Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

24
ÚTVEGSBLAÐIÐ Þ J ó N U S T U M I ð I L L S J á V A R ú T V E G S I N S febrúar 2012 » 2. tölublað » 13. árgangur Botnfiskveiðar við Færeyjar í lágmarki Vottanir treysta stöðu íslenskra sjávarafurða Lítið um fjárfest- ingar að óbreyttu Landbeiting skilar ríflega 300 störfum »18 »6 »4 »8 FRíVAKTIN » Það er kostnaðarsamt að breyta vöru úr fæðubótarefni yfir í lyf og einnig þarf mikið af lifur í framleiðsluna.” ... »2 „Hugmyndin að þessu rannsóknar- og þróun- arverkefni kviknaði fyrir um áratug og segja má að það feli í sér gagngera endurhugsun á togveiðum. Í stað þess að nota hefðbundin veiðarfæri úr garni er búinn til nokkurs kon- ar veggur eða net með ljósum, sem sjá um að smala fiskinum í togveiðarfærin,“ segir Halla Jónsdóttir verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmið- stöð Íslands. Vinna við frumgerð ljósaveiðar- færis er á lokastigi hjá Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands og Hafrannsóknastofnun, en auk þeirra eru Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. og Fjarðanet hf. aðilar að verkefninu. Stefnt er að veiðitil- raunum síðar á árinu. „Við gáfum út í fyrra að slíkar veiðar gætu hafist áður en langt um líð- ur, ég vona að fyrsti prufutúrinn verði farinn síðar á árinu.“ Ef tilraunaveiðarnar lofa góðu verður skoð- að gaumgæfilega hvort og hvernig hægt verð- ur að að þróa framleiðslu á þessari nýju teg- und veiðarfæra. Þeir aðilar sem standa að verkefninu hafa ekki viljað veita miklar upp- lýsingar, enda ríkir hagsmunir í húfi. Sótt hef- ur verið um einkaleyfi á veiðarfærinu. Einkaleyfi „Veiðar með ljósum eru mun umhverfisvænni en með hefðbundnum veiðarfærum og þau lágmarka til dæmis röskun á sjávarbotni. Okk- ar útreikningar leiða í ljós að olíunotkun togara við veiðar gæti dregist saman um hátt í fjörutíu prósent. Eins og við vitum hefur olíukostnaður fiskiskipa hækkað mikið að undaförnu, þannig að við erum að tala um fjárhæðir sem skipta út- gerðir togskipa stöðugt meira máli. Með öðrum orðum má segja að hér séu vistvænni veiðar- færi sem draga mjög úr olíunotkun. Það er því sannarlega til mikils að vinna.“ Þeir útgerðarmenn sem útvegsblaðið hef- ur talað við eru á einu máli um að þetta nýja veiðarfæri sé spennandi nýjung, greinin komi til með að fylgjast náið með þessu byltingar- kennda verkefni. Það á ekki aðeins við um ís- lenskar útgerðir, einnig útgerðir helstu fisk- veiðiþjóða heims. „Ljósvörpuverkefnið hefur vissulega verið kostnaðarsamt, en sem betur fer eru margir sem hafa stutt við bakið á okkur fjárhagslega og tæknilega. Nefni ég í þessu sambandi iðn- aðarráðuneytið, Tækniþróunarsjóðs, AVS og Vaxtarsamning Vestfjarða. Kemur í ljós Eftir því sem útvegsblaðið kemst næst verð- ur ljósabúnaðurinn settur um borð í eitt skipa Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal. Augu sjávarútvegsins munu sem sagt beinast vestur á firði þegar prufutúrinn verður farinn síðar á þessu ári. En hversu líklegt er að ljós komi í stað hefð- bundinna veiðarfæra í framtíðinni. Halla Jóns- dóttir segist sem vísindamaður ekki vilja svara þeirri spurningu afdráttarlaust. „Það einfaldlega verður að koma ljós hver árangurinn verður, en við erum nokkuð bart- sýn.“ TILRAUNAVEIÐAR MEÐ LJÓSUM Sjávarútvegurinn fylgist spenntur með íslensku hugviti þar sem í undirbúningi eru: Karl Eskil Pálsson skrifar: [email protected] » Samanburður á hefðbundinni botnvörpu (til vinstri) og ljósvörpu (til hægri). MYND: HAFRANNSóKNAR- STOFNUN OG NýSKöPUNAR- MIðSTöð ÍSLANDS Gefur strákunum ekkert eftir Frívaktin fjallar um daglegt líf sjómanna og annarra sem starfa í íslenskum sjávar- útvegi. Þar er að finna sögur af sjónum, viðtöl og annað athyglisvert efni.

description

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

Transcript of Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

Page 1: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

útvegsblaðiðÞ j ó n u s t u m i ð i l l s j á v a r ú t v e g s i n s

f e b r ú a r 2 0 1 2 » 2 . t ö l u b l a ð » 1 3 . á r g a n g u r

Botnfiskveiðar við Færeyjar í lágmarki

vottanir treysta stöðu íslenskra sjávarafurða

lítið um fjárfest- ingar að óbreyttu

landbeiting skilar ríflega 300 störfum

»18 »6 »4 »8

Frívaktin »

Þ a ð e r k o s t n a ð a r s a mt a ð b r e y t a vö r u ú r f æ ð u b ót a r e f n i y f i r í l y f o g e i n n i g þ a r f m i k i ð a f l i f u r í f r a m l e i ð s l u n a . ” . . . »2

„Hugmyndin að þessu rannsóknar- og þróun-arverkefni kviknaði fyrir um áratug og segja má að það feli í sér gagngera endurhugsun á togveiðum. Í stað þess að nota hefðbundin veiðarfæri úr garni er búinn til nokkurs kon-ar veggur eða net með ljósum, sem sjá um að smala fiskinum í togveiðarfærin,“ segir Halla jónsdóttir verkefnisstjóri hjá nýsköpunarmið-stöð Íslands. vinna við frumgerð ljósaveiðar-færis er á lokastigi hjá nýsköpunarmiðstöð Ís-lands og Hafrannsóknastofnun, en auk þeirra eru Hraðfrystihúsið gunnvör hf. og Fjarðanet hf. aðilar að verkefninu. stefnt er að veiðitil-raunum síðar á árinu. „við gáfum út í fyrra að slíkar veiðar gætu hafist áður en langt um líð-ur, ég vona að fyrsti prufutúrinn verði farinn síðar á árinu.“

ef tilraunaveiðarnar lofa góðu verður skoð-að gaumgæfilega hvort og hvernig hægt verð-ur að að þróa framleiðslu á þessari nýju teg-und veiðarfæra. Þeir aðilar sem standa að verkefninu hafa ekki viljað veita miklar upp-lýsingar, enda ríkir hagsmunir í húfi. sótt hef-ur verið um einkaleyfi á veiðarfærinu.

einkaleyfi„veiðar með ljósum eru mun umhverfisvænni en með hefðbundnum veiðarfærum og þau lágmarka til dæmis röskun á sjávarbotni. Okk-ar útreikningar leiða í ljós að olíunotkun togara við veiðar gæti dregist saman um hátt í fjörutíu prósent. eins og við vitum hefur olíukostnaður

fiskiskipa hækkað mikið að undaförnu, þannig að við erum að tala um fjárhæðir sem skipta út-gerðir togskipa stöðugt meira máli. með öðrum orðum má segja að hér séu vistvænni veiðar-færi sem draga mjög úr olíunotkun. Það er því sannarlega til mikils að vinna.“

Þeir útgerðarmenn sem útvegsblaðið hef-

ur talað við eru á einu máli um að þetta nýja veiðarfæri sé spennandi nýjung, greinin komi til með að fylgjast náið með þessu byltingar-kennda verkefni. Það á ekki aðeins við um ís-lenskar útgerðir, einnig útgerðir helstu fisk-veiðiþjóða heims.

„ljósvörpuverkefnið hefur vissulega verið kostnaðarsamt, en sem betur fer eru margir sem hafa stutt við bakið á okkur fjárhagslega og tæknilega. nefni ég í þessu sambandi iðn-aðarráðuneytið, tækniþróunarsjóðs, avs og vaxtarsamning vestfjarða.

Kemur í ljóseftir því sem útvegsblaðið kemst næst verð-ur ljósabúnaðurinn settur um borð í eitt skipa Hraðfrystihússins-gunnvarar í Hnífsdal. augu sjávarútvegsins munu sem sagt beinast vestur á firði þegar prufutúrinn verður farinn síðar á þessu ári.

en hversu líklegt er að ljós komi í stað hefð-bundinna veiðarfæra í framtíðinni. Halla jóns-dóttir segist sem vísindamaður ekki vilja svara þeirri spurningu afdráttarlaust.

„Það einfaldlega verður að koma ljós hver árangurinn verður, en við erum nokkuð bart-sýn.“

tilraunaveiðar með ljósum Sjávarútvegurinn fylgist spenntur með íslensku hugviti þar sem í undirbúningi eru:

Karl eskil Pálsson skrifar:[email protected]

» Samanburður á hefðbundinni botnvörpu (til vinstri) og ljósvörpu (til hægri). mynd: HaFrannsóknar-

stOFnun Og nýsköpunar-

miðstöð Íslands

gefur strákunum ekkert eftir Frívaktin fjallar um daglegt

líf sjómanna og annarra sem

starfa í íslenskum sjávar-

útvegi. Þar er að finna sögur

af sjónum, viðtöl og annað

athyglisvert efni.

Page 2: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

Steingrímur j. sigfússon sjávaraútvegsráðherra hefur enn ekki sýnt frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. nokkrir dagar lifa af febrúar svo hann hefur svo sem enn tímafrest miðað við gefin fyrirheit.

Fáir, ef nokkrir, hafa fengið að vita hvers er að vænta. eðlilega eykur allt þetta spennuna um það sem koma skal.

til þessa hefur ríkisstjórn jóhönnu sigurðardóttur, ekki tek-ist að gera þær róttækur breytingar, sem eru boðaðar, á lög-unum. margt hefur verið reynt, en árangurinn til þessa er afar slæmur. enn er það svo að útgerðin segist ekki geta fjárfest, ekki getað gert sér framtíðaráform, að óvissan dragi úr svo miklu. óvissan lifir enn. Í einhvern tíma.

sporin hræða og þess vegna er eðlilegt að þeir sem eiga mest undir bíði spenntir þess sem koma skal. öllum er óleikur gerð-ur með þeim drætti sem orðin er á að ríkisstjórnin landi mál-inu. Og þar sem sporin hræða er ekki nema von að margur ótt-ist það frumvarp sem á endanum verður lagt fram. Þar sem samráð er ekkert er óvissan mikil.

ekki er minnsti vafi á, að þegar frumvarpið kemur fram, að þá upphefjast pólitísk átök. ekki bara innan alþingis. um allt samfélagið. margar skoðanir eiga eftir að koma fram reynt verður að sætta ólík sjónarmið og ólíklegt er að það takist. all-ir verða að gefa eftir, er meðal þess litla sem hefur verið sagt. Og þar er átt við alla, stjórnmálamenn og útgerðina.

að þessu sögðu er víst að framundan eru átök. sama hvert innihald frumvarpsins verður er víst að engin sátt fæst á skömmum tíma. umsagnir, umræða, átök og skoðanaskipti munu taka drjúgan tíma. meðan er trúlegast að fátt gerist. út-gerðin heldur að sér höndunum og hnyklar vöðvana. Það fáa jákvæða í íslensku efnahagslífi kemur frá sjávarútvegin-um. en honum er haldið í festum og þannig takmarkast það sem hann getur lagt til samfélagsins. Því miður.

Sigurjón M. Egilsson

2 Febrúar 2012 útvegsblaðið

„við erum að flytja út um 92% af okkar framleiðsluvörum til 67 landa. vörur lýsis er að finna í asíu, evr-ópu, Bandaríkjunum og suður-am-eríku,“ segir katrín pétursdóttir, for-stjóri lýsis. Hún segir erfitt að anna þeirri miklu eftirspurn sem hefur myndast á erlendum mörkuðum eftir vörum fyrirtækisins. „Því erum við að stækka verksmiðju okkar og efla fullhreinsunarbúnað. sú stækk-un mun gera okkur kleift að tvöfalda framleiðslugetu okkar.“

katrín segir lýsi hafa vissa sér-stöðu á erlendum mörkuðum því fyr-irtækið framleiðir margar mismun-andi tegundir af olíu, s.s. þorskalýsi, hákarlalýsi og ómega-3 lýsi, á með-an helstu samkeppnisaðilarnir ein-blína á framleiðslu einnar vöruteg-undar.

samkeppnisaðilar lýsis á erlendri grundu hafa margir farið þá leið að framleiða vörur þar sem Omega-3 fitusýrur eru 90% af heildarhlut-falli söluvörunnar og slíkar vörur eru einungis seldar gegn lyfseðli. vörur lýsis innihalda mest um 60% af heildarhlutfalli. aðspurð segir katrín að lýsi stefni ekki á að fara út í framleiðslu á vörum með svo miklu magni fitusýra og bendir á að hérlendis er meiri hefð fyrir lýsistöku í formi fæðubótarefnis.

„Það er kostnaðarsamt að breyta vöru úr fæðubótarefni yfir í lyf og einnig þarf mikið af lifur í fram-leiðsluna. Því höfum við ekki flutt vöruna út í öðru formi en sem fæðu-bótarefni. við teljum okkur vera sér-fræðinga í framleiðslu á fiskolíum og erum ekki á þeim nótum að taka þetta lengra. við höfum nóg við að anna þeirri eftirspurn sem vörur okkar hafa í dag,“ segir katrín.

92% af vörum Lýsis fer í útflutningLýsi stækkar verksmiðju og tvöfaldar framleiðslugetu:

Haraldur guðmundsson skrifar:[email protected]

útvegsblaðiðÞ j ó n u s t u m i ð i l l s j á v a r ú t v e g s i n s

leiðari

Leyndin lifir

Útgefandi: goggur ehf. kennitala: 610503-2680 Heimilisfang: stórhöfða 25 110 reykjavík Sími: 445 9000 Heima-síða: goggur.is netpóstur: [email protected] ritstjóri: sigurjón m. egilsson ábm. Höfundar efnis: Haraldur guðmunds-son, geir a. guðsteinsson, karl eskil pálsson, sigurjón m. egilsson og fleiri. auglýsingar: [email protected] sími: 899 9964 Prentun: landsprent. Dreifing: Farmur. Dreifing: útvegsblaðinu er dreift til allra áskrifenda morgunblaðsins, út-gerða, þjónustuaðila í sjávarútvegi og fiskvinnslustöðva. útvegsblaðið kemur út átta sinnum á ári.

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði nam alls 193.811 tonnum. í janúar 2011 var aflinn 119.669 tonn og hafði þá aukist um 63.822 tonn frá janúar 2010. Metinn á föstu verði var heildaraflinn í janúar 2012 41,9% meiri en fyrra.

í nýbirtum tölum Hagstofu íslands kemur fram að botnfiskaflinn var 30.600 tonn, sem er aukning um rúm 5.300 tonn frá fyrra ári. Þorskurinn var sem áður mest veidda botnfisktegundin, en þorskaflinn var rúm 16.600 tonn og jókst um tæp 3.300 tonn frá janúar 2011. Ýsu-aflinn jókst um 2.100 tonn frá fyrra ári og var rúm 5.800 tonn í heildina. veiðar á karfa skiluðu tæpum 3.100 tonn-

um, og karfaaflinn jókst því um 260 tonn frá því í fyrra. Ufsaaflinn var 2.600 tonn sem er um 400 tonnum meira en veiddist í janúar 2011.

Uppsjávaraflinn nam tæpum 162.000 tonnum, sem er aukning um 68.4000 tonn frá fyrra ári. Þá aukningu má rekja til 161.000 tonna loðnuafla, sem var 82.500 tonn í janúar 2011, en að undanskildum 903 tonna kolmunna-afla, var nær enginn önnur uppsjávartegund veidd í mán-uðnum. afli flatfisktegunda var rúm 1.200 tonn í nýliðn-um janúarmánuði og jókst um tæp 300 tonn frá fyrra ári. Þar af var skel- og krabbadýraaflinn um 401 tonn, saman-borið við 212 tonna afla í fyrra.

Árið byrjar veL

Heildarafli í janúar 2012: 193.811

119.669

30.600

25.300

162.000

93.600

1.200

900Heimild: HagstOFa Íslands

uppsjávarafli í janúar 2012 :

Botnfiskafli í janúar 2012: Þar af......

Flatfiskafli í janúar 2012:

Heildarafli í janúar 2011:

uppsjávarafli í janúar 2011:

Botnfiskafli í janúar 2011:

Flatfiskafli í janúar 2011:

AflAtölur á milli árA í tonnum:

Brúarstólar fyrir skip og Báta

Með eða án loftfjöðrunar

Fiskislóð 57-59 101 Reykjavík s. 5622950 www.Reki.is

» „Það er kostnaðarsamt að breyta vöru úr fæðubótarefni yfir í lyf og einnig þarf mikið af lifur í framleiðsluna. Því höfum við ekki flutt vöruna út í öðru formi en sem fæðubótarefni. Við teljum okkur vera sérfræðinga í framleiðslu á fiskolíum og erum ekki á þeim nótum að taka þetta lengra.“

Í janúar 2011 var aflinn 119.669 tonn og hafði þá aukist um 63.822 tonn frá janúar 2010.

Page 3: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

193.811

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is

Aukum öryggium borð!Gætum fyllsta öryggis með því að nota hjálma,flotgalla, líflínur og réttar merkingar við störf.Höfum forvarnir ávallt að leiðarljósi.

Page 4: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

útvegsblaðið fjallaði í síðasta tölublaði um háan aldur íslenska fiskiskipaflotans. Þar kom fram að einungis þrjátíu stór fiskiskip hafa verið smíðuð frá aldamótum og að meðalaldur flotans, þeg-ar fiskiskip yfir 12 tonnum eru talin, er kominn yfir 30 ár. stjórnendur margra stærstu útgerða landsins segja ólíklegt að fyrirtæki þeirra fjár-festi í stórum fiskiskipum á komandi árum.

enginn vill sjá hærri meðalaldurskinney-Þinganes er eitt af þeim fáu íslensku útgerðarfyrirtækjum sem fóru í endurnýjun á sínum flota fyrir hrun. „Okkar nýjustu skip komu árið 2009 og okkar floti er því tiltölulega ungur þegar miðað er við meðalaldur stórra ís-lenskra fiskiskipa. Hins vegar hefðum við ekki farið út í þær fjárfestingar vitandi um þá óvissu sem nú er komin upp í íslenskum sjávarútvegi,“ segir aðalsteinn ingólfsson, framkvæmda-stjóri fyrirtækisins.

skinney Þinganes gerir út sjö skip. Fimm þeirra; ásgrímur Halldórsson sF-250, Hvanney sF-51, skinney sF-20, steinunn sF-10, og Þórir sF-77, voru smíðuð eftir síðustu aldamót. Hin tvö skip útgerðarinnar eru töluvert eldri. jóna eðvalds sF-200 var byggð 1975 og Þinganes sF-25 árið 1991.

„nú verða fyrirtæki í íslenskum sjávarút-vegi að bíða og sjá hvernig framtíðin verður. ef við fáum vitræna niðurstöðu og frið um fisk-veiðikerfið þá verður auðveldara að yngja flot-ann upp. auðvitað vill enginn að meðalaldur íslenskra fiskiskipa verði enn hærri,“ segir að-alsteinn.

að mestu keypt notuð skipHB grandi hefur síðustu ár fjárfest í endur-bótum á skipakosti fyrirtækisins , en að sögn eggerts Benedikts guðmundssonar, forstjóra HB granda, er ekki stefnt að kaupum á nýjum skipum. „við erum þessa stundina að endur-bæta vinnsludekk og frystigetu á tveimur skip-um okkar, örfirisey re-4 og Þerney re-101, og eins og staðan er nú eru það fyrst og fremst þessi tvö skip sem við munum endurnýja,“ seg-ir eggert Benedikt.

„Flotinn er orðinn þetta gamall því útgerðar-fyrirtæki hafa í of litlum mæli séð sér fært að endurnýja skipin. Það krefst gríðarlegrar fjár-festingar að kaupa nýtt skip og þá þarf mikla arðsemi á móti. á tímum óstöðugleika í stjórn-kerfinu öllu saman eru menn ekki spenntir fyr-ir að fara út í slíkar fjárfestingar og halda að sér höndum.“

Floti HB granda samanstendur af tólf skip-um og fyrirtækið hefur að sögn eggerts að mestu keypt notuð fiskiskip. elstu skip útgerð-arinnar, lundey ns-14 og víkingur ak-100, eru bæði smíðuð árið 1960. yngsta skip fyrir-tækisins er ingunn ak-150, sem kom til lands-ins árið 2000.

glapræði að fjárfesta í nýjum skipum„Okkar skip eru eins og mörg önnur orðin frek-ar gömul. Hins vegar eru þau í stöðugri endur-nýjun hvað varðar vinnslulínur, frystitæki og annan rekstrar- og tæknibúnað,“ segir eiríkur tómasson, forstjóri Þorbjarnar HF.

„auðvitað viljum við halda áfram að endur-bæta flotann okkar. en þessi gífurlega óvissa í stjórnmálunum gerir okkur erfitt fyrir. Fyrir-huguð hækkun á auðlindagjaldi ríkisstjórnar-

innar getur ekki komið niður á öðru en launum og endurnýjun flotans, eða hvoru tveggja. Það væri glapræði hjá okkur að stofna til fjárfest-inga án þess að vita hvernig ætti að borga fyr-ir þær,“ segir eiríkur.

yngsti frystitogari útgerðarinnar, Hrafn sveinbjarnarson gk-255, var smíðaður 1988. Hinir tveir, gnúpur gk-11 og Hrafn gk-11, voru endurbyggðir á árunum 1994-1995. Þor-björn Hf. er einnig með fjóra línubáta sem all-ir eru gamlir bátar endurbyggðir á árunum 2003-2005. elsta skip útgerðarinnar, línubát-urinn tómas Þorvaldsson gk-10, er frá árinu 1966, en að sögn eiríks hefur hann tvisvar sinnum verið endurbyggður. Hann undirstrik-ar að þrátt fyrir að skipin séu orðin gömul séu þau öll í fínu ásigkomulagi.

núverandi óvissa gerir erfitt fyrirárið 2006 gerði rammi hf. samning við norska skipasmíðastöð um byggingu tveggja frystitogara. Þau áform runnu út í sandinn í hruninu. „Þá fórum við aftur á byrjunarreit og erum enn á honum. Það er útilokað að ætla sér að teikna upp einhverja nýfjárfestingu í fiskiskipaflotanum án þess að vita hvernig á að stjórna fiskveiðum í landinu,“ segir ólafur marteinsson, framkvæmdastjóri ramma hf.

rammi hf. gerir út fimm skip. elsta skip út-gerðarinnar, mánaberg óF-42, verður fertugt í desember og yngsta fiskiskipið, Fróði ár-38, kom hingað til lands árið 1998. Hin þrjú skip útgerðarinnar eru öll smíðuð fyrir 1984.

sigurgeir B. kristgeirsson, framkvæmda-stjóri vinnslustöðvarinnar í vestmanna- eyjum, lýsir framtíðaráformum útgerðar-innar á svipaðan hátt og kollegar hans. eng-

ar frekari fjárfestingar verða í núverandi óvissuástandi. „ný skip þýða hærri framlegð sem aftur þýðir hærri auðlindaskatt. Hærri auðlindaskattur þýðir að það borgar sig ekki að fjárfesta. Það er órökrétt að fjárfesta í framtíðinni undir hugmyndum um hækkun auðlindagjalds og um að kvótinn sé tekinn og færður öðrum. Þú byggir ekki hús á lóð sem þú veist ekki hversu lengi þú færð til afnota,“ segir hann.

elsta skip vinnslustöðvarinnar, kristbjörg ve-71, var smíðað árið 1961 og aðeins eitt af hinum níu fiskiskipum fyrirtækisins var smíðað á þessari öld.

Keyptu nýlega 12 ára gamalt skipsíldarvinnslan hf. í neskaupstað keypti ný-verið norska fjölveiðiskipið torbas. skipið var smíðað í noregi árið 2000 og er eitt af stærstu skipum íslenska fiskveiðiflotans. skipið fékk nafnið Börkur nk-122, en útgerðin átti fyr-ir skip með því nafni, smíðað 1968, sem nú heitir Birtingur nk-124.

„með tilkomu þessa skips er síldarvinnslan hf. búin að endurnýja uppsjávarflota sinn um 72 ár á sl. sex árum,“ sagði gunnþór ingva-son, framkvæmdastjóri síldarvinnslunnar hf., í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins.

auk hinna tveggja skipa sem bæði hafa borið nafnið Börkur á síldarvinnslan hf. þrjú önnur fiskiskip. Ísfiskstogarinn Bjart-ur nk-121 var smíðaður í japan árið 1973 og frystiskipið Barði nk-120 í noregi árið 1989. nóta- og togveiðiskipið Beitir nk-123, sem áður hét margrét ea, var fyrir kaupin á norska fjölveiðiskipinu yngsta skip útgerðar-innar, smíðað 1998.

4 Febrúar 2012 útvegsblaðið

lítið um fjárfestingar að óbreyttuSamhljómur um að núverandi óvissa komi í veg fyrir endurnýjun fiskiskipaflotans:

StUrLa Gk-12.

SMíðaÁr: 1967víkinGUr ak-100.

SMíðaÁr: 1960SteinUnn SF-10.

SMíðaÁr: 2001ÞinGaneS SF-25.

SMíðaÁr: 1991Þerney re-101.

SMíðaÁr: 1992venUS HF-519.

SMíðaÁr: 1973Skinney SF-20.

SMíðaÁr: 2009

ÁSGríMUr HaLLD.SF-250.

SMíðaÁr: 2000HraFn Sveinbj. Gk-255.

SMíðaÁr: 1988StUrLaUGUr H. bÖð. ak-10.

SMíðaÁr: 1981LUnDey nS-14.

SMíðaÁr: 1960vaLDiMar Gk-195.

SMíðaÁr: 1982kriStbjÖrG ve-71.

SMíðaÁr: 1961Fróði Ár-38.

SMíðaÁr: 1998

HeLGa María ak-16.

SMíðaÁr: 1988MÚLaberG Si-22.

SMíðaÁr: 1973ÁSbjÖrn re-50.

SMíðaÁr: 1978MÁnaberG óF-42.

SMíðaÁr: 1972Faxi re-9.

SMíðaÁr: 1987bjartUr nk-121.

SMíðaÁr: 1973barði nk-120.

SMíðaÁr: 1989

HÖFrUnGUr iii ak-250.

SMíðaÁr: 1988ÁGÚSt Gk-95.

SMíðaÁr: 1974jóna eðvaLDS SF-200.

SMíðaÁr: 1975Ottó n. ÞOrLÁkSSOn re-203.

SMíðaÁr: 1981SiGUrbjÖrG óF-1.

SMíðaÁr: 1979beitir nk-123.

SMíðaÁr: 1998jón Á HOFi Ár-42.

SMíðaÁr: 1983inGUnn ak-150.

SMíðaÁr: 2000Hvanney SF-51.

SMíðaÁr: 2001tóMaS ÞOrvaLDSSOn-Gk 10.

SMíðaÁr: 1966ÖrFiriSey re-4.

SMíðaÁr: 1988birtínGUr nk-124.

SMíðaÁr: 1968GULLberG ve-292.

SMíðaÁr: 2000Þórir SF-77.

SMíðaÁr: 2009

Úr SkipAflotA HB GrAndA, SkinneyjAr-ÞinGAneSS, SíldArVinnSlunnAr Hf, rAmmA Hf, ÞorBjArnAr Hf oG VSV:

Flotinn er orðinn þetta gamall því útgerðarfyrirtæki hafa í of litlum mæli séð sér fært að endurnýja skipin. Það krefst gríðarlegrar fjárfestingar að kaupa nýtt skip og þá þarf mikla arðsemi á móti. á tímum óstöðugleika í stjórnkerfinu öllu saman eru menn ekki spenntir fyrir að fara út í slíkar fjárfestingar.

Haraldur guðmundsson skrifar:[email protected]

» „nú verða fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi að bíða og sjá hvernig framtíðin verður. ef við fáum vitræna niðurstöðu og frið um fiskveiðikerfið þá verður auðveldara að yngja flotann upp. Auðvitað vill enginn að meðalaldur íslenskra fiskiskipa verði enn hærri.“

Page 5: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA 1

1-10

98

Við erum með hugann við það sem þú ert að gera

Ragnar Guðjónsson hefur starfað við fjármögnun sjávarútvegs í 40 ár. Ragnar er viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera,

við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Page 6: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

markaðsstarf í sölu á sjávarafurð-um um heim allan markast í vaxandi mæli af kröfum kaupenda um sjálf-bæra nýtingu auðlinda hafsins. Ís-lendingar hafa mætt þessari kröfu með markaðsverkefninu iceland responsible Fisheries (irF) þar sem lögð er áhersla á að kynna íslenskan uppruna sjávarafurða, ábyrga fisk-veiðistjórnun og vottun þriðja að-ila á veiðum Íslendinga á einstökum fiskistofnum. Íslendingar brutu ís-inn með því að fá þorskveiðar sín-ar vottaðar á grundvelli viðmiðana frá FaO, landbúnaðar- og matvæla-stofnun sameinuðu þjóðanna árið 2010 og var það mikilvægur áfangi. nú eru ýsa, ufsi og gullkarfi einnig í vottunarferli.

styrkja ímynd Íslands„Íslandsstofa sinnir kynningarmál-um á mörkuðum erlendis fyrir ís-lenskar sjávarafurðir undir merkj-um iceland responsible Fisheries samkvæmt samningi við ábyrgar fiskveiðar ses. starfandi er sérstakt fagráð sjávarútvegs hjá Íslands-stofu, sem er bakhjarl verkefnisins í mótun áherslna í kynningarmálum, en í fagráðinu eru 11 manns úr út-gerð, vinnslu og markaðsfyrirtækj-um í sjávarútvegi, auk fulltrúa úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-neytinu. megin markmiðið í kynn-

ingarstarfinu er að treysta stöðu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum; að Ísland njóti trausts og virðingar fyrir að stunda ábyrg-ar fiskveiðar. Fyrirtæki sem eru aðilar að verkefninu geta nýtt sér merki sem staðfestir að uppruni af-urðanna sé íslenskur. við leggjum þannig áherslu á að styrkja ímynd Íslands sem upprunalands sjávaraf-urða. nú eru um 100 fyrirtæki aðilar að verkefninu beint og eru skráð fyr-ir notkun á upprunamerkinu í mark-aðsstarfi sínu. við erum að vinna að því að treysta stöðu vottunarinnar í sessi sem alþjóðlegrar viðurkenndr-ar leiðar í vottun fiskveiða. nú eru auk þess 26 fiskvinnslustöðvar sem hafa hlotið rekjanleikavottun,“ seg-ir guðný káradóttir, kynningarstjóri irF.

„Í kynningu fyrir erlenda kaup-endur leggjum við áherslu á hve miklu máli fiskveiðar skipta Íslend-inga, ekki bara veiðarnar sjálfar, heldur erum við með gott hráefni og framleiðum holl matvæli. Þetta tengist svo ferðamennsku því ferða-menn borða auðvitað fiskinn okkar sem stuðlar að jákvæðri upplifun af landinum. útlendingum finnst jafn-framt mjög merkilegt hve vel við nýtum það sem fellur til við veiðar og vinnslu, svo sem að nota fiskroð í skó og töskur. við bendum á að hluti af ábyrgum fiskveiðum er að koma með allan afla að landi og nýta hann eins vel og við mögulega getum.

vottunin er heitasta málið í um-

ræðunni í dag. Þar erum við að nýta viðmiðanir sem alþjóða samfélagið hefur sett sér að skuli vera grund-völlurinn. við reynum að tryggja gagnsæi í upplýsingamiðlun og erum með vefsíðu. Þar setjum við inn öll skjöl sem tilheyra þessum málum, fréttir og myndir og fleira og þar geta menn farið inn og skoð-að þetta allt. Þar er líka að finna lista yfir öll aðildarfyrirtækin, bæði ís-lensk og erlend. Þar er einnig að finna þá sem farið hafa í gegn um rekjanleikavottun. slóðin inn á síð-una er responsiblefisheries.is

Áhersla á bretland, Þýskaland og spánvið höfum verið að kynna þetta verkefni fyrir erlendum kaupend-um og höfum haldið úti öflugum kynningarfundum, mest í Bretlandi, Þýskalandi og spáni og nú síðast vorum við með kynningu á sjávar-útvegssýningu í Bremen, sem hald-in var í síðustu viku. Fundurinn þar

úti var mjög vel sóttur, hátt í 100 manns mættu hjá okkur. eggert Benedikt guðmundsson forstjóri HB granda stýrði fundinum og kynnti áherslur í iceland responsible Fis-heries verkefninu í opnunarræðu sinni. jóhann sigurjónsson, forstjóri Hafró, kynnti hvernig staðið er að rannsóknum hjá stofnuninni, út-skýrði viðgang fiskistofna og mik-ilvægi þess að nýta árganga sem best. Hann fjallaði um stöðu karf-ans, ufsans og þorsksins. ræddi um grundvöll ráðgjafar, gagnasöfnun og hvernig fiskveiðistjórnun stuðlar að uppbyggingu fiskistofna eins og raunin er til dæmis með þorskinn.

peter marshall, framkvæmda-stjóri global trust á Írlandi, útskýrði kerfi vottunar undir merkjum ice-land responsible Fisheries en vott-unin byggir á alþjóðaviðmiðunum FaO. global trust hefur hlotið isO 65 faggildingu til að votta ábyrgar veið-ar á grundvelli þeirra viðmiðana.

óskar sigmundsson sýndi hvern-

ig fyrirtækið german seafrozen er að nýta sér íslenskan uppruna og vottun á þorski í kynningarstarfi sínu. Benti hann á að í Þýskalandi er þorskur með mjög lága markaðs-hlutdeild og taldi hann þá tegund falla kröfuhörðum neytendum vel í geð og eiga mikla möguleika á mark-aðinum.

gunnar snorri gunnarsson sendi-herra Íslands í Berlín flutti lokaorð, en fundurinn var haldinn í samstarfi við sendiráðið og þýsk-íslenska við-skiptaráðið,“ segir guðný.

góðir samherjar úti í heimiHún segir að áherslan sé fyrst og fremst á kynningu fyrir kaupend-ur á fiski frekar en neytendur. „við

6 Febrúar 2012 útvegsblaðið

Fagmenn til sjós og landsv M - F é L a G v é L S t j ó r a O G M Á L M t æ k n i M a n n a - S t ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 r e y k j a v í k - 5 7 5 9 8 0 0 - w w w . v m . i s

...er góður kostur!

TRAUST OG GÓÐ ÞJÓNUSTA

www.skipakostur.comwww.betrikostur.is

ALHLIÐA KOSTVERSLUNS: 553 1300

Vottun er heitasta máliðTreysta stöðu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum:

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

» Guðný káradóttir megin markmið-ið í kynningarstarfinu er að treysta stöðu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum; að ísland njóti trausts og virðingar fyrir að stunda ábyrgar fiskveiðar.

Page 7: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

útvegsblaðið Febrúar 2012 7

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður

Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

www.isfell.is

Ísfell hefur í langan tíma framleitt flottroll fyrir íslenskar og erlendar útgerðir. Við framleiðsluna er notað svokallað Stealth Rope flottrollstóg sem framleitt er af Van Beelen í Hollandi. Stealth Rope er framleitt úr Enkalon nyloni sem er sérhannað til notkunar við langvarandi hámarksálag í sjó. Tógið, sem er fléttað 16 þætt, er ferhyrnt að lögun með mislangar hliðar. Kosturinn við slíka útfærslu er að baksogskrafturinn, sem myndast við notkun, verður margfalt minni miðað við hefðbundið hringlaga tóg og verður trollið því léttara í drætti og opnar sig betur. Í framhluta trollsins, sem er allur litamerktur, hefur hvert byrði sinn einkennislit og allir möskvar eru handsplæstir.

Belgurinn og pokinn eru ýmist framleiddir úr Enkalon Nylon-, Dyneema-, eða Compact PE neti allt eftir stærð og togkrafti skipa og til samræmis við þann veiðiskap sem stunda á hverju sinni. Í höfuð- og hliðarlínum er Dyneema SK 75 ofurtóg, í fiskilínunni er grade 80 stálkeðja og í gröndurunum er kápuklætt Dyneema SK 75 ofurtóg. Pokarnir eru fjögurra byrða, felldir á línur til að opna þá betur og auka sjótæmi.

Tvö netaverkstæði Ísfells, Ísnet í Hafnarfirði og Ísnet í Vestmannaeyjum, eru sérútbúin til að framleiða og þjónusta flottroll.

Flottroll frá Ísfelli

Total drag:

styðjum hins vegar við markaðsstarf þeirra, sem eru að markaðssetja af-urðir sínar undir þessum merkjum á neytendamörkuðum. við erum líka í tengslum við erlenda fjölmiðla, sem fjallað hafa um þessi mál og notum sem flestar leiðir til að koma boð-skapnum á framfæri. Íslandsstofa leggur einnig mikla áherslu á því að fá hingað erlenda blaðamenn, sem fá þá kynningu á landi og þjóð og að sjálfsögðu á sjávarútveginum líka. Fyrirtækin sjálf eru einnig mjög dug-leg við að koma hingað með erlenda kaupendur og óska eftir upplýsing-um og skilar það góðum árangri. við vinnum líka vel með Hafrannsókna-stofnuninni, Fiskistofu, sjávarút-vegs- og landbúnaðarráðuneytinu og sendiráðum Íslands.

við eigum einnig góða samherja í þessum málum úti í heimi, eins og til dæmis alaska, sem hafa farið sömu leið og við í vottunarmálum. við munum halda sameiginlegan kynn-ingarfund í Boston á international Boston sefood show 12. mars næst-komandi fyrir kaupendur á sjávar-afurðum. við förum á helstu sjáv-arafurðasýningar og erum þar með kynningarfundi og móttökur. vefur-inn skiptir mjög miklu máli og marg-víslegt kynningarefni, sem við höf-um gert og gefið út. við erum einnig búin að gera fyrstu kvikmyndina af fjórum, sem eiga að kynna sjávarút-veg á Íslandi, uppruna, rekjanleika, vottun og fullvinnslu.

nú er upprunamerkið farið að birtast í nokkrum mæli á umbúðum utan um íslenskar fiskafurðir í er-lendum stórmörkuðum. uppruni af-urðanna virðist skipa verulegu máli í allri markaðssetningu og því er mik-ilvægt að hann sé sýnilegur. versl-anakeðjan Waitrose í Bretlandi nýtti sér íslenskan uppruna og vottun á þorski í mikilli kynningarherferð sem fyrirtækið lagði í á síðasta ári og skilaði gífurlegri söluaukningu. Þannig sannar þetta framtak gildi sitt.

samningur um aðild að irFFyrirtæki í virðiskeðju íslenskra sjáv-arafurða gera samning við ábyrgar fiskveiðar ses um notkun á merk-inu og um það gilda ákveðnar regl-ur. Þau njóta þá leiðsagnar um notk-unina og hvernig hægt er að nota það í kynningarstarfi og á umbúðum. Þátttökugjaldi er þannig háttað að greitt er skráningargjald, sem veit-ir aðild að verkefninu. Í dag er þetta gjald 90.000 krónur. erlendu fyrir-tækin borga aðeins þessa upphæð, en íslenskir útflytjendur, sem merkin nota greiða þátttökugjald sem er 500 krónur af hverri milljón af verðmæti útfluttra afurða. sú fjárhæð rennur svo til kynningar og vottunarstarfs-ins,“ segir guðný káradóttir.

» Þýskar umbúðir með merkjum irf.

útlendingum finnst jafnframt mjög merkilegt hve vel við nýtum það sem fellur til við veiðar og vinnslu, svo sem að nota fiskroð í skó og töskur.

alþjóðasamfélagið hefur skilgreint hvað felst í góðri stjórn fiskveiða á vettvangi FaO. Siða-reglur og leiðbeiningar um umhverfismerkingar matvæla innihalda þau viðmið sem vottað er eftir. Skilyrði fyrir því að fiskistofn geti hlotið vottun er:n Fyrir hendi sé formlegt og skipulagt fiskveiði-stjórnunarkerfi og áætlanir um nýtingu stofns-ins.n Fiskistofnar skulu ekki vera ofveiddir og það skal staðfest með vísindalegum rannsóknum og metið af óháðum erlendum sérfræðingumn Fyrir hendi skal vera virkt eftirlit og stjór-nkerfi til að stjórna veiðum og skrá aflan Áhrif veiða á vistkerfið eru takmörkuð með skilgreindri aðferðafræðin vottunin staðfestir því ábyrga fiskveiðistjór-nun og góða umgengni um auðlindir sjávar.

n Þeir sem sækja um vottun eru helstu við-komandi hagsmunaaðilar. í tilfelli vottunar á þorskveiðum íslendinga sóttu Landssam-bands íslenskra útvegsmanna, Landssamband smábátaeigenda, Samtök fiskvinnslustöðva og Fiskifélag íslands um vottunina til vottunar-fyrirtækisins Global trust, sem aftur sótti um alþjóðlega faggildingu á starfsaðferðum sínum samkvæmt iSO-staðli og hefur fengið hana.

vOttUn Á ÞOrSkveiðUMvottun á þorskveiðum var staðfest í desember árið 2010. Hún er mikilvæg fyrir íslenskan sjáv-arútveg og staðfestir að veiðarnar samræmast alþjóðlegum kröfum um sjálfbæra nýtingu end-urnýjanlegra auðlinda. Þessi vottun og úttekt sem gerð var af Global trust, nær til veiða undir stjórn íslenskra yfirvalda í íslenskri landhelgi

með öllum veiðarfærum. Þau fyrirtæki sem falla undir þessa vottun eru skráð í gagnagrunn hjá Global trust, auk þess sem nöfn þeirra eru birt á enska hluta vefsins. jafnframt mynda þessi fyrirtæki þann hóp sem Global trust getur heimsótt í því skyni að gera úttektir til að við-halda vottuninni á veiðunum.

rekjanLeikavOttUní kjölfar vottunar á veiðum á tilteknum fiski-stofni geta öll fyrirtæki í virðiskeðjunni sótt um úttekt á rekjanleika til staðfestingar á upp-runa sjávarafurða. til þess að hljóta vottun samkvæmt kröfulýsingu fyrir rekjanleika þurfa umsækjendur að sýna fram á að þeir upp-fylli kröfurnar með tilstilli óháðrar úttektar sem framkvæmd er af viðurkenndum vottun-araðila.

Hvað staðfestir vottun á fiskveiðum?

Page 8: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

Bolvíkingar nýta sér línuívilnun betur en öll önnur byggðarlög. á síðasta fiskveiðiári var 1.012 tonn-um af fiski landað þar úr línuívilnun. kom það nánast allt af bátum, sem þar eru skráðir með heimahöfn. við-miðun vegna línuívilnunar var á síð-asta ári samtals 6.375 tonn en afl-inn varð 5.139 tonn. um er að ræða þrjár fiskitegundir, þorsk, ýsu og steinbít og var mest ónotað af heim-ildum í þorski, eða 655 tonn. Bolvík-ingar eru því með um 20% þess afla sem skilar sér á land innan ívilnun-arinnar.

Hlutfall línuívilnunar fyrir hand-beitta línu í landi er í dag 20%, þá er 15% línuívilnun fyrir dagróðra-báta með vélbeitta línu stokk-aða upp í landi. samkvæmt 11. gr. laga nr. 116/2006 skal línuívilnun í þorski takmarkast við 3.375 lestir af óslægðum þorski sem skipt er á fjögur þriggja mánaða tímabil innan fiskveiðiársins. ráðherra ákveður síðan í reglugerð magn annarra teg-unda í línuívilnun.

Þetta kemur fram í skýrslu starfs-hóps, sem jón Bjarnason, fyrrum sjáv-arútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði til að fara yfir gang mála í strandveiðum, framkvæmd línu- ívilnunar, byggðakvóta og rækju- og skelbóta.

næstir á eftir Bolvíkingum koma bátar frá rifi, en þar var 432 tonn-um landað innan ívilnunarinnar á síðasta fiskveiðiári, nánast ein-göngu af heimabátum. Í siglufirði var landað með þessum hætti 413 tonnum, en aðeins 257 tonn af því komu af heimabátum. Þá er athygli-vert að líta á landanir með þessum hætti í sandgerði. Þar komu á land 363 tonn, en einungis 54 tonn af heimabátum. Það er ljóst að ívil-nunin nýtist misvel eftir byggðar-lögum. til dæmis lönduðu bátar með heimahöfn í grindavík aðeins 99 tonnum í heimahöfn af 309 tonna heildarafla. af þessum tölum sést hins vegar ekki hve mikið af afl-anum er unnið á þeim stöðum, þar sem honum er landað. svæðið þar sem útgerðir nýta sér línuívilnunina nær frá sandgerði í suðri og norður með vesturlandi og vestfjörðum og austur á árskógssand.

ekki liggur ljóst fyrir hve beitn-ing á línu í landi skilar mörgum störf-um, en „samkvæmt upplýsingum frá landssambandi smábátaeigenda hafa þeir gert tilraun til að áætla hve mörg störf eru við landbeitta línu. Byggt er á að heildarafli á nýliðnu fiskveiðiári, sem línuívilnun reiknast af sé um 30.827 tonn (miðað við að allir hafi fengið 20% ívilnun). áætl-

aður meðalafli á hvert bjóð er um 115 kg. við beitningu telst það fullt starf þegar beitt eru sjötíu og sjö 500 króka bjóð á mánuði. Bjóðafjöldi á bak við 30.827 tonn er því 268.061 bjóð. eitt ársverk er því reiknað 847 bjóð (77*11). ársverk eru því áætluð um 305 til 310, sem fæst með því að deila 847 bjóðum upp í bjóðafjölda bak við 30.827 tonn, sem er eins og áður segir áætluð 268.061 bjóð.“

einföld og árangursrík framkvæmd„Hópnum gafst ekki tækifæri til að kanna ýmis hagræn atriði varðandi línuívilnunina. Hópurinn telur afar mikilvægt að slík úttekt fari fram. Hver eru t.d. bein áhrif hennar á at-vinnuþátttöku, eftirfylgni reglna þ.m.t. aðbúnað og kjör verkafólks eða hvort hvati til svartrar atvinnu-starfsemi sé fyrir hendi. ekki er heldur þekkt hvort línuveiði sem slík myndi minnka ef línuívilnun yrði af-lögð,“ segir í skýrslu hópsins.

„almennt er hópurinn sammála um að línuívilnun hafi þýðingu, sé í samræmi við þau markmið sem sett hafa verið og framkvæmd hennar sé einföld og árangursrík. jákvæð áhrif línuívilnunar er hvati til aukinnar atvinnu í landi og umbun fyrir línu-veiðar, en dagróðrabátar ættu að geta skilað góðu og fersku hráefni í land. margoft hefur komið fram ósk frá útgerðum smábáta að vélabátar þ.e. bátar sem eru með beitninga-vélar um borð, en láta stokka upp línuna í landi, fái einnig línuívilnun og þá á bilinu 3-5%. slíkt komi í veg fyrir að þessir vélabátar taki beit-ingavélar úr bátum sínum. Hópur-inn telur að slíkt falli ekki undir eitt megin markmið aðgerðarinnar, sem er að tryggja störf við handbeitn-ingu. aftur á móti telur hópurinn að það sé ekki æskileg þróun að hvetja til vannýtingar á fjárfestingum. Það er því skoðun hópsins að sé mögu-legt að lág heimild til vélabáta rúm-ist innan heildaraflaheimildar til lí-nuívilnunar, eingöngu að því marki sem afgangur leyfir, sé rétt að mæla með að vélabátar komi þarna inn. Hópurinn telur að þetta geti kom-ið til skoðunar eftir núverandi fisk-veiðiár þegar reynsla er komin á hina nýju stuðla sem eru hærri en áður var.

að sjálfsögðu verður línuívilnun ávallt umdeild aðferð því hér er ver-ið að ívilna vinnulagi sem hægt er að leysa á annan hátt með vélum. Hóp-urinn ítrekar þó að eins og ástatt er í atvinnumálum í þjóðfélaginu séu engin efni til að leggja línuíviln-un af og gerir hópurinn því ekki til-lögur um breytingar á línuívilnun. eftir sem áður stendur að aðgerðin verður að standa undir væntingum

því ívilnunin (magnið sem í þetta er sett) metin í fjármuni t.d. á söluverði aflamarks er veruleg upphæð.

skel- og rækjubæturBætur vegna banns á veiðum á inn-fjarðarrækju og hörpudiski hafa tíð-kast um töluvert skeið, en núverandi heilmildir byggja á lögum frá 2006. Þar kemur fram að ráðherra hafi til ráðstöfunar aflaheimildir sem nema allt að 12.000 tonnum af óslægðum botnfiski til að bæta útgerðum og byggðarlög upp þær aflaheimildir sem þær hafa misst í áðurnefndum tegundum. misjafnt er hvenær skel- og rækjubætur til skipa, sem stund-uðu þessar veiðar, hófust, enda var bann við skel- og rækjuveiðum mis-jafnt eftir landsvæðum.

Þrátt fyrir að settar hafi verið fram áætlanir um að afnema bæturnar í áföngum, hefur það ekki verið gert. „Hópurinn telur að bætur séu ætíð í eðli sínu tímabundnar og eru fyrst og fremst til þess að aðilar nái að að-laga sig breyttum aðstæðum. leggur hópurinn til að bætur verði óbreyttar næstu þrjú fiskveiðiár og falli niður að loknu fiskveiðiárinu 2015/16. vís-að er í þessu sambandi til frumvarps til laga um stjórn fiskveiða sem lagt var fyrir alþingi í vor, en þar var gert ráð fyrir að núverandi bætur legðust af eftir tiltekinn tíma. ef bætur verða lagðar niður skv. þessari tillögu telur hópurinn eðlilegt að eigendur þeirra skipa sem þurftu á sínum tíma að láta frá sér aflaheimildir í öðrum teg-undum, gegn sérveiðileyfinu, verði skilað þeim til baka. setja þarf regl-ur um þennan skilarétt. jafnframt er ljóst að niðurfelldar bætur bætast við magn í byggðaaðgerðum sbr. 2. t. 10. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Hópurinn telur mikilvægt að bæta rammareglur sem almennt gilda um bætur í lögum um stjórn fiskveiða. setja þarf fram skýrari meginregl-ur sem geta tekið á ólíkum aðstæð-um sem upp geta komið þegar að úthluta þarf bótum þegar að hrun verður í ákveðnum fiskistofnum. Það er einnig mat hópsins að í reynd geti bætur aðeins komið til þegar að hrun verður í sérstökum innfjarðastofn-um þegar viðkomandi byggðalög eru mjög háð veiði og vinnslu úr þeim sama stofni.

Hópurinn er einnig þeirrar skoð-unar að bætur eigi ekki að vera fram-seljanlegar og verði eingöngu nýtt-ar staðbundið frá þeim stöðum þar sem þeim var upphaflega úthlutað. Þannig er það því miður ekki í dag. mörg sjónarmið koma hér til en eins og áður sagði er það megin niður-staða hópsins að þörf sé á heildar-endurskoðun á ákvæðum laga um bætur,“ segir í niðurstöðum hópsins.

8 Febrúar 2012 útvegsblaðið

Fimmtungur línuívilnunar nýttur í bolungarvík.

Landbeiting skilar ríflega 300 störfumHjörtur gíslason skrifar:[email protected]

FréttasKýring

Page 9: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

FRívakTiNF y l g i r i t Ú t v e g s b l a ð s i n s F e b r Ú a r 2 0 1 2

Gefur strákunum ekkert eftir

sigrún agatha Árnadóttir hefur verið á sjó í tæp þrjú ár og vann

síðast sem vinnslustjóri á uppsjávarfrystiskipinu gandí ve frá vest-

mannaeyjum. að hennar sögn er sjómannsstarfið svo skemmtilegt að

hún getur ekki ímyndað sér að starfa við neitt annað. »20-21

mynd: óskar HallgrÍmssOn

Page 10: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

samkvæmt upplýsingum frá siglingastofn-un Íslands voru 6.502 lögskráðir sjómenn á ís-lenskum fiskiskipum á síðasta ári. Þar af voru 182 konur lögskráðar í áhöfnum fiskiskipa og af þeim voru einungis fjórar á frystitogurum. sigrún agatha árnadóttir er ein þeirra en hún vann á síðasta ári sem vinnslustjóri á uppsjáv-arfrystiskipinu gandí ve-171 frá vestmanna-eyjum. að hennar sögn er sjómannsstarfið svo skemmtilegt að hún getur ekki ímyndað sér að starfa við neitt annað í náinni framtíð.

sigrún agatha er fædd árið 1987 og uppal-in í reykjavík. árið 2008 flutti hún til vest-mannaeyja og fór að vinna á síldarvertíð. eftir nokkurra mánaða starf í fiskvinnslu fékk hún sig fullsadda af lágu kaupi og hringdi um borð í báta bæjarfélagsins og spurðist fyrir um laus störf. „mér var sagt að það væri laust pláss á gamla gandí, netabát frá vestmannaeyjum sem gerður var út á humartroll, og á endanum réð ég mig þangað sumarið 2009. Ég vann á skipinu út sumarið og fór síðan á skuttogarann jón vídalín ve-82,“ segir sigrún.

ráðin sem vinnslustjórisigrún fór með skuttogaranum á karfa- og ufsaveiðar suðvestur af reykjanesi og var á skipinu yfir veturinn. „Þar lærði ég á trollin, sinnti netavinnu og kynntist alls kyns veðri, en vinnan var mjög ólík því að veiða með humar-troll. síðan leysti ég einnig kokkinn af og sá um eldamennsku um borð og rak mig fljótt á hversu skrýtið það er fyrir stelpu að elda ofan í fimm-tán sjómenn. Það kom mér t.d. á óvart hversu mikið beikon er borðað og hversu marga lamba-hryggi fimmtán manna áhöfn getur torgað. matseldin gekk að öðru leyti vel fyrir utan eitt skipti þegar strákarnir urðu hundfúlir þegar ég setti gulrætur á borðið,“ segir hún og hlær.

Þegar uppsjávarfrystiskipið gandí ve-171 kom til vestmannaeyja vorið 2010 ákvað sig-rún að sækja um sem háseti um borð. á end-anum var hún hins vegar ráðin sem vinnslu-stjóri, þrátt fyrir að hafa litla sem enga reynslu af uppsjávarveiðum. starfinu fylgdi aukin ábyrgð og sigrún segist hafa haft í nógu að snú-ast þegar hún hóf störf í júlí 2010. „Fyrsti túr-inn var skrautlegur því skipið hafði staðið nán-ast óhreyft í nokkur ár áður en vinnslustöðin keypti það og fljótlega bilaði flest sem bilað gat. Ég fékk að kynnast því hversu krefjandi starf vinnslustjórans er og lærði strax að ef maður vill ekki fá skammir þá er eins gott að hafa allt á hreinu.“

Ætlaði aldrei á sjóaðspurð um hvort sjómennskan hafi verið æskudraumur segir sigrún að hún hafi aldrei ætlað á sjó. „Ég hafði áður lært bifvélavirkjun og spilað með kvennalandsliðinu í íshokkí og hugsaði alltaf með mér að ef ég gerðist sjómað-ur þá yrði það einum of mikið. síðan skipti ég um skoðun þegar strákarnir fóru að koma í land með fjögurra daga laun sem voru hærri en ég var með fyrir mánuð í fiskvinnslunni.“

Fljótlega berst tal að þeirri staðreynd að sig-rún hefur síðustu ár unnið á vinnustöðum þar sem hún hefur verið eini kvenmaðurinn. „Það hefur ekki verið neitt vandamál. á gamla gandí voru strákarnir á svipuðum aldri og ég og þar var oft undirliggjandi metingur í gangi. Ég gaf auðvitað ekkert eftir í þeim efnum og á þeim skipum sem ég hef verið á hef ég yfirleitt ekki verið mesta kellingin.“

sigrún bætir við að karlrembustælar séu eitthvað sem hún hafi alveg húmor fyrir. „en það virkar ekki að vera með svoleiðis stæla við mig. Þú ert ekki með karlrembustæla við karl-rembu.“

skemmtilegt starf„Það er fátt betra en að standa úti á dekki í góðu veðri með nálina að bæta og gera og græja,“ segir sigrún aðspurð um hvað sé skemmtileg-ast við starfið.

dekkið er einnig uppáhaldsstaður henn-ar um borð þegar veður er vont, en sigrúnu finnst langskemmtilegast að vera úti á dekki í brælu þegar það fer að gusa aðeins inn að aftan. Hún sækir ekki eingöngu í adrenalín úti á sjó heldur stundar hún ýmsar jaðarí-

þróttir eins og snjóbretti og brimbretti. „Þeg-ar þú ert lengi úti á sjó og kemur svo í land ertu með uppsafnaða orku sem þarf að leysa úr læðingi.“

sigrún hefur einnig sinnt fullu framhalds-skólanámi meðfram sjómennskunni. Hún seg-ist alveg eins geta legið á bekknum og lesið skólabækur í staðinn fyrir að horfa á sjónvarp eða vera í tölvunni.

Ætlar að halda áframsigrún hætti störfum sem vinnslustjóri á gandí við lok síðasta sumars þegar hún fékk óvæntar gleðifréttir. Hún og kærasti hennar, grétar már, sem einnig starfar sem sjómaður, eiga von á

sínu fyrsta barni. „stuttu eftir að ég komst að óléttunni varð ég sjóveik í fyrsta sinn á ævinni og ákvað þá að taka mér pásu. Þessi morgun-ógleði er bara lygi, mér var óglatt allan daginn fyrstu mánuðina. en ég er ekkert hætt á sjó. Ég gæti ekki hætt núna þegar ég er búinn að kynnast starfinu.“

draumur sigrúnar er að fá sér trillu, enda segist hún ekki geta verið vinnslustjóri á frysti-togara út ævina. „Það er mjög gott að stunda smábátaveiðar héðan frá vestamannaeyjum og ef ég fæ mér trillu þá get ég haldið áfram að stunda sjóinn án þess að þurfa að vera frá fjöl-skyldunni bróðurpartinn af árinu,“ segir sig-rún að lokum.

Sigrún agatha Árnadóttir elskar að vera á sjó:

Gefur strákunum ekkert eftirHaraldur guðmundsson skrifar:[email protected]

10 Febrúar 2012 FRívakTiN

Fyrsti túrinn var skrautlegur því skipið hafði staðið nánast óhreyft í nokkur ár áður en vinnslustöðin keypti það og fljótlega bilaði flest sem bilað gat. Ég fékk að kynnast því hversu krefjandi starf vinnslu-stjórans er og lærði strax að ef maður vill ekki fá skammir þá er eins gott að hafa allt á hreinu.

» Sigrún bætir við að karlrembustælar séu eitthvað sem hún hafi alveg húmor fyrir. „en það virkar ekki að vera með svoleiðis stæla við mig. Þú ert ekki með karlrembustæla við karlrembu.“

» „Ég hafði áður lært bifvélavirkjun og spilað með kvennalandsliðinu í íshokkí og hugsaði alltaf með mér að ef ég gerðist sjómaður þá yrði það einum of mikið. Síðan skipti ég um skoðun þegar strákarnir fóru að koma í land með fjögurra daga laun sem voru hærri en ég var með fyrir mánuð í fiskvinnslunni.“

» „mér var sagt að það væri laust pláss á gamla Gandí, netabát frá Vestmannaeyjum sem gerður var út á humartroll, og á endanum réð ég mig þangað sumarið 2009..“

Page 11: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

Hreinakstursgleði

BMW

www.bmw.is

6,7 LÍTRAR Á HUNDRAÐIÐ7,6 SEKÚNDUR Í HUNDRAÐ

Enginn annar bílaframleiðandi hefur jafn staðfastlega og jafn lengi leitað nýrra leiða til að draga úr eldsneytiseyðslu

eins skilvirkasta tæknipakka sem völ er á. Um er að ræða stórar og smáar tækninýjungar sem BMW hefurþróað frá árinu 1999 og innleitt með það að leiðarljósi að minnka eldsneytiseyðslu og útblástur koltvísýrings.

BMW xDrive 30d6,7 l/100 km* – CO2 195 g – 7,6 sek. í hundrað

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

50

55

7

*Miðað við langkeyrslu

BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000

Page 12: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

Hið hörmulega sjóslys sem varð í janúarmánuði þegar Hallgrímur si-77 sökk gerðist einungis nokkr-um vikum eftir að slysavarnar-félagið landsbjörg gaf út fréttatil-kynningu um að ekkert banaslys hefði orðið á sjó meðal íslenskra sjó-manna á árinu 2011. Í tilkynning-unni kom fram að öryggi íslenskra sjómanna hefði á síðustu árum auk-ist til muna sem og öryggisvitund þeirra sjálfra. útvegsblaðið ræddi við Hilmar snorrason, skólastjóra slysavarnaskóla sjómanna, um ör-yggismál sjómanna.

skipstjórinn leggur línurnar„undanfarin ár hefur verið lögð mikil áhersla á öryggi á sjó. aukin fræðsla til sjómanna hefur skipt sköpum og þeir hafa almennt staðið sig vel í for-vörnum og slysavörnum, segir Hilm-ar snorrason og bendir á hversu mik-ilvægt það er að sjómenn fylgi lögum og reglum. „allir sjómenn á skipum yfir 15 metrum eiga að taka þátt í

mánaðarlegum æfingum. með æf-ingunum eru menn að þróa viðbrögð og læra á skipið. lífið um borð á ekki einungis að snúast um tölvur í hvern klefa og Facebook, heldur á að við-halda góðum starfsanda og þjálfa menn í að bregðast við neyðartilvik-um. Það er enginn afsláttur gefinn þegar kemur að öryggismálum sjó-manna.“

Hilmar undirstrikar að það er skipstjórinn sem leggur línurnar um borð. ef hann sinnir ekki eftirliti með öryggismálum og æfingum þá læra aðrir í áhöfninni sömu vinnubrögð. „skipstjórinn er fyrirmyndin og verður að vera með hlutina á hreinu. Hann þarf að sýna gott fordæmi og sinna öryggismálum um borð,“ segir hann.

Öryggisbúnaður skipaHér á landi eru lög og reglur sem gilda um öryggisbúnað skipa. samkvæmt þeim er m.a. skylt að hafa gúmmí-björgunarbáta fyrir alla skipverja

um borð, björgunarbúninga og vesti, og léttabáta í skipum yfir ákveðinni stærð sem ætlaðir eru til bjargar mönnum sem falla fyrir borð. Björg-unarbúningar um borð í íslenskum skipum eru innsiglaðir og að sögn Hilmars eru allir búningar yfirfarnir á fimm ára tímabili.

„síðan er hægt að gera enn betur, eins og sýndi sig þegar lÍú ákvað að hvetja útgerðir til að koma sér upp flóttatækjum í fiskiskipum. tækin voru sett í alla klefa velflestra skipa hér á landi,“ segir Hilmar og bendir á ýmsan annan aukabúnað sem ekki er skylt að hafa samkvæmt lögum. Hann nefnir björgunarvesti sem not-uð eru úti á þilfari, staðsetningar-búnað sem komið er fyrir á björgun-arvestum sjómanna og hálfsjálfvirk hjartastuðtæki. staðsetningarbún-aðurinn er nú í notkun á fjölmörgum skipum hér á landi og hjartastuðtæk-in eru komin í flest skip. Hilmar segir tíðar fjárfestingar í aukabúnaði sýna metnað íslenskra útgerða- og sjó-manna í að auka öryggi á sjó.

evrópusambandið flækir málinaðspurður um hvers vegna auka-búnaðurinn sem hann nefnir sé ein-faldlega ekki skyldubúnaður segir Hilmar að tilskipanir frá evrópusam-bandinu komi í veg fyrir vissar laga-breytingar. „við getum breytt lög-um og reglum sem varða öryggismál trillusjómanna, en það er annað mál með fiskiskip yfir 15 metrum og kaupskip. Í dag þurfum við að

Stöndum öll saman um að bæta enn frekar öryggi sjómanna

Skinney-ÞinGaneS

ViGnir G. JónSSon

HraðfryStiHúS HelliSSand

loðnuVinnSlan Hf.

VinnSluStöðin Hf.

SJómannafélaG eyJafJarðar

12 Febrúar 2012 FRívakTiN

enginn afsláttur gefinn þegar kemur að öryggi sjómanna:

Sjómenn þurfa einnig að sinna eftirliti

neyðarsendir sem festur er á fatnað sjómanna og sendir út neyðarkall með stafrænu skeyti yfir vHF tíðni er dæmi um aukabúnað sem getur bjargað mannslífum. tækið heitir Sjókall og er á stærð við hefðbundinn farsíma. Það sendir frá sér neyðarboð 20 sekúndum eftir að sjómaður lendir í sjónum og nákvæma GPS staðsetningu tveimur mínútum síðar.

útbúið vatnsnema„Sjókall er útbúið vatnsnema sem gangsetur tækið sjálfkrafa ef það lendir í sjónum. allar DSC talstöðvar geta numið neyðarsendingu tækisins og 20 sekúndum eftir að maður lendir í sjónum fer „maður fyrir borð“ neyðarboð til nálægra skipa. tækið heldur síðan áfram að senda neyð-arboð,“ segir Heimir S. Gylfason, framkvæmda-stjóri Multitasks, en fyrirtækið hefur séð um innflutning og prófanir á tækinu.

við fyrstu neyðarsendingu getur skipstjóri um borð sett björgunaráætlun skips í gang. Sendingin getur einnig verið móttekin hjá öðr-um sem koma að björgun úr sjó.

„eftir fyrstu neyðarsendinguna heyrist í kvenmannsrödd á ensku sem lætur sjómann-inn vita að neyðarsendirinn sé orðinn virkur og tækið endurtekur skilaboðin með jöfnu millibili í allt að sólarhring. Þannig dregur tækið úr óvissu um hvort björgunaraðilar hafi fengið upplýsing-ar um staðsetningu sjómannsins og væntanlega er hughreystandi fyrir hann að heyra fallega kvenmannsrödd sem lætur vita að neyðarsend-ingin hafi verið send út,“ segir Heimir.

Komið vel út úr prófunum„í upphafi fengum við tímabundið leyfi hjá Póst- og fjarskiptastofnun til að prófa tækið. Þá fórum við með björgunarsveitinni Gerpi frá nes-kaupstað og prófuðum það á skuggasvæðum í kringum norðfjarðarnesið. Þá kom í ljós að vakt-stöð siglinga nam neyðarsendingu Sjókallsins að allt að 17 sjómílum, sem voru frábærar niður-stöður.“

Heimir segir að við prófanir hafi GPS stað-setningar tækisins alltaf hafa verið innan skekkjumarka. vatnsnemi Sjókallsins hefur

einnig verið prófaður um borð í einu blautasta uppsjávarveiðiskipi landsins, birtingi nk-124, sem áður hét börkur nk-122, og þar hefur tækið ekki sent út nein fölsk neyðarköll.

Hugmyndin kom frá síldarvinnslunni „Hugmyndin um að fá slíkan neyðarsendi hing-að til lands kom upphaflega frá karli jóhanni birgissyni, útgerðarstjóra Síldarvinnslunnar hf. Hann og fleiri starfsmenn útgerðarinnar voru búnir að leita að álíka tæki og báðu okkur um að finna rétta tækið og sjá um þjónustu við það. eftir prófanir aðlöguðum við síðan tækið að kröfum skipstjóra og stýrimanna Síldarvinnsl-unnar. að lokum ákvað Síldarvinnslan að kaupa Sjókall í tvö skip, enda hefur útgerðin verið fremst á meðal jafningja þegar kemur að örygg-ismálum á sjó,“ segir Heimir.

Útgerðarfyrirtækin Hb Grandi og Gjögur hafa einnig fjárfest í búnaðinum. Hb Grandi keypti Sjókall í fjögur uppsjávarveiðiskip fyrirtækisins og Hákon ea-148, skip Gjögurs, er einnig með nokkur tæki.

„viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð hjá þeim aðilum sem eru með tækið sem og hjá Land-helgisgæslunni og Siglingamálastofnun. en við höfum einnig fundið fyrir því hvernig núverandi óvissa í íslenskum sjávarútvegi hefur áhrif á fjárfestingar útgerða í öryggisbúnaði sjómanna. vonandi fer þeirri óvissu senn að ljúka svo auka megi enn frekar öryggi sjómanna.“

Sendir út neyðarkall á 20 sekúndum

» nemandi í Slysavarnaskóla sjómanna við æfingar. mynd: Hilmar snOrrasOn

Page 13: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

Langey fl otvinnu-samfestingurS53590

Viðey fl otvinnu-samfestingurS53902

Efni PU húðað nylon

Þyngd 400 gr/m2

Stærðir S - 3XL

Efni PVC, Bómull & Polyester

Þyngd 460 gr/m2

Stærðir S - 3XL

Hafi ð samband við söludeild okkar:

Miðhraun 11 Sími 535 6600Birkir / NorðurlandSími 825 6617www.66north.is

Faxafeni 12108 Reykjavík Sími 535 6678

Glerárgötu 32600 Akureyri Sími 535 6682

Miðhrauni 11210 Garðabæ Sími 535 6600

Vinnufataverslanir 66°NORÐUR:

Viðurkenndur

af Siglingamála-

stofnunViðurkenndur

af Siglingamála-

stofnun

66°NORÐUR hefur variðíslenska sjómenn í 85 ár.

FRívakTiN Febrúar 2012 13

Sjómenn þurfa einnig að sinna eftirliti

bera allar breytingar á lögum sem tengjast öryggismálum á sjó undir evrópusambandið. ef við vildum koma slíkum aukabúnaði í lög þá tæki það óratíma að koma því í gegn-um stofnanir evrópusambandsins. Hins vegar þýðir það ekki að við eig-um að hætta að berjast fyrir breyt-ingum, en útskýrir hvers vegna þessi aukabúnaður er ekki orðinn skyldubúnaður.“

er nægilegt eftirlit?„Íslensk skip eru skoðuð einu sinni á ári og þá er allt yfirfarið sem í mann-legu valdi stendur. síðan ber áhöfn hvers skips einnig mikla ábyrgð á því að hlutirnir séu í lagi. skoðunar-mönnum getur yfirsést eitthvað og því eiga skipstjórinn og aðrir í áhöfn-inni að fylgjast með öryggismálum um borð. Framhald á næstu opnu

lífið um borð á ekki einungis að snúast um tölvur í hvern klefa og Facebook, heldur á að við-halda góðum starfsanda og þjálfa menn í að bregðast við neyðartilvikum. Það er enginn afsláttur gefinn þegar kemur að öryggismálum sjómanna.

Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is

Sjálfvirk hjartastuðtæki,örugg og einföldí notkun meðíslensku tali.

Getur þú bjargað

Page 14: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

14 Febrúar 2012 FRívakTiN

Það eru fyrst og fremst sjómennirnir sjálfir sem tryggja áfallalausa veiði,“ segir Hilmar aðspurður um hvort nægilegt eftirlit sé með íslenskum skipum.

Hilmar líkir eftirliti með öryggis-málum um borð við það þegar fólk fer með ökutæki sín í árlega ástands-skoðun. Þó bíllinn sé skoðaður einu sinni á ári er það hlutverk eigand-ans að sinna hefðbundnu viðhaldi út árið.

Þegar tal berst að þyrlumálum segir Hilmar nauðsynlegt að fjölga björgunarþyrlum hér á landi.

að hans mati þurfa að minnsta kosti fjórar björgunarþyrlur að vera til taks. „Þegar herinn fór var sagt nauðsynlegt að hafa hér fjórar björg-unarþyrlur. eftir efnahagshrunið

höfum við því miður ekki geta hald-ið okkur við þann fjölda. að vera einungis með tvær þyrlur gerir lítið gagn þegar bjarga þarf sjómönnum í háska langt úti á hafi, ef við gerum ráð fyrir því að þyrlur þurfi reglulegt viðhald sem tekur þær úr þjónustu í einhvern tíma.“

» 21. Sept 2007. Úlla SH 269 tekin í tog af björgunarskipinu Björg stutt frá landi á Breiðafirði.

skipstjórinn er fyrir-myndin og verður að vera með hlutina á hreinu. Hann þarf að sýna gott fordæmi og sinna öryggis-málum um borð.

Page 15: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

Persónuleg og traust þjónusta um allan heim.Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.isSaman náum við árangri

Page 16: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

mikið hefur verið skrifað um síldarárin á Íslandi frá 1960-1967 og áhrif þeirra á mörg sjávar-pláss hér á landi. raufarhöfn var á þessum árum ein stærsta síldarhöfn landsins og íbúa-fjöldi þorpsins margfaldaðist á sumrin þegar síldarstúlkur og verkamenn komu til að taka þátt í ævintýrinu. jón Hjartarson kom til rauf-arhafnar vorið 1961, þá sautján ára námsmað-ur, til að vinna í síldarverksmiðju ríkisins, og þar vann hann næstu sex sumur á eftir.

skömmu fyrir síðustu jól gaf jón út bókina „veislan í norðri“ þar sem hann segir frá veru sinni á raufarhöfn. Bregður þar upp ýmsum skemmtilegum og athyglisverðum sögum af atburðum og litríkum persónum sem settu svip sinn á lífið í þorpinu. Bókin er þó ekki einung-is frásögn af samfélaginu á raufarhöfn held-ur líkir höfundur offorsi síldaráranna við það þensluástand sem skapaðist hér á landi fyrir hrun. Hann tileinkar bókina fólkinu á raufar-höfn sem hann segir hafa lagt sig fram, en bor-ið skarðan hlut frá borði þegar yfir lauk.

Dýrmætur tímiá fyrstu blaðsíðum bókarinnar sést hversu dýrmæt síldarárin á raufarhöfn eru jóni. „Ég var þarna á mínum mótunarárum og var hent inn í þennan rosalega farsa og það gerðust al-veg ótrúlegir hlutir í þessari stærstu verstöð landsins. Ég ákvað að skrifa bókina einfaldlega til að ljúka þessum kafla í minni ævi og einnig má segja að efnahagshrunið hafi endanlega ýtt mér út í skrifin. dvölin á raufarhöfn hafði afgerandi áhrif og ég vildi segja frá því sem ég hafði upplifað,“ segir jón aðspurður um hvers vegna hann skrifaði bókina.

Hvernig var samfélagið á Raufarhöfn þegar þú komst fyrst þangað árið 1961?

„Þetta var gróið samfélag, þar sem menn gengu að sinni vinnu árstíðabundið eins og gert var út um allt land. Fólk komst þokkalega vel af, en svo varð þorpið undirlagt undir síld-

ina og það sem henni fylgdi. árið 1961 var of-forsið rétt að byrja en það náði vissu hámarki 1964-65.“

jón bendir á að á þessum tíma hafi enginn sett út á þær vinnuaðstæður sem verkafólk á raufarhöfn þurfti að þola. „Það kvartaði eng-inn. Fulltrúar verkalýðsfélagsins voru aldrei á ferðinni enda voru þeir sjálfir að vinna í síld-inni. eina sem skipti máli var að nýta tækifærið, bjarga verðmætunum og afla tekna. Hvíldin var svo tekin út á haustin.“

Hvernig var Síldarverksmiðjan á þessum árum?

„Þessi önnur stærsta verksmiðja ríkisins var í mikilli endurnýjun. Það var nýbúið að byggja lýsishús og endurnýja tæki og búnað og stofna heila járnsmíðadeild til að standa fyrir endur-nýjunum. Þarna unnu framsæknir verksmiðju-stjórar sem tryggðu að hagnaðurinn af verk-smiðjunni varð gríðarlegur,“ segir jón.

jón fjallar í bókinni um stéttaskiptinguna í síldarverksmiðjunni, sem sást vel í matsal hennar, og hvernig hann náði sjálfur að færa sig upp metorðastigann með árunum. innst í matsalnum sátu þeir sem voru mikilvæg-astir; járnsmiðir, efnafræðingar, vélstjórar og kranamenn. „Það var ekki menntunin sem réð heldur mikilvægi manna. járnsmiðirnir héldu verksmiðjunni gangandi, oft með gríðarlegu harðfylgi og áttu því sitt borð næst eldhúsinu og réðu umræðunni í matsalnum.“

takmörkuð auðlind sem skildi lítið eftirFannst þér fólk gera sér grein fyrir því að síldin væri takmörkuð auðlind?

„Fáir veltu því fyrir sér á meðan á veisl-unni stóð. öllu var fórnað fyrir síldina og þeir sem léku ekki með lentu utangátta. Þetta var að vissu leyti skiljanlegur hugsunarháttur því síldin gjörbreytti lífinu í þorpinu. Feður þurftu t.d. ekki að fara á vertíð suður á land yfir vetr-artímann til að afla sér tekna og fjölskyldur héldust saman allt árið um kring.“

síðasta sumar jóns í síldarverksmiðju rík-isins var sumarið 1966 og hann segir engan á þeim tíma, að honum meðtöldum, hafa trúað því að síldin ætti eftir að hverfa. „Ég var bein-línis þáttakandi í þessari miklu og afdrífaríku ofsókn gegn náttúrunni án þess að skilja nokk-urn skapaðan hlut í því sem var að gerast frekar en aðrir,“ segir jón í bókinni.

Og þegar síldin hvarf þá stóðu bæjarbúar eftir slippir og snauðir þrátt fyrir hið gífurlega fjármagn sem fór í gegnum bæinn á síldarár-unum?

„já, því miður var það nú þannig. Hinn gríð-arlegi hagnaður sem hlaust af síldarveiðunum rann ekki nema að litlu leyti til samfélagsins á raufarhöfn. á meðan fóru eigendur síldarplan-anna, verksmiðjunnar og útgerðarmenn í burtu með gróðann. Ég er ekki einu sinni viss um að sveitarfélagið hafi fengið hafnargjöld frá þeim þúsundum báta sem lönduðu síld á raufarhöfn og nýttu sér hafnaraðstöðuna. Þegar upp var

staðið var á að líta bátalaus fiskimið, auð plön, þöglar verksmiðjur, bundna báta og þungbúið mannlíf.“

Í bókinni finnur jón ákveðna samsvörum með síldarárunum og því hvernig Íslending-ar fóru tæpri hálfri öld síðar fram úr sjálfum sér með hömluleysi sem á endanum leiddi til algjörs efnahagshruns. „Það er athyglisvert hvernig við virðumst ánetjast offorsi,“ segir jón og veltir upp þeirri hugleiðingu hvort þessi hegðun geti tengst persónugerð okkar Íslend-inga.

vill safn um síldarárin á raufarhöfnÍ lokaköflum bókarinnar kemur fram að jón fór til raufarhafnar á síðasta ári. aðspurður um hvernig honum hafi litist á sinn gamla vinnu-stað segir hann það vera hræðilegt hvernig menn hafi leyft gömlu verksmiðjuhúsunum að grotna niður eftir að síldarverksmiðju sr mjöls var lokað um síðustu aldamót. „Ég og nokkrir sómamenn, þar á meðal einar Bragi skáld, sem nú er látinn, fengum þá hugmynd fyrir nokkr-um árum, hvort ekki væri viturlegt að nýta verksmiðjuhúsin og stofna veglegt safn um síldina, sögu þorpsins og mannlíf. úr því varð ekki og verksmiðjan rifin og seld til afríku og húsin látin grotna niður.“

jón segir mikilvægt að sögu síldaráranna á raufarhöfn verði gerð frekari skil í einhvers-konar safni og með veglegu riti um atvinnu- og þróunarsögu þorpsins. „Í ljósmyndasafni Helga ólafssonar, rafvirkjameistara og fyrrverandi fréttaritara morgunblaðsins á raufarhöfn, er skráð athafna og viðburðasaga raufarhafnar í 60 ár. Og þegar einar Bragi starfaði í verksmiðj-unni á 5. áratug síðustu aldar var hann ritstjóri að riti sem gefið var út í verksmiðjunni undir heitinu verksmiðjukallinn. nokkur eintök eru til af þessu merkilega riti og það myndi sóma sér vel á safni. Það er til nóg af öðrum athygl-isverðum hlutum sem ættu heima á slíku safni og full ástæða til að láta hendur standa fram úr ermum.“

16 Febrúar 2012 FRívakTiN

jón Hjartarson skrifaði nýverið bók um síldarárin á raufarhöfn:

Síldin stjórnaði ölluHaraldur guðmundsson skrifar:[email protected]

viKan Á

bergey ve: 15/02 2012n „kvenfólk atH: bergey er á leið í land. Stútfullir, Gáskafullir, Og ætli sumir endi ekki blindfullir, allavega... ekki vera fyrir.. elsk‘ykkur öll.“

Guðmundur í nesi: 15/02 2012n „allt við það sama hjá okkur, allir hressir og kátir túrinn hálfnaður.“

víkingur ak 100: 14/2 2012n „við erum búnir að fylla. Og erum farnir til Færeyja til löndunar.“

ólafur bjarnason SH: 15/2 2012n „nætursöltuð ýsa með hömsum og heitur vanillubúðingur í eftirrétt.“

Þú finnur Útvegsblaðið á Facebook.

» á síldarárunum margfaldaðist íbúafjöldi raufarhafnar.

myndir: úr ljósmyndasaFni Helga ólaFssOnar

» Síldarverksmiðjan á fullu

» Síldarstúlka fær verðlaun fyrir tíu þúsundustu síldartunnuna.

Page 17: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

útvegsblaðið Febrúar 2012 17

byGGðakvótibyggðakvóta var fyrst úthlutað fiskveiðiárið 1999/2000 og fékk byggðastofnun það hlutverk að úthluta 1.500 þorskígildistonnum til verst stöddu sveitarfélaga á land-inu á þeim tíma og fengu þau loforð um byggðakvóta næstu fimm fiskveiðiárin, en síðan átti að trappa hann út. Það hefur hins vegar ekki verið gert hefur byggða-kvótinn verið aukinn . Með lögum frá árinu 2007 hefur sjávarútvegsráðherra til þessarar úthlutunar allt að 12.000 tonnum af óslægðum botnfiski. Þessu magni er svo úthlutað til byggðarlaga eftir ákveðnum reikni-reglum og síðan úthluta byggðarlögin þeim heimildum sem þau fá til útgerða innan hvers þeirra, enn og aftur eftir ákveðnum grunnreglum, sem heimilt er að víkja frá með samþykki ráðuneytisins. „Hópurinn telur að byggðakvóti sem slíkur eigi fullan rétt á sér, en einfalda þurfi úthlutunarkerfið til muna bæði til byggðarlaga og skipa. Fyrirsjáanleikinn er einnig mikilvægur þannig að menn geti gengið að heimildum sínum vísum sem fyrst í upphafi fiskveiðiárs en á því hafa verið vanhöld.

niðurstaða hópsins hvað yfirstandandi fiskveiði-ári varðar er að í upphafi verði haldið eftir um 5% af magni byggðakvóta til þess að nota í þeim tilvikum sem upp koma þegar úrskurður ráðuneytisins í kærumálum, breytir upphafsúthlutun Fiskistofu. Þurfi ekki að nota þessar heimildir í þeim tilgangi, flytjast þær yfir á næsta fiskveiðiár og verður úthlutað þá með þeim heimildum sem verða til ráðstöfunar það fiskveiðiár. Hópurinn leggur jafnframt til að endurúthlutun Fiskistofu innan fiskveiðiársins verði hætt. aflamark það sem ekki tekst að úthluta á fiskveiðiárinu flyst þess í stað yfir á næsta fiskveiðiár og verður úthlutað með því aflamarki sem þá er til ráðstöfunar.

Hvað framtíðarfyrirkomulag varðar telur hópurinn að einkum þrjár leiðir komi til greina.

í fyrsta lagi að unnið verði innan núverandi kerfis. ráðuneyti og Fiskistofa bæti vinnulag og ferla þannig að úthlutun til fiskiskipa geti farið fram í upphafi fiskveiði-árs. Það er mat hópsins að slíkt eigi vel að vera hægt.

í öðru lagi getur komið til greina að byggðakvóta verði úthlutað með sambærilegum hætti og línuívilnun, þegar búið væri að reikna út byggðakvóta byggðalags-ins, fengju þau skip sem þar eiga heimahöfn og útgerðir skráðar þar til heimils, ákveðið hlutfall landaðs afla sem byggðakvótaívilnun miðað við tiltekin tímabil. Þar sem þessi ívilnun yrði tengd vinnslu er mögulegt að hún gæti orðið mjög hvetjandi til slíkra landana. eftir sem áður væri mögulegt að nýta hana í byggðarlögum þar sem engin vinnsla er t.d. tengja hana við vinnslu innan til-tekins svæðis. aðferðin hefur þann megin kost að hún er mjög einföld í framkvæmd og mögulega getur hún aukið vinnslu í byggðarlögum. ekki er úthlutað til tiltek-inna báta sem er mikil einföldun og hægt er að vísa til reynslu af framkvæmd línuívilnunar sem er á flest-an hátt ágæt. Gallar hennar eru að hún getur leitt til kapphlaups og úthlutun yrði eingöngu háð löndun.

í þriðja lagi kæmi til greina að úthluta aflamagni til sveitarfélaganna á til-tekin skipaskrárnúmer. Þessi númer hefðu möguleika á 100% fram-sali og væri það sveitarfélaganna að nýta aflaheimildirnar hvort sem er með úthlutun, leigu eða öðrum skilyrðum á málefna-legan hátt.

Þetta er í reynd sama hugmyndin og lögð var til í frumvörpum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra s.l. vor. aðferðin hefur þann kost að með henni er fært nokkurt aflamark beint í forsjá heimaaðila sem þurfa að taka á úthlutuninni beina ábyrgð. Á móti má segja að aðferðin felur í sér að framkvæmd gæti orðið mjög mis-munandi milli staða og þannig yrðu kröfur fiskveiði-stjórnunar um samræmda framkvæmd hennar fyrir borð bornar. Hópurinn telur að allar leiðirnar geti komið til greina sé ætlunin að breyta núverandi fyrirkomulagi byggðakvótans, en mælir þó með að endurbótum á nú-verandi fyrirkomulagi sem fyrsta kosti.“

StranDveiðarStrandveiðar voru fyrst leyfðar með lögum nr. 66 þann 19. júní 2009 og hófust hinn 28. júní það ár. Með lögun-um var heimilt að veiða 3.955 tonn af óslægðum þorski á handfæri mánuðina júní, júlí og ágúst það ár. Landinu var skipt uppí fjögur svæði og hefur það verið þannig síðan og hefur ákveðnu magni verið úthlutað á hvert svæði. veiðarnar voru heimilar þeim skipum sem upp-fylltu skilyrði til veitingar leyfis til atvinnuveiða, en sækja þarf um strandveiðileyfi til Fiskistofu. afli reikn-ast ekki til aflamarks eða krókaaflamarks skipsins. alls voru veitt 595 leyfi árið 2009 en 554 bátar stunduðu veiðarnar á þessu fyrsta ári. alls veiddust 3.400 tonn af þorski, sem var landað á 54 stöðum á landinu. Landaður afli kvótabundinna botnfisktegunda var alls 4.028,1 tonn í 7.313 löndunum, eða 551 kíló að meðaltali í róðri. Árið 2010 voru strandveiðar leyfðar í maí, júní, júlí og ágúst og heimilt að veiða 6.000 tonn af óslægðum botn-fiski samkvæmt lögum nr. 32 frá 30. apríl 2010. Það ár landaði 741 bátur strandveiðiafla samtals 6.363 tonn af óslægðum kvótabundnum botnfiski í 10.579 löndunum, eða 601 kíló að meðaltali í róðri.

Árið 2011 var alls heimilað að veiða 6.000 tonn af ós-lægðum botnfiski, en með reglugerð frá 24. júní 2011 var aukið við strandveiðiheimildir þannig að bætt var við 1.900 tonnum af óslægðum þorski og 600 tonnum af óslægðum ufsa. alls var því heimilað að veiða 8.500 tonn af óslægðum kvótabundnum botnfiski það fisk-veiðiár. 685 strandveiðibátar lönduðu samtals 8.543,8 tonnum af óslægðum kvótabundnum tegundum frá maí til ágústloka í 15.484 löndunum, eða 552 kíló uppúr sjó í róðri að meðaltali.

„Hópurinn hefur kynnt sér ítarlega mismunandi sjón-armið um strandveiðar, þó þau sé ekki tiltekin sérstak-lega hér. Það er mat hópsins að það sé ekki rétt að gera neinar tillögur til breytinga á núverandi fyrirkomulagi

né því magni sem veitt er. -Ástæðan er sú að tiltölu-lega lítil reynsla liggur fyrir og rétt að láta

reyna áfram á núverandi fyrirkomulag. Hópurinn vill þó sérstaklega hvetja til strangrar túlkunar stjórnvalda á nýlega settu ákvæði um að eigandi báts skuli róa þannig að komið verði í veg fyrir að einn aðili geri út fleiri en einn bát í strandveiði. Slíkt háttsemi samræmist í engu þeim markmiðum er sett hafa verið um strandveiðar,“ segir í niður-stöðu hópsins um strandveiðarnar.

Starfshópinn skipuðu adólf H. berndsen, Skagaströnd, aðalsteinn

Á baldursson, Húsavík, albertína F. elíasdóttir, ísafirði, og atli Gíslason,

alþingismaður.

Dalvegi 6-8201 KópavogurSími 535 [email protected]

Eigum til nýja rafmagns- og dísellyftara á lager, tilbúna til afhendingar.

Þýska tímaritið „DHF Intralogistik“ hefur mælt veltu allra lyftaraframleiðanda heims um árabil, og samkvæmt þeim mælingum hefur Toyota Industrial verið stærsti lyftaraframleiðandi heims undanfarin 9 ár.

Vertu í sambandi við sölumenn okkar og fáðu tilboð í tæki sem hentar þínu fyrirtæki. Nánari upplýsingar má finna á www.kraftvelar.is.

Gerðu verðsamanburð

Toyota rafmagns- og dísellyftarar

mynd: nOrden.Org/ maria Olsen

Page 18: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

18 Febrúar 2012 útvegsblaðið

afli Færeyinga í öðrum tegundum en uppsjávarfiski hefur dregist verulega saman:

veiðar Færeyinga á öðrum fiskitegund-um en uppsjávarfiski hafa dregist veru-lega saman frá aldamótum. á síðasta ári dróst veiðin saman um 23% miðað við árið á undan. árið 2011 veiddust 82.000 tonn en 106.000 árið 2010. sé litið til gjöfulasta ársins á öldinni, 2002, þegar þessar veiðar skiluðu 140.000 tonnum er samdrátturinn miklu meiri eða ríflega 40%. Þessar veiðar hafa aldrei skilað minna magni síðan árin 1993 og 1994, þegar þær námu 71.000 og 78.000 tonnum. skýringin þá lá að miklu leyti í gífurlegum samdrætti í þorskafla. árið 1993 veiddust 6.400 tonn og 11.800 árið eftir. Botnfiskveiðarnar eru því að segja má í sögulegu lágmarki.

verulegur samdráttur í ufsa og ýsumiklu minna var landað af ufsa á síðasta ári, en árið 2010 og nemur samdráttur-inn 31%. Í fyrra komu 27.600 tonn á land en árið 2010 var veiðin 40.200 tonn. ufs-inn hefur borðið botnfiskveiðarnar uppi síðustu árin og fór mest yfir 60.000 tonn árið 2005. aflinn er því innan við helming-ur þess sem var mest og hefur hreinlega hrunið síðan 2009, þegar 53.000 tonnum var landað. ýmislegt utanaðkomandi hafði þó áhrif á fiskveiðarnar á síðasta ári. má þar nefna verkbann í byrjun ársins, erfið-leika hjá sölufyrirtækinu Faroe seafood og að tvílembingatogarar sóttu töluvert í mak-ríl á árinu, en venjulega stunda þeir ufsa-veiðar. engu að síður er það ljóst að ufsa-gengdin er minnkandi við eyjarnar.

veiðar á ýsu hafa hreinlega hrunið á síð-ustu árum. Í fyrra komu aðeins 3.357 tonn á land, sem er 1.550 tonnum minna en árið áður og er samdrátturinn 32%. ýsuafli við Færeyjar hefur aldrei verið minni, en í góðum árum hefur ýsuaflinn verið ríflega 20.000 tonn.

Þorskaflinn rýr undanfarin ársamdráttur í þorskveiðum varð minni á síðasta ári, eða 12%. Þá veiddust 12.136 tonn en 13.807 árið áður. Þorskaflinn hef-ur hins vegar verið rýr síðustu 6 árin, verið 12.000 til 13.000 tonn. reyndar varð hann aðeins 10.824 tonn árið 2009 og jókst því hlutfallslega mikið árið eftir, en sú aukning hefur svo að nokkru leyti gengið til baka. Þorskaflinn á síðasta ári nær ekki að vera þriðjungur þess sem mest var eftir alda-mótin, en árið 2002 fór hann í 38.443 tonn. sé svo litið á síðasta áratug síðustu aldar, hafa sveiflurnar verið enn meiri. 1996 náði hann hámarki í 39.655 tonnum en minnst-ur varð hann 6.416 tonn árið 1993.

af öðrum tegundum má nefna að sam-dráttur er í afla þeirra nánast allra nema grálúðu. Þar eykst aflinn um 360 tonn og fer úr 1.491 tonn í 1.851. samdráttur í skel-fiski var 2.890 tonn, sem er 58%.

samdráttur í verðmætum er ekki ná-

lægt því eins mikill. aflasamdrátturinn er 23% en verðmætin dragast aðeins saman um 9%. verðmæti landaðs afla, annars en uppsjávarfisks, í Færeyjum á síðasta ári var um 820 milljónir færeyskra króna, eða um 18 milljarðar íslenskra króna. endurspeglar það hækkandi fiskverð.

uppsjávarfiskur eykur útflutningsverðmætiútflutningur sjávarafurða frá Færeyjum hefur verið nokkuð stöðugur mælt í verð-mætum undanfarin ár. á árinu 2010 nam hann 4,2 milljörðum færeyskra króna, sem reyndar var það hæsta á fyrsta ára-

Botnfiskveiðar við færeyjar í lágmarki

Hjörtur gíslason skrifar:[email protected]

2000 22.404

27.672

25.282

18.879

13.601

12.829

11.733

10.824

13.807

12.136

38.443

37.334

2008

2010

2004

2002

2006

2001

2009

2011

2005

2003

2007

ÞorSkVeiðAr færeyinGA 2000 - 2011 í tonnum:

Heimild: HagstOva FörOya

Þorskaflinn á síðasta ári nær ekki að vera þriðjungur þess sem mest var eftir aldamótin, en árið 2002 fór hann í 38.443 tonn. sé svo litið á síðasta áratug síðustu aldar, hafa sveiflurnar verið enn meiri. 1996 náði hann hámarki í 39.655 tonnum en minnstur varð hann 6.416 tonn árið 1993.

Heildarfiskafli færeyinga síðustu 10 ár

Ár tOnn

2000 ..

2001 17.707

2002 525.993

2003 620.991

2004 599.388

2005 565.258

2006 622.853

2007 582.132

2008 521.302

2009 351.922

2010 393.875

Annað en veiðar á upp- sjávarfiski

Ár tOnn

2000 102.193

2001 120.665

2002 140.006

2003 133.704

2004 122.069

2005 134.748

2006 133.303

2007 121.045

2008 111.809

2009 111.444

2010 105.987

tug aldarinnar. Það var reyndar nánast það sama 2001 eða ríflega 90 milljarðar ís-lenskra króna. magnið hefur verið á bilinu um 300.000 tonn upp í 420.000 tonn árið 2003 og ræður magn uppsjávarfisks mestu í magninu og þar af leiðandi sveifl-um á því sömuleiðis. tölur fyrir allt síð-asta ár liggja ekki fyrir, en eftir fyrstu ell-efu mánuðina voru sjávarafurður fluttar út fyrir um 4,2 milljarða færeyskra króna eða sama og allt síðasta ár. ljóst er því að verðmætið hefur vaxið nokkuð á síðasta ári. magnið þetta tímabil er 303.000 tonn og verður því líklega meira allt árið 2011 en árið 2010. mestur er vöxturinn í útflutn-ingi á uppsjávarfiski á síðasta ári og vegur makríll þar þungt eins og hér. vöxturinn í uppsjávarfiskinum er samtals um 70% í verðmætum og 20% í magni, en flutt voru utan 174.250 tonn af honum á um-ræddu tímabili að verðmæti 22 milljarðar íslenskra króna. eldisfiskur skilar mest-um verðmætum í sjávarvöruútflutningi Færeyja eða um 33 milljörðum íslenskra króna og eykst það um 20%. Í magni talið nam þessi útflutningur 41.628 tonnum. af botnfiski voru flutt utan umrætt tíma-bil 42.503 tonn, sem er samdráttur upp á ríflega 17.000 tonn eða 29%. verðmæti útfluttra botnfiskafurða var um 25 millj-arðar íslenskra króna og dróst saman um 14%. útflutningsvirði á þorski og þorsk-afurðum hefur á umræddu tímabili auk-ist um 220 milljónir íslenskra króna en samdráttur í ýsu er 660 milljónir og 3,9 milljarðar í ufsanum. dregið hefur úr út-flutningi á fiskimjöli, meðal annars vegna aukinnar notkunar á því í fiskeldi innan lands.

» í fyrra komu aðeins 3.357 tonn á land, sem er 1.550 tonnum minna en árið áður og er samdrátturinn 32%. Ýsuafli við færeyjar hefur aldrei verið minni, en í góðum árum hefur ýsuaflinn verið ríflega 20.000 tonn. mynd: páll steFFanssOn/visitFarOeislands.cOm.

Page 19: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

sjávarútvegsfyrirtækið sapmer, sem rekur höfuðstöðvar sínar á frönsku eyjunni réunion í ind-landshafi og fiskvinnslur í mári-tíus, keypti fyrr á þessu ári Wisefish hugbúnað frá maritech. sapmer gerir út sjö togara og ann-ast landhelgisgæslu á svæðinu í kringum frönsku eyjuna og á síð-asta ári var fyrirtækið með veltu upp á 77 milljónir evra. Fyrirtækið rekur frystitogara sem veiða tún-fisk, humar og krabba, auk þess að stunda vinnslu á landi og sjó. um 330 manns starfa á togurum sap-mer og hundrað í landi.

„við munum þýða Wisefish hugbúnað okkar yfir á frönsku í samstarfi við pWc í máritíus. samningurinn opnar því nýja markaði sem bjóða upp á enn frekari möguleika í sölu á Wisefish hugbúnaðinum utan Íslands,“ seg-ir jón Heiðar pálsson, sviðsstjóri markaðs- og sölusviðs maritech.

Öflugri útgáfa af WiseFishmaritech hefur um árabil boðið staðlaðar microsoft dynamics nav lausnir auk fjölda sérlausna fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað. lausnir fyrirtækisins spanna alla virðiskeðju sjávarút-vegsins, frá fiskeldi og veiðum, til sölu og dreifingar.

„margir af okkar viðskiptavin-um eru nú að skoða nýja og marg-

falt öflugri útgáfu af WiseFish sem er byggð á nýjustu tækni frá microsoft. microsoft dynamics nav 2009 r2 er nýtt og öflugra viðskiptakerfi, sem gerir okkur kleift að bæta enn frekar virkni og viðbætur í WiseFish. dæmi um slíkt eru nýjar vefþjónustur

og tækniumhverfi sem auðveld-ar allar tengingar við utanað-komandi gagnaveitur,“ segir jón Heiðar.

Áfram í fararbroddi „undanfarið höfum við unnið að stöðluðum tengingum við innova

frá marel og trackWell seadata sem er flotastýringarkerfi með afla- og afurðaskráningu. Þessar tengingar við okkar helstu sam-starfsaðila gera innleiðingar og uppsetningar mun einfaldari og auðveldari,“ segir jón.

Hann segir framtíðarstefnu

fyrirtækisins vera fólgna í áfram-haldandi þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg og þjónustu við fjölda fyrirtækja innanlands sem utan. „Hjá okkur starfa sérfræð-ingar með víðtæka þekkingu og reynslu af þjónustu og hugbúnað-arþróun fyrir sjávarútveginn. við munum halda áfram að vera í far-arbroddi í upplýsingatækni með áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar, ásamt öflugri og persónulegri þjónustu.“

38.443

37.334

völdu WiseFish frá MaritechSamningur við sjávarútvegsfyrirtækið Sapmer opnar nýja möguleika:

kynninG

útvegsblaðið Febrúar 2012 19

niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi verið heimilt að leggja bann við dragnótaveið-um á grunnslóð og inni á fjörðum er jóni bjarnasyni mikið ánægjuefni. Hann segir dóminn skýr skilaboð til þeirra sem gagnrýndu ákvörðunina. Þetta sagði ráðherra í samtali við Morgunblaðið.

bannið tók gildi í september 2010 og segir jón það hafa notið fyllsta stuðnings heimamanna á viðkomandi veiðisvæðum. Hins vegar hafi tilteknir einstaklingar og samtök ráðist að honum. „nú hefur Hæstiréttur dæmt þetta full-komlega löglega aðgerð, sem ég

var reyndar aldrei í vafa um frekar en með aðrar aðgerðir sem ég hef gert í sjávarútvegsmálum,“ sagði jón í fyrrgreindu viðtali. „niðurstaðan var afdráttar-laus og alveg í takti við það sem ég sagði frá upphafi. ég er mjög feginn því þarna voru bæði einstakling-ar og samtök sem réðust

mjög harkalega að mér fyrir þessar ákvarðanir.“

„Þetta er mjög hávær hópur, óvæginn og fyrirhyggjulaus í árás-um sínum. Þetta ættu því að vera skýr skilaboð til þessara aðila sem settu sig ekki úr færi um að reyna berja á mér, eða lögsækja mig, fyrir þessar aðgerðir.“

Hæstiréttur um bann Jóns bjarnasonar um dragnótveiðar:

ráðherra var í rétti

» jón Bjarnason

» jón Heiðar pálsson, sviðsstjóri markaðs- og sölusviðs maritech.

Smíðum allar mögulegar lausniraf burstum í flestar gerðir véla

Burstagerð í 80 ár

burstagerd_3x20.pdf 1 17.2.2012 09:14

Page 20: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

ekki náðist samkomulag um heild-arstjórn makrílveiða og skiptingu aflamarks úr stofninum á fundi strandríkja sem lauk í reykja-vík sl. fimmtudag. Þar sem Ísland er sjálfstætt fullvalda ríki og fer sjálft með forræði samninga um deilistofna geta íslensk stjórnvöld ákveðið makrílveiðiheimildir ís-lenskra fiskiskipa innan lögsög-unnar eins og undanfarin ár án þess að leita samþykkis annarra. noregur og evrópusambandið hafa þegar sammælst um að taka sér 90% af ráðlögðum heildarafla og halda því uppteknum hætti frá síð-ustu árum. með þessari ákvörðun sniðganga þau hagsmuni annarra strandríkja, sem eiga tilkall til veiða úr makrílstofninum og hvetja þannig í raun til veiði úr stofninum langt umfram ráðgjöf enn eitt árið. réttur Íslendinga til að veiða mak-ríl í eigin lögsögu byggir á sömu forsendum og réttur norðmanna og esB til veiða í sínum lögsögum. Íslendingar hafa hvatt til þess að dregið verði úr heildarveiði og veitt samkvæmt vísindaráðgjöf.

Hlutur Íslands í heildarveiði 16-17%á undanförnum árum hefur hlutur Íslands í heildarveiðinni verið á bilinu 16-17%. Í ljósi þess er ekki óvarlegt að áætla heildarveiði ís-lenskra skipa á makríl verði um 145.000 tonn á þessu ári, þar sem veiðiráðgjöf alþjóðahafrannsókna-ráðsins (ices) fyrir árið 2012 er nánast samhljóða þeirri sem gefin var út fyrir árið 2011. Frá því að göngur makríls í íslensku efnahags-lögsöguna jukust verulega um og upp úr 2005 hefur makríllinn skipt æ meira máli fyrir efnahag okkar Ís-lendinga. samkvæmt útflutnings-skýrslum Hagstofunnar var makríll sú fisktegund sem skilaði þjóðinni næst mestu útflutningsverðmæti á síðasta ári, aðeins þorskurinn skilaði meiru. Heildarútflutnings-verðmæti makríls nam ríflega 24,1 milljarði króna. Það er því mikilvægt fyrir okkur að heildarstjórn náist á makrílveiðunum og að þær verði sjálfbærar.

áhugavert er að setja hugmynd-ir esB um hlut Íslands í makríln-um í samhengi við það sem sam-bandinu þykir hæfilegur hlutur þess í norsk-íslensku síldinni og úthafskarfanum. Þrátt fyrir að við hefðum veitt um 32 þúsund tonn af makríl í íslensku lögsög-unni 2007, tæp 110 þúsund tonn árið 2008 og rúm 112 þúsund tonn árið 2009, neitaði esB að viður-kenna Ísland sem strandríki. Það var ekki fyrr en árið 2010 sem esB viðurkenndi hið augljósa. á fundi sem haldinn var á Írlandi í desemb-er 2011 þótti sambandinu hæfa að hlutur Íslands verði 6,5%. Það er nánast sami hlutur og esB hefur í norsk-íslensku síldinni, þ.e. 6,51%, en engin norsk-íslensk síld er í lög-sögu esB. enn áhugaverðara er að bera þetta saman við það sem esB þykir hæfa sem hlutur sambands-ins í úthafskarfanum. eftir margra ára þjark náðist í fyrra samkomu-lag þar sem esB fékk 15,45% af úthafskarfanum í sinn hlut. ekki þarf að hafa mörg orð um úthaf-skarfa í lögsögu esB enda kemur hann þar hvergi nærri.

lögmætar og ábyrgar veiðarmakrílveiðar Íslendinga eru í senn lögmætar og ábyrgar. Þær lúta sömu reglum og gilda um allar aðrar veiðar íslenskra skipa, þ.e. aflinn er tilkynntur og vigtaður við löndun. samkvæmt Hafréttarsáttmála sam-einuðu þjóðanna og úthafsveiði-samningnum ber norðmönnum og esB skylda til að semja við Ísland um stjórn makrílveiðanna. með því að útiloka Ísland með ólögmætum hætti frá samningaviðræðum um heildarstjórn makrílveiðanna í ára-tug drógu noregur og evrópusam-bandið verulega úr trúverðugleika eigin aðferða við stjórn veiðanna.

dulbúnar hótanir jafnt sem beinar kröfur hafa verið settar fram til þess að freista þess að hafa áhrif á afstöðu íslenskra stjórnvalda. Þannig hafa samtök í sjávarútvegi í noregi og innan esB ítrekað sett fram kröfur um refsiaðgerðir og við-skiptaþvinganir gegn Íslandi, nú síðast í aðdraganda nýafstaðinnar samningalotu. slíkar refsiaðgerðir væru hins vegar ólöglegar og færu í bága við alþjóðlega samninga um viðskiptafrelsi og væru að auki skýrt brot á samningnum eFta, gatt og ees.

tvískinnungur norðmanna og esbásakanir norðmanna og esB þess efnis að makrílveiðar Íslendinga séu óábyrgar eru ekki aðeins til-hæfulausar heldur lýsa þær miklum tvískinnungi. Þessir sömu aðilar hafa ítrekað veitt makríl umfram ráðgjöf og hluti kvóta þeirra hefur verið ákveðinn einhliða. sú gagn-rýni sem þeir hafa sett fram er því innistæðulaus. Það var óneitanlega

kaldhæðnislegt að þegar á sama tíma og næstsíðasti samninga-fundur um stjórn makrílveiðanna var haldinn fyrir skömmu stóðu yfir réttarhöld yfir fjölda skoskra mak-rílskipstjóra vegna stórfelldra land-ana framhjá vigt. Þá iðju höfðu þeir og kollegar þeirra, í þeim löndum sem nú telja sig þess umkomin til að úthrópa veiðar okkar, stundað um langt árabil án þess að stjórnvöld gripu í taumana.

Það styrkir samningsstöðu Ís-lands í viðræðum við önnur strand-ríki að rúmlega 1,1 milljón tonna af makríl mældist innan íslensku efnahagslögsögunnar í sameigin-legum leiðangri Íslendinga, Færey-inga og norðmanna sem farinn var sl. sumar. Þetta er svipað magn af makríl og mældist innan lögsög-unnar í rannsóknarleiðangri árið 2010. Heildarmagnið á rannsóknar-svæðinu mældist þá um 4,4 millj-

ónir tonna og reyndust 23% innan íslenskrar lögsögu. Þéttleiki makríls vestur af landinu í rannsóknar-leiðangrinum í fyrra vekur nokkra athygli en sterkt samspil er á milli dreifingar átu og makríls.

sameignleg ábyrgð strandríkjannadeila strandríkjanna um skiptingu aflamarks úr makrílstofninum er ekki ný af nálinni. Í heilan áratug fóru Íslendingar fram á að fá rétt til þátttöku í viðræðum strand-ríkja um heildarstjórn makrílveið-anna sem fullgilt strandríki án þess að sú beiðni væri virt. rökin voru m.a. þau að enginn makríll veidd-ist innan íslenskrar lögsögu. Þegar makríll tók að ganga í lögsöguna í miklum mæli fyrir nokkrum árum og íslenski uppsjávarflotinn jók veiðar sínar verulega var þrýst enn frekar á þátttöku í samningavið-ræðum. Það var loks árið 2010 í við-ræðum um veiðar ársins 2011 að Ís-land fékk sæti við samningaborðið sem fullgilt strandríki.Þótt tilraunir til að ná samningum hafi enn ekki tekist er það á sameiginlega ábyrgð allra hlutaðeigandi aðila að komast að samkomulagi um heildarstjórn makrílveiðanna.

landssamBand Íslenskra útvegsmanna

20 Febrúar 2012 útvegsblaðið

ekki náðist samkomulag um makrílinn á fundi strandríkjanna í reykjavík í síðustu viku:

útflutningsverðmæti makrílsins nam alls 24,1 milljarði króna á síðasta ári– Heildarveiði íslenskra fiskiskipa á makríl áætluð 145.000 tonn á þessu ári

» Þéttleiki og dreifing makríls í rannsóknarleiðangrinum sem farinn var sl. sumar. Sérstaka athygli vekur hversu þéttar torfur voru vestur af landinu.

Page 21: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

veiðarfæraframleiðandinn eger-sund Ísland á eskifirði býr yfir áralangri reynslu og þekkingu á framleiðslu veiðarfæra til upp-sjávarveiða. Flottroll og nætur fyrirtækisins hafa verið þróaðar í samvinnu við egersund group í noregi og við íslenska skipstjóra og skipstjórnarmenn.

Háþróuð tæknikunnáttaegersund er aðallega í sölu, fram-leiðslu og viðgerðum á flottrollum og nótum, en fyrirtækið er einnig umboðsaðili fyrir víra frá Oliveira sá í portúgal og hlera frá eger-sund mek í noregi, sem einnig er hluti af egersund group sam-steypunni. „netaverkstæði okkar á miðju austurlandi er vel staðsett og vegna náins sam-starfs við egersund traal a/s í noregi höfum við þróað tækni-kunnáttu okkar hvað varðar framleiðslu fyrirtækisins. við byggingu netaverkstæðisins var beitt nýrri tækni, settir voru upp níu brúkranar, blakkir og tromlur. ný bryggja er staðsett við verk-stæðið þar sem bátar viðskipta-vina okkar leggjast að og veiðar-færin, nætur eða troll, eru tekin beint inn á verkstæðið, annað-hvort til viðgerða eða til geymslu á veiðarfæra-hóteli okkar. Fyrir-myndaraðstaða okkar þýðir styttri viðgerðar- og framleiðslu-tíma og skilar sér í ánægðari við-skiptavinum sem komast fyrr á

miðin,“ segir stefán B. ingvars-son, framkvæmdastjóri egersund Ísland.

Áratugalöng reynslareynslan af loðnu-, síldar-, mak-ríl- og kolmunatrollum egersunds hefur að sögn stefáns verið ein-staklega góð og þar ber helst að þakka þrotlausri vinnu við hönn-un og prófun í góðu samstarfi við sjómenn, ásamt áratugalangri reynslu og þekkingu á framleiðslu

flottrolla. „starfsmenn okkar eru með margra ára reynslu af sjáv-arútvegi og veiðarfæragerð og margir þeirra hafa unnið hjá fyrir-tækinu frá stofnun þess,“ segir stefán.

egersund Ísland ehf. býður einnig upp á veiðarfæra-hótel. Þar eru veiðarfæri geymd innandyra í skjóli frá veðri og vindum sem tryggir hámarksendingu og áreið-anleika þeirra.

á núverandi loðnuvertíð eru fjölmörg skip á veiðum með troll frá egersund, m.a. aðalsteinn jónsson su, Börkur nk , Beitir nk, vilhelm Þorsteinsson ea, jón kjartansson su, álsey ve og kristina ea.

Fyrirmyndaraðstaða okkar þýðir styttri við-gerðar- og framleiðslutíma og skilar sér í ánægðari viðskiptavinum sem komast fyrr á miðin.

allt til uppsjávarveiða á einum staðeitt glæsilegasta netaverkstæði evrópu:

kynninG

útvegsblaðið Febrúar 2012 21

Maritech er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveginn. Lausnirnar spanna alla virðiskeðjuna,

frá �skeldi og veiðum til sölu og drei�ngar.

Nýjustu upplýsingar eru forsenda réttra ákvarðana

Við verðum á sjávarútvegssýningunni í Boston, líttu við í bás 1368

Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstr » » www.maritech.is

- tryggir þér samkeppnisforskot

Sjávarútvegslausnir

Gold Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Page 22: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

22 Febrúar 2012 útvegsblaðið

martak ehf. er í hópi öflugustu út-flutningsfyrirtækja landsins á sínu sviði og í fararbroddi í þróun og framleiðslu á búnaði og lausn-um til matvælavinnslu. Fyrirtækið rekur starfsstöðvar í grindavík og í st. john‘s á nýfundnalandi og að jafnaði starfa um 23 starfsmenn á Íslandi og fimm til átta í kanada. Þróun, framleiðsla og sala fyrir-tækisins á innanlandsmarkað fer fram á Íslandi og þjónusta og sala á Bandaríkja- og kanadamarkað á nýfundnalandi. umboðsmenn og dreifingaraðila fyrirtækisins er síðan að finna víðs vegar um Bandaríkin og evrópu.

allt sem þarf á einum stað„vöruframboð okkar spannar allt framleiðsluferlið, frá frum-vinnslu hráefnis til pökkunar í neytendaumbúðir. martak býður upp á mikið úrval stakra tækja og heildarlausna, ásamt því að selja lausnir sérsniðnar að þörfum við-skiptavinarins. við kappkostum að eiga ávallt á lager alla varahluti fyrir rækjupillunarvélar og nota einungis úrvals hráefni í gúmmí-valsa, sem skilar hámarks af-köstum, nýtingu og endingu. árið 2002 hófum við að þróa lausnir fyrir matvælaiðnaðinn og fyrir-tækið hefur meðal annars þróað lausnir fyrir rækju-, bolfisk-, kjúk-linga-, kjöt- og humarvinnslur,“ segir stefán H. tryggvason, sölu- og markaðsstjóri martaks.

Hann segir kjarnastarfsemi fyrirtækisins aðallega fólgna í smíðum og þjónustu við vélbúnað fyrir rækjuverksmiðjur. „martak er annað af tveimur fyrirtækjum í heiminum sem framleiða vélbún-að til pillunar á skelfisk og rækju. síðan framleiðum við einnig vogir, innmötunarkerfi, skelblásara, pökkunarlínur í ýmsum stærðum, ílagnakerfi, blöndunarstöðvar og pækilkælikerfi, svo eitthvað sé nefnt. pækilkælikerfið hefur verið okkar útbreiddasta vara undan-farin þrjú ár.“

að sögn stefáns hefur martak tekist með stöðugri nýsköpun að þróast úr sprotafyrirtæki í leiðandi fyrirtæki á sínu sviði. Hann segir fyrirtækið leggja mikinn metnað í vöru og þróunarstarf og að ávallt sé unnið að hentugum lausnum fyrir viðskiptavini.

„Hjá okkur starfa hönnuðir, tæknimenn og ráðgjafar með ára-tuga reynslu í að hanna og útfæra lausnir fyrir matvælaiðnaðinn. Fyrirtækið býður upp á hönnun og teikningar fyrir nútíma verksmiðj-ur þar sem hagkvæmni, afköst og nýting eru höfð að leiðarljósi.“

Þróað rækjuvélar frá 1990martak var upphaflega stofnað sem rækjuvélaþjónusta óm-ars árið 1990. stofnandi þess, ómar ásgeirsson, hóf fram-leiðslu á völsum í rækjupillunar-vélar og síðar bættust við smíði á rækjupillunarvélum og öðrum búnaði fyrir matvælaiðnaðinn, þó einkum fyrir rækjuverksmiðj-ur. „árið 1995 var fyrirtækinu breytt í einkahlutafélagið mar-tak. Fljótlega eftir var farið að huga að markaðssetningu fyrir-tækisins inn á erlendan markað og árið 1996 hófum við útflutn-ing á búnaði til rækjuvinnslu til kanada. árið 2000 sameinaðist fyrirtækið marstál, sem þá var í eigu vilhelms Þórarinssonar, en marstál var brautryðjandi í smíði rækjuskelblásara og annarra

rækjuvinnsluvéla á Íslandi og því góð viðbót við okkar vöruflóru,“ segir stefán.

aldamótaárið 2000 er einnig merkilegt í sögu fyrirtækisins því þá var martak canada ltd stofn-

að. til að byrja með sá útibúið í kanada aðeins um þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins þar í landi. Í dag er útibúið komið í glænýtt 2500 fermetra húsnæði, þar sem fimm til átta starfsmenn starfa að jafnaði við að sinna sölu og þjónustu fyrir Bandaríkja- og kanadamarkað.

Flestir kjósa að gera þjónustusamning„langflestir viðskiptavinir okkar í rækjuiðnaðinum kjósa að gera þjónustusamning um viðhald á vélbúnaði. Þjónustusamningarnir byggja á því að rækjuvölsum og öðrum slitflötum rækjuvinnslu-véla er skipt út með reglubundn-um hætti. Þannig er ávallt tryggt

að vélarnar skili hámarks nýtingu og afköstum,“ segir stefán.

með þessum hætti sér martak flest öllum íslenskum rækjuverk-smiðjum fyrir viðhaldi á vélbún-aði ásamt því að þjónusta um 85% af rækjuverksmiðjum á ný-fundalandi og labrador. stefán segir að lokum að fyrirtækið ætli að stórauka markaðshlutdeild sína á öðrum svæðum í evrópu, kanada og Bandaríkjunum.

Þróa lausnir fyrir matvælaiðnaðinnMartak rekur starfsstöðvar í Grindavík og á Nýfundnalandi:

kynninG

» VB-1200 rækjuskelblásari martaks.

» íshúðunartækið mar-900.

» pækilkælikerfi martaks hefur verið útbreiddasta vara fyrirtækisins undanfarin þrjú ár.

» eftirpillarinn mar-C-12.

» Saltbræðslukerfi með sjálfvirkri áfyllingu fyrir fínt og gróft salt.

Page 23: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

www.ResponsibleFisheries.is

Upprunamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og vottun ábyrgra fiskveiða Íslendinga eru markaðstæki sem gefur framleiðendum og seljendum íslenskra sjávarafurða tækifæri til að staðfesta frumkvæði sitt í að mæta kröfum markaðarins með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi.

Haustak, stærsta fisk-þurrkunarfyrirtæki landsins endurnýt-

ir nú yfir 300 tonn af fiski-salti sem notað er í rykbind-ingar og hálku-varnir. Fyrir-tækið, sem er í eigu vísis hf. og Þorbjarnar hf. í Grindavík, hefur unnið að endurvinnslu saltsins í yfir tvö ár og smíð-að vélar sem hreinsa alla fiskbita úr saltinu. að sögn víkings víkingssonar, fram-leiðslustjóra fyrirtækisins, hafa vegagerðin og einkaað-ilar sýnt verkefninu töluverð-an áhuga. saltið, sem áður fór beint í sjóinn, hefur m.a. farið á götur í grindavík, keflavík og reykjavík.

tvö tilboð í viðhald á varðskipinu ægi voru opnuð hjá ríkiskaup-

um í síðustu viku. lægra til-boðið kom frá stálsmiðjunni ehf. í reykja-vík og hljóðaði upp á rúmar 12,8 milljónir króna. Hærra tilboðið kom frá slippnum akureyri ehf. og var upp á tæpar 14 millj-ónir. viðhald á varðskipinu mun fela í sér botnhreinsun, slipptöku og málun á botni, bol og yfirbyggingu skipsins. Frá þessu var greint á heima-síðu norðlenska fréttamiðils-ins vikudagur.

mainstream as í nor-egi, eitt af stærstu fyrirtækjum heims í

laxeldi, keypti á síðasta ári nýja útgáfu af heil-fiskflokkara og pökkunarkerfi frá íslenska hátæknifyrir-tækinu völku. pökkunarkerfið hefur verið í notkun í fimm mánuði og að sögn Ágústs Sigurðssonar, sölustjóra völku, hefur kerfið tvöfaldað framleiðslugetu mainstream as. norska fyrir-tækið er með starfsstöðvar í chile, kanada og noregi, og í síðastnefnda landinu hefur fyrirtækið yfir 40 fiskeldis-leyfi og starfrækir þrjár laxa-vinnslur. .

sjávarútvegssýninginn Boston seafood show verður haldin 11. til 13.

mars nk. sýn-ingin er talin ein sú mikil-vægasta í norð-ur-ameríku fyrir kynningu á sjávarfangi og vörum og þjón-ustu fyrir sjávarútveginn. á meðal íslenskra fyrirtækja sem verða á sýningunni má nefna eimskip, trackwell, novofood og Íslandsbanka.

sjávarútvegsfræðingar í tyrk-landi telja að margar fiskteg-undir við landið muni hverfa

á næstu árum ef ríkisstjórn landsins leyfir ekki einka-reknum stofnunum að sinna eftirliti með veiðum tyrkneskra sjómanna. ólög-legar veiðar hafa lengi ógnað sjávarútvegi tyrklands.stærsta vandamálið tengist veiðum sjómanna sem stunda trollveiðar of nærri landi. slíkar veiðar eru bann-aðar samkvæmt tyrkneskum lögum en að mati málsmetandi aðila eru refsingar við þeim ekki nógu strang-ar til að fá sjómenn ofan af þeim.

aðspurður um hvenær ákvörðun verður tekin um hvort farið verði í hvalveið-

ar á þessu ári sagði kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., að niðurstaða muni í fyrsta lagi liggja fyr-ir í apríl. engar hval-veiðar voru í fyrra en þær hafa vana-lega hafist í júní. árið 2009 hófust þær um miðjan mánuðinn og 2010 seinni part júnímánaðar.

jacob vestergaard, þingmaður Fólkaflokksins í Færeyjum, hef-ur tekið við embætti sjáv-

arútvegsráð-herra Færeyja, en jákup mikkelsen var nýverið leystur frá embættinu. að sögn færeyskra fjölmiðla má rekja embættis-missinn til þess hversu erfiðlega mikkelsen gekk að afgreiða mörg mál sem falla undir verksvið sjávarútvegsráðherra Færeyja. mikkelsen hafði einung-is setið í ráðherrastólnum frá því í nóvember sl.

útflutningsverðmæti sjávaraf-urða nam um 251,6 milljörð-um á síðasta ári og jókst um

14,1% frá fyrra ári. Íslenski þorskurinn skilaði 77,2 millj-örðum króna, sem er um 31% af heildar-útflutningi sjávar-afurða á árinu 2011. á eftir komu makríll og síld, en báðar tegundirnar skiluðu tæpum 24 milljörðum. útflutnings-verðmæti karfa voru um 18,4 millj-arðar króna og loðnuafurða um 18,4 milljarðar. Þar á eftir voru útflutn-ingsverðmæti ýsu 16,1 milljarðar og ufsinn skilaði 12,6 milljörðum króna, að því er fram kemur á liu.is.

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is

Aukin þjónusta Eimskips um Norður-Atlantshaf

Styttra á milli ferða – meiri flutningsgetaEimskip hefur styrkt leiðakerfi sitt á Norður-Atlantshafi. Nýtt skip hefur bæst í flotann og eru nú tvö skip í siglingum til Norður-Ameríku í stað eins áður. Með þessu fjölgar ferðum og við bætast nýir áfangastaðir, sem bætir þjónustu enn frekar við viðskiptavini félagsins.

Norðurleið

Suðurleið

Austurleið

Ameríkuleið I

Ameríkuleið II

Leið samstarfsaðila

CTG leið Eimskips

útvegsblaðið Febrúar 2012 23

Page 24: Útvegsblaðið 2. tbl. 2012

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

Kassar læsast saman við stöf lun og brettið verður stöðugra

Heildarlausnir fyrirsjó- og landvinnslu

• Skór• Stígvél• Vettlingar• Vinnufatnaður, • Hnífar• Brýni • Bakkar• Einnota vörur o.fl.

• Kassar• Öskjur• Arkir• Pokar• Filmur

Kassar læsast saman við stöflun og brettið

ð öð

rnaður, ð

vörur o.fl.