Arbaejarbladid 7.tbl 2008

11
Árbæjarblaðið Árbæjarblaðið Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3 Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: [email protected] 7. tbl. 6. árg. 2008 júlí Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti Frábær gjöf fyrir veiðimenn Gröfum nöfn veiðimanna og lógó fyrirtækja á boxin Falleg flugubox með vinsælum laxa- og silungaflugum frá Krafla.is Tilvalin afmælisgjöf fyrir kröfuharða fluguveiðimenn Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500 Hverfisráð Árbæjar ákvað á fundi sínum nýverið að setja niður stór blómaker á víð og dreif um hverfið eða við helstu umferðaræðar hverfisins. Hér má sjá eitt kerið á sínum stað í Rofabænm. Sönn prýði og gott framtak hjá hverfisráðinu. Nánar á bls. 10. ÁB-mynd SK Blómin bæta og kæta

description

Arbaejarbladid 7.tbl 2008

Transcript of Arbaejarbladid 7.tbl 2008

Page 1: Arbaejarbladid 7.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðið

Pantið tíma

í síma511–1551Hársnyrting Villa Þórs

Lynghálsi 3

Opið virka dagafrá kl. 9-18.30Laugardaga frá kl. 10–14

Hraunbæ 102B – 110 Rvk.Sími 567–4200 Fax 567–3126

Netfang:[email protected]

7. tbl. 6. árg. 2008 júlí Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Frábær gjöf fyrir veiðimenn

Gröfum nöfn veiðimanna og lógó fyrirtækja á boxin

Falleg flugubox með vinsælumlaxa- og silungaflugum fráKrafla.isTilvalin afmælisgjöf fyrir kröfuharða fluguveiðimenn

Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500

Hverfisráð Árbæjar ákvað á fundi sínum nýverið að setja niður stór blómaker á víð og dreif um hverfið eða við helstu umferðaræðar hverfisins.Hér má sjá eitt kerið á sínum stað í Rofabænm. Sönn prýði og gott framtak hjá hverfisráðinu. Nánar á bls. 10. ÁB-mynd SK

Blómin bæta og kæta

Page 2: Arbaejarbladid 7.tbl 2008

Fylkir og FramUndarleg staða er komin upp í Árbæjarhverfi. Tvö stór

íþróttafélög eru að gera sig gildandi í hverfinu, Fylkir ogFram sem hefur nú fengið úthlutað risastóru svæði í Úlfarsár-dal. Vitaskuld er það kjánaleg staðreynd að íbúar í Úlfarsár-dal, Grafarholti og Árbænum gamla skuli teljast til samahverfis. En svona er hverfaskipting höfuðborgarinnar í dag,hvernig svo sem fólki kann að líka skiptingin.

Yfrvöld í borginni þurfa að höggva á þennan hnút og skiptaÁrbæjarhverfi upp í tvö hverfi. Því fyrr því betra. Skiptinginá að vera þannig að gamli Árbærinn og Norðlingaholt verðiÁrbæjarhverfi og Grafarholt, Úlfarsárdalur og Reynisvatnsásverði Grafarholtshverfi. Tvö íþróttafélög geta aldrei þrifist íþessu hverfi og þaðan af síður eitt hverfisblað. Fyr eða síðarmunu menn átta sig á þessari staðreynd og gera þessa breyt-ingu.

Þar kom að því að Fylkir vann leik í fótboltanum en umfátt hefur verið meira talað í Árbænum í sumar en slakt gengiFylkis í Landsbankadeildinni. Ég held að menn hafi gert séralltof miklar væntingar fyrir yfirstandandi Íslandsmót. Égheld líka að tími sé kominn á að árangurstengja laun þeirraíþróttamanna sem þiggja laun hjá Fylki. Án nokkurs vafa eruíþróttamenn innan félagsins sem eru á alltof háum launum

miðað við getu. Og Fylkir er langt frá því aðvera eina félagið í deildinni í þessari stöðu.Kannski er þessi staða uppi í öllum félögumnema hjá Fjölni í Grafarvogi. Þar eru ekkileikmenn á háum launum en ættu kannskiað vera það miðað við getuna á vellinum.

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844.Netfang Árbæjarblaðsins: [email protected]Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Landsprent ehf.Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti,Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu

dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 (660 fyrirtæki).

[email protected]

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðiðFréttir

2

Eins og lesendur Árbæjarblaðsinsvita er blaðið einnig blað Grafarholts-búa, íbúa í Norðlingaholti og væntan-legra íbúa í Úlfarsárdal. Þetta ættiekki að koma neinum á óvart þvísamkvæmt hverfaskiptingu Reykja-víkur sem í gildi er í dag er Árbær-inn, Grafarholtið, Norðlingaholtið ogÚlfarsárdalurinn eitt og sama hverf-ið, hvernig svo sem fólki líkar sú stað-reynd.

Örlítið hefur borið á óánægju meðþessa skipan mála og einkum á meðaleinhverra íbúa í Grafarholti. Ekkihöfum við þó orðið vör við mikla óá-nægju. Reyndar fengið aðeins eitttölvubréf sem reyndar innihéltmeira bull og skítkast en efni voru tilað okkar mati.

Við höfum enda reynt að segjafréttir úr Grafarholti þegar þær hafaverið í gangi á annað borð. Öllum máhins vegar ljóst vera að þessi skipanmála er ekki til langrar framtíðar. Þóekki væri nema fyrir þá staðreynd að

tvö íþróttafélög, Fylkir og Fram, eigaí framtíðinni eftir að tútna út, hvort ásínu svæði og alveg örugglega hvort ísínu hverfi.

Þegar íbúafjöldi hefur náð ákveð-inni tölu í Úlfarsárdal til viðbótar viðþá tölu sem fyrir er í dag í hinu nýjahverfi og í Grafarholti er loksinskominn grundvölur fyrir því að gefaút sérstakt blað fyrir þessi svæði, þ. e.Grafarholtið, Reynisvatnsásinn ogÚlfarsárdalinn.

Áður en þetta gerist er alls ekkigrundvöllur fyrir nýju blaði í Grafar-holti einu. Það vitum við eftir tæp-lega tveggja áratuga útgáfu á hverf-ablöðum. Hverfið er einfaldlega of fá-mennt í dag til að bera útgáfu sér-staks hverfisblaðs.

Þar til við hjá Skrautási ehf. förumaf stað með útgáfu Grafarholtsblaðs-ins, sem gæti orðið heiti á nýju blaðiokkar í Grafarholti, Úlfarsárdal ogReynisvatnsási munum við reyna eft-ir megni að segja fréttir frá þessum

svæðum í Árbæjarblaðinu. En þaðlíður óðum að því að grundvöllur fyr-ir nýju blaði verði til staðar og þaðgæti orðið eftir eitt til tvö ár. Kannskifyr.

Annað sem útilokar útgáfu í dag ásérstöku blaði fyrir Grafarholt og ná-grenni er hreinlega skortur á fyrir-tækjum. Þau fyrirtæki sem fyrir eru íGrafarholti hafa flest öll til þessa sýnthverfablöðum lítinn sem enganáhuga og í raun gefið þeim langt nef.Er það fyrir margra hluta sakir skrít-ið að þessi stóru fyrirtæki skuli ekkiátta sig á þeim mikla auglýsinga-mætti sem hverfablöðin búa yfir enað margra mati virka auglýsingar íhverfablöðum mun betur en auglýs-ingar í stóru miðlunum.

Þessi fyrirtæki átta sig heldur ekkiá því að fólkið sem býr í hverfunumtekur eftir því hvaða fyrirtækistyrkja útgáfu á þeirra blaði. -SK

Grafarholt.

- styttist í útgáfu ,,Grafarholtsblaðsins’’

Stefán Kristjánsson, ritstjóri Árbæjarblaðsins

Af gefnu tilefni vegnaumræðu um nýtt blað

Árbæjarblaðið Auglýsingar og ritstjórn 587-9500

Orkuveitan færviðurkenningufrá Hverfisráði

ÁrbæjarÁ fundi Hverfisráðs Ár-

bæjar þann 19. júní sl. varsamþykkt að veita viður-kenningar til fyrir-tækja/félagasamtakavegna snyrtilegs umhverf-is. Einu fyrirtæki/félaga-samtökum er veitt viður-kenning ár hvert í Árbæ.

Samþykkt var að veitaOrkuveitu Reykjavíkurviðurkenningu fyrir árið

2008.

Björn Gíslason formað-ur Hverfisráðs Árbæjar af-henti forsvarsmönnumOR viðurkenninguna ígær. Það voru KjartanMagnússon stjórnarfor-maður og Hjörleifur B.Kvaran forstjóri semveittu viðurkenningunnimóttöku.

Frá afhendingu viðurkenningarinnar. Frá vinstri Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur B.Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar.

Page 3: Arbaejarbladid 7.tbl 2008

CONSUL BANANAR Í BÓNUS 18 TONN Í BOÐI

Page 4: Arbaejarbladid 7.tbl 2008

Eftirfarandi eru okkar matarupp-skriftir til að uppfylla áskorun á okk-ur frá Völu og Birni úr tölublaðijúnímánaðar 2008:

Kjúklingabringur með parmigiano og sveppum

og sælgætisbomba

Gert er ráð fyrir fjórum við matar-borðið.4 stórar kjúklingabringur, skinn- ogbeinlausar.600 gr. sveppir.2 hvítlauksrif.Safi úr ½ sítrónu.¾ bolli rjómi.½ bolli ferskur og nýrifinn parmig-iano ostur.2 msk. söxuð, fersk mynta.Sítrónupipar.Salt og pipar, eftir þörfum hvers ogeins.

Hitið olíu á pönnu, steikið kjúkl-ingabringurnar í ca. 2 mínútur ogkryddið með sítrónupiparnum. Tak-ið bringurnar af pönnunni og setjiðtil hliðar. Skerið sveppina í sneiðar,pressið hvítlauksrifin og steikið í ol-

íu. Færið gumsið (sveppina og hvít-laukinn) til á pönnunni, setjið bring-urnar aftur á pönnuna og þekið þæralveg með gumsinu. Hellið sítr-ónusafanum og rjómanum yfir. Strá-ið parmigiano ostinum yfir og lokiðpönnunni. Sjóðið við vægan hita í ca.7 mínútur. Stráið fersku myntinni yf-ir og berið fram. Bragðbætið meðpipar og salti ef ástæða er til, en getaber þess sérstaklega að osturinn ermjög bragðmikill, svo og að búið erað krydda með sítrónupiparnum.

Berið fram með hrísgrjónum,sumarsalati (sjá neðar) og heitu,,baguette’’ brauði.

Sumarsalat1 poki klettasalat.

1 poki lambhagasalat.Slatti af kirsuberjatómötum.1 agúrka.Slatti af jarðaberjum.

Skerið allt niður, setjið í skál,blandið saman við Fetaost, eftirsmekk og stráið ristuðum furu-hnetum yfir (pönnuristaðar).

Fetaostur eftir smekk.Furuhnetur, ristaðar á pönnu.

Sælgætisbomba

Botnar.4 eggjahvítur.2 dl. sykur.1 dl. púðursykur.2 bollar ,,Kelloggs rice crispies” eða“Corn Flakes”.

Stífþeytið eggjahvíturnar, bætiðsykrinum smátt og smátt út í, bland-ið ,,Rice Crispies’’ eða ,,Corn Flakes’’varlega saman við. Bakið á bökunar-pappír eða í 2 lausbotna formum við150°C í 45-60 mínútur.

Sælgætisbombukrem

100 gr. Sirius suðusúkkulaði.50 gr. smjörlíki.4 eggjarauður.4 msk. flórsykur.

Bræðið suðusúkkulaðið og smjö-líkið í vatnsbaði, kælið lítið eitt.Þeytið eggjarauðurnar og flórsykur-inn saman. Blandið súkkulaðibráð-inni saman við eggjarauðurnar ogflórsykurinn og þetta fer á millibotnanna og ofan á kökuna. Þeytið ½l. af rjóma, sem fer á milli botnanna,ásamt einum poka af smátt skornumþristum, Nóa rúsínum eða Nóakroppi.

,,Bon Appetite’’Ragnheiður og Ásbjörn

ÁrbæjarblaðiðMatur4

MatgæðingarnirÁsbjörn og Ragnheiður ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum í Rauðási 11. ÁB-mynd PS

Kjúklingabringur og bomba

Skora á Ástu og Pál KolkaÁsbjörn Skúlason og Ragnheiður Björnsdóttir, Rauðási 11, skora á

Ástu Bárðardóttur og Pál Kolka Ísberg, Deildarási 4, að toppaþetta í næsta matarþætti. Koma með uppskriftir í næsta matarþátt.

Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út í ágúst.

- að hætti Ásbjörns og Ragnheiðar

20 % afsláttur af General sumardekkjum

Frá afhendingu viðurkenningar vegna 1, 2 og Reykjavík. F.v.: Borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon, Gísli G. Guð-jónsson frá Framkvæmda- og eignasviði sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Jóhanns Diegó, Jón B. Stef-ánsson frá hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Óttarrs Guðlaugs-sonar, Sólveig Reynisdóttir framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Gunnsteinn Ol-geirsson frá Umhverfis- og samgöngusviði.

Fimmtudaginn 10. júlí boðaði borgarstjórinn íReykjavík til samkomu í Grasagarðinum í Laugardal tilað fagna útkomu yfirlitsbæklings um afrakstur íbúa-samráðsverkefnisins 1,2 og Reykjavík. Bæklingurinnvar svo borinn inn á um 46.000 heimili í borginni slföstudag.

Í máli borgarstjóra kom fram að borgaryfirvöldumbárust á þriðja þúsund ábendinga á aðeins um þriggjamánaða tímabili.

Ábendingavefurinn 1, 2 og Reykjavík hefur reynstReykjavíkurborg afar gagnlegt tæki og þegar hefur ver-ið brugðist við fjölda ábendinga um viðhaldsverkefni af

vefnum.Í lok ræðu sinnar veitti Ólafur F. Magnússon borgar-

stjóri stýrihópi Grafarholts sérstaka viðurkenningufyrir öfluga og framsækna nálgun í íbúasamráði, m.a. íverkefnum með leikskólabörnum og unglingum.

Stýrihópinn mynduðu: Sólveig Reynisdóttir, fram-kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafar-holts, Óttarr Guðlaugsson formaður hverfisráðs Graf-arholts og Úlfarsárdals, Gunnsteinn Olgeirsson frá Um-hverfis- og samgöngusviðs og Jóhann Diego frá Fram-kvæmda- og eignasviði.

1, 2 og Grafarholt - stýrihópurfær viðurkenningu frá borginni

Page 5: Arbaejarbladid 7.tbl 2008

Þessar þurfa að vera í boxinu þínu í sumar

Iða Krafla gul Krafla rauð Krafla orange

Krafla blá Krafla græn Iða Skröggur

Grænfriðungur Elsa Gríma blá Gríma gul

Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)

Beygla

SilungaKrafla bleik

Beykir

SilungaKrafla orange

Krókurinn Mýsla

Laxaflugur

Tungsten keilutúpur

,,Íslenska landsliðið’’ í silungaflugum

Kíktu á Krafla.is- Gjöfular, fallegar og sterkar flugur

- Íslensk hönnun

íslensk fluguveiði

Skrautás ehf. Sími: 587-9500

Page 6: Arbaejarbladid 7.tbl 2008

®

Opið mánudaga - föstudaga 9-18.30 og laugardaga 10-14

ÁrbæjarblaðiðFréttir6

Fréttir Árbæjarblaðið7

Lengi býr að fyrstu gerð. Þessvegna eru aðstæður og aðbúnaðuræskufólks oft besti mælikvarðinn ágæði samfélagsins: Aðstæður tilnáms, félagsstarfs, íþrótta og annarraleikja og útivistar. Það er því rétt ogskylt að fulltrúar meirihluta borgar-stjórnar, hverju sinni, greini borgar-búum frá því helsta sem er, og hefurverið á döfinni í þessum málaflokk-um í hverfum borgarinnar.

NorðlingaskóliÞað er alltaf spennandi að fylgjast

með starfi og árangri nýrra skólaborgarinnar. Það hefur aldrei veriðálitamál að skólastarf í Norðlinga-skóla hefur verið faglegt og framsæk-ið og til fyrirmyndar frá upphafi. Enþað hefur því miður dregist að byggjayfir skólann hans eigið húsnæði.Ekki þarf að hafa um það mörg orðhversu bagalegt það er öllu skóla-starfi og stefnumótun þess, að þaðfari fram í bráðabirgðarhúsnæði.

Sú var tíðin að frumbýlingar nýrraíbúðarhverfa í Reykjavík og nágrennimáttu bíða í áratugi, eftir því að geng-ið yrði frá einstaka byggingum og lóð-um þeirra, götur malbikaðar og lagð-ar gangstéttir. Á þessu hefur orðiðmikil bragarbót á sl. þremur áratug-um. En betur má ef duga skal.

Það er í rauninni óboðlegt íbúumnýrra hverfa að þeir þurfi að bíða ímörg ár eftir því að varanlegt hús-næði leikskóla, grunnskóla og ann-arra þjónustustofnanna verði fullgertog frágengið. Þetta á ekki síst við umskóla yngstu borgaranna, sem eruvinnu- og viðverustaðir þeirra stóranhluta dagsins.

Það er því fagnaðarefni að nú þessadagana er verið að ljúka við að steypasökkla skólahúss Norðlingaskóla. Út-boð vegna byggingar á full frágengnuskólahúsinu sem verður hið glæsileg-asta, stendur nú yfir og verða tilboðinopnuð þann 27. ágúst nk.. Útboðið varviðameira og tímafrekara en ellavegna stærðar verkefnisins og þarmeð ákvæðis um að bjóða það út áevrópska efnahagssvæðinu. En meðþví að bjóða sérstaklega út sökklahússins sparaðist umtalsverður tími.Ef ekkert ófyrirsjáanlegt kemur uppá má gera ráð fyrir að framkvæmdirvið skólahúsið sjálft hefjist nú á ár-inu.

Bætt aðstaða í RofaborgAð undanförnu hafa staðið yfir

framkvæmdir á vegum borgarinnar

við leikskólann Rofaborg. Leikskól-inn var stækkaður til muna á síðastaári en nú er unnið að breytingum áeldra húsi skólans. Þá hefur leik-skólalóðin verði endurhönnuð og ver-ið er að vinna að frágangi hennarþessa dagana. Þessar framkvæmdirmunu gjörbreyta allri aðstöðu viðskólann fyrir nemendur og kennara.

Skólalóð ÁrbæjarskólaÞað vill stundum gleymast að

skólalóðir eru afar mikilvægur hlutiskólamannvirkja. Reyndar ættu þær,öðrum svæðum fremur, að lútaströngustu kröfum um hönnun ogfrágang. Þær þurfa að tryggja örygginemenda, fullnægja leikja- og hreyfi-þörf þeirra, dreifa huganum með fjöl-breytilegu og hagalega hönnuðu um-hverfi og umfram allt að vera vel viðhaldið og snyrtilegar.

Sóðalegar skólalóðir í niðurníðslueru einhver dapurlegustu dæmi umvanrækslu borgaryfirvalda. Ég erþess fullviss að þær eru miklu áhrifa-meiri og alvarlegri fordæmi en fólkog fjölmiðlar gera sér almennt greinfyrir. Þær eru í rauninni stöðug ogneikvæð skilaboð til nemenda umhirðuleysi og skemmdarstarfssemi.

Eftir tólf ára valdatímabil R-list-ans var fjöldi skólalóða í Reykjavík úrsér genginn og margar þeirra hafaþarfnast endurhönnunar og endur-gerðar. Í verstu tilfellunum fólust ílóðunum alvarlegar slysagildrur.

Meirihluti sjálfstæðismanna ogFramsóknar hóf sérstakt átak í þess-um efnum sem nú er í fullum gangi.Árbæjarskóli varð 40 ára á árinu.Hann hefði svo sannarlega átt þaðskilið að fá enduruppgerða skólalóð íafmælisgjöf fyrir sitt frábæra skóla-starf. En ekki verður allt gert í einu.Hins vegar hefur verið ákveðið aðfara í gagngerar endurbætur á skóla-lóð Árbæjarskóla árið 2010 og á næstaári verður settur upp battavöllur ítengslum við skólann.

KnattspyrnulandafræðiÞað getur verið bísna skemmtilegt

fyrir okkur innfædda Reykvíkingasem komin erum yfir miðjan aldur aðrifja upp ,,knattspyrnulandafræði''Reykjavíkur á árum áður. Ég tel miga.m.k. muna þá tíð, að nánast allirVesturbæingar voru KR-ingar, og ein-staka þeirra, einkum á ,,Holtinu'' í ný-stofnuðum Þrótti.Víkingar komu úrMiðbænum, Frammarar voru íSkuggahverfinu og fyrir norðan

Klambratún, og Valsarar voru í Þing-holtunum, suðurhluta Skólavörð-uholtsins og að sjálfsögðu í Hlíðunumþar sem ég ólst upp. Þá hafði knatt-spyrnan, pólitíkin og lífið sjálft ein-faldar og skýrar línur.

En þegar Reykjavík fór að teygjaanga sína yfir Kringlumýrina og Háa-leitið, Fossvoginn, Breiðholtið, Ár-bæinn og loks Grafarvog, riðluðustþessi landamæri. Það voru komnirKR-ingar, Valsarar og Framarara umalla borg þó Víkingar fengju aðstöðu íBústaðahverfinu. Þess vegna veltimaður því fyrir sér á tímabili hvortdagar svæðisbundinna knattspyrnu-klúbba í Reykjavík væru taldir. Hvorallir kæmu til með að halda með öll-um í öllum hverfum.

Svæðisbundin stemming FylkisFylkir er í rauninni fyrsta ,,nýja''

knattspyrnufélagið í Reykjavík,stofnað árið 1967, sem snéri þessariþróun við, tókst að ná fram sterkrisvæðisbundinni stemmingu í einu afnýju hverfum borgarinnar og tryggjasér sess í fremstu röð meistaraflokks-liða í úrvalsdeild karla í knattspyrnuum langt árabil. Nú hefur Fjölnir íGrafarvogi fylgt í fótsporið og spilar ífyrsta sinná þessu ári ímeistar-deildinni.

Úrvals-deildin ogæskulýðs-starf

Á þetta er ekki minnst til þess aðupphefja úrvalsdeild karla í knatt-spyrnu á kostnað kvenna eða yngriflokka. Þvert á móti. Við getum ekkislitið barna- og unglingastastarfið,íþróttafréttirnar og íþróttaáhugaunga fólksins úr samhengi. Meistar-aflokkar úrvalsdeildarliða eru í ýmsustarfræktir eins og einkafyrirtæki íafar hörðu samkeppnisumhverfi.Þetta minna fjölmiðlarnir okkur áþegar þjálfarar eru að taka pokannsinn eftir misjafnt gegni. En meistar-aflokksmenn úrvalsdeildarinnar eruafar mikilvæg fordæmi fyrir ungafólkið - og barna- og unglingaþjálfunfélaganna byggir óneitanlega aðvissu leyti á gengi félaganna þar semfjölmiðlaumfjöllunin er mest.

Reykjavík og íþróttafélöginAllt frá stofnun KR árið 1899 og

stofnun Fram, Víkings og Vals,

skömmu síðar, hefur starfsemi þess-arra félaga og annarra íþróttafélaga íReykjavík, s.s, ÍR og Ármanns, ogseinni tíma félaga, verið fullkomlegaómetanleg fyrir Reykvíkinga, kyn-slóð fram af kynslóð. Það verðuraldrei fullmetið eða fullþakkað hvaðíþróttafélögin hafa lagt að mörkumfyrir unga Reykvíkinga um heillaraldar skeið. Það hefur svo ekki dregiðúr mikilvægi þessara félaga með ár-unum, eftir því sem fleira glepur ogfreistingunum fjölgar.

Framtíðaraðstaða FylkisÞað er deginum ljósara að það hlýt-

ur að vera óumdeilanleg skylda borg-aryfirlvalda að sjá til þess að aðstöðu-leysi íþróttafélaga hamli ekki æsku-lýðs- og íþróttastarfi þeirra. Þessvegna hef ég hlustað með athygli áábendingar þess efnis, frá forráða-mönnum Fylkis og íbúunum í næstanágrenni, að Fylkissvæðið sé orðið oflítið og aðþrengtog að löngu sékominn tími til aðhuga að nýju fram-tíðasvæði.

ForráðamennFylkis hafa lagt

áherslu á að fásvæði fyrir félagiðí Hádegismóum,fyrir neðan Morgunblaðið. Í röðumFylkismanna ríkir mikill einhugurum það staðarval þó skiptar skoðanirhafi verið um það í borgarstjórn. Éghef velt þessum tillögum Fylkis-manna fyrir mér sem og ýmsum öðr-um og tel hann alls ekki fráleitan.Hann er jafnvel fyrsti kostur í mínumhuga sem stendur.

Kjarni málsins er þó þessi. Borgar-stjórn, fagaðilar og Fylkismenn þurfanú að leggjast yfir alla raunhæfakosti í þessu máli og ná faglegri, sam-eiginlegri niðurstöðu sem sátt geturorðið um. Borgaryfirvöld þurfa semfyrst að hafa frumkvæði að þessuverkefni. Ekki er eftir neinu að bíðaþví það er engin lausn fólgin í því aðdraga álitamál og ágreining á lang-inn. Fylkir á ekki skilið slíka aðferð-

arfræði, né heldur unga fólkið í Ár-bæjarhverfinu.

Safnaðarheimili við Árbæjar-kirkju

Þá er rétt að geta þess að borgarráðhefur látið auglýsa nýtt skipulag viðÁrbæjarkirkju sem gerir ráð fyrirlangþráðu og glæsilegu safnarða-heimili við kirkjuna. Með þeim fram-kvæmdum rætist gamall draumursafnaðarins um gjörbreytta og bættaaðstöðu fyrir funda- og samkomuhaldí tengslum við kirkjuna og athafnirhennar.

Teikningar af byggingunni hafaalls staðar mælst vel fyrir og alltbendir til þess að framkvæmdir ættuað geta hafist sem fyrst. Ég samgleðstÁrbæjarsöfnuði með þennan áfangaenda hef ég fylgst af áhuga með fram-gangi þessa máls og fundað með þeimaðilum sem unnið hafa að því á veg-um safnaðarins.

,,Landslag yrði lítilsvirði...’’

Ýmislegt fleira hefurverið á döfinni í Árbæjar-hverfinu að undanförnu.Má þar nefna að göngu-stígurinn í Elliðaárdaln-

um fyrir norðan árnarvar endurgerður á síð-asta ári, malbikaður,breikkaður og lýsturupp. Bílastæðið viðÁrbæjarsafn hefur ný-lega verið stækkað ognú er í upbyggingu nýog glæsileg aðstaða

fyrir þjónustumiðstöðinaog einnig heilsugæsluna íÁrbæ. Borgir snúast svo

sannarlega um mannlíf og mann-virki. En þær snúast ekki síður umútsýni, örnefni, sögu og sérkenni - ínýjum borgarhverfum, jafn sem hin-um eldri. Við Reykvíkingar mættumað skaðlausu rækta betur þessa þættiborgarlífsins eins og t.d. með þvímerkja þekkta sögustaði í hverfumborgarinnar, setja upp útsýniskiltieins og gert var nýlega á Höfðabakkagengt Árbæjarsafni.. Þeir glæða um-hverfið merkingu og gefa lífinu lit.Eða eins og Tómas Guðmundssonsegir í ljóðinu Fjallganga:

,,Landslag yrðilítilsvirði,ef það héti ekki neitt.’’

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssonformaður borgarráðs

Vilhjálmur Vilhjálmsson,formaður borgarráðs,skrifar:

Hugað að æskunni í Árbænum

Á fundi hverfisráðs Grafarholts ogÚlfarsárdals þann 27. maí sl. varsamþykkt að veita viðurkenningartil fyrirtækja/félagasamtaka fyrirframúrskarandi þjónustu við íbúa,snyrtlegt nærumhverfi eða gott starfí þágu hverfisins. Einu fyrirtæki/fé-

lagasamtökum skal veitt viðurkenn-ing ár hvert í Grafarholti og Úlfar-sárdal.

Samþykkt var að veita GolfklúbbiReykjavíkur viðurkenningu fyrir ár-ið 2008

Óttarr Guðlaugsson, formaður

hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsár-dals, afhenti forsvarsmönnum GRviðurkenninguna. Það voru Jón Pét-ur Jónsson formaður og Garðar Ey-dal framkvæmdastjóri sem veittuviðurkenningunni móttöku.

F.v.: Jón Pétur Jónsson, Óttarr Guðlaugsson og Garðar Eydal.

GR fær viðurkenningu HverfisráðsBorgarstjóri afhjúpaði

útsýnisskilti í ÁrbæBorgarstjóri af-

hjúpaði í dag útsýn-isskilti sem stend-ur á mótum Breið-holtsbrautar og Se-lásbrautar. Reykja-víkurborg hefurlátið setja upp út-sýnisskilti víðs veg-ar um borgina.

Fjallasýnin ereinstök frá þessumútsýnisstað í Ár-bænum má meðalannars sjá Esjuna,Úlfarsfellið, Bláfjöl-lin og Húsfell. Skilt-in hannaði ÁrniTryggvason auglýs-ingateiknari.

Nýjar dagmæðurBætast mun í hóp dagforeldra í

Árbæ og Grafarholti í ágúst/sept-ember þegar eftirtaldar dagmæð-ur munu hefja störf.

María Sveinbjörnsdóttir Fisk-akvísl 11, 110. Mun starfa meðKolbrúnu Elsu Smáradóttur.

Guðný Eygló Ólafsdóttir ogJenný Rut Arnþórsdóttir Hraun-bæ 124, 110

Guðrún Þórarna SveinsdóttirReykás 31, 110.

Sólveig Antonsdóttir Hraunbæ85, 110. Mun starfa með Mörtu S.Hermannsdóttur.

Ingveldur Ragnarsdóttir Þórð-arsveigi 36, 113.

Olga Rún Sævarsdóttir Þórð-arsveigi 32, 113.

Frekari uppl. um dagforeldra íhverfunum má fá á Þjónustumið-stöð Árbæjar og Grafarholts ísíma 411 1200.

Menntaráð hefur skipað Guð-laug Erla Gunnarsdóttir semskólastjóra við Ingunnarskóla frá1. ágúst nk.

Guðlaug Erla var skólastjóriAndakílsskóla í Borgarfirði ífimm ár og hefur síðan 2003 veriðaðstoðarskólastjóri við Álftanes-skóla. Hún hefur meistaragráðu ístjórnun og menntunarfræðumfrá KHÍ. Guðlaug er formaðurskólamálanefndar Skólastjórafé-lags Íslands og varaformaður fé-lagsins. Guðlaug Erla er þekkt fyr-ir fagmennsku á sviði náms ogkennslu, jákvæðni, góða sam-skiptahæfni o.m.fl.

Núverandi skólastjóri, GuðlaugSturlaugsdóttir, mun hefja störf

við Grunnskóla Seltjarnarnessþann 1.ágúst. Er henni óskaðhenni velfarnaðar á nýjum vett-vangi.

Hildur Jóhannesdóttir hefurverið ráðin aðstoðarskólastjóri tileins árs í forföllum Þuríðar Sigur-jónsdóttir sem verður í námsleyfiþetta ár. Hildur hefur starfað ímörg ár sem tónmenntakennari íHofstaðaskóla í Garðabæ og hefurnýlokið meistaragráðu í mennta-og menningarstjórnun frá Háskól-anum á Bifröst. Hildur hefur víð-tæka reynslu af skólastarfi og hef-ur komið að fjölda verkefna ítengslum við skólaþróun.

Nú í júní var skipt um stjórnendurá leikskólanum Heiðarborg. EmilíaMöller sem var leiksskólastjóri sagðistarfi sínu lausu og í hennar stað varráðin Arndís Árnadóttir. Hún út-skrifaðist úr Fósturskóla Íslands1980 og hefur starfað sem deildar-stjóri í leikskólanum Jörfa síðanhann tók til starfa 1997. Síðasta veturleysti hún af bæði aðstoðarleik-skólastjórann og svo leikskólastjór-ann.

Ingibjörg B. Jónsdóttir sem var að-stoðarleikstjóri færði sig um set inn-an skólans og mun sinna starfi sér-kennslustjóra í hlutastarfi. Í hennar

stað sem aðstoðarleikstjóri var ráðinGunnur Árnadóttir. Hún útskrifað-ist úr Kennaraháskóla Íslands 2004og hefur starfað sem leikskólakenn-ari í leikskólanum Garðaborg þar tilnú .

Þær eru báðar mjög spenntar yfirþví að vera komnar í Árbæinn oghafa breytt um starfsvettvang. Þeimfinnst umhverfið hér yndislegt oghefur verið tekið einstaklega vel afbörnum, starfsfólki og foreldrum.Þær eru nú á fullu að undirbúahaustið og vilja koma því á framfæriað þær geti vel bætt við sig starfs-fólki í haust.

Borgarstjóri og fulltrúar úr hverfisráði Árbæjar virða fyrir sér skiltið.

Borgarstjóri afhjúpar skiltið. Hjá honum stendurBjörn Gíslason formaður Hverfisráðs Árbæjar.

Nýir stjórnendurvið leikskólann

Heiðarborg

Gunnur Árnadóttir - aðstoðar-leikskólastjóri.

Arndís Árnadóttir - leikskóla-stjóri.

Guðlaug Erla ogHildur taka viðIngunnarskóla

Page 7: Arbaejarbladid 7.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðFréttir8

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Kæru viðskiptavinirÞað er breyttur opnunartími í júlí og ágúst. Við hættum snemma

á föstudögum klukkan 16:00 og lokað er á laugardögum!

Það á að njóta sumarsins! Kveðja starfsfólk Höfuðlausna

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Sjá um hreinsun gatna ogsafna fyrir utanlandsferð3. flokkur kvenna hjá knatt-

spyrnudeild Fylkis hefur tekið aðsér að hreinsa götur í Árbænum. Ístaðinn fá stúlkurnar ágæta pen-ingaupphæð sem rennur í ferðasjóðfyrir utanlandsferð sem flokkurinnsafnar nú fyrir.

Hverfisráð Árbæjar hefur gertsamkomulag við foreldraáð og stúlk-ur í 3. flokki kvenna um að þær takiað sér að sjá um hreinsun á völdumgötu í Árbænum.

Göturnar eru Rofabær, Straumur,Strengur, Selásbraut, Fylkisvegur og

Hraunsás. Á móti fá stúlkurnarstyrk sem rennur í sjóð vegna fyrir-hugaðrar æfingaferðar á næsta ári.Hér er um áhugavert framtak aðræða sem mætti svo sannarlega gerameira af í framtíðinnik.

Frá undirritun samkomulagsins millum Hverfisráðs Árbæjar og 3. flokks kvenna. F.v. Þórunn Sigurjónsdótt-ir, Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar, Stefanía Ósk Þórarinsdóttir og Margrét Gunnardóttir for-maður foreldraráðs.

Reiskólinn Faxaból

bíður upp á skemmtileg

reiðnámskeið fyrir börn

og unglinga.

Eigum nokkur laus pláss á reiðnámskeiðin

21.júlí - 1.ágúst og

5.ágúst - 15.ágúst.

Sjá nánar á

www.faxabol.is

Page 8: Arbaejarbladid 7.tbl 2008

Árbæjarblaðið er lesið á hverju heimili

Mest lesni fjölmiðillinní Árbæ og Grafarholti

Auglýsingarnar skila árangri í Árbæjarblaðinu

ÁrbæjarblaðiðÁrbæjarblaðið6. tbl. 6. árg. 2008 júní Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

587-9500

Page 9: Arbaejarbladid 7.tbl 2008

ÁrbæjarblaðiðFréttir10

Blómakerin til skrautsStarfsmaður búinn að koma einu kerinu fyrir og á myndinni er hann að sturta mold í kerið. Þessi blómakermá sjá víða i Árbæjarhverfinu. ÁB-mynd SK

Maðurinn getur alltaf á sig blóm-um bætt. Víða við stofnvegi í Árbæj-arhverfi má nú sjá glæsileg blómak-er sem búið er ð koma fyrir.

Það var Hverfisráð Árbæjar semsamþykkti á fundi sínum nýverið að

skreyta hverfið og strax var hafisthanda við að koma blómakerjunumfyrir.: ,,Það stóð ekki á viðbrögðun-um. Kerin voru varla komin á sinnstað þegar við fórum að heyra í fólkisem var mjög ánægt með þetta fram-

tak hverfisráðsins. Það er greinilegtað þessi blómaskreyting hitti beint ímark og við erum mjög ángð meðþað,’’ sagði Björn Gíslason, formað-ur Hverfisráðs Árbæjar í samtali viðÁrbæjarblaðið.

Grennandi meðferðRétt verð 55.700 kr.

Sumartilboð29.200 kr.

CELLÓNUDD: Kemur blóðrásinni af stað, hjálpar til við frekara niðurbrot og losar líkamann við eiturefni.

HÚÐBURSTUN: Opnar húðina og gerir leirnum kleift að fara vel inn í hana.

HLJÓÐBYLGJUR: Brjóta niður fitu.

VAFNINGAR: Leir er borinn á húðina sem gerir hana stinna, silkimjúka og er jafnframt mjög vatnslosandi. Síðan er notaður Universal líkamsvafningur en með honum missir þú að minnsta kosti 16 cm í hvert skipti.

FLABÉLOS: Að lokum er gott að fara í nokkrar mínútur í Flabélos tækið.

hringið núna í síma 577 7007

HELLUBORG DÓRAHelluborg Dóra veitir þér faglega og

trausta þjónustu fyrir lóð og garð meðheildarlausn á þínu plani.

Við komum og veitum þér verðtilboð og faglegaráðgjöf þér að kostnaðarlausu.

Látið fagmenn Helluborgar vinna verkið.

Nánari uppl. í S: 616-9714Halldór Sveinn Ólafsson

www.helluborg.is - [email protected]

Page 10: Arbaejarbladid 7.tbl 2008

Flugurnar á Krafla.is eru að geraþað gott í veiðinni sem endranær.Flugurnar sem hér um ræðir eru all-ar eftir Kristján Gíslason og vorumest notuðu flugur í íslenskri lax-veiði til margra áratuga á síðarihluta síðustu aldar.

Ný verið voru Kröflumenn á ferðvið Iðu í Biskupstungum sem er fal-legt vatnasvæði þar sem Hvítá í Ár-nessýslu og Stóra Laxá í Hreppumrenna samhliða um stund þar til þærsameina krafta sína undir brúnnivið Skálholt.

Þetta var í síðasta mánuði og ekkimargir dagar eftir af júní. Þessi tímihefur til margra síðustu ára verið ró-legur við Iðu og gjarnan lítil von umfisk í júní. Þennan dag settum við i 5laxa og náðum tveimur á land. Tveirfiskanna tóku rauða tommulangaKröflu keilutúpu og einn orangeKröfluna í sama formi. Kraflan erótrúlega sterk við Iðu eins og auðvit-að víðar þar sem hún er á annað borðnotuð.

Fiskurinn sem kom á land og tókrauðu Kröfluna var 11 pund en sásem tók orange Kröfluna 12 pund.Slíkir fiskar hafa ekki verið algengirvið Iðu á umliðnum árum, reyndarafar sjaldséðir og ekki nema heppn-ustu menn orðið slíkra fiska varir.

Plast-túpurnar á Krafla.iseru baneitraðar

Ein af mjög skemmtilegum ný-ungum á Krafla.is í sumar eru LongWing plast-túpur. Eins og nafnið gef-ur til kynna er vængurinn ríflegahelmingi lengri en túpan. Þrjár flug-ur eru komnar á Krafla.is í þessariútgáfu, Iða, Skröggur og Kolskeggur.

Eðli þessara flugna er að liggja of-arlega í vatnsskorpunni og hunds-hárið gerir þessar túpur einstaklegalifandi og fjörugar í vatninu. Þetta áfiskur erfitt með að standast og tveirlaxar tóku Iðu plast-túpuna, 1,5tommu langa, við Iðu á dögunum.Báðir fóru þeir af en áhuginn vargreinilega til staðar.

Árbæjarblaðið Fréttir11

www.krafla.iswww.krafla.is

Gylfi heitinn Kristjánsson, höfundur Króksins, Mýslunnar, Beykis og nú síðast Beyglunnar, kastarKróknum á hinni einu sönnu Króksbreiðu í Eyjafjarðará. Þessi mynd segir mikla sögu. Hér var Krókur-inn frumsýndur á sínum tíma. Hann hefur síðan skilað veiðimönnum rosalegri veiði og stórum bleikj-um, Gylfa og syni hans rúmlega 9 punda bleikjum eitt árið. Krókurinn er án efa ein allra besta íslenskasilungaflugan á markaðnum í dag Beyglan virðist ekki ætla að gefa honum neitt eftir. Allar flugur Gylfafást á Krafla.is

VILTU BESTA STARF Í HEIMI?

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1

Sími 411 5000 • Bréfsími 411 5009 • www.itr.is • [email protected]

Frístundaheimili ÍTR óska eftir starfsfólki sem getur tekið þátt í að stýra starfi með 6-9 ára börnum á eftirfarandi sviðum: List- og verkgreinar, s.s. tónlist, myndlist, leiklist, smíði, textíl Íþróttir og leikir, s.s. útileikir, innileikir Útivist og umhverfismennt, s.s. gönguferðir, náttúruskoðun Barnalýðræði og lífsleikni, s.s. hópastarf, barnafundir, lesa sögur, vinátta og samvera

Um er að ræða hlutastörf eftir hádegi en starfshlutfall og vinnutími getur verið sveigjanlegt

Tveirvænirtóku

Kröfluá Iðu

Guðjón Gunnar Ögmundsson með 11 punda hrygnu sem tókrauða Kröflukeilutúpu.

Hann er á hjá veiðimanni við Iðu. 12 punda hrygna tók Kröflu orangekeilutúpu þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, sól og logn.

Page 11: Arbaejarbladid 7.tbl 2008

Ef þú leggur 1.000 kr. eða meira inn á FRAMTÍÐARSJÓÐ barnsins þíns færðu aðrar 1.000 kr. í pandasparnað frá Byr. Það er 100% ávöxtun á aðeins einum degi, sem jafngildir kraftmikilli kung fu vaxtarækt. Framtíðarsjóður er bundinn sparnaðarreikningur til 18 ára aldurs og ber hæstu vexti Byrs á hverjum tíma.

Hvert barn sem er 15 ára eða yngra, á rétt á einum pandasparnaði og gildir þessi pandbrjálaða sparnaðarhvatning til 31. ágúst nk.

Byr sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is

Pandasparnaður– KOMDU Í KUNG FU VAXTARÆKT

ðrar

100% ÁVÖXTUNÞú leggur inn 1.000 kr. og við gefum 1.000 kr.

DY

NA

MO

REY

KJA

VÍK

Komdu í skemmtilegan pandasparnað hjá Byr