Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ...

96
Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 Rúnar Óli Karlsson Pálína Þórisdóttir Óliver Hilmarsson Sveinn Brynjólfsson Harpa Grímsdóttir VÍ 2015-008 Skýrsla

Transcript of Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ...

Page 1: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014

Rúnar Óli KarlssonPálína ÞórisdóttirÓliver HilmarssonSveinn BrynjólfssonHarpa Grímsdóttir

VÍ 2015-008

Skýrsla

Page 2: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Forsíða: Hraundrangar í Öxnadal 5. febrúar 2014. Ljósmynd: Brynjólfur Sveinsson.

Page 3: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014

VÍ 2015-008ISSN 1670-8261

Skýrsla

+354 522 60 [email protected]

Veðurstofa ÍslandsBústaðavegur 7–9150 Reykjavík

Rúnar Óli Karlsson, Pálína Þórisdóttir, Óliver Hilmarsson, SveinnBrynjólfsson og Harpa Grímsdóttir, Veðurstofu Íslands

Page 4: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.
Page 5: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.
Page 6: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

4

Page 7: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

5

Efnisyfirlit

TÖFLUSKRÁ ........................................................................................................................7

MYNDASKRÁ ......................................................................................................................7

1 INNGANGUR ..................................................................................................................9

2 TÍÐARFARSYFIRLIT ...................................................................................................10

3 SNJÓFLÓÐAYFIRLIT OG VÖKTUN SNJÓFLÓÐAHÆTTU ................................... 11

3.1 Yfirlit yfir snjóflóð vetrarins ................................................................................. 11 3.2 Snjódýptarmælingar ..............................................................................................13 3.3 Skráning snjóflóða og útlína í gagnagrunna Veðurstofunnar ................................14 3.4 Óvissustig og rýmingar .........................................................................................15 3.5 Snjóflóð á vegi .......................................................................................................15 3.6 Fólk í snjóflóðum ..................................................................................................17

4 NÝJUNGAR HJÁ SNJÓFLÓÐAVAKTINNI ................................................................17

5 HELSTU SNJÓFLÓÐ ....................................................................................................18

5.1 Steiniðjugil 25. desember ......................................................................................19 5.1.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing ..........................................................................20

5.1.2 Veðuraðdragandi ...........................................................................................20

5.1.3 Myndir af flóðinu í Steiniðjugili ..................................................................21

5.2 Óshvilft 24.–26. desember .....................................................................................21 5.2.1 Útlínur flóðsins og stutt lýsing .....................................................................21

5.2.2 Veðuraðdragandi ...........................................................................................22

5.2.3 Myndir af flóðinu úr Óshvilft .......................................................................22

5.3 Ljósavatnsskarð 25.–26. desember ........................................................................23 5.3.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing ..........................................................................23

5.3.2 Veðuraðdragandi og myndir .........................................................................23

5.3.3 Myndir af flóðinu í Ljósavatnsskarði ...........................................................24

5.4 Grefilsgil í Fnjóskadal 3. janúar ............................................................................25 5.4.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing ..........................................................................25

5.4.2 Veðuraðdragandi ...........................................................................................25

5.4.3 Myndir af í Grefilsgili ..................................................................................26

5.5 Botn í Súgandafirði 4.–5. janúar ...........................................................................27 5.5.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing ..........................................................................27

5.5.2 Veðuraðdragandi ...........................................................................................27

5.5.3 Myndir af flóðinu í Súgandafirði ..................................................................28

5.6 Þverárfjall í Dalsmynni 14. febrúar .......................................................................29

Page 8: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

6

5.6.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing ..........................................................................29

5.6.2 Veðuraðdragandi ...........................................................................................29

5.6.3 Myndir af flóðinu í Þverfjalli .......................................................................30

5.7 Vífilsfell 9. mars ....................................................................................................31 5.7.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing ..........................................................................31

5.7.2 Veðuraðdragandi og myndir .........................................................................31

5.7.3 Myndir af flóðinu í Vífilsfelli .......................................................................32

5.8 Merkjárgil í Ljósavatnsskarði 20.–21. mars ..........................................................33 5.8.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing ..........................................................................33

5.8.2 Veðuraðdragandi og myndir .........................................................................33

5.8.3 Myndir af flóðinu í Merkjárgili í Fnjóskadal ...............................................34

5.9 Fannardalur vestan Neskaupstaðar 25. mars .........................................................35 5.9.1 Útlínur flóðsins og stutt lýsing .....................................................................35

5.9.2 Veðuraðdragandi ...........................................................................................35

5.9.3 Myndir af flóðinu í Fannardal ......................................................................36

5.10 Breitt snjóflóð í Bláfjöllum 26. mars .....................................................................37 5.10.1 Útlínur flóðsins og stutt lýsing ..................................................................37

5.10.2 Veðuraðdragandi ........................................................................................37

5.10.3 Myndir af flóðinu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ........................................38

6 HELSTU HRINUR VETRARINS .................................................................................39

6.1 Norðanverðir Vestfirðir 23.–27. desember ............................................................39 6.1.1 Skutulsfjörður og Súðavíkurhlíð ..................................................................40

6.1.2 Önundarfjörður .............................................................................................40

6.1.3 Hnífsdalur .....................................................................................................40

6.1.4 Bolungarvík, Syðridalur og Skálavík: ..........................................................40

HEIMILDIR .........................................................................................................................40

VIÐAUKI I. VEÐURAÐDRAGANDI HELSTU SNJÓFLÓÐA VETRARINS ................41

VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013–2014 ...........................................42

Page 9: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

7

Töfluskrá

Tafla 1. Viðbúnaðarástand og rýmingar veturinn 2013–2014. .................................... 15

Tafla 2. Snjóflóð yfir vegi á Súðavíkurhlíð og Skutulsfirði 19.–27.desember 2013. .. 16

Tafla 3. Snjóflóð yfir vegi á norðanverðum Vestfjörðum 19.–27. desember2013. ..... 16

Tafla 4. Markverð snjóflóð veturinn 2013–2014 ......................................................... 18

Tafla 5. Veðurstöðvar notaðar við að greina einstaka þætti í veðuraðdraganda helstu snjóflóða vetrarins. ...................................................................................................... 19

Tafla 6. Snjóflóðahrinur vetrarins................................................................................ 39

Tafla 7. Nokkrir veðurþættir mældir á sjálfvirkum veðurstöðvum í aðdraganda helstu snjóflóða vetrarins. ...................................................................................................... 41

Myndaskrá

Mynd 1. Snjódýpt í fjöllunum ofan Neskaupstaðar seint í janúar. .............................. 11

Mynd 2. Snjógryfja við Hvannadalshnjúk þann 15. maí. ............................................ 12

Mynd 3. Snjódýpt í Seljalandshlíð.. ............................................................................ 13

Mynd 4. Snjódýpt á Siglufirði.. ................................................................................... 13

Mynd 5. Snjódýpt á Seyðisfirði.. ................................................................................. 14

Mynd 6. Fjöldi snjóflóðafærslna í hverjum mánuði samanborið við undanfarna sex vetur. ............................................................................................................................ 14

Mynd 7. Fjöldi snjóflóðafærslna eftir landshlutum. .................................................... 15

Mynd 8. Hiti og úrkoma á Ísafirði dagana fyrir flóð.. ................................................. 20

Mynd 9. Vindhraði og vindátt á Steingrímsfjarðarheiði dagana fyrir flóð. . ............... 20

Mynd 10. Á myndinni sést vel hvernig snjór hefur sprautast upp um veggi gamla steypusílósins sem er um 25 metra hátt. ...................................................................... 21

Mynd 11. Hiti og úrkoma á Ísafirði dagana fyrir flóð.. ............................................... 22

Mynd 12. Vindhraði og vindátt á Steingrímsfjarðarheiði dagana fyrir flóð. ............... 22

Mynd 13. Útlínur snjóflóðsins úr Óshvilft. Bærinn Fremri Ós sést vel á myndinni. .. 22

Mynd 14. Hiti og úrkoma á Akureyri dagana fyrir flóð.. ............................................ 23

Mynd 15. Vindhraði og vindátt í Grímsey dagana fyrir flóð. ...................................... 23

Mynd 16. Unnið að mokstri á flóðinu í Ljósavatnsskarði. .......................................... 24

Mynd 17. Vestari tungan náði um 40 m út á ísilagt Ljósavatn. ................................... 24

Mynd 18. Hiti og úrkoma á Akureyri dagana fyrir flóð.. ............................................ 25

Mynd 19. Vindhraði og vindátt í Grímsey dagana fyrir flóð. . .................................... 25

Page 10: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

8

Mynd 20. Á myndinni sést þykkt snjóflóðsins vel þar sem það fór yfir veginn í Fnjóskadal ................................................................................................................... 26

Mynd 21. Þykkt brotstálsins í Grefilsgili var mjög mikil. ........................................... 26

Mynd 22. Hiti og úrkoma í Bolungarvík dagana fyrir flóð.. ....................................... 27

Mynd 23. Vindhraði og vindátt á Þverfjalli dagana fyrir flóð. . .................................. 27

Mynd 24. Mikill snjór var í Súgandafirði þegar flóðið fell. Kögglarnir úr flóðinu sjást á flatlendinu og símastaurinn sem skekktist. ............................................................... 28

Mynd 25. Snjóflóðið fór yfir hluta nýja vegarins og brúna sem þar er. ...................... 28

Mynd 26. Hiti og úrkoma á Akureyri dagana fyrir flóð. ............................................. 29

Mynd 27. Vindhraði og vindátt í Grímsey dagana fyrir flóð. ..................................... 29

Mynd 28. Snjóflóðið í Dalsmynni. Þykktin á veginum var mikil ............................... 30

Mynd 29. Vestari tungan sem fór yfir veginn. Brotstálið sést vel eftir fjallshlíðinni. . 30

Mynd 30. Hiti og úrkoma í Bláfjöllum dagana fyrir flóð. .......................................... 31

Mynd 31. Vindhraði og vindátt í Bláfjöllum dagana fyrir flóð.. ................................. 31

Mynd 32. Snjóflóðið í Vífilsfelli. Stórar og harðar blokkir voru í flóðinu. Ljósmynd: Gísli Kristján Gunnsteinsson. ...................................................................................... 32

Mynd 33. Útlínur gönguleiðarinnar og flóðsins í Vífilsfelli teiknaðar eftir minni Gísla Kristjáns Gunnsteinssonar. .......................................................................................... 32

Mynd 34. Hiti og úrkoma á Akureyri dagana fyrir flóð.. ............................................ 33

Mynd 35. Vindur og vindátt í Grímsey dagana fyrir flóð. .......................................... 33

Mynd 36. Merkjárgil í Ljósavatnsskarði.. ................................................................... 34

Mynd 37. Brotstál flóðsins í Merkjárgili var myndarlegt á köflum ............................ 34

Mynd 38. Hiti og úrkoma í Neskaupstað dagana fyrir flóð.. ....................................... 35

Mynd 39. Vindur og vindátt á Fjarðarheiði dagana fyrir flóð.. ................................... 35

Mynd 40. Flóðið féll nærri gámum verktaka á svæðinu. ............................................ 36

Mynd 41. Þykkt tungunnar var mikil þar sem flóðið nam staðar við gámana. ........... 36

Mynd 42. Hiti og úrkoma í Bláfjöllum dagana fyrir flóð.. .......................................... 37

Mynd 43. Vindur og vindátt í Bláfjöllum dagana fyrir flóð. ....................................... 37

Mynd 44. Snjóflóð í Bláfjöllum. Flóðið rann á blautu undirlagi og á köflum var brotstálið 4–5 metra þykkt. .......................................................................................... 38

Mynd 45. Mikil mildi að skíðalyftur skemmdust ekki. ............................................... 38

Page 11: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

9

1 Inngangur

Annáll þessi nær yfir skráð snjóflóð vetrarins og þær krapa- og aurskriður sem fréttist af um veturinn. Annállinn nær ekki yfir aurskriður sumarsins. Flest flóðanna eru skráð af starfsfólki Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar og er ljóst að fjölmörg flóð falla á ári hverju án þess að eftir þeim sé tekið eða þau skráð.

Veturinn 2013–2014 einkenndist af tíðum norðan- og norðaustanáttum með miklum snjó-þyngslum á Vestfjörðum og Norðurlandi og mikill snjór var einnig til fjalla á Austfjörðum. Stór snjóflóð féllu á þessum svæðum og á óvenjulegum stöðum. Mikil snjór var í Bláfjöllum og féll stærsta snjóflóð á svæðinu sem Veðurstofan hafði mælt fram að þeim tíma. Talsvert var um lokanir á vegum og útivistarfólk komst í hann krappann. Þrátt fyrir mikla snjóflóðavirkni var eignatjón lítið og fólk slapp með minniháttar meiðsl. Í annálnum er farið nánar yfir tíðarfar, helstu hrinur, lokanir á vegum, tjón og fleira. Nokkur snjóflóð eru einnig tekin sérstaklega fyrir og þeim gerð betur skil. Í viðauka er listi yfir allar snjóflóðafærslur vetrarins sem skráðar eru í gagnagrunn Veðurstofunnar. Myndir sem ekki eru merktar höfundi voru teknar af starfsmönnum Veðurstofunnar og eru í gagnasafni.

Page 12: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

10

2 Tíðarfarsyfirlit

September. Mánuðurinn var úrkomusamur og um miðjan mánuð var norðanillviðri líkt því sem var í september 2012 þó skaðinn væri minni nú. Talsvert snjóaði á fjöllum og mánuðurinn var kaldasti september frá 2005 þó hiti hafði verið svipaður árið áður.

Október. Úrkoma var með meira móti um landið norðaustanvert en mjög þurrt var suðvestan-lands. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lengst af snjóléttur á láglendi. Undir lok mánaðarins snjóaði þó á nokkrum stöðum.

Nóvember. Mánuðurinn bauð upp á rysjótta tíð, kalt var um miðjan mánuð á landinu en hlýtt var í síðustu vikunni og vindhraði yfir meðallagi. Úrkoma var einnig yfir meðallagi víða á landinu nema fyrir norðan.

Desember. Óróleg tíð var í desembermánuði. Dagana 4.–8. gerði mikið kuldakast en að öðru leyti var hiti nálægt meðallagi. Kaldast var á Vestfjörðum. Mesta úrkoman var á Austfjörðum og yfir meðallagi í flestum landshlutum. Óveður var um jólin og vindhraði almennt yfir meðallagi þennan mánuð.

Janúar. Mánuðurinn var nokkuð vindasamur og mikil úrkoma var austanlands en óvenju hlýtt á austanverðu landinu og snjólétt á láglendi.

Febrúar. Óvenju eindregin og hvöss austan- og norðaustanátt var ríkjandi í mánuðinum með mikilli snjósöfnun til fjalla á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðaustur- og Austurlandi. Aftur á móti var sérlega þurrt inn til landsins á Norðurlandi vestanverðu og um landið vestanvert Mánuðurinn var hlýr m.v. meðaltalið 1961 til 1990 og snjólétt víðast hvar við sjávarsíðuna en mikill snjór til fjalla truflaði samgöngur.

Mars. Umhleypingar og úrkoma einkenndu marsmánuð víða um landið, sérstaklega norð-austan- og austanlands og þar truflaði snjór samgöngur. Hiti var yfir meðallagi um allt land.

Apríl. Hlýtt var í veðri og úrkoma nærri meðallagi nema á Austfjörðum þar sem hún var yfir meðallagi. Tíðarfar var frekar hagstætt og illviðri ekki tíð þó nokkuð hvasst hafi verið 17. og 18. apríl.

Maí. Tíð var áfram hagstæð, hiti yfir meðallagi víða og lítið um hvassviðri. Úrkoma var neðan við meðallag norðvestanlands og á norðanverðu landinu en yfir því á Suður- og Austurlandi.

Page 13: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

11

3 Snjóflóðayfirlit og vöktun snjóflóðahættu

3.1 Yfirlit yfir snjóflóð vetrarins Veturinn 2013–2014 var snjóþungur í flestum landshlutum og víða var mikil snjódýpt langt fram á vor. Óvenjulegar aðstæður voru á Austfjörðum þar sem mjög snjólítið var neðan 400 metra yfir sjávarmáli en mikil snjódýpt til fjalla. Svo mikil að víða slitnuðu og brotnuðu snjódýptarstikur og snjódýptarmælirinn í Kálfabotnum á Seyðisfirði lét á sjá sökum álags.

Mynd 1. Snjódýpt í fjöllunum ofan Neskaupstaðar seint í janúar. Varnarvirkin að fara í kaf.

Í þriðju viku septembermánaðar féllu fyrstu flóð á Upsaströndinni í Eyjafirði eftir hret dagana 15.–17. september. Októbermánuður var tíðindalítill að mestu en í kringum 25. október byrjaði að snjóa í fjöll á Vestfjörðum og fleiri flóð féllu á Norðurlandi. Fyrstu dagana í nóvember hélt áhlaupið áfram en sunnanverðir Vestfirðir sluppu þó vel. Snjóflóð féllu á Austurlandi, Norður-landi og á norðanverðum Vestfjörðum. Rólegt og stöðugt ástand var í lok nóvember um allt land eftir umhleypingar.

Þegar nálgast tók miðjan desembermánuð fóru flóð að falla fyrir austan og norðan með lokunum í Ólafsfjarðarmúla og Oddsskarði. Í lok desember gekk mikil snjóflóðahrina yfir norðanverða Vestfirði með lokunum á vegum og rýmingum, þó aðallega á atvinnuhúsnæði og stökum húsum. Það virðist vera orðin venja hjá snjóflóðavaktfólki að halda jólin í höfuðstöðvum vaktarinnar á Ísafirði og í Reykjavík.

Óveðrið hélt áfram í upphafi nýársins með óvissuástandi á Vestfjörðum og snjóflóðum víða um land. Mikil úrkoma var á Austfjörðum með rigningu að mestu leyti í byggð en snjó kyngdi niður til fjalla. Sett var á óvissustig fyrir Austfirði 17. janúar eftir að snjóflóð féll úr Svartafelli í Oddsskarði, nálægt skíðasvæðinu. Lítið sást til fjalla næstu daga en rigning var á láglendi með

Page 14: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

12

þoku og þann 20. janúar hafði mælst um 150 mm úrkoma síðustu fimm daga á undan. Óvissu-stigi var aflétt þann 22. janúar.

Það merkilega við þetta ástand fyrir austan var að það var nánast enginn snjór neðan 400 metra en mjög mikil snjódýpt hátt til fjalla. Um miðjan febrúar voru stoðvirkin í Drangagili og Tröllagiljum í Neskaupstað komin á kaf að hluta. Eins var svo mikill snjór í fjöllunum á Seyðisfirði að snjóathugunarmaður man ekki eftir öðru eins. Snjódýptarmælar í Bjólfinum voru annaðhvort komnir á kaf eða alveg að hverfa undir snjó. Vaktin ræddi þetta ástand og hve mikið væri hægt að treysta á varnarviki þegar snjóþyngsli voru svona mikil.

Fyrstu dagar mars boðuðu snjókomu og óveður víða um land. Á Norður- og Austurlandi snjóaði mikið og átti snjódýptarmælirinn í Kálfabotnum einungis 5 cm eftir til að fara í kaf. Á norðan-verðum Vestfjörðum var mikill skafrenningur og lokuðust vegir um tíma í Súgandafirði, Selabólsurð (vegurinn til Flateyrar) og á Gemlufallsheiði. Mörg snjóflóð féllu fyrir norðan og austan í byrjun mars og snjódýptarmælarnir á Ólafsfirði og í Bolungarvík voru komnir í kaf. Sett var á óvissustig vegna slæmrar veðurspár fyrir Austurland þann 8.–9. mars. Síðan tók við hláka um allt land með mörgum blautum flóðum og var vaktin á tánum meðan það versta gekk yfir.

Mikið snjóaði á Norðurlandi eftir miðjan mars og í kjölfarið voru sett upp viðvörunarskilti við hesthúsin á Ólafsfirði. Vel var fylgst með vindátt og vindstyrk, því mikið var af lausamjöll í fjöllum. Vetrarveður ríkti næstu dagana með töluverðu álagi á vaktina vegna ýmissa mála víða um land. Flóð lokuðu vegum og stórt snjóflóð skemmdi 50 ára stafafurureit í Fnjóskadal svo eitthvað sé nefnt. Síðustu daga marsmánaðar hlýnaði í veðri og blautar spýjur féllu víða, m.a. úr Sörlagili í Fannardal þann 25. mars sem stöðvaðist rétt við gangamunna nýju Norðfjarðar-ganganna.

Hret gerði í kringum 10. apríl sem skapaði þó engin vandræði. Snjóflóðavaktin fékk fregnir af tíðum snjóflóðum og óstöðugleika í snjóþekjunni við Öræfajökul um miðjan maí. Starfsmenn urðu einnig varir við „vúmp“ hljóð og óstöðugleika á Eyjafjallajökli á sama tíma.

Snjór hélst mikill til fjalla vel fram á vorið á norðanverðum Vestfjörðum og víða á Miðnorður-landi.

Mynd 2. Snjógryfja við Hvannadalshnjúk þann 15. maí, sýnir greinilega lagskiptingu og veikleika í snjóþekjunni. Ljósmynd: Björgvin Hilmarsson.

Page 15: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

13

3.2 Snjódýptarmælingar Að neðan eru þrjú snjódýptarlínurit frá mismunandi landshlutum sem gefa góða mynd af snjósöfnun vetrarins. Um er að ræða lóðrétta snjódýpt sem mæld er á stikum sem komið er fyrir í hlíðum ofan bæja þar sem snjóflóð geta ógnað byggð.

Snjósöfnun hélst nokkuð stöðug allan veturinn og langir hlákukaflar gerðu lítið vart við sig. Það byrjaði að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum í lok október sem er nálægt meðallagi síðustu ára. Rétt er að taka fram að tvær af þeim stikum á Seljalandsdal sem notaðar hafa verið í annálum til viðmiðunar, voru fallnar þegar byrjaði að snjóa sem gerir samanburð milli ára frekar erfiðan. Snemma byrjaði að snjóa fyrir norðan og snjóflóð féllu á Ufsaströndinni og Tröllaskaga í þriðju viku septembermánaðar. Mikill snjór var á Tröllaskaga langt fram eftir vori. Svo mikill að margir heimamenn telja að álíka snjómagn hafi ekki sést í mörg ár. Eins og áður hefur komið fram voru snjóalög á Austurlandi með sérstökum hætti síðasta vetur. Það var nánast snjólaust í byggð en mikið fannfergi ofan 400 metra hæðar og margar stikur fenntu í kaf bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað.

Mynd 3. Snjódýpt í Seljalandshlíð. Hæð stika yfir sjó er tilgreind aftan við stikunafn.

Mynd 4. Snjódýpt á Siglufirði. Hæð stika yfir sjó er tilgreind aftan við stikunafn.

Page 16: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

14

Mynd 5. Snjódýpt á Seyðisfirði. Hæð stika yfir sjó er tilgreind aftan við stikunafn. Eins og sjá má fóru flestar stikur á kaf um mánaðamótin febrúar/mars.

3.3 Skráning snjóflóða og útlína í gagnagrunna Veðurstofunnar Í ofanflóðagagnasafni Veðurstofu Íslands eru skráðar 757 snjóflóðafærslur frá þessum vetri en flóðin eru töluvert fleiri því stundum eru mörg lítil flóð í sömu skráningunni. Einungis veturinn á undann (2012–2013) er með fleiri snjóflóðafærslur en þann vetur voru þær 845 talsins. Í mars eru flestar færslur skráðar eða 276 en mynd 1 sýnir hvernig fjöldi skráninga skiptust eftir mánuðum samanborið við undanfarna sex vetur. Eins og sést féllu mörg flóð yfir vetrar-mánuðina og aldrei hafa verið skráðar jafnmargar snjóflóðafærslur í einum mánuði og í mars. Vissulega féllu mörg flóð þennan vetur en hafa þarf í huga að mun fleiri flóð eru skráð nú en áður. Því þarf að taka allan samanburð milli ára með fyrirvara.

Mynd 6. Fjöldi snjóflóðafærslna í hverjum mánuði samanborið við undanfarna sex vetur.

Flestar snjóflóðafærslur eru skráðar á Norðurlandi eða 299. Á Austfjörðum eru skráðar 212 færslur og á Vestfjörðum eru 205 færslur. Eins og gefur að skilja eru þetta þó aðeins ákveðnar

Page 17: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

15

vísbendingar um raunverulegan fjölda snjóflóða, því fjöldi snjóflóða geta fallið á svæðum þar sem engin verður þess var. Flestir snjóathugunarmenn Veðurstofunnar starfa einnig á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum og eðlilegt að margar færslur komi frá þessum svæðum.

Mynd 7. Fjöldi snjóflóðafærslna eftir landshlutum.

Af þeim 759 færslum sem skráðar voru þennan vetur, eru 317 flóð með útlínum í kortagrunni VÍ. Ástæður fyrir því að þau eru ekki fleiri eru m.a. að oft eru ekki til ljósmyndir eða nákvæm staðsetning er ekki þekkt, eða að um smá eða ómerkileg flóð var að ræða.

3.4 Óvissustig og rýmingar Fjórum sinnum var lýst yfir óvissustigi. Eins var fjórum sinnum gripið til rýminga og í öll skiptin á norðanverðum Vestfjörðum. Í flestum tilfellum var um að ræða atvinnuhúsnæði eða sveitabæi.

Tafla 1. Viðbúnaðarástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Staður Hvar Sett Aflýst Tegund Norðanverðir Vestfirðir 25.12.2013 15:00 29.12.2013 09:30 Óvissustig Norðanverðir Vestfirðir 1.1.2014 19:00 8.1.2014 17:00 Óvissustig

Austurland 17.1.2014 11:00 22.1.2014 13:40 Óvissustig Austurland 8.3.2014 15:00 9.3.2014 08:40 Óvissustig Ísafjörður Reitur 9 25.12.2013 19:00 28.12.2013 10:30 Rýming Hnífsdalur Reitur 8 27.12.2013 28.12.2013 10:30 Rýming Bolungarvík Geirastaðir 27.12.2013 28.12.2013 10:30 Rýming Ísafjörður Reitur 9 7.1.2014 8.1.2014 15:00 Rýming

3.5 Snjóflóð á vegi Snjóflóð féllu á vegi víða um land þennan vetur. Ekki er fjallað um öll þessi flóð hér en stutt samantekt er á aðstæðunum sem sköpuðust á norðanverðum Vestfjörðum 19.–27. desember.

Page 18: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

16

Súðavíkurhlíð var lokuð frá kvöldi 23. desember og opnuð kl. 11:30 á aðfangadag. Hlíðinni var aftur lokað sama dag kl. 16:00. Ekki var opnað aftur fyrr en 28. desember kl. 9:30 um morguninn.

Skutulsfjarðarbraut var lokað 25. desember kl. 23:40 eftir að þunn tunga fór yfir veginn. Vegurinn var opnaður aftur fyrir almennri umferð daginn eftir kl. 10:00 en undir eftirliti fram eftir degi.

Töflur 4 og 5 sýna lista Vegagerðarinnar yfir þau snjóflóð sem féllu á vegi og ryðja þurfti í gegnum á norðanverðum Vestfjörðum seinni hluta desembermánaðar.

Tafla 2. Snjóflóð yfir vegi á Súðavíkurhlíð og Skutulsfirði 19.–27.desember 2013.

Vegur nr. Staður Gil nr. Dags. Úrkoma Þykkt á vegi (m)

Breidd á vegi (m)

Snjór Þurr / Blautur

Aðrar upplýsingar

61-38 15 19.12.13 Lítil 1,5 20 Þurr 16 19.12.13 Skafrenn. 1,0 10 Þurr 18 19.12.13 Skafrenn. 1,5 20 Þurr 20 19.12.13 Skafrenn. 1,0 15 Þurr 22 19.12.13 Skafrenn. 0,5 10 Þurr 2 19.12.13 Skafrenn. 0,3 5 Þurr

61–38 13 24.12.13 já 1,0 47 Þurr Súðavíkurhlíð 61–38 Djúpagil 22 24–27.12 Já 3,5 90 Þurr

Fjárgil 21 24–27.12 Já 2,2 50 Þurr Innan við 18 24–27.12 Já 0,4 10 Þurr Lítið 3140 13 24–27.12 Já 1,2 45 Þurr Allstórt 8 24–27.12 Já 1,5 40 Þurr Allt á vegi 4050 2 24–27.12 Já 1,6 40 Þurr Allstórt

61–39 2525 27.12.13 Já 0,8 35 þurr Kirkjubólshlíð " 2790 27.12.13 Já 1,2 50 þurr " " 3300 27.12.13 Já 0,8 50 þurr "

61–43 825 27.12.13 0,4 10 Þurr Hnífsdalsvegur 876 27.12.13 0,7 60 Þurr Klofið flóð 1370 Flóð á hryggnum 1980 "

Tafla 3. Snjóflóð yfir vegi á norðanverðum Vestfjörðum 19.–27. desember2013. Aðrir staðir

Vegur nr. Staður Gil nr. Dags. Úrkoma

Þykkt á vegi (m)

Breidd á vegi (m)

Snjór Þurr / Blautur Aðrar upplýsingar

64–01 1.450 24.12.13 Já 0,6 50 Þurr Innan Urðar 65–02 700 26.12.13 já 2,0 90 Þurr Fleki undir Nónhorni 61–35 6.730 26.12.13 já 1,2 50 Þurr Sjötúnahlíð 61–36 6.960 27.12.13 Já 0,4 25 Þurr Sjötúnahlíð 61–39 3.300 30.12.13 já 0,5 40 Þurr

Page 19: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

17

3.6 Fólk í snjóflóðum Eins og undanfarin ár, þá komst útivistarfólk nokkrum sinnum í hann krappan í tengslum við snjóflóð. Í 16 tilfellum kom fólk af stað snjóflóðum og þá var í flestum tilvikum um að ræða fólk á vélsleðum eða skíðum og í einu tilfelli tognaði göngumaður á fæti eftir að hafa lent í flóði. Snjóflóð ollu litlu fjárhagslegu tjóni þennan vetur. Helsta tjónið varð vegna flóða sem féllu yfir vegi eða skemmdu girðingar, raflínustaura og tré en snjóflóð ollu ekki tjóni á byggingum.

Sleðamenn settu af stað snjóflóð 15. febrúar við Frostastaðavatn á Fjallabaki en þeir náðu að keyra út úr því.

Við Illakamb í Halldórsdal á Fjallabaki féll snjóflóð 22. febrúar þegar fjórir vélsleðamenn voru á ferð niður dalinn. Einn vélsleði grófst en ökumaðurinn náði að hoppa af honum í tæka tíð. Sama dag féll annað snjóflóð í nágrenni Landmannalauga eða norðaustan við Frostastaðaháls og slapp ökumaður með skrekkinn. Mikill óstöðugleiki var á Fjallabaki á þessum tíma.

Lítill snjófleki sprakk undan skíðamanni þann 3. mars í norðanverðum Sauðdal í Ólafsfjarðar-múla og náði skíðamaðurinn að renna sér út úr flóðinu.

Tveir göngumenn lentu í snjóflóði í Vífilsfelli þann 9. mars þegar þeir voru á leið niður fjallið og bárust um 40–50 metra niður hlíðina. Annar þeirra tognaði á fæti en mildi var að ekki fór verr.

Þann 13. apríl settu þyrluskíðamenn af stað flóð í suðurhlíð Skersgnípu á Látraströnd en sluppu með skrekkinn. Sama dag settu þyrluskíðamenn einnig af stað snjóflóð í Hestskarðshnjúki á Siglufirði. Snjóflóðaspáin var á stigi 4 fyrir Tröllaskaga þennan dag og sérstaklega tekið fram að fjallafólk gæti sett af stað snjóflóð.

Snjóflóð féll undan vélsleðamanni neðan við hengju, upp undir fjallsbrún við botn Leirdals 24. apríl. Tveir vélsleðamenn náðu með naumindum að forða sér undan flóðinu.

Snjóflóðaspýjur fóru af stað í yfirborðinu í skíðaslóðum fimm skíðamanna innarlega á Ytri-Árdal neðan Vatnsendaskarðs 8. maí. Þær náðu talsverðum hraða en voru þunnar og stöðvuðust í brekkurótum. Allir renndu sér út úr slóðum sínum áður en spýjurnar náðu þeim.

4 Nýjungar hjá snjóflóðavaktinni

Mikilvægt er að upplýsingar um helstu snjóflóð berist til Veðurstofu Íslands því að vinna við snjóflóðarannsóknir byggir á góðum upplýsingum. Í upphafi vetrar var því tekin í notkun ný bloggsíða sem er opin fyrir fagaðila í snjóflóðum, þ.e.a.s. alla þá sem þurfa að glíma við snjó-flóðahættu vegna starfa sinna. Bloggsíðan veitir snjóflóðavaktinni upplýsingar um flóð á svæðum sem að öðrum kosti hefðu ekki fengist og er kærkomin viðbót til að meta snjóflóða-aðstæður á landinu. Síðan veitir fjallaleiðsögumönnum og öðrum sem ferðast um fjöll að vetrarlagi betri upplýsingar en áður um snjóflóðaaðstæður til fjalla. Þessi viðbót í þjónustu snjóflóðavaktarinnar er kærkomin og hefur verið vel tekið af þeim sem hana nýta. Eins var byrjað að birta opnar færslur af bloggi snjóflóðavaktarinnar sem fréttir á opnum vef Veðurstofunnar, undir snjóflóðasíðunni.

Snjóflóðavaktin hóf einnig að gera snjóflóðaspár á ákveðnum vegum fyrir Vegagerðina. Spáin er gerð á hverjum virkum degi og um helgar ef þurfa þykir. Hættustigin eru fjögur og er sendur póstur á Vegagerðina ef vaktin telur hættuna 2 eða hærri.

Page 20: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

18

5 Helstu snjóflóð

Í þessum kafla verður gerð grein fyrir nokkrum markverðum flóðum vetrarins. Margir ólíkir þættir eins og tjón, stærð, staðsetning og lokanir á vegum eru skoðaðir til að meta það hvort flóð teljist merkvert. Flóð sem valda eignatjóni eða skaða á fólki eða dýrum teljast alltaf markverð. Stór og mikil snjóflóð teljast oft markverð en ekki endilega ef það fellur í þekktum snjóflóðafarvegi þar sem stór snjóflóð eru tíð. Meðalstórt snjóflóð sem fellur á mjög óvenjulegum stað gæti talist markvert. Það er því misjafnt eftir árum hvaða þættir eru metnir og breytilegt eftir flóðum. Hverju flóði fylgir stutt lýsing, kort með útlínum, línurít sem sýna veðuraðdraganda flóðanna og myndir ef til eru.

Tafla 4. Markverð snjóflóð veturinn 2013–2014

Flóð Staðsetning Landsvæði Dagsetning Stærð 51759 Steiniðjugil á Ísafirði Vestfirðir 25. des. 2013 3,5

51771 Óshvilft við Bolungarvík Vestfirðir 24.–26. des 2013 3,5

51762 Sandvík í Ljósavatnsskarði Norðurland 25. des 2013 4

51841 Grefilsgil í Fnjóskadal Norðurland 3. jan. 2014 4

51860 Botn í Súgandafirði Vestfirðir 5. janúar 2014 3,5

52036 Þverárfjall í Dalsmynni Norðurland 14. febrúar 2014 3,5

52185 Vífilsfell á Hellisheiði Suðvesturland 9. mars 2014 2,5

52320 Merkjárgil í Ljósavatnsskarði Norðurland 20.–21. mars 2014 3,5

52280 Sörlagil í Fannardal Austfirðir 25. mars 2014 3

52355 Skíðasvæðið í Bláfjöllum Suðvesturland 26. mars 2014 3

Veðuraðdragandi snjóflóðanna var skoðaður eins og hann mældist á sjálfvirkum veðurstöðvum. Fyrir hvert flóð eru línurit sem sína hitastig, uppsafnaða úrkomu, vindhraða og vindátt dagana áður en flóðið féll. Valdar voru veðurstöðvar sem voru næstar umræddum flóðum til þess að fá sem besta mynd af veðurfari dagana á undan flóðunum. Í viðauka I eru fleiri veðurþættir kannaðir til þess að fá gleggri mynd af veðuraðdraganda flóðanna.

Page 21: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

19

Tafla 5. Veðurstöðvar notaðar við að greina einstaka þætti í veðuraðdraganda helstu snjóflóða vetrarins. Notast var við veðurstöðvar sem næst viðkomandi flóðum. Óvíst er að snjódýptarmælingar langt frá upptakasvæðum snjóflóðanna séu marktækar, en þær fá þó að fylgja með.

Flóð Úrkoma Hiti Vindur Snjódýpt 51759 Ísafjörður Ísafjörður Steingrímsfjarðarheiði Seljalandsdalur

51771 Ísafjörður Ísafjörður Steingrímsfjarðarheiði

51762 Akureyri Akureyri Grímsey Tindaöxl

51841 Akureyri Akureyri Grímsey Tindaöxl

51860 Bolungarvík Bolungarvík Þverfjall Traðargil

52036 Akureyri Akureyri Grímsey Tindaöxl

52185 Bláfjöll Bláfjöll Bláfjöll

52320 Akureyri Akureyri Grímsey Tindaöxl

52280 Neskaupstaður Neskaupstaður Fjarðarheiði Drangagil

52355 Bláfjöll Bláfjöll Bláfjölls

Veðurstöðvarnar gefa þó aðeins vísbendingar um veðrið á þeim stað sem snjóflóðið féll vegna áhrifa frá landslagi, fjarlægð veðurstöðva frá viðkomandi flóði o.fl. Veðurstöðvar geta einnig dottið út vegna ísingar eða bilana en þá eru sótt gögn frá næstu veðurstöð sem getur verið í talsverðri fjarlægð. Fjalllendi hefur mikil áhrif á vindstyrk og vindátt og þess vegna er veðurstöðin í Grímsey notuð til þess að fá hugmynd um þessa veðurþætti fyrir flóðin í Fnjóskadal. Landslag og fjöll hafa einnig mikil áhrif á úrkomu og gera má ráð fyrir að úrkoma hafi verið talsvert meiri á upptakasvæði flóðanna en línuritin sýna. Þetta á sérstaklega við um flóðin í Fnjóskadal en þar er úrkoma sýnd eins og hún mældist á Akureyri.

Ef nákvæm tímasetning er til fyrir tiltekið flóð er það teiknað sem græn lóðrétt lína. Ef nákvæm tímasetning er ekki til er tímabilið sýnt sem grænt bil.

5.1 Steiniðjugil 25. desember Flóð nr: 51759 Upptakahæð: u.þ.b. 600 m Staður: Steiniðjugil Stöðvunarhæð: 0 m Tími: 25. desember, kl. 20:00 Meðalbreidd tungu: 90 m Stærð: 3 Tegund: Þurrt flekahlaup

Page 22: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

20

5.1.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing

Um klukkan 20:00 þann 25. desember féll snjóflóð úr Steiniðjugili ofan Ísafjarðar og lokaði veginum upp á skíðasvæðið á Selja-landsdal. Þunn tunga fór einnig yfir Skutuls-fjarðarbraut og líklega út í sjó og var veginum lokað í kjölfarið. Mikill kraftur virðist hafa verið í flóðinu en snjór sprautaðist langt upp á veggi byggingar Gámaþjónustu Vestfjarða.

5.1.2 Veðuraðdragandi

NA-átt var ríkjandi til fjalla dagana fyrir flóð. Ekki svo mikil úrkoma og bleyta í byggð til að byrja með. Aðfaranótt 24. desember kólnaði og hvessti til muna með NA-stormi sem snérist svo í hánorðan um tíma og þá sást snjósöfnun í Traðargil og Súðavíkurhlíð. Annars nokkuð hæg en stöðug snjósöfnun á Seljalandsdal. Veðurstöðin á Þverfjalli var biluð en upplýsingar um vind og vindátt eru fengnar frá Steingrímsfjarðarheiði.

Mynd 8. Hiti og úrkoma á Ísafirði dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Mynd 9. Vindhraði og vindátt á Steingríms-fjarðarheiði dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Page 23: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

21

5.1.3 Myndir af f lóðinu í Steiniðjugil i

Mynd 10. Á myndinni sést vel hvernig snjór hefur sprautast upp um veggi gamla steypusílósins sem er um 25 metra hátt.

5.2 Óshvilft 24.–26. desember Flóð nr. 51771 Upptakahæð: u.þ.b. 600 m Staður: Óshvilft við Bolungarvík Stöðvunarhæð: 20 m Tími: 24.–26. desember Meðalbreidd tungu: 250 m Stærð: 3,5 Tegund: Þurrt flekahlaup

5.2.1 Útlínur flóðsins og stutt lýsing

Einhvern tímann á tímabilinu 24.–26. desember féll feiknastórt snjóflóð úr Óshvilft í Bolungarvík. Jóhann Hannibalsson snjó-athugunarmaður í Bolungarvík hefur ekki séð svona stórt flóð úr hvilftinni farvegur flóðsins var um 50 m frá bænum Fremri-Ós. Sunnan við bæinn náði flóðið lengra niður á láglendið og braut girðingar. Ábúandi var heimavið þegar flóðið féll en varð þess ekki var. Vonsku veður var og lítið sást til fjalla þegar flóðið féll en 1. janúar voru teknar myndir uppá hvilftina þar sem greina mátti þykkt brotstál rétt undir klettabeltinu efst í skálinni.

Page 24: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

22

5.2.2 Veðuraðdragandi

NA-átt var ríkjandi til fjalla dagana fyrir flóð. Ekki svo mikil úrkoma og bleyta í byggð til að byrja með. Aðfaranótt 24. desember kólnaði og hvessti til muna með NA-stormi sem snérist svo í hánorðan um tíma og þá sást snjósöfnun í Traðargil og Súðavíkurhlíð. Annars nokkuð hæg en stöðug snjósöfnun á Seljalandsdal. Veðurstöðin á Þverfjall var biluð en upplýsingar um vind og vindátt eru fengnar frá Steingrímsfjarðarheiði.

Mynd 11. Hiti og úrkoma á Ísafirði dagana fyrir flóð. Flóðið féll innan græna bilsins.

Mynd 12. Vindhraði og vindátt á Stein-grímsfjarðarheiði dagana fyrir flóð. Flóðið féll innan græna bilsins.

5.2.3 Myndir af flóðinu úr Óshvilft

Mynd 13. Útlínur snjóflóðsins úr Óshvilft. Bærinn Fremri Ós sést vel á myndinni.

Page 25: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

23

5.3 Ljósavatnsskarð 25.–26. desember Flóð nr. 51762 Upptakahæð: 650 m Staður: Ljósavatnsskarð Stöðvunarhæð: 100 m Tími: 25.–26. Desember Meðalbreidd tungu: 220 m Stærð: 4 Tegund: Flekahlaup

5.3.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing

Stórt snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð og lagði niður vegrið. Flóðið féll í svokallaðri Sandvík og reif ís af lóni sem er ofan við veginn. Mokað var í gegnum flóðið fljótlega eftir að það féll. Tvær tungur voru í víkinni austan Brúnkolluhóls, sú eystri fór rétt yfir veg á um 80 m kafla en hin var um 90 m breið og fór um 40 m út í Ljósavatn, sunnan þjóðvegar.

Tungan vestur undir Merkjárgili var mjög ógreinileg og sömuleiðis upptökin sem virtust vera við fjallsbrúnina í um 600 m hæð. Greini-legt brotstál sást hins vegar langt austur frá Merkjárgili og talið líklegast að um samfellt brotstál hafi verið að ræða. Fjallsbrúnin er í um 700 m hæð við Merkjárgil og þar var brotstálið um 1,5–2 m þykkt.

5.3.2 Veðuraðdragandi og myndir

NA stórhríð en slydda eða rigning í byggð 23.–25. desember. Norðanátt aðfaranótt 25. desember og kólnandi veður. Úrkoma í Ólafsfirði 30 mm 22.–23. desember.

Mynd 14. Hiti og úrkoma á Akureyri dagana fyrir flóð. Flóðið féll innan græna bilsins.

Mynd 15. Vindhraði og vindátt í Grímsey dagana fyrir flóð. Flóðið féll innan græna bilsins.

Page 26: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

24

5.3.3 Myndir af flóðinu í Ljósavatnsskarði

Mynd 16. Unnið að mokstri á flóðinu í Ljósavatnsskarði.

Mynd 17. Vestari tungan náði um 40 m út á ísilagt Ljósavatn.

Page 27: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

25

5.4 Grefilsgil í Fnjóskadal 3. janúar Flóð nr. 51841 Upptakahæð: 1080 m Staður: Grefilsgil í Fnjóskadal Stöðvunarhæð: 20 m Tími: 3. janúar Meðalbreidd tungu: 250 m Stærð: 4 Tegund: Flekahlaup

5.4.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing

Þann 3. janúar féll stórt snjóflóð úr Grefilsgili og yfir veginn á 550 m breiðu svæði og endaði niður í Fnjóská. Flóðið var 3–4 m þykkt á vegi og hafði veghefill nýlega mokað veginn og komst ekki til baka. Flóðið var stórt og brotstálið mjög þykkt á nærri 800 m kafla sem getur útskýrt stærð flóðsins. Stærð flóðsins gæti einnig skýrst af því að upptökin hafi náð lengra út að austan. Flóðið hefur verið 6–10 m þykkt í gilkjaftinum þegar það flæddi þar um af fullum þunga. Töluvert köggladreif var vestan við gilkjaftinn þar sem flóðið hafði frussast upp úr farveginum og yfir hól eða stall sem þar er. Líkt og oft í flóðum sem eru blaut í tungu, voru margir jaðargarðar hver innan í öðrum. Brotstál sást greinilega á um 800 m kafla skammt neðan fjallsbrúnar, sem skafið hafði mikið í. Stálið var mjög þykkt eða um 2–3 metrar víðast hvar og mest um 5–7 metrar.

5.4.2 Veðuraðdragandi

Ríkjandi NA-átt var dagana fyrir flóð og hitastigið í kringum 0–2°C í byggð. Talsverð úrkoma var einnig með þessari NA-átt og gera má ráð fyrir að hún hafi verið töluvert meiri í fjöllunum við Fnjóskadal en lesa má úr mynd 17.

Mynd 18. Hiti og úrkoma á Akureyri dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Mynd 19. Vindhraði og vindátt í Grímsey dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Page 28: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

26

5.4.3 Myndir af í Grefilsgili

Mynd 20. Á myndinni sést þykkt snjóflóðsins vel þar sem það fór yfir veginn í Fnjóskadal

Mynd 21. Þykkt brotstálsins í Grefilsgili var mjög mikil.

Page 29: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

27

5.5 Botn í Súgandafirði 4.–5. janúar Flóð nr. 51860 Upptakahæð: u.þ.b. 580 m Staður: Botn í Súgandafirði Stöðvunarhæð: 0 m Tími: 4.–5. janúar Meðalbreidd tungu: 200 m Stærð: 3,5 Tegund: Þurrt flekahlaup

5.5.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing

Víðáttumikið snjóflóð féll utan við bæinn Botn í Súgandafirði og ofan í lónið sem þar er. Flóðið reif upp ís af lóninu og fyllti lónið. Starfsmenn Veðurstofunnar sem fóru á staðinn, höfðu aldrei áður mælt flóð sem dreifðist yfir jafn stórt svæði en það fór yfir stóran hluta nýja vegarins yfir lónið og yfir brúna sem þar er. Gamall símastaur sem notaður er til að flytja rafmagn fyrir rafmagnsgirðingar yfir ána skekktist í flóðinu. Staurinn hefur staðið á þessum stað í rúm þrjú ár. Mjög mikill snjór var í botni Súgandafjarðar á þessum tíma og líklega sá mesti síðan árið 1999 sem gerði bændum erfitt fyrir.

5.5.2 Veðuraðdragandi

Ríkjandi NA-átt var dagana fyrir flóð. Vindmælirinn á Þverfjalli komst í lag aðfaranótt 4. janúar og sýna gögn frá honum að norðaustan 15–20 m/s voru á fjallinu áður en flóðið féll. Samfelld úrkoma var í Bolungarvík dagana fyrir flóð og var hitastig í kringum og undir frostmarki. Úrkoma jókst talsvert aðfaranótt 5. janúar og flóðið féll svo fljótlega á eftir.

Mynd 22. Hiti og úrkoma í Bolungarvík dagana fyrir flóð. Flóðið féll innan græna bilsins.

Mynd 23. Vindhraði og vindátt á Þverfjalli dagana fyrir flóð. Flóðið féll innan græna bilsins.

Page 30: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

28

5.5.3 Myndir af flóðinu í Súgandafirði

Mynd 24. Mikill snjór var í Súgandafirði þegar flóðið fell. Kögglarnir úr flóðinu sjást á flatlendinu og símastaurinn sem skekktist.

Mynd 25. Snjóflóðið fór yfir hluta nýja vegarins og brúna sem þar er.

Page 31: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

29

5.6 Þverárfjall í Dalsmynni 14. febrúar Flóð nr. 52036 Upptakahæð: u.þ.b. 620 m Staður: Þverárfjall í Dalsmynni Stöðvunarhæð: 60 m Tími: 14. febrúar Meðalbreidd tungu: 45 m Stærð: 3,5 Tegund: Þurrt flekahlaup

5.6.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing

Breitt snjóflóð féll í Þverárfjalli í Dalsmynni og rann lengst niður eftir Stóragili. Land-pósturinn kom fyrstur að flóðinu og tilkynnti flóðið til Vegagerðarinnar.

Stöðvaðist flóðið um 20 m neðan vegar og var tæplega 7 m þykkt á vegi og 45 m breitt. Flóðið var þykkast í Stóragili en náði einnig niður undir veg í næstu gilskoru austan við. Greini-legt brotstál sást á um 450 m kafla nokkru fyrir neðan fjallsbrún. Mikill snjór var í Dalsmynni á þessum tíma. Algengt er að þarna falli snjóflóð en ekki ná þau öll niður á veg.

5.6.2 Veðuraðdragandi

Norðaustan og austan hraglandi og rigning í byggð 12. og 13. febrúar en svo kólnaði heldur þann 14 um svipað leiti og flóðið féll. Flóðið gæti hafa fallið einhverjum klukkustundum seinna en sýnt er á myndunum en það sást um morguninn.

Mynd 26. Hiti og úrkoma á Akureyri dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Mynd 27. Vindhraði og vindátt í Grímsey dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Page 32: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

30

5.6.3 Myndir af flóðinu í Þverfjalli

Mynd 28. Snjóflóðið í Dalsmynni. Þykktin á veginum var ansi mikil eins og sést á myndinni.

Mynd 29. Vestari tungan sem fór yfir veginn. Brotstálið sést vel eftir fjallshlíðinni.

Page 33: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

31

5.7 Vífilsfell 9. mars Flóð nr. 52185 Upptakahæð: 460 m Staður: Vífilsfell Stöðvunarhæð: 300 m Tími: 9. mars kl. 16:10 Meðalbreidd tungu: Óskráð Stærð: 2,5 Tegund: Flekahlaup

5.7.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing

Tveir göngumenn lentu í snjóflóði í Vífilsfelli og bárust um 40–50 metra niður hlíðina. Annar þeirra tognaði illa á fæti. Mennirnir voru á niðurleið þegar þeir heyrðu mikinn hvell og tóku eftir að harður flekinn undir þeim byrjaði að gliðna í sundur. Þeir bárust með flóðinu um 40–50 metra en flóðið var 300–500 metra langt.

Flóðið var kögglótt og sumar blokkirnar mjög stórar og harðar. Mennirnir eru báðir vanir útivistarmenn og voru búnir ísöxum og broddum vegna færðarinnar. Snjóflóðaýlar eða annar snjóflóðabúnaður var ekki með í för.

5.7.2 Veðuraðdragandi og myndir

Nokkuð samfelld úrkoma í suðlægum áttum 5.–8. mars og hitastig undir frostmarki. 8. mars snérist vindur í NA-átt og svo í NV-átt aðfaranótt þann 9. mars. Úrkoma hélt áfram og hiti var undir frostmarki.

Mynd 30. Hiti og úrkoma í Bláfjöllum dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Mynd 31. Vindhraði og vindátt í Bláfjöllum dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Page 34: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

32

5.7.3 Myndir af flóðinu í Vífilsfell i

Mynd 32. Snjóflóðið í Vífilsfelli. Stórar og harðar blokkir voru í flóðinu. Ljósmynd: Gísli Kristján Gunnsteinsson.

Mynd 33. Útlínur gönguleiðarinnar og flóðsins í Vífilsfelli teiknaðar eftir minni Gísla Kristjáns Gunnsteinssonar.

Page 35: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

33

5.8 Merkjárgil í Ljósavatnsskarði 20.–21. mars

Flóð nr: 52320 Upptakahæð: u.þ.b. 800 m Staður: Merkjárgil Stöðvunarhæð: 60 m Tími: 20.–21. mars Meðalbreidd tungu: 110 m Stærð: 3,5 Tegund: Þurrt flekahlaup

5.8.1 Útlínur flóðs og stutt lýsing

Stórt snjóflóð féll úr Merkjárgili í Ljósavatns-skarði. Um tíma var óttast um tjón á lítilli rafveitu í gilinu. Flóðið rann mjög langt eða um 2640 m í láréttu plani sem gerir um 15° út-hlaupshorn og er stærsta flóð sem vitað er um úr þessu gili. Snemma í febrúar féll annað flóð úr gilinu sem náði nokkra tugi metra fram yfir inntaksstífluna, svo hún endaði á 5–7 m dýpi. Þá fór rafmagnið í rúmar sex klukkustundir meðan áin ruddi sér leið undir flóðið. Í gilinu falla nokkur snjóflóð á hverjum vetri (þá fer rafmagnið eða minnkar um stund), en aðeins þrisvar áður hafa þau náð fram fyrir inntak rafstöðvarinnar. Næststærsta flóð úr Merkjárgili sem vitað er um féll árið 1999 en það var u.þ.b. 600 m styttra en þetta flóð. Árið 2009 féll skriða í sama gili og olli nokkru tjóni á inntaksstíflu og þrýstipípu.

5.8.2 Veðuraðdragandi og myndir

Hvöss ANA og NA átt með snjókomu frá miðvikudegi 19. mars fram á aðfaranótt laugardags 22. mars.

Mynd 34. Hiti og úrkoma á Akureyri dagana fyrir flóð. Flóðið féll innan græna bilsins.

Mynd 35. Vindur og vindátt í Grímsey dagana fyrir flóð. Flóðið fell innan græna bilsins.

Page 36: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

34

5.8.3 Myndir af flóðinu í Merkjárgil i í Fnjóskadal

Mynd 36. Merkjárgil í Ljósavatnsskarði. Á myndinni sést að flóðið rann ansi langt í mjög litlum bratta.

Mynd 37. Brotstál flóðsins í Merkjárgili var myndarlegt á köflum

Page 37: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

35

5.9 Fannardalur vestan Neskaupstaðar 25. mars Flóð nr. 52280 Upptakahæð: 900 m Staður: Sörlagil í Fannardal Stöðvunarhæð: 150 m Dagsetning: 25. mars Meðalbreidd tungu: 150 Stærð: 3 Tegund: Vott flekahlaup

5.9.1 Útlínur flóðsins og stutt lýsing

Nokkuð stórt snjóflóð féll úr Sörlagili í Fannardal þar sem unnið er að greftri Norð-fjarðarganga. Flóðið kom úr gili fyrir ofan geymslugáma á athafnasvæði verktaka sem grefur göngin og háir ruðningar staðnæmdust í um fimm metra fjarlægð frá gámunum og 5–10 metra frá veginum. Tungan var um 3 metrar á þykkt. Mikið hafði rignt dagana á undan og um 35 mm síðasta hálfa sólarhringinn áður en flóðið féll. Snjóflóð féllu einnig í Fannardal fyrr í mánuðinum en ekki eins nærri mann-virkjum.

5.9.2 Veðuraðdragandi

SA hvassviðri var á Fjarðarheiði sólarhringinn fyrir flóð. Mikil rigning var í Neskaupstað á sama tíma og hitastig 4–8°C.

Mynd 38. Hiti og úrkoma í Neskaup-stað dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Mynd 39. Vindur og vindátt á Fjarðar-heiði dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Page 38: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

36

5.9.3 Myndir af flóðinu í Fannardal

Mynd 40. Flóðið féll nærri gámum verktaka á svæðinu.

Mynd 41. Þykkt tungunnar var mikil þar sem flóðið nam staðar við gámana.

Page 39: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

37

5.10 Breitt snjóflóð í Bláfjöllum 26. mars Flóð nr. 52355 Upptakahæð: u.þ.b. 680 m Staður: Skíðasvæðið í Bláfjöllum Stöðvunarhæð: 520 m Dagsetning: 26. mars, kl. 18:00 Meðalbreidd tungu: 500 m Stærðarflokkur: 3 Tegund: Vott flekahlaup

5.10.1 Útlínur flóðsins og stutt lýsing

Snjóflóðavaktin fékk tilkynningu um snjóflóð í Bláfjöllum eftir mikla rigningu. Það var ekki laust við að starfsmanni vaktarinnar hafi brugðið í brún þegar hann kom á svæðið. Mjög breitt flóð hafði fallið innan um lyftumann-virkin á Suðursvæðinu og í gegnum þrjár lyftur án þess að valda tjóni nema á tveimur ljósa-staurum. Snjóflóðið var mjög kögglótt og líklega runnið frekar hægt ofan á vatns-mettuðum snjónum. Í raun er ótrúlegt að flóðið skyldi ekki valda tjóni á mannvirkjum.

Fjöldi snjóflóða féllu í Bláfjöllum á svipuðum tíma, mörg hver ansi myndarleg.

Brotstálið var áætlað um 4–5 metra þykkt þar sem það var þykkast og hlykkjaðist eftir brúninni. Þetta er stærsta snjóflóð sem Veðurstofan hefur mælt í Bláfjöllum. Svæðið var ekki opið þegar flóðið féll vegna slæms veðurs. Snjóflóð féll á sama stað í febrúar 1995 en það var mun minna.

5.10.2 Veðuraðdragandi

Mikil úrkoma var í Bláfjöllum 24. mars og svo aftur snemma dags 26. mars. Þá rigndi meira en 100 mm á 12 klst og var þetta fyrsta stóra rigningin í Bláfjöllum þennan vetur. Blotnaði vel í snjónum, svo mjög að í sumum brekkunum blánaði snjórinn að sögn starfsmanna. Hitastig var í kringum frostmark 25. mars en hækkaði svo í tæpar 4°C samfara úrkomunni 26. mars. Vindur var hvass að sunnan (10–20 m/s) dagana fyrir flóðið.

Mynd 42. Hiti og úrkoma í Bláfjöllum dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Mynd 43. Vindur og vindátt í Bláfjöllum dagana fyrir flóð. Flóðið er sýnt sem græn lína.

Page 40: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

38

5.10.3 Myndir af flóðinu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum

Mynd 44. Snjóflóð í Bláfjöllum. Flóðið rann á blautu undirlagi og á köflum var brotstálið 4–5 metra þykkt.

Mynd 45. Mikil mildi að skíðalyftur skemmdust ekki.

Page 41: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

39

6 Helstu hrinur vetrarins

Í gagnagrunni Veðurstofunnar eru skilgreindar hrinur snjóflóða þegar ástæða þykir til. Þá er átt við mörg snjóflóð sem falla í sama óveðrinu með nokkurra daga tímabili og yfirleitt í sama landshluta. Í gagnagrunninn eru skráðar 12 hrinur þennan vetur. Fjöldi flóða í hverri hrinu getur verið talsvert meiri en tafla 6 sýnir því oft eru mörg flóð í sömu færslunni. Í hrinu 45 eru t.d. bara tvær færslur en önnur þeirra er í raun yfir 20 flóð sem öll féllu í Þórsmörk og nágrenni.

Tafla 6. Snjóflóðahrinur vetrarins.

Hrina Svæði Tímabil Fjöldi færsla

33 Tröllaskagi 17.–20.9 2013 9

37 Norðanverðir Vestfirðir 23.–27.12 2013 18

38 Tröllaskagi og Fnjóskadalur 23.–27.12 2013 13

40 Neskaupstaður og Seyðisfjörður 12.2.2014 23

39 Norðanverðir Vestfirðir 12.–14.2.2014 7

41 Dalsminni og nágreni, Hörgárdalur, Karlsárdalur 12.–14.2.2014 7

46 Dalvík og nágreni 6.3.2014 10

44 Önundarfjörður og Kirkjubólshlíð 10.3.2014 4

45 Þórsmörk og Eyjafjallajökull 10.3.2014 2

42 Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Hörgárdalur 10.–11.3.2014 22

43 Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvík 15.3.2014 7

47 Dalvík og nágreni, Öxnardalur, Ljósavatnsskarð, Grýtubakkahreppur innan Dalsmynnis

19.-22.3.2014 13

Hér að neðan er gerð grein fyrir einni hrinu sem gekk yfir norðanverða Vestfirði seinni hluta desember mánaðar, helstu flóðum sem féllu, veðrinu sem ríkti og viðbrögðum snjóflóðavaktar. Á sama tíma gengu einnig yfir hrinur á Norðurlandi og Austfjörðum. Hinar hrinurnar ollu minni vandræðum eða stóðu yfir í stuttan tíma.

6.1 Norðanverðir Vestfirðir 23.–27. desember Mikið norðan óveður gekk yfir norðanverða Vestfirði síðustu daga desembermánaðar og féll fjöldi flóða, sum hver stór eða á óvenjulegum stöðum. Talsvert af flóðum féll einnig á vegi sem skapaði álag á vegakerfið. Sett var á óvissustig og gripið til rýminga á Ísafirði, Hnífsdal og á bænum Geirastöðum í Syðridal.

Norðaustan og síðar norðan stormur geisaði til fjalla með um 10 m/s vindi á Ísafirði. Ekki mældist mikil úrkoma í byggð á þessu tímabili og var hún í formi rigningar til að byrja með. Snjódýpt jókst hinsvegar talsvert til fjalla og á Seljalandsdal var aukningin um 80 cm á þessu tímabili. Hitastig var fyrir ofan frostmark (2–3°C) á Ísafirði til 22. des en svo kólnaði talsvert eftir 23. des. (-2 – -3°C) .

Hér eru talin upp helstu flóð sem féllu í þessari hrinu á hverju svæði fyrir sig.

Page 42: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

40

6.1.1 Skutulsfjörður og Súðavíkurhlíð

Snjóflóð lokaði veginum um Súðavíkurhlíð á aðfangadag jóla (51748) og féllu sjö flóð til viðbótar á hlíðina seinna í þessari hrinu. Eins féllu fimm flóð á vegina í Skutulsfirði og stærsta flóðið lokaði Skíðaveginum upp á Seljalandsdal og yfir Skutulsfjarðarbraut (51759). Snjóflóð féll úr Karlsárgili 27. desember (51917) og náði inn á Skíðaveg en lokaði honum ekki.

6.1.2 Önundarfjörður

Á aðfangadag féll snjóflóð úr Selabólsurð og lokaði veginum. Bíll keyrði inn í flóðið og festist (51751) og annað snjóflóð féll í Ytra Bæjargili og braut staurastæðu (51752). Eins féll flóð úr Skollahvilft á jóladag en það stöðvaðist um 40 metra frá veginum (51757).

6.1.3 Hnífsdalur

Innarlega í Hnífsdal norðanverðum féll snjóflóð á jóladag (51844) og annað sambærilegt flóð féll aðeins utar (51842). Eins féll snjóflóð úr Hraunsgili (51831) og Bakkahyrnu (51806). Stórt snjóflóð féll svo úr Lambaskál sem náði vel yfir Hnífsdalsá (51805).

6.1.4 Bolungarvík, Syðridalur og Skálavík:

Skítugt snjóflóð féll úr Hesthúsagilinu á Þorláksmessu og létti á áhyggjum vaktarinnar hvað varðaði hesthúsahverfið (51753). Annað snjóflóð féll úr Hesthúsagili á jóladag (51754) auk snjóflóðs úr Núpsskál sem bar með sér tvö hross út í Syðridalsá (51756) sem síðar var bjargað. Eftir hádegið sama dag, lét Orkubú Vestfjarða vita af snöggri hækkun á vatnsborði lónsins við Reiðhjallavirkjun en slíkt hefur áður gerst þegar snjóflóð falla í lónið (51766). Stórt snjóflóð féll innan við bæinn Fremri-Ós (51771) og er það stærsta snjóflóð sem vitað er um á þeim stað. Annað flóð féll innar eða úr Mærðarhvilft og út á frosið Syðridalsvatn (51772).

Vaktin var á tánum eftir að hrinunni lauk. Snjóflóð féll á Kirkjubólshlíð 30. desember (51795) sem sýndi að snjórinn var ekki orðinn stöðugur og hitabreytingar auk skafrennings til fjalla gerðu stöðuna erfiða. Spáð var aukinni úrkomu og kólnandi veðri næstu daga sem varð til þess að óvissuástand var sett aftur á þann 1. janúar á norðanverðum Vestfjörðum. Fátt markvert gerðist fyrir vestan en mikil úrkoma var fyrir austan og stórt snjóflóð féll yfir veginn í Dalsmynni fyrir norðan og lokaði veginum. Óveðrið hélt áfram fyrstu viku janúar og stór flóð tóku að falla 6. janúar í Núpsskál í Syðridal og í botni Súgandafjarðar.

Heimildir

Snjóflóðagagnasafn Veðurstofu Íslands. Trausti Jónsson (2012). Tíðarfarsyfirlit 2013 og 2014. Sótt 25. 9. 2014 af

http://www.vedur.is/vedur/vedurfar/manadayfirlit/2013 og http://www.vedur.is/vedur/vedurfar/manadayfirlit/2014

Bloggsíða snjóflóðavaktar VÍ: http://blog.vedur.is/snjoflod/ Fréttavefur RÚV: http://www.ruv.is/frett/snjoflod-stadnaemdist-vid-gama-myndir. Sótt

4.12.2014.

Page 43: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

41

Viðauki I. Veðuraðdragandi helstu snjóflóða vetrarins

Það getur verið villandi að reikna meðaltal vindáttar fyrir þrjá og fimm daga í aðdraganda flóðanna og jafnvel síðasta sólarhringinn, þar sem vindátt getur verið mjög brengluð í hægum vindi. Slíka dreifingu vindáttar er vissulega best að setja fram með vindrós en það verður ekki gert að sinni. Brugðið var á það ráð að birta í töflu 2 reiknaðan vigurvind fyrir 1, 3, og 5 daga í aðdraganda helstu flóða vetrarins, þannig fæst skárra mat á vindátt á meðan hvassast var.

Tafla 7. Nokkrir veðurþættir mældir á sjálfvirkum veðurstöðvum í aðdraganda helstu snjóflóða vetrarins, 1, 3 og 5 daga fyrir flóðin. Uppsöfnuð úrkoma er táknuð með r (r00 er úrkoma 1 dag eftir flóð), meðalvindhraði (reiknað í 3. veldi) með f, en vigurvindur með ‘v’ aftast í breytuheiti, þar sem f*v er meðalvindhraði og d*v er meðalvindátt. Snjódýptarbreyting er táknuð með snd. Athugað var hvort hiti færi yfir 2°C síðasta sólarhringinn í aðdraganda flóðanna og er það táknað með hlaka.

FLOD r1 r3 r5 r00 hlaka f1 f3 f5 f1v f3v f5v d1v d3v d5v snd1 snd3 snd5

51759 7.0 20.0 30.6 0.7 Nei NA NA NA NA 7.4 12.3 NA 38 46.8 30.1 78.1 93.5

51762 5.7 20.2 24.3 1.3 Nei 15.7 13.3 11.5 15.5 11.4 8.3 5.5 7.3 10.3 0 444 444

51841 9.7 16.1 18.5 6.6 Já 14.0 12.2 10.8 12.0 10.5 7.9 25.2 20.2 25.5 -422 -422 -422

51860 14.0 21.2 29.5 5.1 Nei 16.8 NA NA 16.4 18.3 16.2 46.5 44.9 48.6 NA NA NA

52036 2.5 11.0 11.6 0 Já 8.4 10.2 9.2 8.0 8.9 7.9 24.7 25.5 22.8 -0.6 31.4 -8.2

52185 20.1 44.1 61.9 8.2 Nei 12 10.1 9.1 6.7 1.7 1.7 15.3 80.4 15.6 19.9 16.4 11.7

52320 4.8 6.6 6.7 10.1 Nei 16.8 13.4 11.4 15.7 7.8 3.7 32.9 50.1 53.4 64.7 57.4 70.4

52280 43.5 47.7 70.1 1.4 Já NA NA NA NA NA NA NA NA NA 0.1 -0.6 -0.7 52355 120 354 374 0 Já 14.5 14.1 12.2 12.5 7.9 4.9 17.1 17.4 30.2 11.5 -7.9 8.4

Page 44: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

42

Viðauki II. Skráð ofanflóð veturinn 2013–2014

Skýringar við annál Annállinn inniheldur öll flóð sem voru skráð í gagnagrunn Veðurstofunnar veturinn 2013–2014. Listinn inniheldur einnig öll flóð sem fallið hafa á vegakerfið og eru skráð í gagnasafn Vegagerðarinnar á Vestfjörðum og Norðurlandi. Eins mæla snjóathugunarmenn Veðurstofunnar oft flóð sem falla á vegi í nágrenni við byggð. Í annálnum er að finna nokkrar helstu breytur úr gagnagrunninum og eru þær útskýrðar nánar hér.

Farvegur: Öll flóð eru skráð í fyrirfram skilgreinda farvegi.

Dagsetning: Oftast er um nákvæma dagsetningu að ræða en stundum er ekki vitað nákvæmlega hvenær flóðið féll og er þá líklegasta tímabilið skráð.

Númer: Öllum flóðum er gefið auðkennisnúmer.

Tegund: S=ótilgreind tegund snjóflóðs; L=lausasnjóflóð; F=flekaflóð; K=krapaflóð; G=grjóthrun; A=aurskriða. Ef stafirnir „F“ og „L“ hafa lágvísinn „v“ (t.d. „Fv“) þá er um vott flóð að ræða, annars þurrt.

Stærð: Snjóflóð eru flokkuð í stærðir með hliðsjón af kanadíska flokkunarkerfinu. Stærðarflokkarnir eru frá 1–5. Stærri flóð en 4 eru mjög sjaldgæf.

Lengd/breidd/dýpi: Lárétt lengd flóðsins frá upptökum til stöðvunarpunkts, meðalbreidd tungu og meðaldýpi í tungu (táknað „Le/Br/Dp“ í töfluhaus og gefið upp í metrum).

Page 45: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Snjó

flóð

vetu

rinn

2013

–201

4

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Rey

kjav

íkog

nærs

veiti

r

Rey

kjav

íkog

nærs

veiti

r12

.1.2

014

5191

5S

/1.5

Veg

urin

nfy

riro

fan

Bau

haus

íRey

kjav

íklo

kaði

stve

gna

fann

ferg

isþe

garl

ítið

snjó

flóð

féll

áve

ginn

.Þá

varl

ögð

vinn

aía

ðha

lda

vegi

num

opnu

með

anbí

last

æði

ðvi

ðB

auha

ustæ

mdi

st.

Bre

kkur

narn

orða

nD

raum

adal

s,al

ltað

Rau

ðuhn

júku

m

13.1

.201

451

901

S/2

–/7

0/–

Snjó

flóð

féll

íves

turh

líðSa

ndfe

lls,s

emer

írau

nhl

uti

Vífi

lsfe

llsvi

ðSa

ndsk

eið.

Blá

fjöl

l-sk

íðas

væði

20–2

6.1.

2014

5195

7F

/2T

vösn

jófló

ðfé

lluíB

láfj

öllu

m.

Esj

a14

/15.

2.20

1452

040

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Val

lárg

ili.

Hel

lishe

iðio

lfus

9.3.

2014

5218

5F

/2.5

400

/–/–

Tve

irgö

ngum

enn

lent

uís

njófl

óðií

Vífi

lsfe

lliog

báru

stum

40–5

0m

etra

niðu

rhlíð

ina.

Ann

arþe

irra

togn

aðiá

fæti.

Hel

lishe

iðio

lfus

9–11

.3.2

014

5218

7Fv

/2N

okku

rsnj

óflóð

féllu

ígilj

umíH

úsm

úla

íhlá

ku.E

kker

tfló

ðann

aná

ðiað

stik

aðri

göng

ulei

ð.St

ærs

tafló

ðið

um3–

400m

lang

t.

Stór

hvilf

tefs

tíE

ldbo

rgar

gili

10.3

.201

452

186

Fv–

/70

/0.5

Snjó

flóð

féll

50m

aust

anvi

ðB

eygj

ulyf

tuíE

ldbo

rgar

gili

(skí

ðasv

æði

nuB

láfj

öllu

m).

Blá

fjöl

log

nágr

enni

11.3

.201

452

177

F/2

.5M

örg

frek

arst

órsn

jófló

ðfé

lluíB

láfj

öllu

m,a

ðalle

gaí

brek

kum

sem

vísa

íves

tur.

Blá

fjöl

log

nágr

enni

15.3

.201

452

201

F/2

Snjó

flóð

féll

íBlá

fjöl

lum

.

Skál

afel

l22

.3.2

014

5224

7F

/3St

órsn

jófló

ðfé

lluíS

V-H

líðum

Skál

afel

ls.

Bre

kkur

narn

orða

nD

raum

adal

s,al

ltað

Rau

ðuhn

júku

m

26.3

.201

452

346

Fv/2

Snjó

flóð

féll

ígili

norð

anSk

jálf

tahv

ilfta

ríB

láfj

öllu

m.

43

Page 46: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Bre

kkur

narn

orða

nD

raum

adal

s,al

ltað

Rau

ðuhn

júku

m

26.3

.201

452

344

Fv/2

Snjó

flóð

féll

íBlá

fjöl

lum

við

myn

niD

raum

adal

s.M

jög

sjal

dgæ

fter

aðþa

rna

falli

flóð.

Blá

fjöl

l-sk

íðas

væði

26.3

.201

452

348

Fv/2

Snjó

flóð

féll

við

göng

ubra

utíB

láfj

öllu

m,v

esta

níl

itlu

felli

inn

afL

eiru

num

.

Svæ

ðið

mill

iEld

borg

argi

lsog

Dra

umad

als,

undi

rH

ákol

li

26.3

.201

452

353

Fv/1

Snjó

flóða

spýj

afé

llíB

láfj

öllu

m,á

svæ

ðinu

mill

iE

ldbo

rgar

gils

ogD

raum

adal

s,á

bung

unni

.

Blá

fjöl

l-sk

íðas

væði

26.3

.201

452

354

Fv/1

Þrjá

rsnj

óflóð

aspý

jurf

éllí

Blá

fjöl

lum

,íkv

erki

nniv

iðSa

ndfe

ll.

Bre

kkur

narn

orða

nD

raum

adal

s,al

ltað

Rau

ðuhn

júku

m

26.3

.201

452

345

Fv/2

Snjó

flóð

féll

íSkj

álft

ahvi

lftí

Blá

fjöl

lum

.

Bre

kkur

narn

orða

nD

raum

adal

s,al

ltað

Rau

ðuhn

júku

m

26.3

.201

452

347

Fv/2

Snjó

flóð

féll

úrbr

ekku

nnib

eint

afta

nvi

ðR

auðu

hnjú

kaí

Blá

fjöl

lum

.

Blá

fjöl

l-sk

íðas

væði

26.3

.201

452

350

Fv/1

Snjó

flóða

spýj

afé

llíB

láfj

öllu

m.

Hvi

lftir

ofan

við

skíð

alei

ðir

úrFr

amly

ftun

ni26

.3.2

014

5235

1Fv

/3Sn

jófló

ðfé

llíæ

finga

bakk

aíB

láfj

öllu

m,ú

rhvi

lftu

mof

anvi

ðsk

íðal

eiði

rúrF

ram

lyft

unni

.

Svæ

ðið

mill

iEld

borg

argi

lsog

Dra

umad

als,

undi

rH

ákol

li

26.3

.201

452

352

Fv/2

Snjó

flóð

féll

íBlá

fjöl

lum

,ásv

æði

num

illiE

ldbo

rgar

gils

ogD

raum

adal

s,vi

ðal

geng

ustu

sleð

alei

ðina

upp

áfj

öllin

.

"Þre

ngsl

in",

sást

aður

við

göng

ubra

utin

ase

mof

tast

hley

pur

26.3

.201

452

349

Fv/1

Snjó

flóða

spýj

afé

llí"

Þren

gslu

num

"við

göng

ubra

utin

Blá

fjöl

lum

.

44

Page 47: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Blá

fjöl

l-sk

íðas

væði

26.3

.201

452

355

Fv/3

–/5

00/–

Snjó

flóð

féll

íBlá

fjöl

lum

,það

lent

iáog

fórí

gegn

umþr

járs

kíða

lyft

ur,á

nþe

ssað

vald

þeim

tjóni

.Það

skek

ktie

inn

ogfe

lldia

nnan

ljósa

stau

rog

við

það

brot

naði

einn

ljósk

asta

ri.

Sóls

kins

brek

kan,

frá

Kón

gisu

ðurf

yrir

æfin

garb

akka

7/8.

4.20

1452

334

Fv/1

–/5

0/0

.4U

m50

mbr

eitt

fleka

hlau

pfé

llum

40m

sunn

anvi

ðto

ppst

öðK

óngs

lyft

uíB

láfj

öllu

m.

Dal

asýs

la

Skar

ðstr

önd

23.2

.201

452

066

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

heng

jum

illiH

eina

berg

sog

Nýp

urá

Skar

ðsst

rönd

ídag

oglo

kaði

þarv

egin

umum

tíma.

Fells

strö

ndfe

b/m

ar20

1452

329

Fv/2

Snjó

flóð

féllu

rétt

vest

anFá

bein

sárá

Fells

strö

nd.

Fells

strö

ndfe

b/m

ar20

1452

328

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíh

líðin

niau

stan

Fábe

insá

ráFe

llsst

rönd

.

Skar

ðstr

önd

10/1

1.3.

2014

5216

4F

/2.5

Stór

tsnj

óflóð

sást

aðm

orgn

i11.

mar

súr

Níp

urhy

rnu

áSk

arðs

strö

ndse

mná

ðini

ðurá

veg

enlo

kaði

honu

mek

ki.

Rey

khól

asve

it

Kró

ksfj

arða

rnes

ogná

gren

ni22

.3.2

014

5225

2F

/2Sn

jófló

ðfé

llía

usta

nver

ðum

Gau

tsda

líR

eykh

ólas

veit.

Rey

khól

asve

it24

–26.

3.20

1452

314

F/2

.5–

/600

/–Sn

jófló

ðfé

llíS

kála

rbja

rgi,

inn

afG

auts

dal.

Rey

khól

asve

it26

.3.2

014

5232

2Fv

/2–

/40

/0.5

Snjó

flóð

féll

íBre

kkuh

orni

íRey

khól

asve

it.

Gils

fjör

ður,

norð

anve

rður

23.4

.201

452

357

F/3

.5–

/150

/–Sn

jófló

ðfé

llíG

eldi

ngam

úla,

mill

iGró

usta

ðaog

Gar

psda

ls.S

tórt

brot

stál

ogkö

ggla

rást

ærð

við

hús.

Bar

ðast

rönd

Bar

ðast

rönd

20–2

3.12

.201

351

856

S/2

Tvö

snjó

flóð

féllu

fyri

rofa

nH

auka

berg

ogtv

öin

nanv

ert

við

Rau

ðsda

l.

Múl

asve

it24

–27.

12.2

013

5185

7F

/2.5

–/–

/2Sn

jófló

ðfé

llve

stur

yfirS

kipt

áíM

úlas

veit.

45

Page 48: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Múl

asve

it20

/21.

3.20

1452

253

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llað

aust

anve

rðu

íSká

lmar

daln

um.

Múl

asve

it20

/21.

3.20

1452

241

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíM

úlas

veit.

Múl

asve

it20

/21.

3.20

1452

240

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíM

úlas

veit.

Bar

ðast

rönd

21.3

.201

452

239

F/2

Snjó

flóð

féll

áB

arða

strö

ndog

loka

ðive

gi.

Múl

asve

it21

–24.

3.20

1452

315

Fv/2

Nok

kurs

njófl

óðfé

llum

illiS

kipt

árog

Litl

anes

hrau

ns.

Ein

tung

anlo

kaði

vegi

eina

nótt.

Patr

eksf

jörð

ur

Vat

neyr

i10

/11.

11.2

013

5168

2Fv

/2.5

–/2

0/1

Mör

gsm

ásn

jófló

ðse

mfa

llaá

Vat

neyr

iá15

klst

.tím

abili

.

Vat

neyr

i13

.12.

2013

5172

6L

/1.5

–/8

/0.2

Snjó

flóða

spýj

urfé

lluúr

stór

avi

rkas

task

orni

ngnu

mup

paf

ytri

enda

gam

laga

rðsi

nsá

Vat

neyr

i.

Vat

neyr

i18

.12.

2013

5172

8F

/2.5

Úrfl

estu

msk

orni

ngum

íská

linni

áV

atne

yrif

éllu

sex

mis

stór

snjó

flóð.

Gei

rsey

rarg

il18

.12.

2013

5173

6Fv

/2Sn

jófló

ðfé

llíG

eirs

eyra

rgili

áPa

trek

sfirð

i.

Mik

lidal

ur18

.12.

2013

5173

7Fv

/2T

vösn

jófló

ðfé

lluof

anvi

ðsk

ógræ

ktin

aog

fjög

urin

nan

við

Dag

mál

agil

íMik

lada

l.

Vat

neyr

i25

–30.

12.2

013

5185

8L

/1.5

Snjó

flóð

féllu

efst

íVat

neyr

i.

Vat

neyr

i12

/13.

1.20

1451

897

L/2

Mör

gsm

ásn

jófló

ðfé

llufy

riro

fan

gam

lava

rnar

garð

inn.

Ofa

nSi

gtún

sSá

st26

.1.2

014

5195

4S

/1.5

–/7

/–Sn

jófló

ðfé

llís

tóra

skor

ning

num

upp

afgö

tuho

rnin

uof

anSi

gtún

Patr

eksfi

rði.

Vat

neyr

i24

.1.2

014

5194

6S

/1.5

–/1

0/–

Sex

litla

rtun

gurs

áust

áví

ðog

drei

fúrS

kálin

niá

Vat

neyr

i.

Vat

neyr

i4.

2.20

1451

981

L/2

Mör

gsn

jófló

ðfé

lluúr

Skál

inni

áV

atne

yri.

Vat

neyr

i20

.2.2

014

5206

1L

/2M

örg

snjó

flóð

féllu

yfirg

amla

varn

arga

rðin

umá

Vat

neyr

i.46

Page 49: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Vat

neyr

i7.

3.20

1452

136

S/2

.5–

/18

/0.5

Snjó

flóð

féll

ofan

við

enda

gam

lava

rnar

garð

sins

áPa

trek

sfirð

i.

Vat

neyr

i10

.3.2

014

5215

2Fv

/2–

/30

/–Sn

jófló

ðfé

lluá

Vat

neyr

i.

Vat

neyr

i10

.3.2

014

5215

4Fv

/3–

/50

/1Sn

jófló

ðfé

llím

iðhl

uta

skál

arin

nará

Vat

neyr

i.

Vat

neyr

i10

.3.2

014

5215

5Fv

/2.5

370

/25

/1Sn

jófló

ðfé

llíy

sta

hlut

ask

álar

inna

ráV

atne

yri.

Patr

eksf

jörð

ur,u

tan

þétt

býlis

Rak

nada

lshl

íð17

–19.

12.2

013

5184

6S

/2N

okku

rlíti

lsnj

óflóð

féll

áhl

íðin

niog

við

Stap

ana

áR

akna

dals

hlíð

,þrj

úþe

irra

náðu

aðva

tnsr

ás.

Patr

eksf

jörð

ursu

ðaus

tanv

erðu

r17

–19.

12.2

013

5184

7F

/2–

/6/1

Snjó

flóð

féll

bein

tupp

afga

mla

Skáp

adal

sbæ

num

áPa

trek

sfirð

i.

Flös

kuhl

íð12

/13.

01.2

014

5190

4F

/2.5

–/1

00/0

.3N

okku

rsnj

óflóð

féllu

íFlö

skuh

líð.U

tan

við

Dag

mál

agil

sáus

tþrj

ársp

ýjur

ogin

nan

við

Gili

ðvo

ruse

xsp

ýjur

.St

ærs

tflóð

iðva

rum

2.5

aðst

ærð

.

Flös

kuhl

íð24

.1.2

014

5195

5S

/1.5

Þrjú

snjó

flóð

féllu

ofan

ogin

nan

við

Skóg

rækt

ina

íFl

ösku

hlíð

.

Flös

kuhl

íð24

.1.2

014

5195

3F

/2.5

–/3

00/–

Snjó

flóð

féll

íFlö

skuh

líðin

nan

við

Dag

mál

agil.

Flös

kuhl

íð4.

2.20

1451

982

F/3

–/3

00/–

Snjó

flóð

féll

íFlö

skuh

líð.

Patr

eksf

jörð

ursu

ðaus

tanv

erðu

r20

–22.

2.20

1452

065

S/1

Snjó

flóð

féll

ígjá

nniu

tan

við

Gili

ð.

Flös

kuhl

íð20

.2.2

014

5206

2F

/2–

/8/0

.5Sn

jófló

ðfé

llyfi

rinn

anve

rða

skóg

rækt

ina

íFlö

skuh

líð.

Rak

nada

lshl

íð20

.2.2

014

5206

4F

/1.5

–/8

/0.7

Snjó

flóð

féll

íRak

nada

lshl

íð.

Flös

kuhl

íð28

.2–1

.3.2

014

5207

8F

/3–

/–/0

.5Sn

jófló

ðfé

llíF

lösk

uhlíð

.

Rak

nada

lshl

íð10

.3.2

014

5219

1Fv

/2T

vösn

jófló

ðfé

lluíR

akna

dals

hlíð

.

47

Page 50: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Ósa

fjör

ður

10.3

.201

452

189

Fv/2

Snjó

flóð

féllu

íSká

pada

lshl

íðen

stöð

vuðu

stof

anvi

ðve

ginn

.

Patr

eksf

jörð

ursu

ðaus

tanv

erðu

r10

.3.2

014

5219

0Fv

/2.5

Snjó

flóð

féllu

íhlíð

inni

sunn

anvi

ðSk

ápad

alsg

ljúfu

r.

Flös

kuhl

íð10

.3.2

014

5215

8Fv

/2Sn

jófló

ðfé

llíF

lösk

uhlíð

.

Patr

eksf

jörð

ursu

ðaus

tanv

erðu

r10

.3.2

014

5218

8Fv

/3–

/250

/1Sn

jófló

ðfé

llíS

kápa

dalí

Patr

eksfi

rði.

Flös

kuhl

íð24

.3.2

014

5231

1Fv

/2.5

–/3

00/0

.8Sn

jófló

ðfé

lluíM

ikla

dalu

tan

við

göm

lusk

íðal

yftu

naá

Patr

eksfi

rði.

Flös

kuhl

íð24

–26.

03.2

014

5231

2Fv

/2Sn

jófló

ðfé

llvi

ðsk

ógræ

ktin

aíF

lösk

uhlíð

.Ein

nig

féllu

fleir

iflóð

inna

nvi

ðD

agm

álag

il.

Patr

eksf

jörð

ursu

ðaus

tanv

erðu

r25

/26.

03.2

014

5231

3Fv

/2.5

–/3

00/–

Snjó

flóð

féll

íSká

pada

lsm

úli,

ofan

við

Skáp

adal

sbæ

inn

ísu

ðaus

tanv

erðu

mPa

trek

sfirð

i.

Tál

knaf

jörð

ur

Und

irB

oga

9/10

.3.2

014

5218

2Fv

/2.5

Snjó

flóð

féll

undi

rBog

Tál

knafi

rðie

ftir

ákaf

ari

gnin

guog

leys

ingu

.

Gei

tárh

orn

9/10

.3.2

014

5218

1Fv

/2.5

Snjó

flóð

féll

íGet

árho

rniá

Tál

knafi

rðie

ftir

ákaf

ari

gnin

guog

leys

ingu

.

Arn

arfj

örðu

r

Arn

arfj

örðu

rnor

ðanv

erðu

r26

.12.

2013

5176

8F

/3Sn

jófló

ðfé

llín

orða

nver

ðum

Arn

arfir

ðiog

loka

ðive

gi.

Arn

arfj

örðu

rnor

ðanv

erðu

r26

.12.

2013

5176

7F

/3Sn

jófló

ðlo

kaði

vegi

num

mill

iGrj

ótey

raro

gH

jallk

árse

yrar

ínor

ðanv

erðu

mA

rnar

firði

.Fló

ðið

brau

tse

xst

aura

stæ

ðuro

gle

ysti

útlín

una.

Arn

arfj

örðu

rnor

ðanv

erðu

r31

.12.

2013

5180

3F

/2.5

Snjó

flóð

féll

inna

nG

rjót

eyra

ríno

rðan

verð

umA

rnar

firði

.

48

Page 51: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Arn

arfj

örðu

rnor

ðanv

erðu

r28

/29.

3.20

1452

321

Lv

/2Sn

jófló

ðfé

llín

orða

nver

ðum

Arn

arfir

ði.

Dýr

afjö

rður

Hja

rðar

dals

gil

27–2

9.12

.201

351

888

F/3

–/2

5/0

.8Sn

jófló

ðfé

llíH

jarð

arda

lsgi

liog

náði

tals

vert

niðu

rfyr

irve

g.

Bre

iðhi

lla29

–31.

12.2

013

5186

3F

/2.5

1480

/260

/0.8

Snjó

flóð

féll

úrTo

rkan

sgili

oglo

kaði

vegi

.Fló

ðið

féll

ára

fmag

nsst

aura

enol

lien

gusj

áanl

egu

tjóni

.

Bre

iðhi

lla29

–31.

12.2

013

5186

4F

/213

00/1

70/0

.6Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

inna

nvi

ðTo

rkan

sgil

ogfó

ryfir

veg.

Hja

rðar

dals

hlíð

31.1

2.20

1351

797

F/2

–/1

70/0

.3T

vösn

jófló

ðfé

lluíH

jarð

arda

lshl

íð,a

nnað

náði

rétt

niðu

rfyr

irgi

rðin

gu.

Gem

lufe

ll3.

2.20

1451

966

F/2

Snjó

flóð

féll

íGem

lufe

lli.

Hja

rðar

dals

hlíð

4.2.

2014

5196

5F

/1.5

Snjó

flóð

féll

íHja

rðar

dals

hlíð

.

Hja

rðar

dals

hlíð

6.2.

2014

5198

9F

/2–

/190

/0.5

Snjó

flóð

féll

fyri

rofa

nFr

emst

uhús

íHja

rðar

dals

hlíð

íD

ýrafi

rði.

Flat

afja

ll12

–15.

2.20

1452

043

F/3

Snjó

flóð

féll

íytr

agi

linu

mill

iAlv

iðru

ogG

erðh

amra

utan

við

Núp

.

Núp

sská

l10

/11.

3.20

1452

193

Fv/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíf

jalli

nuof

anvi

ðN

úpog

stöð

vaði

stí

brek

kuró

tum

.

Önu

ndar

fjör

ður

Sela

bóls

urð,

undi

rUrð

arsk

ál24

.12.

2013

5175

1F

/3–

/30v

/0.3

Snjó

flóð

féll

áve

gum

30m

fyri

rinn

anSe

labó

lsur

ðog

bíll

fest

istí

því.

Nes

dalu

rve

tur2

013–

2014

5239

1F

/4U

mm

iðja

njú

nísá

ustu

mm

erki

umsn

jófló

ðíN

esda

lse

mha

fðih

rifið

með

sért

orfo

ggr

jótú

tíá.

Önu

ndar

fjör

ður

10.3

.201

452

150

F/1

.5Sj

ösm

áflóð

nána

stúr

hver

jugi

livi

ðSe

labó

lsur

ð,ef

tirað

hita

stig

fórí

um0˚

Cvi

ðfj

alla

topp

a.

Önu

ndar

fjör

ður

10.3

.201

452

148

F/1

Fim

msn

jófló

ðasp

ýjur

féllu

ísun

nanv

erðu

mB

reið

adal

.

49

Page 52: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Bja

rnad

alur

20/2

1.3.

2014

5223

6F

/1.5

Snjó

flóð

féll

íBja

rnad

alíÖ

nund

arfir

ði.

Ytr

i-V

eðra

rá22

.3.2

014

5224

6S

/1.5

Snjó

flóð

féll

bein

tofa

nvi

ðsk

emm

Ytr

i-V

eðra

ráí

Önu

ndar

firði

.

Flat

eyri

Flat

eyri

1.11

.201

351

657

F/2

Snjó

flóð

féll

áFl

atey

riog

náði

aðga

rðin

umþa

rsem

efri

rada

rinn

er.

Fyrs

tagi

luta

nY

tra-

jarg

ils8.

11.2

013

5168

0F

/3–

/50

/3Sn

jófló

ðfé

lluúr

fyrs

taog

öðru

gili

utan

Ytr

a-B

æja

rgils

.

Innr

a-B

æja

rgil

21.1

2.20

1351

744

F/2

.5–

/30

/–Sn

jófló

ðfé

llúr

Innr

a-B

æja

rgili

ogtu

ngan

náði

u.þ.

b.60

mni

ðurf

yrir

efst

ahl

uta

varn

arga

rðs.

Ytr

a-B

æja

rgil

24.1

2.20

1351

752

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíV

otah

vam

msh

rygg

.

Skol

lahv

ilft

25.1

2.20

1351

757

F/3

–/1

50/1

00Sn

jófló

ðfé

llíS

kolla

hvilf

táFl

atey

ri.

Fyrs

tagi

luta

nY

tra-

jarg

ils8.

1.20

1451

866

F/2

Sex

snjó

flóð

féllu

áum

einn

iklu

kkus

tund

utan

við

Ytr

a-B

æja

rgil.

Ytr

a-B

æja

rgil

8.1.

2014

5186

5F

/2Sn

jófló

ðfé

llíY

tra-

jarg

iliog

rétt

nærú

túrg

ilkja

fti.

Ytr

a-B

æja

rgil

13–1

5.2.

2014

5203

9F

/3Sn

jófló

ðfé

llíY

tra-

jarg

ili.

Fyrs

tagi

luta

nY

tra-

jarg

ils13

–15.

2.20

1452

038

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíf

yrst

agi

liut

anY

tra-

jarg

ils.

Inna

nFl

atey

rar

10.3

.201

452

147

S/2

Fim

msn

jófló

ðfé

lluúr

gilju

mfy

riri

nnan

Skol

lahv

ílft.

Uta

nFl

atey

rar

10.3

.201

452

151

F/2

.5Á

ttasn

jófló

ðná

nast

úrhv

erju

gili

utan

Flat

eyra

ríhl

áku.

Tung

urná

ðuni

ðurí

um80

–120

mh.

y.s.

Ytr

a-B

æja

rgil

19/2

0.3.

2014

5223

5F

/2Sn

jófló

ðfé

llíY

tra-

jarg

iliá

Flat

eyri

.

Innr

a-B

æja

rgil

20/2

1.3.

2014

5223

4F

/2.5

Snjó

flóð

féll

íInn

ra-B

æja

rgili

áFl

atey

ri.

Súga

ndaf

jörð

ur

50

Page 53: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Súga

ndaf

jörð

urno

rðan

verð

ur4/

5.1.

2014

5186

0F

/3.5

1260

/200

/1.8

Stór

tog

mik

iðsn

jófló

ðfé

llof

aníl

ónið

utan

við

Bot

Súga

ndafi

rði.

Súga

ndaf

jörð

urno

rðan

verð

ur6–

8.1.

2014

5187

2F

/1.5

Mör

gsm

áflóð

féllu

útm

eðöl

lum

Súga

ndafi

rði

norð

anm

egin

.

Súga

ndaf

jörð

urno

rðan

verð

ur4.

2.20

1451

979

F/3

–/1

40/–

Snjó

flóð

féll

úrÁ

sfja

lliog

náði

útís

jó.

Súga

ndaf

jörð

urno

rðan

verð

ur1/

2.3.

2014

5211

7F

/3.5

–/1

20/0

.8St

órto

gm

ikið

snjó

flóð

féll

inns

tíSú

gand

afirð

i,m

illi

stöð

vahú

svi

rkju

naro

gga

ngna

mun

na.

Súga

ndaf

jörð

urno

rðan

verð

ur1/

2.3.

2014

5211

6F

/3–

/50

/0.6

Stór

tsnj

óflóð

féll

íhlíð

inni

neða

nvi

ðSt

ekkj

arhv

ilftv

iðbæ

inn

Bot

nog

fóro

fan

ílón

iðut

anvi

ðB

otn.

Súga

ndaf

jörð

urno

rðan

verð

ur10

/11.

3.20

1452

184

F/1

.5N

okku

rsnj

óflóð

féllu

frá

botn

iSúg

anda

fjar

ðaro

gút

aðG

ilsbr

ekku

.

Súga

ndaf

jörð

urno

rðan

verð

ur21

.3.2

014

5224

4F

/3Sn

jófló

ðfé

llín

orða

nver

ðum

Súga

ndafi

rði.

Súga

ndaf

jörð

urno

rðan

verð

ur21

/22.

3.20

1452

272

F/2

.5St

órts

njófl

óðfé

llín

orða

nver

ðum

Súga

ndafi

rði.

Súga

ndaf

jörð

urno

rðan

verð

ur21

/22.

3.20

1452

271

F/3

Stór

tsnj

óflóð

féll

ínor

ðanv

erðu

mSú

gand

afirð

i.

Bol

unga

rvík

,uta

nþé

ttbý

lis

Hei

ðnaf

jall

1.11

.201

351

658

F/1

.541

0/4

0/0

.3Þr

júfló

ðíH

eiðn

afja

llist

öðvu

ðust

íbre

kkur

ótum

.

Tyrk

jagi

l20

.12.

2013

5173

9F

/1.5

Snjó

flóð

féll

íTyr

kjag

iliíB

olgu

ngar

vík.

Gil

inna

nH

esth

úsag

ils19

/20.

12.2

013

5175

4Fv

/240

0/8

0/0

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Gili

inna

nH

esth

úsag

ils.

Gil

inna

nH

esth

úsag

ils20

.12.

2013

5173

8F

/3Sn

jófló

ðfé

llúr

gilin

uin

nan

Hes

thús

agils

íErn

inum

íB

olun

garv

íkog

náði

niðu

rund

irhe

stag

irði

ngu

sem

erré

ttof

anvi

ðhá

spen

nulín

una.

Tyrk

jagi

l19

/20.

12.2

013

5294

5F

/1.5

750

/100

/–

Gil

inna

nH

esth

úsag

ils20

.12.

2013

5175

0F

/2–

/40

/–Sn

jófló

ðfé

llúr

Gili

inna

nH

esth

úsag

ils.

Lam

baki

nnar

24.1

2.20

1351

766

F/3

Stór

tsnj

óflóð

sem

fellu

ríin

ntak

slón

áR

eiðh

jalla

.

51

Page 54: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Ósh

yrna

24–2

6.12

.201

351

771

F/3

.515

00/2

50/–

Stór

tsnj

óflóð

féll

úrÓ

shvi

lfto

gst

öðva

stum

50m

frá

Frem

ri-Ó

si.

Hes

thús

agil

25.1

2.20

1351

753

Fv/1

.5–

/20

/–Sn

jófló

ðfé

llúr

Hes

thús

agili

.

Hád

egis

fjal

l-gi

lnr.2

24–2

6.12

.201

351

773

F/3

1130

/95

/1St

órtfl

ekafl

óðfé

llúr

gili

2íH

ádeg

isfj

alli.

Bog

ahlíð

24–2

6.12

.201

351

775

F/3

820

/280

/1.4

Stór

tflóð

sem

stop

paru

m38

mfr

ást

öðva

rhús

iR

eiðh

jalla

virk

junn

ar.

Hád

egis

fjal

l-gi

lnr.5

24–2

6.12

.201

351

774

F/3

–/8

5/–

Stór

tflek

aflóð

féll

úrgi

li5

íHád

egis

fjal

li.

rðar

hvilf

t24

–26.

12.2

013

5177

2F

/3.5

1400

/150

/1.4

Stór

tflek

aflóð

úrM

ærð

arhv

ilfts

emnæ

rútá

ísila

gtSy

ðrad

alsv

atn.

Flat

afja

ll24

–28.

12.2

013

5180

7Fv

/3St

órts

njófl

óðfé

llúr

gilin

ufy

riro

fan

Min

niH

líðog

brau

tgir

ðing

ar.

Núp

sská

l26

.12.

2013

5175

6F

/369

0/1

15/0

.7St

órts

njófl

óðfé

llúr

Núp

sská

log

náði

lang

tyfir

ánna

,yfi

rslé

ttuna

næst

ánni

ogfle

ttiaf

henn

ikla

ka.T

veir

hest

arbá

rust

með

flóði

nuog

lent

uút

íá.Þ

eim

virð

ist

ekki

hafa

orði

ðm

eint

af.

Tyrk

jagi

l26

/27.

2.20

1351

790

F/3

–/1

00/–

Snjó

flóð

féll

úrTy

rkja

gili

íBol

unga

rvík

.

Ley

nisg

il30

/31.

12.2

013

5179

8F

/2.5

–/1

20/–

Snjó

flóð

féll

úrL

eyni

sgili

íBol

unga

rvík

.

Núp

sská

l5/

6.01

.201

451

854

F/3

.5St

órts

njófl

óðko

múr

Núp

sská

log

fletti

upp

jarð

vegi

úrsk

urðb

arm

inum

ogba

rtor

furi

nná

flatle

ndið

.

Bog

ahlíð

5/6.

01.2

014

5185

9F

/380

0/1

50/–

Flek

aflóð

sem

fery

firFo

ssán

naog

stöð

vast

um80

met

rafr

ást

öðva

rhús

i.

Dei

lishl

íð6–

9.1.

2014

5292

7F

/1.5

220

/50

/–Sn

jófló

ðfé

llíD

eilis

hlíð

íSká

laví

k.

Mill

iSpr

engi

gilja

ogB

reið

aból

sská

lar

6–9.

1.20

1452

952

F/2

900

/200

/–Sn

jófló

ðfé

llm

illiS

pren

gjug

ilja

ogB

reið

aból

sská

lar.

Hád

egis

fjal

l-gi

lnr.3

8/9.

1.20

1451

871

F/2

.511

00/1

50/–

Snjó

flóð

féll

úrgi

li3

íHád

egis

fjal

li.

52

Page 55: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Hád

egis

fjal

l-gi

lnr.5

8/9.

01.2

014

5186

9F

/2.5

1100

/150

/–Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

5íH

ádeg

isfj

alli.

Hád

egis

fjal

l-gi

lnr.4

8/9.

1.20

1451

870

F/2

.5–

/100

/–Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

4íH

ádeg

isfj

alli.

Dei

lishl

íð9–

14.1

.201

452

928

F/1

.530

0/1

50/–

Snjó

flóð

féll

íDei

lishl

íðíS

kála

vík.

Hád

egis

fjal

l-gi

lnr.2

3/4.

2.20

1451

978

F/2

–/5

0/–

Snjó

flóð

féll

úrgi

li2

íHád

egis

fjal

li.

rðar

horn

3/4.

2.20

1451

973

F/2

530

/180

/0.7

Nok

kuð

brei

tten

þunn

tflek

aflóð

sem

áup

ptök

undi

rne

ðsta

hrau

nbel

tinu.

Hád

egis

fjal

l-gi

lnr.4

9/10

.2.2

014

5200

4F

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

4íH

ádeg

isfj

alli

íBol

unga

rvík

.

rðar

hvilf

t9/

10.2

.201

452

006

F/3

–/1

20/–

Nok

kuð

mas

sam

ikið

snjó

flóð

féll

nyrs

tíja

ðrin

umá

ðrah

vilf

t.

Gei

rast

aðag

il(S

krið

ugil)

12/1

3.2.

2014

5203

7F

/2.5

–/1

50/–

Flek

aflóð

sem

hend

istu

ppúr

gilb

arm

inum

.Kög

ladr

eif

nærn

iður

aðhá

spen

nulín

u.

Bre

iðab

ólsd

alur

13/1

4.2.

2014

5295

3F

/1.5

380

/50

/–L

ítið

snjó

flóð

féll

íBre

iðab

ólsd

alíS

kála

vík.

Mill

iSpr

engi

gilja

ogB

reið

aból

sská

lar

13/1

4.2.

2014

5204

8F

/2.5

890

/120

/–Sn

jófló

ðfé

llíb

rekk

unni

mill

iSpr

engi

gilja

ogB

reið

aból

sská

lar.

Nok

kuð

brei

ðurfl

ekis

emnæ

rupp

aðfj

alls

brún

ogre

nnur

svo

niðu

rtvö

gil.

Bre

iðab

ólss

kál

13/1

4.02

.201

452

049

F/2

500

/60

/–Sn

jófló

ðfé

llíB

reið

aból

sská

l.Fl

óðið

áup

ptök

íinn

rivæ

ngsk

álar

inna

rog

renn

ursí

ðan

niðu

rgilb

otni

nog

hrúg

astu

ppíh

rauk

ane

ðan

við

gilið

.

Tyrk

jagi

l14

/15.

03.2

014

5221

1Fv

/260

0/8

0/–

Snjó

flóð

féll

íTyr

kjag

iliíB

olun

garv

ík.

Gil

inna

nH

esth

úsag

ils14

/15.

3.20

1452

212

Fv/1

.5–

/40

/–Sn

jófló

ðfé

llíg

ilinu

inna

nH

esth

úsag

ils.

Hád

egis

fjal

l-gi

lnr.4

15.3

.201

452

192

F/3

.512

00/2

20/1

.5Jó

hann

Han

niba

lsso

n,sn

jóat

hugu

narm

aður

íBol

unga

vík

sást

órts

njófl

óðfa

llaíH

ádeg

isfj

alli

með

mik

lukó

fiog

drun

um.F

lóði

ðko

mni

ðurg

il3

og4

vart

unga

num

5m

etra

þykk

.

Hní

fsda

lur

53

Page 56: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Trað

argi

l20

.12.

2013

5175

8F

/1.5

Líti

ðsn

jófló

ðfé

llúr

Trað

argi

li.

Hra

unsg

il25

.12.

2013

5183

1F

/2.5

–/6

0/0

.4Sn

jófló

ðfé

llíH

raun

sgili

.

Bak

kahy

rna

23–2

7.12

.201

351

806

F/2

.5–

/100

/–Sn

jófló

ðfé

llúr

Bak

kask

riðu

gili

oglo

kaði

vegi

.

Lam

bask

ál23

–27.

12.2

013

5180

5F

/4–

/220

/0.8

Snjó

flóð

féll

íLam

bask

álog

náði

vely

firá.

Hní

fsda

lsbo

tn25

.12.

2013

5184

2F

/1.5

–/7

0/–

Snjó

flóð

féll

rétt

inna

nvi

ðL

amba

skál

íHní

fsda

lsbo

tni.

Hní

fsda

lsbo

tn25

.12.

2013

5184

4F

/3.5

–/7

0/–

Snjó

flóð

féll

íHní

fsda

lsbo

tnio

gná

ðiað

á.

Hra

unsg

il26

.12.

2013

5176

3F

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

Hra

unsg

iliíH

nífs

dalo

gná

ðiað

girð

ingu

.

Hní

fsda

lsbo

tn12

–16.

2.20

1452

051

F/3

–/1

80/0

.5St

órts

njófl

óðfé

llíH

nífs

dals

botn

iog

náði

nána

stni

ður

aðá.

Hní

fsda

lsbo

tn12

–16.

2.20

1452

053

F/1

.5–

/50

/0.3

Líti

ðsn

jófló

ðfé

llíH

nífs

dals

botn

i.

Búð

argi

l20

.3.2

014

5222

6F

/1.5

Snjó

flóð

féll

íBúð

argi

liíH

nífs

dal.

Hra

unsg

il21

.3.2

014

5223

8F

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

íHra

unsg

iliíH

nífs

dal.

Ísaf

jörð

ur

Kol

graf

argi

l4.

12.2

013

5169

8F

/1.5

Snjó

flóð

féll

íKol

graf

argi

liíE

yrar

hlíð

.

Mið

hlíð

argi

l4.

12.2

013

5169

7F

/2Sn

jófló

ðfé

llíM

iðhl

íðar

gili

áE

yrar

hlíð

.

Mið

hlíð

argi

l24

.12.

2013

5174

7F

/1.5

–/3

v/0

.3v

Snjó

flóð

féll

úrM

iðhl

íðar

gili

áE

yrar

hlíð

ogná

ðiré

ttút

áve

g.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

24–2

6.12

.201

351

834

F/2

–/5

0v/1

.2v

Snjó

flóð

féll

íYtr

i-K

irkj

uból

shlíð

oglo

kaði

vegi

num

.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

24–2

6.12

.201

351

833

F/2

–/3

5v/0

.8v

Snjó

flóð

féll

íYtr

i-K

irkj

uból

shlíð

oglo

kaði

vegi

num

.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

24–2

6.12

.201

351

835

F/2

–/5

0v/0

.8v

Snjó

flóð

féll

áY

tri-

Kir

kjub

ólsh

líðog

loka

ðive

ginu

m.

Stei

niðj

ugil

25.1

2.20

1351

759

F/3

–/9

0/0

.5v

Snjó

flóð

úrSt

eini

ðjug

ililo

kaði

Skíð

aveg

inum

ogfó

rþu

nntu

nga

yfirS

kutu

lsfj

arða

rbra

ut.B

raut

inni

varl

okað

íkjö

lfari

ð.54

Page 57: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

24–2

6.12

.201

351

764

F/2

.5N

okku

rsnj

óflóð

féllu

áY

tri-

Kir

kjub

ólsh

líð,i

nnan

við

Nor

ðurt

anga

sem

náek

kiút

áve

gen

þrjú

flóð

fóru

útá

veg

ása

ma

tíma:

5183

3,51

834

og51

835.

Kar

lsár

gil

25–2

7.12

.201

351

917

F/2

–/9

0/0

.3Sn

jófló

ðfé

llíK

arls

árgi

liog

náði

aðsk

íðav

egi.

Eyr

arhl

íð25

/26.

12.2

013

5176

5F

/2Fj

ögur

snjó

flóð

féllu

áE

yrar

hlíð

.

Rau

ðkol

lshv

ilft

26.1

2.20

1351

770

FSn

jófló

ðfé

llúr

norð

uröx

lhvi

lfta

rinn

arut

anvi

ðFo

ssav

atn.

Foss

ahlíð

26.1

2.20

1351

924

F/3

–/1

30/–

Snjó

flóð

féll

íFos

sahl

íð.T

unga

nfó

rtal

sver

tyfir

ána

ogre

ifm

eðsé

rís

úrár

farv

egi.

Funi

26–2

8.12

.201

351

920

F/2

Snjó

flóð

féll

íFun

agili

.

Eyr

arhl

íð13

27.1

2.20

1351

769

F/3

–/1

00/1

00v

Snjó

flóð

féll

áE

yrar

hlíð

sem

varu

m13

0m

etra

brei

ttá

vegi

oglo

kaði

honu

m.Á

kveð

iðva

rað

hald

ave

ginu

mlo

kuðu

mtím

abun

dið.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

30.1

2.20

1351

795

F/2

Snjó

flóð

loka

ðive

giá

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

5.1.

2014

5184

8F

/2.5

Snjó

flóð

féll

áY

tri-

Kir

kjub

ólsh

líðá

mót

svi

ðN

orðu

rtan

gann

enlo

kaði

ekki

vegi

num

.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

1115

.1.2

014

5190

3L

/2–

/90

/0.2

Snjó

flóð

féll

íYtr

i-K

irkj

uból

shlíð

.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

15.1

.201

451

902

L/1

.5–

/50

/0.1

5Þr

júsn

jófló

ðfé

lluúr

gilju

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

,uta

nvi

ðN

orðu

rtan

ga.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

117/

8.2.

2014

5199

5F

/2Sn

jófló

ðfé

llá

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

.

Stei

niðj

ugil

8.2.

2014

5199

7F

/2.5

–/7

0/0

.5Sn

jófló

ðfé

llíS

tein

iðju

gili

ogst

öðva

ðist

150m

frá

efri

vegi

num

.

Eyr

arhl

íð12

.2.2

014

5203

5F

/2–

/70

/0.4

Snjó

flóð

féll

fyri

ruta

nSt

eini

ðjug

il.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

15–1

7.2.

2014

5205

0F

/1.5

Fjór

arsn

jófló

ðasp

ýjur

féllu

úrgi

ljum

áY

tri-

Kir

kjub

ólsh

líð.

55

Page 58: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Funi

1/2.

3.20

1452

110

F/1

Snjó

flóða

spýj

afé

llúr

Funa

gili.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

1310

.3.2

014

5214

9F

/111

snjó

flóða

spýj

urfé

lluúr

gilju

mut

anN

aust

hvílf

tar.

neðs

tatu

nga

varí

um40

mhæ

ðen

þære

fstu

íum

120

m.

Eyr

arhl

íð12

10.3

.201

452

153

F/2

.5–

/23

/3.7

Snjó

flóð

féll

áE

yrar

hlíð

.

Arn

arda

lur

25/2

6.3.

2014

5229

8Fv

/3Sn

jófló

ðfé

llíA

rnar

dalv

iðÍs

afjö

rð.S

tærð

flóðs

nokk

uðól

jós

enlík

lega

nokk

uðst

órt.

Innr

i-K

irkj

uból

shlíð

26.3

.201

452

303

Fv/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

gilin

uut

anvi

ðK

irkj

ubæ

enna

mst

aðar

ofar

lega

áau

rkei

lunn

i.

Eng

idal

ur26

.03.

2014

5230

7Fv

/230

7/2

60/0

.3Sn

jófló

ðfé

llúr

suðu

rjað

riFo

ssah

líðar

við

myn

niFo

ssad

als.

Eng

idal

ur26

.03.

2014

5230

8Fv

/2Sn

jófló

ðasp

ýjur

féllu

úrfle

stum

gilju

mFo

ssah

líðar

.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

26.3

.201

452

302

Fv/2

.5B

laut

arsn

jófló

ðasp

ýjur

féllu

úrfle

stum

gilju

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

ogná

ðuré

ttni

ðurf

yrir

gilk

jaft

.

Foss

ahvi

lft

26.0

3.20

1452

319

Fv/2

.550

0/1

80/1

.2Sn

jófló

ðfé

llúr

Vat

nahn

júk

ogna

mst

aðar

íFos

sada

l.

Innr

i-K

irkj

uból

shlíð

26.0

3.20

1452

309

Lv

/1.5

Bla

utar

snjó

flóða

spýj

urfé

lluúr

flest

umgi

ljum

áK

irkj

uból

shlíð

.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

812

.4.2

014

5233

9F

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

íYtr

i-K

irkj

uból

shlíð

.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

14b

12.4

.201

452

338

F/1

Snjó

flóða

spýj

afé

llá

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

.

Kub

bi,B

ratta

hlíð

19/2

0.4.

2014

5234

3L

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

íKub

banu

m.

Nau

stah

vilf

t23

.4.2

014

5235

6Fv

/3.5

Snjó

flóð

féll

íNau

stah

vilf

t.

Ísaf

jörð

ur26

.4.2

014

5235

9L

v/1

Líti

lsnj

óflóð

aspý

jafé

ll.

Foss

ahlíð

3.5.

2014

5236

0L

v/1

–/–

/0.2

Snjó

flóð

féll

íFos

sahl

íð.

Ytr

i-K

irkj

uból

shlíð

115.

5.20

1452

361

S/1

.5–

/70

/0.4

Snjó

flóð

féll

áY

tri-

Kir

kjub

ólsh

líð.

Mið

hlíð

argi

l6.

5.20

1452

362

S/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíM

iðhl

íðar

gili

áE

yrar

hlíð

.

56

Page 59: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Súða

vík

Súða

víku

rhlíð

,ofa

ngö

mlu

bygg

ðari

nnar

11.3

.201

452

180

F/1

.5–

/35

/0.8

Snjó

flóð

féll

íhlíð

inni

bein

tupp

afR

agga

garð

i,30

–40

mbr

eitt

og0,

8m

þykk

t.

Sunn

anve

rtÍs

afja

rðar

djúp

Súða

víku

rhlíð

,Djú

pagi

l(v

egag

erða

rfar

vegu

r22)

19.1

2.20

1351

829

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

22á

Súða

víku

rhlíð

.

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

219

.12.

2013

5182

1F

/1.5

Snjó

flóð

féll

úrgi

li2

áSú

ðaví

kurh

líð.

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

1820

.12.

2013

5182

5F

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

18á

Súða

víku

rhlíð

.

Súða

víku

rhlíð

,Fjá

rgil

(veg

ager

ðarf

arve

gur2

1)20

.12.

2013

5182

8F

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

úrgi

li21

áSú

ðaví

kurh

líð.

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

1620

.12.

2013

5182

3F

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

16á

Súða

víku

rhlíð

.

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

1920

.12.

2013

5182

6F

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

úrgi

li19

áSú

ðaví

kurh

líð.

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

1520

.12.

2013

5182

2F

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

15á

Súða

víku

rhlíð

.

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

1720

.12.

2013

5182

4F

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

úrgi

li17

áSú

ðaví

kurh

líð.

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

2020

.12.

2013

5182

7F

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

20á

Súða

víku

rhlíð

.

Súða

víku

rhlíð

,Djú

pagi

l(v

egag

erða

rfar

vegu

r22)

24.1

2.20

1351

868

F/1

Snjó

flóða

spýj

afé

llíg

ili22

áSú

ðaví

kurh

líð.

57

Page 60: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

1324

.12.

2013

5174

8F

/2.5

–/5

0v/0

.8v

Snjó

flóð

loka

ðive

ginu

mum

Súða

víku

rhlíð

.Fló

ðið

kom

úrve

gage

rðar

farv

egi1

3.

Súða

víku

rhlíð

,Fjá

rgil

(veg

ager

ðarf

arve

gur2

1)25

–28.

12.2

013

5178

7F

/3–

/50v

/2.2

vSn

jófló

ðfé

llá

vegi

nnum

Súða

víku

rhlíð

.Fló

ðið

kom

úrgi

li21

.

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

1325

–28.

12.2

013

5183

8F

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrgi

li13

íSúð

avík

urhl

íðog

loka

ðive

ginu

m.

Sjöt

únah

líð25

–28.

12.2

013

5177

6F

/2.5

–/2

0v/1

vSn

jófló

ðlo

kaði

vegi

áSj

ötún

ahlíð

rétt

inna

nvi

ðSú

ðaví

k.

Súða

víku

rhlíð

,Djú

pagi

l(v

egag

erða

rfar

vegu

r22)

25–2

8.12

.201

351

788

F/3

.5–

/90v

/3.5

vSn

jófló

ðfé

llá

vegi

nnum

Súða

víku

rhlíð

.Fló

ðið

kom

úrgi

li22

.

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

825

–28.

12.2

013

5178

5F

/2.5

–/4

0v/1

.5v

Snjó

flóð

féll

áve

ginn

umSú

ðaví

kurh

líð.F

lóði

ðko

múr

gili

8.

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

225

–28.

12.2

013

5178

4F

/2.5

–/4

0v/1

.6v

Snjó

flóð

féll

áve

ginn

umSú

ðaví

kurh

líð.F

lóði

ðko

múr

gili

2.

Sjöt

únah

líð25

–28.

12.2

013

5178

9F

/2.5

Snjó

flóð

féll

íSjö

túna

hlíð

íÁlf

tafir

ðiog

loka

ðive

ginu

m.

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

1825

–28.

12.2

013

5178

6F

/2–

/10v

/0.4

vSn

jófló

ðfé

llá

vegi

nnum

Súða

víku

rhlíð

.Fló

ðið

kom

úrgi

li18

.

Sköt

ufjö

rður

9.2.

2014

5199

2F

/3–

/70v

/2.5

vSn

jófló

ðlo

kaði

vegi

ogfó

rhug

sanl

ega

útís

jóí

Foss

ahlíð

íSkö

tufir

ði.

Súða

víku

rhlíð

,uta

nby

ggða

rinn

ar21

.3.2

014

5222

9F

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

áve

ginn

mill

ifar

vega

20og

21í

Súða

víku

rhlíð

.

Sköt

ufjö

rður

21.3

.201

452

242

F/3

Snjó

flóð

féll

íSkö

tufir

ðiog

loka

ðive

gi.

Hes

tfjö

rður

21.3

.201

452

237

F/1

.5L

ítið

snjó

flóð

féll

íHes

tfirð

iog

náði

inn

áve

ginn

.

Sköt

ufjö

rður

23/2

4.3.

2014

5227

4F

/2Þr

júsn

jófló

ðfé

lluíS

kötu

firði

oglo

kuðu

vegi

.

Sköt

ufjö

rður

23/2

4.3.

2014

5227

0F

/2Sn

jófló

ðlo

kaði

vegi

íSkö

tufir

ði.

58

Page 61: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Súða

víku

rhlíð

,ve

gage

rðar

farv

egur

2026

.3.2

014

5230

1Fv

/2–

/15v

/3v

Snjó

flóð

úrgi

li20

loka

ðive

ginu

mum

Súða

víku

rhlíð

.

Snæ

fjal

last

rönd

Kal

daló

nað

norð

anve

rðu

251.

3.20

1452

115

F/3

–/2

00v

/–St

órts

njófl

óðfé

llíB

æja

rhlíð

áSn

æfj

alla

strö

ndog

loka

ðive

gi.

Hor

nstr

andi

r

Aða

lvík

ogR

ekav

íkV

etur

2013

–201

452

385

F/3

Snjó

flóð

féll

íAða

lvík

ívet

urog

grjó

tdre

ifva

ryfir

götu

nafr

amað

Stað

.

Stra

ndir

Árn

esá

Strö

ndum

10.3

.201

452

156

F/2

.5–

/3/2

vSn

jófló

ðlo

kaði

vegi

íUrð

umog

vart

æpl

ega

3m

þykk

táve

ginu

m.

Hún

avat

nssý

slur

Hún

avat

nssý

slur

mar

2014

5233

0F

/2Sn

jófló

ðfé

llís

uðve

stur

hlíð

Hva

mm

shlíð

arfj

alls

við

Þver

árfj

alls

veg.

Tröl

lask

agi

Þras

tars

taða

skál

7.6.

2013

2020

0K

/2A

urug

tkra

pafló

ðfé

llfr

ákl

ettu

msk

amm

tneð

anvi

ðfj

alls

brún

íÞra

star

stað

aská

log

stöð

vaði

stís

kála

rbot

ni.

Bar

ð-Sk

eiðs

dalu

r15

–30.

9.20

1320

181

S/1

.5L

ítið

snjó

flóð

féll

úrno

rður

vang

agi

lssu

nnan

ogof

anvi

ðSt

óru-

Þver

á.

Stífl

a15

–30.

9.20

1320

182

S/1

.5L

ítið

snjó

flóð

féll

ísyð

asta

gild

drag

inu

ofan

Þras

asta

ðaog

stöð

vaði

stne

ðarl

ega

ídra

ginu

.

Una

dalu

r23

–31.

12.2

013

2024

1S

/3Sn

jófló

ðfé

llíU

nada

l,au

stan

við

bygg

ðina

ogst

öðva

ðist

ídal

botn

i.

Dei

ldar

dalu

r23

–31.

12.2

013

2024

2S

/3Sn

jófló

ðfé

llía

frét

tDei

ldar

dals

úrSe

ljask

ál(í

Aus

turd

al)o

gst

öðva

ðist

niðu

rvið

dalb

otn.

59

Page 62: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Una

dalu

r23

–31.

12.2

013

2024

0S

/3Sn

jófló

ðfé

llíU

nada

l,au

stan

við

bygg

ðina

ogst

öðva

ðist

ídal

botn

i.

Dei

ldar

dalu

r23

–27.

12.2

013

2024

3S

/3.5

Snjó

flóð

féll

íafr

éttD

eild

arda

lsúr

Gar

ðsgi

li(í

Aus

turd

al)o

gst

öðva

ðist

ídal

botn

i15–

20m

frá

Aus

turá

.

Una

dalu

r23

–31.

12.2

013

2023

9S

/3Sn

jófló

ðfé

llíU

nada

l,au

stan

við

bygg

ðina

.Fló

ðið

kom

úrSp

ánár

hyrn

um

illiS

páná

rog

Grj

ótár

ogst

öðva

ðist

ída

lbot

ni.

jarg

il1–

20.1

.201

420

264

S/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíB

æja

rgili

ofan

við

Stór

ager

ðií

Ósl

ands

hlíð

ogst

öðva

ðist

áke

ilunn

iund

irgi

linu.

Mán

ársk

riðu

r11

.2.2

014

5200

8F

/2–

/40v

/1v

Snjó

flóð

féll

íMán

ársk

riðu

mog

loka

ðive

gi.

Árf

jall

jan-

mar

2014

2032

4F

/3Sn

jófló

ðfé

llíÁ

rfja

lliín

orða

nver

ðum

Una

dal,

úrdj

úpu

gili

ám

óts

við

bæin

nH

ólko

tog

brei

ddiú

rsér

áau

rkei

lunn

iund

irgi

linu.

Flók

adal

urve

stur

jan-

mar

2014

2030

5F

/1.5

Snjó

flóð

féll

nyrs

tíöx

lMós

fjal

lsíF

lóka

dal.

Gri

ndas

kála

rja

n-m

ar20

1420

325

F/2

Snjó

flóð

féll

íGri

ndas

kálu

míD

eild

arda

l,fr

áfj

alls

brún

niðu

rund

irsk

álab

otn.

Flók

adal

urve

stur

jan-

mar

2014

2030

4F

/1.5

Snjó

flóð

féll

íMós

kálo

fan

við

bæin

nY

sta-

íFl

ókad

al.

Brú

arla

ndsh

líðja

n-m

ar20

1420

328

F/3

Snjó

flóð

féll

íBrú

arla

ndsh

líðíD

eild

arda

l,úr

mer

kjag

ilim

illiB

rúar

land

sog

Eyr

arla

nds.

Skug

gabj

arga

fjal

lja

n-m

ar20

1420

331

F/2

Snjó

flóð

féll

íSku

ggab

jarg

afja

lliíD

eild

arda

lofa

nSk

ugga

bjar

ga.

Hra

unsd

alur

jan-

mar

2014

2031

2F

/2Sn

jófló

ðfé

llni

ðurí

Hra

unsd

alíS

léttu

hlíð

með

uppt

ökup

pun

dirf

jalls

brún

.

Sám

ssta

ðagi

lja

n-m

ar20

1420

339

F/2

Snjó

flóð

féll

íSám

ssta

ðagi

liím

ynni

Kol

bein

sdal

sog

stöð

vaði

stof

arle

gaá

aurk

eilu

nniu

ndir

gilin

u.

60

Page 63: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Hól

abyr

ðaja

n-m

ar20

1420

345

S/2

Snjó

flóð

féll

íHól

abyr

ðuíH

jalta

dal,

ínyr

sta

gilin

uun

dirH

rafn

aská

log

náði

stut

tfra

múr

gilin

u.

Flók

adal

urve

stur

jan-

mar

2014

2030

3F

/2.5

Snjó

flóð

féll

ísyð

risk

álar

botn

iMós

kóga

rská

larn

yrst

íFl

ókad

al.

Bar

ð-Sk

eiðs

dalu

rja

n-m

ar20

1420

309

F/2

Snjó

flóð

féll

íBre

kkuf

jalli

íAus

tur-

Fljó

tum

mill

iSt

óru-

Þver

árog

Stór

u-B

rekk

u.

Skug

gabj

arga

fjal

lja

n-m

ar20

1420

330

F/2

Snjó

flóð

féll

íSku

ggab

jarg

afja

lliíD

eild

arda

lofa

nSk

ugga

bjar

ga.

Brú

arla

ndsh

líðja

n-m

ar20

1420

326

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíB

rúar

land

shlíð

íDei

ldar

dal,

4næ

stu

gilju

mfr

aman

(SA

)Gri

ndas

kála

.

Flók

adal

urve

stur

jan-

mar

2014

2030

7F

/2.5

Snjó

flóð

féll

í2gi

ldrö

gum

aust

aníM

ósfj

alli

íFló

kada

l,st

öðva

ðist

ást

alli

við

hlíð

arfó

t.

Smið

sger

ðisg

ilja

n-m

ar20

1420

341

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíS

mið

sger

ðisg

iliím

ynni

Kol

bein

sdal

s,va

rm

jótt

ogfy

lgdi

farv

egin

umne

ðan

gils

ins.

Hra

fnag

ilja

n-m

ar20

1420

348

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llÍH

rafn

agili

ofan

Hof

síH

jalta

dalo

gst

öðva

ðist

ám

iðri

aurk

eilu

nniu

ndir

gilin

u.

Hól

abyr

ðaja

n-m

ar20

1420

344

F/2

Snjó

flóð

féll

íHól

abyr

ðuíH

jalta

dal,

ígili

ofan

hest

húsa

nna

áH

ólum

ogkl

ofna

ðief

stá

aurk

eilu

undi

rgi

linu.

Bre

iðaf

jall

jan-

mar

s20

1420

310

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llá

um12

00m

löng

umka

flaun

dan

brún

Bre

iðaf

jalls

íSlé

ttuhl

íðni

ðurá

stal

linn

fyri

rneð

anog

náði

fram

áau

rkei

luna

undi

rMið

hóls

gili.

Hól

abyr

ðaja

n-m

ar20

1420

346

S/2

Snjó

flóð

féll

ígili

undi

rHra

fnas

kálo

gná

ðist

uttf

ram

úrgi

linu.

Nau

tabú

shnj

úkur

jan-

mar

2014

2034

9S

/2Sn

jófló

ðfé

llíg

iljum

ínor

ðurh

líðN

auta

búsh

njúk

sog

stöð

vaði

stá

stal

liun

dirg

iljun

um.

61

Page 64: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Hól

abyr

ðaja

n-m

ar20

1420

343

F/2

Snjó

flóð

féll

íHól

abyr

ðuíH

jalta

dal,

fyrs

tagi

lisu

nnan

Gve

ndar

skál

arog

náði

fram

áau

rkei

luna

undi

rgili

nu.

Brú

arla

ndsh

líðja

n-m

ar20

1420

329

F/3

Snjó

flóð

féll

íBrú

arla

ndsh

líðíD

eild

arda

l,úr

gili

ofan

fjár

húsa

áE

yrar

land

i.

Svið

ning

sdal

urja

n-m

ar20

1420

342

F/3

Snjó

flóð

féll

íSvi

ðnin

gsda

lneð

arle

gaíK

olbe

insd

al,

náði

fram

úrda

lnum

álei

ðis

niðu

ríK

olbe

insd

al.

Flók

adal

urve

stur

jan-

mar

2014

2030

2S

/2Sn

jófló

ðfé

llín

yrðr

iská

larb

otni

Mós

kóga

skál

arny

rstí

Flók

adal

niðu

rísk

álar

botn

.

Bre

kkna

fjal

lja

n-m

ar20

1420

321

F/3

–/3

5/–

Snjó

flóð

féll

úrB

rekk

nafj

alli

sunn

anog

ofan

Litl

u-B

rekk

Höf

ðast

rönd

.

Flók

adal

urve

stur

jan-

mar

2014

2030

6F

/2Sn

jófló

ðfé

llín

yrst

agi

linu

aust

aníM

ósfj

alli

íFló

kada

log

náði

fram

áau

rkei

luna

undi

rgili

nu.

Brú

arla

ndsh

líðja

n-m

ar20

1420

327

F/3

Snjó

flóð

féll

íBæ

jarg

iliíB

rúar

land

shlíð

ofan

við

Brú

arla

ndíD

eild

arda

l.

Árf

jall

jan-

mar

2014

2032

3F

/2Sn

jófló

ðfé

llíÁ

rfja

lliíU

nada

lám

óts

við

bæin

nH

ólko

t.

Kot

sfja

llfe

b/m

ar20

1420

319

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíK

otsf

jalli

áH

öfða

strö

ndm

eðup

ptök

skam

mtu

ndir

fjal

lsbr

ún.

Mið

hóls

gil

feb/

mar

2014

2031

1S

/2Sn

jófló

ðfé

llíM

iðhó

lsgi

liíS

léttu

hlíð

ogná

ðist

uttf

ram

úrgi

linu.

Þras

tars

taða

skál

feb/

mar

2014

2032

2S

/2Sn

jófló

ðfé

llíÞ

rast

arst

aðas

kálo

fan

Þras

tars

taða

áH

öfða

strö

nd.

Flók

adal

urve

stur

feb-

mar

2014

2030

8S

/2.5

Snjó

flóð

féll

ígili

íBor

garg

erði

shyr

nuíF

lóka

dalf

ram

áau

rkei

luna

undi

rgili

nu.

Höf

ðast

rönd

feb/

mar

2014

2032

0S

/1.5

Líti

ðsn

jófló

ðfé

llíf

ram

hlau

pská

linni

ofan

við

bæin

nV

atn

áH

öfða

strö

nd.

Höf

ðada

lur

feb/

mar

2014

2031

8F

/3Sn

jófló

ðfé

llín

orðu

rhlíð

Höf

ðada

lsá

Höf

ðast

rönd

.

62

Page 65: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Hól

abyr

ðam

ar20

1420

347

F/2

Snjó

flóð

féll

íHól

abyr

ðuíH

jalta

dal,

ígili

undi

rmið

riH

rafn

aská

log

náði

stut

tfra

múr

gilin

u.

Svið

ning

sdal

urm

ar20

1420

350

S/3

Stór

tog

brei

ttfló

ðfé

llúr

Svið

ning

sdal

niðu

rída

lbot

nog

stöð

vaði

stha

ndan

(sun

nan)

Kol

bein

sdal

sár.

Úlf

sská

lm

ar20

1420

340

F/2

Snjó

flóð

féll

ofar

lega

íÚlf

sská

lím

ynni

Kol

bein

sdal

sog

náði

stut

tnið

ur.

Aus

aof

anK

ross

hryg

gs21

–22.

3.20

1420

337

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíÓ

slan

dshl

íðré

ttsu

nnan

Kro

sshr

yggs

ogst

öðva

ðist

nálæ

gtnæ

stef

sta

skur

ðinu

mun

dir

fjal

lshl

íðin

ni.

Stei

nkug

il21

–22.

3.20

1420

338

F/2

Snjó

flóð

féll

íSte

inku

gili

ímyn

niK

olbe

insd

alog

stöð

vaði

stef

stá

aurk

eilu

nniu

ndir

gilin

u.

Ósl

and-

Kro

ss21

–22.

3.20

1420

332

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíÓ

slan

dshl

íðá

mill

iÓsl

ands

ogM

arbæ

lis,

stöð

vaði

stni

ðuru

ndir

hlíð

arfæ

ti.

Ósl

and-

Kro

ss21

–22.

3.20

1420

335

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíÓ

slan

dshl

íðsu

nnan

ogof

anM

arbæ

lisog

náði

niðu

rfyr

irhl

íðar

fót.

Ósl

and-

Kro

ss21

–22.

3.20

1420

333

F/2

Snjó

flóð

féll

íÓsl

ands

hlíð

mill

iÓsl

ands

ogM

arbæ

lis,

náði

ekki

niðu

rað

hlíð

arfæ

ti.

Ósl

and-

Kro

ss21

–22.

3.20

1420

334

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíÓ

slan

dshl

íðof

anM

arbæ

lisog

náðu

leng

stu

flóðt

ungu

rnið

urfy

rirf

jalls

sræ

tur.

Aus

aof

anK

ross

hryg

gs21

–22.

3.20

1420

336

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíÓ

slan

dshl

íðré

ttno

rðan

Kro

sshr

yggs

ogst

öðva

ðist

við

enda

hans

.

Skál

árda

lur

21.3

–2.4

.201

420

314

F/3

Snjó

flóð

féll

ínor

ðurh

líðSk

álár

dals

ogst

öðva

ðist

við

dalb

otn.

Róð

hóls

hnjú

kur

21.3

–3.4

.201

420

317

S/2

Mar

gars

njófl

óðas

pýju

rfél

luív

estu

rhlíð

Róð

hóls

hnjú

ksni

ðurá

stal

linn

fyri

rneð

an.

Arn

arst

aðaf

jall

21.3

–2.4

.201

420

315

S/1

.5L

ítið

snjó

flóð

féll

úrfj

alls

brún

Arn

arst

aðaf

jalls

ofan

Arn

arst

aða.

63

Page 66: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Hro

lleif

sdal

ur21

.3–2

.4.2

014

2031

6F

/1.5

Líti

ðsn

jófló

ðfé

llúr

norð

aust

urhl

íðH

rolle

ifsd

als

um1,

5km

fram

anA

rnar

stað

a.

Skál

árda

lur

21.3

.–3.

4.20

1420

313

F/2

Snjó

flóð

féll

íHra

unsö

xlím

ynni

Skál

árda

ls.

Sigl

ufjö

rður

Haf

narh

yrna

/Gim

brar

klet

tar

23.1

.201

451

941

L/1

Mar

gars

njófl

óðas

pýju

rfél

luíH

afna

rhyr

nuog

Gim

brak

lettu

m.

Haf

narh

yrna

/Gim

brar

klet

tar

18.3

.201

452

214

F/1

.5–

/30

/–Sn

jófló

ðfé

llúr

Haf

narh

yrnu

/Gim

brar

klet

tum

ogná

ðini

ðura

ðva

rnar

garð

i.

Ytr

a-St

reng

sgil

22.3

.201

452

249

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llsu

nnan

við

Stre

ngsg

il.

Sigl

ufjö

rður

,uta

nþé

ttbý

lis

Sigl

ufjö

rður

,uta

nþé

ttbýl

is1–

10.1

1.20

1351

690

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíS

tren

gsgi

li.

Stað

arhó

lshn

júka

r2.

11.2

013

5166

9F

/2–

/70

/–Sn

jófló

ðfé

llíS

taða

rhól

shnj

úkum

.

Hes

tssk

arðs

hnjú

kur

2.11

.201

351

671

F/2

–/2

00/–

Snjó

flóð

féll

íHes

tssk

arðs

hnjú

ki.

Dís

an2.

11.2

013

5167

3F

/2Sn

jófló

ðfé

llíD

ísin

ni.

Palla

hnjú

kur

2.11

.201

351

672

F/2

Snjó

flóð

féll

íPal

lahn

júki

.

Kál

fsda

lur

3.11

.201

351

670

F/1

.5–

/400

/–Sn

jófló

ðfé

llíK

álfs

dal.

Dís

an5.

11.2

013

5167

6F

/1.5

Snjó

flóð

féll

suðv

esta

níD

ísin

ni.

Sigl

ufjö

rður

,uta

nþé

ttbýl

is8.

11.2

013

5167

9F

/1.5

Snjó

flóð

féll

við

Mán

áá

Sigl

ufirð

i.

Kle

ttahn

júku

r(S

karð

shnj

úkur

)8.

12.2

013

5169

9F

/2.5

–/2

50/2

50Sn

jófló

ðfé

llun

dirK

letta

hnjú

kiíS

karð

sdal

,nor

ðan

Afg

lapa

skar

ðs.

Sigl

ufjö

rður

,uta

nþé

ttbýl

is30

.12.

2013

5180

2F

/1.5

Snjó

flóð

féll

íStr

engs

gili

fyri

rsun

nan

Stór

aB

ola.

Skol

lask

álog

Stað

arhó

lsst

rönd

24.1

.201

451

948

L/1

.5M

arga

rsnj

óflóð

aspý

jurf

éllu

niðu

ríSk

olla

skál

.

64

Page 67: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Nes

skri

ðuro

gK

álfs

dalu

r24

.1.2

014

5194

9L

/1.5

Snjó

flóð

féllu

frá

Kál

fsda

log

útSi

glun

esm

úla.

Skút

udal

sbot

n24

.1.2

014

5194

7F

/2.5

Snjó

flóð

féll

íSkú

tuda

lsbo

tni.

Hes

tssk

arðs

hnjú

kur

24.1

.201

451

956

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíH

ests

skar

ðshn

júki

ogst

öðva

ðist

ímið

rihl

íð.

Snók

urog

Skja

ldar

gil

8/9.

2.20

1451

998

F/2

–/3

0/–

Snjó

flóð

féll

úrJö

rund

arsk

ál.

Stað

arhó

lshn

júka

r9.

2.20

1451

999

F/3

.5–

/80

/250

Snjó

flóð

féll

úrSt

aðar

hóls

hnjú

kni

ðurí

Rjó

mal

ækj

argi

l.

Gjá

in10

.2.2

014

5200

2F

/1.5

Snjó

flóð

féll

íGjá

nnií

Skút

udal

.

Ytr

a-Sk

jald

argi

l3.

3.20

1452

088

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíY

tra-

Skja

ldar

gili.

Gjá

in10

/11.

3.20

1452

178

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíG

jánn

iíSk

útud

al.

Dís

an11

.3.2

014

5217

9F

/2.5

Snjó

flóð

féll

íDís

inni

.

Gjá

in15

.3.2

014

5219

4F

/1.5

Mar

gars

njófl

óðas

pýju

rfél

luíG

jánn

i.

Nor

ðan

Sigl

ufja

rðar

skar

ðs17

.3.2

014

5221

3L

/2.5

–/4

0/–

Mör

gsn

jófló

ðfé

llufr

áSi

gluf

jarð

arsk

arði

ogút

aðIl

lvið

rish

njúk

i.

Mið

strö

nd17

.3.2

014

5220

8F

/2–

/20

/–Sn

jófló

ðfé

llvi

ðgi

l9á

Mið

strö

nd.

Kle

ttahn

júku

r(S

karð

shnj

úkur

)17

.3.2

014

5220

9F

/2M

örg

snjó

flóð

féllu

íKle

ttahn

júk

(Ska

rðsh

njúk

)eft

irtö

luve

rða

úrko

mu

ínor

ðves

tan

átt.

Snók

ur,a

ustu

rhlíð

21.3

.201

452

250

L/1

.5–

/20

/–M

arga

rsnj

óflóð

aspý

jurf

éllu

úrgi

ljum

frá

Skja

ldar

gili

syðr

aog

suðu

ríG

risa

rgil.

Nor

ðan

Sigl

ufja

rðar

skar

ðs21

.3.2

014

5225

1L

/2Sn

jófló

ðfé

llve

stan

við

skíð

alei

ðúr

bung

ulyf

tuí

Skar

ðsda

len

náði

ekki

inn

ále

iðin

a.

Skol

lask

ál13

.4.2

014

5233

5L

/1.5

Mar

gars

njófl

óðas

pýju

rfél

lufr

áH

inkr

iksh

njúk

ogin

nSk

útud

alþe

gars

ólin

fóra

ðsk

ína.

Gjá

in9.

5.20

1452

374

Lv

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrG

jánn

i.

Stað

arhó

lshn

júka

r13

.5.2

014

5237

5L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Rjó

mal

ækj

argi

lisu

nnan

við

Stað

arhó

l.

65

Page 68: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Sigl

ufjö

rður

,uta

nþé

ttbýl

is18

/19.

5.20

1452

378

Lv

/1.5

Sólb

ráða

rspý

jurf

éllu

frá

Haf

narh

yrnu

ogal

lan

hrin

ginn

.

Héð

insf

jörð

ur

Hes

tfja

llm

ar20

1452

331

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíH

estf

jalli

ínæ

sta

gili

norð

anH

ests

karð

sdal

s.

Héð

insf

jörð

ur4–

8.5.

2014

5236

9L

v/2

–/5

0/0

.7H

engj

urfé

lluíV

atns

enda

skál

ogtó

kum

eðsé

rsm

ásp

ýjur

,ein

varu

m50

mbr

eið.

Óla

fsfj

örðu

r

Óla

fsfj

örðu

r,Ti

ndaö

xl19

/20.

9.20

1351

629

Fv/1

.5–

/7/1

Líti

ðfle

kahl

aup

féll

ílyn

glau

tneð

ankl

etta

íTin

daöx

l,un

dirs

njód

ýpta

rmæ

linum

,það

stöð

vaði

stá

stal

linum

íum

230

mhæ

ð.

Óla

fsfj

örðu

r,Ti

ndaö

xl2/

3.2.

2014

5196

2F

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

áÓ

lafs

firði

.

Óla

fsfj

örðu

r,Ti

ndaö

xl2/

3.2.

2014

5196

3F

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

íTin

aöxl

áÓ

lafs

firði

.

Óla

fsfj

örðu

r,Ti

ndaö

xl9/

10.2

.201

452

003

F/1

Snjó

flóða

spýj

afé

llíg

ilinu

fyri

rofa

nsk

íðal

yftu

áÓ

lafs

firði

.Fle

iril

ítilfl

óðfé

lluno

rðar

ífja

llinu

.

Óla

fsfj

örðu

r,Ti

ndaö

xl10

.3.2

014

5214

5L

/1.5

Víð

am

ásj

ála

usafl

óðog

kögg

lahr

uníÓ

lafs

firði

.

Óla

fsfj

örðu

r,ut

anþé

ttbý

lis

Óla

fsfj

örðu

r,dr

eifb

ýli

2.11

.201

351

662

F/4

–/2

00/–

Nok

kurs

njófl

óðfé

lluá

svip

uðum

tíma

áÓ

lafs

firði

,ída

lnum

vest

anve

rðum

.

Hra

fnas

kál

2.11

.201

351

663

F/4

–/2

00/–

Snjó

flóð

féll

íHra

fnas

kál.

Arn

finnu

r12.

11.2

013

5167

7F

/4–

/130

/–Sn

jófló

ðfé

llúr

jarg

ili.

Ósb

rekk

ufja

ll5

3.11

.201

351

675

F/1

Snjó

flóð

féll

úrfa

rveg

i5íÓ

sbre

kkuf

jalli

.

Hri

ngve

r13

/14.

12.2

013

5172

3S

/2Sn

jófló

ðfé

llín

æst

agi

lifr

aman

við

Hri

ngve

r.

Stað

arví

k13

/14.

12.2

013

5172

4F

/2Sn

jófló

ðfé

llíS

taða

rvík

.

66

Page 69: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Óla

fsfj

örðu

r,dr

eifb

ýli

30.1

2.20

1351

796

F/1

.5–

/50

/0.4

Snjó

flóð

féll

íGar

ðsda

l,ei

nugi

lifr

aman

við

Ósb

rekk

ufja

ll11

.

Árd

alur

2013

/201

451

990

Lv

/1.5

Snjó

flóð

féll

íÁrd

al.

Ósb

rekk

ufja

ll4

6–10

.1.2

014

5188

7Fv

/2.5

–/2

0/1

Snjó

flóð

féll

íÓsb

rekk

ufja

lli4.

Bri

mne

sdal

ur8/

9.1.

2014

5187

3F

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrG

vend

arsk

álíB

rim

nesd

al.

Arn

finns

fjal

l24

/25.

1.20

1451

951

S/2

Snjó

flóð

féll

íArn

finns

fjal

livi

ðÓ

lafs

fjör

ð.

Ytr

afja

ll3/

4.2.

2014

5196

4F

/2Sn

jófló

ðfé

llíf

yrst

agi

live

stan

við

Hra

fnas

kálí

Ytr

afal

li.

Ósb

rekk

ufja

ll4

8/9.

2.20

1451

993

F/3

Snjó

flóð

féll

úrfa

rveg

i4íÓ

sbre

kkuf

jalli

.

Ósb

rekk

ufja

ll5

8/9.

2.20

1451

996

F/2

Snjó

flóð

féll

úrfa

rveg

i5íÓ

sbre

kkuf

jalli

.

Óla

fsfj

arða

rmúl

i18/

9.2.

2014

5199

4F

/2–

/50

/–Sn

jófló

ðfé

llíÓ

lafs

fjar

ðarm

úla

1.

Óla

fsfj

arða

rmúl

i111

/12.

2.20

1452

016

S/1

.5H

engj

ase

mbr

otna

rofa

níg

ilog

kem

uraf

stað

flóði

ígi

linu.

Arn

finnu

r611

/12.

2.20

1452

014

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíA

rnfin

nsfj

alli.

Hra

fnas

kál

11/1

2.2.

2014

5201

5F

/2Sn

jófló

ðfé

llíH

rafn

aská

líA

rnfin

nsfj

alli.

Ósb

rekk

ufja

ll3

23/2

4.2.

2014

5207

0S

/1.5

Vir

ðist

vera

heng

jase

mbr

otna

rog

kem

uraf

stað

flóði

sem

stöð

vast

íneð

ribr

úngi

lsin

s.

Ósb

rekk

ufja

ll5

27/2

8.2.

2014

5208

2S

/2.5

Snjó

flóð

féll

ÍÓsb

rekk

ufja

lliíÓ

lafs

firði

.

Ytr

afja

ll1–

3.03

.201

452

087

F/3

Þunn

fleka

flóð

með

sjáa

nleg

brot

stál

ínán

asta

llri

hlíð

inni

með

viðh

orfí

suðu

r.

Bus

tabr

ekku

dalu

r,au

stur

4/5.

3.20

1452

112

F/2

.5–

/100

/1.2

Flek

ispr

akk

íVSV

-ver

ðum

Ker

ahnj

úki,

einn

iglít

illfle

kiíf

jalls

brún

inni

.Efr

iflek

inn

hefu

rlík

lega

kom

iðþe

imne

ðria

fsta

ð.

Kúh

agag

il6.

3.20

1452

125

F/3

Snjó

flóð

féll

úrK

úhag

agili

ogfó

ryfir

vegs

kála

við

gang

nam

unna

nnÓ

lafs

fjar

ðarm

egin

ogís

jófr

am.

67

Page 70: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Arn

finnu

r49/

10.3

.201

452

141

L/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíA

rnfin

nsfj

alli.

Ósb

rekk

ufja

ll5b

10/1

1.03

.201

452

144

S/2

Snjó

flóð

féll

íÓsb

rekk

ufja

lli.

Arn

finnu

r49/

10.0

3.20

1452

142

L/1

Snjó

flóð

féll

íArn

finns

fjal

li.

Óla

fsfj

arða

rmúl

i410

.3.2

014

5214

3S

/2Sn

jófló

ðfé

llíÓ

lafs

fjar

ðarm

úla

ogfe

rum

50m

yfir

gam

lave

ginn

.

Brí

karg

il10

.3.2

014

5215

7S

/3.5

Snjó

flóð

féll

íBrí

karg

iliog

ísjó

fram

.

Arn

finnu

r310

/11.

03.2

014

5216

2F

/2.5

Snjó

flóð

féll

ígili

3íA

rnfin

nsfj

alli.

Arn

finnu

r410

/11.

03.2

014

5216

3F

/2.5

Snjó

flóð

féll

ígili

4íA

rnfin

nsfj

alli.

Hra

fnas

kál

10/1

1.03

.201

452

160

F/2

Snjó

flóð

féll

íHra

fnas

kálí

Arn

finns

fjal

li.

Arn

finnu

r210

/11.

03.2

014

5216

1F

/3Sn

jófló

ðfé

llíg

ili2

íArn

finns

fjal

li.

Arn

finnu

r315

.3.2

014

5219

5L

/1.5

Smás

pýju

rfél

luíg

ili3

íArn

finns

fjal

li.

Kúh

agag

il15

.3.2

014

5219

7L

/1Sm

áspý

jurf

éllu

íKúh

agag

iliíÓ

lafs

fjar

ðarm

úla.

Ytr

afja

ll15

.3.2

014

5219

6L

/1.5

Smás

pýju

rfél

luíf

arve

ginu

mY

traf

jalli

íArn

finns

fjal

li.

Ósb

rekk

ufja

ll5

15.3

.201

452

199

L/2

Snjó

flóð

féll

ígili

5íÓ

sbre

kkuf

jalli

.

Ósb

rekk

ufja

ll4

15/1

6.3.

2014

5220

2S

/2Sn

jófló

ðfé

llíg

ili4

íÓsb

rekk

ufja

lli.

Kúh

agag

il15

/16.

3.20

1452

203

S/3

Snjó

flóð

féll

íKúh

agag

iliog

fery

firve

gská

laM

úlag

angn

a,no

kkuð

norð

aren

fyrr

iflóð

.

Arn

finnu

r116

/17.

3.20

1452

210

F/3

Stór

tsnj

óflóð

féll

ígili

1íA

rnfin

nsfj

alli

ogst

öðva

stum

150

met

rafr

ásj

ó.

Brí

karg

il18

.3.2

014

5221

5S

/3Sn

jóbr

áká

sjón

umbe

ndir

tilað

stór

tsnj

óflóð

hafi

kom

iðúr

Brí

karg

ili.

Ósb

rekk

ufja

ll3

19–2

1.3.

2014

5223

1S

/3St

órts

njófl

óðfé

llíf

arve

gi3

íÓsb

rekk

ufja

lliþe

garN

Ast

orm

urge

ngur

yfir.

68

Page 71: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Ósb

rekk

ufja

ll1

19/2

0.3.

2014

5223

0S

/3Sn

jófló

ðfé

llíf

arve

gi1

íÓsb

rekk

ufja

lliog

stöð

vaði

stá

Kle

ifarv

egi.

Þykk

ttun

guá

vegi

um2–

3m

etra

r.

Ósb

rekk

ufja

ll9

20.3

.201

452

256

F/3

Stór

tsnj

óflóð

féll

ífar

vegi

9íÓ

sbre

kkuf

jalli

.

Ósb

rekk

ufja

ll2

19–2

3.3.

2014

5225

4F

/3St

órts

njófl

óðfé

llíf

arve

gi2

íÓsb

rekk

ufja

lli.

Kúh

agag

il19

–23.

3.20

1452

257

F/3

Stór

tsnj

óflóð

féll

íKúh

agag

ili.

Bri

mne

sdal

ur,s

uður

20–2

2.3.

2014

5225

8F

/2.5

Snjó

flóð

féll

ísun

nanv

erðu

mB

rim

nesd

al.

Ósb

rekk

ufja

ll4

19–2

3.3.

2014

5225

5F

/3St

órts

njófl

óðfé

llíf

arve

gi4

íÓsb

rekk

ufja

lli.

Ytr

afja

ll4–

8.5.

2014

5236

8L

v/1

.5–

/25

/0.7

Snjó

flóð

féll

unda

nkl

ettu

mré

ttin

nan

við

Vat

nsen

dask

arð,

inna

rleg

Ytr

i-Á

rdal

.

Ytr

afja

ll8.

5.20

1452

367

Lv

/1.5

–/1

5/0

.4Y

firbo

rðss

pýju

rfór

uaf

stað

ískí

ðasl

óðum

fimm

skíð

aman

nain

narl

ega

áY

tri-

Árd

al.Þ

ærn

áðu

tals

verð

umhr

aða

envo

ruþu

nnar

ogst

öðvu

ðust

íbr

ekku

rótu

m.

Óla

fsfj

arða

rmúl

i119

.5.2

014

5237

9Fv

/1.5

Dal

vík

ogná

gren

ni

Mel

rakk

adal

ur18

.9.2

013

5162

0F

/2–

/25

/0.7

Nok

kuð

brei

ttfle

kahl

aup

féll

nyrs

tíM

elra

kkad

alen

aðei

nsei

n25

mbr

eið

tung

aná

ðini

ðurú

rkle

ttum

.

Kam

bur

18.9

.201

351

255

Lv

/1.5

Snjó

flóða

spýj

urfé

llufr

ákl

ettu

mny

rstí

Mel

rakk

adal

ogkl

ettu

msy

ðsto

fan

við

kam

b.

Kar

lsár

dalu

r19

/20.

9.20

1351

631

Fv/2

Tvö

snjó

flóð

féllu

utan

við

Bru

nnár

gil.

Óla

fsfj

arða

rmúl

i,D

alví

kurm

egin

19/2

0.9.

2013

5163

2Fv

/1.5

Tvö

snjó

flóð

féllu

íTor

fdal

sríp

li.

Ytr

a-H

olts

dalu

r19

.9.2

013

5162

6Fv

/1.5

Tvö

snjó

flóð

féllu

skam

mtu

tan

Hrú

tsgi

lsíY

tri-

Hol

tsda

l.

Kam

bur

20–2

2.9.

2013

5162

7Fv

/2Sn

jófló

ðát

tiup

ptök

upp

undi

rbrú

nfy

riro

fan

mið

jan

Kam

binn

stöð

vaði

stíb

rekk

urót

umof

anha

ns.

69

Page 72: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Hól

shyr

na20

–22.

9.20

1351

628

Fv/2

–/2

0/–

Snjó

flóð

féll

neða

nvi

ðN

eðst

uská

líH

ólsh

yrnu

,ska

mm

tof

anog

sunn

anvi

ðH

ólsr

ípil.

Ves

turk

jálk

iSva

rfað

arda

ls20

/21.

9.20

1352

406

Fv/1

–/1

5/0

.2Þu

nnur

fleki

rann

áau

ðrio

gþí

ðrij

örð

skam

mtu

tan

við

Tja

rnar

hrau

nið.

Óla

fsfj

arða

rmúl

i,D

alví

kurm

egin

25.1

0.20

1351

647

F/2

–/2

5/0

.4Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

sunn

anvi

ðM

ígin

disd

alog

stöð

vaði

stíu

m28

0m

hæð.

Ytr

a-H

olts

dalu

r20

/21.

11.2

013

5169

1F

/2–

/20

/0.8

Snjó

flóð

féll

ímið

juH

rúts

gili

ogst

öðva

stíu

m26

0m

hæð

þars

emgi

liðþr

engi

st.M

ynda

rleg

tbro

tstá

len

það

næry

firlít

iðsv

æði

.

Óla

fsfj

arða

rveg

urfa

rv.3

813

.12.

2013

5170

4S

/3.5

–/7

5v/1

.3v

Snjó

flóð

féll

úrV

egag

.farv

.38

það

varu

m70

mbr

eitt

ogfé

llta

lsve

rðan

spot

tani

ðurf

yrir

veg.

Mjó

igei

ri14

.12.

2013

5172

5F

/2Sn

jófló

ðfé

llíM

jóag

eira

íBæ

jarf

jalli

niðu

rað

Mel

rakk

adal

.

Óla

fsfj

arða

rveg

urfa

rv.3

819

.12.

2013

5173

4F

/2.5

–/1

7v/1

.5v

Snjó

flóð

úrfa

rveg

i38

loka

ðiM

úlan

um.

Óla

fsfj

arða

rveg

urfa

rv.4

0,M

erkj

agil

19/2

0.12

.201

351

743

S/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíl

itlu

gild

ragi

skam

mts

unna

nvi

ðM

erkj

agil

íÓla

fsfj

arða

rmúl

a.

Mjó

igei

ri20

.12.

2013

5174

1F

/2–

/170

/–Sn

jófló

ðfé

llín

eðri

Kró

khól

neða

nvi

ðM

jóag

eira

íB

æja

rfja

lli.

Óla

fsfj

arða

rveg

ur,

Háu

grun

darg

il19

/20.

12.2

013

5174

2S

/2–

/25

/1Sn

jófló

ðfé

llíH

áugr

unda

rgili

ogst

öðva

ðist

nokk

uðof

anvi

ðÓ

lafs

fjar

ðarv

eg.

Kar

lsár

dalu

r23

–27.

12.2

013

5181

8F

/2–

/20

/0.5

Snjó

flóð

féll

úrgi

lsko

runn

isun

nan

íS–S

eta,

mik

iðha

fði

skafi

ðyfi

rtun

guna

.

Aus

ugil

23–2

7.12

.201

351

816

F/2

.5–

/45

/8Sn

jófló

ðfé

llúr

Aus

ugili

ogst

öðva

ðist

ásl

akka

num

neða

ngi

lsin

s.

Óla

fsfj

arða

rveg

urfa

rv.3

924

/25.

12.2

013

5175

5F

/3.5

–/6

0/2

Snjó

flóð

féll

íveg

ager

ðarf

arve

gi39

.Fló

ðið

var3

–4m

þykk

táve

giog

féll

lang

tnið

urfy

rirh

ann

ogst

öðva

ðist

40–5

0m

ofan

sjáv

arha

mra

.70

Page 73: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Mer

kigi

l23

–27.

12.2

013

5181

9F

/2.5

–/4

0/0

.8Sn

jófló

ðfé

llúr

Mer

kigi

liog

brei

ddit

alsv

ertú

rsér

neða

ngi

lsin

sen

fóre

kkil

angt

.

Óla

fsfj

arða

rveg

urfa

rv.3

823

–27.

12.2

013

5182

0F

/2–

/25

/0.8

Spýj

ase

mst

öðva

ðist

tals

vert

ofan

við

vegi

nn.

Urð

ir27

–1.1

.201

451

817

F/2

.5B

rots

táls

ástí

fjal

lsbr

únin

niof

aney

ðibý

lisin

sA

uðna

ogtu

ngur

niðu

rúrg

iljum

,hát

tupp

iífj

allin

u.

Selh

líð1/

2.1.

2014

5181

5S

/2Sn

jófló

ðfé

llíS

elhl

íðm

eðup

ptök

við

suðu

rbrú

nK

ambs

ins.

Mjó

igei

ri3.

1.20

1451

843

F/2

.5–

/65

/–Sn

jófló

ðfé

llíM

jóag

eira

.

Mer

kigi

l3/

4.2.

2014

5197

7F

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrM

erki

gili

sem

náði

fram

úrgi

linu

niðu

ríum

200

mhæ

ð.

Hol

árfj

all

8–16

.2.2

014

5204

5F

/3–

/80

/1N

okku

ðm

ynda

rleg

tsnj

óflóð

féll

úrH

olár

fjal

liá

mót

iN

ónsk

álar

læk

ogst

öðva

ðist

ám

ýrun

um.

Hol

árfj

all

8–16

.2.2

014

5204

6F

/2.5

–/6

0/1

Snjó

flóð

féll

úrH

olár

fjal

li.

Kar

lsár

dalu

r12

–15.

2.20

1452

059

F/2

Smá

fleki

féll

sunn

aníf

jalls

öxlJ

ökul

kolls

.

Óla

fsfj

arða

rveg

urfa

rv.3

628

.2–1

.3.2

014

5207

9S

/2.5

Snjó

flóð

féll

íÓla

fsfj

arða

rmúl

aíf

arve

gi36

.

Óla

fsfj

arða

rveg

ur,

Háu

grun

darg

il28

.2–1

.3.2

014

5208

0S

/1.5

Snjó

flóð

féll

íHáu

grun

darg

iliíÓ

lafs

fjar

ðarm

úla.

Óla

fsfj

arða

rveg

urfa

rv.4

0,M

erkj

agil

1/2.

3.20

1452

089

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Mer

kjag

ili,þ

aðná

ðist

uttf

ram

úrgi

linu

ogst

oppa

ðiíf

arve

ginu

mef

stá

aurk

eilu

nni.

Skíð

adal

ur4.

3.20

1452

113

Lv

/1.5

Sólb

ráða

rspý

jurf

éllu

unda

nH

ömru

num

mill

iÞve

ráro

gD

ælis

.

Stór

hóls

hlíð

4.3.

2014

5210

5L

/1.5

Snjó

flóð

féll

íStó

rhól

shlíð

.

Bög

gvis

stað

afja

ll4.

3.20

1452

104

F/1

Líti

llfle

kifó

rafs

tað

syðs

tíB

öggv

isst

aðaf

jalli

erto

rfæ

ruhj

ólþv

ersk

arup

ptak

asvæ

ði.

Kam

bur

4.3.

2014

5209

3F

/1.5

Þunn

tsnj

óflóð

féll

íKam

bi.

71

Page 74: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Óla

fsfj

arða

rmúl

i,D

alví

kurm

egin

5.3.

2014

5211

4F

/1L

ítill

fleki

,4m

brei

ðuro

g15

cmþy

kkur

,spr

akk

unda

nsk

íðam

anni

íkle

ttabr

únm

eðvi

ðhor

fSA

ínor

ðanv

erðu

mSa

uðda

l.Sk

íðam

aður

inn

lent

iekk

iífló

ðinu

.

Árs

kógs

strö

nd6.

3.20

1452

137

F/2

Tvæ

rflóð

tung

ur,s

kam

mtn

orða

nvi

ðB

ratta

valla

skál

íK

ross

afja

lli,n

áðu

niðu

rfyr

irm

iðja

hlíð

.

Mjó

igei

ri6.

3.20

1452

122

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíM

jóag

eira

.Mjó

flóðt

unga

nst

öðva

ðist

rétt

ofan

við

Mel

rakk

adal

.

Bru

nnár

gil

6.3.

2014

5212

0F

/1.5

Þunn

urfle

kifó

rúrv

estu

rvan

gaB

runn

árgi

lsog

flóðt

unga

nst

ýris

tnið

urgi

lbot

ninn

.

Aus

turk

jálk

iSva

rfað

arda

ls6.

3.20

1452

124

F/1

.5–

/25

/1Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

sunn

anM

essu

hnjú

ksog

stöð

vaði

stá

slak

kanu

míu

m74

0m

hæð.

Mer

kigi

l6.

3.20

1452

121

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíM

erki

gili

ogm

jófló

ðtun

gast

öðva

ðist

neða

rleg

aíg

ilinu

.

Bög

gvis

stað

afja

ll6.

3.20

1452

119

F/2

–/2

00/0

.8Fl

ekib

rotn

aðií

skál

inni

ísun

nanv

erðu

mR

júpn

hól,

tung

anva

rfre

mur

þunn

.

Aus

ugil

6.3.

2014

5211

8F

/2–

/30

/0.8

Snjó

flóð

féll

úrA

usug

ili,t

unga

nva

rupp

undi

r1m

etri

áþy

kkto

g30

–40

mbr

eið.

Tung

udal

ur6.

3.20

1452

123

F/2

–/4

0/1

Flek

isem

varu

m30

–50

cmþy

kkur

fórn

iður

áSe

lsta

ll,sy

ðstí

Tung

udal

aðve

stan

.

Bög

gvis

stað

afja

ll6.

3.20

1452

134

F/1

.5V

élsl

eðis

etti

afst

aðum

100

mbr

eiða

nfle

kano

rðan

íFl

órke

ldus

talli

.Bro

tstá

liðná

ðiup

ppíf

jalls

brún

.

Bög

gvis

stað

afja

ll6.

3.20

1452

133

F/2

Vél

sleð

iset

tiaf

stað

um20

0m

brei

ðan

fleka

norð

aní

Flór

keld

usta

lli.B

rots

tálið

náði

uppp

ífja

llsbr

ún.

Hol

árfj

all

10/1

1.3.

2014

5217

5F

/3Þr

júfló

ðfé

lluíH

olár

fjal

liog

stöð

vuðu

stfr

ekar

ofar

lega

.Þa

uha

falík

lega

falli

ðíS

A–S

Vre

nnin

gium

kvöl

dið

eða

nótti

na.

72

Page 75: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Óla

fsfj

arða

rveg

urfa

rv.3

810

/11.

3.20

1452

168

Fv/2

.5–

/60

/0.8

Snjó

flóð

féll

úrve

gage

rðar

farv

egi3

6íÓ

lafs

fjar

ðarm

úla.

Kög

glar

féllu

inn

áve

gog

nokk

urha

ugur

varu

ppá

keilu

nnif

yrir

ofan

.

Bra

ttava

llask

ál11

.3.2

014

5217

4F

/2–

/25

/0.8

Tvö

flóð

féllu

íBra

ttava

llask

álíS

V-h

láku

ogst

öðvu

ðust

íbre

kkur

ótum

.

Óla

fsfj

arða

rmúl

i,D

alví

kurm

egin

15.3

.201

452

198

L/1

.5L

ausa

flóð

sem

setja

afst

aðþu

nna

yfirb

orðs

fleka

.St

öðva

stfy

riro

fan

veg.

Bög

gvis

stað

afja

ll15

.3.2

014

5220

0F

/2.5

–/1

50/1

Skál

insu

nnan

Rjú

pnhó

lshl

jóp

öll,

líkle

gafr

áfj

alls

brún

.Fl

óðið

stöð

vaði

stís

kála

rbot

ninu

m.

Ytr

a-H

olts

dalu

r10

–22.

3.20

1452

292

F/3

Snjó

flóð

féll

úrþr

iðja

gili

fram

anvi

ðH

rúts

gilí

Ytr

i-H

olts

dal.

Óla

fsfj

arða

rveg

urfa

rv.3

919

/20.

3.20

1452

217

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíf

arve

gi39

íÓla

fsfj

arða

rmúl

aog

náði

inná

vegi

nnen

loka

ðiho

num

ekki

.

Ytr

a-H

olts

dalu

r19

–23.

3.20

1452

289

F/3

Snjó

flóð

féll

úrH

rúts

gili

íYtr

a-H

olts

dal.

Skíð

adal

ur19

–22.

3.20

1452

291

F/2

Snjó

flóð

féll

úrfy

rsta

gild

ragi

norð

anvi

ðSy

ðri-

Sælu

á.

Hre

iðar

ssta

ðafj

all

19–2

2.3.

2014

5228

8F

/2Sn

jófló

ðfé

llín

orðu

röxl

Hre

iðar

ssta

ðafj

alls

.

Más

stað

ir20

/21.

3.20

1452

243

F/3

Tvö

snjó

flóð

féllu

sitth

voru

meg

invi

ðbæ

inn

Más

stað

iíSk

íðad

al.F

lóði

nko

mu

úrG

eldi

ngad

alog

náði

syðr

afló

ðið

sem

vars

tærr

aað

vegi

.

li10

–22.

3.20

1452

290

F/2

Snjó

flóð

féllu

sunn

anog

ofan

við

li,fló

ðtun

gurn

áðu

niðu

rfyr

irkl

etta

stal

linn

ímið

rihl

íð,a

llbre

iðar

.

Dýj

adal

ur26

.3.2

014

5229

9Fv

/1.5

Áal

lbre

iðu

svæ

ðiív

estu

rhlíð

Dýj

adal

sfé

llusn

jófló

ðí

hlák

u.

Bru

nnár

gil

26.3

.201

452

300

L/1

.5L

ausa

snjó

flóð

féll

íves

turh

líðB

runn

árgi

ls.

Hól

sdal

urm

ars/

aprí

l201

452

365

F/3

Snjó

flóð

féll

úrG

uddu

gjá

ogvi

rtis

thaf

aná

ðni

ðurí

á.

73

Page 76: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Hól

sdal

urm

ars/

aprí

l201

452

364

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Sauð

aská

l,ys

táH

ólsd

al,þ

aðná

ðiyfi

rve

gen

ekki

niðu

ríá.

Árs

kógs

strö

nd23

.6.2

014

5239

2S

/2–

/700

/–

Hör

gárd

alur

ogná

gren

ni

Hva

mm

sfja

ll25

.11.

2013

5169

2S

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrH

vam

msf

jalli

ígild

ragi

syðs

tífj

allin

u.

Dun

haga

skar

ð23

–31.

12.2

013

5189

5F

/2.5

–/3

0/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíD

unha

gask

arði

ogná

ðita

lsve

rtfr

amúr

skar

ðinu

.

Járn

hryg

gssk

riða

1–8.

1.20

1451

896

S/2

Snjó

flóð

féll

íJár

nhry

ggss

krið

u.

Hör

gárd

alur

,ytr

ihl.

vest

anv

5.2.

2014

5198

8L

/1.5

Allm

örg

lítil

laus

asnj

óflóð

féllu

ískö

rðum

Auð

brek

kufj

alls

ogíD

unha

gask

arði

.

Rei

star

árfj

all

12–1

4.2.

2014

5205

4F

/2–

/40

/1Sn

jófló

ðfé

llsy

ðstí

skál

inni

sunn

anR

eist

arár

skar

ðsse

mst

öðva

ðist

áke

ilunn

i.B

rots

tálið

virt

istn

áno

rður

alla

skál

ina

eftir

fjal

lsbr

únin

ni.

Hör

gárd

alur

,ytr

ihl.

aust

anv

12–1

5.2.

2014

5205

5F

/2.5

Nok

kuð

myn

darl

egts

njófl

óðfé

llúr

fjal

linu

upp

afY

tri-

gisá

.

Köt

lufj

alla

ðau

stan

11.3

.201

452

390

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíK

ötlu

fjal

lino

rðan

við

Fagr

askó

g,fló

ðtun

gan

náði

niðu

rfyr

irH

ross

ahja

lla.

Rei

star

árfj

all

11.3

.201

452

388

F/2

Snjó

flóð

féll

nyrs

tíR

eist

arár

fjal

line

ðan

Hro

ssah

jalla

sunn

anog

ofan

við

Kja

rna.

Köt

lufj

alln

eðan

Hro

ssah

jalla

11.3

.201

452

173

F/2

Snjó

flóð

féll

íKöt

lufj

alli,

neða

nH

ross

ahja

llaog

ofan

Kam

bhól

s.

Hva

mm

sfja

ll11

.3.2

014

5217

1F

/2.5

Nok

kuð

brei

ttfle

kahl

aup

féll

íHva

mm

sfja

lli,b

rots

tál

varg

rein

ilegt

enek

kitu

ngan

.

Köt

lufj

alla

ðau

stan

11.3

.201

452

172

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíK

ötlu

fjal

liof

anvi

ðFa

gras

kóg

ogná

ðuþr

járfl

óðtu

ngur

niðu

rfyr

irH

ross

ahja

lla.

74

Page 77: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Hal

last

aðas

karð

25–2

7.3.

2014

5232

3Fv

/2Sn

jófló

ðfé

llsu

nnan

tilíH

alla

stað

aska

rði,

íog

við

gild

ragi

ð.

Rei

star

árfj

all

22–2

4.4.

2014

5236

6Fv

/2–

/50

/0.8

Snjó

flóð

féll

nyrs

tíR

eist

arár

fjal

liog

stöð

vaði

stí

brek

kuró

tum

.

Hof

sska

rð11

–13.

5.20

1452

407

F/2

.5Sn

jófló

ðvi

rtis

thaf

afa

llið

norð

antil

íHof

sska

rðim

eðm

jög

háu

brot

stál

i.

Öxn

adal

ur

Klo

fagi

l1–

3.2.

2014

5198

6F

/1.5

Snjó

flóð

féll

íKlo

fagi

liíL

anda

fjal

liog

stöð

vaði

stré

ttne

ðan

við

Snei

ðing

a.

Öxn

adal

urve

stan

v1–

3.2.

2014

5198

7S

/1.5

Snjó

flóð

féll

nyrs

tíH

raun

shöf

ðask

ál,n

iður

íská

larb

otn.

Stek

kjar

gil

1–3.

2.20

1451

985

F/2

Snjó

flóð

féll

íSte

kkja

rgili

íLan

dafj

alli

ogst

öðva

ðist

mill

iSke

iðar

ogfj

alls

róta

.

Stek

kjar

gil

2–4.

2.20

1452

410

F/2

.5–

/50

/0.8

Snjó

flóð

féll

úrSt

ekkj

argi

liog

brei

ddin

okku

ðúr

sér

ofan

við

neðs

tafo

ssin

n,þa

rsem

það

stöð

vaði

stað

mes

tu.

Klo

fagi

l2–

4.2.

2014

5240

9F

/2–

/25

/–L

ítið

snjó

flóð

féll

úrK

lofa

gili

ogvi

rtis

thaf

ast

öðva

stað

mes

tuá

Skei

ðinn

i.

jarg

il2–

4.2.

2014

5197

2F

/3–

/140

/1.1

Bre

ittsn

jófló

ðfé

llíB

æja

rgili

sem

fóry

firfj

alls

girð

ingu

ogst

öðva

ðist

við

raflí

nuum

300

mof

anSt

eins

stað

aII

.

Stek

kjar

gil

10/1

1.3.

2014

5216

9Fv

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrSt

ekkj

argi

liíh

láku

ogst

öðva

ðist

ísk

riðu

nni,

skam

mtn

eðan

við

neðs

tafo

ssin

n.

Illa

gil

11.3

.201

452

176

F/2

.5–

/120

/1.5

Snjó

flóð

féll

niðu

ríÖ

xnad

alsá

úrIl

lagi

li,Þa

ðbr

aute

inn

stau

ríra

flínu

nnis

emlig

gura

ðen

durv

arpa

num

áÖ

xnad

alsh

eiði

.

Fagr

anes

fjal

l10

–22.

3.20

1452

262

F/2

Snjó

flóð

féll

úrnæ

sta

gili

fram

an(s

unna

n)ey

ðibý

lisin

sFa

gran

ess,

úrsy

ðra

gild

ragi

.

75

Page 78: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Mið

skri

ða,s

yðra

gil

10–2

2.3.

2014

5226

1F

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrsy

ðra

gili

Mið

skri

ðuse

mfó

rnið

urá

aurk

eilu

naun

dirg

ilinu

.

Gils

hnjú

kur

10–2

2.3.

2014

5226

4F

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

Gils

hjal

la,u

.þ.b

.350

mfr

aman

við

eyði

býlið

Gil,

úrnæ

sta

gild

ragi

fram

anvi

ðG

ilsgi

l.

Var

mav

atns

hóla

fjal

l19

–22.

3.20

1452

265

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

bæja

rská

linni

áV

arm

avat

nshó

lum

skam

mtn

orða

nvi

ðey

ðibý

liðV

arm

avat

nshó

la.

Skei

fa19

–22.

3.20

1452

263

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llum

500

mfr

aman

við

Glo

ppu

ogná

ðini

ður

undi

rrafl

ínu.

Kla

send

agil

19–2

2.3.

2014

5226

6F

/2.5

Snjó

flóð

féll

um50

0m

fram

anvi

ðÖ

xnad

alsá

rbrú

.Fl

óðtu

nga

með

stór

umkö

gglu

mná

ðini

ðurí

dalb

otn.

Var

mav

atns

hóla

fjal

l19

–22.

3.20

1452

267

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

næst

agi

ldra

gifr

aman

við

Kla

send

agil.

Öxn

adal

urve

stan

v19

–22.

3.20

1452

268

F/1

.5L

ítið

fleka

flóð

féll

ofan

við

skóg

reiti

nnm

illiB

akka

ogA

uðna

.Fló

ðið

náði

ekki

lang

t.

Gei

rhild

arga

rðar

19–2

2.3.

2014

5226

0F

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrgi

lisu

nnan

ogof

anvi

ðsu

mar

húsi

ðvi

ðG

eirh

ildag

arða

.

Öxn

adal

ur,f

ram

dalu

raus

tanv

19–2

2.3.

2014

5225

9F

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrgi

liof

anvi

ðve

iting

ahús

iðíE

ngim

ýrií

Öxn

adal

.

Eyj

afjö

rður

Grý

tuba

kkah

r.in

nan

Dal

smyn

nis

23–2

7.12

.201

351

898

F/2

–/1

0/0

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

klet

tahn

júki

ofan

við

syðs

tutú

nin

íFa

grab

æog

stöð

vaði

stum

100

mfy

riro

fan

veg.

Grý

tuba

kkah

r.in

nan

Dal

smyn

nis

23–2

7.12

.201

351

877

F/2

.5–

/20

/1Sn

jófló

ðfé

llúr

gili

sunn

anFa

grab

æja

rog

teyg

ðisi

gni

ðuru

ndir

veg.

Aku

reyr

i2–

4.1.

2014

5187

8F

/2H

engj

asá

stíf

jalls

brún

Yst

uvík

urfj

alls

oghe

furb

rotn

aðá

kafla

enfló

ðtun

gan

sást

mjö

gill

a,að

eins

kögg

larí

hlíð

inni

.

Hlíð

arhr

yggu

r23

.1.2

014

5193

2F

/1.5

Tvö

snjó

flóð

féllu

ofan

við

Rei

thól

aíH

líðar

fjal

li.

76

Page 79: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Hlíð

arhr

yggu

r23

.1.2

014

5193

3F

/1.5

Tvö

snjó

flóð

féllu

ofan

við

Rei

thól

a.

Rei

thól

ar23

.1.2

014

5194

2F

/1Sn

jófló

ðasp

ýjur

féllu

íHlíð

arfj

alli.

Hlíð

arfj

all

23.1

.201

451

943

F/1

Snjó

flóða

spýj

urfé

lluíH

líðar

fjal

li.

Hlíð

arhr

yggu

r25

.1.2

014

5195

2S

/2Sn

jófló

ðfé

llof

anaf

Hlíð

arhr

ygg.

Aku

reyr

i13

–15.

2.20

1452

060

F/2

–/1

60/0

.8H

engj

abr

otna

ðiíf

jalls

brún

Yst

uvík

urfj

alls

ofan

hóla

nna

ogst

öðva

ðist

íbre

iðri

tung

uíb

rekk

urót

um.

Eyj

afja

rðar

dalu

r20

–22.

3.20

1452

316

F/2

.5N

okku

ðbr

eitt

fleka

hlau

pfé

llun

dan

heng

juvi

ðkl

etta

stal

luta

nvi

ðFr

eyva

ng.

Grý

tuba

kkah

r.in

nan

Dal

smyn

nis

19–2

2.03

.201

452

277

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llum

900m

sunn

anhe

imre

iðar

aðFa

grab

æin

nan

Dal

smyn

nis

ogað

þjóð

vegi

.

Vað

lahe

iði

20–2

2.3.

2014

5231

8F

/2U

m15

0br

eitt

fleka

hlau

pfé

llef

stíh

líðin

niut

anvi

ðG

eldi

ngsá

ogst

öðva

ðist

ísla

kkan

umþa

rupp

i.

Grý

tuba

kkah

r.in

nan

Dal

smyn

nis

20/2

1.3.

2014

5223

2F

/3–

/40v

/–Sn

jófló

ðfé

llúr

Fagr

abæ

jarg

iliog

loka

ðiþj

óðve

gi83

.Þa

ðva

rum

40m

brei

ttá

vegi

.

Grý

tuba

kkah

r.in

nan

Dal

smyn

nis

19–2

2.03

.201

452

279

F/2

Snjó

flóð

féll

íGrý

tuba

kkah

repp

iinn

anD

alsm

ynni

s,um

1600

msu

nnan

heim

reið

arað

Fagr

abæ

.

Grý

tuba

kkah

r.in

nan

Dal

smyn

nis

19–2

2.03

.201

452

278

F/2

Snjó

flóð

féll

úrgi

liH

raná

rum

1300

msu

nnan

heim

reið

arað

Fagr

abæ

.

Man

nshr

yggu

r,no

rður

hlut

i,fj

ærs

kíða

svæ

ði22

–24.

4.20

1452

363

Fv/2

.5–

/100

/1Þr

járs

njófl

óðat

ungu

rfél

luíH

rapp

ssta

ðask

álni

ðurí

brek

kuræ

tur.

Hlíð

arhr

yggu

r27

.5.2

014

5238

0L

v/1

Mar

gars

njófl

óðas

pýju

rfél

luut

anín

orða

nver

ðum

Hlíð

arhr

yygg

,nið

urík

verk

ina

mill

ihry

ggsi

nsog

Rei

thól

a.

Gle

rárd

alur

27/2

8.5.

2014

5238

1Fv

/3Sn

jófló

ðfé

llís

unna

nver

ðriH

líðar

skál

.

Höf

ðahv

erfi

77

Page 80: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Höf

ðahv

erfi

23–2

7.12

.201

351

880

F/2

.5–

/30

/1Sn

jófló

ðfé

llúr

þrið

jagi

lisu

nnan

Grý

tusk

álar

,ám

illi

Hlé

skóg

aog

Lóm

atja

rnar

.

Grý

tusk

ál23

–27.

12.2

013

5187

9F

/3.5

–/2

00/2

Snjó

flóð

féll

úrG

rýtu

skál

,fra

múr

gilin

uog

yfir

fjal

lsgi

rðin

gu.

Höf

ðahv

erfi

23–2

7.12

.201

351

881

F/2

.5–

/20

/0.8

Snjó

flóð

féllu

niðu

ráke

ilurn

arof

anS-

Gru

ndar

ogÁ

rtún

sog

stöð

vuðu

stí5

0–70

mhæ

ð.

Höf

ðahv

erfi

2/3.

1.20

1451

900

F/2

.5H

engj

asá

stef

tirfj

alls

brún

íská

linni

norð

anG

rýtu

skál

arse

mer

talin

vera

brot

stál

entu

ngan

sást

aðei

nsun

dir

vest

asta

hlut

ahe

ngju

nnar

.

Höf

ðahv

erfi

2/3.

1.20

1451

899

F/2

.5U

m70

0m

brei

ðhe

ngja

ífja

llsbr

únB

lám

anns

hatts

,vi

rðis

tver

abr

otst

álen

tung

ansá

stek

ki.

Höf

ðahv

erfi

9.1.

2014

5187

6F

/1.5

–/2

5/0

.3Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

neða

nkl

etta

íBlá

man

nsha

tti.

Grý

tusk

ál1–

3.2.

2014

5198

3F

/3.5

–/1

00/1

.5N

okku

ðsn

jófló

ðfé

llúr

Grý

tusk

álog

stöð

vaði

stá

flatle

ndin

une

ðan

gils

ins.

ÍFjö

rðum

ÍFjö

rðum

9/10

.1.2

014

5190

5F

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrgi

lisu

nnan

tilá

Flat

eyja

rdal

shei

ðim

eðþy

kku

brot

stál

iefs

tígi

linu.

Kal

dbak

ur14

–16.

2.20

1452

052

F/2

–/6

0/1

Frem

urlít

illfle

kifó

rísk

álin

nisu

nnan

Hát

inds

íve

stan

verð

umK

aldb

ak.

ÍFjö

rðum

13.4

.201

452

336

F/3

–/6

0/0

.8Sk

íðam

aður

setti

afst

aðfr

emur

þunn

anfle

kafr

áfj

alls

brún

ísuð

urhl

íðSk

ersg

nípu

,flóð

iðhl

óðst

aðei

nsup

píb

otni

skar

ðsin

sA

usu.

ÍFjö

rðum

13.4

.201

452

337

F/1

.5A

llmar

garl

itlar

spýj

urfé

lluno

rðan

Svín

árda

lsá

Lát

rast

rönd

.

Flat

eyja

rdal

ur

78

Page 81: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Flat

eyja

rdal

ur24

.4.2

014

5237

0Fv

/2.5

–/1

00/–

Snjó

flóð

féll

unda

nvé

lsle

ðam

anni

neða

nvi

ðhe

ngju

,upp

undi

rfja

llsbr

únvi

ðbo

tnL

eird

als.

Tve

irvé

lsle

ðam

enn

náðu

með

naum

indu

mað

forð

asé

rund

anfló

ðinu

.

Fnjó

skad

alur

Skri

ðugi

l23

–27.

12.2

013

5184

5F

/2.5

–/4

0/1

Snjó

flóð

féll

úrSk

riðu

gili,

það

klof

naði

ítve

nntá

mið

rike

ilunn

ineð

angi

lsin

s.

Vei

saog

Vei

suse

l23

–27.

12.2

013

5188

2F

/3–

/70

/1.2

5Sn

jófló

ðfé

llúr

jarg

iliof

anV

eisu

ogst

öðva

ðist

við

garð

inn

um24

0m

ofan

bæja

r.

Vei

suse

l23

–27.

12.2

013

5188

4F

/2.5

–/2

0/0

.7Sn

jófló

ðfé

llúr

ysta

gilin

uof

anV

eisu

sels

ogst

öðva

ðist

ofan

við

stal

linn

ímið

jufj

allin

u.

Dag

mál

agil

2/3.

1.20

1451

883

F/2

.5–

/50

/0.5

Snjó

flóð

féll

úrD

agm

álag

iliog

stöð

vaði

stá

stal

linum

ím

iðju

fjal

li.

Gre

filsg

il3.

1.20

1451

841

F/4

3055

/250

/1.5

Stór

tsnj

óflóð

féll

úrG

refil

sgili

ogná

ðiyfi

rveg

inn

á55

0m

brei

ðusv

æði

ogen

daði

niðu

ríFn

jósk

á.V

eghe

fill

hafð

inýl

ega

mok

aðve

ginn

ogko

mst

ekki

tilba

ka.

Flóð

iðva

r3–4

mþy

kktá

vegi

.Rík

jand

iNA

-átt

hafð

ive

rið

með

tals

verð

riúr

kom

u.

Gre

filsg

il1–

3.2.

2014

5198

4F

/2.5

Snjó

flóð

féll

íGre

filsg

iliog

stöð

vaði

stíg

ilbot

ninu

m.

Strj

úgsg

il12

/13.

2.20

1452

056

F/3

–/3

0/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Strj

úgsg

ilien

stöð

vaði

stíg

ilkja

ftin

um.

Tung

ugil

12/1

3.2.

2014

5205

7F

/2.5

–/2

0/1

Snjó

flóð

féll

utan

ogof

anSk

arðs

íDal

smyn

ni,þ

aðst

öðva

ðist

ímið

jum

skóg

inum

.Svo

virð

ists

emfj

alls

öxlin

hafi

hlau

pið

áum

900

mbr

eiðu

mka

fla.

Þver

árfj

all

12/1

3.2.

2014

5205

8F

/2.5

–/3

0/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíh

njúk

num

vest

anSt

órag

ilsíD

alsm

ynni

,þa

ðst

öðva

ðist

íþre

mur

tung

umne

ðstí

kjar

rinu

.

79

Page 82: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Stór

agil

14.2

.201

452

036

F/3

.511

90/4

5/5

Bre

iður

fleki

spra

kkíÞ

verá

rfja

lliog

rann

leng

stni

ðurí

Stór

agili

.Þar

stöð

vaði

stfló

ðið

um20

mne

ðan

vega

rog

vará

honu

mtæ

pleg

a7

mþy

kkto

g45

mbr

eitt.

Flóð

iðva

rþyk

kast

íStó

ragi

lien

náði

einn

igni

ðuru

ndir

veg

ínæ

stu

gils

koru

aust

anvi

ð.

Þórð

arst

aðas

kógu

r20

/21.

3.20

1452

305

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llin

níÞ

órða

rsta

ðask

ógog

skem

mdi

50ár

agö

mul

tré.

Ljó

sava

tnss

karð

Ljó

sava

tnss

karð

23–2

7.12

.201

351

885

F/3

–/–

/1.5

Snjó

flóð

féll

niðu

ríra

fstö

ðvar

læki

nnvi

ðFo

rnhó

la.

Ljó

sava

tnss

karð

25/2

6.12

.201

351

762

F/3

.5–

/240

/1.2

Stór

tflóð

féll

ítve

imur

tung

umyfi

rveg

við

Brú

nkol

luhó

log

stöð

vaði

stíL

jósa

vatn

i.

Ljó

sava

tnss

karð

2–4.

1.20

1451

886

F/2

.5–

/30

/1Sn

jófló

ðfé

llúr

þrem

urgi

ljum

íSig

ríða

rsta

ðask

ógio

gsá

stbr

otst

álíf

jalls

brún

inni

sem

virt

istv

era

sam

fellt

.

Ljó

sava

tnss

karð

9.1.

2014

5187

5F

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

unda

nhe

ngju

áfj

alls

brún

mill

iFo

rnhó

laog

Sigr

íðar

stað

a.

Ljó

sava

tnss

karð

9.1.

2014

5187

4F

/2.5

–/1

5/0

.5Sn

jófló

ðfé

llfr

áfj

alls

brún

ígild

ragi

íþve

rdal

aust

anFo

rnhó

la.

Ljó

sava

tnss

karð

20/2

1.3.

2014

5232

0F

/3.5

2640

/110

/1.5

Mik

iðSn

jófló

ðfé

llúr

Mer

kjár

gili

ogsk

emm

digi

rðin

gar.

Flóð

iðer

það

stæ

rsta

síða

n19

57og

virt

isth

afa

úthl

aups

horn

inna

nvi

ð15

gráð

ur.

Ljó

sava

tnss

karð

20/2

1.3.

2014

5227

5F

/2.5

Fim

með

ase

xsn

jófló

ðfé

lluíL

jósa

vatn

sska

rði.

Stæ

rsta

flóði

ðfé

llúr

einu

Hal

lagi

ljann

aog

náði

niðu

ráfla

tlend

i.

Ljó

sava

tnss

karð

25–2

9.3.

2014

5233

2Fv

/310

70/2

00/1

.5N

okku

ðst

órtfl

ekah

laup

féll

niðu

rálá

glen

diþa

rsem

Litl

u-T

jarn

irst

óðu.

Bár

ðard

alur

80

Page 83: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Bár

ðard

alur

22/2

3.1.

2014

5195

8F

/215

0–20

0m

brei

ttfló

ðof

anL

ækj

arva

lla,f

éllu

m20

mni

ður,

ása

ma

stað

ogíf

yrra

.

Skjá

lfand

iog

inns

veiti

r

Hús

avík

7/8.

1.20

1451

889

Fv/2

Snjó

flóð

féll

íHús

avík

urfj

alli

sunn

anvi

ðD

agm

álal

ág.

Inns

veiti

rSkj

álfa

nda

24/2

5.2.

2014

5208

1F

/2.5

Snjó

flóð

féll

íLax

árda

líS-

Þing

eyja

rsýs

luá

mill

ibæ

jari

nsÁ

rhva

mm

sog

veið

ihús

sins

Rau

ðhól

a.

Inns

veiti

rSkj

álfa

nda

25/2

6.3.

2014

5231

0L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llín

orða

nver

ðuG

öngu

skar

ðiíi

nnsv

eitu

mSk

jálfa

nda.

Mýv

atn

Mýv

atn

15/1

6.11

.201

351

685

L/1

.5–

/10

/1Sn

jófló

ðfé

llín

orða

nver

ðuH

vann

afel

liá

slóð

aðL

ofth

elli.

Seyð

isfj

örðu

r

Kál

fabo

tn23

.12.

2013

5174

9F

/1–

/10

/0.3

Þrjá

rsnj

óflóð

aspý

jurf

éllu

úrK

álfa

botn

i.

Bjó

lfur

31.1

2.20

13–

1.1.

2014

5181

4F

/1.5

Nok

kurs

njófl

óðfé

lluúr

gilju

min

nan

við

Bjó

lfsö

xlin

nað

Hla

upgj

á.

Neð

ri-B

otna

r29

.12.

2013

–3.

1.20

1451

853

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llm

illie

frio

gne

ðriB

otna

neða

nM

iðtin

ds.

Efr

i-B

otna

r,ys

t29

.12.

2013

–3.

1.20

1451

852

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Stra

ndar

tindi

niðu

ríE

fri-

Bot

na.

Þófa

læku

r13

/14.

1.20

1451

912

Fv/2

Snjó

flóð

féll

íÞóf

alæ

kog

kom

niðu

ríÞó

fa.

Jóku

gil

14/1

5.1.

2014

5191

3Fv

/1.5

Snjó

flóð

féll

úrJó

kugi

li.

jarb

rún,

utan

verð

18/1

9.1.

2014

5192

7Fv

/1Sn

jófló

ðfé

llm

illiF

álka

gils

ogJó

kugi

ls.

Stra

ndar

tindu

r,hl

íð11

/12.

2.20

1452

024

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Stra

ndar

tindi

.

Stra

ndar

tindu

r,hl

íð11

/12.

2.20

1452

025

Fv/2

Snjó

flóð

féll

úrSt

rand

artin

di.

81

Page 84: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Bjó

lfst

indu

r,of

anB

rúna

r17

–26.

02.2

014

5207

7F

/3St

órts

njófl

óðfé

llíB

jólf

stin

dien

dags

etni

nger

óvis

s.

Efr

i-B

otna

r,ys

t23

.2.2

014

5207

2F

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrSt

rand

artin

di.

Bjó

lfur

1.3.

2014

5208

5Fv

/1.5

Nok

kurs

njófl

óðfé

lluúr

Bjó

lfi.

Efr

i-B

otna

r,ys

t3/

4.3.

2014

5212

9F

/2.5

Nok

kurs

njófl

óðfé

lluík

verk

inni

frá

Stra

ndar

tindi

inn

aðM

iðtin

di.

Efr

i-B

otna

r,m

iðja

3/4.

3.20

1452

130

F/2

Snjó

flóð

féll

frá

Mið

tindi

inn

aðin

nriS

tran

dart

indi

.

Bjó

lfur

3/4.

3.20

1452

096

Fv/2

Nok

kurs

njófl

óðfé

lluúr

Bjó

lfi.

Jóku

gil

9.3.

2014

5214

0F

/2Sn

jófló

ðfé

llíJ

ókug

ili.

Jóku

gil

25.3

.201

452

333

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Jóku

gili.

Efr

i-B

otna

r,m

iðja

25.3

.201

452

296

F/2

Nok

kurs

njófl

óðfé

llufr

áM

iðtin

diin

nað

innr

iSt

rand

artin

di.

Efr

i-B

otna

r,ys

t25

.3.2

014

5229

5F

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

efst

utin

dum

utan

Mið

tinds

ogan

nað

min

nafló

ðfé

llut

ar.

Seyð

isfj

örðu

r,ut

anþé

ttbý

lis

Seyð

isfj

örðu

r,su

nnan

verð

ur19

/20.

12.2

013

5174

5F

/2Y

firbo

rðsp

ýjur

féllu

mill

iStr

anda

rtin

dsog

innr

iSt

rand

artin

ds.

Sels

stað

ir29

.12.

2013

–3.

1.20

1451

850

Fv/2

Tvö

snjó

flóð

féllu

utan

ogof

anvi

ðSu

nnuh

oltá

Sels

stöð

um.

Ves

tdal

ur29

.12.

2013

–3.

1.20

1451

849

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíV

estd

al,f

yrir

norð

anSa

ndhó

latin

d.

Gra

farg

il2/

3.1.

2014

5183

9F

/3Sn

jófló

ðfé

llúr

Gra

farg

iliog

anna

ðm

inna

féll

inna

nvi

ðse

msa

mei

nast

ítun

gu.

Seyð

isfj

örðu

r,no

rðan

verð

ur2/

3.1.

2014

5185

1Fv

/2N

okku

rsnj

óflóð

féllu

íKol

stað

adal

íSel

stað

afja

lli.

Mið

tang

i2/

3.1.

2014

5184

0F

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrM

iðta

ngag

ili.

82

Page 85: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Staf

dalu

r-ba

kkin

orða

nvi

ðm

iðja

lyft

u8.

1.20

1451

867

F/2

Snjó

flóð

vars

etta

fsta

ðaf

troð

ara

íSta

fdal

,íba

kka

norð

anvi

ðm

iðja

lyft

u.

Hán

efur

14/1

5.1.

2014

5190

6Fv

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

Hán

efiog

niðu

ríSa

lteyr

adal

.

Hán

efur

14/1

5.1.

2014

5190

7Fv

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

Hán

efiog

niðu

ríH

ánef

ssta

ðard

al.

Bor

gart

angi

15.1

.201

451

911

Fv/2

–/4

0/–

Snjó

flóð

féll

úrB

orga

rtan

gagi

li.

Yst

agi

liðá

Strö

nd15

.1.2

014

5190

9Fv

/1.5

Snjó

flóð

féll

úrys

tagi

linu

áSt

rönd

.

Seyð

isfj

örðu

r,su

nnan

verð

ur18

/19.

1.20

1451

945

F/2

.5N

okku

rsnj

óflóð

féllu

úref

stu

hlíð

umfr

áN

óntin

diin

nað

End

ahnj

úk.

Nón

tindu

r19

.1.2

014

5192

5F

/3.5

Snjó

flóð

féll

íNón

tindi

ogst

öðva

ðist

áM

úla.

Mið

tang

i19

/20.

1.20

1451

926

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Mið

tang

agili

.

Dve

rgas

tein

n11

/12.

2.20

1452

032

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíD

varg

aste

inio

fan

við

Sunn

uhol

t.

Mið

tang

i11

/12.

2.20

1452

027

Fv/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Mið

tang

agili

.

Gra

farg

il11

/12.

2.20

1452

029

Fv/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Gra

farg

ili.

Bor

gart

angi

11/1

2.2.

2014

5202

6Fv

/2.5

Snjó

flóð

féll

úrB

orga

rtan

gagi

li.

Ves

tdal

ur11

/12.

2.20

1452

030

Fv/1

Snjó

flóða

spýj

afé

llin

nan

Gra

farg

ilsíV

estd

al.

Seyð

isfj

örðu

r,no

rðan

verð

ur11

/12.

2.20

1452

034

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llufr

áH

jálm

árda

lshe

iðiú

tíSe

lsta

ðaví

norð

anve

rðum

Seyð

isfir

ði.

Sels

stað

ir11

/12.

2.20

1452

033

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llá

Sels

stöð

umog

kom

niðu

ríSk

ógar

hjal

la.

Hán

efss

taða

dalu

r11

/12.

2.20

1452

028

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Hán

efi.

Dve

rgas

tein

n11

/12.

2.20

1452

031

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llut

anvi

ðG

rafa

rgil.

Ves

tdal

ur23

.2.2

014

5207

1F

/3Sn

jófló

ðfé

llúr

Afr

étta

rtin

diíV

estd

al.

Mið

tang

i24

/25.

2.20

1452

084

F/2

Snjó

flóð

féll

úrúr

gilin

uin

nan

Mið

tang

agils

.

83

Page 86: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Seyð

isfj

örðu

r,no

rðan

verð

ur1.

3.20

1452

086

Fv/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Grý

tugi

li,tv

öþa

rinn

anvi

ðog

eitt

inna

mót

iveð

urst

öðin

niíV

estd

al.

Bjó

lfur

-Kve

rk3/

4.3.

2014

5213

2F

/2N

okku

rsnj

óflóð

féllu

úrkv

erki

nnií

Bjó

lfi.

Yst

agi

liðá

Strö

nd3/

4.3.

2014

5209

8Fv

/2N

okku

rsnj

óflóð

féllu

úrgi

ljunu

mut

anM

iðta

ngag

ils.

Seyð

isfj

örðu

r,no

rðan

verð

ur3/

4.3.

2014

5209

7Fv

/2Sn

jófló

ðfé

llufr

áH

jálm

árda

lúta

ðM

arkh

ellu

m.

Seyð

isfj

örðu

r,su

nnan

verð

ur3/

4.3.

2014

5213

1F

/2N

okku

ðm

örg

snjó

flóð

féllu

frá

innr

iStr

anda

rtin

diin

nað

End

ahnj

úki.

Flan

ni,n

orðu

rhlíð

3/4.

3.20

1452

128

F/2

Snjó

flóð

féll

úrFl

anna

.

Mið

tang

i3/

4.3.

2014

5209

9Fv

/3Sn

jófló

ðfé

llúr

Mið

tang

agili

.

Bor

gart

angi

3/4.

3.20

1452

100

Fv/3

Snjó

flóð

féll

úrB

orga

rtan

gagi

li.

Hán

efur

4.3.

2014

5212

7F

/2N

okku

rsnj

óflóð

féllu

úrH

ánefi

.

Ves

tdal

ur4.

3.20

1452

126

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíA

frét

tart

indi

íVes

tdal

.

sta

gilu

tan

við

Nep

tun

9.3.

2014

5213

8F

/3Sn

jófló

ðfé

llúr

Stra

ndar

tindi

.

Staf

dalu

r-su

nnan

lyft

u9.

3.20

1452

139

F/2

–/–

/0.3

Snjó

flóð

sunn

anvi

ðsk

íðal

yftu

naíS

tafd

alfó

rnið

urí

gilið

ogná

nast

aðly

ftun

ni.

Gre

nist

angi

18/1

9.3.

2014

5222

7F

/1.5

Snjó

flóð

féll

úrG

reni

stan

gagi

li.

Sels

stað

avík

21/2

2.3.

2014

5227

6F

/1.5

Snjó

flóð

féll

úrSe

lsta

ðafj

alli.

Ves

tdal

ur21

/22.

3.20

1452

269

F/2

Þrjú

snjó

flóð

féllu

inna

nG

rafg

ilsíV

estd

al.

Seyð

isfj

örðu

r,su

nnan

verð

ur25

.3.2

014

5229

4F

/2N

okku

rsnj

óflóð

féllu

frá

Nón

tindi

inn

aðE

ndah

njúk

.

Bor

gart

angi

25.3

.201

452

293

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Bor

gart

anga

gili.

Mið

tang

i25

.3.2

014

5228

7F

/3Sn

jófló

ðfé

llúr

Mið

tang

agili

.

Skri

ðdal

ur

84

Page 87: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Skri

ðdal

ur20

/21.

1.20

1451

931

F/4

–/–

/2.7

Snjó

flóð

féll

mill

iHug

aog

Víð

ilækj

arí

Hal

lbja

rnar

stað

artin

di.T

öluv

erta

fskó

gifó

ríþe

ssu

flóði

oggi

rðin

gar.

Skri

ðdal

ur20

/21.

1.20

1451

934

F/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Hau

gafj

alli.

Mjó

ifjör

ður

Mjó

ifjö

rður

3/4.

2.20

1451

980

Fv/1

.5N

okku

rsnj

óflóð

féllu

íMjó

afirð

i.

Nes

kaup

stað

ur

Bræ

ðslu

gjá,

ysta

30/3

1.10

.201

351

660

S/1

Snjó

flóð

féll

íyst

uB

ræðs

lugj

á.

Bræ

ðslu

gjár

1.11

.201

351

659

S/1

.5Sp

ýja

úrB

ræðs

lugj

á.

Stað

argj

á1/

2.11

.201

351

665

L/1

Þunn

laus

aflóð

féllu

inna

nog

utan

við

Stað

argj

á.

Nes

kaup

stað

ur3.

11.2

013

5167

4L

/1M

arga

rsnj

óflóð

aspý

jurf

éllu

yfirN

orðfi

rðio

gN

orðf

jarð

arsv

eit.

Innr

i-Su

ltarb

otna

gjá

9.11

.201

351

681

Lv

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

ofan

Sulta

rbot

na.

Stað

argj

á10

/11.

11.2

013

5168

4L

/1Sn

jófló

ðfé

llíS

taða

rgjá

ogno

kkur

smá

flóð

bæði

utan

ogin

nan

við

hana

.

Nes

kaup

stað

ur,í

búða

rbyg

gð10

/11.

11.2

013

5168

3L

/1N

okkr

arsn

jófló

ðasp

ýjur

féllu

íNes

kaup

stað

,fles

tar

inna

rleg

aíb

ænu

m.

Nes

kaup

stað

ur,í

búða

rbyg

gð20

/21.

11.2

013

5168

8L

/1.5

Mör

glít

ilog

þunn

laus

aflóð

féllu

ofan

við

bygg

ðina

íN

eska

upss

tað.

Bak

kagi

l13

.12.

2013

5171

3Fv

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

Bak

kagi

li.

Dra

ngag

il13

.12.

2013

5172

1Fv

/1.5

Snjó

flóð

féll

íDra

ngag

ili.

Nes

kaup

stað

ur13

.12.

2013

5171

2Fv

/2Sn

jófló

ðfé

llíS

kági

li.

Snið

gilo

gU

rðar

botn

13.1

2.20

1351

720

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Urð

arbo

tnum

ogSn

iðgi

li.

Nes

kaup

stað

ur13

.12.

2013

5171

8Fv

/1.5

Mör

gsm

áflóð

féllu

fyri

rofa

nbæ

inn

íNes

kaup

stað

.

85

Page 88: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Stað

argj

á13

.12.

2013

5171

9Fv

/1.5

Snjó

flóð

féll

úrSt

aðar

gjá.

Nes

kaup

stað

ur19

.12.

2013

5174

0L

v/1

.5M

örg

lítil

snjó

flóð

fyri

rofa

nN

orðf

jörð

.

Ann

aðgi

luta

nB

ræðs

lugj

áa25

/26.

12.2

013

5177

8Fv

/1.5

Snjó

flóð

féllu

úrgj

ámm

illiB

ræðs

lugj

áaog

Mið

stra

ndar

skar

ðs.

Bræ

ðslu

gjá,

mið

25/2

6.12

.201

351

777

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

lluúr

öllu

mB

ræðs

lugj

ám.

Dra

ngag

il28

–30.

12.2

013

5180

1S

/2Sn

jófló

ðfé

llíD

rang

agili

.

Nes

kaup

stað

ur,í

búða

rbyg

gð29

.12.

2013

5178

1F

/1M

arga

rsnj

óflóð

aspý

jurf

éllu

fyri

rofa

nbæ

inn

íN

eska

upst

að.

Innr

i-Su

ltarb

otna

gjá

29.1

2.20

1351

779

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíI

nnri

-Sul

tarb

otna

gjá.

Mið

stra

ndar

gil

29.1

2.20

1351

780

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíM

iðst

rand

argi

li.

Skág

il30

.12.

2013

5180

0S

/2Sn

jófló

ðfé

llíS

kági

li.

Nes

gil

30.1

2.20

1351

830

S/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Nes

gili.

Nes

gil

30.1

2.20

1351

799

S/1

.5Sn

jófló

ðfé

llm

illiS

kági

lsog

Nes

gils

.

Snið

gil

30.1

2.20

1351

832

S/2

Snjó

flóð

féll

íSni

ðgili

.

Nes

gil

30.1

2.20

1351

791

S/2

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Nes

gili.

Bræ

ðslu

gjá,

inns

ta30

.12.

2013

5179

3S

/1.5

Snjó

flóð

féll

inna

nvi

ðin

nstu

Bræ

ðslu

gjá.

Mið

stra

ndar

gil

30.1

2.20

1351

794

S/1

.5L

ítið

snjó

flóð

féll

úrM

iðst

rand

argi

li.

Innr

a-Tr

ölla

gil

30.1

2.20

1351

792

S/1

.5L

ítið

snjó

flóð

féll

úrin

nsta

Tröl

lagi

li.

Dra

ngag

ilski

nn2.

1.20

1451

836

S/1

Snjó

flóða

spýj

afé

llíD

rang

agils

kinn

.

Ytr

i-Su

ltarb

otna

gjá

3.1.

2014

5183

7S

/1.5

Þrjú

snjó

flóð

féllu

íYtr

i-Su

ltarb

otna

gjá.

Bræ

ðslu

gjá,

ysta

7.1.

2014

5186

2L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíy

stu

Bræ

ðslu

gjá.

Snið

gil

7.1.

2014

5186

1L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíS

niðg

ili.

Skág

il10

/11.

1.20

1451

894

Lv

/2Sn

jófló

ðfé

llúr

Skág

ili.

86

Page 89: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Dra

ngag

il11

.1.2

014

5189

2L

v/2

Snjó

flóð

féll

íDra

ngag

ili.

Innr

a-Tr

ölla

gil

11.1

.201

451

890

Lv

/1.5

Snjó

flóð

féll

úrin

nsta

Tröl

lagi

li.

Klo

fagi

l11

.1.2

014

5189

3L

v/2

Snjó

flóð

féll

úrgi

linu

neða

nvi

ðK

lofa

gil.

Bræ

ðslu

gjá,

inns

ta11

.1.2

014

5189

1L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíi

nnst

uB

ræðs

lugj

á.

Bræ

ðslu

gjá,

ysta

21.1

.201

451

928

L/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíy

stu

Bræ

ðslu

gjá.

Fyrs

tagi

luta

nB

ræðs

lugj

áa21

.1.2

014

5192

9L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíf

yrst

agi

linu

utan

Bræ

ðslu

gjáa

.

Nes

kaup

stað

ur22

.1.2

014

5193

5S

/1.5

Mör

gsn

jófló

ðfé

lluíN

eska

upst

að.

Nes

gil

4.2.

2014

5196

9Fv

/2.5

Snjó

flóð

féll

íNes

gili.

Dra

ngas

karð

4.2.

2014

5197

0Fv

/1.5

Snjó

flóð

féll

íDra

ngas

karð

i.

Tröl

lagi

l4.

2.20

1451

974

Fv/2

Snjó

flóð

féll

íTrö

llagi

liog

nokk

ursm

áflóð

féllu

einn

igut

ar.

Stað

argj

á4.

2.20

1451

976

Fv/2

Nok

kurs

njófl

óðfé

lluúr

klet

tunu

mfy

riri

nnan

ogut

anvi

ðSt

aðar

gján

a.

Bræ

ðslu

gjá,

mið

4.2.

2014

5197

1Fv

/2.5

Snjó

flóð

féllu

úröl

lum

Bræ

ðslu

gjám

.

Nes

kaup

stað

ur,a

tvin

nusv

æði

4.2.

2014

5197

5Fv

/2Sn

jófló

ðfé

lluúr

flest

umgi

ljum

ogsk

orni

ngum

frá

Bræ

ðslu

gjá

ogin

nun

dirG

unnó

lfss

karð

.

Stór

alæ

kjar

gil

4.2.

2014

5196

7Fv

/2Sn

jófló

ðfé

llíS

tóra

lækj

argi

li.

Bak

kagi

l4.

2.20

1451

968

Fv/2

Snjó

flóð

féll

íBak

kagi

li.

Nes

kaup

stað

ur,í

búða

rbyg

gð8.

2.20

1451

991

S/1

.5M

örg

þunn

smáfl

óðfé

lluut

anúr

Níp

uog

inn

eftir

bænu

míN

eska

upst

að.

Bræ

ðslu

gjá,

ysta

12.2

.201

452

013

S/2

Snjó

flóð

féll

íyst

uB

ræðs

lugj

á.

Stað

argj

á12

.2.2

014

5201

7L

v/2

Snjó

flóð

féll

íSta

ðarg

já.

Innr

i-Su

ltarb

otna

gjá

12.2

.201

452

019

Lv

/1.5

Snjó

flóð

féll

íInn

ri-S

ulta

botn

agjá

.

87

Page 90: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Skág

il12

.2.2

014

5200

9S

/2Sn

jófló

ðfé

llíS

kági

li.

Stað

argj

á12

.2.2

014

5201

8L

v/1

.5Þr

júsn

jófló

ðfé

lluíS

taða

rgjá

ogít

veim

urnæ

stu

gilju

mfy

riro

fan

Hof

.

Ytr

a-Tr

ölla

gil

12.2

.201

452

023

Lv

/1.5

Snjó

flóð

féll

íYtr

a-Tr

ölla

gili.

Dra

ngag

il12

.2.2

014

5201

0S

/2Sn

jófló

ðfé

llíD

rang

agili

.

Ann

aðgi

luta

nB

ræðs

lugj

áa12

.2.2

014

5201

2S

/1.5

Snjó

lfóð

féll

íöðr

ugi

liut

anB

ræðs

lugj

áa.

Tröl

lagi

l12

.2.2

014

5202

2L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíT

rölla

gili.

Klo

fagi

l12

.2.2

014

5202

0L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíK

lofa

gili.

Innr

a-Tr

ölla

gil

12.2

.201

452

021

Lv

/1.5

Snjó

flóð

féll

íInn

ra-T

rölla

gili.

Snið

gil

12.2

.201

452

011

S/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíS

niðg

ili.

Bry

njól

fsbo

tnag

já16

.2.2

014

5204

1S

/1.5

Snjó

flóð

féll

íBry

njól

fsbo

tnag

já.

Innr

i-Su

ltarb

otna

gjá

23.2

.201

452

069

F/2

Snjó

flóð

féll

íInn

ri-S

ulta

rbot

nagj

á.

Ytr

i-Su

ltarb

otna

gjá

26.2

.201

452

074

S/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíY

tri-

Sulta

rbot

nagj

á.

Nes

kaup

stað

ur26

.2.2

014

5207

5S

/1M

arga

rsnj

óflóð

aspý

jurf

éllu

íNes

kaup

stað

.

Nes

kaup

stað

ur,í

búða

rbyg

gð2.

3.20

1452

083

S/1

.5M

örg

snjó

flóð

féllu

fyri

rofa

nby

ggð

íNes

kaup

stað

.

Bry

njól

fsbo

tnag

já4.

3.20

1452

090

S/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíB

rynj

ólfs

botn

agjá

.

Klo

fagi

l4.

3.20

1452

092

S/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíK

lofa

gili.

Bræ

ðslu

gjár

4.3.

2014

5209

1S

/1Sn

jófló

ðasp

ýjur

féllu

úröl

lum

Bræ

ðslu

gjám

.

Ytr

i-Su

ltarb

otna

gjá

4.3.

2014

5209

4L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíY

tri-

Sulta

rbot

nagj

á.

Bry

njól

fsbo

tnag

já10

/11.

03.2

014

5215

9L

/1.5

Snjó

flóð

féll

úrB

rynj

ólfs

botn

agjá

.

Inna

nN

eska

upst

aðar

11.3

.201

452

166

L/2

Snjó

flóð

féll

ofan

við

Hof

.

Nes

kaup

stað

ur16

.3.2

014

5220

4S

/1.5

Líti

lyfir

borð

sflóð

féllu

íNes

kaup

stað

víða

umfj

allið

.

88

Page 91: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Stað

argj

á20

.3.2

014

5222

2L

v/2

Snjó

flóð

féll

íSta

ðarg

já.

Skág

il20

.3.2

014

5221

8L

v/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíS

kági

liog

stöð

vaði

stve

stan

við

skóg

rækt

.

Urð

arbo

tnar

20.3

.201

452

220

Lv

/1T

völít

ilyfi

rbor

ðsfló

ðfé

lluíU

rðar

botn

um.

Innr

i-Su

ltarb

otna

gjá

20.3

.201

452

225

Lv

/2Sn

jófló

ðfé

llíI

nnri

-Sul

tarb

otna

gjá.

Bry

njól

fsbo

tnag

já20

.3.2

014

5222

4L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Bry

njól

fsbo

tnag

jáog

anna

ðað

eins

utar

.

Gun

nólf

sska

rð20

.3.2

014

5222

3L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llut

anvi

ðG

unnó

lfss

karð

.

Dra

ngag

il20

.3.2

014

5221

9L

v/2

.5Sn

jófló

ðfé

llíD

rang

agili

.

Nes

kaup

stað

ur13

/14.

5.20

1452

377

Lv

/1.5

Nok

kurs

njófl

óðfé

lluíN

eska

upst

að.

Nor

ðfjö

rður

,uta

nþé

ttbý

lis

Bló

ðbre

kkur

íOdd

sska

rði

13.1

2.20

1351

705

S/2

.5–

/35v

/1.5

vSn

jófló

ðfé

llíB

lóðb

rekk

umíO

ddss

karð

iog

loka

ðive

gi.

Hát

ún13

.12.

2013

5171

1Fv

/1.5

Tvö

snjó

flóð

féllu

vest

antil

íHát

úni.

Nor

ðfjö

rður

utan

þéttb

ýlis

13.1

2.20

1351

717

Fv/1

Mar

gars

njófl

óðas

pýju

rfél

luíN

orðu

rfja

llií

Nor

ðfja

rðar

svei

t.

Bló

ðbre

kkur

íOdd

sska

rði

13.1

2.20

1351

706

Fv/2

Snjó

flóð

féll

íBló

ðbre

kkum

íOdd

sska

rði.

Bló

ðbre

kkur

íOdd

sska

rði

13.1

2.20

1351

707

Fv/2

Snjó

flóð

féll

íBló

ðbre

kkum

íOdd

sska

rði.

Hát

ún13

.12.

2013

5170

3L

v/2

.5–

/50v

/1.2

vSn

jófló

ðá

Hát

únil

okað

iveg

inum

.

Hát

ún19

.12.

2013

5173

5S

/1.5

Snjó

flóð

féll

ofar

lega

íHát

únií

Odd

sdal

.

Nor

ðfjö

rður

utan

þéttb

ýlis

29.1

2.20

1351

782

F/1

Nok

krar

snjó

flóða

spýj

urfé

lluíN

orðu

fjal

lify

riro

fan

svei

tabæ

i.

Sörl

agil

20–2

2.2.

2014

5193

7L

v/2

.5N

okku

rsnj

óflóð

féllu

úrnæ

stu

gilju

mut

anvi

ðSö

rlag

il.

Nor

ðfjö

rður

utan

þéttb

ýlis

22.1

.201

451

936

S/1

.5M

örg

snjó

flóð

féllu

íNor

ðfirð

i,ví

ðaof

anvi

ðsv

eita

bæi.

Sörl

agil

22.1

.201

451

938

Lv

/2Sn

jófló

ðfé

lluíS

örla

gili

ogut

anvi

ðgi

lið.

Bló

ðbre

kkur

íOdd

sska

rði

29.1

.201

451

959

S/2

Snjó

flóð

féll

utan

við

Bló

ðbre

kkub

eygj

uíO

ddss

karð

i.89

Page 92: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Sörl

agil

30.1

.201

451

961

Lv

/3Sn

jófló

ðfé

llúr

Sörl

agili

íHól

afja

lli.

Nor

ðfjö

rður

utan

þéttb

ýlis

16.2

.201

452

042

L/1

Mar

gars

njófl

óðas

pýju

rfél

luíN

orðu

rfja

lliíN

orðfi

rði

ofan

bæja

.

Odd

sdal

uríN

orðfi

rði

26.2

.201

452

076

S/1

Snjó

flóða

spýj

urfé

lluví

ðaíO

ddss

karð

iund

ansó

lbrá

ð.

Sörl

agil

3/4.

3.20

1452

103

Lv

/2Sn

jófló

ðfé

llíS

örla

gili.

Hól

astr

önd

3/4.

3.20

1452

101

Lv

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

áH

ólas

trön

d.

Hól

astr

önd

3/4.

3.20

1452

102

Lv

/1.5

Snjó

flóð

féll

áH

ólas

trön

d,ré

ttut

anvi

ðSö

rlag

il.

Bló

ðbre

kkur

íOdd

sska

rði

4.3.

2014

5209

5L

v/1

.5N

okku

rsnj

óflóð

féllu

íBló

ðbre

kkum

íOdd

sska

rði.

Nor

ðfjö

rður

utan

þéttb

ýlis

4.3.

2014

5210

8L

v/1

Tvæ

rsnj

óflóð

aspý

jurf

éllu

ofan

Skál

teig

s.

Nor

ðfjö

rður

utan

þéttb

ýlis

4.3.

2014

5210

9L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

llof

anvi

ðH

of.

Seld

alur

4.3.

2014

5210

7L

v/1

.5M

örg

snjó

flóð

féllu

íbot

niSe

ldal

s.

Hát

ún4.

3.20

1452

106

Lv

/1.5

Mör

gsn

jófló

ðfé

lluúr

Hát

úni.

Hól

astr

önd

6–8.

3.20

1452

206

S/2

Átta

snjó

flóð

féllu

úrH

ólaf

jalli

.

Bag

alsb

otna

r11

.3.2

014

5216

5L

/1.5

Nok

kurs

njófl

óðfé

lluin

nanv

ertí

Bag

alsb

otnu

m.

Nor

ðfjö

rður

utan

þéttb

ýlis

11.3

.201

452

167

L/1

Tvö

lítil

snjó

flóð

féllu

ofan

við

Skál

atei

g.

Nor

ðfjö

rður

utan

þéttb

ýlis

16.3

.201

452

205

S/1

.5L

ítily

firbo

rðsfl

óðfé

lluíN

orðfi

rðiv

íða

umfj

allið

.

Nor

ðfjö

rður

utan

þéttb

ýlis

20.3

.201

452

221

Fv/2

Snjó

flóð

féll

ofan

við

Innr

aSk

álar

teig

.

Hát

ún25

.3.2

014

5228

5Fv

/2T

vösn

jófló

ðfé

lluúr

Hát

úni,

anna

ðað

fram

anO

ddsd

alsm

egin

oghi

ttíS

elda

l.

Hól

astr

önd

25.3

.201

452

282

Fv/2

Fjög

ursn

jófló

ðfé

lluúr

Hól

afja

lli.

Odd

sdal

uríN

orðfi

rði

25.3

.201

452

284

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

Odd

sdal

íNor

ðfirð

i,in

narl

ega

íG

ræna

felli

.

90

Page 93: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Odd

sdal

uríN

orðfi

rði

25.3

.201

452

283

Fv/2

Snjó

flóð

féll

úrO

ddsd

alíN

orðfi

rði,

úrkl

ettu

mno

rðan

við

gang

nam

unna

Odd

sska

rðsg

anga

.

Skug

gahl

íð25

.3.2

014

5228

1S

/1.5

Aur

-og

krap

aflóð

úrSn

eiði

ngum

undi

rSk

ugga

hlíð

arbj

argi

loka

ðive

giin

níS

elda

log

féll

fram

átú

n.

Sörl

agil

25.3

.201

452

280

Fv/3

–/1

50/4

Snjó

flóð

féll

úrSö

rlag

ili.

Fann

arda

lurí

Nor

ðfirð

i7.

4.20

1452

326

Lv

/1.5

Nok

kurl

ítils

njófl

óðfé

lluíG

æsa

dal.

Hát

ún7.

4.20

1452

325

Lv

/1.5

Nok

kurl

ítils

njófl

óðfé

lluíH

átún

i.

Odd

sdal

uríN

orðfi

rði

7.4.

2014

5232

7L

v/1

.5Sn

jófló

ðfé

lluúr

Svar

tafj

alli,

farv

egum

21–2

5.

Seld

alur

7.4.

2014

5232

4L

v/1

.5N

okku

rlíti

lsnj

óflóð

féllu

íSel

dal.

Nor

ðfjö

rður

utan

þéttb

ýlis

13/1

4.5.

2014

5237

6L

v/1

.5N

okku

rlíti

lsnj

óflóð

féllu

víða

umsv

eitin

Nor

ðfirð

i.

Rey

ðarf

jörð

ur

Rey

ðarf

jörð

ur1–

3.11

.201

351

667

F/1

.5N

okku

rsnj

óflóð

féllu

íofa

nvi

ðR

eyða

rfjö

rð.

Esk

ifjör

ður

Odd

sska

rð,M

agnú

sart

indu

r-su

ðurh

líð30

/31.

10.2

013

5166

1S

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

úrM

agnú

sart

indi

ofan

Sóls

kins

brek

kuíO

ddss

karð

i.

Odd

sska

rð,S

vart

afja

ll1/

2.11

.201

351

664

L/1

Þunn

laus

aflóð

féllu

úrH

ólm

gerð

arfj

alli

ogSv

arta

fjal

li(f

arve

gur1

).

Esk

ifjö

rður

1–3.

11.2

013

5166

8F

/2Sn

jófló

ðfé

llof

arle

gaíÓ

feig

sfja

lli.

Svar

tafj

all

8.11

.201

351

678

F/1

.5Sn

jófló

ðfé

llfr

aman

úrH

ólm

gerð

arfj

alli,

inna

nvi

ðsk

otsv

æði

ðog

næri

nnun

dirL

jósá

.

Odd

sska

rð,n

eðri

klet

taro

fan

við

Sóls

kins

brek

ku13

.12.

2013

5170

9Fv

/1.5

Mör

gsn

jófló

ðfé

llune

ðan

við

klet

tana

íSól

skin

sbre

kku

íO

ddss

karð

isem

náni

ðurb

röttu

stu

brek

kuna

ogað

drif

stöð

(efs

tast

aur)

ogau

stur

fyri

rgön

g.

91

Page 94: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Odd

sska

rð,S

vart

afja

ll-s

kál

13.1

2.20

1351

715

Fv/1

.5N

okku

rsnj

óflóð

féllu

úrsk

álin

niíS

vart

afja

llií

Odd

sska

rðie

nfó

ruek

kila

ngt.

Odd

sska

rð,S

ellá

trat

indu

r13

.12.

2013

5171

0Fv

/1.5

Snjó

flóð

féll

úrno

rður

hlíð

Sellá

trat

inds

niðu

rund

irsk

íðal

eið.

Svar

tafj

all

13.1

2.20

1351

714

Fv/1

Nok

krar

snjó

flóða

spýj

urfé

lluíH

ólm

gerð

arfj

alli.

Svar

tafj

all

13.1

2.20

1351

708

Fv/1

Snjó

flóða

spýj

urfé

lluíf

arve

gum

1,2,

4,5

íSva

rtaf

jalli

.

Odd

sska

rð,S

vart

afja

ll-K

inn

13.1

2.20

1351

716

Fv/1

.5N

okku

rsnj

óflóð

féllu

ofan

ogne

ðan

við

veg

íKin

Svar

tafj

alli.

Odd

sska

rð,S

vart

afja

ll-K

inn

29.1

2.20

1351

783

F/1

Nok

krar

snjó

flóða

spýj

urfé

lluíK

inn

íSva

rtaf

jalli

.

Svar

tafj

all

17.1

.201

451

916

S/3

.5St

órts

njófl

óðfé

llúr

Svar

tafj

alli

aðsu

nnan

verð

u.

Svar

tafj

all

17.1

.201

451

919

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llúr

farv

egum

2,3,

4og

5íS

vart

afja

lli.

Svar

tafj

all

17.1

.201

451

918

Fv/2

Snjó

flóð

féll

úrH

ólm

gerð

arfj

alli

rétt

vest

anvi

ðsk

otsv

æði

ð.

Har

ðska

fi17

.1.2

014

5192

3S

/2N

okku

rsnj

óflóð

féllu

undi

rHar

ðska

fa.

Odd

sska

rð,n

eðri

klet

taro

fan

við

Sóls

kins

brek

ku17

.1.2

014

5192

1Fv

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

íOdd

sska

rði.

Odd

sska

rð,M

agnú

sart

indu

r17

.1.2

014

5192

2Fv

/1Sn

jófló

ðasp

ýja

féll

úrno

rður

hlíð

Mag

núsa

rtin

dsí

Odd

sska

rðie

nná

ðiek

kini

ðurá

skíð

abra

utin

a.

Odd

sska

rð,M

agnú

sart

indu

r-su

ðurh

líð22

.1.2

014

5194

0S

/1.5

Snjó

flóð

féll

úrM

agnú

sart

indi

.

Svar

tafj

all

22.1

.201

451

939

S/1

.5Sn

jófló

ðfé

lluúr

farv

egum

1til

5íS

vart

afja

lli.

Odd

sska

rð,M

agnú

sart

indu

r11

.2.2

014

5200

7S

/1N

okkr

arsn

jófló

ðasp

ýjur

féllu

sunn

anvi

ðO

ddss

karð

.

Har

ðska

fi4–

6.3.

2014

5213

5F

/3–

/200

/2St

órts

njófl

óðfé

llíH

arðs

kafa

við

Esk

ifjö

rð.

Odd

sska

rð,M

agnú

sart

indu

r5.

3.20

1452

111

S/1

.5Þr

júsn

jófló

ðfé

lluúr

Mag

núsa

rtin

di.

92

Page 95: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Odd

sska

rð,S

vart

afja

ll25

.3.2

014

5228

6L

v/1

Nok

krar

snjó

flóða

spýj

urfé

lluúr

Hól

gerð

arfj

alli

ogSv

arta

fjal

li.

Odd

sska

rð,M

agnú

sart

indu

r13

/14.

4.20

1452

342

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llaf

man

navö

ldum

íMag

núsa

rtin

dií

Odd

sska

rði.

Fásk

rúðs

fjör

ður

Fásk

rúðs

fjör

ður

2/3.

11.2

013

5166

6F

/1Sn

jófló

ðasp

ýjur

féllu

áFá

skrú

ðsfir

ði.

Lón

Hva

lnes

skri

ður

19.3

.201

452

216

F/1

.5T

vösm

áflóð

féllu

áve

ginn

íHva

lnes

skri

ðum

oglo

kuðu

honu

m.

Öræ

fasv

eit

Öræ

fajö

kull

9–11

.5.2

014

5237

1S

/2Sn

jófló

ðava

ktva

rlát

invi

taaf

flóðu

Öræ

fajö

kuls

svæ

ðinu

.

Hrú

tfel

l24

.5.2

014

5238

2F

/2–

/50

/–Sn

jófló

ðfó

ryfir

göng

ulei

ðup

Hrú

tfel

lstin

daí

Svel

tissk

arði

.

Mýr

dalu

rog

nágr

enni

Mýr

dalu

rog

nágr

enni

31.1

0.20

1351

656

S/1

.5Sn

jófló

ðfé

llufr

áB

orga

rhól

ifra

mun

dirD

alsh

amra

íM

ýrda

lnum

.

Suðu

rlan

dog

upps

veiti

r

Þórs

mör

k10

/11.

3.20

1452

170

Fv/2

.5–

/15

/2Sn

jófló

ðfé

llum

jög

víða

,yfir

20ta

lsin

síg

iljum

íÞó

rsm

örk

ogG

oðal

andi

.Stæ

rsta

brot

stál

iðva

rum

1,5m

þykk

tog

tung

urví

ðaum

2mþy

kkar

.

Tind

fjöl

l21

.3.2

014

5223

3F

/2Sn

jófló

ðfé

llíT

indf

jöllu

mog

stöð

vaði

stu.

þ.b.

þrem

urm

etru

mfr

átv

eim

urúr

hópi

sem

varþ

ará

ferð

.

Skja

ldbr

eiðu

r21

/22.

3.20

1452

245

F/2

Mör

gsn

jófló

ðfé

lluíS

V-h

líðum

Hlö

ðufe

lls.

93

Page 96: Snjóflóð á Íslandi veturinn 2013–2014 · 2015. 10. 9. · VIÐAUKI II. SKRÁÐ OFANFLÓÐ VETURINN 2013 –2014 ... Tafla 1. Viðbúnaðar ástand og rýmingar veturinn 2013–2014.

Stað

ur/fa

rveg

urD

agse

tnin

gN

úmer

Tegu

nd/

Len

gd/B

r/D

ýpt

Aðr

arup

plýs

inga

rst

ærð

(m)

Suðu

rlan

dsun

dirl

endi

ð23

/24.

3.20

1452

306

Fv/1

.5Sn

jófló

ðfé

llíD

júpa

dal,

við

göng

ulei

ðna

frá

Þóru

stað

anám

uup

páIn

gólf

sfja

ll.

Suðu

rlan

dog

upps

veiti

r22

/23.

3.20

1452

297

F/1

Snjó

flóða

spýj

afé

llúr

gili

íIng

ólfs

fjal

lise

mer

norð

anvi

ðgö

ngul

eið

við

Þóru

stað

anám

ur.

Mið

hále

ndið

Fjal

laba

k4–

8.2.

2014

5200

1F

/3–

/300

/–Sn

jófló

ðfé

llíI

llagi

liíI

llahn

júk

ogno

kkur

min

nifló

ðfé

lluív

estu

rhlíð

umá

Fjal

laba

ki.

Fjal

laba

k15

.2.2

014

5204

4F

/1Sl

eðam

enn

settu

lítið

snjó

flóð

afst

aðvi

ðFr

osta

stað

avat

n,fló

ðið

varí

suðu

rhlíð

.

Fjal

laba

k22

.2.2

014

5206

8F

/3–

/100

/–Sn

jófló

ðfé

llvi

ðIl

laka

mb

íHal

ldór

sdöl

umþe

gar

véls

leða

men

nvo

ruá

ferð

,ein

nvé

lsle

ðigr

ófst

enm

aður

náði

aðho

ppa

afho

num

ogve

rða

eftir

áhj

arni

nu.

Lan

gjök

ull

10–1

4.3.

2014

5220

7F

/213

0/3

0/1

Um

30m

brei

ttfle

kahl

aup

féll

íJar

lhet

tum

.Fló

ðið

féll

vest

anvi

ðIn

nstu

Het

tuís

uður

hlíð

umog

varu

m1

mþy

kkt.

Veð

urst

ofa

Ísla

nds,

06.1

0.20

15,j

onkr

94