Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar...

15
Ársskýrsla Samantekt um árið 2008 Starfsáætlun 2009

Transcript of Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar...

Page 1: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Samantekt um árið 2008

Starfsáætlun 2009

Page 2: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

2 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Efnisyfirlit

Inngangur ..................................................................................................................... 3

Grunnstarfsemi ............................................................................................................. 3

Stofnaðilar Visku ...................................................................................................................................... 3

Stjórn Visku .............................................................................................................................................. 3

Stiklað á stóru í starfseminni á starfsárinu 2008-2009 ............................................... 4

á aðalfundi Visku 28. maí 2009 .................................................................................... 4

Skýrsla forstöðumanns ................................................................................................. 6

Samantekt á árinu 2008 ................................................................................................ 7

Húsnæði og búnaður ................................................................................................................................ 7

Sí- og endurmenntun ................................................................................................................................ 7

Þátttaka á námskeið ................................................................................................................................. 7

Vika símenntunar ...................................................................................................................................... 9

Samstarfsaðilar námkeiðahalds ................................................................................. 10

Kvasir ..................................................................................................................................................... 10

Leikn ....................................................................................................................................................... 10

FS-netið og Menntabrú........................................................................................................................... 10

Combar ................................................................................................................................................... 11

Annað samstarf ....................................................................................................................................... 11

Starfsáætlun 2009 ....................................................................................................... 11

Námskeiðahald ....................................................................................................................................... 11

Fjarnám ....................................................................................................................... 11

Fjarnám á framhaldsskólastigi ............................................................................................................... 11

Fjarnám á háskólastigi ........................................................................................................................... 11

Háskólahátíð .......................................................................................................................................... 12

Sérverkefni .................................................................................................................. 12

Samantekt og framtíðarsýn ......................................................................................... 12

Fylgiskjal I .................................................................................................................. 13

Fylgiskjal II ................................................................................................................. 14

Page 3: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

3 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Inngangur

Í skýrslu Visku fyrir árið 2008 verður gerð grein fyrir þeirri fræðslustarfsemi sem

Viska Fræðslu- og símenntunarmiðstöð í Vestmannaeyjum kom að seinni hluta ársins

2008 og framan af ári 2009. Einnig verður farið yfir þær breytingar sem orðið hafa á

starfseminni á síðasta ári og virðist munu hafa áhrif á framtíðarstarfesemi

símenntunarmiðstöðva.

Grunnstarfsemi

Stofnaðilar Visku

Vestmannaeyjabær og skólar

Sparisjóður Vestmannaeyja

Ísfélag Vestmannaeyja

Vinnslustöðin hf.

Tölvuskóli Vestmannaeyja ehf.

Tölvun ehf.

Eyjasýn ehf.

Skipalyftan hf.

Drífandi stéttarfélag

Verslunarmannafélag Vestmannaeyja

Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar

Verkstjórafélag Vestmannaeyja

Sveinafélag járniðnaðarmanna

Heiðbrigðisstofnun Vestmannaeyja

Stjórnunarfélag Verstmannaeyja

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Háskóli Íslands (Samstarfsnefnd HÍ og

Vey)

Háskólinn á Akureyri

Stjórn Visku

Arnar Sigurmundsson formaður

Gunnar Gunnarsson varaformaður

Baldvin Kristjánsson

Helga Björk Ólafsdóttir

Eygló Harðardóttir

Varamenn

Páll Marvin Jónsson

Davíð Guðmundsson

Arnar Hjaltalín

Stjórn Visku hélt sex bókaða fundi frá

síðasta aðalfundi sem haldinn var 21. maí

2008

Endurskoðandi: Deloitte

Skoðunarmenn: Hörður Óskarsson og

Unnur Sigmarsdóttir

Page 4: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

4 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Stiklað á stóru í starfseminni á starfsárinu 2008-2009

á aðalfundi Visku 28. maí 2009

Síðasti aðalfundur Visku var haldinn 21. maí 2008. Formaður

stjórnar, Arnar Sigurmundsson og varaform. Gunnar

Gunnarsson voru endurkjörnir. Stjórnin hélt sex bókaða fundi á

starfsárinu, en aðal- og varamenn eru boðuð á alla

stjórnarfundi.

Valgerður Guðjónsdóttir forstöðumaður, Visku er í 100%

starfi. Sólrún Bergþórsdóttir, kennari var ráðinn í 40% sem

náms- og starfsráðgjafi hjá Visku frá 1. september 2008.

Fylgir starfið að mestu skólaárinu og spannar yfir liðlega 10

mánuði á ári.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hóf starfsemi að Strandvegi 50 1. maí 2008 og þá

var opnunartími þjónustuskrifstofu lengdur 2-3 klst. á dag. Viska hafði lagt áherslu á

samfelldan og lengri opnunartíma sameiginlegrar þjónustuskrifstofu og tekur sinn þátt

í þeirri aukningu útgjalda sem þessu fylgir.

Margrét Hjálmarsdóttir og Ester Garðarsdóttir eru þjónustufulltrúar hjá ÞSV og má

reikna með að 30-35% af þeirra starfi fari í þjónustu við viðskiptamenn Visku. Meðal

verkefna þeirra fyrir Visku er skráning, eftirfylgni og reikningsgerð vegna

námskeiða, útreikningur vinnulauna og almenn þjónustustörf. Auk þess hefur verið

kallað til fólk vegna yfirsetu í prófum ofl.

Með samfelldum og lengri opnunartíma hefur þjónusta við viðskiptavini Visku og

annarra stofnana og fyrirtækja að Strandvegi 50 aukist að sama skapi.

Formaður stjórnar heldur utan um fjármál Visku án þóknunar og hefur svo verið frá

upphafi starfsemi Visku 2003.

Viska er með skrifstofuaðstöðu fyrir forstöðumann í Setrinu, auk þess notum við

mest fjölkennslustofurnar og eldhúsaðstöðuna á 3ju hæð. Fjarnámið kallar á góða

aðstöðu fyrir námsfólkið. Náms- og starfsráðgjafi Visku hefur enn ekki fasta

skrifstofu-aðstöðu í Setrinu.

Í fyrrahaust var ákveðið að fá til reynslu fullkominn fjarfundarbúnað. Um áramót var

ákveðið að festa kaup á búnaðinum, en hann kostar liðlega 2,5 milljónir og er útgjöld

vegna hans að finna meðal skuldbindinga Visku í árslok 2008.

Haustfundur Kvasis, samtaka símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni var haldinn í

Vestmannaeyjum 1.-2. okt. 2008.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hafði uppi áform um að ráðast í nýbyggingu undir

starfsemi sína og þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru með húsnæðisaðstöðu í

Setrinu. Hrun fjármálamarkaðar október sl. kollvarpaði þessum hugmyndum að

minnsta kosti næstu 3-4 árin.

Voru því fyrri áform um stækkun húsnæðis ÞSV tekin fram á nýjan leik. Þau ganga

út á kaup á jarðhæð Strandvegs 50, en áformað er að Vínbúðin flytji í Baldurshaga

síðar á þessu ári. Í fjárlögum 2009 er heimildarákvæði til fjármálaráðherra um að selja

jarðhæð Strandvegs 50. Slíkt ákvæði kom inn í framhaldi af viðræðum forráðamanna

ÞSV við ráðuneytið í desember sl.

Málið er þó í biðstöðu meðan ekki liggur fyrir hvenær Vínbúðin flytur. Gangi það

eftir að jarðhæðin verði keypt fyrir starfsemi ÞSV er meiningin að starfsemi Visku

Page 5: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

5 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

muni flytja á jarðhæðina að mestu og þar verði einnig fyrirlestrarsalur og skrifstofur

við fleiri stofnanir sem þar eru nú til húsa.

Allt umhverfi í hvers konar menntun er á sífelldri hreyfingu. Það getur engin verið

Eyland í þeim efnum. Símenntunarmiðstöðvarnar á landsbyggðinni hafa einnig tekið

umtalsverðum breytingum.

Tómstundanámskeið vega nú mun minna í starfsemi þeirra en áður, en lengri og

metnaðarfyllri námskeið vega sífellt þyngra. Sama þróun hefur orðið í starfsemi

Visku.

Samningar við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins skipta orðið miklu í starfsemi

símenntunarstöðva. Þá hefur íslenskukennsla fyrir útlendinga vegið umtalsvert í

rekstri Visku og annarra símenntunarmiðstöðva undanfarin ár. Á því getur orðið

einhver breyting í kjölfar aukins atvinnuleysis hér á landi og mikilli fækkun erlendra

starfsmanna, þó svo að erlendum starfsfólki hafi lítið fækkað í Eyjum.

Starfsorka, starfsendurhæfingarmiðstöð Vestmannaeyja mun taka til starfa næsta

haust. Viska hefur samþykkt að gerast stofnaðili og komið með virkum hætti að

undirbúningi starfseminnar, enda er þar að finna sameiginlega hagsmuni.

Stjórn Starfsorku hefur óskað eftir nánu samstarfi í húsnæðismálum ofl. þegar Viska

hefur flutt í stærra húsnæði og tók stjórnin vel í þá hugmynd á fundi sínum fyrr í

þessum mánuði.

Menntunin skiptir sífellt meira máli í samfélaginu og aðgangur fólks að framhalds- og

háskólamenntun ræður miklu um búsetu. Í þessu sambandi skiptir náms- og

starfsráðgjöf miklu og bindum við miklar vonir við að starf Sólrúnar Borgþórsdóttur

náms- og starfsráðgjafa skili miklum árangri í þeim efnum.

Hér skipta möguleikar til fjarmenntunar miklu. Viska hefur allt frá stofnun árið 2003

leitt hvers konar fjarmenntun og símenntun í Vestmannaeyjum. Sambland af fjarnámi

og staðbundnu framhaldsnámi og háskólanámi er eitthvað sem á eingöngu eftir að

aukast í næstu framtíð.

Framundan er vinna við stefnumótun og framtíðarsýn í starfsemi Visku. Þess er vænst

að þessi vinna verði meðal forgangsverkefna nýrrar stjórnar. Starfsemi Visku hefur

slitið barnskónum og hefur hún þróast í takt við breyttar aðstæður. Engu að síður er

afar brýnt að líta yfir farinn veg og horfa opnum augum til framtíðar.

Starfsfólki og samstjórnarfólki í Visku þakka ég fyrir mjög gott samstarf á liðnu

starfsári.

Þrátt fyrir mikla erfiðleika í íslensku samfélagi í kjölfar fjármála-kreppunnar þá

hljótum við að horfa til framtíðar með bjartsýni í huga, því þörfin á bættri menntun

hefur sjaldan verið meira aðkallandi en nú um stundir.

Vestmannaeyjum 28. maí 2009

Arnar Sigurmundsson, form. stjórnar Visku

Page 6: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

6 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Skýrsla forstöðumanns

Starfsemi Visku hefur gengið með ágætum yfirstandandi

starfsár, en þó með breyttu sniði. Tómstundanámskeiðum hefur

fækkað og þau eru annars eðlis en áður. Meira er sóst eftir

námskeiðum sem fjalla um næringu hugar og líkama,

mannbætandi námskeiðum í hópi tómstundanámskeiða sem og

námskeið sem kenna fólki sjálfsbjargarviðleitni. Má þar nefna

námskeið um mat- og kryddjurtaræktun sem haldið var ekki alls

fyrir löngu og var vel sótt.

Þau námskeið sem skipa orðið stærri sess hjá Visku eru námskeið sem í raun flokkast

meira sem heildstætt nám, með námskeiðsstundir ekki undir 70-100 kennslustundum.

Nú stendur m.a. yfir eitt 300 stunda námskeið og fyrirséð að annað slíkt fari af stað

aftur í haust. Einnig hafa íslenskunámskeið fyrir útlendinga líka verið nokkur en þau

eru almennt ekki mjög fjölmenn og því ekki líkleg að skila gróða til Visku, frekar að

litlu muni að um tap sé að ræða á slíkum námskeiðum. En hér þarf að eyða tíma í

vinnu með viðhorf meðal fyrirtækjarekenda því vinnu er of oft skipað þannig að

starfsmenn viðkomandi fyrirtækja eiga þess ekki kost að sækja námskeiðin vegna

vinnu. Nýverið lauk einu slíku námskeiði sem aðlagað var að vinnutíma fyrirtækis í

bænum en samt áttu einstkaklingar er vildu læra íslensku ekki kost á að mæta. Þetta

er þáttur sem vinna þarf í og laga.

Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í

vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Er þetta ný viðurkennd

leið til að gefa einstaklingum, sem hafa langa starfsreynslu í einhverri grein, kost á að

láta meta raunverulega færni sína í greininni til styttingar námi til réttinda. Í

sameiningu erum við að vinna að raunfærnimati í vélstjórnargreinum og gerum það í

samstarfi við Iðuna fræðslusetur og framhaldsskólann á Höfn. Er það verkefni að

komast á slíkt stig að gera má ráð fyrir að við getum farið af stað með það í haust.

Einnig eru fyrirhuguð verkefni í raunfærnimati meðal verslunamanna og bankamanna.

Á síðasta starfsári var keyptur nýr fjarfundabúnaður af bestu gerð. Einnig var tekið í

notkun nýtt skráningarkerfi sem hannað og þróað er af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Það er á margan hátt lipurt og þægilegt í notkun en enn eru starfsmenn stöðvanna að

læra á það og óska eftir þáttum sem nýtast okkur betur í starfi og m.a úrvinnslu. Ekki

er enn framkvæmanlegt í kerfinu að ná fram myndum út frá tölum skráðra

einstaklinga á námskeiðunum nema allar símenntunarmiðstövarnar séu undir.

Kveðja

Valgerður Guðjónsdóttir eða Valgerður í Visku

Page 7: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

7 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Samantekt á árinu 2008

Húsnæði og búnaður

Viska hefur sem fyrr aðsetur í Þekkingasetri Vestmannaeyja að Strandvegi 50, 3.

hæð. Alls hefur Viska þá til umráða í Setrinu skrifstofu, tvær kennslustofur og

nemendaeldhús. Fundarherbergi sem Viska hafði einnig til umráða var leigt

Surtseyjarstofu frá og með vori 2008. Er mikill söknuður af því rými m.a. vegna

ráðningar náms- og starfsráðgjafa, sem ekki hefur enn fengið starfsaðstöðu svo vel sé.

Er von okkar að það muni lagast með haustinu 2009 þegar Surtseyjarstofa fer í eigið

húsnæði annars staðar. Þó munum við enn sakna fundaraðstöðunnar því hún nýttist

einnig fyrir nema sem hér komu í hús til að fá næði til náms og vinnu. Mjög er

misjanft hve mikið húsnæði í framhaldsskólanum er notað en á vorönn 2009 var

stofan í notkun af hálfu Visku þrjá daga í viku alla önnina.

Sí- og endurmenntun

Námskeiðahald sl. haust hófst með útgáfu Námsvísis og kynningu tengdri útgáfunni.

Námsvísir Visku hefur sem fyrr verið gefinn út í upphafi vor- og haustannar. Hins

vegar var sú ákvörðun tekin á stjórnarfundi á síðasta starfsári að gefa ekki út Námsvísi

á vorönn til að sjá hvort ekki gefist betur að markaðssetja námskeið með öðrum hætti.

Ekki var að sjá að neitt drægi úr þátttöku á námskeið af þeim sökum en þó má reikna

með að gefinn verði út Námsvísir haustið 2009 og sjá hvað setur. Einnig er

fyrirhugað að gefa út rit sem kallast Fjarneminn og fjallar um aðstöðu til náms á

framhaldsskóla- og háskólastigi óháð búsetu.

Kynning á hlutverki og starfsemi Visku í Vestmannaeyjum hefur skilað því að Viska

er nú sjálfsagður og þekktur þáttur í bæjarlífinu og einmitt þess vegna má vera að rétt

sé að gefa út Námsvísi a.m.k einu sinni á ári.

Starfsemin hefur tekið nokkrum breytingum í takt við eftirspurn. Vinsælustu

námskeið síðasta vetur hafa verið starfstengd námskeið, vottuð af Fræðslumiðstöð

atvinnulífsins. Einnig hefur námskeiðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands fjölgað

nokkuð.

Eins og fyrr sagði eru starfstengd námskeið, sem veita einingar til framhaldsnáms þau

námskeið sem mesta eftirspurn hafa. Fjölmennasta og jafnframt eitt af stærri

námskeiðum á síðasta ári er tvímælalaust Leiðtoganámskeið fyrir konur en þar voru

skráðar 85 konur til þátttöku. Á vorönn nú 2009 var einnig mjög fjölmett námskeið

um sparnað og hagræðingu í heimilishaldi þar sem Ingólfur H. Ingólfsson hélt erindi

yfir um 60 manns og í framhaldi var boðið upp á viðtöl hjá ráðgjafa. Var þetta

þátttakendum að kostnaðarlausu. Enn eru það samt ýmist einstaklingar eða aðrar

fræðslustofnanir sem sótt er til við almennt námskeiðahald. Haustönnin þóttist takast

ágætlega til eins og sjá má á eftirfarandi myndum og getið verður frekar hér á eftir

undir einstökum liðum.

Þátttaka á námskeið

Árið 2008 hélt Viska alls 30 námskeið en í þeirri tölu má geta þess að sum námskeið

varð að halda oftar en einu sinni og teljast þá fleiri. Ekki eru það þó nema tvö slík

námskeið.

Page 8: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

8 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Fjöldi námskeiða hjá Visku árin 2003-2008

0

5

10

15

20

25

30

35

40

2003 2004 2005 2006 2007 2008

Ár

Fjö

ldi

f jöldi

Mynd 1. Fjöldi námskeiða hjá Visku á árunum 2003-2008

Ef mynd 2 er skoðuð má sjá hver þátttaka er á námskeið hjá Visku er á árinu 2008.

Heldur virðist vera um fækkun að ræða en eðli málsins er að mörg námskeiða fara

eingöngu í gegnum fjarfund og er skráning þá hjá þeim aðila sem heldur námskeiðið

og ekki er alltaf skráning hjá Visku líka. Vel má athuga að hafa skráninguna tvöfalda

en þá er ekki um greiðslu fyrir námskeið hjá Visku heldur er innheimt gjald fyrir

fjarfund hjá aðilanum sem sendir út námskeiðið til Eyja. Einnig voru færri námskeið í

boðið en verið hefur og því er súlan fyrir 2008 lægri en fyrir árið 2007 því þá voru

fleiri námskeið í boði, sem ekki tókst að setja af stað.

Fjöldi þátttakenda eftir kyni

0

50

100

150

200

250

300

350

400

450

500

2003 2004 2005 2006 2007 2008

kvk

kk

Mynd 2 Heildarfjöldi einstaklinga sem sóttu námskeið Visku árin 2003-2008

Munur á þátttakendum eftir kyni sýnir að sem fyrr eru það frekar konur sem sækja

námskeiðin. Þetta er svipað og gerist annars staðar á landinu og hefur verið til

umræðu hjá starfsfólki símenntunarmiðstöðvanna. Leita þarf leiða til að fjölga

námskeiðum sem falla að áhuga eða þörfum karlmanna jafnt sem kvenna. Nú um

þessar mundir er náms- og starfsráðgjafi Visku að vinna að DVD diski fyrir sjómenn

þar sem náms- og starfsráðgjöf er kynnt. Vonumst við til að það muni hafa áhrif á

aðsókn karlmanna á námskeið framtíðarinnar.

Page 9: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

9 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Hlutfallsleg kynjaskipting

0%

20%

40%

60%

80%

100%

120%

2003 2004 2005 2006 2007 2008

kvk

kk

Mynd 3 Hlutfallslegur fjöldi karla og kvenna á námskeiðum hjá Visku árin 2003-2008

Ekki náðist að vinna kennslustundafjölda hjá Visku fyrir árið 2008 í nýju

skráningarkerfi, en svona til að lýsa breytingum eitthvað má geta þess að nú eru ellefu

nemendur á 300 stunda námskeiði. Við það skapast 3300 nemendastundir. Í haust

voru 7 nemendur á 95 stunda námskeiði sem gerir 665 nemendastundir.

Leiðtoganámskeið fyrir konur var þar á móti 85 þátttakendur á 40 stunda námskeiði

og gerir það 3400 nemendastundir.

Árið 2004 voru námskeiðin samtals 1857 nemendastundir (fjöldi þátttakenda

margfaldað með lengd námskeiðs í kennslustundum) samanborið við 11.071 árið 2007

og enn virðist sem nemendastundum sé að fjölga á sama tíma og sjálfum

námskeiðunum fækkar. Segir það okkur að lengri námskeið sem skila réttindum

og/eða einingum er að fjölga.

Eru allar þær upplýsingar sem hér hafa verið sýndar að ofan unnar upp úr

skráningarkerfi Visku sem kallast Innra net og er sameiginlegur gagnagrunnur allra

símenntunarmiðstöðvanna. Nú er því einfaldara fyrir þátttakendur á námskeiðum

símenntunarmiðstöðvanna að flytja með sér gögn við flutninga. Er þetta kerfi

miðlægt og hægt að nálgast upplýsingar um einstaklinga háð samþykki þeirra.

Vika símenntunar

Menntamálaráðuneytið hefur undanfarin ár helgað símenntun eina viku á ári. Lengi

vel sá Mennt – samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla um framkvæmd og

skipulagningu vikunnar í landinu. Nú er það svo að Mennt hefur verið lögð niður. Því

hefur skipulagning viku símenntunar verið í höndum Stefáns Stefánssonar í

Menntamálaráðuneytinu ásamt starfsfólki símenntunarmiðstöðvanna og

Starfsmenntaráðs. Fjármagn til Viku símenntunar kemur sem fyrr frá

Menntamálaráðuneytinu og Starfsmenntaráði. Alveg nýverið er hins vegar ljóst að

Menntamálaráðuneytið mun ekki fjármagna viku símenntunar í haust og á eftir að

koma ljós hvað verður um hana. Forstöðumaður harmar að Vika símenntunar verði

lögð niður, en í Viku símenntunar hefur gefist mjög gott tækifæri til að vekja athygli á

námsframboði og þeirri þjónustu sem er til boða hjá símenntunarmiðstöðvunum, sem

og að bjóða upp á ýmis námskeið til skemmtunar og hvatningar til frekara náms. Í

þrengingum felast líka tækifæri og nauðsynlegt að horfa á hið jákvæða.

Page 10: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

10 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Samstarfsaðilar námkeiðahalds

Viska á í margvíslegu samstarfi, jafnt í Eyjum sem annars staðar. Skulu hér nefndir

helstu samstarfsaðilar

Kvasir

Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvarnar á landsbyggðinni hafa með sér formlegt

samstarf innan samtaka sem kallast Kvasir. Hlutverk Kvasis verður sífellt

þýðingarmeira fyrir fræðslu- og símenntunarmiðstövarnar á landsbyggðinni. Eru

miðstöðvarnar níu að tölu sem fyrr. Aðeins er þó breyttur vettvangur

símenntunarmiðstöðvanna þar sem sumar þeirra eru nú orðnar partur af háskólasetrum

en aðrar ekki. Undirrrituð er nýgengin úr stjórn Kvasis, eftir tæplega þriggja ára setu í

stjórn.

Kvasir heldur tvo fasta fundi ár hvert, haustfund og vorfund sem er jafnframt

aðalfundur. Var vorfundur 2007 haldinn á Selfossi og haustfundur á Egilsstöum.

Helstu verkefni sem unnin hafa verið innan Kvasis á árinu 2007 voru áframhaldandi

vinna um fjármögnun háskólanáms hjá þeim símenntunarmiðstöðvum sem ekki eru

titlaðar háskólasetur. Lauk þeirri vinnu með þeirri niðurstöðu að til verksins fengust 3

milljónir króna til þeirra miðstöðva sem ekki eru sameinaðar Setrum. Einnig hefur

stjórn Kvasis unnið við gerð heimasíðu fyrir Kvasi og stjórn Kvasis hefur lagt mikla

áherslu á að sameiginlegur miðlægur skráningargrunnur sé fyrir stöðvarnar. Er sú

vinna svo komin eins og fyrr sagði að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur tekið að

sér að láta vinna þetta kerfi.

Leikn

Þann 25. apríl 2005 voru stofnuð samtök fullorðinsfræðslu á Íslandi. Hlutu samtökin

nafnið Leikn. Rétt til aðildar að samtökunum eiga fræðsluaðilar eða frjáls

félagasamtök sem hafa það meginhlutverk að bjóða fræðslu fyrir fullorðna, starfa til

almannaheilla á samfélagslegum grunni, eru sjálfstæðir rekstraraðilar og starfa utan

hins formlega skólakerfis. Aðilar að samtökunum er nú sextán.

Meginhlutverk samtakanna er að koma fram fyrir hönd fullorðinsfræðslunnar jafnt

innanlands sem utan. Leikn tók við sæti Kvasis í Evrópsku

fullorðinsfræðslusamtökunum (EAEA) og hefur tekið upp samstarf með öðrum

norrænum heildarsamtökum sama efnis.

Í fylgiskjölum má finna ársupplýsingar Leiknar.

FS-netið og Menntabrú

Viska á aðlild að FS-netinu, sem er háhraða gagnaflutningsnet sem þjónar

framhaldsskólum og símenntunarmiðstöðvum á landsbyggðinni. Nýr aðili tók við

stjórn FS-netsins seint á árinu 2007. Gerður var samningur við Vodafon í desember

sl. og fá símenntunarmiðstöðvarnar nú þjónustu þeirra við gagnaflutning og þ.h. á FS-

netinu

Viska er eignaraðili að Menntabrúnni, ásamt öðrum fræðslu- og

símenntunarmiðstöðvum á landsbyggðinni, Háskóla Ísland og Háskólanum á

Page 11: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

11 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Akureyri. Á hver þessara þriggja aðila 1/3 hlut af brúnni. Miðstöð brúarinnar er

staðsett í Háskóla Íslands. Ýmsir aðilar hafa óskað eftir því að eiga aðgang að

Menntabrúnni en því verið hafnað hingað til. Má þar nefna símenntunarmiðstöðina

Framvegis og fleiri.

Combar

Viska var í evrópsku samstarfi með Dönum, Grænlendingum, Finnum og

Englendingum um hindranir í námi og menntun leiðbeinenda í afskekktum og

dreifðum byggðum. Nafnið Combar er dregið af orðunum Communications barriers

eða samskiptum og hindrunum. Þessu verkefni eru nú lokið og hefur komið í ljós að

Viska bar engan útlagðan kostnað aukalega við það. Er líklegt að stjórn Visku og

forstöðumaður leiti nú að nýju verkefni að taka þátt í til að auka okkur reynslu og

þekkingu.

Annað samstarf

Viska á í samstarfi við ýmsa aðila auk þeirra sem hér hafa verið taldir upp á undan.

Má þar nefna Vinnumálastofnun Vestmannaeyjum og á Selfossi, Framhaldsskólann í

Vestmannaeyjum, stéttarfélögin í Vestmannaeyjum, Nýsköpunarmiðstöðvar,

Atvinnuþróunarfélagsins auk margra fyrirtækja og stofnana.

Starfsáætlun 2009 Í fylgiskjali I má sjá rekstraráætlun Visku fyrir árið 2009. Að öðru leiti fer

stjórnarformaður Visku, Arnar Sigurmundsson yfir rekstraráætlun Visku og henni því

ekki gerð ítarlegri skil hér.

Námskeiðahald

Námskeiðahald á vorönn 2009 fór af stað með starfsdegi Ísfélags Vestmannaeyja eins

og fyrri ár.

Námskeiðahald gengur nú orðið að mestu út á að kanna þörf í samfélaginu og það

gerir náms- og starfsráðgjafi betur með heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir um leið

og hún kynnir þá starfsemi sem hún hefur upp á að bjóða.

Fjarnám

Fjarnám á framhaldsskólastigi

Viska og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hafa haldið áfram samvinnu um

kennslu til Hvolsskóla í Rangárþingu eystra. Að öðru leiti hefur Viska ekki sinnt

kennslu á framhaldsskólastigi nema í próftöku fyrir hina ýmsa skóla sem þess óska.

Fjarnám á háskólastigi

Nemum í grunnnámi á háskólastigi hefur ekki fjölgað hin síðustu ár en nú er ljóst að

hjúkrun verður kennd hingað frá Háskólanumá Akureyri nk. haust. Viska stefnir

áfram á að geta boðið öllum nemum er stunda fjarnám upp á námsaðstöðu í húsnæði

Visku óháð fjarnámsformi. Með tilkomu neðstu hæðar að Strandvegi 50 er ljóst að

slík aðstaða mun batna til muna. Einnig verður þá hægt að bjóða starfsfólki Visku

upp á rýmra húsnæði.

Page 12: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

12 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Háskólahátíð

Þann 17. júní síðastliðinn var haldin háskólahátíð hér í Vestmannaeyjum í þriðja skipti

og kom Ólafur Proppé í heimsókn að því tilefni. Var samkoman vel heppnuð sem fyrr

og var það álit manna að háskólahátíð í Eyjum væri orðin að hefð sem mikilvægt væri

að halda í. Vorið 2009 munu hins vegar ekki útskrifast nægjanlega margir úr fjarnámi

til að hægt sé að halda veglaega háskólahátíð. Skemmtun sem slík ber sig ekki nema

með nokkrum fjölda. Allmargir útskrifast á þessu vori en ekki margir fjarnemar að

þessu sinni. Verður því ekki boðað til háskólahátíðar vorið 2009.

Sérverkefni Sérverkefni voru ýmis konar í vetur og felast fyrst og fremst í gerð starfsdaga fyrir

fyrirtæki og stofnanir. Einnig hefur náms- og starfsráðgjafi Visku stundar Markviss

nám, sem nýtast mun Visku í að hanna og skipuleggja námskeið fyrir einstaka

fyrirtæki og stofnanir.

Samantekt og framtíðarsýn Árið 2008 var það stærsta í sögu Visku. Aukningin í námskeiðahaldi

hefur verið það mikil að starfsemin kallar á enn stærra húsnæði. Það verður því

verkefni framtíðarinnar að skoða hvaða möguleikar eru í boði, bæði sjálfstætt og í

samstarfi við Þekkingarnetið. Bíðum við því í ofvæni eftir að Vínbúðin fari í nýtt

húsnæði.

Með tilkomu Landeyjarhafnar sjáum við einnig fram á aukið samstarf upp á

fastalandið bæði getum við veitt þeim þjónustu sem og þegið aukna þjónustu þaðan.

Viska hefur haldið áfram að þróa og bæta gæði í sínum rekstri. Innleiðing nýs

nemenda- og námskeiðavistunarkerfis er í þróun og mun breyta fyrirkomulagi

nemendabókhalds. Kerfið er nú notað bæði í skólum og hjá símenntunarmiðstöðvum

og mun auðvelda á allan hátt utanumhald við nemendur, gerð stundaskráa,

stofuskipulags og fleira. Miklar vonir eru bundar við að kerfið verði til hagræðis í

starfseminni.

Ég vil nota hér tækifærið og þakka fyrir það tækifæri sem ég hef fengið

við að byggja upp Visku á þeim trausta grunni sem fyrir var þegar ég kom til starfa

fyrir fjórum árum síðan.

Valgerður Guðjónsdóttir

Forstöðumaður Visku

Page 13: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

13 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Fylgiskjal I

Page 14: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

14 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Fylgiskjal II

Tækja- og áhaldalisti 31.12.2003 uppfærður 28. maí 2009

Tæki/áhöld Staðsetning

Fjarfundabúnaður Polycom 2003 Þekkingasetur Vestmannaeyja, suður

Fjarfundabúnaður VCON 2000 Þekkingasetur Vestmannaeyja, norður

Fjarfundabúnaður PictureTel ISDN Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Skjalavarpi Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Myndbandstæki LG Þekkingasetur Vestmannaeyja

Sjónvarp Þekkingasetur Vestmannaeyja

Skjávarpi Toshipa TLG530 og

loftfestingar

Þekkingasetur Vestmannaeyja

Skjávarpi Mask og loftfestingar Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Prentari hp-deskjet 5550 Þekkingasetur Vestmannaeyja

Fartölva Dell inspiron 8200 ónýt 2006 Forstöðumaður

PC -tölva við VCON fjarf.búnað Dell Þekkingasetur Vestmannaeyja

IPM tölvuskjár VCON fjarf.búnað Þekkingasetur Vestmannaeyja

Farsími Nokia ónýtur 2005 Forstöðumaður

Magnari Pioneer við VCON fjarf.búnað

og 2 hátalarar

Þekkingasetur Vestmannaeyja

Skrifborð Þekkingasetur Vestmannaeyja

Hillur – tvær einingar Þekkingasetur Vestmannaeyja

Hp þráðlaust lyklaborð og mús Þekkingasetur Vestmannaeyja

Þráðlaus hljóðnemi WMS 40 AKG Þekkingasetur Vestmannaeyja

Ýmis skrifstofuáhöld – stimpill ofl. Þekkingasetur Vestmannaeyja

2004

Pappírstætari Þekkingasetur Vestmannaeyja

Kaffikönnur/hitakönnur Þekkingasetur Vestmannaeyja og

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Búnaður í eldhús; glös, diskar, hnífapör,

könnur, kökudiskar, ofl.

Þekkingasetur Vestmannaeyja

Sjónvarp 100 riða tæki (Geisli– heiti?ath) Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Myndbandstæki (Geisli – heiti?ath) Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Skjávarpi Mask C20 og loftfestingar Þekkingasetur Vestmannaeyja stofu 2

2005

Polycom myndfundabúnaður V500 Þekkingasetur Vestmannaeyja

Hátalarar við myndfundabúnað V500 Þekkingasetur Vestmannaeyja

Örbylgjuofn Þekkingasetur Vestmannaeyja

Samlokugrill Þekkingasetur Vestmannaeyja

Canon Digital IXUS 40 Hjá forstöðumanni

Sony Ericson farsími ónýtur 2006 Hjá forstöðumanni

Skype myndavél Þekkingasetur Vestmannaeyja

Hátalarar við tölvu Logitech Þekkingasetur Vestmannaeyja

Page 15: Ársskýrsla - VISKA€¦ · Raunfærnimat er þáttur sem er nýr í starfi okkar og um þessar mundir er eitt verkefni í vinnslu í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.

Ársskýrsla Visku starfsársið 2008-2009

15 Aðalfundur Visku miðvikudaginn 28. maí 2009

Útvarp Scott Þekkingasetur Vestmannaeyja

2006

Aego, bassabox og hátalarar við

fjarfundabúnað

Þekkingasetur Vestmannaeyja

Sýningartjald Þekkingasetur Vestmannaeyja

Motorolasími Hjá forstöðumanni

Upptökutæki Hjá forstöðumanni

Dell skjár model nr. M992 úrellt 2008 Þekkingasetur Vestmannaeyja

Dell Latitude D 600 úrellt 2008 Þekkingasetur Vestmannaeyja

Swich þriggja porta úrellt 2007 Þekkingasetur Vestmannaeyja

Mini Optical Mouse Þekkingasetur Vestmannaeyja

Kingston usb kubbur 512 MB Hjá forstöðumanni

12 fartölvur Levano IBM Þekkingasetur Vestmannaeyja

2 borðtölvur IBM TC M52 Þekkingasetur Vestmannaeyja

2 IBM Skjáir 19” Þekkingasetur Vestmannaeyja

10 borð Þekkingasetur Vestmannaeyja

Prentari Lexmark C524 Þekkingasetur Vestmannaeyja

2007

Whirpool kæliskápur Þekkingasetur Vestmannaeyja

Silver line plöstunarvél Þekkingasetur Vestmannaeyja

Auglýsingastandur Þekkingasetur Vestmannaeyja

Airis Mini Cadenda hljómfl.tæki Þekkingasetur Vestmannaeyja

Sony 46” Bravia Plasmasjónvarp Þekkingasetur Vestmannaeyja

Samsung 50” LCT sjónvarp Þekkingasetur Vestmannaeyja

Olympus E410 myndavél Hjá forstöðumanni

Dell XPS M 1330 fartölva Hjá forstöðumanni

2008

HDX 8004 XLP innifalið er HD codec

HD, Eagle Eye HD myndavél,HDX

hljóðnemi,tengigeta f. allt að 4 Mbps, 4

porta fjarfundabrú, People+Content IP,

People on Content IP,Ensk fjarstýring,

Analogport fyrir fundarsíma, kapplar:

VGA video (DVI-to-VGA), audio (RCA-

to-RCA), LAN, RJ11,

Þekkingasetur Vestmannaeyja

HP scanjet G3010 Skrifstofa forstöðumanns

Canon prentari IP 4600 Skrifstofa forstöðumanns

T office flettistandur á skrifborð Skrifstofa forstöðumanns