Samhljóðabreytingar

8
Samhljóðabreytingar

description

Samhljóðabreytingar. Samhljóðakerfi nútímamáls. Samhljóðabreytingar hafa ekki verið miklar í sögu málsins. - PowerPoint PPT Presentation

Transcript of Samhljóðabreytingar

Page 1: Samhljóðabreytingar

Samhljóðabreytingar

Page 2: Samhljóðabreytingar

Samhljóðakerfi nútímamáls

Varahljóð Tannhljóð Gómhljóð

Lokhljóð p,b, t,d g,k

Önghljóð f,v þ,ð,s j

Nefhljóð m n

Sveifluhljóð r

Hliðarhljóð l

Page 3: Samhljóðabreytingar

Samhljóðabreytingar hafa ekki verið miklar í sögu málsins.

• Samhljóðabreytingar eru þó undirstaða þeirra mállýskna sem eru til á landinu. Breytingar hafa sem sé ekki farið á sama veg alls staðar á landinu. Flestar breytingarnar voru um garð gengnar um 1550.

Page 4: Samhljóðabreytingar

ll; nn; fl

• Völlur; hella; köllun hafa áður verið borin fram eins og þau eru skrifuð en nú er sagt hedla; vödlur, ködlun.

• Steinn;vænn; húnn hafa verið borðin fram eins og þau eru skrifuð en nú steidn; vædn; húdn en við segjum hann, hinn.

• -fn-, -fl- inni í orðum er nú borið fram –bn- og bl; safn, efni, hæfni,efla, tafla. Hliðstæður framburður var nokkuð algengur þegar sagt var habði.

Page 5: Samhljóðabreytingar

Harðmæli

• Tíðkast norðanlands allt frá Húnavatnssýslu austur á firði. Hann felst í því að hörðu lokhljóðin p, t og k eru fráblásnari en annarsstaðar á landinu.

Page 6: Samhljóðabreytingar

Hv- framburður

• Sunnan- og suðaustanlands tíðkaðist fram til 1950 að bera hv- í byrjun orða fram sem hv- en ekki kv- eins og víðast annarsstaðar.

Page 7: Samhljóðabreytingar

Raddaður framburður

• Fór saman við harðmælið á Norðurlandi. Þá voru l,n, m og ð rödduð á undan fráblásnum lokhljóðum. Dæmi: Stúlka, lampi, vanta, rauðka.

Page 8: Samhljóðabreytingar

Skaftfellskur rn- og rl- framburður

• Flestir segja stjardna og vardla þar sem skrifað er stjarna og varla. Þetta var þó ekki gert í Skaftafellssýslum.