Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

22
1. tbl., 25. árg., febrúar 2011 Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur 31 DAGUR í STANGAVEIðITíMABILIð Nú er aðeins mánuður í að stangaveiðitímabilið 2011 hefjist með formlegum hætti þann 1. apríl. Í Veiðifréttum fjöllum við um fjölbreytta kosti sem félagsmönnum SVFR standa til boða í vorveiðinni, bæði í ám og vötnum. Við segjum ykkur frá þremur nýjum ársvæðum sem SVFR hefur tryggt sér, auglýsum eftir nýjum árnefndum, frumsýnum nýja flugu, og rifjum upp gamla grein úr Veiðimanninum um veiðigleðina. Stefán Hallur Jónsson, segir frá góðum stundum við Gljúfurá sl. 20 ár, Sigurður Árnason lýsir sínum heimavelli, Langá á Mýrum og við yfirheyrum einn Sogsmanna. Veiðifréttir verða 25 ára á árinu og markar útgáfa á 1. tbl. ársins 2011 ákveðin tímamót en blaðið verður eingöngu gefið út rafrænt héðan í frá. Félagsmenn geta auðveldlega prentað þær út sjálfir ef þeir kjósa svo en sú stefna hefur verið mörkuð að auka efnisinnihald blaðsins og fjölbreytni og vonum við að félagmönnum líki vel. 1. tbl., 25. árg., mars 2011

description

Fréttabréf SVFR, mars 2011

Transcript of Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Page 1: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

1. tbl., 25. árg., febrúar 2011

VeiðifréttirStangaveiðifélags Reykjavíkur

31 dagur í stangaveiðitímabiliðNú er aðeins mánuður í að stangaveiðitímabilið 2011 hefjist með formlegum hætti þann 1. apríl. Í Veiðifréttum fjöllum við um fjölbreytta kosti sem félagsmönnum SVFR standa til boða í vorveiðinni, bæði í ám og vötnum. Við segjum ykkur frá þremur nýjum ársvæðum sem SVFR hefur tryggt sér, auglýsum eftir nýjum árnefndum, frumsýnum nýja flugu, og rifjum upp gamla grein úr Veiðimanninum um veiðigleðina. Stefán Hallur Jónsson, segir frá góðum stundum við Gljúfurá sl. 20 ár, Sigurður Árnason lýsir sínum heimavelli, Langá á Mýrum og við yfirheyrum einn Sogsmanna.

Veiðifréttir verða 25 ára á árinu og markar útgáfa á 1. tbl. ársins 2011 ákveðin tímamót en blaðið verður eingöngu gefið út rafrænt héðan í frá. Félagsmenn geta auðveldlega prentað þær út sjálfir ef þeir kjósa svo en sú stefna hefur verið mörkuð að auka efnisinnihald blaðsins og fjölbreytni og vonum við að félagmönnum líki vel.

1. tbl., 25. árg., mars 2011

Page 2: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

- 2 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Greiðsla veiðileyfaEindagi þriðjungs veiðileyfa fyrir sumarið 2011 var 3.febrúar, annar eindagi er 3. mars en eindagi fullnaðar­uppgjörs er 6. apríl 2011. Félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur eru hvattir til þess að standa skil á veiði­leyfum sínum innan tilskilins frests. SVFR býður félagsmönnum upp á léttgreiðslur eða raðgreiðslur til að ganga frá veiðileyfakaupum að fullu. Edda eða Maggý á skrifstofunni veita allar nánari upplýsingar um uppgjör veiðileyfa.

Veiðkortið 2011 er komið útFélagsmenn SVFR sem pöntuðu Veiði­kortið í úthlutun fá það sent innan skamms ásamt greiðsluseðli. Þeir sem ekki pöntuðu kortið í úthlutun geta keypt það á skrifstofu félagsins. Verðið er óbreytt frá því í fyrra, félagar SVFR fá það á 5.000 krónur en almennt verð er 6.000 krónur.

Ný veiðisvæði hafa bæst í flóru Veiðikortsins og ber þar hæst svæði við Þingvallavatn ­ en um er að ræða skika í landi Ölfusvatns ­ aukið veiðisvæði við Hraunsfjörðinn, Eyrarvatn og Geitabergsvatn í Svínadal. Veiðikortið veitir nær ótakmarkaðan aðgang að 35 vatnasvæðum vítt og breitt um landið.

Innheimta félagsgjaldaVið minnum þá félagsmenn SVFR sem ekki pöntuðu veiðileyfi árið 2011 á að gera þarf upp félagsgjald. Hægt er að greiða gjaldið í næsta banka eða

spari sjóði, bankanúmer SVFR er 0130­26­803332 og kennitala er 620269­3799. Vinsamlega biðjið bankann eða sparisjóðinn að senda SVFR afrit greiðslu kvittunar á [email protected].

Þeir sem skulda tvö árgjöld verða felldir af félagaskrá samkvæmt lögum félagsins. Þeir sem hyggjast segja sig úr félaginu þurfa að gera það skriflega með tilkynningu til skrifstofu félagsins.

Hvert á að senda Veiðimanninn og Veiðifréttir?Félagsmenn sem flytja búferlum eru beðnir um að tilkynna það til skrifstofu svo Veiðimaðurinn skili sér á réttan stað. Það sama á við um breytingar á símanúmerum og tölvupóstfangi. Rétt skráning á tölvupóstfangi er mjög mikilvæg þar sem Veiðifréttir koma nú eingöngu út í rafrænni útgáfu.

Lifandi veiðivefur – laus veiðileyfiAðsókn að vefnum okkar www.svfr.is hefur aukist mjög undanfarið ár og er heimasíðan langvinsælasti vettvangur stangaveiðimanna hér­lendis. Á svfr.is finnur þú það sem hæst ber hverju sinni í starfi félagsins og í heimi stangveiðinnar. Þar má m.a. finna gagnlegar upplýsingar um ársvæði okkar, s.s. veiðiskýrslur og veiðistaðalýsingar ásamt myndum og myndskeiðum frá eftirminnilegum atvikum. Við hvetjum félagsmenn til að deila skemmtilegu efni frá svæðum félagsins á vef SVFR og eru allar ábendingar vel þegnar með tölvupósti á [email protected].

Athugið að í vefsölu SVFR er nú hafin sala veiðidaga sem var ekki úthlutað til félagsmanna í árlegri úthlutun veiðileyfa.

Líflegt félagsstarfFræðslu­ og skemmtinefndir SVFR hafa staðið fyrir einstaklega líflegu starfi þennan veturinn. Byrjendakvöld fræðslunefndar fyrir áhugasama fluguhnýtara hafa slegið í gegn en á síðasta kvöldi var fullt út úr dyrum í sal SVFR við Háaleitisbrautina. Félags­menn eru hvattir til þess að taka þátt í vetrarstarfinu en nánari upplýsingar um dagskrána framundan má nálgast á vef SVFR. Þeim sem vilja bæta kast tæknina fyrir sumarið er bent á námskeið Kastklúbbsins sem m.a kast­ og kennslunefnd SVFR skipuleggur.

Úthlutun veiðileyfaÚthlutun veiðileyfa fyrir sumarið 2011 gekk vel en félaginu bárust á þriðja þúsund umsókna um veiðileyfi. Því miður fengu þó ekki allir óskir sínar upp fylltar þar sem mikil eftirspurn var eftir veiðileyfum á minni ársvæðum. Þeir sem ekki fengu veiðileyfi á A­umsóknir sínar hafa fengið símtal frá skrifstofu og þeim boðnir aðrir kostir en sótt var um. Ef einhverjir telja sig hafa orðið útundan við úthlutun hvetjum við þá til að setja sig í samband við starfs­fólk skrif stofu sem allra fyrst.

ATHUGIÐ: Vakin er athygli á því að félagsmönnum bar að tilkynna skrifstofu með óyggjandi hætti fyrir 15. febrúar sl. ef þeir ætluðu sér ekki að nýta úthlutuð veiðileyfi. Hafi þeir ekki gert það hafa þeir skuldbundið sig til að kaupa leyfin.

Dregið í úthlutunarhappdrættinu 4. marsSVFR bryddaði upp á þeirri nýjung í ár að efna til sérstaks úthlutunar happ­drættis í tengslum við úthlutun veiði­leyfa. Miðinn kostaði 1.000 krónur en glæsilegir vinningar eru í boði, fjöl­breytt veiðileyfi að verðmæti rúm lega 500.000 krónur.

Dregið verður úr greiddum miðum á opnu húsi SVFR föstudaginn 4. mars næstkomandi og er vinningaskráin birt hér í Veiðifréttum. Það er ljóst að margir munu fara brosandi heim af opnu húsi í mars!

Veiðifréttir Útgefandi:

Stangaveiðifélag ReykjavíkurSkrifstofa:

Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, sími 568 6050Netfang: [email protected] - Heimasíða: www.svfr.is

Ritstjórn: Hörður Vilberg, Haraldur Eiríksson og Ásmundur HelgasonÁbyrgðarmaður: Páll Þór Ármann

Útlit & umbrot: Skissa, auglýsingastofaForsíðumyndin:

Ljósmynd Rafns Hafnfjörð af Halldóri Guðbjörnssyni og Edvardi Frímannssyni á leið í hús að kvöldi dags með góða veiði

úr Norðurá sumarið 1956.

SVFR

Frá skrifstofu SVFR

Page 3: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Veiðifréttir - 3 -

1. tbl., 25. árg., febrúar 2011

við óskum eftir öflugu fólki til starfa í árnefndum svfrstangaveiðifélag reykjavíkur óskar eftir kraftmiklum félagsmönnum til að taka þátt í starfi árnefnda félagsins. viðkomandi þurfa að vera laghentir, duglegir, fjölhæfir og útsjónarsamir og ekki er verra að þeir þekki vel veiðsvæði viðkomandi árnefnda!

valið í árnefndir miðast við að þær séu samhentar og geti geti sinnt fjölbreyttum störfum, t.d. ýmsum viðhaldsverkefnum, merkingu ársvæða og unnið veiðiskýrslur auk annarra tilfallandi verkefna. Þá er mikilvægt að árnefndir komi að kynningu viðkomandi ársvæðis.

auglýst er eftir árnefndarmönnum og -konum á eftirfarandi veiðisvæði fyrir sumarið 2011:

laxá í dölumgljúfurá í borgarfirðivarmá - Þorleifslæk setbergsá á skógarströndumsóknir sendist á skrifstofu svfr, skriflega eða með tölvupósti á Pál Þór ármann framkvæmdastjóra ([email protected]) sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar.

Ágætu félagar.Gamall ritstjóri Veiðimannsins, Víg­lundur Möller, hafði á orði um miðja síðustu öld að engin þjóð í heimi fagni vorkomunni og sumrinu með eins kraft miklum hætti og Íslendingar. Þetta má til sanns vegar færa en löngu áður en að vori kemur teljum við okkur trú um að það sé á næsta leyti. Í fréttum nýverið mátti t.d. heyra að fyrsti farfuglinn væri kominn til landsins. Lóan? Nei, sílamáfurinn er mættur! Og

ekki til að kveða burt snjóinn, í það minnsta ekki hér sunnan heiða. En kannski getum við látið okkur dreyma um langvinnt vorhret með heilmikilli snjókomu og frosthörkum svo árnar okkar búi að nægum vatnsforða í sumar?

Fræðimenn hafa bent á að þeir sem eru 21 árs í dag hafi varið jafn­miklum tíma í að spila tölvuleiki og í grunnskóla (10.000 klukkustundum). Einnig hefur verið sýnt fram á að

mannkynið hafi spilað einn tölvuleik (World of Warcraft) jafn lengi og það tók apa að þróast yfir í þá fáguðu tegund sem nú gengur upprétt um árbakkana (5,93 milljónir ára). Hvað skyldu veiðimenn verja miklum tíma í að hugsa um veiði? Það veit enginn en það er talsvert mikill tími og honum er vel varið!

Tökum nú upp veiðidótið okkar kæru félagar og athugum hvort ekki er allt klárt fyrir sumarið. Yfirförum línur, flugur og stangir, og könnum hvort leyfin hafi ekki örugglega verið rétt bókuð. Ef enn leynast dagar í dagatalinu sem má ráðstafa í veiði er ekki úr vegi að fara inn á vefsölu SVFR og sjá hvort ekki megi krækja í vænleg leyfi. Þeir hraustustu skella sér á bakkann í apríl.

Stjórn SVFR óskar ykkur góðrar skemmtunar í veiðinni framundan og hvetur ykkur til að fara varlega, sýna hófsemd og tillitssemi en ekki síst að njóta þeirrar mögnuðu upplifunar að standa á bakka með stöng í hendi og hugsa: Skyld‘ann taka?

Með veiðikveðju, stjórn SVFR.

Vorboðinn ljúfi mættur – sílamáfurinn

Sogið, Alviðra.

Page 4: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

- 4 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Þ að er einhver gulleitur klín­ingur á andlitinu, augun eru bólgin, afturhluti hálsins er með blöðrum eftir sólbruna.

Svitinn rennur af enni hans og drýpur án afláts af nefi hans. Maðurinn hefir bakverk og höfuðverk. Hægri armur hans er stirður. Vaðstígvélin eru lek. Það hefir komist smásteinn ofan í þau, og öngull hefir krækst í þumalfingur mannsins og sært hann. Flugan hefir fests í buxnaísetunni. Línan hefur flækst um fætur hans. Hann er nýbúinn að missa pípuna sína. Maðurinn er þreyttur, hungraður og sveittur. Hann hefur verið þarna að veiðum sex klukku stundir. Hve mikið hefur hann veitt? Eina silungs bröndu sex þumlunga langa.

Verið ekki að kenna í brjósti um hann, góðir hálsar. Manninum líður ágætlega. Allt árið hlakkar hann til þessa veiðitíma. Í morgun fór hann á fætur á undan fuglunum, ók hundrað kílómetra og fór gangandi fimm

kílómetra upp með ánni. En þegar hann er í borginni lætur hann aka sér, þó að hann fari ekki nema lítinn spöl. Og hann kemur hingað á morgun, það get ég fullvissað ykkur um.

Maðurinn telst nefnilega til alheims bræðralags. Bræðralag veiði­manna heitir það. Stundum hefir hann séð hrífandi sýn. Það er þegar regn boginn myndast af geisla brotum í regndropunum. Hann hefir heyrt ýmis hljóð og skræki, og tóna, bæði frá veiðar færunum og náttúrunni. Þegar hann fleygir línunni upp í strauminn strengist á henni svo hvín í. Þetta lætur í eyrum hans sem dýrðlegasta hljómlist.

Hann hefir nóg að skemmta sér við. Þetta andstreymi álítur hann mjög heilsu samlegt. Og margir borgarbúar eru á sama máli. Hann kemur hingað á morgun. Í fáum orðum sagt: Hann er veiðimaður. Hann er auðsýnilega hrifinn af að fiska. Hann er við það með lífi og sál. – Það er hægt að sjá veiðiáhugann í augum hans löngu

áður en veiðitíminn hefst. Augnarráðið er fjarrænt. Það er eins og hann sé dáleiddur. Hann gengur ógjarnan um fjölfarnar götur, heldur hliðargötur og fáfarna stíga, og alltaf vex eftirvænting hans.

Hann rekur ósjálfrátt regnhlífina niður í polla sem á vegi hans verða. Á skrifstofu sinni er hann annars hugar. Hann stendur klukkustundum saman við opinn glugga. Hann skerpir stöðugt blýantinn, og er eins og úti á þekju.

Á kvöldin þegar hann kemur heim til konunnar kastar hann kveðju á hana glaður í bragði eins og hann hafi aldrei séð hana áður. Hann flýtir sér til herbergis síns þegar að kvöldverði loknum. Hann les sportblöð og verðlista um þessi efni, klukkustund eftir klukkustund. Hann les um línur, gljákvoðubornar veiðistengur, telur silungaflugurnar eina af annarri. Varir hans hreyfast, en ekkert heyrist hann segja. Augun ljóma eins og gleraugun í úttroðna silungnum á arinhillunni.

Það gildir einu hvaða agn hann velur. Hann getur notað skeið, taubót, málaða spýtu eða fjaðrir. Hann getur haft ýmsar tegundir flugna – öngul með viðhengi af einhverri gerð o.s.frv.

Ef veiðimaðurinn býr flugurnar til sjálfur, þarf hann margskonar dót. Hann hefir meðal annars með sér fiðrildanet, riðað úr marglitu silki og

„Sjáðu þennan aumkvunarverða mann, sem stendur úti í miðri ánni. Gefðu honum gætur, ef þér tekst það, vegna flugnasægsins, sem umkringir hann. Það má segja að hann sé hulinn skýi af flugum. Mest er flugnamergðin umhverfis höfuð hans og háls.

REYNDI VEIÐIMAÐURINN:Úr Veiðimanninum nr. 11. í nóvember 1949

Það er gaman að fiska!

Það er gaman hjá þessum veiðimanni við Laxá í Aðaldal(myndin tengist greininni ekki beint)

Page 5: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Veiðifréttir - 5 -

1. tbl., 25. árg., febrúar 2011

annað því tilheyrandi. Hann bíður þá á bakkanum eða úti í ánni, þangað til að silungur vakir eða rekur hausinn upp úr vatninu og gleypir lifandi skordýr, sem er á yfirborði þess.

Veiðimaðurinn nær hinum ógætna silungi með tækjum sínum. Hann stingur honum ekki í töskuna. Þess í stað kryfur hann silunginn gaumgæfilega. Athugar það sem í maga hans er, og kemst að raun um hvaða skordýr hann hefir gleypt.

Og er hann hefur aflað sér þessarar vitneskju, veiðir hann samskonar skordýr í fiðrildanet sitt. Hann lætur skordýrið eða skordýrin á stein við hlið sína. Svo opnar hann áhaldatöskuna er hann hefir með sér. Í henni eru fjaðrir og silkiþræðir með ýmsum litum. Veiðimaðurinn velur fjaðrir og silkiþræði, sem bera nákvæmlega sömu liti og skordýrið. Eftirlíkingin er nákvæm.

Eftirlíkinguna bindur hann við legginn á öngli. Hann smyr þessa tilbúnu flugu með olíu, festir við hana tólf feta langt sýruborið girni. Girnið bindur hann við marglita, granna línu, sem þrædd hefir verið í endann á bambusstöng.

Hann fer fram á árbakkann, mælir hita árinnar með vatnsmæli, athugar vindáttina og styrk vindsins. Tekur veðurhæðina eins og sagt er. Hann aðgætir hvar hnullungar muni vera í ánni og „pælir út“ hvar hinir stóru silungar séu væntanlegir.

Hann veður út í ána, og fer gætilega, svo hann geri ekki boð á undan sér með busli eða gauragangi. Hann veður út í miðja ána, og upp eftir miðju hennar, þar til hann kemur þangað, er honum virðist aflavon góð. Þá, og ekki fyrr, er hann reiðubúinn að hefja veiðarnar.

Þessi veiðiaðferð er táknræn fyrir hvern af félögum „bræðralagsins“ sem er, þegar þeir eru að veiðum. Þeir fara sér hægt, eru aðgætnir, og gleðjast innilega af smámunum. Þeir hafa gaman af að borða nestið sitt. Á kvöldin, er þeir koma í matsöluhús, spígspora þeir kæruleysislega á forugum stígvélunum. Er þeir hafa borðað sitja þeir reykjandi og ræðast við. Það glóir á eldinn í pípum þeira, og hann eykst er hiti kemst í umæðurnar.

Þeir tala um veiðar. Þeir segja frá því, hvað á daga þeirra hefur drifið í sambandi við þær. Þeir segja frá góðum veiðiám, sem þeir hafa fiskað í. Og þeir segjast ætla að fara til nýrra

veiðistaða, er þeir hafi sannar fréttir af, að séu ágætir. Þar séu silungar og laxar miklu stærri en þeir hafi áður kynnst. Um stærðina er það að segja, að hún er talin svo mikil, að fáir eða engir trúa því.

Þér þurfið ekki að kenna í brjósti um hinn þreytta fiskimann, þó að

karfan hans sé tóm að kvöldi, og flugurnar hafi stungið hann. Honum líður vel þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem hafa orðið á vegi hans yfir daginn. Hann var ekki að fiska til þess að fá silung eða lax. Hann var að fiska sér til skemmtunar. Og þessi skemmtun er jafn góð þó að engin branda fáist.“

veiðileyfi frá svfr er ávísun á ævintýri!

Þegar hann fleygir línunni upp í strauminn strengist á henni svo hvín í.

Page 6: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

- 6 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Sigurður Árnason hefur verið leið­sögu maður við Langá á Mýrum í fjölda ára en öruggari leiðsögumann er vart hægt að fá til starfa því Sigurður er einnig læknir. Langá er hans heima­völlur en hér veitir hann okkur innsýn í uppáhaldssvæði sitt í ánni sem er „Fjallið“ svokallaða auk þess að láta hugann reika neðar með ánni. Hann segir engu líkt að vera á Fjallinu að hausti þegar mikið af fiski hefur gengið á svæðið.

Sigurður hlakkar til komandi sumars sem hann telur að verði gott í Langá líkt og undanfarin sumur en meira en 2.000 laxar hafa veiðst í Langa síðastliðin þrjú ár og raunar veiddust nærri 3.000 laxar árið 2008. Hann segir að Langá sé í raun vel varðveitt perla. „Einfaldlega vegna þess að fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því hversu falleg og fjölbreytt Langá er, þó flestir kannist við hana sem öfluga laxveiðiá.“

Kyngimagnað umhverfi á FjallinuÁ Fjallinu við Langá er einstakur friður og umhverfið fallegt. „Þar upplifir maður sig í hjarta náttúrunnar þar sem

skiptast á kjarri vaxnar hlíðar og mosa­vaxnar hraunbreiður,“ segir Sigurður. „Svo ekki sé talað um allt huldu­fólkið sem fylgist með manni veiða þar undir lok vaktar innar þegar farið er að dimma,“ segir hann kíminn en margir hafa haft á orði að umhverfið á Fjallsvæðinu við Langá sé kyngi­magnað og það í góðum skilningi ­ vættirnir hugsi vel um sína!

„Manni finnst maður vera kominn langt upp á hálendi þegar maður veiðir Fjallið. Útsýnið við bílastæðið við Ármótahyl á efsta veiðistaðnum, er hreint út sagt ólýsanlegt,“segir Sigurður og er harður á því að Ármótahylur flokkist með fallegustu veiðistöðum landsins. Eina mannvirkið á svæðinu er vinalegur gangnamannakofi en Ármótahylur er jafnframt töluvert

HEIMAVÖLLURINN – LANGÁ Á MÝRUM

Sigurður Árnason, leiðsögumaður og félagsmaður nr. 2703:

Vel varðveittperla

Sigurður Árnason með fallegan fisk úr Strengjunum í Langá.

Page 7: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Veiðifréttir - 7 -

1. tbl., 25. árg., febrúar 2011

merkilegur veiðistaður. „Í raun er ekki um ármót að ræða heldur árskil því þarna kvíslast Gljúfurá út frá Langá og heldur sína leið og endar út í Norðurá.“

Fjölbreyttir veiðistaðirVeiðistaðirnir á Fjallinu er jafn­fjölbreyttir og þeir eru margir að sögn Sigurðar en hann nefnir til dæmis Kotafoss og Tófufoss, straumharða „maðkastaði“ þar sem fluguveiðimenn fái einnig töluvert fyrir sinn snúð. „Neðra horn og Flúðahola eru einnig stórskemmtilegir staðir. Gangan upp að Neðra horni er nokkuð löng á mælikvarða Langár og þar er maður sannarlega einn í heiminum að veiða –fyrir utan huldufólkið í klettunum á austurbakkanum!“ Já, hann er næmur leiðsögumaðurinn en að hans sögn er Neðra horn rólegur hylur sem lætur lítið yfir sér en geymir skemmtilega fiska sem erfitt getur reynst að landa.“

„Flúðaholan er síðan nettur flugu­staður þar sem máli skiptir að sigla flugunni yfir strauminn og holuna sem fiskarnir liggja í en það eru fleiri skemmtilegir veiðistaðir á Fjallinu. Kamparístrengirnir (Kamparí, Neðri Kamparí og Koteyrarstrengur) eru skemmtilegir grasbakka­ og hraun­strengir. Svo kemur Koteyrarbrot sem er stórmerkilegur staður. Áin virðist varla renna þar og er við fyrstu sýn lítið spennandi staður. En þar liggur lax mjög víða í glompum við botninn og eins gott að fara yfir meira svæði en minna. Þar er erfitt að koma auga á laxa en stundum fer allt á fullt þegar flugu er rennt þar yfir.”

Sigurður er nú kominn á flug og stoppar við í gilinu á Fjallinu. „Bjarg­strengur er ævintýri útaf fyrir sig. Þar getur þú lokkað laxa inni í miðju gili upp úr náttúrulegum klapparpolli –gerist ekki betra! Neðan við Sveðjufoss eru svo nokkrir staðir í viðbót sem eru gulls ígildi, Sveðjurennur, Klettskvörn og Hornhylur.”

Staður fyrir spennufíklaÁ miðsvæði Langár er að finna fjölmarga veiðistaði sem eru stór­skemmtilegir og hafa gefið mörgum góða veiði en við gerum þeim skil síðar. Sigurður endar yfirferðina að þessu sinni neðst í Langá þar sem oft er fjör snemmsumars þegar laxinn er að ganga. „Á neðsta hluta Langár er að

finna neðra gilið þar sem þú upplifir þig í ósnortinni náttúru aðeins 3­4 mínútum frá þjóðveginum. Þar er m.a. að finna Kattarfossbrún sem er kjörinn veiðistaður fyrir spennufíkla. „Þetta er einn magnaðasti staðurinn í ánni. Á pínulitlum palli ofan við þröngan og straumharðan foss hvílir laxinn sig og þegar hann tekur agn veiðimanna er hrikalega spennandi að sjá hvort hann lætur sig gossa niður kraftmikinn en nettan Kattarfossinn. Þá er úr vöndu að ráða.”

Strengirnir eru magnaðirLeiðsögumaðurinn fæst ekki til að ljúka máli sínu um Langá án þess að minnast á Strengina, einn aflahæsta veiðistað árinnar, þar sem veiðimenn við Langá skarta oftar en ekki sínu fegursta brosi. „Strengirnir eru meiriháttar og kjörinn veiðistaður fyrir gáruhnútinn. Efri hlutinn af staðnum ­ spegillinn þar sem áin breikkar eftir þrengingu frá Skuggafossi ­ er oft teppalagður af laxi þó svo að sprungan sem laxinn liggur í sé lítil. Að skauta þar flugu yfir með gáruhnút er einhver mesta skemmtun sem undirritaður kemst í við veiðar við Langá. Í ófá skiptin hefur kvótinn verið tekinn í Strengjum og allt með því að gára. Neðri hluti Strengja, hinir eiginlegu Strengir, er svo auðvitað fastur viðkomustaður laxa á leið upp Langá og gjöfull eftir því!“

Tengt efni:www.langa.is ­ upplýsingavefur Langár.Upplýsingasíða SVFR um Langá

Horft niður að Ármótafljóti, veiðistað nr. 93, í Langá.Ofarlega til hægri sést í Gljúfurá eftir að hún kvíslast frá Langá.

Veiðimaður glímir við lax á Kattarfossbrún – ef hann lætur sig gossa niður fossinn er úr vöndu að ráða.

Page 8: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

- 8 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Svavar Lárus Nökkvason veiddi þessa fallegu bleikju í Kleifarvatni í apríl 2010. Vatnið opnar 1. maí 2011.

Nú styttist í að óþreyjufullir veiðimenn geti hafið stanga veiðina á nýjan leik en fjölmargir hefja tíma bilið ár hvert í vötnum landsins. Föstu daginn 1. apríl opna nokkur vötn innan Veiði­kortsins en það veitir félags mönnum SVFR nær ótakmarkaðan aðgang að 35 veiðisvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5.000 krónur allt veiðitímabilið!

Veiðifréttir báðu Ingimund Bergs­son (SVFR­félagi nr. 866) hjá Veiði­kortinu að nefna helstu vötnin innan Veiðikortsins sem opna í apríl.

„Vinsælustu vötnin sem opna 1. apríl eru Meðalfellsvatn, Hrauns­fjörður, Vífilsstaðavatn auk vatnanna í Svínadal en Veiðikortshöfum er nú heimilt að veiða í öllum vötnunum þremur, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni norðanverðu og Geitabergsvatni. Í nokkrum öðrum vötnum er heimilt að veiða frá því ísa leysir en það eru Baul­ár valla vatn, Hraunfjarðarvatn, Víkur­flóð, Þveit og Urriðavatn við Egils staði,

þannig að ef vel viðrar í mars ættu menn að geta tekið forskot á sæluna.“

Ingimundur segir að aflabrögð séu mjög misjöfn í vatnaveiðinni á vorin. „Ef fluga er farin að klekjast út að einhverju ráði er það ávísun á að fiskurinn mæti í veisluna eftir langan vetur. Hitastigið skiptir líka máli ­ oft er miðað við að hitinn sé ekki mikið undir 8° C til þess að líkurnar á veiði verði góðar.“

Fyrir þá sem vilja egna fyrir sjó birting nefnir Ingimundur Meðalfellsvatn en hann segir að þar veiðist gjarnan vel af sjóbirtingi í apríl. „Ítreka skal þó sérstaklega að veiðimönnum ber að sleppa aftur hoplaxi sem þeir kynnu að veiða í vatninu þar sem hann er hvort sem er ekki ákjósanlegur til átu.“ Þá segir Ingimundur þægilegt

að skjótast í Vífilsstaðavatn enda vatnið á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri spennandi vötn Veiðikortsins bætast síðan í hópinn 1. maí, s.s. Þingvalla­vatn, Úlfljótsvatn og Kleifarvatn en það opnaði reyndar um miðjan apríl í fyrra vegna blíðviðris.

En það er ekki bara aflinn sem dregur menn á bakka vatnanna í apríl. „Margir mæta til að anda að sér vorinu, æfa köstin og ná úr sér vetrarhrollinum sem og til að kanna stöðuna á veiðidótinu, t.d. hvort vöðlur og annar búnaður sé ekki í lagi,“ segir Ingimundur að lokum og ekki seinna vænna en að kanna hvort veiðidótið sé ekki örugglega allt klárt!

Veiðikortið má kaupa á skrifstofu SVFR, á sölustöðum N1, Olís, Íslands­pósti, Office 1 og veiðivöruverslunum um land allt. Einnig er hægt að kaupa Veiðikortið á vefnum www.veidikortid.is

Vatnaveiðin hefst föstudaginn 1. apríl!

Spennandi kostir í boði með Veiðikortið upp á vasann

Page 9: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Veiðifréttir - 9 -

1. tbl., 25. árg., febrúar 2011

FLUGUBOXIÐ:

Bjartasta voninBjörn Baldursson (SVFR­félagi nr. 2387) er lunkinn veiði­maður og flinkur kastari enda margfaldur Íslandsmeistari í klifri þar sem reynir á útsjónarsemi, tækni og úthald! Við fengum að kíkja í fluguboxið hjá Birni og ákvað hann að svipta hulunni af frumsaminni silungaflugu sem hann nefnir Björtustu vonina. Flugan hefur reynst Birni vel í vatnaveiði og síðastliðið haust ákvað hann að prófa hana einnig í laxveiði með góðum árangri. Björn náði m.a. að krækja í einn stærsta laxinn úr Langá á Mýrum á Björtustu vonina, 86 cm hæng sem veiddist 25. september í Efri­Hvítsstaðahyl. Viðureignin var hin æsilegasta en Björn notaðist aðeins við 10 punda girni auk fíngerðrar flugunnar, en hængnum var sleppt að lokinni myndatöku!

Björn Baldursson og hængurinn sem féll fyrir Björtustu voninni

bjartasta voninvið hvetjum lesendur veiðifrétta til að hnýta björtustu vonina og prófa í silungs- og laxveiðinni 2011.

uPPskrift: öngull: stærð 8-14 grubberbúkur: ávalt silfur, hamraðframbúkur: floss, neon hot redkúluhaus: gylltur kúluhaus

Veiðihús til söluSVFR óskar eftir tilboðum í veiðihús sem staðsett er í landi Syðri-Brúar við Sog.

Húsið selst í núverandi ástandi og skulu tilboð miðast við að kaupandi sjái um flutning á húsinu af svæðinu.

Um er að ræða 25 m2 smáhús með svefnrými fyrir fjóra, snyrti aðstöðu, gashitun og gaslýsingu.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SVFR í síma 568­6050.

Mynd: Veiðihúsið við Syðri Brú í Sogi.

Page 10: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Mynd: Einar Falur Ingólfsson.

Page 11: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

nýtt veiðisvæði:

Árbót komin til SVFR Nú í febrúar, að undangengnu útboði, sömdu land­eigendur í Árbót í Aðaldal við SVFR um leigu á veiðirétti í Laxá. Þessi niðurstaða er mikið fagnaðarefni fyrir félagið okkar enda smellpassar Árbót við önnur svæði sem SVFR er með í Aðaldalnum.

Árbótarsvæðið er þriggja kílómetra langt og er að stórum hluta gegnt Tjarnarsvæðinu, þ.e. á hinum bakkanum. Árbótarsvæðið nær bæði lengra upp fyrir og niður fyrir Tjarnarsvæðið. Á Árbótarsvæðinu eru 11 veiðistaðir en svæðið nær frá Bæjarklöpp, gegnt Knútsstöðum og upp að Höskuldarvík. Svæðið hefur verið afar illa stundað undanfarin ár og skráningu hefur auk þess verið ábótavant. Síðasta sumar voru þó 20 laxar færðir til bókar.

Þeir sem hafa tryggt sér veiðileyfi á Tjarnarsvæðinu í sumar hafa valkost um að kaupa Árbótarstöngina einnig og vera þannig með tvær stangir á svæðinu, eina stöng sitthvoru megin árinnar. Vilji menn ekki bæta Árbótarstönginni við, fer hún í almenna sölu.

Það er ljóst að Árbótarsvæðið á mikið inni og er spennandi valkostur. T.d. er nú möguleiki fyrir félagsmenn SVFR að veiða eystri bakka Lönguflúðar, þar sem margur félagsmaðurinn hefur horft upp á stórlaxa stökkva án þess að ná til þeirra. Árbótin kemur innan tíðar í vefsöluna.

Page 12: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

- 12 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

nýtt veiðisvæði:

SetbergsáNýlega var gengið frá þriggja ára samningi SVFR um Setbergsá á Skógarströnd. Þessi netta tveggja stanga á er þekkt laxveiðiá frá fornu fari. Mesta veiði í ánni var um 300 laxar 1988, en undanfarinn áratug hefur einn landeigenda verið sjálfur með ána og veiðiálag verið sáralítið, enda veiðileyfi ekki verið á almennum markaði. Meðalveiði áranna 1978 til 2004 er 114 laxar. Áin kemur úr hálendinu suður af Litla Langadal, úr Sátu og Hestfjalli. Hún rennur fram dalinn og á sam­eigin legan ós í Stóru Langadalsá en árnar falla síðan til sjávar rétt fyrir vestan bæinn Ós. Vegalengdin vestur úr Reykjavík er um 160 km. Til Stykkishólms eru um 25 km frá ánni. Veiðihúsið, sem er í landi Klungurbrekku, er orðið býsna lúið en gert er ráð fyrir að það verði lagfært eitthvað í vor. Þar er þó að minnsta kosti hreinlætis­ og salernisaðstaða. Veiðimenn geta komið með tjaldvagna eða fellihýsi og lagt þeim á planið við veðihúsið. Þarna er heimilt að veiða með maðki og flugu, en settur var kvóti sem nemur tveimur löxum á stöng á dag. Við hvetjum veiðimenn til að ganga vel um þessa litlu og fallegu á.

nýtt veiðisvæði:

Vatnasvæði LýsuÍ sumar verða veiðileyfin á Vatnasvæði Lýsu seld hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Um er að ræða silungsveiði með góðri laxavon síðsumars. Vatna svæði Lýsu samanstendur af þremur meginvötnum, Torfavatni, Reyðarvatni, Lýsuvatni, auk þess sem að veitt er í smáánum sem á milli þeirra renna.

Á svæðinu er mikill silungur, sem þó er smár, en meðalþyngd hefur farið vaxandi undanfarin ár samfara aukinni sjóbirtingsgengd. Þegar komið er fram yfir mitt sumar fer að bera á laxgengd, sem getur verið nokkuð góð þegar best lætur. Veiðist laxinn í lækjunum á milli vatnanna þegar hann er í göngu og eins ef vex í þeim eftir rigningar. Þarna eru þekktir veiðistaðir, þó einna helst Kistuhylur við útfall Lýsuvatns, sem er kunnur legustaður laxa. Mesta laxveiðin er þó í vötnunum sjálfum, þá sérstaklega þar sem lækirnir falla til og frá þeim. Meðaltalsveiði er 124 laxar á sumri, en síðasta góða veiðiár í Lýsunni var sumarið 2005 þegar að 208 laxar veiddust. Virðist sem að þurrkasumur undanfarinna ára hafi leikið svæðið grátt hvað laxveiði snertir, en við þær aðstæður er erfitt að fá laxinn til þess að taka í vötnunum.

Það veiðisvæði sem nú stendur til boða er ofan brúar á þjóðveginum. Til 1. júlí nær veiðisvæðið niður að brú við þjóðveg, en eftir 1. júlí eru veiðimörk við gamla árfarveginn neðan Kistuhyls í Netá. Veiðisvæðið í Vatnsholtsá neðan brúar er því undanskilið.

Veiðihús er ekki innifalið í veiðileyfum en gott tjaldsvæði auk ferðaþjónustu er að finna við Lýsudal.Verði veiðileyfa er stillt í hóf, eða frá 2.900 til 6.900 til félagsmanna SVFR, eftir tímabilum.

Page 13: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Dregið verður í úthlutunarhappDrætti SvFr 2011 á Opnu húSi FöStuDagSkvölDið 4. marS

vinningaSkrá:

3 Dagar í nOrðurá um miðjan júní með Fæði – 200.100 3 Dagar í laxá mývatnSSveit með Fæði – 107.400

2 Dagar í laxá í aðalDal, tjörn, um miðjan júlí – 59.800 1 Dagur í SOgi, alviðru, í ágúSt – 29.900

1 Dagur í langá í September – 29.900 vOrveiði í bílDSFelli, 3 Stangir í 1 Dag – 20.700

vOrveiði í áSgarð, 3 Stangir í 1 Dag – 17.700 1 Dagur í mývatnSSveit í ágúSt – 14.900

1 Dagur í laxárDal í ágúSt – 14.900,- vOrveiði í alviðru, 3 Stangir í 1 Dag – 11.700

Óvæntir aukavinningarDregið verður úr greiDDum miðum, heilDarverðSkrá a.m.k. 507.000,-

júlíuS guðmunDSSOn Og jÓn viðar ÓSkarSSOn verða með kynningu á jOakim´S veiðivörum á húSinu. www.jOakimS.Org

Ljósmynd: Lárus Karl Ingason

Page 14: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

- 14 - Veiðifréttir

sviPmyndir af bökkunum 2010 margir veiðimenn áttu skemmtilegar stundir við ár og vötn síðastliðið vor, sumar og haust. nokkrir lesenda veiðifrétta voru svo vinsamlegir að leyfa okkur að njóta Þeirra með sér:

sendið veiðifréttum myndir á [email protected]

Árni Páll og félagi hans gerðu góða ferð í Elliðaárnar

í fyrra á barna- og unglingadegi SVFR.

Mynd Snorri Tómasson (félagi nr. 479).

Margrét Hörn og Unnur Ásta kræktu í Maríulaxana sína í Straumunum.Mynd Jóhann Gunnar

Arnarson (félagi nr. 2875)

Page 15: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Veiðifréttir - 15 -

Það eru margir sem stíga sín fyrstu skref í laxveiðinni á barna og ung linga dögum SVFR í Elliða ánum. Eydís Odds-dóttir rennir fyrir þann silfraða.Mynd Snorri Tómasson (félagi nr. 479).

Mæðgurnar Margrét, Katrín Ósk og Kristín Ólafsdóttir smakka á Maríulöxum sínum úr Straumunum.Myndir Jóhann Gunnar Arnarson (félagi nr. 2875)

Page 16: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

- 16 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

S ogsmenn er félagsskapur öflugra veiðimanna sem heldur úti skemmtilegu veiði bloggi með sögum og

myndum af eigin veiðiafrekum en Sogsmenn voru svo vinsamlegir að senda Veiðifréttum nokkrar myndir sem eru birtar hér í blaðinu frá veiðitímabilinu 2010. Eins og glöggt má sjá á vefnum þá hófu Sogsmenn veiðitímabilið af krafti í apríl 2010 með veiðiferð í Sogið og Varmá. Við yfirheyrðum Tómas Sigurðsson, ritstjóra bloggsins, um áformin fyrir tímabilið 2011, en Sogsmenn verða mættir á bakkann 1. apríl, hvar annars staðar en í ... Soginu.

„Já við Sogsmenn förum yfirleitt tvisar í Ásgarðinn í apríl til að ná úr okkur hrollinum,” segir Tómas. „En

YFIRHEYRSLAN:

Hverjir eru Sogsmenn?

Tómas Sigurðsson með fallegan Sogslax.

Page 17: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Veiðifréttir - 17 -

1. tbl., 25. árg., febrúar 2011

göngum vel um og sýnum öðrum veiðimönnum tillitssemi

fáum yfirleitt bara kuldahroll í staðinn he he he ...”

Veiðist eitthvað?„Það hefur oft gengið vel hjá okkur, við höfum fengið nokkrar bleikjur og sjóbirtinga sem eru að vísu ekki mjög stórir, svona 2­5 pund. Einn og einn „trefill” bítur líka á (niðurgöngulax) sem er að sjálfsögðu sleppt með það sama.”

Hvers vegna að æða út í kuldann?„Það er fyrir mestu að fara og njóta þess að vera í góðu húsi með góðum félögum og æfa köstin:)”

Hvað með sumarið?„Við Sogsmenn eigum ca. 15 daga í Soginu í sumar sem verður að teljast sæmilegt þar af tvo túra í júlí á prime time í Ásgarði. Við förum alltaf í svo kallaðan Gourmet­túr sem eru tveir dagar um miðjan júlí í Ásgarði þar

sem er í engu sparað í mat og drykk og auðvitað er veitt líka. Við veiðum þó ekki eingöngu í Soginu því við förum ansi víða t.d er Víðidalsá ansi ofarlega hjá okkur og svo er Stóra­Laxá í miklu uppáhaldi. Það verður því nóg að gera hjá ritstjóra Sogsmanna í sumar að miðla veiðifréttum :)”

Sjá nánar: www.sogsmenn.123.is

Notaleg byrjun á veiðitímabilinu 1. apríl 2010 í Ásgarði í Sogi.

Page 18: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

- 18 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Það hýrnar yfir mörgum veiði mann­inum þann 1. apríl en þá fara þeir og þær allra hörðustu á stjá og renna oftar en ekki fyrir sjóbirting í mis­jöfnum veðrum. Margir láta sér nægja fyrst í stað að fylgjast með veiðifréttum og afla brögðum annarra en formlegt upphaf stangaveiðitímabilsins þýðir aðeins eitt. Bókaðar veiðiferðir sum­arsins færast nær og tilhlökkun veiði­manna vex með hverjum deginum.

Frá og með 1. apríl er loksins hægt eftir langa bið að bregða sér í veiði, kasta agni í rennandi vatn og láta reyna á veiðigæfuna. Í vefsölu SVFR er að finna yfirlit yfir fjölbreytt vorveiðisvæði á vegum félagsins og upplýsingar um lausa daga sem jafnframt er hægt að kaupa á vefnum.

Veiðifréttir fjalla hér um helstu vorveiðisvæði SVFR utan Veiðikortsins:

Þessi svæði opna 1. apríl:

Tungufljót í SkaftártunguTungufljót er í hópi eftirsóttustu sjóbirtingssvæða landsins enda þekkt fyrir stóra fiska. Árlega veiðast rígvænir sjóbirtingar í Tungufljóti sem oft eru um eða yfir 15 pund. Í vorveiðinni er eingöngu leyfð fluga og skal öllum fiski sleppt. Fjórar stangir eru á svæðinu og seljast 2 eða 4 saman. Gott veiðihús er í Tungufljóti þar sem ekki væsir um menn.

Varmá – ÞorleifslækurVarmá er ein mesta sjóbirtingsá landsins en þar er að finna allar tegundir hérlendra ferskvatnsfiska þó svo að sjóbirtingur sé ráðandi. Eingöngu er leyfilegt að veiða á flugu og skal öllum afla sleppt til að vernda viðkvæmt lífríki árinnar. Veitt er á 4 stangir.

Sog – Alviðra, Ásgarður og BíldsfellBleikjan í Soginu getur verið væn ekki síður en laxinn og reyna margir

veiðimenn sig við vorbleikjuna í Alviðru, Ásgarði og Bíldsfelli í apríl og maí. Þrjár stangir eru á hverju svæði og er verðlagningu stillt í hóf en veiðihús fylgja veiðileyfum á öllum svæðunum. Sogið getur verið hættulegt vatnsfall og eru veiðimenn því hvattir til að sýna varkárni og nota björgunvarvesti sem geymd eru í veiðihúsunum. Skylt er að sleppa öllum hoplaxi.

SteinsmýrarvötnSteinsmýrarvötn er skemmtilegt aðgengilegt fjögurra stanga veiðisvæði í nágrenni Kirkjubæjarklausturs sem samanstendur af tveimur vötnum og lækjum sem renna á milli þeirra. Í Steinsmýravötnum er staðbundin bleikja og urriði ásamt sjóbirtingi og sjóbleikju. Bleikjan getur orðið gríðarvæn og hefur meðalþyngd hennar verið um 3 pund. Gott veiðihús er á svæðinu með heitum potti. Leyfilegt agn er fluga og spónn en mælst er til þess að eingöngu sé veitt á flugu. Kvóti er 3 fiskar á stöng á dag en eftir að kvóta er náð má veiða og sleppa.

Hítará – silungsveiðiVorveiði á bleikju er stunduð í Hítará í apríl á neðstu svæðum árinnar frá veiðihúsinu Lundi og niður úr. Einnig er heimilt að reyna fyrir sér í þverlækjum sem renna í ána á þessu svæði, s.s Reyðarlæk. Auk sjóbleikjunnar er sjóbirtingur á svæðinu þótt í minna mæli sé. Veiðimönnum er skylt að sleppa hoplaxi. Gisti­ og eldunaraðstaða er í Lundi. Leyfðar eru tvær stangir og eru þær aðeins seldar saman í einn eða fleiri daga frá morgni til kvölds.

Andakílsá – silungsveiðiSilungsveiðisvæði Andakílsár er þriggja stanga svæði með góðu veiðihúsi en þó verður að viðurkennast að silungsveiðin undanfarin ár hefur verið heldur dræm á meðan laxveiðin hefur gengið afspyrnu vel. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Fjallað verður um þau veiðisvæði sem opna í maí í næstu Veiðifréttum.

Veiðist sá stóri í vorveiðinni?Hægt að renna fyrir sjóbirting, bleikju og urriða á fjölmörgum svæðum SVFR frá 1. apríl

Stefán Kristjánsson,með sjóbirting úr Varmá6. apríl 2010.

Page 19: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Matseðilldagsins

NJ@

RANGA.DK

Page 20: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

- 20 - Veiðifréttir

Fréttabréf SVFR

Á vordögum árið 1991 var Stefán Hallur Jónsson skipaður í árnefnd SVFR við Gljúfurá í Borgarfirði

ásamt þeim Hannesi Ólafssyni og Friðriki G. Friðrikssyni. Stefán og Friðrik hafa starfað í nefndinni allar götur síðan og hefur Stefán verið formaður nefndarinnar. Eftir 20 ára þrotlaust starf er nú komið að öðrum að taka við kyndlinum og þakkar stjórn og starfsfólk SVFR þeim félögum kærlega fyrir vel unnin störf á liðnum árum.

Veiðifréttir hittu Stefán á dög­unum og ræddu við hann um starfið við Gljúfurá. Hann segir frábærar minn ingar rifjast upp þegar litið er um öxl, ekki síst sé hann ánægður með hversu vel uppbygging við ána hefur tekist. „Fyrstu árin var gamla veiðihúsið við ána og þurfti það yfirhalningu og viðhald en fljót lega var ákveðið að nýtt hús yrði byggt. Það var ráðist í þá framkvæmd árið 1999 og stóð bygging þess yfir veturinn það ár.”

Stefán segir að frá því að nýja veiðihúsið hafi verið tekið í notkun hafi aðstaða fyrir veiðimenn verið með því besta sem gerist á landinu og er óhætt að taka undir það. „Það hefur því verið ákaflega skemmtilegt að vera í árnefndinni og sjá þessar breytingar verða að veruleika en við höfum verið mjög stoltir af því að við Gljúfurá er öll aðstaða til fyrirmyndar.”

En hvað með veiðina? „Veiðin hefur verið skrykkjótt eins og gengur og fyrstu árin var veiði stundum undir

Góðar stundir við GljúfuráStefán Hallur Jónsson hættir sem formaður árnefndar eftir 20 ára starf

Frá Gljúfurá.

Page 21: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Veiðifréttir - 21 -

1. tbl., 25. árg., febrúar 2011

Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri SVFR, þakkar Stefáni Halli fyrir vel unnin störf árnefndar SVFR við Gljúfurá í gegnum tíðina.

100 löxum á sumri og óseldir veiði­dagar oft margir. Í mjög mörg ár hefur veiðin hins vegar verið um eða yfir 200 laxar og nokkrum sinnum yfir 300 laxar. Veiðileyfin seljast nú upp á hverju ári.”

Það eru mörg verkin sem árnefndar­menn hafa tekið að sér, m.a. að greiða fyrir göngu laxins upp í Gljúfurá, en eins og margir vita þá rennur áin út í Norðurá. „Margar ferðirnar höfum við farið niður að ósi við Norðurá til að athuga hvort hann sé fær göngulaxi

og oftar en ekki hefur þurft að grafa þar til að ósinn væri fær laxinum. Nú er hins vegar svo komið að lítið hefur þurft að eiga við þetta milli ára og útlit með að ósinn verði fær að mestu leyti án íhlutunar gröfunnar.”

Stefán segir að með árunum hafi merktum veiðistöðum verið fjölgað verulega við Gljúfurá til hagsbóta fyrir veiðimenn sem eru að koma að ánni án þess að þekkja hana vel. „Merktir veiðistaðir í ánni voru um 30 fyrstu árin okkar en eru nú vel á sjöunda tug. Við höfum merkt alla staði sem við vitum að lax hefur fengist á og síðan

hafa líka verið búnir til veiðistaðir með hjálp Óskars gröfumanns sem er mikill snillingur á gröfunni og hefur einn veiðistaður meira að segja verið nefndur í höfuðið á honum ­ enda hefur þar veiðst lax!”

Stefán segir að þrátt fyrir löng kynni af Gljúfurá sé hann og aðrir árnefndarmenn enn að uppgötva nýja veiðistaði í ánni. „Þess vegnar er alltaf jafn gaman að koma í Borgarfjörðinn til veiða og starfa. Fyrir hönd árnefndar vil ég þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að starfa svo lengi við ána fyrir SVFR og Veiðifélag Gljúfurár.”

við seljum Þér veiðileyfi á svfr.is og Þú veiðir fiskinn!

Page 22: Veiðifréttir Stangaveiðifélags Reykjavíkur

„ ... enginn sem gengur henni á hönd af heilum hug, á afturkvæmt frá dularheimum hennar. Og enginn mun heldur óska þess. Endurminningin fylgir unnendum hennar, hvert sem þeir fara.“

Björn Blöndal um stangveiðina.

Steinsmýrarvötn.