Arbaejarbladid 5.tbl 2008

15
Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3 Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: [email protected] 5. tbl. 6. árg. 2008 maí Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti Þessi mynd var tekin af landsliðskonum Fylkis í knattspyrnu á uppskeruhátíð eldri flokka Fylkis fyrir síðustu leiktíð. Á myndinni eru Björk Björnsdóttir, U-19 ára, Lovísa Sólveig Erlingsdóttir, U-19 ára, Anna Björk Björnsdóttir, a-landslið og Hekla Eiríksdóttir, U-19 ára. Sjá nánar í miðopnu IPL Áhrifarík sársaukalaus háreyðing Við ábyrgjumst árangur! Bókið prufutíma Greifynjan-snyrtistofa - Hraunbæ 102 - sími 5879310 P.s. munið nematilboðin 20% afsl. á allri almennri snyrtingu

description

Arbaejarbladid 5.tbl 2008

Transcript of Arbaejarbladid 5.tbl 2008

Page 1: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðið

Pantið tíma

í síma511–1551Hársnyrting Villa Þórs

Lynghálsi 3

Opið virka dagafrá kl. 9-18.30Laugardaga frá kl. 10–14

Hraunbæ 102B – 110 Rvk.Sími 567–4200 Fax 567–3126

Netfang:[email protected]

5. tbl. 6. árg. 2008 maí Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Þessi mynd var tekin af landsliðskonum Fylkis í knattspyrnu á uppskeruhátíð eldri flokka Fylkis fyrir síðustu leiktíð. Á myndinni eru BjörkBjörnsdóttir, U-19 ára, Lovísa Sólveig Erlingsdóttir, U-19 ára, Anna Björk Björnsdóttir, a-landslið og Hekla Eiríksdóttir, U-19 ára.

Sjá nánar í miðopnu

IPL Áhrifarík sársaukalaus háreyðingVið ábyrgjumst árangur! Bókið prufutíma

Greifynjan-snyrtistofa - Hraunbæ 102 - sími 5879310 P.s. munið nematilboðin 20% afsl. á allri almennri snyrtingu

Page 2: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

Taka tankana í fóstur

Hvað er að gerast?Það er ljóst að eitthvað mikið er að í herbúðum Fylkis í

Landsbankadeildinni í knattspyrnu ef marka má hroðalegaútreið Fylkis í fyrsta leik deildarinnar. Það sem einkum vek-ur furðu eru ummæli þjálfara liðsins eftir umræddan leik enþá lét hann hafa eftir sér að leikmenn Fylkis hefðu ekki nenntað spila leikinn.

Ef að þetta er virkilega staðan innan liðsins hefur þjálfariliðsins varla nema tvo kosti í stöðunni. Lesa yfir hausamótun-um á leikmönnum sínum og gefa þeim eitt tækifæri til viðbót-ar. Ef það dugar ekki og engin breyting verður á leik liðsinsog letin verður enn við völd hjá leikmönnum er komið að hin-um kostinum sem er að setja þessa leikmenn til hliðar og teflafram yngri leikmönnum. Fylkir á nóg af ungum og efnilegumleikmönnum sem nenna að leika knattspyrnu fyrir félagið sittog eru mjög efnilegir. Þeir munu grípa tækifærið fegins hendiog fá dýrmæta reynslu. Hætt er við að Fylkir muni þá eiga erf-itt með að halda sæti sínu í deildinni. En eitthvað verður aðgera ef þeir leikmenn sem allt traust var lagt á bregðast hveraf öðrum.

Maður trúir því ekki fyrr en á reynir að Fylkismenn hysjiekki upp um sig buxurnar og leggi sig fram. Margir í Árbæn-um eru orðnir óþreyjufullir og biðin eftir titli er orðin löng.Þrátt fyrir að slæmir hlutir hafi gert vart við sig í fyrsta leikn-um er ekki enn ástæða til að örvænta. Og ekki er sanngjarntað skella allri skuldinni á leikmennina. Þjálfarinn hlýtur aðbera töluverða ábyrgð á því ef leikmenn nenna ekki að gera

það sem þeim er sagt að gera á vellinum. Eitthelsta hlutverk þjálfara er að koma mönnumí rétta gírinn fyrir leik. Það er því ljóst aðkarlinn í brúnni er undir jafn mikilli pressuog leikmennirnir í næstu leikjum Fylkis íLandsbankadeildinni.

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844.Netfang Árbæjarblaðsins: [email protected]Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Landsprent ehf.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti,Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu

dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 (660 fyrirtæki).

[email protected]

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðFréttir

2

B-lið FRAM sem eingöngu erskipað drengjum úr Grafarholtinumættu til leiks á lokamót Íslands-mótisins í handbolta helgina 19. - 20.apríl sl.. Strákarnir sem hafa ein-ungis tapað einum leik í veturmættu hressir til leiks og ákveðnir íþví að landa sigri á mótinu og þarmeð tryggja sér Íslandsmeistaratitilí 5. fl. B-liða.

Strákarnir byrjuðu snemma álaugardagsmorgni og léku alla sínaleiki þar sem margir áttu að ferm-

ast á sunnudeginum. Fyrstu tveirleikirnir voru gegn Gróttu 1 ogGróttu 2 og unnust en þetta eru yfir-leitt erfiðustu leikirnir og eini leik-urinn sem hefur tapast í vetur vareinmitt á móti Gróttu.

En sem sagt sigur í tveimurfyrstu leikjunum og þar á eftirfylgdi sigur gegn Þrótti og svo ör-uggur sigur gegn UMFA.

FRAM sigraði því í 1. deild og þarmeð löngu ljóst að strákarnir væruorðnir Íslandsmeistarar en það

verður það lið sem flest sig fær í öll-um 4 Íslandsmótunum í vetur.FRAM strákarnir enduðu með 38stig af 40 mögulegum og sigruðuþví með glæsibrag.

Þar með hafa FRAMarar eignastfyrstu Íslandsmeistarana í Hand-bolti í Grafarholti og það á 100 áraafmæli FRAM, glæsileg afmælisgjöfþað.

Til hamingju drengir - Til ham-ingju Grafarholtsbúar - Til ham-ingju Fram!

Íslandsmeistarar Fram í 5. flokki karla í handknattleik.

- Grafarholtsstrákarnir í Fram fengu 38 stig af 40 mögulegum

Stefán Kristjánsson, ritstjóri Árbæjarblaðsins

Í tilefni af átakinu 1, 2 og Reykjavíkþar sem m.a. er lögð áhersla á að eflahverfisvitund og kalla fram jákvætt oguppbyggilegt viðhorf gagnvart um-hverfinu var sl. laugardag, undirritað-ur samstarfssamningur á milli nem-enda í 9. bekk Ingunnarskóla, foreldra-fulltrúa árgangsins, Orkuveitu Reykja-víkur og Þjónustumiðstöðvar Árbæjarog Grafarholts sem felur í sér að nem-

endur með stuðningi skólans og for-eldra sjá um að halda svæðinu í kring-um vatnstankana í Grafarholti hreinu.Markmið þessa verkefnis er meðalannars að;

- tengja saman óhefðbundið nám ognærumhverfi,

- fá nemendur til að taka ábyrgð áumgengi í sínu nánasta umhverfi,

- vera fjáröflun fyrir væntanlega út-

skrift úr tíunda bekk vorið 2009 og- hafa áhrif á upplifun og þroska

nemenda í nærumhverfi þeirra.Undir þennan samstarfssamning

skrifuðu f.h. Orkuveitu Reykjavíkur,Hannes Fr. Sigurðsson. Fyrir hönd for-eldra, Ragnheiður Skúladóttir og fyrirhönd nemenda þeir Birkir Örn Árna-son og Sindri Geirsson.

Töpuðu aðeins einum leik

Árbæjarblaðið Auglýsingar og ritstjórn

- nemendur sjá um að halda svæðinu við vatnstankana hreinu

Íslandsmeistarar í handbolta:

F.v.: Hannes Fr. Sigurðsson, Ragnheiður Skúladóttir, Birkir Örn Árnason. og Sindri Geirsson. BorgarstjóriÓlafur F. Magnússon fylgist með.

HandverkssýningFélagsmiðstöðinni Hraunbæ 105

Laugardaginn 17. maí og sunnudaginn

18. maí verður sameiginleg handverkssýning,

frá Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105,Þórðarsveig 3 og frá félagsstarfi

Árbæjarkirkju.

Opið frá kl. 13:00 - 16:00 báða dagana

Margir fallegir munir.Kaffi og með því á vægu verði

Allir velkomnir

Page 3: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

DANSKARKJÚKLINGALUNDIR

LAMBALÆRIFROSIÐ Í SNEIÐUM

NÝTT KORTATÍMABIL NÝTT KORTATÍMABIL NÝTT KORTATÍMABIL

Bónus smyrill 300g 98 kr.

700g 998 kr. pokinn. 1198 kr./kg. Kryddið sjálf

KS lambalæri frosið879 kr./kg. Kryddið sjálf.

KS ferskt lambafillet m/fiturönd2498 kr./kg. Kryddið sjálf.

Ali ferskur svínabóguraðeins 498 kr./kg..

Ali ferskar svínakótilettur1070 kr./kg. MerKt verð 1783 Kr./Kg.

Ali ferskar svínahnakkasneiðar1259 kr./kg. MerKt verð 1798 Kr./Kg.

Holta ferskir kjúklingabitar (blandaðir) 359 kr./kg. MerKt verð 598 Kr./Kg.

Holta ferskir kjúklingavængir239 kr./kg. MerKt verð 398 Kr./Kg.

Holta fersk kjúklinglæri m/legg449 kr./kg. MerKt verð 748 Kr./Kg.

NF íslenskir laxabitar m/roði998 kr./kg.

Bónus hangiálegg í bunkaaðeins 1798 kr./kg

Bónus flatkökur5 stk. 79 kr.

998 1198

879

498

2498

40%AFSLÁTTUR

40%AFSLÁTTUR

40%AFSLÁTTUR

40%AFSLÁTTUR

30%AFSLÁTTUR

BeINHReINSAðUR LAx

9 8 79179 8 9 9 8

AFGReIðSLUTÍMI: FIMMTUDAGA 12.00-18.30

Page 4: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

Hjónin Hulda Rós Rúriksdóttirog Lárus Finnbogason eru mat-gæðingar okkar að þessu sinni ogfara uppskriftir þeirra hér á eftir:

Kjúklingaréttur.

500 gr. kjúklingabringur, skornarí bita.150 gr. beikon skorið í bita2-3 skallott laukar200 gr sveppir3-5 hvítlauksgeirar1 dós niðursoðnir, skornir tómat-ar.

Kjúklingurinn settur á pönnu,kryddað með kjúklingakryddi.

Beikoni bætt á pönnuna ásamtlauk, hvítlauknum pressuðum og

sveppunum.Látið malla á pönnunni í ca. 10

mínútur.Tómatarnir settir yfir og látið

malla í ca. 20 mín á pönnunni.

Meðlæti er tagliatelle pasta,annaðhvort sett yfir pönnuna eðahaft sér. Einnig haft brauð ogferskt salat.

Eftirréttur:

½ l. rjómi, þeyttur.1 dós sýrður rjómi.Marengsbotn ( keyptur ).Fersk jarðaber.Fersk bláber.Nóakropp.

Sýrða rjómanum og þeyttarjómanum hrært saman meðsleif.

Marengsbotninn mulinn út írjómablönduna.

Jarðaberin, bláberin og nóa-

kroppið sett út í.Rétturinn er tilbúinn.

Verði ykkur að góðu,Hulda og Lárus

ÁrbæjarblaðiðMatur4

MatgæðingarnirHulda Rós Rúriksdóttir, Lárus Finnbogason og synirnir Arnar Heimir og Lárus Sindri. ÁB-mynd PS

Kjúklinga-réttur oggirnilegureftirréttur

Skora á Valborgu og BjörnHulda Rós Rúriksdóttir og Lárus Finnbogason, Brekkubæ 35,

skora á Valborgu Elísdóttur og Björn Ingvarsson, Brekkubæ 17,að koma með uppskriftir í næsta matarþátt.

Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út í júní.

- að hætti Huldu Rósar og Lárusar

Eldri borgarar í Árbæog Grafarholti athugið!

Sumarið 2008 verða eftirtaldar ferðir á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Hraunbæ 105 í boði:

- Miðvikudaginn 28. maí: Kirkjuferð í Hallgrímskirkju- Fimmtudaginn 5. júní: Óvissuferð.- Miðvikudaginn 11. júní: Borgarfjörður - Landnámssetur.- Miðvikudaginn 18. júní: Óvissuferð.- Miðvikudaginn 25. júní: Jónsmessukaffi í Básum í Ölfussi.- 2.-3. júlí: Tveggja daga ferð að Kirkjubæjarklaustri og að Lakagígum.- Miðvikudaginn 9. júlí: Óvissuferð.- Miðvikudaginn 16. júlí: Óvissuferð.- Miðvikudaginn 23. júlí: Viðey.- Miðvikudaginn 30. júlí: Óvissuferð.- Miðvikudaginn 6. ágúst: Landmannalaugar.- Miðvikudaginn 27. ágúst: Gönguferð á Þingvöllum.- Miðvikudaginn 3. sept: Hólmavík - Galdrasafnið.- Miðvikudaginn 17. sept: Haustlitaferð á Þingvelli.

A.T.H. Allar nánari upplýsingar um brottfarartíma og verð er að fá í Fé-lagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 eða í síma: 411-2730. Skráning í ferðir á

sama stað. Allar ferðir þarf að greiða í síðasta lagi á föstudegi fyrir brott-för. Panta þarf í tveggja daga ferðina að Kirkubæjarklaustri og Lakagígum

fyrir 1. júní.

Í apríl var lögreglan með hraðamælingar í Rofabæ við Árbæjarskóla ognaut svæðistöð Breiðholts aðstoðar Umferðardeildar lögreglunnar á höfuð-borgarsvæðinu við hraðamælinguna sem stóð yfir í eina klukkustund.

Var ákveðið að hraðamæla við Árbæjarskóla þar sem talið var að ökumennækju of hratt í götunni en þar er 30 km hámarkshraði.

Var fyrirhuguð hraðamæling kynnt í fjölmiðlum áður en hún fór fram.Fór vöktunin fram á stað þar sem tvær merktar gangbrautir eru og biðstöð

strætisvagna. Mikið af skólanemendum eiga leið yfir götuna og virðast marg-ar hraðahindranir sem þarna eru ekki bera tilætlaðan árangur en vaktaðarvoru 67 bifreiðar á þessum tíma og voru ökumenn 40 þeirra kærðir eða 60%.Var meðalhraði þeirra bifeiða sem voru kærðar 45 km/klst.

60% voru kærðir

Page 5: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

STO

FAN

SLF

Page 6: Arbaejarbladid 5.tbl 2008
Page 7: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

heimur heillandi hluta og hugmyndaStekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is

Gegn fíflum í grasflöt:GARÐHEIMA:

GÓÐ RÁÐ

Fíflastafur: Stafnum er stungið niður með stólparót fífilsins, snúið, togað upp og losað.Herbamix: Blandað í vatn og úðað eða vökvað yfir illgresið. Eyðir fíflum og öðrum tvíkímblöðungum úr grasflöt. Eyðir ekki grasi.

Skrautsteinar Skrautsteinar – í handhægum pokum

margirlitir!

Styttur og Styttur og tjarnarvörur

Blómaskálar og kerBlómaskálar og kerí úrvali

Garðhúsgögnin

Allt fyrir góðan garð!

BakkaplönturBakkaplöntur

Í Garðheimum færðu íslensk sumarblóm, færðu íslensk sumarblóm, ræktuð og hert fyrir ræktuð og hert fyrir íslenskar aðstæður.

Page 8: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

Árbæjarblaðið Uppskeruhátíð eldri flokka Fylkis 9

ÁrbæjarblaðiðUppskeruhátíð eldri flokka Fylkis8

Fjalar Þorgeirsson markvörður, leikmaður m.fl. karla

Tómas Joð Þorsteinsson, leikmaður 2. fl. karla ásamt systur sinniBryndísi Önnu Níelsdóttur..

Elínborg Ágústsdóttir og Kristinn Steingrímsson.

Súsanna Kjartansdóttir og Jakob Halldórsson.

Daníel Freyr Guðmundsson og Pape Mamadou Faye.

Arnar Björnsson og Kristjana Helgadóttir.

Leikmenn allra flokka. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Pape MamadouFaye, Kjartan Andri Baldvinsson og Hörður Antonsson sem afhentiverðlaunin. Á myndina vantar Guðlaug Victor Pálsson.

María Kristjánsdóttir tekur á móti servíettu úr hendi Magnúsar Ingv-arssonar fyrir hönd Old Boys Fylkis. Strákarnir styrktu stelpurnar um10 þúsund krónur fyrir hvert stig í Íslandsmótinu.

Sverrir Sigmundsson og Kristján Gylfi Guðmundsson að heiðra Krist-ján Valdimarsson, besta leikmanninn að mati stuðningsmannafélagsKidda Tomm.

Hörður Antonsson og Ingibjörg Sigurðardóttir.

Vikytor Lekve, Bergur Logi Lúðvíksson, Sölvi Þrastarsson og ÁsgeirÖrn Arnþórsson.

Leifur Garðarsson, þjálfari m.fl. Fylkis og Svabbi stuðningsmaður nr. 1í Everton treyju.

Lovísa Sólveig Erlingsdóttir og Björk Björnsdóttir, efnilegustu leik-menn meistaraflokks kvenna.

Guðni Rúnar Helgason og Rebekka Rúnarsdóttir.

Ásta Hulda Guðmundsdóttir, leik-maður meistaraflokks kvenna.

Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir,efnilegasti leikmaður í 2. flokkikvenna.

Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir,leikmaður 2. flokks kvenna.

Ásgeir Örn Arnþórsson, efnileg-asti leikmaður í 2. flokki karla.

Verðlaun fyrir 50 leiki. Hörður Antonsson afhenti Christian Christi-anssen verðlaunin. Á myndina vantar Pál Einarsson og Albert BrynjarIngason.

Andrés Már Jóhannesson, efnilegasti leikmaður í meistaraflokkikarla. Anna Björk Björnsdóttir og Christian Christiansen.

Verðlaunaðir fyrir 50 leiki. Kristján Valdimarsson, Guðni RúnarHelgason og Arnar Þór Úlfarsson. Á myndina vantar Eyjólf Héðinsson.

Verðlaunaðar fyrir 50 leiki. Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir, Kolbrún Arnardótt-ir, Ruth Þórðar Þórðardóttir og Ásta Hulda Guðmundsdóttir.

Blómarósirnar Jóhanna Ósk Breiðdal og Guðrún Hjartardóttir.

Landsliðsmenn: Runólfur Sveinn Sigmundsson, U-19 ára, Björn Orri Hermanns-son, U-19 ára og Andrés Már Jóhannesson, U-19 ára og U-21 árs. Á myndinavantar Albert Brynjar Ingason, U-21 árs.

Þessi fengu viðurkenningu frá knattspyrnudeild Fylkis: Ragnheiður Erna Kjartansdóttir, María Björk Ólafsdóttir, Heiða Rún Steinsdóttir, Ásta Hulda Guð-mundsdóttir, Anna Björk Björnsdóttir, Christian Christiansen ásamt Kristni Steingrímssyni, formanni meistaraflokks kvenna.

UppskeruhátíðUppskeruhátíð eldri flokka hjá Fylki

fyrir síðasta keppnistímabil var aðvenju mikil og skemmtileg hátíð. Fjöl-

margir leikmenn og annað gott Fylkis-fólk var þar verðlaunað fyrir vel unninstörf í þágu félagsins.

Þrátt fyrir mótlæti í byrjunÍslandsmóts vonum við að lið Fylkisstandi sig vel í sumar í öllum flokkum

og næsta uppskeruhátíð verði ekki síð-ur glæsileg en sú síðasta.

Áfram Fylkir!!

Page 9: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðFréttir10

www.myndlistaskolinn.is

útibú Korpúlfsstöðum

sumarnámskeið6 - 9 ára börn

sími 5511990

Íbúasamtök Grafarholtsog Úlfarsárdals stofnuð

Vel var mætt á samráðsfund borgarstjóra með íbúum Grafarholts og Úlfarsárdals.

Það var góður fundur sem íbúarGrafarholts og Úlfarsárdals áttu viðborgarstjórann í Reykjavík laugar-daginn 19. apríl sl.

Þrátt fyrir að frábært vor væri ílofti og ýmis tækifæri til þess aðnjóta náttúrunnar voru fjölmargiríbúar sem ákváðu að mæta á fund-inn sem haldin var í tengslum viðverkefni borgarinnar 1, 2 og Grafar-holt.

Í upphafi fundar voru stofnuð íbú-asamtök Grafarholts og Úlfarsár-dals, samþykkt voru lög sem og kosiðí stjórn samtakanna. Það var öflug-ur hópur íbúa sem bauð sig fram þvíekki vantaði áhuga fólksins fyrirþessu þarfa framtaki. GuðmundurArngrímsson var kosinn formaðurog við birtum við hann viðtal í næstaÁrbæjarblaði.

Kristinn Reimarsson verkefnis-stjóri á Þjónustumiðstöð Árbæjar ogGrafarholts fræddi íbúa um lýð-heilsu, útivist, náttúru og möguleikaGrafarholtsbúa til að nýta sér sittnánasta umhverfi til að stunda

heilsusamlegt líferni án þess að hafamikið fyrir því.

Brekkukórinn sem er skipaðurelstu börnunum á Maríuborg komuog söng þrjú lög með mikilli innlifunog stóðu þau sig alveg frábærlega.

Ólafur F. Magnússon borgarstjórifór yfir málefni hverfisins og svariðfyrirspurnum frá íbúum. Það vorumargvíslegar spurningar sem komu,allt frá því að spyrjast fyrir umrusladalla eða bekki við gangstígayfir í að fyrirspurnir um veg sem áað liggja milli Vesturlands- og Suður-landsvegar. Einnig kom ósk frá íbú-um um að bensínstöðin sem er viðskólalóð Ingunnarskóla yrði fjar-lægð enda stæði hún á afar óheppi-legum stað í hverfinu. Því miðurgafst ekki tími til þess að svara öll-um fyrirspurnum á staðnum en svörmunu verða senda til spyrjenda semog verður fundargerð fundarins settá heimasíðu hverfisins.

Borgarstjóri var einnig viðstadd-ur þegar skrifað var undir sam-komulag milli nemenda í níunda

bekk Ingunnarskóla og OrkuveituReykjavíkur um umhirðu á tanka-svæðinu, eða eins og stóð í sam-komulaginu að nemendur taki svæð-ið í fóstur gegn styrk í ferðasjóð.Skemmtileg nálgun til þess að eflahverfavitund unglinga í hverfinu ogvonandi koma einnig skemmtilegarhugmyndir fram um hvernig meginýta þetta svæði betur.

Sólveig Reynisdóttir fram-kvæmdastjóri ÞjónustumiðstöðvarÁrbæjar og Grafarholts fór yfir þærathugasemdir sem komið hafa inn áábendingavefinn 1, 2 og Reykjavík.Sú ábending sem fékk flestar undir-tektir var tvímælalaust sú þar semmótmælt er fyrirhugaðri staðsetn-ingu flugvallar á Hólmsheiði.

Við þetta má bæta að börnin áleikskólanum Geislabaugi voru meðljósmyndasýningu þar sem þauhöfðu tekið myndir af hverfinu einsog það leit út fyrir þeim og börninfrá leikskólanum Reynisholti vorumeð myndlistasýningu.

Fjölmennur samráðsfundur í Grafarholti:

Bílaverkstæði á besta stað

Ávallt í leiðinniAllar almennar viðgerðir,

púst, bremsur, tímareimar, hjólalegur, stýrisendar, kúplingar, olíuþjónusta og fl.

Einnig athugum við bíla fyrir skoðun og lagfærum það sem sett hefur

verið út á í skoðun Góð og heiðarleg þjónusta

Bíldshöfða 18 - bakhús112 Reykjavík - Sími 587-3131 - www.bilastofa.is

Brekkukórinn frá leikskólanum Maríuborg söng.

Page 10: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

Þessar þurfa að vera í boxinu þínu í sumar

Iða Krafla gul Krafla rauð Krafla orange

Krafla blá Krafla græn Iða Skröggur

Grænfriðungur Elsa Gríma blá Gríma gul

Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)

Beygla

SilungaKrafla bleik

Beykir

SilungaKrafla orange

Krókurinn Mýsla

Laxaflugur

Tungsten keilutúpur

,,Íslenska landsliðið’’ í silungaflugum

Kíktu á Krafla.is- Gjöfular, fallegar og sterkar flugur

- Íslensk hönnun

íslensk fluguveiði

Skrautás ehf. Sími: 587-9500

Page 11: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðFréttir12

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Kæru viðskiptavinir!Sumartilboð á vörum sem leiða okkur

inn í sumarið! Sjón er sögu ríkari

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Borgarholtsskóli býð-ur betur, veljið rétt!

ÁrbæjarblaðiðSími: 587-9500

Nú er tími samræmdra prófa liðinn.Tíundu bekkingar hafa fengið einkunn-irnar sínar og umræðan á flestum heim-ilum er í hámarki. Vonandi fá sem flest-ir uppfylltan drauminn um óskaskólannsinn. Þeir sem fá það ekki þurfa þó ekkiað kvíða ef þeir hafa staðið skynsamlegaað ákvarðanatökunni. Nokkrar tækni-legar og hagnýtar upplýsingar í því sam-bandi:

Hver nemandi velur rafrænt á tíma-bilinu 14. maí til 11. júní. Þegar viðkom-andi framhaldsskóli hefur valið þá nem-endur sem hann vill úr hópi umsækj-enda fara þeir sem hafnað hefur veriðsjálfkrafa (rafrænt) í þann skóla semþeir hafa sett í annað sæti. Fái þeir held-ur ekki inngöngu þar fara þeir í þriðjaskólann og svo áfram. Á endanum færmenntamálaráðuneytið þá sem hvergi fáskólavist og ber skylda til þess að komaþeim fyrir í einhverjum skóla. Þessi inn-tökuregla gildir þó aðeins fyrir þá semljúka grunnskóla nú í vor.

Ástæðan fyrir þessum rófuleik er aug-ljóslega sú að framhaldsskólinn er í sam-keppnisumhverfi. Nemendur keppa umað komast í tiltekna skóla á grundvellieinkunna og skólarnir keppa um nem-endur á grundvelli fjárveitinga meðhverjum nemanda. Þannig fá skólarnirgreitt fyrir hverja einingu sem nemend-ur skila í náminu auk þess að fá fé í gegn-um skólasamninga þ.e. að skólarnir takaað sér ýmsar félagslegar skyldur eða sér-hæfð verkefni sem ekki samrímast þess-ari megin hugmynd.

Það hefur verið nokkuð áberandi síð-ustu ár að nemendur og forráðamennþeirra hafa misséð sig á því að veljaraunhæft og of margir enda í skóla semhentar miður vel t.d. vegna fjarlægðar,samgangna eða annarra þátta semskipta fólk á þessum aldri miklu. Þetta

gerist einfaldlega vegna þess oft á tíðumað sumir ,,frjósa úti’’ þ.e. velja óraunhæf-an fyrsta valkost, missia af valkostinúmer tvö og fá kannski valkost númerþrjú en hefðu betur sett valkost númer

tvö í fyrsta sæti.Sem kennslustjóri bóknámsbrauta til

stúdentsprófs í Borgarholtsskóla hvet égsem flesta í Grafarvogi, Grafarholti, Ár-bæ, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi að setjaBorgarholtsskóla í fyrsta sæti í vali sínuá bóknámi hafi þeir til þess tilskildareinkunnir (þær einkunnir eru gefnar útaf menntamálaráðuneytinu og erukynntar nemendum núna í inntökuferl-inu).

Borgarholtsskóli lítur á það semskyldu sína að veita þeim öllum skóla-vist enda þótt svo eigi að heita að landiðallt sé eitt skólasvæði. Skólinn er stofn-aður 1996 sem hverfaskóli og vill starfasem slíkur. Um leið verður skólinn auð-

vitað að standast þær kröfur að hannveiti fyllstu og bestu menntun til stúd-entsprófs sem sé samanburðarhæft aðgæðum og inntaki á við próf úr hvaðaöðrum skóla sem er. Það teljum við okk-ur gera hér í bóknámi Borgarholtsskólahvort sem litið er til búnaðar skólans,hæfni kennara, þjónustu við nemendur(eða fjölbreytilegs félagslífs).

Eins og flestum er kunnugt er Borgar-holtsskóli yfir 1000 nemenda fjölbrauta-skóli og jafnvel með hátt í 1500 nemend-ur á skrá ef allt er talið.

Allir kannast við frábæra frammi-stöðu skólans í Gettu betur og Morfísþar sem skólinn stendur traustum fótumí hópi hinna bestu.

En því miður er ekki öllum alvegnógu ljóst að í þessum stóra skóla er full-gildur öflugur menntaskóli með um 400nemendum og hátt í hundrað útskrifuð-um stúdentum ár hvert. Nemendur héð-an hafa fengið gott gengi á háskólastig-inu og skólinn nýtur álits í háskólasam-félaginu. Það er því dálítið eins og farayfir lækinn að sækja vatn eða jafnvel yf-ir girðingu þótt grasið sé ekki grænnahinu megin þegar nemendum og for-ráðamönnum þeirra sést yfir þetta. Dap-urlegra er þó þegar duglegir nemendursem hafa misséð sig í valinu vilja snúatil baka eftir eina eða tvær annir og kom-ast ekki inn. Þar hefðu þeir líklegast átthægan aðgang ef þeir hefðu sett skólanní fyrsta val á sínum tíma. Þetta tvennter því tilefni þessarar greinar þ.e. veljiðrétt og munið að Borgarholtsskóli erykkar skóli sem býður ykkur velkomintil góðra verka og menntunar fyrir fram-tíðina.

Magnús Ingólfsson,kennslustjóri bóknámsbrauta til stúd-

entsprófs, Borgarholtsskóla

Magnús Ingólfsson.

Page 12: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

Vortilboðin byrja í dagOpið í dag frá 12 til 16

Síðumúli 8 – Sími 568 8410Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 Krókháls 5 – Sími 517 8050

Veidimadurinn.is - Sportbudin.is - Veidihornid.is

Gerðu verðsamanburð og góð kaup á vortilboðum.

Munið vinsælu gjafabréfin okkar.

Láttu þér líða vel í næstu veiðiferðVöðlupakkar á betra verði

Simms L2 Gore-texvöðlupakki.

Það er ekki hægt að gera betri kaup í Gore-tex vöðlupakka í

dag. Fullt verð 52.990. Vortilboð aðeins 42.995.

Simms Freestone öndunarvöðlupakki.

Mest keyptu öndunarvöðlu-pakkarnir á Íslandi. Fullt verð 39.990.

Vortilboð aðeins 32.995.

Scierra CC4 öndunarvöðlupakki.Nýjar fjögurra laga vöðlur

ásamt skóm. Fullt verð 45.990.

Vortilboð aðeins 32.995.

Scierra CC3 öndunar-vöðlur með stígvélum og góður veiðijakki.

Fullt verð 51.990. Vortilboð aðeins 35.995.

Scierra CC3 mittisöndunar-vöðlur og skór. Fullt verð 38.990.

Vortilboð aðeins 27.995.

Scierra CC3.Nýjar öndunarvöðlur

frá Scierra ásamt skóm. Fullt verð 40.990.

Vortilboð aðeins 28.995.

DAMneoprenvöðlur

með jakka.Fullt verð 33.990.

Vortilboð aðeins 23.995

DAM öndunar-vöðlupakki með skóm og jakka.Fullt verð 56.985. Þú færð afslátt og ókeypis skó. Aðeins 39.995.

DAM öndunar-vöðlupakki.

Vandaðar öndunarvöðlur og sterkir DAM skór.

Fullt verð 39.990. Þúborgar vöðlurnar og við gefum þér skóna.

Aðeins 26.995.

Ron Thompson neoprenvöðlur og vatnsheldur

veiðijakki. Fullt verð 27.990. Vortilboð aðeins

19.995.

Ron Thompson öndunarvöðlupakkimeð skóm og jakka.

Fullt verð 46.985. Þú færð afslátt og ókeypis skó.

Aðeins 32.995.

Ron Thompson öndunarvöðlupakki.

Góðar öndunarvöðlur og sterkir skór.

Fullt verð 32.990. Þú borgar vöðlurnar

og við gefum þér skóna. Aðeins 21.995

Page 13: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðFréttir14

Þarft þú aðlosna við

köngulær?

Grennandi meðferðRétt verð 55.700 kr.

Sumartilboð29.200 kr.

CELLÓNUDD: Kemur blóðrásinni af stað, hjálpar til við frekara niðurbrot og losar líkamann við eiturefni.

HÚÐBURSTUN: Opnar húðina og gerir leirnum kleift að fara vel inn í hana.

HLJÓÐBYLGJUR: Brjóta niður fitu.

VAFNINGAR: Leir er borinn á húðina sem gerir hana stinna, silkimjúka og er jafnframt mjög vatnslosandi. Síðan er notaður Universal líkamsvafningur en með honum missir þú að minnsta kosti 16 cm í hvert skipti.

FLABÉLOS: Að lokum er gott að fara í nokkrar mínútur í Flabélos tækið.

hringið núna í síma 577 7007

Sundnámskeiðfyrir börn

Í sumar býður Sunddeild Ár-manns upp á sundnámskeið fyrir 3-9ára börn í Árbæjar- og Laugardals-laug. Börnunum er skipt niður íhópa eftir aldri og eru foreldraryngstu barnanna (3-4 ára) með ofan ílauginni.

Boðið er upp á þrjú tveggja viknanámskeið þar sem kennt er á morgn-anna í Árbæjarlaug og eftir hádegi íLaugardalslaug. Fyrsta námskeiðiðhefst 9. júní og því síðasta lýkur 18.júlí.

Reyndir sundþjálfarar sjá umnámskeiðin og verða leiðbeinendurþeim til aðstoðar ofan í lauginni og ísturtuklefum. Foreldrar þurfa að að-stoða börnin við að klæða sig ef þessþarf.

Skráningar hefjast 15. maí. ÍrisEdda Heimisdóttir tekur við skrán-ingum og greiðslum í síma 866-2417alla virka daga milli kl. 11:00 og 14:00,eða í netfangi [email protected]

Framsvæðið í Úlfarsárdal

Hreyfing fyrir allaHeilsuefling eldri borgara

í Árbæ og GrafarholtiStafgöngunámskeið:

Ókeypis 6 tíma námskeið í stafgöngu frá Félags-miðstöðinni Hraunbæ 105. Kennt er einu sinni íviku á miðvikudögum kl. 10:30. Kennsla hefstmiðvikudaginn 21. maí. Skráning og allar nán-ari upplýsingar í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ

105, sími 411 2730.

Í Grafarholti verður kennt á miðvikudögum kl.13:00. Gengið frá Þórðarsveig 3. Kennsla hefst sömuleiðis 21. maí. Skráning í síma 411 2730.

Ath. Hægt að fá lánaða stafi

Fljótlega fer mynd að koma á nýttframtíðarfélagssvæði Fram í Úlfar-sárdal í Grafarholti, sem verður hiðglæsilegasta í fögru umhverfi viðÚlfarsá.

Framsvæðið, sem fer undiríþróttamannvirki, grasvelli og fleira,er um 100.000 fm og síðan til viðbótarum 10.000 fm undir bílastæði og ann-að, en þess má geta til gamans að alltsvæðið í Safamýrinni er um 44.000fm.

Á svæðinu er fullbúið íþrótta-mannvirki (rauða húsið á teiknin-unni) með tveimur handknattleik-svöllum og aðstæðu fyrir áhorfend-ur. Húsið er um 60-90% stærra eníþróttahúsið og félagsaðstaðan íSafamýri. 8 grasæfingavellir aðfullri stærð verða á svæðinu (2,5grasvellir í Safamýrinni). Þá verðurá svæðinu fullbúinn keppnisvöllur -völlurinn fyrir sunnan íþróttahúsið,með áhorfendastúkum með báðumhliðum vallarins og möguleika ástúku allan hringinn. Vestan viðvöllinn verður fullbúinn gervigras-völlur. Samtals verða á svæðinu 10fullbúnir vellir í fullri stærð.

Á framtíðarsvæði austan viðíþróttahúsið er gert ráð fyrir tveim-ur völlum til viðbótar, annar verður íknatthúsi.

Helstu atriði varandi umfang,

stærðir og framkvæmdaáætlun eru:1. Fjölnota íþróttamannvirki

Fram. Felur í sér, fjölnota íþróttahúsþar sem hægt er að koma fyrir tveim-ur handknattleiksvöllum í fullristærð, þversum. Með áfastri áhorf-endaaðstöðu fyrir aðalleikvang ogbúningsklefum undir til viðbótar viðaðra búningsklefa í mannvirkinu.Þrír minni íþróttasalir svo sem fyrirTaekwondoo, júdó, almenningsdeildo.s.frv. t.d. í kjallara mannvirkisins.Félags- og þjónustuaðstaða fyrirstarfsfólk, þjálfara og félagsmennásamt samkomusal og fundarað-stöðu. Anddyri, verslun, þjónusta,áhaldageymslur, geymslur, líkams-ræktarsalur, o.s.frv. Gert ráð fyrir aðíþróttasalurinn verði tekinn í notk-um fyrri hluta árs 2010 og fjölnotamannvirkið fullbúið seinni hluta árs2010. Lóðin ca. 15.000 fm. að stærð.

2. Aðalleikvangur Fram. Fullnæg-ir öllum kröfum leyfiskerfis KSI ummannvirki til keppni í efstu deildkarla í knattspyrnu með áhorfenda-stúku undir sama þaki og fjölnotaíþróttamannvirki og með hinni lang-hlið vallarsins. Við enda vallarbeggja megin verði möguleiki ááhorfendastæðum í framtíðinni.Leikið á vellinum keppnistímabilið2011.

3. Gervigrasvöllur. Fullnægja öll-um þörfum skv. núverandi stöðlum

varðandi grasið, fljóðljós, stærðo.s.frv. Tekið í notkun 2009.

4. Grassvæði við aðalleikvang. Ersamtals um 12.000 fm. - rúmar tvoknattspyrnuvelli í fullri stærð. Tekiðí notkun 2010.

5. Fjölnota grasæfingavöllur, semer fyrir vestan aðalsvæðið á teikn-ingunni. Stærð 12.680 fm - rúmlegatveir knattspyrnuvellir í fullristærð. Tekið í notkun 2011.

6. Grasæfingavellir, suð austur aðaðalsvæði á teikningunni. Samtals29.600 fm - rúmar þrjá knattspyrnu-velli í fulltri stærð. Tekið í notkun2010.

7. Þjónustuhús við grasæfinga-velli. Áhaldageymsla, búningsklefar,þjónusta o.fl. Samtals 150 fermetrar.Tekið í notkun 2011.

8. Bílastæði, lóðafrágangur, trjá-gróður, gönguleiðir, hjólaleiðir, und-irgöng, svæðið afgirt ofl. Allur frá-gangur kláraður í lok árs 2011, upp-hafi 2012 og þá verður allt svæðiðfullfrágengið.

9. Knatthús o.fl. er í skipulagisvæðisins og er gert ráð fyrir fram-tíðar þróunarsvæði íþróttasvæðis-ins með knatthúsi og æfingasvæði.Stærð svæðisins um 10.000 fm., gertráð fyrir knatthúsi ca. 6.000 fm. ogæfingaaðstöðu. Tekið í notkun eftir2012.

Uppdráttur að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal sem verður sérlega glæsilegt.

TannréttingarÞórir Schiöth tannlæknir hefur hafið störf

við tannréttingar á Tannlæknastofunni

Spönginni 33 í Grafarvogi. Þórir starfar

eingöngu við tannréttingar og

viðtalstíma má

panta í síma

577 1666

Page 14: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

15

Árbæjarblaðið Fréttir

Ártúnsskólimeð GrænfánannSíðasta vetradag 23. apríl, síðastliðinn fékk Ártúnsskóli afhentan

Grænfánann. Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt verkefni sem nýtur virðingarvíða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu ískólum. Að þessu tilefni og í tilefni af ömmu og afadeginum var skemmti- ogfræðsludagskrá á sal skólans.

Þar með eru þrír skólar í Árbæ komnir með Grænfánann, Selásskóli,Norðlingaskóli og nú Ártúnsskóli.

Ánægðir nemendur í Ártúnsskóla.

Stoltir nemendur í Ártúnsskóla með Grænfánann.

Page 15: Arbaejarbladid 5.tbl 2008

Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það HVERS VIRÐI ER ÉG?Óborganlega fyndin sýning Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga. Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar.

NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA!

Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, Leikfélagi Akureyrar í síma 4600 200 og á midi.is.Miðaverð 2.000 kr. Viðskiptavinir Byrs fá 50% afslátt á allt að 5 miðum ef keypt er í miða- sölunni í Salnum eða hjá Leikfélagi Akureyrar.

ATH! Takmarkaður sýningafjöldi. Komdu og sjáðu allt um fjármálin í nýju ljósi.

Sýnt í Salnum Kópavogi og hjá Leikfélagi Akureyrar

Í SALNUM, KÓPAVOGI

Fös 2/5 kl. 19

Fös 2/5 kl. 21

Lau 3/5 kl. 20

Lau 3/5 kl. 22

Fös 16/5 kl. 19

Fös 16/5 kl. 21

Lau 17/5 kl. 19

Lau 17/5 kl. 21

LEIKFÉLAG AKUREYRAR

Fös 23/5 kl. 19

Lau 24/5 kl. 21

Örfá sæti laus

Örfá sæti laus

Örfá sæti laus

Örfá sæti laus

S Ý N I N G A R

Aukt

u án

ægju þína með fjárhagslegri heilsu

„Þetta er ein skemmtilegasta sýning sem við hjónin höfum séð í mörg ár, við ætluðum aldrei að geta hætt

að hlæja af atriðinu þegar Bjarni gerði grín að... “.– Gulli Helga.

„Bráðfyndinn sparnaðarboðskapur og hressandi sýn á fjármálin“

– Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur.

„…sýning fyrir alla aldurshópa“– P.B.B. Fréttablaðið

„Frábær sýning.

Bjarni fer á kostum

í vel pældum

sprettum“

– Logi Ólafsson

„Fyndinn maðurum fjármál“– P.B.B. Fréttablaðið

– M.K. MBL

„HEILMIKIÐ FYRIR PENINGINN“