Eystrahorn 19. tbl. 2014

12
Fimmtudagur 15. maí 2014 www.eystrahorn.is Eystrahorn 19. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar Óskar Guðnason opnar málverkasýningu í Pakkhúsinu sunnudaginn 25. maí n.k. Óskar hafði þetta að segja í tilefni sýningarinnar; „Nei sko, er ekki smá Svavar í þessari sagði maður sem var að skoða málverk hjá mér. Jú, sýningin er í anda frænda míns Svavars Guðnasonar en nú eru 95 ár frá fæðingu hans. Svavar fæddist í Heklu á Höfn en hann var einn af merkustu listamönnum Íslands og var einn fárra sem þekktur var fyrir utan landsteinana enda kenndur við Cobrahópinn sem í voru róttækir listamenn þess tíma. Ég er fæddur árið 1951 á Höfn og ólst upp í Heklu sama húsi og Svavar og var oft í pössun hjá Kristínu Björnsdóttir ömmu og Óskari afa frystihússtjóra „Gamla Ljóninu“ eins og hann var stundum kallaður. Afi var bróðir Svavars en Kristín var systir Höskuldar Björnssonar listmálara. Ég man að í stofunni hjá afa og ömmu var stórt expressjónískt málverk eftir Svavar með sterkum rauðum lit í miðjunni eins og hjarta úr risaeðlu sem ég glápti á löngum stundum auk annarra verka hans. Ekki fundust mér síðri fuglamyndir Höskuldar Björnssonar og man vel eftir æðakollunum og rjúpunum enda er Höskuldur sennilega þekkastur fyrir vatnslitamyndir sínar. Margt hefur á daga mína drifið en ég er sjálfmenntaður í málverkinu. Þetta er mín þriðja einkasýning, sú fyrsta var í Canberra í Ástralíu árið 1994 og síðan var sýning í Menningarstofnun Bandríkjanna árið 1995. Verk eftir mig eru í eigu nokkurra stofanna, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi og reyndar líka í útlöndum en ég hef auk abstract listar málað tónlistarmenn þar sem tónlistin hljómar alltaf í eyrunum, svo er nú það. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 25. maí kl. 16:00 í Pakkhúsinu á Höfn og stendur yfir í a.m.k. tvær vikur. Allir eru velkomnir á opnunina og ég mun ekki senda út boðskort. Þetta er sölusýning og við opnunina verða léttar veitingar í boði og stutt tónlistaratriði, vonandi óvænt uppákoma.“ Hugmyndin að stofna til ungmennaskipta á milli ungmenna frá Svíþjóð og Íslandi kviknaði eftir að fulltrúar sveitarfélagsins og Nýheima heimsóttu bæinn Söderhamn árið 2012. Í Söderhamn er starfrækt öflugt ungmennahús sem heitir Verkstäderna. Í þessu ungmennahúsi er unnið mjög öflugt starf og öll aðstaða til fyrirmyndar og mikið lagt upp úr því að ungmennin séu virk í allri ákvarðanatöku tengdri skipulagningu rýma og starfinu sjálfu. Í ungmennahúsinu er m.a. að finna tónleikasal, danssal, hljóðver, keilusal, ljósmynda- og myndbandsgerðarstúdíó og margt annað. Í september 2013 fóru tveir starfsmenn á vegum Þrykkjunnar í könnunarferð til Söderhamn eftir að hafa fengið styrk frá Evrópu unga fólksins. Í ferðinni kom strax í ljós góður vilji til samstarfs á milli starfsfólks ungdómshúsanna og ungmennaskiptaverkefnið Youth Port varð til. Í kjölfarið var auglýst eftir þátttakendum í báðum ungdómshúsunum og um 25 krakkar sóttu um að taka þátt og hafa þessir krakkar verið að kynnast á samfélagsmiðlum og vinna að undirbúningi ungmennaskiptaferðanna. Youth Port er þemaverkefni þar sem ungmennin kynna sér bráðnun jökla á Íslandi og skoða ummerki eftir horfna jökla í Svíþjóð. Mikið er lagt upp úr að þátttakendur læri í gegnum reynslu og skili af sér lokaniðurstöðum sem hægt er að miðla á aðgengilegan hátt. Einnig er verkefnið gert til þess að efla ungmennahúsin og gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast menningu annarra ungmenna í öðru landi. Á næstu vikum munu krakkarnir okkar hér á Hornafirði leita til fyrirtækja um styrki til þess að geta lokað fjármögnun verkefnisins. Sótt hefur verið um styrk til Evrópu unga fólksins eða Erasmus + eins og það kallast núna en sú fjármögnun er c.a 60% af heildarkostnaði. Ungmennin í Söderhamn eru einnig að leita eftir styrktaraðilum í sínum heimabæ. Með von um góðar viðtökur Youth Port krakkarnir Ungmennaskipti Söderhamn – Hornafjörður „Nei sko, er ekki smá Svavar í þessari“

description

 

Transcript of Eystrahorn 19. tbl. 2014

Page 1: Eystrahorn 19. tbl. 2014

Fimmtudagur 15. maí 2014 www.eystrahorn.is

Eystrahorn19. tbl. 32. árgangur www.eystrahorn.is

www.hornafjordur.is - samfélagsvefurinn okkar

Óskar Guðnason opnar málverkasýningu í Pakkhúsinu sunnudaginn 25. maí n.k. Óskar hafði þetta að segja í tilefni sýningarinnar; „Nei sko, er ekki smá Svavar í þessari sagði maður sem var að skoða málverk hjá mér. Jú, sýningin er í anda frænda míns Svavars Guðnasonar en nú eru 95 ár frá fæðingu hans. Svavar fæddist í Heklu á Höfn en hann var einn af merkustu listamönnum Íslands og var einn fárra sem þekktur var fyrir utan landsteinana enda kenndur við Cobrahópinn sem í voru róttækir listamenn þess tíma. Ég er fæddur árið 1951 á Höfn og ólst upp í Heklu sama húsi og Svavar og var oft í pössun hjá Kristínu Björnsdóttir ömmu og Óskari afa frystihússtjóra „Gamla Ljóninu“ eins og hann var stundum kallaður. Afi var bróðir Svavars en Kristín var systir Höskuldar Björnssonar listmálara. Ég man að í stofunni hjá afa og ömmu var stórt expressjónískt málverk eftir Svavar með sterkum rauðum lit í miðjunni eins og hjarta úr risaeðlu sem ég glápti á löngum stundum auk annarra verka hans. Ekki fundust mér síðri fuglamyndir Höskuldar Björnssonar og man vel eftir æðakollunum og rjúpunum enda er Höskuldur sennilega þekkastur fyrir vatnslitamyndir sínar. Margt hefur á daga mína drifið en ég er sjálfmenntaður í málverkinu. Þetta er mín þriðja einkasýning, sú fyrsta var í Canberra í Ástralíu árið 1994 og síðan var sýning í Menningarstofnun Bandríkjanna árið 1995. Verk eftir mig eru í eigu nokkurra stofanna, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi og reyndar líka í útlöndum en ég hef auk abstract listar málað tónlistarmenn þar sem tónlistin hljómar alltaf í eyrunum, svo er nú það. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 25. maí kl. 16:00 í Pakkhúsinu á Höfn og stendur yfir í a.m.k. tvær vikur. Allir eru velkomnir á opnunina og ég mun ekki senda út boðskort. Þetta er sölusýning og við opnunina verða léttar veitingar í boði og stutt tónlistaratriði, vonandi óvænt uppákoma.“

Hugmyndin að stofna til ungmennaskipta á milli ungmenna frá Svíþjóð og Íslandi kviknaði eftir að fulltrúar sveitarfélagsins og Nýheima heimsóttu bæinn Söderhamn árið 2012. Í Söderhamn er starfrækt öflugt ungmennahús sem heitir Verkstäderna. Í þessu ungmennahúsi er unnið mjög öflugt starf og öll aðstaða til fyrirmyndar og mikið lagt upp úr því að ungmennin séu virk í allri ákvarðanatöku tengdri skipulagningu rýma og starfinu sjálfu. Í ungmennahúsinu er m.a. að finna tónleikasal, danssal, hljóðver, keilusal, ljósmynda- og myndbandsgerðarstúdíó og margt annað. Í september 2013 fóru tveir starfsmenn á vegum Þrykkjunnar í könnunarferð til Söderhamn eftir að hafa fengið styrk frá Evrópu unga fólksins. Í ferðinni kom strax í ljós góður vilji til samstarfs á milli starfsfólks ungdómshúsanna og ungmennaskiptaverkefnið Youth Port varð til. Í kjölfarið var auglýst eftir þátttakendum í báðum ungdómshúsunum og um 25 krakkar sóttu um að taka þátt og hafa þessir krakkar verið að kynnast á samfélagsmiðlum og vinna að undirbúningi ungmennaskiptaferðanna. Youth Port er þemaverkefni þar sem ungmennin kynna sér

bráðnun jökla á Íslandi og skoða ummerki eftir horfna jökla í Svíþjóð. Mikið er lagt upp úr að þátttakendur læri í gegnum reynslu og skili af sér lokaniðurstöðum sem hægt er að miðla á aðgengilegan hátt. Einnig er verkefnið gert til þess að efla ungmennahúsin og gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast menningu annarra ungmenna í öðru landi. Á næstu vikum munu krakkarnir okkar hér á

Hornafirði leita til fyrirtækja um styrki til þess að geta lokað fjármögnun verkefnisins. Sótt hefur verið um styrk til Evrópu unga fólksins eða Erasmus + eins og það kallast núna en sú fjármögnun er c.a 60% af heildarkostnaði. Ungmennin í Söderhamn eru einnig að leita eftir styrktaraðilum í sínum heimabæ.

Með von um góðar viðtökur Youth Port krakkarnir

Ungmennaskipti Söderhamn – Hornafjörður

„Nei sko, er ekki smá Svavar í þessari“

Page 2: Eystrahorn 19. tbl. 2014

2 EystrahornFimmtudagur 15. maí 2014

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Snorri Snorrasonlögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlariSími 580-7915

heiðarbrautGott 136,8 m², 6 herb, einbýlishús ásamt 37,1 m² bílskúr, húsið er einangrað, klætt og í góðu viðhaldi. Góð verönd og lóð.

bugðuleira6 eignarhluta atvinnuhúsnæði stálgrindahús í smíðum, 2 hlutar verða 104,6 m² og 4 hlutar verða 51,2 m². Seljast saman eða sér, sameiginleg lóð.

tjarnarbrúGóð 129 m² efri sérhæð til leigu, 4 svefnherbergi, 2 stofur, rúmgóð og falleg íbúð. Laus til leigu. Upplýsingar gefnar á fasteignasölunni.

Nýtt á skrátil leiguNýtt á skrá

Jæja nú er komið að því að endurtaka leikinn frá því í fyrra. Föstudaginn 16. maí kl. 21:00 ætlum við að halda tónleika í Pakkhúsinu. Við erum búnar að æfa stíft í allan vetur og afraksturinn verður vonandi eftir því. Fyrir þá sem ekki vita er hljómsveitin Guggurnar kvennahljómsveit, skipuð konum á Hornafirði, konum sem taka sig ekki of hátíðlega, en eru þó alltaf að reyna að "meika" það. Í fyrra lögðum við land undir fót og spiluðum fyrir fullu húsi á Cafe Rósenberg og ætlum að spila þar aftur í haust og eitthvað fleira skemmtilegt ætlum við að gera í sumar. Við tókum þá ákvörðun að tónleikarnir í ár yrðu heldur styttri en þeir voru í fyrra, þar sem við spiluðum stanslaust í rúma þrjá klukkutíma án þess að taka pásu (gleymdum okkur aðeins i spilagleðinni). Núna ætlum við að vera á venjulegum tónleikatíma þ.e. um tvær klukkustundir og taka smá hlé, okkur fannst rétt að taka þetta fram ef einhverjir hafa verið orðnir þreyttir á setunni í fyrra, en við lofum samt sama fjörinu og áður og hlökkum til að sjá sem flesta.

Guggurnar í Pakkhúsinu

Arnar Hauksson dr. medkvensjúkdómalæknir

verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 23. - 24. maí næstkomandi.

Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

ATH að ekki er tekið við kortum.

Aðstoðarmaður húsvarðar á HSSAUm er að ræða afleysingarstarf í sumar. Þarf að geta hafið störf í lok maí. Um er að ræða slátt, umhirðu lóðar, viðhald, útkeyrslu á mat o.fl. Skilyrði að viðkomandi sé með bílpróf.

Upplýsingar hjá Andrési í síma 861-8452 eða í tölvupósti [email protected].

Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu

KvöldferðFimmtudaginn 15. maí kl. 17:00 Gengið verður frá nýju göngubrúnni yfir Hólmsá inn í Heinaberg. Vaða þarf eina á. Létt ganga fyrir alla. Mæting við Þjónustumiðstöð SKG (tjaldstæði) og munið eftir nestinu.Allir eru velkomnir í ferðir á vegum félagsins, börn eru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. Komi hundar með í ferðir eru þeir á ábyrgð eigenda og ól skal vera meðferðis. Dagsferðir kosta 500- kr. Þeir sem ekki eru á bíl borga 1000- kr. til 1500 kr. til bílstjórans.Frekari upplýsingar gefur Þóra í síma 899-2697.

Úrval af góðum gjöfum fyrir útskriftina

Erum búin að fá fallegu útskriftarmenin

og prjóninn Sjón er sögu ríkari

Verið velkomin

Opið kl. 13:00 - 18:00 virka daga kl. 13:00 - 15:00 laugardaga

Húsgagnaval

Page 3: Eystrahorn 19. tbl. 2014

3Eystrahorn Fimmtudagur 15. maí 2014

Í apríl lét Davíð Samúelsson af störfum hjá Markaðsstofu Suðurlands og heldur hann til nýrra starfa sem deildarstjóri Markaðs- og kynningardeildar Höfuðborgarstofu. Honum er þakkað gott starf í þágu Suðurlands á undanförnum árum. 39 umsækjendur sóttust eftir stöðu framkvæmdastjóra Markaðsstofu Suðurlands og hefur Dagný Hulda Jóhannsdóttir verið ráðin. Hún mun hefja störf um mánaðamótin maí/júní. Dagný er með MBA gráðu í stjórnun frá Coventry University í Bretlandi sem og AP gráðu í markaðsfræðum og hagfræði frá IBA International Business Academy í Danmörku. Þá hefur hún langa reynslu af stjórnun, stefnumótun, markaðsmálum, starfsmannahaldi og rekstri, bæði hér heima og erlendis. Hún er nýflutt heim frá Danmörku, þar sem hún stundaði nám og starfaði í þau 7 ár sem hún var búsett þar ásamt fjölskyldu sinni. Þar starfaði hún m.a. sem markaðsstjóri IBA International Business Academy. Síðustu misseri hefur hún tekið þátt í að hrinda í framkvæmd hugmyndinni að sprotafyrirtækinu Aðstoðarmaður.is, sem nú er orðið að veruleika. Við bjóðum Dagnýju velkomna til starfa.

opið HÚS í árnAneSiNæstkomandi laugardag milli kl. 13:00 og 15:00

verðum við með opið hús í Árnanesi.

Ferðaþjónustan í Árnanesi á 20 ára starfsafmæli og af því tilefni eru allir velkomnir

að þiggja kaffiveitingar, skoða nýframkvæmdir og börnum er boðið á hestbak.

Nýr framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands

Kæru foreldrar, þá er komið að vorfundi knattspyrnudeildarinnar sem haldinn verður í Hafnarskóla 20. maí nk. Til að koma til móts við foreldra, sem eru með fleiri en eitt barn, þá verður fundinum skipt í þrjá hópa á eftirfarandi hátt:• Kl. 20:00 5., 6. og 7. flokkur kk. og kvk.

með þjálfara• Kl. 20:30 3. - 7. flokkur kk. og kvk. sameiginlegur fundur með

yfirþjálfara og yngriflokkaráði• Kl. 21:00 3. og 4. flokkur kk. og kvk. með þjálfaraFarið verður yfir skipulag sumarsins og hvetjum við foreldra til að mæta ef þeir vilja hafa áhrif á komandi fótboltasumar og vera klár í slaginn. Minnum á heimasíðu Sindra : www.umfsindri.is

Með bestu fótboltakveðjum, Yngriflokkaráð Sindra

Vorfundur knattspyrnudeildar Sindra

Fyrirlestur og umræðurSunnudaginn 18.maí kl. 20:00 í Nýheimum

Skarphéðinn G. Þórisson sérfræðingur á Náttúrustofu Austurlands fjallar um

hreindýrastofninn og stöðu hans á Suðausturlandi.

Allir velkomnir

Samfylkingin á Hornafirði lýsir yfir að hún bjóði ekki fram lista í Sveitarfélaginu Hornafirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Stjórn Samfylkingarinnar á Hornafirði lýsir yfir stuðningi við 3.Framboðið , enda falla stefnumál þess að jöfnuði og félagshyggju.

Fréttatilkynning

KoSningASKrifSTofAOpnunartímar kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins og stuðningsmanna þeirra verða eftirfarandi:• Laugardagurinn 17.maí ........................kl. 10:00 – 12:00• Vikan 19. - 23.maí .................................kl. 17:00 – 19:00• Laugardagurinn 24. maí ........................kl. 10:00 – 12:00• Mánudagurinn 26. maí ..........................kl. 17:00 – 19:00• Þriðjudagurinn 27. maí ..........................kl. 17:00 – 19:00• Miðvikudagurinn 28 .maí

KONUKVÖLD .......................................kl. 19:00 – 23:00• Föstudagurinn 30.maí

Humarsúpukvöld ...................................kl. 17:00 – 22:00• Kjördagur 31.maí ..................................kl. 10:00 – 19:00

Kosningavaka ..............................................kl.20:00 - ?

Þín rödd – okkar vinna

Vélsmiðja Hornafjarðar óskar eftir að ráða starfsfólkStaða sölumanns í verslun.

Sumarafleysingar á bíladeild og á skrifstofu í reikningagerð.Nánari upplýsingar gefur Páll í síma 899-1141 eða á staðnum.

Page 4: Eystrahorn 19. tbl. 2014

4 EystrahornFimmtudagur 15. maí 2014

Óskum eftir tómstundafulltrúaÓskum eftir tómstundafulltrúa Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir tómstunda-fulltrúa. Umsækjandi þarf hafa frumkvæði, skipulags- hæfileika, búa yfir ákveðinni festu, vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa hreint sakavottorð. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun á sviði tómstundafræða eða aðra þá menntun sem nýtist í starfi. Ábyrgðar- og starfssvið:- Skipuleggur starf félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar í samvinnu við Þrykkjuráð. - Hefur samskipti við skóla og félagasamtök vegna félags- og tómstundastarfs. - Vinnur að forvörnum á breiðum grunni. - Heldur utan um störf ungmennaráðs. Laun og starfskjör taka mið af samningum Launa-nefndar Sveitarfélaga og samningum viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. 2014 Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, berist til Ragnhildar Jónsdóttur fræðslustjóra á netfangið; [email protected] sem jafnframt veitir frekari upplýsingar, s: 470 8002 / 891-6732.

ÚtboðSveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „SINDRABÆR - ENDURBÆTUR 2014“ eins og því er lýst í útboðsgögnum. Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Um er að ræða upphaf endurinnréttingar við suðausturhlið efri hæðar í Sindrabæ. Endurbyggja á stiga og koma fyrir lyftu, ásamt óhjákvæmilegum frágangsliðum í stigarými, einnig nauðsynlega glugga- og hurðasmíð o.fl.

Frágangur nær í aðalatriðum til eftirtalinna verkþátta:• Rif og steypusögun.• Steypt ofan á stiga og gengið frá stigahandriði.• Smíði léttra innveggja og veggþykkinga, sandspörtlun og málun.• Nýmálun viðgerðra múrflata og endurmálun annarra.• Nýmálun nýrra glugga og endurmálun eldri glugga í stigarými.• Dúkalögn gólfs á neðri hæð.• Bráðabirgðafrágangur yfirborðs stiga og gólfs í stigarými á 2.h.• Smíði og uppsetning innihurða á geymslu á 2.h..• Smíði og uppsetning bráðabirgðalokana.• Smíði nýrrar útihurðar, glugga og gluggafaga

og endurglerjun (7. kafli)• Sprunguviðgerðir og endurmálun útveggja.

Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með miðvikudeginum 30. maí 2014 gegn 5.000 kr. greiðslu eða á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/utbod án endurgjalds.

Síðasti skiladagur útboðsgagna er 22. maí 2014 kl. 14:00.

Vegna rangrar dagsetningar í síðustu auglýsinu er opnun tilboða frestað um viku eða til 22. maí.

Nánari upplýsingar veitir Björn Imsland, umsjónamaður fasteigna Netfang: [email protected] - Sími: 894-8413

Brunch-tónleikar Kvennakórs Hornafjarðar

laugardaginn 17. maí kl. 12:00 í Nýheimum.

Létt og skemmtileg efnisskrá og gott að borða.

Miðaverð kr. 2.000,-

Vortónleikar GleðigjafaGleðigjafar, kór eldri borgara

verður með tónleika í Hafnarkirkju sunnudaginn 18. maí

klukkan 17:00.

Stjórnandi Guðlaug Hestnes.

Píanóleikari Jónína Einarsdóttir og á harmonikku Haukur Helgi Þorvaldsson.

Miðaverð kr. 1.500,-

Fjölbreytt söngskrá.

Page 5: Eystrahorn 19. tbl. 2014

5Eystrahorn Fimmtudagur 15. maí 2014

fORELDRAFUNDUR

Mánudaginn 19. maí kl. 20:00 – 22:00 er efnt til opins foreldrafundar í Nýheimum um áfengis- og fíkniefnamál. Fjallað verður m.a. um áhættuþætti varðandi neyslu, hópþrýsting og óæskilegar hefðir. Í lok fundarins verða opnar umræður um málefni fundarins..

Vonumst til að sjá sem flesta.

vegna áfengis- og fíkniefnaforvarna

Aðgerðahópur um lýðheilsu og forvarnir

Atvinnutækifæri til söluHumarsoðsframleiðsla og möguleikar á framleiðslu á humarbollum. Öll tæki og tól eru til staðar á Höfn. Starfsemin fer fram í eldhúsi MATÍS á Höfn.

Upplýsingar í síma 772-4205 eða á [email protected]

Jón Sölvi Ólafsson

Hópbílar óska eftir að ráða bifreiðastjóra í sumarafleysingar.

Um er að ræða áætlunaraksturHöfn – Vík – Höfn

með Höfn sem upphafs og endastöð.Frekari upplýsingar veitir

Ágúst Haraldsson rekstrarstjóri í síma 822-0073 á skrifstofutíma.

Einnig er hægt að sækja um á www.hopbilar.is undir liðnum starfsmenn.

Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Heimaþjónustudeild Hornafjarðar auglýsir nýtt starf til umsóknar

Heimaþjónustudeild hefur umsjón með málefni fatlaðra, félagslegri heimaþjónustu ( heimilishjálp), frekari liðveislu, dagvist fatlaðra og vinnur í teymisvinnu með Heimahjúkrun. Deildin er í þróun og fyrirhuguð er að bæta öðrum verkefnum við. Laust er til umsóknar 100% starf frá 15.ágúst 2014 eða eftir nánara samkomulagi. Starfið skiptist í stjórnunarstarf og vaktavinnu.

Hæfnikröfur• Krafist er að umsækjendur hafi háskólamenntun í

heilbrigðis- eða félagsvísindum.• Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.• Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.• Reynsla af stjórnunarstörfum er æskileg

Helstu verkefni og ábyrgð • Vaktavinna í frekari liðveislu • Ýmis stjórnunar- og skipulagsstörf í samvinnu við yfirmann• Starfsmannamál í samvinnu við yfirmann• Stefnumótun og þróun deildarinnar

Frekari upplýsingar um starfiðLaun samkvæmt gildandi kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 26.05. 2014

Umsóknir sendast rafrænt á [email protected]

Nánari upplýsingar veitir Maren Ó. Sveinbjörnsdóttir í síma 4708000 eða á [email protected]

Næturvarðastaða og pizzabakari

Staða næturvarðar er laus til umsóknar á Hótel Höfn. Vinnutími: 6 dagar(nætur) og 6 dagar frí

Einnig vantar okkur pizzabakara í sumar. Tilvalin kvöldvinna frá kl 18:00

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 4781240 eða [email protected]

Page 6: Eystrahorn 19. tbl. 2014

Þann 31. maí verður kosið til sveitarstjórnar og þá eru störf bæjarstjórnar vegin og metin. Ágæti kjósandi , þetta er því þitt tækifæri til að hafa áhrif á það hverjir stýra sveitarfélaginu okkar næsta kjörtímabil. Það er gefandi að starfa að sveitarstjórnarmálum og sá fjölbreytti hópur fólks sem valist hefur á framboðslista Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu býr yfir mikilli reynslu og þekkingu til að takast á við verkefni næstu ára.

Grunnþjónusta við íbúa sveitarfélagsins er mikilvæg til að samfélagið þrífist. Að tryggja góða heilbrigðisþjónustu, leikskóla sem sátt er um, góðan grunnskóla og framhaldsskóla, fjölskylduvænt æskulýðs og tómstundarstarf, virkt forvarnarstarf og öfluga löggæslu svo eitthvað sé talið upp er forgangsmál okkar sem bjóðum fram krafta okkar í sveitarstjórnarkosningum þann 31. maí. Atvinnumál hafa verið og verða áfram eitt af mikilvægustu málum sveitarstjórnar og þekking á þeim er afar mikilvæg. Að hlúa að fyrirtækjum sem eru til staðar í sveitarfélaginu er ekki síður mikilvægt en að finna nýja atvinnumöguleika.Með nýju fólki koma nýjar áherslur og straumar þess vegna setjum við X við D þann 31. maí.

Frambjóðendur D-listans

Fjölbreytt AtvinnulíF

Fjölbreytt atvinnulíf er einn af máttarstólpum hvers samfélags, það eykur möguleika þess til að vaxa og dafna. Með stuðningi á réttum stöðum næst árangur. Mikil tækifæri og möguleikar eru í nýsköpun og stuðningur við einyrkja skiptir þar miklu máli. Markaðssetning á sveitarfélaginu nýtist öllum atvinnugreinum til uppbyggingar auk þess skiptir hún sköpum til að ná árangri í hagsmunamálum sveitarfélagsins. Góð innsigling ásamt hafnarmannvirkjum er forsenda þess að hér verði áfram öflug útgerð. Rannsóknir á grynnslum og straumum umhverfis innsiglinguna er nauðsynleg.

Okkar áherslur eru : • Fjölbreytni• Verja núverandi störf• Höfnin• Vinnuskólinn

• Millilandaflugvöllur• Markaðssetning• Atvinnu og rannsóknarsjóður

HÚSnÆÐiSMÁlAð ýta undir framboð á íbúðarhúsnæði verður eitt af verkefnum næstu bæjarstjórnar. Að tryggja skipulag sem tekur á þörfum markaðarins er nauðsynlegt. Gera þarf átak til að örva nýbyggingar, til dæmis með því að afnema lóðargjöld tímabundið. Sveitarfélagið skipuleggi lóðir þar sem kostur er í dreifbýli og hvetji til nýbygginga á sama

hátt og í þéttbýlinu. Tengibygging milli sundlaugar og íþróttahúss er rökrétt framhald í uppbyggingu íþróttamannvirkja til að ná fram hagræðingu í rekstri.

Okkar áherslur eru : • Markaðssetja lausar lóðir• Ýta undir framboð á lóðum í

dreifbýli

• Afsláttur af lóðargjöldum• Millibygging skóla - sundlaugar• Innisundlaug• Nýtt íþróttahús

SAMGönGuMÁlBættar samgöngur innan sveitarfélagsins koma öllum til góða. Samfellt göngustígakerfi stuðlar að heilsueflingu auk þess að vera umhverfismál. Kanna með gerð göngustígs inn í Nesjahverfi inn með vesturströndinni. Uppbyggingu og merking gönguleiða úr Lóni í Öræfasveit. Klára uppbyggingu háhraðanets í öllu sveitarfélaginu. Þrýsta á stjórnvöld um framkvæmdir t.d. við nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót og að Hornafjarðarflugvöllur verði gerður að millilandaflugvelli fyrir ferju- og leiguflugvélar.

Okkar áherslur eru : • Göngustígar, hjólreiðastígar• Millilandaflugvöll • Færa þjóðveg í þéttbýli

ný tækifæri, virkara samfélag !

björn ingi jónsson1. sæti

lovísa rósa bjarnadóttir2. sæti

Páll róbert Matthíasson3. sæti

Óðinn eymundsson4. sæti

Anna María Kristjánsdóttir5. sæti

bryndís björk Hólmarsdóttir6. sæti

Page 7: Eystrahorn 19. tbl. 2014

• Fækkun einbreiðra brúa, nú 21 í sýslunni

• Háhraðatengingar í öllu sveitarfélaginu

• Markvisst átak í götum og gangstéttum

• Göng undir Lónsheiði

uMHverFiSMÁlVirðing fyrir umhverfi og nágrönnum á alltaf að vera okkur ofarlega í huga. Þannig náum við góðum

árangri. Skipuleggja græn svæði til trjáræktar en haft verði í huga að spilla ekki útsýni, skrúðgarður á miðbæjarsvæðinu væri bæjarprýði. Fallegt umhverfi bætir og kætir. Svæðið milli HSSA og Júllatúns verði ekki skipulagt undir annað en það sem tengist heilbrigðis- og öldrunarmálum í sveitarfélaginu. Áfram verði unnið að þróun í sorpmálum með umhverfi og hagræðingu í huga. Átak í merkingum um allt sveitarfélagið, meðal annars verði ferðamenn hvattir til að nýta sér þá þjónustu sem er í boði og sýna náttúru og öðrum sem á eftir koma virðingu með því að losa ekki úrgang í náttúrunni.

Okkar áherslur eru : • Skipulagsmál• Miðbæjarsvæðið• Framþróun í sorpmálum • Átak í merkingum• Hvetja til rafbílavæðingar • Trjárækt til skjóls og fegrunar

HeilbriGÐiSMÁlGrunnþjónusta við íbúa sveitarfélagsins verður áfram lykilatriði til að tryggja góð búsetuskilyrði til framtíðar. Skilgreining á því hvað er grunnþjónusta er afar mikilvæg.

Við teljum að þjónusta ljósmóður eigi ávallt að vera til staða á HSSA. Tíðari komur sérfræðilækna. Tryggja áframhaldandi forræði sveitarfélagsins yfir HSSA þrátt fyrir sameiningaráform ríkisins. Bygging nýs hjúkrunarheimilis er mannréttindamál og mikilvæg úrbót til að geta staðist kröfur nútímans. Þrýsta á stjórnvöld um fjármagn til byggingar þess.

Okkar áherslur eru : • Standa vörð um grunnþjónustu• Nýtt hjúkrunarheimili• Ljósmóðir til starfa hjá HSSA• Sérfræðilæknar• Ýta undir byggingu íbúða fyrir

eldri borgara

MenntAMÁlSveitarfélagið Hornafjörður - fjölskylduvænt samfélag sem hlustar á íbúa sína og leitast við að þjónusta þá sem best. Að skapa víðtæka sátt meðal foreldra um rekstur leik- og grunnskóla á að vera forgangsmál. Kanna þarf hug fólks til þessara mála. Auka valmöguleika foreldra hvað sumarlokun leikskóla varðar án þess að rýra sumarfrí barna. Áhersla á læsi

og stærðfræði í víðtækum skilning í öllum skólum. Leitast verði við að kostnaður foreldra vegna tómstunda barna verið minnkaður.

Okkar áherslur eru : • Skoðanakönnun um fyrirkomulag

leikskóla• 100% systkina afslátt• Styrkja tómstundakortið• Efla vöruhúsið sem vettvang

skapandi greina• Tónlistarnám eflt• Staðbundið leiðsögunám• Stytta sumarlokun leikskóla í

tvær vikur

MenninGArMÁlMenning er meðal annars saga, siðir og venjur hvers samfélags. Varðveisla sögu og minja er mikilvæg fyrir komandi kynslóðir og því þarf að sinna á metnaðarfullan og lýsandi hátt. Mörkuð verði heildstæð stefna í safnamálum sveitarfélagsins. Áhersla lögð á upplifun og sérstöðu svæða með söguskiltum. Framtíðarsýn fyrir Miklagarð verði unnin og kostnaðarmetin áður en ráðist verði í framkvæmdir. Ýta undir menningarlega viðburði á fjölbreyttan hátt.

Okkar áherslur eru : • Jöklasýning endurvakin• Menningartengdir viðburðir• Mikligarður • Sögusöfn

AUglýSing

Þröstur Þór Ágústsson7. sæti

Alma Þórisdóttir8. sæti

Páll Guðmundsson9. sæti

nína Síbyl birgisdóttir10. sæti

Þorkell Óskar vignisson12. sæti

Halldóra Guðmundsdóttir14. sæti

einar jóhann Þórólfssonm13. sæti

jón Malmquist einarsson11. sæti

Page 8: Eystrahorn 19. tbl. 2014

8 EystrahornFimmtudagur 15. maí 2014

Það var á sunnudagsmorgni í janúar 2009 sem ég sat með kaffibollann, las blaðið og átti mér einskis ills von þegar konan mín hún Hulda Laxdal Hauksdóttir stakk uppá því við mig að við flyttum til Hornafjarðar og færum að búa þar. Þetta kom svo sem ekkert á óvart þar sem hún er fædd hér og uppalin og hafði margoft lýst því hversu dásamlegur staður þetta væri. Svo hafði hún laumað því að mér nokkrum sinnum að hér bráðvantaði múrara og því upplagt fyrir mig að fá vinnu. Mér leist vel á hugmyndina og hér höfum við búið í 5 ár og líkar afskaplega vel. Það kom svo á daginn að nóg var að gera í múrverkinu þótt lítið væri um nýbyggingar á svæðinu. Atvinnuástandið gott, öflug útgerð, framsækinn landbúnaður og þjónusta við ferðamenn helstu atvinnugreinarnar.

Fasteignaverð hefur áhrifÞað er ekkert skrítið þótt lítið sé byggt af nýjum húsum á Hornafirði því fasteignarverð hefur verið mun lægra en byggingarkostnaður og því hefur það húsnæði sem er í góðu standi selst frekar hratt. Þetta hefur hin ört vaxandi ferðaþjónusta nýtt sér og keypt mikið af húsnæði og breytt því í gistingu fyrir ferðamenn. Það kostar vissulega að gera endurbætur á húsnæði en það hefur samt verið hagstæðara en að byggja nýtt. Þó hafa ferðaþjónustuaðilar í dreifbýlinu byggt töluvert af húsnæði undir gistingu með góðum árangri enda ekki um annað húsnæði að ræða. Þessi þróun hefur valdið því að eftirspurn

eftir húsnæði, sérstaklega minni íbúðum og leiguhúsnæði er mun meiri en framboðið. Það vantar tilfinnanlega leiguhúsnæði bæði í sveitunum og á Höfn fyrir þá sem kjósa að leigja sér húsnæði frekar en að kaupa, og eins fyrir þá sem vilja flytja í sveitarfélagið en er ekki tilbúið að kaupa sér húsnæði strax. Dæmi er um að fólk sem vill flytja hingað og getur fengið vinnu en fær ekki húsnæði verður frá að hverfa. Svo eru aðilar sem er í þeirri stöðu að leigja sér íbúð yfir vetrartímann en þurfa svo að losa húsnæðið á vorin því íbúðin fer í leigu fyrir ferðamenn. Einnig er sumt af því leiguhúsnæði sem í boði er orðið mjög lélegt og varla fólki bjóðandi. Þetta ástand er vont fyrir okkar samfélag því ef við getum ekki tekið á móti nýjum íbúum eða missum frá okkur heimafólk, þá er voðinn vís.

Skoða afslátt af lóðagjöldum og gatnagerðargjöldum

Sveitarfélagið þarf að gera allt sem það getur til að snúa þessari þróun við. Það eru til nokkrar lóðir til úthlutunar hér á Höfn en eitthvað fer minna fyrir samþykktum lóðum í sveitunum hér í kring og er það umhugsunarvert því alltaf bætast við heilsársstörf í ferðaþjónustunni og skortur á húsnæði fyrir starfsfólkið er tilfinnanlegur. Ég er ekkert spenntur fyrir því að sveitarfélagið fari sjálft að byggja leiguíbúðir en ég held að við ættum ekki að útiloka neitt og leita leiða með opnum huga. Það sem ég vil gera er t.d. að sveitarfélagið bjóði lóðir með tímabundnum afslætti eða niðurfellingu á lóðar- og gatnagerðargjöldum til þeirra sem vilja byggja nýtt húsnæði og klára það innan ákveðins tíma. Einnig þarf að leita leiða til að útvega lóðir fyrir nýbyggingar í dreifbýlinu svo uppbygging geti haldið áfram þar. Við verðum að tryggja að það fólk sem hér vill búa hafi húsnæði.

Páll Róbert Matthíasson, 3. maður á lista sjálfstæðismanna í Austur-Skaftafellssýslu.

Sunnudagsmorgunn

SKeMMtiKvöld HjÁ SjÁlFStÆÐiSFélAGi AuStur-SKAFtAFellSSýSlu

Laugardaginn 17. maí ætla sjálfstæðismenn ungir sem aldnir að hittast og eiga skemmtilega kvöldstund á Hótel Höfn.

Húsið opnar kl. 21:00.

Frambjóðendur og þingmenn verða á staðnum, skemmtiatriði og óvæntar uppákomur.

Allir velkomnir.

Skemmtinefndin

OPnun KOSninGArSKriFStOFu Laugardaginn 17. maí klukkan 11:30 - 16:00 í húsi Sjálfstæðisfélagsins að Kirkjubraut 3.

Opnunartími virka daga eftir það frá klukkan 17:00 til 19:00.

Minnum á súpufundi á laugardögum frá klukkan 11:30.

Kosningarkaffi á kjördag í Sjallanum að Kirkjubraut 3 frá klukkan 10:00 Allir velkomnir

Kosningarvaka verður í Sjallanum að Kirkjubraut 3 frá klukkan 21:00.

Minnum á súpufundina

á laugardögum kl. 11:30

í Sjálfstæðishúsinu

Page 9: Eystrahorn 19. tbl. 2014

9Eystrahorn Fimmtudagur 15. maí 2014

Hér á Hornafirði er ég fædd og uppalin. Bjó fyrstu árin á Bogaslóðinni umvafin umhyggju fjölskyldunnar, mamma, pabbi, amma, afi, langamma, langafi. Ég lék mér í fjörunni, vaknaði við gargið í kríunni, sjávarniðinn. Ég þekki lognið á undan storminum og lognið á eftir storminum. Finnst stormurinn hressandi en lognið á eftir best. Á Höfn er gott að búa og við hjónin viljum ala börnin okkar upp hér. Sjá samfélagið vaxa, greina tækifærin og stuðla að vexti. Hér eru tækifæri til að byggja upp öflugra atvinnulíf, betri búsetuskilyrði og betra samfélag. Mig langar að leggja mitt af mörkum. Málefnin sem þarf að ræða eru mörg, sum vagga bátnum önnur ekki. Mig langar að ræða leikskólamálin, málefni sem snerta marga. Á mínu heimili er sungið björtum röddum;

"Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman. Leika úti og inni og allir eru með."

Strákarnir mínir eru alsælir á leikskólanum og ég er þakklát fyrir það metnaðarfulla starf sem þar er. Innra starf leikskólans er til fyrirmyndar, en ytri ramminn er umdeildur. 3. Framboðið tekur undir með foreldrum sem lögðu fram þá kröfu að núverandi skipulag tveggja aðskildra leikskóla verði endurskoðað og að árgangar fái að fylgjast að allt leikskólastigið. Krafan var vel rökstudd og undirrituð af 62 foreldrum af báðum leikskólunum. Meðal annars var bent á að að sú staða komi endurtekið upp að meirihluti nemenda af sama kyni og í sama árgangi raðist á annan leikskólann þannig að aðeins einn eða fáir nemendur eru á hinum. Veikir það oft á tíðum félagslega stöðu barnanna þegar þau hefja nám í grunnskóla og er það óþarfi í litlu samfélagi sem okkar.Í kjölfarið var ákveðið í skólanefnd að kanna viðhorf til skipulags leikskóla að nýju á vorönn 2014 samhliða vinnu við nýja menntastefnu. Ef marka má greinarskrif frambjóðanda Framsóknarflokksins í Eystrahorni hefur sú ákvörðun verið gerð að engu. Er stefnan að aðhafast ekkert?Það er okkar skoðun að hagsmunir barnanna og óskir foreldra skuli ávallt vega þungt í skipulagi skólastarfs sem og allri ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Góð samvinna þarf að vera á milli skóla og foreldra á öllum skólastigum og það krefst þess að einnig sé hlustað á sjónarmið foreldra. Við erum vel stætt sveitarfélag og getum skapað leikskólastarfinu betri ramma, leikskólakennurum betri starfsskilyrði og börnunum betra samfélag. Það vill 3.Framboðið gera með sameiningu leikskólanna.

Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, situr í þriðja sæti á lista 3. Framboðsin

Það var ánægjulegt þegar mér gafst kostur á að flytja heim aftur eftir háskólanám í sjúkraþjálfun. Frá útskrift hef ég starfað hjá Hjálmari Jens Sigurðssyni sjúkraþjálfara ásamt því að vera yfirþjálfari hjá fimleikadeild Sindra og sjúkraþjálfari hjá HSSA. Alla mína tíð hef ég lagt stund á íþróttir, á yngri árum var áherslan jöfn á fimleika og fótbolta. Nú síðustu ár hef ég einbeitt mér að fótboltanum og er að hefja mitt 11. tímabil með meistaraflokki Sindra.

Mikilvægi íþrótta í forvarnarstarfi

Það eru væntanlega allir sammála um mikilvægi íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga þegar litið er til forvarna. Okkur ber skylda að standa á bak við allan þann fjölda af íþróttafólki sem hér búa. Á síðastliðnum árum hefur verið mikil uppbygging á íþróttamannvirkjum sem skapar frábæra möguleika á að byggja upp öflugt íþróttastarf. Þar má nefna sundlaug, golfvöll, reiðhöll, mótorcrossbraut, frjálsíþróttasvæðið, úti körfuboltavöll, strandblaksvöll og fjölnotahúsið Báruna. Íþróttasvæðið okkar er eitt það fallegasta á landinu en við getum gert enn betur.

Nýtt íþróttahús þarf að rísa á næstu árumTímarnir í íþróttahúsinu eru þéttsetnir og barist um þá þrátt fyrir að fótboltinn sé alfarið í Bárunni. Þetta er “jákvætt vandamál” og merki um að íþróttastarf okkar standi í miklum blóma. Við viljum að allar íþróttagreinar hafi yfir nægum tímum að ráða í íþróttasalnum og dafni vel. Blakið þarf stærra hús til að halda mót, körfuboltinn þarf betra gólf til iðkunar og til að draga úr meiðslatíðni og fimleikarnir þurfa aðstöðu þar sem áhöld fá að standa óhreyfð á milli æfinga og þannig minnka slit á þeim. Þetta leiðir allt til þess að nýtt íþróttahús þarf að rísa í miðjukjarnanum. Þannig gætu allar íþróttagreinar vel við unað ásamt því að aðstaða fyrir þorrablót, sjómannaball og Humarhátíð myndu stórbatna.

Ungt fólk á framtíð á HornafirðiMeð þessari miklu uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu aukum við möguleika á að okkar eigið unga fólk sem og annað sjái Hornafjörð sem vænlegan kost til að búa á og ala upp börn. Kæri kjósandi. Með því að setja x við B í komandi sveitarstjórnarkosningum stuðlar þú að bættri íþróttamenningu.

Einar Smári Þorsteinsson, skipar 6. sæti á lista Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í komandi sveitarstjórnarkosningum

Leikskólamálin Höldum áfram uppbyggingu á íþrótta- og tómstundastarfi

Sveitarstjórnarkosningar 2014Sameiginlegir framboðsfundir allra framboðanna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verða sem hér segir: - Hofgarður þriðjudaginn 20. maí kl. 15:00 - Hrollaugsstaðir fimmtudaginn 22. maí kl. 15:00 - Nýheimar fimmtudaginn 22. maí kl. 20:00

Allir velkomnir.

Page 10: Eystrahorn 19. tbl. 2014

10 EystrahornFimmtudagur 15. maí 2014

Opið: Mánudaga til fimmtudaga 08:00-22:00 Föstudaga og laugardaga 09:00-22:00 Sunnudaga 10:00-22:00

N1 HöfnSími: 478 1940

Veitingatilboð

Pylsa með öllu og 0,5 l Coke í dós

Bearnaise-borgarifranskar, lítið Prins Póló og 0,5 l Coke í dós

Samloka með skinku, osti, káli og sósu, franskar og 0,5 l Coke í dós

1.379 kr.

1.095 kr.

495 kr.

Sveitarfélagið HornafjörðurFramboðslistar við Sveitarstjórarkosningar 31. maí 2014

Höfn 13. maí 2014YfirkjörstjórnVignir Júlíusson, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir, Anna Halldórsdóttir

B D EListi

FramsóknarflokksinsListi

SjálfstæðisflokksinsListi

3.Framboðsins Ásgerður Gylfadóttir Kristján Guðnason Gunnhildur Imsland Ásgrímur Ingólfsson Arna Ósk Harðardóttir Einar Smári Þorsteinsson Snæfríður H Svavarsdóttir Guðbjörg Guðlaugsdóttir Gunnar Páll Halldórsson Erla Rún Guðmundsdóttir Dóra Björg Björnsdóttir Gunnar Sigurjónsson Örn Eriksen Reynir Arnarson

Björn Ingi Jónsson Lovísa Rósa Bjarnadóttir Páll Róbert Matthíasson Óðinn Eymundsson Anna María Kristjánsdóttir Bryndís Björk Hólmarsdóttir Þröstur Þór Ágústsson Alma Þórisdóttir Páll Guðmundsson Nína Síbyl Birgisdóttir Jón Malmquist Einarsson Þorkell Óskar Vignisson Einar Jóhann Þórólfsson Halldóra Guðmundsdóttir

Þórhildur Ásta Magnúsdóttir Sæmundur Helgason Ragnheiður Hrafnkelsdóttir Ottó Marvin Gunnarsson Þórey Bjarnadóttir Hjálmar Jens Sigurðsson Heiðrún Högnadóttir Aron Franklín Jónsson Joanna Marta Skrzypkowska Ragnar Logi Björnsson Ingólfur Reynisson Sigurður Einar Sigurðsson Hlíf Gylfadóttir Kristín Guðrún Gestsdóttir

Page 11: Eystrahorn 19. tbl. 2014

AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

Erfiðleikar síðustu ára hafa ekki síst bitnað á launafólki. Kaupmáttur hrundi í kjölfar gengisfellinga þegar bankar landsins fóru í þrot einn af öðrum.

Þjónusta á landsbyggðinni hefur verið skorin svo niður að undan svíður.

Tíminn frá október 2008 hefur verið erfiður og við höfum verið þolinmóð. Við munum ekki sætta okkur við að árangrinum verði deilt út í bankabónusum og arðgreiðslum og til tekjuhæstu hópa samfélagsins – á meðan við erum

látin halda áfram að axla ábyrgð af stöðugleika í efnahagslífi.

Við enduruppbyggingu samfélagsins kre�umst við

þess eins – að hér verði samfélag fyrir alla.

Page 12: Eystrahorn 19. tbl. 2014

MinningarMót gunnars Hersis

Þann 31. maí 2014 verður haldið Golfmót á Silfurnesvelli á Höfn í HornafirðiGolfmótið er til minningar um Gunnar Hersi Benediktsson sem lést 25. júlí 2013 og rennur ágóði mótsins til Björgunarfélags Hornafjarðar. Mótið er fyrir alla sem hafa gaman af golfi og þó þú spilir ekki golf er tilvalið að kíkja við og fá sér súpu í góðum félagsskap.

DAGSKRÁ: VERÐLAUN:

Ræst verður út af öllum teigum klukkan 10:00 Keppt verður með punktafyrirkomulagi og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin með forgjöf og verðlaun fyrir besta skor, nándarverðlaun og lengsta drive.

Þyrluferð fyrir tvo - Reykjavík summit - NorðurflugFlugmiði fram og til baka Höfn - Reykjavík - Flugfélagið ErnirGisting fyrir tvo með morgunverð á Grand Hótel ReykjavíkKynnisflug með Flugfélaginu Geirfugli Máltíð fyrir tvo á Hótel Höfn Kvöldverður fyrir tvo á Humarhöfninni Humarveisla fyrir tvo á Kaffi HorninuHumar frá Skinney ÞinganesExperience Comfort fyrir tvo - Bláa Lónið Teiggjöf og skorkortavinningarSkráning fer fram á golf.is og á netfanginu [email protected]

Boðið verður upp á humarsúpu í lok móts fyrir keppendur og frá kl. 12:00 verður til sölu súpa fyrir þá sem vilja kíkja við. Allir velkomnir

Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari ([email protected]) verður með kennslu dagana fyrir mót til að hita keppendur upp