Eystrahorn 38. tbl. 2015

8
Fimmtudagur 5. nóvember 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 38. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is Hornafjörður í fimmta sæti Í nýjasta tölublaði Vísbendingar kemur fram Sveitarfélagið Hornafjörður stendur fjárhagslega mjög vel miðað við önnur sveitarfélög á landinu og er valið í fimmta sæti sem draumasveitarfélag. Seltjarnarnes kom best út og var valið draumasveitarfélagið en 36 sveitarfélög voru í úrtakinu. Tímaritið Vísbending hefur í mörg ár skoðað fjárhag sveitarfélaganna. Vísbending gefur sveitarfélögum á landinu einkunn í nokkrum þáttum, þar sem gerður er samanburður á hvernig þau eru stödd fjárhagslega, en tekið er fram að það geti ekki veitt fullnægjandi svör um fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna. Fimm þættir voru skoðaðir; breytingar á fjölda íbúa, afkoma sem hlutfall af tekjum, skattheimta, hlutfall skulda af tekjum og veltufjárhlutfall. Hornafjörður kemur mjög vel út í samanburði við önnur sveitarfélög Skuldir á íbúa er talið gefa góða vísbendingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga. Þegar gerður er samanburður á landsvísu þá er skuldastaðan á Hornafirði ásættanleg, þegar reiknaðar eru skuldir sem hlutfall af tekjum. Hlutfallið gefur til kynna hve lengi sveitarfélögin eru lengi að borga skuldir sínar ef þau þyrftu ekki að sinna rekstri eða nýjum framkvæmdum. Það sem dregur Hornafjörð niður er að íbúafjöldinn stendur í stað á milli ára. Árið 2014 eru skuldir Sveitarfélagsins Hornafjarðar 47% sem hlutfall af tekjum en sem dæmi þá eru skuldir hlutfall af tekjum í Reykjavík 186%, Fjarðabyggð 149%, Garðabæ 82% en Seltjarnarnes aðeins 9%. Þess má geta að Seltjarnarnes er í fyrsta sæti og Garðabær í öðru sæti yfir draumasveitarfélög. Tekjur sveitarfélaga á íbúa virðast ekki haldast í hendur við skuldahlutfall sveitarfélaga. Hornafjörður er í meðaltali í þeim flokki eða um 975 þús. pr. mann en Reykjavík er með 1.098 þús., Fjarðabyggð 1.167 þús., Garðabær 786 þús. Veltufjárhlutfallið á Hornafirði er 0,91 sem gefur vísbendingu um að sveitarfélagið sé með nokkuð góða lausafjárstöðu, miðað við að viðmið um draumasveitarfélag sé með veltufjárhlutfall nálægt 1.0. Þá er afkoma sveitarfélagsins sem hlutfall af tekjum 10,3 % en á að vera sem næst 10% sem telst mjög gott. Hornafjörður hefur verið í efstu sætum síðustu ár en árið 2013 datt sveitarfélagið niður í 19 sæti en talið er að fækkun íbúa það árið hafi haft þau áhrif, þar sem aðrar samanburðartölur gefa til kynna að sveitarfélagið hafi staðið mjög vel að vígi það ár eins og hin samanburðarárin. Stuðst er við heimildir úr 42 tölublaði Tímaritsins Vísbending frá 26. október 2015. Næstkomandi laugardag, 7. nóvember, verður opnuð sveitabúð í húsnæði N1 í Nesjum. Að opnuninni standa hjónin á Hólabrekku og ábúendur á Miðskeri. Í versluninni verður boðið upp á vörur beint frá býli sem sagt afurðir úr svínakjöti, kartöflur, lífrænt ræktað grænmeti og grænmetisréttir. Verslunin verður opin á laugardögum frá kl. 12:00-17:00. Auglýst verður sérstaklega ef um annan og meiri opnunartíma verður að ræða. Seldar verða veitingar á staðnum. Súpa og brauð og að sjálfsögðu kaffi og með því. Hugmyndin með þessari verslun er að auðvelda aðgengi fólks að vörum beint frá býli og handunnum vörum og þar sem húsnæðið er mjög stórt, er nóg rými fyrir þá sem hafa áhuga á að koma sinni vöru á framfæri. Einnig er hugmyndin að gefa félagasamtökum sem eru í fjáröflun pláss þegar þeim hentar.Við vonum að þessari nýjung verði vel tekið og fólk sýni því áhuga að koma og versla og fá sér kaffibolla og spjalla. Sveitabúð opnuð í Nesjum Mynd: Þorvarður Árnason

description

 

Transcript of Eystrahorn 38. tbl. 2015

Page 1: Eystrahorn 38. tbl. 2015

Fimmtudagur 5. nóvember 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn38. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Samfélagsvefurinn www.hornafjordur.is

Hornafjörður í fimmta sætiÍ nýjasta tölublaði Vísbendingar kemur fram að Sveitarfélagið Hornafjörður stendur fjárhagslega mjög vel miðað við önnur sveitarfélög á landinu og er valið í fimmta sæti sem draumasveitarfélag. Seltjarnarnes kom best út og var valið draumasveitarfélagið en 36 sveitarfélög voru í úrtakinu. Tímaritið Vísbending hefur í mörg ár skoðað fjárhag sveitarfélaganna. Vísbending gefur sveitarfélögum á landinu einkunn í nokkrum þáttum, þar sem gerður er samanburður á hvernig þau eru stödd fjárhagslega, en tekið er fram að það geti ekki veitt fullnægjandi svör um fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna. Fimm þættir voru skoðaðir; breytingar á fjölda íbúa, afkoma sem hlutfall af tekjum, skattheimta, hlutfall skulda af tekjum og veltufjárhlutfall.

Hornafjörður kemur mjög vel út í samanburði við önnur

sveitarfélögSkuldir á íbúa er talið gefa góða vísbendingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga. Þegar gerður er samanburður á landsvísu þá er skuldastaðan á Hornafirði ásættanleg, þegar reiknaðar eru skuldir sem hlutfall af tekjum. Hlutfallið gefur til kynna hve lengi sveitarfélögin eru lengi að borga skuldir sínar ef þau þyrftu ekki að sinna rekstri eða nýjum framkvæmdum. Það sem dregur Hornafjörð niður er að íbúafjöldinn stendur í stað á milli ára. Árið 2014 eru skuldir Sveitarfélagsins Hornafjarðar 47% sem hlutfall af tekjum en sem dæmi þá eru skuldir hlutfall af tekjum í

Reykjavík 186%, Fjarðabyggð 149%, Garðabæ 82% en Seltjarnarnes aðeins 9%. Þess má geta að Seltjarnarnes er í fyrsta sæti og Garðabær í öðru sæti yfir draumasveitarfélög. Tekjur sveitarfélaga á íbúa virðast ekki haldast í hendur við skuldahlutfall sveitarfélaga. Hornafjörður er í meðaltali í þeim flokki eða um 975 þús. pr. mann en Reykjavík er með 1.098 þús., Fjarðabyggð 1.167 þús., Garðabær 786 þús. Veltufjárhlutfallið á Hornafirði er 0,91 sem gefur vísbendingu um að sveitarfélagið sé með nokkuð góða lausafjárstöðu, miðað við að viðmið um

draumasveitarfélag sé með veltufjárhlutfall nálægt 1.0. Þá er afkoma sveitarfélagsins sem hlutfall af tekjum 10,3 % en á að vera sem næst 10% sem telst mjög gott. Hornafjörður hefur verið í efstu sætum síðustu ár en árið 2013 datt sveitarfélagið niður í 19 sæti en talið er að fækkun íbúa það árið hafi haft þau áhrif, þar sem aðrar samanburðartölur gefa til kynna að sveitarfélagið hafi staðið mjög vel að vígi það ár eins og hin samanburðarárin.

Stuðst er við heimildir úr 42 tölublaði Tímaritsins Vísbending frá 26. október 2015.

Næstkomandi laugardag, 7. nóvember, verður opnuð sveitabúð í húsnæði N1 í Nesjum. Að opnuninni standa hjónin á Hólabrekku og ábúendur á Miðskeri. Í versluninni verður boðið upp á vörur beint frá býli sem sagt afurðir úr svínakjöti, kartöflur, lífrænt ræktað grænmeti og grænmetisréttir. Verslunin verður opin á laugardögum frá kl. 12:00-17:00. Auglýst verður sérstaklega ef um annan og meiri opnunartíma verður að ræða. Seldar verða veitingar á staðnum. Súpa og brauð og að sjálfsögðu kaffi og með því. Hugmyndin

með þessari verslun er að auðvelda aðgengi fólks að vörum beint frá býli og handunnum vörum og þar sem húsnæðið er mjög stórt, er nóg rými fyrir þá sem hafa áhuga á að koma sinni vöru á framfæri. Einnig er hugmyndin að gefa félagasamtökum sem eru í fjáröflun pláss þegar þeim hentar.Við vonum að þessari nýjung verði vel tekið og fólk sýni því áhuga að koma og versla og fá sér kaffibolla og spjalla.

Sveitabúð opnuð í Nesjum

Mynd: Þorvarður Árnason

Page 2: Eystrahorn 38. tbl. 2015

2 EystrahornFimmtudagur 5. nóvember 2015

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

EystrahornEystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Samfélagssjóður Hornafjarðar auglýsir umsóknarfrest vegna jólaaðstoðar.

Umsóknarfrestur til sjóðsins vegna jólaaðstoðar er til og með 17. nóvember nk.

Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur sjóðsins eru á heimasíðu sveitarfélagsins á slóðinni www.hornafjordur.is/samfelagssjodurEinnig er hægt að fá umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofunni og

þangað er útfylltum umsóknum skilað.Kannið möguleikana sem Samfélagssjóðurinn hefur til aðstoðar

og vekið athygli annarra á þessari auglýsingu.Stjórn Samfélagssjóðs Hornafjarðar

Í tilefni af 50 ára vígsluafmælis Hafnarkirkju á næsta ári er verið að safna saman myndum úr sögu og starfinu í kirkjunni og sett verður saman sögusýning á næsta ári. Við leitum að allskonar myndum t.d. frá byggingu kirkjunnar, vígslu og safnaðarstarfi gegnum árin. Myndefnið getur verið skírnir, giftingar, fermingar, kirkjukór, foreldramorgnar, heimsóknir, hátíðir í kirkjunni, tónleikar og viðburðir sem gaman er að halda til haga e.t.v. í myndasafni Skjalasafnsins. Myndasýningin verður persónulegri með myndum frá íbúum og öðrum sem hafa komið við sögu í gegnum árin. Allir hafa átt sínar stundir í kirkjunni, í gleði og í sorg, enda er kirkjan okkar flestra og hefur komið við sögu í lífi flestra. Vinsamlega hafið samband við séra Gunnar Stíg sem mun halda utan um söfnunina og vinnslu sýningarinnar í samvinnu við sóknarnefnd og aðra starfsmenn. Myndir á pappír verða skannaðar og skilað eigendum. Myndirnar mega einnig vera skannaðar í góðri upplausn og upplýsingar um myndefnið að fylgja með. Senda má á netfang [email protected]. eða í pósti. Við vonum að sóknarbörn og fyrrverandi sóknarbörn nær og fjær taki vel í þessa ósk okkar og sendi okkur myndir og hjálpi þannig til að fagna 50 ára vígsluafmæli Hafnarkirkju og leggi sitt að mörkum að varðveita sögu Hafnar í gegnum árin.

Albert Eymundsson formaður sóknarnefndar [email protected] – sími 862-0249

Séra Gunnar Stígur Reynisson [email protected] sími 862-6567

Heimilisfang Ránarslóð 10 780 Höfn

MyndasöfnunFélagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

SAMVERUSTUND föstudaginn 6. nóvember kl. 17:00. „Svona eiga sýslumenn að vera.” Umsjón Sigurður Örn Hannesson

BINGÓ-BINGÓ Handverks- og kökubingó í Ekrunni laugardaginn 7. nóvember kl. 14:00. Glæsilegir vinningar. Ágóði rennur í píanókaupasjóð. Vonandi mæta sem flestir á BINGÓIÐ!

FélAGSVIST. Þriggja kvölda spilavistin hefst fimmtudaginn 12. nóvember kl. 20:00. Nú er eitthvað fyrir alla konur og kalla !

Kynning á starfsemi KnattspyrnudeildarUndirskrift á afrekssamningi við 3. flokk og kynning á starfi og markmiðum knattspyrnudeildar verður í Nýheimum 11. nóvember kl. 18:00 Allir velkomnir. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra

Page 3: Eystrahorn 38. tbl. 2015

3Eystrahorn Fimmtudagur 5. nóvember 2015

Prentmet ehf.

Eggert Pétursson?????????????????????

Olíumálverk

Auðun Helgason lögmaður og þjálfari Sindra hefur stofnað sína eigin lögmannsstofu hér á Hornafirði og af tilefni tók ritstjóri hann í stutt viðtal sem lesa má hér;

Aðdragandi að stofnun

lögmannsstofuStofan heitir einfaldlega Lögmannsstofa Auðuns Helgasonar (LAH). Ég átti nokkur samtöl við CATO Lögmenn í vor og sumar um breytt rekstrarfyrirkomulag. Á endanum varð niðurstaðan sú að ég stofnaði sjálfur stofu og CATO Lögmenn eru mínir samstarfsaðilar. Þetta fyrirkomulag hefur gegnið prýðilega og er komið til að vera.

Bakgrunnur og menntunMitt líf hefur meira og minna snúist um fótbolta frá því ég var ungur polli. Vorið 2008 áttaði ég mig á að ég yrði ekki eilífur í fótboltanum. Ég skráði mig því í lagadeildina í Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði síðan um haustið 2008. Ég var rétt byrjaður í lagadeildinni þegar bankarnir fóru á hliðina og íslenska krónan hrundi. Á þessum fyrstu dögum var af nógu að taka. Ég útskrifaðist síðan sem lögfræðingur í júní 2013 og fékk lögmannsréttindi í október 2014. Ég vann hjá JP Lögmönnum samhliða meistaranáminu og byrjaði síðan hjá CATO Lögmönnum eftir að ég útskrifaðist. Ég er ævinlega þakklátur fyrir þá reynslu og þekkingu sem ég fékk á báðum stöðum.

Helstu verkefnin og þjónusta sem í boði erÉg veiti almenna lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Að undanförnu hef ég unnið töluvert af verkefnum fyrir sveitarfélagið þar sem CATO Lögmenn og sveitarfélagið voru í samstarfi. Nú hefur LAH tekið við þeim verkefnum. Hjá sveitarfélaginu hafa skiplagsmálin verið áberandi á undanförnum misserum. Ég hef unnið töluvert að innheimtu slysabóta fyrir einstaklinga, útboðum á vátryggingum, skjalagerð og samningagerð, auk þess að vera skiptastjóri í nokkrum þrotabúum. Jafnframt hafa innheimtumál ratað inn á borð til mín. Síðan hef ég tekið að mér verjenda- og réttargæslustörf í sakamálum svo fátt eitt sé nefnt. Síðan hef ég tekið að mér málflutning í bæði einka- og sakamálum.

Ráðgjöf að kostnaðarlausuSkrifstofa LAH er á 2. hæð í Miðbæ og þangað eru allir velkomnir. Ef fólk vill kanna réttarstöðu sína getur það leitað til mín og fengið ráðgjöf sér að kostnaðarlausu. Slík ráðgjöf er veitt án allra skuldbindinga. Fólk getur líka nálgast frekari upplýsingar á www.lah.is.

Jólakort MS-félagsins í ár skartar listaverki eftir Eggert Pétursson, falleg mynd sem hann nefnir sortulyng. Sala jólakortanna er mikilvæg tekjulind fyrir félagið og kosta 7 kort saman í pakka kr. 1.000,-. Kortin eru nú tilsölu hjá Valgeiri Hjartarsyni Garðsbrún 2, sími 848-4083. Í nóvember verður gengið í hús og kortin boðin til sölu. MS-félagið vonar að fólk sjái sér fært að styrkja gott málefni um leið og þú sendir fallega jólakveðju.

Ný lögmannsstofa á Hornafirði

Rakarastofan verður lokuð föstudaginn 6. nóvember

og frá föstudeginum 13. nóvember til föstudagsins 27. nóvebmer

Rakarastofa Baldvins

Jólakort MS-félagsins

UPPSKERUHÁTÍÐFöstudaginn 13. nóvember verður okkar árlega bændahátíð haldin á SmyrlabjörgumVeislustjóri: Guðni ÁgústssonKaleb Joshua mun spila fyrir dansiBorðhald hefst klukkan 20:00. Miðaverð aðeins 6.500 kr, Miðapantanir í síma 478-1074

Láttu þig ekki vanta, allir velkomnir

FöstudagshádegiFöstudaginn 6. nóvember kl. 12:15 kynnir Bryndís Björk Hólmarsdóttir verkefni sem listasafn Svavars Guðnasonar er að vinna að um þessar mundir, en það er skráning og upplýsingaöflun á verkum Bassa, okkar

einstaka listamanns.

Allir velkomnir!

Page 4: Eystrahorn 38. tbl. 2015

4 EystrahornFimmtudagur 5. nóvember 2015

Fimleikadeild Sindra er búin að vera á faraldsfæti síðustu tvær helgar. Helgina 23. -25. október fóru 22 stelpur í æfingarferð til Keflavíkur og æfðu í glæsilegu fimleikahúsi Keflavíkur. Svona æfingarferðar eru nauðsynlegar til að læra ný stökk þar sem aðstaðan sem við höfum býður ekki upp á það að keyra erfið stökk í fyrsta skipti, en gryfjur eru nauðsynlegar til þess. Sindrastúlkur voru til fyrirmyndar í þessarri ferð hvort sem það var í fimleikasalnum eða utan hans. Stelpurnar tóku þrjár æfingar ásamt því að fara í sund og bíó. Núna eru stelpurnar að undibúa sig fyrir haustmót í hópfimleikum á Akranesi sem er hluti af deildarkeppni í hópfimleikum. Hópfimleikar eru í miklum uppgangi á Íslandi og laugardaginn 14. nóvember fer fram Norðurlandamót í hópfimleikum í Reykjavík og sýnir RÚV beint frá mótinu. Laugardaginn 31. október fór fram Íslandsmót í stökkfimi á Akureyri. Sindri átti níu keppendur á þessu móti og stóðu Sindra krakkarnir sig vel og skiluðu sínum stökkum einstaklega vel.

Úrslit voru:14 - 15 ára opinn flokkurDýna .....................2. sæti .....Tinna Marín Sigurðardóttir

14-15 ára B flokkurTrampólín.............1.sæti ......Ýrena Sól BergþórsdóttirDýna .....................1.sæti ......Ýrena Sól BergþórsdóttirSamanl. árangur ..1.sæti ......Ýrena Sól Bergþórsdóttir, Íslandsmeistari

Í flokki 9 ára eru veitt þátttökuverðlaun og fengu:• Aðalsteinn Aðalsteinsson• Ingólfur Vigfússon• Magnis Snær Imsland Grétarsson• Róbert Þór Ævarsson

Það sem er framundan hjá fimleikadeildinni er haustmót í hópfimleikum og einnig mun Sindri í fyrsta skipti senda meistaraflokkslið í keppni í hópfimleikum en sameinað hefur verið í lið með Hetti frá Egilsstöðum. Núna er það von okkar að framtíðin muni bera betri aðstöðu í skauti sér til að byggja á þeim góða árangri sem náðst hefur í fimleikum á Hornarfirði og að húsnæði fáist til að áhöldin geti staðið uppi án þess að þurfa taka þau saman.

Ragnar Magnús Þorsteinsson yfirþjálfari Sindra

Fimleikadeildin á faraldsfæti

Styrkumsóknir fyrir árið 2016

Þau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 19. nóvember.

Styrkumsókn skal fylgja greinargerð eða ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað.

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri

Lóðarhafar fá lóðir endurgjaldslaust

Bæjarstjórn samþykkti að fella niður gatnagerðargjöld, lóðarhafar fá lóðirnar endurgjaldslaust. Þær lóðir sem eru lausar á Höfn eru merktar inn á mynd sem er hér með fréttinni. Lóðirnar eru fyrir 18 einbýli 8 fjölbýli og eitt parhús. Lóðaumsóknir fara fram í gegn um íbúagátt sveitarfélagsins https://ibuagatt.hornafjordur.is. Reglur um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda má finna á heimasíðunni undir hornafjordur.is reglur og samþykktir. Gjaldskrá embættis bygginga- og skipulagsfulltrúa má finna á heimasíðunni undir gjaldskrár. Nánari upplýsingar má nálgast í síma 470 8000 eða í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Page 5: Eystrahorn 38. tbl. 2015

5Eystrahorn Fimmtudagur 5. nóvember 2015

Bifreiðaskoðun á Höfn 16., 17. og 18. nóvember.

Tímapantanir í síma 570 9090 fyrir kl. 16:00 föstudaginn 13. nóvember.

Síðasta skoðun ársins.

Þegar vel er skoðað

VILLIBRÁÐARHLAÐBORÐlaugardaginn 21. nóvember

Verð 6.500 kr. á mann.Tilboð í gistingu 6000 kr. á mann.

Borðapantanir í síma 478-1074

Lausar stöður við Heilsuleikskólann Krakkakot

Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennurum eða leiðbeinendum. Um er að ræða störf á deild og stuðning. Krakkakot

er 3ja deilda heilsuleikskóli og starfar eftir viðmiðum Samtaka heilsuleikskóla. Laun

greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2015.

Tekið er á móti umsóknum hjá undirritaðri á Krakkakoti, í síma 470 8480

eða á [email protected]

Snæfríður Hlín Svavarsdóttir, leikskólastjóri.

Kynningafundir um fjárhagsáætlun 2016

Almennir kynningarfundir um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2016.Fundirnir eru haldnir á eftirfarandi stöðum í sveitarfélaginu:

19. nóvember kl. 12:00 á Hótel Höfn Boðið upp á súpu og brauð.19. nóvember kl. 20:30 á Hótel Smyrlabjörgum Boðið upp á kaffi og meðlæti.

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri mun kynna fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.Fundirnir eru öllum opnir.

Björn Ingi Jónsson Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

PIZZATILBOÐföstudag, laugardag

og sunnudag frá kl. 18:00

2 lítrar af kók fylgja með 16” pizzu ef sótt erSími 478-2200

Page 6: Eystrahorn 38. tbl. 2015

6 EystrahornFimmtudagur 5. nóvember 2015

Svefninn er öllum mikilvægur. Hann veitir hvíld, endurnýjar orku og gerir okkur kleift að takast á við viðfangsefni dagsins. Svefnþörfin er að einhverju leyti einstaklingsbundin og breytist í gegnum lífið. Yngstu skólabörnin þurfa að sofa í kringum 9 tíma á nóttu en þegar komið er á unglingsárin þá eykst svefnþörfin um u.þ.b. klukkustund á nóttu vegna aukins álags sem fylgir unglingsárunum en þá eiga sér stað miklar hormónabreytingar í líkamanum. Mikill hluti þeirra hormóna framleiðist á nóttunni og er sú framleiðsla háð góðum nætursvefni. Að sofa á daginn kemur því ekki í staðinn fyrir tapaðan nætursvefn. Reyndin er þó sú að stór hluti unglinga styttir svefntíma sinn í stað þess að lengja hann. Heilbrigðar svefnvenjur geta bætt svefninn og það er hlutverk foreldranna að leiðbeina börnum sínum um slíkt.

Nokkur svefnráð:• Hafa fastan tíma og skapa fastar venjur fyrir svefninn• Forðast stórar máltíðir rétt fyrir svefninn • Stilla hitann í herberginu þannig að hvorki verði of heitt né of

kalt.• Hafa myrkur í svefnherberginu, ef það er nauðsynlegt að hafa

birtu þá er hægt að hafa lítið náttljós. Óæskilegt er að börn og unglingar sitji fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna seint á kvöldin. Bæði sjónvarp og tölvuleikir örva heilann og trufla þannig svefninn

• Dagleg hreyfing er góð bæði fyrir svefninn og heilsuna• Ekki er æskilegt að hafa sjónvarp eða önnur raftæki í herberginu• Það getur verið gott að lesa í bók þegar komið er upp í rúm eða

hlusta á lágværa og rólega tónlistRannsóknir hafa sýnt að gæði og lengd nætursvefns hefur áhrif á námsgetu og minni. Í svefni fer fram upprifjun og úrvinnsla úr þeim upplýsingum sem við höfum fengið yfir daginn og þær upplýsingar festast í minninu. Einnig er svefninn nauðsynlegur fyrir ónæmiskerfið til að auka mótstöðu gegn veikindum. Heimildir: 6h.is, doktor.is

F.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Sigríður Björg Ingólfsdóttir, Hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar á Selfossi

Svefn skólabarna

Ragnhildur Magnúsdóttir kvensjúkdómalæknir

verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 16. og 17. nóvember nk.

Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Tekið er við kortum.

Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir

verður með stofu á heilsugæslustöðinni dagana 16. - 19. nóvember nk.

Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga. Athugið að ekki er tekið við kortum.

Sunnlendingar athugið!Föstudaginn 6. nóvember nk. verða skrifstofur embættis sýslumannsins á Suðurlandi lokaðar

vegna starfsdags.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Page 7: Eystrahorn 38. tbl. 2015

Veitingatilboð

Stór ostborgari franskar, Prins Póló og 0,5 l Coke í dós

1.495 kr.

Steikarsamloka franskar og 0,5 l Coke í dós

1.745 kr.

Djúpsteikt pylsa með osti og frönskum á milli og 0,5 l Coke í dós

779 kr.

Page 8: Eystrahorn 38. tbl. 2015

DANSKIR DAGAR

netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |Tilboðin gilda 5. – 15. nóvember 2015

BAYONNESKINKAVERÐ ÁÐUR 1.996 KR/KG

KRKG998

50%AFSLÁTTUR

HAMBORGARHRYGGURVERÐ ÁÐUR 1.798 KR/KG

1.09739%AFSLÁTTUR

FERSKT LAMBA PRIMEVERÐ ÁÐUR 3.998 KR/KG

KRKG2.99925%

AFSLÁTTUR

FERSKUR GRÍSABÓGURVERÐ ÁÐUR 829 KR/KG

497 KRKG

GRÍSALUNDIRVERÐ ÁÐUR 1.998 KR/KG

1.399 KRKG

40%AFSLÁTTUR

30%AFSLÁTTUR

EPLADAGAR

149 KRSTK

ANTON BERGSTANGIR

699 KRPK

MERRILD KAFFIVERÐ ÁÐUR 779 KR/PK

199 KRPK

X-TRA KOSSARVERÐ ÁÐUR 249 KR/PK

KIMS SNAKK10%AFSLÁTTUR KR

STK99JOLLY COLA33 CL

30%AFSLÁTTUR