Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og...

16
OPNUNARTÍMI mánudaga - föstudaga 07:00-18:00 laugardaga 08:00-16:00 sunnudaga 09:00-16:00 Sigurjónsbakarí - Hólmgarði 2 - 230 - Reykjanesbæ NÝ BÖKUÐ BRAUÐ ALLA DAGA VERIÐ VELKOMIN Í SIGURJÓNSBAKARÍ HÓLMGARÐI HAFNARSPORT DREIFINGARAÐILI HAFNARSPORT.IS ENGIN AUKAEFNI, ROTVARNAREFNI NÉ ÖNNUR BÆTIEFNI. 26.900 SKY er alvöru dæmi 49.990 kr. Sjáðu 6.720 klst af sjónvarpsefni á dag fyrir 6.490 kr á mánuði. ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ? Viðgerðir á öllum gerðum af bíla-, mótorhjóla og snjósleðasætum. Húsbílaklæðningar og öll almenn bólstrun. Við erum þekktir fyrir fljóta og góða þjónustu. Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.is Formbólstrun 3. OKTÓBER 2013 18. tölublað 3. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Grís frumsýnt föstudag F östudaginn 4. október n. k. verður söngleikurinn GRÍS frumsýndur í Frumleikhúsinu. Það eru leikhúskon- urnar Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir sem hafa á undanförnum vikum unnið með grunnskólakrökkum frá Reykjanesbæ, Vogum, Sandgerði og Garði. Æfingaferlið hófst í vor með því að auglýstar voru söng, - leik-, og dansprufur þar sem 30 krakkar voru að lokum valin úr fjölda þátttakenda. Önnur sýning er á sunnudaginn 6. október kl.16: 00. HAMRABORG 20A • KÓPAVOGI 544-4088 • YNJA.IS Erum á Facebook Vinsælu læknahaldararnir frá komnir í hvítu & svörtu.

Transcript of Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og...

Page 1: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

OPNUNARTÍMImánudaga - föstudaga 07:00-18:00

laugardaga 08:00-16:00sunnudaga 09:00-16:00

Sigurjónsbakarí - Hólmgarði 2 - 230 - Reykjanesbæ

NÝ BÖKUÐ BRAUÐ ALLA DAGA VERIÐ VELKOMIN

Í SIGURJÓNSBAKARÍ HÓLMGARÐI

HAFNARSPORT

DREIFINGARAÐILI HAFNARSPORT.IS

ENGIN AUKAEFNI, ROTVARNAREFNI NÉ ÖNNUR BÆTIEFNI.

26.900

SKY er alvöru dæmi49.990 kr.

Sjáðu 6.720 klst af sjónvarpsefni á dag fyrir 6.490 kr á mánuði.

ER BÍLSÆTIÐ RIFIÐ ?Viðgerðir á öllum gerðum af bíla-, mótorhjóla og snjósleðasætum. Húsbílaklæðningar og öll almenn bólstrun. Við erum þekktir fyrir fljóta og góða þjónustu.

Hamraborg 5 kóp, Hamrabrekkumegin S. 544 5750 www.hsbolstrun.isFormbólstrun

3. október 201318. tölublað 3. árgangur UMHVERFISVOT TUÐ PRENTUN

Grís frumsýnt föstudagFöstudaginn 4. október n. k. verður

söngleikurinn GRÍS frumsýndur í Frumleikhúsinu. Það eru leikhúskon-

urnar Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen

Guðjónsdóttir sem hafa á undanförnum vikum unnið með grunnskólakrökkum frá Reykjanesbæ, Vogum, Sandgerði og Garði. Æfingaferlið hófst í vor með því að

auglýstar voru söng, - leik-, og dansprufur þar sem 30 krakkar voru að lokum valin úr fjölda þátttakenda. Önnur sýning er á sunnudaginn 6. október kl.16: 00.

Glæsilegur undirfatnaður fráVanity Fair og Lauma.

HAMRABORG 20A • KÓPAVOGI 544-4088 • YNJA.IS

Útsalan er hafin

Erum á Facebook

Vinsælu læknahaldararnir frá

komnir í hvítu & svörtu.

Page 2: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

2 3. október 2013

Reykjanes 18. Tbl.  3. áRganguR 2013Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: [email protected]. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: [email protected]. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: [email protected]. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. [email protected], sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: PrentsniðPrentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is

reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi.

Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779.

Viltu segja skoðun þína?

Sem betur fer er þróunin sú að fleiri og fleiri einstaklingar ná háum aldri hér á landi. Þessi þróun á sér stað á Suðurnesjum eins og annars staðar á landinu. Nú eru 3000 íbúar Suðurnesja, sem náð hafa 60 ára aldri eða

meira. Þetta kallar að sjálfsögðu á aðgerðir yfirvalda til að sinna þessum hópi bæði nú og í framtíðinni.

Málefni aldraðra hafa að undanförnu verið mikið til umræðu meðal sveitar-stjórnarmanna og fleiri hér á svæðinu. Eins og fram hefur komið er nú unnið á fullu að uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum. Þar mun rísa glæsileg aðstaða, sem við fögnum öll. Það sem vekur furðu er að á sama tíma vilja margir ráðamenn stefna að því að hjúkrunarheimilinu á Garðvangi verði lokað. Það er óskiljanlegt miðað við þann mikla fjölda sem tilheyrir eldri borgurum. það er óskiljanlegt að sumir ráðamenn hér á svæðinu skuli ekki vilja horfa til framtíðar. Verði Garðvangur lagður niður fjölgar hjúkrunarrýmum nánast ekkert. Auðvitað eigum við að horfa til framtíðar. Við eigum að horfa til næstu 20 ára. það ættu allir að geta séð að það verður mikil þörf á hjúlrunarrýmum á næstu árum. Samhliða þessu þarf að móta stefnu varðandi dvalarheimili aldraðra, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og almennar leiguíbúðir fyrir aldraða. Að sjálfsögðu ber einnig að huga að Því að aldraðir geti sem lengst búið í sínum íbúðum. það þarf því að huga að stefnu í heimilishjálp, hjúkrunarþjónustu, matarsendingum og félagslegri aðstoð. Það verður að koma í veg fyrir lokun Garðvangs. Það á að stefna að því að í framtíðinnu verði 40 hjúkrunarrými á Garðvangi. það kallar vissulega á framkvæmdir og viðbyggingu, en það er nauðsynlegt vilji menn horfa til framtíðar.

Það á að vera keppikefli okkar að sem best þjónusta við aldraðra verði veitt í öllum sveitarfélögum hér á Suðurnesjum. Það er hagur okkar allra að sveitar-félögin fimm geti öll náð að blómstra. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum er framundan og þar hljóta menn að gera allt sem hægt er til að ná samstöðu í þessum málaflokki og horfa vel til framtíðar og móta stefnuna með það í huga.

Að sjálfsögðu á það svo að vera í höndum heimamanna að hafa yfirstjórn á málefnum aldraðra og þar með talið að sjá sameiginlega um rekstur hjúkr-unarheimila á svæðinu.

Hækkun skattleysismarka er besta kjarabótinKjarasamningar eru framundan. Hætta er á því að veruleg prósentuhækkun verði niðurstaðan sem fer í gegnum allan launastigann. Framhaldið verður svo hækkun verðlags og verðbólgan fer á fullt. Hverjir fara verst út úr slíku? Að sjálfsögðu þeir lægst launuðu. Ríkisstjórni segist vilja liðka til svo hægt sé að ná skynsamlegum samningum með raunverulegri kjarabót. Hækkun skattleysismarka er þar skynsamlegasta leiðin. Sú leið kemur sér best fyrir lægst launaða og millutekju fólkið. Það er betri kostur heldur en prósentuhækkun sem fer upp alla launatöfluna.

Sigurður Jónsson, ritstjóri

Leiðari

Þrjú þúsund íbúar Suðurnesja eru 60 ára og eldri

Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 17. október.

næsta blað

HaustfagnaðurHaustfagnaður eldri borgara verður

í Vogum sunnudaginn 6. október kl.15: 00.

Nýtt á mánudögumFélag eldri borgara á Suðurnesjum í

samvinnu við Skákfélag Reykjanes-bæjar býður uppá skák á mánudögum kl.19: 30 á Nesvöllum. Allir velkomnir.

Vilja Vitagarð á GarðskagaFerða, safna og menningarnefnd

Garðs leggur til að bæjarráð samþykki fjármuni á fjárhags-

áætlun ársins 2014 til áframhaldandi uppbyggingar Vitagarðs á Garðskaga. Verkefnið sem á eftir að vekja mikla athygli verði það að veruleika verður segull fyrir ferðamenn og á vel heima á þessum stað þar sem fyrsta leiðar-

ljós fyrir sæfarendur var byggt árið 1847 af Helga á Lambastöðum. Stefnt skal að því að verkefninu ljúki á næsta kjörtímabili og ráð fyrir því gert í 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.

Samþykkt, Eiríkur Hermannsson situr hjá. FSM-nefnd varpar fram þeirri hug-mynd að einnig verði gert ráð fyrir

fjármagni til að láta teikna og hanna eftirmynd fyrstu vitavörðunnar sem áður er getið um. Stefnt verði að byggingu hennar á næsta kjörtímabili og ráð gert fyrir fjármunum í 3ja ára fjarhagsáætlun bæjarfélagsins. Sam-þykkt, Eiríkur Hermannsson situr hjá.

Árshátíð FEBS framundanNú styttist í árshátíð eldri borgara í Stapa. Árshátíðin verður laugardaginn 12. október n. k.

Húsið opnar kl.18: 00 en borðhald hefst kl.19: 00

Setning árshátíðar: Sigurður Jónsson, formaður Skemmtinefndar

Ávarp: Eyjólfur Eysteinsson formaður FEBS

Kristinn Jóhannsson, veislustjóri

Sólborg og Sigríður Guðbrandsdætur syngja

Arnar Ingi Tryggvason með uppistand

Glæsilegt happdrætti (innifalið í miða-verði)

Hljómsveitin Húsbandið leikur fyrir dansi

Fordrykkur

Aðalréttur: Hægeldaður rósmarín og hvítlauksleginn lambahryggvöðvi með

grilluðu grænmeti. Gratineruðum kar-töflum. Rattatoulis grænmeti og villis-veppasósu.

Eftirréttur: Súkkulaði fantasía með sultuðum skógarberjum og rjóma.

Kaffi og konfekt.

Rútuferðir fyrir íbúa í Garði, Grinda-vík, Sandgerði og Vogum.

Hægt að kaupa miða hjá skemmti-nefnd: Ásta 862 1738, Sigurður 847 2779, Jón 898 6919, Harpa 778 1746, Eygló 661 3041, Þráinn 892 5392.

Léttur föstudagurJóna Valgerður mætir

Á morgun föstudaginn 4. október kl.14: 00 er Léttur föstudagur á Nesvöllum.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, for-

maður Landssambans eldri borgara mætir og fer yfir stöðu mála hjá eldri borgurum. Allir velkomnir.

Vilja að Bragi stækkiÁ fundi Bæjarráðs Garðs í

síðustu viku var upplýst að Bragi Guðmundsson,verk-

taki, er tilbúinn að taka að sér stækkun Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir kr.129.693.210. Bæjarráð samþykkir að ganga til saminga við Braga.

Bæjarstjóri lagði fram minnisblað, þar sem er m.a. gerð grein fyrir við-

ræðum við Braga Guðmundsson um að hann taki að sér verkið. Bragi er tilbúinn til að taka verkið að sér fyrir kr. 129.693.210 og miðað við að framkvæmdir hefjist í febrúar 2014.

Samþykkt samhljóða að fela bæj-arstjóra að ganga til samninga við Braga Guðmundsson, samningur-inn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.

Frístundakort í VogumMeginmarkmið Frístunda-

kortsins er að öll börn og unglingar í Sveitarfélaginu Vogum geti tekið þátt í uppbyggilegu frí-stundastarfi óháð efnahag eða fé-lagslegum aðstæðum.

Með Frístundakortinu má greiða að hluta fyrir íþróttaiðkun á vegum félaga og samtaka sem starfa í Vogum og nágrannasveitarfé-lögunum.

Frístundakortið eykur jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta.

Skilyrði fyrir veitingu styrkja samkvæmt Frístundakortinu• Að iðkandi/styrkþegi eigi lög-

heimili í Sveitarfélaginu Vogum• Að styrkþegi sé á aldrinum 6 – 16

ára miðað við fæðingarár. • Að um skipulagt starf/kennslu/

þjálfun sé að ræða í a. m. k. 10 vikur á önn.

• Styrkur getur aldrei orðið hærri en þátttöku- eða æfingagjald við-komandi íþrótta- eða tómstunda-greinar. Frestur til að sækja um styrkinn

fyrir haustönn 2013 er til 1. nóvem-ber nk. Greitt verður 15. nóvember

Umsókn og frumriti af reikn-ingi skal skila á bæjarskrifstofu, Iðndal 2.

Grindavík

Uppeldi sem virkar - Færni til framtíðar - Námskeið hefst 16. okt.

Foreldrafærninámskeiðið UPP-ELDI SEM VIRKAR - FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR mun hefjast

að nýju þann 16. október og verður haldið í leikskólanum Laut. Nám-skeiðið verður á miðvikudögum kl. 17:00 - 19:00 í fjögur skipti.

Leiðbeinendur: Ragnhildur Birna Hauksdóttir, leikskólaráðgjafi/fjöl-skyldumeðferðarfræðingur og Sig-ríður Gerða Guðlaugsdóttir, leikskóla-kennari og deildarstjóri á Króki.

Skráning og frekari upplýsingar

má nálgast í síma 420 1116 eða með því að senda tölvupóst á [email protected]

Við skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala, sími og netfang for-sjáraðila, kennitala barns og velja þarf námskeiðstíma. Námskeiðið gagnast best ef báðir foreldrar mæta.

Þátttökugjald er kr. 2000 fyrir einstaklinga og 3000 fyrir par. Inni-falin eru námskeiðsgögn og Uppeld-isbókin.

(Heimasíða Grindavíkur)

Page 3: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band
Page 4: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

4 3. október 2013

Nemendur Fisktækni-skólans kynntu sér atvinnulífiðNemendur, kennarar og

starfsfólk Fisktækiskóla Íslands í Grindavík heim-

sóttu fyrirtæki og stofnanir í Grinda-vík í gær undir stjórn leiðsögn Gunnlaugs Dans Ólafssonar kennara við skólann. Seem kunnugt er var hann skólastjóri grunnskólans um árabil. Meðal annars kom hópurinn við í Kvikunni þar sem þessi mynd var tekin. Á myndinni er einnig Ró-bert Ragnarsson bæjarstjóri.

Fisktækniskólinn hefur vaxið og dafnað undanfarin misseri en fyrir skömmu kom mennta-málaráðherra til Grindavíkur og undirritaði samning til eins árs um kennslu í fisktækni í tilrauna-skyni. Um er að ræða kennslu í fiskvinnslu, fiskveiðum og fiskeldi samkvæmt námsbrautarlýsingum í skólanámskrá, sem samþykkt var af ráðuneytinu 2012(Heimasíða Grindavíkur)

Söguskilti um SkagagarðinnFerða, safna og menningarnefd

Garðs hefur áhyggjur af því að einn sögufrægasti staðurinn í

Garðinum, sjálfur Skagagarðinum sé ekki sýndur mikill sómi. Fyrir nokkrum

mánuðum var húsið Móar rifin en þar var hugmynd að setja upp staldur fyrir ferðamenn og merkingar og söguskilti um Skagagarðinn þessa einu merkustu byggingu frá landnámsöld og bærinn

ber nafn sitt af. Þarna er óhrjáleg hola og hörmulegt að sjá hvernig gengið hefur verið frá eftir að húsið var fjarlægt. FSM-nefnd skorar á bæjaryfirvöld að láta nú þegar lagfæra svæðið og koma því í lag.

Persónukjör í Garði? Í síðasta Reykjanesi sögðum við

frá og fjölluðum um tillögu um persónukjör við næstu sveitar-

stjórnarkosningar í Garði. Afgreiðslu tillögunnar var frestað með 5 at-

kvæðum gegn 2. Hvert verður fram-haldið? Reykjanes óskaði eftir við forystumenn framboðslistanna D,L og N, sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn að þeir sendu blaðinu greinarkorn

til að útskýra málið fyrir lesendum blaðsins. Reykjanesi barst svar frá Einari Jóni Pálssyni, oddvita Sjálf-stæðismanna.

Í síðasta tölublaði Reykjaness var sagt frá tillögu sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar um persónu-

kjör í næstu sveitarstjórnarkosningum í Garði. Ritstjórinn veltir nú fyrir sér hver næstu skref verða og hvort af þessu gæti orðið.

Persónukjör getur verið spennandi kostur við kjör sveitarstjórnarmanna og einnig við kjör til Alþingis en það eru ekki bara kostir við persónukjör því geta líka fylgt gallar. Almenn um-ræða um persónukjör hefur ekki verið mjög mikil enda óljóst hvaða stefnu á að taka í vali á persónukjörsaðferð. Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp sem ekki var klárað á síðasta þingi og óljóst hvort það verði tekið fyrir á komandi vetri.

Rétt er nú að benda á að persónu-kjör er ekki einhver nýjung því það hefur verið viðhaft í sveitarstjórna-kosningum á Íslandi um langa hríð. Fram til 1994 var meirihluti sveit-arstjórnarmanna á Íslandi kjörinn óhlutbundinni kosningu, þ.e. með persónukjöri. Þessa persónukjörsað-ferð þekkja eflaust margir en hún fólst í að kjósendur rituðu nöfn þeirra á kjörseðilinn sem þeir vildu sjá í sveit-arstjórn. Kjósendur hafa líka haft þann kost að endurraða frambjóðendum á

listum við „hlutfallskosningar“ með því að númera upp á nýtt og að auki átt þann kost að strika yfir nöfn fram-bjóðenda sem þeir vilja alls ekki sjá í sveitarstjórn.

En til eru ýmsar útgáfur af persónu-kjöri, má þar nefna persónukjörskerfi þar sem kjósendur geta valið fram-bjóðendur þvert á flokka eða lista, líkt og á Írlandi. Þá má nefna að á norð-urlöndunum er persónukjör viðhaft með mismunandi aðferðum og vægi á kjör manna.

Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér umsögn fyrr á árinu um áðurnefnt frumvarp til laga um sveit-arstjórnarkosningar (persónukjör). Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að persónukjör við sveitarstjórnarkosn-ingar verði aukið frá því sem nú er við hefðbundnar listakosningar og horft til þess kerfi sem Norðmenn nota við sveitarstjórnar- og fylkiskosningar, en það aðlagað íslenskum aðstæðum.

Stjórn sambandsins telur ekki koma til álita að hafa persónukjör valkvætt sem kosningaraðferð við sveitar-stjórnarkosningar, eins og stundum hefur komið til tals og felst í tillögu N-listans, heldur verði sömu reglur að gilda í öllum sveitarfélögum. Einnig er rétt að benda á að við umræðu um

persónukjör á vettvangi sambandsins hefur iðulega komið fram það sjónar-mið sveitarstjórnarmanna að réttast væri að byrja á að gera tilraunir með persónukjör í Alþingiskosningum, frekar en að gera sveitarfélögin að vettvangi slíkra tilrauna.

Það getur því ekki komið á óvart að undirritaður hafi á fundi bæjar-stjórnar borið fram tillögu:

„Þar sem lögum um kosningar til sveitarstjórna hefur ekki verið breytt, með ákvæðum um persónukjör, legg ég til að afgreiðslu málsins verði fre-stað.“

Einar Jón PálssonForseti bæjarstjórnar Garðs

Gamla myndin

Í GarðinumÁrið 1906 keypti Thor Jensen

Gerðaverslun af Finnboga Lárussyni og tók þá jafnframt við út-gerð hans. Í endurminningum sínum segir Thor Jensen frá því að sæmilega hafi aflast á vertíðinni árið 1906 og hafi hann fengið mikinn fisk til út-fluttnings auk þess sem lýsisbræðsla gaf mikið í aðra hönd.

Thor var annar tveggja stærstu hluthafa í fyrirtækinu P.J. Thor-steinsson & Co „Milljónafélaginu“ sem stofnað var árið 1907. Það tók við rekstri útgerðar Thor og jók hana í mun. Athafnasemi einkenndi starf-semi félagsins og mannlífið í verstöð-inni tók á sig nýjan svip. Hermir ein heimild að félagið hafi síðasta árið sem þar starfaði gert út í Gerðum, átta áttæringa og einn sexæring.

Milljónafélagið hætti starfsemi árið 1913. Þá færðist í aukana sjó-menn sem réru á eigin skipum og smærri áraskipum fjölgaði í hreppnum. Fjölgun báta á árunum 1914 – 1917 má að líkindum rekja til þess að fiskverð hækkaði mikið vegna styrjaldarinnar, sem leiddi til vaxandi samkeppni kaupmanna á Suðurnesjum um fisk.

Fjöldi áraskipa í Garðinum 1913 – 1920Ár Fjöldi skipa Skipverjar 1913 33 2511914 64 3441915 51 2841916 72 2601917 77 3281918 69 2551919 45 1801920 61 234

Göngum á ÞorbjörnÁ fundi Frístunda og menn-

ingarnefndar Grindavíkur var kynnt hugmynd að heilsueflingar-verkefni sem felur í sér laugardags-göngur upp á Þorbjörn. Nefndin

hvetur UMFG til að grípa boltann á lofti og setja sig í samband við Kristján Bjarnason hugmyndasmið og hrinda þessu í framkvæmd sem fyrst.

Page 5: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band
Page 6: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

6 3. október 2013

Stórsýning í GarðiFjörtíu og níu sýningarbásar

Það verður mikið um að vera í Garðinum um helgina. Stór-sýning verður í Íþróttamiðstöð-

ina alla helgina. Stórsýningin hefst kl.18: 00 á föstudag og opið er um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem svona sýning er haldin í Garðinum.

Fyrst var sýning haldin árið 2003 og svo árið 2008.

Ásgeir Hjálmarsson er verkefnastjóri sýningarinnar. Hann sagði að það væru 49 aðilar, sem tækju þátt í sýningunni að þessu sinni. Um væri að ræða stóra og smá atvinnurekendur. Einnig sýnir

handverksfólk og listafólk. Félagasam-tök og stofnanir nota einnig tækifærið til að kynna sig. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Ásgeir sagði að fyrri sýn-ingar hefðu verið mjög vel sóttar og það verður örugglega eins í ár. Hér á síðunni eru myndir frá sýningunni árið 2008.

Þrír þekktir Suður nesjamennÁsmundur Friðriksson, þing-

maður hélt myndlistarsýn-ingu í Gömlubúð á Ljósanótt.

Fjöldi myndi m. a. andlitsmyndir af Eyjamönnum og Suðurnesjamönnum. Hér á síðunni eru þrír þekktir Suðurnesjamenn þeir Sigurður Ingv-arsson, Kristbjörn Albertsson og Árni Sigfússon

OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.onesystems.is | [email protected]

www.onesystems.is

OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa

Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika,auðveldan aðgang og gagnsæi.

VELJUM

ÍSLENST - VELJUM ÍSLE

NSK

T -V

ELJU

M ÍSLENSKT -Þróunarstefna OneSystems styður Moreq2, kröfur evrópulanda um gagnsæi, rekjaleika og öryggi.

2002-2012

2002-2012

OneSystems 10 ára 2012

sími: +354 660 8551 | fax: +354 588 1057www.onesystems.is | [email protected]

OneSystems

OneRecords er öflug lausn sem

auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum

tíma. Stjórnendur hafa yfirsýn yfir gang mála innan fyrirtækisins og

notendur geta á einfaldan máta sótt lista yfir þau

mál sem þeir bera ábyrgð á.

Gæða- stjórnun á

stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem auðveldar allt vinnferli við útgáfu og utanumhald gæðahand- bókar og skjala.

• Áherslur íslenskra sveitarfélaga eru að færast í átt að íbúalýðræði, að virkja almenning til samráðs og þátttöku í stjórnmálum. Tilgangurinn er að brúa bilið á milli kjörinna fulltrúa og íbúa.

• Með íbúagátt frá OneSystems er hægt að leggja mál fyrir íbúa til samráðs og kosninga og auðvelda aðgengi að kjörnum fulltrúum og umsóknum fyrir þjónustu í sveitarfélaginu.

Vefgátt fyrir íbúa

Íbúalýðræði,

og samráðþátttökulýðræði

Citizen

Stuðningur - við öll helstu stýrikerfi og vafra

Page 7: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band
Page 8: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

8 3. október 2013

Veitingastaðurinn Brúin í GrindavíkKonan í brúnni kallinn á plani

Hjónin Sigríður Gunndórs-dóttir og Ólafur Arnberg Þórðarson eiga og reka stóran

veitingastað í Grindavík. Veitingastað-urinn ber nafnið Brúin. Reykjanes heimsótti staðinn nýlega og fyrsta spurning, hvers vegna Brúin. Jú við vorum í útgerð sagði Ólafur Arnberg. Ég var stýrimaður og skipstjóri. Bát-urinn var Eldhamar. Að sjálfsögðu var þarna komin skýringin á nafni veitingahússins. Brúin er flott nafn á veitingastað í Grindavík. - Hvers vegna hættuð þið í útgerð? Það var hreinlega ekki hægt að gera út lengur með leigukvóta. Blaðinu var því snúið við og húsnæði nýtt í að stofna veitingastað. Við opnuðum síðasta sjó-mannadag.

Jú, við erum ánægt með viðtökurnar en aðsókn mætti vera meiri. Þau sögð-ust þó bjartsýn á framhaldið. það tekur sinn tíma að komast á kortið. Suðurstrandavegur tengir okkur vel við Suðurlandið.

Brúin er opin frá kl.11: 00 til 22: 00 eða lengur ef með þarf. það kom t. d. oft fyrir í sumar að túristar voru að koma á seint á kvöldin og auðvitað þjónust-uðum við þá. Brúin er veitingastaður í ódýrari kantinum.

Fjölbreyttar veitingar eru á matseðl-inum. Höfuðáherslan er þó lögð á fisk og fiskrétti. Ólafur Arnberg sagði að þau væru búin að ráða til sín kokk, en eldhúsið er stórt og vel útbúið.

Framundan eru ýmsar uppákomur m. a. til styrktar Sunddeild UMFG. Stórveisla verður 8. nóvember n. k.

Fram kom hjá þeim hjónum að framundan væri 40 herbergja hótel-bygging í nágrenninu, - Verðið þið með Jólahlaðborð? Já, að sjálfsögðu ætlum við að vera með jólahlaðborð. Byrjum seinnipartinn í nóvember. Salurinn hjá okkur getur tekið 130 manns í sæti í jólahlaðborð.

Já, Brúin er glæsilegur veitinga-staður, sem við hvetjum Suðurnesja-menn að prófa. - Að lokum spurði ég hvernig væri fyrir

fyrrverandi skipstjóra að reka svona stað, hvernig er verkaskiptingin?

Konan er í brúnni, kallinn á plani sagði Ólafur Arnberg. S. J.

Skrifað undir samning um Fisktækniskólann

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Ólafur Þór Jóhannsson, formaður stjórnar

Fisktækniskóla Íslands, undirrituðu samning til eins árs um kennslu í fisk-tækni í tilraunaskyni. Um er að ræða kennslu í fiskvinnslu, fiskveiðum og fiskeldi samkvæmt námsbrautarlýs-ingum í skólanámskrá, sem samþykkt var af ráðuneytinu 2012.

Kennslan fer að mestu fram í Grinda-vík en einnig er unnið að uppbyggingu náms í fisktækni víða um landið í sam-starfi við heimamenn á hverjum stað. Jafnframt er í samningnum gert ráð fyrir að skólinn þrói námsbrautir á sviði fisk-tækni og standi að kynningum á námi í fisktækni í samstarfi við framhaldsskóla og framhaldsfræðsluaðila. 30 nemendur munu stunda nám við skólann í Grinda-vík í haust.

Fisktækniskóla Íslands í Grinda-vík var komið á fót á vordögum 2010 og hefur það að markmiði að bjóða grunnnám á sviði veiða (hásetanám),

fiskvinnslu og fiskeldi á framhaldsskóla-stigi ásamt endurmenntun fyrir starf-andi fólk. Þá mun skólinn bjóða nám í netagerð (veiðafæragerð) á grundvelli samstarfssamnings við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Skólinn er afurð samstarfs Grindavíkurbæjar, fyrirtækja og stéttar-félaga á Suðurnesjum á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis. Einnig Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fræðsluað-

ila og einstaklinga á Suðurnesjum sem tóku sig saman og stofnuðu félag til að efla menntun og fræðslu á Íslandi á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis.

Fram kom í máli Ólafs Jóns Arn-björnssonar skólastjóra að 1500 einstak-lingar hafa sótt námskeið á vegum Fisk-tækiskólans. Nemendur við skólann í haust verða 30.

Ólafur Jón skólameistari

Dragnótaafli er þokkalegurÞann 30 september þá lauk

makrílveiðunum á handfær-unum en afli bátanna núna

í september var æði misjafn. Þó nokkrir bátar hættu veiðum og fóru á línuna. t. d Pálína Ágústdóttir GK sem var búinn að landa 25 tonnum af makríl í 8 róðrum. Báturinn fór austur á Neskaupstað og hefur landað þar 19 tonnum í 5 róðrum. Fjólu GK hefur gengið nokkuð vel og er kom-inn með 56 tn í 14 róðrum, mest 8,1 tonn í einni löndun og reyndar þá landaði Fjóla GK tvisvar sama daginn samtals um 11 tonnum. Reynir GK er með 42 tn í 16 róðrum og mest 6,7 tonn í róðri.

Siggi Bessa SF frá Hornafirði hefur landað makríl í Keflavík og gekk ansi vel, var með 54 tn í 10 róðrum og mest 8,5 tonn í einni löndun. Bátur-inn mest með 14,6 tonn á einum degi í tveim löndunum. Æskan GK er með 23 tn í 12 róðrum og mest 3,9 tonn í einni löndun.

Mest allur smábátalínubátafloti suðurnesjamanna er staðsettur við Austurland og nokkrir bátar eru á Norðurlandinu þá aðalega á Skaga-strönd. Afli bátanna við Austanvert landið er ansi góður. Gísli Súrsson GK er með 96 tn í 15 róðrum og mest 10,6 tonn í einni löndun. Auður Vé-steins SU 92 tn í 15 og þar af 11,3 tonn í einni löndun. Þórkatla GK 89 tn í 14 og mest 11,5 tn í einni löndun. Hópsnes GK 85 tn í 14 og mest 12,4 tn í einni löndun. Bergur Vigfús GK 88 tn í 16. Von GK 81 tn í 15. Óli á Stað GK 80 tn í 11 og mest 10 tonn í einni löndun. Daðey GK 75 tn í 15.

Allir bátarnir að ofan eru að landa á Austulandi. Dúddi Gísla GK er á Skagaströnd og hefur landað þar 66 tn í 12 róðrum. Muggur KE er með 51 tn í 11 líka á Skagaströnd.

Stærri línubátarnir eru eins og þeir minni að flakka útum allt land, og eru að landa ansi víða. t. d Kristín ÞH 375 tn í 5 á Húsavík. Tómas Þor-valdsson GK 300 tn í 7 í Grindavík og Djúpavogi. Í sömu höfnum hafa hinir Þorbjarnarbátarnir landað afla. Sturla

GK 288 tn í 6, Valdimar GK 270 tn í 6, Ágúst GK 260 tn í 5. Jóhanna Gísladóttir ÍS 331 tn í 5 á Húsavík og Djúpavogi. Gulltoppur GK sem er á balalínu og landar á Djúpavogi er með 107 tn í 16.

Dragnótaafli er þokkalegur. Sig-urfari GK er hæstur með 143 tn í 14 róðrum og mest 28 tonn í einum róðri. Örn KE er með 100 tn í 13. Farsæll GK 80 tn í 14. Siggi Bjarna GK 75 tn í 13. Benni sæm GK 67 tn í 13. Njáll RE 61 tn í 11, Arnþór GK 60 tn í 12 og Askur GK 33 tn í 14.

Ekki eru margir netabátar á veiðum Happsæll KE er með 30 tn í 13 og Maron GK líka 30 tn en í 10 róðrum. Aflaskipið Erling KE er kominn af stað og hann byrjar ansi vel. Því í fyrsta róðri sínum þá landaði bátur-inn 45 tonnum í Grindavík þar sem að ufsi var 39 tonn. Báturinn hefur landað 82 tonnum í tveim róðrum í Grindavík og er ufsi uppistaða aflans.

Frystitogarinn Baldvin Njállsson GK hefur landað 1181 tonn, í tveim löndum og þar af var seinni löndunin 570 tonn eftir ekki nema tæpa 14 daga á veiðum eða um 40 tonn á dag sem er mokveiði. Hrafn Svein-bjarnarsson GK hefur landað 872 tonnum í 2 löndunum og var seinni túrinn um 380 tn eftir um 14 daga á veiðum. Hrafn GK er með 804 tn í 2 löndunum og að lokum Gnúpur GK sem er með 656 tonn í einni löndun,

Tungufell BA er eini sæbjúgubátur landsins þessa stundina og hefur landað í Keflavík og er kominn með þar 56 tn í 12 róðrum.

Gísli R.

Aflafréttir

Fallegt haustkvöld

Þau geta verið falleg haustkvöldin á Suðurnesjum.

Page 9: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

3. október 2013 9

Auglýsingasíminn er 578 1190Netfang: [email protected].

Virkni barna og unglinga í íþróttumBörn og unglingar sem stunda

íþróttir þurfa að fá næringu í samræmi við virkni sína. Það

þýðir samt ekki að þau eigi að fá sér orkustengur eða gosdrykki. Í stað þess ættu þau að hafa það sem reglu að fá sér vatn og banana til að hafa þrek og orku fyrir daginn. Hvert andartak, hver hreyfing og sérstaklega hvert lík-amsátak þarfnast orku. Því lengur og ákafar sem er æft því meiri er hitaein-ingaeyðslan. Börn og unglingar sem æfa mikið þurfa að hafa næga orku og næringarefni. Næringarskortur getur leitt til þroskatruflana sem geta svo leitt til veikinda. Góð og holl næring er bráðnauðsynleg ungum íþróttamönnum. Vítamín eru hins vegar engin undraefni því óskipulögð inntaka vítamína getur valdið alvar-legum heilsufarsvandamálum. Best er að ráðfæra sig við lækni ef inntaka vítamína er talin nauðsyn. Til að ná besta mögulega árangri í íþróttum er ráðlegt að fá sér fimm til sex litlar máltíðir á dag en forðast skal át rétt fyrir keppni eða æfingu. Gott er að nærast tveimur klukkutímum fyrir íþróttaæfingu. Tilvalin næring er ávextir og múslí og á milli leikja má fá sér hnetur, múslístengur eða þurrk-aða ávexti. Ekki má gleyma að drekka nóg af vatni og einnig getur verið gott að fá sér eplasafa. Síðast en ekki síst er mikilvægt að foreldrar ungra íþróttamanna séu virkir, meðal annars með því að fylgjast með æfingum og keppni. Foreldrar ættu auðvitað að vera mestu aðdáendur barna sinna.

Almennar reglur um næringu snú-ast um að borða nóg af jurtaríkum mat, minna af dýraafurðum og lítið af fituríkum mat. Aldurstengdir dag-skammtar af hitaeiningum þurfa að fara upp í 90% af orkuþörf líkamans. Börn á aldrinum 10 til 12 ára ættu að fá um það bil 2150 hitaeiningar á dag, stúlkur á aldrinum 13 til 14 ættu að fá 2200 hitaeiningar og strákar á sama aldri um 2700 hitaeiningar.

Stúlkur frá 15 til 18 ára ættu að fá 2500 hitaeiningar daglega en drengir hins vegar 3100. Um 55% allrar orku líkamans kemur úr kolvetnum, korni, kartöflum, núðlum og ávöxtum. Fita er um það bil 30% orkunnar en hún er fengin úr olíu, smjörlíki og smjöri. Hin 15% orkunnar koma úr próteini, mjólk, kjöti, fiski og eggjum. Ekki er hægt að segja að einhver næringarefni séu hollari en önnur. Hvaða næring sem er getur í raun flokkast sem „holl-usta“. Börn vita nákvæmlega hvað þau vilja borða og hvað ekki. Ráðlegt er að taka þau með út í búð að versla til að kanna hvað verður fyrir valinu hjá þeim. Stundum má líka fá sér hamborgara sem inniheldur að vísu mikið af hitaeiningum og fitu en það má borða hann með grænmeti eða salati og fá sér til dæmis ávexti eftir á. Einnig er ráðlegt að fá sér lítinn skammt af hráu fæði, til dæmis ferskt salat eða ávexti fyrir hverja máltíð. Það hefur góð áhrif á starfsemi þarma og getur dregið úr hægðatregðu. Einn þriðji daglegrar næringar ætti að vera hrámfæði. Þarmarnir geta tekist á við ýmislegt misjafnt en ekki of mikið á heilli mannsævi.

Góð þarmahreinsun fæst meðal annars með því að borða ferska og þurrkaða ávexti, hrátt grænmeti, hörfræ og sólblómafræ.

Draga má úr uppþembu í maga og

þörmum með neyslu á belgávöxtum, lauk, hvítkáli, blómkáli, rauðkáli, geri, nýbökuðu brauði og drykkjum sem innihalda kolsýru.

Fæða sem hefur herpandi áhrif á þarmastarfsemi eru bananar, hnetur, möndlur, kókosmjöl, þurr ostur og ekki síst súkkulaði.

Lyktarmyndandi fæðuvörur eru egg, fiskur, kjöt, laukur og hvítlaukur en trönuberjasafi, jógúrt og steinselja draga úr lykt.

Ungar konur á fyrstu árum tíða-blæðinga, ekki síst virkar íþrótta-konur á frjósemisaldri, fá tíðaverki og um það bil 10% kvenna upplifa harða verki samfara tíðablæðingum. Hugsanir um næstu blæðingar hvern mánuð hjá stúlkum birtast oft í streitu, Ungar konur á fyrstu árum tíðaverkja vanlíðan og pirringi. Oftast eru það efni sem líkaminn framleiðir sjálfur sem hafa áhrif á vöðvasamdrátt í legi þegar legslímhúðin losnar frá en einnig gætu líffærasjúkdómar haft áhrif þar á. Þá þarf að leita til læknis. Þriðji þátturinn, sem skiptir ekki síst máli, er sálræna og andlega álagið sem kann að auka einkennin. Til að forðast tíðaverki er gott að auka inntöku járns nokkrum dögum áður en blæðingar hefjast því járn eykur blóðmyndun fyrir og á meðan á blæð-ingum stendur. Járn fæst með neyslu á kjöti, lifur, grænmæti og heilhveiti-afurðum. Járninntaka hefur einnig jákvæð áhrif á efnaskipti próteina. Magnesíum hefur einnig áhrif á tíða-verki. Bananar, hnetur og hýðishrís-grjón auka magnesíum í líkamanum sem getur hjálpað gegn tíðaverkjum. Gott getur verið að fara í gufubað frá þriðja degi blæðinga eða í heitt bað frá öðrum degi því hlýja getur dregið úr tíðaverkjum. Gamalt húsráð er að setja hitapoka við kviðarhol nokkrum sinnum á dag í 20 mínútur.

Vöðvaslakandi aðferðir eru í raun allt sem tengist jóga og nuddi en einnig geta æfingar eða leikfimi hjálpað. Það er bæði gott fyrir vöðva og öndun.

Birgitta Jónsdóttir KlasenNáttúrulækningar

Heilsumiðstöð BirgittuHafnargötu 48a

Sumarlestur 2013 í GarðiAð vanda stóð bókasafnið í

Garði fyrir svokölluðum sumarlestri á nýliðnu sumri.

Þá voru börnin hvött til að lesa sem mest. Fjórir nemendur fengu sér-stakar viðurkenningar en þeir lásu flestar blaðsíður í sumar. Þeir eru Amelía Björk Davíðsdóttir í 5. bk. , Neil Einar Christian Einarsson í 7. bk. , Bergsteinn Örn Ólafsson í 7. bk. og Friðrik Smári Bjarkason í 5. bk. Þessir nemendur lásu um 1000 til

1700 bls. í sumar. Nemendur fengu viðurkenningar fyrir dugnaðinn. Alls voru 42 börn skráð í sumarlestur-inn, aðeins færri en í fyrra. Fjórir heppnir þátttakendur hlutu einnig viðurkenningar en það voru Amelía Björk Davíðsdóttir í 5. bk. , Emelía Hrönn Agullar í 3. bk. , Neil Einar Christian Einarsson í 7. bk. og Tómas Poul Einarsson í 4. bk. Kvenfélagið Gefn gaf bókagjafir. (Heimasíða Gerðaskóla)

Tvöfaldur regnbogiHaraldur Hjálmarsson áhugaljós-

myndari, sjómaður og golfari tók þessa frábæru mynd af kirkjugarðinum á Stað sem er staðsettur rétt vestan við

Grindavík og liggur að sjó. Eins og sjá má er tvöfaldur regnbogi yfir kirkju-garðinum.

Undanfarin ár hefur ötullega verið

unnið að stækkun og fegrun bæði garðs og umhverfis. Gamli og nýi garðurinn tengjast saman með litlu torgi þar sem tvær styttur eru staðsettar. Önnur af Sr. Oddi V. Gíslasyni og hin er minnisvarði um horfna sjómenn.

(Heimasíða Grindavíkur)

Hressilegur söngleikur í FrumleikhúsinuReykjanes leit við í Frumleik-

húsinu eitt kvöldið í síðustu viku. Hópur ungs fólks var

þar á fullu að æfa söngleikinn Grís. Það var líf og fjör á æfingunni. Frum-sýning á verkinu verður á morgun (föstudag) kl.20: 00. Önnur sýning er á sunnudag kl.16: 00. Sýningar verða svo auglýstar nánar. Spurðar um sýn-ingarfjölda sögðu leikstjórarnir að það færi alveg eftir aðsókn. Vonadi kunna Suðurnesjamenn vel að meta þetta, þannig að sýningar verði sem flestar.

Page 10: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

10 3. október 2013

Auglýsingasíminn er 578 1190Netfang: [email protected]

JárngerðurFlott fréttabréf

Járngerður, fréttabréf Grinda-víkurbæjar, er komið út. Fréttabréfinu er dreift í öll hús

í Grindavík. Blaðið er 24 bls. og fjölbreytt að vanda. Þar er m. a. sagt frá könnun um líðan og hagi ung-linga í Grindavík, sagt frá blómlegu félagsstarfi eldri borgara, starfsemi slökkviliðsins, vinarbæjarheimsókn til Piteå í Svíþjóð og Rovaniemi í Finnlandi, atvinnu með stuðningi, framkvæmdum, Vinnuskólanum og ýmsu fleira.

Í grein bæjarstjóra kemur fram að nær allir starfsmenn Grindavíkur-bæjar búa í Grindavík, gamla myndin er á sínum stað, sagt frá starfsmanna-degi bæjarins, Grindavíkurhöfn, nýjum aðalvarðstjóra lögreglunnar, sumarlestri og bókasafnsdeginum,

hjólreiðabænum Grindavík, metað-sókn á tjaldsvæðið og Umhverfis-verðlaunum.

Það er til mikillar fyrirmyndar hjá bæjaryfirvöldum í Grindavík að senda öllum íbúum svona fréttabréf.

Garðvangur skýrsla:

Þörf á öllum hjúkrunarrýmun sem nú eru opinÁ stjórnarfundi Sambands sveitar-

félaga á Suðurnesjum 16. sept-ember s. l. var fjallað um heil-

brigðis-og öldrunarmál. S. S. S. þakkar Sveitarfélaginu Garði og

Sandgerðisbæ fyrir vel unna og athygl-isverða skýrslu um heilbrigðis- og öldr-unarmál á Suðurnesjum sem unnin var af Haraldi L. Haraldssyni. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi og draga enn og aftur fram hvað framlög ríkisins til opinberrar þjónustu á Suðurnesjum eru mikið lægri en tíðkast í öðrum lands-hlutum. Kemur þar meðal annars fram að framlög framkvæmdasjóðs aldraðra á árunum 2001-2010 voru langlægst til Suðurnesja. Einnig kemur fram að ef fjöldi hjúkrunarrýma á hverja 1.000 íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi eru skoðuð hallar verulega á Suðurnesin.

Ljóst er að þrátt fyrir að öll hjúkr-unarrými sem nú eru á svæðinu verði haldið opnum áfram eftir að Nesvellir opna þá uppfylla þau rými engan vegin áætlaða þörf hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Samt er gert ráð fyrir því að fjölda rýma muni loka á svæð-inu og færast til Nesvalla. Raunveru-leg fjölgun rýma við Nesvelli er því óveruleg. Slíkt er óásættanlegt enda ljóst að þörf er á öllum hjúkrunar-rýmum sem nú eru opin og öllum þeim sem bætast við á Nesvöllum og meira til.

Framkvæmdastjóra er falið að óska eftir fundi með félags og – trygginga-málaráðherra um málefnið og þá alvarlegu stöðu sem málefni aldraðra eru komin í á Suðurnesjum líkt og fram kemur í skýrslunni.

Sandgerði keppir 1. nóvemberSandgerðisbær tekur nú þátt í

spurninga- og skemmtiþættinum Útsvari á RÚV í fyrsta sinn og

teflir fram öflugu keppnisliði en það er skipað þeim Einari Valgeiri Ara-syni, Bylgju Baldursdóttur og Andra Þór Ólafssyni. Þeim til halds og trausts verður símavinurinn Hlynur Þór Vals-son.

Fyrsta viðureign Sandgerðisbæjar í keppninni verður við lið Tálknafjarðar föstudaginn 1. nóvember.

Sandgerðisbær óskar liðinu góðs gengis í keppninni. Meðfylgjandi er mynd af Útsvarsliðinu ásamt bæjarstjóranum, frá vinstri: Andri Þór Ólafsson, Bylgja Baldurs-dóttir, Einar Valgeir Arason og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.

Grindavík

Kennarar með nem-endum í matartímumMatartíminn í Hópsskóla á að

vera gæðastund hjá nem-endum. Mikilvægt er að

þessi tími dagsins sé notalegur, börnin nærist vel og viðhafi góða siði. Skóla-matur ehf eldar mat fyrir skólann og

eru flestir nemendur í áskrift. Í vetur er sérstök áhersla lögð á að kennarar fylgi nemendum sínum í hádegismat, sitji hjá þeim og aðstoði. Með því leggja kennarar sitt lóð á vogarskálarnar í að tryggja gott næði og að börnin borði vel.

Garður vill kaupa Menn-ingarhúsið að ÚtskálumÁ síðasta fundi Bæjarráðs Garðs var eftirfarandi bókað:

Formaður og bæjarstjóri gerðu grein fyrir stöðu mála og viðræðum við Sóknarnefnd

Útskálasóknar og Landsbankann varðandi grunn safnaðarheimilis við Útskálakirkju og skuldastöðu sóknarnefndar við Landsbankann vegna þess. Jafnframt var farið yfir stöðu mála varðandi Menningarhúsið að Útskálum og viðræðum við Lands-bankann vegna þess máls.

Formaður bæjarráðs lagði til að gert verði formlegt tilboð um kaup sveitar-félagsins Garðs á Menningarhúsinu. Samþykkt samhljóða að fela bæjar-stjóra að gera formlegt kauptilboð í Menningarhúsið að Útskálum, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Page 11: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

Fimmtudagur 3. októberKl. 5.45-23.00 Sólarströndin og tækjasalur í Lífsstíl opinn. Spinning kl 6.05 (frír aðgangur), Buttlift kl 11.15 (frír aðgangur), Spinning kl 12.05, MetaFITT kl 16.35 og Pallar/STEP kl 17.25 (frír aðgangur). Stakir tímar á kr. 500.Kl. 8.30-9.00 Njarðvíkurskóli, á sal skólans. 8.-10. bekkur fræðast um ábyrgð í umferðinni (skellinöðrur, hjálmanotkun og farþega).Kl. 09.45 Leikskólinn Gimli býður foreldrum og öðrum bæjar-búum að fara í vettvangsferð með nemendum og kennurum í Barnalund sem er umhverfis- og útikennslusvæði leikskólans.Kl.10.00 Inniíþróttadagur í leikskólanum Garðaseli (allir taka þátt). Næst yngsti árgangur (2010) kemur til með að fara í stuttar gön-guferðir. Yngsti árgangurinn (2011) tekur þátt eftir getu og þroska.Kl. 10.00 Nesvellir. Frítt í leikfimi í boði öldrunarþjónustu.Kl. 10.00-10.35 Njarðvíkurskóli, á sal skólans. Krissi lögga talar við nemendur 3.-4. bekkja um öryggi í umferðinni og útivistartíma.Kl. 10.00-11.00 Mánavallabörnin (yngstu börnin) í leikskólanum Tjarnarseli bjóða bæjarbúum að skoða ævintýralega útisvæðið sitt í Tjarnarseli sem börn, foreldrar og kennarar hönnuðu í samstarfi við George Hollander og Sarke Mrnakova hjá fyrirtækinu SAGE-gardens sf.Kl. 10.35-11.15 Njarðvíkurskóli, stofa 303. Krissi lögga talar við nemendur 7. bekkjar um útivistartímann.Kl. 12.30-16.30 Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verður haldin í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.Kl. 13.00-15.00 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býður upp á blóðþrýstings og blóðsykursmælingar ásamt almennri heilbrigðis-fræðslu á heilsugæslu HSS.Kl. 16.30-20.30 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum ætlar að vera með námskeið í að hætta að reykja með Valgeiri Skagfjörð.

MSS niðurgreiðir þetta námskeið þannig að þátttakendur þurfa að greiða 5.000 krónur fyrir það. Sjá nánar á heimasíðu MSS.Kl. 17.00 Gengið til betra lífs. Hilmar Bragi Bárðarson mun greina frá lífsreynslu sinni og hvernig hann endaði á sjúkrahúsi fyrir það eitt að hugsa ekkert um eigin heilsu. Hann mun segja frá því hvernig hann snéri við lífinu og hefur á nokkrum vikum náð ótrúlegum árangri á leið sinni til betra lífs með því að breyta matarræði og fara út að ganga. Gengið frá Reykjaneshöll.Kl. 17.00-18.45 Bókasafn Reykjanesbæjar býður upp á bókmennta göngu. Genginn verður góður hringur frá Ráðhúsinu um bæinn með stoppi þar sem lesið verður upp úr bókum sem tengjast svæðinu, staðir heimsóttir og sagt frá. Boðið verður upp á hressingu í húsakynnum safnsins í Ráðhúsi.Fermingarfræðsla í Keflavíkurkirkju: Fjallað m.a. um það hvernig við getum forðast freistingar í lífinu. Boðið verður upp á eplabita.

Föstudagur 4. októberKl. 5.45-23.00 Sólarströndin og tækjasalur í Lífsstíl opinn. MetaFITT kl 6.05 (frír aðgangur), Spinning-6pack og slökun kl. 12.05, Insanity kl 17.00 (frír aðgangur) og Spinning kl 18.00 (frír aðgangur). Stakir tímar á kr. 500.Kl. 9.45 Nesvellir. Stóladans í matsal.Kl. 11.00 Heilsumatur á Nesvöllum á vegum Menu veitinga.Kl. 11.00 Boðið upp á heilsusúpu og ávexti á eftir messu í Keflavíkurkirkju.Kl. 12.30 Verður Margét Leifsdóttir með fyrirlestur um heilsu og mataræði í kaffihúsi Kaffitárs á Stapabraut 7.Kl. 17.10 og 18.05 Metabolic-tímarnir verða styrktartímar fyrir minningarsjóð Ölla og er fólk hvatt til þess að mæta með frjáls framlög í þennan sjóðKl. 19.20-20.50 Opin æfing í blaki fyrir unglinga og fullorðna í íþróttahúsi Heiðarskóla.

Laugardagur 5. októberKl. 5.45-23.00 Sólarströndin og tækjasalur í Lífsstíl opinn. MetaFITT kl 9.30 (frír aðgangur). 100 mín Spinning kl 10.20. Stakir tímar á kr. 500.Kl. 11.00 Foreldrafélag Akurskóla býður upp á göngu frá Akurskóla. Genginn verður Lambafellsklofi. Sameinast verður í bíla við Akurskóla.

Sunnudagur 6. októberKl. 10.00-17.00 Sólarströndin og tækjasalur í Lífsstíl opinn. Stakir tímar á kr. 500.Kl. 11.00-12.30 Opin æfing í blaki fyrir unglinga og fullorðna í íþróttahúsi Heiðarskóla.

Alla vikunaHeilsudagar verða haldnir í Nettó verslunum dagana 26. septem-ber til 6. október. 25% afsláttur af heilsuvörum.Bókasafn Reykjanesbæjar vekur athygli á fjölbreyttum safngögnum um heilsu og forvarnir alla vikuna.Á Akri verður heilsuvikan notuð til að auka fjölbreytni í hollu matarræði. Börnin fá tækifæri til að borða framandi hollustufæði, ávexti og grænmeti sem sjaldan sést á borðum. Vikan verður á sama tíma nýtt til umfjöllunar með börnunum um hollan og óhollan mat.15% afslátt af öllum líkamsræktarkortum í Lífsstíl og stakir tímar á kr. 500 frá 30. sept. til 6. okt. Opnir dagar í Lífsstíl 30. sept og 1. okt., frír aðgangur fyrir alla.Á heilsudögum verður ókeypis á æfingar hjá taekwondo-deild Keflavíkur. keflavik.is/taekwondoKl.10.00-10.30 alla daga vikunnar verða leikir á útisvæði leik-skólans Holts. Allir velkomnir sem vilja koma og leika með.

Vegna Heilsu- og forvarnaviku Reykjanesbæjar verður Kvenna-sveitin Dagbjörg sýnileg um bæinn og mun fara í grunnskóla Reykjanesbæjar og færa öllum 6 ára börnum endurskinsmerki. Auk þess verður kvennasveitin með kynningar á slysvarnaverk-efnum í bænum eins og Glöggt er gests augað og gjöfin sem við gefum öllum átta mánaða börnum sem koma í skoðun í Ungbar-naeftirlitið, en það er pakki sem inniheldur gátlista og bækling um öryggi barna á heimilum og svokallaða fingravini ( klemmuvörn ). Kynningarfundur á starfsemi sveitarinnar verður svo 7. október kl. 20.00 í húsi Björgunarsveitarinnar að Holtsgötu 52 þar sem allir eru velkomnir.Í Holtaskóla munu allir nemendur taka þátt í Norræna skóla-hlaupinu. Nemendur eru hvattir til að ganga/hjóla í skólann þessa viku, en einnig verður boðið upp á aukna hreyfingu eftir því sem veður leyfir. Boðið verður upp á tvær skipulagðar gönguferðir fyrir starfsfólk í lok vinnudags.Sporthúsið býður upp á „Opna viku“ í tilefni á Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar. Aðgangur að tækjasal og opnum hóptímum sem telja yfir 50 tíma í hverri viku. Kynnið ykkur dag-skrá nánar á www.sporthusid.is/rnbNemendur Njarðvíkurskóla vinna verkefni þar sem grunnþættirnir heilbrigði og velferð eru hafðir að leiðarljósi. Skólinn er skráður í verkefnið Göngum í skólann og útfæra umsjónarkennarar það verkefni með nemendum sínum.Háaleitisskóli er skráður í verkefnið Göngum í skólann. Um-sjónakennarar vinna ýmis verkefni með nemendum sem tengjast átakinu, eins eru nemendur hvattir til að nýta sér virkan ferðamáta í og úr skólanum, t.d. að ganga eða hjóla. Hið árlega norræna skólahlaup verður í þessari viku, annahvort á fimmtudeginum eða föstudeginum (háð veðurspá).Að auki verður Heilsumiðstöð Birgittu með heilsuráðgjöf, nærin-garráðgjöf og m.fl. kl. 16.00-18.00 þann 9. október.

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar

ÖRYGGISVÖRUR, EFNAVÖRUROG SMUREFNI FULL BÚÐ AF ÖRYGGIS- OG REKSTRARVÖRUM

FYRIR ÚTGERÐINA OG SJÓMANNINN.KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!

Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

Page 12: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

mikið úval af flottum yfirhöfnum

fyrir flottar konurStærðir 38-58

Verslunin Belladonna

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Hrísey er önnur stærsta eyjan við Ísland, 8 ferkílómetrar aðflatarmáli og liggur í norðanverðum Eyjafirði, austur af Dalvík

og norðaustur af Árskógssandi. Í Hrísey hefur verið samfelldbyggð allt frá landsnámstíð, en Hríseyjar-Narfi Þrándarsonnam eyna, samkvæmt Landnámu. Í Hrísey búa um170 manns sem starfa einkum við þjónustu og útgerð.

Hríseyer oft

kölluð PerlaEyjafjarðar

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Hvönn Bjarni þurrkaða hvönn í poka, einnig blöndu af kerfli og hvönn sem hann segir hafa gefið mjög góða raun.

með lófataki!“ Hann brosir að þessu.Á verkstæði Bjarna getur að

líta ýmiss konar vélar til amboða-framleiðslu, sem hann hefur flestarsmíðað sjálfar eða breytt mjög. Einavélina, hálfsjálfvirka, bjó hann til afillri nauðsyn því eftir slys fyrirnokkrum árum missti hann mátt íhægri hendinni. En hann héltótrauður áfram eftir að umrædd vélvar tekin í gagnið. „Hér er hnoð-byssa sem notuð er við flugvéla-smíði, ég breytti henni aðeins og húnhnoðar hausana á hrífusköftin,“ seg-ir Bjarni og sýnir gestinum græj-urnar. „Hér er gömul heftibyssasem ég breytti þannig að nú rekurhún tindana í.“

Ánægður með mittBjarni hefur gert ófá amboð í

gegnum árin, en þegar spurt erhvort nóg sé að gera í þeim bissnessnú orðið svarar hann neitandi.

„Ég geri sennilega ekki meiraen þúsund hrífur á ári nú orðið. Enþað er svo sem allt í lagi, kominn áþennan aldur. Ég hef verið heldurlélegur, fékk líka krabbamein en þaðer ekkert sem yfirbugar mann. Þaðþýðir ekkert að gefast upp,“ segirBjarni Thorarensen.

Bjarni, sem er menntaður vél-virki, segir að þótt ýmislegt hafigengið á hjá sér síðan um aldamót séhann mjög ánægður með það semhann hefur. „Svona er þetta bara ogég veit að ef ég settist í helgan steinþá dræpist ég.“

Amboð Bjarni hefur gert fjölda hrífa og orfa á verkstæðinu í gegnum árin.

Við hjá Útgerðarfélaginu Hvammi ehf Hríseyframleiðum harðfisk, ýsuflök, ýsubita, þorskflök

og þorskbita úr hráefni sem veitt er á línu afdagróðrarbátum

Harðfiskurinn fæst í Fjarðarkaup, N1, Hagkaup,og fleiri verslunum um land allt

Hvammsfiskur

„Það er eitthvað alveg sérstaktvið Hrísey; orkan í loftinu ermikil, það tekur um það bil mín-útu að komast út í náttúruna ogþegar gengið er beint í austur ogkomið yfir hæsta punkt eyj-arinnar deyja öll þessi nýmóðinshljóð út. Þá er algjör þögn, ímesta lagi að heyrist í öldunni,“segir Aðalsteinn Bergdal leikarisem búið hefur í Hrísey und-anfarin ár.

Hringt var í Aðalstein úr eynnifyrir nokkrum árum og spurthvort fjölskyldan hefði áhuga áað eignast þar hús.

Hvers vegna spyrðu að því?spurði Aðalsteinn á móti.

Vegna þess að það sást til ykk-ar kíkja á glugga hér í eynni umdaginn, svaraði maðurinn.

Það stóð reyndar heima! „Éghafði verið þvælast á ýmsar há-tíðir sem trúðurinn Skralli, með-al annars í Hrísey, og sú hug-mynd hafði komið upp að sniðugtyrði að eignast sumarhús hér.Fjölskyldan kom einhvern tímameð mér og þá kviknaði reyndarsú hugmynd að hér yrði hrein-lega gott að eyða restinni af æv-inni!“

Svo fór að fjölskyldan keyptihús í Hrísey.

Síðan skildu reyndar Aðal-steinn og eiginkonan og húnflutti burt, en „ég er hér enn“,

segir hann. Dóttir Alla, yngstabarn hans, bjó hjá föður sínum ínokkur ár en er nú flutt suður ogfarin í skóla. En hann fer hvergi.

„Kyrrðin hér er mikil og mjögfallegt. Fjöllin allt í kring ogstórkostlegt að geta farið út átrillu og fiskað smávegis. Ég átrilluhorn sem gerir mér þaðkleift.“

Trillan er smíðuð á Dalvík1949, árið sem Alli fæddist. „Ogheimilisvagninn er dráttarvél,Ferguson 59. Þetta er nærri þvísveitalíf en þó ekki alveg …“

Alli setti síðasta vetur á sviðnýtt verk ásamt gömlum vinum,Þráni Karlssyni og Gesti EinariJónassyni, þar sem þeir lékusjálfa sig. Verkinu var afar veltekið og sýnt víða um land. Alliupplýsir að hann hafi verið aðskila af sér handriti að ævintýra-söngleik til ónefnds leikfélags oghugsanlega verði það sett upp.Þá er Skralli trúður á lífi, „og efeinhver hefur áhuga er ég til í aðleikstýra, hvar sem er á land-inu!“ segir Alli og hlær.

Aðalsteinn Bergdal leikari býr í Hrísey

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Ánægður Aðalsteinn Bergdal leikari unir hag sínum vel í Hrísey.

Þá deyja öll þessinýmóðins hljóð út

„Við erum á meðal þeirra örfáu sem komu aftur heimtil Hríseyjar eftir nám; Jóhann var í Vélskólanum og ég íStýrimannaskólanum,“ segir Þröstur. „Við gerðum fyrstút á rækju framundir aldamót en þegar veiði minnkaðimikið var enginn grundvöllur fyrir því að halda áfram.Við seldum því bátinn og snerum okkur að fiskvinnslu ogsmábátaútgerð.“

Vinnslan er síbreytileg, í áratug lögðu bræðurnir aðal-áherslu á léttsöltuð, fryst flök en undanfarin þrjú ár hafaþeir unnið fersk flök og harðfisk.

„Við flökum aðallega fyrir Hnýfil á Akureyri auk þesssem fyrirtæki í Reykjavík kaupir af okkur. Stundumsendum við fisk með flugi úr landi en meginþorrinn fer íHnýfil og suður.“

Harðfiskurinn fer nánast allur á innanlandsmarkaðnema hvað þeir hafa reglulega selt dálítið til Færeyjasíðasta árið. „Hvammsfiskurinn hefur fengið ágætis við-tökur,“ segir Þröstur.

Þeir hafa einnig þurrkað hausa. „Í fyrra keyptum viðdálítið af keilu til að hengja upp og seldum skreið til Níg-eríu. Við höfum ekki gert það í ár því mikil óvissa er ámarkaði þar úti. Í fyrra keyptum við rúm 100 tonn oghengdum upp og eigum enn hjallana þannig að það eraldrei að vita með framhaldið.“

Starfsmenn Hvamms eru 18-20 eftir því hve mikið erumleikis, en reyndar ekki allir í fullu starfi.

Þröstur segir margt breytt í Hrísey frá því á árum áð-

ur. „Á árunum milli 1980 og 90 var til dæmis mikiðmeira um að vera og mun fleiri í eynni. Hér er reyndarmikið líf yfir sumarið og mikið um ferðamenn, en miklufærri með fasta búsetu en áður. Það er að vísu enn tölu-vert um að fólk komi hingað um helgar, þótt komið séfram á haust, bæði starfsmannahópar og fólk sem á hérhús.“

Hann segir gott að vera í Hrísey. „Að minnsta kosti ermaður hérna!“ segir hann, en nefnir að eyjarskeggjarhafi orðið fyrir töluverðu höggi í sumar þegar stór fjöl-skylda flutti á brott; hátt í 20 manns, eftir að skeljarækt-in lagðist af. Og í skólanum hafi börnunum fækkað úr 25í 17.

Þröstur vill gjarnan að eyin verði fjölmennari á ný.„Okkur vantar fleira fólk. Hér er nóg pláss og eitthvaðaf húsnæði; fyrir þá sem vinna sjálfstætt í gegnum tölvuer það til dæmis ekki vitlaus kostur að búa í Hrísey, effólk vill komast aðeins út úr.“

Hann segist stundum verða var við að þeir sem ekkiþekkja til setji samasemmerki milli Hríseyjar og Gríms-eyjar. „Sumir átta sig ekki á fjarlægðum. Það er ekkihægt að segja að við séum afskekkt því það tekur ekkinema klukkutíma í allt að koma sér inn eftir [til Ak-ureyrar], níu ferjuferðir eru á dag milli lands og eyjarog ferjan ekki nema fimmtán mínútur á milli. Það eraldrei ófært nema geri brjálað veður og þá getur hvorteð er enginn verið á ferðinni,“ segir Þröstur Jóhannsson.

Á íbúafundi um framtíð Hríseyjar ádögunum kom fram áhugi á aukinniferðaþjónustu, að sögn Lindu MaríuÁsgeirsdóttur, skrifstofustjóra ábæjarskrifstofunni. „Okkur vantarmeiri gistimöguleika í eynni og svoer fólk áhugasamt um ýmsan smá-iðnað,“ segir Linda María. Nokkurherbergi standa ferðafólki til boða áBrekku, fyrirtæki í ferðaþjónustubænda með tvö hús, en „okkur vant-ar gistiheimili eða hótel sem gætihýst hópa. Ég vona að fundurinn hafi kveikt í fólki og það verður spenn-andi að sjá hvort einhverjir séu tilbúnir að gera eitthvað“, segir Linda.

Vantar gistimöguleikaHVER ER FRAMTÍÐ HRÍSEYJAR?

Linda María Ásgeirsdóttir, skrif-stofustjóri Akureyrarbæjar í Hrísey.

� Næst verður komið við íGrímsey á 100 daga hring-ferð Morgunblaðsins.

Á morgun

MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2013

3. október 2013

Sambandsþing Norræna félagsins 2013Sambandsþingið var haldið var í

Gerðarskóla í Sveitarfélaginu Garði 21. – 22. september 2013, en það

er í fyrsta sinn sem þingið er haldið á Suðurnesjum. Á dagskrá voru venjuleg þingstörf, skýrsla stjórnar og reikningar félagsins lagðir fram auk kosninga. Þing-nefndir störfuðu og m. a. var unnið að stefnumótun varandi hlutverk félagsins, framtíðarsýn, gildi og áherslur. Á sunnu-dagsmorgni var þingfulltrúum boðið í hringferð um Suðurnes undir leiðsögn Þorvaldar Arnar Arnasonar úr Vogum. Var almen ánægja með ferðina.

Ný sambandsstjórn Norræna félags-ins á Íslandi var kosin til tveggja ára á þinginu. Í stjórn voru valin Ragnheiður H. Þórarinsdóttir formaður, Bogi Ágústs-son varaformaður, Birna Bjarnadóttir gjaldkeri, Jóngeir Hlinason ritari og Erna M. Sveinbjarnardóttir, Helga Gunnars-dóttir, Torfhildur Þorgeirsdóttir, Iris Dager og Þorlákur Helgason meðstjórn-endur.

Norræna félagið á Íslandi var stofnað árið 1922 með það fyrir augum að efla samstarf og vináttutengsl Íslendinga og annarra Norðurlandabúa. Starfað er í 30

félagsdeildum um allt land og er starf þeirra mjög fjölbreytt. Víða er kjölfesta deildanna norrænt vinabæjasamstarf, ungmennaskipti, viðburðahald og sam-starf við viðkomandi sveitarfélag um nor-ræn verkefni. Norræna félagið er félag í vexti og fjölgar félagsdeildum reglulega.

Góð þátttaka var á þinginu og þótti það takast í alla staði mjög vel. Norræna félagið þakkar öllum þeim sem komu að því að svona vel tókst til.

Erna M. Sveinbjarnardóttir, for-maður Norræna félagsins í Garði

12

Page 13: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

Dagana 4. – 6. október 2013 stendur sveitarfélagið Garður fyrir fyrirtækjasýningu í

Íþróttamiðstöðinni í Garði. Á sýningunni munu fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og einstaklingar í Garði kynna

starfsemi sína og framleiðslu.

Fyrirtækjasýningin í Garði verður formlega opnuð almenningi föstudaginn 4. október kl. 18:00,

með opnunardagskrá.

Sýningin verður opin almenningi föstudaginn 4. október kl. 18:00 – 20:00.

Laugardaginn 5. október og sunnudaginn 6. október kl. 11:00 – 17:00.

Aðgangur að fyrirtækjasýningunni er ókeypis

og allir velkomnir.

Bæjarstjórinn í Garði.

Fyrirtækjasýning í Garði

Sveitarfélagið Garður

Page 14: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

14 3. október 2013

Nýsmíði eða breytingar

Framleiðum línuskífur í öllum stærðumúr Hardox eða ST-52.

Höfum einnig á lager hinar frábæru línuslæður.

Nánar á www.vgsmidja.is

Stóru-Vogaskóli kom-inn með GrænfánaEftir tveggja ára undirbúning er Stóru-Vogaskóli loksins farinn að flagga Grænfána.

Fulltrúi frá Landvernd, Gerður Magnúsdóttir, kom sl. þriðju-dag og gerði úttekt á skólanum.

Hún fór í heimsókn í nokkrar stofur og talaði við nemendur og starfsfólk auk þess að lesa um það sem gert hefur verið. Niðurstaðan varð sú að við skyldum fá grænfána og kom Gerður aftur í dag, föstud. 20. sept. , og afhenti fánann í Tjarnarsal að við-stöddum öllum nemendum og starfs-fólki. Gerður fór í heimsókn í nokkrar stofur, talaði við nemendur og það var virkilega gaman að heyra hvað allir voru með á nótunum.

Umhverfisnefnd skólans, sem í eru nemendur og starfsfólk, fylgist með umhverfismálum, kemur með tillögur til úrbóta og útbýr stefnu skólans í um-hverfismálum, sem sjá má á heimasíðu skólans.

Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um lönd sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfis-stefnu í skólum. Nú taka þátt skólar með u. þ. b. 10 milljón nemendum í 60 löndum, þar af um 230 á Íslandi.

Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglega umgengni og rekstur skóla. Þau auka þekkingu nem-enda og skólafólks og styrkja grunn

að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í um-hverfismálum skóla.

Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.

Grænfáni mun væntanlega blakta við hún við Stóru-Vogaskóla næstu 2 árin, en þá verður gerð úttekt á ný og metið hvort skólinn skuli halda fán-anum, en til þess þarf að sýna úthald og framfarir.

SIGURÐUR Ragnar Bjarnason, fyrrverandi hafnarstjóri, forseti bæjarstjórnar í Sandgerði og

fréttaritari Morgunblaðsins, setti mik-inn svip á samfélagið á Suðurnesjum. Hann lést langt um aldur fram árið 1996 á 65. aldursári.

Sigurður var fæddur 28. mars árið 1932 í Sandgerði. Hann lauk vélstjóra-prófi frá Vélskólanum í Vestmanna-eyjum árið 1950 og fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann var sjómaður og vél-stjóri á ýmsum skipum og skipstjóri hjá Guðmundi Jónssyni árið 1960 til 1963. Skipstjóri á eigin bátum var Sigurður á árunum 1963 til 1977. Hann gerðist hafnarvörður í Miðnes-hreppi árið 1978 og varð hafnarstjóri í Miðneshreppi árið 1988.

Sigurður starfaði að félagsmálum sjómanna og fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var varamaður í hreppsnefnd Miðneshrepps á árunum 1982 til 1986

og hreppsnefndarfulltrúi D-listans á árunum 1986 til 1990.

Hann var bæjarfulltrúi í Sandgerði og fyrsti forseti bæjarstjórnar er sveitarfélagið fékk kaupstaðarréttindi árið 1990. Hann var um nokkurt skeið fréttaritari Morgunblaðsins í Sand-gerði.

Merkir Suðurnesjamenn

Page 15: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð

FAGMENNSKA í FyrIrrúMIÞú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu.

VIÐ KOMUM hEIM tIL þíN, tökum mál og ráðleggjum um val innréttingar.

þú VELUr að kaupa inn-réttinguna í ósamsettum einingum, samsetta, eða samsetta og uppsetta.

hrEINt OG KLÁrt

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500Mán. - föst. kl. 10-18 · Laugardaga kl. 11-16

Við sníðum innrétt-inguna að þínum óskum. þú getur fengið skúffur og útdregin tauborð undir véL-arnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl .

Fataskápar og sérsmíði

Baðherbergi Skóhillur

Uppþvottavélar

Helluborð Ofnar

Háfar

Kæliskápar

RAFTÆKIFYRIR ELDHÚSIÐ

TILBOÐ

AFSLÁttUr25% AF ÖLLUM

INNrÉttINGUM

í OKtÓBEr

GÓÐ KAUP

VEGNA GÓÐrA UNDIrtEKtA hÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ FrAMLENGJA hAUSttILBOÐ OKKAr UM EINN MÁNUÐ

NÚ ER LAG AÐ GERA

Glæsilegar innréttingar á tilboðsverði

Vandaðar hillur Pottaskápar Þvottahúsinnréttingar

ÁByrGÐ - þJÓNUStA5 ár á innréttingum, 2 ár á raftækjum. Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði).

VÖNDUÐ rAFtÆKI Á VÆGU VErÐI

friform.is

Viftur

Page 16: Vinsælu læknahaldararnir frá Vanity Fair og Lauma.fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/10/Reykjanes-18-2013.pdfFrí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band

Er þetta ekkieinmitt tækiðsem þig hefur dreymt um aðeignast?

Clear Motion Rate: 200–600Hz • Upplausn: 1920 x 1080p FULL HD • Skjár: Clear • Skerpa: MegaAllShare: Auðveld samskipti Samsung tækja • USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist • Upptökumöguleiki: Já – tekur upp sjónvarpsútsendingu á utanáliggjandi harðan disk • Netvafri: Já • Social TV: Já – horfðu á sjónvarp og vertu á Facebook, You Tube, Flickr, Skype ofl. • Sjónvarpsmóttakari: Digital, Analog og gervihnatta • Tengingar: 4xHDMI, 3xUSB Movie, 1xScart, Komponent, Komposit, LAN, heyrnartól • Stærðir: 32”, 40”, 46”, 55”, 65”, 75”

s j á nánar á www .sam sungsetr id . i s & www .bt . i s

6600 LÍNAN

Samsung 6400/6600 · LED · 3D · SMART TVTvenn3D gleraugufylgja.

Örþunntog fallegt

SAMSUNG-U

ExxF6675SB

Samsung sjónvörpin eru einstökog í algjörum sérklassa

SÍÐUMÚL A 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900HAFNARGÖTU 25 · REYKJANESBÆ · SÍMI 421 1535

6400 LÍNAN:40" = 219.900.-46" = 269.900.-55" = 379.900.-65" = 699.900.-75" = 1.290.000.-

6600 LÍNAN:40" = 259.900.-46" = 299.900.-55" = 449.900.-

6400 LÍNAN

SAMSUNG-U

ExxF6475SB