Arbaejarbladid 4.tbl 2008

16
Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3 Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: [email protected] 4. tbl. 6. árg. 2008 apríl Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti Þessir eldhressu krakkar á Frístundaheimilinu Stjörnulandi við Ingunnarskóla í Grafarholti voru heldur betur ánægð með lífið er þau brugðu út af vananum og fóru dagsferð í keilu. Um 70 krakkar eru á Stjörnulandi og starfsemin fjölbreytt og skemmtileg. Sjá nánar á bls. 14 Frábær gjöf fyrir veiðimenn Gröfum nöfn veiðimanna og lógó fyrirtækja á boxin Falleg flugubox með vinsælum laxa- og silungaflugum frá Krafla.is Tilvalin afmælisgjöf fyrir kröfuharða fluguveiðimenn Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500 Gleðilegt sumar

description

Arbaejarbladid 4.tbl 2008

Transcript of Arbaejarbladid 4.tbl 2008

Page 1: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðið

Pantið tíma

í síma511–1551Hársnyrting Villa Þórs

Lynghálsi 3

Opið virka dagafrá kl. 9-18.30Laugardaga frá kl. 10–14

Hraunbæ 102B – 110 Rvk.Sími 567–4200 Fax 567–3126

Netfang:[email protected]

4. tbl. 6. árg. 2008 apríl Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Þessir eldhressu krakkar á Frístundaheimilinu Stjörnulandi við Ingunnarskóla í Grafarholti voru heldur betur ánægð með lífið er þau brugðuút af vananum og fóru dagsferð í keilu. Um 70 krakkar eru á Stjörnulandi og starfsemin fjölbreytt og skemmtileg. Sjá nánar á bls. 14

Frábær gjöf fyrir veiðimenn

Gröfum nöfn veiðimanna og lógó fyrirtækja á boxin

Falleg flugubox með vinsælumlaxa- og silungaflugum fráKrafla.isTilvalin afmælisgjöf fyrir kröfuharða fluguveiðimenn

Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500

Gleðilegt sumar

Page 2: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

Til hamingju Árbæingar!

Tökum til hendinniVorið er handan við hornið ef það er þá ekki þegar skollið

á í allri sinni dýrð. Framundan eru hreinsunardagar í Árbæj-ar- og Grafarholtshverfi sem og öðrum hverfum borgarinnar.Íbúum gefst kostur á því að koma rusli úr görðum sínum útfyrir lóðirnar sem starfsmenn borgarinnar sjá síðan um aðfjarlægja. Lesendur geta séð nánari útskýringar á þessu á öðr-um stað í blaðinu.

Víða er ekki vanþörf á að taka til í borginni. Úthverfin erulíkast til þau hverfi borgarinnar sem jafnan eru hreinlegustog snyrtilegust. Á móti er miðborgin ávallt afskaplega skítugog óaðlaðandi svo ekki sé meira sagt. Þar hafa borgaryfirvöldsofið algjörlega á verðinum mörg undanfarin ár og horft uppá miðborgina drabbast niður.

Það verður að teljast með ólíkindum að yfirvöld í borginniskuli ekki fyrir mörgum árum hafa sent eigendum gamalla ogyfirgefinna húsa stutt bréf þar sem gefinn er örstuttur frest-ur, nokkrir dagar, til að ganga svo frá húsum að þau séu al-gjörlega lokuð útigangsfólki. Einnig að húsin skuli líta snyrti-lega út. Og ef eigendur húsanna trassa tiltektina og frágang-inn er málum komið í lag af starfsmönnum borgarinnar ogreikningurinn sendur eigendum húsanna.

Svona einfalt er þetta mál. Og svona einfalt hefur alltaf ver-ið að koma í veg fyrir þá hörmung sem blasir við í miðbænumí dag. Staðan er hreinlega þannig að maður skammast sín fyr-ir miðborgina. Hún er í raun hreinn viðbjóður og þeir erlenduferðamenn sem séð hafa ósköpin hafa örugglega orðið hissa.

Vonandi er að núverandi stjórnendur borg-arinnar geri eitthvað í málunum. Skrifi bréfá sjái svo til hvort eigendur húsannahrökkvi ekki við og þessi mörg hver falleguhús taki ekki mjög fljótlega á sig betri mynd.

Gleðilegt sumar.

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844.Netfang Árbæjarblaðsins: [email protected]Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Landsprent ehf.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti,Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu

dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 (660 fyrirtæki).

[email protected]

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðFréttir

2

Fyrir nokkrum árum stóð Rót-arýklúbbur Árbæjar fyrir uppsetn-ingu á vatnspósti neðan við kirkj-una til afnota fyrir alla, sem ferðeiga um svæðið að vori, hausti eða ásumardegi. Sístreymi er af svalandiGvendarbrunnavatni úr vatnspóst-inum og nándin við Árbæjarkirkjugefur sopanum virðulegan blæ.

Klúbbfélagar hafa á ári hverjulagt sig fram við að endurbæta ogsnyrta svæðið í kring. Ný tré hafaverið gróðursett og önnur fjarlægð,sem illa pössuðu. Bekkur úr stuðla-bergi settur upp og áningarstaurvið vatnspóstinn. Í ár var vatni

hleypt á vatnspóstinn fimmtudag-inn þann 10. april s.l.

Það er góð regla fyrir alla þá, semganga dalinn að taka með sér pokaog tína rusl sem á vegi verður ogveldur okkur leiðindum. Ekki erhægt að ætlast til að borgarstarfs-menn anni því alltaf að halda öllusvæðinu eins snyrtilegu og viðhverfisbúar vildum. Það er því ekkiúr vegi að við hjálpum til og tökumtil hendinni, þegar færi gefst.

Borgin annast losun úr ruslaföt-um meðfram gangstígum og ernægjanlegt að setja pokana viðruslaföturnar. Best er auðvitað að

setja ruslið í tunnur heima hjá sér.Ef hverfið á alltaf að vera hreint ogsnyrtilegt, verða íbúar að taka þátt íað bæta umgengni og taka til hend-inni þegar þurfa þykir.

Laugardaginn 19. april kl 10 ætlafélagar ásamt fjölskyldumeðlimumog vonandi einnig með félögum úröðrum klúbbum, sem búa í hverf-inu, að hreinsa rusl allt frá svæð-inu kringum leikskólann í Hlaðbæupp að Fylkisvelli og Rofabæinn frákirkjunni út götu í vestur.

Mæting verður kl 10 við Árbæjar-kirkjuna.

Jón Magngeirsson og félagar opna fyrir vatnspóstinn þann 10. apríl sl.

- vatn komið á vatnspóstinn. Hreinsun 19. apríl kl. 10

Stefán Kristjánsson, ritstjóri Árbæjarblaðsins

Það verða ákveðin tímamót í haustþegar Heilsugæsla Árbæjar og Þjón-ustumiðstöð Árbæjar og Grafarholtsflytjast undir sama þak í nýju og sér-hönnuðu húsnæði. Skrifað var undirleigusamninga þess efnis þann 14.mars síðastliðinn.

Samhliða flutningi þessara tveggjaþjónustuþátta í sama húsnæði skapast

tækifæri til þess aðauka samstarfþeirra á milli. Þaðtækifæri látum viðekki renna okkur úrgreipum og því varjafnframt skrifaðundir sérstakansamstarfssamningum leið og skrifaðvar undir leigu-samningana.

Til þess að sam-starfið verði svo far-sælt sem frekast erkostur var ákveðiðað skipa fjögurramanna samráðs-nefnd með fulltrúumbeggja aðila til aðmóta nánara ogformfastara sam-starf. Fulltrúar ísamstarfsnefndinni

verða þau Margrét Gunnarsdóttirhjúkrunarstjóri Heilsugæslu Árbæjar,Haraldur Ó. Tómasson, læknir,

Sólveig Reynisdóttir framkv.stj.Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Graf-arvogs og Þorgeir Magnússon deildar-stjóri/sálfræðingur.

Hvort tveggja, heilsugæsla og vel-ferðarþjónusta, eru mikilvægar nær-þjónustur við íbúa hvers svæðis. Marg-ir einstaklingar eru í senn skjólstæð-ingar Heilsugæslunnar og Velferðar-þjónustunnar. Aukin samvinna býðurupp á marga möguleika, s.s. sameigin-leg námskeið fyrir skjólstæðinga ogstarfsmenn, aukna samvinnu starfs-manna, aukið upplýsingaflæði og auk-in þægindi jafnt fyrir skjólstæðinganasjálfa sem og aðstandendur þeirra, svofátt eitt sé talið.

Tilvalið er að nýta það tækifæri semhér gefst til að koma á nánara sam-starfi þessara stofnana, bæði hvaðvarðar skipulag á þjónustu við sameig-inlega skjólstæðinga og þjónustufram-boð almennt. Markmið aukins sam-starfs eru meðal annars að:

- auka skilvirkni þjónustuþáttanna- auka gæði þjónustunnar- kanna mögulega samþættingu

þjónustunna.- kanna lögformlegan og hagrænan

grundvöll fyrir ennþá frekara sam-

starfi heilsugæslu og Velferðarsviðs- kanna möguleikann á sameigin-

legri móttöku skjólstæðinga auk ann-arrar samnýtingar húsnæðis.

Fróðlegt verður að fylgjast meðvinnu samráðsnefndarinnar og sjáhverjar niðurstöður hennar verða. Þaðer ótvíræður vilji bæði Heilbrigðis-ráðuneytis og Borgaryfirvalda að aukaþetta samstarf sem frekast er kostur.

Jórunn Frímannsdóttir,formaður Velferðarráðs

Höldum hverfinu hreinu

Árbæjarblaðið Auglýsingar og ritstjórn 587-9500

Fulltrúar heilsugæslunnar, borgarinnar, byggingaraðila og heilbrigðisráðherrann, Guð-laugur Þór Þórðarson, skrifa undir leigusamninginn á dögunum. ÁB mynd PS

- tímamótasamstarf heilbrigðis- og velferðarþjónustu í Árbæ

Rótarýklúbburinn Reykjavík Árbær:

Jórunn Frímannsdóttir.

Page 3: Arbaejarbladid 4.tbl 2008
Page 4: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

Hjónin Lilja Birna Arnórsdótt-ir og Guðjón Karl Reynisson erumatgæðingar okkar að þessusinni. Þau bjóða upp á kjuklinga-salat og dásamlega súkkulaði-köku í eftirrétt.

Uppskriftir þeirra fara hér áeftir:

Kjúklingasalat

1 grillaður kjúklingur (eða bring-ur sem eru steiktar og síðan mar-ineraðar).Klettasalatblanda.1 Iceberg haus.Furuhnetur eða Cashew hnetur.Sesamfræ.Nachos orginal (td. frá Mariac-

hi).Avacado.Tómatar.Rauðlaukur.Sólþurrkaðir tómatar.Feta- ostur.

Dressing

2 búnt steinselja.½ hvítlaukur eða minna eftirsmekk.4 góðar msk. hunang.1 tsk. salt.4 dl. græn ólifuolía.

Allt sem fara á í dressingunaer sett í mixara og mixað vel.Kjúklingurinn skorinn í bita ogsettur í hluta af dressingunni oger hann látinn liggja þar í a.m.k.2 kls. (jafnvel yfir nótt). Gott erað nota heilan grillaðan kjúkling

sem fæst t.d. í 10-11. Furuhneturog sesamfræ eru ristuð á pönnuþar til fara að poppa og svo erbrotið nachos yfir salatið. Þar erallt í lagi að helminga dressinguppskriftina því hún er svolítiðmikil. Ekki setja hnetur, fræ eðanachos út í fyrr en salatið er bor-ið fram.

Borðist vel og lengi með þeimsem ykkur þykir vænt um.

Dásamleg súkkul-aðikaka

4 egg.2 dl. sykur.200 gr. smjör.

200 gr. suðusúkkulaði.1 dl. hveiti.Egg og sykur hrært saman þar

til ljóst og létt. Smjör og súkkul-aði brætt saman í potti á lágumhita. Öllu síðan blandað varlegasaman með sleif ásamt hveitinu.

Bakað við 180°C í ca. 30 mínút-ur í formi sem smjörpappír hefurverið settur í.

Krem

70 gr. smjör.150 gr. suðusúkkulaði.1-2 msk. síróp.

Allt hitað saman í potti og síð-an skellt yfir kökuna.

Verði ykkur að góðu,Lilja Birna og Guðjón Karl

ÁrbæjarblaðiðMatur4

MatgæðingarnirHelena, Arnór Örn og Kristján Karl og svo foreldrarnir Lilja Birna Arnórsdóttir og Guðjón Karl Reynisson.

Kjúklinga-salat og

súkkulaði-kaka

Skora á Huldu Rós og LárusLilja Birna Arnórsdóttir og Guðjón Karl Reynisson, Brekkubæ 44,skora á Huldu Rós Rúriksdóttur og Lárus Finnbogason, Brekkubæ

35, að koma með upppskriftir í næsta matarþátt.Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði

sem kemur út í maí.

- að hætti Lilju Birnu og Guðjóns

Árbæjarblaðið

Auglýsingar

og ritstjórn

Sími: 587-9500

Page 5: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

www.itr.is sími 411 5000

SUMARIÐ BYRJAR

SNEMMA Í LAUGUNUM!Nú er opið til 22.00 um helgar í Árbæjarlaug og Laugardalslaug

Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma lauganna á www.itr.is

Page 6: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

Þessar þurfa að vera í boxinu þínu í sumar

Iða Krafla gul Krafla rauð Krafla orange

Krafla blá Krafla græn Iða Skröggur

Grænfriðungur Elsa Gríma blá Gríma gul

Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)

Beygla

SilungaKrafla bleik

Beykir

SilungaKrafla orange

Krókurinn Mýsla

Laxaflugur

Tungsten keilutúpur

,,Íslenska landsliðið’’ í silungaflugum

Kíktu á Krafla.is- Gjöfular, fallegar og sterkar flugur

- Íslensk hönnun

íslensk fluguveiði

Skrautás ehf. Sími: 587-9500

Page 7: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

GC

I GR

OU

P G

RE

Y A

LMA

NN

ATE

NG

SL

*Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.mazda.is

seljagamla

kaupanýjannotaðan

Komdu einnig við í sal notaðraúrvalsbíla Brimborgar. Gefðu

þér tíma. Skoðaðu nýjannotaðan hjá Brimborg. Láttuokkur vinna fyrir þig. Þú færð

örugglega sanngjarnt verð fyrirgamla bílinn þinn. Við gerum

næstum allt fyrir þig.

frumsýninginíBrimborg

Akureyri,Reykjavík

ídagKomdu

heldur áfram

Reynsluaktu nýjum Mazda6 og þú ert í Happapotti Brimborgar.

Þú getur unnið 50.000 kr. bensínúttekt hjá Olís.

Nýr og endurhannaður Mazda6 er frá öllum hliðum séð, búinn nýjustu öryggistækni. Rammgerðar árekstrar-varnir verja ökumann og farþega og vel hönnuð sætin veita á ögurstundu rétta stuðninginn á réttu stöðunum. DSC stöðuleikastýrikerfi með TCS spólvörn heldur akstursstefnu bílsins stöðugri í möl, hálku eða kröppum beygjum og hemlakerfið er af fremstu gerð, búið EBD hemlajöfnun, ABS afl- hemlun og EBA hjálparhemlun. Fyrir vikið lætur nýr Mazda6 enn betur að stjórn, einnig við erfiðar aðstæður. Fjórir öryggispúðar eru að framan-verðu. Öryggisgardínur eru beggja vegna auk þess sem Mazda6 er búinn Isofix-festingum fyrir barnabílstóla og þriggja punkta öryggisbeltum.

Segðu Zoom-Zoom. Og þú ert tilbúinn fyrir meiri dýpt í akstrinum. Vertu Mazda. Komdu í Brimborg í dag.

Nýr Mazda6. Dýpri bíll.

Mazda6 Advance2,0i 147 hö 184 Nm 4 dyra5 þrepa sjálfskiptur Frumsýningarverð: 3.490.000 kr.*Bensínnotkun í blönduðum akstri 7,7 l/100 km. CO2 losun 182 g/km

Segðu Zoom-Zoom. Vertu á hreyfingu, ferð og flugi. Vertu Mazda.

Dýpraöryggi.NýrMazda6.

Page 8: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðFréttir8

Samráðsfundur borgarstjóra með íbúum í Árbæjarhverfi:

Viðbygging í gagnið viðleikskólann Rofaborg

Í febrúar var tekin í notkun við-bygging við leikskólann Rofaborg.Viðbyggingin leysir af hólmi gömluSelásborgina sem hefur verið leik-skóladeild frá Rofaborg síðan 1995.

Í viðbyggingunni, sem er um 320

fermetrar, eru tvær heimadeildir,lystasmiðja og salur til hreyfileikja.

Með stækkuninni getur leikskól-inn tekið á móti 110 börnum, semdreifast á 5 deildir. Í sumar er áætl-að að ljúka framkvæmdum við leik-

skólann en þá verður garðurinn end-urgerður og breytingar gerðar ástarfsmannaaðstöðu og eldhúsi.

Að sögn Þórunnar Gyðu Björns-dóttur leikskólastjóra er bygginginbjört og skemmtileg um leið og hún

býður upp á marga möguleika ístarfi og leikjum með börnunum.Það er afar ánægjulegt að loksinsskuli skólinn allur vera kominn und-ir eitt þak.

Opið hús verður í Rofaborg

fimmtudaginn 22. maí frá kl. 10 -11:30f.h og 15:00-16:30 eftir hádegi. Þá getagestir og gangandi komið og skoðaðleikskólann og kynnt sér starfsemihans.

Hér er greinilega nóg að gera.

Rétt liðlega 100 ábendingar bárustfrá Árbæingum inn á ábendingavef-inn á reykjavik.is í tengslum viðátakið 1, 2 og Reykjavík.

Borgarstjóri hélt nýverið sam-ráðsfund í Árbæjarskóla með íbú-um. Þar lofaði hann að fjölga bekkj-um og ruslafötum í hverfinu ogeinnig lofaði borgarstjóri því að leik-völlurinn við Rofabæ yrði lagfærður.

Sólveig Reynisdóttir, fram-kvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarÁrbæjar og Grafarholts fór yfirábendingar Árbæinga. Loks var íbú-um sem mættu á fundinn skipt ífjóra hópa eftir búsetu, ábendingaríbúanna ræddar og þær settar í for-gangsröð.

Ábendingarnar er hægt að lesaum á vefnum reykjavik.is

Árbæjarblaðið Auglýsingar og ritstjórn 587-9500

Það var fámennt en góðmennt á fundi borgarstjóra með íbúum í Árbæjarhverfi í tengslum við 1, 2 og Reykjavík.

Puðað og púlað í leikfiminni.

Krakkarnir á Rofaborg voru í góðu skapi og ánægð með nýju viðbygg-inguna við leikskólann.

Lofaði bekkjumog ruslafötum

Page 9: Arbaejarbladid 4.tbl 2008
Page 10: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðFréttir10

,,Hreinn munaðurað búa í úthverfi’’

,,Ég er mjög ánægður með að Heilsugæsla Árbæjar og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts eru að flytjasaman í nýtt og sérhannað húsnæði í Hraunbæ sem á að vera tilbúið í haust,’’ segir Björn Gíslason sem á nýer orðinn formaður í Hverfisráði Árbæjar. ÁB mynd PS

Björn Gíslason er aftur orðinn for-maður Hverfisráðs Árbæjar eftir 100daga hvíld og tókum við hann tali afþessu tilefni og spurðum hann nokk-urra spurninga líkt og við gerðumvið formann Hverfisráðs Grafar-holts og Úlfarsárdals í síðasta blaði.

- Fyrst báðum við Björn að segjaokkur hvert væri helsta hlutverkhverfisráðsins?

Hlusta á óskir íbúanna

,,Hverfisráðið er vettvangur fyrirsamráð borgaryfirvalda við íbúa,hópa og félagasamtök í hverfinu umhvaðeina sem snýr að málefnumhverfisins. Hlutverk hverfisráðsinser fyrst og fremst að vera í góðumtengslum við íbúana og hlusta á ósk-ir þeirra og þarfir um nánast allt ersnýr að hverfinu.’’

- Hefur orðið einhver breytingvarðandi hverfisráðið með tilkomunýs meirihluta í borgarstjórn?

,,Það hefur orðið heilmikil breyt-ing á hverfisráðinu sjálfu en í tíð síð-asta meirihluta var fulltrúum íhverfisráðunum fjölgað í sjö en áðurhöfðu verið þriggja manna hverfis-ráð. Það er mjög gott fólk sem skiparHverfisráð Árbæjar í dag og ég finnað allir vilja hverfinu það allra bestaen ég tel þó að þriggja manna hverf-

isráð séu heppilegri því yfirleitt erþað nú þannig að minni nefndir ográð eru skilvirkari en þær stærri.’’

1, 2 og Reykjavík

- Hver sérðu fyrir þér að verðihelstu verkefni Hverfisráðs Árbæjará næstunni?

,,Við höfum verið og verðum aðvinna í verkefninu 1,2 og Reykjavíksem er ábendingavefur á heimasíðuReykjavíkurborgar reykjavik.is en,,1, 2 og Reykjavík’’ er yfirskrift víð-tæks samráðs Reykjavíkurborgarvið íbúa í hverfum borgarinnar umviðhaldsverkefni og smærri nýfram-kvæmdir í borgarumhverfinu.

Á ábendingavefnum gefst notend-um kostur á að koma á framfæri eig-in ábendingum með skýringum ogfylgjast með stöðu - eigin ábendingaog annarra. Einnig er hægt aðhringja inn ábendingar í þjónustu-síma Reykjavíkurborgar 4111111.

Sl. laugardag var svo haldinn sam-ráðsfundur borgarstjóra með íbúumÁrbæjar vegna verkefnisins og varfundurinn haldinn í Árbæjarskóla. Ímáli borgarstjóra lofaði hann íbúumþví meðal annars að strax yrði fariðí að fjölga bekkjum og ruslafötum íhverfinu ásamt því að hann ætlar aðbeita sér fyrir því að róluvöllurinnvið Rofabæ verði lagfærður.’’

Björn segir að alltaf séu næg verk-

efni fyrir hverfisráðið að glíma við:

,,Vitanlega eru viðfangsefnin mis-jafnlega erfið og skemmtileg,’’ segirBjörn og nefnir eitt mál sérstaklegasem er honum sérstakt gleðiefni einsog fleirum í hverfinu.

,,Ég er mjög ánægður með aðHeilsugæsla Árbæjar og Þjónustu-miðstöð Árbæjar og Grafarholts eruað flytja saman í nýtt og sérhannaðhúsnæði í Hraunbæ sem á að veratilbúið í haust. Skrifað hefur veriðundir samstarfssamning þessarastofnana um aukið samstarf þeirra ámilli,’’ segir Björn.

Viðræður borgaryfirvalda og Fylkis hafnar

Þá má einig nefna að viðræður eruhafnar milli borgaryfirvalda ogÍþróttafélagsins Fylkis um aðstöð-umál Fylkis en Fylkir sótti um aðbyggt verði fimleikahús og stúka viðaðalknattspyrnuvöll félagsins í Há-degismóum.

Að lokum vil ég nefna hvað við Ár-bæingar erum heppnir að búa í Ár-bæ með öllum þeim möguleikum ogtækifærum sem okkur gefast tilhreyfingar og útivistar í hverfinu ogokkar frábæra umhverfi. Það erhreinn munaður að búa í úthverfi,’’sagði Björn Gíslason.

Björn Gíslason er á ný formaður Hverfisráðs Árbæjar:

Bílaverkstæði á besta stað

Ávallt í leiðinniAllar almennar viðgerðir,

púst, bremsur, tímareimar, hjólalegur, stýrisendar, kúplingar, olíuþjónusta og fl.

Einnig athugum við bíla fyrir skoðun og lagfærum það sem sett hefur

verið út á í skoðun Góð og heiðarleg þjónusta

Bíldshöfða 18 - bakhús112 Reykjavík - Sími 587-3131 - www.bilastofa.is

Karlakórinn Stefnir heldur sína árlegu vortónleika sem hér segir:

Miðvikudaginn 23. apríl kl 20:00 íLangholtskirkjuFöstudaginn 2. mai kl 20:00 í Víð-istaðakirkjuLaugardaginn 3. maikl 16:30 í Hlégarði

Miðasala við innganginn.

Vortónleikar

Page 11: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

VORTILBOÐÞú kaupir 4 mánaða kort á kr. 19.900

og færð frábærar gjafir með.

Þetta er geggjað!!!Þú getur ekki látið þetta fara framhjá þér.

· 5 tíma ljóskort· Veggsport vatnsbrúsa· Viku vinakort í Veggsport· Faglega ráðgjöf hjá einkaþjálfara í tækjasal

· 1 pakka af Rauðu eðal ginseng, sem eykur súrefnisnýtingu og flýtir fyrir árangri í markvissri þjálfun.

Page 12: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðFréttir12

Eins og er vel þekkt hefur Byr sparisjóðurstaðið fyrir veglegri vorhátíð við verslunar-kjarnann Ásinn undan farin ár. Hátíðin hefurverið vel sótt og gert mikla lukku meðal íbúaÁrbæjar jafnt ungum sem öldnum. Í ár verður

sú breyting á að það kemur í hlut Hverfismið-stöðvar Reykjavíkurborgar að halda hátíðina.Hverfismiðstöðin heldur hátíðina að eiginfrumkvæði og vill hún með því undirstrikahlutverk sitt á Árbæjarsvæðinu. Byr styður

hins vegar hátíðina með því að bjóða yngrikynslóðinni upp á fjör í hoppuköstulum. Viðskulum vona að vel viðri til hátíðahalda á sum-ardaginn fyrsta.

Í ár kemur það í hlut Reykjavíkurborgar að standa fyrir fjölskylduhátíð í Árbæ á sumardaginn fyrsta

Vorhátíð BYRS í fyrra þar sem fjölmenni mætti og skemmti sér vel.

Page 13: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

Laugardaginn fyrir páskadag fórfram árleg páskaeggjaleit á vegumSjálfstæðisfélaganna í Árbæ ogBreiðholti. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son formaður borgarráðs og oddvitisjálfstæðismanna í borgarstjórnsetti páskaeggjaleitina af stað.Margir lögðu leið sína í Elliðaárda-

linn þennan dag eða hátt í 2000manns. Börnin leituðu að fagurlegaskreyttum hænueggjum og fengu aðlaunum súkkulaðiegg. Keppt var íhúlahoppi og fengu sigurvegararnirstór súkkulaðipáskaegg í verðlaun.Allir fóru glaðir og ánægðir heim eft-ir skemmtilegan páskaleik.

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Kæru viðskiptavinir!Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Árbæjarblaðið Fréttir13

Gríðarlegur fjöldi fólks mætti ípáskaeggjaleitina í

Elliðaárdalnum og veður varmeð þokkalegasta móti. Í fyrramættu um 1000 manns en nú er

áætlað að helmingi fleiri hafileitað að eggjunum og margir

fóru glaðir heim.Á myndunum sjást þátttakendurí páskaeggjaleitinni og voru þeir

á öllum aldrei eins og sjá má.

Ótrúlegur fjöldi í páskaeggjaleit í Elliðaárdalnum laugardaginn fyrir páska

2000leituðu að eggjum

Page 14: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðFréttir14

Allir eru vinir i Stjörnulandi.

Frístundaheimilið Stjörnuland við Ingunnarskóla:

StjörnulandsfréttirHér í frístundaheimilinu Stjörnu-

landi við Ingunnarskóla eru 70 börnog alltaf nóg að gera.

Við höfum starfandi listahópa semeru að föndra, lita, teikna, mála ogmargt fleira. Saumaklúbbur hefurverið í gangi í allan vetur en eins oger, er puttaprjónið og vinabönd eftstá baugi þessa stundina ásamt JungleSpeed spilinu sem gefur mikla útrás

og keppnisskap einstaklingsinsbrýst fram.

Á löngum degi í páskafríinu fór-um við með börnin í keilu og stóðuþau sig frábærlega vel í allri ferð-inni. Það var mikill keppnishugur íöllum og voru þau mjög klár í keilu.Krakkarnir eiga hrós skilið fyrirgóða hegðun.

Framundan eru spennandi tímar

þar sem að Stjörnuland er að fara aðflytja í nýtt húsnæði ásamt félags-miðstöðinni Fókus. Opnunarhátíðverður haldin þann 23. apríl á síðastavetrardegi og öllum foreldrum verð-ur boðið. Nánar auglýst síðar.

Bestu kveðjur frá Stjörnulandi.

Fjórir fjörugir félagar í Stjörnulandi.

Glatt á hjalla í landi stjarnanna í Grafarholtinu.

TannréttingarÞórir Schiöth tannlæknirhefur hafið störf við tann-réttingar á Tannlæknastof-unni Spönginni 33 í Grafar-vogi. Þórir starfar eingöngu

við tannréttingar og viðtalstíma má panta

í síma: 577 1666

Page 15: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

4. - 5. bekkur í Sæmundarskóla héltárshátíð síðastliðinn fimmtudag.

Tókst Árshátíðin mjög vel og stóðunemendur sig með prýði. Krökkunumvar skipt upp í hópa og hafði hver hóp-ur sitt hlutverk. Einn hópur sá umskreytingar, annar um skemmtiatriði,enn annar um að þjóna til borðs og að

lokum var einn hópur í að taka á mótigestum. Nemendur sáu um veitingarog heimatilbúin skemmtiatriði.

Samhentur hópur foreldra sá umskipulagningu hátíðarinnar og varkvöldið gleðilegt í alla staði ogkrakkarnir kátir eins og myndirnarbera með sér.

15

Árbæjarblaðið Fréttir

hvaderimatinn.is

Felix Gylfason er einn af þremur Árbæingum sem lét skemmtilega hugmynd verð að veruleika.

Þessir nemendur voru í hópi þerra sem sáu um veitingarnar.

Góðar vinkonur á árshátíð.

Þessi voru í tonlistardeildinni.

Árshátíð í 4. - 5. bekkSæmundarskóla

Vinsældir vefsíðunnar hvaderimat-inn.is hafa farið vaxandi síðan hún fórfyrst í loftið í júní síðastliðnum. Not-endur hennar er nú orðnir rúmlega4.700, að sögn Felix Gylfasonar en hannrekur síðuna ásamt 2 vinum sínum úrÁrbænum.

,,Við vorum í matarboði að ræðadaginn og veginn þegar umræðan fórinn á matargerð og kom upp sú hug-mynd að það væri nú sniðugt og þægi-legt að geta fengið sendar hugmyndirum matseðil á sms eða netfang. Þáþurfum við ekki lengur að hugsa á síð-ustu stundu og enda alltaf á því að eldaþað sama. Og við létum slag standa ogca 9 mánuðum seinna leit vefurinndagsins ljós,’’ sagði Felix Gylfason ísamtali við Árbæjarblaðið.

Hvaderimatinn.is þjónar hagsmun-um þeirra ófáu Íslendinga sem vinnamikið og hafa lítinn tíma til að hugsaum hvað þeir eigi að bera á borð íkvöldmatnum. Fólk getur skráð sig hjáokkur án kostnaðar. Það velur inni-

haldið í því sem það vill hafa yfir vik-una, hversu oft það vill hafa fisk eðakjúkling, til dæmis, og svo velur þaðerfiðleikastig á matseldinni. Þá setursíðan upp matseðil fyrir heilan mánuð.Innkaupalista dagsins er annaðhvorthægt að prenta út af netinu, eða fásendan með sms-skilaboðum, en hægter að aðlaga uppskriftir að fjölda mat-argesta.

„Fyrir meðlimi bendum við líka oftá vín sem henta vel með hverjum ogeinum rétti," bæir Felix við.

,,Í byrjun hvers mánaðar sendumvið út matseðilinn fyrir mánuðinn, ogvikulega sendum við innkaupalistamiðað við þær forsendur sem vorusettar upp. Þægilegra getur það ekkiverið. Einnig er að finna helgartilboðverslana og topp 10 lista en við viljumað vefurinn sé lifandi og skemmtilegur.

Betrumbætt útgáfa af síðunni fer íloftið á næstu mánuðum, þar sem not-endum bjóðast enn fleiri möguleikar.Við ætlum að bæta við ítarlegri leitar-

möguleikum og setja inn matseðla fyr-ir veislur, þema partí og saumaklúbba.Það verður líka hægt að vista upp-skriftir og búa til sína eigin uppskrift-abók, gefa einkunnir og fleira," bendirFelix á.

Í framtíðinni verður notendum boð-ið upp á ýmiss konar tilboð og afslátthjá verslunum, enda vilja aðstandend-ur síðunnar hafa hana neytendavæna.

Vefurinn vann til verðlauna hjá Ís-lensku vefverðlaununum sem Bjart-asta vonin 2007. ,,Þessi viðurkenninger okkur mikilvæg og einnig þau við-brögð sem við fáum við vefnum, þettasegir okkur að við erum á réttri brautmeð vefinn.

Hægt er að senda uppskriftir til okk-ar inn á vefnum og hvetjum við fólk tilað senda til að fá mikla fjölbreytni. Þaðeiga flestir uppskriftir frá foreldrumog frænkum í skúffunni hjá sér og umað gera að leyfa öðrum að njóta,’’ segirFelix.

Page 16: Arbaejarbladid 4.tbl 2008

Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það HVERS VIRÐI ER ÉG?Óborganlega fyndin sýning Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga. Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar.

NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA!

DY

NA

MO

RE

YK

JAV

IK

Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, á salurinn.is og midi.is. Miðaverð 2000 kr.

50% afsláttur er fyrir viðskiptavini Byrs (allt að 5 miðar) ef keypt er í miðasölunni í Salnum.

ATH! Takmarkaður sýningafjöldi.

Sýnt í Salnum Kópavogi

Þri 15/4 kl. 20

Mið 16/4 kl. 20

Fös 18/4 kl. 21

Lau 19/4 kl. 19

Lau 19/4 kl. 21

Fös 2/5 kl. 19

Fös 2/5 kl. 21

Lau 3/5 kl. 20

Lau 3/5 kl. 22

Fös 16/5 kl. 19

Fös 16/5 kl. 21

Lau 17/5 kl. 19

Lau 17/5 kl. 21

Forsýning - uppselt

Forsýning - uppselt

Frumsýning - uppselt

Uppselt

S Ý N I N G A R

Aukt

u án

ægju þína með fjárhagslegri heilsu