Eystrahorn 20. tbl. 2013

4
Fimmtudagur 23. maí 2013 www.eystrahorn.is Eystrahorn 20. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is Einn mest umtalaði einstaklingur í knattspyrnuheiminum þessa dagana er David Moyes nýr knattspyrnustjóri Manchester United. Íslenskir fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá tengslum hans við land og þjóð. Það vill svo til að David heimsótti Hornafjörð árið 1978 ásamt vini sínum Stewart. Ritstjóri Eystrahorns var þá formaður knattspyrnudeildar Sindra og þjálfari allra flokka. “Ég hafði upphaflega kynnst David Moyes eldri þegar ég var þjálfari unglingalandsliðs Íslands og hafði farið með liðið í æfingabúðir til Skotlands. David skipulagði ferðina og tók þátt í æfingum með okkur enda var hann mjög góður þjálfari sjálfur. Eftir það fór ég allmargar ferðir með lið til Skotlands bæði á vegum FH og Sindra. Í öll skiptin skipulagði David ferðirnar og sinnti hópunum af sérstakri umhyggju allan tímann og David yngri aðstoðaði hann á ýmsan hátt. Við þessi samskipti sköpuðust vinatengsl og í einni Íslandsheimsókn þeirra feðga flaug David yngri ásamt Stewart austur til okkar Ástu í heimsókn í nokkra daga. Þeir aðstoðuðu mig á æfingum og fóru í keppnisferð með yngri flokkunum austur á land. Við keyrðum síðan með þá til Reykjavíkur og sýndum þeim helstu ferðamannastaðina á leiðinni. Því miður var myndavél ekki með í för í því ferðalagi en ein mynd fannst úr ferðalaginu austur á land. Hún er tekin við Djáknadys í Álftafirði þar sem áð var eins og við gerðum gjarnan og köstuðum steinum í dysina. Það vill svo til að David snýr baki í myndavélina og er að teygja úr sér sem ekki var vanþörf á eftir setu í litlu rútunum; hossandi á malarvegunum. Stewart situr á steini við hliðina á honum. Skotlandsferðirnar voru lærdómsríkar og juku áhuga á knattspyrnunni hér á Hornafirði og þátttöku á upphafsárunum. Moyesfjölskyldan á því kannski svolítinn þátt í uppbyggingu og farsælu starfi knattspyrnudeildarinnar sem getur ekki annað en talist skemmtilegt fyrir okkur Sindramenn.” David Moyes kom líka til Hornafjarðar Það þekkja sig einhverjir á þessari mynd í stúkunni hjá Glasgow Rangers í Skotlandsferð fyrir allmörgum árum. David Moyes eldri er efstur til hægri í brúnum jakka. Áð við Djáknadys. Knattspyrnustjórinn teygir úr sér en þessa stellingu má sjá enn í dag þegar mikið gengur á í leikjum. Vonir standa til að brottfluttir og íbúar Hornafjarðar eigi eftir að skemmta sér og sínum saman þessa helgi. Undirbúningur fyrir hátíðna er þegar hafinn. Kristín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri humarhátíðar og er komin með skrifstofuaðstöðu í Ráðhúsi bæjarins. Fundir humarhátíðarnefndar hafa verið fjölmargir og margar góðar hugmyndir komnar í loftið. Nefndin leggur áherslu á blandaða viðburði og skemmtiatriði og þá helst úr samfélaginu Hornafirði. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að hafa samband og vera með. Þeir sem hafa áhuga á að koma fram eða vilja vera með uppákomur víðs vegar um bæinn er bent á að hafa samband við Kristínu í síma 470800 eða á netfagnið humarhatidarnefnd@ hornafjordur.is. Einnig er fyrirtækjum og einstaklingum bent á að hafa samband við Kristínu ef viðburðir á þeirra vegum eiga að vera í dagskrá hátíðarinnar. Humarhátíð á 20 ára afmæli - kallar eftir heimagerðum atriðum Frá Humarhátíð 1995. Næsti heimaleikur er: Borgunarbikar karla, Sindri – Ýmir miðvikudaginn 29. maí kl. 19:15.

description

Eystrahorn 20. tbl. 2013

Transcript of Eystrahorn 20. tbl. 2013

Page 1: Eystrahorn 20. tbl. 2013

Fimmtudagur 23. maí 2013 www.eystrahorn.is

Eystrahorn20. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is

Einn mest umtalaði einstaklingur í knattspyrnuheiminum þessa dagana er David Moyes nýr knattspyrnustjóri Manchester United. Íslenskir fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá tengslum hans við land og þjóð. Það vill svo til að David heimsótti Hornafjörð árið 1978 ásamt vini sínum Stewart. Ritstjóri Eystrahorns var þá formaður knattspyrnudeildar Sindra og þjálfari allra flokka. “Ég hafði upphaflega kynnst David Moyes eldri þegar ég var þjálfari unglingalandsliðs Íslands og hafði farið með liðið í æfingabúðir til Skotlands. David skipulagði ferðina og tók þátt í æfingum með okkur enda var hann mjög góður þjálfari sjálfur. Eftir það fór ég allmargar ferðir með lið til Skotlands bæði á vegum FH og Sindra. Í öll skiptin skipulagði David ferðirnar og sinnti hópunum af sérstakri umhyggju allan tímann og David yngri aðstoðaði hann á ýmsan hátt. Við þessi samskipti sköpuðust vinatengsl og í einni Íslandsheimsókn þeirra feðga flaug David yngri ásamt Stewart austur til okkar Ástu í heimsókn í nokkra daga. Þeir aðstoðuðu mig á æfingum og fóru í keppnisferð með yngri flokkunum austur á land. Við keyrðum síðan með þá til Reykjavíkur og sýndum þeim helstu ferðamannastaðina á leiðinni. Því miður var myndavél ekki með í för í því ferðalagi en ein mynd fannst úr ferðalaginu austur á land. Hún er tekin við Djáknadys í Álftafirði þar sem áð var eins og við gerðum gjarnan og köstuðum steinum í dysina. Það vill svo til að David snýr baki í myndavélina og er að teygja úr sér sem ekki var vanþörf á eftir setu í litlu rútunum; hossandi á malarvegunum. Stewart situr á steini við hliðina á honum. Skotlandsferðirnar voru lærdómsríkar og juku áhuga á knattspyrnunni hér á Hornafirði og þátttöku á upphafsárunum. Moyesfjölskyldan á því kannski svolítinn þátt í uppbyggingu og farsælu starfi knattspyrnudeildarinnar sem getur ekki annað en talist skemmtilegt fyrir okkur Sindramenn.”

David Moyes kom líka til Hornafjarðar

Það þekkja sig einhverjir á þessari mynd í stúkunni hjá Glasgow Rangers í Skotlandsferð fyrir allmörgum árum. David Moyes eldri er efstur til hægri í brúnum jakka.

Áð við Djáknadys. Knattspyrnustjórinn teygir úr sér en þessa stellingu má sjá enn í dag þegar mikið gengur á í leikjum.

Vonir standa til að brottfluttir og íbúar Hornafjarðar eigi eftir að skemmta sér og sínum saman þessa helgi. Undirbúningur fyrir hátíðna er nú þegar hafinn. Kristín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri humarhátíðar og er komin með skrifstofuaðstöðu í Ráðhúsi bæjarins. Fundir humarhátíðarnefndar hafa verið fjölmargir og margar góðar hugmyndir komnar í loftið. Nefndin leggur áherslu á blandaða viðburði og skemmtiatriði og þá helst úr samfélaginu Hornafirði. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að hafa samband og vera með. Þeir sem hafa áhuga á að koma fram eða vilja vera með uppákomur víðs vegar um bæinn er bent á að hafa samband við Kristínu í síma 470800 eða á netfagnið [email protected]. Einnig er fyrirtækjum og einstaklingum bent á að hafa samband við Kristínu ef viðburðir á þeirra vegum eiga að vera í dagskrá hátíðarinnar.

Humarhátíð á 20 ára afmæli- kallar eftir heimagerðum atriðum

Frá Humarhátíð 1995.

Næsti heimaleikur er: Borgunarbikar karla, Sindri – Ýmir miðvikudaginn 29. maí kl. 19:15.

Page 2: Eystrahorn 20. tbl. 2013

2 EystrahornFimmtudagur 23. maí 2013

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

María Birkisdóttir varð Íslandsmeistari í víðavangshlaupi (6 km) í sínum aldursflokki á dögunum. Tími hennar var 27:49,7 mín.

ÍslandsmeistariKaþólska KirkjanSunnudaginn 26. maíBörn hittast kl. 11:00

Sunnudagsmessa kl. 12:00Allir velkomnir

Eystrahorn Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Háskólakórinn heldur tónleika í Hafnarkirkju sunnudaginn 26. maí kl. 17.00. Á efnisskrá eru fjölbreytt kórlög eftir íslensk og erlend tónskáld. Kórinn heldur upp á 40 ára afmæli sitt með því að fara hringferð um landið. Aðgangur er ókeypis. Stjórnandi kórsins er Gunnsteinn Ólafsson.

Háskólakórinn heldur tónleika

Útskriftartilboð á skartgripum frá Sign.Úrval af fallegum gjöfum fyrir útskriftina.

Stúdentamenið og prjónninn kominn.

Verið velkomin • kaffi á könnunni Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Sími 478-2535 / 898-3664

Húsgagnaval

Munið kynningafund ADHD samtakanna í dag kl. 14:30.

Einnig verður Spjallfundur fyrir foreldra í kvöld klukkan 20:00.

Fundirnir verða báðir í fyrirlestrarsal Nýheima.

Gróðarstöðin DilksnesiGarðplöntur ræktaðar í Ríki Vatnajökuls.Nær allar plöntur ræktaðar í Dilksnesi.

Opnunartilboð 25% afsláttur af broddfuru, garðakvisti og sunnukvisti.

Opið virka daga kl. 13:00 -18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00

GOLFKENNSLAAndrea Ásgrímsdóttir PGA kennari hjá MP Golf við golfklúbbinn Odd verður með golfkennslu á Silfurnesvelli á næstunni.Boðið verður upp á 4 námskeið. Hægt verður að fara á fleiri en eitt. Hvert námskeið er 1 klst. á dag í 3 daga. Gert er ráð fyrir að á hverju námskeiði séu 3-5 manns.Boðið verður uppá eftirtalin námskeið:• Sveiflunámskeið • Stutta spilið • Sitt lítið af hverju • ByrjendanámskeiðEinnig verður boðið upp á barna- og unglinganámskeið ef áhugi er fyrir því.Einkakennsla er einnig í boði. 30 mínútur kosta 4.000 kr. 60 mínútur kosta 8.000 kr. (Tveir geta komið saman í einkakennslu)Allar séróskir verða jafnframt skoðaðar og breytingar verða í takt við áhuga og aðstæður.Áhugasamir hafi samband með tölvupósti á netfangið [email protected] eða í síma 616-2609.

Page 3: Eystrahorn 20. tbl. 2013

3Eystrahorn Fimmtudagur 23. maí 2013

ÚtskriftÚtskrift stúdenta, vélstjóra, félagsliða, nema á

starfsbraut og nema í fjallamennsku frá FAS fer fram í Nýheimum laugardaginn 25. maí

klukkan 14:00.

Allir velkomnir

Skólameistari

Ert þú skapandi og uppátækjasamur/-söm og vilt stökkva á tækifærið?

Ríki Vatnajökuls leitar að rekstraraðila til að sjá um Heimamarkaðsbúðina í sumar (opið frá miðjum júní fram í miðjan ágúst). Aðilinn þarf að hafa einstakan áhuga á matvælum og menningu svæðisins. Einnig að hafa metnað fyrir uppstillingu verslunarinnar.

Rekstur Heimamarkaðsbúðarinnar býður upp á mikla möguleika í vaxandi straumi ferðamanna inn á svæðið, þetta er því tilvalið tækifæri fyrir sniðugan einstakling eða fjölskyldur.Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér tækifærið eru beðnir um að setja sig í samband við Davíð Kjartansson, Ríki Vatnajökuls, í síma 896-7084 eða í netfangið [email protected], Vigfús, Matís í síma 858-5136 eða í netfangið [email protected]

AtvinnaSumarafleysing óskast

á skrifstofu Ráðhúss. Upplýsingar gefur Ásta H. Guðmundsdóttir í síma 470-8000

eða á netfangið [email protected]

Auglýsing um nýtt deiliskipulag á Meðalfelli

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi á Meðalfelli í Sveitarfélaginu Hornafirði skv.1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið skipulagsins felst í eftirfarandi: Hanna vélarskemmu þar sem haft verður að leiðarljósi að byggingin falli vel að landslagi og þeim byggingum sem eru fyrir.

Deiliskipulag ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu verður til sýnis á bæjarskrifstofu Hornafjarðar Hafnarbraut 27 á opnunartíma frá og með 17. maí til og með 28. júní 2013.

Breytingartillagan ásamt greinargerð er á heimasíðu sveitarfélagsins. http://www2.hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. júní 2013. Athugasemdum skal skilað skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið [email protected].

Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests telst henni samþykkur.

F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar 17. maí 2013 Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, umhverfis- og skipulagsfulltrúi

Aðalskipulag 2014 - 2030 til kynningar

Gögn eru aðgengileg á heimasíðu og skrifstofu sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að kynna sér fyrirliggjandi gögn.

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, Umhverfis- og skipulagsfulltrúi

Vortónleikar Kvennakórs Hornafjarðar verða í Hafnarkirkju laugardaginn 25. maí kl. 16:00.

Aðgangseyrir kr. 2.000,- Frítt fyrir eldri borgara.

Page 4: Eystrahorn 20. tbl. 2013

Tilboðin gilda 23.maí - 26.maíTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kræsingar & kostakjör

PEPSI & PEPSI MAX33CL DÓSIR

79ÁÐUR 99 KR/STK

MASSARÍNAKRISTJÁNSBAKARÍ

659ÁÐUR 1.098 KR/STK

40% AFSLÁTTUR

ADIDAS 50MLSVITALYKTAREYÐIR 4 TEG.

299ÁÐUR 399KR/STK

GRILL LAMBALÆRIKRYDDAÐ

ÁÐUR 1.698 KR/KG

1.392KJÚKLINGABRINGUR

OKKAR - 3STK

1.990ÁÐUR 2.398KR/KG

LAMBAHRYGGURFYLLTUR M. SVEPPAFYLLINGU

ÁÐUR 3.099 KR/KG

2.479PAPRIKARAUÐ

349ÁÐUR 698 KR/KG

25% AFSLÁTTUR

GRÍSAHNAKKSSNEIÐAR BEINLAUSAR

PIRI PIRI

1.799ÁÐUR 2.398 KR/KG

50% AFSLÁTTUR

ANDABRINGURFRANSKAR

ÁÐUR 3.527 KR/KG

2.998

SÓSA OG MEÐLÆTI APPELSÍNUSÓSA 2 MATSK SYKUR, SHERRY – 2 BOLLAR VATN, 2 BOLLAR APPELSÍNUSAFI, SHALLOTTULAUKUR SMÁTT SKORINN, BÖRKUR AF APPELSÍNU OG SMÁVEGIS AF SÍTRÓNU. KJÚKLINGAKRAFTUR 2 MATSK SMJÖR - AÐFERÐ – SETJIÐ SYKUR Í POTT, LÁTIÐ BRÚNAST, BÆTIÐ SVO VIÐ SHERRY, VATN, AP-PELSÍNUSAFA, LAUK OG LÁTIÐ SJÓÐA Á LÁGUM HITA ÞAR TIL HEFUR SOÐIÐ NIÐUR, BÆTIÐ ÚTÍ BERKI AF APPELSÍNU OG SÍTRÓNU, TAKIÐ AF HITA, LÁTIÐ STANDA Í 3 MÍN OG HRÆRIÐ SMJÖRI ÚTÍ SÓSU. GOTT ER AÐ SETJA BRINGUR, SKORNAR, Á FAT OG HELLA SÓSU YFIR, LÁTIÐ STANDA Í 2 – 3 MÍNÚTUR.

MEÐLÆTIKRYDDJURTASALAT GLJÁÐ RÓTARGRÆNMETI MEÐ SÆTUM KARTÖFLUM.

ANDABRINGA A L´ORANGE Á GRILLIÐ ANDABRINGA SKERIÐ Í FITU Á BRINGU MEÐ JÖFNU MILLIBILI ÞVERT Á BRINGUNA, KRYDDIÐ BRINGU Á BÁÐUM HLIÐUM MEÐ SJÁVARSALTI, GRÓFUM PIPAR OG TIMIAN, LÁTIÐ SITJA Í 15 MÍN. HITIÐ GRILL MJÖG VEL, SETJIÐ BRINGU, FITUHLIÐ Á GRILLIÐ, PASSA ELD SEM MYNDAST. SNÚIÐ VIÐ OG SETJIÐ KJÖTHLIÐ Á GRILL Í CA. 3 MÍN. SNÚIÐ VIÐ AFTUR OG LÁTIÐ FITUHLIÐ BRÚNAST VEL Á GRILLI, SETJIÐ SÍÐAN Á LÁGAN HITA OG ELDIÐ EFTIR SMEKK, MÆLT MEÐ MEDIUM ELDUN. ELDUN TEKUR RÉTT UM 12 – 15 MÍN EFTIR HITA OG GRILLI. PASSA AÐ SNÚA BRINGU NOKKRUM SINNUM.

25% AFSLÁTTUR