16. tbl. 2012

48
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] NÝ HEIMASÍÐA - WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun Nýtur jólanna með fjölskyldu og vinum Mosfellingurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður 20-21 Furubyggð - parhús EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is 586 8080 16. TBL. 11. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS MOSFELLINGUR Mynd/RaggiÓla LEIKSKÓLAKRAKKAR ÚR REYKJAKOTI NÁ SÉR Í JÓLATRÉ Í HAMRAHLÍÐ Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

description

Jólablað Mosfellings 2012. Bæjarblaðið Mosfellingur. 16 tbl. 11. árg. Fimmtudagur 20. desember 2012. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós.

Transcript of 16. tbl. 2012

Page 1: 16. tbl. 2012

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Nýtur jólanna með fjölskyldu og vinum

Mosfellingurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður

20-21

Furubyggð - parhús

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

16. tbl. 11. árg. Fimmtudagur 20. desember 2012 Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á kjalarnesi og í kjós

MOSFELLINGUR

Mynd/RaggiÓla

leikskólakrakkar úr reykjakoti ná sér í jólatré í hamrahlíð

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Page 2: 16. tbl. 2012

R e s t a u R a n t - B a R - s p o R t B a R

Vottorð fyrir burðarVirkismælingar

www.isfugl.is

MOSFELLINGUR

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar GunnarssonRitstjórn: (blaðamenn og ljósmyndarar)Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, [email protected] Þór Ólason, [email protected] Örnólfsdóttir, [email protected]: Landsprent. Upplag: 4.000 eintökDreifing: Íslandspóstur. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.Próförk: Ingibjörg ValsdóttirTekið er við aðsendum greinum á [email protected]

og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar

skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Umsjón: Birgir D. Sveinsson ([email protected])

Nú fer árið 2012 að renna sitt skeið á enda og er því við hæfi að

huga að því hver hlýtur tilnefninguna Mosfellingur ársins. Er þetta í áttunda

sinn sem blaðið stendur fyrir þessu vali. Ég vil hvetja ykkur til að senda okkur tilnefningar. Hægt er að senda okkur tölvupóst á netfangið [email protected]

eða skrifa á vegginn okkar á Facebook.

Endilega látið skoðun ykkar

í ljós á hver á þennan

titil skilið að þessu sinni. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir valinu.

Áður hafa hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus

Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson, Embla Ágústsdóttir, Steindi Jr. og Hanna Símonardóttir. Í fyrsta tölublaði næsta árs, sem kem-ur út 10. janúar, verður svo tilkynnt hver hlýtur nafnbótina.

Mosfellingur óskar lesendum sínum til sjávar og sveita

gleðilegrar hátíðar.

Veljum Mosfelling ársins

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

héðan og þaðan

MOSFELLSBÆR - syngjandi bær!Fjölmargir kórar eru starfandi í Mosfellsbæ og setja svip á menningarlíf í bænum. Bæjarlistamaðurinn Páll Helgason hefur átt stóran þátt í að stofna og stjórna nokkrum þeirra. Nýlega barst undirrituðum ljósmynd frá einni fyrstu æfingu Mos-fellskórsins 1989 í Gagnfræðaskólanum. Bjarney Einarsdóttir nafnsetti myndina en aðeins vantar nöfn á fáa einstaklinga-vinsamlegast hafið samband ef einhver þekkir viðkomandi. Myndin er birt með leyfi Gylfa Guðjónssonar.

1. Einar Einarsson, 2. Hrafnhildur Pálmadóttir, 3. Sóley D. Guðmundsdóttir, 4. Páll Helgason (stjórnandi), 5. Ásta Jónsdóttir, 6. Kristín Valdimarsdóttir, 7. Ann Andreasen, 8. Vibeke Þorbjörns-dóttir, 9. Erla Fanney Óskarsdóttir, 10. Agnes Geirs-dóttir, 11. Bergþór Engilbertsson, 12. Gretar Hansson, 13. Guðlaug Kristófersdóttir, 14. Kristín Sigursteinsdóttir, 15. Eydís Indriðadóttir, 16. Elva Björk Jónatansdóttir, 17. Helga Thoroddsen, 18. Harpa Amin, 19. Hjördís Sigurðardóttir, 20. ?, 21. Bjarney Einarsdóttir, 22. Guðríður Pálsdóttir, 23. Ásgeir Guðmundsson, 24. Ragnar Árnason Skeving, 25. Halldóra Kristin Emilsdóttir, 26. ?

Page 3: 16. tbl. 2012

arnarhöfði - endaraðhús

Jörfagrund

Völuteigur

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

miðholt

586 8080

selja...www.fastmos.is

586 8080 Sími:

rauðamýri

ÞVerholt

laxatunga

ásholt

Völuteigur

GleðileG jól

Þökkum viðskiptin á árinu

og farsælt komandi ár.

Jörfagrund

Þúfa

dælisárVegur

Page 4: 16. tbl. 2012

HelgiHald yfir jól og áramót

24. desember - AðfangadagurKl. 13:00 Barnaguðsþjónusta í Lága-fellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Tónlist: Kirkjukór Lágafellssóknar, Einsöngur: Jasmín Kristjánsdóttir. Þverflauta: Andrea Dagbjört PálsdóttirKl. 18:00 Aftansöngur í Lágafellskirkju

Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Tónlist: Kirkjukór Lágafellssóknar, einsöngur: Dísella Lárusdóttir. Fiðluleikur: Sigrún Harðardóttir

Kl. 23:30 Miðnæturguðsþjónusta í LágafellskirkjuSr. Skírnir Garðarsson Tónlist: Kirkjukór Lágafellssóknar, Einsöngur: Særún Harðardóttir. Þverflautuleikur: Jón Guðmundsson og Berglind Stefánsdóttir

25. desember - JóladagurKl. 14:00 Hátíðarguðsþjónustaí LágafellskirkjuSr. Ragnheiður Jónsdóttir. Tónlist: Diddú, Þorkell og Valdís.

Kl. 16:00 Hátíðarguðsþjónusta í MosfellskirkjuSr. Skírnir Garðarsson. Tónlist: Diddú, Þorkell og Valdís

31. desember - GamlársdagurKl. 18:00 Aftansöngur í LágafellskirkjuSr. Skírnir Garðarsson. Tónlist: Kirkjukór Lágafellssóknar, Jón Magnús Jónsson, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Valdís Þorkelsdóttir og Ágústa Dómhildur.

6. janúar 2013Kl. 11:00 Guðsþjónusta í LágafellskirkjuSr. Ragnheiður Jónsdóttir.Tónlist: Kirkjukór Lágafellssóknar

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

Jólatrén í Hamrahlíð vinsæl sem fyrrJólatrjáasala Skógræktarfélagsins hófst þann 8. desember. Margir leikskólar, fyrirtæki og einstaklingar hafa mætt í Hamrahlíðina og fundið sér tré. Fyrirtæki geta pantað sér kakó og kökur fyrirfram. Jólasveinn hefur sést nokkrum sinnum með eitthvað gott í poka unga fólkinu til mikillar ánægju. Skátarnir í bænum hafa verið ötulir við að aðstoða fólk við að klæða trén neti svo auðveldara sé að koma þeim heim. Á föstudaginn var nýi hjólreiðastíg-urinn formlega opnaður og með tilkomu hans batnar mikið aðgengi að útivistarsvæðinu í Hamrahlíð. Salan verður opin alla daga fram að jólum og nú verður fólki boðið upp á að kaupa jólatré og fá lítið tré í kaupbæti fyrir afa og ömmu. Laugardaginn 22. desember er von á jólasveininum aftur í heimsókn og þá mun kórinn Saungfjélagar syngja nokkur lög. Skógræktarfélagið vill þakka öllum Mosfellingum fyrir stuðninginn en ágóðinn fer í að fegra umhverfi bæjarins með við-haldi og útplöntun nýrra plantna.

Kveikt í brennum í MosfellsbæÁ gamlárskvöld verður áramóta-brenna í Ullarnesbrekkum. Mosfellsbær og handknattleiksdeild Aftureldingar standa fyrir brenn-unni sem kveikt verður í kl. 20.30. Björgunarsveitin Kyndill verður með flugeldasýningu skömmu eftir að kveikt hefur verið í brennunni. Á þrettándanum, sunnudagskvöldið 6. janúar, verður svo árleg þrett-ándabrenna þar sem jólin verða kvödd. Blysför verður frá Miðbæj-artorgi kl. 18. Skólahljómsveit Mos-fellsbæjar leikur, fjöldasöngur undir stjórn Álafosskórsins auk þess sem Grýla og Leppalúði verða á svæðinu með sitt hyski. Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu að vanda.

Frá árinu 2007 hefur brotum í Mosfellsbæ fækkað verulega. Innbrotum hefur t.d. fækkað um helming á tímabilinu og ofbeldisbrotum næstum jafnmik-ið. Þá hefur eignaspjöllum fækkað um 38%, en frá þessu var skýrt á árlegum fundi lögreglunnar með fulltrúum Mosfellinga sem haldinn var í Kjarn-anum á dögunum. Fundurinn var vel sóttur eins og jafnan en auk kynningar um þróun brota í bæjarfélaginu voru birtar niðurstöður úr net-könnuninni „Reynsla íbúa höfuðborgarsvæð-

isins af lögreglu, öryggi og afbrotum“.

Samkvæmt henni eru tæplega 80% íbúa í Mosfellsbæ ánægðir með störf lögreglunnar og segja hana skila góðu starfi við að stemmu stigu við afbrotum. Hljóðið í fundar-gestum var sömuleiðis gott en þeir voru ánægðir með þann árangur, sem að framan var lýst. Ýmsar spurningar komu fram á fundinum, m.a. sem sneru að sýnileika og viðveru lögreglunnar í Mosfellbæ. Málefni nýrrar lögreglustöðvar voru einnig rædd en áform um byggingu lögreglustöðvar við Skarhólabraut gengu ekki eftir. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu á netinu en tölfræðina frá honum má annars nálgast á www.logreglan.is

80% íbúa ánægðir með störf lögreglunnar •Eignaspjöllum fækkað um 38%

Brotum fækkar í Mosfellsbæ

Nýr stígur tengir Mosfellsbæ og Reykjavík •Tekinn formlega í notkun 14. desember

Hjólasveinar og meyjar gleðjastHjólasveinar og meyjar glöddust innilega föstudaginn 14. desember þegar nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun af borgarstjóra Reykjavíkur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og vegamálastjóra. Eftir að klippt hafði verið á borða á skjólgóðum stað á stígnum stigu hjólasveinar og meyj-ar á reiðhjól sín og héldu með klingjandi bjölluhljóm í átt til Reykjavíkur.

Nýi stígurinn er góð samgöngubót og er hann hluti af stofnstígakerfi höfuðborg-arsvæðisins. Stígurinn gerir hjólreiðar að raunhæfum valkosti allt árið fyrir þá sem eiga erindi í og úr Mosfellsbæ á degi hverj-um til dæmis vegna vinnu.

margir sem stunda hjólreiðar á veturnaGöngu- og hjólastígurinn er tilvalinn

til útivistar ekki síst í vetur en í hópi hjólasveinanna voru margir sem stunda hjólreiðar allan ársins hring. Hjólreiðafólk er hvatt til að nota bjöllur sínar til að gera gangandi viðvart, ekki síst nú í skammdeg-inu. Í vor þegar veður leyfir verður gengið frá yfirborðmerkingum til að aðskilja gang-andi og hjólandi. Einnig er eftir að ganga frá hraðahindrun á aðkomuveg að Bauhaus til að tryggja enn frekar öryggi hjólafólks og gangandi vegfarenda.

Sameiginleg framkvæmdVegagerðin, Mosfellsbær og Reykjavíkur-

borg stóðu sameiginlega að framkvæmd-um við stíginn. Framkvæmdirnar fólust í tengingu stígakerfa sveitarfélaganna með lagningu stofnstígs frá athafnasvæði skóg-ræktar Mosfellsbæjar við Hamrahlíð að gönguleið við akstursrampa að Bauhaus í Höllum. Verkið var boðið út í lok maí og var verktakafélagið Glaumur ehf. hlutskarpast. Sett var upp göngubrú, jarðvegsskipti námu

4.500 rúmmetrum og malbikaðir voru um 5 þúsund fermetrar. Gengið var frá ræsum og 38 ljósstólpar settir upp. Stígurinn var lagður i gegnum skógræktarsvæðið í sátt við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar. Að beiðni þess voru tré sem felld voru skilin eftir til að brotna niður náttúrulega. Einnig tókst vel til með að færa gróðurþekju úr stígs-tæðinu og endurnýta á fláum við stíginn. Heildarkostnaður framkvæmda nam um 60 milljónum króna, sem deilist á verkkaupa.

bæjarstjóri, vegamálastjóri

og borgarstjóri klipptu á borða

Hjólasveinar á ferðinni

Prestar, sóknarnefnd og starfsfólk Lágafellssóknar óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.

Page 5: 16. tbl. 2012
Page 6: 16. tbl. 2012

Eldri borgarar sumarferðSameinaðar ferðanefndir FaMos og félagstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ kynna sumarferð 24. – 26. júní 2013Dagur 1 Lagt af stað frá Hlégarði kl. 09.00, ekið um Dali til Hólma-víkur þar sem snædd verður hádegishressing. Þaðan verður haldið til Ísafjarðar. Gisting í tvær nætur á Ísafirði. Kvöldverður á hótelinu.Dagur 2 Farið til Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar og Bolungarvíkur og skoðað sig um. Kvöldverður í Tjöruhúsinu á Ísafirði.Dagur 3 Farið sömu leið til baka, með viðkomu á völdum stöðum. Áætluð heimkoma um kl. 20Ekki er hægt að gefa upp verð að svo stöddu, en það verður auglýst við fyrsta tækifæri.

- Fréttir úr bæjarlífinu6

Jólatrén úr landi Ástmundar og SveinsJólatrén sem sett hafa verið upp víðs vegar um bæinn eru fengin úr landi bræðrana Ástmundar, föður Björns Ástmundssonar á Reykjalundi, og Sveins í Héðni. Land þetta stendur við Varmá neðan Reykjalundar. Björn Ástmundsson gróðursetti þessi tré með föður sínum um 1963.Í norðan bálinu sem gekk yfir landið í byrjun nóvember varð töluvert um gróðurskemmdir og m.a. brotnuðu 5-6 grenitré á umræddu landi og alls milli 30 til 40 tré víðsvegar um bæinn. Mosfellsbær fékk þau tré, sem nú prýða bæinn við Miðbæjar-torg, í Leirvogstungu og í Mosfells-dal, eftir þessar hamfarir. Þá hefur stefnan verið sú að reyna að fækka felldum trjám og notast við tré sem eru rótföst í viðkomandi hverfum. Tréð í Reykjahverfi er inni á lóð Jónasar Björnssonar við Blómst-ursvell, tréð við Helgafellsbraut (Álafosskvos), tré við Baugshlíð og í framtíðinni er reiknað með að tréð í Leirvogstungu og í Mosfellsdal verði rótfast þannig að eingöngu þurfi að fella tré á Miðbæjartorg.

Þórdís Sigurðardóttir þjónustustjóri VÍS í Mosfellsbæ stendur nú á tímamótum. Eftir að hafa veitt viðskiptavinum þjónustu í meira en 30 ár, fyrst hjá Brunabótafélagi Íslands, lætur hún af störfum um áramót að eigin ósk.

„Ég var löngu búin að ákveða að vinna ekki til 67 ára aldurs ef ég kæmist hjá því, heldur hætta 65 og jafnvel fyrr ef svo bæri undir. Nú verð ég 65 ára í febrúar og því tímabært að snúa sér að öðru. Þegar Aníta Pálsdóttir samstarfskona mín undanfarin ár ákvað í haust að sinna börnum og búi af fullum kröftum fannst mér tímabært að söðla einnig um. Áramótin eru kjörinn tími til breytinga,“ segir Dísa í VÍS með bros á vör og hlakkar greinilega til að eyða meira tíma með fjölskyldunni og í tómstundir.

Ætlar að njóta lífsins„Ég ætla hreinlega að taka því rólega og njóta lífsins, til dæmis

með barnabörnunum mínum, fara í leikfimi á morgnana, út að ganga og fleira og fleira. Þá eigum við hjónin litla íbúð á Sauð-árkróki sem verður nú nýtt betur sem og athvarf sem við höfum aðgang að við Adríahafið í Króatíu. Ég viðurkenni samt að ég kveð þennan vettvang með söknuði og trega, sérstaklega auðvitað við-skiptavinina. Því þeir eru í raun og sann vinir mínir. Mér líður svo-lítið eins og ég sé að fara að heiman. En um leið hlakka ég virkilega til að takast á við ný viðfangsefni, enda er þetta mitt val.“

Breytingar hjá VÍsÍ framhaldi af ákvörðun þeirra stallna hefur verið ákveðið að færa

þjónustu við Mosfellinga og nærsveitunga í höfuðstöðvar VÍS að Ármúla 3 í Reykjavík. „Ég veit að mitt fólk fær fyrsta flokks þjónustu þar líka. Ekki er verra að Mosfellingar eiga fulltrúa í framlínunni þar eins og hér, hana Margréti Sveinbjörnsdóttur. Það er því ekki í kot vísað. Svo er þetta náttúrlega allt að færast meira og meira á netið sem er vissulega til þæginda fyrir þá sem það nota. Ég hef

smá áhyggjur af hinum en veit að auðvitað verður hugsað um þá af umhyggju og fagmennsku hér eftir sem hingað til,“ segir Dísa í VÍS sem senn segir skilið við starf sitt til að njóta lífsins til hins ýtrasta.

Þórdís og Aníta hætta störfum að eigin ósk •Þjónusta við Mosfellinga færist í Ármúla

Útibú VÍS í Kjarnanum lokar

Tilnefningar til Mosfellings ársinsVal á Mosfellingi ársins 2012 stend-ur yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfell-ingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefn-ingar með tölvupósti á netfangið [email protected]. Er þetta í áttunda sinn sem þetta val fer fram á vegum Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðn-ingur fyrir tilnefningunni og hvað viðkomandi hefur lagt til samfélags-ins. Áður hafa hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson, Embla Ágústsdóttir, Steindi Jr. og Hanna Símonardóttir. Útnefningin verður kunngjörð í fyrsta blaði næsta, 10. janúar 2013.

Steindi gefur út þriðju seríuna á DVDMosfellingurinn Steindi Jr. hefur verið áberandi meðal íslenskra grínista síðustu árin. Nú hefur hann gefið út sína þriðju þáttaröð af Steindanum okkar. Þættirnir voru sýndir á Stöð 2 haustið 2012. Þetta er lokahnykkurinn á þessum þríleik sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Sem fyrr birtist rjóminn af íslenskum leikurum í þáttunum og fara þeir, ásamt landsþekktum einstaklingum, á kostum. Á disknum má einnig finna aukaefni sem ekki hefur sést áður í sjónvarpi. Diskurinn er kominn í allar helstu verslanir en fróðlegt verður að fylgjast með því hvað þessi uppátækjasami Mosfellingur tekur upp á að loknum Steindanum.

Þórdís og aníta hafa Þjónustað mosfellinga í fjölda ára

Laugardagsmorguninn 15. desember komu nokkrir félagar úr Kiwanisklúbbnum Mosfelli saman í Reykjadal og afhentu Sólveigu Hlín Sigurðardóttur forstöðumanni sumardvalarheimilis lamaðra og fatlaðra 300 þúsund króna styrk til reksturs helgarvistunar barna í vetur.

Undanfarið hafa klúbbfélagar með aðstoð félaga í Skólahljóm-sveitar Mosfellsbæjar selt sælgætispakka til fjáröflunar í styrktarsjóð klúbbsins. Kiwanisklúbburinn Mosfell kann öllum bestu þakkir fyrir góðar móttökur sölufólksins.

Kiwanisklúbburinn styrkir Reykjadal um 300 þúsund krónur

Mosfell afhendir styrk

kiwanisfélagar ásamt sólveigu

Áætlað er að námskeið byrji eftir miðjan janúar í línudansi, bókbandi, tréútskurði, silfursmíði, leikfimi, gleri og leirvinnu. Skráningar hafnar hjá Elvu í síma 6980090.

Handavinnustofan opnar svo aftur eftir gagngerar breytingar á jarðhæð á Eirhömrum, mánudag-inn 21. janúar kl 13:00.

Félagsstarfið óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar góða tíma á árinu sem senn er að líða. Allar upplýsingar um félagsstarfið og skráningar á námskeið veitir for-stöðumaður í síma 586-8014 eða í gsm 698-0090.

Page 7: 16. tbl. 2012

Samvera er besta

jólagjöfinFjölskyldan

saman um jólin

Samvera er besta

jólagjöfinFjölskyldan

saman um jólin

Page 8: 16. tbl. 2012

Gengið til samninga við lægstbjóðandaÞann 20. nóvember 2012 voru opnuð tilboð í samningskaupaferli vegna nýs íþróttahúss að Varmá.Eftirtaldir aðilar skiluðu inn tilboðum:Spennt ehf. 159,9 m.kr.Eykt ehf. 165 m.kr.Alefli ehf. 220 m.kr.Bæjarráð ákvað á fundi sínum þann 12. desember að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Spennt ehf.Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við hið nýja hús ljúki síðari hluta árs 2013.

Sigurvegarar í krakka-krossgátunniMosfellingur í samvinnu við útgáfu-fyrirtækið Óðinsauga stóðu fyrir krakkakrossgátu í síðasta tölublaði Mosfellings. Fjöldi svara barst blaðinu á netfangið [email protected]. Hægt var að leysa þrautina með því að finna nöfn jólasveinanna og komast þannig að lausnarorðinu, sem að þessu sinni var JÓLAKÖTTUR. Búið er að draga út fimm heppna vinningshafa sem hljóta glæsileg bókaverðlaun. Sigurvegarar eru: Hrafnhildur Tinna, Hafrún Rakel, Arnar Freyr, Aldís Mjöll og Stefán Máni. Verðlaununin fá þau send heim til sín á næstu dögum. Við þökkum öllum fyrir þátttökuna.

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

Handknattleiksdeild

Flugeldasýning hefst skömmu síðar

- í 10 ár8

Kirkjukór Lágafellssóknar hélt glæsilega styrktartónleika laugardaginn 17. nóvem-ber síðastliðinn, og var Steinunn Ingibjörg Jakobsdóttir styrkþegi að þessu sinni. Inn-koma af þessum tónleikum var 375.000 kr. og voru Steinunni afhentir peningarnir á laugardaginn 15. desember ásamt Senso kaffivél.

Aðstandendur tónleikanna vilja óska henni henni og börnum hennar gleðilegra jóla og megi styrkurinn koma henni að góðum notum. Hana vantar að fá ramp út úr íbúðinni hennar út á sólverönd til að auðvelda sér að komast um á hjólatólnum og er vonast til að hún fari í þá framkvæmd þegar hægt er.

MOSFELLINGUR

Hvað erað frétta?

Sendu okkur línu...

[email protected]

Jóljós, styrktartónleikar Kirkjukórsins heppnuðust vel

Söfnuðu 375 þúsund á styrktartónleikum

kiddi og vallý frá kirkjukórnum afhenta Steinunni Styrkinn

586 8080

selja...

www.fastmos.is

Sími: 586 8080

Page 9: 16. tbl. 2012
Page 10: 16. tbl. 2012

- í 10 ár10

Dýralæknirinn í Mosfellsbæ er staðsettur í Kjarnanum. Þar starfa þrír dýralækn-ar, Þórunn Lára Þórarinsdóttir eða Tóta dýralæknir, Berglind Helga Bergsdóttir og Jóhanna Ólafsdóttir. „Við erum með opið alla virka daga frá kl. 9-18 og svo erum við með neyðarvakt allan sólarhringinn. Við sinnum öllum dýrum bæði stórgripum og gæludýrum. Fólk af öllu höfuðborgarsvæð-inu og í sveitunum hér í kring leitar til okk-ar, við förum í vitjanir og heim til fólks ef eftir því er óskað,“ segir Tóta. Stofan er vel búin greiningartækjum, til dæmis röntgen, sónar, blóðgreiningartækjum, speglunar-tækjum o. fl.

Stórar og smáar aðgerðir „Við framkvæmum bæði stórar og

smáar aðgerðir á dýrum hér á stofunni og einnig erum við með tannhreinsitæki. Við sjáum um bólusetningar, framkvæmum heilbrigðisskoðanir og örmekjum gæludýr en það er sérstaklega sniðugt fyrir ketti. Merki dýrsins fer í miðlægan gagnagrunn sem allir hafa aðgang að og kemur sér oft

vel ef dýrin sleppa og auðveldar að finna eigendur dýranna. Mig langar að taka fram að á fimmtudögum í vetur bjóðum við upp á 20% afslátt af geldingu fresskatta en þar eru við að sporna við offjölgun katta í Mos-fellsbæ,“ segir Berglind.

Hágæða gæludýrafóður„Við erum með fóður frá Hills og Propac,

en þetta er hágæðafóður sem byggt er upp á kjöti og við bjóðum upp á fóðurráðgjöf. Dýrin þurfa minna magn af þessu fóðri, það er minni úrgangur, minni lykt og fallegri feldur,“ segir Tóta. „Hills býður líka upp á sjúkralínu en það er svo mik-ilvægt að til dæmis hundar sem eru með einhver vandamál í nýrum eða lifur séu á fóðri sem býr til lítið álag á þessi líffæri. Það skiptir líka miklu máli að kjöt sé eitt af tveimur efstu efnunum í innihaldslýsingu á gæludýrafóðri því það er það sem dýrin þurfa,“ segir Berglind að lokum. Síminn hjá Dýralækninum í Mosfellsbæ er 5665066 og neyðarsíminn sem er opinn allan sólar-hringinn er 6600633.

TóTa, Berglind og Jóhanna í kJarnanum

Dýralæknirinn í Mosfellsbæ er vel búinn tækjum og tólum

Sinna stórum sem smáum dýrum

Gleðileg jól

Okkar bestu hátíðarkveðjurSteinTeppi.is

Samfylkingarfélagið í Mosfellsbæ festi nýlega kaup á húsnæði undir félagsstarf sitt í Þverholti 3. Reyndar er um að ræða sama húsnæði og félagið hafði á leigu um árabil. Til að fagna þessum áfanga í starfi félagsins var haldið opnunarhóf föstudaginn 14. desem-ber. Auk félagsmanna mættu margir góðir gestir til að samgleðjast á þessum tímamót-um og voru félaginu færðar margar góðar gjafir. „Það er mikill hugur í Samfylkingarfólki í Mosfellsbæ og ljóst að þessi húnsæðiskaup munu hleypa auknum þrótti í félagsstarfið og opna ýmsa möguleika hvað það varðar,“ segir Erna Björg formaður félagsins.

Samfylkingarfélagið með opnunarhóf í Þverholti 3

Fagna kaupum á húsnæði

erna BJörg og guðBJörn Taka við gJöffrá sTefáni og og krisTínu úr kópavogi

árni páll árnason óskar mosfellingunum Til hamingJu

Háholt 14 S: 566 8989

hárstofa

Aristó hàrstofa óskar öllum gleðilegra jóla með þökk fyrir àrið sem er að líða.

Bjóðum 20-50% afslàttaf Tigi, Sebastian, d:fi

og Wella vörum út àrið.

Jólakveðja frá stelpunum á Aristó

* * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * *

* * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * *

Page 11: 16. tbl. 2012

Gleðileg jól

www.mosfellingur.is - 11

Page 12: 16. tbl. 2012

Sólbaðsstofan hefur hætt störfumSólbaðsstofa Mosfellsbæjar hefur hætt störfum. Í staðinn er rekstur Kærleiksseturs kominn í fullan gang s.s. með einstaklingstímum, nám-skeiðum sjálfsstyrkingu, fit - pílates, jóga, barnajóga ásamt mörgu fleiru. Búið er að innrétta notalegan sal sem tekur 40 - 50 manns í sæti. Salurinn verður leigður út til nám-skeiðshalds og fyrirlestra ýmiskonar o.fl. Hægt er að finna Kærkeikssetrið á Facebook eða á heimasíðunni www.kaerleikssetrid.is.Einnig hefur verið opnað lítið gallerý með málverkum, listmunum og handverki. Gallerýið er opið milli kl. 15 og 18:30

Borðapantanir í síma 566 8030

Óskum viðskipavinum og Mosfellingum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Þökkum viðskiptin á líðandi ári.

Kaffihúsið

á Álafossi

Kaffihúsið

á Álafossi

SKÖTUHLAÐBORÐ Á ÞORLÁKSMESSU

Á síðasta fundi íþrótta- og tómstunda-nefndar var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að breyta reglum um hverjir séu gjaldgengir í kjöri á íþróttakonu og -karli Mosfellsbæjar og hvernig staðið verði að kjörinu. Breytingarnar taka þannig til tveggja þátta, annarsvegar til þess að nú eru einnig gjaldgengir íþróttamenn sem búa í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sem ekki er hægt að stunda í bænum og hinsvegar verður íbúum gefinn kostur á að taka þátt í kjörinu.

Fjölgar í hópi íþróttamanna sem unnt er að tilnefna

Á liðnum árum hafa íþróttakona og -karl Mosfellsbæjar komið úr röðum íþróttamanna félaga í bænum í samræmi við svohljóðandi texta fyrri reglna: „... ÍTM skal kalla eftir tilnefningum frá stjórnum félaga og/eða deilda íþróttagreina, sem starfa í Mosfellsbæ og eru innan ÍSÍ um íþróttamenn úr þeirra röðum...”

Í þeim reglum sem nú gilda hljóðar þetta svona: „Þeir sem eru gjaldgengir sem íþrótta-karl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða er íbúi í Mosfellsbæ en stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.“

„Með breytingunni er verið að mæta sjónarmiðum um að einnig sé unnt sé að tilnefna afreksíþróttamenn sem búa í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sem ekki er unnt að stunda í bænum,“ segir Theodór

Kristjánsson, formaður íþrótta- og tóm-stundanefndar Mosfellsbæjar.

Íbúar taka þátt í kjörinu í fyrsta sinnFrá upphafi hefur það verið í höndum

aðal- og varamanna íþrótta- og tómstunda-nefndar að kjósa um hverjir hljóti sæmdar-heitið íþróttakona og -karl Mosfellsbæjar. Nú verður sú breyting á að íbúar geta tekið þátt í kjörinu í gegnum íbúagáttina og hljóðar þetta svona í reglunum:

„ÍTM (aðal- og varamenn) og íbúar bæj-arins velja síðan íþróttakonu og íþrótta-karl Mosfellsbæjar. Íbúar greiða atkvæði um íbúagátt bæjarins að undangenginni kynningu á þeim sem eru tilnefndir. Vægi atkvæða bæjarbúa er 40%.“

Hvenær er hægt að kjósa? „7. janúar n.k. verða íþróttakonur og -

karlar sem hljóta tilnefningu kynnt á vef Mosfellsbæjar og einnig í næsta tölublaði Mosfellings, sem kemur út fimmtudaginn 10. janúar. Hægt verður að greiða atkvæði frá 7. janúar og til miðnættis þann 18. á vef bæjarins.

Það er von okkar í ÍTM að þessar breyt-ingar falli bæjarbúum vel og að þátttaka bæjarbúa í kjörinu verði góð. Samhliða langar mig að minna á hóf okkar þar sem lýst er kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Mosfellsbæjar sem haldið verður 24. janúar 2013, kl. 19 í íþróttamiðstöðinni að Varmá,“ segir Theodór að lokum.

Breytingar á reglum um kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Mosfellsbæjar taka gildi

Íbúar taka þátt í kjörinu

íþróttamenn mosfellsbæjar 2009 kristján þór og linda rún

Theodór Kristjáns-son formaður íþrótta- og tóm-stundanefndar.

- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ12

Page 13: 16. tbl. 2012

Opnunartími yfir hátíðarnar:

HáHOlti 14 - sími 586 1210

Grunnnámskeið7.- 31. janúar

GleðileGa Hátið Þökkum viðskiptin

á árinu

20.-21. des.22. des.23. des.24.des.

27.-28. des.29. des.31. des.

3.-4. jan.5. jan.

7.-10. jan.

10-1910-1812-1910-1412-1712-1510-1412-1710-1412-17

www.mosfellingur.is - 13

Page 14: 16. tbl. 2012

- Mosfellingar fjölmenntu á Miðbæjartorgið14

TAKTU ÞÁTT Í JÓLARÚLLULEIK PAPCO!

STYRKJUMGOTT MÁLEFNI!

FÍT

ON

/ S

ÍA

Myn

dir/

Anna

Ólö

f

Ljósin tendruð

á torginu

gleðileg jól www.isband.iswww.100bilar.is

óskum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum viðskiptin á árinu.

Page 15: 16. tbl. 2012

Myn

dir/

Anna

Ólö

f

Miðaverð: 6.900 kr. Miði eftir kl. 23.30: 2.500 kr. í forsölu / 3.000 kr. við inngang

laugardagskvöldið 26. janúar 2013íþróttahúsinu að varmá

Húsið opnar kl. 19

minni karlaminni kvennaHljómsveitin buff

stormsveitinrokk-karlakórinn veislustjóriIngvar jónsson borðHald Hefst kl. 20

vignir í Hlégarði sér um Hlaðborðið

20 ára aldurstakMark

timburmenn

Page 16: 16. tbl. 2012

- Bæjarblað í Mosfellsbæ í 10 ár16

Minnum á gjafakortin í jólapakkann

Óskum öllum Mosfellingum og nærsveitungum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári.

Með kærri þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Það má með sanni segja að það sé að verða jólalegt í strætisvögnum höfuðborgarsvæð-isins sem eru komnir í jólabúning. Eins og undanfarin ár eru vagnarnir skreyttir að innan sem utan með jólateikningum frá leikskólabörnum. Dregið hefur verið úr hópi þeirra leikskóla sem sendu inn teikningar og mun einn leikskóli í hverju sveitarfélagi fá heimsókn í desember.

Heimsóknirnar byrjuðu í Krikaskóla. Jólasveinn kom akandi á strætisvagni sem búið var að skreyta með teikningum barn-anna og bauð þeim í stutta ferð um hverfið með strætó. Í ferðinni voru sungin jólalög og sprellað með jólasveininum. Mikill spenningur var meðal leikskólabarnanna og gleði skein úr hverju andliti.

Hugmyndaauðgi barna mikiðÞetta árlega verkefni hófst í byrjun

nóvember, þegar leikskólar voru hvattir til þess að senda inn jólateikningar frá 4-6 ára börnum. Undirtektir voru mjög góðar og sendu 40 leikskólar inn 1091 teikningar frá ungum og upprennandi listamönnum.

„Við vonum að þetta framtak gleðji far-þega Strætó og aðra í umferðinni og hjálpi þeim að komast í jólaskap. Hugmyndaauðgi barnanna á sér engin takmörk og það er alltaf gaman að sjá lífið og jólin frá þeirra sjónarhól.“ segir Reynir Jónsson, fram-kvæmdastjóri Strætó bs. Valin var af handa-hófi ein teikning frá hverjum leikskóla og þær settar saman til að prýða vagnana að utan. Jafnframt eru allar teikningarnar að-gengilegar á vefnum www.straeto.is

Ungur Mosfellingur vekur athygli í Noregi Sigurður Már Valsson frá Minna-Mosfelli starfar sem verkfræðingur í Molde í Noregi, en leikur í tóm-stundum á túbuna sína með Fræna Musikkorps. Nú á dögunum vann hann til verðlauna í keppni ein-leikara og var valinn besti einleikari í Nordvestmesterskapet. Sigurður var nemandi og félagi í Skólahljóm-sveit Mosfellsbæjar en aðalkennari hans var Þorkell Jóelsson.„Han tok salen med storm og imponerende teknik. Han ble kåret som beste solist i Nordvestmest-erskapet,” eru meðal ummæla um túbuleik Sigurðar úr keppninni.

Hverfisráð Kjalarness hefur ákveðið að vinna að stefnumörkun fyrir Kjalarnes í samráði við íbúa, stofnanir, félagasamtök og atvinnulíf á Kjalarnesi undir merkj-um Græns Kjalarness. Markmiðið er að skapa sameiginlega framtíðarsýn íbúa og yfirvalda sem byggir á sérstöðu svæð-isins og sem leið til að efla mannlífið og samfélagið. Framtíðarsýnin getur þannig tengst menningu, atvinnulífi, skólastarfi, útivist, samgöngumálum, skipulagsmál-um, landnýtingu og landgræðslu ásamt úrgangsmálum og endurvinnslu. Unnið verður út frá hugmyndum sem fram hafa komið á íbúafundum á Kjalarnesi á und-anförnum árum.

Mikilvægt að sem flestir taki þáttHverfisráðið telur að samtakamáttur

þeirra sem áhuga hafa til þess að efla svæðið styrki bæði mótun slíkrar fram-tíðarsýnar og framkvæmd hennar. Þannig taki fólk þátt í að ákveða hvernig nærsam-félagi það vill búa í og taki höndum saman um að gera framtíðarsýnina að raunveru-leika. Hverfisráðið telur mikilvægt að sem flestar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök á Kjalarnesi taki þátt í verkefninu.

Aðilar sem taka þátt í samstarfinu eru Hverfisráð Kjalarness, Miðgarður, þjón-ustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Klébergsskóli, Leikskólinn Berg, Björg-unarsveitin Kjölur, Brautarholtssókn, Hagsmunafélag hestamanna á Kjalarnesi, Íbúasamtök Kjalarness, Kvenfélagið Esja, Skógræktarfélag Kjalarness, Sögufélagið Steini, Ungmennafélag Kjalnesinga og Þróunarfélag Kjalnesinga.

Markmiðið að skapa sameiginlega framtíðarsýn Kjalarness

Grænt Kjalarnes

undirrituð var yfirlýsing á fundi hverfisráðsins þann 15. nóvember

Efnilegir dansarar styrktir af MosfelliÁ árlegri jólasamkomu Kiwanis-klúbbsins Mosfells í byrjun mánað-arins dansaði þetta unga danspar nokkra samkvæmisdansa fyrir samkomugesti. Þau eru aðeins 9 ára og heita Elísabet Tinna Haraldsdótt-ir héðan úr Mosfellsbæ og Ísak Máni Jónsson úr Grafarholti. Síðastliðið vor urðu þau Íslandsmeistarar í „Ballroom“ dönsum í sínumaldursflokki og stefna á þátttöku í alþjóðlegri danskeppni í Blackpool í Englandi næsta vor. Magnús Þorvaldsson forseti Mosfells afhenti þeim nokkurn fjárstyrk frá klúbbnum til fararinnar við þetta tækifæri.

Leikskólakrakkar í Krikaskóla skreyttu með hjálp jólasveins

Skreyta Strætó

KraKKar í KriKasKóla spjalla við sveinKa

Page 17: 16. tbl. 2012

Grill nestiHáHolt 24 - s. 566-7273

470kr

24. des. 10-14

25. des. lokað

26. des. 10-18

31. des. 10-16

1. jan. lokað

GleðileG jólþökkum viðskiptin

á árinu

Markmiðið að skapa sameiginlega framtíðarsýn Kjalarness

Grænt Kjalarnes

Page 18: 16. tbl. 2012

- Mosfellingar fjölmenntu á Miðbæjartorgið18

Mosfellsbær óskar bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

AnnA Dís og viktoríA

Björtustu vonirnArstefnir og móey

ÁRshÁtíðbólsins

BirtAn í hlégArði

stelpurnAr skemmtu sér vel

hollywooD yfirBrAgð yfir árshátíðinni

Allir í sínu fínAstA pússi

stemning á DAnsgólfinu

Page 19: 16. tbl. 2012

19www.mosfellingur.is -

tíð

Page 20: 16. tbl. 2012

Hún hefur staðið lengi í eldlínunni, fyrst sem kennari, síðan skóla-

stjóri, bæjarstjóri og nú sem alþingismaður. Í einlægu viðtali við Ruth Örnólfsdóttur segir hún frá æskuárun-um á Akranesi, menntaskólaárunum á Akureyri, fjölskyldunni og síðast en ekki síst pólitíkinni, en Ragnheiður vann á dögunum yfirburðasigur í annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til komandi kosninga 2013.

„Ég er fædd á Akranesi 23. júní 1949. For-eldrar mínir eru þau Hallbera G. Leósdóttir skrifstofumaður og Ríkharður Jónsson málara-og dúklagningameistari. Ég er elst fimm systkina, systur mínar þær Hrönn, Ingunn og Sigrún búa allar á Akranesi en bróðir okkar Jón Leó býr í Svíþjóð. Við systur segjum oft í gríni að hann hafi flúið land vegna ráðríkra kvenna en móðir okkar tekur ekki undir það”

Sett í beisli til að hefta sjálfstæðið„Fyrstu tvö árin bjuggum við fjölskyldan

í Reykjavík þar sem pabbi sótti nám. Við bjuggum sjö saman í þriggja herbergja íbúð hjá föðursystur minni og eiginmanni hennar. Ég var látin sofa úti í vagni eins og gengur og gerist. Eitt sinn hvolfdi ég vagninum og skreið yfir í næsta garð. Kona sem þar bjó fann mig, kom með mig yfir og spurði hvort þetta barn væri héðan. Móðir mín fékk vægt áfall og setti mig í beisli eftir þetta til að hefta sjálfstæðið,” segir Ragn-heiður og brosir.

Beið eftir að verða stóra systir„Fyrsta minning mín er frá árunum

1951-1954 þegar við bjuggum á Sandabraut á Akranesi. Það voru tröppur upp á efri hæðina og steypt handrið og þegar frysti var maður fljótur að finna út að handriðið var hin besta rennibraut. Eitt sinn sem oftar renndi ég mér niður en datt fram af á miðri leið og niður á steypta gangstétt

og fékk stórt gat á hökuna sem þurfti að sauma. Það þarf auð-vitað ekki að taka það fram að það var margoft búið að banna

okkur að gera þetta.Aðfaranótt 5. janúar 1954 fæddist Hrönn

systir. Það var brjálað veður úti og ljósmóð-irin kom heim til okkar. Ég var send á efri hæðina og þar kúrði ég í fanginu hjá Fríðu frænku minni, hlustaði á lætin í veðrinu og beið eftir því að verða stóra systir.”

Fékk sér herbergi„Fjölskyldan flutti sig um set að Brekku-

braut þar sem foreldrar mínir byggðu hús. Í sama hverfi bjuggu föðurbræður mínir tveir og þeirra fjölskyldur. Nú átti ég ekki bara heima í nýju húsi heldur átti ég allt í einu tvær systur því Ingunn fæddist árið 1955. Ég fékk sér herbergi sem var málað í fallegum litum. Ég man að ég var ekki sérlega ánægð með að mamma og pabbi og litlu systur mínar voru öll saman í herbergi en ekki ég, svo ég skreið oft upp í rúm til foreldra minna og svaf á milli. Sigrún systir fæddist síðan árið 1962 og Jón Leó árið 1965.

Lékum okkur í hefðbundum leikjum„Við krakkarnir í hverfinu lékum okkur

í hefðbundnum leikjum og skautuðum á götunum þegar þannig viðraði. Sjórinn og fjaran höfðu mikið aðdráttarafl en það líkaði foreldrum okkar ekkert sérstaklega vel. Fótbolti spilaði stórt hlutverk í lífi fjölskyldu minnar þar sem pabbi minn var bæði leikmaður og þjálfari Skagamanna.

Við mamma fylgdum honum eftir en Fríða móðuramma mín passaði systur mínar.

Ég á góðar minningar frá unglingsár-unum. Íþróttir voru stundaðar af kappi, sund, handbolti og frjálsar. Bítlarnir, Stones og Shadows hljómuðu í útvarpinu. Tvær sjoppur, Sigga sjoppa og Árna sjoppa voru samkomustaðir okkar vinanna og þar voru glymskrattar sem við dældum peningum í og hlustuðum á nýjustu lögin hverju sinni. Mér gekk vel í skóla bæði í yngri deildum og síðan í unglingadeildinni þaðan sem ég tók landspróf.”

Flutti til Akureyrar„Haustið 1965 lá leið mín til Akureyrar

þar sem ég fór í nám í MA. Ég bjó á heima-vistinni fyrstu tvö árin en flutti síðan út í bæ og leigði hjá yndislegri konu, Ingibjörgu R. Magnúsdóttur og bjó hjá henni seinni tvö árin. Hluti leigunnar var fólginn í því að ég myndi þrífa íbúðina hennar á laugardags-

morgnum. Stundum borðuðum við saman hádegisverð, hún matbjó og setti klassíska tónlist á fóninn, þetta voru ljúfar stundir.”

Ég var einnig heimagangur hjá heið-urshjónum, Sigurbjörgu Hlöðversdóttur og Áskeli Jónssyni tónskáldi en dóttir þeirra Rósa og ég vorum miklar vinkonur. Samvistir við allt þetta yndislega fólk á Ak-ureyri var dásamleg viðbót við mitt góða uppeldi að heiman. Með náminu tók ég þátt í málfundastarfi, íþrótta- og leiklistar-starfi, handbolta og lék með leikfélagi MA. Pólitíkin var fyrirferðamikil á landsvísu á þessum tíma, stríð var í Víetnam og stúd-entauppreisnin var í Evrópu.”

Kynntumst í Glaumbæ„Eftir útskrift vorið 1969 flutti ég aftur

til Reykjavíkur og hóf nám við Háskóla Íslands, hætti svo þar og byrjaði að vinna hjá Landsímanum í Frímerkjadeild fyrir erlenda safnara.

Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

- Viðtal / Mosfellingurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Ríkharður með Ragnheiði, Þórey með Vilhjálm, Ragnheiður og Daði, Andri Már og Hekla og Daði Már.

20

Mosfellsbær skipar stóran sess í mínu lífi

Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður er mikið jólabarn og nýtur þess að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum.

Kosningarnar sjálfar voru æði spennandi fyrir mig

því ég var inn og út af þingi alla nóttina en atkvæðin úr Norð-vesturkjördæmi fleyttu mér inn og hálfníu um morguninn var ég orðin þingmaður.

Page 21: 16. tbl. 2012

Ég kynntist Daða mínum í Glaumbæ 29. október 1969 og höfum við verið saman síð-an. Við giftum okkur á Akranesi árið 1971 og hófum búskap í íbúð foreldra minna. Systur mínar tvær þær Hrönn og Ingunn bjuggu með okkur á meðan þær stunduðu nám. Það var bara skemmtilegt og Ingunn eignaðist dóttur á þessum tíma. Sambúðin gekk bara furðuvel en Daði minn ákvað samt á þessum tíma að í hans húsi yrðu alltaf tvö baðherbergi,”segir Ragnheiður og hlær.

Fluttu í Mosfellsbæ árið 1976„Við Daði eigum tvö börn, þau Ríkharð

fæddan 1972 og Heklu Ingunni fædda 1977. Við byggðum okkur hús í Byggðarholtinu og fluttum þangað árið 1976. Þar var nota-legt að búa og við eignuðumst yndislega nágranna. Börnin gengu í Varmárskóla og í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Ríkharður eða Rikki eins og hann er ávallt kallaður

sótti síðan nám í Verslunarskóla Íslands, fór svo til New York og útskrifaðist þaðan sem hagfræðingur árið 1996. Hann er í sambúð með Þóreyju Vilhjálmsdóttur viðskipta-fræðingi og eiga þau saman sjö ára stúlku, Ragnheiði. Fyrir átti Þórey soninn Vilhjálm Kaldal en hann er fjórtán ára.

Hekla Ingunn sótti nám í MS og síðan FB og útskrifaðist árið 1998. Eftir það fór hún í KHÍ og útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 2004 og starfar í Lágafellsskóla. Hekla á tvo syni, þá Andra Má ellefu ára og Daða Má þriggja ára.”

Stunduðum hestamennsku af krafti„Íþróttaáhugi barna okkar var mikill og

þau stunduðu jafnt fótbolta og handbolta fram á fullorðinsár og við hjónin fylgdum þeim eftir. Ég þótti oft ganga hressilega fram á vellinum eftir því sem sumir segja.

Við fjölskyldan stunduðum líka hesta-mennsku af miklum krafti og fórum í margar góðar hestaferðir í góðra vina hópi. Ég var meira að segja í Kvenfélaginu Velríð-andi um tíma. Daða hafði lengi í tengslum við sportið dreymt um að flytja út fyrir þéttbýlið. Gamla húsið í Leirvogstungu var til sölu og við skelltum okkur á það og flutt-um í desember 1983. Þar áttum við heima í góðu samfélagi við góða granna til ársins 2007 en þá fluttum við á dásamlegan stað í Hrafnshöfða.”

Var strangur kennari„Á meðan börnin mín voru að vaxa úr

grasi stundaði ég nám í HÍ og tók BA í ís-lensku ásamt uppeldis og kennslufræðum og síðan framhaldsnám í menntunarfræð-um með áherslu á stjórnun. Ég byrjaði að kenna íslensku í Gagnfræðaskólanum í Mosfellssveit árið 1981 og mér þótti það afar skemmtilegt. Mér er sagt að ég hafi verið strangur kennari og ég held að það sé alveg satt.

Það var líka mjög gaman að vinna með nemendum utan kennslunnar að undir-búningi skemmtikvölda, árshátíða, skíða-ferða, vorferða og þess háttar félagsstarfi. Ég hef ekki tölu yfir alla þá nemendur sem ég hef kennt í gegnum tíðina en mér þykir alltaf jafn vænt um þegar nemendur muna eftir manni þegar þeir rifja sjálfir upp liðna tíð og bjóða okkur fyrrum kennurum að vera með.”

Tókum afgerandi ákvarðanir„Ég varð skólastjóri Gagnfræðaskólans

árið 1991 og er fyrsta konan sem er ráðin sem skólastjóri í Mosfellsbæ. Við Hanna Bjartmars aðstoðarskólastjóri tókum ásamt samstarfsfólki afgerandi ákvarðanir í upphafi um umgengni í skólanum og ég er enn þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt því andinn breyttist til muna og framkoma nemenda innbyrðis og við starfsfólk varð önnur og betri.

Við breyttum líka ýmsu í námsskipu-lagi skólans til að koma betur til móts við nemendur. Þetta voru afar skemmtileg og gefandi ár, frábært samstarfsfólk innan skólans og á skólaskrifstofu, en auðvitað

gekk á ýmsu. Ég er meðvituð um það að það voru ekki allir alltaf sáttir en þeir sem voru sáttir voru miklu fleiri, bæði nemendur og foreldrar.”

Glataði tengslum við samfélagið„Bæjaryfirvöld ákváðu á árinu 2000 að

sameina skólana tvo, Varmárskóla og Gagn-fræðaskólann. Mér þótti sú hugmynd bara hin besta og ákvað að taka þátt í því ferli og sótti um skólastjórastöðu hins sameinaða skóla en fékk ekki og lét því af störfum um áramótin 2000-2001.

Ég sótti hinsvegar um skólastjórastöðu við Hjallaskóla í Kópavogi og fékk hana. Ég byrjaði þar haustið 2001 og það var gaman að kynnast nýju samfélagi nemenda og foreldra. Þennan vetur fannst mér ég glata tengslum við samfélag mitt Mosfellsbæinn sem hafði ávallt skipað stóran sess í mínu lífi, tengslum sem höfðu varað lengi vinnu minnar vegna og þátttöku í samfélaginu. Það fannst mér ekki ganga og ég ákvað að gera eitthvað í því.”

Varð bæjarstjóri Mosfellsbæjar„Í febrúar 2002 var haldið prófkjör Sjálf-

stæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveita-stjórarkosningarnar það árið. Ég ákvað að slá til og bauð mig fram í 1-4 sæti og taldi mig eiga ágætis möguleika. Leikar fóru þannig að ég fékk fyrsta sætið og leiddi lista flokksins í kosningunum vorið 2002. Listinn okkar var afar samheldinn og við höfðum verulega gaman af kosningabaráttunni.

Við felldum sitjandi meirihluta og feng-um fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Við skiptum með okkur verkefnum og ég varð bæjar-stjóri Mosfellsbæjar og fyrsta konan til að gegna því mikilvæga embætti.”

Unnið í sátt og samlyndi„Starf bæjarstjóra er viðamikið en ákaf-

lega fjölbreytt og skemmtilegt. Það var gaman að fylgja eftir ákvörðunum bæjar-stjórnar og bæjarráðs og sjá hlutina verða að veruleika.

Verkefnin okkar voru bæði erfið en gefandi, bæjarsjóður var illa staddur, eft-irlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

hékk yfir og við þurftum að taka ýmsar sársaukafullar og óvinsælar ákvarðanir í upphafi. Ég vil taka það fram að æði mörg verkefni voru unnin í sátt og samlyndi allra fulltrúa í bæjarstjórn.”

Farsælt samstarf ólíkra flokka„Seinni sveitastjórnarkosningarnar sem

ég tók þátt í fóru fram árið 2006 og þá var ákveðið að stilla upp lista. Í þeim kosning-um misstum við einn fulltrúa en mynduð-um meirihluta með Vinstri grænum sem stendur enn. Farsælt samstarf ólíkra flokka en á milli okkar ríkti gagnkvæmt traust sem skiptir meginmáli í pólitísku samstarfi. Þetta er eina samstarf Sjálfstæðisflokks og VG á landsvísu. Ég starfaði sem bæjarstjóri í því samstarfi þar til ég sagði af mér í sept-ember 2007.”

Spennandi kosningar„Haustið 2006 var ljóst að Sigríður Anna

Þórðardóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks-ins í Suðvesturkjördæmi ætlaði ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Ég fékk áskoranir um að fara í prófkjör fyrir Alþingiskosningarnar 2007. Ég tók þeim áskorunum og gaf kost á mér í þriðja sæti en fékk það sjötta. Kosningarnar sjálfar voru æði spennandi fyrir mig því ég var inn og út af þingi alla nóttina en atkvæðin úr Norðvesturkjördæmi fleyttu mér inn og hálfníu um morguninn var ég orðin þing-maður.”

Þakkar hlýju og velvild„Mynduð var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks

og Samfylkingar og á kjörtímabilinu 2007-2009 sat ég í þremur nefndum. Ég sat einnig í menntamálanefnd Norðurlandaráðs og sem fulltrúi í eftirlitsnefnd Norræna fjár-festingabankans.

Stjórnarsamstarfið slitnaði í janúar 2009 og við tók minnihlutaríkisstjórn Samfylk-ingar og Vinstri grænna undir forystu Jó-hönnu Sigurðardóttur. Boðað var til kosn-inga og ég fór aftur í prófkjör, gaf kost á mér í þriðja sætið og fékk það.

Nú er kjörtímabilið á enda og kosningar fyrirhugaðar 27. apríl 2013. Ég ákvað að taka þátt í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi og sóttist eftir öðru sæti á lista og náði því markmiði. Nú er stefnan sett á að vinna góðan kosningasig-ur í vor. Ef minn flokkur yrði í ríkisstjórn að loknum kosningum þá tel ég mig eiga gott tækifæri í embætti ráðherra eða önnur áhrifaembætti. Það gefur auga leið að sér-hver stjórnmálamaður hlýtur að hafa slíkan metnað.”

Ég spyr Ragnheiði hvort hún vilji segja eitthvað að lokum? „Ég vil óska Mosfell-ingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári um leið og ég þakka af alhug þá hlýju og velvild sem hefur mætt mér í mínum heimabæ í gegnum árin.”

Hvað myndi ævisagan þín heita? Ertu ekki að grínast.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Tungu-foss í Köldukvíslinni og margbreytileiki hans eftir því hvaðan maður horfir.

Uppáhaldsilmvatn? Opíum.

Hvað fer mest í taugarnar á þér? Lygin.

Áttu þér óuppfylltan draum? Nei.

Uppáhaldsstjórnmálamaður? Hef aldrei átt slíkan.

Hvert er þitt helsta takmark í lífinu?Að fá sem lengstan tíma með mínu fólki.

Besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Besta setning sem ég hef heyrt er þegar dóttursonur minn, Andri Már, sagði við mig. „Amma mín, ég elska þig eins og heimurinn er stór.“

Eitt atriði um þig sem fólk veit ekki um? Ég er kölluð Haddý og er hrikalega lofthrædd.

HIN HLIÐIN

Ef minn flokkur yrði í ríkisstjórn að loknum

kosningum þá tel ég mig eiga gott tækifæri í embætti ráðherra eða önnur áhrifaembætti. Það gefur auga leið að sérhver stjórnmálamaður hlýtur að hafa slíkan metnað.

21Viðtal / Mosfellingurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir -

Page 22: 16. tbl. 2012

- Gleðileg jól22

Nú gengur jólahátíðin í garð með öllu tilheyr-

andi eins og vant er. Undir „tilheyrandi“ fellur meðal annars alls konar „jólailmur“, t.d. kanil- eða greniangan. Um jólin á líka allt að vera hreint og fínt, getum því jafnvel bætt „hreingerninga-efnalykt“ í flóruna og einnig „air fres-hener“ eða „loft-frískandi“ úðum. Til að kalla fram þennan „jólailm“ er oft notast við spreybrúsa eða ilmkerti, frekar en náttúrulegar greni-greinar og matvöru sem angar af kanil. Hvað þýðir þetta fyrir inniloftið á heimilinu?

Byrjum á þessum „air freshener“ spreyjum. Þessi sprey eiga ekkert skylt við ferskleika! Ef það er einhver angan eða ólykt að trufla þig, þá er best að opna gugga. Ef þú vilt einfaldlega fá góða lykt, þá skaltu nota náttúruleg lyktarefni, eins og grenigrein. Ef það er ólykt að trufla þig og þú vilt „eyða“ henni með því að spreyja „frískandi“ lykt í kringum þig þá skaltu hafa eftirfarandi í huga: Meðalið, í þessu tilfelli spreyið, er að öllum líkum margfallt óhollari en „ólyktin“ sem er að hrjá þig. Af „ótrúlegri“ þróunarlegri tilviljun þá er það yfirleitt svo, að það sem lyktar illa er ekki hollt fyrir okkur og á það einkum við um innöndun. Ef þú ert búin(n) að spreyja í kringum þig þannig að þú finnur ekki „ólyktina“ lengur þá þýðir það einfaldlega að nýja „ferska“ lyktin, sem er með svo sterkum efnum, er í svo miklum mæli að þú nærð ekki lengur að nema ólyktina gegnum efnamökkinn. Hún er samt enn til staðar! Til viðbótar við ólyktina hefur þú nú bætt efnasúpu stútfullri af eiturefnum, þrátt fyrir að anganin sé „frískandi“.

Tökum næst kertin. Að hafa kveikt á venjulegum kertum í hóflegum mæli er svo til saklaust (fyrir utan

brunahættuna!). Að hafa kveikt á fullt af kertum yfir langan tíma, í litlu rými sem er illa loftað, getur í versta falli leitt til kolmónoxíð eitrunar og dauða. Í besta falli eru ýmis efni í kertunum sjálfum, sem eru ekkert sérstaklega góð fyrir heilsuna. Ef þú bætir

svo við, hinum hefðbundnu ilm-kertum við alla úðana og venkjulegu

kertin, þá er útkoman aftur óheilnæm

efnsúpa.

Svo eru það hreinlætisvörurnar. Þetta er í raun grátlega einfalt og best að segja það beint út: Ef það er sterk „góð“ lykt af vörunni þá er það mjög fín vara til að eitra fyrir sjálfum þér og þinni fjölskyldu. Verði þér að góðu. Ef varan getur „náð út erfiðustu blettum“ úr flíkinni þinni, hvað getur hún þá gert þér, sem gengur í henni, svona „vellyktandi“, allan daginn...?

Ef þú vilt nota sprey eða kerti, í staðinn fyrir náttúrulegu hreinlæt-isvörurnar (sítróna og edik!), þá er auðveldlega hægt að búa til eitthvað sjálfur úr náttúrulegum efnum, bara gúggla það! Auk þess eru ýmsir aðilar, t.d. hér í Mosó, að framleiða vörur með náttúrulegum efnum. Um að gera að nýta það.

Kær kveðja í Mos!Benedikt Þorri Sigurjónsson, starfsnemi hjá WHO European Centre for Environment and Health, Bonn.

heilsu

hornið

heilsuár í mosfellsbæ 2012heilsuvin í mosfellsbæ

Það liggur í loftinu …

GleðileG jólRauði krossinn í

Mosfellsbæ óskar öllum sjálfboðaliðum og velunnurum

gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.

Þökkum ómældan stuðning og velvild á árinu sem er að líða, ekki síst í landssöfnuninni

okkar Göngum til góðs.

Gleðileg jólSendum Mosfellingum öllum nær

og fjær bestu jóla- og nýárskveðjur.

Vinstri græn í Mosfellsbæ

Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu

www.vgmos.is

Sunnudaginn 9. desember var haldinn sérstakur krakkadagur á hárgreiðslustofunni Texture.

Sveinki syngur á Texture

Tek að mér sýningar við flest tilefni.Frábær skemmtun

fyrir alla!

töframaðurEinar einstaki

bókanir: 692 [email protected]

www.einareinstaki.com

Page 23: 16. tbl. 2012

GRÍPTU MEÐ ÞÉR GÓMSÆTA

ELDBAKAÐA

PIZZUELDHEIT MEÐTVEIMUR

1.590 kr.

TVENNUTILBOÐ

23www.mosfellingur.is -

heilsu

hornið

Sorphirðaum hátíðirnar

Sorphirða milli jóla og nýjárs verður þann 27. og 28. desember

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar bæjarbúum gleðilegra jóla

Að gefnu tilefni eru húsráðendur hvattir til að merkja húsin með húsnúmerum og moka frá sorptunnum ef þannig viðrar um jólin.

ARTPRO Prentþjónusta I Háholti 14, 2. hæð I 270 Mosfellsbæ I Sími: 566 7765

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPRO

WWW.ARTPRO.IS

PRENTÞJÓNUSTA

Þökkum fyrir viðskiptin á liðnu ári

án ykkarværum við ekki til

Page 24: 16. tbl. 2012
Page 25: 16. tbl. 2012
Page 26: 16. tbl. 2012

- Jólahugvekja26

Þau hafa verið mörg og fögur kvöldin og næt-urnar á suð-vesturhorninu þessa aðventuna. Liti maður til himins þegar myrkrið grúfði yfir byggð og bóli blasti við manni stjörnum prýddur himininn. Sú sýn fékk mann til þess að staldra við, jafnvel þótt maður væri með innkaupapokana eða annað dót í höndun-um á leið heim úr vinnu. Maður stóð þarna úti í myrkrinu, eins og að ekkert annað væri brýnna eða mikilvægara á því augnabliki í lífinu en að virða fyrir sér stjörnurnar. Í hvert sinn hófst samtal við undur himingeimsins á einhverju tungumáli sem maður skildi vart sjálfur. Þegar kuldinn fór að segja til sín og maður gat loksins slitið augun af þessari dýrð festingarinnar og gengið inn í hlý híbýlin hafði eitt-hvað breyst í innra ranni. Það var eins og að manni hefði hlotnast gjöf og þegið hana fagnandi. Í einni jólabóka ársins, „Undantekningunni“ eftir Auði Övu, heldur ein sögupersónan því fram „að það sé undr-unin sem gerir okkur að lifandi fólki“. Ég held að við getum tekið undir þau orð.

Að undrast eitthvað er stórkostleg tilfinning. Fæð-ing barns er eitthvert stærsta undur sem við fáum upplifað í lífinu. Það eru vart til orð sem geta lýst henni. Svo stór er hún að hún virðist handan orða og breytir manninum – gerir hann lifandi.

Nú nálgast fæðingarhátíð frelsarans. Jólin eru í nánd. Hugur okkar leitar til Betlehem til barnsins sem fæddist forðum og lá reifað í jötunni. Til hirð-

anna sem stóðu undir sömu himinhvelf-ingunni og við gerum í dag. „Nóttin var sú ágæt ein, um alla veröld ljósið skein,“ segir í sálminum. Það var fæðingarnóttin, sem bar heiminum von og frið og okkur þau tíðindi að allt væri fullkomnað, gott.

Næturnar hjá hirðunum á Betlehems-völlum voru að jafnaði hver annarri lík. Þeir

vöktu og gættu hjarðar sinnar fyrir þjófum og óarga-dýrum sem leyndust í nágrenninu. Þeir gegndu af stakri samviskusemi þeirri ábyrgð sem þeim var fal-in. Í myrkrinu varð þeim vafalaust hugsað til fólksins síns heima sem stóð hjarta þeirra næst, til tengslanna sem gáfu lífi þeirra tilgang og fegurð. Framferði er-lenda hersetuliðsins sem beitti saklausa óréttlæti og ofbeldi, trúarsetningar sem fjötruðu mannshugann voru algjör andhverfa hins góða og fagra og þeim óskiljanlegar. Þeir fundu innra með sér djúpa þrá eftir frelsi og réttlæti, öryggi og frið.

Eina nóttina breyttist heimur þeirra og varð aldrei samur eftir það. Allt í einu ljómaði allt í kringum þá, eins og að sólin hefði valið sér stað þeim við hlið. Engill stóð þar og bar þeim fagnaðarboðskap: – „Yður er í dag frelsari fæddur ...“ og heill herskari engla af himnum ofan lofaði Guð. Þeir fylltust undrun og ótta. „Við verðum að finna barnið og segja frá hvað okkur var boðað,“ sögðu þeir hver við annan.“ Þeir

skunduðu af stað, leituðu og fundu Jósef og Maríu og barnið.

„Það var þá rétt, þetta er raunverulegt,“ hugsuðu þeir og féllu á kné í djúpri lotningu gagnvart undrinu. – Ómurinn af orðum engilsins hljómar og berst okkur enn á ný, sömu orðin sem hirðarnir sögðu Maríu og Jósef. Kynslóð fram af kynslóð hefur heyrt og meðtek-ið boðskap þeirra í aldanna rás, léð þeim merkingu sem hefur fundið sinn farveg í lífinu sjálfu. „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn“.

Já, treystum því – frelsari er okkur fæddur – Guð varð mannsbarn – okkur til bjargar. Í hvítvoðungi birtist hann okkur, í varnarleysi og nekt hins nýfædda barns sem er algjörlega upp á umhyggju og kærleika heimsins komið. Tökum barnið í faðm okkar og leyf-um okkur að finna áhrif þess, finna hvernig Jesú-barnið hreyfir við okkur. Látum þau áhrif berast til okkar næsta náunga og þess næsta og ...; látum þau vera jólagjöfina í ár!

Þegar kirkjuklukkur hringja klukkan sex á aðfanga-dagskvöld, þá gengur jólahátíðin í garð. Þá er öllum undirbúningi lokið.

Þá verður heilagt.

Guð gefi þér blessunarríka jólahátíð.

Sr. Ragnheiður Jónsdóttirsóknarprestur

Jólahugvekja

Nóttin var sú ágæt ein, í allri veröld ljósið skein

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Leiruvogurinn skartar sínu fegurstaLeiruvogurinn er perla hér í Mosfellsbænum. Það svíkur eng-an að stunda útivist á þessu svæði, alveg sama hvort það er gangandi, hjólandi eða ríðandi. Á veturna er birtan dásamleg í björtu veðri. Fuglaáhugamenn eru einnig glaðir. Á veturna halda margar fuglategundir til í Leiruvoginum. Þar eru stað-fuglar eins og Sendlingur, Tjaldur og Tildra sem halda þar til allan veturinn. Stokkendur og æðarfuglar sjást allan ársins hring. Auk þess má sjá gesti frá hánorrænum slóðum hér á veturnar eins og Ísmávinn. Það er mikið líf allan ársins hring á Leiruvoginum. Það svíkur engan að fara þarna um og njóta náttúru og fegurðar þarna að vetri til eins og lesandi blaðsins benti okkur réttilega á.

Page 27: 16. tbl. 2012

Gaman samanum áramótinFjölskyldan saman

18 ár a ábyrgð

Gaman samanum áramótinFjölskyldan saman

18 ár a ábyrgð

Page 28: 16. tbl. 2012

- Jólakrossgáta28

Verðlaunakrossgáta

Mosfellingur og Mosfellsbakarí bjóða upp á jólakrossgátuna 2012vegleg verðlaun

jóla

Vegleg verðlaun í boði MosfellsbakarísDregið verður úr innsendum lausnarorðum og fá 3 heppnir vinningshafar 5.000 kr. gjafabréffrá Mosfellsbakaríi. Sendið lausnarorðið sem er í tölusettu reitunum, 1-12, á netfangið [email protected] eða Mosfellingur, Spóahöfða 26, 270 Mosfellsbæ.Merkt „Jólakrossgáta”. Skilafrestur er til 6. janúar.

Page 29: 16. tbl. 2012

HáHolt 13-15 • sími 578 6699

Trúir þú á jólasveinana í Fiskbúðinni?

skaTahumar

humarsúpagraFinn lax

Opið:lau. 22. des: 11-18sun. 23. des: 11-16mán. 31. des: 11-16

gleðileg jól OgFarsælT kOmandi ár

þökkum viðskipTin á árinu

Page 30: 16. tbl. 2012

- Íþróttir34

Lionsklúbburinn Úa var stofnaður 10. desember 2007 og átti því 5 ára afmæli þann 10. desember síðastliðinn. Af því tilefni voru afhentar bækur í bókasafn Krikaskóla en þar sem skólinn er nýr þá er enn skort-ur á bókum fyrir bókasafnið. Þetta sem er eitt af mörgum verkefnum sem klúbburinn tekur sér fyrir hendur. Í haust hófst starfið á því að nefnd kom saman til að kynna sér lesskilning með áherslu á lesblindu barna í grunnskólum Mosfellsbæjar.

Eftir að hafa talað við Skólaskrifstof-una og síðan verkefnastjóra í Krikaskóla, Guðlaugu Sjöfn Jónsdóttur, var ákveðið að klúbbfélagar söfnuðu notuðum barnabók-um sem fara síðan á bókasafn skólans. Vel var tekið á móti Lionskonum, grunnskóla-börnin sungu nokkur lög og tóku síðan við gjöfinni úr hendi formanns Úu sem sagði frá Lionsklúbbnum og þessu verkefni. Þetta er fyrsta verkefni klúbbsins í þessum mála-flokki en þeim á vonandi eftir að fjölga.

Svo skemmtilega vill til að alþjóðafor-seti Lions Wayne A. Madden hefur það að markmiði sínu þetta árið að berjast gegn ólæsi í heiminum og hvetja til lestrar.

Það er mjög mikilvægt fyrir skólana að hafa mikið úrval af bókum til að efla og vekja áhuga nemenda á lestri. Því fannst Lionsfélögum ánægjulegt að geta sinnt þessu verkefni því víða leynast bækur sem mega komast í notkun. Þess má geta að ef einhvers staðar eru bækur sem ekki er not fyrir þá er þetta góður vettvangur.

Eftir að frétt kom í Mosfellingi um að Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ ætluðu að mæla blóðsykur í Krónunni mættu þang-að 182 mann. Af þeim sem tóku þátt í mæl-ingunni mældust 11 með of háan blóðsykur og fengu sérstaka leiðbeiningu frá lækni í hópnum og var þeim síðan vísað á Heilsu-gæsluna. Mikilvægt er að láta mæla sig þar sem sykursýki er oft falinn sjúkdómur.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur, fjöldasöngur undir stjórn Álafosskórsins.

Álfakóngur, álfadrottning, Grýla, Leppalúði og þeirra hyski verða á svæðinu.

Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður sunnudaginn 6. janúar 2013

Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 18

Þrettándinn 2013

Næg bílastæði við Þverholt

MosfellsbærBjörgunarsveitin KyndillÁlafosskórinnLeikfélag MosfellssveitarSkátafélagið MosverjarSkólahljómsveit Mosfellsbæjar

Úurnar gefa Krikaskóla bækur Fjör á leikskólanum Reykjakotigaman á jólaballi

foreldrafélagið færði leikskólan-

um góðar gjafir

eldri börnin bjóða þeim yngri til söngfundar

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­

- Fréttir úr skólunum30

Page 31: 16. tbl. 2012

t

10%

afs

láttu

r

til á

ramóta

gegn fra

mvísun þes

sa m

iða

GleðileG jólÞökkum viðskiptin

á árinu

Page 32: 16. tbl. 2012

- Ásgarður handverksstæði32

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vskStofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 400 m/vsk

Fimmtudagur6. september 201236 tbl. · 29. árg.

„Það segja það margir sem

flytja á minni staði úti á

landi að það geti verið erfitt

að vera tekinn alveg inn í

samfélagið. Ég upplifði það

aldrei,“ segir Páll Gunnar

Loftsson, sem fluttist til

Ísafjarðar fyrir hátt í þrjá-

tíu árum og er hvergi á

förum. Á miðopnu í dag

segir hann frá félagslegri

ofvirkni, leiklistareitrinu og

styrknum sem hann hefur

fundið í Ísfirðingum á erf-iðum tímum.

Síbúi áÍsafirði

FRÉTTAVEITA VESTURLANDS - www.skessuhorn.is 37. tbl. 15. árg. 12. september 2012 - kr. 600 í lausasölu

Þú tengist Meniga í Netbanka

Meniga heimilisbókhald

Sjálfvirkt og skemmtilegt heimilisbókhald

í Netbanka Arion banka

SÍMI 431-4343www.gamlakaupfelagid.is

Réttur dagsins í

hádeginu 1290 kr

Í Skessu horni í dag er blaðauki um fast eigna-

mark að inn og bygg inga starf semi á Vest ur landi.

Fram kem ur m.a. að tals vert er í land að eðli-

legt á stand geti talist á fast eigna mark að in um.

Það stað festa fimm fast eigna sal ar sem rætt var

við. Ein ung is á Akra nesi er ein hver merkj an-

leg aukn ing í sölu í búð ar hús næð is milli ára. Það

sem m.a. haml ar fast eigna mark að in um er tak-

mark aðri að gengi en áður í hag stæð lán, fólk

eigi því erf ið ara með að fjár magna kaup in, eink-

um ungt fólk sem er að fjárfesta í fyrstu eign.

Mik il spenna er á leigu mark að in um á Vest ur-

l a n d i og bend ir það ó tví rætt

til skorts á leigu hús-

næði. Hvað ný bygg-

ing ar í búð ar hús næð is

varð ar kem ur á ó vart

að flest mann virki eru

nú í smíð um í upp-

sveit um Borg ar fjarð-

ar á með an t.d. hef-

ur ekki ver ið byrj að

á einu nýju í búð ar-

húsi á Akra nesi allt

þetta ár.Sjá nán ar bls. 13-20.

Göngur og rétt ir ná há marki í sveit um lands ins á næstu vik um. Sauð fjár slátrun er haf in og gert ráð fyr ir að um 600 þúsund dilk um verði slátr að á þessu hausti sem er

ívið fleira en síð asta haust. Féð kem ur vænt af fjalli og benda fyrstu töl ur um slát urþunga til veru legrar þyngd araukningar frá síð asta ári. Á með fylgjandi mynd eru leit-

ar menn af Arn ar vatnsheiði að reka síð asta spöl inn til Fljótstunguréttar sl. laug ar dagskvöld.

Ljósm. mm.

Lág stemmd urfast eigna mark að ur

p g

l a n d i og betil sknæðiing arvarðað fnú svear ur á hþ

Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - [email protected]

-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI

Sérfræðingar í gleri

… og okkur er nánast ekkert ómögulegt

Opið: 08:00 - 17:00

alla virka daga

Sandblásið gler

Munstrað gler

Sólvarnargler

Einangrunargler

Öryggisgler

Eldvarnargler

Speglar

Hert gler- Í sturtuklefa

- Í handrið

- Í skjólveggi

- Í rennihurðir

SENDUM UM ALLT LAND

Fasteignamarkaðurinn

á Vesturlandi

Afar dauft er yfir byggingamark-

aðinum á Vesturlandi um þess-

ar mundir. Til að mynda er staðan

þannig á Akranesi, í stærsta sveit-

arfélaginu, að þar hefur ekki verið

byrjað á neinu íbúðarhúsi á árinu.

Langlíflegast er um þessar mund-

ir í sveitum Borgarfjarðar þar sem

nú eru í byggingu a.m.k. sex mis-

stór íbúðarhús á bújörðum og ný-

býlum. Í Hvalfjarðarsveit var eitt

nýtt íbúðarhús reist í sumar, auk

þess sem þrjú önnur eru í byggingu.

Nokkuð líflegt er einnig í Stykk-

ishólmi í byggingum íbúðarhúsa.

Byrjað var á byggingu einbýlishúss

þar í ársbyrjun og tvö önnur íbúð-

arhús hafa verið í byggingu á árinu.

Var flutt í annað þeirra á dögunum.

Í Borgarnesi er verið að byggja eitt

íbúðarhús. Á Snæfellsnesi er hafin

bygging einbýlishúss á Arnarstapa.

Þá eru nýbyggingar í íbúðarhús-

næði á Vesturlandi upptaldar sam-

kvæmt því sem fram hefur komið

í upplýsingum frá byggingafulltrú-

um á svæðinu. Umsóknir um bygg-

ingalóðir fyrir íbúðarhús eru í lág-

marki, víða hefur engin umsókn

borist í langan tíma þannig að útlit-

ið í byggingaiðnaðnum virðist ekki

bjart nú á haustmánuðum.

Ljósið í myrkrinu ef svo má segja

er að talsverðar framkvæmdir eru í

sumarhúsabyggðunum á svæðinu,

einkum í Borgafirði þar sem svæð-

in eru stærst og flest. Eitthvað er

um framkvæmdir í ferðaþjónustu-

húsum, svo sem á Fellsströnd í Döl-

um og á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Þá

má nefna að fyrir liggur umsókn um

stækkun hótels í Staðarsveit. Nefna

má að framkvæmdir eru að hefj-

ast á byggingu vigtarhúss við Rifs-

höfn. Þessu til viðbótar má nefna að

á Grundartanga var byrjað á tveim-

ur iðnaðarhúsum á liðnum vetri.

Þá eru að hefjast framkvæmdir á

Brennimel til að verja tengimann-

virki fyrir ísingu og einnig er í und-

irbúningi stórframkvæmd á Klafa-

stöðum, bygging skemmu fyrir

Landsnet vegna launaflsvirkis. þáeinbýlishús voru byggð í sumar á lóðum úr landi Hurðarbaks í Reykholtsdal. Á meðfylgjandi myndum er í gangi vinna við byggingu þeirra.

Mest byggt í sveitum Borgafjarðar þessi misserin

Ás björn á leið úr póli tík inni

Ás björn Ótt ars son odd viti Sjálf stæð is flokks ins og

fyrsti þing mað ur Norð vest ur kjör dæm is hef ur á kveð-

ið að gefa ekki kost á sér til á fram hald andi þing starfa

eft ir að kjör tíma bil inu lýk ur næsta vor. Ein ar Krist inn

Guð finns son sam flokks mað ur hans hef ur því á kveð-

ið að gefa kost á sér í for ystusæti list ans fyr ir kosn-

ing arn ar næsta vor. Á kvörð un sína til kynnti Ás björn

á fundi kjör dæma ráðs sl. mánu dags kvöld. Í sam tali

við Skessu horn sagð ist hann hafa stað ið frammi fyr-

ir vali milli á fram hald andi þátt töku í lands málapóli-

tík eða þess að snúa sér aft ur að rekstri fyr ir tæk is síns,

Nes vers ehf. í Rifi. „Ég tek þessa á kvörð un þar sem

ég hyggst ein henda mér á nýj an leik að út gerð inni

og létta und ir með fjöl skyld-

unni sem stað ið hef ur vakt ina

þar und an far ið þrjú og hálft ár.

Þá fannst mér rétt að til kynna

þetta á þess um tíma punkti þar

sem mán uð ur er nú til að al-

fund ar kjör dæma ráðs þar sem

tek in verð ur á kvörð un um

með hvaða hætti nýr fram-

boðs listi verð ur val inn. Aðr ir

fram bjóð end ur hafa þá mán-

uð til að hugsa sinn gang,“ seg ir Ás björn. Að spurð-

ur seg ir hann að Sjálf stæð is flokk ur inn í kjör dæm inu

hafi um þrjá leið ir að ræða til að stilla upp lista; upp-

still ingu, próf kjör eða að tvö falt kjör dæma þing raði

á lista. Á kvörð un um það verð ur tek in á kjör dæma-

þingi sem hald ið verð ur í Borg ar nesi 13. októ ber nk.

Ein ar Krist inn býð ur sig fram

til for ystu

Í að drag anda síð ustu kosn inga héldu sjálf stæð is-

menn próf kjör þar sem Ás björn varð hlut skarpast ur

um efsta sæti list ans. Á samt hon um sit ur Ein ar Krist-

inn Guð finns son, fyrr ver andi ráð herra á þingi fyr ir

flokk inn í kjör dæm inu. Í kjöl far frétt ar Skessu horns á

mánu dags kvöld ið þess efn is að Ás björn hygð ist draga

sig í hlé, hef ur Ein ar Krist inn á kveð ið að gefa kost á

sér í for ystu sæti lista Sjálf stæð-

is flokks í kjör dæm inu. „Ég hef

á kveð ið að sækj ast eft ir end ur-

kjöri. Hefði kos ið að Ás björn

Ótt ars son héldi á fram enda hef-

ur hann ver ið vin sæll og öfl-

ug ur þing mað ur ekki síst fyr-

ir kjör dæm ið. Í ljósi á kvörð un-

ar hans, sem ég að sjálf sögðu

virði, hef ég á kveð ið að sækj-

ast eft ir fyrsta sæti á lista Sjálf-

stæð is flokks ins í Norð vest ur kjör dæmi,“ seg ir Ein-

ar Krist inn Guð finns son al þing is mað ur í sam tali við

Skessu horn. mm

Einar Krist inn og Ás björn, þing menn Sjálf-

stæðisflokksins í NV kjör dæmi.

°

°

39. árg. | 35. tbl. | Vestmannaeyjum 30. ágúst 2012 | Verð kr. 350 | Sími 481-1300 | www.eyjafrettir.is

EKKI BUSUN HELDUR MÓTTAKA. Nú heitir þetta ekki busun heldur móttaka nýnema þegar fyrsta árs nemar eru boðnir velkomnir

í Framhaldsskólann. Hún er öll með jákvæðum formerkjum. Fyrst var sameiginleg grillveisla sem eldri nemendur og starfsmenn sáu um, síðan

var nýnemum boðið að renna sér í gegnum svolitla klakabraut. Þau réðu því algerlega sjálf hvort þau færu í brautina eða ekki.

Fjórði hluti nýnema tók tilboðinu, hinir horfðu á með eldri nemendum. Allir skemmtu sér vel. Mynd ÓHS.

Það er aftur að færast líf í starfsem-

ina í Höllinni sem hefur verið með

rólegasta móti í sumar. Er von á

góðum gestum um næstu og þar -

næstu helgi.Færeyska söngkonan Eyvör Páls -

dóttir mun halda útgáfutónleika í

Höllinni 2. september næstkom -

andi. Eyvör mun þar koma fram

með hljómsveit en tilefnið er útgáfa

plötunnar Room en tónleikarnir

verða í kjölfarið á útgáfutónleikum

í Hörpu. Eyvör gat ekki hugsað sér

að sleppa því að fara frá Íslandi, án

þess að koma til Eyja.Þess má geta að nýja platan,

Room er plata vikunnar á Rás 2.

Tón leikarnir á sunnudaginn hefjast

klukkan 16:30.„Björgvin Halldórsson, sem sló í

gegn í vor í Höllinni, hlakkar mikið

til að koma aftur, enda fékk hann

frábærar viðtökur þá, sem og á

þjóðhátíðinni, þar sem hann stóð

fyrir sínu, eins og alltaf,“ sagði

Bjarni Ólafur, Hallarbóndi, en

Bjöggi verður í Höllinni ásamt Jóni

Ólafssyni laugardaginn 8. septem-

ber.Þeir kalla þetta af Fingrum fram

þar sem farið er yfir feril Bjögga í

tali og tónum.„Óhætt er að mæla með þessum

flotta viðburði, því ekki einungis

flytja þeir kappar bestu lögBjörgvins, ásamt Róberti Þórhalls á

bassa og Jóni Elvari á gítar, heldur

er líka farið yfir ferilinn í laufléttu

spjalli og ýmislegt látið flakka.“

Húsið verður opnað kl. 21.00 en

tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

„Þær framkvæmdir sem við nú erum

í eru náttúrulega risavaxnar. Senni -

lega eru þetta stærstu umhverfisúr-

bætur sem við höfum ráðist í á sein -

ustu árum. Kostnaðurinn við fram -

kvæmdina er um 235 milljónir og

deilist á tvö ár. Það er til marks um

rekstrarlegan styrk Vestmannaeyja -

bæjar að geta ráðist í framkvæmdir

sem þessar án þess að draga úr

öðrum verklegum framkvæmdum

eða þjónustu.“Þetta sagði Elliði Vignisson um

fráveitulögnina sem lögð verður 250

m út frá Eiðinu, og á 11 m dýpi.

„Með því að ráðast í þessa aðgerð

ættum við að vera með öllu laus við

þá leiðu mengun sem verið hefur við

Eiðið okkar á seinustu áratugum.

Allt fráveituvatn frá íbúða byggðum,

sem fer um þessa lögn, fer nú út á

það mikið dýpi að það ætti ekki að

verða til vandræða fyrir okkur.“

Elliði sagði að ekki yrði látið staðar

numið. „Næsta stóra verkefnið

verður að ná í fráveituna frá vestur -

hluta byggðarinnar. Ef á einhverj -

um tíma verður af hóteli við Há stein

þá drögum við mjög úr kostn aði

með því að ráðast í þetta allt í einu

þannig að um leið og við tengj um

væntanlegt hótel við Há steins völl

við nýja lögn tökum við legginn við

Hásteinsblokkina. Í framhaldi af

því stefnum við að því að fjarlægja

hjáveitu sem er ofarlega á Illuga -

götu, en hún var sett vegna yfirlest -

unar á lögninni fyrir botni

Friðarhafnar fyrir nokkru. Það ætti

að vera svigrúm til að ráðast í þessar

framkvæmdir á næstu tveimur til

þremur árum,“ sagði Elliði.Hann vill nýja hugsun um fráveitu

frá fiskvinnsluhúsunum. „Öll um -

ræða um fráveitu frá fiskvinnslu er

einnig allt of aftarlega á merinni hjá

okkur hér í Eyjum. Í dag erum við

sem samfélag að henda verðmætum

í formi fitu og lífefna í frárennsli frá

matvælavinnslu. Auðvitað væri

æskilegast að vinnslan sjálf skilaði í

fráveituna það hreinu efni að ekki

þurfi frekari hreinsunar við. Efni

eins og blóðvatn og fita eru afar

verð mæt og vafalaust eru þau að

skoða þetta. Sem dæmi má nefna að

fitu má nota sem eldsneyti á nær

allar dísilvélar með allt að 25%

þynningu á móti dísilolíu. Að sjálf-

sögðu þarf að vinna fituna sem

lífdísilefni en eftir því sem mér

hefur verið kynnt þá er þetta alls

ekki flókið þótt það þarfnist

sérþekkingar,“ sagði Elliði.

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]

Ný heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla

cabastjónaskoðun

Laugaból - lögbýli í Mosfellsdal

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

Stefnir á fjögurra ára nám í sirkuslistum

Mosfellingurinn Eyrún Ævarsdóttir meðlimur í Sirkus Ísland

16

10. tbL. 11. árg. fimmtudagur 16. ágúst 2012 Dreift frít t inn á öll heiMili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jósMOSFELLINGUR

Gleðileg jólMOSFELLINGUR

StanSlauSt StuðMynd/RaggiÓla

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar fer fram helgina 24. - 26. ágúst

í túninu heimaStanSlauSt Stuðí túninu heima

glæsileg dagskrá í miðopnu

bæjarhátíð

mosfellsbæjar

Steindi Jr og Páll Óskar bregða á

leik ásamt leikurum úr Gauragangi

sem sýndur er í Bæjarleikhúsinu.

SkeSSuhornVesturlandi600 kr.

FréttirVestmannaeyjum

350 kr.

SunnlenSkaSuðurlandi350 kr.

auSturglugginnAusturlandi

450 kr.

MOSFELLINGUR

BæjarinS BeStaVestfjörðum

400 kr.

Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á kjalarnesi og í kjós

fríttí 10 ár

Vel heppnaður jóla-markaður í Ásgarði

fullt út úr dyrum í kvosinni

félagarnir til þjónustu

reiðubúnir

Myn

dir/

Ragg

iÓla

Page 33: 16. tbl. 2012

?Hlégarður

Söltuð skata, kæst skata, tindabikkja, spænskur saltfiskréttur, plokkfiskur, saltfiskur, hákarl, síldarréttir, paella, fiskipaté, tartalettur, rauðspretta, fiskigratin, paté og fl.

Borið fram með rúgbrauði, rófum, kartöflum, hnoðmör, smjöri, hömsum, hangifloti og fl.

Hlégarður, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ, sími 566 6195 / 892 9411

í hádeginu á ÞorláksmessuSkötuhlaðborð

VeislugarðurVeisluþjónustan Hlégarði

Vinsamlegast pantið borð í síma: 566-6195 eða 566-8215.

Húsið opnar kl. 01.00dúettinn hljómur spilar

fram á rauða nóttaðgangseyrir: 1.500 kr. í forsölu / 2.000 kr. við inngang

steindi jr. tekur lagið

Myn

dir/

Ragg

iÓla

T ry g g i ð y k k u r m i ð a í f o r s ö l u

www.mosfellingur.is - 33

Page 34: 16. tbl. 2012

Pixlar í ListasalnumÍ Listasalnum hefur verið opnuð sýning Elínar G. Jóhannsdóttur, Pixlar. Sýningin er opin á afgreiðslu-tíma bókasafnsins og stendur til 11. janúar. Jólaleikurinn stendur til jóla, dregið verður á Þorláksmessu og vinningshafinn fær málverkið Gjöf til þín sent heim að dyrum þann dag. Elín G. hefur verið virk í sýningarhaldi í borginni undanfarin ár. Viðfangsefni þessarar sýningar er borgarnáttúran, gleði og glens. Elín leikur sér með pixla í málverkinu. Hugmyndin er frá digital ljósmynd – þegar rýnt er í myndina sjást litríkir pixlar. Það þarf ákveðna fjarlægð til að sjá heildarmyndina.

Nýja Bílasmiðjan, sem sérhæfir sig í rétting-um stærri bíla og yfirbyggingu á hópferða-bílum, er staðsett í Flugumýri í Mosfells-bæ en þar starfa að jafnaði um 10 manns. „Fyrirtækið var stofnað 1974 en við fluttum hingað í Mosfellsbæ 1991 og erum búnir að vera hérna síðan,“ segir Ágúst Ormsson eig-andi. „Við sérhæfum okkur í réttingum á stórum bílum, við erum að rétta í þeim grindurn-ar, burðarvirkið og jafnvel skipta um hús á þeim eftir stór tjón. Við fáum til okkar flutningabíla, vörubíla, dráttarbíla og þess háttar og erum þeir einu sem getum veitt þessa þjónustu hér á landi.

Skemmtileg aukabúgreinVerkstæðið okkar er vel tækjum búið. Við

erum með sérstakar brautir steyptar í gólfið sem notaðar eru við þessar viðgerðir. Það má eiginlega segja að verkstæðið skiptist í réttingar, sprautun og svo yfirbyggingu á hópferðabílum en við erum bílasmið-ir,“ segir Ágúst sem rekur skemmtilega aukabúgrein með verkstæðisrekstrinum.

„Við höfum verið með smá gæluverkefni, kaupum trukka eða til dæmis framhjóla-drifna björgunarsveitabíla og mjólkurbíla, notum veturinn til að smíða ofan á þá far-þegahús fyrir svona 30 farþega og notum þá sem farþegaflutningabíla á hálendinu yfir sumartímann.

Vertíð yfir sumarmánuðinaVið höfum verið í samstarfi við nokkrar

ferðaskrifstofur með þessar ferðir en við eigum bílana og keyrum þá sjálfir. Þetta eru svona 2-3 mánuðir yfir sumartímann sem þessi vertíð er. Ferðirnar hafa verið mjög vinsælar og þá sérstaklega hjá Frans-mönnum. Við erum einmitt með einn bíl í smíðum núna, erum búnir með járnsmíð-ina eða beinagrindina og erum að fara að klæða hann að innan og setja í hann sæti og svoleiðis. Þetta eru lúxus farþegarútur, við erum með fjóra svona 30 manna fjalla-trukka og sex Ford Econoline bíla sem eru 14 manna. Hálendisferðir eins og þær sem við erum með eru alltaf að verða vinsælli,“ segir Ágúst að lokum.

Jón Vigfússon, sem oft var kenndur við Viðnes vegna starfs síns þar, lést 2. sept-ember í haust og var jarðsunginn 13. sama mánaðar.

Það hefur leitað á huga minn síðan að minnast hans nokkrum orðum og fá það birt í Mosfellingi, bæjarblaðinu okkar. Mér finnst mjög við hæfi að hans sé get-ið þar, því hann sýndi það bæði í orði og verki hvað góður Mosfellingur hann var og vann af hjartans einlægni fyrir sam-ferðamenn sína og sveitunga. Það var margt sem hann áorkaði með áhuga og vilja til að bæta samfélagið. Ég vil minn-ast hans í þessu síðasta tölublaði ársins því hann hefði orðið níræður 29. desem-ber hefði hann lifað.

Kynni okkar Jóns voru ekki löng, en öll á einn veg: Hann var höfðingi í sjón og raun, góður maður, sannur vinur. Við kynntumst í Vorboðunum, kór eldri borgara og sungum þar saman í mörg ár. Einnig unnum við saman í stjórn og þá kynntist ég betur umhyggjunni sem hann bar fyrir þessu óskabarni sínu, Vorboð-unum.

Hann var sannur vinur og velgjörð-armaður kórsins í heild og allra sem í kórnum sungu. Ég fullyrði að allir félagar kórsins báru þennan góða hug til hans, því ekki gerði Jón mannamun.

Við syngjum ekki með honum afmæl-issönginn á níræðisafmælinu, en við munum hvað var gaman fyrir tíu árum þegar hann bauð öllum Vorboðunum í áttræðisafmælið sitt og við sungum bæði fyrir hann og með honum. Hann bað okkur líka að taka lagið þegar hann yrði kvaddur hinstu kveðju. Við þessi tíma-mót hugsum við til hans með þakklæti og virðingu. Þökkum alla hlýjuna, gjaf-mildina, vel unnu gjaldkerastörfin og góðu ráðin meðan kórinn var ungur að læra á lífið. Jón var einn af stofnfélögum og að lokum heiðursfélagi.

Við hátíðleg tækifæri skartar Vorboða-kórinn fögrum, stórum fána, sem Jón af örlæti sínu færði honum að gjöf og fékk listamanninn Vígþór Jörundsson til að hanna. Þarna var vinátta sýnd í verki, sem oftar. Vandað til verka af beggja hálfu.

Í fáum orðum vil ég segja um Jón að lokum: „Ég minnist hans er ég heyri góðs manns getið.” Blessuð sé minning hans.

María S. Gísladóttir

Minning Jón Vigfússon

Jón Vigfússon ásamt Páli Helgasyni stjórnanda Vorboðanna á góðri stund. Myndin er frá 2003.

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ34

Útbúa farþegaflutningabíla til hálendisaksturs á sumrin

Skemmtileg auka­búgrein á Nýju Bílasmiðjunni

strákarnir að byrja á nýju verkefni

ágúst að störfum í flugumýri

tilbúinní ferðalagið

lúxus faþegarúta komin á ferðina

Page 35: 16. tbl. 2012

Tilvalið fyrir veislur, afmæli, parTý

minningaraThafnir, áramóT, brúðkaup...

Auðveldast er að koma Skýjaluktum á loft í logni. Ekki er gott ef vindhraði fer yfir 4 m/sek

Kveikið í kubbnum og látið luktina fyllast af heitu lofti. (Tekur ca. 2 mínútur)

Þegar luktin fer að leita upp á við er tímabært

að sleppa henni.

Takið luktina varlega úr pakkningunni og festið

vaxkubbinn á vírinn.

1 2 3sölusTaðir:

BYMOSGarðheimarFlugeldasala

Kyndils

gríptu með

þér lukt!

óskinaláTTu

ræTasTsendu skýjalukT á lofT

facebook/skyjaluktirwww.skyjaluktir.is

Page 36: 16. tbl. 2012

- Fréttir úr bæjarlífinu36

Vinkonurnar Karen Vignisdóttir, Auður Linda Sonjudóttir og Steinunn Halldóra Axelsdóttir eru allar í 10. bekk í Varmár-skóla og eru virkar í öllu starfi í Félags-miðstöðinni Bólinu. Þær tóku á dögunum þátt í Rímnaflæði sem er viðburður hald-inn á vegum Samfés sem eru félagasam-tök félagsmiðstöðva á Íslandi „Rímnaflæði er eins konar rappkeppni og var haldin í Hólabrekkuskóla í nóvember.

Við ákváðum að taka þátt og vorum með lag sem við köllum Wacke. Við fundum takt á netinu og sömdum textann sjálfar. Þetta er í fyrsta skipti sem við tökum þátt í þess-ari keppni,“ segir Karen. Þessi keppni hefur verið haldin í mörg ár en þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem Bólið sendi fulltrúa. Þess má geta að Mosfellingurinn Dóri DNA bar einu sinni sigur úr býtum „Það voru 11 keppendur í ár, allt strákar nema við og

tvær aðrar stelpur þannig að samkeppnin við stákana var hörð. Við lentum í þriðja sæti og vorum rosalega ánægðar með það. Verðlaunin voru 80 pokar af Doritos, fullt af Malti og Appelsíni og miðar á Samfesting,“ segir Auður Linda og hlær. „Við erum að leika okkur að rappa og finnst það gaman og erum núna að semja lag fyrir annálinn sem sýndur verður á árshátíð Gaggó Mos.

Við erum allar í 10. bekk og ákváðum í haust að nýta veturinn vel í Bólinu og erum búnar að taka þátt í öllu sem hefur verið í boði. Við tókum þátt í söngkeppninni með skemmtilegt rapplag sem heitir „Ég geri það sem ég vil“. Svo tókum við líka þátt í Stíl sem er keppni í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun sem var mjög gaman,“ segir Steinunn að lokum. Það verður gaman fyrir Mosfellinga að fylgjast með þessum hressu og hæfileikaríku stelpum í framtíðinni.

Jólagleði í Iðufelli 14föstudaginn 21. desember

Heitt á könnunni og smákökur frá 10 - 18Afslættir og tilboð í gangi!

Spákona á staðnum sem skyggnist inn íframtíð þína ásamt dásamlegum

söngatriðum sem koma þér í jólastemmingu

Dagskrá: Julian Hewlett - Píanó

Heiðrún K. Guðvarðardóttir - Sopran

Kristín R. Sigurðardóttir - Sopran

15:30 - Kristín og Heiðrún syngja ásamt undirspili frá Julian16:30 - Kristín og Heiðrún syngja ásamt undirspili frá Julian

Á klukkutíma fresti verða dregnir út vinningarúr leik Lost.is ef vinningshafi er á staðnum

þegar dregið er fær hann Jólagjöf að auki.

Hlökkum til að sjá þig!

kynnir

Ljóðakvöld við góðar undirtektirFrá því í haust hafa ljóðakvöld verið haldin á Kaffihúsinu Álafossi við sérlega góðar undirtektir. Það var Kristian Guttesen ljóðskáld sem hafði veg og vanda að þessari nýlundu í mosfellsku menningarlífi. Síðasta upplestrarkvöldið var 12. desember sl. en þá lásu sjö skáld úr verkum sínum, þar á meðal Vilborg Bjarkadóttir sem sést á þessari mynd.

Neðanjarðar á Kaffi-húsinu ÁlafossiEinar Grétarsson hefur opnað sýn-inguna sína, Neðanjarðar, á Kaffi-húsinu Álafossi. Verkin að þessu sinni eru allflest úr Mosfellsbæ og unnin á árinu 2012. Verkin eru jarðvegslistaverk og eru í stærðun-um 20-150 cm. „Þetta eru óvenjuleg listaverk sem eiga sér engan líkan hér á landi. Verkin sýna hvernig íslenskur jarðvegur hefur þróast í gegnum árin og hvernig áfok frá hálendinu hefur áhrif á jarðveginn,“ segir Einar. Á jarðvegslistaverkun-um koma fram öskulög sem hafa myndast frá landnámi til dagsins í dag. Einar sýndi svipaða sýningu á Kaffihúsinu fyrir ári síðan sem þótt-ist takast mjög vel.

3. sæti í Rímnaflæði •Semja lag fyrir árshátíðarannál

Taka þátt í öllu í Bólinu

KAren, Auður og steinunn með verðlAunin

Page 37: 16. tbl. 2012

www.mosfellingur.is - 37

Hið árlega jólaball Mosfellsbæjar verður haldið í Hlégarði laugardaginn

29. desember kl. 16-18

Edda Borg og hljómsveit skemmta og jólasveinar kíkja í heimsókn!

Verð: 700 kr.

Gleðileg jól

Lionsklúbburinn Úa, Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar og Hlégarður

Page 38: 16. tbl. 2012

- Jólasýning fimleikadeildarinnar38

JÓGA með Laufeyju á nýju ári 2013!

Á þriðjudögum og fimmtudögum í Háholti 14, 2. hæð.

Hópur I (hentar byrjendum) - kl. 16:40 – 17:50.

Hópur II (framhald) - kl. 18:00 – 19:10.

Leiðbeinandi er Laufey Arnardóttir jógakennari.Upplýsingar og skráning á [email protected] (látið koma fram nafn og síma) eða í síma 864 4014.

Jóga er frábær leið til að efla lífsorkuna og styrkja sig bæði andlega og líkamlega!

heilsa hugarró styrkur vellíðan jafnvægi gleði

Svipmyndir frá jólasýningu fimleikadeidarinnar

Myn

dir/

Ragg

iÓla

Page 39: 16. tbl. 2012

www.mosfellingur.is - 39

Óskum Mosfellingum gleðilegra jóla og

farsæls komandi árs og þökkum fyrir

samstarfið á árinu sem er að líða.

Ragnar Árnason tannlæknir og Þröstur Þorgeirsson tannrétt-

ingasérfræðingur Háholti 14

Næsta blað kemur út: 10. jaNúar 2013

Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 7. janúar.

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2012

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2012 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 24. janúar 2012 kl. 19:00.

Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþrótta-kona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.

Allar útnefningar og ábendingar sendist [email protected] er óskað eftir útnefningu og ábendingum um

íþróttafólk sem hafa orðið Íslandsmeistarar, deildameistarar, bikarmeistarar, landsmótsmeistarar og hafa tekið þátt í og/eða æft með landsliði.

Vinsamlegast sendið útnefningar á [email protected] fyrir 3. janúar 2013.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrú Mosfellsbæjar í síma 660 0750.

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar

Þverholti 2 - Sími: 566 5066 - Opið virka daga kl. 9-18

Inniheldur hvorki hveiti né hveiti glúten, soya, egg eða mjólkurafurðir.Með brúnum hrísgrjónum, maís og höfrum sem léttir álag á meltinguna.

TILBOÐ20% afsláttur af öllum stærðum

af Natures Best út janúar!

Myn

dir/

Ragg

iÓla

Page 40: 16. tbl. 2012

Karen bætti sitt eigið Íslandsmet Karen Axelsdóttir setti Íslandsmet í flokki S2 á Íslandsmóti ÍF í Ásvalla-laug, laugardaginn 24. nóvember. Nýtt met hennar er 01:55,94 en fyrra met hennar var 2:00,08 en það var sett í mars á sl. ári. Þetta er frábær árangur hjá þessari 20 ára gömlu sundkonu úr Íþróttafélaginu Ösp og sýnir vel hvað hún tekur stórstíg-um framförum. Karen, sem er Mosfellingur, æfir bæði í Lágafellslaug og í Laugar-dalslauginni.

Bjarki Már hlýtur viðurkenningu KÞÍBjarki Már Sverrisson yfirþjálfari barna- og unglingaráðs knatt-spyrnudeildar Aftureldingar til fjölda margra ára hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka á aðalfundi KÞÍ. Bjarki Már var í hópi þriggja þjálfara sem hlutu viðurkenninguna en öll hafa þau lagt mikinn metnað í þjálfunina og verið knattspyrnu-þjálfurum til sóma við störf sín.

Uppgjör að loknu landsmóti UMFÍ 50+Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið var í Mosfellsbæ í júní þykir hafa heppnast afar vel. Búið er að ákveða að gera það að árvissum viðburði. Verkefnið var samvinna milli UMFÍ, Mosfellsbæjar, Heilsuvinjar, Kyndils, UMSK og íþróttafélaganna í bænum. Fyrir sjálfboðavinnuna fá íþróttafélögin tekjuafganginn. Samvinna þessara aðila var til fyrirmyndar og er hugur í UMSK að bjóða upp á fyrsta opna UMSK mótið í boccia að Varmá í vor. Fyrir er opið línudansmót sem haldið er í mars ár hvert. Á myndinni má sjá framkvæmdastjóra Aftureldingar, Jóhann Má Helgason, taka við umb-un erfiðisins úr hendi Valdimars Leós Friðrikssonar formanni UMSK.

- Íþróttir40

Karatesýning að VarMáLaugardaginn 24. nóvember stóð karatedeild Afturelding-ar fyrir karatesýningu í Varmá. Yfirþjálfari deildarinnar, Willem Verheul 2. dan, stjórnaði sýningunni en þjálfarar og iðkendur deildarinnar tóku þátt. Sýnd var kata, ku-mite og önnur tækni í karate sem var útskýrð jafnóðum. Í karate er keppt í tveimur greinum, annars vegar kata en þá sýnir keppandinn tækni þar sem barist er við ímyndaðan andstæðing en hins vegar er keppt í kumite en á eru tveir keppendur í bardaga. Þátttaka var mjög góð og áhorfend-ur fjölmenntu á sýninguna en eftir hana var farið á Hvíta Riddarann og fagnað.

Á dögunum gekk knattspyrnumaðurinn Guðmundur Viðar Mete til liðs við Aftur-eldingu. Guðmundur, sem er 31 árs gamall varnarmaður, er alinn upp í Svíþjóð og lék þar í úrvalsdeildinni til ársins 2005 þegar hann flutti heim til Íslands. Hér heima hef-ur hann leikið með Keflavík, Val og Hauk-um. Guðmundur mun án efa styrkja varn-arlínu Aftureldingar sem ætlar sér stóra hluti í 2. deildinni næsta sumar.

Þjálfar Hvíta RiddarannÞá hefur Guðmundur einnig verinn ráð-

inn þjálfari 4. deildar liðs Hvíta riddarans í Mosfellsbæ. Hann tekur við af Bjarka Má Sverrissyni sem hefur látið af störfum sök-um anna á öðrum sviðum.

Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn í Mosfellbæ var stofnað árið 1998 og lék í utandeildinni í nokkur ár áður en félagið var skráð til leiks í 3. deild. Frá árinu 2007 hefur félagið verið rekið í nánu samstarfi við knattspyrnudeild Aftureldingar en leik-menn 2. flokks Aftureldingar eru t.d. gjald-gengir með Hvíta riddaranum. Hvíti ridd-arinn hefur tvisvar náð 3. sæti í 3. deild.

Reynslumaður kominn í Mosfellsbæ •Tekur einnig að sér þjálfun Hvíta riddarans

Guðmundur Mete í Aftureldingu

Kristján fógeti ásamt nýjum þjálfara

Pétur magnússon formaður meistarafloKKsráðsKarla, guðmundur mete og Baldvin jón Hallgrímsson

aðstoðarþjálfara þegar gengið var frá samningum

Undirbúningur hafinnFótboltastrákarnir eru nú farnir undirbúa komandi tímabil að fullum krafti. Á dögunum sást til þeirra á styrktaræfingu hjá Gauja og Völu hjá Kettlebells Iceland. „Þetta eru frábærar æfingar, fjöl-breyttar og henta vel fyrir fótbolta-menn. Við sjáum strax mikinn mun á strákunum, þeir eru sterkari og með meiri hreyfigetu. Þetta minnir mig á góða tíma í Júgóslavíu, alvöru æfing-ar,“ segir Enes þjálfari.

Page 41: 16. tbl. 2012

Íþróttir - 41

KARATEDEILDAftureldingar

ÆFINGATAFLAbyrjendur

mánudaga miðvikudaga föstudaga

6-9 ára 16:00-16:45 14:30-15:15

10-13 ára 16:45-17:45 15:15-16:00 fullorðnir 20:00-21:00 20:00-21:00

Æfingatímabil: 7. janúar - 7. júní 201318.000.- kr.Karatepeysa fylgir æfingagjöldum - frí prufuæfingKarateæfingar:Yngri flokkar: Íþróttahúsið við VarmáFullorðnir: Karatesalurinn í EgilshöllFramhaldshópar: Óbreyttir æfingartímarNánari upplýsingar: www.afturelding/karate - [email protected]

Byrjendanámskeið í

KARATE

Geta farið sáttir í jólafrí eftir sex marka sigur á Akureyri

kjúklingarnir fagna. Elvar og kristinn höfðu ástæðu til að fagna í lEikslok

afturElding lEikur nú í nEðri salnum aðvarmá þar sEm umgjörð Er til fyrirmyndar

Jólamót Aspar haldið í Lágafellslaug Jólamót Íþróttafélagsins Aspar í sundi fór fram í Lágafellslaug föstudagin 7. desember. Þangað mættu foreldrar úr Mosfellsbæ og úr Reykjavík ásamt börnum og unglingum sem æfa eða læra sund hjá Ösp. Allir þátttakendur fengu viðurkenningarpening.Það verður áframhald á sundnám-skeiði í Lágafelslaug fyrir líkam-lega fötluð börn og þroskahömluð tvisvar í viku á mánudögum og föstudögum. Allar upplýsingar eru á heimasíðu Aspar, www.ospin.is

Efnilegur hlaupariHann Eyþór Aron Wöhler tók sig til um daginn og vann bæði 60 metra og 600 metra hlaup á Silfurleikum ÍR í Laugardal annað árið í röð. Hann hljóp 60m á 9:04. Hann æfir að sjálfsögðu frjálsar með Aftureld-ingu.

Aðstoða jólasveinanaHinir önnum köfnu jólasveinar hafa þegið aðstoð frá knattspyrnudeild á lokasprettinum. Tekið verður á móti því sem þarf að fara til skila í vallar-húsi á Varmá á laugardagsmorgun 22. des kl. 10-12. Það skilar sér svo inn á heimilin á aðfangadag milli kl. 10 og 13 og kostar 1000 kr á heimili.

Page 42: 16. tbl. 2012

- Jólamarkaður á Skálatúni42

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

Vörubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

aMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

www.istex.is

Þjónusta við mosfellinga

Sími 517 6677

Alexía Snyrtistofan

HáHolTi 13-15

Um leið og ég óska bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári vil ég þakka fyrir frábærar móttökur à árinu sem er að líða.

Glæsilegur jólamarkaður á vinnustofum Skálatúns

Page 43: 16. tbl. 2012

Þjónusta við Mosfellinga - 43

Elías Péturssoner hjá mömmu að

borða mömmukökur :-)16. des

Einar Aron FjalarssonÞað er sama hversu mikið

maður reynir að þrífa þetta blessaða púströr, það er alltaf skítugt!

18. des

Hjördís Kvaran EinarsdóttirAf hverju

gleymist það svona oft að gamla vonda Grýla er dauð? Hún eignaðist hinsvegar dótturdóttur sem heitir líka Grýla eftir ömmu sinni og sú er systir mín og mamma jólavein-anna! ;O) 17. des

Jón Marinó BirgissonSkemmtileg helgarferð

til Liverpool að baki, skemmti mér frábærlega með minni heitt elskuðu eiginkonu Herdís Rós Kjartansdóttir sem varð 40 ára á laugardaginn:)

17. des

Anna Björg IngadóttirÍskaldur jólagull og

rauðvín á hliðarlínunni, koma svo ajaxstormsveip-ur, inn í mig og jólatiltekt-inni lokið en, to, tre og svo bara njóta, njóta, njóta

14. des

Anna Sigríður GuðnadóttirBruggar seyði

eða magnar seið.� 18. des

Freyja EinarsdottirEf þú værir debetkortið

mitt hvar værir þú ??14. des

Geir Rúnar BirgissonÞekkir mann sem þekkir

mann sem á auka rjúpur18. des

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

lausagangahunda er bönnuðhandsömunargjald fyrir hund í lausagöngu er 23.500 kr.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan

Líkami og sálÞverholti 11 - s. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Góðir Menn ehf

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir• endurnýjun á raflögnum• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

ÖkukennslaGylfa GuðjónssonarSími: 696 0042

Glæsileg kennslubifreið

Subaru XV 4WD - árg. 2012Þægileg og háþróuð kennslubifreiðAkstursmat og endurtökupróf

„Heilsulind í Heimabæ“

Heilsu og Hamingjulindin

íþróttamiðstöðin lágafell

www.Hamingjulindin.is

Tek að mér að massa bíla, djúphreinsa og bóna. Hreinsa ryðsvarf eftir bremsur og

málningarúða af bílum. Hreinsa ryk úr lakki á nýsprautuðum bílum. Slípa ljós

og plastgler sem er rispað á bílum, mótorum og sleðum.

Hringdu í síma 895-1718 (Snæbjörn) til að panta tíma. Ég skoða bílinn og geri

verðtilboð. Ég vinn á bílasprautunarverk-stæði og hef margra ára reynslu í starfi.

bón og mössun ehf.

GleðileG jól oG farsælt komandi ár verslum í heimabyGGð

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Þverholti 2 • Mosfellsbæ

Sími: 586 8080www.fastmos.ishafðu samband E

.BA

CK

MA

N

Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali

Viltuselja...E

.BA

CK

MA

N

www.fastmos.is586 8080

SíMI:

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

Óskum Mosfellingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Page 44: 16. tbl. 2012

Sendið okkur myndir af nýjum Mos-fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið [email protected]

Þann 12. september 2012 kom gull-molinn okkar í heiminn og fékk hann nafnið Skarphéðinn Freyr. Hann fæddist kl. 12:02 og vóg 3225 gr og var 49 cm langur. Stóru systur hans, Karin Eva og Stella Líf eru rosa stoltar af litla bróður. Foreldrar hans eru Herdís Skarphéðinsdóttir og Hermann Páll Traustason.

Anna Hlíf Svavarsdóttir skorar á Erlu Víðis að deila með okkur uppskrift í næsta blaði

Humarsúpa„Hér kemur uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur í Bugðutanganum.“

Humarsúpa500 g humar í skel3 stk fiskiteningar3 stk meðalstórar gulrætur2 stk hvítlauksrif2 l vatn1 stk laukur1 stk paprika, græn1 l rjómi (má líka nota matreiðslurjóma)ljós sósuþykkirsmjör til að steikja skeljarnar

Skelflettið og hreinsið humarinn, brúnið skel-

ina í potti ásamt hvítlaukn-um við vægan hita. Bætið vatni, gróft skornum lauk, papriku og gulrótum út í og látið krauma í 10 tíma.Sigtið soðið og bæt-ið fiskikrafti út í. Þykkið soðið með ljósum sósuþykki eftir smekk og bætið svo rjómanum saman við. Tíu til fimmtán mínútum áður en súpan er borin fram er humarinn settur út í. Passið að súpan sjóði ekki eftir það, humarinn á bara að hitna í gegn.

Berið þessa ljúffengu súpu fram með góðu brauði og njótið:)

er landinn að missa sig?Fjöldi fólks eru í þessum skrifuð-

um orðum að missa sig i verslun-

um landsins.

Mér finnst alltaf jafn fyndið að

taka röltið niður Laugaveginn

á Þorláksmessukvöldi og sjá

landann græja gjafir á síðustu

metrunum og á allra síðustu

sekúndunni.Það er eins og fólki

finnist ekkert skemmtilegra en að

koma þessu stressi yfir sig og vilja

helst flestir græja allt daginn fyrir

jól. Svo eru það þeir sem eru enn

flottari en þeir fyrrnefndu og það

eru þeir sem reyna bjarga síðustu

gjöfunum á sjálfum aðfangadeg-

inum.Ætli þetta sé ekki ein af ástæðun-

um fyrir því að Hagkaup fór að

hafa opið allan sólahringinn, til

að bjarga þessu fólki.

Sjálfur er ég þessi týpa sem reyni

að bjarga öllu á seinustu stundu.

Ég hef farið í flestallar verslunar-

miðstöðvar á höfuborgarsvæðinu

mörgum dögum fyrir jól með það

markmið að kaupa jólagjafir. En

svo hugsa ég alltaf það er best

að bíða aðeins því kannski sér

maður eitthvað sniðugara þegar

ég kem næst. Sjálfur er ég ekki

mikið jólabarn og hef ég einhvern

veginn aldrei komist í rétta jólaf-

ílinginn.Stundum velti ég því fyrir mér

hvort jólin séu ekki bara ofmet-

inn, til hvers að vera setja sig á

hausinn ár eftir ár þegar margir

eru nú þegar í basli með að eiga

ofan í sig og á dags daglega.

Ég spyr því í hverju liggur hinn

eini sanni jólaandi?

bragi þór

- Heyrst hefur...44

Sendið okkur myndir af nýjum Mos-fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið [email protected]

Lilti gullmolinn okkar hann Bjarki Ragnar fæddist þann 11. júní 2012 kl. 11.26. Hann vóg 3.350 gr. og var 50 cm á lengd. Bjarki er svo heppinn að eiga tvær yndislegar eldri systur, þær Dagbjörtu Önnu 10 ára og Arn-dísi Evu 8 ára. Foreldrar Bjarka eru Arnar Hauksson og Harpa Jóhanns-dóttir og býr fjölskyldan á Helgafelli.

Troðfullt í jólabingói í Lágafellsskóla

Page 45: 16. tbl. 2012

smáauglýsingarÍbúð óskastEr að leita eftir íbúð, húsi í Mosfellsdal, Álafoss eða í nágrenni. Hef góð með-mæli. Upplýsingar í síma 8638066.

Týnt seðlaveskiBrúnt seðlaveski með ljósbrúnu skrauti tapaðist á milli Bröttuhlíðar og Rituhöfða. Ýmist innihald s.s kort og peningar. Fundarlaun í boði.Uppl í síma 893 1791 eða 891 8059

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

--

finnist ekkert skemmtilegra en að

koma þessu stressi yfir sig og vilja

helst flestir græja allt daginn fyrir

jól. Svo eru það þeir sem eru enn

flottari en þeir fyrrnefndu og það

eru þeir sem reyna bjarga síðustu -

-

Sjálfur er ég þessi týpa sem reyni

að bjarga öllu á seinustu stundu. -

miðstöðvar á höfuborgarsvæðinu

mörgum dögum fyrir jól með það

markmið að kaupa jólagjafir. En

mikið jólabarn og hef ég einhvern -

3725Þjónusta við Mosfellinga - 45

Kaffihúsið

á Álafossi

Kaffihúsið

á Álafossi

Súpur, salöt, kvöldverður, kaffi,

kökur, nýsmurt brauð og úrval smárétta

www.malbika.is - sími 864-1220

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

hundaeftirlitið í mosfellsbæÞað er alVeG samahVað hundurinnÞinn er GÓður- ÓKunnuGt fÓlKVeit Það eKKi

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

GleðileG jól oG farsælt komandi ár verslum í heimabyGGð

Þjónustuauglýsingí mosfellingi

kr. 5.000 + vsk.*

nafnspjaldastærð = 97 x 52 mm

*Miðast við 5 birtingar eða fleiri - [email protected]

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar óskar bæjarbúum gleðilegrar hátíðar

Sjúkraþjálfun MosfellsbæjarSkeljatanga 20 5668520

Sjúkraþjálfun MosfellsbæjarSkeljatanga 20 5668520

Sonja Riedmann, sjúkraþjá[email protected]

MOSFELLINGURkemur næst

10. janúarSkilafreStur fyrir efni

og auglýSingar er til hádegiS 7. janúar.

Skýja luktirnar

fáSt í BymoS

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]

Ný heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla

cabastjónaskoðun

Laugaból - lögbýli í Mosfellsdal

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

Stefnir á fjögurra ára nám í sirkuslistum

Mosfellingurinn Eyrún Ævarsdóttir meðlimur í Sirkus Ísland

16

10. tbL. 11. árg. fimmtudagur 16. ágúst 2012 Dreift frít t inn á öll heiMili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGURGleðileg jól

MOSFELLINGUR

StanSlauSt StuðMynd/RaggiÓla

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar fer fram helgina 24. - 26. ágúst

í túninu heimaStanSlauSt Stuð

í túninu heima

glæsileg dagskrá í miðopnu

bæjarhátíð

mosfellsbæjar

Steindi Jr og Páll Óskar bregða á

leik ásamt leikurum úr Gauragangi

sem sýndur er í Bæjarleikhúsinu.

MOSFELLINGURá netinu

Hvað er að frétta?Sendu okkur línu...

[email protected]

Page 46: 16. tbl. 2012

12.12.12

ragnheiður valdimars

gengin í það heilagaog gunni guðjóns

Gleðileg jól og farsælt komandi árÞökkum viðskiptin á árinu

- Hverjir voru hvar?46

R e s t a u R a n t - B a R - s p o R t B a R

Page 47: 16. tbl. 2012

27www.mosfellingur.is - 372547www.mosfellingur.is -

Þrettándatónleikar í Hlégarði. Laugardaginn 5. jan. kl 21:00

Jens Hansson - Hljómborð-SaxArnór Sigurðarson - TrommurFriðrik Halldórsson - BassiPáll Sólmundur - GítarYngvi Rafn - Gítar

Ferskasti rokk-karlakór Íslands ásamt hljómsveit.Foringi: Sigurður HanssonGestasöngvari: Birgir Haraldsson

Miðasala á www.midi.is og við innganginnMiðaverð kr 2.500.- Kíkið á okkur á Facebook

Page 48: 16. tbl. 2012

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected] 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

Flugumýri 16ds. 577-1377896-9497

www.retthjajoa.is

www.retthjajoa.is

Hlegið að sveinkaÞessar fimleikastelpur gátu hlegið að jólasveininum þegar hann birtist óvænt á fimleikasýningu Aftureldingar í byrjun desember.

Opið virka daga frá kl. 9-18 • NetfaNg: [email protected] • www.berg.is • berg fasteigNasala stOfNuð 1989

Háholt 14, 2. hæð, s. 588 55 30

Mjög fallegt og vel byggt 200 fm. einbýli á einni hæð á góðum stað í Leirvogstunguhverfi. Vandaðar innréttingar og flottur frágangur. Allt fyrsta flokks. Afar fjölskylduvænt hús. Gott verð.

Leirvogstunga

Vorum að fá í sölu 5 fallegar 0,5 hektara sumarhúsalóðir á góðum stað í Húsa-fellsskógi. Afar hagstætt verð. 500 þús pr. lóð.

Húsafell - haustverð

Glæsilegt 252 fm. einbýli á einum falleg-asta útsýnisstað í Mosfellsbæ. Flottur frágangur og og allt fyrsta flokks í inn-réttingum. Sólpallar, heitur pottur, arin og gott skipulag Tvöfaldur bílskúr 4 svefnherbergi. Sjón er sögu ríkari.

ReykjahvollVel staðsett 260 fm. einbýli.( þar af er bílskúr 55 fm.) Húsið er tilbúið að utan, gler í gluggum, útidyrahurðir og hurð fyrir bílskúr. Staðsteypt. Milliveggir upp-settir og verið að mála. Heimtaug fyrir heitt og kalt vatn komin í húsið.

Einiteigur

Vel staðsett, 770 fm. atvinnuhúsnæði á einni hæð við Háholt í Mosfellsbæ.Hentar vel fyrir ýmsa starfsemi. Góð vinnuaðstaða og næg bílastæði með góðri aðkomu. Laust fljótlega.

Háholt - til leigu

Afar glæsilegt 223 fm. parhús á tveimur hæðum við Asparteig. Vönduð gólfefni og innréttingar. 3 stór herbergi, flott eldhús og tvö baðherbergi. Innangengt í rúmgóðan bílskúr. Skipti á ódýrari 25-30 millj. kemur vel til greina.

Asparteigur

Kæru Mosfellingar!Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum ánægjuleg viðskipti.

Þjónusta við Mosfellinga í 23 ár

Kæru Mosfellingar!Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum ánægjuleg viðskipti.

Kæru Mosfellingar!Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum ánægjuleg viðskipti.Magnús ingþórssonsölufulltrúi895-5608

pétur péturssonlöggiltur fasteignasali897-0047

daniel g. björnssonlöggiltur leigumiðlari