Eystrahorn 28. tbl. 2013

4
Fimmtudagur 29. ágúst 2013 www.eystrahorn.is Eystrahorn 28. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is Síðastliðin níu ár hef ég gegnt ábyrgðarstarfi hjá Sveitarfélaginu Hornafirði, þar af síðustu sjö ár sem bæjarstjóri. Sá tími hefur verið skemmtilegur og viðburðaríkur. Öll þessi ár hef ég starfað með góðu fólki, bæði kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins. Eftir umhugsun síðustu vikur og mánuði komst ég að þeirri niðurstöðu að rétt væri að sækjast ekki eftir að gegna starfi bæjarstjóra að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Það er mitt mat að ekki sé farsælt fyrir samfélagið að sami einstaklingur gegni starfi bæjarstjóra of lengi. Ætlunin var að starfa út kjörtímabilið en nýverið sá ég auglýsingu frá Iceland Pelagic ehf. um áhugavert starf. Í stuttu máli hefur félagið ráðið mig til starfa frá og með 1. nóvember nk. Þá læt ég af störfum sem bæjarstjóri Hornafjarðar. Nýja starfið er spennandi, hjá fyrirtæki sem hefur byggst jafnt og þétt upp á síðustu misserum. Þar gefast tækifæri til að auka við þekkingu mína og færni. Það skipti ekki síður máli að starfstöðin er á Höfn, þar sem fjölskyldunni hefur liðið vel og við viljum búa áfram. Efst í huga er þakklæti til allra sem hafa starfað með mér og stutt mig í starfinu. Íbúar hafa frá fyrstu tíð verið hvetjandi og sýnt vináttu fremur en nokkuð annað. Það hafa verið forréttindi að gegna starfi bæjarstjóra Hornafjarðar. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka íbúum, starfsfólki og kjörnum fulltrúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar samfylgdina í öll þessi góðu ár. Hornafirði 27. ágúst 2013 Hjalti Þór Vignisson Við undirritaðir fulltrúar í meirihluta Framsóknarmanna í bæjarstjórn Hornafjarðar virðum ósk Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra um lausn frá störfum frá og með 1. nóvember 2013 og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi með kæru þakklæti fyrir samstarfið. Aldrei hefur borið skugga á samskipti meirihlutans og bæjarstjóra í öllum þeim krefjandi verkefnum sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu, hópurinn hefur unnið saman sem einn maður í góðri samvinnu við fulltrúa annarra framboða í bæjarstjórn. Tímamótin ber brátt að og óðum styttist í sveitarstjórnarkosningar sem verða vorið 2014. Meirihluti Framsóknarmanna er sammála um að Ásgerður K. Gylfadóttir, núverandi formaður bæjarráðs, taki við starfi bæjarstjóra út kjörtímabilið. Ásgerður hefur öðlast mikla reynslu af bæjarmálum frá því að hún settist í bæjarstjórn, sem forseti bæjarstjórnar ásamt því að gegna formennsku í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd. Auk þess hefur hún mikla reynslu af starfi í heilbrigðis- og öldrunarmálum sem og af stjórnun vegna starfa sinna sem hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Ásgerður mun taka tímabundið leyfi frá störfum sínum þar, fram að næstu kosningum. Framundan er undirbúningur síðasta hluta kjörtímabilsins. Áherslur framboðsins verða þær sömu og áður, að halda fjárhag sveitarfélagsins í föstum skorðum, vinna endurbótum mannvirkja eftir efnum og ástæðum og búa í haginn fyrir íbúa sveitarfélagsins á allan hátt. Reynir Arnarson, Ásgerður K. Gylfadóttir, Kristján S. Guðnason, Ásgrímur Ingólfsson. Starfsmannabreytingar eru þessa dagana í Ráðhúsi Hornafjarðar. Linda Hermannsdóttir er komin til starfa í stöðu þjónustufulltrúa en hún mun starfa í afgreiðslu Ráðhússins, taka á móti erindum, reikningum og starfa í skjalavinnslu sveitarfélagsins. Hrafnhildur Magnúsdóttir er tekin við starfi gjaldkera sveitarfélagsins en hún hefur umsjón með reikningagerð fyrir sveitarfélagið og HSSA ásamt innheimtu reikninga og eftirfylgni innheimtu. Einnig hefur hún umsjón með greiðslu húsaleigubóta. Eru þær boðnar velkomnar til nýrra starfa en jafnframt er Lúcíu Óskarsdóttur þakkað fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins sem fráfarandi gjaldkeri. Yfirlýsing frá Hjalta Þór Vignissyni bæjarstjóra Yfirlýsing frá Framsóknarmönnum í bæjarstjórn Hornafjarðar Þjónustufulltrúi og gjaldkeri Hjalti Þór lengst til vinstri ásamt bæjarfulltrúum við upphaf kjörtímabilsins. Heimasíða sveitarfélagsins fær nýtt lén 1. september nk., hornafjördur.is rikivatnajoluls.is færist yfir á, Ríki Vatnajökuls ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasa, visitvatnajokul.is

description

Eystrahorn 28. tbl. 2013

Transcript of Eystrahorn 28. tbl. 2013

Page 1: Eystrahorn 28. tbl. 2013

Fimmtudagur 29. ágúst 2013 www.eystrahorn.is

Eystrahorn28. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is

Síðastliðin níu ár hef ég gegnt ábyrgðarstarfi hjá Sveitarfélaginu Hornafirði, þar af síðustu sjö ár sem bæjarstjóri. Sá tími hefur verið skemmtilegur og viðburðaríkur. Öll þessi ár hef ég starfað með góðu fólki, bæði kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins. Eftir umhugsun síðustu vikur og mánuði komst ég að þeirri niðurstöðu að rétt væri að sækjast ekki eftir að gegna starfi bæjarstjóra að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Það er mitt mat að ekki sé farsælt fyrir samfélagið að sami einstaklingur gegni starfi bæjarstjóra of lengi. Ætlunin var að starfa út kjörtímabilið en nýverið sá ég auglýsingu frá Iceland Pelagic ehf. um áhugavert starf. Í stuttu máli hefur félagið ráðið mig til starfa frá og með 1. nóvember nk. Þá læt ég af störfum

sem bæjarstjóri Hornafjarðar. Nýja starfið er spennandi, hjá fyrirtæki sem hefur byggst jafnt og þétt upp á síðustu misserum. Þar gefast tækifæri til að auka við þekkingu mína og færni. Það skipti ekki síður máli að starfstöðin er á Höfn, þar sem fjölskyldunni hefur liðið vel og við viljum búa áfram. Efst í huga er þakklæti til allra sem hafa starfað með mér og stutt mig í starfinu. Íbúar hafa frá fyrstu tíð verið hvetjandi og sýnt vináttu fremur en nokkuð annað. Það hafa verið forréttindi að gegna starfi bæjarstjóra Hornafjarðar. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka íbúum, starfsfólki og kjörnum fulltrúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar samfylgdina í öll þessi góðu ár.

Hornafirði 27. ágúst 2013 Hjalti Þór Vignisson

Við undirritaðir fulltrúar í meirihluta Framsóknarmanna í bæjarstjórn Hornafjarðar virðum ósk Hjalta Þórs Vignissonar bæjarstjóra um lausn frá störfum frá og með 1. nóvember 2013 og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi með kæru þakklæti fyrir samstarfið. Aldrei hefur borið skugga á samskipti meirihlutans og bæjarstjóra í öllum þeim krefjandi verkefnum sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu, hópurinn hefur unnið saman sem einn maður í góðri samvinnu við fulltrúa annarra framboða í bæjarstjórn. Tímamótin ber brátt að og óðum

styttist í sveitarstjórnarkosningar sem verða vorið 2014. Meirihluti Framsóknarmanna er sammála um að Ásgerður K. Gylfadóttir, núverandi formaður bæjarráðs, taki við starfi bæjarstjóra út kjörtímabilið. Ásgerður hefur öðlast mikla reynslu af bæjarmálum frá því að hún settist í bæjarstjórn, sem forseti bæjarstjórnar ásamt því að gegna formennsku í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd. Auk þess hefur hún mikla reynslu af starfi í heilbrigðis- og öldrunarmálum sem og af stjórnun vegna starfa sinna sem hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði Heilbrigðisstofnunar

Suðausturlands. Ásgerður mun taka tímabundið leyfi frá störfum sínum þar, fram að næstu kosningum. Framundan er undirbúningur að síðasta hluta kjörtímabilsins. Áherslur framboðsins verða þær sömu og áður, að halda fjárhag sveitarfélagsins í föstum skorðum, vinna að endurbótum mannvirkja eftir efnum og ástæðum og búa í haginn fyrir íbúa sveitarfélagsins á allan hátt.

Reynir Arnarson, Ásgerður K. Gylfadóttir, Kristján S. Guðnason, Ásgrímur Ingólfsson.

Starfsmannabreytingar eru þessa dagana í Ráðhúsi Hornafjarðar. Linda Hermannsdóttir er komin til starfa í stöðu þjónustufulltrúa en hún mun starfa í afgreiðslu Ráðhússins, taka á móti erindum, reikningum og starfa í skjalavinnslu sveitarfélagsins. Hrafnhildur Magnúsdóttir er tekin við starfi gjaldkera sveitarfélagsins en

hún hefur umsjón með reikningagerð fyrir sveitarfélagið og HSSA ásamt innheimtu reikninga og eftirfylgni innheimtu. Einnig hefur hún umsjón með greiðslu húsaleigubóta. Eru þær boðnar velkomnar til nýrra starfa en jafnframt er Lúcíu Óskarsdóttur þakkað fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins sem fráfarandi gjaldkeri.

Yfirlýsing frá Hjalta Þór Vignissyni bæjarstjóra

Yfirlýsing frá Framsóknarmönnum í bæjarstjórn Hornafjarðar

Þjónustufulltrúi og gjaldkeri

Hjalti Þór lengst til vinstri ásamt bæjarfulltrúum við upphaf kjörtímabilsins.

Heimasíða sveitarfélagsins fær nýtt lén 1. september nk., hornafjördur.is rikivatnajoluls.is færist yfir á, Ríki Vatnajökuls ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasa, visitvatnajokul.is

Page 2: Eystrahorn 28. tbl. 2013

2 EystrahornFimmtudagur 29. ágúst 2013

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

AusturbrAutRúmgott og vel skipulagt 141,1 m² einbýlishús ásamt 41 m² bílskúr, samtals 182,1 m².5 svefnherbergi, góður garður, 2 stórar verandir með skjólveggjum.

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

Litlabrú 1 • 780 Höfn • Sími 580 7915Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Garðarsbraut 5 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum, Sími 580 7902

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum, Sími 580 7907

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík, Sími 580 7925

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari, Höfn, Sími 580 7915

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. fasteignasaliog lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum, Sími 580 7908

MánAbrAutFallegt fullbúið einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr samtals 187 m². 3 til 4 svefnherbergi, 2 stofur, glæsilega ræktuð lóð, frábær eign.

Nýtt á skráhAgAtúnVel skipulagt, mikið endurnýjað 127,5 m² einbýlishús ásamt 40 m² bílskúr. 4 svefnherbergi, góð verönd, mikið ræktuð lóð, góð staðsetning.

Nýtt á skrá

AtvinnaBílstjóra með meirapróf vantar hjá Eimskip á Höfn frá 15.09.2013 til 01.11.2013. Upplýsingar í síma 894-4107. Heimir.

Miklar breytingar hafa verið á Bókasafninu og Menningarmiðstöðinni undanfarnar vikur og standa enn. Megin markmið safnsins í þessum breytingum eru t.d. að gögn séu aðgengilegri, fleiri titlar, frekari nýjungar og afþreying sem ætti að vera við allra hæfi. Erum með fjöldann allan af áhugaverðum titlum gefins; skáldsögur, ævisögur, ljóðabækur, ferðasögur og margt fleira. Markaðurinn verður opinn til 30.ágúst. Verið hjartanlega velkomin.

Í sumar hafa staðið yfir miklar lagfæringar og ákveðnar breytingar í Vöruhúsinu við Hafnarbraut. Þeim er nú að mestu lokið og starfsemi vetrarins er smám saman að fara í gang. Meðal breytinga má nefna að ljósmyndastúdíó og framköllunarrými verður í kjallara ásamt æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir og hljóðver til upptöku tónlistar, málmsmíði og leirvinnslu. Á miðhæðinni er grunnskólinn með sína verklegu kennslu og á efstu hæðinni verður félagsmiðstöðin Þrykkjan í vetur, ásamt þeirri nýbreytni að hönnunar- og fataframleiðslufyrirtækið Millibör flytur hluta starfsemi sinnar þangað. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir í Millibörum mun kenna tveggja anna námsbraut í fataiðn á vegum FAS, veita ráðgjöf varðandi Stíl (fatahönnunarkeppni félagsmiðstöðva) og til textílkennara grunnskólans, ásamt því að sinna eigin framleiðslu. Í vetur er fyrirhugað að halda ýmis námskeið í samvinnu við Austurbrú og fleiri aðila og vonandi verður það til þess að íbúar flykkist í húsið til að kynna sér möguleika sem þar leynast til sköpunar af fjölbreyttum toga.

Við viljum óska starfsfólki okkar velgengni í náminu á skólaárinu sem er hafið.

Vinnan göfgar manninn en góð bók er gulli betri.

Auglýsum um leið breyttan opnunartíma frá

kl.18:00 - 22:00.

Vöruhúsiðvettvangur skapandi greina

Fatasaumur í Vöruhúsinu.

Gefins bækur á Bókasafninu

Dagsferð Félags eldri Hornfirðinga verður farin frá Ekru þriðjudaginn 3. september kl.10:00.

Farið verður í Skaftafell. Þeir félagar sem áhuga hafa á að fara í ferðina

skrái sig í Ekru, eða í síma 847-6632 Örn eða 894-7210 Björn.

Stjórnin

Dagsferð í skaftafell

síðbúið sumarfrí 10. – 25. septemberLokað verður á Fasteignasölunni INNI og umboði TM

10. – 25. september en opið á hársnyrtistofunni Jaspis á þriðjudögum og fimmtudögum þennan tíma.

Tímapantanir eru í síma 478-2000.

Snorri, Heiða Dís og Sveinbjörg

Jaspis

Page 3: Eystrahorn 28. tbl. 2013

3Eystrahorn Fimmtudagur 29. ágúst 2013

Stofnun gangnamannafélagsFöstudaginn 30. ágúst kl 12:00

verður haldinn stofnfundur gangnamannafélags í Nýheimum.

Allt áhugasamt göngufólk hvatt til að mæta.

Kolbrún Björnsdóttir, ÍAK einkaþjálfari‚ býður Hornfirðingum upp á Metabolic námskeið sem hefur slegið í gegn í um allt land. Helgi Jónas Guðfinnsson, kennari við ÍAK einkaþjálfaranámið hjá Keili, körfubolta- og styrktarþjálfari, hannaði námskeiðið og hafði það

að leiðarljósi að námskeiðið ætti að vera árangursríkt, skemmtilegt, markvisst og öruggt. Metabolic námskeið hófst 26.ágúst. Í boði eru 4 tímar á viku; morguntímar klukkan 06.10-07.00, á mánudögum og miðvikudögum og seinnipartstímar klukkan 18:10-19:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Kennt er í Sporthöllinni og ef aðsókn verður góð verður bætt við tímum.Um hvað snýst þetta nýja líkamsræktaræði?„Ég vona að þetta verði ekki enn eitt æðið heldur sé komið til að vera“ segir Kolla. Þegar mér bauðst að kenna Metabolic hér á Hornafirði varð ég strax mjög spennt og fannst þetta kjörin viðbót við líkamsræktarflóruna hérna. Heitið á námskeiðinu, Metabolic, þýðir í raun bara efnaskipti, en eitt aðal markmið Metabolic tímanna er að auka hraðann á efnaskiptum = að auka fitubrennslu. Í tímunum taka allir vel á því í stuttan tíma í einu með hléum á milli, svokölluð skorpuþjálfun (interval) en slík þjálfun skilar fitubrennslu í marga klukkutíma eftir æfinguna, mun meiri brennslu heldur en æfingar með jöfnu álagi. Námskeiðið er mjög fjölbreytt og byggir á þjálfun á mismunandi orkukerfum. Við vinnum með fitubrennslu, kraft, styrk og þol svo dæmi sé tekið. Rauði þráðurinn í gegnum alla tímana er að allar æfingarnar eru það sem kallast starfrænar (functional) sem þýðir að þær líkjast daglegum hreyfingum okkar sem mest. Flestir finna fyrir einhverjum stoðkerfisverkjum eins og eymslum í öxlum eða baki en í starfrænni þjálfun er mikil áhersla lögð á að styrkja djúpvöðvakerfið og því ætti fólk að finna mikinn mun á sér þegar það fer að gera æfingarnar sem við leggjum upp með á námskeiðinu. Ég nota einungis starfrænar æfingar fyrir þá sem ég þjálfa, hvort sem það er venjulegt fólk eða afreksíþróttamenn. Öll höfum við þá eiginleika að geta sprett, hoppað og verið sterk en ef við gleymum að þjálfa þessa eiginleika tapast þeir. Þarf maður þá ekki að vera í hörku formi til að geta stundað Metabolic?Nei alls ekki. Kosturinn við æfingarnar er að það stjórnar hver og einn sínu álagi. Þú einfaldlega notast við léttari þyngdir eða ferð þér hægar ef íþróttamaðurinn í þér er í dvala. Eins má mjög auðveldlega breyta æfingunum ef fólk er með eymsli í t.d. baki eða hnjám. Áhöldin sem við notumst við í tímunum eru m.a. TRX bönd, medicine boltar, teygjur, ketilbjöllur, kaðlar. Fólk einfaldlega velur sér þyngdir sem því hentar. Það á enginn að vera í of góðu formi fyrir tímana eða of slæmu.Nánar má lesa um námskeiðið á metabolicHöfn á facebook og á Sporthöllin.is. Skráning fer fram í Sporthöllinni.

Keppnistímabilinu hjá meistaraflokki kvenna í knattspyrnu lauk síðastliðinn laugardag. Í upphafi tímabilsins var mikið óöryggi í liðinu og töpuðust leikir stundum stærra en efni stóðu til en eftir því sem leið á sumarið fóru leikmenn að fá meira sjálfstraust og sýndu mikla baráttu. Úrslit leikja í sumar voru ekki hagstæð en aðeins unnust tveir leikir af 14. Sindri endaði í næst neðsta sæti riðilsins en úrslitin segja þó ekki allt um frammistöðu liðsins því margt jákvætt má taka úr sumrinu og byggja á til framtíðar. Stór hluti leikmanna var úr 3. flokki og voru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Markmaður var fenginn að láni úr 2. flokki Breiðabliks og um mitt sumar kom leikmaður frá Slóveníu sem lék fimm leiki með liðinu. Þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysi í 11 manna bolta stóðu ungu stelpurnar sig mjög vel og tóku miklum framförum í sumar. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna vil ég þakka þeim sem studdu við bakið á okkur í sumar, þ.e. foreldrum okkar sem buðu liðinu í mat fyrir heimaleiki, áhorfendum og styrktaraðilum.

Kristey Lilja Valgeirsdóttir

Góður stígandi hjá stúlkunum Metabolic á Höfn Hópþrektímar sem hafa slegið í gegn

ÚTSÖLULOK Síðasta vika útsölunnar

Aukinn afsláttur af völdum

útsöluvörumVerið velkomin

uppskeruhátíðUppskeruhátíð yngri flokka Sindra (5. fl. - 6. fl. - 7. fl. drengja og stúlkna) verður haldin í Bárunni föstudaginn 30. ágúst kl. 17:00.

Farið verður í leiki, grillaðar pylsur og allir fá verðlaunapening.

Hvetjum alla foreldra til að mæta og skemmta sér með okkur.

LokahófLokahóf 3. og 4 fl. karla og kvenna verður haldið í Sindrabæ 3. september kl 19:00. Verðlaunaafhending, grillaðir hamborgarar og bíó.

Page 4: Eystrahorn 28. tbl. 2013

Tilboðin gilda 29. ágúst - 01. septemberTilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

áður 229 kr/stk

Croissant m/súkkulaði

137

í sumarskapi

áður 1.198 kr/kg

svínahryggurkótilettur í pokaþunnsagað

899 25%

áður 298 kr/stk

spægipylsa95gr bréf

209 30%

áður 1.398 kr/kg

saltkjötblandað

895 36%

áður 1.049 kr/kg

kjúklingurheill

839

áður 798 kr/stk

rúlluterta brúnkristjánsbakarí

599 25%áður 248 kr/kg

appelsínur

50%124

áður 1.898 kr/kg

þorskhnakkarkh

1.499

áður 429 kr/stk

skinka150gr bréf

30030%

40%M

arkh

onn

un e

hf