Kauphallarblaðið

24
maí 2013 » 1. tbl. » 1. árg. Kauphallarblaðið Þ J ó N U S T U M I ð I L L F J á R F E S T A N N A Verðbréfamarkaður- inn á Íslandi er skil- virkur í dag. Mesta ávöxtunarkrafan er gerð til hlutabréfa, aðeins lægri ávöxt- unarkrafa er gerð til skuldabréfa... Már Wolfgang Mixa, fjármálafræðingur Ávöxtunarleikur Keldunnar n Það getur verið áhugavert að bregða á á ávöxtunarleikur- inn sem gefur innsýn í fjár- málaheiminn. Konur á verðbréfamarkaði n Konur sem hafa áhuga á verðbréfamarkaðnum, líta síður á hlutabréf sem álitlegan fjárfestingarkost en horfa frekar til sjóða og ríkistryggðra fjármálagerninga. Hlutabréfa- markaður eflir hagvöxt n Aukið umfang hlutabréfa- markaðar leiði til aukins hag- vaxtar og hærri landsfram- leiðslu. Útlendingar í Kauphöllinni n Færeysk félög hafa verið í íslensku kauphöllinni síðustu ár og verið ánægjuleg viðbót. Matseðill f járfestanna n Hvaða félög eiga að skoða skráningu að mati sérfræðinga. 12 Óskafélög inn í kauphöllina - hvaða félög vilja menn helst fá inn? 4 Lán til hlutafjárkaupa n Bóluvaldur eða eðlileg fjármálaþjónusta? 8 16 6 20 19

description

Kauphallarblaðið er um Kauphöllina, fjáfestingar og fleira. Ritstjóri er Sigurður Már Jónsson

Transcript of Kauphallarblaðið

Page 1: Kauphallarblaðið

m a í 2 0 1 3 » 1 . t b l . » 1 . á r g .

KauphallarblaðiðÞ j ó n u s t u m i ð i l l f j á r f e s t a n n a

Verðbréfamarkaður-inn á Íslandi er skil-virkur í dag. Mesta ávöxtunarkrafan er gerð til hlutabréfa, aðeins lægri ávöxt-unarkrafa er gerð til skuldabréfa...

Már Wolfgang Mixa, fjármálafræðingur

Ávöxtunarleikur Keldunnarn Það getur verið áhugavert að bregða á á ávöxtunarleikur-inn sem gefur innsýn í fjár- málaheiminn.

Konur á verðbréfamarkaðin Konur sem hafa áhuga á verðbréfamarkaðnum, líta síður á

hlutabréf sem álitlegan fjárfestingarkost en horfa frekar til sjóða og ríkistryggðra fjármálagerninga.

Hlutabréfa-markaður eflir hagvöxtn Aukið umfang hlutabréfa-markaðar leiði til aukins hag-vaxtar og hærri landsfram-leiðslu.

Útlendingar í Kauphöllinnin Færeysk félög hafa verið í íslensku kauphöllinni síðustu ár og verið ánægjuleg viðbót.

Matseðill f járfestanna

n Hvaða félög eiga að skoða skráningu að mati sérfræðinga. 12

Óskafélög inn í kauphöllina - hvaða félög vilja menn helst fá inn?

4

Lán til hlutafjárkaupan Bóluvaldur eða eðlileg fjármálaþjónusta? 8

16

6

20

19

Page 2: Kauphallarblaðið

2 K a u p h a l l a r b l a ð i ð m a í 2 0 1 3

Útgefandi: Goggur ehf., Grandagarði 16 101 Reykjavík. Sími 445 9000. Ritsjóri: Sigurður Már Jónsson. Útgáfustjóri: Sædís Eva Birgisdóttir. Vefsíða: goggur.is. Tölvupóstur: [email protected]. Prentun: Landsprent.

Þróttur hefur færst í uppbyggingu verðbréfamarkaðar undanfarna 18 mánuði. Sex fyrirtæki hafa verið skráð á hlutabréfamarkað NASDAQ OMX Iceland og eru skráð félög nú 17 talsins. Horfur eru á frekari fjölgun á næstu misserum og líf hefur einnig færst í útgáfu fyrir-tækjaskuldabréfa. Fjárfestum á markaði fjölgar ört en mikið verk er þó óunnið.

Grunnur að betri lífskjörumÍ þeirri vinnu sem framundan er við áframhaldandi uppbyggingu ís-lensks verðbréfamarkaðar er okkur hollt að hafa í huga tilganginn með þessu starfi. Verðbréfamarkaður gegnir fyrst og fremst því hlut-verki að greiða fyrir fjármögnun atvinnulífsins og stuðla þannig að auknum hagvexti og bættum lífs-kjörum. Jafnframt njóta fjárfestar, þar á meðal almenningur, góðs af auknum fjölbreytileika fjárfest-ingarkosta. Hluthafar fá hlutdeild í arði skráðra fyrirtækja. Þjóðfé-lagið allt nýtur góðs af í formi betri starfa og hærri tekna. Reynslan sýnir að þeim löndum sem hafa borið gæfu til að byggja upp verð-bréfamarkað vegnar betur en öðrum. Öll lönd í fremstu röð hafa öflugan hlutabréfamarkað.

Verðbréfamarkaður getur aukið stöðugleika í efnahagslífinu. Aukin lánsfjármögnun fyrirtækja í gegnum skuldabréfamarkað dregur úr kerfisáhættu í bankakerfinu. Hlutabréfmarkaður getur líka lagt sitt af mörkum í þeim efnum. Hagtölur sýna að eigið fé íslenskra fyrirtækja er að jafnaði nokkuð minna en gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Með öðrum orðum, þá er skuldsetning íslenskra fyrir-tækja mikil. Miðað við þær sveiflur sem þjóðarbúskapurinn býr við frá náttúrunnar hendi ætti þessu þó að vera öfugt farið. Virkur hlutabréfa-markaður gerir fyrirtækjum kleift að verða sér út um eigið fé á sann-gjörnum kjörum og treysta þannig undirstöður efnahagslífsins.

Traust eiginfjármögnun eykur einnig getu fyrirtækja til fjárfest-inga og uppbyggingar. Mikil skuld-setning hefur án nokkurs vafa verið dragbítur á fjárfestingu undanfarin ár. Breytt fjármögnun getur því bæði gert þjóðarskútuna stöðugri og gefið henni vind í seglin. Eftir því sem fjárfestum og fyrirtækjum á markaði fjölgar batna skilyrði atvinnulífsins til fjármögnunar. Ef rétt er á málum haldið gæti verð-bréfamarkaður skipt sköpum fyrir

vöxt okkar efnilegustu nýsköp-unarfyrirtækja og gjörbreytt ásýnd íslensks atvinnulífs.

Markaðurinn á að endurspegla þjóðinaTil þess að verðbréfamarkaður geti gegnt hlutverki sínu sem best er heillavænlegast að hann endurspegli íslenskt efnahags-líf. Starf Kauphallarinnar á næstu árum mun miða að því að auka fjölbreytni þátttakenda og fyrir-tækja á markaði. Nokkur árangur hefur náðst með skráningu nýrra fyrirtækja á hlutabréfamarkað en verðbréf fyrirtækja höfuðgreina

atvinnulífsins s.s. sjávarútvegs, ferðamannaiðnaðar, orkuiðnaðar og bankastarfsemi eru enn ein-ungis að litlu leyti að finna í Kaup-höllinni. Breyting á þessu myndi ekki aðeins styrkja þessar greinar heldur verðbréfamarkaðinn sem fjármögnunarvettvang og þar með

atvinnulífið allt. Fjölbreytni meðal stjórnenda og fjárfesta er einnig styrkur fyrir atvinnulífið og verð-bréfamarkað.

Kauphöllin hefur í samstarfi við VÍB, FKA og NASKAR unnið að verkefni sem ætlað er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í atvinnu-lífinu. Af könnunum að dæma, sem og upplýsingum um eignaraðild í skráðum fyrirtækjum, virðast kon-ur fjárfesta í mun minna mæli á hlutabréfamarkaði en karlar.

Þessum viljum við breyta til að stuðla að virkari skoðanaskiptum á markaði enda benda rannsóknir til að kynin nálgist fjárfestingar

með mismunandi hætti. Nú hyllir undir kynjajafnvægi í stjórnum skráðra íslenskra fyrirtækja. Er Ísland leiðandi á heimsvísu í þessum efnum og því ber að fagna. Á hinn bóginn er einungis ein kona forstjóri skráðs fyrirtækis á Íslandi. Væntum við þess að á komandi árum fjölgi konum í forystu fyrirtækja á hluta-bréfamarkaði ört. Í þessu, eins og svo mörgu öðru, hafa fyrir-myndirnar mikið að segja.

Fleiri vörur, meira val um fjárfestingarEftir því sem markaðurinn vex skapast grundvöllur fyrir fjöl-breyttari vöruframboð fyrir fjár Ein vara sem hefur notið vaxandi hylli í erlendum kaup-höllum eru svokallaðir kaup-hallarsjóðir.

Kauphallarsjóðir eru verð-bréfasjóðir sem hægt er að eiga viðskipti með á markaði líkt og

um hlutabréf (eða skuldabréf) væri að ræða. Hugmyndin með þeim er að búa til vöru sem gerir fjárfestum kleift að fjárfesta í dreifðu eigna-safni með lágmarkstilkostnaði, en með dreifðri eign má alla jafna draga úr áhættu við fjárfestingu. Innan skamms verða slíkir sjóðir kynntir til sögunnar í Kauphöll-inni og verður bæði um hlutabréfa- og skuldabréfasjóði að ræða sem reknir verða af Landsbréfum.

Rauði þráðurinn í uppbygg-ingarstarfinu framundan er því að treysta stoðir markaðarins, ekki síst með því að auka fjölbreytni fjárfestingarkosta og stuðla að heil-brigðum skoðanaskiptum. Mun Kauphöllin halda áfram vinna að og tala fyrir breytingum, t.d. á sviði regluverks, sem hún telur að geti eflt verðbréfamarkað sem fjár-mögnunarvettvang og styrkt fjár-festavernd

að virkja kraftinn í efnahagslífinu

Páll Harðarson Forstjóri NAsDAQ oMX icelAND

Verðbréfamarkaður gegnir fyrst og fremst því hlutverki að greiða fyrir fjármögnun atvinnulífsins og stuðla þannig að auknum hagvexti og bættum lífskjörum. Jafnframt njóta fjárfestar, þar á meðal almenningur, góðs af auknum fjölbreytileika fjárfestingarkosta.

Eini kven- forstjórinnn Sigrún Ragna Ólafs-dóttir, forstjóri VÍS, er eini kvenforstjórinn í Kaup-höllinni í kjölfar skrán-ingar VÍS á markað. Síðasti kvenforstjóri á markaði var Hildur Petersen sem stýrði Hans Petersen (á markaði 1998-2000). Sigrún Ragna hafði áður gengt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Íslands-banka. Hún hóf störf hjá Íslandsbanka við stofnun hans í október 2008 er hún var ráðin framkvæmda-stjóri fjármálasviðs og tók sæti í framkvæmdastjórn. Sigrún starfaði hjá Glitni Banka frá því síðla árs 2007 þar sem hún leiddi fjárhags-svið bankans. Sigrún Ragna starfaði um árabil hjá Delo-itte hf. þar sem hún var meðal annars stjórnarfor-maður og einn eigenda. Sig-rún Ragna er með víðtæka stjórnunar- og sérfræði-reynslu en hún hóf störf hjá VÍS í september 2011.

Fjárfesting í verðbréfumn Þeir sem fjárfesta í verð-bréfum ættu að huga vel að réttarstöðu sinni. Hægt er að finna margt um það í II. kafla laga númer 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Í kaflanum sjáum við til dæmis á 14. grein að fjár-málafyrirtækjum er skylt að veita nákvæmar upplýsingar og ef þau fjalla um hugsan-legan ávinning af verð-bréfaviðskiptum skulu þau benda fjárfestum á hvers kyns áhættu sem því kann að tengjast á sanngjarnan og áberandi hátt. Upplýsing-arnar til fjárfesta mega ekki hafa að geyma rangfærslur, draga úr eða dylja mikil-væg atriði. Önnur mikilvæg grein í kaflanum er 18. grein-in. Hún segir að fjármála-fyrirtækjum sé skylt að leita allra leiða til að tryggja besta mögulega árangur fyrir þegar þau framkvæma við-skiptafyrirmæli viðskipta-vinarins. Með viðskiptafyr-irmælum er átt við til dæmis þegar fjármálafyrirtæki er beðið að selja verðbréf við-skiptavina sinna.

First Northn First North er hliðar-markaður starfræktur af kauphöllunum innan NAS-DAQ OMX og hefur ekki sömu lagalegu stöðu og skipulegur verðbréfamark-aður sem lýtur ESB-lög-gjöfinni. Félög á First North lúta reglum First North en ekki lögbundnum skilyrð-um fyrir skráningu á skipu-legum verðbréfamarkaði. Áhætta af fjárfestingum þar kann því að vera meiri en á aðalmarkaði. Fjár-málagerningar sem verslað er með á First North NOK markaðnum hafa verið teknir til viðskipta á öðrum skipulegum verðbréfamark-aði eða markaðstorgi fyrir fjármálagerninga (“MTF”) á grundvelli umsóknar útgefanda (“meginmarkað-ur”). Útgefanda fjármála-gerninganna er því skylt að framfylgja kröfum megin-markaðarins varðandi upp-lýsingagjöf ásamt löggjöf heimaríkis útgefanda. Regl-ur varðandi upplýsingagjöf á First North eiga ekki við um útgefandann. NAS-DAQ OMX mun hafa eftir-lit með því að farið sé eftir viðskiptareglum og öðrum ákvæðum laga og reglna er eiga við um viðskipti á NAS-DAQ OMX.

Um Úrvals-vísitölunan Núverandi Úrvals-vísitala, OMX Iceland 6 (OMXI6) var hleypt af stokkunum í ársbyrjun 2009. Hún er samsett af þeim sex félögum sem hafa mestan seljanleika á NAS-DAQ OMX Iceland. Vægi félaga í vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði, sem þýðir að einungis það hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum í Kauphöll-inni er hluti af vísitölunni. Bréf tveggja félaga, Marel og Össurar hafa verið partur af vísitöluvalinu frá upphafi.

Page 3: Kauphallarblaðið

NEYÐARLÍNAN 112NÝTT SNJALLSÍMAFORRIT

EYKUR ÖRYGGI FERÐAFÓLKS

NÝSKÖPUN EYKURVERÐMÆTIFjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka hafa nýsköpun að leiðarljósi í sinni viðskiptaþróun og eru að ná eftirtektarverðum árangri.

Arion banki styður við nýsköpun í atvinnulífinu.

Við bjóðum þér á námskeiðMörg framsæknustu fyrirtæki heims nota Business Model Canvas við að þróa starfsemi sína og efla nýsköpun. Við bjóðum þér á námskeið um Business Model Canvas í höfuðstöðvum Arion banka 30. maí nk. kl. 9–10.30.

Skráning og nánari upplýsingar á arionbanki.is.

MENTORNÁMS- OG

KENNSLUKERFIÍ SJÖ LÖNDUM

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

- 1

3-1

35

1

Page 4: Kauphallarblaðið

4 K a u p h a l l a r b l a ð i ð m a í 2 0 1 3

f regnir berast af því að almenningur sé farinn að líta til fjárfestinga í hlutabréfum í auknum

mæli. Þetta eru góðar fréttir þar sem þátttaka almennings í hluta-bréfaviðskiptum er nauðsynleg til að renna frekari stoðum undir hlutabréfamarkaðinn. Það er líka fagnaðarefni að fyrirtæki séu farin að ná aftur til fjárfesta. Þau þurfa fjármagn til vaxtar og til að efla reksturinn, og fjárfestar vilja geta valið um leiðir til ávöxtunar á sparifé sínu.

Að sögn Kristínar Jóhanns-dóttur, samskiptastjóri NASDAQ OMX Iceland, hefur stundum verið vísað í könnun sem Við-skiptablaðið stóð fyrir árið 2011 þar sem fram kom sláandi munur á fjárfestingaráformum kvenna og karla. Samkvæmt niðurstöð-um könnunarinnar hafði einung-is 4% kvenna í hyggju að fjárfesta á hlutabréfamarkaði næstu 12 mánuði á eftir, samanborið við 17% karla. Kristín sagði þennan litla áhugi kvenna vera tilefni til frekari skoðunar.

„Aðrir eigendur eru lífeyrissjóð-ir, verðbréfasjóðir, fyrirtæki og aðrir lögaðilar. Þessi staða endur-speglar ekki þann fjölbreytileika sem við viljum að markaðurinn beri vott um. Þrátt fyrir mikl-ar breytingar á högum kvenna undanfarna áratugi með aukinni

menntun, þátttöku á vinnumark-aði og hærri launum, þá líta þær ekki til fjárfestinga á hlutabréfa-markaði í sama mæli og karlar til að ávaxta sparnað sinn til fram-tíðar eða taka þátt í uppbygginu atvinnulífs í gegnum viðskipti með skráð hlutabréf. Það hefur sýnt sig í könnunum erlendis að þær konur sem hafa áhuga á verð-bréfamarkaðnum, líta síður á hlutabréf sem álitlegan fjárfest-ingarkost en horfa frekar til sjóða og ríkistryggðra fjármálagern-inga. Það bendir því flest til þess að þær nálgist fjárfestingar á ann-

an hátt en karlar og er áhættu-sækni þeirra að jafnaði minni,” sagði Kristín.

Konur horfa til séreignar-lífeyrissparnaðarÍ febrúar sendi NASDAQ OMX Iceland út könnun á meðal kven-kyns meistaranema í í Háskólan-um í Reykjavík og félagskvenna í FKA, Félagi kvenna í atvinnulíf-inu, til að kanna afstöðu þeirra til verðbréfamarkaðarins. Um 1200 konur fengu könnunina og svarhlutfall var um 33%. Í könn-uninni var meðal annars spurt í hverju þær fjárfestu, hvernig þær

mætu þekkingu sína á verðbréfa-markaði og hvort þær gætu hugs-að sér að fjárfesta í hlutabréfum á næstu 12 mánuðum. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að 59% kvennanna fjárfesta að ein-hverju marki - mest í séreignar-lífeyrissparnaði (68%) og þar á eftir í skráðum hlutabréfum (33%). Jafnvel þó stór hluti þeirra hafi ekki í hyggju, eða sé óviss um, að fjárfesta á verðbréfa-markaðnum á næstunni (58%), er mikill meirihluti hópsins mjög eða nokkuð jákvæður gagnvart því að fræðast meira um mark-

aðinn, tækifæri á honum og hvað beri að varast (83%). Þær nefndu áhættufælni, varkárni og tíma-skort sem helstu ástæður fyrir lítilli þátttöku kvenna á mark-aðnum, en einnig að konur væru hugsanlega ekki eins áhugasam-ar um efnið og að sterkar hefðir væru til staðar.

„Við viljum ryðja brautina og í samstarfi við FKA, NASKAR In-vestments (fjárfestingarfélag í eigu kvenna) og VÍB stöndum við fyrir verkefni þar sem sýnileiki og þátttaka kvenna á markaðnum og fræðsla verða aðalmarkmið. VÍB mun bjóða upp á námskeið um verðbréfamarkaðinn fyrir byrj-endur og lengra komna, hvort sem þær vilja byrja að fjárfesta, eða bara læra meira um markaðinn og fylgjast betur með hvernig lífeyris-sjóðurinn þeirra og séreignalífeyr-issjóðurinn vinnur,” sagði Kristín.

Hún benti einnig á að það væri mjög mikilvægt að fá að heyra frá konum um hvernig þær nálgast fjárfestingar, hvað geti stuðlað að aukinni þátttöku þeirra og hvaða nálgun er farsælust. Líklegt er að niðurstöður úr þeim umræðum verði gagnlegar fyrir alla; fjárfesta og fyrirtæki, fjármálastofnanir, konur og karla. „Markaðurinn mun vafalaust njóta góðs af. Kon-ur eru helmingur allra mögulegra fjárfesta framtíðarinnar, þeirra sjónarmið eru nauðsynleg til að auka fjölbreytt skoðanaskipti á markaði sem munu styrkja hann til frambúðar,” sagði Kristín.

Konur á verðbréfamarkaði

Kristín jóhannsdóttir, samskiptastjóri NAsDAQ oMX iceland

Kvenhluthafar eru 29% af heildinni en karlar 57%. Á hlutabréfamarkaðnum í dag (einstaklingar) eru karlar tvöfalt fleiri en konur í hluthafahópi fyrirtækja (janúar 2013 – skráð fyrirtæki).

Við viljum ryðja brautina og í samstarfi við FKa, nasKar Investments (fjárfestingarfélag í eigu kvenna) og VÍB stöndum við fyrir verkefni þar sem sýnileiki og þátttaka kvenna á markaðnum og fræðsla verða aðalmarkmið.

Hinar ýmsu kauphallirn Þó flestum sé tamt að horfa á kauphöll sem vett-vang til að kaupa og selja hlutabréf þá er allt eins hægt að setja upp fleiri tegundir viðskipta. Víða í nágrannalöndum okkar má finna orkukauphöll sem býður upp á viðskipti með

orku á dagmarkaði. Segja má að þar gæti verið talsvert tækifæri fyrir

Íslendinga. Um langt skeið hafa

menn velt fyrir sér að setja

upp sjávarút-

vegskaup-höll. Allir vita

að fjármagns er þörf til endurnýj-

unar og frekari uppbygg-ingar sjávarútvegs. Þá gæti þátttaka almennings orðið grundvöllur sáttar um greinina.

Velgengnis-saga Mareln Marel hf.,fagnaði 20 ára skráningarafmæli sínu á síðasta ári. Ekkert félag hefur verið skráð jafnlengi í Kauphöllinni. Félagið hefur verið farsælt frá upphafi og notið mikils vaxtar á mark-aði. Upphaf fyrirtækisins má rekja til raunvísinda-deildar Háskóla Íslands þar sem skoðað var hvernig nýta mætti tölvutækni til að bæta nýtingu og afköst í fiskiðnaði. Fyrirtæki utan um starfsemina var síðan stofnað 1983 undir nafninu Marel. Þegar Marel var skráð á markað 1992, störf-uðu hjá félaginu um 160 manns. Nú 20 árum síðar starfa hjá félaginu um 3700 manns í um 40 löndum og er það í fararbroddi á heimsvísu í framleiðslu háþróaðs búnaðar og kerfis fyrir ýmiskonar matvæla-framleiðslu og fullvinnslu matvæla. Markaðsvirði félagsins hefur margfaldast úr 300 milljónum íslenskra króna upp í rúmlega 100 milljarða króna virði. Það er ljóst að skráning á hluta-bréfamarkað hefur reynst fyrirtækinu afar mikilvæg í þessu vaxtarferli.

Sigurður Már Jónsson

Page 5: Kauphallarblaðið

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir Framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans

Ábyrg ráðgjöf og persónuleg þjónusta

Markaðir Landsbankans bjóða alla þjónustu sem snýr að fjárfestingaráðgjöf og miðlun verðbréfa, fyrirtækjaráðgjöf, eignastýringu og einkabankaþjónustu. Hjá okkur starfar reynslumikið starfsfólk sem þjónar breiðum hópi viðskiptavina. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu, ábyrga ráðgjöf og upplýstar ákvarðanir.

Velkomin í viðskipti

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

jl.i

s

sÍa

Page 6: Kauphallarblaðið

6 K a u p h a l l a r b l a ð i ð m a í 2 0 1 3

Eignastýring fagfjárfestasjóða og ráðgjöf um uppbyggingu eiginfjár á neytendavörumarkaði

Arev verðbréfafyrirtæki hf.Bankastræti 5101 Reykjavík

sími : 551-2500fax : 551-2501

[email protected]

Hvað er NASDAQ OMX Group?n NASDAQ OMX Group, Inc., er eigandi íslensku kauphallarinnar. Félagið er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum og býður upp á framsæknar tæknilausnir sem spanna allan viðskiptaferilinn – frá áhættustýringu til við-skipta, eftirlits og uppgjörs. Félagið starfrækir 24 verð-bréfamarkaði, 3 uppgjörs-hús og 6 verðbréfaskrán-ingar í Bandaríkjunum og Evrópu, sem þjónusta við-skipti með hlutabréf, valrétti, skuldabréf, afleiður, hrá-vörur, framtíðarsamninga og samsettar vörur. Kerfi NASDAQ OMX geta afgreitt meira en 1 milljón skilaboða á sekúndu á hraða sem er innan við 80 míkrósekúndur á hvert skeyti og státa af 99,999% uppitíma. Þau þjóna meira en 70 kauphöllum í 50 þróuðum löndum og nýmarkaðslöndum og af-greiða 1 af hverjum 10 verð-bréfaviðskiptum í heiminum. Verðlaunuð markaðsgögn og vísitölur víðsvegar um heim eru lykilviðmið í fjármála-geiranum. NASDAQ OMX Group er heimili 3.300 fyrir-tækja með heildarmarkaðs-virði í kringum 6 milljarða Bandaríkjadala.

7000 manns berjast í ávöxtun

Ávöxtunarleikurinn gefur innsýn í fjármálaheiminn

á vöxtunarleikurinn hóf formlega göngu sína 1. október síðastlinn og verður leikurinn gerður

upp núna í lok maí mánaðar. Mik-ill áhugi hefur verið á leiknum síð-an hann fór í loftið segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðs- og sölustjóri hjá Keldunni. Keldan er eigandi leiksins en Kauphöllin Nasdaq OMX á Íslandi, VÍB eign-astýringarþjónustu Íslandsbanka, Líbra og Vísir.is eru samstarfsað-ilar leiksins.

Í Ávöxtunarleiknum keppa þátttakendur í ávöxtun gervi-peninga, svokallaðra Kelduk-róna, en innskráning í leikinn fer fram á Vísi. Þátttakendur geta ávaxtað í margvíslegum

eignaflokkum, s.s hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum og gjald-eyri. Leikurinn hefur nákvæmlega fylgt raunbreytingum á markaði og byggir ávöxtun þátttakenda á þeim.

Markmiðið með leiknum er að stuðla að betra fjármálalæsi og skilningi á ávöxtunarmarkaði fyrir fjármuni hér á landi, og hef-ur því hentað mjög vel fyrir nem-endur í viðskiptafögum, starfs-fólk fjármálafyrirtækja og alla aðra landsmenn sem hafa áhuga

á að kynna sér heim fjármálanna betur. Hægt hefur verið að keppa í einstaklings- og liðakeppnum í leiknum.

Heildarfjöldi þátttakenda leiks-ins á tímabilinu október – maí eru tæp 7000 manns. Um 75% þátt-takenda leiksins eru strákar á aldrinum 18-35 ára. Heildarfjöldi viðskiptaleiksins eru 225.811 og heildarveltan í leiknum eru rúm-lega 352 þúsund milljarðar.

Vinsælustu eignirnar úr fjár-

festingum þátttakenda eru hluta-bréf í Icelandair, Högum og Marel. Í sjóðum hefur síðan mest verið fjárfest í Úrval innlendra hluta-bréfa – sjóður 10 og Alþjóðlega hlutabréfasjóðnum.

Af gjaldmiðlum þá hafa þátt-takendur mest fjárfest í evrum. Til mikils er að vinna fyrir þann þátt-takenda sem skilar bestu ávöxtun þegar keppnin verður gerð upp núna í lok maí. Vinningar fyrir sig-urvegara keppninnar eru m.a. ferð fyrir tvo til New York og 100.000 krónur í sjóðum hjá VÍB. Jafn-framt hafa verið veitt verðlaun til hástökkvara mánaðarins hverju sinni, út keppnistímabilið og myndir birst af þeim á turninum á Times Squere.

Vinningar fyrir sigurvegara keppninnar eru m.a. ferð fyrir tvo til new York og 100.000 krónur í sjóðum hjá VÍB. Jafnframt hafa verið veitt verðlaun til hástökkvara mánað-arins hverju sinni, út keppnistímabilið og myndir birst af þeim á turninum á Times squere.

Markmiðið með leiknum er að stuðla að betra fjármálalæsi og skilningi á ávöxtunarmarkaði fyrir fjármuni hér á landi.

Page 7: Kauphallarblaðið

NÝSKÖPUNSPRE T TUR ÚR SAMSTARFI

Undanfarin þrjátíu ár höfum við tengt saman það sem viðskiptavinir okkar og samstarfaðilar gera best og það sem við gerum best. Sameinaðir kraftar hafa skilað matvælaiðnaðinum og samfélaginu auknum verðmætum.

Í tilefni af 30 ára afmæli Marel á Íslandi sendum við viðskiptavinum, samstarfsaðilum, starfsfólki og hluthöfum okkar þakkarkveðjur fyrir kraftmikið samstarf liðinna ára.

Page 8: Kauphallarblaðið

8 K a u p h a L L a R B L a ð i ð m a í 2 0 1 3

VÍS skráð24. apríl hófust viðskipti með hlutabréf Vátrygg-

ingafélags Íslands hf. (VÍS) á Aðalmarkaði NAS-DAQ OMX Iceland. VÍS tilheyrir fjármálageiranum

og flokkast sem lítið félag (e. small cap). VÍS var annað félagið sem skráð er á NASDAQ OMX Nordic á árinu, en það fyrsta á NASDAQ OMX Iceland. Það er einnig fyrsta tryggingafélagið á íslenska markaðnum. Viðskipti með VÍS verða undir auðkenninu VIS. VÍS er leiðandi fyrirtæki á sviði vátrygg-inga á Íslandi. Félagið var stofnað í febrúar 1989 við samruna Sam-vinnutrygginga og Brunabótafélags Íslands og rekur því sögu sína til ársins 1917. VÍS nýtur sterkrar stöðu á íslenskum vátryggingamarkaði með liðlega þriðjungs markaðshlutdeild. Félagið býður upp á víð-tæka vátryggingaþjónustu til viðskiptavina sinna þar sem rík áhersla er lögð á viðeigandi ráðgjöf um vátryggingavernd, gæði í þjónustu, skilvirkni og sveigjanleika. Félagið starfrækir 41 þjónustuskrifstofu víðsvegar um land og eru starfsmenn fyrirtækisins um 225 talsins í um 216 stöðugildum. VÍS leggur áherslu á að starfsmenn og umboðs-menn félagsins vinni eftir grunngildum félagsins sem eru umhyggja, fagmennska og árangur.

TM skráð 8. maí hófust viðskipti með hlutabréf Tryggingamið-stöðvarinnar hf.,á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. TM tilheyrir fjármálageiranum og flokkast sem lítið félag (e. small cap). TM er þriðja félagið sem skráð er á NASDAQ OMX

Nordic á árinu og annað á NASDAQ OMX Iceland. Viðskipti með TM eru undir auðkenninu TM. TM er íslenskt vátryggingafélag sem veitir heildarlausnir í tryggingum til yfir 50.000 viðskiptavina og fyrirtækja. TM hefur starfsleyfi á evrópska efnahagssvæðinu og í Færeyjum og tryggir erlendar og innlendar áhættur. Fjárfestingar eru sem afleiðing af tryggingastarfsem-inni, mikilvægur hluti af viðfangsefnum TM. Mark-mið TM er að veita viðskiptavinum sínum yfirburða-þjónustu og skila hluthöfum góðum arði.

VÍs nýtur sterkrar stöðu á íslenskum vátryggingamarkaði með liðlega þriðjungs markaðshlutdeild.

TM er íslenskt vátryggingafélag sem veitir heildarlausnir í tryggingum til yfir 50.000 viðskiptavina og fyrirtækja.

Lán til hlutabréfakaupan Margt bendir til þess að bankar og fjármálafyrirtæki séu aftur farin að veita lán til hlutabréfakaupa. Það hefur orðið mörgum tilefni þess að rifja upp að skuldsett hlutabréfakaup eru alltaf áhættusöm og sjá mátti afleiðingarnar í eftirköstum banka-hrunsins. Það er hins vegar augljóst að hlutabréfaviðskipti hafa aukist mjög að undanförnu og bjartsýni fjár-festa aukist, meðal annars vegna mik-illa hækkanna. Það má meðal annars sjá á verðbreytingum á hlutabréfum frá áramótum. Mikil eftirspurn eftir bréfum í VÍS og TM bendir til líf-legs markaðar en tíföld umframeftir-spurn var eftir bréfum í VÍS, tilboð bárust fyrir 150 milljarða en ríflega 14 milljarða hlutur var í boði. Í til-felli TM varð þetta enn meira sláandi. Alls bárust um 7 þúsund áskriftir

að heildarandvirði 357 milljarðar króna. Margir hafa orðið til að slá fram varúðarorðum vegna þessa en eftirspurnin slagar hátt í ein fjárlög.

„Það að fólk hafi skráð sig fyrir stærri hlut en í sumum tilvikum hafi verið raunhæfur skýrist að sumu leyti af því að vitað var að marg-föld eftirspurn yrði staðreynd. Slíkt hefur verið ríkjandi í undanförnum útboðum. Auk þess hafa sjálfssagt margir talið að útboðsgengi trygg-ingarfélaganna væri lágt og því hafi hvatinn til skuldsetningar aukist. Það er auk þess langt síðan það spurðist út að lán til hlutabréfakaupa væri að ágerast hérlendis. Slík lán eru oft merki um að bólur væru að myndast en almennt tengist það einnig því að almenningur sé farinn að verða stór þátttakandi í slíkum viðskiptum. ég

veit ekki til þess að slíkt ástand sé ríkjandi á Íslandi í dag,” sagði Már Wolfgang Mixa, fjármálasérfræðing-ur og doktorsnemi við HR.

Seðlabankinn hefur nú varað við þessari þróun, vonum seinna segja sumir. „Það er ánægjulegt að Seðla-bankinn skuli loks vakna til lífsins

og vara við því sem margir hafa varað við: Gjaldeyrishöftin munu fyrr eða síðar leiða til eignabólgu sem engin innistæða er fyrir. Ég hef ítrekað varað við þessu ásamt mörgum öðrum. Við eðlilegar að-stæður er ekkert athugavert við skuldsett hlutabréfakaup – raunar eru þau nauðsynlegur hluti af gangverki opins fjármálamarkaðar. Í þjóðfélagi gjaldeyrishafta, þar sem eignabólur eru óhjákvæmi-legar, er það í besta falli óskynsam-

legt og í versta falli galið, að stunda skuldsett hlutabréfakaup. Verst af öllu er að við núverandi aðstæður mun hlutabréfamarkaður ekki byggj-ast upp – allra síst með þátttöku al-mennings,” sagði Óli Björn Kárason hagfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Page 9: Kauphallarblaðið

AÐEINS 690 KR.

DAGGJALDSVO MÍNÚTUVERÐIÐ HEIMA

FYRIR MÓTTEKIN SÍMTÖL

UM 95% LÆKKUNÁ KOSTNAÐI VIÐ15 MB NOTKUN

Íslenskt mínútuverð íútlöndum með Vodafone Euro Traveller

Þín ánægja er okkar markmið

Skráðu þig með því að senda SMS-ið „Euro“ í 1414. Þú færð SMS þegar þjónustan er orðin virk.

vodafone.is

Nánar á vodafone.is/eurotraveller

BETRI KJÖR Á FERÐALÖGUM

TIL EVRÓPU

Page 10: Kauphallarblaðið

10 K a u p h a L L a R B L a ð i ð m a í 2 0 1 3

skatturinn og hlutabréf

arðura rður einstaklinga af

hlutum og hlutabréfum í félögum er skatt-skyldar fjármagnstekjur,

enda sé um heimila arðsúthlutun að ræða. Til skattskylds arðs telst auk venjulegrar arðgreiðslu öll úthlutun verðmæta úr félaginu sem telja verður sem tekjur af hlutareign í því.

Ef um er að ræða óheimila út-hlutun arðs fer með þær tekjur annað hvort sem laun eða sem gjöf og miðast skattlagning þá við almenn tekjuskattshlutföll og útsvar. Arður telst til tekna á því tekjuári sem ákvörðun er tekin um úthlutun hans, þ.e. þegar krafa hefur myndast um greiðslu. Þeim félögum sem greiða arðinn ber að halda eftir staðgreiðslu fjár-magnstekjuskatts og skila honum til ríkissjóðs með skilagrein fyrir það tímabil sem arðgreiðslan á sér stað á eða í síðasta lagi á skilagrein fyrir október-desember á ákvörð-unarárinu, ef greiðsla arðsins fer ekki fram á því sama ár. Hagnaður af sölu hlutabréfa myndar stofn til fjármagnstekjuskatts og er skatt-lagður samkvæmt skattframtali. Heimilt er að draga tap af sölu hlutabréfa frá hagnaði af sölu ann-arra hlutabréfa á sama ári. Tap á hlutabréfum vegna gjaldþrots má ekki draga frá söluhagnaði af öðrum hlutabréfum.

Almenna reglan er að hagnaður af sölu hlutabréfa er mismunur á kaupverði og söluverði án fram-reiknings. Hafi bréfin verið keypt fyrir árslok 1996 má á hinn bóginn velja milli tveggja leiða við að ákvarða kaupverð hlutabréfa við útreikning á söluhagnaði/sölutapi. Annars vegar kaupverðið fram-reiknað til ársloka 1996 og hins vegar jöfnunarverðmæti, sem fram kemur á hlutafjármiðum sem eigendur hlutabréfa fá eftir hver áramót.

Ef seljandi hlutabréfa hefur eignast þau á árunum 1990-1996 getur hluti söluhagnaðar verið skattfrjáls. Þetta á við um hluta-bréf í félögum sem hlotið höfðu staðfestingu ríkisskattstjóra til skattafsláttar og að bréfin hafi verið í eigu seljanda í full fjögur ár. Hámark skattfrjáls söluhagn-aðar samkvæmt þessum reglum er 367.625 kr. fyrir hvern mann eða 735.250 kr. hjá hjónum.

Heimild: Ríkisskattstjóri

Sprota- fyrirtæki í Kauphöllinnin „Ef ESA samþykkir drög að nýjum lögum um skattaaf-slátt vegna fjárfestinga í sprota- og nýsköpunar-fyrirtækjum opnast leið fyrir einkarekna nýsköpunarsjóði til að safna fé til fjárfestinga. Það má vel hugsa sér að slíkir sjóðir styrki félögin sem þeir fjárfesta í þannig að þau hafi burði til að sækja sér vaxtarfé á markaði í gegn um kauphöll. Það mætti gera með hlutafé eða skulda-

bréfum,” sagði Þórarinn Stefáns-son framkvæmda-stjóri nýsköp-unarfyrirtækisins Mobilitus. „Allt sem stuðlar að því að koma íslenskum peningum í vinnu við uppbyggingu og vöxt ungra fyrir-

tækja er af hinu góða. Það þarf þó að gæta vel að „grái markaðurinn“ endurtaki sig ekki. Þess vegna held ég að framtaks- og sprota-sjóðir séu í raun vænlegri en bein þátttaka einstaklinga í slíkum fyrirtækjum. Það einfaldar utanumhald og upplýsingagjöf fyrir fyrir-tækin og setur ákveðna síu á milli fjárfestanna og fyrir-tækjanna sem ætti að tryggja fagmennsku og koma í veg fyrir að vitleysan með OZ og Decode bréfin endurtaki sig, en þar varð grái markaður-inn á endanum beinlínis skaðlegur fyrir fyrirtækin án þess að afla þeim nokkurn-tíman fjár (það voru aðrir sem settu bréfin í umferð). Það væri mjög gaman að sjá öflugan sprota- og vaxtar-sjóð á hlutabréfamarkaðnum íslenska og gæti komið ein-hverjum lötum peningum í góða vinnu. Hvað hins vegar varðar skráningu á stökum fyrirtækjum þegar þau eru orðin nógu stór og burðug til þess, hugnast mér íslenski markaðurinn ekki fyrir fyrir-tæki í alþjóðlegri starfsemi. Það er einfaldlega ekki gáfulegt að binda fjármögn-ungarmöguleika slíks fyrir-tækis við íslenskar krónur á bakvið höft og óvissu þegar slík fyrirtæki þurfa og eiga að vera jafnfætis fyrirtækj-um sem upprunnin eru í hinu alþjóðlega umhverfi,” sagði Hjálmar Gíslason fram-kvæmdastjóri Datamarket.

HorFIð á HaGVöxTInnsterkt samhengi er á milli hagvaxtar og verðmyndunar hlutabréfa. Þó mörgum finnist horfa þunglega um hag-vaxtahorfur ársins þá er ljóst að eftir því sem niðursveiflan er meiri því betur slær til baka og uppsveiflan verður bratt-ari. Því má leyfa sér að ætla að 2% hagvöxtur gæti skilað einhverri hækkun á hlutabréfamarkaðinum. er skemmst að minnast þess þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hækk-aði hagvaxtarspá sína fyrir heiminn á miðju ári 2010 tóku hlutabréfamarkaðir við sér. en vitaskuld ættu menn að nálgast svo lítinn hlutabréfamarkað, sem þann íslenska, af varfærni. lengi hefur því verið haldið fram að jafn lítill og grunnur hlutabréfamarkaður og sá íslenski skorti skilvirkni og því sé verðmyndun hans ófullkomin. eins og staðan er í dag skortir tilfinnanlega fleiri valkosti sem geta leitt til þess að fjárfestar elta frekar þau fáu bréf sem bjóðast og bóla myndast.

Núna á við hið fornkveðna að menn eigi ekki að starfa á hlutabréfamarkaði með aðra en þá peninga sem þeir

geti þolað að tapa. líklegt er að fyrst um sinn verði mark-aðurinn laus við þær öfgar sem voru farnar að fylgja hon-um í aðdraganda hrunsins og regluverkið í kringum hann hefur verið hert verulega. svo mikið að mörgum kann að þykja hann þunglamalegur. Að þessu verða fjárfestar að laga sig.

Það hefur sýnt sig á tímum hárrar verðbólgu og nei-kvæðrar raunávöxtunar að fólk horfir lítið í kringum sig eftir fjárfestingakostum. Þegar verst lét, frá og með árinu 1972 til 1983 voru raunvextir neikvæðir öll árin og þess mátti sjá merki í fjárfestingum. ef það fer hins vegar saman á árinu, að verðbólga verður lítil og vextir lágir, gæti fjárfesting í hlutabréfum orðið áhugaverð. Það er einnig augljóst að það getur verið ábatasamt að vera inni á markaðinum þeg-ar áhugi fjárfesta beinist að honum þar sem magn hluta-bréfa í umferð er lítið. Það eitt og sér gæti ýtt undir hækk-un bréfa þó verðþróun til langs tíma hljóti að taka mið af rekstrarárangri fyrirtækjanna og ávöxtunarkröfu fjárfesta.

Er skemmst að minnast þess þegar alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hækkaði hagvaxtarspá sína fyrir heiminn á miðju ári 2010 tóku hlutabréfamarkaðir við sér.

Page 11: Kauphallarblaðið

Eignastýring MP banka er víðtæk �ármálaþjónusta sem er sniðin að þörfum viðskiptavina sem eiga umtalsvert sparifé og vilja njóta sérfræðiaðstoðar við ávöxtun �ármuna sinna.

Sjóðsstjórar eignastýringar sjá um að stýra eignum viðskiptavina í samræmi við fyrirfram skilgreinda �árfestingarstefnu með það að markmiði að hámarka ávöxtun í samræmi við áhættuþol.

Hafðu samband og kynntu þér árangur eignastýringar MP banka.

Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is

Nánari upplýsingar um eignastýringarþjónustu MP banka, �árfestingarleiðir og verðskrá má finna á www.mp.is eða í síma 540 3200. Kynntu þér þjónustu sérfræðinga eignastýringar MP banka og fáðu kynningarfund.

������������� ���Við bjóðum sérsniðnar lausnir fyrir lífeyrissjóði, stofnanir og aðra fag�árfesta.

Leið 1Ríkistryggt safn

Skuldabréf og innlán 100%

Hlutabréf 0%

Leið 2Varfærið safn

Skuldabréf og innlán 75–100%

Hlutabréf 0–25%

Leið 3Blandað safn

Skuldabréf og innlán 50–100%

Hlutabréf 0–50%

Leið 4Hlutabréfasafn

Skuldabréf og innlán 0–100%

Hlutabréf 0–100%

Skuldabréf og innlán Hlutabréf

1 2 3 4

Áhætta

Fjárfestingarleiðir í almennri eignastýringu

Nýttu tækifærin á verðbréfamarkaðimeð eignastýringu MP banka

Page 12: Kauphallarblaðið

12 K a u p h a l l a r b l a ð i ð m a í 2 0 1 3

Þ að er einhvernveginn þannig að félög eru oft metin með tilliti til þess hvaða möguleika

þau hafa á skráningu í kauphöll. Vitaskuld er það ekki einhlítur vitnisburður en skráning er þó alltaf staðfesting á að félag hafi traustan fjárhag og skýra fram-tíðarsýn. Við fórum á stúfana og fengum nokkra álitsgjafa til að nefna félög sem höfðuðu til þeirra, annars vegar þau stóru félög sem þeir vildu fá inn í Kauphöllina og síðan álitleg vaxtarfélög. Auð-vitað er það svo að vaxtarfélögin eru sum hver orðin ansi stór eins og CCP sem reyndar margir telja líklegra að leiti út fyrir landstein-anna að skráningu enda að hluta til í eigu bandarískra fjárfesta. Félagið státar af spennandi sögu, miklum vexti, áhugaverðri fram-tíðarsýn og góðri afkoma. Allt það sem prýða má eitt félag í kauphöll.

Þær almennu ábendingar komu að vaxtafyrirtæki á Íslandi í dag eru mörg hver í ferðaþjón-

ustu en þar eru flest fyrirtæki of lítil til að eiga erindi á

markað. Bent var á að áhuga-

vert væri að sjá t.d. Icelandair hótel sem sjálfstætt fyrirtæki á markaði. Þá eru mörg íslensk vaxtafyrirtæki einhvers konar hugbúnaðarfyrirtæki. Þar er erf-itt að spá fyrir um árangur þegar fyrirtækin eru enn í uppbygg-ingu og það þarf að gæta þess að fyrirtæki fari ekki of snemma inn á markað eða á of veikum forsendum. En það eru mörg afar spennandi fyrirtæki sem gætu verið að ná þannig árangri á næstu 1-3 árum að þau ættu þá fullt erindi á markað.

Bankar og sjávarútvegsfélögVitaskuld er það svo að álits-gjafar setja fyrirvara á tillögur sínar, með tilliti til skulda og eig-enda. Í flestum tilvikum var þó miðað við að úr því verði greitt áður en til skráningar kemur. En víkj-

um að félögunum. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að allir stóru bankarnir eru nefndir til sögunnar. Flest mælir jú með því, stærð og umfang og ekki ættu velheppnaðar skráningar á tryggingafélögum að draga úr því. Einnig er augljóst að álits-gjafarnir vilja sjávarútvegsfyrtir-tæki í Kauphöllina. „Ég er þeirrar skoðunar að stóru sjávarútvegs-félögin eigi að vera í Kauphöll-inni. Prinsippið ætti að vera að eftir að fyrirtæki næði tiltekinni hlutdeild í kvótanum að þá ætti það að vera skyldugt til að skrá sig. Þannig næst meiri sátt um kerfið,” sagði Dr. Tryggvi Þór Herberts-son hagfræðingur. Flestir nefndu til Samherja, stærsta og traust-asta sjávarútvegsfyrirtæki lands-ins en mikill erlend umsvif gera félagið enn áhugaverðara en ella.

aðrir risarEkki er langt síðan Eimskip stóð að velheppnaðri skráningu og því eðlilegt að horft sé til Samskipa.

„Sjó- og landflutningar eiga að vera traustur rekstur sem sveifl-ast í takt við kaupmátt og hag-vöxt, samkeppnisfélagið búið að vera á markaði áratugum saman og því þekking fjárfesta á slíku fé-lagi nokkur,” sagði einn álitsgjafi. Sama gæti átt við um smásölu-verslunarrisann Kaupás. Fjárfest-ar þekkja þegar helsta samkeppn-isaðilann á markaði en verð bréfa Haga hafa tvöfaldast frá skrán-ingu árið 2011. Sömuleiðis var móðurfélag Kaupás, Norvik, nefnt og þá sérstaklega vegna áhuga á að fá erlenda starfsemi inn í kauphöll.

Innflutningsfyrirtæki voru einnig nefnd en við höfum rótgró-in félög eins og Icepharma eða Vi-stor, sem hafa ágæta veltu með mikla framlegð. „Einu félögin

matseðill fjárfestanna óskafélög inn í kauphöllina - hvaða félög vilja menn helst fá inn?

Sigurður Már Jónsson stóru félögin:landsbankinn

Arion

Íslandsbanki

olís

skeljungur

N1

samherji

landsvirkjun

Promens

skipti

isavia

Nathan & olsen

icepharma eða Vistor

Grandi

Þorbjörn

FisK

Brim

Kaupás

Ölgerðin

Page 13: Kauphallarblaðið

13 K a u p h a L L a R B L a ð i ð m a í 2 0 1 3

í heilbrigðisgeiranum sem eiga möguleika á því að vera almenn-ingshlutafélög eins og er,” sagði í einni ábendingunni. Sama gæti átt við um Nathan & Olsen. Það er rótgróið félag með góða veltu og heildsalar telja fárra greina sem hafa notið góðrar framlegðar und-anfarin ár. Í þessum flokki á Öl-gerðin Egill Skallagrímsson heima. Þar er um að ræða hefðbundið framleiðslufyrirtæki á neytenda-vörumarkaði og fjárfestar ættu að þekkja starfsemina frá t.d. Pepsico og CocaCola erlendis. Félög sem skila góðum arði og heilla fjárfesta eins og Warren Buffett.

Þá voru stærstu orkufyrirtæk-in einnig tínd til. Landsvirkjun var nefnd sem góður kostur fyrir íhaldssama fjárfesta. Félagið er stórt og margir telja heppilegt að draga úr opinberu eignarhaldi og gera skýrari arðsemiskröfu til

fjárfestinga félagsins. Sömuleiðis var Orkuveita Reykjavíkur nefnd. Það sé allra hagur að lækka skuld-ir t.d. með útgáfu hlutafjár. Þá sé gott að draga úr opinberu eignar-haldi og gera skýrari arðsemis-kröfu til fjárfestinga félagsins.

VaxtarfélöginÞegar kom að vaxtarfyrirtækjum voru álitsgjafar ekki vissir um að aðstæður bjóði upp á það enn að fá þau inn á aðallista. Fyrst þurfi að byggja upp meira traust. Einn álitsgjafi benti á að leggja eigi áherslu á að vera með nokkurs-skonar B-skráningu og voru nefnd til sögunnar félög eins og OZ, CCP, MP-banki, Gamma og Carbon Re-

cycling. Um leið kom ábending um að til vaxtarfélaga gætu eins tal-ist einhverjir sjóðir sem fjárfestu í minni fyrirtækjum. Þá var Bláa Lónið nefnt af mörgum enda að skila eftirtektarverðum árangri um þessar mundir. Þar er um að ræða fjölbreytta starfsemi sem gæti þróast í áttina að verða lyfja-fyrirtæki/snyrtivöruframleiðandi með öflugri nýsköpun.

En þarna gæti margra forvitni-legra grasa. Félagi LS retail var nefnt sem áhugavert félag með mikil sóknarfæri á erlendum mörk-uðum. Sömuleiðis Datamarket, spennandi félag sem hefur komið sér upp starfsstöð í Bandaríkj-unum. Plain vanilla, „gæti slegið

í gegn” sagði álitsgjafi. Einnig var nefnt til félagið AGR inventory, ekki kannski svo þekkt, en býður upp á snjallar lausnir fyrir öll þau fjölmörgu fyrirtæki sem þurfa að stjórna birgðunum hjá sér á hag-kvæmari hátt

Fjárfestar hafa um nokkurn tíma horft til Marorku sem virð-ist vera að skapa sér sterka stöðu á upprennandi markaði, mjög spenn-andi framtíðarhorfur. Einnig var Creditinfo nefnt til. Þar er um að ræða góða viðskiptahugmynd sem tryggir stöðugan vöxt erlendis. Á matseðlinum er einnig Orf líftækni sem selur spennandi vöru sem virðist vera að fá afar góðar mót-tökur hjá neytendum.

GREIÐSLUMIÐLUN - FRUMINNHEIMTA - MILLIINNHEIMTA - LÖGINNHEIMTA

Áhrifarík greiðslumiðlun og um leið einfaldur og ódýr valkostur.

Gagnvirkur gagna�utningur milli viðskiptahugbúnaðar kröfuhafa og Alskila

tryggir öryggi , aukið hagræði og vinnusparnað.

Hafðu samband og pantaðu kynningu.Kynntu þér málið betur .......

515-7900

Alskil - Suðurlandsbraut 30 - 108 Reykjavík - www.alskil.is - [email protected]

Láttu okkur um verkið - Við spörum þér tíma, fé og fyrirhöfnC

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Alskil 5x10 blada auglysing.pdf 1 15.4.2013 15:40:22

Ég er þeirrar skoðunar að stóru sjávarútvegsfélögin eigi að vera í Kauphöllinni. Prinsippið ætti að vera að eftir að fyrirtæki næði tiltekinni hlutdeild í kvótanum að þá ætti það að vera skyldugt til að skrá sig. Þannig næst meiri sátt um kerfið.

Vaxtarfélögin:Alvogen

Nox Medical

ccP

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

stjörnu-oddi

ls retail

Bláa lónið

Datamarket

Plain vanilla

AGr inventory

MP-banki

Gamma

carbon recycling

orf líftækni

Marorka

Bláa lónið var nefnt af mörgum enda að skila eftirtektarverðum árangri um þessar mundir. Þar er um að ræða fjölbreytta starfsemi sem gæti þróast í áttina að verða lyfjafyrirtæki/snyrtivöruframleiðandi með öflugri nýsköpun.

álITsGJaFar:

Már Wolfgang Mixa, fjármálafræðingur

Stefán Broddi Guðjónsson sérfræðingur hjá Greiningar-deild Arion banka

Dögg Hjaltalín framkvæmdastjóri FVH

Dr. Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur

Örn Valdimarsson forstöðumaður greiningar hjá Eyrir Invest

Page 14: Kauphallarblaðið

14 K a u p h a l l a r b l a ð i ð m a í 2 0 1 3

Það kemur eng-um á óvart að það séu mikl-ar hækkanir í kauphöll inni á Íslandi þessa stundina. Fjár-m a g n s h ö f t

halda inni fjármunum og fjár-festingakostir ekki margir. Um leið eru félög að koma aftur inn í kauphöllina og flestir fjárfestar sjá tækifæri í nýskráningum enda miðast verðlagning félaga oft við það að kveikja í fjárfestum. Einn-ig verður að horfa til þess að eftir mikið fall í hlutabréfaverði, sem er líklega ekki ofsagt um það sem gerðist hér 2008, eru hækkanir miklar fyrst á eftir. Í það minnsta á meðan maðurinn leitar jafn-vægis, en hvar er þetta jafnvægi?

Undanfarið hafa verið að koma traust og áhugaverð félög inn í kauphöllina, sum á góðu verði að flestra mati. Augljóst er að fjár-festar sjá tækifæri í því. Þegar síðan kom að skráningu trygg-ingafélaganna fór allt á flug. Eftir-spurn eftir hlutabréfum í VÍS var tíföld og nam heildarfjárhæð sem boðin var í hlutabréf fyrirtæk-isins um 150 milljörðum króna. Eftirspurn eftir skráðu inn-lendu félögunum sex eykst líka og hækkar safn hlutabréfa þeirra í vikunni til föstudags 19. apríl

um 3,8%. Mest hækka hlutabréf

í Icelandair um 6% en hlutabréf í Högum og Eimskip um 4,1% og 3,6%.

Eftirspurnin gríðarlegEn hafi einhverjum þótt mikið til um eftirspurn eftir bréfum VÍS þá var það ekkert á móts við það sem var í almennu hlutafjárútboði í Tryggingamiðstöðinni. Þá bárust 7.000 tilboð að heildarandvirði 357 milljarðar króna. Hér var um að ræða hálf fjárlög ríkisins eða á milli 30 og 40% af þjóðarfram-leiðslu. Mönnum var eðlilega

brugðið. Augljóst var að fjárfestar höfðu

s k r á ð

sig fyrir mun hærri upphæðum en þeir gátu nokkurn tímann staðið undir. Einnig töldu menn sig sjá vísbendingar um að fjár-málastofnanir væru aftur farnar að lána til hlutafjárkaupa. Flestir eru á því að það sé varhugaverð þróun sem ýtir undir óæskilega spákaupmennsku. Sú umræða sem hefur farið af stað hefur kýlt niður hlutabréfaverð síðustu daga. Það er eðlilegt að spurning-ar vakni þegar slíkar tölur fara að sjást og miklar hækkanir um leið. Á það ber þó að líta að mikið er nú af áhugaverðum fjárfestinga-kostum í kauphöllinni og fjárfest-ar ættu að geta fundið þar margt áhugavert.

Tryggingafélögin stukkuÓhætt er að segja að skráning tryggingafélaganna TM og VÍS hafi hrist upp í fjárfestum enda hækkaði gengi bréfanna um þriðj-ung fyrst eftir skráningu. En þýðir þetta að það ríki bjartsýni varðandi tryggingarekstur hér á landi og er það að ýta undir hækkunum eða er þetta eitt merki bólumyndunar í kauphöllinni.

Ef afkoma tryggingareksturs væri engin til lengri tíma þá má segja að tryggingafélög séu alveg eins og fjárfestingasjóðir. Í Morg-unkorni Íslandsbanka var bent á að algengt sé að verð fjárfestingasjóða sé skoðað út frá hinu svokallaða V/I hlutfalli sem mælir markaðs-virði félags á móti bókfærðu virði eigin fjár. Segja má að eðlilegt V/I hlutfall fjárfestingasjóða sé í kring-um 1,0 miðað við að bróðurpartur eigna er færður á gangvirði. Grein-

ingardeild Íslandsbanka benti á að sé hlutfallið tölu-

vert umfram einn þarf eitt-

h v a ð

annað virði að koma til, í tilfelli tryggingafélaga væri þetta annað virði afkoma tryggingarekstursins.

skortsala til góðs eða ills?Skortsala hlutabréfa er að margra dómi mjög mikilvægur þáttur í fjármálakerfum allra landa þar sem skortsala kemur í veg fyrir verðbólur hlutabréfa, á sama tíma er einnig mjög mikilvægt að lána-markaður hlutabréfa sé til staðar. Á Íslandi var mjög lítill lánamark-aður með hlutabréf sem gerði það að verkum að skortsala var lítið sem ekkert stunduð. Flest-ar greiningar ganga út í eðlilegu ástandi sé skortsala til góðs, það er eins og að það séu settar tvær akreinar á hraðbrautina. Þannig getur skortsala unnið gegn bólu-myndun ef henni er beitt rétt. Undir vissum kringumstæðum getur hins vegar skortsala verið varasöm. Rannsóknir hafa sýnt að áhrif þess að banna skortsölu þegar markaðurinn er veikburða hefur að meðaltali lítil áhrif á verð hlutabréfa. Einnig sýna rannsóknir að þegar banni við skortsölu er aflétt aukast kaup og sölutilboð á markaði til muna. Skortsala getur þannig aukið veltu á markaði sem í flestum til-vikum dýpkar hann.

Inn og út úr kauphöllinniFyrstu hlutafélögin sem skráð voru á hlutabréfamarkað hér á landi voru Fjárfestingarfélag Ís-lands og Olíuverslun Íslands í nóvember 1990. Síðan þá hafa 115 önnur félög valið þessa leið af öllum stærðum og gerðum. Þrjú félög hafa verið skráð í tæplega 20 ár. Það félag sem lengst hefur ver-ið skráð er Marel (skráð 29.6.1992) en á hæla þess kemur HB Grandi (skráð 15.12.1992) og Hampiðj-an (skráð 17.2.1993). Af þeim fé-lögum sem hafa verið afskráð átti Straumur fjárfestingarbanki lengsta sögu á markaði en félagið var upprunanlega skráð á markað sem hlutabréfasjóður þann 3. apríl 1992. Á hinum endanum er skrán-

ing Skipta en félagið var skráð 19. mars 2008 og afskráð

innan við þremur mánuðum síðar

eða 6. júní sama ár.

Er bóla í kauphöllinni?

Eftirspurn eftir skráðu innlendu félögunum sex eykst líka og hækkar safn hlutabréfa þeirra í vikunni til föstudags 19. apríl um 3,8%. Mest hækka hlutabréf í Icelandair um 6% en hlutabréf í Högum og Eimskip um 4,1% og 3,6%.

2009 2010 2011 2012 2013 jan.-apr.

100

90

80

70

60

50

40

30

20

10

0

Mill

jarð

ar is

K

áhugaverð mynd um hlutabréfaveltuna frá áramótum. núna í byrjun maí hafði hlutabréfaveltan frá áramótum náð veltu alls ársins 2012. Myndin sýnir einnig að hlutdeild veltumestu félaganna dregst eðlilega saman með auknum fjölda skráðra félaga. Markaðsvirði skráðra félaga hefur aukist um 87% frá árslokum 2010. Mikil viðskipti voru með hlutabréf í apríl, sérstaklega í síðari hluta mánaðarins í aðdraganda og kjölfar útboða VÍs og TM. Dagleg velta í mánuðinum var að meðaltali tæplega 1,4 milljarðar kr. og hafa hlutabréfaviðskipti ekki verið meiri frá árinu 2008.

HeiMilD: NAsDAQ oMX

Hlutabréfaveltuna frá áramótum

Page 15: Kauphallarblaðið

Það er okkur mikill heiður að taka við útflutningsverðlaunum forseta Íslands um leið og það undirstrikar mikilvægi öflugra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir íslenskt samfélag. Grunnurinn að árangursríku markaðsstarfi HB Granda og velgengni félagsins er áratuga reynsla og þekking starfsfólks sem stundar ábyrgar veiðar og vinnslu í sátt við náttúruna.

VIÐ BYGGJUM Á REYNSLU, ÁBYRGÐ OG ÁHUGA FRAMÚRSKARANDI STARFSFÓLKS

HB GRANDI HLÝTUR ÚTFLUTNINGSVERÐLAUN FORSETA ÍSLANDS ÁRIÐ 2013

Í KAUPHÖLLINNI SÍÐAN 1992

www.hbgrandi.is

Page 16: Kauphallarblaðið

16 K a u p h a l l a r b l a ð i ð m a í 2 0 1 3

u mræða, eða vöntun hennar, um bólumynd-un á íslenskum verð-bréfamarkaði hefur í

gegnum tíðina verið undarleg. Vert er að rifja hana aðeins upp því í dag er hún enn eina ferðina stödd í gerviveröld, nema hvað nú er sú veröld á öndverðum meiði við þá gerviveröld sem áður ríkti.

Gerviveröld 1 - engin varnaðarorðÁrið 2003 hækkaði íslenska hluta-bréfavísitalan um 54%, árið 2004 var hækkunin 57% og árið 2005 gerði hún enn betur og hækkaði um 60%. Þeir fáu sem í undanfara Hrunsins settu spurningarmerki um verðhækkanir íslensku hluta-bréfavísitölunnar voru almennt út-hrópaðir sem svartsýnisrausarar.

Slíkar hækkanir áttu sér enga hliðstæðu í sögu alþjóðlegra hluta-bréfa og má í því sambandi nefna að besta árlega (mælt frá upphafi til loka árs) sögulega ávöxtun hluta-bréfa mæld í Dow Jones hlutabréfa-vísitölunni í Bandaríkjunum var 54%. Sú ávöxtun fékkst árið 1933 þegar að hlutabréfavísitalan hafði frá 5.9.1929 lækkað um næstum því 90% (þetta er ekki innsláttarvilla hjá mér).- Eftir örlítið bakslag árið 2006 í skugga orða frá öfundsjúkum

Dönum hófst ballið á nýjan leik árið 2007 og hafði hlutabréfavísitalan um miðbik ársins hækkað enn eina ferðina um rúmlega 50%. Á sama tíma styrktist íslenska krónanna sem gerði innfluttar vörur ódýr-ari sem tímabundið jók velsæld Ís-lendinga. Hér voru tekin lán tengd erlendum myntum til fasteigna- og hlutabréfakaupa og greiningardeild-ir hömuðust við að spá enn frekari verðhækkunum á gengi hlutabréfa og að krónan héldist stöðug.

Heyrðust varnaðarorð? Það voru nokkur en þeir sem slíkt gerðu lentu almennt í svipaða stöðu og Paul Warburg, helsti arkitekt af stofnun Seðlabanka Bandaríkjanna árið 1913, þegar hann varaði 15 árum síðar við of mikilli áhættusækni rétt áður en Kreppan mikla skall á. Hann var úthrópaður fyrir að veitast að bandarískri hagsæld. Margir hins vegar komu fram með alls kyns útskýringar til að réttlæta slíkar hækkanir. Greiningardeild Glitnis spáði meira að segja hækkunum í upphafi árs 2008 sem námu á þeim tímapunkti sem spáin birtist al-menningi um (aftur) 50% hækkun. Gerviveröld 1 sá fátt athugavert við árlega 50% hækkun, ár eftir ár.

Gerviveröld 2 - varnaðarorð í tíma og ótímaNú er öldin önnur. Þegar að útboð Haga átti sér stað fússuðu margir

og bentu (réttilega) á að hlutabréf væru áhættusöm. Hins vegar var verið að bjóða út bréf sem voru til-tölulega ódýrt verðlögð og rekstur fyrirtækja í smásölu eins og eigna-safn Haga er byggt upp verður vart stöðugri.

Einhverra hluta vegna fylgdi því lítil umræða þegar að bréf í Eim-skip og Vodafone voru boðin út á gengi sem ég taldi vera heldur dýru verði keypt (það á sérstaklega við Vodafone) og gengi hlutabréfa í Högum hafði meira en tvöfaldast frá útboðsgenginu á rétt rúmlega ári. Það hefur þó verið umræða um hækkunum á gengi Icelandair en virði þeirra hafa margfaldast á nokkrum árum. Gengi bréfa í flug-félögum hafa aftur á móti sveiflast mikið í gegnum tíðina og því er í tilfelli Icelandair ekkert nýtt um að ræða.

Allt varð aftur á móti „vitlaust“ þegar að gengi hlutabréfa tveggja tryggingafélaga hækkaði nýlega um 25-30% í kjölfar útboðs. Þetta var sérstaklega áhugvert í ljósi þess að bréfin voru samkvæmt langflestum stöðlum frekar ódýrt verðlögð í útboðunum.

Í framhaldi af því kom fram yf-irlýsing um að Seðlabankinn hefði verulegar áhyggjur af hækkunum á hlutabréfamörkuðum. Það hlýt-ur að vera einsdæmi að Seðlabanki einvers ríkis gefi út slíka yfirlýs-ingu af því að bréf í tveimur trygg-

ingarfélögum hækki í virði um 30%.

Fleiri hafa bæst í hópinn. Nú virðast „allir“ vera sammála um að hér hafi eignarbóla myndast á verðbréfamörkuðum Íslands. En er það svo?

HlutabréfabólanEins og ég hef skrifað um áður þá tel ég gengi nokkurra félaga á Ís-landi vera orðið nokkuð hátt metið. Rétt er að taka það fram að þessi umræða á við um örfá félög, ekki safn fjöldamargra bréfa.

Að segja að gengi þeirra hafi fjar-lægst öllum raunveruleika er hins vegar fjarstætt. Ég fæ ekki betur séð en að raunhæf árleg ávöxtun af bréfum tryggingarfélaganna, eftir undanfarnar hækkanir, sé í kring-um 9-10%. Hún er töluvert lægri af öðrum bréfum en af þeim (afar fáu) hlutabréfum sem eru nú í boði fyrir almenning þá virðist ávöxt-unarkrafan sem gerð er til þeirra eilítið hærri en til skuldabréfa.

Einn af þeim aðilum sem lík-legast hefur bestu hugmynd um þetta er einn af forstjórum annars tryggingarfélagsins, sem keypti bréf í útboðinu fyrir 40 milljónir króna. Forstjórinn hlýtur að hafa góða hugmynd um núverandi rekstur fyrirtækisins og vænta af-komu þess í framtíðinni. Eðlilegt er að spyrja hvort að það sé líklegt að hann hafi fjárfest svo mikið ef

Már Wolfang Mixa

Verðbréfa- umræða í gerviveröld

Már Wolfgang Mixa

allt varð aftur á móti „vitlaust“ þegar að gengi hlutabréfa tveggja tryggingafélaga hækkaði nýlega um 25-30% í kjölfar útboðs. Þetta var sérstaklega áhugvert í ljósi þess að bréfin voru samkvæmt langflestum stöðlum frekar ódýrt verðlögð í útboðunum.

Page 17: Kauphallarblaðið

17 K a u p h a l l a r b l a ð i ð m a í 2 0 1 3

hann teldi fyrirtækið ekki hafa verið töluvert vanmetið í útboð-inu?

Ef góð rök væru færð fyrir því að núverandi hagnaðarmyndun þessara fyrirtækja sé byggð á sandi þá væri ef til vill mark tak-andi á varnaðarorðum um gengi hlutabréfa; ég hef hreinlega ekki enn séð þau. Þangað til má vera að sum hlutabréf séu háu verði keypt, en gengi hlutabréfa er almennt samkvæmt núverandi hagnaðar-tölum ekki nálægt bóluhæðum.

Bólur í verðbréfum með föstum tekjumÁvöxtunarkrafa íslenskra skulda-bréfa er almennt sögð hækka (og gengi þeirra því lækka) þegar að gjaldeyrishöft eru afnumin. Rökin eru að erlendir og jafnvel innlend-ir fjárfestar rjúki upp til handa og fóta og selji þau með miklum af-föllum þegar að höftin eru afnumin. Með þessu er gefið sterklega í skyn að þau séu nálægt einhverskonar verðmyndum sem líkja megi við bólu sem óhjákvæmilega hjaðni.

Þó skipta ríkistryggð verðbréf enn hendur sem veita verðtryggða ávöxtun til fjölda ára sem er ná-lægt 3%. Þetta er að mínu mati allt of há ávöxtun í umhverfi þar sem að hagvöxtur hefur dregist sam-an og ólíklegt að nái þeim „gull-aldarhæðum“ sem hann náði í 25 í kjölfar seinni heimsstyrjaldar-

innar (hagvöxtur sem auk þess náðist aldrei fyrir þann tíma). Ég fæ raunar ekki séð að jafn skuld-ugt ríki og Ísland geti greitt svo háa vexti til lengri tíma. Slík bréf eru því ef eitthvað er afar hóflega verðlögð; af hverju ættu menn að selja þau með frekari afföllum?

Óverðtryggð bréf veita í kring-um 6% ávöxtun sem (aftur) er að mínu mati hærri ávöxtun en raun-hæft að ríki geti til lengri tíma greitt án greiðsluþrots (nema að hagvöxtur aukist töluvert meira en raunhæft má ætla).

Í dag eru ríkisskuldabréf útgef-in af Bandaríkjunum að veita rétt

rúmlega 3% óverðtryggða vexti og verðtryggð ríkisskuldabréf eru einfaldlega ekki að veita neitt annað en verðtryggingu og styttri bréfin jafnvel neikvæða raunvexti!

Slíkar ávöxtunarkröfur til ís-lenskra ríkisskuldabréfa geta því vart talist til bóla. Ef eitthvað er þá eru ríkistryggð innlend bréf að veita afar góða ávöxtun.

Ef innstæður eru flokkaðar sem verðbréf með fastar tekjur þá hef-ur sá flokkur færst nær því að veita viðunandi ávöxtun þar sem að bankar hafa í auknum mæli hækk-að innlánsvexti fyrir þá aðila sem eru reiðubúnir til að binda pening

sinn í 6 mánuði eða lengur. Al-mennt veita slíkir reikningar rúm-lega 5% ef upphæðin er bundin allt að 36 mánuði.

Af ofangreindu má ráða að verðbréfamarkaðurinn á Íslandi sé frekar skilvirkur í dag. Mesta ávöxtunarkrafan er gerð til hluta-bréfa, aðeins lægri ávöxtunarkrafa er gerð til skuldabréfa og inn-stæður veita svo minnstu ávöxt-unina en þó ekki afbrigðilega lága ávöxtun. Munurinn á ávöxtunar-kröfu þessara flokka er innan eðli-legra marka. Ef eitthvað er þá er vaxtastig enn of hátt og lækki það leynast nú kauptækifæri í skulda-

1/5/04 1/5/05 1/5/06 1/5/07 1/5/08

350

300

250

200

150

100

100

50

0

-50

bréfum og einnig verða lang-tímafjárfestingar í hlutabréfum enn meira aðlaðandi kostur.

Út vil ek, eða hvað?Hvað gerist þegar að gjaldeyris-höft eru afnumin? Víðtæk skoð-un er að íslenska krónan veikist mikið (ég tel að hún veikist hreint alls ekki það mikið en er í minni-hluta). Ef hún veikist verður aftur á móti eftirfarandi spurn-ing nærtæk: Ætla lífeyrissjóðir landsins virkilega að æða út með innlent fjármagn, veikja krónuna enn meira og með dýrkeyptustu krónum sögunnar kaupa erlend-an gjaldeyri til að fjármagna kaup á erlendum hlutabréfum, sem eru til dæmis nú í methæð-um í Bandaríkjunum, og skulda-bréfum sem eru með töluvert lægri ávöxtunarkröfu en íslensk skuldabréf?

Þetta væri í algjörri andstöðu við hina einföldu Buy Low - Sell High regluna. Ég leyfi mér því að efast um að lífeyrissjóðir fari að rjúka upp til handa og fóta að fjárfesta í erlendum áhættu-sömum fjárfestingum. Nær væri að fjárfesta í innlendum iðnaði sem skapar gjaldeyristekjur til að mynda á ný jafnvægi í þjóðar-búskap Íslands.

Verðlagning ekki hluti af gerviveröldGengi hlutabréfa er á frekar eðli-legum slóðum á Íslandi. Sum fé-lög eru að mínu mati dýr en slíkt á ekki við um gengi allra skráðra hlutabréfa. Gengi bréfa í trygg-ingarfélögunum er innan skekkj-umarka þess sem teljast má vera eðlileg verðlagning. Ef eitthvað er þá eru skuldabréf tiltölulega ódýrt verðlögð og tel ég til dæm-is að eðlileg ávöxtunarkrafa ís-lenskra verðtryggðra ríkisbréfa ætti að vera í kringum 1,5% til 2,0%. Þó svo að skammtíma-sveiflur eigi sér stað við afnám gjaldeyrishafta þá eru engar for-sendur fyrir því að verðlagningin breytist mikið til lengri tíma.

Helsta skekkjan tengist því ekki verðlagningu verðbréfa Ís-lands. Það er frekar umræðan í kringum hana sem er stödd í gerviveröld sem er ekki til í al-vörunni.

Í framhaldi af því kom fram yfirlýsing um að Seðlabankinn hefði verulegar áhyggjur af hækkunum á hlutabréfamörkuðum. Það hlýtur að vera einsdæmi að Seðlabanki einvers ríkis gefi út slíka yfirlýsingu af því að bréf í tveimur tryggingarfélögum hækki í virði um 30%.

n ÍsleNsKA úrVAlsVÍsitAlAN

n oMX coPeNHAGeN 20

n oMX stocKHolM 20 iNDeX

n BANDArÍsKA s&P 500

MyND: isB.is

Page 18: Kauphallarblaðið

H egðun hlutabréfamark-aðarins hér á landi er oftast með svipuðum hætti þegar útboð á

nýjum félögum fer fram, bæði er varðar þróun úrvalsvísitölunnar og umfang viðskipta. Í stærstu útboðunum hegðar markaðurinn sér yfirleitt með svipuðum hætti en fljótlega í aðdraganda útboðs gefur úrvalsvísitalan eftir en sam-hliða lokum útboðsins hækkar vísitalan að nýju og í talsverðum viðskiptum. Þegar verðhreyfingar og velta í kringum útboð eru skoð-uð sést þetta vel.

Greiningardeild Íslandsbanka benti á að skýringin á þessari þró-un sé eflaust sú að í aðdraganda útboðs eru fjárfestar að losa um hlutabréfastöður til að eiga laust fé til að taka þátt í útboðinu. Þegar niðurstaða útboðsins er ljós og sér-

staklega þegar umframáskrift er mikil líkt og verið hefur í síðustu útboðum er þetta sama fjármagn hlutabréfamarkaðarins að nýju sem veldur þá bæði aukinni veltu og verðhækkun. Er það að vissu marki merki um óvirkan markað að endurtekinn hegðun sem þessi geti haft áhrif á gengi hlutabréf-anna.

Þessi áhrif eru eðlilega ekki jafn skýr í smærri útboðum. Út-boð á Vodafone sker sig þannig úr í samanburðinum varðandi þróun vísitölunnar. Hinsvegar urðu tölu-verð viðskipti á hlutabréfamark-aðinum fljótlega eftir að því útboði lauk. M.v. þróunina síðustu daga á hlutabréfamarkaðinum virðist hegðun markaðarins í kringum skráningu VIS vera með svipuð-um hætti og greina mátti í útboð-um Eimskips og Regins.

Velta enn lítill í sögulegu tillitiVelta hlutafjármarkaðar hér á landi hefur aukist nokkuð samfellt frá ársbyrjun 2009. Á sama tíma hefur gengi Úrvalsvísitölunnar hækkað jafnt og þétt frá því að hin nýja vísi-tala, OMXI6, leit dagsins ljós. Við lok fyrsta ársfjórðungs 2013 nam heildar hækkun vísitölunnar frá ársbyrjun 2009 um 20%. Bróður-partur þessara hækkunar er þó frá fyrsta fjórðungi þessa árs en á því tímabili hækkað vísitalan um 13%.

Velta íslenska hlutabréfamark-aðarins er þó enn lítill í sögulegu tilliti. Velta í fyrra var svipuð og velta ársins 1998 sé leiðrétt fyrir verðlagsáhrifum og nemur aðeins um 3% af veltu ársins 2007, leið-rétt fyrir fyrrnefndum verðlags-áhrifum. Í samanburðinum við árið 2007 verður samt að horfa til þess að þá var velta hlutabréfa-markaðar í sögulegu hármarki og hlutabréfaverð hér á landi í hæstu hæðum.

Hverjir njóta ávaxtanna?Eftir bankahrunið hefur verið mikil umræða um hvernig eigi að ráðstafa arði félaga. Það er skoðun margra að arður fyrirtækja eigi að renna til hluthafa en ekki í ofur-laun og bónusa stjórnenda. Þetta sé nauðsynlegt til að það skapist traust á hlutabréfamarkaði.

Í stað þess að greiða ofurlaun og bónusa ætti hagnaður fyrirtækja að renna í arð til hluthafa. Þetta er að margra dómi lykilpunktur í því að fá almenning til að fjárfesta í hluta-bréfum á ný. Í því sambandi má horfa til könnunar sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið í nóvember í fyrra þar sem fram kom að tæplega 90% landsmanna hafi lítinn áhuga á því að fjárfesta í hlutabréfamark-aði hér á landi. Áhugavert væri að sjá nýja könnun um það en líklegt er að þetta hafi breyst eitthvað.

Útboðshegðun hlutabréfamarkaðarins

18 K a u p h a L L a R B L a ð i ð m a í 2 0 1 3

Við lok fyrsta ársfjórðungs 2013 nam heildar hækkun vísitölunnar frá ársbyrjun 2009 um 20%. Bróðurpartur þessara hækkunar er þó frá fyrsta fjórðungi þessa árs en á því tímabili hækkað vísitalan um 13%.

Hvað hugsa fjárfestar - hverjir njóta ávaxtanna

Page 19: Kauphallarblaðið

19 K a u p h a l l a r b l a ð i ð m a í 2 0 1 3

EIGNASTÝRING FRAMTAKSSJÓÐIR MARKAÐSVIÐSKIPTI FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF

ÞJÓNUSTA

WWW.AUDUR.IS

Eignastýring

FAGLEG RÁÐGJÖF UMFJÁRFESTINGARSérsniðin þjónusta fyrir efnameiri einstaklingaog fagfjárfesta.

Markaðsviðskipti

GJALDEYRISUPPBOÐSEÐLABANKAÞjónusta við fjárfesta sem vilja taka þátt ífjárfestingaleið Seðlabankans.

Fyrirtækjaráðgjöf

FJÁRMÖGNUNRáðgjöf um fjármögnun fyrirtækja og aðstoð við sölu hlutafjár og ö�un lánsfjár.

Framtakssjóðir

EDDANýr og áhugaverður kostur fyrir fagfjárfesta.

AUÐUR CAPITAL | BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | S. 585 6500 | E. [email protected]

Hlutabréfamarkaður eflir hagvöxt

n ý rannsókn bendir til marktækra og jákvæðra áhrifa hlutabréfamark-aðar á þjóðarhag (Non-

linear growth effects of financial development in Euro Area eftir Maher Asal). Rannsóknin náði til 11 evruríkja auk Bretlands, Sví-þjóðar, Danmerkur, Noregs og Bandaríkjanna og tímabilsins 1989 til 2011. Í henni er komist að þeirri niðurstöðu að aukið um-fang hlutabréfamarkaðar leiði til aukins hagvaxtar og hærri lands-framleiðslu.

Af rannsókninni má ráða að hlutabréfamarkaðir stuðli að auk-inni fjárfestingu og meiri fram-leiðni vinnuafls og fjármagns og leiði þannig til betri lífskjara. Þessar niðurstöður sýna fram á mikilvægi hlutabréfamarkaðar við miðlun fjármagns til þeirra verk-efna sem gagnast þjóðfélaginu best hverju sinni. Þær sýna jafnframt að aðrar miðlunarleiðir geta ekki þjón-að sama hlutverki ef hlutabréfa-markaður stendur höllum fæti.

Hlutabréfamarkaðir hafa átt undir högg að sækja beggja vegna Atlantsála síðastliðinn áratug. Til-tölulega lítið hefur verið um ný-skráningar og dregið hefur úr um-fangi hlutabréfamarkaðar. Telur

höfundur rannsóknarinnar þessa þróun hafa verið dragbít á hag-vöxt.

Fyrri rannsóknir hafa einnig sýnt fram á þjóðhagslegt mikil-vægi hlutabréfamarkaðar. Rann-sókn Atje og Jovanovic frá árinu 1993 sýndi að þjóðir með þróað-an hlutabréfamarkað gátu vænst

meiri hagvaxtar en aðrar þjóð-ir. Rannsókn Levine og Zervos frá árinu 1998 kemst að svipaðri niðurstöðu en hún studdist við gögn frá 42 löndum. Þau lönd sem bjuggu við virkan hlutabréfa-markað nutu þess í meiri fjárfest-ingu, framleiðnivexti og hagvexti til lengri tíma litið.

af rannsókninni má ráða að hlutabréfamarkaðir stuðli að aukinni fjárfestingu og meiri framleiðni vinnuafls og fjármagns og leiði þannig til betri lífskjara.

rannsóknin náði til 11 evruríkja auk Bretlands, svíþjóðar, Danmerkur, noregs og Bandaríkjanna og tímabilsins 1989 til 2011. Í henni er komist að þeirri niðurstöðu að aukið umfang hlutabréfamarkaðar leiði til aukins hagvaxtar og hærri landsframleiðslu. MyND: MAGNus FrÖDerBerG/NorDeN.orG

Page 20: Kauphallarblaðið

20 K a u p h a l l a r b l a ð i ð m a í 2 0 1 3

Sterk liðsheildöflugra fyrirtækja

Útlendingar í Kauphöllinni

Þ ó að NASDAQ OMX Iceland sé að mestu ís-lensk kauphöll og fyr-ir íslensk fyrirtæki þá

hafa um lengri og skemmri tíma verið skráð þar nokkur færeysk félög og þegar mest var voru þau fjögur talsins; Føroya Banki, Eik Banki, Atlantic Airways og Atlan-tic Petroleum. Atlantic Petroleum reið á vaðið með skráningu árið 2005 og hin þrjú fylgdu í kjölfarið árið 2007.

Félögin fjögur eru öll skráð tví-hliða, þ.e. á markaði hérna heima og svo einnig í kauphöllina í Dan-mörku.

Færeysku félögin í íslensku Kauphöllinni eru undanþegin gjaldeyrishöftunum en skila-skylda er á söluandvirði þeirra. Einnig eru tveir skuldabréfaútgef-endur skráðir. Føroya Banki eða BankNordik eins og hann kallast í dag var skráður í íslensku kaup-höllina árið 2007. Eik banki var einnig skráður í kauphöllina en hann varð illa út úr bankakrepp-unni. Atlantic Airways er minnst færeysku félaganna í Kauphöll Ís-lands en hefur haft athyglisverðan rekstur í Færeyjum þar sem það hefur náð góðum árangri.

Því miður er það svo að áhugi fjárfesta á færeysku félögunum er lítill í samanburði við áhuga á ís-

lensku félögunum. Velta með hluta-bréf í færeysku félögunum hefur verið með minnsta móti og fátítt

er að hlutabréf í félögunum sé að finna í íslenskum hlutabréfasjóð-um. Mest viðskipti hafa verið með

bréf BankNordic en þó aðeins brot í samanburði við íslensku félögin.

Líklega eru það nokkrir sam-verkandi þættir sem gera það að verkum að áhugi á færeysku félög-unum hefur ekki verið meiri en raun ber vitni. Þrátt fyrir sérstaka undanþágu sem viðskipti með bréfin njóta á eftirmarkaði þá hef-ur virst sem gjaldeyrishöftin hafi hamlandi áhrif á viðskipti með bréf þeirra. Þrátt fyrir að regluverkið hafi verið sniðið þannig að það ætti ekki að spilla fyrir hefur það ekki dugað. Einnig virðast íslenskir fjár-festar horfa síður til þeirra og seta sig minna inn í starfsemi þeirra og möguleika. Þetta er auðviað miður því færeysk félög eru mörg hver sterk og hafa forvitnileg tækifæri, ekki síður en íslensk félög.

Janus Petersen og Páll Harðarson.

Velta með hlutabréf í færeysku félögunum hefur verið með minnsta móti og fátítt er að hlutabréf í félögunum sé að finna í íslenskum hlutabréfasjóðum.

Page 21: Kauphallarblaðið

MótuM fraMtíðina

Þú getur tekið þátt í að móta framtíð íslenskra fyrirtækja – og í leiðinni mótað þína eigin fjárfestingarstefnu. Með því að fjárfesta í hlutabréfum, skuldabréfum og kauphallarsjóðum veitirðu fyrirtækjum tækifæri til að vaxa, fjárfesta og skapa störf.

Viltu vita meira? Kíktu við á nasdaqomx.com/createthefuture eða á facebook.com/naSDaQOMXiceland og kynntu þér málin.

innovation

revolution

brilliant

investment

growth

determination

opportunity

Page 22: Kauphallarblaðið

22 K a u p h a l l a r b l a ð i ð m a í 2 0 1 3

Dagleg meðalfjárhæð viðskipta á NASDAQ OMX Iceland eftir mánuðum Hlutabréf Skuldabréf

Jan-10 174.661.962 9.221.476.111

Feb-10 88.848.918 9.893.669.307

Mar-10 99.079.359 10.813.758.334

Apr-10 71.343.371 10.149.268.426

May-10 71.807.391 8.784.649.853

Jun-10 58.144.627 11.333.189.719

Jul-10 30.051.659 5.287.794.041

Aug-10 44.529.243 9.638.193.385

Sep-10 105.716.873 22.134.568.460

Oct-10 132.103.645 11.761.368.195

Nov-10 77.120.741 14.927.295.757

Dec-10 269.979.628 11.385.932.600

Jan-11 136.503.523 9.579.726.232

Feb-11 276.759.794 9.683.384.450

Mar-11 817.345.113 8.771.884.630

Apr-11 93.488.683 9.302.701.751

May-11 532.711.406 9.835.702.169

Jun-11 49.288.434 12.102.199.136

Jul-11 61.889.464 8.830.853.551

Aug-11 93.672.692 11.781.185.506

Sep-11 69.628.772 10.401.190.892

Oct-11 461.516.657 10.430.841.723

Nov-11 385.402.998 13.280.982.664

Dec-11 186.269.332 9.856.303.043

Jan-12 149.341.147 13.715.973.685

Feb-12 183.000.073 15.387.592.104

Mar-12 766.451.832 12.695.235.751

Apr-12 216.173.307 5.322.715.561

May-12 234.331.339 11.064.340.154

Jun-12 455.820.493 11.124.801.100

Jul-12 129.337.637 4.976.930.845

Aug-12 200.172.832 11.524.337.256

Sep-12 251.262.108 7.068.777.725

Oct-12 407.308.802 5.122.527.191

Nov-12 583.419.062 7.987.784.714

Dec-12 715.004.427 4.472.531.600

Jan-13 1.245.203.660 7.719.973.883

Feb-13 1.006.114.661 8.132.862.180

Mar-13 731.895.790 15.616.440.037

Apr-13 1.356.052.679 5.581.687.911

Apr-13 2.542.651.807 9.050.653.687

Meðaltal til og með 15. maí

Markaðsvirði skráðra bréfa á NASDAQ OMX Iceland Hlutabréf Skuldabréf

Jan-10 198.283.785.291 1.372.737.488.812

Feb-10 214.644.368.962 1.403.138.149.963

Mar-10 237.386.009.053 1.329.880.174.046

Apr-10 254.067.580.814 1.415.447.416.862

May-10 230.714.227.676 1.649.100.318.336

Jun-10 235.018.370.732 1.654.119.554.206

Jul-10 244.231.048.389 1.671.253.617.157

Aug-10 246.795.188.812 1.745.252.957.240

Sep-10 234.920.961.185 1.713.265.854.853

Oct-10 246.932.865.188 1.702.766.837.650

Nov-10 255.188.923.899 1.741.810.973.631

Dec-10 250.966.723.091 1.720.741.355.059

Jan-11 274.676.862.486 1.726.474.152.575

Feb-11 276.576.439.537 1.725.032.472.531

Mar-11 275.944.304.337 1.740.002.660.709

Apr-11 275.758.323.035 1.737.062.478.134

May-11 273.880.922.259 1.727.359.989.653

Jun-11 267.993.199.182 1.719.403.285.019

Jul-11 275.938.855.604 1.711.495.164.803

Aug-11 264.183.573.326 1.728.315.070.013

Sep-11 257.139.263.516 1.747.071.580.939

Oct-11 266.735.638.084 1.802.958.912.594

Nov-11 255.948.422.499 1.813.865.118.614

Dec-11 280.308.865.310 1.826.833.088.646

Jan-12 293.205.847.536 1.850.292.697.529

Feb-12 301.211.969.129 1.885.194.357.081

Mar-12 320.926.213.780 1.868.294.994.309

Apr-12 334.985.039.772 1.858.988.045.562

May-12 329.378.698.217 1.847.646.166.712

Jun-12 325.958.391.073 1.858.387.769.854

Jul-12 321.323.761.252 1.883.466.631.893

Aug-12 322.237.321.347 1.851.550.591.719

Sep-12 324.171.930.086 1.863.844.538.358

Oct-12 316.335.743.794 1.871.658.195.775

Nov-12 368.750.918.807 1.850.469.813.191

Dec-12 398.426.582.675 1.866.179.852.091

Jan-13 436.018.563.337 1.889.599.414.743

Feb-13 452.310.368.405 1.897.318.796.201

Mar-13 455.991.827.605 1.899.290.807.555

Apr-13 472.003.118.293 1.886.955.818.597

May-13 484.165.164.867 1.928.573.035.145

Markaðsvirði í lok dags 15. maí

Markaðsvirði skráðra félaga í lok dags 15. maí 2013

Dags. Markaður Félag Auðkenni Markaðsvirði

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Marel hf. MARL 104.450.797.574

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Össur hf. OSSRu 82.355.625.000

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Icelandair Group hf. ICEAIR 63.800.000.000

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Eimskipafélag Íslands hf. EIM 52.000.000.000

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Hagar hf. HAGA 33.483.610.600

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Vátryggingafélag Íslands hf. VIS 24.902.432.548

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn BankNordik P/F BNORDIK 24.639.267.980

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Tryggingamiðstöðin hf. TM 19.390.044.144

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Reginn hf. REGINN 16.614.000.000

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Atlantic Petroleum P/F FO-ATLA 11.438.890.636

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Fjarskipti hf. VOICE 11.228.206.717

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Atlantic Airways P/F FO-AIR 3.831.176.968

15.5.2013 Aðalmarkaðurinn Nýherji hf. NYHR 1.464.000.000

15.5.2013 First North Iceland HB Grandi hf. GRND 27.134.987.700

15.5.2013 First North Iceland Hampiðjan hf. HAMP 5.000.000.000

15.5.2013 First North Iceland Century Aluminum Company CENX 2.182.125.000

15.5.2013 First North Iceland Sláturfélag Suðurlands svf. SFS B 250.000.000

Samtals 484.165.164.867

OMXI6ISK

1/ 8/ 2012/ 994.43

2/ 8/ 2012/ 998.07

3/ 8/ 2012/ 997.90

7/ 8/ 2012/ 995.77

8/ 8/ 2012/ 1.001.46

9/ 8/ 2012/ 1.008.17

10/ 8/ 2012/ 1.013.26

13/ 8/ 2012/ 1.013.09

14/ 8/ 2012/ 1.015.56

15/ 8/ 2012/ 1.014.11

16/ 8/ 2012/ 1.008.32

17/ 8/ 2012/ 1.015.62

20/ 8/ 2012/ 1.005.63

21/ 8/ 2012/ 1.006.23

22/ 8/ 2012/ 1.003.77

23/ 8/ 2012/ 1.003.20

24/ 8/ 2012/ 999.01

27/ 8/ 2012/ 1.000.03

28/ 8/ 2012/ 1.006.89

29/ 8/ 2012/ 997.98

30/ 8/ 2012/ 1.000.50

31/ 8/ 2012/ 994.37

3/ 9/ 2012/ 989.27

4/ 9/ 2012/ 976.63

5/ 9/ 2012/ 985.10

6/ 9/ 2012/ 989.14

7/ 9/ 2012/ 996.82

10/ 9/ 2012/ 992.03

11/ 9/ 2012/ 992.45

12/ 9/ 2012/ 993.42

13/ 9/ 2012/ 994.73

14/ 9/ 2012/ 1.005.78

17/ 9/ 2012/ 1.004.89

18/ 9/ 2012/ 1.003.06

19/ 9/ 2012/ 1.004.25

20/ 9/ 2012/ 1.010.31

21/ 9/ 2012/ 1.009.16

24/ 9/ 2012/ 1.009.29

25/ 9/ 2012/ 1.005.09

26/ 9/ 2012/ 1.001.76

27/ 9/ 2012/ 997.37

28/ 9/ 2012/ 999.01

1/ 10/ 2012/ 1.000.98

2/ 10/ 2012/ 1.001.81

3/ 10/ 2012/ 1.008.95

4/ 10/ 2012/ 999.99

5/ 10/ 2012/ 995.68

8/ 10/ 2012/ 996.63

9/ 10/ 2012/ 994.05

10/ 10/ 2012/ 991.70

11/ 10/ 2012/ 991.90

12/ 10/ 2012/ 993.48

15/ 10/ 2012/ 993.38

16/ 10/ 2012/ 989.77

17/ 10/ 2012/ 993.68

18/ 10/ 2012/ 995.45

19/ 10/ 2012/ 1.000.12

22/ 10/ 2012/ 991.34

23/ 10/ 2012/ 994.95

24/ 10/ 2012/ 993.44

25/ 10/ 2012/ 977.90

26/ 10/ 2012/ 975.51

29/ 10/ 2012/ 976.65

30/ 10/ 2012/ 973.29

31/ 10/ 2012/ 972.44

OMXI6ISK

1/ 11/ 2012/ 971.73

2/ 11/ 2012/ 979.70

5/ 11/ 2012/ 966.96

6/ 11/ 2012/ 972.51

7/ 11/ 2012/ 968.83

8/ 11/ 2012/ 959.72

9/ 11/ 2012/ 978.05

12/ 11/ 2012/ 968.88

13/ 11/ 2012/ 981.75

14/ 11/ 2012/ 987.78

15/ 11/ 2012/ 981.96

16/ 11/ 2012/ 990.10

19/ 11/ 2012/ 987.81

20/ 11/ 2012/ 986.26

21/ 11/ 2012/ 987.80

22/ 11/ 2012/ 992.63

23/ 11/ 2012/ 992.99

26/ 11/ 2012/ 1.001.19

27/ 11/ 2012/ 994.00

28/ 11/ 2012/ 995.97

29/ 11/ 2012/ 997.93

30/ 11/ 2012/ 1.003.02

3/ 12/ 2012/ 1.003.65

4/ 12/ 2012/ 1.005.79

5/ 12/ 2012/ 1.006.20

6/ 12/ 2012/ 1.008.65

7/ 12/ 2012/ 1.009.22

10/ 12/ 2012/ 1.004.93

11/ 12/ 2012/ 1.005.16

12/ 12/ 2012/ 1.007.06

13/ 12/ 2012/ 1.012.67

14/ 12/ 2012/ 1.009.71

17/ 12/ 2012/ 1.014.20

18/ 12/ 2012/ 1.017.86

19/ 12/ 2012/ 1.021.23

20/ 12/ 2012/ 1.036.48

21/ 12/ 2012/ 1.045.36

27/ 12/ 2012/ 1.046.00

28/ 12/ 2012/ 1.059.36

2/ 1/ 2013/ 1.072.15

3/ 1/ 2013/ 1.098.85

4/ 1/ 2013/ 1.090.44

7/ 1/ 2013/ 1.120.03

8/ 1/ 2013/ 1.113.29

9/ 1/ 2013/ 1.117.47

10/ 1/ 2013/ 1.135.13

11/ 1/ 2013/ 1.136.54

14/ 1/ 2013/ 1.150.67

15/ 1/ 2013/ 1.151.27

16/ 1/ 2013/ 1.164.17

17/ 1/ 2013/ 1.160.19

18/ 1/ 2013/ 1.148.98

21/ 1/ 2013/ 1.143.44

22/ 1/ 2013/ 1.136.58

23/ 1/ 2013/ 1.132.72

24/ 1/ 2013/ 1.136.59

25/ 1/ 2013/ 1.137.05

28/ 1/ 2013/ 1.157.83

29/ 1/ 2013/ 1.159.28

30/ 1/ 2013/ 1.178.28

31/ 1/ 2013/ 1.172.96

1/ 2/ 2013/ 1.182.36

4/ 2/ 2013/ 1.178.34

5/ 2/ 2013/ 1.187.35

6/ 2/ 2013/ 1.177.11

OMXI6ISK

7/ 2/ 2013/ 1.186.97

8/ 2/ 2013/ 1.201.45

11/ 2/ 2013/ 1.198.26

12/ 2/ 2013/ 1.195.20

13/ 2/ 2013/ 1.215.50

14/ 2/ 2013/ 1.219.83

15/ 2/ 2013/ 1.221.23

18/ 2/ 2013/ 1.218.46

19/ 2/ 2013/ 1.213.96

20/ 2/ 2013/ 1.219.56

21/ 2/ 2013/ 1.230.39

22/ 2/ 2013/ 1.224.70

25/ 2/ 2013/ 1.219.81

26/ 2/ 2013/ 1.215.38

27/ 2/ 2013/ 1.210.82

28/ 2/ 2013/ 1.214.34

1/ 3/ 2013/ 1.217.23

4/ 3/ 2013/ 1.210.95

5/ 3/ 2013/ 1.213.98

6/ 3/ 2013/ 1.226.31

7/ 3/ 2013/ 1.224.98

8/ 3/ 2013/ 1.226.27

11/ 3/ 2013/ 1.229.48

12/ 3/ 2013/ 1.231.75

13/ 3/ 2013/ 1.235.76

14/ 3/ 2013/ 1.229.97

15/ 3/ 2013/ 1.231.28

18/ 3/ 2013/ 1.231.50

19/ 3/ 2013/ 1.229.12

20/ 3/ 2013/ 1.232.45

21/ 3/ 2013/ 1.228.54

22/ 3/ 2013/ 1.217.66

25/ 3/ 2013/ 1.219.26

26/ 3/ 2013/ 1.214.96

27/ 3/ 2013/ 1.211.94

2/ 4/ 2013/ 1.202.79

3/ 4/ 2013/ 1.187.55

4/ 4/ 2013/ 1.185.38

5/ 4/ 2013/ 1.171.62

8/ 4/ 2013/ 1.188.40

9/ 4/ 2013/ 1.187.82

10/ 4/ 2013/ 1.181.59

11/ 4/ 2013/ 1.181.97

12/ 4/ 2013/ 1.169.42

15/ 4/ 2013/ 1.157.21

16/ 4/ 2013/ 1.179.66

17/ 4/ 2013/ 1.197.01

18/ 4/ 2013/ 1.204.35

19/ 4/ 2013/ 1.207.39

22/ 4/ 2013/ 1.188.72

23/ 4/ 2013/ 1.196.70

24/ 4/ 2013/ 1.195.34

26/ 4/ 2013/ 1.204.13

29/ 4/ 2013/ 1.184.68

30/ 4/ 2013/ 1.177.85

2/ 5/ 2013/ 1.173.14

3/ 5/ 2013/ 1.184.82

6/ 5/ 2013/ 1.183.42

7/ 5/ 2013/ 1.189.69

8/ 5/ 2013/ 1.182.38

10/ 5/ 2013/ 1.184.68

13/ 5/ 2013/ 1.165.08

14/ 5/ 2013/ 1.168.03

15/ 5/ 2013/ 1.150.28

Þróun Úrvalsvísitölunnar (OMXI6) frá ágúst 2012 til 15. maí 2013

Page 23: Kauphallarblaðið

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

57

86

0

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | [email protected] | www.vib.is | Finndu okkur á Facebook

HLUTABRÉFASJÓÐURINN** HEFUR TEKIÐ ÞÁTT Í ÚTBOÐUM NÝRRA FÉLAGA Í KAUPHÖLL ÍSLANDS

Síðasta ár var gjöfult á hlutabréfamarkaði. Fyrirhugaðar nýskráningar fyrirtækja í Kauphöll

Íslands gefa fyrirheit um áframhaldandi endurreisn íslenska hlutabréfamarkaðarins. Fjárfesting

í Hlutabréfasjóðnum er áhrifarík leið til þátttöku í hlutafjárútboðum og virkrar eignastýringar í

íslenskum hlutabréfum. Nú getur þú tekið þátt í þeirri uppbyggingu í gegnum Hlutabréfasjóðinn

sem hefur skilað hæstu ávöxtun allra íslenskra hlutabréfasjóða síðastliðin 1, 2 og 3 ár.*

Nánari upplýsingar á www.vib.is Pantaðu viðtal við ráðgjafa í 440 4900

* Skv. sjodir.is 30. apríl 2013

**Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð.

Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða, www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega

umfjöllun um áhættuþætti.

FRÁBÆR ÁVÖXTUN30,7% hækkun síðustu 12 mánuði*

Árleg ávöxtun sjóðsins

1 ár 30,7%

2 ár 24,0%

3 ár 21,8%

4 ár 28,0%

5 ár -23,1%

Skv. sjodir.is 30. apríl 2013Meðal félaga sem sjóðurinn hefur fjárfest í eru:

Icelandair, TM, Hagar, Eimskip, N1, EIK fasteignafélag, Reginn, Fjarskipti hf., Marel og Össur.

Page 24: Kauphallarblaðið

TromsöNoregur

ÁrósarDanmörk

ImminghamEngland

BergenNoregur

MaaloyNoregur

ÁlasundNoregur

HammerfestNoregur

Båts�ordNoregur

MurmanskRússland

KirkenesNoregur

StafangurNoregur

HamborgÞýskaland

ROTTERDAMHolland

VelsenHolland

GrimsbyEngland

NuukGrænland

ArgentiaNýfundnaland

HalifaxNova Scotia

PortlandMaine, Bandaríkin

St. AnthonyNýfundnaland

BostonMA, Bandaríkin

SortlandNoregur

HelsingjaborgSvíþjóð

SwinoujsciePólland

FredrikstadNoregur

KlakksvíkFæreyjar

ÞÓRSHÖFNFæreyjar

Norð�örðurÍsland

HúsavíkÍsland

AberdeenSkotland

Reyðar�örðurÍsland

VágurFæreyjar

VestmannaeyjarÍsland

REYKJAVÍKÍsland

SauðárkrókurÍsland

AkureyriÍsland

Grundar�örðurÍsland

Ísa�örðurÍsland

BíldudalurÍslandGrundartangi

Ísland

nýtt leiðakerfi eimskips– með strandsiglingum við Ísland í beinni tengingu við Evrópu

Vikulegar strandsiglingar með beinni tengingu við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu.

Siglt með ferskan fisk vikulega frá Íslandi og Færeyjum

Aukin þjónusta við olíuiðnaðinn með siglingum til og frá Skotlandi

Tíðari ferðir og styttri siglingartími til og frá Bandaríkjunum.

Ný höfn í Bandaríkjunum, Portland, Maine

Möguleg viðkoma á Ísafirði og Akureyri á leiðinni frá Noregi

Ný viðkoma í Vágur í Færeyjum og Hamborg í Þýskalandi

Korngarðar 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

brún leiðRússland, Noregur, Holland, England, Skotland, Noregur

for– og áframflutningar

möguleg viðkoma / árstíðabundnar siglingar

græn leiðNoregur, Ísland, Nýfundnaland, Nova Scotia, Bandaríkin, Nýfundnaland, Ísland

blá leiðÍsland, Færeyjar, Holland, Pólland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Færeyjar, Ísland

rauð leiðÍsland, Færeyjar, Skotland, Holland, Ísland

viðkomur

tengihöfn

stórtengihöfn

gul leiðÍsland, Færeyjar, England, Holland, Þýskaland, England, Ísland