Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1...

63
Hafravellir 1 Guðmundur Heiðar Einarsson Jón Haukur Sigtryggsson Ólafur Daði Helgason Valur Indriði Örnólfsson Lokaverkefni í byggingariðnfræði Haust 2015 Nemendur: Guðmundur Heiðar Einarsson kt. 010677-3199 Jón Haukur Sigtryggsson kt. 170178-4759 Ólafur Daði Helgason kt.210382-3999 Valur Indriði Örnólfsson kt.160481-3589 Leiðbeinendur : Ágúst Þór Gunnarsson og Eyþór Rafn Þórhallsson

Transcript of Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1...

Page 1: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1

Guðmundur Heiðar Einarsson

Jón Haukur Sigtryggsson

Ólafur Daði Helgason

Valur Indriði Örnólfsson

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Haust 2015

Nemendur: Guðmundur Heiðar Einarsson kt. 010677-3199

Jón Haukur Sigtryggsson kt. 170178-4759

Ólafur Daði Helgason kt.210382-3999

Valur Indriði Örnólfsson kt.160481-3589

Leiðbeinendur : Ágúst Þór Gunnarsson og Eyþór Rafn Þórhallsson

Page 2: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

2

Tækni- og verkfræðideild

Heiti verkefnis:

Hafravellir 1

Námsbraut: Tegund verkefnis:

Byggingariðnfræði Lokaverkefni í iðnfræði

Önn: Námskeið: Ágrip:

2015-3 BI-LOK 1006 Lokaverkefni inniheldur 181,7m² einbýlishús á

einni hæð með 48m² stakbyggðum bílskúr.

Einbýlishúsið er staðsteypt með

bárujárnsklæddu timburþaki og sléttri

álklæðningu á veggjum.

Teiknisettið inniheldur aðaluppdrætti,

skráningartöflu, byggingaruppdrætti,

burðarvirkisuppdrætti og lagnauppdrætti.

Einnig fylgir með verklýsing, magnskrá,

tilboðsskrá, lagna-, burðarþols-, og

varmatapsútreikningar ásamt útfylltri umsókn

um byggingarleyfi og gátlisti frá

byggingarfulltrúa

Öll hönnun fylgir algildri hönnun samkvæmt

byggingarreglugerð 112/2012

Höfundur:

Guðmundur Heiðar Einarsson

Jón Haukur Sigtryggsson

Ólafur Daði Helgason

Valur Indriði Örnólfsson

Umsjónarkennari:

Ágúst Þór Gunnarsson

Eyþór Rafn Þórhallsson

Leiðbeinandi:

Fyrirtæki/stofnun:

Dagsetning: Lykilorð íslensk: Lykilorð ensk:

27.11.2015 Staðsteypt

einbýlishús.

Stakbyggð

bílageymsla

Concrete house

Dreifing:

opin lokuð til:

X

Page 3: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

3

Kaflayfirlit

Kafli 0 Inngangur...... ........................................ bls.4

Kafli 1 Aðstaða og jarðvinna ........................... bls.6

Kafli 2 Burðarvirki ........................................... bls.10

Kafli 3 Lagnir ..................................................... bls.16

Kafli 4 Raflagnir ............................................... bls.22

Kafli 5 Frágangur innanhúss ........................... bls.24

Kafli 6 Laus búnaður ....................................... bls.27

Kafli 7 Frágangur utanhúss ............................. bls.29

Kafli 8 Tilboðsskrá ........................................... bls.32

Kafli 9 Burðarþolsútreikningar ...................... bls.45

Kafli 10 Varmatapsútreikningar ...................... bls.49

Kafli 11 Lagnaútreikningar ............................... bls.55

Kafli 12 Gátlisti byggingarfulltrúa .................... bls.58

Kafli 13 Umsókn um byggingarleyfi ................. bls.60

Kafli 14 Heimildaskrá ......................................... bls.61

Kafli 15 Undirskriftir nemanda ........................ bls.63

Page 4: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

4

0 Inngangur

Þessi skýrsla er hluti af lokaverkefni í byggingariðnfræði við Háskólann í Reykjavík.

Verkefnið fól í sér að teikna einnar hæðar einbýlishús með tvöfaldri stakbyggðri bílageymslu.

Húsið er teiknað samkvæmt gildandi byggingarreglugerð, með þremur svefnherbergjum.

Sökklar, botnplata, útveggir og þak hússins skulu vera úr járnbentri steinsteypu. Húsið er

einangrað að utan og klætt með loftræstri klæðningu en þakplatan er einangruð að ofan og lögð

þéttidúk. Bílageymslan er með einhalla þak úr timbri, einangrað og klætt loftræstri klæðningu.

Við hönnun hússins skal fara að lögum um algilda hönnun og mannvirki nr.160/210 og

byggingarreglugerð nr.112/2012. Við enduðum á að velja einbýlishús á Hafravöllum 1 220

Hafnafirði. Húsið er 181,7m² og með 48m² bílageymslu. Teiknisettið inniheldur

aðaluppdrætti, skráningartöflu, byggingaruppdrætti, burðarvirkisuppdrætti og lagnauppdrætti.

Einnig fylgir með verklýsing, magnskrá, tilboðsskrá, lagna-, burðarþols-, og

varmatapsútreikningar ásamt útfylltri umsókn um byggingarleyfi og gátlisti frá

byggingarfulltrúa

Page 5: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

5

Efnisyfirlit

0 Almennt ........................................................... bls.6

1 Aðstaða og jarðvinna ...................................... bls.6

1.0 Almenn atriði .................................................... bls.6

1.1 Aðstaða ............................................................ bls.6

1.1.0 Aðstöðusköpun almennt ................................... bls.6

1.1.1 Rekstur vinnusvæðis ......................................... bls.7

1.2 Jarðvinna og grundun .................................... bls.7

1.2.0 Almenn atriði .................................................... bls.7

1.2.1 Gröftur .............................................................. bls.7

1.2.2 Fylling ............................................................... bls.7

1.2.3 Einangrun sökkla og botnplötu ......................... bls.8

.

Page 6: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

6

0 Almennt

Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum verkhlutum og hvernig skuli leysa þá af

hendi. Þó er þar ekki um tæmandi verklýsingu að ræða. Þar sem að upp á verklýsingar vantar,

skal ætíð miða við að verk skuli unnið á vandaðan og varanlegan hátt sem er að öllu leyti

fullnægjandi fyrir byggingu af þessari gerð. Ef upp koma vafaatriði varðandi frágang eða

lausnir skal verktaki hafa samráð við eftirlitsmann verkkaupa. Verkkaupi lætur við upphaf

verks mæla upp fyrir mannvirkinu einu sinni, sbr. ÍST – 30 – 13.4. Allar aðrar mælingar skal

verktaki framkvæma, en eftirlitsmanni skal gefin kostur á að sannprófa þær. Verktaki ber þó

einn ábyrgð á mælingum og aðgerðarleysi eða vangá eftirlitsmanns firrir hann ekki þeirri

ábyrgð. Verktaki skal strax við upphaf verks kynna sér vel allar teikningar og vera viss um að

hann skilji mál á teikningum rétt, áður en hann mælir fyrir einstökum verkhlutum. Ef

ósamræmi er á málum milli teikninga þá skal verktaki láta eftirlitsmann vita tafarlaust.

Eftirlitsmaður tilkynnir þá hvaða mál eru rétt, en almennt gildir að sérmyndir og snið í stærri

mælikvarða t.d. 1:20 eru nákvæmari en teikningar í smærri mælikvarða t.d. 1:50

1 Aðstaða og jarðvinna

1.0 Almenn atriði

Verktaki skal ganga snyrtilega um vinnusvæðið og haga vinnu sinni þannig að ekki verði um

að ræða óþarfa röskun fyrir íbúa á svæðinu og í næsta nágrenni. Magntölur miða við þau gögn

sem fyrir liggja og fylgja í þessari verklýsingu. Tekið skal fram að magntölur geta breyst við

endanlega magntöku og uppgjör. Verktaki skal annast aðrað öryggisráðstafanir skv. reglugerð

um öryggisráðstafanir við byggingarvinnu nr. 204/1972 Þá skal verktaki sjá starfsmönnum

sínum fyrir öryggiskóm og öryggishjálmum og sjá til þess að þeir séu notaðir, þegar ástæða er

til. Verktaki skal afmarka vinnusvæði eins og hægt er með augljósum merkingum og nota

girðingar þegar það á við. Sé ekki annars getið í tilboðsliði telst einingarverð fela í sér allan

kostnað og allt annað sem verktaki leggur til vegna framkvæmda verksins sbr. ÍST30-19.2 Þá

skal allur kostnaður vegna heimtauga að vinnuskúrum og rekstur vinusvæðis vera innifalinn í

tilboðsliðum.

Magnskýringar:

Uppsetning aðstöðu er gefin upp sem heild. Einingaverð skulu vera nettó verð og innifela

allan kostnað við uppsetningu,viðhald og niðurrif í verklok.

1.1 Aðstaða

1.1.0 Aðstöðusköpun almennt

Verktaki skal annast uppsetningu á aðstöðu sem honum þykir nauðsynleg. Verktaki skal

fylgja öllum ákvæðum sem gilda um hollustuhætti, mengunarvarnir o.fl. er heilbrigðiseftirlit

setur. Verktaki skal sjá um allan undirbúning vinnusvæðis s.s. jarðvegsskipti og fyllingu undir

og að vinnuaðstöðu ef þörf krefur. Í verklok skal verktaki fjarlægja alla aðstöðu af verkstað,

hreinsa allt rusl og skila verkstað snyrtilegum. Verktaki tekur við vinnusvæðinu í því ástandi

sem það er þegar hann fær leyfi til að hefja framkvæmdir.

Magnskýringar:

Uppsetning aðstöðu er gefin upp sem heild. Einingaverð skulu vera nettó verð og innifela

allan kostnað við uppsetningu,viðhald og niðurrif í verklok.

Page 7: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

7

1.1.1 Rekstur vinnusvæðis

Verktaki skal annast og kosta allar þær öryggisráðstafanir er honum ber að uppfylla samkvæmt

gildandi reglugerðum þeirra er málið varða þ.a.m. öryggiseftirlit, vinnueftirlit, lögreglu.

Sérstaklega er bent á reglur Vinnueftirlits Ríkisins um öryggi á vinnustað. Verktaki skal gera

nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir skemmdir af völdum veðurs, svo sem vinds,

vatns, frosts eða annarra orsaka. Verktaki skal hreinsa reglulega allt rusl af verkstað og hlíta

fyrirmælum verktaka ef hann finnur að varðandi frágang á vinnusvæði.

Magnskýringar:

Rekstur vinnusvæðis er gefinn upp sem heild. Einingaverð skal vera nettó verð innifela allan

kostnað við rekstur vinnusvæðis meðan á framkvæmdum stendur. Hér skal verktaki innfela

allan þann kostnað sem ekki er skýrður sérstaklega innan annarra liða en er nauðsynlegur til

að fullgera verkið í heild.

1.2 Jarðvinna og grundun

1.2.0 Almenn atriði

Verkkaupi mun ganga frá þjöppuðum og frágengnum málarpúða undir hús. Verktaki má

reikna með að hæðarmunur á púða sé +/- 5cm

1.2.1 Gröftur

Fjarlægja skal allan lífrænan jarðveg undir húsinu niður á fastan botn.

Það efni sem hægt er að endurnýta skal sett til hliðar og endurnýtt. Bera skal undir

eftirlitsmann verkkaupa hversu mikið af jarðvegi sé hægt að endurnýta og hvar á lóð sé hægt er

að lagera efnið.

Magnskýringar:

Magntölur eru í m3 af grefti Einingarverð skal vera nettóverð og innihalda allan kostnað,

beinan eða óbeinan tengdan flutning og gröft á efni.

1.2.2 Fylling

Grúsin skal vera úr sterkum og frostþolnum kornum. Fylla skal jafnt í sökkul að innan og

utanverðu til að varast of mikinn þrýsting á sökkulveggina og koma þannig í veg fyrir að þeir

skekkist. Í frosti og eftir frostakafla má ekki vinna við fyllingar nema með leyfi umsjónarmanns

verkkaupa. Skilyrði fyrir slíku leyfi eru m.a. að ekki séu frosnir kögglar í fyllingarefninu og að

efnið sé þjappað ófrosið. Hætta skal vinnu við fyllingar, ef ætla má að ís eða snjór blandist

fyllingarefninu. Hreinsa skal vandlega allan snjó og ís af yfirborði, sem leggja skal fyllingarefni á

Magnskýringar:

Magntölur eru í m3 af þjappaðri fyllingu. Einingarverð eru nettóverð og skulu innihalda

allan kostnað, beinan eða óbeinan tengdan flutning, losun, þjöppun, jöfnun og annan frágang.

Page 8: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

8

1.2.3 Einangrun sökkla og botnplata

Á alla sökkulveggi úthliða og að innanverðu skal setja 75mm polystyren einangrun með

rúmþyngd 24 kg/m3. Einangra skal undir steypta botnplötu með 100mm polystyren einangrun

(EPS) með rúmþyngd 24 kg/m3. Nota skal eins stórar plötur og unnt er þannig að samskeyti

verði sem fæst. Plastið skal leggja á fullþjappaða og vel afrétta fyllingu. Plast skal liggja alveg

flatt niður á fyllingu, ekkert á lofti. Nota skal vottaða EPS einangrun frá promens tempru eða

sambærilegum aðila. Einagrunin skal vera með 55-65 Kpa þrýstiþol miðað við 2%

samþjöppun en 140 Kpa miðað við 10% samþjöppun. Nota skal rétt tæki og tól til að skera

einagrunina og skal gæta þess að ganga snyrtilega um og að afskurði sé hent jafn óðum.

Magntölur – nettó einingarverð

Magntala f yrir einangrun undir botnplötu er nettó fermetrar [m2].

Verkliður nær til alls sem til þarf til að fullgera verkið, s.s. mælingar, einangrun .

Page 9: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

9

Efnisyfirlit

2 Burðarvirki ..................................................... bls.10

2.0 Almennt ............................................................ bls.10

2.1 Steypumót ........................................................ bls.10

2.1.1 Mótasmíði ......................................................... bls.10

2.2 Bendistál .......................................................... bls.11

2.3 Steinsteypa ....................................................... bls.12

2.4 Trévirki með stálfestingum ............................ bls.13

2.4.0 Almennt ............................................................ bls.13

2.4.1 Veggjagrindur ................................................... bls.13

2.5 Steyptar einingar ............................................ bls.13

2.6 Þak ................................................................... bls.14

Page 10: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

10

2 Burðarvirki

2.0 Almennt

Til þessa kafla heyrir öll mótasmíði, steypa, járnbending, timburgrind og klæðning grindar

2.1 Steypumót

2.1.1 Mótasmíði

Steypumót skulu vera gerð skv. kröfum í íslenskum staðli ÍST-10. Mót skulu vera það traust að

hreyfing eða svignun undan steypuþunga sé ekki meiri en 0,2% af fjarlægð milli fastra punkta.

Taka skal tillit til þess við uppslátt að steypu skal titra.

Nákvæmniskröfur við mótauppslátt er eftirfarandi:

Undirstöður, stærð og staðsetning..............+/- 10mm

Staðsetning annarra steyptra hluta...............+/- 10mm

Yfirborð stálslípaðra flata...........................+/- 5 mm

Stærð annarra steyptra hluta.........................+/- 5 mm

Stærð glugga-og dyraopa............................+/- 3 mm

Frávik frá 3 m réttskeið, sem lögð er á steyptan flöt má mest vera eftirfarandi:

Veggir, bitar og stoðir:................................3 mm

Stálslípaðir fletir:.............………………....3 mm

Nota skal óskemmdan mótakrossvið í mótabyrði. Mót skulu vera þétt og nægjanlega sterk til

að ofannefndum nákvæmniskröfum sé fullnægt.

Göt og úrtök skal setja samkvæmt gataplönum lagnahönnuða, en lista á hornum og sérstök

úrtök samkvæmt teikningum arkitekta.

Steypuskil:

Staðsetning og gerð allra steypuskila, sem ekki eru sýnd á teikningum eru háð samþykki

eftirlitsmanns. Áður en mót eru sett að steypuskilum skal hreinsa burt allt hröngl,

timburafganga og óþétta steypu.

Innsteyptir hlutir:

Ganga skal frá stokkum og öðrum innsteyptum hlutum í veggi og plötur skv. teikningum,

þannig að þeir haggist ekki. Þetta á einnig við um innsteyptar festingar (sbr.

verkfræðiteikningar)

Magntölur steypumóta í tilboðsskrá eiga allsstaðar við einfalt byrði og miðast við snertiflöt

steypu og móta. Göt minni en 4 m² eru ekki dregin frá fermetratölum móta. Innifalið í þessum

lið eru kantmót og mót fyrir plötusæti. Verð skulu vera nettóverð.

Page 11: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

11

2.2 Bendistál

Kambstál B500B, lágmarksskriðmörk 500 MPa.

Sömu kröfur um flotstyrk í bendinetum. Kambstál í lykkjum skal vera suðuhæft. Fjarlægð

járna frá steypuyfirborði koma fram á teikningum. Við notkun á bindivír skal þess gætt að

vírendar séu beygðir inn í steypuna og liggi ekki í yfirborði steypu. Heimilt er að nota er

bendinet K257 í botnplötu í stað stangarjárn og skarast það um 30cm. Neðstu járn skulu tengd

saman með til þess gerðum tengiklemmum, tengijárn sem framlengt er upp úr sökkli skal

merkja sérstaklega.

Magntölur eru reiknaðar út samkvæmt uppdráttum og er miðað við nettó járnamagn án

rýrnunar og engu aukið fyrir skeytum umfram þau sem sýnd eru á uppdráttum. Magntölur

miðast við þyngd (kg) bendistáls af hverri gerð og fermetra (m²) af járnamottum og miðað er

við :

K10 0,62 kg/m

K12 0,86 kg/m

K16 1,59 kg/m

K20 2,50 kg/m

Einangarverð skal vera nettóverð og innihalda allt efni, vinna. vélar og flutningur svo og

kostnaður vegna rýrnunar og klippingar, bindivír, fjarlægðarklossa og allt annað er þessum

verkþætti tengist.

Page 12: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

12

2.3 Steinsteypa

Eiginleikar, framleiðsla og niðurlögn steypu skal vera í samræmi við ÍST EN 206 og ÍST

10:1971

Brotþolsflokkur C30/37

Sementsmagn í steypu: ≥ 300 kg/m3

Loftmagn: 5%-6% (í niðurlagðri steypu)

Mesta steinastærð: 25mm

Vatns-sementstala: ≤ 0,55

Fjarlægðarstuðull ≤ 0,25

Sigmál 60 – 80 mm

Við niðurlögn á steypu skal fylgja Rb-blaði, “Niðurlögn og aðhlúun steinsteypu“.

Áður en steypt er að steypuskilum skal hreinsa og vökva eldri steypuna vel, en þó ber að varast

að pollar standi við steypuskilin, þegar að niðurlögn hefst. Steypa skal lögð í mót eins jafnt og

kostur er í því sem næst láréttum lögum sem eru að hámarki 600 mm. Fari fallhæð steypu í mót

yfir 3,0 m skal gera sérstaktar ráðstafanir til að hindra aðskilnað steypu. Steypuna skal titra

með víbrator.

Að lokinni niðurlagningu á steypu skal verja hana fyrir hvers konar álagi, regni, frosti o.s.frv.

þar til hún er orðin nægjanlega hörð til að þola það. Steypunni skal haldið hæfilega rakri meðan

hún er að harðna með vökvun og yfirbreiðslum.

Áríðandi er að öll steypa verði gallalaus og áferðarfalleg. Skal þetta haft ríkt í huga við alla

steypuvinnu.

Yfirborð botnplötu skal rörasladda með með nákvæmniskröfu 3mm á 3m réttskeið í lóðréttu

fráviki

Magntala er rúmmetrar [m³] af niðurlagðri og fullfrágenginni steypu. Nettómagn.

Magntala steypuyfirborðs er nettó fermetrar. Verð skulu vera nettóverð.

Innsteyptir hlutir ofl.

Steypa skal inn stálfestingu fyrir límtrésstoðir í steypta undirstöðuplatta. Sjá nákvæmniskröfur

að ofan. Í lagnagryfju skal steypa inn stálvinkil sem er áseta fyrir grindargólf yfir lagnagryfju.

Verja skal sýnilegt yfirborð stálhluta fyrir steypuslettum.

Magntölur eru í stk eða m

Innifalið í nettó einingaverði skal vera allur kostnaður við efni og vinnu, þ.m.t. stálsmíði,

heitgalvanhúðun, boltar og tilheyrandi festingar, vinna við staðsetningu í mótum o.fl.

Page 13: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

13

2.4 Trévirki með stálfestingum

2.4.0 Almennt

Um trévirki gildir staðall um trévirki Eurocode 5: FS EN 1995. Allt timbur skal vera húsþurrt í

flokki T1 (K18), skv. INSTA142 eða betra. Trévirki skal vinna í samræmi við teikningar,

verklýsingar, magntöluskrá og almennt í samræmi við góðar hefðir í trésmíði, allt efni sé beint,

húsþurrt og laust við stóra kvisti og aðra galla. Fótreimar útveggja skulu vera þrýstigagnvarðar

í flokki A samkvæmt IST EN 15228. Allstaðar þar sem timbur liggur að steypu skal slíta á

milli með renning af asfaltpappa. Festingar, svo sem festijárn, naglar, skrúfur og boltar skulu

vera heitsinkhúðað. Allir stálboltar skulu vera af gæðaflokki 8.8. Undir alla boltahausa og rær

sem liggja að tré skal setja ferhyrndar skífur með breidd 3*d og þykkt 0,3*d, (d=þvermál

bolta). Meðhöndlun og geymsla á byggingarstað: Efninu skal staflað á tréklossa og varið með

yfirbreiðslu fyrir rigningu, sólarljósi og jarðraka. Lofta skal vel um efnið undir yfirbreiðslunni.

2.4.1 Veggjagrindur

Veggjagrind byggð upp með styrkleikaflokkuðu grindarefni 45*150 og miðað er við að milli

bil sé víðast c/c 600mm og aldrei meira. Fótstykki er gagnvarið. Það er boltað við sökkul

með 12mm heitgalvaiseruðum múrboltum. Undir fótstykki komi asfaltrenningur við steypu og

að auki 2 stk þanborðar (td. Illmut 15*10). Allar tengingar milli stoða og fótstykkis/syllu

skulu vera með sérstökum galvaniseruðum tengijárnum og tengisaum.

Magntölur eru í fermetrum og er nettómagn skv teikningum.

Innifalið í nettó einingaverði skal vera allur kostnaður við efni og vinnu. þ.m.t. festingar,

saumur, boltar, yfirbreiðslur, vinnupallar

2.5 Steyptar einingar

Setja skal upp E-einingu skýli fyrir sorptunnu frá BM vallá eða sambærilegt. Sorpgeymslan

skal gerð fyrir bláar tunnur. Skýlið skal leggja á frostfrían jarðveg, hellulagt eða steypt

undirlag. Nota skal skýli með hurðum. Fara skal eftir leiðbeiningum framleiðanda varðandi

uppsetningu á þessum einingum og skal vanda allan frágang.

Magnskýringar:

Uppsetning aðstöðu er gefin upp sem heild. Einingaverð skulu vera nettó verð og innifela

allan kostnað við uppsetningu og frágang.

Page 14: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

14

2.6 Þak einbýlishúss

Þakið á einbýlishúsinu er viðsnúið flatt þak. Platan er 220mm staðsteypt og járnabundin. Þakið

er einangrað með XPS plasteinangrun sem setja skal í tveimur lögum á þakið (annað skal vera

fleygskorið).Setja skal þakniðurfall í hvert horn þaksins, búa skal til vatnshalla með

einangrunninni og skal hún sett þannig að vatnshalli nái frá þakbrún að niðurfalli og svo frá

miðju þaks að niðurfalli (við þakkant skal einangrun vera 18cm en í miðju þaksins skal hún

vera 28cm. Ofan á XPS einangrunina skal setja EPDM þakdúk frá t.d Firestone og skal hann

uppsettur af aðila sem er með réttindi frá framleiðanda til að setja slíkan dúk upp.

Þakniðurföllin skulu vera úr EPDM og eru þau grunnuð með Firestrone quick prime plus eða

sambærilegu efni áður en þau eru límd niður á EPDM þakdúkin, setja skal Firestone form flash

ofan á samskeyti þakniðurfallsins. Niðurfallsrist skal ná ofan í þakniðurfallið og lágmark 5cm

upp fyrir efri brún fargsins sem kemur ofan á þakdúkinn. Setja skal 50-100kg á hvern fermeter

þaksins en þyngd og tegund fargsins skal ákvarðast samkvæmt leiðbeiningum frá

framleiðanda. Þar sem samskeyti koma á þakdúkinn skal setja t.d peremeter tape á og skal það

skarast 1,5cm yfir samskeytin. Í kverkar þaksins skal setja peremeter strip til að styrkja

kanntinn og ofan á þann lista skal koma þríkanntlisti. Setja skal öryggisniðurfall í þakkantinn

fyrir ofan þakniðurföllin, þau skulu vera með EPDM dúk, nota skal niðurföll frá Impertek á

Ítalíu eða sambærilegum aðila. Ganga skal frá öryggisniðurfallinu á sama hátt og

þakniðurfallinu, kjarnabora skal í gegnum þakkantinn í lágmark 1,5°vatnshalla. Þétta skal með

niðurfallinu með Sikaflex 11FC eða sambærilegu efni þannig ekki sé hætta á að vatn nái að

komast þar í gegn. Dúkurinn skal ná upp fyrir og alveg yfir þakkantinn. Ofan á þakkant

hússins skal festa vatnshelldan krossvið. Fara skal eftir leiðbeinuingum framleiðanda við

uppsetningu og skal einungis nota aðila við uppetninguna sem hefur fengið viðurkenningu

framleiðanda sem slíkur aðili.

2.7 Þak bílageymslu

Plastrennur skulu vera 100mm plastrennur frá ICOPAL eða sambærilegum aðila. Nota skal

festingar frá sama framleiðanda. Þakrennur skulu hafa hafa stúta sem ganga ofaní niðurföll.

Gæta skal að vatnshalli sé á rennunum, setja skal rennubönd c/c 600mm að lágmarki.

Sperrur í þaki eru 55x266. Límtrésbiti GL32 c/c 600 er festur í burðarbita með bjálkaskó sem

skal fullskrúfa með 4,0x35mm BMF skrúfum í sperrur. Burðarbiti er síðan festur í berandi

veggi hússins með sérstyrktum MBF vinklum 90x90. Þar sem sperrur leggjast ofan á grind

skal festa þær með BMF þakásvinklum. Einangra skal á milli þaksperra með 220mm þakull

með áföstum vindpappa. Gæta skal að plötur liggi þétt saman. Strengja skal SIGA MAJCOAT

beint ofan á sperrur og skal hann límdur niður á veggdúk. Mikilvægt er öll svæði séu vind og

rakaþétt. Líma skal dúkin saman á öllum samkskeytum með SIGA WIGLUV. Skrúfa skal

lektu með áföstu NAILSEALING TAPE í gegnum dúkinn og ofan í sperru. Fylgja skal

leiðbeiningum framleiðanda í öllu. Verktaki verður að vera búinn að sækja námskeið í

meðferð og lagningu SIGA MAJCOAT og tilheyrandi efna hjá innflutningsaðlia áður en þessi

verklhluti hefst.

Magntölur er gefin upp sem netto m² , lengdarmetrar og stykki, eftir því hvað á við. Í yfirborði

veggflata skal verðið innihalda alla frágang og öllu er til þarf til verksins. Magntölur eru

gefnar upp sem netto m² í útveggjum fyrir rafm. grind. Öll einingarverð skulu verð nettóverð.

Page 15: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

15

Efnisyfirlit

3 Lagnir .............................................................. bls.16

3.0 Almennt ............................................................ bls.16

3.1 Frárennslislagnir ............................................ bls.16

3.1.0 Almenn lýsing .................................................. bls.16

3.1.1 Skolplagnir utanhúss ........................................ bls.16

3.1.2 Regnvatnslagnir ................................................ bls.16

3.1.3 Brunnar ............................................................. bls.17

3.1.4 Lagnir innanhúss .............................................. bls.18

3.1.5 Gólfniðurföll innanhúss .................................... bls.18

3.2 Vatnslagnir ...................................................... bls.18

3.2.0 Almenn lýsing .................................................. bls.18

3.2.1 Neysluvatns pípur og búnaður .......................... bls.18

3.2.2 Tæki ................................................................... bls.18

3.2.3 Prófanir .............................................................. bls.18

3.3 Hitakerfi .......................................................... bls.19

3.3.0 Almennt ............................................................ bls.19

3.3.1 Pípur og tengistykki .......................................... bls.19

3.3.2 Ofnar og ofnlokar ............................................. bls.19

3.3.3 Gólfhitarör og einangrun .................................. bls.20

3.3.4 Tæki og búnaður ............................................... bls.21

3.5 Hreinlætistæki ................................................. bls.21

Page 16: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

16

3 Lagnir

3.0 Almennt

Verktaki tekur að fullgera, frárennslislagnir, neysluvatnslagnir og hitalagnir fyrir Hafravelli 1

220 Hafnafirði eins og sýnt er á uppdráttum gerðar af hönnuði. Vanda skal allan frágang og

vinna alla þætti samvkæmt ÍST 67 . Allt lagnaefni skal velja í samráði við

pípulagningarmeistara.

3.1 Frárennslislagnir

3.1.0 Almenn lýsing

Verktaki skal skila öllum regnvatns- og frárennslislögnum eins og teikningar sýna og í

samræmi við verklýsingu. Aldrei má skola steypu, málningu, olíu eða önnur slík efni af

áhöldum eða vélum ofan í holræsið eða hella í það slíkum efnum og er verktaki ábyrgur fyrir

því að pípur séu hreinar þegar hann skilar af sér verkinu. Leggja skal allar lagnir í beinni línu

og með jöfnum halla á milli brotapunkta. Engar lagnir má hylja fyrr en eftirlitsmaður hefur

samþykkt frágang þeirra og viðkomandi yfirvöld tekið lagnirnar þær út.

3.1.1 Skolplagnir utanhúss

Skólplagnir í grunni og lóð skulu vera úr PVC plaströrum af viðurkenndri gerð til notkunar í

jörð skv. EN 1401. Samskeyti skal þétta með viðeigandi og þar til gerðum gúmmíhringjum.

Leggja skal lagnir samkvæmt ÍST 65 og ÍST 68 með 150mm jöfnunarlagi. Gæta skal

vandlega að lagnir hvíli á belg en ekki múffum. Öllum stútum skal lokað bráðabirgða þar til

tengt verður við þá.

Magntölur fyrir pípur eru metrar, mælt er af teikningum án álags og er innifalið tengistykki

sem með þarf. Öll verð eru nettó einingarverð.

3.1.2 Regnvatnslagnir

Regnvatnslagnir leiða regnvatn frá þakniðurföllum og út í bæjarkerfið. Við þakniðurföll skal

efri brún alltaf vera 100 – 150mm undir endanlegu yfirborði jarðvegs. Þakrennur skulu vera

100mm og frá viðurkenndum aðila, t.d Icopal. Þakniðurfallsrör skulu vera 75mm og frá sama

framleiðanda rennur. Rennurör leggst innfyrir útveggjaklæðningu og tengist PVC

frárennslirsröri við jörðu með viðeigandi tengistykkjum.

Magntölur fyrir pípur eru metrar, mælt er af teikningum án álags og er innifalið tengistykki

sem með þarf. Öll verð eru nettó einingarverð.

Page 17: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

17

3.1.3 Brunnar

Brunnar eru 600mm í þvermál. Brunnarnir eru úr PE plasti og skulu byggðir upp úr

brunnhlutum og skal setja á þá bráðbirðgalok á meðan framvæmd stendur. Stilla skal brunnana

í endanlegan yfirborðskóta og setja á þá viðeigandi steypujárnslok sbr. JS 52 C250 frá t.d

járnsteypunni. Öll inntök við brunna skal þétta með gúmmíhringjum þannig að fullnægandi

þétting fáist. Botn brunnana er með sérstökum botnstykkjum með stútum.

Magntölur eru stykki talin upp af teikningu. Einingarverð innifelur allan kostnað við að útvega

og tengja brunna samkvæmt teikningum og verklýsingu. Öll verð eru nettó einingarverð.

3.1.4 Lagnir innanhúss

Pípur fyrir frárennsli innanhúss skulu verða úr PP plasti skv. DIN 8077 með hljóðdempandi

eiginleikum REHAU RAUPIANO PLUS eða sambærilegt. Festingar skulu vera hljóðdempandi

og sett á pípur eins og krafist er af framleiðanda til að uppfylla kröfur um hljóðburð og koma í

veg fyrir að rennslishljóð berist frá pípunni í burðarkerfi hússins. Rör sem múrast inni í steypu

skal einangra með ádragi.

Magntölur eru lengdarmetrar af pípum. Pípulengdir eru mældar beint af teikningu. Verð á

tengistykkjum og festingum er innifalið í verði pípunnar. Einangrun skal innifalinn í verði

röranna þar sem það á við. Öll verð eru nettó einingarverð.

3.1.5 Gólfniðurföll innanhúss

Nota skal niðurföll af vandaðri gerð Dallmer primus eða sambærileg. Niðurföll skulu vera úr

hitaþolnu PP plasti og með ryðfríum stálristum 120x120mm. Nota skal vandaða lyktarloku og

skal hún staðsett fyrir ofan vatnslás. Niðurföll skulu afkasta 1,2 l/sek að lágmarki. Frágangur

við gólfristar skal vera í samræmi við gólfafrágang á hverjum stað.

Magntölur eru stykki talin upp af teikningu. Einingarverð innifelur allan kostnað við að

útvega og tengja gólfniðurföll samkvæmt teikningum og verklýsingu. Öll verð eru nettó

einingarverð.

Page 18: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

18

3.2 Vatnslagnir

3.2.0 Almenn lýsing

Verktaki tekur að sér að skila fullfrágengnum neysluvatnslögnum eins og sýnt

er á teikningu og í samræmi við lýsingu þessa. Allt efni sem á að nota til verksins skal hafa

VA viðurkenningu eða sambærilega sem hönnuður samþykkir. Gæta skal þess að prófanir séu

gerðar á lögninni skv. lýsingu.

3.2.1 Neysluvatns pípur og tengistykki

Neysluvatnspípur skulu vera ál/plast rör hlífðarröri (rör í rör) Rörin skulu vera gerð fyrir 10

bara þrýsting, 70°C hita og samfellda notkun í 50 ár. 80°C hita við 5 bör og samfellda notkun í

25 ár. Tengistykki skulu vera gallalaus og vottuð til að notast með ál/plast rörunun og til

notkunar í neysluvatnskerfi. Samsetning skal gerð eftir forskrift framleiðanda. Nota skal efni

frá vönduðum framleiðanda. Leggja skal kaldavatnslagnir undir einangrun og járnagrind í

botnplötu. Lagnir fyrir heitt vatn skal leggja ofan á einangrun í botnplötu. Nánari skýringar á

lagnateikningu L05. Nota skal foreinangruð ELIPEX rör gerð fyrir 10 bara þrýsting þar sem

lagt er á milli bílageymslu og einbýlishúss.

Magntölur eru lengdarmetrar af pípum og stykki af tengistykkjum. Pípulengdir eru mældar

beint af teikningu. Einingarverð pípna innifelur pípur, tengistykki, festingar, ídráttarpípur og

allt annað efni sem þarf til að koma pípum fyrir og tengja samkvæmt teikningum og þessari

verklýsingu. Öll verð eru nettó einingarverð.

3.2.2 Tæki

Setja skal varmaskiptakerfi á neysluvatnskerfi hússins. Nota skal kerfi sem er hita og

þrýstistýrt DANFOSS TERMIX ONE AVTQ eða sambærilegt. Afköst skulu vera samkvæmt

lagnateikngu.

Magntölur eru heild. Einangarverð innifelur allt efni og vinnu við að tengja og jafnvægisstilla

varmaskiptakerfið. Öll verð eru nettó einingarverð.

3.2.3 Prófanir

Neystluvatnslögn skal þrýstiprófa í þrepum skv. DIN 1988 Kerfið er fyllt af vatni og lofttæmt

þvínæst skal setja 15 bar þrýsting inn á kerfið.

Forprófun: Bæta skal við þrýsting tvisvar sinnum við 30 mínútur (einu sinni eftir hverja 10

mínútur) þrýstingur má ekki falla um meira en 0,6 bar á 30 mín.

Aðalprófun: Strax eftir forprófun skal lesa af þrýsting og innan við 2 tíma má hann ekki falla

meira en 0,2 bar. Við ofangreinda prófun skal verktaki kalla til eftirlitsmann í byrjun og lok

prófunar og skal hann taka kerfið út og samþykkja prófunina. Prófunina skal skrá niður á þar

til gert eyðublað og afhenda verkkaupa.

Page 19: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

19

3.3 Hitakerfi

3.3.0 Almennt

Verktaki tekur að sér að skila fullfrágengnum hitalögnum líkt og sýnt er á teikningum og í

samræmi við þessa verklýsingu.

3.3.1 Pípur og tengistykki

Pípur í tengigrind sem er staðsett í bílageymslu skulu vera úr grunnuðu stáli

skv. DIN 2440 efni.

Lagnir að miðstöðvarofnum skulu vera rör í rör álplast rör, sama efni og líst var hér fyrir ofan í

kafla 3.2.1 Ganga skal frá lögnum inn í vegg þannig að hægt sé að tengja miðstöðvarofna með

skrúfbútum sem ganga beint úr veggnum inn í ofnloka eða stillité þar sem það á við.

Magntölur eru lengdarmetrar af pípum og stykki af tengistykkjum. Pípulengdir eru mældar

beint af teikningu. Einingarverð pípna innifelur pípur, tengistykki, festingar, ídráttarpípur og

allt annað efni sem þarf til að koma pípum fyrir og tengja samkvæmt teikningum og þessari

verklýsingu. Öll verð eru nettó einingarverð.

3.3.2 Ofnar og ofnlokar

Ofnar

Ofnar eru tilgreindir í ofnatöflu á teikningu. Miðað er við Vor-yl ofna frá Ofnasmiðju

Suðurnesja eða sambærilegum aðila. Gæði ofna og varmagjöf skal vera í samræmi við ÍST-

EN442 Ofna skal staðsetja þannig að neðsta brún þeirra sé 90-100mm frá fullfrágengnu gólfi.

Ofnar eru lakkaðir með brenndu laki RAL 9010 (hvítir). Ofnar afhendast á verklstað

innpakkaðir og með plasti með hlífðarhornum. Ofnar skulu vera með viðeigandi festingum,

loftskrúfum og aftæmingum. Efri brún skal vera fallega rúnnuð og gallalaus.

Magntölur eru stykki sem eru gefin upp í ofnatöflu á teikningu. Einingarverð innifelur allan

kostnað við að útvega og koma upp miðstöðvarofnum samkvæmt teikningum og verklýsingu.

Öll verð eru nettó einingarverð.

Ofnlokar

Ofnlokar eru lofthitastýrðir ofnkranar með innbyggðum lofthitanema staðsettir á framrás ofns.

Ofnlokar skulu vera af UK gerð með undirstillingu á rennsli til jafnvægisstillingar ofnakerfis.

Hitastillar eru með 5-26°stillisvið með innbyggðum nema. Nota skal DANFOSS RA-10-UK

eða sambærilega krana. Verktaki skal jafnvægisstilla ofnloka eftir afkastaketu ofna áður en

hann skilar af sér verkinu.

Magntölur eru stykki sem eru gefin upp í ofnatöflu á teikningu. Einingarverð innifelur allan

kostnað við að útvega og koma upp og stilla ofnloka samkvæmt teikningum og verklýsingu.Öll

verð eru nettó einingarverð

Page 20: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

20

3.3.3 Gólfhitarör og einangrun

Nota skal 5-laga gólfhitarör með súrefniskápu sem skal vera varinn inn í miðju röri en ekki

notuð sem ysta lag. Rörin skulu vera gerð fyrir 70° við 5 bar í sammfellda notkun í 50 ár.

Rörin skulu vera 16x2mm og gerð fyrir notkun í gólfhita og með viðurkenningu því til

sönnunar. Leggja skal rörin eins og sýnt er á teikningu. Þrýstiprófa skal allar lagnir og skal

nota sömu aðferð og var lýst hér fyrir ofan (3.2.3) Hámarks lengd röra má ekki fara yfir

120mtr. Rörin skal hefta ofan í einanrunina og skal fara eftir forstkrift framleiðanda og nota

viðeigandi verkfæri við það. Nota skal hefti frá vottuðum framleiðanda, setja skal hefti eftir

þörf en þó ekki færri en 4 stk per meter.

Magntölur eru lengdarmetrar af pípum og stykki af tengistykkjum. Pípulengdir eru gefnar upp

á teikningu. Einingarverð pípna innifelur pípur, tengistykki, festingar, ídráttarpípur og allt

annað efni sem þarf til að koma pípum fyrir og tengja samkvæmt teikningum og þessari

verklýsingu. Öll verð eru nettó einingarverð.

Gólfhitaeinangrun

Nota skal EPS gólfhitaeinagrun sem er gerð til notkunar í gólfhita 4 kN/m2 WLG045 IBB eða

sambærilega einangrun. Setja skal útveggjaborða og ganga frá honum þannig að ekki sé hætta

á að flotefni leki undir einagrunina. Setja skal hurðarlista þar sem leiðslur eru teknar í gegnum

hurðargöt. Fara skal eftir leiðbeiningum framleiðanda varðandi niðursetningu á

gólfhitaeinangrun og vanda skal allan frágang.

Magntölur eru heild. Einangarverð innifelur allt efni og vinnu við að leggja gólfhitaeinagun og

ganga frá henni. Öll verð eru nettó einingarverð.

Page 21: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

21

3.3.4 Tæki og búnaður

3.3.4 Inntaksgrind

Setja skal upp inntaksgrind líkt og lýst er á teikningu um inntaksgrind hitakerfa.

Magntölur eru heild. Einangarverð innifelur allt efni og vinnu við að leggja og tengja

inntaksgrind. Öll verð eru nettó einingarverð.

3.3.4 Lokað kerfi fyrir miðstöðvarkerfi

Verktaki skal setja upp lokað varmaskiptakerfi með hringrásardælu líkt og líst er á

lagnateikningu. Vanda skal allan frágang og hreinsa hamphreinsa að verki loknu.

Magntölur eru heild. Einangarverð innifelur allt efni og vinnu við að leggja og tengja

varmaskiptakerfið. Öll verð eru nettó einingarverð.

3.3.4 Stýringar fyrir gólfhita

Setja skal upp kistur fyrir gólfhitarör sem eru með magnstillingu og til þess gerðar að setja á

þær mótorloka. Kisturnar skulu frá vönduðum framleiðanda, Danfoss eða sambærilegum.

Setja skal uppblöndun á gólfhitakerfið og skal dælan vera álagsstýrð Grundfoss 15-60 Alpha-2

eða sambærileg. Afköst dælu eru gefinn upp á lagnateikningu. Vegghitanemar fyrir gólfhita

skulu vera með þráðlausum móttakara, staðsetning þeirra skal ákvarðast í samráði við

verkkaupa og hönnuð en þó aldrei meira en í 1,2m hæð frá fullfrágengnu gólfi.

Magntölur eru heild. Einangarverð innifelur allt efni og vinnu við að tengja og stilla

gólfhitakisturnar fullfrágengnum. Öll verð eru nettó einingarverð.

3.3.5 Hreinlætistæki

Verktaki skal setja upp hreinlætistæki sem eru valin af verkkaupa og ráðgjafa fyrir hans hönd.

Setja skal þunnan (80mm) innbyggðan salerniskassa frá t.d Grohe nr. 38994. Salernisskál skal

vera af vandaðri gerð úr fyrsta flokks posulíni. Villeroy & Boch Novo ceramic plus eða

sambærilegt. Blöndunartæki í sturtu og baði skulu vera hitastýrð og köld snertingar Grohe

cool touch eða sambærilegt. Eldhústæki skal vera með hárri sveiflu og handlaugartæki skal

vera úr sömu línu, Grohe Eurostmart eða sambærilegt.

Magntölur eru heild. Einangarverð innifelur allt efni og vinnu við að tengja og skila

verkliðnum fullfrágengnum. Öll verð eru nettó einingarverð.

Page 22: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

22

Efnisyfirlit

4 Raflagnir ......................................................................... bls.22

4.0 Raflagnir almennt ............................................................ bls.22

4.0 Raflagnir almennt

Öll vinna og efni skal vera í samræmi við Reglugerð um raforkuvirki, Byggingarreglugerð og

ÍST 200:2006. Raflagnaefni skal vera fyrsta flokks.

Rofar, tenglar og annar búnaður í dósir skal vera eins í útliti og úr sömu framleiðslulínu.

Allt efni og búnaður skal vera CE merkt.

Verkkaupi sér um tengingu byggingana við veitukerfið.

Alla hönnun/teikningar skal bera undir verkkaupa til yfirferðar og samþyktar áður en þær eru

lagðar inn til byggingafulltrúa.

Allt efni skal velja í samráði við rafvirkjameistara.

Page 23: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

23

Efnisyfirlit

5 Frágangur innanhúss ..................................... bls.24

5.0 Almennt ........................................................... bls.24

5.1 Múrverk ........................................................... bls.24

5.2 Léttir veggir og klæðning ................................ bls.24

5.2.0 Almennt ............................................................. bls.24

5.2.1 Gipsveggir hefðbundnir ..................................... bls.25

5.3 Málun ............................................................... bls.25

5.4 Innréttingar og hurðir .................................... bls.26

5.5 Gólfefni ............................................................ bls.26

Page 24: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

24

5 Frágangur innanhúss

5.0 Amennt

Öll vinna og efni við múrhúðun skal uppfylla kröfur skv. ÍST 10.

Verktaki skal vanda allan frágang og skila verkinu fullunni samvkæmt viðeigandi lýsingum,

hann skal einnig sjá um að útvega öll þau tæki og tól sem þarf til að ljúka hverjum verkhluta.

Einstaka vörur skulu valdar af verkkaupa í samráði við hönnuð.

5.1 Múrverk

Öll steypt gólf skal flota með 60mm lagi undir endanleg gólfefni. Sérstaklega skal huga að því

að gólf halli að niðurföllum, þ.m.t niðurfall í flísalögðum sturtubotni. Steypt yfirborð skal

steinslípa og ryksuga áður en flotað er. Fylgja þarf verklýsingu framleiðanda flotefnis.

Múrhúða skal steypta veggi með grófum eða fínum múr eftir því sem á við og á það sama við

um loftið. Múra skal að öllum gluggum og skal vanda skal öll vinnubrögð.

Magntölur eru í fermetrum og er nettómagn skv teikningum. Innifalið í einingaverði skal vera

allur kostnaður við efni og vinnu, þ.m.t. slípun og hreinsun undirlags og almennur frágangur. Öll verð eru nettó einingarverð.

5.2 Léttir veggir og klæðning

5.2.0 Almennt

Til léttra veggja og klæðninga telst smíði og frágangur á milliveggjum og klæðningum. Setja

skal veggi út frá grunnmynd í mkv. 1:50. Verktaki skal hafa í huga við útsetningu á

milliveggjum að hliðra getur þurft veggjum þar sem ekki er öruggt að mannvirkið sé

nákvæmlega eins og málsetningar á grunnum gefa til kynna. Í flestum tilfellum skal setja

veggi út miðað við málsetningar frá meginburðarsúlum og veggjum. Allar útsetningar á

milliveggjum, hurðum og gluggum í veggjum er háð samþykki eftirlitsmann verkkaupa.

Timburgrind berandi innveggja eru í styrkleikaflokki K18 skv. ÍST DS 413 (T1 skv.INSTA

142). Krossviðsplötur skulu vera úr 12mm þykkum vatnslímdum krossvið.

Gipsplötur skulu uppfylla reglugerðir BMS um klæðningu í fl. 1 og byggingarefni í fl. A

Innra byrði gipsveggja skal vera Gyproc GNE 13 Normal, eða sambærilegt.

Ytra byrði gipsveggja skal vera harðplötugips Gyproc GRE 13 ROBUST Ergo, eða

sambærilegt Rakavarðar gipsplötur skulu vera Gyproc GRIE 13 Vätrumsplade ERGO, eða

sambærilegt. Einangrun í milliveggjum skal vera þéttull 30kg/m3 steinull, eða sambærilegt.

Gipsplötuveggi skulu vera klæddir með tveimur gipsplötum og skulu plötur víxlleggjast. Allir

veggir skulu fylltir með steinullareinangrun, t.d þéttull. Einangrun skal festa upp í vegg með

aðferðum sem uppfylla kröfur BMS um festingu einagrunar í brunahólfandi byggingarhlutum.

Undir innréttingar og annan búnað skal setja til styrkingar 12mm krossvið til festingar á

innréttingum og búnaði, t.d hurðar, hurðakarma, gluggakarma, ofna, vaska, hillur ofl.

Við smíði og allan frágang gipsveggja skal fylgja leiðbeiningum framleiðanda

gipsveggjakerfanna sem vísar er til t.d Gyproc. Veggir skulu uppfylla þær hljóð og

brunakröfur sem veggtýpan uppfyllir samkvæmt handbók framleiðanda. Hafa skal í huga við

frágang veggjanna að vanda sérstaklega og fylgja leiðbeiningum framleiðanda varðandi allan

frágang vegna hljóðeinangrunar og brunavarna veggjanna s.s samskeyti veggja við aðra

byggingarhluta, frágang samskeyta o.þ.h. Nota skal í öllum tilfellum staðlaðan frágang . við

fúgur og innfellingar skal setja staðlaðan frágangslista úr stáli, einfalda eða tvöfalda eftir fjölda

og þykkt plötulaga. Á Öll úthorn veggja og í hurða og gluggagöt skal setja hornlista úr stáli.

Gipsplötur verða að meginhluta málaðar og skulu endanleg plötu samskeyti ekki sjást.

Gipslötur skulu því vera með fláa á brúnum á þeirri hlið sem snýr út til spörtlunar og frágangs.

Einingarverð skulu vera nettóverð og innihalda allan kostnað við efni, uppsetningu og annan

frágang sem tilfellur við hvern verklið.

Page 25: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

25

5.2.1 Gipsveggir hefðbundnir

Gipsplötuveggir skulu byggðir úr blikkstoðum c/c 600mm, einangra skal á milli stoða með

steinullareinangrun (þéttull) í samsvarandi þykkt. Leiðarar skulu vera (SKP Gyproc) eða

sambærilegir leiðarar með hljóðeinangrandi filtborða. Steinull skal tryggilega festa í veggi

með viðeigandi festingu.

Veggjagerðir: Gyproc XR 70/70 (c/c600) 2-2 M70 byggður úr 70mm blikkstoðum með

70mm þéttull, heildarþykkt verður því um 120mm. Gyproc XR 95/95 (c/c600) 2-2 M95

byggður úr 95mm blikkstoðum með 95mm þéttull, heildarþykkt verður því 145mm. Gyproc

XR 145/145 (c/c600) 2-2 M145 byggður úr 145mm blikkstoðum með 145mm þéttull,

heildarþykkt verður því 195mm. Miða skal við að nota þessar veggjagerðir eða frá

sambærilegum aðila. Veggir klæðist með 2x12,5 mm gifsplötum báðum megin innra birði

skal vera hefðbundið gips en ytra byrði skal vera harðgips. Þar sem sett verður votrýmisgips

skal klæða veggi með 2 x 12,5mm votrýmisplötum báðum megin. Öll samskeyti skulu

útfærast með hljóð- og brunafúgum eftir því sem við á. Plöturnar skulu víxlleggjast. Öll vinna

og frágangur skal vera fyrsta flokks og óaðfinnanleg.

Magntölur/Einingarverð.

Magntaka í veggjum, miðast við fermetra (m²) öðru megin, öll op stærri en 1 m² eru dregin frá

í magntöku. Magntaka miðast við m2 fullfrágengis veggjar / klæðningar / lofts með

einangrun,frágangs við glugga og hurðaop, kíttunum, þéttingum, brunaútfærslum,

hljóðsútfærslum, hljóð- og brunaþéttingum og öllu öðru sem til þarf til að fullgera verkliðinn.

Kantar við glugga, hurðaop og ofan á þeim veggjum sem ná ekki upp í loft eru ekki magntekin

sérstaklega og skulu innifalin í einingarverði. Innbygging salerna í veggi er ekki magntekin

sér og skal innifalin í m² verði þeirra veggja þar sem þær eru. Einingarverð skal innihalda

allan kostnað vinnu og efni, vélar og palla, fjarlægingu og förgun, frágang og allt annað sem

þarf til að fullgera þennan verklið. Einnig það sem bent er sérstaklega á hér að ofaní liðnum

almennt.

5.3 Málun

Öll málningarvinna skal vera fyrsta flokks og unnin af faglærðum mönnum. Verktaki skal

tryggja að næg lýsing sé til staðar til að góð áferð náist og að það sé næg loftun svo viðunandi

vinnuaðstæður skapist. Sparsla skal í nagla og skrúfu holur og aðrar misfellur á plötum. Eftir

slípun og rykþvott er ein umferð grunnmálunar og þrjár umferðir með góðri akrýlmálningu.

Gljástig málningar er 5% fyrir loft, 15% fyrir veggi og 30% á veggjum í votrýmum. Vanda

skal málun í allar skuggafúgur á milli vegg- og loftflata þar sem ekki koma kverklistar yfir.

Velja skal lit í samráði við eftirlitsmann verkkaupa.

Magntölur eru í fermetrum og er nettómagn skv teikningum. Öll glugga- og hurðaop stærri en

1m2 eru dregin frá við magnútreikninga. Innifalið í einingaverði skal vera allur kostnaður við

efni og vinnu, þ.m.t. allir tilheyrandi fylgihlutirs.s. sparsl, teyp, kítti, o.s.frv. Öll verð eru nettó

einingarverð.

Page 26: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

26

5.4 Innréttingar og hurður

Innréttingar og hurðir skal smíða og setja upp samkvæmt teikningum arkitekts og tilheyrandi

verklýsingum, þannig að uppfylltar séu fyllstu kröfur um gæði og góðan frágang, staðla, lög og

reglugerðir. Verktaki leggi fram staðfestingu á gæðum viðar, platna og fylgihluta, ss

skúffubrauta, lama og húna. Allar innréttingar og hurðar skuli vera vera valdar og samþykktur

af verkkaupa. Mæla skal fyrir öllum innréttingum og hurðum áður en smíði hefst.Skápar skulu

falla vel að veggjum og festa tryggilega. Hurðakarma skal festa með skrúfum undir slaglista.

Fleygar á milli karms og stoðar séu úr gegnheilu efni og límdir. Millisbil skal fyllt með

steinullartróði.

Magntölur eru í stk skv teikningum. Innifalið í einingaverði skal vera allur kostnaður við efni

og vinnu, þ.m.t. allar tilheyrandi festingar, lamir, bruatir, skrár, þröskuldar, þéttiefni,

áfellulistar að innrétttingum, o.s.frv. Öll verð eru nettó einingarverð.

5.5 Gólfefni og flísalögn

Gólf eru ýmist parket- eða flísalögð. Áður en gólfefni er lagt skal ganga úr skugga um að

byggingarraki sé farinn úr steypu. Í gólfum þar sem eru gólfhitarör skal lækka niður í

hitakerfi skv leiðbeiningum framleiðanda gólfefna áður en vinna hefst. Á gólf í stofu og

herbergjum komi harðparket. Parketið er lagt fljótandi og skal fylgja leiðbeiningum

framleiðanda varðandi skörun og fúgur við veggi. Undir parket sé hljóðdempandi dúkur amk

3mm. Við alla veggi komi gólflistar úr harðviði. Flísar eru brenndar leirflísar af vandaðri

gerð. Samræma skal fúgudeilingu milli gólf- og veggflata. Sérstaklega skal vanda til gólfs í

sturtubotni, s.s. að halli sé góður og að notað sé vatnshelt lím- og fúguefni. Sama á við um

flísar á veggjum í sturtuklefa. Í öll innhorn á flísalögðum vegg skal fúga vera kíttuð með

sveppafríu urethane kítti. Á samskeytum þar sem ólík gólfefni mætast skal koma fyrir

formbeygðum listum úr ryðfríu stáli. Rakaverja skal alla fleti undir flísalögn. Rakavörn skal

þola ágang vatns og hita 30°C. Sérstaklega skal vanda til verka í plötusamskeytum, horn og

kverkar á léttum veggjum.

Varðandi undirbúning, flísalögn og fúgun skal fara eftir RB sq. 3.003

Magntölur eru í fermetrum og er nettómagn skv teikningum. Innifalið í einingaverði skal vera

allur kostnaður við efni og vinnu, þ.m.t. hljóðdempunardúkur, lím, gólflistar fúguefni, flísalím,

kítti, o.s.frv. Öll verð eru nettó einingarverð.

Page 27: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

27

Efnisyfirlit

6 Laus búnaður ............................................................... bls.27

6.0 Laus búnaður almennt ..................................................... bls.27

6.0 Laus búnaður almennt

Allur laus búnaður skal vera af vandaðri gerð og skal hann valinn af verkkaupa. Öll vinna og

efni skal vera í samræmi við reglugerð um raforkuvirki, Byggingarreglugerð og ÍST 200:2006.

Raflagnaefni skal vera fyrsta flokks. Allt efni og búnaður skal vera CE merkt.

Page 28: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

28

Efnisyfirlit

7 Frágangur utanhúss ....................................... bls.29

7.0 Almennt ........................................................... bls.29

7.1 Útveggir ........................................................... bls.29

7.2 Einangrun og dúkur ....................................... bls.29

7.3 Gluggar og hurðir ........................................... bls.30

7.4 Bílskúrshurð .................................................... bls.30

Page 29: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

29

7 Frágangur utanhúss

7.0 Almennt

Til þessa kafla heyrir allur frágangur utanhús s.s. klæðning útveggja, þaks og þakkanta,

gluggar og útihurðir, frágangur við sökkul. Verktaki skal leggja fyrir verkkaupa nákvæma

útfærslu og útreikninga á festingum fyrir ystu klæðningu, atriði er varða tegund og þéttleika.

Allar málmklæðningar á þak og eru aluzink en á veggi skal setja slétta álklæðningu. Frekari

upplýsingar um lit gefur verkkaupa og hönnuður.

7.1 Útveggir

Utan á einbýlishús skal ysta klæðning vera ál sléttplötuklæðning. Litur hennar skal valinn af

verrkaupa. Klæðningin er fest á undirkerfi sem skal koma frá vönduðum aðila og sérsmíðað

fyrir klæðninguna og skal hún háð samþykki eftirlitsmanns. Ál undirkerfið skal festa með

múrbolta 8x80mm heitgalvaniseruðum og skal herða þá að að lágmarki 35-40 kN (hálfhring

eftir að róin er orðin stíf) Setja skal pappa undir allar veggfestingar og þar sem álið kemst í

snertingu við steininn. Sérbeygðar áfellur koma að gluggum þar sem álklæðning kemur.

Sléttplötu álklæðningin skal vera 2mm og skal festa hana samkvæmt leibeiningum frá

framleiðanda en þau skulu gerð fyrir notkun á sléttplötuklæðningar og skal litur þeirra vera sá

sami og á klæðningunni. Setja skal músanet við neðstu brún álklæðningar þar sem loftunin

kemur inn. Huga skal sérstaklega að því ef mögulegt slagregnvatn sleppur inn fyrir ystu

klæðningu eigi greiða leið út aftur, án þess að safnast fyrir og valda skemmdum. Ál aðfellur

skulu vera 1mm og sníðaðar í samráði við hönnuð og úttektaraðila verkkaupa. Klæðning utan á

bílageymsluna skal vera sléttplötuklæðning frá sama aðila og á einbýlishúsið, nota skal HG

festingakerfi frá áltak eða sambærilegt. Festa skal álundirkerfið á stoðirnar með franskri

skrúfu 8x70mm. Klæðningin á bílageymsluna er hnoðuð á líkt og í einbýlishúsinu. Ál

leiðararnir eru festir með ryðfríum borskrúfum 4,8x20mm

Magntölur eru í fermetrum og metrum eftir því sem við á og er nettómagn skv teikningum. Öll

glugga- og hurðaop stærri en 1m2 eru dregin frá við magnútreikninga. Innifalið í einingaverði

skal vera allur kostnaður við efni og vinnu, þ.m.t. allir tilheyrandi fylgihlutirs.s. áfellur,

faldlistar, skrúfur, saumur, vinnupallar o.s.frv. Öll verð eru nettó einingarverð

7.2 Einangrun og dúkur

Nota skal 125mm þéttull með vindpappa einangrun utan á einbýlishúsið en 150mm utan á

bílageymslu. Nota skal steinull frá steinulllarverksmiðjunni eða sambærilega einangrun.

Einangrunina skal festa með dýflum. Þéttullin skal vera 30 kg/m3 og vera rakavarin og með

gufuflæðimótstöðu minna en 20 pam

Magntölur eru í fermetrum og er nettómagn skv teikningum. Innifalið í einingaverði skal vera

allur kostnaður við efni og vinnu, þ.m.t. allir tilheyrandi fylgihlutirs.s. festingar og þ.h

Öll verð eru nettó einingarverð.

Page 30: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

30

7.3 Gluggar og útihurðir

Gluggar skulu vera trégluggar með loftræstri álklæðningu. Allir gluggar skulu vea CE vottaðir

og með íslenska gerðarvottun frá NMI. Miða skal við glugga frá BYKO/LAT eða

sambærilegum framleiðanda. Hafa skal hallandi föls í undirstykkjum á fögum og fræsa úr

karmastykkjum fyrir IPA gluggajárnum þar sem það á við. Allar brúnir eru rúnnaðar og allur

frágangur skal vera vandaður. Álkápan skal vera þannig að það sé góð loftun og gerðir fyrir

íslenskar aðstæður. Nota skal furu á alla glugga. Gler í gluggum skal vera tvöfalt flotgler með

að lágmarki U-gildi 2,0.

Mæla skal fyrir gluggum á staðnum. Glugga skal festa samkvæmt leiðbeiningum

framleiðanda. Þétta skal með Ilmut þanborða eða sambærilegu efni undir gluggastykki sem

kemur utandyra. Undir gluggastykki skal setja steinullartroð. Undir gluggastykki innandyra

skal setja þéttipulsu og kítta svo snyrtilega með gluganum. Velja skal vanda gerð af útihurðum

sem skulu vera vottaðar og gerðar fyrir íslenskar aðstæður. Vanda skal allan frágang og gæta

þess að regn komist ekki inn um hurðarkarminn. Nota skal sömu aðferð og lýst er hér fyrir

ofan með frágang á gluggum. Öll ísetning skal vera faglega og vel unnin. Verktaki skal taka öll

mál á staðnum og sannreyna máltökur á teikningum.

Magntölur eru heild. Einangarverð innifelur allt efni og vinnu við að mæla fyrir og ganga frá

gluggum eins og lýsing kveður á um. Öll verð eru nettó einingarverð.

7.4 Bílskúrshurð

Verktaki skal setja vandaða gerð af bílskúrshurð og skal velja hana í samráði við verktaka og

ráðgjafa verkkaupa. Bílskúrshurðin skal vera renni slétt. Ytra byrði hurðarinnar skal vera úr

tvöföldu stáli. Hurðin skal vera úr heilum flekum. Flekarnir eru samsettur úr frauði, stáli,

málmhúð (zink lag) og grunnmálningu. Hurðin skal vera með að lágmarki U-gildi 0,43. Nota

skal t.d TL brautarkerfi frá BYKO. Brautarkerfið skal vera með snúningsgormum. Velja skal

lit í samráði við verkkaupa.

Magntölur eru heild. Einangarverð innifelur allt efni og vinnu við að mæla fyrir og ganga frá

hurð eins ogleiðbeiningar frá framleiðanda kveða´ á um. Öll verð eru nettó einingarverð.

Page 31: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

31

Efnisyfirlit

8 Tilboðsskrá ....................................................... bls.32-43

8.1 Tilboðsblað ...................................................... bls.32

8.2 Hönnun og ráðgjöf .......................................... bls.33

8.3 Aðstaða og jarðvinna ....................................... bls.34

8.4 Burðarvirki ..................................................... bls.35-36

8.5 Lagnir .............................................................. bls.37-38

8.6 Rafkerfi ............................................................ bls.39

8.7 Frágangur innanhúss ...................................... bls.40-42

8.8 Laus búnaður ................................................... bls.42

8.9 Frágangur utanhúss ........................................ bls.43

Page 32: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

32

8.1 Tilboðsblað

Undirritaður gerir hér með eftirfarandi tilboð í Hafravellir, samkvæmt meðfylgjandi tilboðsskrá:

Heildartilboðsfjárhæð er með virðisaukaskatti.

TILBOÐIÐ SUNDURLIÐAST ÞANNIG:

FJÁRHÆÐ

0 HÖNNUN OG RÁÐGJÖF

5.700.000

1 AÐSTAÐA OG JARÐVINNA

5.894.087

2 BURÐARVIRKI

21.500.184

3 LAGNIR

7.430.537

4 RAFKERFI

3.450.000

5 FRÁGANGUR INNANHÚSS

15.349.496

6 LAUS BÚNAÐUR

5.000.000

7 FRÁGANGUR UTANHÚSS

13.865.108

8 FRÁGANGUR LÓÐAR

1.500.000

9 ANNAÐ

0

HEILDARTILBOÐSFJÁRHÆÐ MEÐ VSK: 79.689.412

Staður og dagsetning:

Nafn bjóðanda og kennitala:

Heimilisfang:

Sími:

Netfang:

Undirskrift bjóðanda:

Page 33: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

33

8.2 Hönnun og ráðgjöf

TILBOÐSSKRÁ

NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ

0 HÖNNUN OG RÁÐGJÖF 0.1 Hönnun 200 klst. 15.000 3.000.000

0.2 Ráðgjöf 100 klst. 15.000 1.500.000

0.3 Byggingarstjórn og eftirlit 1 Heild 1.200.000 1.200.000

KAFLI 0 - FÆRIST Á TILBOÐSBLAÐ:

5.700.000

Page 34: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

34

8.3 Aðstaða og jarðvinna

TILBOÐSSKRÁ

NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ

1 AÐSTAÐA OG JARÐVINNA 1.1 Aðstaða 1.1.1 Aðstaða 1.1.1.1 Aðstaða að fokheldi 1 heild 600.000 600.000

1.1.1.2 Aðstaða frá fok. Að tilb. 1 heild 200.000 200.000

1.1.2 Rekstur vinnusvæðis 1 heild 100.000 100.000

1.1.3 Bráðabirgðagirðing í kringum vinnusvæði 210 m 1.200 252.000

1.1.4 Hlið 1 heild 5.000 5.000

Kafli 1.1 Aðstaða samtals:

1.157.000

1.2 Jarðvinna 1.2.1 Gröftur

1.2.1.1 Gröftur notaður til fyllinga að húsi og í lóð 100 m³ 1.353 135.300

1.2.1.2 Uppgreftri ekið burt 380 m³ 1.932 734.160

1.2.1.3 Gröftur fyrir frárennslislögnum 91 m 6.771 616.161

1.2.1.4 Varnir og merkingar við lagnaskurði 1 heild 30.000 30.000

1.2.2 Fylling 1.2.2.1 Fylling undir undirstöður 260 m³ 4.462 1.160.120

1.2.2.2 Fylling inn í grunn 216 m³ 4.462 963.792

1.2.2.3 Fylling í lóð og að undirstöðum með uppgröfnu efni 100 m³ 925 92.500

1.2.2.4 Sandur í kringum snjóbræðslurör 317 lm 984 311.928

1.2.3 Einangrun sökkla og botnplötu 1.2.3.1 Einangrun sökkla, 75 mm 54 m² 2.529 136.566

1.2.3.2 Einangrun undir botnplötu, 75 mm 240 m² 2.319 556.560

Kafli 1.2 Jarðvinna samtals:

4.737.087

KAFLI 1 - FÆRIST Á TILBOÐSBLAÐ:

5.894.087

Page 35: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

35

8.4 Burðarvirki

TILBOÐSSKRÁ

NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ

2 BURÐARVIRKI 2.1 Steypumót 2.1.1 Mót fyrir undirstöður og botnplötu 2.1.1.1 Mót sökkklar, slétt mót 149 m² 7.483 1.114.967

2.1.2 Mót fyrir veggi og bita - sýnileg steypa 622 m² 7.482 4.653.804

2.1.3 Mót fyrir loftplötu 186 m² 5.971 1.110.606

Kafli 2.1 Steypumót samtals:

6.879.377

2.2 Bendistál 2.2.1 Steypustyrktarstál - K10 7.550 kg 307 2.317.850

2.2.2 Steypustyrktarstál - K12 3.300 kg 304 1.003.200

Kafli 2.2 Bendistál samtals:

3.321.050

2.3 Steinsteypa 2.3.1 Steypa í undirstöðum og botnpl. C-25 58 m³ 30.430 1.764.940

2.3.2 Steypa í útveggjum og loftapl.C-30 97 m³ 32.686 3.170.542

Kafli 2.3 Steinsteypa samtals:

4.935.482

2.4 Stálvirki 2.4.1 Bitaskór 55x185 11 stk 2.456 27.016

2.4.2 Vindtogbönd 40x3 mm 70 m 1.594 111.580

Kafli 2.4 Stálvirki samtals:

138.596

2.5 Trévirki 2.5.1 Útveggjagr, 50x150 mm c/c 60cm m/f 104 m² 6.928 720.512

2.5.2 Límtrésbitar 5,5x26,6 cm uppk. Mfestingu 88 lm 10.343 910.184

Kafli 2.5 Trévirki samtals:

1.630.696

Page 36: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

36

8.4 Burðarvirki framhald

TILBOÐSSKRÁ

NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ

2.6 Steyptar einingar 2.6.1 Ruslatunnu geymsla 1 m² 228.000 228.000

Kafli 2.6 Steyptar einingar samtals:

228.000

2.7 Þak

2.7.1 Þak íbúðarhúss klætt með EPDM dúk og einangrað. 186 m² 13.800 2.566.800

2.7.2 Rennur úr pl. O100 mm m/rennb. c/c 60 cm 7 m 4.964 34.748

2.7.3 Þak bíslkúrs klætt niðurlímdum EPDM dúk. 47 m² 7.000 329.000

2.7.4 Þaknf.rör,pl o75 mm, m/fest c/c 100cm 100 m 6.216 621.600

2.7.5 Borðaklæðning 25x150mm 47 m² 4.599 216.153

2.7.6 Siga Majcoat 47 m² 2.500 117.500

2.7.7 þakull með áföstum vindpappa 220mm 47 m² 5.325 250.275

2.7.8 Sperrur 50x225mm c/c 40cm 0 m² 8.320 0

2.7.9 Legtur 21 x 50mm c/c 40cm + Siga nailseling tape 88 m 2.100 184.800

2.7.10 Rakavarnarlag Þolplast 0,2 mm 47 m² 981 46.107

Kafli 2.7 Þak samtals:

4.366.983

KAFLI 2 - FÆRIST Á TILBOÐSBLAÐ:

21.500.184

Page 37: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

37

8.5 Lagnir

TILBOÐSSKRÁ

NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ

3 LAGNIR 3.1 Frárennslislagnir 3.1.1 Frárenslislagnir 3.1.1.1 Jarðvatnslögn 100mm Heild 122 m 4.500 549.000

3.1.1.2 Síjudúkur yfir lagnir 122 m 564 68.808 3.1.1.3 Hreinsibrunnur 2 stk 51.131 102.262

3.1.1.4 Affall hitaveitu PEH 32mm logn m sön. 25 m 695 17.375

3.1.1.5 Lok á hreinsibr. Fyrir létta umf. 2 stk 66.839 133.678 3.1.1.6 Skolplögn úti 100mm Heild 82 m 5.000 410.000 3.1.1.7 Gólf og sökkulmát 1 stk 103.976 103.976

Kafli 3.1 Frárennslislagnir samtals:

1.385.099

3.2 Vatnslagnir 3.2.1 Vatnslagnir

3.2.1.1 lögn á milli húsa 24 m 6.500 156.000 3.2.1.2 rör í rör DN20 með tengjum 26 m 4.184 108.784 3.2.1.3 rör í rör DN15 með tengjum 58 m 3.398 197.084 3.2.1.4 dreifikista stútar 18 stk 3.463 62.334 3.2.1.5 tengi í vegg 18 stk 8.479 152.622

Kafli 3.2 Vatnslagnir samtals:

676.824

3.3 Hitalagnir 3.3.1 rör í rör DN15 140 m 3.398 475.720

3.3.2 dreifikista stútar 16 stk 3.463 55.408 3.3.3 tengi í vegg 16 stk 8.479 135.664 3.3.4 lögn á milli húsa 26 m 6.500 169.000 3.3.5 ofnar

3.3.5.1 OFN 21 600X1400 m/loka og hitanema 6 stk 78.760 472.560

3.3.5.2 OFN 21 600X1200 m/loka og hitanema 1 stk 74.000 74.000

3.3.5.3 OFN 21 600X700 m/loka og hitanema 1 stk 64.000 64.000

3.3.5.4 OFN 11 600X1400 m/loka og hitanema 1 stk 69.000 69.000

3.3.6 Gólfhiti 3.3.6.1 Gólfgeislalögn o16 mm pex m/fest 468 m 649 303.732

3.3.6.2 Einangrun 10x1m 10m2 25mm 20 m² 2.500 50.000 3.3.6.3 útveggjaborði 50 m 500 25.000 3.3.6.4 Gólfhitakista 4+4 m/fest 1 stk 60.000 60.000 3.3.6.5 Gólfhitakista 3+3 m/fest 1 stk 55.000 55.000 3.3.6.6 Endi m/handv.Loftskr. 2 stk 7.000 14.000 3.3.6.7 Endi m/sjálfv.Loftskr. 1 stk 10.000 10.000 3.3.6.8 Kúluloki 1" Gólfhita 4 stk 7.000 28.000 3.3.6.9 Tengiró 16x2,0 - 3/4 IPA 14 stk 953 13.342 3.3.6.10 Hitanemi þráðlaus 868 MHz 3 stk 16.200 48.600 3.3.6.11 Bretti 5 rása 1 stk 63.000 63.000 3.3.6.12 Mótorloki 24V 3 stk 8.650 25.950 3.3.6.13 Uppblöndun m/upps. Og stillingu 2 stk 220.000 440.000 3.3.7 Snjóbræðsla

3.3.7.1 25mm snjóbræðslurör sdr 11 m/ millisl 38 m 2.000 76.000

Kafli 3.3 Hitalagnir samtals:

2.727.976

Page 38: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

38

8.5 Lagnir framhald

3.4 Tækjabúnaður 3.4.1 Neysluvatn

3.4.1.1 Forhitaragrind fyrir neysluvatn M/ATVQ 1 Stk 297.590 297.590

3.4.1.2 Miðstöð

3.4.1.3 Inntaksgrind m/slauful. Og þrýstijafnara 1 Stk 245.000 245.000

3.4.1.4 Lokað kerfi fyrir miðstöð 1 Stk 318.000 318.000

3.4.1.5 Álpex N-Tengi 20-1/2 IPA 10 Stk 2.100 21.000

3.4.1.6 Hraðloki 3/4 10 Stk 4.000 40.000

3.4.1.7 N-Union 1/2 Beinn 10 Stk 1.500 15.000

3.4.2. Snjóbræðsla 3.4.2.1 N-Tengi p-J 25-3/4" 4 Stk 2.000 8.000

3.4.2.2 Hraðloki 3/4" 5 Stk 4.000 20.000

3.4.2.3 TE 3/4" 5 Stk 700 3.500

3.4.2.4 OV stillité 3/4" beint 2 Stk 6.000 12.000

3.4.2.5 Hitamælir 60 2 Stk 3.000 6.000

3.4.2.6 TÉ 3/4"-1/2"-3/4" 2 Stk 1.000 2.000

3.4.2.7 N-Union 3/4" Beinn 5 Stk 2.000 10.000

3.4.2.8 Dæla VA 35/180 (UPS 25-40) 1 Stk 60.000 60.000

3.4.2.9 Unions 1 1/2"-3/4" 1 Stk 5.000 5.000

3.4.2.10 OV hitanemi 10-40C 1 Stk 40.000 40.000

3.4.2.11 OV 1/2" lokiBeinn 1 Stk 5.000 5.000

3.4.2.12 Einstreimisloki 3/4" 1

4.000 4.000

Kafli 3.4 Loftræsilagnir samtals:

1.112.090

3.5 Hreinlætistæki 3.5.1 Sturtukl.80x80 cm m/blt. Vandaður 1 stk 373.388 373.388

3.5.2 Handlaug í borðpl.m/blöndunart.og tilh. 2 stk 124.607 249.214

3.5.3 Vatnssalerni upph. m/innb. Vatnskassi 2 stk 171.524 343.048

3.5.4 Eldhúsvaskur m/blöndunart, vatnsl. Oth 1 stk 147.946 147.946

3.5.5 Baðkar m/blöndunart.vatnsl. Og tilh. 1 stk 205.577 205.577

3.5.6 Stálv. 800x600 m.borði.blt.oth. 1 stk 204.566 204.566

3.5.7 Þvottavélakr. 1 stk 4.809 4.809

Kafli 3.5 Hreinlætistæki samtals:

1.528.548

KAFLI 3 - FÆRIST Á TILBOÐSBLAÐ:

7.430.537

Page 39: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

39

8.6 Rafkerfi

TILBOÐSSKRÁ

NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ

4 RAFKERFI 4.1 Raflagnir í steypu 4.1.1 Raflagnir í steinsteypt hús 4.1.1.1 Raflögn per m² viðmiðun hús 182 m² 15.000 2.730.000

4.1.1.2 Raflögn per m² viðmiðun bílageymsla 48 m² 15.000 720.000

Kafli 4.1 Raflagnir í steypu samtals:

3.450.000

KAFLI 4 - FÆRIST Á TILBOÐSBLAÐ:

3.450.000

Page 40: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

40

8.7 Frágangur innanhúss

TILBOÐSSKRÁ

NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ

5 FRÁGANGUR INNANHÚSS 5.1 Múrverk 5.1.1 Húðun 5.1.1.1 Grófhúðun steyptra veggja 405 m² 4.491 1.818.855

5.1.1.2 Fínhúðun steyptra veggja 405 m² 1.058 428.490

5.1.1.3 Grófhúðun steyptra Lofta 186 m² 4.782 889.452

5.1.1.4 Fínhúðun steyptra Lofta 186 m² 1.058 196.788

5.1.2 Flotgólf 60 mm (m/dælingu) 186 m² 7.183 1.336.038

5.1.3 Múra að gluggum 72 m² 1.303 93.816

Kafli 5.1 Múrverk samtals:

4.763.439

5.2 Léttir veggir og klæðningar

5.2.1

Innv.70/60 stálgr.2x2 13mm vgþgpl.+ein. 36 m² 14.630 526.680

5.2.2 Innv.70/60 stálgr.2x1 13mm gpl.+ein. 15 m² 14.630 219.450

5.2.3 Innv.70/60 stálgr.2x1 13mm vþgpl.+ein. 6

14.630 87.780

5.2.4 Loftagr. u/sperrur 45x45mm c/c 600mm 43 m² 2.049 88.107

5.2.5 Loftagr. u/sperrur 45x45mm c/c 600mm 43 m² 2.049 88.107

5.2.6 Loftaklæðning gipsplötur 13mm 43 m² 3.469 149.167

Kafli 5.2 Léttir veggir og klæðning samtals:

1.159.291

5.3 Málun 5.3.1 Málun innv. Gifs,sp.gr.+3 umf.akrylm. 114 m² 3.400 387.600

5.3.2 Málun fính. Innveggja gr.+3 umf.akrylm. 405 m² 1.300 526.500

5.3.3 Málun fính. Lofta gr.+3 umf.akrylm. 186 m² 1.300 241.800

Kafli 5.3 Málun samtals:

1.155.900

Page 41: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

41

8.7 Frágangur innanhúss framhald

5.4 Innréttingar og hurðir 5.4.1 Eldhúsinnrétting með Borðplötu og tækjum 1 heild 2.000.000 2.000.000

5.4.2 Baðinnrétting yfir og undirsk. Vönduð 1 heild 360.107 360.107

5.4.3 Fataskápur m/sléttri hurð vandaður 6 stk 172.214 1.033.284

5.5.1 Innihurðir - kröfulausar 5.5.2 IH-01 Hægri 6 stk 151.557 909.342

5.5.3 IH-02 Vinstri 2 stk 151.557 303.114

Kafli 5.4 Innréttingar og hurðir samtals:

4.605.847

5.6 Parket og flísalögn 5.6.1 Gegnheilt viðarparket 153 m² 12.000 1.836.000

5.6.3 Flísar á gólf meðal dýrar 33 m² 20.011 660.363

5.6.4 Flísar á vegg meðal dýrar 57 m² 19.796 1.128.372

5.6.5 Spegill felldur inn í flísalögn. 2 m² 20.142 40.284

Kafli 5.6 parket og flísalögn

3.665.019

KAFLI 5 - FÆRIST Á TILBOÐSBLAÐ:

15.349.496

Page 42: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

42

8.8 Laus búnaður

TILBOÐSSKRÁ

NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ

6 LAUS BÚNAÐUR 6.1 Laus búnaður 6.1.1 eldhúsbúnaður ofl. Viðmið 1 heils 5.000.000 5.000.000

Kafli 6.1 Laus búnaður samtals:

5.000.000

KAFLI 6 - FÆRIST Á TILBOÐSBLAÐ:

5.000.000

Page 43: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

43

8.9 Frágangur utanhúss

TILBOÐSSKRÁ

NR. HEITI VERKÞÁTTAR MAGN EINING EININGARVERÐ HEILDARVERÐ

7 FRÁGANGUR UTANHÚSS 7.1 Trésmíði 7.1.1 Klæðning íbúðarhús

7.1.1.1 Undirkerfi Triple-S eða samb. 216 m² 8.500 1.836.000

7.1.1.2 Einangrun 150mm 216 m² 3.500 756.000

7.1.1.3 Slétttplötukl.2mm 216 m² 15.343 3.314.088

7.1.2 Klæðning Bílageymslu

7.1.2.1 Undirkerfi HG eða samb. 104 m² 8.500 884.000

7.1.2.2 Einangrun 150mm 104 m² 3.302 343.408

7.1.2.3 Siga majvest vind og vatnsvörn eða sam. 104 m² 2.000 208.000

7.1.2.4 Slétttplötukl.2mm 104 m² 15.343 1.595.672

Kafli 7.2 Trésmíði samtals:

8.937.168

7.2 Gluggar, gler og útihurðir 7.2.1 Gluggi G1 6 stk 205.000 1.230.000

7.2.2 Gluggi G2 3 stk 246.000 738.000

7.2.3 Gluggi G3 1 stk 205.000 205.000

7.2.4 Gluggi G5 5 stk 45.000 225.000

7.2.5 Hurð H1 1 stk 380.000 380.000

7.2.6 Hurð H2 1 stk 450.000 450.000

7.2.7 Hurð H3 1 stk 290.000 290.000

7.2.8 Bílskúrshurð H4 2 stk 704.970 1.409.940

Kafli 7.5 Gluggar, gler og útihurðir samtals:

4.927.940

KAFLI 7 - FÆRIST Á TILBOÐSBLAÐ:

13.865.108

Page 44: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

44

Efnisyfirlit

9 Burðarþolsútreikningar .................................. bls.45-47

9.1 Þaksperrur á bílageymslu ............................... bls.45

Page 45: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

45

9 Burðarþolsútreikningar

9.1 Þaksperrur á bílageymslu

Samantekt á álagi fyrir þaksperru bílskúrs.

Stærð límtréssperru.

L: 7770 mm

B: 55 mm

H: 266 mm

𝐸𝑖𝑔𝑖𝑛þ𝑦𝑛𝑔𝑑(𝐺) 𝑘𝑁𝑚2⁄ * c/c 0,6

𝑆𝑛𝑗óá𝑙𝑎𝑔 𝑘𝑁𝑚2⁄ * c/c 0,6

𝑉𝑖𝑛𝑑á𝑙𝑎𝑔 𝑘𝑁𝑚2⁄ * c/c 0,6

Tafla 2

Álag kN/m2 c/c 600 kN/m

Eiginþyngd 1 0,38 0,23

Snjóálag 1,68 1,01

Vindálag -2,76 -1,66

Samantekt á álagi (G)

Efni kN/m2 skv

EPDM 0,01 Technical Information Sheet

Undirlekta 0,007 Table A3

Siga Majcoat 0,002 Siga.ch

Sperrur 0,06 Table A3

Þakull 0,066 steinull.is

Loftagrind 0,01 Table A3

Loftagrind 0,01 Table A3

Loftaklæðning 0,2 áætlað

Samtals 0,38

Eiginþyngd þaks c/c 600 (G)

Tafla 1

Page 46: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

46

Álagsfléttur

𝐹𝑙é𝑡𝑡𝑎 1 = 𝐺 ∗ 1.35 + 𝑄𝑠 ∗ 1.5

𝐹𝑙é𝑡𝑡𝑎 2 = 𝐺 ∗ 1.35 + 𝑄𝑣 ∗ 1.5

Tafla 3

𝑅𝑎 = 𝑅𝑏 = 1

2∗ 𝑞 ∗ 𝑙

𝑅𝑎 = 𝑅𝑏 = 1

2∗ 1,82 ∗ 7,77 = 7,06 kN/m

𝑅𝑎 = 𝑅𝑏 = 1

2∗ −2,18 ∗ 7,77 = −8,47 kN/m

𝑀𝑚𝑎𝑥 = 1

8∗ 𝑞 ∗ 𝐿2 <

𝑓𝑚,𝑑 ∗ 𝐵 ∗ 𝐻2

6

𝑀𝑚𝑎𝑥 = 1

8∗ 1,82 ∗ 7,772 = 13,707 <

𝑓𝑚,𝑑 ∗ 𝐵 ∗ 𝐻2

6

Snjór

𝑀𝑚𝑎𝑥 = 1

8∗ 1,82 ∗ 7,772 = 13,707𝑘𝑁/𝑚 <

23,04 ∗ 0,055 ∗ 0,2662

6 14,99𝑘𝑁/𝑚

Vindur

𝑀𝑚𝑎𝑥 = 1

8∗ −2,18 ∗ 7,772 = −16,45𝑘𝑁/𝑚 <

28,16 ∗ 0,055 ∗ 0,2662

6 18,32𝑘𝑁/𝑚

Fléttur (G) kN/m álgsstuðull (q) snjó kN/m álgsstuðull 2 (q) vindur kN/m Samtals

1 0,23 1,35 1,01 1,5 1,816295

2 0,23 1,35 1,5 -1,66 -2,1797

Álagsfléttur Fyrir þak c/c 600

Page 47: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

47

Tafla 4

Tafla 5

𝑉 =

32 ∗ 𝑅𝑎

23 ∗ 𝐵 ∗ 𝐻

< 𝑓𝑣,𝑑

Snjór

𝑉 =

32

∗ 7,06

23 ∗ 0,055 ∗ 0,266

= 1,084 𝑀𝑝𝑎 < 𝑓𝑣,𝑑 = 2,74 (𝑆𝑗á 𝑇ö𝑓𝑙𝑢 6)

Vindur

𝑉 =

32 ∗ −8,47

23 ∗ 0,055 ∗ 0,266

= −1,300 𝑀𝑝𝑎 < 𝑓𝑣,𝑑= 3,34 (𝑆𝑗á 𝑡ö𝑓𝑙𝑢 6)

Eins og útreikningar sýna erum við vel yfir mörkum.

En þrátt fyrir það var ekki hægt að hafa þversniðið á bitanum minna.

Flétta RA=RB (kN) M (kNm)

Snjó 7,06 13,70687553

Vind -8,47 -16,44938802

þak c/c 600 (G)

Fléttur Vægiþol kNm Skerkkraftur Mpa Skerþol

1 MR,d sperru v/snjó 14,99 τmax Bita 1,083585163 < fv,d

2 MR,d sperru v/vind 18,32 τmax Bita -1,30039211 < fv,d

Vægi og skerþol fyrir þak Fyrir þak c/c 600 GL32h Límtré

fm,k 32

fv,k 3,8

ft,90,k 0,5

E 13700

kmod vind 1,1

kmod snjór 0,9

ϒM 1,25

fm,d vindur 28,16

fm,dsnjór 23,04

fv,d 3,34

fv,d 2,74

G 850

E0,05 11100

Rúmþyngd ρ 430

fc,90,k 3,3

GL32h Límtré

Tafla 6

Page 48: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

48

Efnisyfirlit

10 Varmatapsútreikningar .................................. bls.49

10.1 Hitatap herbergi 101-105 ................................ bls.49

10.2 Hitatap herbergi 106-109 ................................ bls.50

10.3 Hitatap herbergi 109-112 og samantekt ....... bls.51

10.4 U-gildi einbýlishús .......................................... bls.52

10.5 U-gildi bílageymsla ......................................... bls.53

Page 49: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

49

10 Varmatapsútreikningar

10.1 Hitatap herbergi 101-105

Nr. Skýring: hiti og loftskipti Breidd/

Ibúð 101 Skýringar K - tala Lengd Hæð Flatarm. Hitamism. Leiðni Loftunar Átt Aukning Heildar Heildar Skýringar

Lengd Breidd Hæð Flatarm Rúmmál W/m2 °C m m m2 ∆t tap tap á tap loftunartap hitatap

m m m m2 (V) m3 frádregin °C kxAxdt 0.36xnxVxdt

gluggaop W W % W W

101 Heiti Gólf 0,24 0 0 26,50 15 95

Loft 0,2 0 0 26,50 35 186 721 S 0 721 n 0,8

2,7 26,5 71,6 Útveggur 0,36 3,7 2,7 9,99 35 126

Gluggi 2,0 0 0 0,00 35 0

Hurð 2,0 0 0 0,00 35 0

W/m °C lengd

Kuldabrú 0,9 0 35 0

407 1128

Aukaálag v/kaldra flata 3 1162

102 Heiti Gólf 0,24 0 0 14,0 15 50

Loft 0,2 0 0 14,0 35 98 381 S 0 381 n 0,8

2,7 14,0 38 Útveggur 0,36 8,3 2,7 20,2 35 255

Gluggi 2,0 1,7 1,3 2,2 35 155

Gluggi 2,0 0 0 0,0 35 0

W/m °C lengd

Kuldabrú 0,9 0 35 0

558 939

Aukaálag vegna kaldra flata 6 995

103 Heiti Gólf 0,24 0 0 7,00 15 25

Loft 0,2 0 0 7,00 35 49 191 S 0 191 n 0,8

2,7 7,0 18,9 Útveggur 0,36 2,7 2,7 3,84 35 48

Hurð 2,0 1,5 2,3 3,45 35 242

W/m °C lengd

Kuldabrú 0,9 0 35 0

364 555

Aukaálag v/kaldra flata 3 571

104 Heiti Gólf 0,24 0 0 7,30 15 26

Loft 0,2 0 0 7,30 35 51 199 S 0 199 n 0,8

0 0 2,7 7,3 19,7 Útveggur 0,36 6 2,7 13,99 35 176

, Gluggi 2,0 1,7 1,3 2,21 35 155

Gluggi 2,0 0 0 0,00 35 0

W/m °C lengd

Kuldabrú 0,9 0 35 0

408 607

Aukaálag v/kaldra flata 6 643

105 Heiti Gólf 0,24 0 0 15,10 15 54

Loft 0,2 0 0 15,10 35 106 411 S 0 411 n 0,8

0 0 2,7 15,1 40,8 Útveggur 0,36 4 2,7 8,59 35 108

Gluggi 2,0 1,7 1,3 2,21 35 155

W/m °C lengd

Kuldabrú 0,9 0 35 0

423 834

Aukaálag v/kaldra flata 3 859

HERBERGI BYGGINGAHLUTAR HITATAP

1 útveggur og gólf

Herbergi

Sjónvarpshol/gangur

1 útveggur og gólf

Hornherbergi

2 útveggir og gólf

Anddyri

1 útveggur og gólf

Snyrting

2 útveggir og gólf

Page 50: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

50

10.2 Hitatap herbergi 106-109

Nr. Skýring: hiti og loftskipti Breidd/

Ibúð 101 Skýringar K - tala Lengd Hæð Flatarm. Hitamism. Leiðni Loftunar Átt Aukning Heildar Heildar Skýringar

Lengd Breidd Hæð Flatarm Rúmmál W/m2 °C m m m2 ∆t tap tap á tap loftunartap hitatap

m m m m2 (V) m3 frádregin °C kxAxdt 0.36xnxVxdt

gluggaop W W % W W

106 Heiti Gólf 0,24 0 0 11,90 15 43

Loft 0,2 0 0 11,90 35 83 324 S 0 324 n 0,8

2,7 11,9 32 Útveggur 0,36 3,1 2,7 6 35 78

Gluggi 2,0 1,7 1,3 2 35 155

W/m °C lengd

Kuldabrú 0,9 0 35 0

358 682

Aukaálag vegna kaldra flata 3 703

107 Heiti Gólf 0,24 0 0 16,6 15 60

Loft 0,2 0 0 16,6 35 116 452 S 0 452 n 0,8

2,7 16,6 45 Útveggur 0,36 4,4 2,7 9,7 35 122

Gluggi 2,0 1,7 1,3 2,2 35 155

W/m °C lengd

Kuldabrú 0,9 0 35 0

453 904

Aukaálag vegna kaldra flata 3 931

108 Heiti Gólf 0,24 0 0 74,3 15 267

Loft 0,2 0 0 74,3 35 520 2022 S 0 2022 n 0,8

2,7 74,3 201 Útveggur 0,36 25,5 2,7 57,8 35 728

Gluggi 2,0 1,7 1,3 2,2 35 155

Gluggi 2,0 1,7 1,3 2,2 35 155

Gluggi 2,0 1,7 1,3 2,2 35 155

Gluggi 2,0 1,7 1,3 2,2 35 155

Gluggi 2,0 1,7 1,3 2,2 35 155

W/m °C lengd

Kuldabrú 0,9 0 35 0

2289 4312

Aukaálag vegna kaldra flata 9 4700

109 Heiti Gólf 0,24 0 0 7,3 15 26

Loft 0,2 0 0 7,3 35 51 199 S 0 199 n 0,8

2,7 7,3 20 Útveggur 0,36 1,9 2,7 3,1 35 39

Hurð 2,0 0,9 2,3 2,1 35 145

W/m °C lengd

Kuldabrú 0,9 0 35 0

261 460

Aukaálag vegna kaldra flata 3 473

HERBERGI BYGGINGAHLUTAR HITATAP

Baðherbergi

1 útveggur og gólf

Hjónaherbergi

1 útveggur og gólf

Stofa/eldhús

3 útveggir og gólf

Þvottahús

1 útveggur og gólf

Page 51: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

51

10.3 Hitatap herbergi 110-111 og samantekt

110 Heiti Gólf 0,24 0 0 7,6 15 27

Loft 0,2 0 0 7,6 35 53 79 S 0 79 n 0,3

2,75 7,6 21 Útveggur 0,36 6,1 2,75 16,1 35 202

Gluggi 2,0 0,6 0,6 0,4 35 25

Gluggi 2,0 0,6 0,6 0,4

W/m °C lengd

Kuldabrú 0,9 0 35 0

308 387

Aukaálag vegna kaldra flata 6 410

111 Heiti Gólf 0,24 0 0 37,0 15 133

Loft 0,2 0 0 37,0 35 259 1119 S 0 1119 n 0,8

3 37,0 111 Útveggur 0,4 18,4 3 40,5 35 566

Hurð 2,0 0,9 2,3 2,1 35 145

Hurð 2,0 2,3 2,6 6,0 35 419

Hurð 2,0 2,3 2,6 6,0 35 419

Gluggi 2,0 0,6 0,6 0,4 35 25

Gluggi 2,0 0,6 0,6 0,4 35 25

W/m °C lengd

Kuldabrú 0,9 0 35 0

1991 3110

Aukaálag vegna kaldra flata 9 3390

Samtals 225 618 Samtals flutt hitatap (W) 14838

Samtals W á m2 66

Samtals W á m324

3 útveggir og gólf

Bílskúr

Geymsla

2 útveggir og gólf

Page 52: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

52

10.4 U-gildi einbýlishús

Útveggur ein. að utand

[m]

λ [W/mK]

R

[m²K/W]

Ytra yfirborð 0,13

Klæðning 0,060 0,16 -

Loftræst bil 0,020 -

Einangrun 0,150 0,035 4,29

Steyptur veggur 0,18 1,95 0,09

Innra yfirborð 0,13

Alls (ΣR) 4,64

[W/m²K]

U' 0,22

ΔU (einangrað í einu lagi) 0,01

ΔU-vinklar 0,12

ΔU-dýflur 0,01

Kólnunartala U 0,36

Gólfplatad

[m]

λ [W/mK]

R

[m²K/W]

Innra yfirborð 0,17

Steypt gólfplata 0,120 1,95 0,06

Einangrun 0,100 0,039 2,56

Jarðvegur 1,5

Alls (ΣR) 4,30

[W/m²K]

U' 0,23

ΔU (einangrað í einu lagi) 0,01

Kólnunartala U 0,24

Viðsnúið þakd

[m]

λ [W/mK]

R

[m²K/W]

Ytra yfirborð 0,04

möl 0,100 1,4 0,07

Sandur 0,000 1,5 0,00

Jaðrvegsfilt 0,005 0,52 0,01

Polystyren einangrun 0,245 0,034 7,21

EPDM dúkur 0,001 0,26 0,00

Ílögn 0,000 1,4 0,00

Steypt plata 0,220 1,95 0,11

Innra yfirborð 0,10

Alls (ΣR) 7,54

[W/m²K]

U' 0,13

ΔUr 0,07

ΔU (einangrað í tveimur lögum) -

Kólnunartala U 0,20

Byggingareglugerðarlágmark = 0,2

Byggingareglugerðarlágmark = 0,4

Byggingareglugerðarlágmark = 0,3

Page 53: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

53

10.5 U-gildi bílageymsla

Gólfplatad

[m]

λ [W/mK]

R

[m²K/W]

Innra yfirborð 0,17

Steypt gólfplata 0,120 1,95 0,06

Einangrun 0,100 0,039 2,56

Jarðvegur 1,5

Alls (ΣR) 4,30

[W/m²K]

U' 0,23

ΔU (einangrað í einu lagi) 0,01

Kólnunartala U 0,24

Létt timburþakd

[m]

λ [W/mK]

R

[m²K/W]

Klæðning 0,15

Loftbil 0,045 0,08

Sperrur + Einangrun 0,220 0,047 4,68

Lagnagrind 0,025 0,14 0,18

Loftaklæðning 0,013 0,14 0,09

Innra yfirborð 0,10

Alls (ΣR) 5,28

[W/m²K]

U' 0,19

ΔU (einangrað í tveimur lögum) -

Kólnunartala U 0,19

Léttur útveggurd

[m]

λ [W/mK]

R

[m²K/W]

Klæðning + ytra yfirborð 0,15

Loftræst bil / lektur 0,020 0,08

Krossviður 0,000 0,14 0,00

Einangrun /stoðir 0,125 0,047 3,19

Lagnagrind óloftræst 0,034 0,14 0,18

Klæðning 0,013 0,14 0,09

Innra yfirborð 0,13

Alls (ΣR) 3,82

[W/m²K]

U' 0,26

ΔU (einangrað í einu lagi) 0,01

Kólnunartala U 0,27

Byggingareglugerðarlágmark = 0,4

Byggingareglugerðarlágmark = 0,3

Byggingareglugerðarlágmark = 0,2

Page 54: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

54

Efnisyfirlit

11 Lagnaútreikningar ......................................... bls.55

11.1 Ofnaskrá .......................................................... bls.55

11.2 Gólfhiti ............................................................. bls.55

11.3 Snjóbræðsla ..................................................... bls.55

11.4 Samtímarennsli neysluvatns ........................... bls.56

11.5 Frárennsli ........................................................ bls.57

Page 55: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

55

11.1 Ofnaskrá

11.2 Gólfhiti

11.3 Snjóbræðsla

Ofn Heiti rýmis Varmaþ. Ofnaval Tegund Hæð Lengd Afköst Rennli A C

nr. Wött mm mm Wött l/klst. B D

101 Sjónvarpsshol 1162 VOR-YL 21 600 1400 1229 25 C-D

102 Hornherbergi 995 VOR-YL 21 600 1200 1054 21 C-D

103 Anddyri 571 VOR-YL 21 600 700 615 12 A-B

104 Herbergi 859 VOR-YL 11 600 1400 873 18 C-D

105 Hjónaherbergi 931 VOR-YL 21 600 1400 1229 20 C-D

106 Stofa VOR-YL 21 600 1400 1229 25 C-D

107 Stofa VOR-YL 21 600 1400 1229 25 C-D

108 Stofa VOR-YL 21 600 1400 1229 25 C-D

109 Borðstofa/eldhús VOR-YL 21 600 1400 1229 25 C-D

Samtals 9218 9916 198

4700

Hafravellir 1Ofnaskrá Rennsli ofns miðast við ΔTV= 40°C Ofnastærðir miðast við ΔTM= 35°C

Rennsli miðast við ΔTM= 8°C

Slaufa Heiti rýmis Varmaþ. Lengd Afköst Rennli Hraði Millibil

nr. Wött m Wött l/klst. m/s mm

101 Snyrting 643 75 643 69 0,17 100

102 Baðherbergi 703 82 703 76 0,19 100

103 Þvottahús 473 44 473 51 0,12 100

104 Geymsla 410 45 410 44 0,11 150

105 Bílskúr 71 1074 115 0,28 150

106 Bílskúr 78 1180 127 0,31 150

106 Bílskúr 75 1135 122 0,30 150

Samtals 5619 5618 604

Hafravellir 1Gólfhiti

3390

Snjóbræðsla Rennsli miðast við ΔTM= 20°C

Slaufa Afköst. Lengd Rennli Hraði Millibil

nr. Wött m l/klst. m/s mm

101 5663 151 243 0,21 250

102 6225 166 268 0,23 250

11888 317 511

Hafravellir 1

Page 56: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

56

11.4 Samtímarennsli neysluvatns

Útreikningur fyrir neysluvatn.

1. íbúð Fjöldi íbúða 1

Tæki Notkun

l/sek FJÖLDI

1. íbúð

Handlaug 0,05 2 0,1 0,05

sturta 0,15 1 0,15 0,15

Baðkar 0,15 1 0,15 0,15

Skolvaskur 0,2 1 0,2 0,2 Kw= 72

Heitur pottur 0,35 0 0 0

0 dT= 55

Vs 0,1 2 0,1 0,1

0

Garðkrani 0,1 1 0,1 0,1 l/sek

Eldhúsvaskur 0,1 1 0,1 0,1 qN= 0,2

Qt= 0,9

Summa grunngilda: 0,9

qt=qN+0.015(Qt-qN)+0.12 Qt-qnl/sek

Mesta samtímarennsli ákvarðast eftir formúlunni:

Mesta samtímarennsli:(qt)= 0,311 l/sek

Page 57: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

57

11.5 Frárennsli

Mesta úrkoma í Reykjavík er 57 (57/ls/ha)³þannig 100mm þakrenna og 75mm

þakrennurör sem síðar tengist 110mm frárennslisröri er í lagi.

Page 58: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

58

12 Gátlisti Byggingarfulltrúa

Page 59: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

59

12 Gátlisti Byggingarfulltrúa

Page 60: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

60

13 Umsókn um byggingarleyfi

Page 61: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

61

14 Heimildaskrá

Byggingarlykill Hannarrs 1.Júlí 2015

http://www.hannarr.com/ Byggingarereglugerð nr.112/2012

http://www.mannvirkjastofnun.is/byggingar/byggingarreglugerd/ http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/Leidbeingingarblod---112_2012---i-gildi/6.7.6%20Lofth%C3%A6%C3%B0%20og%20birtuskilyr%C3%B0i-3.0%20-%20Copy%20(1).pdf http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/Leidbeingingarblod---112_2012---i-gildi/6.7.8%20%C3%8Db%C3%BA%C3%B0arherbergi-2.0.pdf http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/Leidbeingingarblod---112_2012---i-gildi/6.7.10%20%20Ba%C3%B0herbergi%20og%20snyrtingar-3.0.pdf http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/Leidbeingingarblod---112_2012---i-gildi/6.7.11%20%20%20%C3%9Evottaherbergi%20%C3%ADb%C3%BA%C3%B0a-3.0.pdf http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/Leidbeingingarblod---112_2012---i-gildi/6.7.7%20Eldh%C3%BAs-3.0.pdf http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/Leidbeingingarblod---112_2012---i-gildi/9.5.5%20Bj%C3%B6rgunarop%20-1.0.pdf http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/Leidbeingingarblod---112_2012---i-gildi/6.4.3%20%20%20%20%20Dyr%20innanh%C3%BAss-3.0.pdf http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/9.4.2%20Sj%C3%A1lfvirk%20brunavi%C3%B0v%C3%B6run%20-%201.0.pdf http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Leidbeiningarblod/Leidbeingingarblod---112_2012---i-gildi/16.1.1%20Almennar%20kr%C3%B6fur-1.0.pdf Byko

https://www.byko.is/byggingavorur/fagupplysingar/fagsala/gluggar-og-hurdir/ https://www.byko.is/byggingavorur/fagupplysingar/gluggar-og-hurdir/bilskurs--og-idnadarhurdir/ https://www.byko.is/byggingavorur/lagnadeild/ Gyproc gips

http://gyproc.se/

Page 62: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

62

http://ehandbok.gyproc.se/Gyproc/GyprocHandbok/ Siga

http://www.siga.ch/en/contents/classic.html http://www.siga.ch/en/product-overview.html?&frage=465 https://www.youtube.com/watch?v=BjexBYE-8Xg Leiðbeiningar frá Agnar Snædal

Danfoss hitastýribúnaður

http://www.danfoss.com/Iceland/BusinessAreas/Heating/Products/ Límtré vírnet

http://limtrevirnet.is/voruskra/limtre/taekniupplysingar/ http://limtrevirnet.is/voruskra/klaedningar/thak/bara-18/

Áltak

http://altak.is/is/uti-efni/veggklaedningar/slettplotuklaedningar/ http://altak.is/is/uti-efni/al_undirkerfi/hg_undirkerfi/ http://altak.is/is/uti-efni/al_undirkerfi/triple_-_s/ Framkvæmdasýsla ríkisinns. http://fsr.is/Stodludform/Leidbeiningar-til-honnuda ÍST 66:2008 staðall Varmatap húsa U-gildi útreikningar. ÍST 67 Steinull http://steinull.is/ Statik og styrkelære

Teknisk Stabil

Upplýsingar um EPDM dúk

http://www.makron.is/

Page 63: Hafravellir 1 í...Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús Hópur 1 Nóvember 2015 6 0 Almennt Í verklýsingu er skilgreint hvað fólgið er í einstökum

Hafravellir 1 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Einbýlishús

Hópur 1 Nóvember 2015

63

15 Undirskriftir nemanda

Guðmundur Heiðar Einarsson

Jón Haukur Sigtryggsson

Ólafur Daði Helgason

Valur Indriði Örnólfsson

Reykjavík

27.11.2015