VILJINN 2.tbl 2013

48
Viljinn 2. tbl. 106. árgangur Apríl 2013 N.F.V.Í.

description

N.F.V.Í. Verzlunarskóli íslands

Transcript of VILJINN 2.tbl 2013

Page 1: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn2. tbl. 106. árgangurApríl 2013N.F.V.Í.

Page 2: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

2

Kristófer Már MaronssonMarkaðsnefndSnorri BjörnssonHaukur KristinssonÞórey BergsdóttirGuðrún Halla PálsdóttirNökkvi Fjalar OrrasonMarteinn Pétur UrbancicBrynja GuðmundsdóttirSilja Rós RagnarsdóttirHalla Berglind JónsdóttirSóllilja BaltasarsdóttirBenedikt Þorri ÞórarinssonVera Sif RúnarsdóttirArnþór Ari AtlasonHaukur KristinssonIngibjörg Ósk JónsdóttirÞórhalla Arnadóttir

N.F.V.ÍPrentmetRakel TómasdóttirRakel TómasdóttirÞórdís ÞorkelsdóttirSteinn Arnar KjartanssonHaukur Kristinsson

Útgefandi: Prentun:

Hönnun og umbrot: Forsíðuteikning

Ljósmyndir:

Sérstakar Þakkir

Ritstjó

ri

Svanhild

ur Grét

a Kris

tjánsd

óttir

Birgitta

Rún

Sveinbjörnsd

óttir

Ída Páls

dóttir

Katrín Stei

nunn

Antonsdóttir

Kristín

Hildur

Ragnars

dóttir

Rakel

Tómasdóttir

Þórdís Þorke

lsdóttir

Steinn Arnar

Kjartan

ssona

Árni VaktmaðurMálfundafélagiðHjördís Ásta GuðmundsdóttirÞröstur Geir ÁrnasonHildur Helga JóhannsdóttirSverrir Þór SigurðarsonHildur ÁrnadóttirLára Theódóra KristjánsdóttirÓlafur Alexander Ólafsson

Að betri manneskju skalt þú verða

Lærdómsblaðið mikla, já, það er það sem ég kýs að kalla þetta síðasta tölublað skólaársins. Eftir lestur á þessu blaði ættir þú að verða allavega 10% betri manneskja en áður. Hér koma greinar sem fá þig til þess að virkilega hugsa og kafa djúpt í sálu þína. Hver er ég? Hverju stend ég fyrir? Hvað er lífið? Hver segir blað skæri steinn?!?Við höfum aldrei fengið jafn mikið að fjölbreyttum aðsendum greinum og þökk sé ykkur kæru Verzlingar gátum við nefndin klárað okkar tímabil með stæl. Það er nefnilega vanmetið hversu skemmtilegt það er að skrifa sína eigin grein og fá hana birta. Við nemendur eigum að láta til okkar taka, nýta tækifærið á meðan það gefst og láta skoðanir okkar í ljós á prenti. Viljinn hefur lengi verið málgagn okkar Verzlinga og skal það áfram vera!Við nefndin höfum blóðmjólkað þessar seinustu stundir saman og staðið í ströngu við að gera þetta blað að því flottasta hingað til. Við nefndin göngum stolt frá borði með framsýni í huga. Ég vil þakka þeim fyrir vel unnið verk, þetta hefði ekki verið hægt án þeirra. Það eru ekkert nema bjartir tímar framundan hjá Viljanum þar sem stórkostleg nefnd hefur tekið við kyndlinum. En nóg um það. Njótið lestursins og jafnframt þessa síðustu daga fyrir sumarfrí. Gangi ykkur vel í prófunum og munið, ekki gera neitt sem Viljinn myndi ekki gera.

Ást og friður.

Page 3: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

3

8 Síðasti dagurinn í Verzló 9 Heimur Versnandi fer 10 Dæmatexta vantar 12 Afhverju erum við hrædd við að vera feministar? 14 Nostalgía

26 Sumar í lofti

32 Viktor’s official guide 33 #grímuball 34 af hverju Módelfitness? 37 Meira samræmi 38 Ný stjórn nfví 39 Þeir deyja ungir sem guðirnir elska

28 Hvað er að frétta?

40 Vindsins litadýrð

Efnisyfirlit

N.F.V.ÍPrentmetRakel TómasdóttirRakel TómasdóttirÞórdís ÞorkelsdóttirSteinn Arnar KjartanssonHaukur Kristinsson

Ída Páls

dóttir

Rakel

Tómasdóttir

30 Fóstureyðing - Ekkert mál?

15 Skemmtilegasta vinna í heimi

6 Heitt og Kalt

5 Einn plús einn

17 Helförin 2013 19 Þunglyndi 20 Reiðilestur 22 Að hata að elska að hata23 Frumkvöðlafræði 29 Fassjón ádeila 29 Lífsskólinn verzló

11 Ég þarf feminisma

Page 4: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

4

BLACK

RIM SILVER - Krummahálsmen 925 sterling silfur með svörtum eða glærum sirkonsteinum og einnig til án steina.

RIM vörurnar byggja á íslenskum menningararfi með hrafninn í aðalhlutverki. Hrafninn er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Í íslenskum þjóðsögum eru margar sagnir um hrafna og var það trú manna að flygi hrafn með þér

boðaði það gæfu.

Söluaðilar: Leonard Kringlunni, Smáralind, Lækjargötu og Leifsstöð - Hrím Hönnunarhús Laugavegi - Kista í Hofi AkureyriHilton Hótel & Natura Hótel - Krummaskuð Keflavík - Motivo Selfossi - Póley Vestmannaeyjum - Hús Handanna Egilsstaðir

ÍSLENSKIR SKARTGRIPIR

Page 5: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

5

BLACK

RIM SILVER - Krummahálsmen 925 sterling silfur með svörtum eða glærum sirkonsteinum og einnig til án steina.

RIM vörurnar byggja á íslenskum menningararfi með hrafninn í aðalhlutverki. Hrafninn er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Í íslenskum þjóðsögum eru margar sagnir um hrafna og var það trú manna að flygi hrafn með þér

boðaði það gæfu.

Söluaðilar: Leonard Kringlunni, Smáralind, Lækjargötu og Leifsstöð - Hrím Hönnunarhús Laugavegi - Kista í Hofi AkureyriHilton Hótel & Natura Hótel - Krummaskuð Keflavík - Motivo Selfossi - Póley Vestmannaeyjum - Hús Handanna Egilsstaðir

ÍSLENSKIR SKARTGRIPIR

einn plús einnÓtti og afneitunSamfélagið okkar í dag er afar frábrugðið því sem það var fyrir 10 árum, hvað þá 30 árum! Við lifum í samfélagi sem er myndað af fólki af öllum kynþáttum, hárgerðum, húðlitum og kynhneigðum. Við erum öll einstök á okkar hátt, höfum okkar eigin áhugamál, skoðanir og svo hluti sem okkur líkar eða líkar ekki. Það eru engir tveir eins í okkar samfélagi.

Í næstum því 7 ár hef ég verið í afneitun við þá manneskju sem ég er. Atriði sem ég vissi allan tímann að væri satt en vildi ekki sætta mig við. Ég var hræddur við hvernig samfélagið myndi taka því ef ég myndi segja sannleikann. Myndi ég missa vini? Mun samfélagið geta sætt sig við þá manneskju sem ég

er? Þetta eru spurningar sem ég spurði mig sjálfan oft og mörgum sinnum. Ég sagði svo bara við

mig að ég ætti bara að hætta þessu kjaftæði og fara að hugsa um stelpur, eins og mér

fannst samfélagið gera ráð fyrir. Mér leið dálítið eins og geimveru.

Daginn fyrir skil á umsókn í framhaldsskóla ákvað ég að sækja um Verzlunarskóla Íslands. Þetta er mögulega besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífi mínu. Hún hefur ekki bara gjörbreytt lífi mínu á jákvæðan máta heldur líka hjálpað mér að finna mig sjálfan. Lífið var fínt í Verzló þangað til að ég byrjaði að uppgötva sjálfan mig meira og meira. Undir lok sumarsins 2012 var ég að byrja í 4. bekk og var ég þá orðinn mjög þunglyndur þótt að það sæist ekki endilega á mér. Mér fannst lífið vera ekkert

nema ömurlegt, vonbrigði og ekki þess virði að lifa

því. Ég skildi ekkert lengur hvað ég vildi og hvað ég ætti

að gera í mínum málum. Ég veit ekki hversu margar nætur

ég hef grátið mig í svefn, hugsað um að sjálfsmorð væri eina leiðin út

úr þessu öllu saman, líf mitt var komið

í algjört rugl! Ég vissi ekkert hvað ég vildi og hvað ég gæti gert til þess að bæta úr ástandinu.

Ég var allan tímann skíthræddur um hvað fjölskyldan mín og vinir myndu segja ef ég sagði þeim að ég bæri tilfinningar til sama kyns og þorði því aldrei. Í jólaprófunum sá ég að ég gat þetta ekki lengur, ég einfaldlega varð að segja einhverjum þetta, eitthvað sem ég sá aldrei fyrir að ég gæti gert. Ég fór þess vegna til fólksins sem stóð mér næst sem voru mínir bestu vinir og fjölskylda. Það sem kom mér mest á óvart var hvað þetta angraði vini mína og fjölskyldu ekki neitt. Ég hafði allan tímann verið búinn að ímynda mér að eitthvað hræðilegt myndi gerast ef ég sagði þeim en þeim þótti þetta bara sjálfsagður hlutur. Sem þetta er að sjálfsögðu!

Þetta er það besta sem ég hef gert. Að hafa leitað mér hjálpar hjá vinum og fjölskyldu og ég veit ekki hvað hefði getað orðið um mig hefði þetta haldið svona áfram í laumi. Ég fann aftur fyrir hlýju og ánægju í staðinn fyrir kaldan biturleika heimsins sem ég hafði sjálfur skapað. Það hreinlega þýðir ekki að vera í felum frá þeirri manneskju sem þú ert!

FræðslaAð mínu mati finnst mér vera alltof lítil fræðsla um samkynhneigð, tvíkynhneigð og trans í skólum. Margir krakkar á grunnskóla- og menntaskólaaldri þekkja þetta ekki og finnst mér mikilvægt að við aukum þekkinguna. Hægt er að nota þessa fræðslu eins og forvörn fyrir þá krakka sem að höfðu þessa hræðslu og lentu í þeirri afneitun sem að ég var í. Sýna krökkum að þetta er sjálfsagður hlutur og ekkert til að skammast sín fyrir.

Það er kennd kynfræðsla í grunnskólum þótt að hún sé mjög takmörkuð, en þar er aðeins talað um stelpu og strák og hvernig þau hafi kynmök. Fyrst að það er gert, þá mætti einnig fræða ungt fólk um hvernig tveir aðilar af sama kyni hafi kynmök. Ég vonast til þess að fólk sem er í þeim sporum sem ég var áður í sjái að þetta er minna mál en maður heldur. Það þarf ekki að vera þessi ímyndaða hræðsla sem maður býr til, maður á frekar að sætta sig við þá manneskju sem maður er og vera stoltur af sjálfum sér!

Arnar Ingi Vilhjálmsson

Page 6: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

6

Heitt

Flass Back 91,9Öll besta tónlist sem samið hefur verið á einum stað.

SólarvörnVið erum Íslendingar. Við þurfum að nota sólarvörn. Hættið að halda annað.

LínuskautarInstagrammaðu þig líka í leiðinni. Það hefur enginn gert það áður.

SnapsGood food. Real good food.

Rock WerchterTónlistarhátíð í Belgíu. Line up-ið þetta árið er siiiiiiiick.

20/20 ExperienceNýja comeback platan hans JT. Þessi maður hefur engu gleymt.

SpotifyJust in.

Wolf - Tyler, The CreatorNýja platan hjá Tyler. Þessi vitleysingur er fullkomnun og ykkur er öllum boðið í brúðkaupið okkar kv. Ída.

GirlsStórskemmtilegir þættir með klúru ívafi.

VILJINN MÆLIR MEÐ

Sporty fötÞægilegasta tíska sem þú gætir hugsað þér. Strigaskór, þægilegar buxur og víðir bolir. Perfect.

Vafflað hárNú er tími til að taka upp vöfflujárnið aftur. Mánabar

.. þið skiljið.

Morfís liðiðDjöfull eru þau heit. Djöfull stóðu þau sig vel. Djöfull eru þau flott. Djöfull erum við stolt. Til hamingju snillingar. VIVA VERZLÓ.

Mynstruð bindiSegir sig sjálft.

DragtirEkki misskilja, við erum ekki að tala um teinóttar kellingadragtir. Flottar dragtir eru drullutöff.

Costa del Sol34 dagar. 34 dagar.

Smekkbuxur Believe it or not.

Leðurbuxur fyrir strákaÞað er djarft, en það gæti gengið.

Oliver peoples glerauguHið nýja Ray-ban.

PlankaAð planka á sólríkum degi er unaður.

KimonoTil mörg rooosalega

falleg í Aftur á Laugavegi.

SundbolirBæði hægt að nota þá í sundi og sem samfellu. Sem sagt útá Costa þarftu aldrei að skipta um föt, hversu næs?

Page 7: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

7

kalt

DominosDominos vs Jólamaturinn ég veit ekki svarið.

HættuspiliðSpilið sem borgarstjórinn okkar prýðir.

Epli með hnetusmjöriHollt og gott fyrir alla sem eru í útskrifarferðar átaki semsagt allir í 6. bekk :):):)

.. því að læra fyrir lokaprófinÞetta eru tvær skitnar vikur og svo ertu frjáls í þrjá mánuði.

HanibalVitum ekkert um hvað þessir þættir eru en þeir fá víst góða dóma.

Að kjósaNýttu kosningarrétt þinn!!!

Tískubloggið hjá Sindra Jenssonwww.sindrijensson.is

Að vera alltaf góður við konurnar í matbúðÞví þær eru yndislegar.

JÖRGuðmundur Jörundsson fatahönnuður var að opna nýja búð á Laugaveginum. Allt ógeðslega flott.

Beyoncé í coverphotoVið erum á móti hjarðeðlinu

ekki með. Coooomon Verzlingar.

Kuflar, kyndlar, sverð og grímur:P

Cinemagram Svana er samt bara bitur og þess vegna er þetta hér. Hvað er samt málið með öll þessi notification?

FacebookMark Zuckerberg verður að bíta í það súra epli að hans tími fer alveg að líða. Hann á samt böns að monnís þannig ég held að hann sé bara feginn.

SNJÓRINNVEÐURGUÐ HEYR MÍNA BÆN.

Framtíðar tvílita Disco PantsÞær eru í framleiðslu. JÖRÐUM ÞETTA VIÐ FÆÐINGU.

GelneglurAllt í góðu í kringum fermingu en svo er bara betra að sleppa þessu.

Siggi Eggerts á b5Hann hefur séð hluti

sem eru ekki fyrir kennara að sjá og fólk í ástandi sem ekki er fyrir

neinn að sjá.

Blað, skæri, steinnHvaða fáviti segir blað, skæri, steinn???

ConverseÞetta eilífðar trend verður einhvern enda að taka, það eru til fleiri skór.

Page 8: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

8

Síðasti dagurinn í Verzló Ég kasta kveðju á bekkjarfélaga minn er hann röltir úr stofunni okkar og skilur mig einan eftir. Ég strýk hendinni í gegnum hárið er ég anda djúpt inn og finn fyrir ákveðinni t ó m l e i k a t i l f i n n i n g u

brjótast innra með mér er ég lít á klukkuna. Núna fer nefnilega að líða að því að sá dagur sem að ég hef verið skíthræddur við í rúm þrjú og hálft ár sé að enda, síðasti skóladagurinn minn í Verzló.

Ég hef fundið fyrir ónotatilfinningu í maganum er ég hef hugsað um þennan dag alveg síðan ég lá á sprunginni loftsæng í busaferðinni minni. Ég átti samræður við þáverandi 6. bekking sem fólu í sér fleyg orð sem ég mun aldrei gleyma. „Djöfull væri ég til í að skipta um stað við þig„. Merking þessara orða voru mér torskilin. Einfaldlega vegna þess að fyrir mér var þessi strákur gjörsamlega á toppi tilverunnar, í 6.bekk VERZLÓ og þar að auki meðlimur nefndar sem að gaf út skemmtiefni sem ég var búinn að horfa á afturábak og áfram.

Á þessum tímapunkti gat ég því ekki fyrir mitt litla líf skilið hvers vegna í ósköpunum þessi strákur ætti að vilja vera í mínum sporum. Útskrift og allt því viðkomandi voru mér ljósár í burtu og virtust þessi þrjú og hálft ár sem að skildu mig frá stúdentseinkunn heil eilífð fyrir litla Hlyn sem sat í sakleysi sínu einhversstaðar í Borgarfirðinum, kinkandi kolli og hlægjandi að öllu sem þessi áðurnefndi 6. bekkingur lét út úr

sér.

Þremur og hálfum árum síðar skil ég fullkomlega meiningu þessa orða hjá þessum fyrrum Verzlingi og eru þessi samskipti mín og hans mér ofarlega í huga þegar ég loka hurðinni á stofunni minni í síðasta skiptið og held af stað niður Memory lane.

Er ég rölti upp á 3. hæð eru gangarnir tómlegir að sjá og eina hljóðið sem heyrist er kunnulegt muldur í ryksugukonunum er þær eru að klára verk sín einhversstaðar í skólanum. Á leið minni mæti ég tveim strákum sem eru greinilega að

sleppa því öllu og læt ég mér nægja að kinka lauslega kollinum til þeirra.

Þegar ég kem upp á 4. hæð er komið að fyrstu stoppustöð ferðar minnar, fyrsta kennslustofan mín í Versló, stofa 14 til að vera nákvæmur.

Ég sest í gamla sætið mitt og er ég sit þarna í þönkum mínum og renni augunum yfir fyrrum 3.bekkjar stofuna mína byrjar í hausnum á mér Micheal Jackson að raula um hvað hann hefur fylgst mikið með manninum í speglinum og hvað hann vilji að hann breyti sjálfum sér. Þess inn á milli heyrist í Akon og félaga hans David Guetta öskra eitthvað um kynþokkafulla kvenhunda og Friðrik Dór vill vera við hliðina á mér. Hausinn á mér yfirfyllist svo af minningum að það er erfitt að koma skilum á þetta allt saman. Er þó ánægður með að örfáir stafir úr viðlaginu úr Robot Unicorn Attack sem að ég hripaði á vegginn aftast í stofunni í dönskutíma eru enn á sínum stað.

Ég held áfram för minni í gegnum þetta annað heimili mitt síðastliðin ár og lít inn í allar stofur sem að ég hef verið í kennslustundum í gegnum tíðina. Ég finn að ég er í hálfgerðri leiðslu og á ég erfitt með að höndla allt þetta minningaflóð sem fyllir minn litla haus. Skemmtilegt fannst mér að þó ég muni varla eftir efninu úr einni einustu kennslustund gat ég þulið upp sætaskipunina hjá bekknum í hverri einustu stofu sem við höfum verið í.

Ég lít inn í fundarherbergið á bókasafninu þar sem ófá endurtektarpróf hafa verið mökkuð og held svo í bláa sal í sama sætið og ég sat

ég anda djúpt inn og finn fyrir ákveðinni

tómleikatil-finningu

Hlynur Logi Þorsteinsson

klára 4. bekk. Þeir eru uppstrílaðir í kjólfötum með glott á vör. Ég heyri þá útundan mér tala um hversu dýrt var að leigja þessi föt og hvað þessi dagur muni kosta mikið. Ég finn til með þeim þegar ég hugsa um sorgina sem veskið þeirra mun lenda í þegar tími þeirra kemur í 6. bekk. Þeir munu þurfa að ákveða hvaða líkamspartur er best hæfur til sölu til að geta átt fyrir öllum tvítugsafmælunum og útskriftarveseninu. En þar sem ég vil frekar lenda á Facebook-skuldalistanum hjá Jóni Stóra heldur en að

Það er fyndið hvað það breytir hugsun þinni að eiga svona lítið eftir. Hvert einasta atriði sem að þú gerir gæti verið í síðasta skipti sem þú gerir það.

Page 9: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

9

í á fyrsta deginum mínum er Ingi var að halda sína þaulæfðu ræðu. Ég tek langt rölt niður að hellinum og fer svo í misheppnað mission við reyna að komast inn í gamla IBM til að fá svör við því hvað hafi eiginlega verið gert við alþjóðlegu Counter Strike miðstöð Verslinga.

Það næsta sem ég veit af mér er þegar ég stend inn í miðjum íþróttasalnum og virði fyrir mér staðinn sem ég mun að öllum líkindum sakna mest. Ég sé fyrir mér Pétur Axel rífa sig úr að ofan eftir eitt af glæsimörkum hans og finnst mér ég heyra Vidda Sím öskra á mig í milljónasta og sjötta skiptið segjandi mér hvað ég sé mikil ræfill og að mamma eigi að láta mig borða meira. Ég lít þó að einhverjum ástæðum upp og sé að salurinn hefur bæði kaðla og fimleikahringi, hefur þetta einhverntímann verið notað spyr ég sjálfan mig er ég geng inn í íþróttaklefann.

Ég sest niður og horfi í kringum mig og finn fyrir daufum keim af svita, d:fi-i og Henrik Bearing nammi fylla öll mín vit. Ég lít inn í sturtuklefana í síðasta sinn og finnst eins og ég heyri hljóminn af rifrildum um skítamörk og kjaftæðis-sigur og montanir frá Kára um hvað hann rústaði bekkpressuprófinu auðveldlega.

Úr íþróttaklefunum liggur leið í nemendakjallarann þar sem ég kíki inn í öll herbergin og crasha óvart stjórnarfund í leiðinni. Þau snappa öll eins og vanalega og öskra á mig en ég er orðinn svo vanur því að ég yppi bara öxlum og held upp á marmara.

Það er fyndið hvað það breytir hugsun þinni að eiga svona lítið eftir. Hvert einasta atriði sem að þú gerir gæti verið í síðasta skipti sem að þú gerir það. Hver einasti daglegi rútínuatburður verður sérstakur vegna þess að þú átt svo örfáa eftir. Að vera Verzlingur er ekki eins og að vera í neinum öðrum skóla. Þú verður hluti af þessum þjóðflokk og næstu fjögur ár þín snúast gjörsamlega algjörlega um hvað gerist í þessum skóla. Með hverju árinu tekuru meiri þátt í

félagslífinu þangað til að það endar í þeirri skrítnu tilfinningu að þú þekkir allt fólkið sem er að sinna sömu störfum og fólkið sem að þú horfðir upp til og dáðir er þú byrjaðir skólagöngu þína. Þú kynnist frábæru fólki sem munu verða vinir þínir alla ævi. Þú kynnist einnig fullt af frábæru fólki sem að þú munt ekki hitta aftur eftir skólann nema á djamminu þar sem þú tekur súrrealískar söknunarræður og gerir plön um að hittast sem að ganga svo aldrei eftir. Þú þroskast úr nýútskrifuðum grunnskólapjakki/skvísu í fullvaxna manneskju með eigin skoðanir á lífinu og heilan helling af misgagnlegri og misskemmtilegri reynslu. Hann verður ekki metinn til fjár þessi tími. Þetta er ein fokkings mikil snilld.

Ég enda ferðalag mitt niður Memory lane í sófunum á marmaranum með eitt gott kóngatilboð í höndunum frá yndinu henni Jóhönnu minni í góðra vina hópi þar sem lítið annað kemst til tals en skemmtilegar minningar frá skólagöngu okkar og útskriftarferðin. Þessar átta annir hafa verið það skemmtilegasta sem ég hef gert og að öllum líkindum mun upplifa á ævinni. Skrefin sem leiða mig héðan í burtu munu vera þau þyngstu sem ég mun nokkurntímann taka. Ég vona innilega að sem flestir þarna úti fatti það hvað þeir hafa það gott með því að geta sagst vera að stunda nám við Verzlunarskóla Íslands. Því það eru ekki nema örfáir dagar þangað til að ég geti það ekki lengur.

Viva

Ég, eins og að ég held flestir, kíki reglulega á vefmiðla landsins. Ég furða mig í hvívetna á því, hversu sláandi fyrirsagnir dagsins virðast vera. Greinar um mál sem virðast ekki eiga sér neina hliðstæðu við

raunveruleikann, greinar sem fjalla um almenna mannvonsku úti í heimi sem og hér heima, sem maður á erfitt með að trúa að séu raunverulegar.“Neyddi eiturlyf ofan í 15 ára stúlku”, “Með brotnar tennur eftir líkamsárás” og “Lyfjanauðgunum gegn karlmönnum fjölgar” eru fyrirsagnir dagsins (þegar þessi grein er skrifuð). Það sem kom mér mest á óvart við allar þessar fyrirsagnir var, að allar greinarnar þrjár fjölluðu um íslenska atburði. Við áttum okkur ekki endilega á því, en svona er heimurinn virkilega í dag. Með hverjum deginum finnast svæsnari og ógeðfelldari fréttir, og þá sérstaklega sem fjalla um brot gegn börnum. Mannvonskan leynist á hverju strái, en mörgum virðist vera algjörlega sama, og eyða tíma sínum frekar í að hneykslast á hinu og þessu sem skiptir í sjálfu sér engu máli. Fyrir mína parta þarf fólk að fara að opna augun fyrir því sem er að gerast, bæði í heiminum sem og á Íslandi í dag og einblína á það sem skiptir máli. Við megum þó ekki aðeins líta í neikvæðu horn samfélagsins, því það er jú bróðurpartur mannkynsins sem myndi flokkast undir vel innrætt fólk.Þau skilaboð sem ég vildi þó helst koma á framfæri með þessum skrifum voru; Ekki

Arnar Ingi Ingason

Mannvonskan leynist á hverju strái, en mörgum virðist vera algjörlega sama

hneykslast á því að Lindsey Lohan sé aftur komin í fangelsi, ekki hneykslast á því að Justin Bieber valsi um ber að ofan í Póllandi. Hneykslastu frekar á því að konu í Dehli á Indlandi var hrottalega nauðgað í klukkustund, bara af því bara. Hneykslastu á því að 15 ára stelpa hafi verið misnotuð og byrluð lyf á borð við LSD og amfetamínkristala, bara af því bara. Opnum augun fyrir því sem virkilega skiptir máli, því heimur versnandi fer.

Heimur versnandi fer

Page 10: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

10

Ég þarf Feminsma...

því að árið er 2013 og það er enn 188.000 kr. launamismunur á milli kynjanna

því að flegni kjóllinn minn er ekki heimboð.

því við erum öll 65% Súrefni, 18% Kolefni, 10% Vetni, 3% Nitur, 1% Kalk og 3% feministar.

því ég vil ekki búa í heimi þar sem að stúlkur eru bornar út

því að stundum líður mér sjálfri eins og tussu fyrir að benda á karlrembuskap.

því að ég ætti ekki að þurfa að fylgja vinkonum mínum í bænum

“Dæmatexta vantar”

“Sit ég og syrgi” sagði skáldið og nú geri ég hið sama. En ég syrgi ekki, eins og margir myndu halda, skelfilegan ekki árangur Los Angeles Lakers í NBA deildinni þennan vetur, álíka lélegan árangur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, né dauða Kim-

Jong-il leiðtoga Norður-Kóreu í lok árs 2011, heldur þá hræðilegu sjón sem blasir nú fyrir augum mér. “B” á heimadæmunum í stærðfræði. Þvílík smán, þvílík skömm og síðast en ekki síst þvílíkur skandall. Því ég fékk ekki þetta “B” fyrir lélega útreikninga, að deila með núlli (og tortíma heiminum) eða fyrir að skrifa einn eins og fjóra heldur var útskýring einkunnarinnar einföld: “Dæmatexta vantar”.Það hafa líklega allir í Verzlunarskólanum þurft að skila inn heimadæmum í stærðfræði á einhverjum tímapunkti, þó margir hafi ekki gert dæmin upp á eigin spýtur. Ferlið er einfalt; Maður fær blað með dæmum, skrifar dæmin niður og reiknar. Því næst sýnir maður öllum hinum hvernig á að reikna dæmin (eða það gerði maður áður en það þurfti að skila dæmunum fyrir fyrsta tíma á morgnana) og skilar. Þegar maður fær svo dæmin til baka er í mínu tilfelli alltaf búið að skrifa sama óþverrann á blaðið: “Dæmatexta vantar”.Alla mína skólagöngu hef ég staðið í harðri baráttu við kennara mína í fræði stærðarinnar um að skylda til að skrifa dæmatextann áður en maður reiknar dæmið sé bara algjört rugl. En þetta “B” hefur fyllt mælinn og nú er mér nóg boðið. Til hvers í andskotanum (afsakið orðbragðið) á ég að skrifa texta, sem btw er annað hvort skrifaður af kennaranum sem fer yfir dæmin eða marglesinn af honum og hljómar yfirleitt svona: “Reiknaðu” eða “Heildaðu”? Eins og ég sé annars að túlka blæbrigði dæmisins? Þvílíka og aðra eins vitleysu hef ég aldrei heyrt.En kennararnir eru misjafnir eins og þeir eru margir. Sumir láta sér nægja að ég skili dæmablaðinu ásamt úrlausnunum og er ég þeim ævinlega þakklátur.En nú ert þú lesandi góður farinn að nálgast endalok þessarar greinar sem þýðir að þú hefur valið að eyða þínum dýrmæta tíma í að lesa þessar hugleiðingar mínar. Þennan tíma getur þú unnið upp með því að sleppa því að skrifa niður dæmatextann næst þegar þú átt að skila heimadæmum í stærðfræði. Ef þú ert hins vegar búinn með alla þína stærðfræði áfanga í Verzló legg ég til að þú grafir upp öll gömlu heimadæmin þín og strokir út dæmatextann sem þú skrifaðir niður. Trúðu mér þér mun líða betur.Leggjumst á eitt og brjótumst undan þessari kúgun sem hefur legið yfir nemendum í áraraðir. Viva la revolución.

Böðvar Páll Ásgeirsson

Page 11: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

11

því, A: Á Hverjum degi eru 39 þúsund stúlkur í heiminum seldar eða þvingaðar í hjónabönd. B:Fæstir þeirra sem lásu þetta trúa því.

því að ég er ,,algjör gaur” fyrir að geta sett rafmagn á bíl, bakkað í stæði og lagað raftækin á heimilinu.

því ég vil að litla systir mín fái sömu tækifæri í lífinu og ég

því að ég á ekki að vera yfir neina konu hafinn fyrir það eitt að ég sé karlkyns

hví ætti ég að líða skort þar sem ég bý hjá einstæðri móður minni?

því sagan hefur sýnt okkur hve stóran þátt hann hefur átt í að skapa réttlátara samfélag

því ég á skilið sömu laun fyrir sömu vinnu.

því við þurfum að taka litlar stúlkur alvarlega, gera sömu kröfur til þeirra og drengja svo þær standi með skoðunum sínum

því ég vil að börnin mín hafi sömu möguleika

því það eru alltof margir sem þykjast ekki þurfa á honum að halda.

því sannir karlmenn eru femínistar og taka jafnan þátt í ÖLLU lífi og starfi fjölskyldunnar

því fullu jafnrétti hefur ekki verið náð

því ég er á móti ofbeldi, misnotkun, nauðgun og

hlutgervingu kvenna og stend fyrir

jafnrétti

Page 12: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

12

feministar?

Er litla málið stóra málið?Feminisma hugtakið er umdeilt og af mörgum talið of gildishlaðið, því eru ekki allir tilbúnir til þess að bendla sig við það. Umræðan á netinu hefur verið mjög virk en

að sama skapi afskaplega mis-málefnaleg og er kannski engin furða að sumir hafa fengið nóg. Ástæðuna fyrir mis-málefnalegri umræðu tel ég vera skilningsleysi, því um leið og maður kynnir sér málstaðinn og opnar hugann fyrir feminisma þá skellur hann á mann. Þeir sem átta sig á um hvað málið snýst upplifa oft mikla reiði í garð samfélagsins sem getur endurspeglast í miklum æsingi og hamagangi t.d. á netmiðlum. Ég

upplifði þetta sjálf fyrir einhverjum árum síðan þegar ég áttaði mig á því ójafnrétti sem við búum við en þann dag í dag. Um leið og ég áttaði mig á „stóra málinu“ eins og ég kýs að kalla það fór ég að sýna „litlu málunum“ skilning. Litlu málin eru þau sem hafa fengið hvað mesta útreið í netmiðlum landsins. Það eru málin sem erfitt er að skilja ef sá hinn sami hefur ekki skilning á „stóra málinu“ og þá er auðvelt að stimpla þau mál sem öfga. Sem dæmi má nefna bann á bleikum og bláum ís, heimasíðan „karlar sem hata konur“, umræðu þess efnis að íslensk tunga sé of karllæg og þegar þáttastjórnendum útvarpsþáttarins Harmageddon var vikið tímabundið úr starfi fyrir að hafa leyft fjálglegt tal um konur hljóða í þættinum. Þess vegna hefur umræðan að mínu mati verið á villigötum, hlutirnir eru teknir úr samhengi og hæðst að þessum „litlu málum“. Þetta setur ákveðin stimpil á feminisma því það þarf skilning á „stóra málinu“ til þess að skilja þau litlu.

Tabula rasaHugsuðurinn John Locke sagði einstaklinginn vera óskrifað blað við fæðingu, tabula rasa eða blank slate. Við fæðingu værum við öll ósnert og það væri reynsla okkar og samfélagið sem að mótaði hvern og einn óháð kyni, kynþætti eða kynhneigð. Óskrifaða blaðið sem fæðist í okkar nútíma samfélagi fær strax á sig prent sem ákvarðast af því hvort viðkomandi fæddist

með eitthvað dinglandi milli lappana eða ekki. Í framhaldi af því beinir samfélagið okkur í tvær mismunandi áttir. Ég vil trúa því að einn daginn verði þessir fyrstu stafir sem á okkur eru prentaðir ekki ákvarðaðir út frá kyni. Ég vil trúa því að með hverri grein, líkt og þessari og hverri feminískri rödd sem fæðist þurrkist blekið upp. Því

þetta hefst allt saman við fæðingu, hvernig við erum meðhöndluð á spítalanum. Ef þú fæðist drengur þá færðu klíp í kinnina, létt högg í öxlina og þér hrósað með djúpri rödd fyrir að vera „stór og sterkur strákur“. Ef þú

fæðist stúlka þá færðu léttar strokur, rugg fram og til baka og þér hrósað

með blíðri röddu fyrir að vera „falleg og

þæg stelpurófa“. Síðan heldur þetta áfram. Að stelpum er otað bleikum kjólum, eldhúsáhöldum og snyrtidóti. Strákurinn fær einfaldar gallabuxur og bol, sem flesta bíla, legó og action man. Það er síðan merkilegt að sjá hvað hlutverk þessara leikfanga eru úrelt. Markaðurinn hefur mikið verið í því að skipta leikföngum í tvo hópa sem síðan mótar áhugamál kynjanna. Mikil verkfræði og rökhugsun liggur á bakvið það að byggja þyrlu úr legó og mikil samviskusemi og útlistdýrkun fylgir því að klæða og fæða barbie. Þið megið kalla mig öfgafulla, þið megið segja að „svona sé þetta bara“ en enginn skal segja mér að nýfædd börn séu með þroska til þess að ákveða hvað þau vilja leika með eða hverju þau vilja klæðast, þó þau

geti verið fljót að átta sig á sínu hlutskipti og hvað fellur vel í kramið.Þegar komið er á leikskóla má sjá þetta sama munstur. Strákar fylgja sínum goðum í lífinu: Batman, Superman og íþróttaálfurinn. Þeir berjast gegn hinu illa og eru oft ofurhetjur sem geta verið og orðið allt sem þeir vilja. Kvenfyrirmyndir í teiknimyndum eru af skornum skammti, ef þú gúglar ,,animated films” þá sérðu að hetjan/aðalpersónan í öllum þessum myndum eru nánast alltaf karlkyns sama hvort um er að ræða mannveru eða fisk. Hlutverk kvenkynsins er síðan í flestum tilvikum það sama, Aríel, Öskubuska, Fíóna og nánast hver einasta Disney prinsessa spilar sama hlutverkið þar sem þær þarfnast einhverskonar björgunar og eru allar með meðvirkni á alvarlega háu stigi. Þær standa og falla með sínum prinsi sem í flestum tilfellum tekst að klúðra málunum á einhverjum tímapunkti vegna vangetu sinnar við að tjá tilfinningar eða vegna hræðslu við skuldbindingu.

Samkvæmt könnun sem birtist í Verzlunarskólablaðinu telja 53,5 prósent nemenda í Verzlunarskólanum sig ekki vera feminista. Það sem verra er; aðeins 26% nemenda svöruðu spurningunni játandi. Hver ætli ástæðan fyrir þessu sé? Þetta vakti mig mikið til umhugsunar því fyrir mér ættu allir að geta talið sig feminista. Ég veit að margir hugsa eflaust að það sé ,,nóg” að vera jafnréttissinni en með þeirri hugsjón að allir telja sig aðeins jafnréttissinna þá óttast ég að við stöndum í stað. Ætla ég því að segja ykkur aðeins frá því hvers vegna ég stend fast á skoðun minni að gríðarleg þörf sé viðhorfsbreytingu.

Þegar hlutir eins og kynbundið ofbeldi, hlutgerving kvenna og launamismunur viðgangast enn þá hefur jafnrétti ekki verið náð.

Afhverju erum við hrædd við að vera

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir

Page 13: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

13

feministar?

Fyrirmyndir eru það sem mótar og drífur okkur áfram í lífinu, því held ég að við getum flest verið sammála um að við lærum það sem fyrir okkur er haft.

Konur hafa ekki áhugaÉg gæti haldið lengi áfram með upptalningu á þessum mismun sem á sér stað síðar í grunnskóla, menntaskóla og atvinnulífinu en það er efni í heila BA ritgerð, jafnvel sérstaka námsbraut. Það sem heillar mig hvað mest eru þessi upphafsár eða svokölluðu mótunarár einstaklings. Alltof snemma er samfélagið farið að ýta kynjunum á ákveðna braut og er of upptekið við að greina okkur í sundur. Þessar hugmyndir um að kynin hafi einfaldlega meiri áhuga á einu frekar en öðru er að mínu mati löngu úrelt. Hversu lengi á þessi klisja að hljóma „konur hafa einfaldlega ekki áhuga“? Það eru ekki nema 100 ár síðan konur voru taldar hæfar til þess að kjósa, 78 ár síðan kona útskrifaðist fyrst sem lögfræðingur, 53 ár síðan kona varð fyrst ráðherra og aðeins 33 ár síðan kona varð fyrst kjörin forseti. Hvað orsakaði slíka kúgun og hvaða forsendur höfum við fyrir því að allt sé nú komið í lag? Á einhverjum tímapunkti sögunnar voru þessar stöður aðeins í verkahring karla. Enn nýtur klisjan hljómgrunns þegar kemur að stöðu kvenna í Gettu betur, tölvunarfræði á háskólastigi, verkfræði, uppistandi, íþróttum, tónlist eins og rapp, rokk og hljóðfæraleik. Sagan segir okkur að konum hefur alltaf vegnað vel á þeim sviðum sem þær hafa loks fengið aðgang að og það er því verk okkar, ungu kynslóðarinnar, að opna sem flest svið til þess að afkomendur okkar geti átt jöfn tækifæri. Jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð. Þegar hlutir eins og kynbundið ofbeldi, hlutgerving kvenna og launamismunur viðgangast enn þá hefur jafnrétti ekki verið náð. Þess vegna þurfum við feminisma og það er einmitt „stóra málið“. Öfgarnir sem aðeins femínistar sýndu skilning á fyrir 50 árum voru hlutir eins og dagvistun barna, frjálsar

fóstureyðingar og jafnlaunaráð. Öfgarnar í dag eru því aðeins fyrir feminista eins

og mig að skilja. Skilja hvers vegna ég vil ekki flokka börnin mín eftir því hvort þau fái að kaupa bláan eða bleikan ís, hvers vegna allar vitnanirnar á síðunni „karlar sem hata konur“ falla undir öfgafullan feminisma og hvers vegna það er

heldur ekki í lagi að tala niðrandi um helming íbúa jarðar í útvarpi.

Byrjum því á að sýna stóra málinu skilning; að þörf sé á feminisma, til þess að geta skrifað okkar eigið blað óháð kynferði, kynþætti og kynhneigð. Það er málstaður sem

við eigum að sameinast um.

facebook statusar

Ingileif FriðriksdótttirÍ dag var mér sagt í fúlustu alvöru að ég liti ekki út fyrir að vera deginum eldri en 14 ára. Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.

Sara Dögg Jónsdóttir“I‘m like yo, that‘s 50$ for a T-shirt“ shiiiiiii svo fokking gott þegar hann segir “shiiiii“!!!!

Aron Björn BjarnasonI never dreamed about success. I worked for it.

Helgi HilmarssonHaldiði að pabbi hans Gunnars Nelson heiti Nelur?

Mímir HafliðasonEr kominn með svo mörg friend request að ég þarf bráðum að fara að stofna like page fyrir mig #nemólegend #bara97modle #sætasturíverzló

Málfundafélag VerzlunarskólansÍ kvöld sigraði Verzlunarskóli Íslands úrslit MORFÍs! Sigga María ræðumaður Íslands!!! Eigum ekki orð! Til hamingju Verzlingar

Egill GuðlaugssonÞegar að maður nær að brjóta 100kg múrinn í bekk nennir maður eiginlega ekki í ræktina lengur......

Sigurður Hrannar BjörnssonHaha var í kringlunni áðan og viti menn er ekki stór mynd af mér þar

Jónatan JónatanssonHenti 500 kall í spilakassann, freistaði gæfunnar, og út komu 13.500 kr. Drinks on me tonight!

Guðrún HaraldsdóttirEftir að hafa labbað beinustu leið inn í karlaklefann í Laugum í dag og séð marga fríða bossa hef ég hér með ákveðið að linsur verða settar í daglega, virðingarfyllst.

Telur þú þig vera feminista?

Nei53.5%

Já 26%Hlutlaus

20.5%

Page 14: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

14

Nostalgía

SnákaspiliðSHIT hvað það var pirrandi að lenda í stiganum.

Frosinn svaliFrystir svalann yfir nótt og mætir með hann í skólann daginn eftir. Þvílík veisla.

Núðlukrullurnar hans Justin TimberlakeÞrái að snetra þær.

SPKÞað er leikur sem mætti koma með comeback.

Kalli BjarniFyrsta alvöru stjarna okkar Íslendinga. Hvar hann heldur sig í dag tengist því líklega að áreitið af frægðinni hefur neytt hann til að flýja land.

SpagettíspiliðÉg man ekkert um hvað það var en það voru einhver spagetti og einhverjar bjöllur. Það var snilld.

PuttabrettiJAHHH.

Parent TrapÞarna tvíburamyndin með Lindsey Lohan.

FurbySamt pirrandi þegar hann talaði of mikið.

Hilary DuffÞessi stórkostlega kona.

TölvudýrÞar fyrst áttaði ég mig á því að ég var ekki ábyrgður einstaklingur í ljósi þess að dýrið mitt dó á degi tvö.

Horfa á myndir í gegnum svona rauðan gaurÆ þið skiljið hvað ég meina.

LímmiðabækurVilltu bítta?

SamlokusímarÞað eru enn nokkrir þannig á lífi en þeir eru í mikilli útrýmingarhættu.

SnakeSnake í Nokia 3310. Ennþá besti leikur sem framleiddur hefur verið í síma.

McDonalds“Eigum við að kíkja á Sjörnutorg í Big Mac í hádeginu?,, Sagði enginn. Aldrei. Árið 2013.

Kapall í tölvuEf netið sló niður þá var ekki annað í stöðunni heldur en að skella sér í kapal.

Black Eyed Peace – ElephunkShut up var uppáhalds lagið mitt (og held ég allra).

PrumpuslímGets me everytime.

PlastarmböndHvernig þessi ljótu plastarmbönd komust í tísku gerir mig mjög gáttaða.

HlekkjaarmböndGast keypt þannig í Mebu, og bætt hlekkjum við.

KawasakiÉg keypti mér tvenn pör fyrir fermingapeninginn minn. Það er skilgreiningin á waste of money.

Page 15: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

15

Ég vann einu sinni í ísbúð. Mér fannst það ekki gaman. Ég vann líka einu sinni á matsölustað, það fannst mér heldur ekki gaman. Ég er mjög virk manneskja og þess vegna henta svona einhæf störf mér alls ekki.

Árið 2008 komst ég í kynni við tvo sjúkraþjálfara sem þjálfa fötluð börn á hestbaki og fékk ég það starf að vera aðstoðarkona þeirra. Þá var ekki aftur snúið. Fyrir utan það hvað ég hef gaman af hestum þá var ótrúlegt að fá að vinna með þessum börnum sem öll glímdu við ýmiss konar fatlanir. Þau voru öll svo dugleg og það var magnað að sjá framfarir þeirra frá mánuði til mánaðar. Svo eru allmörg fötluð börn alveg bráðfyndin. Í tengslum við þessa vinnu komst ég í kynni við Reykjadal sem eru sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. Ég byrjaði að vinna þar haustið 2010 í helgardvölum en um hverja helgi kemur nýr hópur af börnum eða ungmennum og engin helgi, hvað þá vakt, er eins. Við lofum gestum okkar brjáluðu stuði og það fá þau svo sannarlega og ekki skemmtir starfsólkið sér minna. Á sumrin vinn ég í öðrum sumarbúðum fyrir fatlaða sem kallast Sumarland. Í dag vinn ég einnig í félagsmiðstöðinni Öskju sem er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk í Klettaskóla og er ég með 9 ára gamlan dreng með Downs heilkenni í liðveislu. Ég er mjög ánægð með starfið mitt. Nánast hver einn og einasti vinnudagur er stórskemmtilegur. Auðvitað koma erfiðir dagar þar sem maður þarf að takast á við krefjandi verkefni en maður verður alltaf betri í starfinu fyrir vikið. Í tengslum við alla þessa vinnu sem

Eydís Þuríður Halldórsdóttir

Skemmtilegasta vinna í heimiég hef unnið með fötluðum einstaklingum hef ég eignast yfir 100 - ef ekki 200 vini. Hluti af þessum hóp er starfsfólk sem hefur unnið með mér en þó eru fleiri sem eru skjólstæðingar mínir. Það eru fáir vinir mínir jafn glaðir að sjá mig í hvert einasta skipti sem ég hitti þá og vinir mínir úr Reykjadal, Sumarlandi eða Öskju og ég tala nú ekki um litla drenginn sem ég fer með í sund um helgar. Brosin, faðmlögin og einlægnin eru ómetanleg. Þessir einstaklingar eru jú eins misjafnir og þeir eru margir og margir hverjir eru alveg stórkostlega sérstakir. Ég á til dæmis vinkonu sem kynnir mig alltaf fyrir gæludýrinu sínu sem henni þykir gríðarlega vænt um, sem er kannski ekki frásögu færandi nema það að dýrið er leikfang úr Hagkaup, talar ensku og þessi vinkona mín er yfir þrítugt. Ég tek það oft nærri mér þegar ég heyri fordóma fyrir fötluðum einstaklingum, fordóma fyrir vinum mínum. Þau eru jú mörg í hjólastól, þurfa að nota bleyju, slefa og tala asnalega en það er alls ekki allt sem þau eru. Þau eru manneskjur fædd inn í þennan heim rétt eins og allir aðrir og hafa nákvæmlega sama rétt og aðrir til að lifa góðu og innihaldsríku lífi. Fyrir utan það hvað ég skemmti mér alltaf stórkostlega í vinnunni í óvissuferðum, vatnsstríðum, Tarzan leikjum, í hæfileikakeppnum eða hverju sem er, þá er þetta ótrúlega þroskandi og gefandi starf. Síðan lærir maður ýmislegt sem gaman er að kunna eins og táknmál eða á alls konar hjálpartæki eins og heyrnartæki, spelkur og sonduvélar. Ég skora á alla að taka vinum mínum með opnum hug og ég get lofað ykkur því að allir hefðu gott og gaman af því að kynnast þeim. Að vinna með fötluðum einstaklingum er snilld og allir ættu að prófa það einhvern tímann á lífsleiðinni!

Brosin, faðmlögin og einlægnin eru

ómetanleg.

Ég tek það oft nærri mér þegar ég heyri fordóma fyrir fötluðum einstaklingum, fordóma fyrir vinum mínum.

2.tbl 2013

Page 16: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

16

Borgin sem hataði Óla (Alexander), var borgin sem beið okkar eftir 10 tíma rútuferð frá Berlín. Andrúmsloftið í rútuferðinni var heldur spennuþrungið þar sem úrslit kosninganna voru gerð kunnug. Guðný Ósk betrumbætti

stemmninguna og gerði gott úr öllum úrslitum kosninga eins og henni einni er lagið. Við komum til Krakow um miðja nótt í kulda sem fæst okkar höfðu upplifað.Flöskudagurinn rann greiðlega ofan í mannskapinn og nýr dagur, laugardagur, leit dagsins ljós. Á laugardeginum fór hópurinn í skoðunarferð um Krakow þar sem helstu kennileiti borgarinnar voru skoðuð. Frjálsi tíminn tók svo við. Samasem merki hefur oftar en ekki verið sett á milli frelsis og peninga, sem á einmitt vel við hér þar sem frjálsa tímanum var oftast var eytt í verslunarmiðstöð borgarinnar. Þar fyrir utan bauð austantjalds kuldinn eiginlega ekki upp á neitt annað nema þá kannski síðdegislögn.Laugardagskvöldið gekk í garð og þá fyrst byrjuðu

óhöppin að elta hvern ferðalangann á eftir öðrum. Kathrine Rose (Katrín Rós) tók fyrsta kvöldið á sig. Eftir eitt gott næturgaman í Krakow city ákváðu hún og Hildur Gunnarsdóttir að skreppa á McDonalds (sem fólk virðist oft hafa mikla löngun í eftir djamm). Þær hefðu betur sleppt því að leggja leið sína þangað þar sem Kathrine missteig sig illa og endaði á pólskum spítala. Katy tók því góðan

Ég ætla hins vegar að fá að segja ykkur frá fangelsisheimsókn Rjómans. Reyndar fór ekki alveg allur Rjóminn í pólskt fangelsi en sagan er skemmtilegri svoleiðis. Sagan er sem sagt sú að Rjóminn var að skoða sig um í Póllandi, þeir þreytast fljótt og ákveða að setjast aðeins niður. Íslenska hagsýnin var ekki langt undan og því var ákveðið að kaupa nokkur stykki af bjór í flösku, þar sem þeir ætluðu að taka hann með sér út af staðnum. Pólska löggan er þekkt fyrir að taka starfi sínu aðeins of alvarlega og mætir Rjómanum með bjór í hendi. Lögreglan var að sjálfsögðu ekki kát með það (eins og allt annað) og heimtuðu að þeir skyldu greiða þeim 100 zlotys (3700 kr.) La cremé höfðu að sjálfsögðu steingleymt að það má ekki drekka áfengi á götum úti í Póllandi. Ýmsar leiðir voru farnar til þess að reyna að losna undan þeirri gífurlegu kvöð sem þessar tæpu 4000 ísl. krónur eru fyrir saklausan námsmann og bar þar hæst þegar Gauti Jónasson reyndi að ljúga því að hann væri ekki að drekka og næsta skref var að hrósa löggunni fyrir að vera alltaf allsstaðar en það virkaði víst ekki og neyddust grey drengirnir til þess að greiða sektina. Vægast sagt ómannúðlegt. Eftir þessi átök þá héldu þeir að þeir væru sloppnir, en allt kom fyrir ekki. Ólafur Alexander var svona létt pirraður yfir þessu öllu saman (og SMÁvegis í glasi) og sparkar þar af leiðandi í flösku sem liggur á gangstéttinni. Að sjálfsögðu lét löggan þetta ekki fram hjá sér fara og mætti sigri hrósandi einni og hálfri mínútu síðar. Lögregluþjónarnir sáu víst enga aðra leið eftir þessi alvarlegu brot á velsæmi Póllands en að leiða Ólaf Alexander út í fangaskott á einum lögreglubílnum (skiljanlega). Þá kom hins vegar Rjóminn til bjargar og voru mættir á lögreglustöðina rétt á eftir Óla. Þar fylltu þeir út skýrslu og borguðu 500 zlotys in cash (24.000 kr). Allt útaf einum bjór, einum dýrum bjór.

Helförin 2013

í góðra vina hópi í Póllandi verður einhvern veginn allt skemmtilegt.

minjagrip með sér heim þar sem pólskt gips og hjólastóll tók við það sem eftir var ferðarinnar, nú og auk þess mun það loða við hana næstu 6 vikurnar. Gleðibankinn hélt áfram að taka við innborgunum í formi skemmtilegra minninga á sunnudeginum sem var vægast sagt heldur afdrifaríkur fyrir suma. Hallur og Óli Njáll setja eitt ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir hverja ferð: þeir vilja alltaf upplifa eitthvað eitt nýtt. Í okkar ferð var skoðunarferð um bæinn Nowa Huta fyrir valinu. Þetta var það sísta sem við skoðuðum í ferðinni en í góðra vinahópi í Póllandi verður einhvern veginn allt skemmtilegt. Þess ber þó að geta að Óli Njáll sagði sjálfur að þessi skoðunarferð yrði ekki fyrir valinu á næsta ári. Sunnudagskvöldið tók við. Davíð Örn Atlason sat og sötraði örlítið meira en önnur kvöld, Bjarni Kjöthleifur fékk viðurnefnið Djammlóa, Rjóminn og Halldór Atlason kíktu í jail-ið og síðan létu Kiljan, Gilli og Einsi Palli (Verzló High) sig hverfa í nokkrar góðar klukkustundir.Þeir sem vilja glöggva sig betur á svaðilför Halldórs geta lesið allt um það hérna til hliðar.

Kristín Hildur Ragnarsdóttir

Um 90 nemendur, í valgreininni Helförin, fóru

í sjö daga námsferð til Krakow og Berlínar dagana 22. – 29.

mars síðastliðinn. Fararstjórar og skipuleggjendur ferðarinnar voru

Hallur Örn, Þórhalla, Óli Njáll og Klara og þess má geta að þau stóðu sig

frábærlega með allan þennan hóp af misþægum/misstilltum

nemendum.

Page 17: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

17

Ég heiti Halldór Atlason og er nemandi í 5-X. Eins og kannski mörg ykkar hafa heyrt þá fékk ég að vera þess heiðurs aðnjótandi að vinna mér inn fría gistingu í pólsku fangelsi.Aðdragandinn að því var sá að

um tvö leytið sunnudaginn 24.mars fer ég í Galleria Krakowska (verslunarmiðstöð). Þegar ég kem inn eru nokkrir af strákunum úr Y-bekknum að koma út úr H&M sem er við aðalútganginn. Ég rölti með þeim hring í mall-inu og um 3 leytið erum við búnir að skoða það sem vert var að skoða og strákarnir ætla að rölta aftur niður á hostel. Þar sem ég hafði ekkert kíkt í H&M ákvað ég að vera aðeins lengur og taka einn hring þar. Ég vissi að Nökkvi Fjalar og einhverjir fleiri strákar væru þarna í kring svo ég reyni að fylgjast með því hvort ég sjái þá þarna einhversstaðar á meðan ég er að skoða mig um. Ég stend frekar framarlega í búðinni með nokkrar flíkur til þess að máta þegar ég kem auga á strákana labba í átt að aðalútganginum svo ég kalla á þá en sé að þeir heyrðu ekkert í mér. Allir sem hafa verið í Póllandi vita hversu óþægilegt það er að vera einn þarna á ferli þó svo það sé bara í mall-inu. Einnig hafði ég týnt símanum mínum deginum áður svo ég gat ekki hringt í strákana og beðið þá um að hitta mig. Það eina sem fór í gegnum hausinn á mér á þessum tímapunkti var að ná sambandi við strákana. Þannig án þess að pæla neitt í neinu hleyp ég af stað á eftir þeim og reyni að kalla í þá. Allt í einu fatta ég, þegar ég er kominn langleiðina yfir ganginn að ég held enn á helvítis fötunum sem ég var að fara að máta. Ég sný við og hleyp beint aftur inn í H&M. Um leið og ég er að koma aftur inn í H&M mæta mér tveir öryggisverðir frá H&M sem biðja mig um að fylgja sér á bakvið. Ég var nú ekki að nenna einhverju svoleiðis veseni svo ég ætlaði bara að henda frá mér fötunum og labba í burtu. Á sama tíma hóta þeir að hringja í lögregluna ef ég myndi ekki fylgja þeim á bakvið. Ég sá þá ekki annað í stöðunni en að fylgja þeim á bakvið. Næsti klukkutími hjá mér fer í það að reyna að útskýra fyrir þeim að ég hafi verið að reyna að ná sambandi við vini mína. Ég reyndi að svara öllu eftir bestu getu. Þeir sögðu m.a.: „We have it on video tape that you left the store with the clothes“. Þar sem ég er sjálfur að vinna í fatabúð get ég fullyrt að þetta er það síðasta sem ég færi að gera, að stela fötum. En ég veit líka að reglan er sú að ef þú ferð með vöru út úr búðinni án þess að vera búinn að borga er hægt að kæra þig fyrir þjófnað og það er bara nákvæmlega það sem Pólverjarnir gerðu. Eftir að hafa verið þarna á bakvið í 20 mínútur komu síðan 2 lögreglumenn sem töluðu ekki orð í ensku. Þegar ég áttaði mig á því að þeir væru ekkert að fara að taka mark á því sem ég sagði ákvað ég að einfaldast væri bara að vera jákvæður og gera það sem þeir sögðu og var ég því tilneyddur til að fylgja þessum lögreglumönnum niður í bíl og upp á stöð.

Halldór Atlason

En út í aðra og menningarlegri hluti. Á mánudeginum var Kazimierz-hverfið sem er gamla gyðingahverfið í Varsjá skoðað. Þar stendur verksmiðja Oscars Schindlers sem í dag er safn og var mjög áhugavert að fá tækifæri til þess að skoða það. Eftir þessa ágætu dagsferð fengu nemendur val um hvort þeir vildu fara í Wielizcka saltnámurnar sem ég mæli eindregið með að fólk skoði ef það hefur tækifæri til. Ég hins vegar lét mat og svefn ganga fyrir (grunnþarfir mannsins) og missti þar af leiðandi af þessari dýrðarsýn, sem ég sé ennþá eftir og mun gera um ókomna tíð.Nú, mánudagskvöldið! Líklega kvöld ferðarinnar svo ekki sé nú meira sagt.. eftirfarandi var ritskoðað og fæst ekki birt. Fyrir áhugasama getið þið fengið að heyra ítarlegri sögu á þessi kvöldi hjá ónefndum aðila. Mánudagur verður að þriðjudegi. Farið var í dagsferð í alræmdustu fangabúðir mannkynssögunnar, Auschwitz. Það var ótrúleg upplifun að fá að sjá gasklefanna, hár úr höfði fanga, skó barnanna sem lifðu varnarlaus í þessum hræðilegu fangabúðum og líkbrennsluofnanna. Þetta er eitt af því sem hreinlega er ekki hægt að skrifa niður á blað til að lýsa því sem fyrir augu bar. Hóparnir fengu þó misgóða leiðsögn um Auswitch og kuldinn gerði illt verra en ætli það hafi ekki bara orðið til þess að maður gat séð betur hvernig þetta var í raun og veru.Á degi kenndum við miðja viku

var vaknað eldsnemma og haldið til Berlínar. Síðasta deginum var eytt í skoðunarferð um Berlín þar sem snjókoman lét til sín taka. Hallur, Klara og Óli Njáll gengu með okkur um alla Berlín, við komum við á ýmsum stöðum og sáum alls kyns merkilega hluti. Óli Njáll sá til þess að engin yrði hungurmorða og bauð upp á frosnar bananasprengjur. Hann sjálfur braut einmitt tönn við það að bíta í eina þess lags. Endilega hnippið í hann ef að þið sjáið hann á göngum skólans og biðjið hann um að sýna ykkur tannleysið.Eftir einstaklega gott stopp í Berlín var komið að heimferðinni. Annar helmingurinn hélt heim til Íslands en hinn varð eftir í Berlín til að sjá átrúnaðargoðið Justin Bieber. Ég var því miður ekki ein af þeim heldur hélt heim til Íslands svona frekar „mökkuð í andlitinu“.Þrátt fyrir alla pólsku löggæsluna sem skiptu sér að öllu sem við kom saklausum íslenskum Verzlingum þá einkenndist ferðin af taumlausri gleði, miklum kulda og frábæru fólki. Þetta var engin helvítis sketch.

Þetta er eitt af því sem hreinlega er ekki hægt að skrifa niður á blað til að lýsa því sem fyrir augu bar.

więzienie

Page 18: VILJINN 2.tbl 2013
Page 19: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

19

Hæ ég heiti Fanndís og ég glími við krónískt

Ég hef þurft að glíma við þunglyndi frá því ég man eftir mér. Því miður er mín reynsla sú að þegar þú segir að þú sért með þunglyndi þá eru margir sem að hugsa að þetta sé bara sjálfsvorkunn eða athyglissýki af einhverju tagi, eitthvað sem auðvelt er að hrista af sér eða rífa sig uppúr. Það sýnir bara hversu lítill skilningur er á þessum sjúkdómi og hversu margir skilja ekki um hvað málið raunverulega snýst. Ég myndi ekki óska því á minn versta óvin að þurfa að glíma við þennan sjúkdóm. Einnig get ég ekki ímyndað mér það að einhverjum myndi detta það í hug að gera sér upp þennan sjúkdóm.Þegar ég var lítil þá lenti ég í ýmsu sem enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum. Þetta breytti öllu í mínu lífi. Ég þurfti að þroskast mjög hratt en það kom líka niður á félagsþroska mínum. Ég var full vantrausts og hélt fólki markvisst frá mér. Það eina sem hélt mér gangandi var fjölskyldan

að eru svo hættulegir og á þeim dögum er allt vonlaust. Það eitt að finna viljastyrkinn til að komast fram úr rúminu er eins og að klífa Everest. Ég bíð eftir að tilfinningin fari í burtu, tilfinningin sem gerir mig tóma og fær mig til að vilja sofa þangað til að allt lagist. Hver er líka tilgangurinn með að halda áfram þegar ég sé ekki neinn jákvæðan punkt í lífinu og finnst eins og framtíðin sé svört? Á þessum tíma þá vil ég ekkert frekar en að gefast upp, fara héðan og byrja upp á nýtt á öðrum stað. Með tímanum hef ég samt náð að læra inn á sjúkdóminn og ég veit hvað ég er að gera. Ég hef einnig eignast bestu vinkonur í heimi sem ég lít á sem systur mínar. Vinkonurnar, systur mínar og yndislega móðir mín eru stór hluti af því sem ég lifi fyrir. Ég veit hverjum ég get treyst og hef fyllt mitt svæði af fólki sem ég myndi gera allt fyrir og ég veit að það myndi gera það sama fyrir mig.Það sem truflar mig við samfélagið er að mér finnst ég ekki geta fengið að vera ég sjálf. Það er ekki „socially acceptable“ að vera eins og ég er. Mér finnst oft þægilegt að vera ein og þurfa ekki að tala við neinn. Aftur á móti finnst mér mjög óþægilegt ef ég fæ ekki mitt pláss en ef ég læt það í ljós þá tekur fólk því alltaf persónulega. Ég þarf því oftast að láta eins og allt önnur manneskja en ég er og mér finnst það eitt það versta. Það er einnig leiðinlegt að sjá að skólastjórnendur hafa ekki skilning á því hversu erfiður þessi sjúkdómur er. Alveg sama hvað ég reyni þá breytir það engu hvað ég segi. Krónískt þunglyndi er ekki eitthvað sem lagast milli anna. Það skiptir engu máli þó að ég sé með vottorð upp á það að stundum líði mér það illa að ég komist ekki í skólann. Trúið mér, ég sé hvernig fólk horfir á mig þegar ég mæti í skólann eftir að hafa verið fjarverandi. Augnaráð sem sýna vantrú og ótillitssemi einkenna flesta.Það sem ég þrái umfram allt er skilningur, ég vil ekki neina vorkunn. Ég er orðin þreytt á því að þurfa að segja mína

sögu aftur og aftur þegar ég veit að margir trúa mér ekki og öðrum er alveg sama. Ég er orðin þreytt á því að það sé alltaf litið á mig eins og ég sé minni manneskja en ég er þegar ég segist glíma við þunglyndi. Ég er orðin þreytt á að vera manneskjan sem að fólk heldur að sé bara að sleppa skóla því að ég nenni ekki að mæta. Að mínu mati er það alltof stór hópur fólks sem telur að þunglyndi sé ekki alvöru sjúkdómur heldur fyrirsláttur og aumingjaskapur. Ég skal lofa ykkur því að aðrir sem glíma við þennan sjúkdóm eru jafn þreyttir á þessu vanmati og ég. Það að fólk sé loksins að reyna að vekja athygli á þessu gleður mig svo mikið og ég vona innilega að einn daginn verði geðsjúkdómar skiljanlegri fyrir aðra.Þunglyndi er alvöru sjúkdómur en ekki bara sjálfsvorkunn. Það að ég fái tíma til að jafna mig snýst af allri alvöru um líf og dauða. Að lokum vil ég benda þeim sem halda að þeir séu að glíma við þunglyndi að tala við einhvern. Það breytir öllu að hafa einhvern sér við hlið sem að maður getur talað við því það er ekki hægt að ganga í gegnum þetta einsamall. Ég veit að það getur verið erfitt. Það er fjöldi fólks að

kljást við þennan sjúkdóm og ég vil að allir aðrir í þessum skóla sem eru að glíma við þennan vanda

viti að þeir séu ekki einir og að það sé ekki öll von úti.

Þó svo að allt sé svart einn daginn þá getur morgundagurinn verið bjartur. Það er mín von að einn daginn muni fólk skilja þetta.

Fanndís Birna Logadóttir

þunglyndi

Það er ekki „socially acceptable“ að vera eins og ég er.

Óskarsverðlauna myndin „Silver linings playbook“ hefur nýlega vakið athygli almennings á geðsjúkdómum. Hún vakti mig til umhugsunar og í kjölfarið hef ég ákveðið að segja frá minni reynslu.Þunglyndi er aðeins einn af mörgum undirflokkum geðsjúkdóma. Það sem fólk þarf að vita er að þetta er ekki allt það sama. Að vera með geðsjúkdóm þýðir ekki að maður sé geðveikur. Ég get ekki talað fyrir alla þá sem þurfa að kljást við geðsjúkdóma en ég get svo sannarlega reynt að varpa ljósi á málið frá mínu sjónarhorni.

mín og ég var svo heppin að ég á mömmu sem elskar mig meira en allt annað í þessu lífi. Ég varð reið, fráhrindandi og átti erfitt með öll samskipti því ég vildi ekki leyfa neinum að sjá hversu niðurbrotin ég var að innan. Næstu ár einkenndust af miklum einmanaleika. Það sem hjálpaði mér að vinna í gegnum þennan einmanaleika var að eignast yndislegan hund sem var mér allt. Þegar ég var á lokaárunum mínum í grunnskóla þá fór mér að líða aðeins betur, ég eignaðist góða vini og ákvað að hætta að taka lyfin mín og reyna að halda áfram án þeirra. Þegar ég byrjaði síðan í Verzló þá fór allt á niðurleið aftur. Ég hafði byggt svo sterkan varnarvegg að ég þorði ekki að hleypa neinum í gegn. Mig langaði að hætta og fannst á tímum eins og allt væri vonlaust. Ég ákvað að taka lyfin mín aftur, vann mig í gegnum mína hræðslu og hér er ég í dag en þetta er alls ekki búið. Möguleikinn á að ég falli aftur mun alltaf vera til staðar.Þegar ég segi að ég sé þunglynd þá þýðir það alls ekki að ég sé aldrei glöð og sé alltaf bara með grímu. Að vísu set ég oft upp leikrit fyrir aðra og jafnvel sjálfa mig bara svo að ég geti passað í hópinn. Stundum er það þannig en svo koma dagar þar sem ég elska að vera til. Því miður þá eru það myrku dagarnir sem

Page 20: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

20

ReiðilesturÚrbóta er þörf

Þegar hugtakið „fordómar“ er nefnt hugsa flestir um neikvæða hluti og reiðast. Hins vegar er raunin sú að enn eru alltof margir sem eru fordómafullir á einhvern hátt, hvort heldur sem það er vegna kynferðis, kynhneigðar, kynþáttar, trúar eða öðru slíku. Í raun eru margir sem eru fordómafullir án þess að gera sér grein fyrir því. Sem dæmi gætu sumir karlmenn verið á móti fordómum gegn svörtum mönnum en fundist það vera hið sjálfsagðasta mál að konur ættu að fá lægra borgað en karlar. Þessar manneskjur má með réttu kalla hræsnara.Síðustu daga hefur kvenfyrirlitning og fordómar gegn innflytjendum verið mikið í umræðunni og er það að nokkru leyti Verzlingum að þakka (þó ekki á góðan hátt). Sjálfur hefur maður heyrt brandara um kvenfyrirlitningu oft á tíðum og þrátt fyrir að þeir séu aðeins meintir í gríni er staðreyndin sú að öllu gríni fylgir einhver alvara. Sumt fólk gerir sér einfaldlega ekki grein fyrir því hvað fordómar eru. Það að segja niðrandi brandara um svarta menn, konur eða

samkynhneigða eru fordómar á háu stigi, sérstaklega þar sem flestum finnst það í lagi.Mikið er um fordóma á Íslandi og er það líklega út af þeirri staðreynd að landið er fremur afskekkt eyja og mörgum líður óþægilega með að innflytjendur komi til landsins. Eins og áður kom fram gera margir Íslendingar sér ekki grein fyrir því hvað telst til fordóma. Sjálf man ég eftir að hafa sungið um „tíu litla negrastráka“ þegar ég var yngri og þá var það lag talið fullkomlega eðlilegt barnalag. Í rauninni kemur þetta lag frá suðurríkjunum í Bandaríkjunum þar sem textinn er öllu heldur grófari, en þar endar lagið á því að síðasti negrastrákurinn hengir sig. Einnig voru til barnabækur sem hétu „Svarti Sambó“ og „Salómon svarti“. Að lokum man ég eftir því að sem stelpa í barnæsku fékk maður aldrei svartar dúkkur í gjöf heldur voru þær alltaf hvítar. Allt þetta leiðir til þess að fólk elur með sér fordóma sem koma svo fram í hugsunargangi á fullorðinsárum.Þó svo að ástandið hafi batnað til muna frá því sem áður var, eru enn of mikið af fordómum í heiminum. Sem dæmi segja sumir ennþá „negrar“ við svarta menn, aðrir kalla konur „hórur“ og „tussur“ og svo er mjög algengt að segja að eitthvað sé „faggalegt“ eða einhverjum sé sagt að hætta að vera svona mikill faggi. Meiningin með þessum uppnefnum er að það sé rangt að vera svartur, kona eða samkynhneigður. Líklegt er þó að þeir sem grípa til slíkra uppnefna hafi lítið sjálfstraust og vinna sig upp með því að gera lítið úr öðrum.Sannleikurinn er sá að heimurinn verður aldrei fullkominn ef ekki er hægt að losna við fordómana sem í honum eru. Fólk verður að fara að vakna til lífsins og sjá að svona framkoma gengur ekki í siðmenntuðu

samfélagi. Margir gætu sagt að þetta séu of háleit markmið, en ég segi

að ekkert sé ómögulegt ef allir standa saman. Ef heimurinn á að verða betri verður hver maður að líta á sjálfan sig og gera þá breytingu sem nauðsynleg er.

engin útskýranleg ástæða

Sæl verið þið, Guðlaugur Helgi heiti ég og er ég kominn hingað í dag til þess að ræða við ykkur um mjög alvarlegan hlut. Þessi ákveðni hlutur fer verulega í pirrurnar á mér og hef ég marg oft misst stjórn á skapi mínu þegar þessi ákveðni hlutur á sér stað. Það er ekki bara það að hluturinn sem ég er að tala um sé pirrandi og um leið óviðeigandi heldur á hann við lítil rök að styðjast. Engin rökhugsun fylgir þeim gjörðum að stunda þennan asnaskap sem ég tala um og er í raun engin útskýranleg ástæða fyrir því að hann endurtaki sig aftur og aftur en þó gerir hann það samt, aftur og aftur. Þið eruð öll eflaust að velta því fyrir ykkur hvað ég á við og munuð þið á endanum komast að því en fyrst ætla ég að kynna mál mitt aðeins betur.Fyrir rúmum 11 árum rakst ég fyrst á þennan óskiljanlega hlut. Það var að aðfaranótt 23. nóvember árið 2002 þegar ég sat í góðra vina hópi og einn úr hópnum tók sig til og stundaði þessa iðju. Fyrst um sinn tók ég ekkert eftir þessu eða gerði allavegana ekkert í því, ég leyfði þessu bara einhvernveginn að fljóta. Ég sé það í dag að það voru stærstu mistök ævi minnar að byrja ekki herferð mína gegn þessum hlut strax og ég varð var við hann. Stuttu eftir þetta fór hluturinn að hafa meiri áhrif á mig.Ég hætti að geta sofið á nóttunni, hætti að geta einbeitt mér í skólanum og átt venjulegar samræður við fólk. Þessi hlutur hafði eyðilagt mína daglegu rútínu.Ég held núna að allir í salnum viti hvað ég er að tala um. Það hafa allir hérna inni lent í þessu eða þá þekkt einhvern sem hefur lent í þessu. Hvort sem þú ert gerandi eða þolandi í þessu máli þá skiptir það ekki máli, þetta er bara rangt. Núna hef ég kynnt mína hlið á þessu máli og finnst mér tími til kominn að þessu hlutur fái að líta dagsins ljós.Ég er að sjálfsögðu að tala um það þegar einhver segir steinn, skæri blað eða skæri, blað steinn, hvað þá skæri steinn blað.Þetta á náttúrulega við engin rök að styðjast og hver heilvita maður veit að maður segir blað, skæri, steinn. Í fyrsta lagi þá er blað eða „b“ fremsti stafurinn í stafrófinu af b, s og s. Þar á eftir kemur „sk“ og svo „st“. Þetta er ekkert flókið sko. Við þurfum bara að fylgja stafrófinu í þessu máli.„Stafrófið er ekkert algilt!“ segir kannski einhver lúði sem hatar. En nei nei þá nýtum við okkur styrk atkvæðanna. Blað er jafn veikt atkvæði og þykkt blaðs er miðað við hest. Skæri er jafn veiklulegt og berklasmitaður simpansi í

Öll látum við hluti fara í taugarnar á okkur, sumt meira en annað. Sumt fer það mikið í taugarnar á okkur að við erum tilbúin til þess að setjast niður og skrifa heilu yfirlýsingar á okkar skoðunum. Við fengum nokkrar svoleiðis greinar sendar frá pirruðum Verzlingum og láta þeir svo sannarlega skoðanir sínar í ljós.

Page 21: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

21

Nú er öll von úti

Mér finnst ávallt jafn hlægilegt þegar ég heyri eldra fólk fussa og sveia yfir ungu kynslóðinni í dag. Þó mér þyki það broslegt skal mér ekki detta í hug að glotta yfir reiðilestrum þeirra gömlu enda eru þau svo sannarlega áhyggjufull. Með útþandar æðarnar og rauðglóandi andlit spýta þau út úr sér löngum fyrirlestrum um hvernig heimurinn sé á barmi glötunar og hvernig samfélag okkar muni deyja út með þeirra kynslóð. Þau sofa ekki á nóttunni af áhyggjum og horfa bjargarlaus á kærulausa eftirmenn sína skemmta sér og sýna svo óviðeigandi hegðun að hverri einustu manneskju hefði blöskrað fyrir 30 árum.Varla geta þau setið hljóðalaus. Ungt fólk notar svo ógeðsleg orð að þeir sem eldri eru geta ekki haft þau eftir þeim. Svo horfir æskan á svo mikið klám og spilar svo ofbeldisfulla tölvuleiki að sú litla skýra hugsun sem eftir var í kollinum á þeim er nú brengluð. Örvæntingarfull skrifar eldri kynslóðin pistla í blöðin og ræðir þetta brýna málefni fram og aftur sín á milli. Allt kemur fyrir ekki. Þau hafa gefist upp og sætta sig við að nú sé heimsendir í nánd.Hingað til hef ég neyðst til að hlusta á skammir þeirra og smitast af svartsýni þeirra sjálfur. Í næsta skipti sem einhver áhyggjufull eldri manneskja mun gera sína eigin tilraun til að bjarga heiminum með reiðilestri sínum mun ég hins vegar breyta til. Í það skiptið mun ég taka undir með þeirri manneskju og hreyta út úr mér eftirfarandi nöldri: „Ég hef enga von um framtíð þjóðar okkar ef hún er í höndum hinnar léttúðarfullu æsku nútímans, því sannarlega er allt ungt fólk ábyrgðarlausara en orð fá lýst. Þegar ég var ungur var okkur kennt að vera háttprúð og sýna eldra fólki virðingu, en nú er æskufólk þrætugjarnt og hamslaust.”Hinn gamli mun kinka kolli og verða hinn ánægðasti með að skilaboð sín séu loks að komast til skila.Því mun ég halda áfram og lýsa fyrir honum skemmtanahaldi ungu og vonlausu kynslóðarinnar í Reykjavík: „Í nístandi nepjunni óðu svínfullir unglingar, ekki komnir af barnsaldri, fram og aftur, veifandi brennivínsflöskum af öllum gerðum, organdi og hvíandi, þuklandi og klípandi hitt kynið og fleygjandi flöskum í allar áttir, jafnóðum og þær tæmdust.” Nú mun sá fúli ekki ráða sér fyrir kæti og jafnvel kreista út bros enda mun ég hafa hitt rækilega naglann á höfuðið að hans mati. Mér þætti leiðinlegt að eyðileggja hina nýfundnu ánægju þessa manns fyrir honum. Því mun ég láta það ósagt að fyrri ummælin eru höfð eftir gríska heimspekingnum Hesíódos frá 8. öld f. Kr. en þau seinni eru lýsing Tímans frá árinu 1972 á hátíðarhöldum unglinga sem í dag eru á fimmtugs- og sextugsaldri.„Heimsendir er í nánd, tæknin blasir alls staðar við, ofbeldisleikir,

netklám, steratröll og egófíkn á Facebook.” Svona varar Andri Snær Magnússon þjóðina við komandi kynslóð í pistli sínum í Fréttablaðinu. Ég mun ekki draga heimsendaspá hans í efa enda er ég ófær um að spá fyrir um atburði framtíðarinnar. Hins vegar vildi ég einungis spyrja hann hvort hann hafi leitt hugann að því hvað kynslóð foreldra hans hafði að segja um hans árgang þegar hann var ungur. Skyldu þau hafa setið með fýlusvip, bölvandi ungu kynslóðinni og ræðandi sín á milli hvernig æskan myndi stýra samfélaginu fram af bjargi líkt og lýsing Tímans gefur sterklega til kynna um? Getur verið að sagan hafi endurtakið sig á svona broslegan hátt aftur og aftur í þúsundir ára? Ný kynslóð kemur til sögunnar. Ungum og óreyndum tekst þeim að ganga fram af foreldrum sínum með óvirðingu og dónaskap sem eru sannfærð um að börnunum muni aldrei takast að halda samfélaginu uppi þegar þar að kemur. Um leið og þau eldast gleyma þau svo öllum sínum heimskupörum. Börn þeirra verða svo að óskiljanlegu og skelfilegu ungu fólki sem hljóta að vera verri en nokkur önnur ungmenni sem áður hafa komið til sögunnar. Í dag hefur samt sem áður enn ekki komið upp sú kynslóð sem hefur ekki náð að halda uppi samfélaginu vegna kjánaláta á fullorðnisárum. Eina undantekningin hlýtur hins vegar að vera unga fólkið í dag sem eru einu manneskjur mannkynssögunnar sem eiga eftir að sanna sig sem fullorðnir einstaklingar. Nú hlýtur einfaldega heimsendir að vera í nánd. Sem ungur maður í dag með þessar staðreyndir fyrir framan mig get ég því fátt annað

gert en að hlæja að áhyggjum þeirra sem eldri eru sem

fylgja óafvitandi þessari óbilandi endurtekningu.

Ríkisdýragarðinum í Osló. En „STEINN“ þá erum við sko að tala um alvöru atkvæði. Ekki nóg með það að steinn sé hart, sterkt og áhersluríkt málfræðilega þá er það líka nákvæmlega þannig í náttúrunni. Enginn maður sagði „Hey nenniru að henda í mig steini?“ Nei það er líka ástæða fyrir því, það er örugglega ógeðslega vont að láta henda í sig þéttum, þrístroknum steini. En blað og skæri, það gilda ekki sömu lögmál um þau. Það eru lúðar sem hata.Nú hef ég rökstutt mál mitt frekar vel en þið eruð kannski ennþá að spyrja ykkur sjálf: „Er þetta rétt sem hann er að segja?“ Og svarið við því getið þið bara fundið innra með ykkur. En munið þið samt bara eitt, hugsið ykkur tvisvar um næst þegar þið ætlið að skora á einhvern í BLAÐ, SKÆRI, STEINN því afleiðingarnar geta orðið lífshættulegar. Einu sinni var nefnilega maður, jafn ástríðufullur og ég um þá íþrótt sem blað, skæri, steinn er, sem átti hund. Hundurinn sagði steinn skæri blað og var honum umsvifalaust lógað. Þessi dæmisaga sýnir bara þær sterku tilfinningar sem eru í tafli þegar um þetta mál er rætt. Ég persónulega get ekki beðið eftir að klára þennan lestur svo ég geti hent mér fram á gang og tekið einn fisléttan blað, skæri, steinn. En þó fylgir mér sú reiðisbölvun um aldur og ævi þegar fólk mismælir sig með þennan hlut. Er það því svipað fyrir mig og að spila rússneska rúllettu þegar ég hyggst skora á einhvern í leik. Ég þakka fyrir mig og bið ykkur vinsamlegast að

passa upp á þetta í framtíðinni. Takk fyrir.

Page 22: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

22 Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu

LÆSTU KLÓNUM Í

LOBSTERSTYLE

Sá nýjasti á matseðlinum okkar. Ljúffengur borgari með „spicy mayo“, íslenskum ostrusveppum, salati, sítrussósu og hvítlaukshumri. Namm!

«60

Brandenburg

Verð...............1.895»

Það er margt í kringum okkur sem fer í taugarnar á okkur. Það fer eftir hverjum og einum hvað honum líkar og hvað maður kann illa við. Hatur og ást eru mjög sterk orð en í nútíma samfélagi eru þau mikið notuð og

heift meining orðanna minnkað með tímanum. Maður notar þessi orð daglega, allavegana tvisvar á dag. En án þess að maður spáir í því þá notar maður sögnina “að hata” mun meira heldur en “að elska”. Ástæðan er einföld: Það elska allir að hata, allavegana að einhverju leyti. Ég til dæmis elska að hata mr og Óla Kjaran og þess vegna brýst út svona mikil gleði innra með mér þegar við Verzlingar völtum yfir mr-inga eins og gerist svo oft.

Að hata að elska að hata

Daníel Ingvarsson

Ég elska allavegana að hata öfgafeminsita og kommúnista og gera grín að þeim

En af hverju hata ég þá að elska að hata? Það á ekki alltaf við en það er margt sem ég hata sem ég vildi að ég elskaði ekki að hata. Eitt dæmi eru öfgafeministar og kommúnistar, ég held að meira að segja flestir feministar og vinstri menn hati öfgafeminista og kommúnista. Ég elska allavegana að hata öfgafeminsita og kommúnista og gera grín að þeim, þetta meikar bara ekki alveg sens hjá þeim. En málið er að ég hata í rauninni hvað ég elska að hata þetta fólk þar sem það kemur manni ósjaldan í klípu.

Það er nefnilega þannig að þegar maður elskar að hata eitthvað þá finnst manni svo gaman að tala illa um það. Til dæmis hatar Ída disco-pants það mikið að hún elskar að hata það og setti það í “kalt” í Viljann. Ég held að núna hati Ída að elska að hata disco-pants þar sem í fyrsta lagi má hún ekki sjást í þessari fallegu flík og í öðru lagi fékk hún marga upp á móti sér. Það er einmitt það sem gerist þegar maður elskar að hata, maður fær mjög marga upp á móti sér, sem maður kannski vildi helst ekki. Þess vegna hata ég að elska að hata!

Page 23: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

23Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu

LÆSTU KLÓNUM Í

LOBSTERSTYLE

Sá nýjasti á matseðlinum okkar. Ljúffengur borgari með „spicy mayo“, íslenskum ostrusveppum, salati, sítrussósu og hvítlaukshumri. Namm!

«60

Brandenburg

Verð...............1.895»

Frumkvöðlafræði

1. sæti - Fyrirtæki ársins 2013

Verðlaunahafi frumkvöðlaverkefnisins í ár var fyrirtækið Kratos. Kratos framleiðir fyrstu íslensku sportrúlluna. Fyrir ykkur sem vita ekki hvað sportrúllur eru, þá eru þær notaðar til að mýkja helstu vöðva líkamans, fyrirbyggja meiðsli og við endurhæfingu. Markmið þeirra var að betrumbæta þær rúllur sem eru nú þegar á markaðnum og leituðu þau sérþekkingar hjá landsliðssjúkraþjálfara og afreksíþróttafólki til að gera rúlluna eins góða og möguleiki var á. Markaðsstarf Kratos hefur vakið mikla athygli á Facebook þar sem þau fengu afreksíþróttafólk til að prófa rúlluna og gefa henni umsagnir. Til hamingju Kratos!

2. sæti – Bjartasta vonin

Verðlaunin fyrir björtustu vonina fengu strákarnir í fyrirtækinu Skýið. Þeir gáfu út barnabókina Halli Hrekkjusvín. Halli Hrekkjusvín er einstök saga eftir Evu Lynn sem lést árið 2011 af slysförum. Einelti var henni hjartans mál og móðir hennar, Guðrún Olga, ritaði niður sögu Evu. Bókin fjallar um einelti á leikskóla og hvernig á að bregðast við því. Allur ágóði bókarinnar rennur beint til eineltissamtakanna Regnbogabörn. Strákarnir í Skýinu voru einstaklega duglegir við að koma sjálfum sér á framfæri enda um frábært góðgerðarstarf að ræða. Bókin er til sölu í Eymundsson út um allt land og kostar einungis 1000 kr.

3.sæti – Besta viðskiptaáætlunin

Fyrirtækið Merkúr var í 3.sæti með bestu viðskiptaáætlunina. Meðlimir Merkúr framleiða og sauma hárteygjur sem voru vinsælar á 20. áratugnum og eru einnig heitasta trendið í dag. Við hugmyndavinnuna var markaðurinn skoðaður og þau tóku eftir því að hárteygjur af þessari gerð voru mjög torfundnar á Íslandi enda urðu þær strax mjög eftirsóttar. Þeim gekk einstaklega vel að selja teygjurnar og áttu erfitt með að anna eftirspurn. Teygjurnar voru seldar í 20 litum þegar mest lét og eru hannaðar þannig að þær fara mjög vel í hári. Viðskiptaáætlunin var gerð af mikilli nákvæmni og af miklum metnaði sem skilaði 3.sætinu.

Viljinn

Nemendur á viðskipta- og hagfræðibraut fá það einstaka tækifæri að taka þátt í frumkvöðlaverkefni í áfanganum REK323 í 6.bekk. Verkefnið gengur út á það að stofna fyrirtæki á vegum Ungra frumkvöðla, koma vöru eða þjónustu á markað, reka fyrirtækið og loka því fyrir sumarið. Alls voru 50 hópar sem tóku þátt í keppninni frá 5 framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Dómarar dæmdu 12 hópa til úrslita út frá hugmynd, viðskiptaáætlun og ársskýrslu og helmingurinn kom frá Verzlunarskólanum. Veitt voru 3 verðlaun á uppskeruhátíð sem var haldin í HR á dögunum og má Verzlunarskólinn vera stoltur af því að öll þrjú verðlaunin hlutu fyrirtæki frá Verzló.Birgitta Rún

Sveinbjörnsdóttir

Markmið í sölu á stykkjum:180.Raunsala í stykkjum: 352.

Hagnaður: 104.414 kr.Arður: 4.905 kr.

Góðgerðasamtök: 10% af hagnaðinum fóru til samtakanna Blátt Áfram.

Framtíðarmarkmið: Halda áfram með þær vinsælustu fram að útskriftarferð og sjá svo til.

Lýsið verkefninu í einu orði: Fáránlegamikilenskemmtilegvinna.

Facebooksíða: https://www.facebook.com/harteygjur.

Markmið í sölu á stykkjum: 250 rúllur á árinu en 50 rúllur á meðan

verkefninu stóð.Raunsala í stykkjum: Nákvæmlega 50 rúllur.

Hagnaður: 82.260 kr.Arður: 704 kr. á hlutabréf eða 70,4%

Góðgerðarsamtök: Félag krabbameinssjúkra barna.Framtíðarmarkmið: Verða forystufyrirtæki í framleiðslu

á sportrúlllum á Íslandi og að öll íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar á landinu notist við Kratos

sportrúllur.Lýsið verkefninu í einu orði: Lærdómsríkt.

Facebooksíða: facebook.com/kratosrullur.

Markmið í sölu á stykkjum: 600 stykki.

Raunsala í stykkjum: 1.110 stykki.Hagnaður: 425.000 kr.

Arður: 0 kr. Góðgerðarsamtök: Regnbogabörn.

Framtíðarmarkmið: Skoða möguleikann á því að þýða bókina og setja í sölu

erlendis. Lýsið verkefninu í einu orði: Gefandi.

Facebooksíða: facebook.com/Halli-Hrekkjusvin.

Page 24: VILJINN 2.tbl 2013

Módel Hildur ÁrnadóttirLára Theódóra KristjánsdóttirÓlafur Alexander Ólafsson Sverrir Þór Sigurðarson

LjósmyndirSnorri Björnsson

MyndvinnslaRakel Tómasdóttir

YfirumsjónÍda PálsdóttirSvanhildur Gréta Kristjánsdóttir

Sumar í lofti Við fengum fjóra spræka Verzlinga til þess að sýna okkur aðeins í fataskápinn sinn. Við fórum með þeim á skemmtilega staði og mynduðum þau í bak of fyrir. Sumarið er í lofti, þessi texti er cheesy, hér eru myndirnar.

Page 25: VILJINN 2.tbl 2013
Page 26: VILJINN 2.tbl 2013
Page 27: VILJINN 2.tbl 2013
Page 28: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

28

Hvað er að frétta?Nemendakjallarinn geymir ótal myndaalbúm sem eru gull. Flest eru þau frá árunum ’98 – ’01. En nú spyr ég - Hvar er þetta fólk? Hvar er þessi tíska? HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?

Ída Pálsdóttir

Page 29: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

29

2.tbl 2013

Þegar ég var í 10. bekk var ég lítill (minni) og feitur (feitari). Það skiptir hins vegar ekki miklu máli hér. Það sem meira máli skiptir er að í 10. bekk var ég mjög óákveðinn þegar ég átti að velja mér menntaskóla. Ég spurði foreldra mína ráða og þau sögðust auðvitað ekki ætla að „senda“ mig neitt, en að þeim litist þó mjög vel á MR og þar

fengi maður góða menntun. Eins og í mörgum öðrum stórum „lífsákvörðunum“ hlustaði ég nokkuð vel á foreldra mína í þessu tilfelli og ætlaði faktískt í MR þangað til u.þ.b. viku áður en umsóknarfresturinn rann út. Þá fór ég á opið hús í Verzló, sá ljósið og afstýrði því sem hefðu líklega orðið verstu mistök lífs míns. Ég er einstaklega áhrifagjarn maður og hefði sem MR-ingur eflaust hagað mér eins og einhvers konar Hersir „Hilmars“ „Kjaran“, gengið um gangana og látið rigna upp í nefið á mér. En nóg um það.Það sem meira máli skiptir er að ég valdi rétt. Ég fann mig reyndar ekkert sérstaklega vel fyrstu vikurnar innan um ca 1200 manns sem flestir voru eldri, öruggari og myndarlegri en ég sjálfur, líkt og með allt annað þurfti ég bara minn aðlögunartíma. Þegar ég lít yfir síðustu 4 ár, sem hafa liðið eins og 4 mánuðir, er ótrúlegt hvað ein stofnun getur kennt manni mikið á lífið á stuttum tíma. Þá er ég ekki endilega að tala um beinharða kennslu frá kennaranum á töflunni í stofunni eða á fjarnámskerfinu MOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOODLE (þó það sé vissulega mikilvægt líka), heldur bara hversu mikill lífsskóli Verzló er.Á mínum 4 árum hef ég fengið að koma að því að halda 2 böll, gefa út árbók, halda utan um Gettu Betur og MORFÍs, keppa í MORFÍs, setja upp söngleik o.s.frv. o.s.frv. Ég hef lært langtum meira í framkvæmdum, skipulagningu og almennt mannlegum samskiptum á mínum 4 árum hér en nokkurn tímann á þeim 10 árum sem ég sat á grunnskólabekk með puttann í nefinu og þumalinn í borunni. Og svo eru gæjar þarna úti sem vilja stytta þessa lífsreynslu í 3 ár!Mamma talaði ósjaldan um að þessi fjögur ár í menntaskóla væru „sko bestu ár lífsins“. Ég jánkaði þessu alltaf nokkuð hugsunarlaust (rétt eins og flestu sem kerlingar segja, því þær eru vitlausar (GRÍN af því að MR-ingar segja að ég sé kvenhatari)), en tók aldrei neitt sérstakt mark á þessum orðum. Núna hins vegar, þegar ég á u.þ.b. tvær vikur eftir af gleði og stekk síðan fram af hengifluginu út í eitthvað sem kallast „LÍFIГ. Þá rennur upp fyrir mér að þetta var líklega hverju orði sannara.Ég á skólanum okkar ótrúlega mikið að þakka. Verzló krefst þess ekki að fólk sé fullkomlega útlítandi, keyri á BMW og gangi einungis í „Lacoste“ bolum (eins og einstaka himpigimpi halda stundum fram). Það sem Verzló gerir hins vegar er það að hann gefur fólki tækifæri til að læra, vera það sjálft og blómstra í eigin skinni. Það er ótrúlega mikilvægt að nota þessi ár vel og taka þátt. Þó það kenni manni klárlega margt að glósa alla tíma, segja „takk fyrir tímann og góða helgi“ við kennarann o.s.frv. þá er það bara hálfur skólinn. Þess vegna hvet ég alla sem eru heppnari en ég og eiga tíma eftir í Verzló til að nýta þann tíma til þess að hafa gaman.. saman..Við okkar háttvirta segi ég hins vegar - Takk fyrir góða fjóra mánuði saman, og svo ég vitni (örlítið stílfært) í stórmennið Hrafnkel Ásgeirsson: „Þú getur tekið strákinn úr Verzló, en þú getur aldrei tekið Verzló úr stráknum“.

Hersir Aron Ólafsson

Lífsskólinn VerzlóÞað var föstudagur. Ég sat í tíma með bros á vör og hugsaði til helgarinnar sem var rétt handan við hornið. Týnd í hugsunum mínum um það hvort ég geti gert stoltinu mínu það að mæta aðra helgina í röð á b5 heyri ég útundan mér: “Ída, í hverju ertu eiginlega?” Þessi orð komu frá ekki minni manni heldur en Sigurði Eggertsyni. Þessi athugasemnd frá manni sem mætir í sweatpants 3x í viku höfðu ekki mikil áhif á mig en hún fékk mig til að hugsa smá. Ef ég hefði mætt inn í stofana í glansandi rauðum Disco pants eða Converse skóm hefði ég aldrei þurft að heyra þessi orð.

Ástæðan fyrir því er einföld. Hér í Verzlunarskólanum eiga allir Disco pants og Converse skó. Ég get næstum gerst svo djörf og lofað því að 80% af stelpunum sem lesa þessa grein og hugsa um fataskápinn sinn sjá þessar flíkur fyrir sér þar. En það er líka allt í góðu. Þrátt fyrir baráttu mína gegn Disco pants allt skólaárið þýðir það ekki að mér sé ekki drullusama þótt þú gangir í þeim.Ef ég væri busi í dag ætti ég líklega Disco Pants í öllum litum, ég var bara það mainstream. En ég elskaði það. Ég klæddi mig eins og allir hinir og datt aldrei í hug að ganga í flíkum sem ekki að minnsta kosti 40 aðrar stelpur í skólanum áttu. Þannig var það bara og þannig leið mér best. Fullkomið. Ég myndi halda að mikill meirihluti Verzlinga hugsi mikið út í tísku. Beint eða óbeint. Persónulega eyði ég í kringum þrem klukkutímum á dag á netinu að skoða fashionblogs;** og pervertast eitthvað í kringum það. Kannski svolítið ýkt dæmi og án þess að hljóma fáranlega þá gæti ég flokkað það efst á lista undir það sem ég geri mest í frítíma mínum (fyrir utan það að djamma auðvitað:P xD). Það skilar sér í fjöldan allan af fatainnkaupum og finnst mér mjög gaman að kaupa mér fatnað sem gætu ögrað vinum og vandamönnum (til dæmis hatar pabbi netasokkabuxurnar mínar og hendir þeim sem ég á reglulega).En það eru sjálfsagt margir reiðir Disco Pants eigendur sem dreymir um að taka mig á tal og spurja mig afhverju ég í andskotanum, klædd í einhverjar netasokkabuxur, geti sagt þeim hvað er flott og hvað ekki. En það er alls ekki málið. Ég er bara í alvörunni nokkuð viss um að góður hluti af Disco Pants eigendum gangi í þeim bara afþví bara. Ég trúi því ekki að ein flík geti heillað svona marga og ég held að hér séum við með gott dæmi um áhrif hjarðhegðunar. Óstaðfest, en líklegt. Pointið mitt er samt aðallega að þótt ég klæði mig allt öðruvísi í dag en ég gerði fyrir þrem árum þá gef ég mér eitt – ég hef alltaf klætt mig nákvæmlega Í TAKT VIÐ HJARTAÐ. Nei djók. Samt. Þið fattið.Uppsprettan af þessari grein var bara sú að mér finnst áhugavert að hugsa til þess, að fyrst Siggi Eggerts hugsar svona, þá gera það örugglega svo ótrúlega margir. Þá er ég ekki endilega að tala um klæðnað minn, heldur bara allra. Maður hefur auðvitað oft verið tussan í þessu dæmi og horft á manneskju og hugsað hvað í andsk ætli hafi farið í gegnum huga hennar þennan morgun þegar hún ákvað að fara í skærgula adidas heilgallann. En hvað ef henni finnst þetta bara drullutöff og neyddist til að fara sínar eigin leiðir til að safna fyrir gallanum? (dæmi: selja fiskabúrið sitt á bland.is). Djöfull myndi ég líka dást af gotharanum sem myndi mæta í golfsíða leðurjakkanum sínum inn á b5. Sá væri bara að gefa okkur öllum óbeint puttann. Samantekt: Dáumst frekar af fólkinu sem þorir að fara sínar eigin leiðir. Keyptu þér Disco Pants, Converse skó, blúndubol og hermannajakka, fine by me, bara plís gerðu það út frá þínum eigin forsendum. Ef ég gengi um í Disco Pants 2x í viku nú í dag liði mér til dæmis mjög illa í hjartanu. Ekki vera hrædd/ur við skoðanir frá mönnum eins og Sigga Eggerts. Ef cyber goth er draumurinn, so be it.

ps. sorry hvað ég sagði disco pants oft í þessari grein

Fassjón ádeila

Ída Pálsdóttir

Page 30: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

30

Page 31: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

31

Fóstureyðing - ekkert mál?Í apríl 2012 uppgötvaði ég mér til skelfingar að þungunarprófið mitt var jákvætt. Mig hafði þó grunað þetta þar sem ég var búin að kasta upp að tilefnislausu nokkrum sinnum, lyktarskynið þríefldist og ég upplifði stjórnlausa löngun í mjólk. Ég og þáverandi kærasti minn höfðum rætt hvað skyldi gera ef þetta kæmi upp og höfðum komist að þeirri niðurstöðu að fóstureyðing væri í raun það eina í stöðunni. Það hjálpaði mér mikið að það væri nú þegar búið að ræða þetta fram og til baka. Það læddust samt að mér smáefasemdir, það var nú einu sinni barn að vaxa inn í mér. Ég íhugaði þetta í nokkurn tíma en efasemdirnar hurfu fljótt. Ég var einfaldlega alls ekki tilbúin í móðurhlutverkið og þar að auki var ég ennþá í Verzló og ekkert að fara að klára skólann í bráð.Rökfræðin fékk að ráða. Ég fór í fóstureyðingu.Ég var komin mjög stutt á leið eða aðeins tæpar sex vikur en það þýðir að maður getur farið í fóstureyðingu með lyfjagjöf. Það virkar þannig að maður fer í læknisskoðun og er gefin tafla og að auki fær maður aðrar tvær töflur með sér heim. Þær setur maður upp í leggöngin tveimur dögum síðar og fer aftur að sofa. Í mínu tilviki vaknaði ég grátandi úr sársauka þremur tímum síðar og gat ekki vakið kærastann til að sækja verkjatöflur því hann hafði farið svo seint að sofa. Ég skreið því fram og náði í verkjatöflur, dópaði mig upp og reyndi að sofa. Það tókst að lokum og ég dældi í mig verkjatöflum næstu tvo dagana á meðan fóstrið var að leka úr mér með fleiri desílítrunum af blóði. Næstu tvær vikur voru mesti tilfinningarússíbani sem ég hef á ævinni upplifað. Hormónasveiflurnar voru rosalegar, bæði líkamlega og andlega. Á einum tímapunkti sat ég ein heima í sófanum á nærfötunum, hágrátandi yfir öllu og engu, í svitakófi.Ég fékk mjög mikinn stuðning frá fjölskyldunni minni og þá sérstaklega mömmu. Hún studdi mig 100% í því sem ég vildi gera og gerði það sem hún gat fyrir mig á þessum erfiðu tímum. Hins vegar fékk ég ekki nægan stuðning frá kærastanum mínum. Hann stóð í þeirri trú að þetta væri bara ekkert mál, sem það var fyrir hann. Hann upplifði ekki það sama og ég og skildi einfaldlega ekki hvað ég var að ganga í gegnum.Eftir þetta þá skipti ég um getnaðarvörn en ég hafði verið á pillunni. Það virkaði ágætlega fyrir mig í nokkur ár þangað til ég varð ólétt.

Ég veit ekki enn hvað gerðist en ég var mjög samviskusöm með þetta. Ég hef kannski einu sinni fengið niðurgang eða ælt á djamminu og trúið mér, það er nóg! Eftir þetta fór ég á hringinn í nokkra mánuði en byrjaði síðan aftur á pillunni. Ég vissi ekki hvort hentaði mér betur. Það að byrja aftur á pillunni voru heldur betur mistök hjá mér.Sama dag og jólaprófin gengu í garð tók ég annað þungunarpróf. Það var líka jákvætt. Þetta var töluvert meira sjokk þar sem ég hafði ekki hugmynd um það og var nýhætt með kærastanum. Ég fór í læknisskoðun og þá kom í ljós að ég var komin tíu vikur á leið. Það var annað massíft sjokk. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, var algjörlega ein á báti og þurfti, í miðjum prófum að fara í aðgerð. Aðstæðurnar hefðu ekki getað verið mikið verri hjá mér.

sms til hughreystingar.Loksins var komið að sækja mig og ég var færð upp á svæfingadeild og síðan inn á skurðstofu. Þar lagðist ég á bekk með fæturna glennta í sundur og var svæfð þannig. Aðgerðin fer þannig fram að leghálsinn er víkkaður og farið er með sogrör upp í legið og fóstrið sogað í burtu. Ég vaknaði um klukkutíma síðar inni á svæfingadeild og var fljótlega færð niður. Þar fékk ég brauð og djús, dömubindi og getnaðarvarnabækling. Klukkan sex þann sama dag var ég útskrifuð. Svo fékk ég líka átta í prófinu sem ég fór í daginn eftir og hef aldrei verið jafn stolt af prófseinkunn! Eftirköstin voru miklu minni eftir aðgerðina heldur en lyfjagjöfina. Ég upplifði hvorki miklar hormónasveiflur né blæðingar. Þegar aðgerðin var búin þá var þetta búið.Eftir þessa reynslu hef ég lesið og pælt í mörgu í sambandi við fóstureyðingar. Það er alltaf sú hætta að ég muni sjá eftir þessu einhvern tímann en eins og staðan er í dag þá er ég fullkomlega sátt við ákvörðun mína. Ég vil ekki hvetja til þess á neinn hátt að fara í fóstureyðingu ef viðkomandi er ekki fullkomlega viss. Sumir eru einnig mjög mikið á móti fóstureyðingum af ýmsum ástæðum og hvet ég fólk til þess að kynna sér þær ástæður og skoða allar hliðar vandlega áður en ákvörðun er tekin. Það er einnig vert að taka það fram að starfsfólk Landspítalans er frábært og þar eru ofarlega í huga félagsráðgjafarnir sem vinna mjög mikilvægt starf og hjálpa til við ákvarðanatöku.Ég vil benda öllum strákum, mönnum og kærustum á að hvað sem hver segir þá er þetta mikið mál. Þó svo að þið finnið það ekki þá er þetta heljarinnar tilfinninga- og líkamlegur rússíbani og allar stelpur, konur og kærustur þurfa á sem mestum stuðningi og skilningi að halda.Síðast en alls ekki síst vil ég gera eins og allir forvarnafulltrúar og hamra á öruggri notkun getnaðarvarna. EKKI hugsa: “Æ, ef allt fer á versta veg fer ég bara í fóstureyðingu.” Það er einfaldlega ekkert BARA í þessu samhengi! Ef vafinn er einhver, taktu neyðarpilluna. Ég vona það innilega að með því að miðla þessari reynslu hafi mér tekist að lýsa ferlinu ágætlega og vakið þig til umhugsunar um hvað þetta getur tekið á.

Aðgerðin fer þannig fram að leghálsinn er víkkaður og farið er með sogrör upp í legið og fóstrið sogað í burtu.

Á þriðjudegi milli tveggja prófa mætti ég uppá spítala klukkan sjö. Þar var ég sett í herbergi með fimm öðrum konum sem voru líka að fara í fóstureyðingu. Ég átti að fara í aðgerðina klukkan níu en ég var með verki þannig að læknarnir ákváðu að bíða. Ég beið í rúminu í sjö klukkutíma á meðan hinar konurnar komu og fóru. Þessir klukkutímar voru jafnframt þeir verstu og lengstu sem ég hef upplifað. Ein konan grét hástöfum vegna þess hún var að missa fóstur, önnur fékk að vita það áður en hún fór í aðgerðina að hún væri með klamydíu. Það heyrðist allt það sem sagt var í þessu herbergi og tíminn leið án þess að neinn segði eitt aukatekið orð við mig. Ég þorði ekki að hreyfa mig og leið bókstaflega eins og illa gerðum hlut. Ég gerði mitt besta til að læra fyrir prófið sem var daginn eftir, en eins og við má búast voru afköstin afar lítil. Til að bæta gráu ofan á svart var ég skríthrædd við að fara í þessa aðgerð og enginn á staðnum til þess að hughreysta mig. Ég var samt heppin að eiga góðan vin sem nennti að eyða tímanum sínum í að senda mér

Aðsend grein...

Á okkar litla landi eru framkvæmdar um þúsund fóstureyðingar árlega. Það eru tæplega þrjár á dag fyrir þá sem kunna smá stærðfræði. Flestar fóstureyðingar eru framkvæmdar á aldurshópnum 20-25 ára, en 15-19 ára stelpurnar fylgja fast á eftir. Þessi grein er samt sem áður ekki um tölfræði fóstueyðinga á Íslandi, nei hún er um mína reynslu á þessari umdeildu aðgerð.

Page 32: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

32

1. Forðastu “Costa” umræðurnar eftir bestu getu

Þú ert ekki að fara, þú ert kannski nýbúin/n að sætta þig við þá staðreynd. Þú átt ekki að þurfa að hlusta á hvað það verður geeeeðveikt eða hvað allir hlakka til. Labbaðu burt þegar þú heyrir þessar samræður fara af stað.

2. Reyndu að dreifa því sem minnst að þú sért ekki að fara.

“Gaur, þetta er once in a lifetime” segja allir ALLTAF.... sko í fyrsta lagi, þá er ég fullkomlega meðvitaður um það og eins ólíklegt og það kann að hljóma tók ég ekki meðvitaða ákvörðun einn daginn um að fara einfaldlega EKKI í mögulega skemmtilegustu útlandareisu lífs míns. NEI, HEIMSKU. BARA NEI.

3. Reyndu að fara ekki á Facebook eða Instagram á meðan þessar tvær vikur standa yfir.

Erfitt, ég veit en ég hugsa að það sé örlítið erfiðara að sjá bestu vini/vinkonur þína í 35 stiga hita við sundlaugarbakkann að sleikja sólina á meðan þú situr heima með hart ristað brauð, illa blandað Nesquik, í tölvunni að horfa á Will&Grace maraþonið. Í Guðanna bænum, ekki gera sjálfum þér það að vera skoða þessar myndir.

4. Farðu í sólbað, ljós...farðu í spray-tan þess vegna.

Jújú, útlitsdýrkun og allt það en ég meina við erum nú einu sinni Verzlingar. Ekki nóg með það að þér þurfi að líða ömurlega í 2 vikur heldur koma allir heim miklu tanaðari, sætari og flottari meðan þú situr þarna fölari en Óli Rek þegar Hlynur Logi reyndi að fara í sleik við hann eftir Grímuballið. Ég veit allavega að ég ætla líta út eins og Toni Bronze á sínum “bronzárum” (gullárum hehe)

Viktor’s official guide to surviving

not going to útskriftarferð 2013

5. Í Guðanna bænum farðu og gerðu eitthvað!

Okei Will&Grace eru alveg geggjaðir þættir en ég held samt að besta leiðin til að gleyma því að allir vinir þínir eru að skemmta sér mun betur en þú er að drullast til að fara og skemmta sér sjálfur. Bústaður, bíó, keila, sund....djammið.Ég myndi fara að djamma ef Arnþór Ari Atlason væri ekki einnig hérna heima (hver hefur ekki lent í því að vera bara í góðum fýling að dansa, stelpurnar alveg að peppa dansinn þinn og eitthvað, svo allt í einu yfirgefa þær þig og hópast í kringum einhvern. Þá hugsar þú “OHH Triple A var að mæta, jájá it’s a party in the USA vei voða gaman”). Ég nenni ekki neitt að fara í miðbæ Reykjavíkur með því kyntákni, það eru hreinar línur.

Ef þú fylgir þessum þrepum ættu þessar tvær vikur ekki að vera neitt mikið vandamál!Þó svo að undirritaður virðist vera með þetta allt á hreinu mun hann sjálfur vera að öllum líkindum niðurbrotinn maður allt sumarið og eflaust eitthvað áfram inní árið 2014.

Viktor Jónsson 6A

Þegar fólk útskrifast úr menntaskóla tíðkast það að fara í svokallaðar útskriftarferðir. Þær lýsa sér yfirleitt sem 2 vikna skemmtiferð með öllum þeim sem útskrifast á sama ári og þú. Því miður eiga ekki allir þess kost aðnjótandi að geta farið í þessar ferðir. Það er mjög erfitt að þurfa að vera sá sem heima situr meðan ALLIR vinir þínir eru á ströndinni á helmingi heitari og helmingi skemmtilegri stað en þú. Þessi grein mun ekki fjalla um hversu gaman það er á Costa eða hversu bágt við höfum það sem sitjum heima með sárt ennið. Nei, þetta er “Viktor’s official guide to surviving not going to útskriftarferð 2013” leiðarvísirinn er í nokkrum þrepum og eru þau eftirfarandi:

Page 33: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

33

#Grímuball

Grímuball Verzló #666 #emo #hatinglife

GRÝMUBALL VERZLÓ #grimuball13 #blackswan #gamanþóégbrosiekki #erikarektet Gaman i gær #tinydancer #djamm #grímuball

Veit ekki hvað ég á að skrifa undir þessa mynd #motta #zorro #legend #cute #mustache #party #collage

Toy Story þemað að kikka inn í fyrirpartýinu #óvart #HrKartöfluhaus #Tindátinn #Bósi Ég og geimverurnar mínar #grimuball

Ætlaði að vera trúður ... Endaði sem skinka #omg #zæta #luv #skinka #l4l #like4like #lovjaa #bitch #skiluru

Þessar sætu #cute #thing1 #thing2 #love #grimuball

Draumur stórfjölskyldunnar loksins að rætast! Keep your seatbelts fastened. #icelandair #cabincrew #coffee#or#tea ?Við erum stolt í Verzló #hotchicks #rkoiViva forever

gimp

Page 34: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

34

Þórdís Þorkelsdóttir

Katrín Steinunn Antonsdóttir

Afhverju módelfitness?

Af hverju módelfitness?Ég var búin að vera dugleg í ræktinni og fannst gaman að lyfta en vantaði eitthvað meira þannig ég leitaði til einkaþjálfara, Konráðs Vals Gíslasonar. Ég hafði fylgst með keppnum áður en aldrei hugsað beint út í það að keppa sjálf. Eftir að ég var búin að vera í nokkra mánuði í þjálfun hjá Konna og komin í mjög gott form ákvað ég að slá til og stefndi á keppni í apríl 2012.

Getur þú lýst ferlinu í grófum dráttum?Nokkrir mánuðir, jafnvel ár, fer í uppbyggingu þar sem maður borðar mjög hollt, frekar mikið, lyftir þungt og tekur engar eða litlar brennsluæfingar. Svo tekur niðurskurðurinn við sem er yfirleitt miðaður við 12 vikur en það fer allt eftir forminu sem maður er í. Niðurskurður einkennist af mjög hreinu fæði þar sem borðuð er mjög próteinrík fæða eins og kjúklingur, fiskur, eggjahvítur, grænmeti o.s.frv. og kolvetni og fita í minnihluta. Einnig bætast inn brennsluæfingar sem ég mæti þá á um morguninn fyrir skóla og tek svo þunga lyftingaræfingu seinni partinn. Þegar að það styttist í mót mæti ég á pósunámskeið þar sem farið er yfir sviðsframkomu, rútínur og fleira. Svo má ekki gleyma nammideginum sem er haldinn hátíðlega einu sinni í viku

Hvað er erfiðast við ferlið?Ætli það sé ekki að missa af því þegar vinir manns eru að fara að djamma, í bíó, út að borða og þess háttar meðan maður er í niðurskurðinum. En svo var maður auðvitað orðinn þreyttur í lokin þegar maður var að æfa tvisvar á dag og borða lítið af kolvetnum en samt að reyna að sinna náminu og heimilinu.

Nú hefur þú tvisvar tekið þátt í módelfitness og lentir í 5. sæti í fyrra og 3. sæti í ár. Hvað gerðir þú öðruvísi fyrir mótið í ár?Ég gerði í rauninni ekkert öðruvísi. Ég bætti á mig töluverðum vöðvamassa þar sem ég tók þá ákvörðun að sleppa nóvember mótinu og keppa aftur á páskamótinu að ári liðnu og nota þann tíma til að byggja mig upp. Ég náði að bæta formið töluvert á milli móta og það skilaði sér í úrslitunum.

Ætlar þú að keppa aftur í módelfitness?Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um hvort eða hvenær ég ætli að keppa aftur. Ég lofaði samt sem áður mínum nánustu, og þá sérstaklega kærastanum mínum, að taka mér GÓÐA pásu.

Hverjir eru helstu kostirnir við módelfitness? Maður borðar hollt og reglulega, hreyfir sig, bætir þol og styrk, kemst í góða rútínu og fær mikinn sjálfsaga. Þessu fylgir oft aukið sjálfstraust og þetta hjálpar manni að læra að skipuleggja sig vel þar sem það getur verið erfitt að koma þessum æfingum og mat fyrir í plani dagsins.

Hverjir eru helstu gallarnir?Margar stelpur virðast misskilja út á hvað þetta sport gengur og halda að það sé nóg að vera geðveikt dugleg í ræktinni í þrjá mánuði, borða hollt og þá séu þær tilbúnar á svið. Eins eru margar stelpur ekki tilbúnar andlega til að ,,díla’’ við álagið sem fylgir því að keppa og lenda illa í því, sérstaklega eftir mót þegar líkaminn kemst aftur í eðlilegt ástand. Þetta skemmir ótrúlega fyrir ímynd sportsins þar sem þessir einstaklingar komast oft í viðtöl í sjónvarpi og á netinu því þær fengu átraskanir eða tóku ólöglegar brennslutöflur til að flýta fyrir ferlinu. Þær hafa því ekkert nema neikvætt að segja á meðan tæplega hundrað aðrir keppendur upplifðu ferlið á jákvæðan hátt en fá bara ekki opinber viðtöl eða jafn mikla athygli og hið neikvæða. Íslendingar eru líka ótrúlega

dómharðir og virðast oft nærast á neikvæðum athugasemdum án þess að vita um hvað þeir eru að tala. Það virðist sem að það sé fyrirfram búið að flokka fitness sem eitthvað neikvætt. Sjálf hef ég ekki rekist á neina sérstaka galla við módelfitness, hvað varðar mig persónulega.

Hvernig breytist ferlið þegar nær dregur keppni?Mataræðið verður mjög einhæft, lítið um kolvetni og mikið um hreint prótein (í fæðuformi, ekki duft). Maður er alltaf að borða, eða á tveggja tíma fresti, þannig maður er aldrei svangur. Það er mikill misskilningur að niðurskurður sé eitthvað svelti, ég hugsa að fitness fólk borði tölvuvert meira en meðalmanneskja, bara minna í einu og oftar. Brennsluæfingarnar lengjast oft á morgnanna seinustu vikurnar og smá brennsla bætist við í lok lyftingaræfinganna. Alveg í lokin, yfirleitt 10 dögum fyrir keppnisdag, er svo tekin vatnslosun sem einkennist af miklu vatnsþambi í 10 daga en svo er ekkert vatn

Ég tók með mér páskaegg sem var stútað upp á hótelherbergi eftir mót

Fitness og módelfitness keppnir hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár og harðlega gagnrýndar. Flestir virðast hafa miklar skoðanir á þessu og hvarvetna á netinu eru langar og harðar deilur um ágæti keppnanna. Við í Viljanum höfum fylgst grannt með umræðunum og kynnt okkur þetta nánar. Svo virðist vera að neikvæða gagnrýnin sé smituð af fordómum gagnvart keppendum. Okkur langaði að heyra frá einstakling sem hefur mikla reynslu af módelfitness og fá skýra mynd af ferlinu og öllu sem í því felst. Við töluðum við Veru Sif Rúnarsdóttur, sem er einnig nemandi í Versló og spurðum hana nokkurra spurninga.

Page 35: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

35

drukkið 12 tímum fyrir svið. Vatnslosunin er líklega eini réttlætanlega umdeildi parturinn af öllu ferlinu. Hún er það eina sem gæti talist vera óheilsusamlegt. Það er þó hægt að stjórna henni og hún þarf ekki að vera öfgafull.

Nú kepptir þú á tveimur mótum með eins dags millibili. Hvernig virkar það í sambandi við vatnslosunina og mataræðið?Tvo daga fyrir mót er mataræðinu breytt. Þá tekur við ,,hleðsla” sem gengur út á það að hlaða kolvetnum í líkamann til að fá fyllingu í vöðvana og þá er nánast eingöngu kolvetni á matseðlinum t.d hrísgrjón og kartöflur. Ég tók bara einn dag í hleðslu fyrir fyrra mótið mitt því ég þurfti að halda áfram að hlaða eftir mót og alveg þangað til ég keppti á seinna mótinu í Danmörku. Einnig byrjaði ég að drekka mikið vatn eftir fyrra mótið en hætti svo aftur að drekka 12 tímum fyrir svið á seinna mótinu líkt og á því fyrra.

Hvað var það fyrsta sem þú fékkst þér að borða eftir keppnirnar? Ég tók með mér páskaegg. Því var stútað uppi á hótelherbergi eftir mót en þar sem við flugum heim strax eftir mótið var stoppað á Burger King og Starbucks á flugvellinum. Síðan var matur hjá ömmu daginn eftir þar sem hún var búin að elda og baka eftir skýrum fyrirmælum.

Tekur þú eftir miklum líkamlegum breytingum eftir mót og ef svo er, er það erfitt fyrir þig?Nei, ég náði að halda mér frekar vel eftir síðasta mót þar sem ég hélt áfram að mæta á æfingar, þó bara einu sinni á dag. En ég borða alltaf hollan mat og hef áhuga á líkamsrækt og næringu þannig að fyrir mér er þetta lífstíll. Keppnisform og sú fituprósenta sem þú ert í á sviði er langt frá því að vera eðlilegt form og maður verður að læra að elska líkamann sinn einnig off-season. Það var auðvitað erfitt fyrst þegar líkaminn vatnast tímabundið eftir mót og maður sér ekki lengur jafn vel í sixpakkið sem maður var búinn að berjast fyrir. Maður verður bara að vera jákvæður og halda áfram að lifa

heilsusamlegu lífi.Það kemur samt því miður fyrir að stelpur upplifi svokallað ,,eftirkeppnis-þunglyndi´´ þar sem þær hætta að æfa og missa sig í öllu því sem þær voru búnar að ,,kreiva´´. Þær þora síðan ekki að mæta í ræktina því þær halda að allir séu að spá í hvað þær eru búnar að fitna og í kjölfarið verður mikil vanlíðan. Þetta er samt langt í frá að vera eitthvað sem allir lenda í. Mikilvægast er að halda höfðinu hátt og vera ekki að spá í hvað aðrir eru að hugsa.

Hvernig líður þér á meðan ferlinu stendur?Mér líður mjög vel á meðan á ferlinu stendur. Ég er mikil rútínu manneskja og mjög skipulögð þannig þetta hentar mér mjög vel. Mér líður aldrei betur í maganum en þegar ég borða svona hollt og er mun ferskari í skólanum þegar ég tek morgunbrennslu. Ég finn alveg fyrir því að það bitnar oft á svefninum að hafa svona mikið að gera þannig ég er orðin mjög þreytt seinnipartinn og þá sérstaklega í lok ferlisins. Auðvitað getur þetta skilað sér í smá pirringi og styttri þræði. Ég viðurkenni einnig fúslega að ég var með smá þráhyggju varðandi kökur, og þá aðallega girnilegar heilsukökur. Ég eyddi alveg einum og einum tíma í skólanum í að skoða kökusíður og plana hvað ég ætlaði að baka fyrir næsta nammidag. En það er bara ákveðin geðveiki sem fylgir niðurskurðinum og ég held ég muni aldrei jafna mig fyllilega á kökuperranum, þó ég keppi aldrei aftur. Þetta er líka allt

2.tbl 2013

Margar stelpur virðast misskilja út á hvað þetta sport gengur og halda að það sé nóg að vera geðveikt dugleg í ræktinni í þrjá mánuði og borða hollt og þá séu þær tilbúnar á svið.

gott og blessað svo lengi sem maður nær að halda einum nammidegi í viku

Þú varðst veik í vikunni eftir keppnirnar. Tengdist það eitthvað líkamlega álaginu sem

fylgir ferlinu? Ég fékk veirusýkingu þremur dögum eftir mót og þurfti að leggjast inn á spítala. Allskyns inflúensur og fleira voru að ganga og því var þetta ekki tengt fitness á neinn hátt, eða því sem ég var að gera tengt módelfitness. Ég held ég hafi verið auðvelt fórnarlamb veirusýkingunnar vegna þess að ég var búin að vera ferðast, sofa lítið og

var undir miklu álagi. Ég tók mér rúma viku í að jafna mig og er núna frískari sem aldrei fyrr.

Page 36: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

36

Page 37: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

37

Væri Verzló betri skóli ef það væri

Ósamræmi áfanga milli anna

Aftur langar mig að taka þrjú dæmi til að útskýra mál mitt betur.Dæmi um það er einmitt aftur í áfanganum náttúrufræði 103 sem tengist þessum blessuðu óundirbúnu skyndiprófum. Hluti bekkja fær að hafa bók í prófinu og annar hluti ekki.Annað dæmi er mismunandi uppsetning prófa. Þar má nefna dönsku 203 þar sem hjá sumum bekkjum voru annarprófin, krossapróf í tölvu en hjá öðrum voru þau skrifleg próf á blaði. Er ekki sanngjarnara að allir fái svipaða uppsetningu skyndiprófa?Þriðja dæmið eru mismunandi kennsluaðferðir. Ég skil vel að flestir kennarar eigi „sína aðferð” sem hentar þeim best að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri en við nemendurnir eigum einnig ,,okkar aðferð” í að meðtaka upplýsingar. Mér finnst jákvætt að kennarar reyna margir að ná til fjöldans en ekki einstaklinganna en hvað þetta varðar mættu þeir huga betur að því að við nemendurnir erum mismunandi. Sum okkar eru með gott sjónminni, önnur skrifminni, og enn önnur hlustunarminni og svo lengi mætti telja. Mér finnst við ekki eiga að vera heppin eða óheppin að fá kennara sem notar eða notar ekki „okkar aðferð”, heldur ættu allir að fá eitthvað af sínu. Setningin : „Það er bara mismunandi eftir kennurum” er of algeng að mínu mati. Er það ásættanlegt í skóla sem talin er meðal þeirra bestu á landinu? Ég veit ekki hvort krakkar í öðrum árgöngum taka eftir þessu líka en mig langaði að koma þessari umræðu á framfæri.Samt sem áður. Kennarar eru jafn mismunandi eins og þeir eru margir. Sá sem setur upp gagnapróf gerir prófið væntanlega erfiðara og er harðari í yfirferð. Öll þessi dæmi fjalla um ósamræmi vinnueinkunnar. Samræmi í yfirferð lokaprófs er virkilega sanngjörn, en það er sami kennari sem fer yfir sömu spurningu á hverju einasta prófi. Í spænsku fengum við videoverkefni sem kom í stað munnlegs prófs. Hefði mig frekar langað að fara í munnlegt próf af því að þýskubekkirnir fóru í munnlegt próf? Það verður aldrei fullkomið samræmi milli bekkja nema að sami kennari sé að kenna þeim.

Ósamræmi milli kennara sem kenna sama áfangann

Þetta er mitt annað ár við Verzlunarskólann og þrisvar hefur það gerst að áfanga hefur verið breytt eftir áramót. Þetta gerðist í áfanganum náttúrufræði 113 en þar var hluti námsefnisins tekinn úr áfanganum eftir áramót. Krakkarnir sem tóku áfangann eftir áramót voru þess vegna prófuð úr minna efni.Aftur kom upp svipað atvik en það var í íslensku 103 þar sem heilli bók var bætt við áfangann eftir áramót. Krakkarnir sem tóku áfangann fyrir áramót voru fyrir vikið prófuð úr minna efni.Þriðja tilvikið er í áfanganum náttúrufræði 103 þar sem uppsetning vinnueinkunnar var breytt. Þeir sem tóku áfangann eftir áramót fengu óundirbúin skyndipróf, hins vegar fengu krakkarnir sem tóku áfangann fyrir áramót að undirbúa sig fyrir prófin. Ástæðan sem nemendur í mínum bekk fengu var : ,,Við nenntum ekki að hlusta á asnalegar afsakanir krakkana sem lærðu ekki fyrir prófin”. Mér finnst það að hafa einungis óundirbúin skyndipróf léleg hugmynd. Það að læra fyrir skyndipróf er virkilega góður

Teljum við ekki öll að Verzló sé besti framhaldsskólinn á Íslandi? Er skipulag námsins fullkomið eða er hægt að gera betur? Hvar liggja helstu tækifærin í að bæta skólann námslega séð?Í upphafi árs fór fram framtíðarþing skólans og voru þar umræður um alls kyns ósamræmi í skipulagi áfanga og kennslu. Í þessari grein ætla ég að fara yfir helsta ósamræmið sem ég hef tekið eftir á minni skólagöngu, en umræðan hefur verið áberandi upp á síðkastið.

meira samræmi milli anna og áfanga?

Sigrún Dís Hauksdóttir

undirbúningur fyrir lokaprófslestur. Er ekki markmið kennara að við lærum sem mest í áfanganum? Hvers vegna er það slæmt að við fáum að vita af meirihluta prófa og setjumst þar að leiðandi niður og rifjum upp námsefnið?Ég sakna krúttlega frasans ,,það sama gildir um alla” úr grunnskóla. Er hugmyndin að nemendur innan sama árgangs séu ekki að taka eins uppbyggða áfanga og síðan einkunnir þeirra bornar saman sanngjörn? Eru það fagleg vinnubrögð að taka út undirbúin annarpróf vegna nemanda sem sáu sér ekki fært að læra fyrir próf? Er hægt að fullyrða að einkunnir hjá dúxinum og semidúxinum séu samanburðarhæfar?Samt sem áður. Myndi ég sem kennari kenna áfanga eftir áramót með allt of miklu námsefni, þegar ég veit að það er of mikið efni í áfanganum? Ætti ég frekar að halda áfram að kenna hann of þungan til að gæta samræmis? Er ekki æskilegra að laga áfangann svo hann sé betri og sanngjarnari eftir áramót? Eftir 4 ár ætti þetta að jafna sig út. Stundum eru nemendur óheppnir og stundum heppnir. Horfa þarf á heildina en ekki einstaklingana.

Er hægt að fullyrða að einkunnir hjá dúxinum og semidúxinum séu samanburðarhæfar?

Page 38: VILJINN 2.tbl 2013

Viljinn

38

Ný Stjórn NFVÍNú þegar að þessu frábæra skólaári fer að ljúka, hættir núverandi stjórn og ný tekur við. Við tókum því saman fráfarandi og viðtakandi kyndilbera stjórnarnefndanna og spurðum þau laufléttra spurninga.

KristóferHvernig á að haga sér á ströndinni?Eins og rússneski dólgurinn: Reyka vodkapeli, úfið hár, motta og níþröng Speedo skýla.

Jón ÞórAfhverju kaupir fólk sér hárlausa ketti?Því Passíusálmarnir mæla með því.

Markaðsstjóri

Anna BjörkLýstu Höllu með frumsömdu ljóðiHalla Margrét BjarkadóttirHnittin reynir að vera‘í djókiHennar brandarar eru þó oft langsóttirEnda er hún alltaf í hálfgerðu móki

HallaHvað ertu?Ég spyr mig oft að þvíEr ég eitthvað?Ha?What?

Verzlunarskólablaðið

MímirEf þú ættir að lýsa Pétri Geir með einu lagi, hvert væri lagið?If I were a boy - Beyoncé

PéturHvað myndir þú gera ef að það væru 3mín í sýningu og aðalhlutverkið myndi lenda í yfirliði?Beint að taka hans stað og fá smá ME-time á sviði!

Nemó

GunnhildurDo you even lift?Yeah brah, I lift!

ÚlfurNú náðum við 1 sigri af 3 í höfn á móti MR, hvað ætlar þú að gera til að redda 3 af 3 á næsta ári?Uuu, ég ætla að borða fullt af pönnupizzum á kostnað NFVÍ og vona að ég verði ógeðslega gáfaður við það.

Málfó

LeifurAfhverju er flugvélamatur svona blautur?Jog væt ekke, bara piotr kanske?

SigurbjörnHvor er skemmtilegri þú eða Leifur?Ég, því ég er með krullur.

Skemmtó

MarteinnNú tókst árið alveg helvíti vel hjá ykkur í Íþró, hvernig er að rétta Hugrúnu kyndilinn?Já, þetta helvítis ár er búið og það tókst helvíti vel. Núna hefur helvítis Hugrún tekið við og það er eiginlega helvíti erfitt að rétta henni helvítis kyndilinn.

HugrúnEr það rétt að módelsamningur við Eskimó fylgi nýju stöðunni?Nei, ég er hjá Elite!

Íþró

Page 39: VILJINN 2.tbl 2013

2.tbl 2013

39

Afhverju sumir deyja ungir er spurning sem við hljótum öll að velta fyrir okkur á lífsleiðinni þegar við sjáum fréttir af banaslysum sem eru búin að vera óvenju mörg á liðnu ári.Tólf ára strákur deyr í bílslysi, þriggja ára stúlka

deyr í fjórhjólaslysi, tveggja ára stúlka verður fyrir vinnuvél og átján ára stúlka deyr í bílslysi, ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt grunaður um ölvun við akstur. Förum aðeins lengra aftur í tímann: Tvær stúlkur létu lífið er ökumaður keyrði drukkinn undir stýri í sömu bifreið, beltin hefðu bjargað. Þrjár Mæðgur láta lífið í bílslysi, ungur strákur lætur lífið í spyrnu, ung stúlka lætur lífið í bílslysi þegar vörubíll úr gagnstæðri átt rennur í hálku.Þetta eru allt sláandi fréttir og ég held að enginn fari í gegnum dag sem svona fréttir berast án þess að hugsa: Afhverju? Hvers vegna veit enginn, slysin gerast og það er eitthvað sem við komumst ekki framhjá en getum kannski reynt að minnka. Þessi grein er ekki til þess að rifja upp sorglegar fréttir eða óhugnalegar minningar, hún er til þess að opna augu okkar allra sem lesum þessa grein. Höfum það sem reglu að þegar við setjumst upp í bíla skulum við spenna bílbeltin og sjá til þess að aðrir geri það líka því þú veist aldrei hvenær þau bjarga. Þegar við keyrum einhvers konar ökutæki skulum við vera viss um öryggi allra í kringum okkur og kanna aðstæður vel áður en haldið er af stað. Ef við erum þreytt skulum við ekki setjast undir stýri og síðast en ekki síst aldrei keyra undir áhrifum áfengis.Minn versti ótti er hversu vitlaust fólk getur orðið undir áhrifum áfengis og að sumir haldi í alvöru að það geti labbað út í bíl og keyrt af stað eftir að hafa neytt áfengis er ótrúlega rangt og ósanngjarnt. Sjálf veit ég ekki hvað fer um í huga fólks undir áhrifum áfengis því ég hef aldrei drukkið áfengi, en ég verð óvenju oft vör við að fólk segi: ,,Æi hún var bara full “ en fyrir mér er það engin afsökun. Ég held að þú myndir ekki nota það sem afsökun ef þú myndir t.d missa stjórn á bíl og verða jafnvel einhverjum að bana, hugsaðu aðeins út í það.Ég bið ykkur kæru Verzlingar, ef þið sjáið einhvern sem ætlar að aka af stað vitandi að sú manneskja sé undir áhrifum, stöðvið hana strax. Ekki leyfa neinum, hvað þá þér sjálfum/ri að halda að það sé í lagi, þú veist aldrei hvaða líf gæti verið í húfi.

Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, verum varkár

Guðný Ósk Karlsdóttir

HrafnkellEinhver ráð sem þú hefur að færa nýkjörnum forseta?Ekki segja neinum frá forseta-jakúsíinum. Ekki taka dóp með Þorkeli Diego ef þú hittir hann á Thorvaldsen, þó hann segi að það sé allt í góðu. Ekki tala við Inga skólastjóra um að breyta inntökuskilyrðum inn í skólann í því skyni að gera Verzló að arískri menntastofnun. Og hvað sem þú gerir. EKKI GERA GRÍN AÐ GULLEPLINU!

SigurðurEf þú yrðir að velja á milli forsetatignarinnar eða Gulleplis Verzló, hvort yrði fyrir valinu og afhverju?Ég myndi velja forsetatignina og í kjölfarið kaupa nýtt gullepli en úr alvöru gulli. Það væri mjög kaldhæðnislegt.

Prez

GunnarNú hefur þú staðið fyrir síenurteknum þrifum á kjallaranum, á skalanum 7-42 hverjar eru líkurnar á því að hann verði jafnhreinn á næsta ári?69 haha :P

PéturHvað ætlar þú að gera við peningana sem Gunni gaf þér?Ég ætla að kaupa hárlausan kött.

Féhirðir

SvanaTreystiru Kristínu fyrir verkefninu?Hahahahahaha, NEI! Hún var svo drullulöt í ár. Síðan er hún bara skrýtin. Nei, alveg mjög skrýtin.

KristínHvernig ætlar þú að láta blaðið höfða til beggja kynja?Hafa ógisslega mikeð af eikkerju svona make-up tútoríal og fullt af neðanbeltisbröndurum HAHA

Viljinn

AuðurAuður, á Jónas eitthvað í ykkur?Þegar toppnum er náð þá liggur leiðin bara niður á við. Djók! Ég hef fulla trú á Jónasi og ég get ekki beðið aftir að hann bjóði mér á frumsýninguna á næsta ári eftir þúsund grenjandi stress símtöl.

JónasHvert er þitt eftirlætis listform og hvernig ætlar þú að endurspegla það í Verzló á næsta ári? Uppáhaldið mitt er nútíma-krump. Ég hef samt því miður ekki æft það en hæfileikar mínir lofa góðu. Danshópurinn býður upp á að ég geti loksins sýnt heiminum hæfileika mína.

Listó

Page 40: VILJINN 2.tbl 2013

Myndaþáttur

Vindsins litadýrðMódelBrynja GuðmundsdóttirGuðrún Halla PálsdóttirHalla Berglind JónsdóttirMarteinn Pétur UrbancicNökkvi Fjalar OrrasonSilja Rós RagnarsdóttirÞórey Bergsdóttir

LjósmyndirÞórdís Þorkelsdóttir

Listræn stjórnunRakel Tómasdóttir

AndlitsmálningRakel Tómasdóttir

MyndvinnslaRakel Tómasdóttir

Page 41: VILJINN 2.tbl 2013
Page 42: VILJINN 2.tbl 2013
Page 43: VILJINN 2.tbl 2013
Page 44: VILJINN 2.tbl 2013
Page 45: VILJINN 2.tbl 2013
Page 46: VILJINN 2.tbl 2013
Page 47: VILJINN 2.tbl 2013
Page 48: VILJINN 2.tbl 2013