Blað mannfræðinema

8
HOMO - BLAÐ MANNFRÆÐINEMA -

description

1. tölublað 2011/2012

Transcript of Blað mannfræðinema

HOMO - BLAÐ MANNFRÆÐINEMA -

Nú er fyrsta tölublað ársins komið út og við í ritnefnd viljum þakka öllum þeim sem sendu inn efni. Við vonum að þið hafið gaman af blaðinu og þeir sem hafa áhuga á að

senda inn efni fyrir næsta blað geta sent það inn á sva12 @hi.is.

Tölublað 1 skólaárið 2011-2012Ritstjóri: Svanlaug Árnadóttir

Ritstjórn: Adam Hoffritz

Hvað finnst þér skemmti-legast við mannfræðina?

Frægir mannfræðingar í kvikmyndum og sjónvarpi

Mannfræðinga má finna allstaðar. Þeir eru í háskólum að kenna og rannsaka, við störf í fjármálafyrirtækjum og á auglýsingastofum. Þeir vinna við vörurþróun, á skrifstofum alþjóðasamtaka og eru auðvitað á vettvangi hvort sem það er til dæmis

vinna við þróunarmál eða vegna mannfræðirannsókna. Einnig má finna mannfræðinga í sjónvarpinu og á hvíta tjaldinu þó svo þeir séu kannski ekki alveg alvöru.

Kvikmyndin Dagbók barnfóstrunnar (The Nanny Diaries) segir sögu Annie Braddock, sem Scarlett Johansson leikur. Anna hefur nýlokið háskólagráðu í mannfræði en hefur lítinn áhuga á vettvangsrannsóknum einhverstaðar hinu megin á hnettinum. Í staðinn fær hún vinnu sem barnfóstra hjá ríkri fjöldskyldu í New York og þar þarf hún að læra á menningu þeirra ríku og valdamiklu.

Bones er nafn á vinsælum sjónvarpsþætti sem fjallar um konu að nafni Temperance Bren-nan, oft kölluð Bones. Hún er líffræðilegur mannfræðingur, mikill sérfræðingur í beinum og í þáttunum aðstoðar hún Alríkislögreglumanninn Seeley Joseph Booth við að leysa morðmál. Í þáttunum eru lík fórnarlamba alltaf mjög illa útleikin og sjaldnast er hægt að leysa málið nema Bones hafi skoðað bein fórnarlambsins fyrst.

Ættbálkur Krippendorfs (eða Krippendorf ’s Tribe) er gamanmynd sem fjallar um man-nfræðinginn Krippendorf sem fór í vettvangsrannsókn til Papúa-Nýju Gíneu til að finna óuppgötvaðan ættbálk. Það tókst því miður ekki en þegar heim er komið og fólk vill sjá niðurstöður eru góð ráð dýr. Krippendorf sýnir þá hvernig búa á til ættbálk,og heilt samfélag, í garðinum heima og er myndin kannski svolítið eins og handbók um það hvað mannfræðin-gar eiga ekki að gera. Spaugileg atburðarás og stórskemmtileg kvikmynd fyrir mannfræðinga á öllum aldri og námsárum.

Það er líklega ekki hægt að skrifa um mannfræðinga á hvíta tjaldinu án þess að minnast á fornleifafræðinginn myndarlega Indiana Jones sem hefur bjargað heiminum í nokkur skipti. Hann er bandarískur fornleifafræðingur og í bandarísku mannfræðinni er fornleifafræði hluti af mannfræði. Það er erfitt að koma auga á mikla mannfræði í kvikmyndunum umhann en það er gæti verið skemmtilegt að horfa á myndirnar og hugsa um til dæmis hug-myndir um karlmennsku og ofbeldi. Adam Hoffritz

Hlynur Stefáns-son, 3. árs BA-nemi: Hlusta á Svein kennara

Nói Kristinsson, mas-tersnemi: Möguleikinn til að skoða heiminn öðruvísi.

Erla Hjartar, 3. árs BA-nemi: Fjölbreytnin.

Tölublað 1 skólaárið 2011-2012Ritstjóri: Svanlaug Árnadóttir

Ritstjórn: Adam Hoffritz

Hvað eru mastersnemarnir okkar að rannsaka?

Ester Ösp Valdimarsdóttir, Unglingsstúlkur og rými þeirra til reiðiRannsóknarverkefni mitt tengist unglingsstúlkum og verður vonandi unnið með gagnvirkri þátttökuaðferð (partici-patory action research) með þröngum hópi stúlkna næstkomandi sumar. Rannsóknin miðar að því að kanna rými þeirra til að tjá reiði og tengdar tilfinningar á borð við ýgi, árásargirni og ágengni en svo virðist sem drengir hljóti meira svigrúm og leiðsögn á þessu sviði.Ef það er raunin að drengir hljóti frekari færni í að beina þessum tilfinningum í réttan farveg þarf um leið að velta fyrir sér hvert stúlkur beina áhrifum þeirra. Fræðimenn á þessu sviði hafa getið sér til um að hér megi skýra ástæðu þess að fleiri stúlkur en drengir þjáist af þunglyndi, átröskunum og sjálfskaðahegðun. Sjálf vil ég meina að með þessu megi einnig skýra þá staðreynd að illa gengur að koma á jafnrétti, ekki síst hvað varðar launamun og kynbundið ofbeldi.

Sigrún K. Valsdóttir , Peking í Kína Fyrir rannsóknina mína tók ég viðtöl við kínverskar farandverkakonur sem fluttust úr

dreifbýli í öðrum héruðum til Peking í von um að vænka hag sinn. Rannsóknin fór fram á Yaxiu fatamarkaðnum í Peking á tveggja mánaða tímabili. Ég tók viðtöl við 12

konur á aldrinum 21-30 ára og talaði tvisvar við hverja þeirra. Einnig framkvæmdi ég vettvangsrannsókn á markaðnum og hún verður hluti af MA ritgerðinni minni.

Í kínverskum borgum er gríðarlegur fjöldi farandverkafólks sem hefur skert réttindi vegna hins svokallaða hukou-búsetuskráningakerfis. Hukou-kerfið var sett á fót til að

takmarka fólksflutninga úr sveitum til borga, en vegna þess eru konurnar sem ég ræddi við í raun eins og ólöglegir innflytjendur í Peking og hafa þar af leiðandi ekki rétt á menntun, heilsugæslu, húsnæði eða bótum frá ríkinu og ekki börnin þeirra heldur.

Ritgerðin mun fjalla um það hvaða áhrif hukou-búsetuskráningakerfið hefur á daglegt líf umræddra kvenna. Einnig skoða ég hvernig þær móta sjálfsmynd sína þar sem þær

eru í raun mitt á milli skilgreininga, enda eru þær bæði nútímakonur búsettar í borg og einnig úr hinu hefðbundna sveitasamfélagi þar sem aldagrónar hugmyndir eru um

stöðu kynjanna.

arionbanki.is – 444 7000

Námsmenn

Okkar námsmenn fá betri kjör og meiri fríðindi.

Fylgstu með fjörinu á facebook: „Arion banki Námsmenn“.

Þar er hægt að taka þátt í leikjum, sjá nýjustu tilboðin og fræðast um fjármálin.

Stærstiskemmtistaður

í heimi!

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, MM Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter

Nova netsíminn er fyrir viðskiptavini í farsímaþjónustu, áskrift og frelsi. Netsíminn virkar á PC og Mac tölvur. Sjá verðskrá og skilmála á www.nova.is.

Hringdu úr tölvunni oglækkaðu símreikninginn!

0 kr.Novaí Nova– nú líka ítölvunni!Þú færð Nova netsímann á nova.is!

da

gu

r &

st

ein

i

arionbanki.is – 444 7000

Námsmenn

Okkar námsmenn fá betri kjör og meiri fríðindi.

Fylgstu með fjörinu á facebook: „Arion banki Námsmenn“.

Þar er hægt að taka þátt í leikjum, sjá nýjustu tilboðin og fræðast um fjármálin.

Stærstiskemmtistaður

í heimi!

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, MM Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter

Nova netsíminn er fyrir viðskiptavini í farsímaþjónustu, áskrift og frelsi. Netsíminn virkar á PC og Mac tölvur. Sjá verðskrá og skilmála á www.nova.is.

Hringdu úr tölvunni oglækkaðu símreikninginn!

0 kr.Novaí Nova– nú líka ítölvunni!Þú færð Nova netsímann á nova.is!

da

gu

r &

st

ein

i

Hafið þið prófað að loka facebook? Það get ég sagt ykkur að ég hef gert. Það voru langir 24 klukkutímar sem ég entist, fullir af svita og tárum. Í fyrstu fann ég fyrir miklum létti að hafa ekki þessa samskipta-síðu hangandi yfir mér, kallandi á mig í sífellu. Satt að segja var þetta ekkert mál í fyrstu en þegar ég kom svo heim, 24 tímum seinna og hafði ekkert að gera þá þurfti ég á facebook að halda. Það er nefnilega eins og mannfræðingurinn David Miller hélt fram á fyrir-lestri sínum um facebook hér í háskólanum fyrir stuttu, að besti vinur þinn eða vinkona er ávallt til staðar fyrir þig en kannski ekki klukkan 3 um nóttuna. En það er facebook! Það er alltaf til staðar tilbúið að skemmta þér og fræða, ef svo má að orði komast.

Miller talar um hvernig facebook verði það sem við þurfum á að halda í lífinu. Til dæmis fyrir þá sem búa í litlum samfélögum þar sem allir eru með nefið í málum annarra veitir facebook létti frá þeim afskiptum og fólk getur notað það til að spjalla og eiga í samskiptum við aðra. Fyrir einstakling í stórborg sem þekkir engan getur sá aðili fundið hópa með sömu áhugamál á facebook og eignast þannig vini. Facebook, að mati Millers veitir þannig mótjafnvægi í líf þitt. Þessi tilraun mín að loka á facebook var gerð í pir-ringi út í síðuna, eftir að þeir breyttu útlitinu enn einu sinni og ég þurfti að endurstilla allt aftur. Ég hef aldrei fýlað facebook, satt best að segja hata ég það en nota það samt sem áður á hverjum degi. Nú hins vegar hef ég viðurkennt

Hugleiðingar um Facebook

að ég get ekki verið án síðunnar. Að hún gegnir mikilvægu hlutverki í lífi mínu á hverjum degi, ég held sambandi við vini í mína í útlöndum, klára skólaverkefni, allt skipulag á félagslífi mínu fer þarna fram og svo ekki sé minnst á að ég get njós-nað um fólk sem hefur gleymt að loka facebook-inu sínu fyrir almenningi. En það geri nú ég aldrei, enginn okkar gerir það, er það nokkuð? „Facebook er nefnilega eins og David Miller heldur fram orðið mun stærra en við gerum okkur grein fyrir.“ Þetta er ekki lengur hlutur sem tengir okkur frá einum stað til annars heldur er facebook orðið að stað útaf fyrir sig. Miller vill meira að segja meina að að face-book sé í raun heimili og að statusarnir okkar, myndirnar og allt á veggjum okkar sé skrautið sem við höfum á heimilum okkar. Að lokum veltir hann fyrir sér hvort hægt sé að kalla facebook samfélag? Það er e-ð sem þið verðið að meta fyrir ykkur sjálf en það hefur nær alla þá þætti sem samfélag hefur. Svanlaug Árnadóttir

Vaxandi umræða er í samfélaginu um umhverfismál, sem er ánægjulegt og því er vert að lofa framtak háskólans við úrvinnslu rusls. Enga að síður langar mig að grípa tækifærið og fjalla hér um ákveðna umhverfisógn sem samfélag okkar

nútímamanna stendur frammi fyrir. Ástæða er til að ætla að vitund okkar sé því miður ekki nógu mikil á sviði umhverfismála eða sambands á milli gjörða okkar og áhrifa þess á umhverfið. Í því samhengi langar mig að fjalla um plast og þau efni sem við neytum og hendum á hverjum einasta degi. Hefur til dæmis einhver kynnt sér efnasamsetningu þeirra hluta sem umkringja okkur í hinu daglega lífi? Hugsum við einhvern tímann um það hvað er í töflunni sem við erum að gleypa eða í plastinu sem er

vafið utan um matinn sem við ætlum að borða?

Það vita ekki margir að plast er búið til úr ef- num sem eru talin vera skaðleg fólki. Þessi efni kallast þalöt og BPA (bisphenol A) og rannsóknir gefa til kynna að

þessi efni haf skaðleg áhrif á frjósemi og þá sérstaklega á karla vegna þess að þau auka framleiðslu kven- hormóna (estrógen-lík efni). Þá

hafa þau líka áhrif á eðlilega þróun fósturs í móðurkviði. Fjöldinn allur af rannsóknum hefur verið framkvæmdur á dýrum og þá sérstaklega rottum um áhrif þes- sara efna, þalata og BPA. Hugh

S. Taylor, prófessor í Yale, skoðaði hvaða áhrif BPA hefur á rottur. Rannsókn hans sýndi fram á að BPA hafi áhrif á myndun og

þróun mikilvægra þroska-gena (e. developmental genes) í fóstri. Þetta eru gen sem hafa áhrif á myndun legs í fóstri svo dæmi

séu tekin (Science Daily, 2007). Þrátt fyrir þessa hættu fer fram- leiðslu á plastvörum og

plastpakkningum ört vaxandi og ekkert sýnir fram á að hún fari minnkandi á næstunni. Ætla má að ástæðu þess sé að rekja til hinnar nútímalegu

samfélagsgerðar sem við búum í nú og byggist á gríðar- legri neysluhyggju ásamt aðsókn í stöðugt ódýrari vörur og ódýrari framleiðslu. Allt til að reyna að auka not og hagnað hvort sem er

innan fyrirtækja eða heimila.

Mengunarefni plasts eru annars vegar óhreinindi sem myndast við framleiðs- lu þess og hins vegar aukaefni, svo kölluð bætiefni, sem sett eru í plast til þess að ná fram ákveðnum eiginleikum líkt og að tryggja æskilegan líftíma, útlit, vinnslue-iginleika og fleira. Af sökum mismikillar vinnslu og ólíkra eiginleika plasts þá er niðurbrot plastefna mjög mismunandi og fer

eftir efnasamsetningu plastsins. Það getur tekið sumt plast allt að 1.000 ár að brotna niður í náttúrunni. (Páll Árnason, 2007: 28).

Það er áhyggjuefni hversu erfitt er að komast hjá því að nota plast og þar af leiðandi að verða fyrir inntöku á estrógen-líkum efnum sem finnast í plasti utan um ýmsan neysluvarning. Við lifum í neyslusamfélagi og gerum okkur ekki nægilega grein fyrir

því að neysla okkar hefur áhrif á hið hnattræna umhverfi dagsins í dag.Sævar Logi Viðarsson

Neysluhyggja nútímans

„ÞAÐ GETUR TEKIÐ SUMT PLAST ALLT AÐ 1.000 ÁR AÐ BROTNA

NIÐUR Í NÁTTÚRUNNI.“

Veistu svarið?

1) Þjóðhverfa og menningarleg afstæðishyggja eru:

a) Það sama b) Ekki til c) Hugtök aðeins notuð af fornleifafræðingum d) Nær andstæður

2) Fjölveri (polyandry) er form hjónabands, hvað einkennir slíkt hjónaband?

a) Maður á fleiri en eina eiginkonu b) Kona á fleiri en enn eiginmann c) Maður sem á bæði eiginkonu(r) og eiginmann/ menn d) Menn sem eiga meira en eina eiginkonu úr sömu fjölskyldu?

3) Hver af eftirtöldum er ekki vel þekkt kona í mannfræðinni?

a) Mary Douglas b) Ruth Benedict c) Margaret Atwood d) Margaret Mead

4) Hver þróaði þróunarkenninguna með Charles Darwin?

a) Alfred Russel Wallace b) Thomas Hobbes c) Hann þróaði hana einn d) Karl Marx

5) Hver er sagður upphafsmaður mannfræði trúarbragða ?

a) Emile Durkheim b) Sir Edward Burnett Tylor c) Claude Levi-Strauss d) Sigmund Freud

6) Hver er oft kallaður faðir mannfræðinnar?

a) Lewis Henry Morgan b) Emile Durkheim c) Marko Polo d) Malinowski

7) Hvað hét fyrsti apinn sem lærði táknmál?

a) Gordo b) Luigi c) Washoe d) Loulis 8) Hver er regla Allens (Joel Asaph Allen)

a) Tegundir stórra dýra finnast frekar í köldu loftslagi á meðan tegundir smærri dýra finnast í hlýrra loftslagi b) Spendýr í köldu umhverfi hafa styttri og þykkari fætur en dýr í kaldara umhverfi c) Meðganga spendýra í köldu lofslagi er lengri en spendýra í heitu umhverfi d) Litil dýr eru líklegri til að lifa af en stór

9) Margaret Mead

a) Kom oft fram í „The Tonight Show“ b) Lærði líffræðilega mannfræði c) Var ráðgjafi Franz Boas d) Vann á Trobriand eyjum

..svör koma í næsta blaði...