Eystrahorn 18. tbl. 2012

6
Fimmtudagur 3. maí 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn 18. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is Bæjarstjórn Hornafjarðar tók ársreikning fyrir árið 2011 til fyrri umræðu á fundi sínum þann 26. apríl. Rekstrarhagnaður samstæðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2011 skv. rekstrarreikningi nam 137 m.kr. og handbært fé frá rekstri skv. sjóðsstreymisyfirliti nam 277 m.kr. Framlegð rekstrar er góð eða upp á 17% þegar viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga er 15%. Þróun skulda heldur áfram að vera jákvæð og í hlutfalli við heildartekjur skuldar sveitarfélagið nú um 74% en eins og kunnugt er viðmið nýrra sveitarstjórnarlaga 150%. Aðrar lykiltölur sem hér fara á eftir bera sterkri fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins glöggt vitni: Sterk fjárhagsleg staða Sveitarfélagsins Hornafjarðar Sveitasjóður (A-hluti) Samstæða sveitarfélagsins (A og B hluti) Rekstrarniðurstaða 98 m.kr. 137 m.kr. Framlegð 12,1% 17,2% Handbært fé frá rekstri 167 m.kr. 277 m.kr. Handbært fé í árslok 208 m.kr. 208 m.kr. Skuldir í hlutfalli við tekjur 64% 74% Eigin fjárhlutfall 68% 64% Veltufjárhlutfall 1,86 1,35 Vor um Hornafjörð Vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða haldnir í Nýheimum fimmtudaginn 3. maí kl 20:00. Stjórnandi kórsins er Heiðar Sigurðsson og undirleikari er Jónína Einarsdóttir. Á tónleikunum fáum við fleiri hljóðfæraleikara til liðs við okkur, Bragi Karlsson og Júlíus Sigfússon leika á trommur og bassa. Ásdís Pálsdóttir og Anna Soffía Ingólfsdóttir á trompet og þverflautu. Á tónleikunum verður kórinn á ljúfsárum og rómantískum nótum en slær líka á létta strengi. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1500,-. Kvennakórinn lagði land undir fót í apríl. Farið var að Minniborgum í Grímsnesi þar sem kórinn hafði aðsetur yfir helgi. Á laugardeginum skelltum við okkur vestur yfir Hellisheiði og héldum tónleika í Árbæjarkirkju, tónleikarnir tókust í alla staði vel og voru vel sóttir. Þar skiptum við að hluta til hljóðfæraleikurum þau Sólveig Moràvek og Elvar Kristjónsson léku á þverflautu og trompet í stað Ásdísar og Önnu Soffíu. Kvennakór Hornafjarðar var stofnaður 9. september 1997 en áður söng kórinn í eitt ár undir nafni Leikfélags Hornafjarðar. Kórinn hefur starfað af fullum krafti öll þessi ár. Fjöldi kórfélaga í gegnum árin hefur verið á bilinu 20 - 45. Lagaval hefur verið mjög fjölbreytt og einkennst af léttleika og áskorunum. Stærsta verkefni kórsins er vafalítið sjöunda landsmót íslenskra kvennakóra sem haldið var á Höfn í apríl 2008. Undirbúningur mótsins krafist mikillar vinnu og skipulagningar. Á það mót komu um 350 konur. Kóramótið var mikil viðburður hér á Höfn í Hornafirði. Kórkonur stóðu þétt saman, ásamt mökum sínum, í að gera mótið sem eftirminnilegast. Tónleikar Kvennakórsins eru í kvöld kl. 20:00 í Nýheimum. Úr myndasafni

description

Eystrahorn 18. tbl. 2012

Transcript of Eystrahorn 18. tbl. 2012

Page 1: Eystrahorn 18. tbl. 2012

Fimmtudagur 3. maí 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn18. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is

Bæjarstjórn Hornafjarðar tók ársreikning fyrir árið 2011 til fyrri umræðu á fundi sínum þann 26. apríl. Rekstrarhagnaður samstæðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2011 skv. rekstrarreikningi nam 137 m.kr. og handbært fé frá rekstri skv. sjóðsstreymisyfirliti nam 277 m.kr. Framlegð rekstrar er góð eða upp á 17% þegar viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga er 15%. Þróun skulda heldur áfram að vera jákvæð og í hlutfalli við heildartekjur skuldar sveitarfélagið nú um 74% en eins og kunnugt er viðmið nýrra sveitarstjórnarlaga 150%. Aðrar lykiltölur sem hér fara á eftir bera sterkri fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins glöggt vitni:

Sterk fjárhagsleg staða Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Sveitasjóður (A-hluti)

Samstæða sveitarfélagsins (A og B hluti)

Rekstrarniðurstaða 98 m.kr. 137 m.kr.

Framlegð 12,1% 17,2%

Handbært fé frá rekstri 167 m.kr. 277 m.kr.

Handbært fé í árslok 208 m.kr. 208 m.kr.

Skuldir í hlutfalli við tekjur 64% 74%

Eigin fjárhlutfall 68% 64%

Veltufjárhlutfall 1,86 1,35

Vor um HornafjörðVortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða haldnir í Nýheimum fimmtudaginn 3. maí kl 20:00. Stjórnandi kórsins er Heiðar Sigurðsson og undirleikari er Jónína Einarsdóttir. Á tónleikunum fáum við fleiri hljóðfæraleikara til liðs við okkur, Bragi Karlsson og Júlíus Sigfússon leika á trommur og bassa. Ásdís Pálsdóttir og Anna Soffía Ingólfsdóttir á trompet og þverflautu. Á tónleikunum verður kórinn á ljúfsárum og rómantískum nótum en slær líka á létta strengi. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1500,-. Kvennakórinn lagði land undir fót í apríl. Farið var að Minniborgum í Grímsnesi þar sem kórinn hafði aðsetur yfir helgi. Á laugardeginum skelltum við okkur vestur yfir Hellisheiði og héldum tónleika í Árbæjarkirkju, tónleikarnir tókust í alla staði vel og voru vel sóttir. Þar skiptum við að hluta til hljóðfæraleikurum þau Sólveig Moràvek og Elvar Kristjónsson léku á þverflautu og trompet í stað Ásdísar og Önnu Soffíu. Kvennakór Hornafjarðar var stofnaður 9. september 1997 en áður söng kórinn í eitt ár undir nafni Leikfélags Hornafjarðar. Kórinn hefur starfað af fullum krafti öll þessi ár. Fjöldi kórfélaga í gegnum árin hefur verið á bilinu 20 - 45. Lagaval hefur verið mjög fjölbreytt og einkennst af léttleika og áskorunum. Stærsta verkefni kórsins er vafalítið sjöunda landsmót íslenskra kvennakóra sem haldið var á Höfn í apríl 2008. Undirbúningur mótsins krafist mikillar vinnu og skipulagningar. Á það mót komu um 350 konur. Kóramótið var mikil viðburður hér á Höfn í Hornafirði. Kórkonur stóðu þétt saman, ásamt mökum sínum, í að gera mótið sem eftirminnilegast.

Tónleikar Kvennakórsins eru í kvöld kl. 20:00 í Nýheimum.

Úr myndasafni

Page 2: Eystrahorn 18. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 3. maí 2012

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Atvinna – HafnarbúðinÓskum eftir starfsfólki í sumar

Ekki yngra en 16 ára.Upplýsingar í símum 478-1095 og 478-1734

Íbúð óskastHjón með tvö börn óska eftir íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 866-6042

Konurnar í dagvistinni í Ekru hafa verið dyggir stuðningsaðilar Rauða krossins á liðnum árum. Af því tilefni bauð stjórn Hornafjarðardeildarinnar þeim í heimsókn og kaffi í hús deildarinnar við Víkurbraut þriðjudaginn 24. apríl. Þar voru þeim færðar sérstakar þakkir og viðurkenningarskjal til staðfestingar á því óeigingjarna starfi sem þær hafa lagt á sig með því að prjóna föt sem þær gefa Rauða krossinum. Fötin koma að góðum notum bæði innanlands og svo erlendis þar sem víða er þörf á hlýjum fatnaði í löndum sem Rauði krossinn sendir hjálpargögn til. Rauði krossinn metur allan stuðning mjög mikils, ekki síst nú á tímum niðurskurðar og aðhalds á öllum sviðum og þær prjónakonurnar gerðu það ekki endasleppt í heimsókn sinni, því þær færðu deildinni þrjá poka af prjónavörum og 24 þús. kr. í peningum að auki. Fyrir það og allan stuðning fyrr og síðar færum við bestu þakkir fyrir hönd Rauða krossins.

Sumarkveðjur frá stjórn Hornafjarðardeildar

Prjónakonur styrkja Rauða krossinn

smárabrautVel skipulagt 124 ,6m² einbýlishús, 4 svefnherbergi, mikið ræktuð lóð, nýmálað að utan og innan, ný stór verönd.

hólabrautMikið endurnýjað og endurskipulagt einbýlishús með innbyggðum bílskúr samtals 195,6 m². 5 herb. nýtt bað, eldhús, gólfefni, hiti í gólfum.

höfðavegurRúmgóð 2ja herb 67,5 m² íbúð á fyrstu hæð í fallegu og velviðhöldnu fjölbýli. Geymsla í íbúð, góð verönd.

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821www.inni.is

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

Hafnarkirkja sunnudaginn 6. maí

Messa kl. 11:00

Tónlistaratriði frá nemendum Tónskólans

Sóknarprestur

Þann 5. maí næstkomandi mun Menningarmiðstöð Hornafjarðar ásamt hópi fólks af erlendu bergi brotið halda Þjóðahátíð í Nýheimum í annað sinn. Í sveitarfélaginu býr fólk frá yfir 20 ólíkum löndum og hafa 11 ákveðið að taka þátt í hátíðinni, en löndin eru Þýskaland, Sri Lanka, Marokkó, Pólland, Holland, Tæland, Eþíópía, Filippseyjar, Danmörk, Perú og Ísland. Á hátíðinni verður boðið upp á tónlist, myndir, þjóðbúninga ýmissa landa og mat. Glærukynning verður um öll löndin sem taka þátt í hátíðinni svo hægt er að fræðast um hvert og eitt þeirra. Einnig verða í boði tónlistaratriði frá Samkór Hornafjarðar, Kvennakór Hornafjarðar, Tónskóla Austur – Skaftafellssýslu og Hjómsveitin Sansú mun taka lagið. Hátíðin hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis

Þjóðahátíð í Nýheimum

Page 3: Eystrahorn 18. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 3. maí 2012

Laugardaginn 5.maí kl 13:30 ætlar frjálsíþróttadeild Sindra að standa fyrir viðburðinum Hlaup í Skarðið. Eins og nafnið gefur til kynna þá fer viðburðurinn fram í og við Almannaskarð. Hlaup í Skarðið er ekki hugsað sem eiginleg keppni, heldur frekar eins og Kvennahlaupið en þar fara allir á sínum hraða, þ.e. sumir hlaupa en aðrir ganga. Tekinn verður tími á hverjum þátttakanda þannig að í lok „hlaupsins“ fá allir þátttakendur viðurkenningarskjal með skráðum tíma. Boðið verður upp á tvær vegalengdir. Upp Skarðið og niður aftur eða þá upp Skarðið, niður Skarðdalinn og svo sömu leið til baka. Þátttökugjald er kr 500.- pr einstakling en hver fjölskylda greiðir aldrei meira en kr 1.500.-. Hlaup í Skarðið er kjörinn viðburður fyrir fjölskylduna til að eiga saman skemmtilega stund í góðum félagsskap.

Frjálsíþróttadeild Sindra

Hlaup í Skarðið

Vorfundur kvenfélagsins TíbráVerður haldinn í Ekrunni fimmtudaginn 10. maí kl 20:00.

Dagskrá fundarins: • Hvernig á starf kvenfélagsins að vera? •Önnur mál

Nýjar félagskonur sérstaklega hvattar til að mæta.

Stjórnin

Glæsilegur árangur hjá 4. flokk karla í Fjarðaálsmóti 2012, en þeir urðu Fjarðaálsmeistarar B-liða 2012. Spiluðu æsispennandi úrslitaleik við Þór Akureyri og unnu hann 1-0. Unnu í allt 3 leiki og jafntepli í einum. Á myndinni eru Óskar Ármannsson, Hákon Logi Stefánsson, Tómas Ásgeirsson, Redinaldo Reis Rodriques, Óttar Einarsson, Gísli Þ Hallsson, Sigurður, Ágúst Máni Aðalssteinsson, Kristófer Daði Kristjánsson, þjálfari Nihad Hasecic á myndinn eru einnig 3 lánsmenn úr Fjarðabyggð sem skiptust á að fylla uppí 11 manna lið hjá Sindra.

SeljavallakjötvörurOpið föstudaginn 4. maí frá kl. 15:00 - 18:00

Úrval af grillkjöti, T- bone, steikur, grillborgarar o.fl.

Fyrir ferminguna/ústkriftina Roast beef, gúllas og steikur

Sjá nánar á www.seljavellir.is

Verið velkomin, Ella og Eiríkur, sími 860-7582

Kynningarfundur Skotvís og Skotfélags Austur Skaftafellssýslu veður haldinn hjá Afli á Höfn

föstudaginn 4. maí kl. 20.

Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi Skotvís 2. Áherslur nýrrar stjórnar á komandi árum

Allir velkomnir

Stjórnir Skotvís og Skotfélags Austur Skaftafellssýslu

Hvílíkt snilldarverk er maðurinn er einleikur eftir Sigurð Skúlason leikara og Benedikt Árnason leikstjóra. Þeir eiga hvor um sig að baki langan feril í leikhúsinu og hafa kynnst mörgu af því besta í leikbókmenntum heimsins. Nú bjóða þeir okkur inn í heim

Williams Shakespeares í sýningu sem er hugsuð sem þakkaróður til leiklistarinnar og eins þess besta sem hún hefur af sér alið – verka leiksáldsins Williams Shakespeares. Sýningin er einleikur byggður á brotum úr leikritum og sonnettum Shakespeares. Fjallað er um manninn og vegferð hans, og samlíkingu lífs og leikhúss. Áhorfendur ferðast inn í völundarhús mannssálarinnar þar sem á vegi þeirra verður hið góða og illa, rétt og ranga, fagra og ljóta, guðdómlega og djöfullega. Leikritið er einleikur leikarans Sigurðar Skúlasonar og verður sýndur í Nýheimum mánudaginn 7. maí klukkan 20:00. Miðaverð er 2000 krónur en 500 krónur fyrir grunnskóla og framhaldsskólanemendur.

Þvílíkt snilldarverk er maðurinn

Efnilegir strákar

Þegar nýbúið var að gera göngustíginn meðfram fjörunni ákvað ég einn sólríkan sumardag að ganga niður að honum. Þegar ég kom þangað blasti við mér á svörtu malbikinu, TYGGJÓKLESSA. Æ, æ, hugsaði ég, þarna hefur einhver misst út úr sér tyggjóið sitt. Ég gekk áfram og naut útsýnisins yfir jöklana og fjörðinn. Ég gekk eins langt og stígurinn náði. Þetta var falleg leið og margt að sjá. Á leiðinni tilbaka hugsaði ég hvað ég væri heppin að búa á svona fallegum stað.. eða alveg þartil ég kom að tyggjóklessunni. Æ,æ, hugsaði ég. Núna, árið 2012 þegar ég geng eftir stígnum, eru tyggjóklessurnar orðnar margfalt fleiri..æ,æ. Væri ekki sniðugra ef fólk "missti" tyggjóin sín annaðhvort í grasið, fjöruna eða bara í ruslatunnuna, hugsaði ég. HÖLDUM GÖNGUSTÍGNUM HREINUM.

Göngugarpur

Tyggjóklessa

Page 4: Eystrahorn 18. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 3. maí 2012

Verkefnið er samstarfsverkefni á milli Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu og Šialių Stasio Šalkauskio Gymnazija í Litháen. Þemað í þessu verkefni tengdist loftslagsbreytingum og notkun orku, framleiðslu hennar og áhrifum á umhverfið og hagfræði. Allan veturinn voru bæði íslensku og litháensku krakkarnir að vinna við að afla upplýsinga um þessi þemu og héldu síðan fyrirlestra í báðum löndum. Verkefnið er styrkt af Nordplus sem styrkir samstarf á Norðurlöndunum og baltnesku löndunum. Allur afrekstur verkefnisins var settur á vefsíðu: www.aer.fas.is. Ferðin hjá íslenska hópnum hófst um hádegi 4. nóvember þegar við lögðum af stað í rútu til Keflavíkur. Alls tóku 15 nemendur frá Höfn þátt í verkefninu en aðeins 14 fóru út vegna óviðráðanlegra ástæða. Næsta dag var ræst snemma en við tókum flug til Amsterdam og þaðan til Riga sem er höfuðborg Lettlands. Þaðan fórum við í tveggja tíma rútuferð til Šiaulių þar sem við hittum fjölskyldurnar okkar en allir bjuggu inni á heimilum. Við dvöldum í Šiaulių í eina viku. Fyrsta daginn löbbuðum við um borgina og skoðuðum þekkta staði, síðan snérist vikan um það að kynnast því

hvernig fólk í Litháen lifir, hvernig þeir nota orku og hvaðan þeir fá hana. Við skoðuðum sólarrafhlöður, vindmyllur, ruslahauga og margt fleira. Við vorum nú samt ekki bara að vinna með orku og umhverfið heldur fórum við líka á Hill of Crosses eða Krossahæðina, skoðuðum háskólann og fórum í heimsókn á NATO herflugvöll. Einnig fórum við í dagsferð til Kaunas sem er önnur stærsta borgin í Litháen. Eftir góða og vel heppnaða viku í Litháen flugum við svo heim á klakann þann 12. nóvember. Verkefnið var nú ekki búið heldur áttu litháensku krakkarnir eftir að koma til Íslands. Þeir komu 17. mars og byrjuðu á því að skoða höfuðborgina. Þann 18. mars var svo lagt af stað til Hafnar en á leiðinni var komið við í gróðrarstöðinni Borg í Hveragerði, við Skógarfoss, í þjóðgarðinum í Skaftafelli og svo á Jökulsárlóni þar sem nokkrir af íslensku krökkunum tóku á móti þeim. Framundan var mikil dagskrá því það er mikið hægt að skoða hér á Höfn. Meðal annars fórum við í ratleik um Höfn, skoðuðum lakkrísverksmiðjuna Freyju, fjarvarmaveituna, fórum í heimsókn í fjósið á Seljavöllum og skoðuðum Smyrlabjargarárvirkjun. Einnig unnum við

verkefni um orkunotkun og gerðum mat á áhrifum þess að taka þátt í svona verkefni. Við fórum í pottana í Hoffelli, litháensku krakkarnir fóru í siglingu með lóðsinum, við fórum líka á jöklasýninguna og listasafnið. Einnig var keyrt út á Stokksnes og skoðuðum við í leiðinni víkingaþorpið. Föstudaginn 23. mars var farið austur á land og álverið á Reyðafirði skoðað sem og Fljótsdalsvirkjun og Snæfellsstofa. Á heimleiðinni var farið yfir Öxi sem vakti mikla lukku meðal litháísku nemendanna. Á laugardeginum var lagt af stað til Reykjavíkur aftur og á leiðinni var stoppað hjá Gullfossi og Geysi og á Þingvöllum. Ekki má gleyma því að foreldrar Sólveigar buðu hópnum í kvöldmat í Garðabæ á leiðinni til Keflavíkur. Eftir góða ferð hér á Íslandi urðu litháísku krakkarnir að fljúga heim með tárin í augunum með mikla reynslu og góðar minningar. Að taka þátt í svona verkefni gefur manni mikið, til dæmis reynslu í samskiptum við fólk frá öðrum löndum, eykur sjálfstraust og málakunnáttu, eflir samskiptahæfileika og eftir á komum við út sem sterkari einstaklingar.

F.h. AER hópsins, Karen Björg, Þórhildur og Kristey Lilja

Samstarfsverkefni við Litháen

Við nemar í tómstunda-og félagsmálafræðum erum oft spurð að því, hvað tómstunda- og félagsmálafræðingar starfa við eða hvernig nám það er. Tómstunda- og félagsmálafræðingur er ekki það sama og félagsfræðingur eða félagsráðgjafi. Nám til tómstunda- og félagsmálafræðings er þriggja ára nám til BA. prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hægt er að taka námið bæði í stað- og fjarnámi. Að loknu BA-prófi er hægt að halda áfram í meistaranám eða M.Ed.-nám í tómstunda- og félagsmálafræði, en M.Ed.-nám tekur að jafnaði tvö ár. Að verða tómstunda- og félagsmálafræðingur er ekki bara nám til að verða flokkstjóri í Vinnuskólanum eða til að ,,hanga” með börnum, unglingum og ungmennum í félagsmiðstöðvunum. Þetta er svo miklu meira. Námið víðtækt og

hægt að segja að þeir sem fara í þetta nám geta nýtt sér það á margbreytilegu sviði í atvinnu. Þau námskeið sem farið er yfir, á þessum þremur árum eru : siðfræði og fagmennska, félagsfræði, þroskasálfræði, tómstundir og unglingar, aldraðir og börn, listsköpun, nýsköpun, tjáning og samskipti, viðburðastjórnun, aðferðafræði, útivist og útinám, stjórnun og rekstur og margt fleira. Þessi

námskeið eru öll skyldunámskeið í náminu og fara þau yfir mikið og fjölbreytilegt efni. Hægt er að taka valnámskeið af öðrum námsleiðum við Háskóla Íslands eða blanda þessu námi við annað nám. Störf tómstunda- og félagsmálafræðinga eru mjög fjölbreytileg. Hægt er að finna tómstunda-og félagsmálafræðinga í vinnu á Alþingi, með stjórnmálaflokkum, í verklýðsfélögum,

hjá félagsþjónustu sveitarfélaga, stórum fyrirtækjum, á dvalarheimilum fyrir aldraða og fatlaða, leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, íþróttafélögum, á skrifstofum íþrótta- og tómstundamála hjá sveitarfélögum, í félagsmiðstöðvum, og í Háskólum. Tómstunda- og félagsmála-fræðingar geta starfað með fólki á öllum aldri. Þeir hafa mikla og víða þekkingu á því að skipuleggja viðburði og verkefni. Að mínu mati er þetta nám fyrir alla sem hafa gaman af að starfa með og umgangast margbreytilegt fólk. Því miður er tómstunda-og félagsmálafræðingur ekki lögverndað starfsheiti frekar en kerfisfræðingur né umhverfis-og auðlindafræðingur. En vonandi mun það þó breytast á næstu árum.Þessi grein er hluti af verkefninu,, Að koma máli á dagskrá” í faginu félagsmál og lífsleikni sem er námskeið í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.

Herdís Waage

Tómstunda- og félagsmálafræðingur, hvað er það?

Page 5: Eystrahorn 18. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 3. maí 2012

Þjóðahátíð í Nýheimum

5. maí frá klukkan 13:00 til 16:00 Matur, skemmtiatriði, búningar

Glens og gaman

Kvikmyndagerðamaðurinn Haukur M beitir óhefðbundnum aðferðum við að fjármagna útskriftarmynd sína frá hinum virta Polish National Filmschool, skóli sem oftast er kenndur við leikstjóra á borð við Roman Polanski og Krzystof Kieslowski. Þar sem fjármögnun er fyrsta hindrun leikstjóra til þess að koma mynd í framleiðslu og þar sem núverandi efnahagsaðstæður hjálpa ekki til við það ferli, hafa kvikmyndagerðamenn þurft að endurhugsa það og koma upp með nýjar hugmyndir til að fjármagna verkefni sín. Kvikmyndagerðamenn um allan heim hafa tekið höndum saman og notast við öflugar síður á borð við Indiegogo.com til þess að koma verkefnum sínum á framfæri og þannig virkja almenning í þróunarferli kvikmyndarinnar. Samkvæmt reglum Indiegogo.com hafa listamenn ákveðinn tíma til að fjármagna heildarupphæð verkefnisins, ef það markmið næst ekki á tilsettum tíma þá fær verkefnið ekkert fjármagn. Stuttmyndin hans Hauks hefur 30 daga frá upphafi fjármögnunarinnar til enda og stefnt að því að safna 22.000$ (2.7 millj. ISK ). Ef því marki verður ekki náð fyrir 27. maí þá falla öll áheit niður og kvikmyndin verður því miður ekki fjármögnuð. Þegar Haukur er spurður af hverju vefsíðan Indiegogo varð fyrir valinu, svarar Haukur, ,,Til þess að koma skilaboðum á skjótan og öruggan hátt til fjölda fólks á netinu, og með því að geta haldið því upplýstu um framvindu verkefnisins, en það er virkilega ómetanlegt.“ og gerir listamönnum kleift að safna peningum hvaðan sem er úr heiminum. Hola Í Vegg fjallar um ungan átján ára strák sem missir ungan bróður sinn til sjálfsmorðs.

Orsökin fyrir þessum harmleik virðist rekja rætur sínar til eineltis, en þá sérstaklega vegna hræðilegs myndbands sem dreifðist hratt út á netinu. Aðalpersónan verður heltekin af því að finna þá sem bera ábyrgð á gerð myndbandsins á undan yfirvöldum, hann ræðst jafnvel á þá sem eiga hina minnstu sök í leit sinni að sannleikanum. Hann neitar að gera sér grein fyrir hvaða þátt hann hafi í málinu. Hann

grefur sektarkennd sína um að hann hafi ekki verið nógu góður bróðir undir meiri árásargirni sem dregur hann lengra inn í svartnættið. Kvikmyndin verður tekin upp í pólsku borginni Lodz, sem er þriðja stærsta borg Póllands og var eitt sinn ein stærsta iðnaðarborg í Evrópu. Myndin verður tekin upp á á RED EPIC myndavél og síðan yfirfærð á 35mm filmu. Ef Haukur nær takmarki sínu um fjármögnun þá ætlar hann að vera með fullkláraða mynd í lok september. Til að fræðast meira um verkefnið geta áhugasamir skoðað Indiegogo heimasíðu verkefnisins en þar getur þú lesið þér til og tekið þátt. Haukur M hefur í mörg ár unnið að sjálfstæðri kvikmyndagerð en fyrsta kvikmynd

hans í fullri lengd var (Ó)eðli (1999), sem hann fjármagnaði að fullu sjálfur. Síðan þá hefur Haukur gert myndir í fullri lengd, stuttmyndir, heimildarmyndir, tónlistarmyndbönd og auglýsingar. Síðastliðin 3 ár hefur Haukur verið í leikstjórnarnámi ásamt eiginkonu sinni Ástu Júlíu Guðjónsdóttur sem er að læra kvikmyndatöku í sama skóla. Haukur og Ásta vinna náið saman og hafa seinustu samstarfsverkefni þeirra gengið einstaklega vel á kvikmyndahátíðum og unnið til nokkurra verðlauna, þar á meðal á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík.

Hornfirskur kvikmyndagerðarmaður fjármagnar útskriftarmynd sína á netinu

Page 6: Eystrahorn 18. tbl. 2012

mar

khon

nun.

is

Kræsingar & kostakjör

VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ!

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

TILBOÐIN GILDA 3. - 6. MAÍ

ÁÐUR1.998 KR/KG

1.499VERÐ NÚ

VÍNARPYLSUR10 STK. 480 G 279

ÁÐUR 398 KR/PK

NAUTAGÚLLASFERSKT

1.559ÁÐUR 2.398 KR/KG

35% AFSLÁTTUR

35% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

649VERÐ NÚ

ÁÐUR 998 KR/KG

KJÚKLINGALEGGIRBBQ

SVÍNALUNDIRFERSKAR

95VERÐ NÚ

ÁÐUR 189 KR/STK

KLEINUHRINGIRBAKAÐ Á STAÐNUM

50% AFSLÁTTURNÝ

BA

KA

ÐT

ILB

VIK

UN

NA

R

KIELBASA PYLSUR5 STK. 250 G

VERÐ NÚ

247VERÐ NÚ

ÁÐUR 298 KR/PK

EMERGE-ORKUDRYKKUR-250 ML

358VERÐ NÚ

ÁÐUR 398 KR/PK

115VERÐ NÚ

ÁÐUR 229 KR/KG

KLEINUR - 25% MEIRA MAGN

PERUR Í LAUSU

50% AFSLÁTTUR

ÁV

ÖX

TU

RV

IKU

NN

AR

34% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

89 KR STK