Útvegsblaðið 8. tbl 2013

40
Leyndarmálið í Grindavík n Einhamar Seafood gerir út fjóra línubáta og rekur fiskvinnslu þar sem um 40 manns starfa í dag. Okkar mat er að það sé eitthvað að rofa til og fjárfestingar í sjávarútvegi séu að aukast aftur. Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs Íslandsbanka. 38 Útbreiðslan körtlögð n Brýnt er að kanna vel útbreiðslu grjótkrabbans og fara gætilega í veiðar í fyrstu. 6 Rafvæðing á réttri braut n Eigendur fiskimjölsverkmiðja höfðu áhuga á að rafvæða þær enn frekar og draga þannig úr olíunotkun. Ýmis ljón reyndust vera í veginum en árið 2009 urðu ákveðin þáttaskil. Orkueyðsla skipa n Umfjöllun um ýmsar hugmynd- ir og lausnir sem beinast að orku- sparnaði skipa, t.d orkusparnað- arkerfi, greiningu á veiðarfærum, sem og notkun á endurnýjan- legum orkugjöfum. Starfið er bæði teoría og praktík n „Ég er stolt af því að tengjast sjávarútvegi gegnum Marel enda byggja Íslendingar líf sitt og efna- hag að stórum hluta á sjónum.“ Kristín Líf Valtýsdóttir, verkefnastjóri hjá Marel. 32 26 18 30 ÞJÓNUSTUMIÐILL SJÁVARÚTVEGSINS n Framtíðin liggur hjá unga fólkinu og gildir það um sjávarútveg eins og aðrar atvinnugreinar. Útvegsblaðið tók tal af ungu fólki sem starfar við sjávarútveg á einn eða annan hátt og kannaði hug þeirra til greinarinnar og framtíðar. Unga fólkið er áhugasamt Spennandi atvinnugrein október 2013 » 8. tbl. » 14. árg.

description

 

Transcript of Útvegsblaðið 8. tbl 2013

Page 1: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

Leyndarmálið í Grindavíkn Einhamar Seafood gerir út fjóra línubáta og rekur fiskvinnslu þar sem um 40 manns starfa í dag.

Okkar mat er að það sé eitthvað að rofa til og fjárfestingar í sjávarútvegi séu að aukast aftur.

Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs Íslandsbanka.

38

Útbreiðslan körtlögðn Brýnt er að kanna vel útbreiðslu grjótkrabbans og fara gætilega í veiðar í fyrstu.

6

Rafvæðing á réttri brautn Eigendur fiskimjölsverkmiðja höfðu áhuga á að rafvæða þær enn frekar og draga þannig úr olíunotkun. Ýmis ljón reyndust vera í veginum en árið 2009 urðu ákveðin þáttaskil.

Orkueyðsla skipan Umfjöllun um ýmsar hugmynd-ir og lausnir sem beinast að orku-sparnaði skipa, t.d orkusparnað-arkerfi, greiningu á veiðarfærum, sem og notkun á endurnýjan- legum orkugjöfum.

Starfið er bæði teoría og praktík n „Ég er stolt af því að tengjast sjávarútvegi gegnum Marel enda byggja Íslendingar líf sitt og efna-hag að stórum hluta á sjónum.“ Kristín Líf Valtýsdóttir, verkefnastjóri hjá Marel.

32 26 1830

Þjónustumiðill sjávarútvegsins

n Framtíðin liggur hjá unga fólkinu og gildir það um sjávarútveg eins og aðrar atvinnugreinar. Útvegsblaðið tók tal af ungu fólki sem starfar við sjávarútveg á

einn eða annan hátt og kannaði hug þeirra til greinarinnar og framtíðar.

Unga fólkið er áhugasamt

Spennandi atvinnugrein

o k t ó b e r 2 0 1 3 » 8 . t b l . » 1 4 . á r g .

Page 2: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

2 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. sími: 445 9000. útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir. ábyrgðarmaður: Hildur

Sif Kristborgardóttir vefsíður: utvegsbladid.is / goggur.is. tölvupóstur: [email protected]. Prentun: Landsprent. ISNN 2298-2884

Staðan í afla einStakra tegunda innan kvótanS:

Þorskurn Aflamark: 164.974n Afli t/ aflamarks: 165.080

100.1%

ufsin Aflamark: 43.284n Afli t/ aflamarks: 42.008

97.1%

2.9%

Ýsan Aflamark: 31.115n Afli t/ aflamarks: 31.619

101.6%

Karfin Aflamark: 45.196n Afli t/ aflamarks: 46.068

101.9%

2 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

TromsöNoregur

ÁrósarDanmörk

ImminghamEngland

BergenNoregur

MaaloyNoregur

ÁlasundNoregur

HammerfestNoregur

Båts�ordNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

StavangerNoregur

HamborgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

VelsenHolland

GrimsbyEngland

NuukGrænland

ArgentiaNýfundnaland

HalifaxNova Scotia

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNýfundnaland

BostonMA, Bandaríkin

SortlandNoregur

HelsingjaborgSvíþjóð

SwinoujsciePólland

FredrikstadNoregur

KlakksvíkFæreyjar

ÞÓRSHÖFNFæreyjar

Norð�örðurÍsland

HúsavíkÍsland

AberdeenSkotland

Reyðar�örðurÍsland

VágurFæreyjar

VestmannaeyjarÍsland

REYKJAVÍKÍsland

SauðárkrókurÍsland

AkureyriÍsland

Grundar�örðurÍsland

Ísa�örðurÍsland

BíldudalurÍslandGrundartangi

Ísland

nýtt leiðakerfi eimskips– með strandsiglingum við Ísland í beinni tengingu við Evrópu

Vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu.

Siglt með ferskan fisk vikulega frá Íslandi og Færeyjum

Aukin þjónusta við olíuiðnaðinn með siglingum til og frá Skotlandi

Tíðari ferðir og styttri siglingartími til og frá Bandaríkjunum.

Ný höfn í Bandaríkjunum, Portland, Maine

Möguleg viðkoma á Ísafirði og Akureyri á leiðinni frá Noregi

Ný viðkoma í Vágur í Færeyjum og Hamborg í Þýskalandi

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

brún leiðRússland, Noregur, Holland, England, Skotland, Noregur

mögulegar norðurheimskauts leiðir

möguleg viðkoma / árstíðabundnar siglingar

græn leiðNoregur, Ísland, Nýfundnaland, Nova Scotia, Bandaríkin, Nýfundnaland, Ísland

blá leiðÍsland, Færeyjar, Holland, Pólland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Færeyjar, Ísland

rauð leiðÍsland, Færeyjar, Skotland, Holland, Ísland

viðkomur

tengihöfn

stórtengihöfn

gul leiðÍsland, Færeyjar, England, Holland, Þýskaland, England, Ísland

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

Allar gerðir bindivélaStrekkifilmur, plast- og stálbönd

www.isfell.is

útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. sími: 445 9000. útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir. ábyrgðarmaður: Hildur Sif Kristborgardóttir vefsíður: utvegsbladid.is / goggur.is. tölvupóstur: [email protected]. Prentun: Landsprent. ISNN 2298-2884

Staðan í afla einStakra tegunda innan kvótanS:

Þorskurn Aflamark: 162.541n Afli t/ aflamarks: 147.970

ufsin Aflamark: 42.847n Afli t/ aflamarks: 36.339

Ýsan Aflamark: 30.894n Afli t/ aflamarks: 28.708

Karfin Aflamark: 45.183n Afli t/ aflamarks: 40.137

91% 84.8%92.9% 88.8%

9% 15.2%7.1% 11.2%

Útvegsblaðið hefur kann-að, meðal fólks í sjávar-útvegi, hversu margir nota spjaldtölvur og far-

síma. Nánast undantekningalaust notar fólk annað eða hvorutveggja daglega. Spjaldtölvur og farsímar eru notaðar til að lesa blöð, vafra um netið og til að skoða heimasíður.

Þessar staðreyndir renna stoðum undir það sem við höf-um fundið, þar sem lestur okkar blaða á netinu eykst sífellt. Um árabil hafa öll okkar blöð verið aðgengileg á netinu, sem er eðli-leg þróun þegar litið er til þess sem er að gerast hér á landi og reyndar um mest allan heim segir Hildur Sif Kristborgardóttir, fram-kvæmdarstjóri Goggs.

Áhersla á rafræna útgáfu,,Í ljósi þess höfum við ákveðið að breyta til. Frá og með næsta tölu-blaði breytum við til. Í stað þess að prenta Útvegsblaðið á dag-blaðapappír ætlum við að gera tvennt. Prenta blaðið í tímarita-formi og senda það til þeirra sem þess óska og svo hafa það enn sýnilegra og aðgengilegra á net-inu,“segir Hildur Sif.

Blaðið verður prentað á vand-aðan pappír, hefur lengri líftíma

og er rafræn útgáfa aðgengileg alltaf á netinu.

Stærstu blöð Goggs koma út að vori og í desember. Ekki er ætl-unin að gera breytingar á þess-um tveim blöðum. Þau verða prentuð á sama hátt og verið hefur, fara í sömu dreifingu og hingað til og þau verða aðgengi-leg á netinu.

Goggur hefur reynslu af raf-rænni útgáfu, enda skiptir hún fyrirtækið sífellt meira máli. Lest-urinn eykst stöðugt og nú er Út-vegsblaðið lesið víða um heim; í Færeyjum, Noregi, Kanada, Namibíu, Spáni, Rússlandi og svona mætti lengi telja.

Það er mjög ákveðin þróun í gangi á netinu og við teljum, sam-kvæmt rannsóknum sem hafa ver-ið gerðar á Norðurlöndunum og Bandaríkjunum, að lestur hefð-bundinna blaða minnkar og raf-ræn blöð sækja sífellt í sig veðrið.

Við sjáum líka hversu hröð þessi þróun er með blað sem við gefum út á ensku sem heitir Ice-landic Fishing Industry Magazine

eða IFIM en það er t.d aðgengilegt á www.ifim.is og er það prentað aðeins fyrir þá sem vilja kaupa áskrift. Það blað er enska útgáfan af Útvegsblaðinu og höfum við fengið mjög góðan lestur á net-inu, fyrirspurnir um skráningar á póstlista og fleira.

Að sögn Hildar eru fleiri breyt-ingar að vænta hjá Goggi þar sem ætlunin eru að bæta við þjónustuna við fyrirtæki í sjáv-arútvegi. ,,Við erum að stækka við okkur og verður Goggur með markaðs- og kynningarstofu. Þá er hægt að leita til okkar varðandi þjónustu við hönnun á auglýsing-um, kynningarefni, bæklingum, básum, heimasíðum, ímynd, lógó og aðstoð við samfélagsmiðla og fleira. Hjá Goggi vinnur reynslu-mikið starfsfólk í skrifum, hönn-un, prenti, og heimasíðugerð.

Hægt er að senda okkur póst á [email protected] eða hringja í síma 445-9000 ef þú hefur áhuga að fá Útvegsblaðið sent rafrænt til þín frítt eða kaupa áskrift á tíma-ritsformi.

Til móts við framtíðina

Hægt er að senda okkur póst á [email protected] eða hringja í síma 445-9000 ef þú hefur áhuga að fá Útvegsblaðið sent rafrænt til þín frítt eða kaupa áskrift á tímaritsformi.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Útvegsblaðið tekur breytingum

Það er mjög ákveðin þróun í gangi á netinu og við teljum, samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar á Norðurlöndunum og Bandaríkjunum, að lestur hefðbundinna blaða minnkar og rafræn blöð sækja sífellt í sig veðrið.

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 90,3 milljörðum króna á fyrstu sjö mán-uðum ársins 2013 samanborið við 95,7 milljarða á sama tímabili 2012. Afla-

verðmæti hefur því dregist saman um tæplega 5,4 milljarða króna eða 5,6% á milli ára. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands

Aflaverðmæti botnfisks var tæplega 54,2 milljarðar króna og dróst saman um 8% miðað við sama tímabil í fyrra. Verðmæti þorskafla var um 27,7 milljarðar og dróst saman um 8% frá fyrra ári.

Verðmæti uppsjávarafla nam tæpum 26,2 milljörðum króna í janúar til júlí 2013, sem er um

3% aukning frá fyrra ári. Þá aukningu má rekja til loðnuafla og kolmunnaafla. Aflaverðmæti loðnu nam 15,6 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuð-um ársins sem er 19,2% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti kolmunna jókst um 10,1% frá fyrra ári og var um 2,8 milljarðar króna í janúar til júlí 2013. Aflaverðmæti síldar dróst saman um 61% milli ára og var 514 milljón-ir króna í janúar til júlí 2013. Aflaverðmæti mak-ríls var um 6,5 milljarðar króna á fyrstu sjö mán-uðum ársins sem er 6,6% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti flatfisksafla nam tæpum 6 milljörðum króna, sem er 17,9% samdráttur frá janúar til júlí 2012.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu út-gerða til vinnslu innanlands nam 45,5 milljörð-um króna og dróst saman um 3,4% miðað við fyrstu sjö mánuði ársins 2012. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innan-lands dróst saman um 6,4% milli ára og nam tæpum 12,8 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam rúmum 28,5 milljörðum í janúar til júlí og dróst saman um 6,7% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam tæplega 2,7 milljörðum króna, sem er 24,7% samdráttur frá árinu 2012.

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 90,3 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2013 samanborið við 95,7 milljarða á sama tímabili 2012.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Aflaverðmæti hefur dregist saman

Aflaverðmæti síldar dróst saman um 61% milli ára

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 45,5 milljörðum króna og dróst saman um 3,4% miðað við fyrstu sjö mánuði ársins 2012.

n Síldveiðar á Breiðafirði eru hafnar af fullum krafti. Stóru nótaskipunum hefur fjölgað þar undanfarna daga og smá-bátar hafa náð góðum afla í lagnet. Síld-veiðin hefur verið fyrir mynni Kolgrafa-fjarðar, í og við Urthvalafjörð. Þá hafa nokkrir stórir bátar verið grunnt út af Stykkishólmi en þar er mikil síld líka. Litlu bátarnir hafa verið að fá 4-5 tonn í lagnetin og fer aflinn allur til vinnslu, ým-ist í Stykkishólmi eða keyrt er með hann suður á við. Síldarverkun er nú að hefjast í Búðardal en þar hefur síld aldrei verið verkuð áður. Það eru feðgarnir Gísli Bald-ursson og Baldur Gíslason sem ætla að frysta síld í gamla sláturhúsinu í Búðardal en þar hafa þeir verkað grásleppuhrogn á síðustu vertíðum.

Síldveiðar að komast í fullan gang

Page 3: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

TromsöNoregur

ÁrósarDanmörk

ImminghamEngland

BergenNoregur

MaaloyNoregur

ÁlasundNoregur

HammerfestNoregur

Båts�ordNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

StafangurNoregur

HamborgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

VelsenHolland

GrimsbyEngland

NuukGrænland

ArgentiaNýfundnaland

HalifaxNova Scotia

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNýfundnaland

BostonMA, Bandaríkin

SortlandNoregur

HelsingjaborgSvíþjóð

SwinoujsciePólland

KlaipedaLitháen Riga

Lettland

VigoSpánn

LissabonPortúgal

PortoPortúgal

HelsinkiFinnland

St. PétursborgRússland

SzczecinPólland

FredrikstadNoregur

KlakksvíkFæreyjar

ÞÓRSHÖFNFæreyjar

Norð�örðurÍsland

HúsavíkÍsland

AberdeenSkotland

Reyðar�örðurÍsland

VágurFæreyjar

VestmannaeyjarÍsland

REYKJAVÍKÍsland

SauðárkrókurÍsland

AkureyriÍsland

Grundar�örðurÍsland

Ísa�örðurÍsland

BíldudalurÍslandGrundartangi

Ísland

FÍT

ON

/ S

ÍA

nýtt leiðakerfi eimskips– með strandsiglingum við Ísland í beinni tengingu við Evrópu

Vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu.

Siglt með ferskan fisk vikulega frá Íslandi og Færeyjum

Aukin þjónusta við olíuiðnaðinn með siglingum til og frá Skotlandi

Tíðari ferðir og styttri siglingartími til og frá Bandaríkjunum.

Ný höfn í Bandaríkjunum, Portland, Maine

Möguleg viðkoma á Ísafirði og Akureyri á leiðinni frá Noregi

Ný viðkoma í Vágur í Færeyjum og Hamborg í Þýskalandi

brún leið

leiðir samstarfsaðila

mögulegar norðurheimskauts leiðir

for– og áframflutningar

möguleg viðkoma / árstíðabundnar siglingar

græn leið

blá leið

rauð leið

viðkomur

tengihöfn

stórtengihöfn

gul leið

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

Page 4: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

4 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Línuveiðiskipið Polarbris, sem Hraðfrysti-hús Hellissands hefur keypt frá Noregi er væntanlegt til Rifs þann 12. nóvember nk. Ólafur Rögnvaldsson framkvæmda-

stjóri HH segir að áður en skipið fari til veiða verði setur búnaður í það frá 3x sem sé undirbúningur fyrir að setja nýtt kælikerfi í það. Polarbris er 43 metra langt skip og 9 metra breitt og mælist 755 brúttólestir. Aðalvélin er af Yanmar gerð en ljósa-

vélar frá Scania. Fyrir á Hraðfrystihús Hellis-sands línuveiðiskipið Rifsnes sem hefur verið sett á sölu. Ólafur segir nokkrar fyrirspurnir hafa komið um Rifsnesið en ekkert tilboð enn sem komið er. Hraðfrystihús Hellissands vinnur nær eingöngu ferskfisk til útflutnings og segir Ólafur afurðirnar allar seldar til Bretlands, ýmist til veit-ingahúsa eða verslanakeðja en mest sé unnið af þorski. Fjórtán manna áhöfn verður á skipinu og skipstjóri verður Bjarni Gunnarsson sem nú er skipstjóri á Rifsnesinu.

Nýr línuveiðari kemur í nóvember

Línuveiðiskipið Rifsnes hefur verið sett á sölu

Sigrún Erna Geirsdóttir

4 ú t v e g s b l a ð i ð á g ú s t 2 0 1 3

Sjór sækir hart að Kolbeinseyn Kolbeinsey, nyrsti punktur Íslands, er nú orðin tvískipt og hefur látið mjög undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land og mældu eyjuna. Vestari hluti Kolbeinseyjar er nú 28,4m x 12,4m og hæsti punkturinn 3,8m. Austari hluti hennar er 21,6m x 14,6m. Skarðið milli eyjahlutanna er 4,1 m að breidd. Miðað var við Kol-beinsey þegar fiskveiðilög-sagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands og hefur hún því mikið sögulegt gildi. Hafa varðskip og flug-vélar Landhelgisgæslunnar fylgst með þróun hennar gegnum tíðina.

Velta tækni-fyrirtækja í sjávarútvegi vex um 13%n Velta tæknifyrirtækja tengdum sjávarútvegi jókst árið 2012 um 13% frá árinu undan og nam veltan tæpum 66 milljörðum. Gert hafði verið ráð fyrir 5-10% vexti.Tæknifyrirtækin hanna, þróa og framleiða veiðarfæri, kör, umbúðir, vélbúnað eða hugbúað fyrir sjávarútveg og selja vörurnar undir eigin nafni og eru þetta um 70 fyr-irtæki. Á þessu sama tímabili varð lítill vöxtur í fiskveiðum og fiskeldi. Hefur vöxtur tæknifyrirtækjanna líka verið meiri en í þjóðarfram-leiðslu og fiskvinnslu. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenska sjávarklasans.

Nýtt mastersnám um virðiskeðju sjávar- og eldisafurða

Norrænt samstarfs-verkefni fimm háskóla

Nýtt, norrænt meistara-nám, AQFood, hefur nýlega verið innleitt við Háskóla Íslands en

námið er samstarfsverkefni fimm norrænna háskóla og munu nem-endur útskrifast með meistara-gráður frá tveimur þeirra. Náminu er ætlað að veita nemendum inn-sýn í virðisstjórnun í sjávarútvegi.

Undirbúningur að náminu var styrktur af Norrænu ráðherra-nefndinn, en Norræna nýsköp-unarmiðstöðin hefur síðan styrkt frekari þróun í tengslum við verk-efnið InTerAct. Markmiðið er að efla samstarf háskóla við fyrir-tæki á sviði sjávartengdrar starf-semi og bæta ímynd sjávarútvegs sem spennandi starfsvettvangur fyrir ungt menntað fólk. Heildar-fjöldi nemenda í haust verður milli fimm og tíu og eru í hópnum tveir

Íslendingar. Forkrafan er að nem-endur hafi BS gráðu í verkfræði eða raunvísindum þar sem námið byggir á þeim grunni. Nemendur munu dvelja eitt ár í senn við mis-munandi skóla og útskrifast með meistaragráðu frá þeim. Í boði eru þrjár námsleiðir: Frumfram-leiðsla, veiðar og eldi sem fer fram hjá UMB í Noregi fyrsta árið, Nátt-úrulegar auðlindir sem fer fram hjá NTNU í Noregi fyrsta árið og Iðnað-arframleiðsla sem fer fram hjá DTU í Danmörku fyrsta árið. Seinna árið er svo sérhæfing hjá HÍ samkvæmt skilgreindum námsleiðum sem boðið er uppá í iðnaðarverkfræði, líffræði, efnafræði /lífefnafræði og matvælafræði.

Hérlendis er AQFood vistað hjá Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ og er áhersla lögð á umhverfis- og auð-lindafræði og tengingu við mat-vælafræði. Er þetta gert til að efla þverfræðilegan grunn virðiskeðj-

unnar og tryggja öryggi og gæði eldis- og sjávarafurða.

Mikil áhersla verður lögð á að nemendur vinni í nánum tengslum við fyrirtæki í sjávarútvegi og að verkefnin beinist að vandamálum sem upp koma í virðiskeðju sjávar-afurða. Þá sé tenging á milli þeirra og verkefnamiðlunar Sjávarklasans. Dr. Guðrún Ólafsdóttir, umsjónar-maður námsins, segir að þegar séu góð tengsl milli kennara hjá HÍ og helstu tækni-, framleiðslu og þjón-ustu fyrirtækja í greininni og þeirri góðu samvinnu verði haldið áfram þarna. Guðrún segir mikla þörf fyrir að bæta menntun á öllum sviðum og gildi það fyrir Norðurlöndin öll.

,,Í verkefninu er verið að nýta þá þekkingu sem er þegar til staðar í hverju landi og þarna fáum við samstarf milli skóla, landa á milli, svo þessi þekking nýtist enn betur. Það er svo framtíðardraumurinn að skólakerfið í heild vinni betur sam-an en það gerir núna,“ segir Guðrún.

Gunnar Stefánsson, prófessor í iðnaðarverkfræði og Guðrún Ólafsdóttir, verkefnistjóri AQFood námsins.

www.polardoors.com

Júpíter hw Júpíter t5 Herkúles t4 Neptúnus t4 Merkúr t4 Júpíter t4

Hlerar til allra togveiða

Sigrún Erna Geirsdóttir

Hjallahraun 2220 Hafnarfjörðurs. 562 3833www.Asaa.is - [email protected]

Bjóðum gott úrval afvökvakrönum fráTMP hydraulic A/S.www.tmphydraulik.dk

TMP báta og hafnarkranar

Polarbris í höfn í Noregi. Mynd: ÖRVAR ÓLAFSSon

n Jöfn og spennandi kosning var í for-mannsembætti Landssambands smá-bátaeigenda en 29. aðalfundi sambands-ins lauk á dögunum. Sem kunnugt er gaf

Arthur Bogason ekki kost á sér til endurkjörs en hann hefur verið formaður LS frá upphafi. Tveir voru í framboði, þeir Halldór Ár-mannsson og Þorvaldur Garðarsson. Niðurstaðan varð sú að Halldór hlaut 26 atkvæði og Þorvaldur 24. Halldór Ármannsson er

fyrrverandi formaður Reykjaness, félags smábátaeigenda á Suðurnesjum og hefur verið í stjórn landssambandsins frá 2006 og þar af varaformaður síðasta árið. Hann gerir út og er skipstjóri á krókaaflamarks-bátnum Guðrún Petrínu GK-107 og gerir auk þess út Stellu GK-23.

n Afli smábáta á aflamarki, strandveiði-báta og krókaaflamarksbáta hefur aldrei verið meiri en á síðastliðnu fiskveiðiári, en 1.156 bátar komu með 82.712 tonn að landi og nam aflaverðmætið 26,6 millj-örðum. Útflutningsverðmætið er því um 53 milljarðar. Kom þetta fram í skýrslu Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Lands-sambands smábátaeigenda, á aðalfundi samtakanna fyrr í mánuðinum.

Halldór nýr formaður smábátaeigenda

Aflinn aldrei meiri en í ár

Marport seltn Bandaríska fyrir Airmar hefur keypt rekstur og starfsemi hátæknifyrirtækisins Marports. Marport er stærsta fyrirtækið í heiminum við framleiðslu veiðarfæraskynjara og hugbún-aðs sem þeim fylgir í brú skipa. Kaupandinn, Airmar, er hins vega stærsti framleiðandi botn-stykkja í heiminum og hefur verið stærsti birgir Marports um árabil. Ljóst er, að eftir sem áður

verður vinnsla og þróun hugbúnaðar hér á landi og söluskrifstofur Marports verða reknar með sama hætti og áður. Óskar Axelsson stýrir Marport áfram en haft er eftir honum á vefsíðunni kvotinn.is að fjárfestingar í nemum, sem ætlaðir voru í hernaði, hafi dregið úr mætti sjávarútvegsdeildarinnar. Nú verði áherslan á sjávarútveginn hins vegar aukin á ný.

Page 5: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

„Liprar,léttar

og borga með sér“

®

TOGTAUGAR

Guðlaugur Jónsson skipstjóri á nóta- og togveiðiskipinu Ingunn AK

Alþjóðleg einkaleyfisumsókn

– Veiðarfæri eru okkar fag

„Ég vil ekki sjá neitt annað í stað Dynex Togtaug-anna, þær hafa reynst afskaplega vel og allt gengið upp.

Þær eru auðvitað frábærar í yfirborðsveiði en í allri veiði eru þær liprar og léttar sem skilar sér í minni olíunotkun og betri stjórn á trollinu.

Togtaugarnar fara afskaplega vel með skipið og það er ekkert viðhald á blökkum né rúllum sem þær fara um.

Á þessum tæpu sex árum hefði ég þurft að skipta um vír að minnsta kosti 3-4 sinnum, þannig að til vibótar við alla kostina þá borguðu togtaugarnar líka vel með sér og halda því áfram á komandi árum því þær verða nýttar í grandara, gilsa og fleira.“

Page 6: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

6 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Stjórn og gæslubúnaðurtil notkunar á sjó og landi

Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórn-

og gæslubúnaði og byggir því á mikilli reynslu í þróun og

framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum,

hita-og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum,

spólulokum og fl.

Við erum búnir að fara víða og erum að kortleggja útbreiðslu grjótkrabba,“ sagði Bergur Garðarsson skipstjóri á Hannesi Andréssyni SH, sem undanfar-

in ár hefur einbeitt sér að sæbjúgum, sem unnin hafa verið hjá Reykofninum ehf. í Grundarfirði.

„Við leggjum út gildrur og þetta hefur borið svolítinn árangur. Við vorum fyrst fyrir Suð-urlandi en síðan inn í Hvalfirði og fórum svo grunnt norður af Akranesi en ætlum nú að skoða við sunnanvert Snæfellsnes, inn á Breiðafjörð og eitthvað norður með. Það voru fiskifræðingar hér um borð um daginn en þetta eru eingöngu tilraunir sem miða að því að unnt verði að gera verðmætari afurð úr þessum kröbbum í stað magnveiðinnar sem hingað til hefur verið algeng hjá okkur Íslendingum við nánast allar veiðar.“ Bergur hefur mikla reynslu af kortlagningu miða fyrir þessar áður ónýttu tegundir við Íslands-

strendur og kortlagði t.d. mikil sæbjúgnamið í Faxaflóa, sem hann segir því miður hafa nánast verið eyðilögð með of mikilli sókn og magnveiði til útflutnings á óunnu hráefni. Grjótkrabbinn er hins vegar nýr í íslenskri lögsögu. Bergur segir brýnt að kanna vel útbreiðslu grjótkrabbans og fara gætilega í veiðar í fyrstu á sama hátt og það hafi verið nauðsynlegt við sæbjúgnaveiðarnar.

Sigrún Erna Geirsdóttir

Hannes Andrésson SH 737 á siglingu. Mynd: FinnUR AndRÉSSon

n Nú nýverið undirrituðu fulltrúar Ice-landair Cargo og Kolviðar samstarfs-samning um kolefnisjöfnun vegna flug-

fraktar til og frá Íslandi á vegum Icelandair Cargo. Í samningnum felst að viðskiptavinum Icelandair Cargo býðst nú að kaupa kolvetnisjöfnuð fyrir hvert kíló af frakt sem þeir flytja

með félaginu. Samningurinn tók gildi 18. október, og af því tilefni ákvað Icelandair Cargo að greiða jöfnunargjald fyrir alla flugfrakt sem flutt verður með vélum félagsins eða á þess vegum þennan fyrsta dag í samstarfinu við Kolvið.

Viðurkenning fyrir sæbjúgu og sæeyruSæbýli ehf. á Eyrarbakka hlaut viður-kenningu fyrir framúrskarandi og nýstár-legt framtak á sviði vísinda og atvinnu-mála. Sæbýli er að hefja framleiðslu á sæeyrum og sæbjúgum til útflutnings og nýtir til þess íslenskt hugvit, heitt vatn og hreinan sjó. Framleiðslan hjá Sæbýli er í samstarfi við Matís. Samtals var 1,1 milljón króna ráðstafað til þessara viður-kenninga og en hæsta styrkinn hlaut Fjöl-brautarskóli Suðurlands, 500 þúsund krónur, „fyrir framúrskarandi og nýstár-legt framtak á sviði mennta- og samfélags-verkefna – fyrir menntun vistmanna á Litla Hrauni og Sogni - sem skilar þeim sem betri borgurum til samfélagsins.“

Flugfrakt með Icelandair Cargo verður kolefnisjöfnuð Kortleggja útbreiðslu

grjótkrabba

Brýnt að fara gætilega í veiðar

Það voru fiskifræðingar hér um borð um daginn en þetta eru eingöngu tilraunir sem miða að því að unnt verði að gera verðmætari afurð úr þessum kröbbum í stað magnveiðinnar sem hingað til hefur verið algeng hjá okkur Íslendingum við nánast allar veiðar.

Page 7: Útvegsblaðið 8. tbl 2013
Page 8: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

8 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Ótæmandi uppspretta tækifæra

uNgt fólk í SjávArútvegi Auður hverrar þjóðar liggur hjá unga fólkinu sem tekur við taumunum. útvegsblaðið tók ungt fólk tali í ýmsum störfum tengdum útveginum og má þar nefna verkfræðinga, sjávarútvegsfræðinema, fiskvinnslufólk og vélstjóra. Niðurstaðan var afar ánægjuleg: Öll töldu þau sjávarútveg vera spennandi atvinnugrein sem byði upp á nánast ótæmandi möguleika.

Page 9: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

9 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Page 10: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

10 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Sindri Viðarsson er þrítugur, borinn og barnfæddur Eyja-maður, þar sem hann starfar nú sem sviðsstjóri uppsjáv-arsviðs hjá Vinnslustöðinni. Kona hans er Þórsteina Sig-urbjörnsdóttir og eiga tvö börn, dótturina Eddu Dögg,

sem er fjögurra ára og átta mánaða gamlan son, Nökkva Dan. „Eftir Framhaldsskólann í Eyjum dreif ég mig norður til Akureyrar og lagði þar stund á Sjávarútvegsfræði við Háskólann. Út-skrifaðist þar vorið 2005 og hef verið hjá Vinnslu-stöðinni í Vestmannaeyjum síðan. Skellti mér að vísu árið 2008 í löggildingu til verðbréfamiðlara, það var gríðarleg stemming í hópnum á haus-tönninni 2008 en eitthvað kvarnaðist úr þessum hópi.“

Sindri er ekki ókunnugur Vinnslustöðinni því langafi hans var einn af stofnendum hennar og framkvæmdastjóri. Báðir voru afar hans skip-stjórar og pabbi hans vann lengi hjá Vinnslu-stöðinni áður en hann keypti sína eigin útgerð 1994. Eftir það snerist allt hjá fjölskyldunni um þá útgerð. Fjölskyldufyrirtækið gerir út Maggý VE-108 á snurvoð og humartroll. Sindri á þrjú systkini, þau Bjarna Geir, sem er skurðlæknir í Svíþjóð, Margréti Láru atvinnumann í knatt-spyrnu og Elísu háskólanema. „Ég hljóp niður á bryggju eftir skóla til að taka við spottanum og síðan upp í kró að skera af netunum. Árið 2000 byggðu svo foreldrar mínir vinnsluhús fyrir verkunina, Fiskvinnslu V E og hafa síðan unnið þar saltfisk og humar.“ Sindri hefur því verið að snúast í kringum útgerð og vinnslu frá því hann var smá polli en segist þó hafa skroppið á eina og eina fótboltaæfingu milli skóla og vinnu enda ekki langt að sækja fótboltaáhugann þar sem pabbi hans var lengi leikmaður ÍBV.

Margbreytileg atvinnugrein„Það er enginn dagur eins í þessari atvinnugrein og það heillar mig mest. Maður er að fást við svo margar ólíkar breytur frá degi til dags sem enga stjórn er hægt að hafa á. Veðrið getur breyst á svipstundu, stofnstærðir tegunda sveiflast til og frá og aðstæður á mörkuðum breytast dag frá degi, svona er lengi hægt að telja.“ Sindri segir sjávarútveginn eiga gríðarlega mikla möguleika til að vaxa og dafna. „Ef rétt er haldið á spilunum þá verður sjávarútvegurinn burðarás í íslensku atvinulífi um ókomin ár. Er til eitthvað meira spennandi en það?“ spyr hann og um framtíð-ina næstu árin segist hann bara hafa vonir um að vinna með öllu því góða sem hann vinni með í dag við að gera góða atvinnugrein enn betri. Hann sé að öðru leyti ekki mikill spámaður.

Ungt fólk þekkir ekki sjávarútveginn nógu vel„Ef við göngum vel um auðlindirnar okkar og höfum vit á að stýra atvinnugreininni og hlúa að henni með skynsömum hætti þá er sjávarút-

vegur framtíðin. Ef við ætlum hins vegar að rífast endalaust innbyrðis og leyfum ekki fyrirtækjun-um að vaxa og dafna eins og þau geta, þá drög-um við kraftinn úr starfsfólkinu, eigendunum og íbúum sjávarbyggðanna. Þá þarf ekki að spyrja að leikslokum.“ Sindri segir að því miður vanti talsvert upp á að ungt fólk hafi áhuga fyrir sjáv-arútveginum. „Það er kannski ekki skrýtið því ekki eru mörg ár síðan atvinnugreinin var illa stödd, mörg fyrirtæki voru þá í erfiðleikum svo

fólk missti vinnuna og fluttist úr sjávarbyggðun-um. Síðan þegar sjávarútveginum fór að ganga betur og greinin fór að skila viðunandi afkomu þá sér stór hluti þjóðarinnar því allt til foráttu. Ungt fólk sér því atvinnugreinina í alltof fáum tilvikum atvinnugreinina í réttu ljósi og áttar sig ekki á hve mörg störf á ólíkum sviðum eiga sér stað við að koma einu fiskflaki upp úr sjó og á disk neytanda,“ sagði Sindri Viðarsson í Vest-mannaeyjum.

uNgt fólk í SjávArútvegi

Sigrún Erna Geirsdóttir

Margbreytileg atvinnugrein

Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni

Page 11: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

Aðalsteinn heitir hann, er 31 árs fæddur og uppalinn Eskfirðing-ur og er Þorsteinsson. Hann var skírður Aðalsteinn Jónsson í höfuð-ið á afa sínum, útgerðarmanninum

landsþekkta, Alla ríka, sem kallaður var. „Ég er ekkert peningalega ríkur,“ sagði afi hans eitt sinn í viðtali við undirritaðan, „Ég á þessi skip og fiskvinnslurnar í landi, það verða engir pen-ingar úr þessu nema ég selji það og ekki stendur það til,“ sagði sá gamli sem ávallt hugsaði vel um heimabyggðina og fólkið í bænum, sem starfaði hjá honum að sama markmiði og hann sjálfur. Foreldrar Aðalsteins yngri eru hjónin Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri og Björk Aðal-steinsdóttir. Aðalsteinn er trúlofaður Ásu Maríu Þórhallsdóttur og saman eiga þau synina Þor-stein Dan, sem er að verða 4 ára og Kjartan Daða sem er eins árs.

Byrjaði í nótunum en fór svo á sjóinn„Ég byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu 11 ára gamall á nótaverkstæði Eskifjarðar og fór síð-an á sjóinn með pabba þegar ég var 15 ára. Ég var á sjónum með námi af og til þar til ég lauk stúdentsprófi en þá fór ég að vinna hjá Iceland Seafood og síðan Sæmark við útflutnig ferskra sjávarafurða. Áður en ég fór í Háskólanám fór ég síðan aftur á sjóinn til að safna einhverjum aurum fyrir námi.“

Aðalsteinn lærði viðskiptafræði í Háskólan-um í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 2009. Eftir það hóf hann störf hjá Iceland Seafood Int-ernational, þar sem hann hafði unnið áður. „Svo þegar Eskja keypti ferskfiskvinnsluna í Hafna-firði árið 2010 var ég ráðinn framkvæmdastjóri yfir því fyrirtæki og hef starfað við það síðustu 3 ár. Félagið, sem rekur vinnsluna, heitir Rek-starfélagið Eskja ehf. og sérhæfir sig í vinnslu á þorski og ýsu. Megnið af okkar framleiðslu er flutt út ferskt en við höfum einnig möguleika á að lausfrysta afurðir sem við gerum talsvert af, eða um 20% af því sem við framleiðum. Afurð-irnar fara mest til Belgíu, Bretlands og Frakk-lands auk Bandaríkjanna og annara landa en þó ekki í sama mæli og á fyrrnefnda markaði.“

Alþjóðlegt umhverfi í HafnarfirðinumHjá ferskfiskvinnslu Eskju í Hafnarfirði starfa um 26-28 manns sem koma víðs vegar að úr heiminum. Aðalsteinn segir sjávarútveginn vera gífurlega spennandi vettvang fyrir ungt fólk. „Sérstaklega er ferskfiskmarkaðurinn það, að mínu mati. Þetta er síbreytilegt umhverfi og mikið af nýjungum og

áskorunum sem gera starfið virkilega áhugavert. Ætli það sé ekki bara hraðinn og lífið í kringum ferska fiskinn sem heillar mig mest við starfið og þær áskoranir sem við glímum við á hverjum degi, sem gera þetta svona skemmtilegt. Þessi vinnsla okkar hér í Hafnarfirði hefur líka gengið mjög vel.“ Hann segir ekki nokkurn vafa í sínum huga að veiðar og fiskvinnsla séu framtíðin. „Ég get alla vega sagt fyrir mitt leiti að ég get alveg hugsað mér að starfa á þessum vetvangi í fram-tíðinni enda þekki ég lítið annað. Almennt held ég að ungt fólk þekki sjávarútveginn alltof lítið og hafi jafnvel miklar ranghugmyndir um grein-ina. Þessi grein er gífurlega spennandi og bíð-ur upp á óendanlega möguleika fyrir ungt og áhugasamt fólk.“

Megnið af okkar framleiðslu er flutt út ferskt en við höfum einnig möguleika á að lausfrysta afurðir sem við gerum talsvert af, eða um 20% af því sem við framleiðum. Afurðirnar fara mest til Belgíu, Bretlands og Frakklands auk Bandaríkjanna og annara landa en þó ekki í sama mæli og á fyrrnefnda markaði.

11 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Alinn upp við sjávarútveg Aðalsteinn Jónsson Þorsteinsson hjá Eskju

uNgt fólk í SjávArútvegi

Haraldur Bjarnason

Aðalsteinn á skrifstofu sinni í Hafnarfirði.

Page 12: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

12 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Hákon Rúnarsson er þrjátíu og eins árs fæddur og uppalinn Akureyr-ingur. Æskuárunum eyddi hann þó að stórum hluta hjá afa sínum og ömmu á Brimnesi á Árskógs-

strönd og var byrjaður að hjálpa þar til mjög ungur. Eftir hefðbundið grunnskólanám lá leið hans í Menntaskólann á Akureyri og þaðan varð hann stúdent árið 2002. Þá var komið að því að mennta sig í sjávarútveginum og Hákon útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri með BS-gráðu í sjávarútvegsfræði árið 2005.

„Ég vann nú við ýmislegt með námi og í frí-um. Aðallega voru það þó vinnumannsstörfin á Brimnesi, þar lærði ég að vinna og dagarnir voru oft langir. Árið 2005, nýútskrifaður úr Há-skólanum á Akureyri réði ég mig svo til Brims á Akureyri og sinnti ýmsum verkefnum. Ég fylgdi

svo með þegar Samherji keypti landvinnslu Brims árið 2011. Við það breyttist nafnið í Út-gerðarfélag Akureyringa aftur og mitt hlutverk þar varð að stýra vinnslunni. Vinnslan hjá okkur í dag snýst mikið um ferska fiskinn og að passa upp á að rétta hráefnið fari í réttar afurðir. Þetta er mjög fjölbreytt starf og enginn dagur er eins, sem gerir starfið auðvitað mjög skemmti-legt.“

Stór vinnustaðurHjá ÚA á Akureyri eru ríflega 140 manns í vinnu og því í nægu að snúast hjá vinnslustjóranum. Hákon segir fjölbreytileikann við sjávarútveg-

inn heila sig mest. „Það er svo margt sem teng-ist sjávarútveginum og maður er alltaf að læra. Vinnslan hefur líka alltaf heillað mig mikið en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að vinna við matvæli og þróa ýmsar vinnsluleiðir. Mér finnst þetta mjög spennandi atvinnugrein og lifandi. Það er alltaf eitthvað að gerast og hraðinn er mikill.“ Hákon segist sjá sig áfram starfandi í sjávarútvegi í framtíðinni. „Ég vil taka þátt í uppbyggingu sjávarútvegsins og tel að hann muni alltaf verða undirstöðuatvinnuvegur okk-ar Íslendinga. Ég er viss um að ungt fólk hefur áhuga á sjávarútvegi. Það kemur glöggt í ljóst hjá þeim mörgu hópum sem heimsækja okkur í vinnslunna frá grunnskólum, menntaskólum og háskólum. Allir hafa mikinn áhuga á því sem er að gerast.“

Hákon segir að breyta þyrfti umræðunni í þjóðfélaginu um sjávarútveginn. „Þetta er þröng og neikvæð umræða. Ég hef hins vegar tekið eftir því að þegar maður fer að tala um sjávarútveginn við ungt fólk og útskýra út hvað þetta gengur allt saman, þá finnst því hann mjög spennandi.“

„Umræðan um sjávarútveg er of þröng og neikvæð“

Hákon Rúnarsson vinnslustjóri hjá ÚA á Akureyri

uNgt fólk í SjávArútvegi

Haraldur Bjarnason

Ég vil taka þátt í uppbyggingu sjávarútvegsins og tel að hann muni alltaf verða undirstöðuatvinnuvegur okkar Íslendinga.

Hákon rúnarsson í vinnslusal úA á Akureyri.

Page 13: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

Mjög gaman að vinna í fiskiSylvía Kolbrá Hákonardóttir frá Neskaups-stað er á fyrsta ári í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Eftir stúdentspróf frá Verkmenntaskóla Austurlands vann hún 1 ½ ár í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf í Neskaupstað og hafði þá áður unnið þar í tvö sumur. Hvernig finnst Sylvíu að vinna í fiski? „Það er æðislegt. Vinnan er skemmtileg og maður vinnur þarna með mjög góðu fólki svo það var alltaf gaman í vinnunni þótt

maður væri oft að vinna mjög mikið,“ segir Sylvía en faðir hennar, Hákon Viðarsson, vinnur sem starfsmanna-stjóri hjá Síldar-vinnslunni svo hún hefur ekki langt að sækja áhugann á fiskvinnslu. Eftir nokkra umhugs-un ákvað Sylvía að hefja nám í sjávarútvegsfræði

við HA í haust og líst enn sem komið er vel á námið. „Þetta er mjög skemmtilegt. Fyrsta árið er grunnur, við erum aðallega í raun- og viðskiptagreinum og einum áfanga tengdum sjávarútvegi, svo fjölgar þeim eftir því sem á líður námið.“ Sylvía er ekki búin að ákveða hvað tekur við að loknu námi þótt líklegt sé að það verði eitthvað tengt sjávarútvegi.

„Sjávarútvegsfræðin er góður grunnur að fjöl-mörgu og það getur svo sem vel verið að ég endi á því að vinna í banka. Mér finnst samt líklegt að það verði frekar við eitthvað tengt sjávarútvegi, mér finnst hann mjög áhuga-verður,“ segir Sylvía.

Ungt fólk í sjávarútvegi

13 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Ég er 29 ára, fæddur 24. júlí 1984. Ég ólst upp í Rifi á Snæfellsnesi og allan minn starfstíma hef ég starfað hjá sama fyrirtækinu.,“ segir Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmda-

stjóri Fiskmarkaðs Íslands, sem er umsvifamesti fiskmarkaður landsins, með starfsstöðvar í átta höfnum. Í dag býr hann og starfar í Ólafsvík. Kona Friðbjörns er Soffía Elín Egilsdóttir og eiga þau tvö börn, Ásbjörn, sem er fæddur 2009 og Særúnu sem fædd er 2011.

Sjómannaalmanakið var uppáhaldsbókin„Soffía er fædd og uppalin í Ólafsvík þannig að ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að fá hana til að flytja aftur vestur eftir nám. Annars er ég al-inn upp við sjávarútveg en pabbi hefur alla sína tíð starfað við sjávarútveg fyrir utan fjögur ár sem hann var alþingismaður. Þau ár sinnti ég líka framkvæmdastjórastarfi fyrir útgerð fjölskyld-unnar, Nesver. Fiskiríið og veðurspáin voru alltaf helsta umræðuefnið við matarborðið heima hjá foreldrum mínum og ég fékk mjög fljótt mikinn áhuga á bátum. Líklega hef ég átt eitt undarleg-asta áhugamál, sem nokkur krakki hefur átt, því uppáhaldsbókin mín var Sjómannaalmanakið. Við lestur þess lagði ég samviskusamlega á minn-ið öll skipaskrárnúmer, sem átti svo heldur betur eftir að koma sér vel í vinnunni hjá Fiskmarkað-inum.“

Fiskmarkaðurinn vel mannaðurFriðbjörn segir Fiskmarkað Íslands búa yfir reynslumiklu fólki við störf. „Ég nýt þess að

vinna með mjög góðu og skemmtilegu fólki. Fyrirtækið hefur á að skipa fólki sem er búið að starfa í mörg ár hjá því og starfsmannaveltan er mjög lág. Þetta er mikill kostur því það er dýmætt fyrir fyrirtækið að búa yfir allri þessari þekkingu og reynslu, sem starfsfólkið hefur. Mér finnst sjávarútvegurinn gríðarlega spennandi at-vinnuvegur. Hjá okkur eru engir tveir dagar eins og alltaf eru einhver ný viðfangsefni að fást við. Þetta er það sem mér finnst einna skemmtileg-ast við greinina. Hitt er annað að sjávarútvegur hefur verið undir gríðarlegri pressu síðustu ár. Mönnum hættir til að mála hlutina svart og hvíta og þá nýtur útgerð og vinnsla ekki alltaf sann-mælist. Þessu þarf að linna svo allir getir verið sáttir, jafnt útgerðarmenn stórra sem smárra báta og síðan þjóðin öll. Mér finnst skemmtilegt og líflegt að vinna við sjávarútveg að ég sé ekki annað en ég starfi við hann áfram í framtíðinni,“ sagði Friðbjörn Ásbjörnsson í Ólafsvík.

Spennandi starfsgrein Friðbjörn Ásbjörnsson hjá Fiskmarkaði Íslands

uNgt fólk í SjávArútvegi

Haraldur Bjarnason

friðbjörn ásamt ásbirni syni sínum þegar þeir voru við laxveiðar í krossá á Skarðsströnd í sumar.

Page 14: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

14 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Einar Pétur Eiríksson er 28 ára gamall Keflvíkingur sem ólst aðallega upp í Vestmannaeyjum. Hann er í sambúð með Fjólu Þorsteinsdóttur og þau eiga soninn Þorstein Braga, sem er

þriggja ára. Einar býr í Hafnarfirði en stundar sjóinn frá Akureyri á Snæfell EA-310.

„Sjómennskan hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi, Eiríkur Bragason, pabbi minn, er stýrimaður og hann var á fiskiskipum og bátum áður en hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni, þar sem hann starfar enn í dag. Bragi Sigurðs-son, afi minn, var svo á handfærabáti og það var einmitt með honum sem ég fór fyrst á sjó 12 ára gamall á Brynjari KE-127. Hann var einnig á bátum áður fyrr eins og Sigurbergur Sverrisson afi minn í móðurætt.“

Flestir forfeður Einars Péturs hafa annað hvort verið á sjó eða útgerðarmenn. „Fyrsta plássið mitt á sjó var á Sigga Bjarna GK-5 en þar var pabbi stýrimaður og ég komst þar að vegna skyndilegra forfalla. Ég var 17 ára þegar þetta var og líkaði bara nokkuð vel að vera á sjónum. Síðan þá hef ég bæði unnið í landi og á sjó en ég kann alltaf betur við mig á sjónum.“

Einar Pétur hefur róið á smábátum og verið til sjós með flest veiðarfæri, allt upp í stærstu frystitogara. „Ég hef verið á dragnót, hand-færum, netum, línu og trolli.“ Hann segist ekki alveg gera sér grein fyrir hvað heillaði mest við sjómennskuna. „Sennilega var það ekkert eitt sérstakt heldur margir hlutir. Þegar maður byrjar ungur til sjós þá lærist hellingur af eldri mönnum. Sérstaklega af þeim sem gefa sér tíma til að sýna rétt vinnubrögð og handtök. Einnig hefur afi verið duglegur að segja mér hvernig hlutirnir voru þegar hann var ungur til sjós áður en öll tæki og tól komu til sögunnar, t.d. með hin ýmsu mið í landi og annað.“

Í stýrimannaskólann eftir átta ár á sjóÁrið 2010, þegar Einar Pétur var búinn að vera á sjó í um átta ár með smá hléum, tók hann ákvörðun um að mennta sig meira á þessu sviði og sótti um í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Hann fékk inngöngu í skólann sama ár og var byrjaður á náminu um haustið. „Megin ástæð-an fyrir því að ég ákvað að fara í þennan skóla var sú að ég ætlaði mér að verða sjómaður og því lá beinast við að ná sér í menntun til að geta unnið mig upp í hærri stöðu. Ég útskrifaðist núna í vor og hef verið að leysa af sem 2.stýri-maður á Snæfellinu, þannig að námið er strax farið að borga sig.“ Hann segist sjá sig starfa í sjávarútvegi næstu árin. „Vonandi vinn ég mig enn hærra upp og fæ að reyna betur fyrir mér í brúnni. Eitt er alveg víst að sjávarútvegurinn er

ekki að fara héðan og verður alltaf ein af megin-stoðum samfélagsins hér á landi. Reyndar er það draumurinn að eignast eiginn bát en ég við-urkenni að það er ekki beint auðvelt fyrir unga menn að komast inn í kerfið eins og það er í dag, nánast ómögulegt.“

Sjávarútvegurinn er spennandi atvinnugreinEinar Pétur segist telja sjávarútveginn mjög spennandi atvinnugrein. „Mér finnst samt vanta svolítið upp á að Íslendingar í heild séu stoltir af sjómannastéttinni sinni. Við erum oft litnir hornauga vegna teknanna sem við höfum en þá gleymist líka að taka tillit til þess hve margar vinnustundir liggja að baki þeim tekjum. Oft fær almenningur aðeins að heyra um þegar vel gengur og þá gjarnan aðeins af stærstu og öflugustu skipunum, en það er nú einu sinni þannig að ekki eru allir sjómenn með þessar tekjur sem oft er hampað af fjölmiðlum. Líka væri gaman að fá þá sem hafa talað hve mest á móti sjómannaafslættinum til að koma með eins og einn túr í febrúar og sjá hvernig þeim líkar lífið eftir þann túr. Reyndar finnst mér orðið sjómannaafsláttur vera vitleysa og væri réttara að nefna þetta dagpeninga. En þetta er ekki eintómt volæði. Að vera á sjónum í góðu veðri og mikilli veiði er mjög spennandi og skemmtilegt. Það lifnar yfir öllum mann-skapnum og allir keppast við að skila sem bestu verki af hendi. Fólk spyr mig oft hvort þessar fjarverur séu ekki erfiðar en þetta kemst upp í vana eins og allt annað, einnig er mjög góður og skemmtilegur mannskapur um borð í Snæfell-inu og það gerir þetta allt saman mun auðveld-ara. Ég viðurkenni samt að þegar farið er að síga á seinni hlutann í löngum túr þá er ég farinn að bíða eftir því að komast heim og hitta fjölskyld-una og vinina.“

Skilning vantar hjá ungu kynslóðinniEinar Pétur segist ekki vita hvort ungt fólk hafi almennt áhuga á sjávarútvegi, en þeir sem séu í þessari grein hafa nánast án undantekninga mikinn áhuga á henni og leggi sig fram við að læra á hlutina og út á hvað greinin gangi.

„Núna skiptir það mestu máli að koma með besta hráefnið að landi. Þetta er ekki eins og áður fyrr þegar tonnatalan skipti mestu máli. Veiðar, vinnsla og sala afurða skipta öllu máli núna,“ segir Einar Pétur Eiríksson stýrimaður á Snæfelli EA-310.

Fór fyrst á sjó tólf ára gamall Einar Pétur Eiríksson, stýrimaður á Snæfell EA-310

uNgt fólk í SjávArútvegi

Haraldur Bjarnason

einar Pétur með einn vænan.

„Ég útskrifaðist núna í vor og hef verið að leysa af sem 2.stýrimaður á Snæfellinu, þannig að námið er strax farið að borga sig.“

Megin ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í þennan skóla var sú að ég ætlaði mér að verða sjómaður og því lá beinast við að ná sér í menntun til að geta unnið mig upp í hærri stöðu.

Page 15: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

Notað‘ann eins og þú hatir hann

Bráðsnjall sími sem er kröftugri en gengur og gerist!Samsung

GALAXY XCOVER 2 Öflugur snjallsími í kröftugum umbúðum. Xcover 2 er með stóran snertiskjá, Android 4.1.2 stýrikerfi, 5MP myndavél og að sjálfsögðu íslenska valmynd. Einnig er síminn með IP67 staðal sem þýðir að hann sé bæði vatns-, og rykvarinn. Galaxy Xcover 2 er fullkominn sími fyrir krefjandi aðstæður og því tilvalinn fyrir íslenskt veðurfar.

Page 16: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

16 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Skemmtilegt og þverfaglegt nám

Allir þættir útvegsins eru spennandi

Heiðdís Skarphéðins-dóttir er 24 ára Hafn-firðingur og á 3.ári í sjávarútvegsfræði við Háskóla Akureyrar. Sjávarútvegsfræðina tekur hún sem fjarnám en Heiðdís starfar líka

sem verkefnastjóri hjá Íslenska sjávarklasaan-um.Hvaðan skyldi áhugi hennar á sjávarútvegi koma? ,,Pabbi er sjávarútvegsfræðingur og mér hefur alltaf fundist spennandi það sem hann gerir. Ég fór að vinna í frystihúsi á sumrin þegar ég var unglingur og heyrði síðan að Þorbjörn í Grindavík réði stundum stelpur á skipin sín. Ég fór því og talaði við þá og í framhaldinu fékk ég reynslutúr á Hrafni Sveinbjarnarsyni. Túrinn gekk vel og ég fékk að taka fleiri túra, bæði þar og á Hrafni föðurlausa.“ Heiðdís segir að það hafi verið frábær reynsla að vera svona 30 daga á sjó og ekki hafi spillt að launin hafi verið góð. Sjóferðirnar höfðu þau áhrif að Heiðdís fékk mikinn áhuga á þessari atvinnugrein og svo fór að hún skellti sér norður og fór í sjávarútvegs-fræði við Háskóla Akureyrar. Þar var hún í eitt ár en ákvað að taka afganginn af náminu sem fjarnám þar sem fjölskylda hennar bjó í Hafnar-firði og eins var hún með lítinn strák sem hún vildi gjarnan að væri meira með fjölskyldu sinni. Fjarnámið hefur gengið mjög vel og er Heiðdís ánægð með námið í heild sinni. ,,Í upphafi var ég svolítið smeyk við að fara í fjarnám en námið hefur reynst bæði öflugt og skemmtilegt. Tvisvar á ári fer ég líka norður, viku í senn, til að sinna verklega hlutanum í raungreinaáföngunum.“ Námið nær yfir bæði viðskipta- og raunvísinda-greinar og gefur þannig mjög þverfaglega grunn að mati Heiðdísar sem segir að námið nýtist þannig við mjög fjölbreytta hluti. ,,Maður ein-skorðar sig því ekki við neitt og getur valið að sérhæfa sig síðar í nánast hverju sem er.“

Krakkar áhugasamir um sjávarútvegHeiðdís fékk vinnu hjá Íslenska sjávarklasanum sumarið 2012 við að undirbúa kynningarefni um sjávarútveg fyrir 10.bekk. Þegar skólar hófust um haustið fóru hún og samstarfsfélagi hennar svo af stað og héldu 30 kynningar víðs vegar um landið. ,,Þetta gekk rosalega vel og í haust er mikil eftirspurn eftir þessu. Kynningin er ein kennslustund og í henni förum við yfir sögu Íslands, sérstöðu landsins, helstu fiska og líf-verur en við kynnum líka þá menntunarmögu-leika sem tengjast sjávarútvegi og hvernig hinar ýmsu starfsstéttir tengjast útveginum á einn eða annan hátt. Krakkarnir eru alltaf mjög áhuga-samir og kennararnir eru ánægðir með kennslu-efnið,“ segir Heiðdís. Góður hluti þessara skóla hefur beðið um að fá heimsókn aftur á þessu skólaári og bæst hefur í hópinn svo nú verða haldnar tæpar 30 kynningar bara fyrir áramót. Hefur Reykjavík t.d bæst í hóp heimsóknarstaða.

Útvegurinn er spennandi starfsvettvangurHvað er það sem Heiðdísi finnst skemmtilegt við sjávarútveginn? „Bara allt! Þetta er uppi-staðan í íslensku samfélagi og hefur fylgt okkur alla tíð. Allir þættir útvegsins eru spennandi, hvort sem það er eitthvað sem snertir fiskinn

sjálfan, stofnstærðir, viðskipta- eða tæknilega hlið hans. Hliðargreinar útvegsins hafa farið ört vaxandi undanfarin ár og líftæknin hefur tekið mikinn kipp.“ Þegar náminu í sjávarút-vegsfræðinni lýkur mun taka við frekara nám hjá Heiðdísi, annað hvort tengt viðskiptafræði

uNgt fólk í SjávArútvegi

Sigrún Erna Geirsdóttir

„Hliðargreinar útvegsins hafa farið ört vaxandi undanfarin ár og líftæknin hefur tekið mikinn kipp,“

segir Heiðdís Skarphéðinsdóttir

Page 17: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

17 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Wesmarbógskrúfur

Hidea utanborðs-mótorar

Hidrostalsnigildælur

TMP og HEILAsjókranar

Hjallahraun 2220 Hafnarfjörðurs. 562 3833www.asafl.is - [email protected]

BT Marineskrúfur

Halyardpústkerr

Helacsnúningsliðir

Tides Marineásþétti

FPT bátavélarIsuzu bátavélarWesterbeke rafstöðvarog trilluvélar

Doosan bátavélar

ZinkGírarDælurÁsþéttiAAvélarRafstöðvarHHljóðkútarStýrisvélarSnúningsliðirHosuklemmurSkrúfubúnaðurUtanborðsmótorar

Vélar og búnaður fyrir báta og stærri skip

eða matvælafræði. Heiðdís segir að gaman hefði verið að fara í meistaranám í sjávarút-vegsfræði rétt eins og boðið var upp á áður í Háskóla Íslands en alltaf megi vona að námið verði tekið þar upp aftur með vaxandi áhuga fólks á menntun tengdri sjávarútvegi. ,,Nú er mikið verið að vinna í því að efla ímynd sjávar-útvegsins svo það er aldrei að vita með framtíð-ina.“ Heiðdís telur því mjög líklegt að hún muni starfa innan sjávarútvegs þótt það sé óákveð-ið hvað hún muni nákvæmlega taka sér fyrir hendur. ,,Ég mun alltaf vinna við eitthvað tengt sjávarútvegi en ég hef svo víðan áhuga að það er erfitt að segja við nákvæmlega hvað. Tíminn einn mun leiða það í ljós. Vinnan í sjávarklas-anum er frábært tækifæri og hefur leyft mér að sjá hvað er í boði og kynnast nýrri hugsun.“

Ég mun alltaf vinna við eitthvað tengt sjávarútvegi en ég hef svo víðan áhuga að það er erfitt að segja við nákvæmlega hvað. Tíminn einn mun leiða það í ljós. Vinnan í sjávarklasanum er frábært tækifæri og hefur leyft mér að sjá hvað er í boði og kynnast nýrri hugsun.

Björn Skarphéðinsson er 17 ára og mun útskrifast af náttúrufræðibraut frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði næsta vor. „Mér hefur alltaf gengið vel í skóla og fyrst það var hægt að klára námið á þremur árum ákvað ég að skipuleggja mig þannig að það væri hægt. Þetta er vissulega svolítið púsluspil, sérstaklega þar sem ég er að vinna með skólanum, en þetta hefur gengið

ágætlega.“ Björn sleppti 10.bekk í grunnskóla og því útskrif-ast hann tveimur árum á undan flestum jafnöldrum sínum úr framhaldsskóla. Undanfarin sumur og með skóla hefur Björn unnið í fiskvinnslunni Stormi Seafood í Hafnarfirði. Af hverju valdi hann að vinna í fiski? „Þetta gefur þokkalega af sér fyrir skólakrakka og svo er bara nokkuð gaman í vinnunni,“ segir Björn. Í fjölskyldu hans er reyndar mikill áhugi á sjávarútvegi því faðir hans er sjávarútvegsfræðingur og systir hans, Heið-dís, er í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. „Því er heldur ekki að neita að sjórinn er stundum ræddur heima við.“

Hefur Björn ákveðið hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur að loknu stúdentsprófi? „nei, það er alveg óákveðið. Kannski tek ég mér frí í ár og vinn í fiski til að safna mér pening og kannski fer ég til útlanda og skoða mig svolítið um,“ segir hann. „Það væri t.d gaman að fara í bakpokaferðalag um Asíu, mér hefur

alltaf fundist hún spennandi. Ég held líka að á þess konar ferðalagi gæti maður lært ýmislegt um lífið sem væri gott veganesti seinna meir.“ Björn segir að það gæti líka gerst að hann drifi sig beint í háskólanám, kannski í verkfræði.

Birni finnst ekki óhugsandi að hann eigi eftir að starfa í sjávarútvegi í framtíðinni, þetta sé svo spennandi atvinnugrein. ,,Það eru endalausir möguleikar í sjávarútvegi,“ segir Björn. „Ég sé alveg fyrir mér eitthvað tengt verkfræði og sjávarútvegi, og þá sérstaklega fiskeldi. Mér finnst það mjög heillandi, það eru miklir vaxtamöguleikar í þeirri grein og mikil fjölbreytni.“

FiSKeldið SpennAndi

Page 18: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

18 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Kristín Líf Valtýsdóttir, 28 ára, er fædd og uppalin á Akureyri og starfar hjá Marel sem verkefnastjóri í rannsóknateymi vöruþróunar í iðnaðarsetri fyrir fiskiðnaðinn. ,,Afi

minn var með útgerð svo það var alltaf tenging við sjóinn og fiskvinnslu þegar ég ólst upp. Á unglingsárunum vann ég t.d stundum í fiski og var mjög stolt af því,“ segir Kristín. Þegar Krist-ín var tvítug flutti hún suður og hóf nám í verk-fræði við Háskóla Íslands. Hún var ekki búin að ákveða hvað hún vildi starfa við en ákvað að hefja nám í verkfræði, þar sem stærðfræði og hagnýting hennar áttu vel við Kristínu.

datt í lukkupottinnEftir grunnnám í iðnaðarverkfræði vann Kristín í eitt sumar hjá Matís. Í kjölfarið ákvað hún að byrja í meistaranámi í vélaverkfræði og bauðst henni að vinna meistaraverkefnið í samstarfi við Mat-ís. „Ég vann að því að kanna áhrif mis-munandi forkæliaðferða á hitastýringu í fiskvinnslum ásamt því að endurhanna pakkningar fyrir útflutning á ferskum fiskafurðum með það að leiðarljósi að lágmarka varmaflutning frá umhverfi til vöru. Þetta var mjög spennandi og þarna myndaði ég sterk tengsl við sjávarútveginn,“ segir Kristín.

Kristín tók hluta af meistaranáminu í Dan-mörku þar sem hún bjó í eitt ár og lærði við DTU í Kaupmannahöfn. „Ég var reyndar ekki á leið-inni heim þegar skiptináminu þar lauk og sótti um nokkur störf í Danmörku. Þá datt mér í hug að athuga hvað væri í boði hjá Marel sem mér hafði

alltaf fundist vera mjög flott fyrirtæki.“ Kristín sá reyndar ekkert á vef fyrir-tækisins sem hentaði henni en ákvað að senda þeim línu og frétti þannig af því að þeir væru að setja á fót rann-sóknarteymi í fiskiðnaðarsetri Marels.

„Þarna datt ég í lukkupottinn, þetta höfð-aði svo vel til mín. Ég sótti strax um og komst í starfsviðtal. Verkefni mín hjá Matís tengdust verkefnum Marels og ég bjó því yfir reynslu sem kom sér vel fyrir

starfið. Marel mat það líka sem svo og eftir við-talið var mér boðið starfið, sem ég þáði. Á sama tíma bauðst mér líka starf í Danmörku, á allt öðr-um vettvangi, en mér þótti starfið hjá Marel meira spennandi.“

Gefandi að afla þekkingarKristín segist vera afar ánægð hjá Marel. Starf-ið sé ótrúlega spennandi og fjölbreytt og er af-

Nauðsynlegt að hafa metnað í starfi

Mjög gefandi að afla þekkingar

uNgt fólk í SjávArútvegi

Sigrún Erna Geirsdóttir

kristín líf valtýsdóttir.

Page 19: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

19 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

rakstur rannsóknanna þekking sem skilar sér beint í vöruþróun hjá fyrirtækinu. „Ég fer t.d. í fiskvinnslur og kynni mér hvað er að gerast hjá þeim. Þannig fæ ég beina tengingu við atvinnu-greinina og sit ekki bara föst við tölvuskjáinn að lesa mér til um hvað er að gerast. Síðan gerum við líka mikið af spennandi tilraunum þannig að starfið er bæði teoría og praktík sem er alveg frá-bært.“ Kristín segir að eitt af því sem geri Marel að spennandi fyrirtæki sé sveigjanleiki og svig-rúm til rannsókna. ,,Ef maður vill prófa eitthvað nýtt þá er það mögulegt því framleiðslan hjá Marel getur smíðað nánast hvað sem er og ekki er erfitt að nálgast fiskinn.“ Um þessar mundir er Kristín heima í fæðingarorlofi með fimm mán-aða kríli en áður en hún fór í orlofið var hún m.a. að vinna að þróun á búnaði fyrir beinhreinsun.

„Þessi rannsóknarvinna er afar skemmtileg, það

er mjög gefandi að afla þekkingar og miðla henni áfram til vöruþróunar sem byggir svo á henni.“

Íslendingar standa framarlegaÞegar Kristín er spurð að því hvað sé skemmti-legt við útveginn spyr Kristín á móti hvað sé ekki skemmtilegt við hann. „Við á Íslandi erum í frá-bærri aðstöðu, sjór allt um kring með tilheyrandi útgerð og fiskvinnslu, sem bjóða upp á svigrúm til að rannsaka, skoða og framkvæma.“ Kristín segist vera stolt af því að tengjast sjávarútvegi gegnum starf sitt hjá Marel enda byggi Íslending-ar líf sitt og efnahag að stórum hluta á sjónum.

„Marel er framsækið fyrirtæki sem er að gera góða hluti, þar er góður starfsandi og starfið er gefandi.“

Stöðug leit að þekkinguHvað frekara nám varðar segir Kristín það vera óráðið hvort hún fari í frekara nám eða ekki. Hún hafi alltaf verið sú týpa sem þykir gaman að læra en hins vegar sé eðli starfs hennar slíkt að lærdómsþörfinni sé að mestu leyti svalað þar. „Í starfi mínu tekst ég sífellt á við nýjar áskoranir sem halda mér hressilega við efnið og ef maður hefur metnað í starfi sínu þá endist maður í því.“

Við á Íslandi erum í frábærri aðstöðu, sjór allt um kring með tilheyrandi útgerð og fiskvinnslu, sem bjóða upp á svigrúm til að rannsaka, skoða og framkvæma.

Page 20: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

20 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Vélfræðingurinn Ágúst Halldórsson ætlaði sér aldrei að verða sjómaður en getur í dag ekki hugsað sér annað en að stunda sjóinn. Hann útilokar þó ekki að gerast heimavinnandi

húsfaðir um fertugt. Ágúst útskrifaðist úr Vél-tækniskólanum árið 2009 og lauk sveinsprófi í vélvirkjun 2011. Í dag vinnur hann sem vélstjóri á uppsjávarskipinu Álsey VE2 sem Ísfélagið í Vest-mannaeyjum gerir út. Hvernig myndi Ágúst lýsa sjálfum sér? ,,Ætli ég sé ekki helmingsblanda annars vegar af líkkistuhörðum sjómönnum sem hafa eytt meirihluta ævinnar með Atlants-hafið undir fótum sér og hins vegar af fjórðu kyn-slóðar pípurum sem kalla ekki vinnudag fullan nema hann sé átján klukkustundir.“ Sjálfur seg-ist Ágúst aldrei hafa ætlað að verða sjómaður, né pípari. Hann hafi alla tíð haft mikinn áhuga á fólki og ætlaði að fara í sálfræði. ,,Svo skipti ég um skoðun, fór í vélstjórn og kláraði þar 1.stig án þess að hafa farið á sjó. Síðan fór ég á sjóinn og eftir það var ekkert starf í heiminum sem ég vildi frekar vera í. Þetta var humartúr á Maríu Péturs-dóttur VE14 og ég heillaðist alveg upp úr stígvél-unum. Þarna voru nokkrir ljónharðir menn sem höfðu lifað tímana tvenna með áfengi, vinnu og kerlingum. Þetta voru karlar sem reyktu, blót-uðu í fjórða hverju orði og voru hestduglegir til vinnu. Mér fannst geggjað að umgangast þá!“

enginn túr er einsTúrarnir áttu eftir að verða fleiri og Ágúst segir að fyrstu árin hafi ekki verið beysin launalega séð. ,,Svo menn átti sig á laununum í bolfiskin-um á þessum tíma þá reri ég alla túra, allt sum-arið, og systir mín, sem vann með þroskaheftum í Vestmannaeyjum, var með hærri laun en ég.“ Ágúst segir að sér hafi þó staðið á sama, svona var þetta bara. „Frelsið sem fylgdi því að leysa landfestar, stelast í eina og eina sígarettu og finna kaldann leika um hálsinn gaf þessu gildi. Ég fann strax að þetta var lífið.“

Er virkilega svona áhugavert að vera á sjó? „Já, það er það. Maður veit aldrei hvað á eftir að gerast þegar maður siglir frá höfn, hvort veiðar-færi eigi eftir að rifna, hvort vélbúnaður eigi eftir að gefa sig, hvort það fiskist, hvort vindar verði hagstæðir eða jafnvel hvort allir koma heilir heim. Það er enginn túr eins.“ Ágúst segir að fátt í sjómennskunni komist þó nálægt loðnuvertíð.

,,Fyrir mér er hver dagur á loðnuvertíð eins og laugardagur í þjóðhátíð, nema edrú. Þvílíkt fjör og gaman!“

Vill ekki eignast strumpastrætóHvar sérðu þig fyrir þér eftir fimm ár? „Þar sem ég á tvö börn í dag spái ég því að eftir fimm ár verði ég kominn með þriðja krakkann og líklega búinn að láta taka mig úr sambandi því þrjú börn er alveg nóg. Mig langar helst til að komast hjá því að eignast strumpastrætó á lífsleiðinni.“ Ágúst telur að eftir fimm ár verði hárið sömuleið-is farið að þynnast og hann annað hvort byrjaður að snoða sig eða greiða hárið yfir skallann. Hann verði enn að berjast við óblíð náttúruöfl, vinna hjá Ísfélaginu og undir tíu í fituprósentu. ,,Ég verð þó ennþá að reyna að temja mér að hugsa áður en ég tala.“

Ágúst segir að þó eitthvað breytist og sjávar-útvegur verði ekki framtíðin hjá sér þá sé engin ástæða til að örvænta því konan sé búin með við-

skiptafræði og meira til. „Þegar ég verð orðinn fertugur og hættur að sprengja í hana krökkum sé ég ekkert því til fyrirstöðu að ég hætti bara að vinna úti, verði heimavinnandi húsfaðir og láti konuna taka við keflinu.“

Búnir að semja af okkurÁgúst segir að sem betur fer hafi eitthvað af unga fólkinu í dag áhuga á að vera á sjó. Hann hafi þó stundum litla trú á þessum krökkum. ,,Krakkar í dag eru ofverndaðir og skemmdir af vinnuvernd-arlögum, mega ekki vinna nema nokkra klukku-tíma á dag í kannski tvo daga og mega þá ekki vinna í fleiri daga á eftir. En það er svo sem aldrei að vita, kannski leyna þau á sér, sum hver.“ Hann segir sjávarútveginn reyndar vera mjög heillandi fyrir marga í dag, meðan krónan sé með allt

Sigrún Erna Geirsdóttir

,,Ég fann strax að þetta var lífið“ Útiloka ekki að ég verði húsfaðir um fertugt

uNgt fólk í SjávArútvegi

í dag vinnur hann sem vélstjóri á uppsjávarskipinu álsey ve2 sem ísfélagið í vestmannaeyjum gerir út.

Page 21: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

niðrum sig. Ef krónan fari hins vegar að styrkjast og launin á sjónum lækki í kjölfarið þá sé hins vegar hætt við því að austantjaldsþjóðir fari að gegna hásetastörfum á íslenskum bátum. ,,Þess fyrir utan eru íslenskir sjómenn verst samda stétt á landinu, við höfum samið allt af okkur, eins og asnar. Það er nánast búið að taka af okkur allan sjómannaafsláttinn sem var nú ekki neitt neitt fyrir, heldur frekar ákveðin virðing við sjó-mannastéttina. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar.“ Hann segir að þrátt fyrir þetta verði þó að líta á björtu hliðarnar. ,,Jú, jú, unga fólkið á eftir að taka við þessum skipum einn daginn og gera það með stæl. Ég efast ekki um það.“

,,Ég fann strax að þetta var lífið“Krakkar í dag eru ofverndaðir og skemmdir af vinnuverndarlögum, mega ekki vinna nema nokkra klukkutíma á dag í kannski tvo daga og mega þá ekki vinna í fleiri daga á eftir.

21 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

„Þar sem ég á tvö börn í dag spái ég því að eftir fimm ár verði ég kominn með þriðja krakkann og líklega búinn að láta taka mig úr sambandi því þrjú börn er alveg nóg.“

ágúst er vélstjóri á álsey ve2.

,Þess fyrir utan eru íslenskir sjómenn verst samda stétt á landinu, við höfum samið allt af okkur, eins og asnar.“

Page 22: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

22 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Ég ætlaði mér alltaf að vera annað hvort íslenskukennari eða afdala-bóndi en fór á sjó 2006 og varð hreinlega ástfanginn af sjónum. Ég hætti því eftir tvö ár í MR og fór í

Stýrimannaskólann í staðinn,“ segir Aríel Pétursson, 26 ára stýrimaður. Síðan þá hefur hann verið á sjó meira og minna, bæði hér-lendis og erlendis. ,,Ég var svo lánsamur að fara sem skiptinemi til Rússlands og lærði þar rússnesku. Samherji réði mig seinna vegna þessa og sendi mig á rússatogara.“ Hann segir þá reynslu hafa verið ómetanlega. ,,Ég komst bæði að því að sjómennska erlendis er ekki eins og hér heima og líka að við vitum ekki alltaf best á Íslandi. Við getum lært ýmislegt af öðrum þjóðum.“

dýrmæt reynslaAríel segist ekki hafa ætlað að prófa sölu-mennsku fyrr en hann væri orðinn að minnsta kosti fertugur og kominn með barnaskara en svo hafi honum óvænt boðist starf sem sölu-stjóri með ferskfisk hjá Iceland Seafood. ,,Ég var þar í tvö ár og það var mjög góð reynsla. Á sjónum hættir manni til þess að hugsa: Þetta er nógu andskotans gott ofan í þessa útlendinga, en sem sölustjóri fór ég að hugsa þetta öðru-

vísi. Það er mikilvægt að hugsa um meðferð aflans alveg frá því að fiskurin er tekinn upp úr sjónum og þar til hann fer á diskinn hjá Frakk-anum. Við verðum að tryggja gott hráefni alla leið,“ segir Aríel. Sömuleiðis sé hann búinn að læra það að þegar búið sé að veiða fiskinn þá sé bara hálfur björninn unninn. „Þá þarf að taka við öflugt markaðsstarf og það er mikil vinna í kringum það, vinna sem er engu minni en sú bak við veiðarnar,“ segir hann. Hvernig megi vera veikur hlekkur í keðjunni sem leiði fiskinn frá sjónum að borðum viðskiptavinar-ins. ,,Þannig að ég hef grætt mjög mikið á því að hafa fengið að sitja svona báðum megin við borðið, það er dýrmætt að hafa öðlast skilning á öllu ferlinu.“

Verður að prófa trilluAríel eignaðist sitt fyrsta barn, 15 marka son, nú í október með konu sinni, Hrefnu Marín Sig-urðardóttir, kennaranema. Hann er nú í fæð-ingarorlofi en stefnir á sjóinn að orlofi loknu.

,Mér fannst fullsnemmt að vera kominn með skrifstofuvömb 26 ára gamall og hafið togar í mig. Ég sakna þess að vera á sjó,“ segir hann og vonast til þess að fá pláss þegar orlofinu lýk-ur, helst á uppsjávarskipi eða smábát, en það hafi hann ekki prófað ennþá. ,,Kristján Guð-mundsson, skipstjóri á Guðmundi í Nesi, sagði eitt sinn við mig: Þú verður aldrei almenni-legur skipstjórnarmaður nema þú hafir verið á trillu. Svo maður verður að prófa það. Þannig kynnist maður hafinu og höfuðskepnunum fyrir alvöru.“ Hvað skyldi það vera sem heillar hann við hafið? ,,Þegar maður er að svona með

uNgt fólk í SjávArútvegi

Hafið togar í mig

dýrmæt reynsla að hafa setið beggja vegna borðsins

Sigrún Erna Geirsdóttir

Aríel segir að frelsið í landi á milli túra sé frábært, það

sé ómetanlegt að vera þá sinn eigin herra.

Page 23: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

höndunum, á sjó, þarf maður alltaf að vera að finna lausnir og maður er alltaf að gera eitt-hvað, hvort sem það er að bæta troll eða eitt-hvað annað. Þetta krefst líka allt annarar hugsunar en þegar maður situr við skrifborð og gefur að mörgu leyti mikið svigrúm til and-legrar ræktunar. Maður stendur kannski og slægir fisk en á meðan fer hugurinn kannski á flakk til Tíbet.“ Þá segir Aríel að frelsið í landi á milli túra sé frábært, það sé ómetanlegt að vera þá sinn eigin herra.

lífið um borðAríel segir aðeins einu sinni hafa upplifað slæman móral um borð í bát og sá eini túr sem hann tók á því skipi hafi verið meira en nóg. ,,Það er alger forsenda fyrir því að vera kannski 30 daga úti í einu að mórallinn sé flottur og það er hann líka yfirleitt.“ Sam-heldni manna um borð sé mikil enda séu menn saman allan sólarhringinn. Þegar verið sé að snapa eða á frívaktinni sitji menn saman og spjalli um daginn og veginn eða kíki á eitt-hvað í kassanum. „Ég þekki t.d börn allra sem voru með mér á Guðmundi í Nesi með nafni. Fólkið um borð stendur manni nærri og sam-kenndin er allt önnur en á landi. Það er samt mín skoðun að eitt það versta sem hefur komið fyrir sjómennskuna sé Internetið! Menn hafa minnkað spjallið og nú er hangið á facebook í staðinn en auðvitað er þetta skiljanlegt líka, svona fylgjast menn betur með því sem er að gera í landi og hjá fjölskyldunni.“

Aðspurður um viðhorf ungs fólk til sjávar-útvegs segir Aríel það hafa breyst algerlega við hrunið. ,,Þegar ég hætti í MR eftir tvö ár til þess að fara á sjó hnussaði fólk og fannst þetta alger vitleysa. Núna er hins vegar erfitt að komast á sjó, það er svo mikil ásókn í pláss-in. Virðingin fyrir þessar undirstöðuatvinnu-grein þjóðarinnar er þannig farið að hún er algerlega tengd tekjunum. Nú þegar fólk getur haft góðar tekjur á sjó þá er orðið flott að fara á sjó og það er viss lotning fyrir því hjá jafn-öldrum mínum.“ Hvar heldur Aríel að hann verði staddur eftir fimm ár? ,,Úti á sjó, ekki spurning. Það er frábært að hafa prófað að vera annar hlekkur í sjávarútvegskeðjunni en frumhlekkurinn á best við mig.“

Það er mikilvægt að hugsa um meðferð aflans alveg frá því að fiskurin er tekinn upp úr sjónum og þar til hann fer á diskinn hjá Frakkanum.

23 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Page 24: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

24 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Reykjavík Seafood (RS) er ungt fyrir-tæki, stofnað árið 2011, af þeim Hrafni Bjarnasyni, Sigurði Steini Einarssyni og Snorra Halldórssyni. Síðan hafa

gengið til liðs við fyrirtækið þeir Friðbjörn Möller og Reynir Friðriksson. Allir eiga það sameigin-legt að hafa verið á sama tíma í sjávarútvegs-fræði við Háskólann á Akureyri (HA). Fyrirtækið var stofnað með þau markmið að taka þátt í ný-sköpun og að markaðsetja aukaafurðir sem falla til í sjávarútveg.

Þrjá daga að selja fyrsta gáminnFyrirtækið byrjaði að vinna að markmiðum sínu með því að ráða verktaka til að slægja og frysta grásleppu sem kom sem meðafli hjá uppsjávar-skipum yfir sumarmánuði ársins 2012. Gekk sú tilraun vel og var ákveðið að halda áfram fram á haustið en í stað grásleppu voru keyptar teg-undir sem ekki seldust á fiskmörkuðum (enduðu í 0 kr/kg). Starfsmenn RS lærðu á markaðinn og fylgdust með á hverjum degi kl. 13:00 þegar markaðurinn opnaði og keyptu 2 - 3 stæður á dag af sandkola eða skrápflúru. Oft á tíðum voru starfsmennirnir í miðri kennslustund í HA á meðan uppboðið stóð yfir og fylgdust oft bæði samnemendur og kennarar spenntir með gangi mála. Fáum mánuðum síðar var tilbúinn gámur með sandkola og nokkru magni af skrápflúru. Hófst þá markaðsvinna, en svo heppilega vildi til að í skólanum var nýbúið að kenna nemend-um að lesa úr gögnum frá Hagstofunni um hverja tegund fyrir sig. Starfsmennirnir áttu því auð-velt með að átta sig á því í hvaða löndum mark-aðir væru fyrir sandkola. Það tók aðeins þrjá daga að selja fyrsta gáminn og fór hann utan 3. desember 2012. Unnu starfsmenn RS að lestun gámsins daginn fyrir lokapróf í stærðfræði. Það er þó ýmislegt sem ekki er hægt að læra í skóla og því telja eigendur RS nauðsynlegt að kynnast því hvernig sjávarútvegurinn virkar í raun og veru.

„Það má því segja að skólinn sé bóklegi partur sjávarútvegsins en eftir nám tekur verklegi hlut-inn við“ segir Sigurður Steinn Einarsson. „Einn helsti lærdómurinn er að oft tekur nánast sama tíma að selja 100 gáma og að selja einn gám og þess vegna eru viðskiptasambönd mjög verðmæt

“ segir Snorri Halldórsson.

Veltan stefnir í 150 milljónirFrá sölu fyrsta gámsins hefur mikið vatn runnið til sjávar og starfsemi RS breyst til muna. Í dag stefnir í að velta fyrirtækisins verði yfir 150 millj-ónir kr. árið 2013 og starfsemin hefur færst meira í átt að umboðssölu á fiski frá Íslandi, Grænlandi og Noregi, auk innflutnings á umbúðum fyrir

sjávarútvegsfyrirtæki. Fyrirtæki á Íslandi taka RS nú með meiri alvöru en í byrjun en þá voru svörin oft á tíðum í anda minnisstæðs svars frá

einu stærsta útgerðarfyrirtæki landsins: „Ef þið getið fundið sölu á þessu þá getum við það“ og héldu fyrirtækið lengi fast í þetta svar þrátt fyrir að RS byði mun hærri verð en aðrir.

Meðal nýsköpunarverkefna sem starfsmenn RS hafa tekið þátt í er: n Tilraunavinnsla á fiskroði (styrkt af RANNÍS) og er gert ráð fyrir að framleiðsla hefjist fljótlega.

n Vinnsla á sundmögum (styrkt af RANNÍS).

n Reyking á makríl (styrkt af VAXA).

n Uppsetning á lýsisverksmiðju á Dalvík (styrkt af VAXEY) sem er starfandi í dag.

Stefna fyrirtækisins í dag er að færa íslenskar sjávarafurðir nær neytendum. „Við getum ímynd-að okkur að þorskflak seljist á 700 kr/kg hér heima en endar á diski úti í Evrópu á 2500-3000 kr/kg. Við viljum færa þessa virðisaukningu heim með því að fækka milliliðum eða, með öðrum orðum, tengja íslenska sjávarútveginn beint við neyt-endann“ segja Sigurður og Snorri. Í dag eru tveir útskrifaðir úr sjávarútvegsfræðinni í HA og þeir Friðbjörn og Sigurður eru á lokaári. Má segja að starfsemi RS sé núna beggja vegna Atlantshafsins þar sem Snorri er í meistaranámi í sjávarútvegs-fræði við Háskólann í Tromsö og Sigurður er í skiptinámi í St. Johns á Nýfundnalandi.

Allir í sama náminu Unnu að lestun daginn fyrir lokapróf

Snorri Halldórsson þungt hugsi að vinna að hreinsun á fiskroði.

Snorri til vinstri og Sigurður til hægri með Xixi frá Dalian á sjávarútvegssýningunni í Brussel 2013.

Sigrún Erna Geirsdóttir

einn helsti lærdómurinn er að oft tekur nánast sama tíma að selja 100 gáma og að selja einn gám og þess vegna eru viðskiptasambönd mjög verðmæt.

Page 25: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19• Ísnet Húsavík - Barðahúsi• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður

Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • [email protected]

www.isfell.is

Toghlerar frá Morgére hafa fyrir löngu sannað sig hér á landi. Þeir eru auðveldir í notkun og þarfnast lítils viðhalds. Álagsfletir eru sérstyrktir fyrir íslenskar aðstæður, skór eru heilsteyptir og ásoðnir á tank sem tryggir lengri endingu. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um hlera.

Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!

Toghlerar

OF PV3

VO3

DELTA

Page 26: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

Margar leiðir til orkusparnaðar

Miklu skiptir að hámarka orkunýtingu skipa

Með hækkandi orkuverði og vaxandi vitund um mikilvægi umhverfisverndar eru æ fleiri útgerðir farnar að nýta sér þá kosti sem eru í boði til þess að ná fram meiri hagkvæmni. Fjölmörg fyrirtæki bjóða lausnir á sviði bættrar orkunýtni og kynnum við hér nokkrar þeirra.

Sigrún Erna Geirsdóttir

jupíter með toghlera frá Pólar.26 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Page 27: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

Marorka hefur sérhæft sig í orkustjórnunarkerfum fyr-ir skip og eru kerfi þeirra í nokkrum stærri skuttog-urum hér við land, t.d hjá Brim og HB Granda. Kerfið

byggir á því að minnka olíunotkun með bestun, greiningu og hermun á brennsluolíukerfi skip-anna. Fyrir þá viðskiptavini sem eru með flota er kerfið nettengt svo það sé yfirsýn yfir öll skipin.

Kristinn Aspelund, sölu- og markaðsstjóri, segir að eftir að kerfið hafi verið sett upp sé olíunotkun skipanna lesin út frá mælum og síðan séu stærðfræðilíkön notuð til að greina notkunina og sýna áhöfn og stjórnendum í landi.

,,Við gefum síðan ráð um hvað er hægt að gera til að hámarka nýtingu orkunnar og þar með

spara. Það munar klárlega miklu að gera þetta og við og viðskiptavinir okkar höfum séð mjög mik-inn mun á orkunotkun eftir að farið var að nota kerfin okkar. Það skiptir miklu máli hvernig þú beitir skipinu hvað orku varðar.“ Þegar Marorka hóf starfsemi sína árið 2002 var fyrst og fremst horft á fiskiskip en í dag hefur áherslan færst í meira mæli yfir á kaupskipaflotann. Fyrirtækið selur kerfin víða um heim og í dag fara þau flest í flutningaskip en Marorku kerfi eru í dag notuð í flestum tegundum skipa. Kristinn segir mikla vakningu hafa orðið vegna orkunotkunar og leiða til þess að nýta orkuna betur. ,,Menn horfa greinilega meira á þetta en áður enda er þetta

stór kostnaðarliður.“ Bætt orkunýting skipa gerir þau líka umhverfisvænni og er lögð mikil áhersla á það hjá Marorku sem hlaut Umhverfis-verðlaun Norðurlandaráðs árið 2008.

Hagkvæmir hlerar skipta mikluPólar togbúnaður hanna og láta framleiða hag-kvæma toghlera sem gefa mikinn kraft og eru með lítið viðnám. Atli Már Jósafatsson, fram-kvæmdastjóri Pólar, hefur verið í toghleraiðnað-

inum í 40 ár og byggir á þeirri reynslu við hönnunina. ,,Við erum með gott úrval af tog-hlerum sem henta vel til allra togveiða. Við erum að smíða allt niður í eins fermetra rækjuhlera sem eru notaðir á lítilli togferð, undir 2 mílna ferð, og allt upp í 15-16m2 flott-rollshlera sem eru notaðir við veiðar á síld og makríl og er

togferðin þá allt að 5 mílum.“Atli segir að það sé mjög orkusparandi að hafa hagkvæma hlera, en algengt viðnám toghlera í hefðbundnum veiðar-

færum, t.d við botntroll, sé um 12-15% af viðnámi veiðarfæranna í sjónum. Það sé því til mikils að vinna að minnka viðnám þeirra þannig að orku-nýting skipsins batni. Atli nefnir að t.d hafi Pólar skipt út toghlerum til rækjuveiða í suðurríkum Bandaríkjanna, Argentínu og Afríku, þar sem notaðir höfðu verið gamaldags tréhlerar. Í því til-felli hafi viðnámið við að skipta um hlera minnk-að um 25%. ,,Vægi toghlera í viðnámi veiðifæra er misjafnt eftir því hvað verið er að veiða og t.d er vægi hleranna lítið þegar stór troll eru dregin eins og við karfaveiðar en aftur á móti meira við makrílveiðum þar sem notuðu eru með lítil flott-roll og togað á mikilli ferð.

„Við vinnum um þessar mundir að mjög spenn-andi þróunarverkefni sem eru stýranlegir tog-hlerar og höfum þegar farið tvo prufutúra með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Árangur-inn var mjög góður, en með því að breyta flæðinu í gegnum straumraufar Poseidon stýranlega hlerans breyttum við hlerabili frá 55 metrum og allt upp í 72 metra. Við þessar breytingar mældist orka út á skrúfu 510 kW þegar mest var og alveg niður í 455 kW.”

Hann segir að staðan hjá íslenska fiskiflot-anum sé almennt góð, skipstjórar landsins séu kröfuharðir og búnaður skipanna sé almennt til fyrirmyndar.

Skrúfan er lykilatriðiSævar Birgisson hjá verkfræðistofunni Skipasýn segir að þótt vissulega hafi verið tekin jákvæð skref í orkusparnaði sé lítið horft á það sem máli skiptir í þessum málum sem sé nýting í skrúfu- og vélbúnaði. ,,Skrúfar notar 70-90% orkunn-

27 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

naust Marine hefur í tuttugu ár hannað og framleitt stjórnkerfi fyrir raf-magnsvindur í skip en rafmagnsvindur eru bæði umhverfisvænni en glussa-vindur og orkunýtnari. ,,Rafmagnsvindur eru mjög hagkvæmar fyrir eigendur skipanna. Með þeim er engin hætta á að olía leki í sjóinn, eins og gerist allt-

af á einhverjum tímapunkti ef notaðar eru hefðbundnar glussavélar,“ segir Bjarni Þór Gunnlaugsson, fram-kvæmdastjóri nausts Marine. Þá segist hann eiga erfitt með að skilja af hverju enn sé verið að setja glussakerfi í skip. Vakning fyrir því að nota rafmagnsvindur sé þó orðin meiri í dag, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs.

,,Það er mikill sparnaður sem hlýst af því að nota raf-magnskerfi og svo er það auðvitað umhverfisvænt.“ Stór kostur sé sömuleiðis að einfaldara sé að leggja raf-

magnskaplana í ný skip heldur en glussaleiðslur og tilheyrandi olíu. Bjarni Þór segir einnig að ef kerfin tvö séu borin saman komi í ljós að viðhald við rafmagnskerfin sé í langflestum tilvikum mun minna en við glussakerfi og bilanatíðni sé að auki minni. ,,Auðvitað er þetta eitthvað misjafnt eftir skipum en við hjá naust Marine erum með rúmlega 100 kerfi í gangi í dag og samt er ekki fullt starf fyrir starfsmann að þjónusta þau!“ Stjórnkerfi naust Marine er í skipum víða um heim og Bjarni Þór segir að komi bilanir upp sé í flestum tilvikum hægt að bilanagreina í höfuðstöðvum og leiðbeina um

viðgerð. Kerfi frá naust Marine eru í dag í um 35% íslenska togaraflotans og Bjarni segir helstu ástæðu þess að hlutdeildin sé ekki stærri vera þá að ekkert hafi verið um nýsmíði undanfarin sex ár. Flest nýrri verkefnin hafi því verið erlendis. Hann vonist þó eftir því að þetta sé að breytast.

MiKill SpArnAðUr AF rAFMAGnSVindUM

Stjórnkerfi.

Við vinnum um þessar mundir að mjög spennandi þróunarverkefni sem eru stýranlegir toghlerar og höfum þegar farið tvo prufutúra með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni.

kristinn Aspelund.

Atli Már jósafatsson.

Page 28: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

28 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Það er hægt að líkja skrúfunni við vindmyllublöð. Það er ástæða fyrir því að þær eru gríðarstórar og hafa þunn blöð. Skipsskrúfur lúta sömu lögmálum. Því lengri og þynnri sem þær eru, þeim mun betri er nýtnin.

ar um borð og mikið af búnaðinum í kringum hana er mjög lélegur hjá flotanum,“ segir Sævar. Nýtnin sé arfaslæm. Hann segir að í dag gangi allar sparnaðarhugmyndir út á tæki til þess að spara í ákveðnum kerfum en það sem tapist í þeim séu smámunir í samanburði við það sem tapast í aðalvélunum, þeim sem knýja skrúfuna.

,,Það er ekki óalgengt að í stærri skipunum, tog-skipum, séu skipin að spyrna 10-12 kg úr hverju hestafli en bestu skipin fá kannski 20-25 kg.

Þetta eru stórar tölur og þarna má virki-lega spara olíu!“ segir hann. Orkunýting skrúfunnar þyki þó ekki nógu spenn-andi í dag heldur sé einblínt á smávægi-legri hluti. ,,Línuveiðiflotinn okkar, þessi græni floti, sullar í olíu og notar að jafn-aði búnað sem er afleitur fyrir þá notkun sem hann er brúkaður til. Ef hann notaði réttan búnað gæti hann náð fram gríðarlegum orkusparnaði,“ segir Sævar. Olíulítrinn kosti

hins vegar það lítið að að þetta skipti þá engu máli í samanburði við afla-verðmætið.

Sævar segir að málið snúist um búnaðinn í heild sinni og reglan sé að hafa skrúfuna eins stóra og hægt sé. Flestir hafi hana þó of litla. ,,Það er hægt að líkja skrúfunni við vind-

myllublöð. Það er ástæða fyrir því að þær eru gríðarstórar og hafa þunn blöð. Skipsskrúfur

Sævar Birgisson.

Þegar skoðaðir eru þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á orku-og elds-neytisnotkun fiskiskipa er fjárhagslega eðlilegt að bera saman veiðiað-ferðir og aflaverðmæti á veiðarfæri. Útgerðir vilja að sjálfsögðu draga úr kostnaði við orkunotkun og slíkur samanburður er því eðlilegur ef hugsað er um kostnað og innkomu. Hin síðari ár hafa komið fram ýmsar hug-myndir og lausnir sem beinast að orkusparnaði í skipum. Er um að ræða orkusparnaðarkerfi, greiningu á orkufrekum, orkugrönnum og orku-sparandi veiðarfærum, sem og notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum sem standast allar kröfur um eldsneyti í skipum og í mörgum tilfellum má framleiða hér á landi. Ekki má heldur gleyma möguleikum til að nýta varmann sem til verður frá vélbúnaði skipsins til orkuframleiðslu. Má hér nefna hugmyndir um nýtingu varma (glatvarma) sem til verður í kælikerfi skipsins, og afgashitann frá aðalvélinni.

leiðir til orkunýtniÞegar skoðaðar eru leiðir til orkunýtni er staðan á margan hátt eftirfarandi:

a) Orkugjafar: Það eru jarðdísill (dísilolía), svartolía, bíódísill, vetni, etanól, jurtaolía, vindorka og hreyfiorka. Jarðdísill verður væntanlega aðaleldsneytisgjafi aðalvéla skipa næstu árin. Lífdísill er sambærilegur við dísilolíu hvað varðar gæði og orkugetu og ætti í náinni framtíð að geta komið meira í stað jarðdísils.

b) Orkusparnaðarkerfi: Ýmis módel orkusparnaðar sem boðin hafa verið útgerðum til sölu. Þessi kerfi geta gefið um 5 – 10% olíusparnað með því að vakta og greina eldsneytisnotkunina.

c) Orkusparnaðarleiðir: Það eru greiningar á orkusparnaði miðað við veiðiaðferðir fiskiskipa. Breyting á veiðiaðferð fiskiskipa gæti sparað allt að 30% í brennsluolíumagni miðað við sama magn af veiddum fiski.

d) Búnaður til umhverfisverndar: Það er hreinsun smurolíu og hreinsun á afgasi aðalvéla. Slíkur búnaður getur minnkað um allt að 50% notkun á smurolíu og síað út um 20–50% af eitruðum lofttegundum sem annars fara út í andrúmsloftið.

Olíunotkun á áriÍslenski fiskiskipaflotinn hefur verið að nota að meðaltali um 150–170 þúsund tonn af skipagasolíu á ári. Þegar svartolíu og skipaolíu sem keypt

hefur verið erlendis hefur verið bætt við fer notkunin vel yfir 200 þúsund tonn. notkunin samanstendur því bæði af innfluttri olíu og olíu sem íslensk fiskiskip hafa keypt erlendis. Gert er ráð fyrir að á næstu 10 árum muni olíu-notkun íslenskra fiskiskipa verða svipuð og í dag eða kringum 200 þúsund tonn af dísilolíu á ári. Hvað varðar spár um fjarlægari framtíð þá er áætluð aukin notkun eldsneytis fyrir fiskiskipin. Helsta ástæða þess er, að mati orkuspánefndar, aukin notkun á öðrum orkugjöfum en jarðeldsneyti.

Olíueyðsla togskipa mun meiri en annarraolíunotkun er mjög mismunandi eftir veiðiaðferðum. Til að geta borið saman orkunotkun og fiskafla upp úr sjó hafa verið skilgreindir svokallaðir olíunotkunarstaðlar. Þeir sýna orkunotkunina í hlutfalli við afla fyrir mis-munandi veiðiaðferðir. Á síðustu árum hafa komið fram margar merkilegar hugmyndir um orkusparnað í skipum og leiðir hafa verið farnar til að ná markmiðum um aukinn orkusparnað. Ef olíunotkunarstuðlar fiskiskipa eftir veiðarfærum eru skoðaðir, þar sem stuðlarnir eru skilgreindir sem eitt kg af olíu á hvert eitt kg af veiddum fiski, kemur í ljós að eyðsla togskipa er mun meiri en skipa sem stunda veiðar með öðrum veiðarfærum. Athyglisverður er einnig samanburður við flotvörpu og nót við veiðar á síld, loðnu og kolmunna en kolmunninn er eingöngu veiddur í flotvörpu. Hér er flotvarpan talsvert orkufrekari, nema við síldveiðar, þar sem nótin er um þriðjungi orkufrekari en flotvarpan og er þá miðað við hvert veitt kg árið 2002.

Olíunotkunarstuðlar fiskiskipa eftir veiðarfærum 2002

veiðarfæri kg/olía á kg/fiskLína, net, handfæri 0,119dragnót 0,153Humarvarpa 0,361Rækjuvarpa (vélskip) 0,722Rækjuvarpa (skuttogari) 0,908Botnvarpa (vélskip) 0,297Botnvarpa (skuttogari) 0,416nót (loðna) 0,017Flotvarpa (loðna) 0,027nót (síld) 0,070Flotvarpa (síld) 0,051Flotvarpa (kolmunni) 0,075Flotvarpa (úthafskarfi) 0,446 HEiMiLd: oRKUSToFnUn oG oRKUnEFnd 2008, BLS.22

OrKUeyðSlA SKipA OG leiðir Til BæTTrAr OrKUnýTinGArJón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun.

Page 29: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

lúta sömu lögmálum. Því lengri og þynnri sem þær eru, þeim mun betri er nýtnin.“ Sævar segir að mest allur hluti flotans þyrfti að hafa stærri skrúfum og þá sérstaklega eldri skipin. Þetta leiði af sér að nýtnin sé afar slæm, ekki nema um 30%. Margir framleiðendur selja stærri og betri skrúfur segir Sævar en þær séu dýrari og því séu hinar keyptar. ,,Þær stærri eru hins vegar hiklaust betri kostur og myndu bæta orkunýtinguna verulega.“

29 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Eins og sést á töflunni til hliðar eru veiðarfærin misorkufrek og kalla á mismunandi beitingu skips. Hægt er að skipta veiðar-færum í megin flokka sem:

a) dregin veiðarfæri (botnvarpa, flotvarpa) b) umlykjandi veiðarfæri (nót) c) kyrrstæð veiðarfæri (lína, net, handfæri) d) ýmis hreyfanleg veiðarfæri (dragnót).

Mikill munur er á orkunotkun eftir því hvort skip stunda línuveiðar eða togveiðar. Veiðigeta, mæld í kg af olíu á kg af fiski, er t.d breytileg og einnig nýtingarprósenta fisktegundanna. Mismunandi veður-skilyrði og umhverfisaðstæður, eins og vindálag, sjólag og veiðidýpi, eru þættir sem geta einnig haft töluverð áhrif á orkunotkun fiskiskipa.Veiðiaðferðir fiskiskipa eru líka misorkufrekar. Sem dæmi má nefna að skip sem stunda botnvörpuveiðar og flottrollsveiðar þurfa mun stærri og því orkufrekari aðalvélar en fiskiskip sem stunda t.d. nóta-, línu-eða netaveiðar. Ef skipta ætti álagi aðalvéla fiskiskipa yfir tímabundna notkun skiptist hún þannig:

a) siglt á mið b) veiðar stundaðarc) siglt af miðum.

Hvað varðar þessa þrjá þætti þá eru botn-og flottrollsveiðiskip lang-orkufrekust enda eru aflmiklar aðalvélar þessara skipa undir fullu álagi við veiðar þegar þau draga vörpurnar. Aðalvélar skipa sem stunda nóta-, línu-eða netaveiðar eru undir mun minna álagi við veiðarnar. Sumar veiði-aðferðir geta verið hlutfallslega orkusparandi miðað við veiðar á botn-og flotvörpu og ekki síður gæðahvetjandi.

leiðir til orkusparnaðarÞegar skoðað er hvaða leiðir mætti taka til orkusparnaðar væri skyn-samlegt að skoða hvort ekki mætti bæta og auka orkunýtingu um borð í skipum með nýtingu svonefnds glatvarma þar sem hiti frá afgasi eða kælivatni er notaður til að framleiða rafmagn. Rafmagnið er síðan keyrt inn á öxul aðalvélar eða nýtt að öðru leyti sem viðbótarrafmagn inn á net skipsins.

Þá er almennt talið að miklir möguleikar séu t.d fólgnir í því að breyta eldsneytisnotkun skipa þannig að þau noti jurtaolíu, bíódísil eða annað

lífrænt eldsneyti í stað þess að nota skipagasolíu eða svartolíu. Tæknilega væri unnt að minnka þannig losun margra gróðurhúsaloftteg-unda um allt að 70% á tiltölulega auðveldan hátt. Ef nota á jurtaolíu sem eldsneyti á skip þarf litlar breytingar á aðalvél ef hún keyrir á svartolíu en meiri breytingar keyri hún á skipagasolíu. Hvað varðar bíódísil getur það komið í stað skipagasolíu og sama gildir um efnaeldsneyti eins og BtL (Biomass to Liquid) og dME-dísil (dímethyleter).

Brýnt er að skoða kostnað sem getur verið nauðsynlegur til að breyta aðalvélum skipa þannig að þau geti notað bæði jurtaolíu og bíódísil. Einnig ber að hafa í huga kostnað vegna hærra verðs á lífrænu elds-neyti (bíódísil) um þessar mundir miðað við jarðdísil. Sömuleiðis þarf að tryggja að lífdísill sem nota á í skip uppfylli fyrirmæli, reglur og tilskipan-ir stjórnvalda og alþjóðlegra stofnana, og sé á allan hátt umhverfisvænn. nauðsynlegt er að undirbúa af kostgæfni notkun bíódísils á aðalvélar ís-lenskra skipa með hagkvæmni og umhverfislegan ávinning að leiðarljósi. Byrja mætti í minni skipum og síðan auka sviðið jafnt og þétt.

Einnig ber að hafa í huga að framleiða má jurtaolíu og bíódísil úr ís-lenskum repjufræjum. innan rannsóknarverkefnis Siglingastofnunar Íslands, sem sett var af stað um mitt ár 2008, eru margir bændur hér á landi farnir að rækta repju og nepju. Sú ræktun hefur gengið vonum fram-ar. Hér er því um að ræða íslenska orkujurt sem tryggt getur sjálfbærni í orkuframleiðslu til íslenska skipaflotans í framtíðinni. Stjórnvöld sýna slíku verkefni mikinn áhuga og í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar frá því í vor segir meðal annars:

„Mikilvægt er að beita hvetjandi aðgerðum í efnahagslífinu til að ýta undir græna starfsemi. nýta ber vistvæna orkugjafa enn frekar við sam-göngur. Hvatt verði til þess að dregið verði úr notkun jarfðefnaeldsneytis. Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að dragð úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda. náttúra landsins er ein helsta auðlind þess.“

jón Bernódusson.

Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun.

Brýnt er að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda, bæði með því að dragð úr beinni losun af mannavöldum og með því að stórauka landgræðslu, skógrækt og aðra eflingu gróðurlenda.

Page 30: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

30 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Rekstur sjávarútvegs fyrirtækja góður Fjárfestingar að aukast aftur

Íslandsbanki gaf nýverið út árlega skýrslu um stöðu sjávarútvegs og er tilgangur skýrslunn-ar sá að gefa yfirlit yfir stöðu sjávarútvegs á Ís-landi og þróun síðustu ára. Rekstur sjávarút-

vegsfyrirtækja hefur í heildina verið góður og þrátt fyrir verðfall á mikilvægum fisktegundum hefur greininni tekist að aðlaga sig að aðstæðum.

eitthvað að rofa tilEf horft er á stöðu fjárfestinga í íslenskum sjávarút-vegi má t.d sjá að fjárfesting í greininni hefur verið lítil undanfarin ár. ,,Meðaltal síðustu 10 ára hefur verið 26% af framlegð en árið 2011 nam fjárfesting tæpum 9% svo þarna munar talsvert miklu,“ segir Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs Íslandsbanka. Hann segir litla endurnýjun hafa

átt sér stað í flotanum undanfarin ár og mögulega sé kominn tími á slíkt. Hins vegar sé flotinn í heild sinni þó í ágætis ástandi þar sem margir hafa lagt út í breytingar á skipum og viðhald sé almennt gott þótt auðvitað sé misjafn sauður í mörgu fé. Einhver fyrirtæki hafa þó verið að fjárfesta í nýjum skipum

og búnaði undanfarin tvö ár en tölurnar í skýrslunni ná fram að 2012. Einhverjir smærri bátar hafa líka verið endurnýjaðir. ,,Okkur sýnist í fljótu bragði að fjárfestingar árið 2012 hafi verið meiri en árið á und-an og okkar mat er að það sé eitthvað að rofa til og fjárfestingar séu að aukast aftur,“ segir Rúnar.

Útgerðin greiddi niður skuldirSkuldsetning útgerðarinnar var mjög há eftir hrun og segir Rúnar nauðsynlegt að taka tillit til þess.

,,Áherslan hjá sjávarútvegsfyrirtækjum var að greiða niður skuldir og ná tökum á stöðunni frekar en að leggja í aukna skuldsetningu með auknum fjárfest-inum, sem voru mjög eðlileg viðbrögð á þeim tíma,“ segir Rúnar. Óvissa um efnahagsástand og pólitísk óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið hafi haft mikil áhrif, líka fyrir þá sem voru í góðri stöðu fyrir. Rún-ar segir arðgreiðslur í sjávarútvegi ekki vera háar, ávöxtunin miðað við áhættu sé ekki góð eins og

3X Technology ehf - www.3x.is - [email protected] - Sími: 450 5000

Sigrún Erna Geirsdóttir

rúnar jónsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs íslandsbanka.

Page 31: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

31 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

sjá má þegar rýnt er í gögn útgerðarfélaganna. HB Grandi birtir t.d alla sína reikninga. ,,Fólk horfir oft á heildartöluna og dregur ályktanir út frá henni en það verður að setja hlutina í samhengi,“ segir Rúnar. Óvissan og áhættan í útveginum sé það mikil.

Mikill vöxtur í fiskeldinuRúnar segir fátt hafa komið á óvart við vinnslu skýrslunnar nema kannski hvað uppgangurinn hefur verið hraður frá hruni. ,,Viðsnúningurinn hefur verið betri en búast mátti við og það er áfram-haldandi góð afkoma, bæði í útgerð og í land-vinnslu. Loðnuvertíðin var t.d stór á síðasta ári, það var búið að áætla að hún myndi gefa af sér um 30 milljarða og það var gaman að sjá þá tölu staðfesta.“ Rúnar segir að sömuleiðist sé áhugavert að skoða vöxtinn sem hefur orðið í fiskeldi síðustu ár. ,,Mesti vöxtur í fiskmagni á heimsvísu er í fiskeldi og það er gaman að sjá að við erum að hasla okkur völl á

því sviði.“ Reikna megi með að um áframhaldandi vöxt verði að ræða en Íslendingar hafi þó friðlýst mörg svæði fyrir sjóeldi sem takmarkar eitthvað stærðina á sjóeldi, nokkuð sem t.d. Noregur hefur lagt hvað mesta áherslu á. ,,Við höfum mest náð 10 tonna framleiðslu í fiskeldi, það var árið 2006, og nú lítur út fyrir að við náum því aftur innan tveggja ára.“ Verðmætasköpun í eldi sé góð þar sem verði á laxi sé hátt. ,,Það er forvitnilegt að líta á breytingar á magni og verði í fiskeldinu. Árið 2012 var slátrað 7800 tonnum sem er 2800 tonnum meira en árið árið 2011. Þessi aukning er aðallega í laxeldinu en

þar var slátrað 3100 tonnum árið 2012 samanborið við 1100 tonn árið 2011. Útflutningsverðmæti eldis-fisks jókst líka um 1, 3 milljarð króna milli ára sem verður að teljast mjög gott.“ Verðhækkanir á laxi hafi þarna vegið þungt og skilað mikilli hagsæld fyrir laxeldið.

Fjölbreytt flóra fyrirtækja er mikilvægRúnar segir að þótt tölurnar fyrir sjávarútveginn séu góðar í heild sinni beri að hafa í huga að innan sjávarútvegs eru mjög mörg fyrirtæki sem séu ákaf-lega mismunandi að gerð. Áherslur þeirra séu mis-jafnar, stærðin, uppbyggingin og flokkunin. Því sé erfitt að taka ákvarðanir fyrir sjávarútveginn í heild sinni út frá tölunum einum. ,,Það getur jafnvel verið skaðlegt,“ segir Rúnar. ,,Samtölur þarf að taka með varúð, það þarf alltaf að kafa dýpra ef það á að draga einhverjar ályktanir og taka ákvarðanir. Við viljum hafa fjölbreytta og verðmæta flóru í sjávarútvegi“

Meðaltal síðustu 10 ára hefur verið 26% af framlegð en árið 2011 nam fjárfesting tæpum 9% svo þarna munar talsvert miklu.

Rekstur sjávarútvegs fyrirtækja góður

Page 32: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

32 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Rafvæðing fiskimjöls-verksmiðja

Fyrir rúmlega tuttugu árum hófu sumar fiskimjölsverksmiðjur landsins að fikra sig áfram í átt til rafvæðingar. Fyrstu skrefin fólust í því að settir voru upp raf-

skautakatlar til gufuframleiðslu. Hjá fyrirtækj-unum sem áttu verksmiðjurnar vaknaði snemma áhugi fyrir því að rafvæða þær enn frekar og draga þannig úr notkun olíu sem orkugjafa. Ýmis vandamál komu upp þegar umræða hófst um að auka rafmagnsnotkun verksmiðjanna enn frek-ar en árið 2009 urðu ákveðin þáttaskil hvað þetta varðar. Þá létu stjórnvöld sérfræðinganefnd gera skýrslu um möguleika til að draga úr nettóút-streymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og má segja að þau hafi gert niðurstöður nefndarinnar að sínum. Í kjölfar skýrslunnar hófust umræð-ur um frekari rafvæðingu fiskimjölsiðnaðarins fyrir alvöru enda fiskimjölsiðnaðurinn sá þáttur iðnaðar sem notaði mesta olíu.

nokkur orð um fiskimjölsiðnað-inn og olíunotkun hansNú á tímum byggir fiskimjölsiðnaðurinn á fram-leiðslu á mjöli og lýsi úr þeim hluta loðnu-, síld-ar-, kolmunna- og makrílaflans sem ekki nýtist til manneldisvinnslu. Hráefnismagn er breyti-legt á milli ára en ekki er óalgengt að það hafi verið á bilinu fimm hundruð þúsund til ein millj-ón tonna. Hafa skal í huga að fiskimjöl er prótein-

rík afurð sem einkum er nýtt við framleiðslu á fiskafóðri og í annað dýrafóður. Lýsið er einnig að stórum hluta nýtt til framleiðslu á fiskafóðri.

Um þessar mundir eru fiskimjölsverksmiðj-urnar á landinu 11 talsins en þær voru 21 um aldamótin 2000. Eins og þessar tölur bera með sér hefur verið unnið að mikilli hagræðingu innan greinarinnar og eru flestar verksmiðjur nútímans beintengdar fiskiðjuverum sem vinna uppsjávarfisktegundir til manneldis.

Í fiskimjölsverksmiðjum er hráefnið fyrst hit-að og síðan soðið með gufu. Að lokinni suðunni er síðan lýsi skilið frá þurrefninu. Þurrefnið er síðan þurrkað og malað í mjöl. Verksmiðjur nú-tímans eru búnar háþróuðum tæknibúnaði og er stöðugt fylgst með gæðum framleiðslunnar.

Lengi vel var öll varmaorkan í verksmiðjun-um fengin með brennslu á olíu enda var olía oft ódýr orkugjafi. Í verksmiðju þar sem öll varma-orka er fengin með olíubrennslu er olíunotk-unin um 42 lítrar á hvert hráefnistonn. Miðað við að hráefni til verksmiðjanna sé milljón tonn á ári væri slík notkun 42 milljónir lítra en það samsvarar ársnotkun um 40 þúsund heimilis-bíla. Kostnaður verksmiðjanna við kaup á 42 milljónum lítra af olíu væri um 4 milljarðar króna. Ef öll hitun í fiskimjölsverksmiðjunum væri með rafmagni væri rafmagnsnotkunin um 450 gígawattstundir á ári miðað við sama hrá-efnismagn.

rafvæðingarþróuninFyrsta fiskimjölsverksmiðjan til að setja upp rafskautaketil til gufuframleiðslu var Krossa-nesverksmiðjan árið 1990. Árið 1994 fylgdi síð-

TVöFAlT KerFi OG MilljArðAFjÁrFeSTinGTil þess að fá aðgang að ótryggri eða skerðan-legri raforku þurfa fiskimjölsverksmiðjurnar að geta skipt yfir í olíubrennslu fyrirvaralítið. Þetta þýðir í reynd tvöfalda fjárfestingu í þeim búnaði sem notaður er til hitunar, suðu og þurrkunar í verksmiðjunum.

Fjáfestingin vegna rafvæðingar verksmiðjanna í landinu skiptir milljörðum og má nefna sem dæmi að í verksmiðjunum þremur í Fjarðabyggð, í neskaupstað og á Eskifirði og Fáskrúðsfirði, nemur rafvæðingarfjárfestingin um 1,8 milljarði á árunum 2012 og 2013.

– eitt mikilvægasta umhverfisátak seinni tíma

Takmarkaðir möguleikar á flutningi á raforku há rafvæðingunni verulega

fiskimjölsverksmiðjur nútímans eru mjög tæknivæddar og er starfsemi þeirra að mestu tölvustýrð.

Page 33: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

33 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

an verksmiðja Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í kjölfarið. Síðan rafvæddust verksmiðjurnar hver á fætur annarri að þessu leyti: Verksmiðjan í Helguvík, verksmiðjan í Grindavík, verksmiðj-an á Seyðisfirði, Eskja á Eskifirði Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og loks Grandi á Vopnafirði. Í öllum þessum tilvikum voru gerðir samningar um afhendingu á ótryggri orku inn á rafskauta-ketil en allar verksmiðjurnar höfðu olíuketil til vara sem þurfti að nota þegar raforka var ekki tiltæk. Rafskautakatlarnir framleiddu gufu sem var notuð til hitunar og suðu og reyndar einnig til þurrkunar þar sem gufuþurrkarar voru til

staðar. Þar sem loftþurrkarar voru fór þurrkun-in hins vegar lengi vel fram með olíubrennslu.

Á Vopnafirði hófust tilraunir með að nota raf-magn til þurrkunar á mjöli í loftþurrkara. Þar sem mjölið er þurrkað með heitu lofti þurfti að finna aðferð til að hita loftið nægilega mikið. Tilraunirnar fólust í því að loft var hitað beint með því að blása því fyrst yfir gufuhituð ele-ment og síðan yfir rafhituð. Þessar tilraunir tókust býsna vel og er hin nýja hitunaraðferð forsendan fyrir því að unnt var að halda áfram rafvæðingarferlinu í fiskimjölsverksmiðjunum.

Áframhald rafvæðingarferilsins byggðist á því að sömu tækni og þróuð hafði verið á Vopnafirði var komið upp í verksmiðjum Síldar-vinnslunnar í Neskaupstað og Eskju á Eskifirði á árunum 2012-2013. Að auki var settur upp raf-skautaketill í verksmiðju Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði á þessu ári og verið er að setja upp samskonar ketil í verksmiðju Skinneyjar-Þinga-ness á Höfn.

Þegar núverandi framkvæmdum verður lokið nemur sú ótrygga orka sem samið hefur verið um fyrir fiskimjölsverksmiðjur á Austurlandi samtals 102 megawöttum.

Af hverju rafvæðing fiskimjölsverksmiðjanna?Rökin fyrir rafvæðingu fiskimjölsverksmiðjanna eru margvísleg og skulu hér þau helstu nefnd:

n Rafvæðingin stuðlar ótvírætt að betri nýt-ingu þeirrar orku sem framleidd er í landinu. Mikilvægt er í því sambandi að unnt sé að flytja orkuna á milli landshluta.

n Rafvæðingin er án efa ein umhverfisvænasta framkvæmd sem ráðist hefur verið í hér á landi þar sem græn endurnýjanleg raforka leysir olíuna af hólmi.n Útblástur gróðurhúsalofttegunda (koltvísýr-ings) frá verksmiðjunum minnkar mikið við raf-væðinguna. Í tengslum við rafvæðinguna hefur í sumum verksmiðjanna verið komið upp betri hreinsunarbúnaði og reistir hærri skorsteinar.

n Rafvæðingin er mjög gjaldeyrissparandi þar sem innlend raforka leysir af hólmi innflutta orku.

n Mun hagkvæmara er fyrir fiskimjölsverksmiðj-urnar að nota raforku en olíu.

Kostnaður verksmiðjanna við kaup á 42 milljónum lítra af olíu væri um 4 milljarðar króna. ef öll hitun í fiskimjölsverksmiðjunum væri með rafmagni væri rafmagnsnotkunin um 450 gígawattstundir á ári miðað við sama hráefnismagn.

Page 34: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

34 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

n Vinnuaðstæður í verksmiðjunum batna, eink-um verður loftið miklu betra og hávaði minni.

n Miklu léttara og betra er að keyra þurrkara með raforku en olíu. Keyrslan er stöðugri og sveiflur hverfa nánast. Þessi breyting leiðir til jafnari framleiðslu.

n Allt framleiðsluferli er einfaldara og færri tæki í gangi. Sem dæmi má nefna að háværir blás-arar þurfa ekki að vera í gangi þegar rafmagn er notað.

n Ekki þarf að treysta á varmaskipta eins og þegar olía er notuð sem orkugjafi. Þegar varma-skiptarnir verða óhreinir dregur verulega úr framleiðslu.

n Kaupendur fiskimjöls og lýsis leggja sífellt meiri áherslu á að kaupa vöru sem framleidd er með umhverfisvænum hætti og rafvæðingin er svo sannarlega mikilvæg í því sambandi.

Orkuflutningar á milli landshluta eru vandamáliðHelsta vandamál rafvæðingar fiskimjölsverk-smiðjanna er takmarkaðir möguleikar til að flytja orku á milli landshluta. Verksmiðjurnar

eiga kost á ótryggri raforku og ávallt þegar nauð-synlegt reynist að skerða orkuna til þeirra þarf að grípa til olíunnar með öllum þeim ókostum sem

því fylgir. Það hlýtur að vera kappsmál stjórn-valda sem draga vilja úr útblæstri gróðurhúsa-lofttegunda að tryggja sem minnsta notkun olíu

við rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja þarf að koma upp ýmsum búnaði. á myndinni má sjá búnað við loftþurrk-ara í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Page 35: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

sem eldsneytis og það verður best gert með því að byggja upp sterkt og traust flutningskerfi raf-orku og minnka þannig líkurnar á að fyrirtæki búi við rafmagnsskort- eða skömmtun.

Í reyndinni er raforka ein meginundirstaða nútímaþjóðfélags og afar mikilvægt er að ein-staklingar og fyrirtæki búi við örugga raforku-afhendingu. Þeir sem búa á þéttbýlasta svæði landsins hafa ekki upplifað miklar truflanir í raforkuafhendingu síðustu áratugi en öðru máli gegnir um ýmis svæði á landsbyggðinni. Við blasir að ef raforkuafhending á tilteknu svæði er lakari en á öðrum virkar það fráhrindandi fyrir atvinnustarfsemi og einnig búsetu fólks á svæð-inu. Á sumum svæðum landsins er flutnings-kerfi raforku nánast fullnýtt og því er ekki unnt að auka raforkunotkunina þar nema ráðist sé í framkvæmdir til að styrkja kerfið. Í þessu sam-bandi er nauðsynlegt að hafa í huga að öryggi raforkuafhendingar er einn þeirra þátta sem hef-ur haft og mun hafa mikil áhrif á byggðaþróun.

Fyrir fiskimjölsiðnaðinn er styrking flutn-ingskerfis raforku lykilatriði. Flestar fiskimjöls-verksmiðjurnar eru á Austurlandi og afar brýnt að unnt sé að flytja raforku þangað þegar þörfin er mest. Hafa ber í huga að það landsvæði sem best er sett hvað raforku varðar er suðvesturhluti landsins og þar getur verið gnótt rafmagns til ráðstöfunar þegar skortur er á því annars staðar. Í Vestmannaeyjum er fiskimjölsiðnaðurinn einn-ig öflugur en þangað hefur ekki verið unnt að flytja þá orku sem þörf er á til að unnt sé að raf-væða verksmiðjurnar að fullu. Það stendur hins vegar til bóta með lagningu nýrra rafstrengja til Eyja.

Við blasir að fyrirtækin sem eiga og reka fiski-mjölsverksmiðjurnar hafa mikinn áhuga fyrir rafvæðingu og mörg þeirra hafa þegar ráðist í dýrar og nauðsynlegar framkvæmdir af miklum metnaði. Því er það sorglegt ef ekki er unnt að afhenda fyrirtækjunum nægilega orku vegna veikburða flutningskerfis þó svo að hún sé til staðar í landinu. Það hlýtur að vera forgangsmál að styrkja þetta kerfi með nauðsynlegum fram-kvæmdum og í því sambandi má nefna að Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda og forsvars-menn fyrirtækjanna á Austurlandi hafa ítrekað lagt mikla áherslu á það við bæði stjórnvöld og þau fyrirtæki sem annast orkudreifingu.

35 ú t v E G S B L a ð I ð o k t ó b e r 2 0 1 3

MinnKAndi ÚTBlÁSTUr KOlTVÍSýrinGSÁrið 2003 notuðu fiskimjölsverksmiðjurnar á Íslandi um 39 lítra af olíu á hvert hráefnistonn. Ef verksmiðjurnar sem rafvæðst hafa að fullu fá óskerta raforku árið 2014 má gera ráð fyrir að meðalnotkun þeirra verði einungis 15,5 lítrar af olíu á hvert hráefnistonn og er þá miðað við svipaða skiptingu hráefnis á milli verksmiðja og var á árinu 2012.

Árið 2003 blésu verksmiðjurnar út í andrúms-loftið 116,3 kg. af koltvísýringi á hvert hráefnis-tonn. Gera má ráð fyrir að útblásturinn fari niður í 45,9 kg. árið 2014 ef miðað er við svipaða skiptingu hráefnis á milli verksmiðja og var á árinu 2012. Hér er um að ræða 62,5% minnkun á útblæstrinum á einum áratug.

FleSTAr FiSKiMjölS- VerKSMiðjUrnAr STArFA nÁnAST AllT ÁriðStundum er rætt um fiskimjölsiðnaðinn sem árstíðabundinn iðnað en staðreyndin er sú að þær fiskimjölsverksmiðjur sem starfa í tengslum við manneldisvinnslur fram-leiða nánast allt árið. Gott dæmi um þetta er fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar í neskaupstað en hún sinnir vinnslu 11 mánuði ársins vegna þess fyrst og fremst að hún þarf að geta tekið við afskurði og þeim fiski sem flokkast frá við manneldisvinnsluna.

Við blasir að fyrirtækin sem eiga og reka fiskimjölsverksmiðjurnar hafa mikinn áhuga fyrir rafvæðingu og mörg þeirra hafa þegar ráðist í dýrar og nauðsynlegar framkvæmdir af miklum metnaði.

fiskimjölsverksmiðjur á ís-landi hafa verið að rafvæðast að undanförnu og má segja að í rafvæðingunni felist stórt framfaraskref. Myndin er af fiskimjölsverksmiðju Síldar-vinnslunnar í Neskaupstað.

Page 36: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

36 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Árin 2011 og 2012 fóru fram viða-miklar rannsóknir á magni, út-breiðslu og efnainnihaldi ljósátu í Ísafjarðardjúpi, ásamt því að gerðar voru tilraunir til að veiða hana í uppsjávarvörpu sem

hönnuð var sérstaklega í því skyni. Markmið þessara rannsókna var að svara því hvort ljósáta fyndist í veiðanlegu magni og hvort hugsan-lega mætti nýta hana með einhverjum hætti, t.d. sem fæðubótarefni í fiskeldi, lyfjaiðnaði eða til manneldis. Verkefnið hlaut styrk úr AVS-rann-sóknasjóði í sjávarútvegi.

Ísafjarðardjúp varð fyrir valinu til rannsókna m.a. vegna þess að eldri rannsóknaniðurstöð-ur Hafrannsóknastofnunar og upplýsingar frá heimamönnum bentu til að umtalsvert magn af ljósátu væri að finna í Djúpinu.

Í Suður-Íshafinu fara nú þegar fram talsverðar veiðar á suðuríshafsljósátu, sem talinn er stærsti dýrastofn í heimi í tonnum talið. Japanir og Norð-menn veiða mest, en heildarafli allra veiðiþjóða er um 100 þúsund tonn á ári. Suðuríshafsljósáta er miklu stærri og langlífari en þær ljósátuteg-undir sem halda sig hér við land, hámarksstærð einstaklinga er um 6 cm og –aldur 6 ár. Suður-íshafsljósáta syndir um í geysistórum torfum og hagar sér í þeim efnum nánast eins og uppsjávar-fiskur. Þéttleiki dýra er einnig geysimikill, getur orðið allt að 10-30 dýr í lítra, þannig er hún til-tölulega auðveiðanleg. Langmest af aflanum hef-ur hingað til verið nýtt í fiskeldi.

ÁtaStærstu átustofnarnir hér við land eru rauðáta og ljósáta. Fullvaxin verður rauðáta um 4 mm að stærð, en stærsta ljósátutegundin hér við land verður hins vegar um tíu sinnum stærri (um 4 cm). Þéttleiki þessara dýrastofa í hafinu getur orðið mikill, sér-staklega á vorin og sumrin þegar þeir eru í örum vexti, en á afmörkuðum svæðu geta þá jafnvel ver-ið fleiri en 10 rauðátur í einum lítra af sjó. Þéttleiki ljósátu verður tæpast svo mikill hér við land, eða um eitt dýr í lítra þar sem hann er mestur á vorin. Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar er árlegur heildarlífmassi (votvigt) ljósátu innan ís-

lensku fiskveiðilögsögunnar um 5 milljónir tonna, en rauðátu um 7 milljónir tonna. Í ljósi þess hversu gríðarlega stórir þessir stofnar eru, þá er ekki að undra að menn hafa litið til þeirra varðandi nýt-

ingu, og þá fremur til ljósátu en rauðátu þar sem hún er sennilega auðveiðanlegri en rauðáta vegna þess að einstaklingarnir eru stærri. Að veiða þessi örsmáu dýr í stórum stíl er hins vegar ýmsum vand-kvæðum bundið. Varðandi hugsanlega nýtingu þarf líka að hafa í huga að bæði ljósáta og rauðáta hafa mikla vistfræðilega þýðingu, þar sem þau eru mikilvæg fæða næstum allra nytjastofna á ein-hverju skeiði.

rannsóknirnar í djúpinuTil rannsókna var nýttur 30 lesta eikarbátur, Valur ÍS-20. Alls voru farnir fimm leiðangrar, frá ágúst 2011 til ágúst 2012. Til að hægt væri að nýta Val til að bergmálsmæla ljósátu var sérstökum botnstykkjum komið fyrir á stjórnborðssíðu bátsins. Til að meta magn ljósátu var beitt berg-málsmælingum og var mismunur endurvarps á 38 og 120 kílóriðum nýttur til þess að aðgreina ljósátu frá öðru lífi (2. mynd). Bergmálsgildin voru sannreynd með upplýsingum frá háfum og svonefndri svifsjá, sem er eins konar neðan-sjávarsmásjá sem tekur myndir af átunni og

Mynd 5Meðalendurvarp ljósátu á 120 kHz tíðni í ágúst 2011. Þéttleiki er gefinn til kynna með þverstrik-um sem eru mælikvarði á meðalendurvarp hverrar sigldrar sjómílu.

Page 37: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

37 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

vistar myndirnar í tölvu, ásamt upplýsingum um dýpi, hita, seltu og svifgróður (3. mynd). Saman-burður bergmálsmælinga og svifsjártalninga var nýttur til þess að meta samhengi bergmálsgilda og þéttleika ljósátu. Einnig voru gerðar veiðitil-raunir með sérhannaðri ljósátuvörpu.

Langalgengasta ljósáta í Djúpinu reyndist vera agga (4. mynd). Hún getur orðið tveggja ára, hrygnir fyrst eins árs og svo aftur tveggja ára. Hámarksstærð er um 3 cm. Rannsóknir okkar í Djúpinu leiddu í ljós að þéttleiki hennar var yfir-leitt mestur í dýpsta álnum í Djúpinu þar sem dýpið er um og yfir 100 m (5. mynd).

Rannsóknin leiddu í ljós greinilegar dægurgöng-ur hjá ljósátunni. Þannig hélt hún sig tiltölulega djúpt að deginum en synti upp að yfirborði á kvöld-in. Þetta var mjög greinilegt í ágúst. Á 1. mynd eru sýnd samantekin gögn frá fimm svifsjártogum sem tekin voru frá eftirmiðdegi 25. ágúst, til morguns 26. ágúst 2011. Svifsjáin var þá dregin fram og aftur

sama sniðið, frá Æðeyjarsundi og út undir Vigur. Á myndinni má greinilegar sjá dægurgöngur ljósá-tunnar. Að deginum var hún algengust neðan ~60-70 m dýpis en byrjaði að færa sig ofar upp úr kl. 19. Frá því um kl. 23 og fram undir morgun hélt ljósá-tan sig tiltölulega grunnt en var svo komin aftur niður undir botn snemma um morguninn.

MagnEins og sagði hér fyrir framan var einn megintil-gangur þessara rannsókna að meta stofnstærð ljósátu í Djúpinu. Bergmálsmælingar leiddu í ljós að í Ísafjarðardjúpi eru um 25 þúsund tonn af ljósátu. Þegar kemur að því að meta hvort óhætt sé að veiða eitthvað af þessu magni þarf að hafa í huga að ljósáta er mikilvæg fæða næstum allra nytjastofna á svæðinu. Þá er einnig nauðsynlegt, ef til veiða kemur, að fylgjast vel með árlegum breytingum á ljósátustofninum í Djúpinu til að kanna áhrif veiða á þá. Rétt er að taka fram að nokkur óvissa er í magnmælingunum. Með end-urbættum aðferðum mætti minnka þessa óvissu.

Hér við land geta veiðar á ljósátu aldrei orðið í líkingu við það sem gerist í Suður-Íshafinu. Telja verður líklegt að við hugsanlegar veiðar í fram-tíðinni verði aðeins veitt mjög takmarkað magn til að framleiða hágæða vöru, og að þróaðar verði aðferðir til að vinna ýmis verðmæt efni úr ljósá-tunni og nýta þau, t.d. í lyfjaiðnaði og sem fæðu-bótarefni til manneldis.

Ástþór Gíslason, Páll Reynisson, Hjalti Karlsson, Einar Hreinsson og Teresa Silva, sérfræðingar á Hafrannsóknastofnun

Veiðar og nýting ljósátu

Mynd 2endurvarp bergmálsmælis á 120 kHz (mynd til vinstri) og 38 kHz (miðmynd). Myndin til hægri sýnir 120 kHz eftir greiningu, þ.e. af því sem talið er vera ljósáta. ferill svifsjárinnar er sýndur með ljósgrænni línu. Styrkleiki endurvarpa er sýndur með litastiku lengst til hægri. Brúnt/rautt er sterkast, blátt/grátt veikast.

Mynd 1Myndin sýnir mergð ljósátu samkvæmt svifsjártogum í ágúst 2011 á sniði í Æðeyjarsundi og út undir vigur. Blái ferillinn sýnir feril svifsjárinnar, henni var slakað niður á u.þ.b. 120 m dýpi og svo hífð upp aftur á meðan báturinn sigldi á hægri ferð. gildin á myndinni sýna fjölda dýra í lítra (sbr. litakvarðann). tölurnar undir lárétta ásnum tákna klukkustundir.

Mynd 4ljósátutegundin agga. Myndin er tekin með svifsjá.

Mynd 3Svifsjá slakað frá borði.

Fullvaxin verður rauðáta um 4 mm að stærð, en stærsta ljósátutegundin hér við land verður hins vegar um tíu sinnum stærri (um 4 cm).

Page 38: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

38 ú t v e g s b l a ð i ð o k t ó b e r 2 0 1 3

Útgerðarfyrirtækið Einhamar var stofn-að í Grindavík árið 2003. Fjórum árum síðar, eða árið 2007, var því breytt í út-gerð og fiskvinnslu og hlaut þá nafnið

Einhamar Seafood. Félagið gerir út fjóra línu-báta og rekur fiskvinnslu í Grindavík, þar sem um 40 manns starfa við að verka fiskinn. Allar afurðir eru fluttar út ferskar með flugi og skipum. Félagið hefur samið við Trefjar í Hafnarfirði um smíði á tveimur 15 metra, 30 tonna yfirbyggðum línubátum sem Einhamar Seafood fær afhenta í janúar á næsta ári. Alda Agnes Gylfadóttir við-skipta- og framleiðslustjóri fyrirtækisins segir að um borð í nýju bátunum verði 440 lítra kör og allur fiskur kældur í krapa sem framleiddur er um borð. Meðferð og kæling á fiski verði þar af leiðandi mun betri. Eingöngu er unninn þorskur og ýsa hjá Einhamri Seafood. „Við kaupum allt-af einhvern fisk á markaði, verðum að gera það þegar útlit er fyrir brælu eða frátafir. Við gefum okkur út fyrir að vera með fyrsta flokks gæði og afhendingaröryggi og hér er unnið allan ársins hring.

Bátunum stjórnað til veiðannaAlda segir trygga viðskiptavini meðal kaupenda sem hafi verið nánast frá upphafi. „Bátarnir okkar róa hluta úr ári fyrir austan og leggja þá upp á Stöðvarfirði og fiskinum er ekið hingað á nóttunni. Við eigum nokkra góða báta að sem hafa verið í viðskiptum við okkur eins og t.d. á Siglufirði sem róa fyrir okkur eins og þarf. Hún segir bátunum alfarið stjórnað til veiðanna. Okk-ar bátum er alveg stýrt héðan. Þeir róa eins og

vinnslan þarf. Í bræluspá, eins og núna, þarf maður að hugsa fram í tímann og kaupa á mörk-uðum eins og hægt er.“ Alda sér um sölumálin og stýringuna á bátunum ásamt því að kaupa á markaðnum. „Hún segir að fjórir séu í áhöfn bátanna. Hér í vinnslunni starfa 40 manns og alls erum við um 70 að vinna hjá fyrirtækinu með sjómönnum og bílstjórum. Ég hef alltaf sagt að þetta fyrirtæki væri eitt best geymda leyndar-málið í Grindavík, virkilega flott fyrirtæki. Staða okkar á markaði erlendis er mjög góð. Við erum þekkt fyrir gæði og afhendingaröryggi. Við flytj-um út fisk alla daga vikunnar og vinnum yfirleitt alla daga nema sunnudaga. Þetta er það sem blíf-ur í þessu, það þarf að vera „all in.“

Alsjálfvirkt rekjanleikakerfiAlda segir auðvitað flesta þeirra markaði miðast út frá flugi. „Nú er Icelandair að byrja að fljúga á

Kanada og við erum aðeins að þreifa fyrir okkur þar. Það verður spennandi að sjá þá þróun. Út-flutningurinn tekur mið af flugplássinu og menn vildu sjá tíðari ferðir eða meira flugpláss fyrir frakt. Rekjanleiki afurða skiptir orðið mun meira máli en áður. Einhamar Seafood festi kaup á rekj-anleikjakerfi síðastliðið haust og er öllum skrán-ingum haldið til haga rafrænt. Um leið og fiskur berst í hús er honum ráðstafað til flokkunar í lotu sem heldur utan um upprunann þar til fisk-urinn fer úr húsi. Rekjanleikinn fylgir fiskinum alla leið til kaupandans, sem sér hvar fiskurinn hefur verið veiddur og hvaða dag. Kerfið er al-sjárvirk eftir fyrstu skráningu og því þarf ekki að ráðstafa neinu handvirkt. “Alda segir pantanir frá viðskiptavinum misstórar, hver sending geti verið allt frá 2-3 kössum og upp í um 500 kassa. Afurðirnar eru mismunandi ,eins og hnakkar, sporðar eða heil flök Oftast eru gerðar pantanir fyrir viku í einu en svo getur verið allur gangur á því. Stundum fáum við beiðnir um viðbætur með skömmum fyrirvara og við reynum alltaf að verða við því eins og hægt er. Starfsmenn flug-vallarins veita frábæra þjónustu og eru einstak-lega liðlegir, og slíkt ber að virða.“

Haraldur Bjarnason

Allt flakað í flug og góð sala Einhamar Seafood í Grindavík

fiski hlaðið á bíl hjá einhamri Seafood. ferðinni er svo heitið út á keflavíkurflugvöll.

Alda Agnes gylfadóttir viðskipta- og framleiðslustjóri á skrifstofu einhamars.

Við kaupum alltaf einhvern fisk á markaði, verðum að gera það þegar útlit er fyrir brælu eða frátafir. Við gefum okkur út fyrir að vera með fyrsta flokks gæði og afhendingaröryggi og hér er unnið allan ársins hring.

Page 39: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S O

DD

632

78 0

7/13

Umbúðir sem auka aflaverðmæti

Oddi hefur gegnum tíðina unnið með íslenskum fyrirtækjum í fiskvinnslu og útgerð að því að þróa lausnir sem svara gæðakröfum viðskiptavina um allan heim. Við fram-leiðum umbúðir sem ná utan um alla framleiðslu og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.

Afurðir þínar eru í öruggum höndum hjá Odda.

UmhverfisvottUð prentsmiðja

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. höfðabakka 3-7, 110 reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Umbúðir og prentun

Page 40: Útvegsblaðið 8. tbl 2013

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við bjóðumgóða þjónustu

Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratugareynslu í þjónustu við sjávarútveginn og hjá bankanum starfar stór hópur fólks með sérþekkingu á greininni. Þannig getum við ávallt tryggt fyrirtækjum í þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar þá bankaþjónustu sem hún þarfnast.

Þekking sprettur af áhuga.

Hallgrímur Magnús Sigurjónsson hefur yfir 30 ára reynslu af sjávarútvegi og fjármögnun sjávarútvegs.

Magnús er útibússtjóri hjá Íslandsbanka.