Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt...

18
Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 – 2015

Transcript of Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt...

Page 1: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

Námsvísir fyrir 6. bekk

Veturinn 2014 – 2015

Page 2: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

Umsjónarkennarar 6.bekkja eru Ragnheiður Gísladóttir og Harpa Dóra Guðmundsdóttir.

Námstilhögun

Í sjötta bekk eru 59 nemendur og kennt er í tveimur námshópum. Umsjónarkennarar

hópanna eru tveir og vinna saman í teymi. Hvor hópur um sig hefur sitt heimasvæði. Lögð er

megináhersla á að nemendur öðlist færni í að skipuleggja nám sitt og öðlist sjálfstæði í

vinnubrögðum.

Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám, að hver nemandi fái að njóta sín í námi og fái

verkefni sem hæfa getu og þroska, og fjölbreytta kennsluhætti m.a. í formi innlagna,

umræðu, samvinnu, sjálfsnáms, þrautalausna, stöðvavinnu, hringekju og skapandi vinnu. Í

stöðvavinnu gefst nemendum kostur á skapandi vinnu þar sem að nemandinn fær tækifæri

til þess að láta sköpunargleðina ráða ríkjum ásamt því að þjálfa nemendur í samskiptum,

tillitssemi og í að virða skoðanir annarra.

Dagsskipulag

Kennsla hefst kl. 8:10 og lýkur klukkan 13:40 alla daga. Við byrjum daginn á því að safnast í

heimakrók. Í heimakróknum er fyrst viðhaft nafnakall og síðan er farið yfir skipulag dagsins

en það er í myndum, rituðu máli og munnlegt. Ef skilaboð þurfa að berast nemendum er

heimakrókurinn gjarnan notaður til þess. Einnig eru bekkjarfundir reglulega haldnir í

heimakrók þar sem fyrirfram ákveðin málefni eru á dagskrá og rædd. Frímínútur eru kl.9:30-

9:50 og þá eru nemendur úti, nesti er eftir frímínútur. Nemendur hafa val um að koma með

nesti eða vera í mjólkur-og ávaxtaáskrift. Matartíminn er 30 mínútur frá kl.11:50-12:20.

Nemendur hafa val um að vera í mataráskrift eða koma með nesti að heiman. Þegar þau hafa

borðað er útitími.

Vikuáætlun

Markmiðið með vikuáætlun er að gera nemendur sjálfstæðari og meðvitaðri um sitt nám.

Kennarateymi skipuleggur kennsluáætlun og útbýr vikuáætlun nemenda sem byggir á

þessum markmiðum. Vikuáætlun nemenda byggir síðan á kennsluáætlun vikunnar.

Nemendur fá vikuáætlun í vikubyrjun til að vinna eftir og skipuleggja vinnu sína í samráði við

kennarann. Ef nemendur klára ekki sín markmið í vikulok þá fara þau heim með verkefnið og

klára yfir helgina.

Heimanám

Markmið heimanáms er að foreldrar fái tækifæri til þess að fylgjast með námsframvindu

barns síns og til þess að efla tengsl heimilis og skóla. Heimanám er samvinnuverkefni skóla

og heimilis. Heimanám er aðlagað að hverjum og einum einstaklingi og er tengt viðfangsefni

vikunnar. Mikilvægt er að nemendur lesi heima sér til gagns og ánægju. Nemendur fara heim

með heimanám á þriðjudögum og skila til kennara á mánudögum. Upplýsingar um

heimanám hverja viku er hægt að sjá inná mentor.is.

Page 3: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

Námsmat

Reglubundið námsmat og einstaklingsbundin skráning á námsframvindu er mjög mikilvæg.

Námsmat í Sunnulækjarskóla fer ekki einungis fram í lok námstímans heldur er það einn af

föstum þáttum skólastarfs. Þær matsaðferðir sem beitt er endurspegla áherslur í kennslu og

meta alla þætti námsins, framfarir, þekkingu, skilning og leikni. Símat, jafningjamat,

kannanir, próf og sjálfsmat eru dæmi um matsaðferðir. Við annaskil er tekið saman það sem

metið hefur verið yfir önnina og það nýtt til að gefa foreldrum innsýn í stöðu og vinnu

nemandans.Í niðurstöðu námsmats kemur fram að hvaða markmiðum vinnan hefur beinst

og hvernig hefur tekist að ná þeim. Notaðir eru markmiðslistar fyrir hverja námsgrein.

Niðurstöður námsmats birtast í formi markmiðslista, umsagnar og einkunna. Í sumum

greinum eru kannanir og próf notuð til að greina niður hvaða námsmarkmiðum nemandi

hefur náð til þess að hjálpa foreldrum og kennurum að fá yfirsýn yfir stöðu nemandans.

Hægt verður að fylgjast með námsframvindu nemenda inn á http://mentor.is. Hver nemandi

skólans á námsmatsmöppu sem skólinn leggur honum til einu sinni við upphaf skólagöngu og

hefur hún það hlutverk að geyma námsmatsgögnin. Við lok hverrar annar sendir

umsjónarkennari námsmatið heim til nemenda nokkrum dögum fyrir foreldraviðtal.

Námsgreinar

Íslenska

Íslenskunám í 6.bekk er að jafnaði 5-6 kennslustundir á viku. Íslenskukennslan fer fram í

umsjónartímum þar sem nemendum verður skipt upp í þrjá hópa með tilkomu þriðja

kennara. Hver kennari er með fjórar stöðvar fyrir sinn hóp. Við munum nýta aðferðir

Byrjendalæsis og Vörður og vegvísir. Hringekja með fjórum stöðvum. Talað mál, hlustun og

áhorf, ritun, lestur, málfræði og upplýsingatækni /spil. Ein stöðin er alltaf kennarastýrð stöð.

Kennsluaðferðin sem við notum byggir á því að lesin er gæðatexti, saga eða ljóð og svo er

unnið með textann, orðin í textanum, söguþráðinn eða innihaldið á fjölbreyttan hátt. Auk

þess eru íslenskutímar þar sem skrift og stafsetning eru æfð. Heimalesturinn er hlutverk

foreldra, að sjá til þess að næði gefist til daglegs lesturs, hlusta á börnin og lesa með þeim.

Námsmarkmið

Stafsetning og málfræði

Að nemandi:

∙ geti stafsett rétt

∙ þekki orðflokkana nafnorð, sagnorð og lýsingarorð og einkenni þeirra

∙ þekki kyn orða, tölu, fall, nútíð og þátíð

∙ geti fundið fall nafnorða og lýsingarorða

Page 4: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

∙ kunni stigbreytingu lýsingarorða

∙ þekki nafnhátt sagnorða

∙ læri að fallbeygja mannanöfn

∙ læri að stafsetja rétt með fjölbreyttum verkefnum

∙ læri að fara eftir flestum stafsetningarreglum: -n og –nn, -ng og –nk, tveir samhljóðar og i

og y

∙ geti raðað í stafrófsröð og kunni að fletta upp orðum eftir stafrófsröð í orðabókum

∙ noti reglur um greinamerki

∙ geti búið til samsett orð

∙ kynnist algengum orðtökum og málsháttum

Ritun

Að nemandi:

∙ skrifi tengda skrift

∙ geti skrifað hratt og af öryggi

∙ sé farinn að þróa persónulega skrift í ritun

∙ skrifi skýrt og greinilega með áherslu á vandaðan frágang

∙ hafi fengist við skapandi skrif og samið sögur, ljóð og leikþætti

∙ geti nýtt sér hugtökin upphaf-miðja-endir í eigin ritun

∙ geti skrifað um frásagnir eða atburði úr eigin lífi og lífi fjölskyldunnar

∙ geti gert markvissa útdrætti

Lestur og framsögn

Að nemandi:

∙ nái góðum lestrarhraða og öryggi í lestri

∙ öðlist góðan lesskilning og fjölbreyttan orðaforða

∙ geri sér grein fyrir aðalatriðum í texta og helstu efnisorðum

∙ þjálfist í upplestri á margvíslegum texta

Page 5: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

∙ geti gert útdrætti úr því sem hann hefur lesið

∙ þjálfist í upplestri og flytji mál sitt skýrt og áheyrilega

∙ geri sér grein fyrir ólíkum kröfum til talaðs máls og eftir aðstæðum

∙ geti flutt laust og bundið mál

∙ þjálfist í rökræðum og í að tjá eigin tilfinningar og skoðanir

∙ kunni að hlusta og bregðast við á viðeigandi hátt

∙ taki virkan þátt í samræðum og virði samskiptareglur

Bókmenntir og ljóð

Að nemandi:

∙ sé orðinn vel læs og hafi öðlast góðan lesskilning og fjölbreyttan orðaforða

∙ geri sér grein fyrir aðalatriðum í texta og helstu efnisorðum

∙ lesi sögur, íslensk og erlend ævintýri, þjóðsögur, gamansögur, dæmisögur og

lengri bækur

∙ hafi þjálfast í mismunandi lestraraðferðum, svo sem nákvæmislestri, leitarlestri og

yfirlitslestri

∙ þekki hugtökin persóna (aðal- og aukapersóna), söguþráður, sögulok, umhverfi og

boðskapur

∙ geri sér grein fyrir mikilvægi bókmennta í sögu þjóðarinnar

∙ þekki nokkra íslenska rithöfunda 20. aldar

∙ þekki hugtökin ljóðstafir, hrynjandi og rím

∙ þekki muninn á hefðbundnum og óhefðbundnum ljóðum

Námsefni

Málrækt 2, Skinna, Skræða Grunnbók og verkefnabók I og II, Mál í mótun grunnbók og

vinnubók. Skrift 6, Rauðkápa, ýmis önnur fjölbreytt verkefni frá kennara. Frjálslestrarbækur

af bókasafni.

Page 6: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

Námsmat

Verklag nemenda, frumkvæði, sjálfstæði og afköst verða metin í símati yfir veturinn. Ákveðin

verkefni verða einnig metin. Nemendur taka kannanir og próf yfir veturinn og við annarskil,

kannanirnar byggja þá á þeim þáttum sem unnið hefur verið með.

Stærðfræði

Í stærðfræði er unnið samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár fyrir 6. bekk. Þar verður lögð

áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir eins og t.d. innlagnir, hringekjur, umræður, leiki,

sjálfsnám, samvinnu og endurtekningu. Stærðfræði er hverjum manni nauðsynleg til að

takast á við daglegt líf og störf og skilja umheim sinn. Einnig er stærðfræðin ómetanlegur

grundvöllur undir allt nám tengt náttúruvísindum, raunvísindum og fjármálum í síbreytilegu

tæknivæddu umhverfi.

Kennslufyrirkomulag

Kenndar eru 5 kennslustundir á viku. Nemendum skipt í þrjá hópa. Nemendur fá áætlanir

sem þeir fylgja. Markmið þess er að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin námi og þjálfist í

sjálfstæðum vinnubrögðum. Fjölbreyttir kennsluhættir þ.á m innlögn, einstaklingsmiðað

nám, þrautalausnir, námsleikir og hópavinna. Í vetur verður m.a. unnið með

reiknisaðgerðirnar fjórar, tugabrot, rúmfræði og líkur. Nemendur fást við stærðfræði daglegs

lífs í ýmsum verkefnum.

Námsmarkmið

Að nemandi:

∙ þjálfi stærðfræðileg hugtök og röksemdafærslu og geti gert grein fyrir þeim.

∙ öðlist færni í að leita leiða til að leysa verkefni á fjölbreyttan hátt.

∙ fái þjálfun í að búa til töflur, leita að mynstri og reglu í umhverfinu og beiti til þess aðferðum

algebru.

∙ tengi stærðfræði við daglegt líf t.d með því að skoða rúmfræðileg fyrirbæri.

∙ dýpki skilning sinn á talnameðferð, t.d á almennum brotum, hlutföllum og

prósentum.

∙ temji sér að spyrja spurninga um námsefnið í því skyni að öðlast betri skilning á því.

∙ þjálfist í notkun vasareikna.

Page 7: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

Tugabrot

Að nemandi :

- geti margfaldað saman heilar tölur og tugabrot.

- Geta táknað afgang í deilingu með almennu broti eða tugabroti

- Geta áætlað svar við dæmi, námundað og notað slumpreikning

Reikniaðgerðir

Að nemandi:

- skilji sætiskerfið, heilar tölur, tugabrot.

- Geti raðað tölum eftir stærð og staðsett á talnalínu

- Þekki skilgreiningu á frumtölu

- Geti lagt saman og dregið frá með negatífum tölum og tugabrotum

- Geti skilið almenn brot sem brot af heild

- geti þróað aðferðir til að margfalda og deila

- geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir

- geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning

- kynnist deilingu með afgangi

Rúmfræði

Að nemandi:

- læri heiti hinna ýmsu rúmfræðiforma

- geti greint eiginleika tvívíðra og þrívíðra form

- læri að teikna í þrívídd

- geti notað gráðuboga til að mæla horn

Tölur og algebra

Að nemandi:

- geta metið líkur við mismunandi aðstæður

- geta reiknað út líkur út frá einföldum tilraunum

Page 8: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

- geta notað reynslu sína og gert tilraunir

- geta notað úrtak úr safni til að segja til um samsetningu þess

Námsgögn

Stika 1b, Stika 2a og 2b. Ítarefni frá kennara, plánetubækur, Hringur, ýmsar þrautalausnir,

Verkefni fyrir vasareikna og gagnvirkar æfingar.

Námsmat

Verklag nemenda, frumkvæði, sjálfstæði og afköst verða metin í símati yfir veturinn. Ákveðin

verkefni verða einnig metin. Nemendur taka kannanir og próf yfir veturinn og við annaskil,

kannanirnar byggja þá á þeim þáttum sem unnið hefur verið með. Sjálfsmat verður einnig

notað þar sem það á við.

Enska

Enska er kennd þrisvar í viku. Ýmsar kennsluaðferðir verða notaðar, eins og innlögn,

umræður og tjáning, fjölbreyttur lestur og ritun, einstaklings- og hópverkefni,

hlustunarverkefni, áhorf myndefnis ofl. Námsþættir eru lestur, hlustun, talað mál, ritun og

málfræði.

Námsmarkmið

að nemendur:

• öðlist aukna innsýn í menningu og siði enskumælandi þjóða.

• geti lesið sér til gagns og gamans og skilji aðalatriði í einföldum texta ásamt því að

nemendur venji sig á að halda áfram með texta án þess að þurfa að skilja hann til hlítar og

séu duglegir að giska.

• geti notað efni sem hlustað er á í tengslum við aðra færniþætti og skilji tal

kennara og samnemenda í æfingum.

• geti tekið þátt í einföldum samtölum og sagt frá og skipst á upplýsingum um

sjálfan sig, áhugamálin og fleira úr nánasta umhverfi.

• geti skrifað einfaldan texta um þekkt efni ásamt því að skrifa einfaldar setningar frá eigin

brjósti.

Page 9: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

• fái grunnþjálfun í notkun helstu málfræðireglna í ensku, s.s. beygingu sagnanna to be og to

have, tíðum sagna, eintölu og fleirtölu, spurningum með do og does og stigbreytingu

lýsingarorða

• læri helstu eignarfornöfn og forsetningar, staðaratviksorð, tímaforsetningar og raðtölur.

Námsgögn

Námsefni: Build up 1og 2 með geisladiskum. Enskar málfræðiæfingar A, Portfolio topic

books, smásögur og aukaefni frá kennara.

Námsmat

Vinnuframlag er metið með virkni í tímum. Verkefnavinna og stöðupróf eru metin reglulega

auk annarprófa við annarskil.

Náttúrufræði

Kennt verður samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Náttúrufræði skiptist í 3

megingreinar; eðlisvísindi, jarðvísindi og lífvísindi. Á haustönn vinnum við í Lífríki í fersku

vatni og fram á miðönn en þá taka við eðlisvísindi og jarðvísindi. Á vorönn vinnum við með

bókina Lífríkið í sjó. Vinna fer ýmist fram í umsjónarhópi, þemavinnu og með

hringekjufyrirkomulagi eða á stöðvum.

Námsmarkmið :

Lífvísindi

Að nemandi:

∙ geri athuganir sem sýna áhrif hitabreytinga á vatn

∙ geri sér grein fyrir hringrás vatns í umhverfi sínu

∙ geri athuganir í ferskvatni og í sjó.

∙ þekki hugtökin frumbjarga og ófrumbjarga lífverur, botnleðja, sýrustig og hitastig

∙ geti skýrt hvað ljóstillífun, fæðukeðja, vistkerfi er

∙ undirbúi og fari í rannsóknarferðir

∙ læri vísindaleg vinnubrögð þ.e. kunni að setja fram tilgátur, sannreyna þær og

Page 10: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

skrá skýrslur

∙ læri um tegundir lífvera sem lifa á landi, í ferskvatni og í sjó

∙ læri hvaðan vatnið í umhverfi hans kemur (þ.e. kalda vatnið og heita vatnið) og kynni sér

starfsemi vatnsveitanna

∙ læri hvernig hægt er að nýta orku vatns til að framleiða rafmagn

∙ læri um ýmsa aðra orkugjafa og tengsl við umhverfisvernd

Eðlis-og jarðvísindi

Að nemandi læri um:

∙ krafta og vélar

∙ lengd, tíma og hraða

∙ hljóð og tóna

∙ sólkerfi

∙ landmótun

∙ lofthjúp

Námsefni

Lífríkið í fersku vatni, Lífríki í sjó, www.vatnid.is. Auðvitað 2, Ljósið, Vatnið,

kennslumyndbönd

Námsmat

Verklag nemenda, frumkvæði, sjálfstæði og afköst verða metin í símati yfir veturinn.

Nemendur taka heimapróf um veturinn og ákveðin verkefni verða einnig metin. Sjálfsmat

verður einnig notað þar sem það á við.

Lífsleikni

Vinna í lífsleikni fer að mestu fram í heimakrók auk þess sem að lífsleiknin er samþætt öðrum

námsgreinum. Uppeldi til ábyrgðar verður haft að leiðarljósi í lífsleikninni í vetur, unnið

verður með hlutverk, fyrirmyndar bekkur, þarfir nemenda og bekkjarsáttmáli gerður. Einnig

verður námstækni kynnt fyrir nemendum. Nemendur verða þjálfaðir í bekkjar- ARTi í 12

vikur, þá er æft 3 x 1 kennslustund í viku. Kennslan skiptist í félagsfærnitíma,

Page 11: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

sjálfsstjórnunartíma og siðferðitíma. Hver tími hefur ákveðinn ramma og er byggður upp á

svipaðan hátt. Lögð er rík áhersla á að börnin fái að tjá sig og að í ART tímum sé ávallt

skemmtilegt þar sem jákvæð hegðun er kennd og styrkt. Farið verður í skemmtilega leiki,

spilað og sett upp lítil leikrit. Með þessu fá börnin verkfæri í hendurnar til að leysa ákveðnar

aðstæður sem hjálpar þeim að ná árangri í samskiptum bæði í skólanum og heima fyrir.

Markmið í lífsleikni eru samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla.

Námsmarkmið

Að nemendur:

∙ þjálfist í að tjá tilfinningar sínar, væntingar og hugsanir á fjölbreytilegan hátt

∙ geti sett sig í spor deiluaðila og finni sáttarleiðir

∙ geti sett sig í spor ólíkra persóna til að öðlast skilning á þeim og nota til þess

hlutverkaleiki

∙ læri að setja sér markmið og fylgja þeim eftir

∙ tileinki sér helstu samskiptadyggðir lýðræðislegs samfélags

∙ virði sitt eigið persónulega svæði og annarra

Námsefni

Ýmis verkefni frá kennara.

Námsmat

Samþætting við almenna þætti í námsmati.

Samfélagsfræði

Samfélagsfræðinni er skipt í þrjár lotur. Á haustönn verður saga Snorra Sturlusonar lesin, þar

er unnið með ýmis verkefni tengd sögunni en þau samþættast öðrum námsgreinum s.s.

íslensku, lífsleikni, myndmennt o.fl. Við vinnum með Snorra Sögu fram á miðönn en þá

tökum við fyrir bæinn minn, Selfoss. Á vorönn fræðast nemendur um norðurlöndin. Þar

verður unnið með námsefnið á ýmsa vegu t.d. með þemaverkefni ásamt verkefnavinnu og

lestri bóka. Í vinnu með norðurlöndin samþættum við allar verkgreinar við bóknámið.

Page 12: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

Námsmarkmið

Að nemandi:

∙ kynnist sögu Selfossbæjar og þróun byggðar á Selfossi.

∙ kynnist lífi og störfum fornmanna

∙ kynnist sögu og landafræði Íslendinga á miðöldum

∙ geti staðsett afmarkað tímaskeið sögunnar í sögu þjóðarinnar

∙ þekki valda landfræðilega þætti Norðurlanda

∙ þekki á landakorti Norðurlöndin, höf sem liggja að og helstu borgir

∙þekki helstu menningareinkenni t.d. tungumál, trúarbrögð, lífskjör, menntamál o.s frv.

∙ fái þjálfun í að sækja landfræðilegar upplýsingar í gagnasöfn

∙ geti notað kortabækur, kort, loftmyndir og hnattlíkön til upplýsingaöflunar

Námsefni

Snorra saga e. Þórarinn Eldjárn, Norðurlönd og kortabækur. Ýmiskonar efni af vefnum.

Námsmat

Verklag nemenda, frumkvæði, sjálfstæði og afköst verða metin í símati yfir veturinn.

Ákveðin verkefni verða einnig metin. Nemendur taka kannanir og próf yfir veturinn og við

annaskil, kannanirnar byggja þá á þeim þáttum sem unnið hefur verið með. Sjálfsmat verður

eining notað þar sem það á við.

Kristinfræði og trúarbragðasaga

Nemendur vinna bæði einstaklingslega og í hópum. Stuðst verður við kennslubókina Ljós

heimsins og efni af netinu auk annars efnis sem tengist viðfangsefninu. Í trúarbragðafræði

verður fjallað um Hindúatrú. Fyrir jól og páska verður kristinfræði samþætt öðrum greinum

eins og myndmennt, íslensku, lífsleikni, stærðfræði og upplýsinga- og tæknimennt. Leitast

verður við að bera hindúasið og kristna trú saman, hvað er líkt og hvað ólíkt. Áhersla á tónlist

og listir sem vaxa út úr trúarbrögðunum. Einnig verður skoðað hvernig trúin getur af sér

siðferði.

Page 13: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

Námsmarkmið

Að nemandi:

∙ kynnist völdum þáttum úr hindúasið

∙ öðlist þekkingu á kristinni trú

∙ þroski með sér gagnrýna hugsun og siðferðislega dómgreind.

∙ temji sér umburðarlyndi og virðingu fyrir rétti manna til mismunandi trúar- og

lífsskoðana.

∙ geti unnið sjálfstætt og í hópum að sameiginlegu verkefni

Námsefni

Ljós heimsins, Hindúar - Guð í mörgum myndum. Kennslumyndband: Trúarbrögð mannkyns,

Hindúatrú.

Námsmat

Verklag nemenda, frumkvæði, sjálfstæði og afköst verða metin í símati yfir veturinn.

Verkefnabók verður metin við lok yfirferðar. Sjálfsmat verður einnig notað þar sem það á við.

Íþróttir

Markmið:

Helstu markmið eru:

Að nemendur efli líkamshreysti og þrek með styrkjandi, liðkandi og úthaldsaukandi æfingum.

Að nemendur læri undirstöðuatriði hinna ýmissa íþróttagreina.

Að hver nemandi fái að njóta sín í þátttöku ýmissa leikja og íþrótta.

Að nemendum líði vel í íþróttatíma og fái að kynnast því að hreyfing er góð og skemmtileg. Öðlist jákvætt viðhorf til íþróttaiðkunar.

Tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gildi eru.

Námsefni/námsleiðir:

Notast er við flóknari útfærslur á æfingum og leikjum. Unnið er í einstaklings- og hópaæfingum.

Námsmat:

Page 14: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

Símat í formi umsagnar sem tekur mið af virkni, hegðun og félagslegri færni.

Þrepamarkmið:

Að nemandi leggi sig fram og taki þátt í þeim æfingum sem verið er að gera

Að nemandi læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi

Að nemandi sé fær um að framkvæma handahlaup

Að nemandi sé fær um að framkvæma handstöðuveltu

Að nemandi sé fær um að halda badmintonflugu á lofti 5 sinnum

Að nemandi sé fær um að framkvæma 5 armbeygjur á tám

Að nemandi sé fær um að taka uppstökk á hlaupum og skjóta á mark í handbolta

Að nemandi taki staðlað þolpróf, Multistage fitness test og nái a.m.k. þrepi 6

Sund

Markmið: Að nemendur taki þátt og hafi ánægju af fjölbreyttum undirbúningsæfingum sem

leggja grunn að getu til að synda: bringusund, skriðsund, baksund og skólabaksund. Þjálfist í

ýmsum möguleikum sundiðkunar til heilsueflingar. Einnig að þau fái jákvæða mynd af sundi

og sundkennslu sbr. aðalnámskrá. Farið yfir reglur og öryggi á sundstað.

Þrepamarkmið:

Að nemandi leggi sig fram í þeim æfingum sem verið er að gera

Að nemandi læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi

200 m bringusund viðstöðulaust.

50 m skólabaksund stilsund

25 m skriðsund - stílsund.

25 m baksund - stílsund

25 m bringusund á tíma. Lágmark 35 sek.

15 m björgunarsund (skólabaksundsfótatök).

8 m kafsund.

Kafa eftir hlut á 1 – 2m dýpi eftir 5m sund

Stunga af bakka.

Námsefni / námsleiðir: Ýmsar æfingar og leikir sem henta kunnáttu nemanda í 6. sundstigi,

notast við ýmis áhöld, s.s. blöðkur, flár og hringi.

Námsmat í sundi:

Page 15: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

Símat sem tekur mið af ástundun, virkni og hegðun og próf sem miðast við sundkunnáttu 6.

sundstigs.

Textílmennt

Námsmarkmið

∙ geri skissur af hugmynd sinni og þjálfist í að tjá sig um hugsanlega útfærslu í textílvinnu

∙ vinni munstur þar sem formum er raðað saman ∙ þjálfist í að yfirfæra áunna þekkingu frá öðrum greinum, t.d. stærðfræði, fyrir

munsturgerð ∙ búi til einfalt pappírssnið af nytjahlut ∙ öðlist færni í að sníða úr textílefni eftir eigin pappírssniði og mæla fyrir

saumförum ∙ læri að spóla og þræða tvinna á saumavél ∙ saumi óregluleg form á saumavél ∙ skreyti nytjahlut með hjálp saumavélar ∙ læri að hekla loftlykkjur, fastahekl og/eða stuðlahekl ∙ noti skriflegar leiðbeiningar og handbækur ∙ sýni fram á skipulögð og vönduð vinnubrögð ∙ noti hugtök og heiti textílgreinarinnar

Kennsluhættir: Lögð er áhersla á góða umgengni,framkomu og samvinnu í kennslustofunni.Brýnt er fyrir nemendum að ganga vel um áhöld greinarinnar,temja sér vönduð vinnubrögð og góðan frágang verkefna.

Námssgögn

Ýmsar handverksbækur, fagtímarit, Hannyrðir í 1.- 3. bekk, Á prjónunum eftir Unni Breiðfjörð

og fjölritað efni frá kennara.

Námsmat

Umsögn er gefin í lok annarinnar. Eftirtalin atrið eru höfð til grundvallar; hegðun, umgengni,

vinnusemi, frágangur verkefna, sjálfsstæði og hugmyndaauðgi.

Tónment

Markmið Nemendur fá tónmenntarkennslu einu sinni í viku, hálfan veturinn í senn og er bekknum skipt í tvennt. Markmiðið er að nemendur öðlist færni og kynnist grundvallaratriðum tónlistar með

Page 16: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

líkamstjáningu, tali, söng, hreyfingum, þjóðdönsum, leikrænni tjáningu og með því að leika á

áslátturhljóðfæri og laglínuhljóðfæri. Þróun og saga tónlistar skoðuð. Leitast verður við að nemendur þjálfist við að:

syngja lög af innlifun slá takt, heyra, nefna, skilja og flytja hryn í mismunandi takti á ýmiskonar vegu

(trommuhringir, klapp, stapp, ganga um, með hreyfingu og/eða söng, o.fl.) nota öll skynfærin, hlusta með hreyfingu, hlusta og mála/teikna o.fl. hreyfa sig í takt við tónlist vera skapandi í hugsun þekkja tónlist frá ýmsum löndum þekkja mismunandi tónlistarstefnur og strauma

Leiðir að markmiðum Nemendur syngja, dansa og læra algeng íslensk lög, þjóðlög og texta með leikrænni tjáningu. Þá æfa nemendur t.d. tví- og þríraddasöng, stofna litlar hljómsveitir, skapa sitt eigið verk með hryn og söng og flytja fyrir samnemendur. Nemendur æfa hina ýmsu takta í trommuhringjum auk þess sem kynnt verða allskonar hljóðfæri og notagildi þeirra. Farið verður í leiki, spurningakeppnir, karoke, ýmis myndbönd skoðuð og stutt skrifleg verkefni unnin. Námsgögn Hljóðspor, ýmsar aðrar kennslubækur, allskonar leikir, lítil ásláttarhljóðfæri, laglínuhljóðfæri, geisladiskar, laga– og textasöfn og veraldarvefurinn. Námsmat Símat þar sem horft er á hegðun, virkni, samvinnu og vinnubrögð. Umsögn er gefin í lok

annar.

Page 17: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

Viðmiðunarstundaskrá 6. bekkjar

Við skipulagningu kennslunnar ber kennurum að miða við neðangreinda skiptingu kennslutíma. Gert

er ráð fyrir að hvert kennarateymi geti hliðrað áherslum á einstök fög milli vikna eftir því sem

aðstæður leyfa en hverri önn skal í heildina skipt milli eftirtalinna greina aðalnámskrár grunnskóla í

þeim hlutföllum sem tilgreind eru.

Fag Vikust. Kennari

Íslenska 6 umsj.

Stærðfræði 5 umsj.

Enska 3 umsj.

Danska 1 SólS

Náttúrugreinar 3 umsj.

Samfélagsgreinar 5 umsj.

Upplýsinga- og tæknimennt 1 umsj.

Tjáning 2 umsj.

Tónmennt 1 GLG / umsj.

Smiðjur *) 4

Textíl EÓ

Smíði JMG

Útinám og leikni KÖS

Heimilisfræði MM

Myndmennt KG

UT GLG

Skólaíþróttir 3

Íþróttir 2 SEE

Page 18: Námsvísir fyrir 6. bekk Veturinn 2014 2015...2009/11/06  · - geti sett upp dæmi og útskýrt lausnir - geta áætlað svar við dæmi og námundað og notað slumpreikning - kynnist

Sund 1 ÁT / SG

Val til ráðstöfunar umsj.k. 1**) umsj.

35

*) Í smiðjum er árganginum skipt í 6 hópa sem flytjast milli verkefna 2*80 mín á viku.

**) Valtímar eru umsjónarkennurum til ráðstöfunar samkvæmt þeirra eigin skipulagi