Háskólanám veturinn 2013 - 2014

12
[ HÁSKÓLANÁM Á NORÐURLANDI VESTRA 2013-2014 ] FARSKÓLINN MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA Háskóla nám á N orðurlan di vestra

description

Háskólanám

Transcript of Háskólanám veturinn 2013 - 2014

Page 1: Háskólanám veturinn 2013 - 2014

[ HÁSKÓLANÁM Á NORÐURLANDI VESTRA 2013-2014 ]

FARSKÓLINNMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Háskólanám á N orðurlandi vestra

Page 2: Háskólanám veturinn 2013 - 2014

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

2

Útgefandi: Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Sími 455 6010 www.farskolinn.is

Samantekt efnis og myndir: Markvert ehf.

Hönnun & prentun: Nýprent ehf.

Fangaðu drauminn þinn ...Nú er Háskólablaðið komið í þínar hendur. Í blaðinu sérðu hvaða fjarnám háskólar á Íslandi bjóða upp á skólaárið 2013 – 2014. Í þetta sinn fengu háskólarnir frjálsar hendur með það hvernig þeir kæmu skilaboðum sínum, um námsframboð, til þín.

Ég hvet þig til að skoða blaðið vel og fara einnig inn á heimasíður háskólanna til að fá nánari lýsingar á því námi sem er í boði næsta skólaár. Á heimasíðu Farskólans getur þú líka fengið upplýsingum um háskólanám næsta skólaár. Áherslan er á það nám sem er í boði í fjarnámi.

Á ég að fara eða vera? Þessi spurning vaknar óneitanlega hjá íbúum á Norðurlandi vestra sem ætla í háskólanám. Unga fólkið sem veit hvað það vill læra strax að loknum framhaldsskóla, hleypir gjarnan heimdraganum og fer á nýjar slóðir og jafnvel til útlanda til að leita sér menntunar og auka víðsýni sína og er það hið besta mál.

Aðrir vilja vera áfram á heimaslóðum eða eru komnir með fjölskyldu og eru í góðri vinnu. Það getur verið erfitt fyrir þennan hóp að flytjast búferlum með alla fjölskylduna til að fara í nám. Í slíkum tilfellum er það góður kostur að geta sótt háskólanám í sinni heimabyggð, sé á annað borð boðið upp á það nám sem óskað er eftir. Þeir sem kjósa að vera heima eiga þess kost að nýta sér aðstöðuna í námsverunum á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og á Sauðárkróki. Sveitarfélögin bjóða íbúum sínum upp á þennan frábæra kost, að geta búið og starfað áfram í heimabyggð en jafnframt verið í námi.

Það er alltaf erfitt að hefja háskólanám, sérstaklega eftir langt hlé . Þér finnst námslokin svo óralangt í burtu þegar þú er að byrja í námi. En vittu til ... tíminn er fljótur að líða og fyrr en varir stendur þú með skírteinið þitt í höndunum sem vitnisburð um allt það erfiði og alla þá vinnu sem þú lagðir á þig í náminu.

Ef þú átt þér þann draum að ljúka því námi sem þú hefur áhuga á þá skaltu ekki láta neitt stoppa þig.

Fyrsta skrefið gæti verið að koma í Farskólann og hitta náms- og starfsráðgjafann, það kostar ekkert.

Settu þér markmið, fylgdu þeim og fangaðu drauminn þinn.

Háskólanám á Norðurlandi vestra

Námsver og námsstofur á Norðurlandi vestra:Á Norðurlandi vestra eru starfandi fjögur námsver eða námsstofur. Námsverin eru á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki og sjá sveitarfélögin um rekstur þeirra. Farskólinn hefur séð um að útvega fjarfundabúnaði í námsverin.

Hvammstangi:Námsverið í Húnaþingi vestra er að Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Námsverið er í einni kennslustofu. Þar er FS háhraðanet, fjarfundabúnaður, tölvur fyrir nemendur, aðstaða til að ljósrita og hella upp á kaffi. Námsmenn geta fengið lykla að námsverinu í samráði við Sigríði Tryggvadóttur, umsjónarmann. Síminn hjá Sigríði er: 451 – 2607 og 692 – 8440.

Blönduós:Námsverið á Blönduósi er til húsa að Þverbraut 1. Það er í lítilli kennslustofu. Þar er FS háhraðanet fyrir fjarfundabúnaðinn, ásamt tölvum. Námsmenn geta fengið lykla. Núverandi umsjónarmaður er Ásgerður Pálsdóttir hjá stéttarfélaginu Samstöðu. Síminn hjá Samstöðu er 452 – 4932. Gert er ráð fyrir að námsverið flytji í Gamla kvennaskólann þar sem Þekkingarsetrið á Blönduósi er til húsa og verði í umsjá þess. Blönduósbær og Húnavatnshreppur standa saman að rekstri námsversins.

Skagaströnd:Námsstofan á Skagaströnd er staðsett að Einbúastíg 2. Í námsstofunni er FS háhraðanet, fjarfundabúnaður, tölvur ætlaðar námsmönnum, aðstaða til prentunar og góð vinnu- og kaffiaðstaða. Námsmenn geta fengið aðgang að námsstofunni. Umsjónarmaður er Björn Ingi Óskarsson og er síminn hjá honum 868 – 8774. Netfang: [email protected].

Sauðárkrókur:Námsverið á Sauðárkróki er við Faxatorg á efri hæð. Í námsverinu eru nokkur rými. FS háhraðanet, fjarfundabúnaðir og tölvur eru til staðar. Námsmenn geta ljósritað og lagað sér kaffi. Gert er ráð fyrir að námsmenn fái lykla. Umsónarmenn eru: Jóhann Ingólfsson og Halldór Gunnlaugsson. Síminn er 455 – 6010 og 893 – 6011. Í námsverinu á Sauðárkróki greiða nemendur 7.000 kr á önn fyrir aðstöðuna frá og með haustinu 2013.

Page 3: Háskólanám veturinn 2013 - 2014
Page 4: Háskólanám veturinn 2013 - 2014

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Page 5: Háskólanám veturinn 2013 - 2014

HÁSKÓLANÁM Á NORÐURLANDI VESTRA 2012

5

Það er mjög mikilvægt að njóta námsins

Sólveig B. Fjólmundsdóttir býr á Sauðárkróki og starfar sem fulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkisins. Sólveig er fædd árið 1979 og er uppalin á Hofsósi. Hún er fjölskyldukona, gift Rúnari S. Símonarsyni og saman eiga þau börnin Kolbrúnu Sonju, 13 ára og Hákon Snorra, 7 ára. Sólveig stundar nám í skrúðgarðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands og lýkur hún námi vorið 2014.Hvaða námi hafðir þú lokið áður en þú fórst í Landbúnaðarháskólann? „Ég stundaði nám við Menntaskólann í Hamra-hlíð í rúm tvö ár en lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta-skóla Norðurlands vestra árið 2000. Ég hef einnig aðeins fiktað við að læra söng, hér og þar, annað slagið í gegnum árin“, segir Sólveig.Hvers vegna valdir þú að fara í skrúðgarðyrkju? „Er ekki klassískt að segja að það hafi verið kominn tími til þess að skella sér í skóla. Ég varð stúdent fyrir svo ofsalega mörgum árum síðan, svo komu börnin, þau urðu stór og nú var tækifærið. Fjarnám kom

aðeins til greina fyrir mig“, segir Sólveig og bætir við að námið sé sérstaklega fjölbreytt, skapandi og krefjandi og það bjóði upp á góða atvinnumöguleika. Hún segir það jafnframt opna dyr inn í áframhaldandi nám á mörgum sviðum.Sólveig nýtir aðstöðuna í Námsveri háskólanema á Sauðárkróki alltaf þegar hún mögulega getur. Hún telur aðstöðuna vera góða í námsverinu. „Það má auðvitað alltaf gera gott betra en hér er allt sem maður þarf“Finnst þér skipta máli að geta farið út af heimilinu og í námsverið til að læra? „Já það er algjörlega nauð-synlegt. Manni verður mun meira úr verki. Heima eru óteljandi smáir tímaþjófar sem til samans eru fljótir að stela frá manni klukkustundunum! Þvotturinn sem á eftir að brjóta saman, rykið sem sést þegar sólin fer að láta sjá sig, hvenær sem það nú verður og allt hitt sem maður ætlar bara rétt að redda í hvelli“, segir Sólveig hlæjandi.Getur þú mælt með því að fólk sé í fjarnámi með vinnu? „Já ég get mælt með því.

En fólk þarf að gæta hófs og passa vel að halda sig við skipulagið. Að mínu mati er mjög mikilvægt að njóta námsins. Það getur reynst erfitt ef það er í raun og veru ekki tími“, segir Sólveig og bætir við: „Þegar maður byrjar í námi aftur er mjög auðvelt að verða svolítið gráðugur“.Sólveig segir að það sé aldrei of seint að skella sér í skóla, „Hvort sem það er til þess að öðlast réttindi í atvinnugrein sem viðkomandi starfar nú þegar í, eða til að læra eitthvað alveg nýtt. Nám heldur manni á tánum og krefst þess að maður tileinki sér tækninýjungar. Sú þekking nýtist bæði í leik og starfi. Námsframboð er gífurlega fjölbreytt í dag og aðgengi að upplýsingum varðandi nám og námsleiðir mjög gott. Allir ættu að geta fundið nám við sitt hæfi en hægt er að fá aðstoð við valið hjá Farskólanum, til dæmis með því að fara í áhugasviðsgreiningu. Eins hefur starfsfólkið þar mikla þekkingu á hvert skal leita varðandi upplýsingar um nám“, segir Sólveig og hún hvetur alla til að skella sér í nám. „Það er svo gaman að uppskera að loknu námi“.

Viðtal við Sólveigu Fjólmundsdóttur fjarnema við Landbúnaðarháskóla Íslands

•Nám í öllum háskólum er lánshæft til framfærslu- og skólagjalda ef það er skipulagt sem fullt nám í kennsluskrá skóla. Skilgreining á fullu námi er 60 ECTS-einingar eða sambærilegt á hverju skólaári.

•Fullt nám er skilgreint sem 60 ECTS-einingar á námsári eða 30 ECTS-einingar á misseri eða önn.

•Námsmaður þarf að ná að lágmarki 18 ECTS-einingum eða ígildi þeirra á hverri önn til að eiga rétt á láni. Hins vegar verður hann alltaf að vera skráður í fullt lánshæft nám.

•Öll aðstoð til framfærslu á námstíma skóla er 140.600 kr á mánuði eða 21.090 kr fyrir hverja ECTS – einingu. Hægt er að fá viðbót vegna barna.

•Námsmaður á rétt á viðbótarláni vegna bókakaupa, 800 kr. á hverja lokna ECTS-einingu í námi á Íslandi. Sambærileg regla gildir fyrir nám erlendis.

•Sótt er um námslán á sérstökum rafrænum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á vefnum: www.lin.is

•Kynnið ykkur reglurnar um námslán á vefnum: www.lin.is

•Kynntu þér lánareglur LÍN á heimasíðu LÍN: www.lin.is

LÍN - Hagnýtar upplýsingar BROT

Page 6: Háskólanám veturinn 2013 - 2014

6

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Kennaranámið spennandi og góður kostur

Anna Sigríður Hilmarsdóttir er bú sett á Hellissandi og stundar kennaranám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í fjarnámi. Hún hefur verið í fullri vinnu sem deildar-stjóri á leikskóla með náminu frá því hún hóf námið fyrir þremur árum, auk þess sem hún er þjálfari í körfubolta. „Kennaranámið fannst mér spennandi kostur og góður grunnur fyrir áframhaldandi nám, hvort sem er í kennslu-geiranum eða einhverju öðru“ segir Anna Sigríður og bætir við að fólk með kennaramenntun sé eftirsótt á vinnu markaðinum.

Hún segir að fjarnámið sé á stundum strembið með fullri vinnu og erfitt geti reynst að finna tíma til að sinna náminu. Álagið í náminu sé þó mismikið yfir misserið en erfiðast sé þegar mikið er um verkefnaskil.

Reynir á sjálfsstjórn og aga„Að vera í fjarnámi reynir einstaklega mikið á sjálfsstjórn. Ég var fjarnemi í framhaldsskóla en það gekk ekki nógu vel. En eftir því sem maður eldist og þroskast virðist þetta eiga betur við mig og hefur þetta gengið vonum framar“ segir Anna Sigríður. Hún segist vinna mikið í lotum þar sem hún lærir mikið í ákveðinn tíma en þess á milli sinnir hún náminu minna.

Anna Sigríður mælir ekki með fjarnámi fyrir þá sem eiga erfitt með að vinna sjálfir og draga fram á síðasta dag að lesa efnið og hlusta á fyrirlestrana. „Fjarnám hentar vel þeim sem eru dug legir að skipuleggja sjálfa sig og vinna eftir skipulaginu. Þá er mikilvægt að hafa ákveðinn aga, hafa yfirsýn yfir námið og að vinna verkefnin jafnt og þétt yfir misserið“ segir Anna Sigríður.

Facebook reynst vel í náminuAnna Sigríður segir að námsumhverfið sé mjög gott og að auð velt sé að vinna í námsumsjónarkerfinu Moodle. Einstaka sinnum er notast við fjarfundabúnað. „Ég hef notað Facebook við námið og það hefur reynst mjög vel. Við höfum gert verk-efni í gegnum Facebook þar sem við notumst við skjöl sem við skrifum inn á og virkar eins og Google docs. Munurinn á Google docs og Facebook er sá að það er hægt að spjalla við viðkomandi á Facebook á meðan unnið er. Einnig er hægt að hlaða upp skjölum á Facebook sem hóparnir hafa mikið gert“. Samskipti við kennarana fara fram í gegnum Moodle og í tölvu-pósti og að sögn Önnu Sigríðar eru þeir mjög snöggir að svara og allir af vilja gerðir.

Í fjarnáminu hefur hún kynnst nýju fólki þótt hún tilheyri ekki beint námssamfélagi. „Það eru nokkrir sem ég held sambandi við og erum við dugleg að spjalla saman á Facebook og öðrum miðlum. Það eru helst þeir sem maður er í vettvangsnámi með sem maður heldur sambandi við. Einnig var ég á námskeiði þar sem við fórum í vikuferð erlendis og varð hópurinn sem fór þangað út samrýndur og höfum við haldið sambandi síðan“ segir Anna Sigríður.

Page 7: Háskólanám veturinn 2013 - 2014

7

HÁSKÓLANÁM Á NORÐURLANDI VESTRA 2012

Kennaranámið spennandi og góður kostur

Anna Sigríður Hilmarsdóttir er bú sett á Hellissandi og stundar kennaranám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í fjarnámi. Hún hefur verið í fullri vinnu sem deildar-stjóri á leikskóla með náminu frá því hún hóf námið fyrir þremur árum, auk þess sem hún er þjálfari í körfubolta. „Kennaranámið fannst mér spennandi kostur og góður grunnur fyrir áframhaldandi nám, hvort sem er í kennslu-geiranum eða einhverju öðru“ segir Anna Sigríður og bætir við að fólk með kennaramenntun sé eftirsótt á vinnu markaðinum.

Hún segir að fjarnámið sé á stundum strembið með fullri vinnu og erfitt geti reynst að finna tíma til að sinna náminu. Álagið í náminu sé þó mismikið yfir misserið en erfiðast sé þegar mikið er um verkefnaskil.

Reynir á sjálfsstjórn og aga„Að vera í fjarnámi reynir einstaklega mikið á sjálfsstjórn. Ég var fjarnemi í framhaldsskóla en það gekk ekki nógu vel. En eftir því sem maður eldist og þroskast virðist þetta eiga betur við mig og hefur þetta gengið vonum framar“ segir Anna Sigríður. Hún segist vinna mikið í lotum þar sem hún lærir mikið í ákveðinn tíma en þess á milli sinnir hún náminu minna.

Anna Sigríður mælir ekki með fjarnámi fyrir þá sem eiga erfitt með að vinna sjálfir og draga fram á síðasta dag að lesa efnið og hlusta á fyrirlestrana. „Fjarnám hentar vel þeim sem eru dug legir að skipuleggja sjálfa sig og vinna eftir skipulaginu. Þá er mikilvægt að hafa ákveðinn aga, hafa yfirsýn yfir námið og að vinna verkefnin jafnt og þétt yfir misserið“ segir Anna Sigríður.

Facebook reynst vel í náminuAnna Sigríður segir að námsumhverfið sé mjög gott og að auð velt sé að vinna í námsumsjónarkerfinu Moodle. Einstaka sinnum er notast við fjarfundabúnað. „Ég hef notað Facebook við námið og það hefur reynst mjög vel. Við höfum gert verk-efni í gegnum Facebook þar sem við notumst við skjöl sem við skrifum inn á og virkar eins og Google docs. Munurinn á Google docs og Facebook er sá að það er hægt að spjalla við viðkomandi á Facebook á meðan unnið er. Einnig er hægt að hlaða upp skjölum á Facebook sem hóparnir hafa mikið gert“. Samskipti við kennarana fara fram í gegnum Moodle og í tölvu-pósti og að sögn Önnu Sigríðar eru þeir mjög snöggir að svara og allir af vilja gerðir.

Í fjarnáminu hefur hún kynnst nýju fólki þótt hún tilheyri ekki beint námssamfélagi. „Það eru nokkrir sem ég held sambandi við og erum við dugleg að spjalla saman á Facebook og öðrum miðlum. Það eru helst þeir sem maður er í vettvangsnámi með sem maður heldur sambandi við. Einnig var ég á námskeiði þar sem við fórum í vikuferð erlendis og varð hópurinn sem fór þangað út samrýndur og höfum við haldið sambandi síðan“ segir Anna Sigríður.

Í febrúar 2012 var stofnað Þekkingarsetur á Blönduósi. Stofnendur eru Blönduósbær,Farskól-inn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Hólaskóli - Háskólinn á Hólum, Húnavatnshreppur, Lands-virkjun, Laxasetur Íslands,Textílsetur Íslands og Samband Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Markmið Þekkingarsetursins er m.a. að vera miðstöð fyrir rannsókna- og þróunarverkefni á sviði textíls, strandmenningar og laxfiska á Norðurlandi vestra og stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsókna og fræða.

Í dag starfa fjórir starfsmenn við Þekkingarsetrið að fjölbreyttum verkefnum m.a. í samvinnu við Farskólann, Veiðimálastofnun og Háskólann á Hólum. Framkvæmdastjóri setursins er Katharina A. Schneider.

Þekkingarsetrið er með aðsetur í Kvennaskólanum á Blönduósi. Frekari upplýsingar um starfsemina má nálgast á heimasíðu setursins www.tsb.is

Frá undirritun stofnsamnings, Arnar Þ. Sævarsson og Katrín Jakobsdóttir.

Catherine Chambers sérfræðingur á sviði strandmenningar

Page 8: Háskólanám veturinn 2013 - 2014

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

8

Hvað hafa sveitarstjórna-menn að segja um námsverið í sinni heimabyggð? Í þessu blaði heyrum við í sveitarstjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ásta Björg Pálmadóttir hefur verið sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá haustinu 2010. Ásta er gift Þóri Jónssyni og eiga þau þrjú börn. Ásta er Skagfirðingar og gott dæmi um konu sem ákveður að flytja aftur á heimaslóðir að loknu háskóla námi. Getur þú sagt okkur frá þinni skólagöngu? „Ég lauk grunnskólanámi á Sauðárkróki vorið 1980 og stúdentsprófi frá Mennta-skólanum í Reykjavík vorið 1984. Vorið 1989 lauk ég „cand.oecon“ prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands“. Eftir að Ásta lauk námi sínu starfaði hún hjá Byko þangað til hún flutti aftur norður árið 1997. „Við ætluðum ekkert endilega að staldra lengi við en nú eru árin orðin rúmlega 15 og ekkert fararsnið á okkur“, segir Ásta.Sveitarfélagið Skagafjörður stendur að rekstri námsvers fyrir háskólanemendur í fjarnámi. Segðu okkur frá aðkomu sveitarfélagsins? „Námsverið er starfrækt á efri hæðinni á Faxatorgi gegnt Ráðhúsinu á Sauðár-króki. Farskólinn var fyrst starfræktur í húsakynnum Fjölbrautaskóla Norðurlands

vestra en þar sem starfsemin óx og dafnaði býsna hratt var ákveðið á sínum tíma að flytja skólann í fyrrgreint húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Um það leyti var farið að bjóða upp á nám á háskólastigi í fjarnámi og þótti hentugt að reka það í tengslum við Farskólann“, segir Ásta og bætir við að starfsemin hafi verið farsæl og námsverið á Sauðárkróki verið íbúum Skagafjarðar mikilvæg stoð í fjölbreyttu námsframboði sem boðið er upp á innan svæðisins.Hefur sveitarfélagið Skaga-fjörður mótað sérstaka stefnu varðandi menntamál og þá sérstaklega varðandi háskólanám íbúanna og námsverin? „Sveitarfélagið Skagafjörður samþykkti skólastefnu árið 2008 þar sem hlutverk og framtíðarsýn þess kemur fram en þar er einkum horft til leik-, grunn- og tónlistarskóla sveitarfélagsins, þótt þar sé hnykkt á samfellu í námi og starfsemi og samstarfi skóla, skólastiga, skólagerða og æskulýðsfélaga“. Að sögn Ástu liggur ekki fyrir formlega samþykkt stefna um aðra skóla en þá sem sveitarfélagið rekur. Farskólinn er ekki á forræði sveitarfélagsins, þótt það leggi honum til rekstrarstyrk og sveitarfélög sem eigi aðild að skólanum eigi þar fulltrúa í stjórn. „Aðstaða

sem þessi og utanumhald skiptir íbúana verulegu máli og við höfum góða reynslu af því námsframboði sem háskólarnir hafa boðið íbúum svæðisins upp á í fjarnámi“, segir Ásta.Finnst þér vanta einhverja tegund náms í framboðið frá háskólunum?„Mér finnst námsframboðið vera fjölbreytt en það er afar mikilvægt að háskólarnir svari vel þörfum svæðisins eftir háskólanámi eins og þeir hafa gert t.d. hvað varðar kennara- og viðskiptanám“.Hvaða menntun sérðu fyrir þér að atvinnulífið á svæðinu og þar á meðal sveitarfélögin þurfi á að halda á næstu árum?„Að mínu viti þarf náms-framboðið að endurspegla eftirspurnina hverju sinni. Hér í Skagafirði er öflug

þjónustustarfsemi og mörg fyrirtæki í iðnaði og mat-vælaframleiðslu. Við þurfum því til að mynda að uppfylla þarfir þessara greina fyrir

menntað hæfileikafólk, og ekki síst hvað frekari þróun þeirra varðar“. Ásta sér fyrir sér nýja sprota spretta upp í atvinnulífinu í greinum eins og kvik-myndagerð, hönnun og ferðaþjónustu. „þar þurfum við að tryggja menntun og fagmennsku. Þar horfi ég bæði á framhaldsskóla- og háskólastigið“, segir Ásta sem að lokum vill nota tækifærið og þakka Farskólanum og námsverinu fyrir gott starf á liðnum árum og hvetja um leið til áframhaldandi dáða. „Starfsemi sem þessi skiptir miklu máli fyrir samfélagið hér, framþróun þess og uppbyggingu og þar þurfum við öll að leggjast á eitt svo vel gangi og mannlífið blómstri“, segir Ásta Pálmadóttir að lokum.

Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri

Viðtal

Afar mikilvægt að háskólarnir svari vel þörfum svæðisins eftir háskólanámi

HJÚKRUNARFRÆÐIHefur þú áhuga á að starfa við hjúkrun?Hefur þú áhuga á að læra hjúkrunarfræði.Haustið 2014 hefst hjúkrunarfræðinám í Farskólanum.

Námið verður fjarkennt frá Háskólanum á Akureyri.

Þeir sem hafa áhuga á að fara í námið eru hvattir til

að setja sig í samband við Farskólann.

Námið verður nánar auglýst síðar.

Síminn er 455- 6010

eða [email protected]

Page 9: Háskólanám veturinn 2013 - 2014
Page 10: Háskólanám veturinn 2013 - 2014

610

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er boðið upp á fjarnámslausnir í flestum námsgreinum í háskóladeilda. Fjarnámslausnir felast í upptökum á fyrirlestrum í staðarnámi. Nemendur með fjarnámslausnir geta hlustað á þessar upptökur í gegnum kennslukerfi LbhÍ. Fjarnemarnir geta hlustað á upptökurnar þegar þeim hentar – og oft á þá sömu ef því er að skipta. Nemendur verða að vera með ADSL tengingu. Þeir sem nýta fjarnámslausnir vinna sömu verkefni og staðarnemar.

Það er skyldumæting þegar verklegar vikur eru annars vegar, en þá kynna nemendur verkefni, taka þátt í verklegum æfingum og vettvangsferðum svo fátt eitt sé nefnt. Í þessum skipulögðu heimsóknum er verklegum æfingum þjappað saman á tvær til þrjár heimsóknir á hverri sjö vikna önn. Þriðja og sjötta kennsluvika á hverri stuttönn eru

fráteknar sem “skyldumætingavikur“. Nemendur sem nýta sér

fjarnámslausnir geta fengið að taka lokapróf í heimabyggð eða nærri heimabyggð

Nemendur með fjarnámslausnir greiða sérstakt fjarnámsgjald á hverja tekna einingu til skólans vegna þeirrar auknu umsýslu sem fylgir fjarnámslausnunum.

Ávallt er mælt með við væntanlega nemendur að best sé að velja staðarnám og njóta samneytis við kennara og samnemendur.

Umsóknarfrestur vegna grunnnáms (BS) og búfræði er til 4. júní, en til 15. apríl vegna meistaranáms.

Fjarnámslausnir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

BúvísindiBS-grunnnámHaldgóður grunnur í raunvísindum sem byggt er ofan á með sérgreinum landbúnaðarfræða með áherslu á íslenskan landbúnað og sjálfbæra nýtingu landsins

Náttúru- og umhverfisfræðiBS-grunnnámFjórar áherslur: Almenn náttúrufræði, náttúrunýting, þjóðgarðar- og verndarsvæði, náttúra og saga. Áhersla er lögð á vistfræðilega nálgun

Skógfræði/ landgræðslaBS-grunnnámTvær leiðir: Sjálfbær skógrækt og endurheimt vistkerfa. Fléttað er saman náttúruvísindum, tækni- og haggreinum auk landupplýsinga- og landslagsfræðum

UmhverfisskipulagBS-grunnnámGrunnnám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum. Mótun umhverfis í stórum og smáum skala með áherslu á vistvænar hönnunarlausnir

HestafræðiBS-grunnnámSameiginleg námsbraut LbhÍ og Hólaskóla – Háskólans á Hólum. Traustur þekkingargrunnur á öllum meginsviðum hestafræða

Meistaranám í skipulagsfræðiNámsbraut í skipulagsfræði er tveggja ára MS nám með sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis að leiðarljósi. Lögð er áhersla á gagnrýna skipulagshugsun

Rannsóknatengt meistaranám á nokkrum sviðum

www.lbhi.is

Háskólanám við LbhÍ

FarskólinnMIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á NORÐURLANDI VESTRA

Page 11: Háskólanám veturinn 2013 - 2014

711

Metnaður í fjarnáMi við Háskólann í Reykjavík

hr.is

Háskólinn í Reykjavík býður upp á námsbrautir í fjarnámi í frumgreinanámi, kerfisfræði, iðnfræði og byggingafræði og viðskiptafræði. auk þess eru námskeið kennd í fjarnámi í Opna háskólanum sem sérhæfir sig í endurmenntun fyrir sérfræðinga og stjórnendur. við bendum áhugasömum á að alltaf er hægt að hafa samband við stúdentaþjónustu HR en starfsmenn hennar veita ráðgjöf um nám innan háskólans. Upplýsingar um námsráðgjafa og allt nám við háskólann er að finna á vefnum hr.is.

FRUMGReinanáM – HáskólaGRUnnURGóður valkostur fyrir fólk úr atvinnulífinu sem þarf frekari undirbúning til áframhaldandi náms á háskólastigi. námið byggir á 50 ára reynslu Tækniháskóla íslands, síðar HR. náminu lýkur með frumgreinaprófi sem er sambærilegt við stúdentspróf. Fyrsta önn er eingöngu kennd í fjarnámi. allir áfangar eru í boði bæði á vorönn og haustönn. Fjarnám á 2., 3. og 4. önn er í boði sem hálft nám og er hugsað sem möguleiki með vinnu. 2., 3. og 4. önn eru í boði í staðarnámi sem fullt nám og eru allir áfangar í boði bæði á vorönn og haustönn. nánari upplýsingar veita Málfríður Þórarinsdóttir, [email protected], sími 599 6438 og eyrún erla Björndóttir, [email protected], sími 599 6217.

keRFisFRæðikerfisfræði er 120 eCTs eininga nám sem hægt er að ljúka á mismunandi hraða eða frá tveimur til fjórum árum. áhersla er lögð á tölvunarfræði enda námið sambærilegt fyrstu tveimur árunum í Bsc-námi í tölvunarfræði. Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Gerðar eru sömu kröfur til nemenda í fjarnámi og nemenda í dagskóla og þreyta nemendur sömu próf. nemendur geta ákveðið síðar að halda áfram og ljúka Bsc-prófi í tölvunarfræði ef þeir sækja um það en þurfa þá að bæta við sig einu námsári (60 eCTs). nánari upplýsingar veitir lovísa Þóra Gunnarsdóttir, [email protected].

iðnFRæði OG ByGGinGaFRæðiiðnfræði er hagnýtt tækninám sem eingöngu er kennt í fjarnámi. Gert er ráð fyrir að námið taki þrjú ár samhliða vinnu, en með fullu námi má ljúka iðnfræði á einu og hálfu ári. námið er 90 eCTs eininga diplómanám á háskólastigi sem skiptist í þrjú svið: byggingariðnfræði, véliðnfræði og rafiðnfræði. Til að útskrifast sem iðnfræðingur, sem er lögverndað starfsheiti, þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs. iðnfræðingar starfa við margvísleg tækni- og eftirlitsstörf. Þeir sem lokið hafa byggingariðnfræði geta haldið áfram námi í byggingarfræði (210 eCTs eininga Bsc-nám) og er iðnfræðin (90 eCTs einingar) metin að fullu inn í það nám. Byggingafræðingar fá t.a.m. réttindi til að starfa sem

byggingarstjórar. nánari upplýsingar veitir vilborg Hrönn jónudóttir, verkefnastjóri, [email protected], s.599 6255. á slóðinni: hr.is/tvd/idnfraedi-og-byggingafraedi-bsc er hægt að sjá myndband um iðnfræðinámið.

viðskipTaFRæði Fjarnámið er sambærilegt námi í viðskiptafræði í staðarnámi. viðskiptadeild HR er stærsta viðskiptadeild landsins ef miðað er við fjölda útskrifaðra nemenda og var fyrst til að bjóða háskólanám með vinnu sem fjarnámið mun byggja á. Fjarnámið er í samræmi við námsskipulag eins og það hefur verið í háskólanámi með vinnu. athugið að það felur í sér að til að byrja með eru einungis þrjú námskeið í boði á önn. viðskiptafræðinámið hefur alþjóðlega viðurkenningu sem staðfestir gæði þess. viðurkenningin er veitt af european Foundation for Management Development (eFMD). sjá nánar á vefnum hr.is/vd.

Opni Háskólinn í HR

veRkeFnasTjóRnUn, apMe apMe-námið (applied project Management expert) hentar ein-staklingum sem vilja læra að nota tölulegar greiningar til að taka ákvarðanir og stjórna rekstri og verkefnum. námið er tilvalið fyrir þá sem fást við eða hafa áhuga á verkefnastjórnun, hvort heldur sem er fyrir stór eða smá verkefni. kennt í fjarnámi með nokkrum staðarlotum í Reykjavík og hentar vel samhliða starfi.

UnDiRBúninGsnáM FyRiR pRóF í veRðBRéFaMiðlUn kennsla er í fjarnámi með nokkrum staðarlotum sem haldnar eru í Reykjavík og skiptist í þrjá sjálfstæða hluta: lögfræði – grunnatriði lögfræðinnar og réttarreglur á þeim sviðum sem varða störf á fjármagnsmarkaði, viðskiptafræði – grundvallarþættir fjármála-fræðinnar, vaxtaútreikningur, tímavirði fjármagns, fjármagnskostnaður fyrirtækja, aðferðir við mat á fjárfestingum og greining ársreikninga; fjármagnsmarkaðurinn – lög og reglur á fjármagnsmarkaði, markaðs-viðskipti, tegundir verðbréfa, samval verðbréfa og verðbréfasöfn, fjárvarsla, ráðgjöf o.fl.

UnDiRBúninGsnáM Til viðURkenninGaR BókaRa námið undirbýr nemendur fyrir próf á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til viðurkenningar bókara. námið er kennt undir leiðsögn reyndra sérfræðinga á þessu sviði og hannað til að nýtast nemendum strax í starfi.

Sjá nánar um námskeið í Opna háskólanum á vefnum hr.is/oh

Page 12: Háskólanám veturinn 2013 - 2014