Viljinn 1. tölublað 2016

56
1 VILJINN VILJINN 1. tölublað 2016 109. árgangur

description

Viljinn, skólablað Verzlunarskóla Íslands

Transcript of Viljinn 1. tölublað 2016

Page 1: Viljinn 1. tölublað 2016

1

V I L J I N NV I L J I N N1. tölublað 2016

109. árgangur

Page 2: Viljinn 1. tölublað 2016

2

alma karenRITSTJÓRI

ísól rut

Lóa yona

Anna sigríður

lára margrét rakel

stella briemKæri Verzlingur

BIRKIR

ÚTGEFANDI: N.F.V.Í.PRENTUN: PrentmetUPPSETNING: alma karen knútsdóttir og Lóa Yona Zoe FenzyLJÓSMYNDIR: ALMA KAREN, LÁRA MARGRÉT OG LÓA YONAMYNDVINNSLA: ALMA KAREN OG LÁRA MARGRÉTÁBYRGÐARMAÐUR: Alma Karen Knútsdóttir FORSÍÐA: Anna Sigríður Jóhannsdóttir og Alma Karen Knútsdóttir

Þú ert að lesa fyrsta Vilja ársins. Í dag er svokallað millibilsástand fyrir hinn dæmigerða Verzling. Nemó búið en enn langt í lokapróf. Þá er um að gera að chilla smá og ef það er eitthvað sem gerir gott chill enn betra þá er það Viljinn. Þannig að hallaðu þér aftur, opnaðu nýja Viljann þinn og chillaðu í drasl. Í blaðinu gætir margra grasa að þessu sinni. Við erum með tvö afar ólík viðtöl, innsendar greinar og myndaþætti. Við fengum Stulla í 6.B til liðs við okkur og gætum ekki verið ánægðari með útkomuna. Svo er Heitt og Kalt auðvitað á sínum stað undir stjórn okkar eigin Snellu Briem.

Alma Karen Knútsdóttir

SÉRSTAKAR ÞAKKIRAnna Bryndís ZingsheimAnna María PálsdóttirArnór BjörnssonÁrni Davíð BergsÁrni vaktmaðurÁsdís Lilja ÓlafsdóttirÁsgeir Ingi ValtýssonBirta Steinunn RagnarsdóttirBryndís MöllerGréta Rós FinnsdóttirGuðrún Eiríksdóttir

HB GrandiÍsak Ernir SveinbjörnssonJón KaldalMálfundafélag Verzlunarskóla ÍslandsMikael Emil KaaberRagnheiður Sóllilja TindsdóttirSigrún Halla HalldórsdóttirSturla MagnússonVignir Daði ValtýssonÞórður Sigurgeirsson

Page 3: Viljinn 1. tölublað 2016

3

EFNISYFIRLIT5 VERTU DÖMULEG

6 JAKKATÍSKA VERZLINGA8 Kostur eða galli?

10 innlit í fataskáp verzlinga14 Heitt og Kalt

16 Besta í bænum17 Kalt og Heitt

18 Hvað er að gerast í heiminum20 gkr

23 instagram25 stormurinn

28 Twitter29 skiptinám til nýja sjálands

30 Where are they now32 sumarvinna/Unglingsárin

34 tískumyndaþáttur39 maría og ingileif

42 Á vit ævintýranna44 101 reykjavík

Page 4: Viljinn 1. tölublað 2016

4

Page 5: Viljinn 1. tölublað 2016

5

Þegar ég var lítil lék ég mér með dúkkur, snyrtidót og hreingerningaráhöld. Allt sem ég átti var bleikt því ég vildi hafa allt stelpulegt, þó svo að ég vissi ekki almennilega hvað það orðið stelpulegt þýddi. Ég ásamt nánast öllum öðrum stelpum leit upp til Disney prinsessanna og þegar ég var spurð hvað ég vildi vera þegar ég yrði stór var svarið mitt oftas nær „sæt prinsessa.“

Það hefur auðvitað margt breyst frá því að ég var 5 ára en þegar ég hugsa út í æsku mína verð ég oft svolítið pirruð. Ekki bara pirruð út í foreldra mína fyrir það að hafa leyft mér að leika með bleika ryksugu heldur einnig út í alla þá fullorðnu í kringum mig sem sögðu mér ótal sinnum „mundu að vera dömuleg.“

Þegar litlar stelpur eru óþekkar eða eru erfiðar er þeim sagt að það sé nú ekki mjög dömuleg hegðun. Er það sama sagt við stráka? Nei. Þetta er allt saman

undirstaða þess að þegar strákar taka stjórn eða sýna leiðtogatakta eru þeir ákveðnir en þegar stelpur gera það sama eru þær stjórnsamar, frekar og ekki dömulegar.

Disney prinsessurnar eru hið versta form staðalímynda að mínu mati því þær ýta undir þessa pressu að vera sætar, mjóar, ljúfar og dömulegar. Pressan að vera dömuleg er aðeins ein hlið af ruglinu sem þessar prinsessumyndir gefa frá sér. Allar þessar prinsessur eru ekki bara óraunverulega mjóar og fallegar heldur eru þær allar óákveðnar og ósjálfbjarga og þurfa einhvern prins til þess að bjarga þeim úr veseni en HEY þær eru allavegana dömulegar. Ariel fórnaði t.d röddinni sinni, það mikilvægasta sem við konur höfum í þessum heimi, fyrir fætur til þess að hún gæti fengið að vera með prinsinum. Hvar er sjálfstæðið Ariel?

Ég er oft mjög ýkt í því að brjóta upp

þetta dömulega form sem samfélagið hefur skapar mér en það er vegna þess að ég tel það nauðsynlegt ef við ætlum okkur einhvern tímann að breyta þessu. Ég fór í kjólfötum á Peysó og fannst það ekkert stórmál en dramatísku viðbrögðin sem ég fékk sýndu mér einmitt hvað þetta var nauðsynlegt. Maður þarf ekki að gera eitthvað rosalegt til þess að taka þátt í að breyta þessu formi. Litlir hlutir eins og að svara fyrir sig, standa á sínu, vera ákveðin og að láta ekki vaða yfir sig hjálpa þessari baráttu.

Stelpur þurfa að hætta að trúa því sem samfélagið hefur troðið inn í hausinn á okkur frá því að við fæddumst. Ekki vera hræddar við að vera of stjórnsamar eða of ákveðnar eða of strákalegar. Verum bara við sjálfar, hættum að halda að við séum „bossy” þegar við eigum að líta á okkur sem „the boss.”

VERTU DOMULEG. .

Stella Briem 5-J

Page 6: Viljinn 1. tölublað 2016

6

jakk

atis

ka v

erzl

inga

Umsjón og myndir: Lára Margrét, Lóa Yona og Stella Briem

´

Page 7: Viljinn 1. tölublað 2016

7

Page 8: Viljinn 1. tölublað 2016

8

Ég sjálf þekki þetta mjög vel. Ég hef alltaf verið svona „allt eða ekkert“-manneskja. Ég þurfti að gera allt fullkomlega, annars var það ekki nógu gott. Annars var ég ekki að gera mitt besta og það var algerlega óásættanlegt. Samt sem áður dæmdi ég aldrei aðra fyrir að ná ekki settum markmiðum, hvort sem það kom að því að ná prófum eða gera mistök. En ég einhvern veginn gat ekki horft á sjálfa mig með sömu auðmýkt. Ég held það séu nefnilega margir sem upplifa sjálfan sig sem sinn stærsta óvin en það á ekki að vera þannig.

Ég hef alltaf haldið að ég hefði frekar sterka sjáfsmynd en þegar ég horfi á sjálfa mig út frá rökréttu sjónarhorni hef ég komist að ég hafði líklega rangt fyrir mér. Enginn er fullkominn. Þannig að ef ég get ekki verið sátt með sjálfa mig nema ég standi mig fullkomlega á öllum sviðum, er það þá sterk sjálfsmynd? Fólk með fullkomnunaráráttu lætur það nefnilega ekki duga að vera gott í sumu, heldur er takmarkið að ná settum markmiðum í öllu og oft eru þessi markmið allt of hátt sett. Oft lítur maður í kringum sig og sér hvað aðrir hafa allt á hreinu. Sérstaklega í Versló. Í Versló virðist meirihlutinn af skólanum vera með allt á hreinu og þá er auðvelt að fara að bera sig saman við aðra ef sjálfsmyndin er ekki alveg nógu sterk. Málið er samt að allir lenda í einhverju á lífsleiðinni sem setur strik í reikninginn, gerir allt það sem þú þarft að gera og vilt gera aðeins erfiðara. Þá er eina leiðin til þess að fúnkera áfram að slaka aðeins á kröfunum. En fyrir fólk með fullkomnunaráráttu er það hægara sagt en gert.

Ég hef sem betur fer átt tiltölulega auðvelt líf, engin meiriháttar áföll. Mér leið alltaf frekar aumingjalega þegar vinkonur mínar sögðu mér frá sínum raunum því mínar voru svo smávægilegar að þær gerðu mér ekki erfitt fyrir á neinn hátt. Ég gat ennþá lifað í þessari búbblu þar sem allt gekk upp. En rétt eftir Páska 2015 hafði ég allt í einu ekki fullkomna stjórn á öllu lengur. Ég fékk veirusýkingu sem var ansi svæsin. Ég hélt samt að ég hefði náð mér að fullu eftir 4 daga í rúminu og var mætt aftur í skólann, ready í lokapróf. Það sem ég vissi ekki þá var að þessi veira olli því að ónæmiskerfið mitt brotnaði algjörlega niður. Viku seinna fékk ég lungnabólgu. Síðan kinnholusýkingu. Síðan ofnæmislost sem endaði með yfirliði, geggjað töff glóðarauga, öri og viti menn, annarri sýkingu. Í október fékk ég svo enn eina kinnholusýkinguna.

Svona hélt þetta áfram út haustið og eftir tíunda sýklalyfjakúrinn var ég orðin svo veikburða að ég entist ekki út skóladaginn. Þá ákvað ég að fara í fjarnám. Þarna voru 6 mánuðir liðnir frá páskum og læknarnir farnir að furða sig á þessu. Mig svimaði stanslaust, var með mikla verki, kastaði upp, fékk þreytuköst þar sem ég gat hvorki hreyft legg né lið og gat á tímabili ekki labbað óstudd upp stigann heima hjá mér. Ekkert kom út úr blóðprufum og enginn skildi hvað var í gangi, þangað til einn daginn að greiningin kom. Krónískur sjúkdómur sem

heitir M.E. eða Chronic fatigue syndrome. Þetta var mögulega besti dagur ársins. Nú var óvissan búinn og ég vissi loksins hvað þetta væri, ekkert hættulegt en samt sem áður engin lækning á töfluformi til. Ef ég yrði heppin gæti ég mögulega náð fullum bata eftir nokkra mánuði eða ár. Ég þurfti bara að gera smávægilegar breytingar á lífinu eins og að taka út sykur, hreyfa mig minna, hvíla mig meira og passa upp á álag.

Þetta var allt saman ekkert mál og ég var framan af mjög sátt og jákvæð með þetta, allavega svona út á við. Það sem ég átti hins vegar

erfiðast með var að ég skammaðist mín svo mikið. Skammaðist mín fyrir að fara í fjarnám, mæta ekki allt sem mér var boðið, mæta ekki á alla Viljafundi eða alla bekkjarhittinga. Eina markmiðið sem ég setti mér var að byrja aftur í dagskólanum eftir áramót, því ef það er eitt sem ég get sagt af einlægni er það að fjarnám er fokkings leiðinlegt. Það gekk upp og ég mætti aftur en ennþá var þessi skömm yfir því að mæta ekki alla daga og líða eins og aumingja. Samt sem áður vissi ég vel að enginn annar var að hugsa svona um mig. Það var bara ég sjálf sem var ekki með mér í liði. Nú hef ég samt ákveðið að segja stopp. Læknarnir sögðu mér að það væri of mikið að vera í fullum

dagskóla og ekki raunhæft að útskrifast í vor. Ég vil hins vegar frekar taka áhættuna, hætta að vera hrædd við að mistakast í stað þess að verða einhver sjúklingur. Ef ég stend ekki með árgangnum mínum í Háskólabíói í vor þá er það bara svekk, en heimurinn ferst ekki. Ég get ekki lengur ráðið yfir öllu því að sjúkdómurinn pælir ekki í því hvort besta vinkona mín eigi afmæli, ég sé á leiðinni í lokapróf eða hvort Vælið sé í kvöld.

Þó að síðasta árið mitt í Versló hafi ekki verið eins og ég ímyndaði mér það þá myndi ég aldrei skipta þessu út fyrir neitt. Því að ég hef virkilega komist að því hvað er mikilvægt og hvað ég er heppin. Ég er heppin að hafa frábæra kennara sem taka tillit og eru virkilega skilningsríkir. Ég er heppin að vera í besta bekk sem ég gæti ímyndað mér þar sem enginn kippir sér upp við að ég mæti ekki heldur taka þau mér opnum örmum þegar ég mæti. Ég er heppin að vera í frábærri nefnd sem hefur stutt mig í gegnum þetta allt. Ég er heppin að eiga góða fjölskyldu sem hefur hjálpað mér. Ég er heppin að vera í vinahóp sem býður mér alltaf með þó ég beili 5 sinnum í röð útaf því ég er of slöpp. Ég er líka óendanlega heppin að eiga vinkonur sem bjóðast alltaf til að koma í heimsókn þegar ég er á spítala og taka fram yfir hendurnar á mér þegar ég reyni að vera sterkari en ég er. Síðast en ekki síst er ég heppin að hafa loksins þurft að hætta að reyna að vera fullkomin og takast á við áráttu sem ég vissi ekki að ég hefði. Nú get ég loksins hætt að skilgreina mig út frá því sem ég áorka og byrjað að skilgreina mig út frá því hvers konar manneskja ég er. Í þessu öllu felst raunveruleg hamingja, ekki í 10 á prófi eða einhverri fullkomnum sem er ekki til.

„EF GERT ER ÓHÓFLEGA MIKIÐ AF EINHVERJU, ER SAGT AÐ VIÐKOMANDI SÉ MEÐ ÁRÁTTU OG EF SÁ HINN SAMI HUGSAR OFT UM EITTHVAÐ ER

SAGT AÐ HANN SÉ MEÐ ÞRÁHYGGJU.”

K O S T U R E Ð A G A L L I ?Anna Sigríður 6-S

Fullkomnunarárátta. Fullkomnunarárátta er orð sem mér finnst frekar skrítið. Að langa svo mikið til þess að standa sig fullkomlega að það verður að áráttuhegðun. Ef gert er óhóflega mikið af einhverju, er sagt að viðkomandi sé með áráttu og ef sá hinn sami hugsar oft um eitthvað er sagt að hann sé með þráhyggju. Ég held það geti flestir verið sammála um að áráttuhegðun sé ekki heilbrigð. Samt sem áður eru margir sem líta á fullkomnunaráráttu sem jákvæðan hlut, setja ákveðið samasemmerki á milli fullkomnunaráráttu og vandvirkni eða metnaðar. Ég held að þar liggi vandinn. Fólk sem glímir við þessa áráttu áttar sig ekki á því að þetta er ef til vill eitthvað sem vert er að vinna í.

Page 9: Viljinn 1. tölublað 2016

9

Verzlingar fá 30% afslátt ef keypt er samloka og

djús combo

Page 10: Viljinn 1. tölublað 2016

10

INNLIT Í FATASKÁP VERZLINGA

Hverjar eru þínar uppáhalds fatabúðir? Spúútnik, Fatamarkaðurinn, American Apparel og Urban Outfitters.

Verslarðu mikið á Íslandi? Já, ég versla frekar mikið í Fatamarkaðinum.

Hver er þín uppáhaldsflík og af hverju? Svartur faux fur jakki, mér finnst hann hafa smá class

Hvað fær þig til að heillast að flík? Erfitt að segja, yfirleitt litur og áferð

Hvar sækiru innblástur fyrir fatastíl þinn? M.a. á hinum ýmsu Instagram aðgöngum.

Áttu mikið af fötum? Já það má segja það, mögulega of mikið.

Gætiru sagt okkur einhverja skemmtilega sögu um hvernig þú eignaðist einhverja flík?Fann einu sinni ótrúlega sætan svartan jakka hjá ömmu og hún gaf mér hann, svo týndist hann (ekki mjög skemmtilegt en eftirminnilegt).

ÞÓRÐUR 6-B

Page 11: Viljinn 1. tölublað 2016

11

Page 12: Viljinn 1. tölublað 2016

12

INNLIT Í FATASKÁP VERZLINGASÓLLILJA 1-E

Page 13: Viljinn 1. tölublað 2016

13

Hverjar eru þínar uppáhalds búðir?Ég á mér engar sérstakar uppáhalds fatabúðir. Mér finnst bara gaman að skoða í mismunandi búðum og kaupi bara það sem mér finnst flott. En þær búðir sem ég kaupi aðallega fötin mín frá eru Zara, H&M, Levi’s og Urban Outfitters.

Verslarðu mikið á Íslandi?Voða lítið ég er mest fyrir það að kaupa í útlöndum. Oftast þegar ég fer til útlanda kaupi ég fullt af fötum og svo þegar ég kem heim kaupi nánast ekki neitt.

Hver er þín uppáhaldsflík og af hverju?Ég verð eiginlega að segja leðurjakkinn minn þar sem ég er mjög oft í honum og hann passar nánast við allt.

Hvernig veluru fötin þín?Ég get aldrei keypti föt án þess að vera að minnsta kosti tvisvar sinnum búin að skoða þau áður. Ég pæli líka mjög mikið í því hvenær ég myndi nota flíkina, hvort ég þurfi á henni að halda og hvort hún passi við það sem ég á nú þegar. Það fer líka bara eftir því hvernig stuði ég er í, stundum er langar mig í eitthvað litríkt og öðruvísi en svo get ég líka bara verið mikið bara fyrir stílhreinar flíkur í plain litum. Ég reyni líka oft þegar ég kaupi mér föt að velja eitthvað sem myndi ekki endlega falla inn fyrir þægindaramman minn.

Hvar sækiru innblástur fyrir fatastíl þinn?Ég sæki aðallega innblástur frá netinu. Ég er mikið fyrir að horfa á youtube og sæki því aðallega innblástur þaðan. Ég hef mjög gaman að því að skoða svona “lookbook” og “clothing hauls”. Svo auðvitað fæ ég innblástur frá umhverfinu og öðrum samfélagsmiðlum eins og t.d. instagram og tumblr.

Áttu mikið af fötum?Nei, ég myndi ekki segja það. Bara svona passlega mikið. Ég er samt alltaf til í því að eignast meira.

Gætirðu sagt okkur einhverja skemmtilega sögu um hvernig þú eignaðist einhverja flík? Ég hef mjög mikinn áhuga á því að sauma og hef því saumað nokkrar flíkur á sjálfan mig sem ég nota tilltölulega oft. Svo á ég líka alveg þó nokkrar peysur af ömmu minni hún prjónaði og var vön að nota fyrir löngu.

Page 14: Viljinn 1. tölublað 2016

14

HEITT

EINNOTAMYNDAVÉLAROldschool og gaman

DEDDARINNNærð mér kannski næst Sigrún Halla

GÓÐI HIRÐIRINNVintage himnaríki

SEVEN UPIn the club

KYLIE JENNER LIP KITNauðsynlegt fyrir mainstream skvízur

FOKK OFBELDI HÚFURNARStyðjum konur á flótta

MOULIN ROUGEMust see fyrir alla

HÚRRA 2.0YEEZY SEASON “Respect the struggle...Respect the hussle...Respect the dream... Respect the movement”

Page 15: Viljinn 1. tölublað 2016

15

KALT

DONALD TRUMPDonalt Prump

DVLeave it in 2015

GLÓSUPERRARShareing is caring mfbiatch

ÞRÍSLEIKIRFjórsleikur is the new þrísleikur

FIT FOR MAGALUFFokk staðalímyndir

ÁRAMÓTAHEITAdmit it, ert löngu búin(n) að gleyma heitunum þínum

UNGLIÐAHREYFINGAR„Þú getur skráð þig úr flokknum strax á morgun”

Page 16: Viljinn 1. tölublað 2016

16

BESTA SUNDLAUG: VARMÁRLAUG (AT NIGHT HEHE)

BESTU FRANSKAR: LAUNDROMAT

BESTA KAFFIÐ: REYKJAVÍK ROASTERS

BESTA NÆÐIÐ: STOFAN (NEÐRI HÆÐ)

BESTA KEBAB: MANDI (HLAL BESTI)

BESTI BRUNCH: SLIPPBARINN

BESTA ÚTSÝNIÐ: VITINN Á GRANDA

BESTI GÖNGUTÚRINN: GRJÓTAÞORPIÐ

BESTA BAKARÍ: SANDHOLT

BESTI HJÓLATÚRINN: GRÓTTA

BESTA DATEPLACE: CAFÉ FLÓRA

BESTI RÚNTURINN: ÓLI HRAFN

B E STA Í B Æ N U M

Page 17: Viljinn 1. tölublað 2016

17

K A LT O G H E I T T

Þetta ójafnvægi sem ég tala um er hitastigið í skólastofunni minni. Þegar líður á daginn og allir eru þreyttir byrja menn að taka eftir hitastiginu og þá geta menn orðið brjálaðir. Bekkurinn skiptist þá í tvennt. Þetta litla þjóðfélag sem við köllum bekk klofnar að innan og byrjar í stríði við sjálft sig. Og pólitíkusanir sem við köllum nemendur stofna hópa byggða út frá skoðunum á hitastiginu, þeir sem sitja hægra megin í bekknum vilja kaldari stofu en þeir sem eru vinstra megin vilja heitari stofu. Vinstri og hægri berjast upp á líf og dauða og kappræður eru haldnar. Hægrisinnaðir vilja opna hurð til að loftið nái að blása gegnum stofuna en vinstrisinnaðir vilja halda því fram að ef við opnum hurðina

berist hljóðmengun inn sem mun gera það erfiðara að læra. Hægri þræta fyrir að við þurfum að nýta auðlindir ríkisins sem við köllum úlpur og klæða okkur í þær þannig að þeim sem er kalt verði heitt. En vinstri sinnuðu hipparnir vilja vera allsberir og drekka frá fjölnota bambus- og sílíkonbrúsunum sínum. Þessar kappræður geta orðið blóðugar og forseti þjóðfélagsins sem við köllum kennara beitir oft neitunarvaldi. Hann segir oft: „Arnór! Einfaldasta lausnin á þessu máli væri að henda þér út! Þá gætir þú staðið úti í kuldanum og við hin gætum lært“.

Hahahaha fáfræði. Fáfræði segi ég! Ég er ekki sá eini sem vill fá að opna hurðina og gluggana! Ég er með helming þjóðfélagsins

með mér! Alveg eins og þegar helmingur þjóðfélagsins skiptist í gullitaðan og hvítan eða bláan og svartan. Eða hvað? Ég komst að því um daginn að þetta var allt í hausnum mínum. Ég, Arnór Björnsson, stend einn. Ég er sá eini sem vill hafa kalt í stofunni. Allir aðrir eru á móti mér. Guð minn almáttugur. Ég er Yoda. Ég er Yoda og allir klónarnir mínir eru að snúast gegn mér. Hvað geri ég þá? Mig langar að mæta nakinn í skólann en Sigrún Halla yrði brjáluð.

“I have a dream that one day it will not be kalt in skólastofur”.

- Martin Luther king.

Arnór Björnsson 4-A

Sæl og blessuð. Arnór Björnsson heiti ég og er nemandi hér í Verzlunarskóla Íslands. Ég er í 4-A og stofan okkar er stofa 402 á nýju álmunni á 4. hæð. Mér líkar vel við bekkinn minn og alla kennarana. Hver dagur í skólanum er tækifæri til að mennta mig enn frekar og það er að sjálfsögðu heiður. Mér líður vel í skólanum. Mér finnst allur skólinn vera í fullkomnu jafnvægi. Gott jafnvægi milli kennara og nemenda, tíma og frímínútna, meistara og höfðingja. Nema hvað. There is a disturbance in the force. Bara smá blettur af ójafnvægi sem eyðileggur samt svo innilega mikið...Eins og illa staðsettur Jenga kubbur. Sem lætur allan turninn hrapa.

Page 18: Viljinn 1. tölublað 2016

18

Við sem þekkjum til kristinnar trúar vitum að það er ekki bara einn hópur kristinna manna heldur margir en stærstu hóparnir eru kaþólikkar og mótmælendur. Þessir hópar myndast út frá klofningi og til að byrja með háðu þessir hópar stríð sín á milli en í dag lifa flestir meðlimir þessara trúarhópa í sátt og samlyndi. Á sama hátt átti sér stað klofningur í íslamskri trú en íslömsk trú skiptist upp í Sunni múslima og Shia múslima og hafa þessar kvíslir alls ekki búið saman í sátt og samlyndi.

Íslömsk trú byrjaði í kringum 610 þegar spámaðurinn Múhameð fékk tilkall um að opinbera texta og dreifa boðskap hans. Texti þessi er í dag kallaður Kóraninn. Múhameð dreifði þessum boðskap um eingyðistrú yfir næstum allan arabíuskagann. Þegar Múhameð lést fóru af stað deilur um hvernig ætti að velja leiðtoga Múslima. Shia múslimar trúa því að arftakar Múhameðs ættu að koma úr fjölskyldu hans og að Múhameð hafi valið Ali, tengdaföður sinn, til forystu. Sem sagt að leiðtogar ættu að geta rakið tengsl til Múhameðs. Sunni múslimar trúa

hins vegar því að það hafi ekki verið Múhameð sem valdi sér arftaka heldur hafi það verið nánustu vinir hans. Þeir trúa sem sagt því að fólkið ætti að kjósa þann sem það vill hafa sem leiðtoga.

Um það bil 80-90% múslima eru Sunni múslimar. Shia múslimar eru samt í miklum meirihluta í Íran og Írak. Þrátt fyrir það hafa komið tímabil þar sem Sunni múslimar hafa verið við völd í þessum löndum. Um aldamótin var Sunni músliminn Saddam Hussein við völd í Írak. Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak árið 2003 og við það komust Shia múslimar aftur til valda. Við innrásina voru Sunni múslimar niðurlægðir og gerðir brottrækir úr samfélaginu. Við þessa aðgerð má segja að samfélagið og innviðir þess hafi laskast verulega. Uppgang öfgahópa á þessum slóðum má því að einhverju leyti rekja til þessarar innrásar Bandaríkjamanna. Forsenda innrásarinnar er umdeild og verður ekki farið nánar út í hana hér en hún skapaði kjöraðstæður fyrir samtök eins og Al-Qaeda og Isis.

Lára Margrét 4-U

Samkvæmt orðabók er hugtakið hryðjuverk skilgreint sem „notkun ofbeldisverka til að hræða fólk á ákveðnu svæði til að reyna að ná fram pólitískum markmiðum“. En hvað er það sem veldur þessu? Hvað veldur því að fólk fer út í þessar öfgar eingöngu til að ná fram einhverjum pólitískum tilgangi? Ýmsar spurningar hafa brunnið á vörum margra síðan hryðjuverkaárásirnar áttu sér stað í París í haust. Spurningar sem hafa í raun leitað á okkur í mjög langan tíma en maður gefur sér aldrei færi á að leita svara við. Ósjálfrátt tengjum við hryðjuverk við múslima og íslamska trú, en er það svo? Hvað er Isis? Hvernig starfa þau og hver er tilgangur þeirra? Af hverju eiga þessi hryðjuverk sér stað og eru þau af trúarlegum toga?

HVAÐ ER AÐ GERAST Í HEIMINUM?

Page 19: Viljinn 1. tölublað 2016

19

Al-Qaeda eru alþjóðleg hernaðarsamtök Sunni múslima stofnuð árið 1989 af Osama bin Laden og vinum hans en hægt er að rekja þennan „vinahóp“ til fólks sem barðist í stríði Sovétríkjanna við Afganistan. Þessi samtök hafa verið flokkuð sem hryðjuverkasamtök af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (UNSC) og fleiri alþjóðlegum stofnunum og löndum. Al-Qaeda hafa framkvæmt margar árásir á fólk sem er sagt vera „kafir“ en það hugtak er notað yfir fólk sem hafnar eða trúir ekki á guð eða hinn trúarlega sannleika. Samtökin standa einnig á bakvið margar frægar sprengjuárásir en frægust af öllum er árásin á Tvíburaturnana 11. september 2001.

Á þessum tíma fóru hugmyndir Al-Qaeda um heilagt stríð víða. Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi hitti Osama bin Laden nokkrum sinnum með það í huga að stofna samtök svipuðum Al-Qaeda. Hann fékk frá Laden hugmyndir og fjárstyrk fyrir æfingabúðirnar sem hann ætlaði að setja upp. Það var svo árið 1999 sem Abu Musab al-Zarqawi stofnaði samtök sem hann nefndi Jama’at al-Tawhid wal-Jihad. Seinna meir sameinuðust þessi samtök Al-Qaeda þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak. Þau voru þá kölluð Al-Qaeda in Iraq eða armur Al-Qaeda í Írak.

Bandaríkjamenn drápu Zarqawi árið 2006 og nýr leiðtogi tók til starfa, Abu Bakr al-Baghdadi sem nefndi samtökin hið Íslamska ríki í Íraq (e. Islamic state in Iraq). Í apríl 2013 breyttu þau sér í Islamic State of Iraq and the Levant, betur þekkt undir nafninu ISIS, ISIL, IGIL, Daish eða Daesh. Baghdadi er enn þann dag í dag leiðtogi samtakanna og hafa þau höfuðstöðvar í borginni Al-Raggah í Sýrlandi. Í dag eru bardagamenn Isis um það bil 30.000 og bætast enn margir við á hverjum degi. Þeir sem bætast við eru t.d. Sunni múslimar sem finnst þeir kúgaðir af stjórnvöldum, menn sem hafa misst fjölskyldu sína í stríðinu og múslimar frá öðrum löndum sem sjá aðgerðir samtakanna á netinu. Samtökin hafa mikið fé á milli handanna en talið er að þau séu auðugustu hryðjuverkasamtök í heimi. Í fyrstu er talið að auðmenn frá olíuríkjum hafi styrkt samtökin en nú fjármagni þau sig að mestu leyti sjálf. Þau selja olíu en einnig taka þau bara pening úr bönkum og af borgurum.

Í júní 2015 lýstu samtökin því yfir að þau væru að mynda svokallað „califat“ sem er vísun í veldi múslima á fyrstu öldum íslam. Þar með flokkast samtökin til svokallaðra salafista. Salafism er hugmyndafræði ríkjandi innan Sunni múslima sem byggist á því að hverfa aftur til fornra tíma. Þar er breytingum innan trúarinnar hafnað og litið á fyrstu

aldir íslam sem einhvers konar fyrirmyndartímabil. Isis samtökin temja sér þessa hugmyndafræði og taka hana enn lengra og ýktara en þetta er einmitt hugmyndafræðin á bakvið árásir þeirra á aðra múslima, sérstaklega Shia múslima. Samkvæmt þeim eru flestir múslimar nú til dags ekki að stunda nógu hreina útgáfu af íslam.

En nú er spurningin, eru þessi hryðjuverk framin af trúarlegum toga? Samtök eins og þessi kenna sig við íslamskt ríki, eru með hugmyndafræði sem er af trúarlegum toga og segjast fremja voðaverkin í nafni Allah til að ná fram trúarlegum markmiðum. Því bendir væntanlega mikið til þess að þetta sé

allt gert í nafni trúarinnar. En það sem þetta snýst í rauninni um eru völd. Trúarbrögð yfir höfuð snúast um hver hefur völdin, allt er gert í nafni valdsins. Nú hafa til dæmis Isis náð völdum yfir miklum hluta Mið-Austurlanda og ætla ekki að stoppa þar. Allir þeir sem ekki vilja gerast Sunni múslimar eða í raun bara allir þeir sem ekki hlíða, jafnvel bara þeir sem borga ekki skatta, eiga á hættu að verða drepnir. Fólk flýr í umvörpum frá heimalandi sínu og margir deyja á leið sinni í leit að betra lífi.

Isis eru talin ein mesta ógn okkar tíma og hafa vestrænir leiðtogar með Bandaríkjamenn í fararbroddi sagst ætla að stöðva framgang þeirra með hernaðaraðgerðum. Það gefur hugmynd um hvers konar samtök þetta eru þegar samtök eins og Al-Qaeda lýsa því yfir að þau vilji slíta samböndum sínum við Isis. Bandaríkjamenn hafa staðið fyrir sprengjuárásum á höfuðstöðvar þeirra í Írak og Nú fyrir stuttu hafa þeir, ásamt nokkrum Arabaríkjum, hafið árásir á vígasveitirnar í Sýrlandi. Yfir 40 ríki hafa myndað bandalag til að berjast gegn Isis með hernaðarlegum aðgerðum.

Eins og margir tóku eftir í nóvember síðastliðnum þegar árásirnar í París áttu sér stað eru samtökin mjög virk á samfélagsmiðlum. Þar lýstu þau yfir ábyrgð sinni á árásinni. Þau hafa einnig gefið frá sér mörg hrottaleg myndbönd en vestrænar þjóðir byrjuðu ekki að taka eftir voðaverkum samtakanna fyrr en þau byrjuðu að afhausa hvíta vestræna menn og setja myndbönd af því á netið. Samtökin lokka einnig nýja meðlimi til sín í gegnum netið. Margir múslimar frá öðrum löndum fara þangað til að berjast í nafni trúarinnar en sjá í rauninni bara hreinan viðbjóð og ofbeldi sem á ekkert skylt við trú. Þeir snúa þá heim aftur en þá er spurning hvernig stjórnvöld landanna eiga að taka á móti þessu fólki, því það snýr til baka með hernaðarkunnáttu og mögulega annað hugarfar. Sum lönd hafa tekið upp nokkurs konar endurhæfingu á meðan aðrir henda fólkinu beint í fangelsi.

Ljóst er að það er mikill órói í heiminum í dag. Flóttamannastraumur er vandamál sem allar þjóðir heims þurfa að takast á við, fólk flýr voðaverk sem framin eru í Mið-Austurlöndum því lang flestir vilja lifa í sátt og samlyndi. Það er mikið verk fyrir höndum og alveg ljóst að það er ekki hægt að sprengja vandamálin í burtu eins og Bandaríkjamenn hyggjast gera. Það sýnir sig með innrásinni í Írak að ef sprengjuárásir myndu virka væru þessi lönd öll orðin fyrirmyndarlönd. Það þarf að byggja upp innviði þessara samfélaga, til að þau geti byggt sjálf upp samfélag sem þau vilja búa í.

„ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ SPRENGJA

VANDAMÁLIN Í BURTU”

Page 20: Viljinn 1. tölublað 2016

20

GKR Ann

a Si

gríð

ur 6

-S

Varstu alltaf ákveðinn í því að verða tónlistarmaður?

„Það kom og fór þegar ég var yngri en þegar yfir er litið þá var þetta nokkuð óumflýjanlegt held ég.”

Gaukur byrjaði að semja um svipað leyti og hann byrjaði í menntaskóla en hann hóf menntaskólagönguna í Kvennaskólanum í Reykjavík. Þar var hann mjög þunglyndur og leið ekki vel.

„Allir voru duglegir að sinna náminu en ég var ekki duglegur,

féll tvisvar á öðru ári. Í seinna skiptið sem ég féll þá mátti ég ekki taka bekkinn aftur svo ég þurfti að skipta um skóla.“

Svo heppilega vildi til að Gaukur gat skipt yfir í Myndlistaskólann í Reykjavík, útskrifaðist sem stúdent í sjónlist og segir þann skóla hafa hjálpað sér alveg gríðarlega mikið.

„Ég gat verið meiri ég en áður, fékk útrás fyrir hugsanir og kynntist fullt af íslenskum listamönnum, sem sumir hverjir voru að kenna mér. Stundum þorir maður ekki að breyta til og

fylgir öllum öðrum. Þó svo að allir aðrir séu að gera eitthvað, þá þýðir það ekki að það sé það rétta. Það þýðir ekki að þú verðir hamingjusamur þótt þú gerir það sama og allir aðrir, alls ekki, gerðu bara það sem þú vilt.“

Hvernig fór boltinn að rúlla hjá þér?

„Þetta byrjaði eiginlega þegar ég gaf út lagið BALLIN í febrúar 2015, eftir það spilaði ég svo í fyrsta skiptið live á Prikinu. Það var alveg troðið og ég stóð mig mjög vel, það var rosalega

gaman og svo út frá því byrjaði mjög mikið að gerast.“

GKR náði vinsældum á tiltölulega stuttum tíma svo við erum forvitnar að vita hvort hann sé með umboðsmann, eða hvernig hann fór eiginlega að þessu?

„Nei nei, enginn umboðsmaður. Ég veit ekki hvað það er, ég hef hjartað í þessu og er mjög duglegur, örugglega bara það. Hugsa rosalega mikið og spái í öllu. Það er kostur en stundum mjög mikill ókostur.”

Ísól

Rut

6-T

GKR er nafn sem hefur án efa farið framhjá fæstum. Hógvær segist Gaukur Grétuson bara vera „strákur úr herberginu sínu í Vesturbænum“, en við vitum betur. Árið 2015 var stórt hjá Gauki en þá varð hann, á svo virðist sem einni nóttu, einn vinsælasti hip hop-listamaður landsins. Við fengum að ræða við hann um listina, velgengnina, framtíðina og morgunmat.

Page 21: Viljinn 1. tölublað 2016

21

Nú vaktirðu mikla athygli á Airwaves, var þetta eitthvað sem þú bjóst við?

„Jájá, ég bjóst alveg við þessu eins og ég bjóst við miklu áhorfi á Morgunmatur myndbandið. Svolítið eins og Conor McGregor útskýrir; ég er löngu búinn að sjá þetta fyrir og svo gerist það. Ég er samt alltaf undirbúinn því að það gerist ekki. Ég vona það besta en er undirbúinn því versta. Ég veit aldrei alveg 100% hvort hlutirnir gerist eins og ég hafði séð þá fyrir. Um leið og eitthvað gerist síðan þá hugsa ég hvað komi næst, hvað ég þurfi að gera núna. Ég næ ekki að njóta nógu mikið, ég hugsa alltaf bara að ég vilji meira og meira og meira og meira. Gera betur og betur og betur og betur.”

Þó að tónlistin og „giggin“ hans GKR hafi orðið vinsæl eru það ekki síður myndböndin við lögin hans sem hafa vakið athygli innan íslensku tónlistarsenunnar. Þau hafa fengið mikið áhorf og þrátt fyrir að vera mjög upptekinn þessa daganna gerir Gaukur öll myndböndin sín sjálfur. Þau eru öll ólík og frekar hrá á mjög skemmtilegan hátt (mælum með að kíkja á þau). Gaukur segist þakklátur þeim sem fylgjast með vídjóunum sínum.

„Mér finnst oft svo gaman að horfa á myndbönd með rappi. Stundum hlusta ég ekki einu sinni á lag frá rappara bara því það er ekki vídjó við það. Ég er alltaf að leggja meiri og meiri metnað í vídjóin mín. Mér finnst geðveikt að gera kúl vídjó. Það sem mestu skiptir fyrir mér er að þau séu skemmtileg, að þau hafi einhvern sjarma og „meiki sense”. Þú getur verið með drasl

myndavél en samt gert vídjó sem fær athygli því að „væbið meikar sense”. Einu sinni var ég var nýkominn heim úr partýi og var frekar einmana inn í herbergi og ákvað þá að taka upp vídjóið við lagið mitt „1”. Ég tók það upp í Photobooth, tók síðan bara random gifs af Internetinu og einhverjar vídjóklippur og setti inn í myndabandið. Mér finnst það mjög kúl vídjó og passa vel við „væbið” í laginu.”

Hvert er uppáhalds „giggið” þitt?

„Þau eru mörg en það er eitt sem var bara algjört rugl. Ég spilaði á Launch Party Secret Solstice á Paloma og ég hef aldrei séð staðinn jafn troðinn og þarna, það var fokking troðfullt. Ég byrjaði showið með „delay” á micnum þannig að fyrstu tvö lögin mín voru ekki í takt. Í rauninni hljómar það hræðilega og alls ekki saga í „uppáhalds gigg” EN ég tók bara 5-10 mínútna pásu til að laga þetta og byrjaði showið aftur. Ég var ekki á neinu sviði svo ég var að performa inn í öllu crowdinu, allir voru að flækjast í mic-snúrunni. Ég held að það hafi 3 slagsmál brotist út Á MEÐAN ég var að spila. Þetta var svo fokking hellað kvöld. Ég vil að öll kvöldin mín séu svona, bara fokking hellað party og allir eru að hafa gaman. Allir bara að turna up og dansa á fullu. Það má samt beila slagsmálin.”

Aðspurður hvort hann eigi sér einhverjar fyrirmyndir í hip hop-heiminum segir Gaukur þær vera mjög margar, engin ein ákveðin.

„Það er margt sem er fyrirmynd fyrir mér, sumar fyrirmyndir hætta svo að vera fyrirmyndir. Þú ert alltaf að læra, augun þurfa bara að vera opin. “

Hvað finnst þér um listamannalaun?

„Bara uuu láta mig fá það allt held ég”

Við endum viðtalið á því að spurja Gauk hvað hann fái sér í morgunmat og viðurkennir hann

þá að valið hverju sinni sé afar mismunandi.

„Stundum fæ ég mér ekki einu sinni morgunmat (ekki segja). Sorry.”

Næst á dagskrá hjá GKR er tónlistarhátíðin Sónar þann 18. febrúar, sem er vissulega mikill heiður fyrir ungan tónlistarmann sem er tiltölulega nýkominn

á sjónarsviðið. Annars segist Gaukur vonast til þess að starfa við tónlist alla ævi en hefur ekki sett sér neitt ákveðið takmark að öðru leyti. Við hlökkum til að fylgjast með.

„ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI AÐ ÞÚ VERÐIR

HAMINGJUSAMUR ÞÓTT ÞÚ GERIR ÞAÐ

SAMA OG ALLIR AÐRIR, ALLS EKKI, GERÐU BARA ÞAÐ

SEM ÞÚ VILT.”

Page 22: Viljinn 1. tölublað 2016

22

Málanám

Sjálfboðavinna

Work & Travel

Au Pair

VINNA UM VÍÐA VERÖLD

www.ninukot.is

Camp USA

Síðumúli 13, 108 Reykjavík, s: 5612700, [email protected], ninukot.is

Page 23: Viljinn 1. tölublað 2016

23

INSTAGRAM #nemo1516

@mariaarmann @jasmindufapitt @asgerdurdilja @perlanjardar

@siggiorn97@asgeiringi@maggistark@fridrikroberts

@nemonefnd @atliznear @freyjamist @guggaanna

Líka bestar á Nemó!! Ma girls NEMÓBRUNCH Eins og sést var mjög gaman í gær

You, me & ********Fallega og fína Nemónefndin mín, sátt með gærdaginn. Takk fyrir góðan dag!

Líklegastur til að giftast klámstjörni

Þessi ungu herramenn og leikarar, Vilberg og Arnór, eru greinilega spenntir fyrir Nemó, 8 dagar!!!!

Svaka kallar alveg The fab four BESTU á Nemó

89 likes 186 likes 138 likes 134 likes

139 likes127 likes81 likes155 likes

96 likes 62 ikes 118 likes 34likes

t

Page 24: Viljinn 1. tölublað 2016

24LION - BAR-A-GAMAN

Page 25: Viljinn 1. tölublað 2016

25

STORMURINNMálgagn Málfundafélags Verzlunarskóla Íslands

Page 26: Viljinn 1. tölublað 2016

26

Jæja þá er komið að því, hinn árlegi Stormur. Bíddu hinn árlegi Stormur? Er ekki stormur og ófærð hérna 24 tíma á dag allan ársins hring. Nei, sjáið til ég er að tala um Storminn, Málgagn Málfundafélagsins, sem kemur út á hverju ári í fyrsta tölublaði Viljans. Í janúarmánuði var komið að hinum árlega þankagangi og hugmyndavinnu fyrir Storminn, skilafrestur var 27. janúar. Hvað ætti eiginlega að fylla tómar síður Viljans? Pistlar um mikilvæg málefni var það fyrsta sem mér datt í hug. En um hvaða mikilvægu málefni eiginlega? Ættu að vera pistlar um netbyltingar? Forsetaframboð? Umhverfismál? Skólastjórnina? Boleslaw Chobry fyrsta konung Póllands? Eða ætti kannski að vera eitthvað allt annað í Storminum. Þetta er nú einu sinni Málgagn Málfundafélagsins, kannski væri ekki

svo galið að vera með eitthvað málefnalegt í blaðinu. Eða kannski væri hægt að skrifa eitthvað sniðugt og fyndið, eitthvað orðagrín jafnvel. Stormurinn, blaðið sem er stútfullt af greinum um veðurfar og storma? Væri það eitthvað? Kannski væri hægt að ganga ennþá lengra í orðagríninu og hafa bara TRJÁgreinar í storminum. Það myndi sko slá í gegn held ég. Kannski geri ég það bara, nei kannski ekki. En hvað með að fjalla um störf málfundafélagsins? Af hverju þarf þetta að heita Stormurinn yfirhöfuð samt. Getur þetta ekki bara heitið Málgagn Málfundafélagsins? Þarf allt að vera edgy eða? Allavega ef ég held áfram með þetta raus gæti þetta alveg eins heitið Málgagn Magnúsar. Kæru Verzlingar hér kemur Stormurinn. Verði ykkur að góðu.

FORMANNSÁVARP MAGGA MÁLFÓ

„Djammið er snilld“. Þetta sagði einhver vitfirrtur maður eitt sinn. Ég veit ekki hvort að viðkomandi hafi misskilið orðið „djamm“ svona hrapalega eða sjái einhverja aðra merkingu í orðinu „snilld“ en mér er allavega fyrirmunað að skilja hvað manninum gekk til þegar hann lét þessi orð falla. Tel ég hann í besta falli vera sturlaðan. Íslenskt skemmtanalíf er nefnilega stærsta og rótgrónasta sjálfsblekkingin í íslensku samfélagi. Hverja helgi fyllist miðbær Reykjavíkur af ölvuðum Íslendingum í sínu fínasta pússi, haltrandi niður Laugaveginn hálf áfengisdauðir og teljandi sér trú um að þeir séu að skemmta sér konunglega.

Djammið er nefnilega ekki flókin uppskrift. Þú bíður í maraþonröð á Prikinu, í skítakulda og myrkri, til þess eins að labba í fangið á hrokafullum dyraverði sem telur sig vera valdamesta manninn í póstnúmerinu. Þegar hann er búinn að láta þig fara með kennitöluna þína fjórum sinnum, spurja þig um stjörnumerki tvisvar og láta þig þylja upp ættartréð þitt aftur til ársins 1800

færðu mögulega að komast inn. En ekki fyrr en hann er búinn að hleypa inn fjórum fermingarstelpum í magabolum og öllum vinum Loga Pedro á undan þér. Þegar þú loksins kemst inn í svitabaðið sem tekur við á dansgólfinu endistu í mesta lagi í 2 mínútur áður en þú ferð að þjást af vökvatapi og forðar þér út um næstu dyr. Þar tekur næsti frumskógur við. Reykmettuð stybba svífur yfir öllu og það líður ekki mínúta áður en bólugrafinn MR-ingur hendist upp að þér og spyr: „áttu sígó eða?“. Eftir fimmta Sturla Atlas lagið og þrjár ferðir niður dauðagildruna sem stiginn á Prikinu er gefstu upp á þessu og ferð út í kuldann á ný. Þú ert ekki búin að labba þrjú skref niður Bankastrætið þegar hópur stelpna hendist framhjá þér og smellir sér beint fyrir framan VIP röðina á B5. „Uuuu, Gillzenegger er sko frændi minn“ segir ein, blikkar dyravörðinn og kemst samstundis inn. Ef þú nærð svo að koma þér niður að Lækjartorgi án þess að hljóta mænuskaða í hálkunni á leiðinni eða stíga í ælupoll færðu að upplifa þá miklu hámenningu sem á sér stað í Austurstrætinu um helgar. Árshátíð

handrukkara virðist haldin hátíðleg hverja einustu helgi á skemmtistaðnum Austur í boði Ásgeirs Kolbeinssonar sem vegur skemmtilega upp á móti testesterón-veislu Breiðablikssjomla sem á sér stað hinum megin við götuna á American bar. Klukkan rúmlega fjögur tæmast svo staðirnir hægt og rólega. Stelpur með útklíndan maskara og úfið hár reyna að ökklabrjóta sig ekki á meðan þær kjaga yfir á Mandi á meðan strákur með svitablett á stærð við Atlantshafið tekur utan um þig og spyr hvort þú viljir nokkuð vera ein í nótt. Ef þú ert ekki búin að finna þér næturgest, sem væri að öllum líkindum skyldur þér í fimmta ættlið, þarftu að borga annan handlegginn í leigubíl. Af tvennu illu kýstu að borga lífsleiðum leigubílstjóra hálf mánaðarlaunin þín til að komast heim á ný. Þú hrynur svo í rúmið við sólarupprás og ert að öllum líkindum komin með lungabólgu eftir að hafa eytt meirihluta næturinnar í röðum. Morguninn eftir vaknaru svo með varalitinn út á kinn og liggur í fósturstellingunni á meðan þú fellir tár yfir bankayfirlitinu og lofar sjálfri þér að gera þetta aldrei, aldrei aftur.

Höfundur: Sylvía HallDJAMM Á ÍSLANDI?

Page 27: Viljinn 1. tölublað 2016

27

„Það besta við sogbletti er illaða lookið sem maður fær“ fullyrðir Styrmir forseti, sem sat galvaskur á marmaranum íklæddur grárri rúllukragapeysu. Rúllukragapeysu sem gæti mögulega verið að fela undurfagran sogblett, kannski sogblett á lokastigi sem er oftar en ekki gulur og fallegur. Sogblettur, fyrir þá sem vita það ekki, er marblettur eða tímabundið far á húð eftir harkalegan koss eða sog sem gerir gat á æðarnar undir húðinni. „Já ég vissi það alveg, hvað heldurðu eiginlega að ég sé?“ hugsa eflaust margir en það sem kannski færri vita er að sogblettir eru miklu meira en bara sogblettir. Þeir segja svo margt en eru á sama tíma sveipaðir dulúð.

Kristján Þór, formaður nemendamótsnefndar, fullyrðir að „sogið sjálft“ sé það besta við sogbletti meðan að Friðrik Falkner, sem hefur verið með lagið Sogblettur með Steinda sem vinatón hjá Nova í þrjú ár (865-3082), fullyrðir að það sé svo margt frábært við sogbletti að ómögulegt sé að velja einhvern einn hlut.

PICTURE THIS: frekar þurrt laugardagskvöld, bara eitthvað að chilla með kæró á meðan allir vinirnir eru að djamma. Þú nennir ekki

að hitta vinina á morgun án þess að vera með einhverja klikkaða sögu til að segja, svo þú snýrð þér að kæró og hvíslar: „viltu gera sogblett á mig?“. Kæró gæti orðið hvumsa, mögulega spurt þig hvort þú sért búin(n) að missa vitið, en hvenær ákváðum við að hætta að gera sogbletti? Hver ákvað að sogblettir væru bara kúl þangað til í 7. bekk?

Sogblettir gefa þér nefnilega svo mikið félagslega. Fólk fer að taka eftir þér, þú verður ekki lengur þessi hversdagslegi ÞÚ. Þú verður nýr þú, réttara sagt ÞÚ með sogblett. Þegar Halli málfó byrjaði í Verzló vissi enginn hver hann var. Þangað til hann mætti í skólann með sogblett. Ekki fara í þessa rúllukragapeysu, ekki setja á þig þennan trefil, því sogblettur er ekkert sem þarf að fela. BE PROUD.

LJÓÐAKEPPNI MÁLFUNDAFÉLAGSINS

Sogblettur á hálsi situr,hann eigi skaltu fela. Alveg sama hvernig litur, því það er cool að kela.

Höfundur: „Fagmaður”

Óður til ræktarinnar

Kom heimúr ræktinni í gærmeð sveittar tær og tilheyrandi (var í hot yoga)setti fötin í þvottgaf manninum tott (sakna einkaþjálfarans) hot,fékk mér svo nógaf aminoþvílík dýrð og ró (þegar það lék um vélindað)reif í lóðin þunguanda niður í lungublóðbragð á tunguFLOMPRsílikonin sprunguó nei ó nei brjóstin míner þetta grín?Nú heyrist hvínþegar ég geng um ganga spítalans.

Höfundur „óþekk(t)ur”

Svartklæddur og flottur gaur,alltaf er á skralli.Drykkfelldur og aldrei þurr,vinur minn hann Halli.

Höfundur: „Vaktstjórinn”

Haffi er æðiÆðiÆðiHaffi féhirðir

Höfundur: „Stjáni saxófónn”

Af hverjufæ égmorgunbóner þegar égsofna í tíma

Höfundur: „Holdrisinn”

Þú kemur upp í huga minn klukkan 13:17,stundvís en stoppar stutt.Því rétt eins og strætisvagninn sem stoppar fyrir utan húsið þittskiptir þú mig ekki máli lengur.

Höfundur: „Rúntarinn”

SOGBLETTIR

Mjölnir, amino, gym og sundþekkt er fyrir mikið skrallþekkið hana öll, þetta twitter scrubNafnið er Sylvía Hall

Höfundur: „egill3160”

Brjóst brjóst brjóstYeah Tits tits titssjomlatips

Höfundur: „Sjomli”

Með gleraugun svörtu og fallegt hárHeyrist í ljúfum tónumHann er svo sætur og svaka hárOg í flottu leðurskónum

Hann arkar um marmarann með bros á vörOg býður manni góðan daginnÍ hjartað stingur hann svo örRöltir í burtu og heldur áfram með daginn

Höfundur: „Hallgerður langbrók“

„kannski sogblett á lokastigi sem er oftar en ekki gulur og fallegur”

Page 28: Viljinn 1. tölublað 2016

28

TWITTER

Sylvía Hall @sylviaahallRagnhildur Björk ætlaði að sækja um vinnu á elliheimili en fyllti út umsókn til að gerast íbúi þar

6 177

Haraldur @hallibeibmér finnst sogblettir bara flottir :)

6 44

Ung Nasa @arnaringason„Ég verð með snappið í dag“ er setning sem einkennir kynslóð.

1 53

Bjarki Ragnar @BjarkiRagnarSylvía Hall og Ólafur Hrafn ætla saman í formann 12:00 skólaárið 2016-2017 (staðfest)

1 31

Auður Arna @auddaboÁtti huggulega kvöldstund í deddaranum í gær

0 39

Styrmir Elí @StyrmirEliInnilega til hamingju allir sem komu að Moulin Rouge! Flottasta Verzló sýning sem ég hef séð.Hvet alla til þess mæta!

3 32

Dagmar Pálsdóttir @dagmarpalség: “anna maría, hvað heitir aftur gaurinn sem var alltaf að tala við þig á snap?”anna maría: “can you be more spesific?”WOOOOW GIIIRL

2 83

Sylvía Hall @sylviahallHeitasta trend 2016: sogblettir

10 67

Ósk Jóhannesdóttir @oskj98Árið er 2030 og 98% íslenskra stelpna eru make up artistar

6 84

Arnór Brynjarsson @arnorbrynjarsDeddarinn á ekki breik í mig, slapp 2x úr honum, kemur næst Sigrún Halla

0 97

Pétur Kiernan @peturkiernansölvi er ekki einu sinni það sterkur :/

4 69

Þorvaldur @otobbichocoHæ, ég gerði gat á einn smokk þegar ég var að dreifa þeim í gær þannig eitt ykkur verður extra heppið á Nemó

4 118

Andri Sævar @flandriiHvernig dó SuperMario?-hann nintendó

0 21

blue_boy @bjadtormér finnst mynið eftir edrúpottinum smsið sem versló sendir alltaf daginn fyrir ball vera svo krúttlegt

0 8

dísa @AsdisLiljaOtaxabílstjórinn trúir mér ekki aðverzló sé með afslátt halló ég er markaðsstjóri ekki fokka í mér broseph

0 49

Helena @helenabjorkkGóðan daginn, alltaf jafn gaman að sjá þig á morgnanna! sagði pizzasendillinn við mig og frá og með deginum í dag er ég hætt að panta pizzu..

0 56

Page 29: Viljinn 1. tölublað 2016

29

SKIPTINaM TIL NyJA SJaLANDSFyrir nákvæmlega ári síðan var ég að reyna að undirbúa mig fyrir að fara í eitt ár frá fjölskyldu minni og öllu því sem ég átti hér heima á Íslandi. Fyrir um 7 árum ákvað ég að fara af landinu sem skiptinemi með skiptinemasamtökunum AFS. Áður en ég vissi af var ég að lenda í Keflavík eftir 10 mánaða dvöl í Nýja Sjálandi. Að fara út sem skiptinemi var án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið. Þó ég viðurkenni nú alveg að ég hafi grenjað úr mér augun við brottför á flugvellinum heima og hugsað hvað ég væri eiginlega búin að koma mér út í. Aftur á móti var mun erfiðara að fara frá Nýja Sjálandi. Það var ótal margt sem ég lærði og upplifði, þó að þær hafi ekki endilega verið bóklegar, munu þessar lífsreynslur verða mér til staðar alla ævi og ég mun aldrei koma til með að gleyma þeim. Ég bjó í sveit rétt fyrir utan höfuðborgina Wellington hjá fimm manna fjölskyldu sem mér fannst rosa skemmtileg og fjölbreytt upplifun. Stundum reyndi það samt líka á. Til dæmis að geta ekki hitt vinina eins oft og

maður

vildi þar sem það voru engar almennings-samgöngur og allt þurfti að vera planað fyrirfram. Alltaf þurfti að skutla mér hvert sem ég fór. Þetta var mjög öðruvísi frá því sem ég er vön en það er auðvitað stór partur af þessu öllu saman, ég þurfti bara að læra að svekkja mig ekki á því að geta ekki hitt fólk þegar mér sýndist. Ég fór að sjálfsögðu líka í skóla þarna en hann er allt öðruvísi en hér heima. Flestir skólar í Nýja Sjálandi notast við skólabúninga en ég var hins vegar frekar heppin. Í mínum skóla þurftu þeir sem voru á síðasta ári ekki að vera í skólabúning en ég var einmitt á síðasta ári (13. ári), þar sem nemendur útskrifast úr menntaskóla á 17-18 ára aldri í Nýja Sjálandi. Ég man mjög vel eftir því þegar ég var að byrja í skólanum hvað ég var týnd. Fór til dæmis einu sinni í íþróttatíma með krökkum sem voru tveimur árum yngri en ég. Fannst þau alveg frekar ungleg en pældi síðan ekkert í því nema þegar fósturmamma mín spurði mig hvar ég hefði eiginlega verið. Þá hafði hún fengið sms um að ég væri ekki í skólanum. Á meðan ég var úti fór fram heimsmeistaramótið í Rugby í London. Gaman er að segja frá því að Nýja Sjáland vann og er eina landið í heiminum sem hefur unnið heimsmeistaramótið í Rugby þetta oft. Það var rosalega mikil stemming í kringum keppnina enda um þeirra þjóðarsport að ræða. Ég gat því ekki annað en vaknað milli 4 og 5 á morgnanna til að horfa á landsleiki.Ég ferðaðist líka um Nýja Sjáland. Ég fór

til dæmis í Suðureyjaferð ásamt 30 öðrum skiptinemum sem var klárlega hápunktur ársins. Þar kynntist ég fullt af fólki frá öllum heimshlutum og ferðaðist með þeim, að ég tel, um eitt fallegasta land í heiminum. Við keyrðum hringinn í kring um Suðureyjuna í rútu á 11 dögum. Það var full dagskrá allan daginn alla daga. Við fórum meðal annars á Jetboat og í nætursiglingu í firðinum Milford Sound. Flestir fóru einnig í teyjustökk en sumir fóru í river rafting. Á kvöldin var stundum varðeldur á ströndinni þar sem allir sátu saman í kringum eldinn.Það er óhætt að segja að þetta ár sé það eftirminnilegasta sem ég hef upplifað og mun alltaf vera mjög stór hluti af mér og lífi mínu. Ég mæli 100% með því að fara í skiptinám með AFS. Ef eitthvað í líkindum við þetta hefur verið langþráður draumur þinn, láttu vaða! Þetta munu verða 10 bestu mánuðir af ykkar ævi og ekkert nema eitt stórt ævintýri.

´ ´ ´

„Áður en ég vissi af var ég að lenda í Keflavík eftir 10 mánaða dvöl í Nýja Sjálandi.”

Bryndís M

uller5-X

Page 30: Viljinn 1. tölublað 2016

30

Ég er ein af þeim sem kom heim úr útskriftarferðinni með stóran hnút í maganum yfir því hvað tæki við eftir Verzló. Ég hafði keyrt sjálfa mig út og var algerlega stefnulaus. Það eina sem ég vissi var að mig langaði til London en vildi ekki fara í skóla til þess að læra “bara eitthvað”. Ég var rétt farin skoða leiðir til þess að fara út þegar ég fæ boð um að flytja sem aupair til íslenskrar fjölskyldu í London. Ég þáði boðið strax og mánuði seinna var ég komin út. Ég var heppin og er hjá frábærri fjölskyldu sem hugsar ótrúlega vel um mig og vinnan er í raun bara svipuð því að vera stór systir. Það var að vísu ákveðið sjokk að vera komin út alein og ekki

vitandi hvernig ég ætlaði að eyða 11 mánuðum hvorki í skóla né fastri vinnu en þetta var samt einmitt það sem ég þurfti til þess að kúpla mig úr Verzló-hringiðunni og finna út úr því hvað ég vildi gera. Þessir mánuðir hafa verið allt of fljótir að líða og ég hef upplifað ótal hluti sem mér hefði ekki órað fyrir að ég myndi gera eða sjá. Að sjálfsögðu er það lykilatriði að vera óhrædd/ur og opin/n fyrir að prófa nýja hluti, ólíka menningu og kynnast nýju fólki. Þetta er fullkomin leið til þess að upplifa nýjan heim og átta sig á hvað skiptir máli í lífinu. Stefnan er svo tekin aftur á klakann næsta haust í háskóla og vonandi svo beint aftur út í heim á vit nýrra ævintýra.

Þegar ég lauk námi við Verzló síðasta vor fór ég til Hollands í háskóla. Þó ekki á námsstyrk, nei, ég er á blússandi LÍN námsláni en ég ætla svo sem ekki að fjalla um þann „lúxus“ nánar. Ég hóf nám í alþjóðafræði við Leiden University síðasta haust. Námið sjálft fer þó fram í Den Haag. Alþjóðafræðinámið sjálft byggist á hagfræði, pólítík, menningu og sögu ásamt því að maður lærir auka tungumál. Heilt yfir fellur námið vel að mínum áhugasviðum sem er sennilega einn helsti lykillinn þegar kemur að vali á háskólanámi, þ.e. að námið sé eitthvað sem þú hefur áhuga á og finnst gaman að læra.Hvað varðar bæði land og borg hef ég ágæta hluti um að segja. Hollendingar eru almennt viðkunnanlegir. Den Haag er afar alþjóðleg borg auk þess

sem að samnemendurnir í náminu koma frá öllum heimshornum sem gefur manni góða sýn á fjölbreytta menningu og sjónarhorn annarra. Annar plús, í stuttu máli, er vissulega ásættanlegra veðurfar. Ég lít á námið sem tækifæri bæði til að öðlast meiri þekkingu og þroskast sem einstaklingur, þ.e.a.s. að standa á eigin fótum og setjast að á nýjum stað. Mig langaði, þegar ég var að ljúka Verzló, að komast úr þessari rútínu hér heima og gera eitthvað annað. Á endanum mun ég taka miklu meira úr þessu námi en bara B.A. gráðu án þess að hljóma voða dramatískur. Um hvað sé næst á dagskránni hjá mér þá ætla ég einfaldlega að halda áfram mínu striki í þessu námi og svo kemur það bara í ljós hvað tekur við eftir það.

AXEL HELGI ÍVARSSON VAKA VIGFÚSDÓTTIR

W H E R E A R E T H E Y N O WHvað gerðist eftir útskrift?

Page 31: Viljinn 1. tölublað 2016

31

Sumarið 2015 komust við (Kjartan, Hörður og Kristján Ingi) í viðskiptahraðalinn Startup Reykjavík. Markmið okkar voru stór og við ætluðum okkur að hanna forrit sem myndi gera heimavinnu skemmtilegri. Eftir misgóð viðbrögð nemenda og kennara voru góð ráð dýr. En við lögðum höfuðið í bleyti og rannsökuðum raunveruleg vandamál sem hægt væri að leysa. Eitt helsta vandamálið sem við rákum augun í er neikvæð þróun barna og unglinga í lestri, en krakkar á aldrinum 7 til 14 virðast hafa minna gaman að lestrinum með ári hverju.

Lestur er hins vegar undirstaða allrar frekari þekkingaröflunar og því er markmið Study Cake að verða hugtak fyrir allt það sem við kemur bættu læsi barna. Við erum að nýta okkur allar þær frábæru tækninýjungar sem hafa litið dagsins ljósi til þess að gera lesturinn skemmtilegri og hjálpa börnum og unglingum að finna bækur

sem henta þeirra áhuga og hæfileikum.

Seinustu mánuði höfum við því unnið hörðum höndum að því að koma út fyrstu vörunni og þriðjudaginn 12. janúar kom einmitt Study Cake 1.0 út. Þetta fyrsta app er í raun spurningaleikur þar sem krakkar græða heilasellur á því að svara spurningum upp úr uppáhaldsbókunum sínum. Appið er hannað með krakka á aldrinum 7 til 14 ára í huga en nú eru þeir að hanna nýja vöru sem á einnig að geta hjálpað krökkum niður að 3 ára aldri að fá meiri áhuga á lestri hinna ýmsu bóka.

Seneca, einn merkasti hugsuður stóísku-spekinnar sagði eitt sinn: “Luck is what happens when preparation meets opportunity.”Það er í raun ekki hægt að lýsa okkar "Luck" betur.Við höfum sáð ákveðnum fræjum í gegnum tíðina, fengið réttu tækifærin og nýtt þau.

Þegar ég segi að ég sé viss þá er ég no djók ekki að djóka með það. Þegar Verzló sweet life hotel mama þar sem allt er gefins og ekkert er ókeypis er over, slútt og no no more þá er lífið að fara bara niður á við ef þú ætlar að lifa í þeirri gufu að Verzló life sé það eina til að lifa fyrir.

En að sjálfsögðu er Verzló topdollar skóli með nemenda-félag sem rúllar á einhverju stærra en AA batteríum. NJÓTTU Í BOTN. MUNDU ÞAÐ.

En að lokinni næsaðri Marmaris útskriftarferð þar sem moi, btw, fann ástina tók sumarið við. Chillaði feitt, gerði fullt af samlokum, fór á Þjóðhátíð og vann svo úr mér lifrina svo ég gæti borgað big bucks fyrir Krogerup Højskole sem er danski lýðháskólinn þar sem ég eyddi síðustu mánuðum 2015 í að skemmta mér sjúklega mikið og eignast betri vini en ég hefði nokkur tímann getað ímyndað mér. No djók.

Krogerup højskole er staðsettur í Humlebæk, ekki svo langt frá kóngsins, og lærði ég þar kvikmyndafræði ásamt öðrum faggreinum eins og músík, keramik og kaffidrykkju. Í október fór ég með skólanum til LA og hef það m.a. á ferilskránni að hafa tekið upp mynd í Western City Universal Studios. Slingsling toppaðu það.

En svo við tölum ekki bara um námið í skólanum þá var félagslífið ekki af verri pulsuendanum. Hverja einustu, og þá hverja einustu helgi, var eitthvað að gerast og hver helgi hafði alltaf eitthvað nýtt upp á að bjóða. Þemapartýin og leikirnir sem spunnir voru í kringum þau komu á færibandi líkt og kantolían á Domino’s fyrir reglubreytingar.

Lýðháskóli er eitthvað sem ég mæli klárlega með til þess að breyta um umhverfi, kynnast nýju fólki og gera eitthvað fönn áður en alvaran tekur við.

HÖRÐUR GUÐMUNDSSON OG KJARTAN ÞÓRISSON

RUTH TÓMASDÓTTIR

Page 32: Viljinn 1. tölublað 2016

32

Það er svo ótrúlega fjölbreytt úrval af atvinnu sem hægt er að sækja um. Marga langar mikið til útlanda á sumrin og af hverju ekki þá að vinna í útlöndum yfir sumarið? Til dæmis gætir þú farið sem Au Pair eða farið á vegum Nordjob. Þægilegt og þú ert í útlöndum - nice. Svo reyna sumir að finna sér vinnu þar sem þeir fá mikinn pening – þó starfið sé ekki endilega það skemmtilegasta. Þú gætir t.d. farið að vinna úti á landi, í fiskvinnslu eða á hóteli. Þá er líka ólíklegra að þú náir að eyða laununum þínum jafn óðum! En svo geturðu verið heppinn að fá draumastarfið, jafnvel eitthvað sem þú hefur áhuga á að vinna við í framtíðinni. Þess vegna er gott að sækja um á mörgum stöðum til að auka líkurnar! Gaman er að geta valið úr ef þú lendir í þeirri stöðu

að vera svona ómissandi frábær. Hér eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað þér að fá góða sumarvinnu.

Það fyrsta sem þú þarft að gera þegar þú ert að huga að vinnu er ferilskrá. Ef þú hefur verið að vinna við eitthvað annað áður þá segirðu frá því og hvaða reynslu þú hefur. Segðu hvar þú ert stödd/staddur í námi, hvort þú hafir farið á einhver námskeið eða sért að æfa eitthvað eins og íþróttir, tónlistarnám o.s.frv. Allt getur hjálpað til og getur sýnt að þú sért dugleg/ur og hafir metnað.

Það er alltaf sterkur leikur að mæta á staðinn þar sem þú sækir um með ferilskrána og biðja um að fá að tala við yfirmann, því þeim

sem eru að ráða í starfið finnst gott að hitta manneskjuna áður en þau fá þig í viðtal. Svo er það atvinnuviðtalið. Mættu tilbúin, með ferilskrána (þó þú sért búin að senda hana í pósti) því að manneskjan man frekar eftir þér ef ferilskráin er á borðinu hjá henni. Komdu snyrtilega klædd/ur og ekki vera feiminn við að tjá þig. Þeir sem eru að ráða starfsfólk leita frekar að fólki sem er opið og vinnur vel með öðrum.

Að sækja um vinnu er eitthvað sem hver manneskja þarf að gera og er alveg ótrúlega þroskandi til að byrja sinn starfsferil eða halda áfram með hann. Það sem þú þarft að gera núna er að drífa þig í að senda út ferilskrá því það styttist óðum í sumarið!

Rakel 4-A

SUMARVINNA

Alltaf þegar ég fer í matarboð hjá fjölskyldu minni þá er eitt sem einkennir þau gríðarlega mikið. Það eru allar spurningarnar um hvað ég sé að gera og hvað ég sé að fara að gera. Áherslurnar eru mismunandi, sumir spyrja mig spurninga til þess að hvetja mig til þess að feta annan veg en ég er að gera núna. En svo eru aðrir að spurja af forvitni.

Þú ert ekkert kominn með vinnu?Hvernig gengur í skólanum?Ertu kominn með kærustu?Ertu ekki að æfa neitt Birkir?Hvernig ertu að hreyfa þig núna?Alltaf í boltanum? (Í mínu tilfelli væri það „alltaf í sundinu?“)

Þessar spurningar eru frábært dæmi um það hvað samfélagið setur sífellt kröfur á okkur. Drekktu tvo lítra af vatni á dag, borðaðu 5 ávexti og hreyfðu þig í klukkustund á dag. Á sama tíma og þú átt að vera vinna með skóla þá áttu einnig að skila hámarksárangri í skólanum, helst eiga kærustu og á sama tíma

vera duglegur að hitta bæði fjölskyldu og vini. En aðalvandamálið við þetta er einmitt sú raun að tíminn er sífellt að flækjast fyrir okkur, þess vegna erum við ekki fullkomin.

Það er til þríhyrningur sem mér finnst mjög skemmtilegur því það er svo mikið til í honum.

Við þurfum nefnilega að passa í hvað við ætlum að nota tímann. Þar sem að ég er enginn ofurmaður þá valdi ég strax þegar ég fór í Verzló hafa félagslífið í forgangi og taka það þannig fram yfir nám. Það er vegna

þess að ég trúi því að árin sem við erum að upplifa eigi að vera eins skemmtileg og unnt er. Þess vegna hef ég frá því í áttunda bekk í grunnskóla verið að gera allt sem mér finnst skemmtilegast. Það er annar póll í hæðinni en sumir ætla að feta nám erlendis og eru því núna að vinna hörðum höndum af því að komast í besta skólann með frábærum einkunnum í menntaskóla.

Fólkið í kringum okkur er því miður að forvitnast of mikið um okkar „bestu ár“ og getum við því ekki farið allar þær leiðir sem við vildum. Í vissum tilfellum er það gott en öðrum er það slæmt. Ég er þá að tala um eins og þegar 12 ára fótbolta gutti segist ætla verða fótboltamaður og einhver fýlupúki svarar að það sé nú ólíklegur draumur. Ef þú veist hvað þér finnst skemmtilegt notaðu þá tímann þinn í það. Auðvitað verður maður líka að notatíman sinn í hluti eins og að hitta fjölskylduna og læra heima í dönsku. Ég vona að með þessari grein byrji einhver að hugsa um hvað nota skuli tímann sinn í.

Allir elska sumarið því þá er ekki álag frá skólanum, þú getur verið að gera það sem þú vilt og bara fengið smá frí. Það er líka bara langbesti tíminn til að hala inn smá penge fyrir árið. Allir þurfa pening

því það er svo margt sem maður vill gera. Ferðast innanlands eða utan, fara á tónleika eða kaupa sér eitthvað sem þú ert búin að vera að safna þér fyrir. Geta gert eitthvað ótrúlega skemmtilegt með

vinunum og safna fyrir framtíðina.

Birkir 5-D

UNGLINGSARINÞað er mér hulin ráðgáta hvað við eigum að gera á þessum blessuðu unglingsárum. Á unglingsárunum

eru flestir stöðugt að reyna að finna sig. Hvort ætlar þú að einbeita þér að því sem þér þykir skemmtilegast eins og félagslífi, íþróttum eða öðrum áhugamálum? Eða ætlar þú að tileinka þér

bækurnar? Sú spurning sem brennur hvað mest á mér er hvað í ósköpunum við eigum að gera við þessi blessuðu unglingsár?

´

Page 33: Viljinn 1. tölublað 2016

33

Page 34: Viljinn 1. tölublað 2016

34

TÍSKUMYNDAÞÁTTUR

Módel: Jón KaldalBirta Steinunn RagnarsdóttirÍsak Ernir Sveinbjörnsson

Ljósmyndir: Lára Margrét Arnardóttir

Myndvinnsla: Alma Karen Knútsdóttir

Page 35: Viljinn 1. tölublað 2016

35

TÍSKUMYNDAÞÁTTUR

Page 36: Viljinn 1. tölublað 2016

36

TÍSKUMYNDAÞÁTTUR

Módel: Birta Steinunn Ragnarsdóttir Gréta Rós Finnsdóttir

Ljósmyndir: Lára Margrét Arnardóttir

Myndvinnsla: Alma Karen Knútsdóttir

10 % námsmannaafsláttur

Page 37: Viljinn 1. tölublað 2016

37

TÍSKUMYNDAÞÁTTUR

Page 38: Viljinn 1. tölublað 2016

38

1359BRAKANDI FERSKT BBQ SALAT INNIHELDUR SALATBLÖNDU, KJÚKLING, MAÍS SALSA, PICO DE GALLO (MILD SALSA), SÝRÐAN RJÓMA, KÓRÍANDER, RAUÐLAUK OG ER TOPPAÐ MEÐ RISTUÐUM PEKANHNETUM.

BBQ SALAT INNIHELDUR 352 KALÓRÍUR.

FERSKUR KOSTUR

1359BRAKANDI FERSKT BBQ SALAT INNIHELDUR SALATBLÖNDU, KJÚKLING, MAÍS SALSA, PICO DE GALLO (MILD SALSA), SÝRÐAN RJÓMA, KÓRÍANDER, RAUÐLAUK OG ER TOPPAÐ MEÐ RISTUÐUM PEKANHNETUM.

BBQ SALAT INNIHELDUR 352 KALÓRÍUR.

FERSKUR KOSTUR

Page 39: Viljinn 1. tölublað 2016

39

MARÍA OG INGILEIFVið fengum þann heiður að hitta þær Maríu Rut og Ingileif á öðru heimili okkar Verzlinga, betur þekkt sem nemendakjallarinn. Ingileif, verandi fyrrverandi Verzlingur, hefur eytt þó miklum tíma í þessum blessaða kjallara. Hverjar eru samt Ingileif og María?Ingileif er að verða 23 ára og er laganemi í Háskóla Íslands. Hún starfar hjá Mbl þegar hún er ekki í skólanum og er einnig í skipulagshóp druslugöngunnar. María Rut er að verða 27 ára gömul og er í mastersnámi

í stjórnunar og stefnumótun með vinnu auk þess að vera með BS gráðu í sálfræði. Hún er að vinna sem sérfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu um þessar mundir að vinna að því að uppræta verkferla sem snúast að kynferðisofbeldi innan réttarvörslu kerfisins. María var markaðsstjóri Go Mobile og er að vinna þar svona í og með. Ásamt því að vera varaformaður samtakana 78 er hún talskona druslugöngunnar.

Page 40: Viljinn 1. tölublað 2016

40

Þið hafið verið virkar á samskiptamiðlum er einhver sérstök ástæða fyrir því?

Ingileif: Málið var að ég er alltaf að taka myndir af öllu ég deili mjög mikið af myndum svo hef ég oft verið að deila myndum af okkur Maríu og svo fór ég bara að fá skilaboð frá stelpum að segja hvað það væri búið að hjálpa þeim að vera með einhverjar svona fyrirmyndir sem að þær gætu litið upp til. Líka því fólk getur séð að við erum bara 2 venjulegar stelpur, við eru bara saman og það er ekkert óvenjulegt við það.

Finnst ykkur vera of lítið af samkynhneigðum opinberum persónum í samfélaginu og finnst ykkur vera einhverjar ríkjandi staðalímyndir?

Ingileif: Við vorum báðar í þannig sporum þegar við vorum að koma úr skápnum að við höfðum ekki einhverja fyrirmynd til að tengja við. Ég leit bara á þær opinberu konur í samfélaginu sem ég vissi að væru samkynheigðar. Ég var í mjög þröngum kassa. Ég sá að ég var ekki með sömu áhugamál og þær og liti ekki út eins og þær sem gerði það að verkum að ég var svakalega smeik við það að koma útúr skápnum. Mér fannst ég ekki eiga pláss á þessum vettvangi einhvern veginn sem er ótrúlega fordómafullt þegar að maður pælir í því. Þetta er svona meira að segja í fjölmiðlum, bíómyndum og þáttum. Allt þetta matreiðir út staðalímyndir. Við höfum líka oft fengið spurninguna „en þið lítið ekki út fyrir að vera lesbíur, er ekki alltaf önnur svona karlmannsleg?” Það ýtir undir það að við viljum troða þessu í andlitið á fólki og segja „sjáiði þetta er allt í góðu, við getum verið bara tvær stelpur saman.”

Þið hafið talað mjög opinberlega um hvernig það var að koma út úr skápnum, getið þið sagt okkur aðeins frá ykkar reynslu? Vissuð þið alltaf?

Ingileif: Ég persónulega vissi bara ekki neitt að ég væri samkynhneigð. Það var ekki inn í minni mynd. Samfélagið kom bara myndinni inn í hausinn minn að það ætti að vera karl og kona. Ég ætlaði alltaf síðan ég var lítil að giftast bara einhverjum manni. Ég reyndi alveg að deita einhverja gaura en ég var bara ekki með neinar tilfinningar. Vinkonur mínar skildu ekkert hvers vegna mér var bara alveg sama um þessa stráka. Ég áttaði mig ekkert á því þangað til besti vinur minn fór að segja mér að prófa að vera með stelpu. Ég hugsaði bara nei ég er ekki lesbía. Þegar ég kynntist Maríu skildi ég svo loksins hvernig þetta á að vera. Það opnaðist eins og einhver flóðgátt af tilfinningum og ég hugsaði bara „Já, svona á þetta að vera”. Ég áttaði mig bara á því að ég væri 100% samkynhneigð og að ég hafi verið að birgja þessar tilfinningar innra með mér. Ég var líka skíthrædd um að vinkonur mínar myndu halda að ég væri hrifin af þeim en þær

fóru bara allar að hlæja og sögðust hafa beðið eftir þessu.

María Rut: Ég er alin upp á Flateyri og hafði þá engar samkynhneigðar fyrirmyndir. Ég fór svona réttu leiðina að þessu, átti kærasta í 5 ár frá 16 ára aldri til 21. Við vorum samt bara vinir en eignuðumst óvart barn saman. Ég festist í rauninni svolítið í þessu gangkynhneigða normi, ég var í þykjustuleik. Sem er ekki fallegt gagnvart barnsföður mínum og ekki fallegt gagnvart mér heldur. Ég fór að finna það uppúr tvítugt að ég gæti ekki flúið sjálfa mig lengur, ég var búin að bæla niður allar þær tilfinningar sem ég átti til. Ég ákvað þá að slíta sambandinu við barnsföður minn og láta reyna á þetta. Ég flutti til Reykjavíkur þar sem ég gat nú verið örlítið frjálsari. Ég vissi þá ekkert hvort ég væri samkynhneigð eða ekki ég fann bara að ég var ekki á réttum stað. Fljótlega fór ég að horfast í augun við það að ég væri samkynhneigð og það að koma út úr skápnum er örugglega mesti léttir sem ég hef fundið fyrir í lífinu, sérstaklega eftir að ég byrjaði með Ingileif. Það var svolítið þannig að í fyrsta skipti eftir að ég kom út úr skápnum var allt 100% rétt. Ég var alveg búin að vera útúr skápnum í tæp 2 ár þegar ég kynntist Ingileif. Ég var ekki alveg 100 prósent búin að finna mig sem hinsegin manneskju en um leið og ég kynntist Ingileif þá varð allt eins og maður vonaði að lífið gæti orðið. Ég er svo þrjósk að ég tók þann pól í hæðina að koma ekkert út úr skápnum. Fólk frétti bara af því að ég væri með stelpum og svo ef fólk fór að spyrja mig út í það nánar þá sagði ég bara „já og hvað ætliði að gera í því”.

Ég er sjálf mikill Miley-fan en hún talar ótrúlega mikið um að vera pan sexual, finnst ykkur vera einhver umræða um þetta á Íslandi?

María: Það er alveg mjög mikið að aukast, ég hef verið að heyra þetta sérstaklega hjá fólki sem er í menntaskóla og er á leiðinni upp í menntaskóla skilgreini sig bara sem pan sexual. Af því að það meikar fullkominn sense.

Ingileif: Þú heillast í raun bara af einhverjum skiptir ekki máli. Þetta er líka svona pæling þú þarft ekki að skilgreina þig. Það væri óskandi ef það væri hið náttúrulega ástand.

Hafið þið orðið fyrir fordómum í hversdagslífi? Einhver dæmi?

María Rut: Maður heyrir auðvitað oft slúður t.d um að það geti bara ekki verið að við séum svona hamingjusamar, það er klassískt. Það getur líka verið að fólki finnist við eitthvað ógnandi.

Ingileif: Við lentum líka í því, fyrir nokkrum árum, þegar við trúlofuðum okkur að það var birt frétt um það á DV. Þá

”ÉG HELD AÐ ÞETTA MENNTASKÓLAUMHVERFI LÁTI MANN BARA VILJA FALLA Í HÓPINN.

Birkir 5-DStella 5-J

Page 41: Viljinn 1. tölublað 2016

41

SAMSKIPTAMIÐLAR:

SNAP: INGILEIFINSTA: INGILEIFFTWITTER: INGILEIF

EF ÉG GÆTI SAGT EITTHVAÐ VIÐ 15 EÐA 16 ÁRA SJÁLFA MIG ÞÁ VÆRI ÞAÐ: “HÆTTU AÐ PÆLA Í ÞVÍ HVAÐ ÖÐRUM FINNST””

byrjaði eitthvað fólk á kommentakerfinu að segja hluti eins og „hvenær getum við fengið X-rated útgáfuna af þessu” og hluti eins og „strákarnir verða nú leiðir þarna.” Sem er svo fyndið því við vorum aldrei á markaðnum. Ef þetta hefði verið gagnkynhneigt par hefði fólk aldrei farið að segja hluti eins og „hvar er X-rated útgáfan af þessu.”Fordómar í okkar garð koma kannski öðruvísi fram heldur en fordómar gegn t.d tveimur strákum sem eru saman. Karlkynspar niðri í bæ verður kannski meira fyrir því að það sé hreytt í þá einhverjum ljótum orðum á meðan við verðum meira fyrir því að fólk spyr hvort við getum farið í sleik eða hvort einhvern karlmaður geti farið heim með okkur. Fólki finnst það einhvernveginn mega koma sér inn í okkar samband og fara að skipta sér að okkur.

María Rut: Þessir fordómar eru auðvitað líka því lesbíur hafa verið málaðar á mjög kynferðislegan hátt í kvikmyndum og fjölmiðlum og svona. Við lendum líka oft í því að þegar ég t.d. kynni Ingileif sem konuna mína að fólk segir bara „nei ertu að djóka” og biður okkur um að sanna það með því að fara í sleik eða eitthvað. Þá segi ég bara „nei, ég ætla ekki að láta þig segja mér hvað ég á að gera til að sanna fyrir þér að við séum saman”.Við þurfum einmitt að þræta fyrir að vera saman, að við séum ekki systur eða frænkur sem er mjög óþægilegt. En svo gerum við okkur líka grein fyrir því að við höfum mikil forréttindi. Tvær hvítar konur sem búum á íslandi og erum Íslendingar. Það er enn svo stór hópur af fólki af erlendum uppruna sem upplifa ennþá meiri fordóma heldur en við nokkurn tímann. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa eins víða skilgreiningu á orðinu lesbía og hægt er.

Þegar þú varst í Verzló, fannst þér Verzló umhverfið vera lokaðra fyrir því að koma útúr skápnum heldur en aðrir skólar og bara yfir höfuð?

Ingileif: Á þeim tíma þegar að ég var í Verzló var ég ekki komin út úr skápnum og gerðist það ekki fyrr en sumarið eftir verzló. Ég var mikið í því þegar ég var í Verzló að falla inn í þetta „norm” sem myndast. Í mínum árgangi erum við allavegana 3 sem komum útúr skápnum eftir að við kláruðum Verzló. Það getur vel verið að annaðhvort þeirra hafi vitað áður en þau voru búin í menntaskóla en ég held að þetta menntaskólaumhverfi láti mann bara vilja falla í hópinn. Ég held að í undirmeðvitundinni hafi ég verið skíthrædd við það að koma út úr skápnum í menntaskóla. Ég hélt að ef ég myndi koma út úr skápnum þá myndi ég falla út úr hópnum og vera álitinn eitthvað skrítin. Þetta voru náttúrulega mínir eigin fordómar fyrir sjálfri mér. Ég hefði t.d verið sjúklega til að hafa svona Prideviku þegar að ég var í Verzló. Ég man eftir að það var farið í leikinn „ég hef aldrei”, það voru bara stelpur og það var ein sem

sagði „ég hef aldrei verið með stelpu” og þá fóru allir voða mikið að hlæja og sögðu bara „oj nei”. Ég man eftir þessari tilfinningu og hugsaði með mér að þær myndu fordæma mig. Þetta er eitthvað sem fólk fattar ekki en þetta lætur fólk sem er að pæla í þessum málum hugsa bara „guð minn almáttugur hvað ég er skíthrædd að koma út úr skápnum ef ég fæ þessi viðbrögð.”

María: Þess vegna er svo mikilvægt að hver og einn líti í eiginn barm og hugsi sig um hvað hann segir og hvernig hann talar um svona hluti. Ef þú upphrópar einhvern „helvítis fagginn þinn” þá veistu aldrei hvort manneskjan við hliðina á þér sé að berjast við þessar tilfinningar inni í sér. Ingileif gaf t.d ekkert merki um að hún væri samkynhneigð í Verzló. Við verðum að passa þessi uppnefni, einhverjum gæti fundist þetta fyndið en öðrum þótt þetta særandi.

Viljiði segja eitthvað við þá sem eru í þessum hugleiðingum að koma útúr skápnum?

María: Ef ég mætti segja eitthvað eitt við einhverja manneskju sem er að íhuga það að koma útúr skápnum þá væri það bara láttu vaða. Þetta er eins og að taka af sér plástur, svo er það líka þannig að fólk má alveg hætta við. Þetta er ekki einhver eilíf skuldbinding ef þú bara prófar að vera með manneskju af sama kyni. Ég veit um marga sem hafa prófað en hugsað svo „nei þetta á ekki við um mig”. Bara að prófa og sjá, ef fólki finnur sig þá er það bara æðislegt.

Ingileif: Við sjálfa mig sem var að byrja í Verzló myndi ég segja mér að vera ekki að reyna þetta. Málið er að þetta var ekki bara slæmt fyrir sjálfa mig heldur líka fyrir strákana sem ég var að vera ömurlega leiðinleg við. Það gerði engum gott að reyna að vera eitthvað sem ég var ekki. Ef ég gæti sagt eitthvað við 15 eða 16 ára sjálfa mig þá væri það: „Hættu að pæla í því hvað öðrum finnst”. Því ef ég hefði gengið í gegnum menntaskóla þannig þá væri þetta allt öðruvísi. Það hefði verið mikið meira frelsi í því að geta verið maður sjálfur og ekki verið að þykjast. Þetta var rosalega mikill þykjustu leikur þrátt fyrir að ég væri ekki einu sinni búin að átta mig á því. Eftir á fattar maður að maður er búinn að vera eyða tímanum sínum í eitthvað sem meikar engann sens og tíma annarra.

María: Það er frábært að pæla í því að einhver lítil María eða Ingileif sé að lesa þetta.Við hefðum báðar verið sjúklega til í það að geta spurt einhvern um þessi mál þegar við vorum að byrja að pæla í þessu sjálfar. Ef einhver er með einhverjar vangaveltur þá mega þau alveg senda okkur skilaboð eða eitthvað. Það er mjög lítið mál svara hvaða spurningum sem er.

Page 42: Viljinn 1. tölublað 2016

42

Síðasta vor tók ég smá beygju út af þessari dæmigerðu braut sem mörg okkar fara í lífinu. Ég var komin með létt ógeð af skólanum og öllu þessu venjulega eins og svo ótrúlega margir í kring um mig. Ég var full af einhverri ævintýraþrá og löngun til að upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Það var ekkert sérstakt hérna heima sem ég var skuldbundin þannig ég fór að skoða möguleika mína á því að flytja einhvert út á haustönninni. Til þess að gera langa sögu mjög stutta þá liðu um tvær vikur þar til ég var búin að ákveða að eyða haustinu á Spáni sem Au Pair. Ég fór út í gegnum samtökin Nínukot og skráði mig í fjarnám um sumarið til þess að ná að klára erfiðustu áfangana af haustönninni áður en ég færi.

Á VIT ÆVINTÝRANNA

Spænska fjölskyldan mín fannst ekki fyrr en um miðjan ágúst, ung hjón með tvo litla gullfallega stráka búsett í bænum Sueca sem er hálftíma í burtu frá borginni Valencia. Eftir tvö samtöl á Skype og örlítil e-mail samskipti ákvað ég að stökkva í djúpu laugina. Um miðjan september flaug ég svo út með hnút í maganum og engar væntingar. Ég held ég muni aldrei gleyma því hvernig mér leið þegar ég færðist upp rúllustigann í Leifsstöð eftir að hafa kvatt fjölskylduna mína. Á einu augnabliki breyttist heimakæra mömmustelpan í einstakling sem þurfti gjörsamlega að treysta á sjálfan sig. Það sem ég vissi ekki á þessari

stundu var að næstu þrír mánuðir yrðu ein mesta snilld lífs míns.Þessi þriggja mánaða dvöl gekk í heildina rosalega vel og miklu betur en ég þorði nokkurn tímann að vona. Menningarmunurinn var samt meiri en ég hafði reiknað með og því mjög margt sem ég þurfti að aðlagast. Þegar ég lít til baka geri ég mér betur grein fyrir því hvað mér tókst að venjast mörgum skrýtnum hlutum. Sumu þurfti ég að venjast strax, t.d. er rafmagn og heitt vatn rándýrt á Spáni miðað við hérna heima. Frá fyrsta degi þurfti ég því að passa mig að slökkva alltaf öll ljós á eftir mér og fara ekki í lengri sturtu

en ég nauðsynlega þurfti. Það tók mig svo lengri tíma að venjast sumu t.d. matnum og matartímunum. Hádegismaturinn var alltaf um 2 leytið, kaffitíminn á milli 5 og 6 og kvöldmaturinn klukkan 9 eða seinna. Hrísgrjón voru mjög mikið notuð í matargerð enda ræktuð í stórum stíl í kringum bæinn okkar. Við borðuðum svo alltaf ávexti eftir hádegis- og kvöldmat og þá aðallega appelsínur eða melónur. Eitt af því sem kom mér á óvart var hvað sykurneyslan var mikil hjá þeim. Þau borðuðu t.d. sætt kex og mjólk í morgunmat á hverjum einasta degi eins og ekkert væri eðlilegra.

Guðrún 6-U

Page 43: Viljinn 1. tölublað 2016

43

Ég kunni ótrúlega vel að meta það hvað allir í bænum okkar voru opnir og vinalegir. Áður en ég vissi af var ég farin að heilsa sumu fólkinu í bænum án þess að þekkja það persónulega. Þetta skipti mig mjög miklu máli því um leið og ég fann að ég var velkomin þá leið mér vel. Áður en ég fór út var ég með ágætis grunn í spænskunni sem hjálpaði mér töluvert. Það kom mér á óvart hvað ég var snögg að ná að skilja samtölin innan fjölskyldunnar. Í fyrstu var google translate mín hægri hönd en eftir því sem leið á dvölina fór ég að geta skilið og talað meira. Ég lærði líka mjög mikið á því að tala við litlu bræðurna því þeir voru svo hreinskilnir og ófeimnir við að leiðrétta mig þegar ég sagði eitthvað vitlaust. Ég held líka að þeim hafi fundist lúmskt fyndið að fá útlending á heimilið sem kunni móðurmálið þeirra ekki fullkomlega.

Á meðan ég var úti fannst mér alltaf vera veislur, hátíðir eða einhverjar uppákomur. Við vorum alltaf að fara einhvert að fagna einhverju eða hitta ættingja og vini. Eitt af því sem hefði ekki getað farið fram hjá mér á þessum mánuðum er Fallas en það er sérstök hátíð sem er alltaf haldin í Valencia og nágrenni í mars. Fjölskyldan mín talaði ótrúlega mikið um þetta enda stendur undirbúningurinn yfir nánast allt árið. Þótt ég hafi ekki náð að upplifa Fallas úti fékk ég að prófa að klæðast stórglæsilegum Fallas kjól sem er í eigu mömmunnar. Hátíðin stendur yfir í 5 daga og einkennist af stórglæsilegum búningum, flugeldum, umfangsmiklum skreytingum, skemmtunum og risastórum styttum sem eru brenndar til kaldra kola á síðasta deginum. Þetta er tákn um það að fólk sé að kveðja veturinn og hreinsa samviskuna um leið. Með þessu hefja þau nýtt upphaf og segja skilið við það gamla. Mér fannst svo gaman að sjá hvað áherslur fólksins úti voru allt aðrar en mínar eigin. Þetta var svo ólíkt öllu því sem við þekkjum á Íslandi og menningin svo lífleg og skemmtileg.

Á þessum þremur mánuðum þroskaðist ég svo ótrúlega mikið og fór að læra að treysta sjálfri mér svo miklu betur en ég gerði áður. Viðhorfið mitt til margra hluta, og lífsins almennt, breyttist líka mikið. Eftir að ég kom

heim er ég miklu þakklátari fyrir allt það sem ég hef og geri mér betur grein fyrir þeim forréttindum sem við njótum á Íslandi. Um leið átta ég mig samt líka á því hvað Ísland er að mörgu leyti furðulegt samfélag. Það var líka skrýtið að koma í skólann aftur, mér leið eins og ekkert hefði breyst hér heima en sjálf var ég með svo gjörbreytt hugarfar. Eins kaldhæðnislega og það hljómar þá lærði ég miklu meira á þessari önn heldur en nokkurri annarri önn í Versló.

Það að prófa að búa í öðru landi er eitthvað sem ég myndi mæla með við alla. Á dvölinni kynntist ég yndislegum einstaklingum á öllum aldri og frá ýmsum þjóðum. Ég var einstaklega heppin með fjölskylduna sem ég bjó hjá og er ennþá í góðu sambandi við þau. Það að skapa sér tengslanet út í heim er frábært og gefur manni meiri möguleika á því að ferðast. Spánn á stóran stað í hjartanu mínu eftir þessa lífsreynslu og er ég alltaf með hálfan hugann hjá öllu fólkinu mínu úti. Ég hlusta líka mikið á spænska tónlist til þess að rifja upp góðar minningar frá dvölinni og hafa tungumálið í kringum mig. Ég sé ekki eftir mínútu sem ég lagði á mig aukalega til þess að geta eytt þessari önn í að njóta lífsins og upplifa eitthvað nýtt. Ég mun án efa fara út í heimsókn eins fljótt og ég get.

„ÞEGAR ÉG LÍT TIL BAKA GERI ÉG MÉR BETUR

GREIN FYRIR ÞVÍ HVAÐ MÉR TÓKST AÐ VENJAST

MÖRGUM SKRÝTNUM HLUTUM“

Page 44: Viljinn 1. tölublað 2016

44

MYNDAÞÁTTUR101 ReykjavíkLjósmyndir: Sturla Magnússon

Page 45: Viljinn 1. tölublað 2016

45

MYNDAÞÁTTUR

Page 46: Viljinn 1. tölublað 2016

46

Page 47: Viljinn 1. tölublað 2016

47

Page 48: Viljinn 1. tölublað 2016

48

Page 49: Viljinn 1. tölublað 2016

49

Page 50: Viljinn 1. tölublað 2016

50

Page 51: Viljinn 1. tölublað 2016

51

Page 52: Viljinn 1. tölublað 2016

52

Page 53: Viljinn 1. tölublað 2016

53

Page 54: Viljinn 1. tölublað 2016

54

Page 55: Viljinn 1. tölublað 2016

55

Page 56: Viljinn 1. tölublað 2016

56

verslingar!

Sækið kortið og þið fáið

FAbRIKKUBoRgARA Á 1500 KALl,

MoRtHEnS Á 1700 KALl ÖlL HÁDEgI

& 10 BoRgARANn FrÍTt!

www.fabrikkan.is borðapantanir á www.fabrikkan.is og í síma 575 7575

www.facebook.com/fabrikkan www.instagram.com/fabrikkanwww.youtube.com/fabrikkan.