Eystrahorn 1. tbl. 2011

6
Fimmtudagur 6. janúar 2011 www.eystrahorn.is Eystrahorn 1. tbl. 29. árgangur Gleðilegt nýtt ár! Ljósmynd: Þorri (Þorvarður Árnason) Jákvæð íbúaþróun og bjartsýni Sveitarstjórnarkosningarnar á sl. ári voru sögulegar vegna þess að í fyrsta skipti nær eitt framboð meirihluta. Framsóknarflokkurinn hlaut fjóra menn kjörna, Sjálfstæðismenn tvo og Samfylking einn. Á myndinni eru bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra. Í nýútgefnum íbúatölum frá Hagstofunni kemur fram að á Hornafirði hafi fjölgað um 27 einstaklinga milli ára. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1997 sem fjölgar og íbúaþróun síðustu tíu ára hefur verið þessi: 2010 2.116 2009 2.089 2008 2.110 2007 2.120 2006 2.186 2005 2.189 2004 2.230 2003 2.305 2002 2.332 2001 2.336 Í áramótapisli Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra og á kynningarfundum um fjármál sveitarfélagsins kom fram að við erum vel sett miðað við mörg önnur sambærileg samfélög. Möguleikar eru á að viðhalda hér góðu þjónustu- og framkvæmdastigi á vegum sveitarfélagsins. Þetta, ásamt jákvæðri íbúaþróun og ýmsum jákvæðum teiknum er fagnaðarefni og ætti að ýta undir bjartsýni á nýju ári. Bjartsýni og frumkvæði eru svo mikilvægt hreyfiafl og hvatning í samfélagi eins og við búum í. Það er því ástæða til að ætla að árið 2011 verði gjöfult í ríki Vatnajökuls.

description

Eystrahorn 1. tbl. 2011

Transcript of Eystrahorn 1. tbl. 2011

Page 1: Eystrahorn 1. tbl. 2011

Fimmtudagur 6. janúar 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn1. tbl. 29. árgangur

Gleðilegt nýtt ár!

Ljósmynd: Þorri (Þorvarður Árnason)

Jákvæð íbúaþróun og bjartsýni

Sveitarstjórnarkosningarnar á sl. ári voru sögulegar vegna þess að í fyrsta skipti nær eitt framboð meirihluta. Framsóknarflokkurinn hlaut fjóra menn kjörna, Sjálfstæðismenn tvo og Samfylking einn. Á myndinni eru bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra.

Í nýútgefnum íbúatölum frá Hagstofunni kemur fram að á Hornafirði hafi fjölgað um 27 einstaklinga milli ára. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1997 sem fjölgar og íbúaþróun síðustu tíu ára hefur verið þessi:

2010 2.1162009 2.0892008 2.1102007 2.1202006 2.1862005 2.1892004 2.2302003 2.3052002 2.3322001 2.336

Í áramótapisli Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra

og á kynningarfundum um fjármál sveitarfélagsins kom fram að við erum vel sett miðað við mörg önnur sambærileg samfélög. Möguleikar eru á að viðhalda hér góðu þjónustu- og framkvæmdastigi á vegum sveitarfélagsins. Þetta, ásamt jákvæðri íbúaþróun og ýmsum jákvæðum teiknum er fagnaðarefni og ætti að ýta undir bjartsýni á nýju ári. Bjartsýni og frumkvæði eru svo mikilvægt hreyfiafl og hvatning í samfélagi eins og við búum í. Það er því ástæða til að ætla að árið 2011 verði gjöfult í ríki Vatnajökuls.

Page 2: Eystrahorn 1. tbl. 2011

2 EystrahornFimmtudagur 6. janúar 2011

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur: ... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,

föður okkar, tengdaföður og afa.

Braga Friðriks BjarnasonarHlíðartúni 11

Höfn í Hornafirði

Aðalheiður AðalsteinsdóttirÓmar Ingi Bragason Guðrún Jóna GuðlaugsdóttirIngunn Sigurrós Bragadóttir Magnús R. KristjánssonBjarni Friðrik Bragason Hrönn Þorgeirsdóttirog barnabörn. Bifreiðaskoðun á Höfn

17., 18. og 19. janúar.Tímapantanir í síma 570 9090

fyrir kl. 16:00 föstudaginn 14. janúar.

Næsta skoðun 21., 22. og 23. febrúar.

Þegar vel er skoðað

Óskum eftir snyrtilegum íbúðum á Höfn til skammtímaútleigu til ferðamanna næsta sumar. Íbúðir fólks sem fer í sumarfrí í 3-4 vikur eða meira koma til greina.Um góða búbót er að ræða. Hafið samband á [email protected] eða beint við Sigurð í síma 8487142.

Einbýlishús til leigu á Höfn fyrir reglusamt fólk. Upplýsingar í síma 864-7640 og 553-4430

Töluvert var um að vera hjá UMF. Sindra á milli hátíða eins og undafarin ár. Árleg firmakeppni í knattspyrnu var í íþróttahúsinu. Fjögur kvennalið tóku þátt og sigraði lið frá Skinney – Þinganesi en lið Páls Dagbjartssonar sem bar sigur úr býtum hjá körlunum þar sem fimm lið kepptu.Í Ekru spilaði briddsáhugafólk tvímenning á 6 borðum. Úrslit urðu þessi:

Ólafur Jónsson – Valdemar 1. Einarsson með 212Gunnar Páll Halldórsson – 2. Jóhann Kisel með 189 Gísli Gunnarsson – Ingvar 3. Þórðarson með 184

Á Gamlársdag fór fram

víðavangshlaupið og voru þrjár vegalendir í boði 2 km, 5 km og 7 km. Alls luku 22 keppendur hlaupinu og sigurvegarar voru:

2 km kvenna Guðrún Ása • Aðalsteinsdóttir á 11,23,992 km karla Hafþór Logi • Heiðarsson á 11,59,33 5 km kvenna Inga Kristín • Aðalsteinsdóttir 27,50,035 km karla Sævar Gunnarsson • 26,56,137 km kvenna Siggerður • Aðalsteinsdóttir 36,23,257 km karla Einar Ásgeir • Ásgeirsson 30,17,67.

Skíðadeild Sindra stóð svo fyrir skiðaferð í Oddsskarð 2. janúar og þar var fín stemning að vanda.

Bragi Friðrik Bjarnason fæddist á Smyrlabjörgum í Suðursveit 15. nóvember 1939. Hann andaðist á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 14. desember 2010. Foreldrar hans voru Bjarni Gíslason, Kálfafelli í Suðursveit, og Þóra Gísladóttir frá Uppsölum í Suðursveit. Bragi var einkabarn þeirra hjóna.Hinn 30.10. 1965 kvæntist Bragi Aðalheiði Aðalsteinsdóttur, frá Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn V. Björnsson, Fáskrúðsfirði, og Þórunn Jóhannesdóttir frá Fáskrúðsfirði. Börn Braga og Aðalheiðar eru; 1) Drengur, látinn. 2) Ómar Ingi. Maki Guðrún J. Guðlaugsdóttir. Börn: Orri, látinn, Bragi. 3) Ingunn Sigurrós. Maki Magnús R. Kristjánsson.

Börn: Fannar Freyr, Ægir Már. 4) Bjarni Friðrik. Maki Hrönn Þorgeirsdóttir. Börn: Þorgerður, Bragi Friðrik, Atli Freyr. Fyrir átti Bragi soninn Helga Guðjón.Bragi fluttist á Höfn með foreldrum sínum árið 1944 og ólst þar upp. Hann lauk námi frá Stýrimannaskólanunm í Reykjavík og Vélskóla Íslands og starfaði bæði sem skipstjóri og vélstjóri. Hann stofnaði útgerðarfélagið Eskey í samstarfi við Sigtrygg Bendiktz og Örn Ragnarsson árið 1969, sama ár keyptu þeir bátinn Eskey. Síðar keypti Kristinn Guðmundsson hlut Sigtryggs. Útgerðin var farsæl og við bættust bátarnir Bjarni Gíslason, Erlingur og Hafdís. Um tíma ráku þeir einnig fiskvinnslu. Frá stofnun Eskeyjar starfaði Bragi að mestu í landi og sá um rekstur útgerðarinnar. Eskeyjar útgerðin var starfrækt fram til loka ársins 2002, þá seldu þeir útgerðina. Eftir söluna var Bragi viðloðandi útgerð yngsta sonar síns og sinnti jafnframt áhugamálum sínum. Hann var mikill bridsmaður, hafði gaman af ferðalögum og ferðaðist víða.

AndlátGóð þátttaka

Súpufundur Framsóknarverður í hádeginu, þriðjudaginn 11. janúar n.k. á Hótel Höfn

Bæjarfulltrúar á staðnum og svara fyrirspurnum

Eigum saman notalega stund

Framsókn og stuðningsmenn þeirra

Page 3: Eystrahorn 1. tbl. 2011

3Eystrahorn Fimmtudagur 6. janúar 2011

Fjárhagslegri endurskipu-lagningu Sparisjóðs Vestmanna-eyja er lokið. Samningur milli Sparisjóðsins og stærsta kröfuhafans, Seðlabanka Íslands var undirritaður 10. desember sl. Þá hafa aðrir kröfuhafar einnig samþykkt samninginn. Öll skilyrði samningsins eru nú uppfyllt af hálfu Sparisjóðs Vestmannaeyja og uppfyllir Sparisjóður Vestmannaeyja nú öll skilyrði Fjármálaeftirlitsins.

Sparisjóður Vestmannaeyja varð fyrir miklu tjóni í bankahruninu, en strax var hafist handa við fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðsins. Efnahagur og rekstur var endurskipulagður og m.a. var stofnfé aukið um 904 milljónir króna að nafnvirði. Stofnfé er í dag um 1.004 milljónir krónur. Allir lögðust á eitt, bæði kröfuhafar og stofnfjáreigendur við það að koma sjóðnum aftur á réttan kjöl og hefur það nú tekist

og uppfyllir Sparisjóðurinn öll lagaskilyrði fjármálastofnana. Við undirritun samningsins eignaðist Seðlabanki Íslands 55,3% af stofnfé Sparisjóðsins sem hefur verið framselt til Bankasýslu ríkisins sem er stærsti stofnfjáreigandi sjóðsins. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja fer með 14,2% hlut, Vestmannaeyjabær 10,1%, Vinnslustöðin hf. 5,0%, en aðrir stofnfjáreigendur samtals um 15% . Aðkoma þessara aðila sýnir sterkan vilja heimamanna að koma að endurreisninni og efla Sparisjóðinn til framtíðar.

Aðalfundur vegna ársins 2009 var haldinn 21. desember sl. þar sem niðurstaða fjárhagslegrar endurskipulagningar var kynnt, en hún hafði áður verið samþykkt á fundi stofnfjáreigenda í júní sl.

Stjórn og stjórnendur Sparisjóðs Vestmannaeyja horfa nú bjartsýn til framtíðar og eru þess fullviss að Sparisjóðurinn verður áfram sterkur bakhjarl á sínum starfssvæðum og í góðu samstarfi við aðra sparisjóði.

Vestmannaeyjum, 23. desember 2010,

Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja.

Frá Sparisjóði Vestmannaeyja

AtvinnaHeilsuleikskólinn Krakkakot Hefur þú gaman af að vinna með börnum? Hefur þú áhuga á hreyfingu og góðri heilsu?

Heilsuleikskólinn Krakkakot auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda í 50% stöðu e.h.

Laun greidd samkvæmt kjarasamningum KÍ eða AFLs og Sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur rennur út 20.janúar 2011.

Tekið er á móti umsóknum hjá leikskólastjóra á Krakkakoti og í síma 470 8481.

Snæfríður Svavarsdóttir, leikskólastjóri.

Þá er tipphornið byrjað aftur eftir jólafrí en í raun var lítið um frí á tippstofunni um jólin því bæði var seðill

á nýársdag og annan í jólum. Einhverjir vinningar litu þó dagsins ljós. Tippstjórinn vill benda á að áskrift

hefur gefið þó nokkra vinninga. Á síðasta seðli fyrir jól skoraði Martölvan á Póstinn sem gerði sér lítið fyrir sigraði 9-8 og því skorar Pósturinn á sparkspekingana hjá Þrastarhóli.

Pósturinn Þrastarhóll1. Scunthorpe -Everton 2 2 2. Blackburn-Q.P.R. 12 1 3. Brighton –Portsmouth 1x2 1x2 4. Coventry -Crystal Palace 1 1 5. Hull -Wigan 1 2 1x2 6. Reading -W.B.A. 1 1x2 7. Sheff.Utd -Aston Villa 1 2 8. Stoke -Cardiff 1 1 9. Burton Albion -Middlesbro 1 2 2 10. Doncaster-Wolves 1x2 1x 11. Preston -Nott.For. 1x2 1x 12. Southampton-Blackpool 1 x2 13. West Ham -Barnsley 1 1

Tipphornið

Aðra helgi ætlum við svo að byrja á fyrirtækjaleiknum og vonumst við til að fá sem flesta vinnustaði í skemmtilegum leik.

OPIÐ HÚSOpið hús verður hjá Rauða krossinum að Víkurbraut 2 laugardaginn 8. janúar frá kl. 13 -15.

Húsgagnaval

útsalaútsala á jólavörum og völdum vörum

Opið 13 - 18 virka daga

13 - 15 laugardaga

Þrettándagleði Ungmennafélagsins Mána

Hin árlega þrettándagleði U.M.F. Mána verður haldin á Laxárbökkum fimmtudaginn 6. janúar kl. 20:30, eða á sama stað og undanfarin ár.

Björgunarfélagið verður með flugeldasýningu, Karlakórinn Jökull tekur lagið og Kvenfélagið Vaka býður upp á heitt kakó.

Allir velkomnirStjórn U.M.F. Mána

Page 4: Eystrahorn 1. tbl. 2011

4 EystrahornFimmtudagur 6. janúar 2011

Áramótapistill bæjarstjóraLýðræðið hefur ekki eina hreina birtingarmynd. Það er hvers samfélags að þróa stjórnarfarið í þá átt að það tryggi sem mest lífsgæði og jöfnuð og standi vörð um hagsmuni almennings. Lýðræðið hefur leitt til mikilla framfara sérstaklega þar sem saman fara frelsi, jafnrétti og lýðræði. Nöturlegri mynd hefur líka verið dregin upp í nafni lýðræðis og birst í tímabundnum skertum lífsgæða og óhamingju fólks víða um heim. Stríð, ofríki og heimskreppur eru sjálfsagt bestu dæmin. Þess vegna er nauðsynlegt að viðhalda lifandi umræðu um hvernig eigi að stjórna, hvert sé hlutverk ríkisvalds, sveitarstjórna og alþjóðlegra stofnana, ásamt umræðu um ábyrgð, skyldur og réttindi einstaklinga, fyrirtækja og fjölmiðla.

Samfélag þar sem fólk hittist, getur rætt mál líðandi stundar, skipst á skoðunum, tekur þátt í sameiginlegum verkefnum samfélagsins og fundið úrlausnir sem henta, er sterkt. Veik samfélög einkennast af því að vantraust ríkir manna á milli, fólk hittist ekki á mannamótum er afhuga þátttöku í stjórnmálum og öðrum félagsmálum og eiga því ekki mikla framtíð fyrir sér.

Það er enn mikilvægara en oft áður að íbúar sveitarfélagsins Hornafjarðar séu virkir í öllum ákvörðunum og stefnumótun sveitarfélagsins. Við þurfum að setja okkur markmið um hvernig samfélagi við viljum búa í hér á næstu árum. Þess vegna er unnið að undirbúningi íbúaþings sem haldið verður snemma árs 2011. Til viðbótar við grundvallarspurningar um lýðræðið hefur samfélagsgerðin breyst mikið á síðustu árum, ferðaþjónusta vaxið og tæknivæðing til sjávar og sveita átt sér stað. Samhliða þessu hafa ný gildi og væntingar fólks til lífsins rutt sér til rúms. Taka verður tillit til þessara þátta þegar litið er til framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu. Fólk lítur á heiminn með öðrum augum en áður og hefur marga möguleika til búsetu og starfa um allan heim. Til að lifa af í breyttum heimi þurfa samfélög, stór og smá, að aðlaga sig að þessum veruleika. Íbúaþingið er hugsað til að kalla fram sjónarmið og

áherslur samfélagsins til næstu ára.

Getum við íbúar sveitarfélagsins komið saman, rætt málin og mótað okkur sýn um hvernig samfélag við viljum næstu árin? Þeirri spurningu verður reynt að svara á íbúaþinginu.

Standa vörð um atvinnulífið

Bæjarstjórn hefur ætíð talið mikilvægt að byggja á því sem fyrir er. Sveitarfélagið er þekkt fyrir sterka stöðu í veiðum og vinnslu á sjávarfangi, landbúnaður er fjölbreyttur og ferðaþjónusta er vaxandi. Um þessar atvinnugreinar þarf að standa vörð. Eitt af því sem íbúaþingið mun draga fram eru viðhorf íbúa til atvinnustefnu sveitarfélagsins. Undanfarin ár hefur verið byggt á hugmyndafræði sem lá til grundallar uppbyggingu Nýheima, að efla menntun og rannsóknir, standa undir fjölbreyttu menningarstarfi og á grunni þess alls ráðast í nýsköpun

til að auka fjölbreytni og styrkja stoðir samfélagsins. Stofnaður hefur verið sjóður til að styðja við þessa þróun enn frekar og lagðir fjármunir í ýmis verkefni sem tengjast atvinnumálum. Nú er komin reynsla á þessa vinnu og mikilvægt að líta til baka og meta hvernig við getum styrkt starfið, jafnframt því að spyrja hvort nóg sé gert. Í framhaldinu verða síðan skilgreindar leiðir og aðferðir til að ná settu marki.

Ein af höfuðskyldum hverrar bæjarstjórnar er að styðja við atvinnuskapandi verkefni og ýta undir samfélagsþróun þrátt fyrir að hvorugt þessara verkefna sé lögbundið. Á árinu 2011 verður lögð áhersla á að efla atvinnu- og rannsóknasjóðs sveitarfélagsins, vinna með frumkvöðlum og skólum á svæðinu í að efla hönnun og handverk, styðja enn frekar við markaðssetningu og vöruþróun í ferðaþjónustu og undirbúa vatnsútflutning í samvinnu við Rolf Johansen og co. svo dæmi séu tekin.

Íbúaþingið mun jafnframt

leggja grunn að endurskoðun á aðalskipulagi. Unnið hefur verið að verkefninu á síðustu misserum og stefnt er að ljúka því á árinu 2012. Þar verður sett fram heildstæð stefna um framtíð samfélagsins og mun umhverfis- og skipulagsnefnd bera ábyrgð á þessari vinnu.

Sterkt staða sveitarsjóðs

Sveitarfélög standa frammi fyrir miklum vanda vegna verðlagsþróunar síðustu ára, lækkandi verðmæti krónu miðað við aðra gjaldmiðla og samdrátt í tekjum. Það hefur því ekki reynst neinum auðvelt að koma saman áætlun um fjármál. Ríki og sveitarfélög hafa unnið að gerð fjármálareglna fyrir sveitarfélögin. Hingað til hafa sveitarfélög búið við mikið frjálsræði af hálfu ríkisins en þekkt er víða um lönd að reistar eru skorður við skuldasöfnun og rekstrarhalla sveitarfélaga. Þær tillögur sem nú liggja fyrir gera ráð fyrir tveimur meginreglum í fjármálum sveitarfélaga, annars vegar svokallaðri skuldareglu sem segir að skuldir sveitarfélaga megi ekki vera hærri en 150% af tekjum þeirra og hins vegar að sveitarfélögum sé gert skylt að skila afgangi á hverju þriggja ára tímabili. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 og gerð þriggja ára áætlunar fyrir árin 2012 – 2014 var unnið út frá þessum viðmiðunum. Samkvæmt framlagðri tillögu að fjárhagsáætlun mun Sveitarfélagið Hornafjörður uppfylla skilyrði í reglum um fjármál sveitarfélaga og gott betur.

Framkvæmdir á árinu 2011 verða alls 210 m.kr. Lögð verður áhersla á endurbætur á húsnæði í eigu sveitarfélagsins og frágang á lóðum stofnana þess. Stærstu einstöku framkvæmdirnar verða utanhúsviðhald í Heppuskóla þar sem gert er ráð fyrir að skipta um glugga og klæða húsið að utan. Samhliða hönnun á endurbótum utanhúss er unnið að hönnun á endurbótum innanhúss. Stefnt er að því að hefja endurbætur innanhúss í Heppuskóla á árinu 2012. Á árinu 2011 verður einnig ráðist í endurbætur á ráðhúsinu, bæði utanhúss og á neðstu Nýja sundlaugin er mikil lyftistöng fyrir sundfólkið okkar sem stundaði íþrótt

sína vel á liðnu ári eins og annað íþróttafólk í sýslunni.

Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri tekur við gjöf úr dánarbúi Ástu Eiríksdóttur ekkju Svavars Guðnasonar listmálara. Karl Ómar Jónsson afhenti gjöfina.

Page 5: Eystrahorn 1. tbl. 2011

5Eystrahorn Fimmtudagur 6. janúar 2011

hæð hússins. Þar er ráðgert að opna Listasafn Svavars Guðnasonar í húsnæði gömlu slökkvistöðvarinnar í júní 2011.

Í þeim erfiðleikum sem margar fjölskyldur standa frammi fyrir vegna samdráttar og erfiðleika í þjóðfélaginu er mikilvægt að sveitarfélög sinni skyldu sinni gagnvart börnum og ungmennum sem og öllum þeim sem þurfa á stuðningi að halda. Skólakerfið í heild sinni gegnir þar lykilhlutverki. Skóla, íþrótta- og tómstundanefnd mun strax á nýju ári fá það hlutverk að svara þeirri spurningu hvernig sveitarfélagið sinnir skyldum sínum í skólamálum. Í þeirri vinnu verður leitað eftir viðhorfi starfsfólks og foreldra og rekstrarumhverfi skólastofnana greint. Miklar breytingar hafa orðið á skipan skólamála á síðustu árum sem leitt hefur til mikillar hagræðingar í rekstri grunnskóla. Á síðustu árum hefur verið fjárfest mikið í íþróttaaðstöðu og tómstundastarfi. Á næstu árum þarf að hlúa að innra starfi íþróttafélaga og styrkja æskulýðsstarf á breiðum grunni. Forvarnargildi slíks starfs er mikið sé rétt á málum haldið. Það verður sérstakt markmið sveitarfélagsins að efla forvarnarstarf á sínum vegum í samvinnu við íbúa og frjáls félagasamtök.

Húsnæðis- og orkumál ein

brýnustu verkefni samfélagsins

Á undanförnum árum hefur Sveitarfélagið Hornafjörður selt fjölmargar íbúðir í sinni eigu, ýmist til einstaklinga eða fyrirtækja sem hafa þá breytt íbúðarhúsnæði í gistirými. Þá hefur fasteignaverð þokast upp á við. Haustið 2010 var unnin greinargerð á vegum sveitarfélagsins um þessi mál þar sem í ljós kom að ekki er enn grundvöllur fyrir uppbyggingu leiguíbúða á viðskiptalegum forsendum. Til þess er leiguverð í sveitarfélaginu of lágt og stofnkostnaður við íbúðarhús of hár. Félagsmálaráð Hornafjarðar hefur málið til umfjöllunar og á vegum þess verður unnin ný gjaldskrá og reglur um útleigu á íbúðum á vegum sveitarfélagsins á árinu 2011. Sú gjaldskrá verður að taka mið af stöðu fjölskyldna í núverandi árferði.

Eitt allra mikilvægasta hagsmunamál samfélagsins er að lækka orkureikning til einstaklinga og fyrirtækja í sveitarfélaginu. Miklar hækkanir hafa átt sér stað ekki síst í flutningi raforkunnar og sporna þarf við þeirri þróun. Jafnframt þarf sveitarfélagið að stíga enn ákveðnari skref í leit sinni að nýjum hagkvæmum orkugjöfum. Hafin er skoðun á virkjun sjávarorku, varmadæluvæðing á Íslandi er í dögun sem gæti reynst dreifbýlli svæðum hagkvæm og RARIK vinnur að undirbúningi hitaveitu frá Hoffelli. Atvinnu- og menningarmálanefnd mun fá það hlutverk að leiða þessi mál fyrir hönd sveitarfélagsins. Árið 2011 stefnir sveitarfélagið að því að setja upp varmadælu í íþróttahúsi á Höfn til að láta reyna á hvort hægt sé að ná niður orkukostnaði í stofnunum sveitarfélagsins

Fjölgun ferðamanna styrkir samfélagið

Ríki Vatnajökuls hefur fest sig í sessi sem eitt af mikilvægari

ferðaþjónustusvæðum. Til að rísa undir því þarf sveitarfélagið í samvinnu við íbúa, fyrirtæki og bændur í sveitarfélaginu að fegra ásýnd svæðisins. Samin hefur verið reglugerð um umgengni utanhúss sem fylgt verður eftir á árinu 2011 undir forystu umhverfis- og skipulagsnefndar. Sveitarfélagið mun leggja til fjármagn á næstu árum til gróðursetningar, frágangs á opnum svæðum í eigu sveitarfélagsins, til að fegra umhverfi stofnana og þannig leggja sitt af mörkum í þetta verkefni.

Á undaförnum árum hefur nokkur umræða átt sér stað um framtíð gömlu húsanna við hafnarsvæðið og möguleika sem uppbygging þar gæti haft í för með sér. Gerð hafa verið drög að deiliskipulagi fyrir svæðið, þar sem er gert ráð fyrir að Gamlabúð flytjist aftur niður að höfn. Þá hafa verið gerðar tvær skýrslur um endurbætur á Miklagarði. Mikilvægt er að koma þessum málum á það stig að hægt verði að taka ákvarðanir um framtíð

húsanna og svæðisins. Áhugi er að fá einstaklinga til liðs við sveitarfélagið til að byggja svæðið upp og koma þar upp starfsemi. Á næsta ári verður unnið að því að gera samninga við einstaklinga um leigu eða sölu á Miklagarði, Graðalofti og Pakkhúsi

Handverk og hönnun hefur rutt sér til rúms í sveitarfélaginu. Atvinnugreinin hefur mikla möguleika á að vaxa í framtíðinni ekki síst vegna spár um aukna komur ferðamanna til landsins. Til að ýta undir vöxt greinarinnar getur sveitarfélagið stutt við frumkvöðla með því að byggja upp verkstæði og aðstöðu og útvega húsnæði undir starfsemina meðan hún er að byggjast upp. Á árinu 2011 verður unnið að stefnumótun um framtíð list- og verkgreina á Hornafirði, og þar meðal annars tekið á list- og verkgreinum í skólum samfélagsins. Þar verður að skoða jafnræðisjónarmið við aðrar atvinnugreinar samhliða þeim ábata sem uppbygging handverks og hönnunar getur haft á önnur fyrirtæki í verslun og þjónustu. Ef vel tekst til getur þessi starfsemi verið aðdráttarafl sem laðar fólk til svæðisins og vekur athygli á því.

Samin hefur verið ný stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð sem leggur grunninn að starfsemi og uppbyggingu garðsins til næstu ára. Tvö ný svæði eru tekin inn í áætlunina í sveitarfélaginu, Heinabergssvæðið og hluti af landi Hoffells. Mikilvægt er að þjóðgarðurinn hefji þegar uppbyggingu á þessum svæðum auk þess að halda áfram uppbyggingu og þróttmiklum rekstri í Skaftafelli.

Í mörgum hagspám sem gefnar hafa verið út á árinu er gert ráð fyrir efnahagslífið sé að rétta úr kútnum. Afturbatinn verður þó væntanlega hægari en við óskum. Nauðsynlegt er því að gæta aðhalds og varkárni í rekstri sveitarfélagsins. Þrátt fyrir það meginstef verður hér áfram unnið að viðhaldi og endurbótum á mannvirkjum og staðið fyrir verkefnum sem vonandi skila okkur áfram veginn.

Íbúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar óska ég gleði og hamingju á nýju ári.

Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri

Einstakur árangur grunnskólanema á Hornafirði í nýsköpunarkeppnum grunnskóla og Legokeppninni er farinn að vekja athygli. Á síðasta ári unnu þeir til verðlauna í báðum keppnunum og verða fulltrúar Íslands í alþjóðlegu Legokeppninni einu sinni enn.

Fjölmennasta útskrift frá FAS til þessa var á liðnu ári. Útskrifaðir voru nítján stúdentar, fjórir af skrifstofubraut, fjórir sjúkraliðar og einn stuðningsfulltrúi.

Page 6: Eystrahorn 1. tbl. 2011

Fimmtudagur 6. janúar 2011 www.eystrahorn.is

Eystrahorn1. tbl. 29. árgangur

Ship o hojNú er frost á fróni

Vertu sjóklár 22. janúar

Búrhval rak um daginn á Austurfjörur. Þetta er þriðji búrhvalurinn sem rekur á land hér við suðausturströndina á réttu ári. Haustið 2009 rak 14 – 15 metra hval rétt vestan við Hálsa í Suðursveit. Síðastliðið sumar rak um 11 metra búrhval á Starmýrarfjöru um kílómetir austan við Óseyjar og nú 14 metra hval á Austurfjörurnar. Svona tíður reki búrhvala á ekki lengri strandlengju hlýtur að vera sjaldgæft. Á vísindavef HÍ má finna þessar upplýsingar um búrhvali;

Búrhvalir eru meðal stærstu spendýra sem þekkjast á jörðinni. Þeir flokkast sem tannhvalir (odontocete). Búrhvalir eru bæði ólíkir öllum öðrum hvalategundum í útliti og hegðun. Þeir lifa dýpst allra hvala og geta kafað dýpra en nokkur önnur hvalategund. Kýr og kálfar búrhvalsins ferðast milli staða í hópum, en karlarnir ferðast einir milli staða, leita að æti og dvalarstað fyrir fjölskylduna.Höfuð búrhvalsins er nánast ferkantað, en kjálkinn er lítill og slútandi. Höfuðið er stórt, eða

um þriðjungur af heildarstærð búrhvalsins. Það er jafnþungt og það er stórt, en vegur um þriðjung heildarþyngdar líkamans. Búrhvalurinn hefur eitt blástursgat framarlega á vinstri hlið höfuðsins, og hann blæs vatninu framávið frekar en beint upp, eins og flestir aðrir hvalir gera. Skrokkurinn á honum, fyrir utan höfuðið, virðist krumpaður og þurr við fyrstu sýn.Yfirleitt er búrhvalurinn dökkgrár, með ljósar rendur eða doppur. Húðin kringum munn búrhvalsins er hvít. Bolurinn er

ljósgrárri og stundum hvítur. En í sögu Melville um Moby Dick var stórhvelið alhvítt.Fullorðnir karlhvalir verða allt að 15-18 metra langir og vega um 35-45 tonn (35.000 - 45.000 kílógrömm). Kýrnar eru aftur á móti smærri, en þær verða allt að 11 metrar að lengd og vega ekki nema um 12-13 tonn. Aðalfæða búrhvalsins er djúpsjávarsmokkfiskur, en hann nærist einnig á ýmsum fisktegundum og kolkrabba. Búrhvalurinn þarf um eitt tonn af fæðu á dag. Hægt er að finna búrhvali í öllum heimshöfum. Þeir geta kafað á eins kílómetra dýpi og geta verið í kafi um klukkustund í senn. Um skeið var talið að um tvær milljónir búrhvala lifðu í hafinu. Nú er talið að fjöldinn sé um fimmhundruð þúsund. Deilt er um hvort leyfa eigi veiðar á búrhvölum, en slíkar veiðar hafa verið bannaðar í nokkur ár vegna ótta við útrýmingu tegundarinnar. Samkvæmt skáldsögu Herman Melville, Moby Dick (1851) var Moby Dick búrhvalur.Í skáldsögunni kemur hvergi nákvæmlega fram hversu stór Moby sjálfur er. Hins vegar er lýst af mikilli nákvæmni stærð búrhvela og annarra hvalategunda, og sterklega gefið í skyn að Moby Dick sé stærstur þeirra. Minna er gert úr gífurlegri stærð hvalsins en hversu klókur hann er og grimmur.

Pizza-tilboðföstudag, laugardag og sunnudag frá kl 18:002 lítrar af Pepsí fylgir öllum sóttum pöntunum

Sími 478-2200

Búrhvalir tíðir gestir á fjörum hér um slóðir

Þetta er greinilega ekki Moby Dick því hann var hvítur. Kristín Gestsdóttir tók þessa mynd þegar fjölskyldan skrapp að skoða skepnuna sem er á Austurfjörum. Eiginmaður hennar Jóhann Morávek skólastjóri Tónskólans er greinilega forvitinn, en aðrir halda sér í hæfilegri fjarðlægð.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús