Áfangar 1. tbl 2012

8
Verðum háð náttúrunni áfangar >> ferðalög & útivist JANÚAR 2012 1. TÖLUBLAÐ 3. ÁRGANGUR Páll Guðmundsson:

description

Ferðalög og útivist

Transcript of Áfangar 1. tbl 2012

Page 1: Áfangar 1. tbl 2012

Verðum háð náttúrunni

áfangar>> ferðalög & útivist

janúar 2012 1. tölublað 3. árgangur

Páll guðmundsson:

Page 2: Áfangar 1. tbl 2012

2 janúar 2012 áfangar

Bára og Örn stofnuðu fyrirtæk-ið Gallerí Heilsu fyrir nokkr-um árum, þau breyttu svo nafninu í Toppfara og hafa

byggt upp blómlegan fjallgönguklúbb á fimm árum. Klúbburinn hittist á æfing-um einu sinni í viku á þriðjudögum og fer svo í stærri fjallgöngur á laugardög-um með tveggja til þriggja vikna fresti. Boðið er líka upp á utanlandsferðir, árið 2008 var til dæmis farið í Alpana, í vet-ur var farið til Perú og í september verð-ur farið til Slóveníu. Á næsta ári stend-ur svo til að ganga á Mont Blanc.

„Við bjóðum upp á þjálfun til að stunda fjallgöngur hér heima á Ís-landi, utanlandsferðirnar eru hugsað-ar meira sem tilbreyting fyrir þá sem það vilja. Við erum fyrst og fremst að hugsa um íslensk fjöll og jökla og för-um svo í nokkurra daga ferðir út á land á hverju sumri. Fjallgöngur eru líkams-rækt, við erum bæði einkaþjálfarar og íþróttamenn hjónin og ég er hjúkrfræð-ingur að vinna á Landspítalanum. Okk-ur langaði til að bjóða upp á eitthvað nýtt, öðruvísi þjálfun, og datt þá í hug að bjóða upp á þjálfun í fjallgöngum,“ segir Bára Agnes.

Að þora að komaÞriðjudagsæfingarnar eru almenn þjálfun í fjallgöngum, klöngri og því-umlíku, æfingar í að nota búnaðinn sem þarf eða getur þurft, þannig að klúbbfélagar geti uppskorið árangur og tekist á við önnur og kannski stærri fjöll á laugardögum og á sumrin. Æf-ingarnar fara svolítið eftir árstíma, á vorin og haustin er gott að ganga því að þá er bjart og aðstæður allar betri. Laugardagsferðirnar eru þá jafnvel tíð-

ari en yfir háveturinn. Utanlandsferðin er hugsuð til tilbreytingar fyrir þá sem vilja en ekki fara allir í hana. Klúbburinn hefur samt reynt sig við ýmis skemmti-leg fjöll erlendis, tæplega 6.000 metra hátt fjall í Perú, sem er jafn hátt Kilim-anjaro eða einum kílómetra hærra en Mont Blanc.

Bára segir að þjálfunin felist mest í því að mæta. „Stærsta hindrunin er að þora að koma og nenna því að koma. Flestir sem koma halda að þeir geti þetta ekki. Þeir halda að þeir séu ekki í nógu góðu formi og því er stærsta verk-efnið að trúa því að þeir geti þetta og láta reyna á það. Þegar menn mæta þá sjá flestir að í raun og veru er auðvelt að gera þetta,“ segir hún og bætir við að árangurinn fari eftir ástundun. „Þeir sem eru duglegir verða mjög góðir. Þeir sem mæta ekki nógu vel verða oft óör-uggir áfram. Svo fer þetta eftir pers-ónuleikum. Konur eru gjarnari að trúa

ekki á sig en karlar hafa meira sjálfs-traust. Konurnar hafa hinsvegar oft meiri elju og þrautseigju. Þær bregðast ekki þegar á reynir,“ útskýrir hún.

Til að vera í góðu fjallgönguformi er nóg að mæta einu sinni í viku og skreppa svo á fjall annan til þriðja hvern laugardag. Margir stunda aðra líkamsrækt samhliða fjallgöngunum og hópurinn tekur svo oft upp eigin göngur. Gjarnan er þá einhver í hópn-um sem blæs til aukagöngu, lætur vita af því að hann ætli að fara og að allir séu velkomnir.

Hlaupin hjálpaÞeir sem hlaupa eða stunda aðra lík-amsrækt samhliða fjallgöngunum eru í toppformi og Bára segir að þeir finni ekki mikið fyrir því að ganga á fjöll. Toppfarar hafa frá upphafi boðið upp á hlaupatíma í hádeginu á mánudögum en Bára segir að fáir hafi tækifæri til

Fjallganga er líkamsræktFjallgöngur

eru úrvals

líkamsrækt

eins og hjónin

Bára Agnes Ketilsdóttir og Örn

Gunnarsson

vita. Þau

standa fyrir

líkamsrækt í

formi fjall-

ganga á

vegum eigin

klúbbs sem

heitir Topp-

farar.

n Líkamsrækt í formi fjall-gangna er eitt það besta sem hægt er að gera til límasrækt-ar. Bára Agnes Ketilsdóttir og Örn Gunnars-son standa fyr-ir fjallgöngu-klúbbnum Toppförum.

HvAð þArF TiL FjALLGÖnGu? regluleg þjálfun, líkamlega og andlega.Mæting á æfingar til að halda sér í formi. borða vel og heilsusamlegan mat. Drekka vel og taka með sér vatn í fjallgöngur. Hvílast vel fyrir og eftir æfingu. Vera jákvæður og hlakka til.

HverniG Bún-Að á veTurnA? á veturna þarf ullarfatnað innst og skjól-fatnað, húfu, vettlinga, jafnvel skíðagler-augu, höfuðljós og hálkubrodda.

að skreppa úr vinnu til að hlaupa og geri það frekar á öðrum tímum. „Talsvert margir hafa smitast inn í það að hlaupa með þessu því að við erum hlauparar hjónin. Fólk æfir þá hlaup á eigin vegum og eykur þannig formið,“ segir hún.

Lítil áhersla er á búnað og dýran fatn-að hjá Toppförum. Bára hvetur fólk til að koma með það sem það á og sjá til hvern-ig það dugar. Það geti svo komið sér smátt og smátt upp búnaði enda snúist þetta ekki um búnað heldur reyni mest á hugann, að þora og vilja mæta. Flestir eigi einhvers slags útivistarfatnað sem þeir geti notað. Höfuðljós sé samt skylda yfir vetrartímann og sömuleiðis hálku-broddar. Ullarfatnaður sé nauðsynlegur innst fata enda sé hann það eina sem dugi þegar á reyni. Fatnaður sem eigi að vera vind- og vatnsheldur sé aldrei full-komlega vatnsheldur enda kröfur um að hann andi. Fjallgöngumenn þurfa svo húfur, vettlinga og jafnvel skíðagler-augu. Á sumrin er hinsvegar hægt að sleppa mun léttar.

GönguskíðiFischer gönguskíði með bindingum Sporty Crown

Kr.28.990

Fischer gönguskíði með stálköntum BCX 99 og

Magnum bindingar

Kr.64.110

Fischer gönguskíðaskór BCX4

kr. 23.995

Kr.64.110

Fischer gönguskíðaskór frá

Kr.16.995

GönguskíðiGönguskíðiFischer gönguskíðaskór frá

Kr.16.995Fischer gönguskíðaskór frá

Kr.16.995

Page 3: Áfangar 1. tbl 2012

Fjallganga er líkamsrækt

áfangar janúar 2012 3

Kylfingar sem vilja slá boltann erlendis hafa marga mögu-leika. Ferðir til Spánar, Flórída og Bretlandseyja eru alltaf

sígildar en þeir sem hafa ævintýraþrá geta skellt sér til Mexíkó eða Jamaíka eða alla leiðina til Dúbaí.

Golfferðir eru vinsælar á vorin enda golftíminn styttri hér á landi en víðast annars staðar og því gaman að kom-ast út fyrir landsteinana til að koma sér í form fyrir sumarið og lengja um leið tímabilið. Þúsundir kylfinga nýta sér þetta á hverju ári og fara helst á suðlægar slóðir til Spánar, Flórída eða Portugúls. Bretlandseyjar eru líka allt-af sterkar og svo eru nýir áfangastaðir að koma sterkir inn.

Langar heim afturPeter Salmon, framkvæmdastjóri Vita Golf, segir langvinsælast að fara í golf-ferð til Spánar. Þangað sé stutt flug, besta verðið, gott veður og fínir vellir. Vita Golf hafi byrjað með Islantilla fyrir sautján árum síðan og það sé eitthvað við staðinn, kylfingar séu alveg heillað-ir af honum. Margir viðskiptavinir, sem hafi verið þar og síðan prófað eitthvað annað, „langar bara heim aftur,“ segir Peter.

Hjá Vita Golf hefur salan í golfferð-irnar gengið vel frá því sala hófst í lok nóvember og búið að selja í um 70 pró-sent ferðanna í byrjun janúar. Peter segir að miklu skipti að lengja golftíma-bilið með golfferð til útlanda. Ekki sé hægt að spila hér á landi nema í fimm eða í mesta lagi sex mánuði og þess vegna langi marga út á vorin til að koma sér í gang og fá í leiðinni smá sól og æfa sig itl að koma sterkir inn í golftímabilið hér. Nú, eða á haustin til að lengja tíma-bilið og spila aðeins lengur.

Nýtt í MexíkóPeter segir miklu skipta að spila í góðum aðstæðum, hita á góðum velli og góð-

um félagsskap því að aldrei sé að vita hvernig staðan er hér, veðrið getur ver-ið slæmt og vellirnir ekki góðir. Því sé gott að tryggja sér golfferð að minnsta kosti einu sinni á ári og svo fari margir tvisvar, á vorin og haustin.

Vita Golf hefur einkum boðið upp á golfferðir til Spánar og fyrir eldri kylf-inga til Portúgals. Í febrúar byrjar nýj-ung en þá fer Peter með 40 manna hóp til Mazatlan í Mexíkó. „Þetta er fyrsta ferðin á þennan stað,“ segir hann.

Fimm svæði á SpániHörður Arnarson, framkvæmdastjóri golfdeildar hjá Heimsferðum, er sam-mála því að golfferðir til Spánar séu vinsælastar, bæði á vorin og haustin. Heimsferðir eru með beint leiguflug til Spánar, til Sevilla og Jeres, og býður þar upp á fjögur til fimm golfsvæði.

„Fólk finnur ákveðið traust í veðr-

inu á Spáni og kannski verðinu líka. Á Spáni er langmesta úrvalið af golf-völlum í Evrópu og Spánverjar eru best undir það búnir að taka á móti hópum. Ef við tökum Ítalíu sem dæmi þá eru golfklúbbar með golfvellina og þeir vilja kannski ekki fá svona stóra hópa af út-lendingum sem nánast hertaka golf-vellina. Það er auðveldast að vera með stóra hópa á Spáni,“ útskýrir Hörður.

Vilja ákveðinn klassaGæðamunur getur verið á hótelum og völlum þannig að Heimsferðir selja fjögurra eða fimm stjörnu svæði. Boðið er upp á golfskóla sem hefur verið rek-inn frá 1997 og er mjög vinsæll en úr honum hafa 2.600 nemendur útskrif-ast á tæpum fimmtán árum. „Það er vinsælt að byrja á því að læra golf er-lendis. Menn fara þá í góðar aðstæður og geta einbeitt sér að golfinu. Kylfing-

arnir græða heilt sumar á því að fara í svona golfskóla því að hér á landi er vinnan alltaf að trufla. Úti geta menn einbeitt sér að þessu í sjö til tíu daga þannig að þessi námskeið eru stór þátt-ur í þessu. Auk þess bjóðum við einka-tíma og almenna þjónustu við kylf-inga,“ segir hann.

Verð á golfverð getur verið mjög misjafnt eftir stað og lengd ferðar en boðið er upp á allt frá þriggja daga ferð til Kaupmannahafnar upp í tíu daga ferð á Spáni. Verðið er eftir þessu allt upp í tæplega hálfa milljón króna á manninn. Innifalið í því er flug, gist-ing, fararstjórn og gjarnan hálft fæði, oft ótakmarkað golf, æfingaboltar og kerrur. Hótelin eru alltaf góð enda seg-ir Hörður að golfararnir vilji „ákveðinn klassa“. Heimsferðir eru að færa út kví-arnar og bjóðum upp á sérferð til Lago-mera í vor.

Flestar golfferðir til SpánarMargir Íslendingar fara í golfferðir til annarra landa:

n Spánn er langvinsælastur meðal íslenskra kylfinga. þar er hægt að komast í íslenskan golfskóla og byrja þannig í golfinu.

Á Spáni er langmesta úrvalið af golfvöllum í Evrópu og Spánverjar eru best undir það búnir að taka á móti hópum. Ef við tökum Ítalíu sem dæmi þá eru golfklúbbar með golfvell-ina og þeir vilja kannski ekki fá svona stóra hópa af útlend-ingum sem nánast hertaka golfvellina. Það er auðveldast að vera með stóra hópa á Spáni.

Page 4: Áfangar 1. tbl 2012

Brynjar Eldon Geirsson, íþrótta-stjóri Golfklúbbs Reykjavík-ur, GR, er hluti af fjölskyldu sem er kannski þekktari fyr-

ir handboltann en golfið enda á kafi í handboltanum í FH í Hafnarfirði. Brynj-ar Eldon er því alinn upp í handbolt-anum en hefur verið í golfinu á sumr-in eins og fleiri í fjölskyldunni. Brynjar hefur verið í golfinu frá því hann man eftir sér, vann alltaf í kringum golfið sem unglingur og er nú íþróttastjóri og golfkennari. Sem íþróttastjóri samhæf-ir hann þjálfunina og þjálfar sjálfur hjá GR, sem golfkennari kennir hann í golf-skóla og til viðbótar tekur hann að sér aukaverkefni, sér þar á meðal sér hann ásamt Ólafi Má Sigurðssyni, skólastjóra Progolf, um golfþætti á ÍNN.

Vantaði golfefni„Mín fjölskylda er handboltafjölskylda númer 1, 2 og 3. Handboltinn hefur kannski meira verið sem íþrótt og golf meira sem áhugamál hjá mér. Hand-boltinn átti alltaf hug minn og hjarta en ég var í golfinu á sumrin og golfið var atvinna mín. Ég bý í Hafnarfirði og hef alltaf búið þar nema þegar ég flutti til Þýskalands og lærði þar. Í kringum mig eru rosalega margir í handbolt-anum. Ég held að handbolti eða fót-bolti og golf fari vel saman. Handbolta-menn eru yfirleitt í fríi á sumrin og þá fer vel að vera í golfinu. Atvinnuknatt-

spyrnumenn hafa gjarnan tíma aflögu yfir daginn og geta þá notað golfið til að drepa tímann,“ segir Brynjar.

Golfþættirnir hans á ÍNN hafa vakið athygli. Brynjar segir að alltaf hafi ver-ið vöntun á íslensku golfefni í sjónvarp-inu og það hafi lengi blundað hjá golf-kennslufyrirtækinu Progolf að bæta úr því. Markaðsstjórar Progolf og ÍNN hafi því hist og þetta orðið úr, samstarfs-flötur hafi verið fyrir hendi að gera ís-lenskt efni og sýna í opinni dagskrá og hann hafi verið fenginn til leiks. Þetta sé ekki kostnaðarsamt efni og þó það sé ekki tæknilega mikið unnið þá sé það mjög gott því í því felist mikil þekking á golfinu.

„Þessir þættir hafa fengið góðar undirtektir. Það er komið á annað ár sem þættirnir eru á dagskrá og þeir eru sýndir stanslaust, minna að vísu á veturna en meira á vor-in og sumrin,“ segir Brynjar.

Spila meiraGóð innanhússaðstaða er til gol-fæfinga á höfuðborgar-svæðinu og því lítið mál að stunda golf á veturna. Tvö stór æfingasvæði eru opin allan ársins hring, eitt í Reykjavík og annað í Hafn-

arfirði. Brynjar segir að ekkert vanti á veturna nema að geta spilað meira golf. Tíminn sem Íslendingar hafi á golfvell-inum sé of stuttur. „Þetta er það helsta sem hrjáir íslenska golfara en menn reyna að vinna það upp með því að fara utan til Spánar eða Orlando til að spila þar og æfa. Íslenskir kylfingar fara langt í að geta verið samanburðarhæf-ir erlendis, þá vantar bara betra veð-ur og að geta verið lengur á vellinum. Þeir þurfa því að komast í keppnisform erlendis. Íslenska sumarið telur ekki nema fimm mánuði meðan kylfingar á Spáni ná kannski tíu mánaða tímabili,“ segir hann.

„Það gerir ekkert fyrir þig sem kylf-ing að spila á grjóthörðum velli ann-

að en að þetta er útivist fyrir áhugakylfinginn. Fullt af fólki er að spila yfir vetrartímann og fær

úgöngutúrinn út úr því og hitt-ir vinina en það hjálpar ekkert

með golfið. Það á ekkert skylt við golf að spila í frosti en það er auðvitað hægt að setja í appels-

ínugulan bolta á vetrar-vellinum ef það er

snjór,“ segir hann.

Andlegur undirbúningurÁ veturna er lítið annað hægt að gera en að æfa

sig innanhúss, vera með púttmottu inni í stofu eða inni í bílskúr, að mati Brynj-ars. Hann bendir á að í stóru golfklúbb-unum sé æft ellefu mánuði á ári með blöndu af inni- og útiæfingum.

„Ég myndi segja að leikmenn séu mikið í líkamsrækt og noti tímann til að vinna í sveiflunni og golftækninni til að vera búinn að breyta henni og hafa hana tilbúna fyrir tímabilið í maí. Svo þarf kannski að vinna í þessum huglega þætti, hugarþjálfun. Sú vinna getur fal-ist í því hvernig farið er með stress. Það er til dæmis ákveðið stress í kringum 18 holu golfhring í keppni. Ef kylfingurinn fer lítill í sér í þennan hring þá fer illa í keppni. Hann þarf að vera andlega und-irbúinn þegar hann kemur á völlinn,“ segir Brynjar.

„Þetta er eins og með aðrar íþrótta-greinar undirbúa sig. Á veturna er hægt að gera ýmislegt í því, lesa bæk-ur tengdar svona vinnu og gera æf-ingar, til dæmis jógaöndunaræfingar. Svo skiptir miklu að vera inni í höllum að vippa og pútta, þessi stuttu högg er hægt að gera hvar sem er, ekki bara inni í íþróttahúsum. Keppnisfólk reynir að komast erlendis, helst í viku og viku til Spánar til að sjá hvernig staðan er og spila þar kannski sjö hringi á viku og fer svo heim. Þar fer það yfir tölfræðina og sér nákvæmlega hvað það þarf að laga og svo halda menn áfram hér í snjón-um,“ segir hann.

Handboltinn átti hug minn

Brynjar eldon Geirsson hefur verið í golfinu frá

æsku og segir að golfið fari vel með boltaíþróttum.

5 ráð

1. líkamsrækt. golfhringur er 10 kílómetra labb. Kylfingurinn þarf að vera í góðu formi, vel líkamlega á sig kom-inn, annars hefur það slæm áhrif á golfið.

2. Æfa pútt, kaupa sér púttmottu og æfa sig heima í stofu.

3. Horfa á golf, maður getur lært af þeim bestu. alltaf er verið að sýna golf í sjón-varpi. bestu kylfing-arnir gera þetta eins vel og hægt er að gera það og það hjálpar klárlega að fylgjast með þeim.

4. Fara til golfkenn-ara á veturna og fá aðstoð yfir dauða tímann. Ekki gera það þegar sumarið er byrjað. nota veturinn í tæknibreytingar.

5. Æfa sig. Fara á æfingasvæði og æfa sig. golf er eins og allt annað, það þarf að æfa sig til að geta eitt-hvað, þetta hefst ekki öðruvísi.

Golf er krefjandi íþrótt sem hefur í för með sér mikið álag á bakið. Hátt hlutfall kylfinga glímir við bakverki ein-hvern tímann á ævinni. Í jóga eru góðar æfingar sem styrkja bakið og bæta almennt ástand kylfingsins , liðka hann og gera hann líkamlega betri til að stunda golf. Jógað eykur styrk, sveigjanleika, jafnvægi og einbeit-ingu og þetta segir Sólrún Viðarsdóttir jógakennari að séu allt eiginleikar sem golfarar þurfi til að styrkja sig.

„Þetta getur gert gæfumuninn. Golfari sem er í líkam-lega lélegu ásigkomulagi nær ekki þeirri sveiflu sem hann þarf til að ná góðu höggi. Hann hefur þá jafnvel ekki heldur þol, orku né einbeitingu í allar 18 holurnar. Með því að styrkja sig og gera sig betur undirbúinn getur hann haldið styrk, sveigjanleika og orku og nær jafnari takti og meiri sveigju í sveifluna þannig að höggið verður betra. Einbeit-ingin er líka gríðarlega mikilvægi fyrir golfara og þeir þurfa að hafa gott jafnvægi út alla sveifluna,“ útskýrir Sólrún sem sjálf stundar golf. Hún lærði jóga fyrir golfara hjá Katrínu Róberts í Arizona sem hefur unnið með atvinnukylfingum í mörg ár. Sólrún kennir eftir aðferð Katrínar.

Auk styrktar og liðleikaæfinga byggir jóga mikið á jafn-vægisæfingum og eykur einbeitingu. Áhersla er auk þess lögð á öndun og öndunaræfingar og má segja að það sé það sem skilur jóga iðkun frá annarri líkamsrækt. Sólrún segir mikilvægt þegar íþrótt á borð við golf er stunduð að kylfing-

urinn láti ekkert trufla sig, hvorki eigin hugsanir né áhorfendur, og geti einbeitt sér fullkomlega að golf-inu. „Jógað hjálpar mikið við þetta því það er svo mikil hugarþjálfun í jóga,“ segir hún.

Sólrún telur best fyrir golfarar að stunda jóga vel á veturna, helst tvisvar til þrisvar í viku, og svo einu sinni til tvisvar í viku yfir sumarið eins og hún gerir sjálf. „Ég segi mínum golfurum að stunda þó ekki sé

nema 15 mínútna prógramm úr jóganu. Þeir geta gert þetta áður en þeir fara út á golfvöll eins og ég hef gert eða

15 mínútna æfingar á morgnana þar sem maður hitar sig að-eins upp, liðkar og styrkir líkamann og þá líður manni miklu betur allan golfhringinn og allan daginn,“ segir hún.

Atvinnukylfingar hita upp í langan tíma og eru heitir og tilbúnir til leiks þegar þeir fara á völlinn. Hér á landi hoppa menn beint út úr bílnum og fara strax á völlinn ískaldir. „Þeir ná ekki góðri sveiflu fyrr en á fjórðu eða fimmtu holu þannig að þeir eru að tapa miklu. Ef þeir hita sig upp, sveigja og styrkja aðeins fyrir völlinn þá er líkaminn miklu betur undirbúinn og árangurinn eftir því,“ segir hún.

Til að spila golf er betra að vera í góðu formi, bæði líkam-lega og andlega, sérstaklega ef menn vilja ná árangri í íþrótt sinni. „Reyndar tel ég mikilvægt að stunda jóga eða power-jóga með öllum íþróttum, sama hver hún er. Jóga er gríðar-lega gott almennt séð,“ segir Sólrún að lokum.

jógað slær í gegn

4 janúar 2012 áfangar

Page 5: Áfangar 1. tbl 2012

Þegar tíðarfarið er þannig að það er hægt að spila yfir vetr-artímann þá er gríðarlega virkt starf hjá klúbbunum,

sérstaklega meðal þeirra sem eru hætt-ir að vinna. Hjá Golfklúbbi Reykjavík-ur var til dæmis spilað í um 280 daga í hittifyrra en í fyrra voru dagarnir 250. Í ár er þetta náttúrulega snjóþyngri vet-ur en fólk sem er í vinnu er flest farið að hefja sinn undirbúning í síðari hluta febrúar eða byrjun mars. Þá byrja kylf-ingarnir að fara á æfingasvæðin að slá,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson, einn af eigendum golfverslunarinnar Hole In One.

Upphituð aðstaðaFlestir golfvellir eru lokaðir yfir vetrar-tímann en þó eru nokkrir golfvell-ir opnir, til dæmis

golfvellirnir suður með sjó, í Sandgerði

og Grindavík, sem reyna að hafa opið allan ársins

hring, einnig í Vestmannaeyjum og á Hellu og aðrir golfvellir við sjávar-síðuna. Sama gildir um litla golfvöllinn á Hvaleyri í Hafnarfirði, hann er mikið opinn. Þá eru æfingasvæðin í Básum í Grafarholti og Hraunkoti í Hafnarfirði þar sem Sædýrasafnið var í gamla daga. Þar er opið til níu á kvöldin og þangað getur fólk farið.

„Þó það sé kalt úti þá er þetta upp-hituð og upplýst aðstaða þannig að fólk getur staðið og slegið í myrkri og kulda. Ef maður hugsar tíu ár aftur í tímann þá hefur orðið algjör umbylting í að-stöðu til golfiðkunar utan háannatíma.

Golftímabilið lengst gríðarlega. Á árum áður voru kylfingar að taka golfsettin úr geymsl-unum um mánaðamótin apríl-maí þegar golfvellirnir opnuðu og svo voru settin sett aftur í geymsluna í lok september en nú má segja að 70 prósent kylfinga séu búnir að grípa golfkylfuna og farnir að æfa í síðari hluta mars, byrjun apríl,“ segir Þorsteinn.

Ske mmtilegur félagsskapurGolf er flestum kylfingum brennandi áhugamál og það segir Þorsteinn að sé mikilvægast. „95 prósent af þeim sem stunda golf gera það af því að þetta er skemmtilegur félagsskapur, skemmti-legur leikur og fimm prósent eru í þessu fyrir keppnina. Með lengingu á tíma-bilinu verður félagsskapurinn meiri og fólki finnst gaman að stunda golfið og hitta aðra. Það gildir um okkur öll að okkur langar til að standa okkur vel og bæta okkur, hvort sem við erum í skóla, golfi eða vinnu. Golfið er þannig að

með meiri æfingu og viðveru þá verður maður betri,“ segir hann.

Í golfinu er ekki keppt við aðra heldur keppir kylfingur-inn við sjálfan sig og spilar við völlinn. Þorsteinn telur mest heillandi við golfið að þar geti allir leikið sér saman. Hann hefur oft verið fararstjóri í golfferðum erlendis og nýtur þess að sjá heilu fjölskyldurn-

ar spila til að hafa gaman af því þó að getan sé kannski mismunandi.

Mýkt og liðleikiÍ golfinu hefur líkamlegt atgervi mik-ið að segja og margir nota veturinn til að styrkja sig og undirbúa fyrir sum-arið. Þorsteinn segir eitt af því sem sé að koma inn í golfið og hafi oft ver-ið vanmetið séu teygjuæfingar, jóga og almennt að teygja. Golfið byggist á mýkt, liðleika og samhæfingu vöðva. Miklu skipti að vöðvahópar vinni vel saman og séu ekki herptir og stífir. Hugarró skipti líka máli og það hvern-

vetraraðstaðan hefur gjörbreystÆfingaaðstaða utan háannatíma hefur gjörbreyst síðustu tíu árin:

FLoTTur GoLFAri uppskrift Þorsteins Hallgrímssonar

1. áhugi.

2. tími til að æfa.

3. líkamlegt ástand. „Ekki skemmir fyrir að vera í ágætis formi til að stunda golf og huga að teygjum og styrkjandi æfingum. golfiðkun bætir svo líka úthald og hefur heilsueflandi áhrif.“

4. Hugarfar. „gríðarlega mikilvægt og verður fólki oft að falli. Vantar kannski upp á þolinmæðina. golf lítur út fyrir að vera auðvelt í sjónvarpinu þegar bestu kylfing-arnir eru að slá, það virðist ekki flókið en er flóknara en það lítur út fyrir að vera. Kylf-ingurinn þarf að sætta sig við að þetta gangi ekki í fyrstu tilraun.“

5. agi. algengt er að kylfingurinn leiti aftur í gömlu sveifluna sína eftir að hafa verið hjá golfkennara sem hefur breytt sveiflunni til að þróa hana tæknilega. Sveifluna þarf oft að brjóta upp til að kylfingurinn verði enn betri og því þarf að fylgja eftir og klára til enda, ekki hætta í miðju kafi og halda að takmarkinu hafi verið náð. „Þarna erum við komin aftur að tíma, áhuga og metnaði.“

6. númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum golf-urum er að hafa gaman af golfinu. „Ef það gleymist að maður er í golfi af því að það er skemmtilegt áhugamál þá er það búið að missa marks.“

ig kylfingurinn nálgist það að mæta á golfvöllinn.

„Ef við ætlum að búa til hinn flotta golfara þá er það svolítið eins og að vera með stórt púsluspil, margir hlutir sem þarf að huga að. Þetta er ekki bara það að sveifla kylfunni,“ segir hann.

n þorsteinn Hallgrímsson

áfangar janúar 2012 5

Page 6: Áfangar 1. tbl 2012

Hvað kostar að fara á skíði?Mun ódýrara er að leigja sér búnað til að fara á skíði eða snjóbretti en að kaupa búnaðinn og eiga inni í geymslu, sérstaklega ef það skyldi nú ekkert snjóa og lítið sem ekkert hægt að nota hann yfir veturinn. Skíði, bindingar, skór og skíðastafir kosta að minnsta kosti 86.970 krónur. Ef allt þetta er keypt í einum pakka fæst 20 prósenta afsláttur og kostar búnaðurinn þá 69.576 krónur.

Svipað á skíði og brettiSvipað kostar að græja sig upp fyrir snjóbretti. Hægt er að kaupa skó, bindingar og bretti á samtals 86.970 krónur. Með afslætti er kostnaðurinn 69.576 krón-ur. Í báðum tilfellum er miðað við verðupplýsingar frá Útilífi en verðið á snjóbrettum og skíðum fer eftir lengd. Í þessum dæmum er miðað við skíði eða snjóbretti fyrir 167 senti-metra háa konu.

Ef fjárfest er í öllum græjum, til dæmis snjóbuxum og skíða- eða brettaúlpu, skíðagleraugum, hjálmi og hönskum, getur útbúnaðurinn kostað minnst 132 þúsund krónur. Rétt er þó að taka fram að það er ekki nauðsynlegt, vel er hægt að vera í góðu föðurlandi, flíspeysu, hentugri gamalli úlpu og snjóbuxum án þess að fjárfesta í nýju.

Ódýrt að leigjaFyrir marga getur verið hagkvæmt að leigja græjurnar frek-

ar en kaupa. Hjá Everest kostar 3.000 krónur að

leigja sér svigskíði, skó og stafi á dag. Snjóbretti og skór kostar líka 3.000 krónur dagurinn en ef leigja skal göngu-

skíði, skó, stafi og skinn þá kostar það

3.700 krónur á dag.Eitthvað getur verið

misjafnt milli skíðasvæða og leigufyrirtækja hvað leigan kostar.

Í Hlíðarfjalli er til dæmis hægt að leigja skíðapakka fyrir fullorðna á 3.500 krónur á dag. Gönguskíðapakkinn kostar 2.400 krónur og snjóbrettapakkinn 3.500 krónur.

Verð á dagskorti er líka misjafnt. Í Tindastóli kostar það aðeins 1.000 krónur en 3.100 krónur í Hlíðarfjalli og 2.750 í Blá-fjöllum. Þessar upplýs-ingar eru fengnar af vefsíðum skíða-svæðanna.

verð á SKíðABúnAði fyrir byrjanda á skíðum

Skíði og bindingar frá 52.990,-Skór: 29.990,-Stafir: 3.990,-Samtals: 86.970,-

gefinn er pakkaafsláttur upp á 20 prósent ef keypt eru skíði, bindingar, skór og stafir og þá er verðið á ódýrasta pakkanum 69.576 krónur. Ódýrasti pakkinn hentar vel fyrir byrjendur en svo fer verðið eftir því hversu góð skíði eða snjóbretti og skó skíðamað-urinn vill.

SnjóBreTTABúnAðurSkór: 26.990,-bindingar: 19.990,-bretti 145cm: 39.990,- og svo afsláttur: 69.576,-

AðrAr GrÆjur:Snjóbuxur og úlpu: Skíðabuxur frá 15.990 krónum og upp úr. Skíða- eða snjóbrettaúlpa frá 21.990 krónum. Skíðagleraugu fullorðinna 7.990 krónur. Hjálmur fyrir fullorðna frá 11.990, börn 7.990 krónur. Fingravettlingar frá 4.490 krónum.

LeiGAHjá everest í reykjavíkSvigskíði, skór og stafir: 3.000,-Snjóbretti og skór: 3.000,-gönguskíði, skór, stafir og skinn: 3.700,-

í HlíðarfjalliSkíðapakki fyrir fullorðna: 3.500,-gönguskíðapakki: 2.400,-Snjóbrettapakki: 3.500,-

DAGSKorT –

noKKur DÆmi

Bláfjöll: 2.750,-

Hlíðarfjall: 3.100,-

Tindastóll: 1.000,-

Þessar verðupplýsingar eru ekki

tæmandi og gefa aðeins hug-

mynd um hver kostnað-

urinn er.

Hægt er að fara með snjótroðara upp á Snjófell á Snæfells-nesi og renna sér niður á skíðum eða snjóbretti. Boðið er reglulega upp á þessa þjónustu, til dæmis verður hún á tveggja tíma fresti í allt sumar. Oddur Haraldsson, eigandi ferðaþjónustunnar Snjófells, telur að skíðafæri verði gott langt fram á sumar miðað við snjómagnið núna.

Snjótroðaraferðirnar eru hluti af útsýnisferðum á Snæ-fellsjökul sem Snjófell býður upp á. Stök ferð kostar 8.000 krónur og svo er hægt að semja um dagpassa og fara nokkr-

ar ferðir. Oddur telur að það fari eftir skíðamanninum hvað hann sé lengi niður. Hann geti brunað beint niður á 20 mín-útum. „En ef hann dundar sér, tekur með sé rnesti og stopp-ar á leiðinni þá getur hann verið klukkutíma að þessu,“ segir Oddur og hefur það eftir viðskiptavinum sínum og félögum að brekkurnar séu mjög góðar.

Snjótroðarinn tekur 20 manns og ganga ferðirnar ekki síst út á það að skoða útsýnið og njóta jökulsins. Oddur fór upp á jökul með hátt í sjö þúsund manns síðasta sumar.

Allt að klukkustund á leið niður

6 janúar 2012 áfangar

Page 7: Áfangar 1. tbl 2012

Við gef u m út Ið naða r b laðið o g Út vegs b laðið

Við ö n nu mst út gáf u á b lö ðu m f y r i r aðra

G o gg u r get u r bæ tt v ið s ig ve r kef nu m . Haf ið s a mba nd o g leit ið t i l b o ða

S T ó R H ö f ð A 2 5 » 1 1 0 R E y K J A V Í K » w w w . G O G G u R . I S » 4 4 5 9 0 0 0GoGGurú t G á f u f é l a G

Skíðaaðstaðan í Hlíðarfjalli hef-ur verið svipuð í vetur og und-anfarin ár. Snjórinn hefur ekki verið sá mesti sem sést hefur

þar um slóðir en hann hefur nægt til að hafa allar helstu skíðaleiðir opnar. Að-sóknin hefur líka verið svipuð og í fyrra en kannski aðeins minni en árið 2010 þegar lítill snjór var á höfuðborgar-svæðinu og borgarbúar streymdu norð-ur til að fara á skíði „þó að það hafi ekki afgerandi áhrif hjá okkur hvort mikið er opið í Bláfjöllum eða ekki,“ segir Guð-mundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.

Hátt hlutfallMeirihluti skíðamanna, eða um 70-80 prósent, er aðkomufólk, langflestir frá höfuðborgarsvæðinu en margir líka annars staðar að, til dæmis frá Vopna-firði, Selfossi og svo fer erlendum gest-um líka stöðugt fjölgandi. Guðmundur Karl segir að hlutfall Akureyringa sé ekki svona lágt vegna þess að þeir séu latir að fara á skíði heldur eigi um 13 prósent Akureyringa vetrarkort. Það sé mjög hátt hlutfall.

Stöðugt verður minna um það á heimsvísu að skíðamenn eigi búnaðinn sem þeir nota og að þeir ákveði frekar að leigja hann. Í Hlíðarfjalli er meira en 300 pör af skóm, skíðum og snjóbrett-um til leigu enda praktískt, og reyndar stöðugt vinsælla meðal þeirra sem að-eins fara á skíði nokkrum sinnum á ári, að leigja frekar nýjasta búnaðinn held-ur en að eiga hann niðri í kjallara. „Við-horfið er að breytast hjá fólki og það er að nýta sér þetta í auknum mæli því að það kostar 70-100 þúsund að kaupa sér búnað,“ segir Guðmundur Karl.

Þróun í skíðunumStöðug þróun er í skíðabúnaðinum, skíðin hafa verið að styttast og þau gerð þannig úr garði að þau eigi auðveldara með að beygja. Guðmundur Karl segir að beita þurfi einfaldari tækni en áður fyrr, skíðunum hafi verið breytt þannig að þau séu með hreinni beygjum. Svip-að gildi um snjóbrettin þó að þau hafi reyndar ekki breyst eins mikið og skíð-in.

Snjóbrettin eru komin til að vera og hafa tekið stóran bita af heildarmarkað-

inum, um 25-30 prósent. Guðmundur Karl telur að þau séu viðbót við skíðin því að með snjóbrettunum hafi komið inn nýr hópur iðkenda. Ekki séu margir í eldri aldurshópum á snjóbrettum og þeir elstu séu kannski um fimmtugt. Þeir eldri séu frekar á skíðum og þeir sem hafi byrjað á snjóbrettum færi sig gjarnan yfir á skíðin eftir því sem aldur-inn færist yfir „en við erum komin svo stutt í líftímakeðjunni að við erum ekki farin að sjá þessa elstu á snjóbrettum,“ segir hann.

Meirihluti skíðamanna er aðkomumennUm þrettán prósent Akureyringa eiga vetrarkort í Hlíðafjalli:

Ólst upp á skíðumGuðmundur Karl rennir sér meira á skíðum en snjóbretti. Hann segist hafa alist upp á skíðum og þá sé erfiðara að breyta til. Hann reynir að fara reglulega á skíði og er þegar búinn að fara fimm sinnum í vetur. Hann notar hinsvegar skíðin líka í staðinn fyrir farartæki á borð við vélsleða í vinnunni, til dæmis þegar hann fer milli staða og ef það er tekið með í reikninginn þá hefur hann farið mun oftar á skíði í vetur.

n Guðmundur Karl jónsson, forstöðu-maður skíðasvæð-isins í Hlíðarfjalli.

Viðhorfið er að breytast hjá fólki og það er að nýta sér þetta í aukn-um mæli því að það kostar 70-100 þúsund að kaupa sér búnað.

áfangar janúar 2012 7

Page 8: Áfangar 1. tbl 2012

Ferðaáætlun Ferðafélags Ís-lands er nú að koma út og er dreift til allra félagsmanna nú á næstu dögum. Þá er ferða-

áætluninni einnig dreift með Morgun-blaðinu sem og víðar. Í Ferðaáætluninni má finna yfir annað hundrað ferðir, allt frá einföldum gönguferðum um stíga borgarinnar í erfiðar jöklagöngur og allt þar á milli. Fjölbreytileika ferða er því mikill og ættu allir finna eitthvað við sitt hæfi. Páll Guðmundsson fram-kvæmdastjóri FÍ segir að með útkomu ferðaáætlunarinnar sé vertíðin í raun að hefjast og standi fram á haustdaga.

„Það er alltaf gaman þegar ferða-áætlunin kemur út. Þá birtist afrakst-ur vinnu ferðanefndar FÍ, deilda og fjölda fararstjóra sem unnið hafa að áætluninni frá haustdögum. Marg-ir bíða spenntir eftir áætluninni og á fyrstu dögum eftir að hún kemur út fullbókast í margar ferðir.“ Páll seg-ir að í ferðanefnd FÍ sitji 6 manns, allt margreyndir fararstjórar með mikla þekkingu á landinu og þá koma einnig fjölmargir aðrir fararstjórar að þessari vinnu sem Sigrún Valbergsdóttir for-maður ferðanefndar leiðir. „Áætluninni er jafnan skipt upp í dagsferðir,helgar-ferðir og sumarleyfisferðir. Þá er einn-ig boðið upp á skíðaferðir og jeppaferð-ir með styttri fyrirvara og auglýst á heimasíðu félagsins. Sígildar og sívin-sælar ferðir eru ár eftir ár í áætluninni en svo er einnig komið fram með nýjar ferðir og ný svæði.“ Páll segir að finna megi áætlunina á heimasíðu félagsins

www.fi.is og hægt sé að panta í ferð-ir bæði með tölvupósti eða hringja á skrifstofu félagsins.

Mikill áhugiGríðarlega mikill áhugi er nú á meðal landsmanna á því að kynnast og skoða landið sitt betur. ,, Við höfum fundið þennan áhuga vera að aukast jafnt og

þétt sl. 5 – 6 ár og satt að segja minnk-aði ekki áhuginn eftir 2008 og þær hremmingar sem gengu yfir landið þá. Það má jafnvel segja að það sé hrein-lega orðið að tísku að fara í eina góða sumarleyfisferð á sumri og síðan þegar fólk byrjar á þessu þá er mjög algengt að fjallabakterían, eða upplifunin sé svo sterk að fólk verður háð því að kom-ast út í náttúruna. Það er mjög ánægju-legt,“ segir Páll

400 hundruð manns í fjallaverkefnum með FÍFÍ hefur nú í þrjú ár boðið upp á fjalla-verkefni þar sem bæði er gengið á eitt fjall á viku, eitt fjall á mánuði, og 24 tinda framhaldsverkefni. ,,Þessum verkefnum hefur verið tekið afar vel og þátttakan verið framar okkar björt-ustu vonum. Nú í upphafi árs 2012 hafa um 400 manns skráð sig í þessi fjallaverkefni og má segja með þessu séu við hreinlega að vinna að bættri lýðheilsu landans. Auk þeirra sem taka þátt hjá okkur eru margir að ganga á fjöll á eigin vegum eða hjá öðrum fé-lögum eða ferðaskrifstofum.“ Verk-efnið Eitt fjall á viku hófst upphaflega sem áramótaheit framkvæmdastjór-ans. „Ég lenti í því haustið 2008 að lokast inni á sjúkrahúsi í Frakklandi í rúma tvo mánuði og át lítið annað en sjúkrahúsbjúgu og franskt brauð og var orðinn nokkuð þjakaður af hreyf-

ingarleysi þegar ég komst loks heim í desember og langaði að strengja eitt-hvað skemmtilegt áramótaheit. Þetta varð niðurstaðan; að ganga á eitt fjall á viku allt árið. Þetta var auglýst upp sem verkefni hjá Ferðafélaginu og við-tökurnar voru afar góðar og síðan hefur verkefnið dafnað vel og haldið áfram i umsjón margreyndra fararstjóra. Verk-efnið fer nú af stað enn og aftur í upp-hafi nýs árs og erum við með sex farar-stjóra í verkefninu og verkefnisstjóri er Páll Ásgeir Ásgeirsson.“ Í þessu fjalla-verkefni er gengið á Eitt fjall á viku allt árið og endað á gamlársdag með því að ganga á fjall númer 52. Þá er búið að vera að ganga á fjöll allt árið og meðal annars á Hvannadalshnjúk í maí sem og farnar helgarferðir bæði í Þórsmörk og Landmannalaugar þar sem gengið mörg fjöll yfir hvora helgi. „Við höfum séð miklar framfarir hjá þátttakend-um og óhætt að segja að fjallgöngur eru frábær líkamsrækt. Um leið og fólk nýtur útiverunnar og félagsskaparins er það að bæta við þekkingu sína og reynslu í fjallamennsku og auka þol og styrk um leið.

Eitt fjall á mánuðiÍ kjölfarið á þessu verkefni hafa mynd-ast fleiri verkefni hjá Ferðafélaginu, til dæmis Eitt fjall á mánuði þar sem geng-ið er á Eitt fjall á mánuði og hentar bet-ur þeim sem vilja ekki eins mikla skuld-bindingu og í Eitt fjall á viku. Þá hafa einnig orðið til sérstök framhaldsverk-efni þar sem bætt er við erfiðari fjöllum og um leið meiri fræðslu. Verkefnið Eitt fjall á mánuði er einnig að hefjast nú i janúar og fengum við þá fjallabræður Örvar og Ævar Aðalsteinssyni, marg-reynda fjallamenn og björgunarsveit-armenn til að taka að sér umsjón verk-efnis og hafa þeir með sér fleiri reynda fararstjóra.

Skálar að vetriFerðafélag Íslands og deildir reka um 40 skála á hálendi Íslands. Á veturna er oft heilmikil umferð í skála og þá mest um jeppamenn og sleðamenn á ferðinni. „Nú er útlit fyrir snjóþungan og góðan vetur og þá verður umferðin meiri. Því viljum við bjóða upp á skála-vörslu í stærri skálum okkar eins og t.d. Landmannalaugum.“ Páll segir að það sé ánægjulegt að sífellt fleiri ferða-menn gangi vel um þá aðstöðu sem þeir nota og mikilvægt að menn skilji við staðinn eins og þeir vilji koma að hon-um. Að vetrarlagi geta félagsmenn í FÍ fengið lykla að skálum félagsins á skrif-stofunni Mörkinni 6.

Fjölbreyttar ferðir og eitthvað við allra hæfiFerðaáætlun Fí að koma út:

n Göngufólk á leið yfir þúfurverskvísl.

n á Hvannadalshnjúk.

n á Hrútfjallstindum.

Það er alltaf gaman þegar ferðaáætlunin kemur út. Þá birtist afrakst-ur vinnu ferða-nefndar FÍ, deilda og fjölda fararstjóra sem unnið hafa að áætluninni frá haustdögum.

8 janúar 2012 áfangar