eystrahorn 4. tbl. 2015

4 EystrahornFimmtudagur 29. janúar 2015

Hollvinasamtök stofnuð 21. janúar síðastliðinn

Þann 21. janúar síðastliðinn komu saman velunnarar Miklagarðs í Nýheimum. Kallað var til opins fundar, ekki fyrir svo alls löngu þar sem setja átti á laggirnar hollvinasamtök Miklagarðs. Ætlunin er að gera Miklagarð upp í sinni upprunalegu mynd og til þess að það gangi sem skyldi er mikilvægt að hafa stuðning samfélagsins alls sem og annarra velunnara. Þar sem Mikligarður fagnar sínu aldar afmæli árið 2019 væri óskandi að uppbygging hans væri vel á veg komin og jafnvel lokið þegar að því kemur. Er það markmið hollvinasamtaka Miklagarðs að styðja við þá uppbyggingu með stuðningi sínum og velvilja.

ForsaganÍ maí 1919 var Þórhalli Daníelssyni kaupmanni úthlutuð 1.090 fermetra útgerðar- og verslunarlóð á Heppunni. Þegar vetrarvertíð hófst 1920 var búið að reisa þar stórhýsi með sex verbúðum, söltunarplássi og beitingaraðstöðu. Húsinu var gefið nafnið Mikligarður. Á árunum 1920-1925 hélt Þórhallur áfram uppbyggingu á Heppunni. 1920 lét hann reisa íshús ofan við vesturenda Miklagarðs og árið eftir verslunar- og skrifstofuhús litlu austar. Árið 1922 var byggt rafstöðvarhús í sömu húsaröð og í desember sama ár var allt atvinnuhúsnæði Þórhalls

raflýst ásamt bryggju og íbúðarhúsinu Garði. Árið 1925 tók Þórhallur svo í notkun nýja lifrarbræðslu austarlega á Heppu. Öll húsin voru steypt nema efri hæð Miklagarðs og verslunarhússins, sem voru úr timbri.

VertíðirAustfirsku vélabátarnir sem komu til Hafnar á vertíðir komu flestir frá Eskifirði, Norðfirði og Seyðisfirði en einnig nokkrir frá Fáskrúðsfirði, Mjóafirði og Reyðarfirði. Yfirleitt voru bátarnir að koma einn af öðrum til Hornafjarðar í febrúar en þegar kom fram undir mánaðarmótin apríl-maí tóku sjómennirnir að hugsa sér til hreyfings á ný, enda fór þorskur venjulega að ganga norður með Austfjörðum um það leyti. Á árunum 1925-1945 lætur nærri að 10 aðkomumenn hafi fylgt hverjum austfirskum vélbáti sem haldið var úti á Hornafirði og má því ætla að um 300 manns hafi dvalið í verstöðvunum á Höfn og í eyjunum þegar aðsókn Austfirðinga var sem mest. Lætur nærri að íbúatala Hafnar hafi tvö- til þrefaldast á vetrarvertíðum. (Arnþór Gunnarsson, 1997. Saga Hafnar, bls. 255-256)

Mikligarður Í menningar- og atvinnusögulegu samhengi hefur Mikligarður þjónað veigamiklu hlutverki hvað varðar þróun byggðar og

mótun samfélagsins hér á Höfn ef ekki öllu héraðinu. Mikligarður var hálfgerð félagsmiðstöð, skammtíma heimili margra aðfluttra, kirkja, íþróttahús, tónlistarskóli, dansstaður, stúkur og síðast ekki síst þau hlutverk sem honum var ætlað í upphafi, verbúð, söltun og beitingaraðstaða útgerðarinnar. Þegar rætt er um samfélagið á Höfn þá er varla hægt að minnast þess án þess að Mikligarður komi þar við sögu. Þessi bygging hefur að geyma sögu byggðar og samfélags í mótun sem skila þarf til komandi kynslóða með sóma.

FramtíðarsýnSafnastefna og stofnskrá Hornafjarðarsafna frá því 2013 kveður á um þau markmið og vinnulag sem sett hafa verið innan safnsins til næstu 10 ára. Innan þessarar stefnu er lögð rík áhersla á að Mikligarður verði höfuðsafn Hornafjarðarsafna til framtíðar. En til þess að endurvekja lífið sem í Miklagarði var forðum og hefja endurreisn skal skerpa á nokkrum þáttum:

Menningarhúsið MikligarðurÞað er ekkert nýnæmi að rætt sé um endurgerð Miklagarðs og nýtingu hans í þágu menningar og lista. Sú umræða nær allt aftur til ársins 1999 og er hægt að finna fundargerðir bæjarráðs þess efnis. En árið 2003 var farið að ræða endurgerð Miklagarðs

Mikligarður- Menningarhús í hjarta Hafnar -

Page 5: Eystrahorn 4. tbl. 2015

5Eystrahorn Fimmtudagur 29. janúar 2015

fyrir alvöru og þremur árum síðar eða árið 2006 kom út skýrslan, Mikligarður- miðstöð skapandi atvinnugreina -atvinnuþróun til framtíðar 2006. (sjá hornafjardarsofn.is)Þessi skýrsla er keimlík þeim framtíðarhorfum sem verið er að ræða í dag þó auðvitað séu áherslubreytingar.Sú framtíðarsýn sem verið er að ræða er eftirfarandi:

HugmyndafræðiInnan Miklagarðs verða m.a.:1. Hornafjarðarsöfn2. Heimamarkaðsbúð3. Skapandi greinar4. Kaffihús

1. HornafjarðarsöfnEfri hæð Miklagarðs verði nýtt (hlutfall ekki ráðið) sem sýningar- og rannsóknarrými

Hornafjarðarsafna- Þar sem lögð er áhersla á samspil manns og náttúru frá öndverðu til okkar daga (sjá framtíðarsýn Hornafjarðarsafna á hornafjardarsofn.is). Undir einu þaki tvinnast því saman í eina heild, náttúrugripasafn, byggðasafn, sjóminjasafn og jökulheimar sem verður að mestu hreyfanlegt rými og byggir á fræðum í nútíma og miðlun sögunnar sem við þekkjum.

2. HeimamarkaðsbúðÁ efri hæð verði markaður þar sem seldar eru vörur úr héraði með tilheyrandi andrúmslofti.

3. Skapandi greinarNeðri hæð Miklagarðs fari að mestu undir rými fyrir skapandi greinar o.þ.h. starfsemi.

4. Kaffihús/veitingasalaÆskilegt er að kaffí- og/eða mathús verði í húsinu svo hægt verði að setjast niður og njóta þess sem húsið hefur upp á að bjóða, má í því samhengi nefna, netaðgang (wifi), bækur, blöð og helstu tímarit. Aðstaðan skal vera í anda hússins.Það er því mikið verk framundan ef gera á vel við Miklagarð til framtíðar og ekki seinna vænna en að hefjast handa þar sem hann verður 100 ára gamall árið 2019. Eins og flestir kannast við flýgur tíminn sem óð-fluga og því ráð að hefjast handa í sameiningu.ps: þeir sem vilja skrá sig í samtökin mega hafa samband við Hornafjarðarsöfn í síma 4708052 eða á [email protected].

Með kærri kveðju, Vala Garðarsdóttir forstöðumaður Hornafjarðarsafna

ÍM í HMÍslandsmeistaramótið í HornafjarðarMANNA

verður haldið í Skaftfellingabúð, Laugarvegi 178,

föstudaginn 6. febrúar kl. 20:00

Útbreiðslustjóri

Page 6: Eystrahorn 4. tbl. 2015

6 EystrahornFimmtudagur 29. janúar 2015

SKRÁÐU ÞIG NÚNA!

www.lbhi.is/namskeid - síma 433 5000 [email protected]

Ostagerð Í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands Mismunandi vinnsluaðferðir við gerð mismunandi osta. Haldið 7. febrúar á Höfn

Nám fyrir frjótækna Í samstarfi við Nautastöð BÍ

Bóklegt nám fyrir þá sem vilja öðlast starfsréttindi frjótækna.

Hefst 4. febrúar á Hvanneyri

Endurmenntun LbhÍ

Félagsfundir í verslunarmannadeild AFLs verða

haldnir á eftirfarandi stöðum:

Búðareyri 1 Reyðarfirði 3. febrúar 2015 kl. 18:00

Víkurbraut 4 Hornafirði 5. febrúar 2015 kl. 18:00

Dagskrá fundanna:• Komandi kjarasamningar• Önnur mál

Á fundinn eru boðaðir félagsmenn sem starfa við verslunar –og skrifstofustörf.

AFL Starfsgreinafélag Verkamannadeild

LOKAÐSundlaug Hafnar verður lokuð

laugardaginn 31. janúar vegna viðgerða.

Biðjum gesti velvirðingar á þessum óþægindum.

Sundlaugin verður opin aftur frá og með kl. 10:00

sunnudaginn 1. febrúar.

Starfsfólk Sundlaugar Hafnar

Þorrablót Suðursveitar og Mýra

verður haldið laugardaginn 7. febrúar n.k. í Hrollaugsstöðum.

Húsið opnað kl 19:30

Borðhald hefst stundvíslega kl 20:30

Hljómsveitin Allt í einu leikur fyrir dansi.

Aðgangseyrir 7.000 kr (tökum kort)

Aldurstakmark 18 ára

Miðapantanir hjá Aðalbjörgu í síma 691-2541

og Oddnýju í síma 777-4951.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir

Nefndin

Page 7: Eystrahorn 4. tbl. 2015

7Eystrahorn Fimmtudagur 29. janúar 2015

Miðvikudaginn 21. janúar síðastliðinn fór fram vel sótt málstofa í Nýheimum um stöðu ungs fólks í dreifðum byggðum, atgervisflótta og valdeflingu. Tilefnið er þátttaka Þekkingarsetursins Nýheima í yfirstandandi fjölþjóðlegu verkefni um efnið. Markmið verkefnisins, sem kallast Mótstöðuafl (e. Opposing Force) er tvíþætt: Annars vegar leiðtogaþjálfun eða jafningjafræðsla meðal ungs fólks þar sem efnistökin eru jafnrétti kynjanna og staðalmyndir kynjanna; og hins vegar viðhorfskönnun meðal ungs fólks um stöðu ungmenna í samfélaginu á Hornafirði með tilliti til menntunarkosta, atvinnu- og samfélagsþátttöku. Meðal framsögumanna á málstofunni var félagsfræðingurinn Dr. Lotta Svensson sem kynnti bakgrunn verkefnisins sem á rætur að rekja í rannsókn hennar á stöðu ungmenna í Söderhamn í Svíþjóð. Af hennar máli mátti skilja að margt er líkt með sveitarfélögunum og samfélaginu á hvorum stað og verkefnin af líkum toga. Því næst gerði Margrét Gauja Magnúsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og ráðgjafi við FAS, grein fyrir jafningjafræðslu sem að fram fór á haustmisseri og fyrirhugaðri frekari fræðslu og þjálfun. Með henni í för var hópur tilvonandi jafningjafræðara sem einnig tóku til máls og sögðu frá reynslu sinni af verkefninu. Athygli vakti hversu vel ungmennin komu fyrir og hversu jákvæða og skýra sýn þau virtust hafa á málefnið. Þá tók Hugrún Harpa Reynisdóttir, verkefnastjóri hjá Þekkingarsetrinu Nýheimum, til máls og kynnti frumniðurstöður viðhorfskönnunarinnar. Þar kom meðal annars fram hversu lítil samfélagsþátttaka virðist vera meðal ungs fólks, þ. e. hversu lítil eftirspurn virðist vera eftir framlagi þeirra og hversu litla hvatningu þau fá til að sýna frumkvæði í þá átt. Einnig kom fram hvernig menntunarval getur komið í veg fyrir atvinnumöguleika í ljósi einhæfs atvinnulífs í Hornafirði. Að því loknu fóru fram kynningar og umræður um mikilvægi samstarfs á sviði menntunar, menningar, rannsókna og nýsköpunar, og möguleg sameiginleg framtíðarverkefni. Góður rómur var gerður að umræðunum og ljóst að efni fundarins snertir mikilvæg viðfangsefni líðandi stundar. Búast má við að frekari niðurstöður verkefnisins verði kynntar eftir því sem verkefninu vindur áfram. Þá er einnig stefnt að ráðstefnu um stöðu ungmenna eða ungmennaþingi á haustmánuðum á Höfn.

Málstofa um Mótstöðuafl

Laugardaginn 31. janúar n.k fagna Nesja- og Lónmenn því að 60 ár eru liðin frá því að fyrsta þorrablót var haldið í Nesjum. Á það blót komu 88 manns, Kalli og Berta spiluðu fyrir dansi. Þeir einu sem enn eru á lífi úr fyrstu þorrablótsnefndinnni eru þau Ingólfur og Ingibjörg í Grænahrauni. Þorrablótin hafa tekið breytingum eins og annað í tímans rás. Fyrstu árin var blótið einungis bundið við Nesin en árið 1975 komu Lónmenn inn í þessar samkomur. Á fyrri tímum sáu nefndirnar um allan mat og viðurgjörning. Þorramaturinn hefur ávallt verið í öndvegi en einnig var grautur í eftirmat, oft hrísgrjónagrautur eða sveskjugrautur. Á miðju balli var gert hlé og þá gátu menn gætt sér á rjómapönnukökum og kaffi. Vínið, sem nefndin blandaði sjálf, var borið fram í könnum, og höfðu nefndarmenn því styrkleikann í hendi sér. Er líða fór á samkomuna var gjarnan gengið um með 2 könnur með mismunandi styrkleika og hellt í glösin eftir því sem við átti, þ.e hversu góðglaðir menn voru orðnir. Með þessu móti gat nefndin stjórnað áfengismagni í blóði gestanna! Fljótt skapaðist sú hefð að flytja frumsamdar vísur um nefndarmenn. Það eru ófáar vísurnar sem þau Aðalheiður Geirsdóttir og Sigurður Björnsson sömdu, auka annarra. Í fjöldamörg ár flutti Hreinn Eiríksson frumsamdar gamanvísur um sveitungana og Sigjón Bjarnason á Brekkubæ lék undir á píanóið. Þetta var lengi hápunktur samkomunnar er þeir félagar stigu á svið og er mörgum ógleymanlegt. Hin síðari ár, þegar húsnæðið í Mánagarði stækkaði hafa þorrablótin verið öllum opin, en nefndarskipan og skemmtiatriði áfram bundin við þessar tvær sveitir. Eftir að því sem að blótin urðu fjölmennari var farið að kaupa matinn tilbúinn af veitingamönnum og þannig gafst nefndunum tækifæri til að leggja meiri vinnu í skemmtiatriðin. Á blótinu á laugardaginn verður að venju ekkert til sparað í skemmtatriðunum, enda af nógu að taka úr mannlífinu í Nesjum og Lóni á síðasta ári.

60 ár frá fyrsta þorrablóti í Nesjum

Ávallt glatt á hjalla á þorrablótum í Mánagarði!

Umboðsaðili

Page 8: Eystrahorn 4. tbl. 2015

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

Í SUMARHÚSIÍ SUMARHÚSI

Orlofshús AFLs páskavikuna, 1.-8. apríl 2015Klifabotn í Lóni, Einarsstaðir og Illugastaðir

Umsóknarfrestur er til 27. febrúar - úthlutað verður 2. mars.

Hér

aðsp

rent

Hægt er að sækja um á skrifstofum félagsins eða á heimasíðu AFLs.

(Nánari uppl. á heimasíðu okkar: www.asa.is)