Saga Völsunga, Buðlunga og Gjúkunga.

25
18.01.22 Rakel Sigurgeirsdóttir 1 Saga Völsunga, Buðlunga og Gjúkunga. Þessi samantekt er unnin af Rakel Sigurgeirsdóttur, íslenskukennara við Verkmenntaskólann á Akureyri, eftir Völsunga sögu og Skáldskaparmálum.

description

Saga Völsunga, Buðlunga og Gjúkunga. Þessi samantekt er unnin af Rakel Sigurgeirsdóttur, íslenskukennara við Verkmenntaskólann á Akureyri, eftir Völsunga sögu og Skáldskaparmálum. Uppruni Sigurðar. - PowerPoint PPT Presentation

Transcript of Saga Völsunga, Buðlunga og Gjúkunga.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 1

Saga Völsunga, Buðlunga og Gjúkunga.

Þessi samantekt er unnin af Rakel Sigurgeirsdóttur, íslenskukennara við Verkmenntaskólann á Akureyri, eftir Völsunga sögu og Skáldskaparmálum.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 2

Uppruni Sigurðar Sigmundur, sem var faðir Sigurðar,

féll áður en hann fæddist. Hann arfleiddi son sinn af sverði sínu sem var gjöf Óðins.

Sigurður lærði járnsmíði af manni sem hét Reginn.

Reginn var bróðir Fáfnis sem hafði breytt sér í dreka og lá á gulli sem faðir þeirra fékk í sonargjöld frá Óðni og félögum.

Þessi sonargjöld voru greidd fyrir Otur, þriðja bróðurinn, en fengin hjá Andvara.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 3

Sigurður vegur Fáfni Sigurður fékk hestinn

Grana frá Óðni. Reginn hjálpaði Sigurði

að setja Gram (sverðið) saman.

Sigurður fór með hest sinn og sverð til móts við drekann Fáfni.

Þegar hann hafði drepið drekann drap hann Regin og kastaði eign sinni á gullið (Fáfnisarf).

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 4

Sigurður með sverðið Gram

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 5

Sigurður fyrir framan

helli Fáfnis með sverðið

á lofti. Gullið er á milli

þeirra.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 6

Sigurður þvoðisér upp úr blóðiFáfnis sem gerðiHann

ósæranlegan.Hann hafði þóeinn veikan blettsem var á milliherðablaðanna.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 7

Brynhildur Buðladóttir

Brynhildur var valkyrja Óðins. Eitt sinn veitti hún öðrum sigur en þeim sem Óðinn hafði ákveðið. Í refsingarskyni ákvað Óðinn að hún skyldi giftast.

Fyrir þrábeiðni hennar breytti hann refsingunni og lagði á hana dásvefn.

Upp frá því hafði hún hvílt meðvitundarlaus á Hindafjalli umvafin vafurloga.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 8

Sigurður lofast Brynhildi

Eftir sigur Sigurðar á drekanum fór Sigurður á Hindafjall og fann Brynhildi. Hann vakti hana.

Hann trúði henni fyrir því að hann væri ósæranlegur nema á milli herðablaðanna.

Áður en þau skildu dró hann hringinn, Andvaranaut, á fingur henni og hét henni ást sinni og tryggð.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 9

Sigurður ásamthestinum Grana

þarsem hann finnurBrynhildi í

dásvefni.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 10

Brynhildur í ýmsum myndum

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 11

Sigurður hjá Gjúkum

Sigurður hafði sannað hreysti sína og hugrekki með sigri sínum á Fáfni og með því að ríða vafurlogann. Móður hans fannst þess vegna tímabært að hann hefndi föður síns.

Að því loknu kom hann við í höll Gjúka. Drottning hans, Grímhildur, blandaði Sigurði óminnis- og ástardrykk sem hún gaf honum að drekka. Hann gleymdi Brynhildi en varð á sömu stundu ástfanginn af Guðrúnu Gjúkadóttur.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 12

Sigurður Fáfnisbani og Guðrún

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 13

Sigurður og Guðrúneignuðust tvö börn. Þau voru: Áslaug ogSigmundur.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 14

Gunnar Gjúkason

Bræður Guðrúnar voru: Gunnar, Högni og Guttormur (Guttþormur).

Sigurður, Gunnar og Högni sórust í fóstbræðralag.

Gunnar vildi kvongast en hann hafði heyrt söguna af valkyrju Óðins sem hafði lokað sig af innan vafurloga og heitið því að giftast eingöngu þeim sem hefði hugrekki til að ríða hann.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 15

Brynhildur svikin

Sigurður reið vafurlogann í gervi Gunnars.

Vegna gleymskudrykkjarins þekkti hann Brynhildi ekki aftur en tók þó hringinn (Andvaranaut), sem hann hafði gefið henni, aftur.

Þegar heim var komið gekk Gunnar að eiga Brynhildi.

Guðrún ágirntist hringinn og gaf Sigurður henni hann að lokum.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 16

Þýsk veggmynd

sem á að sýna

þau Brynhildi

og Gunnar.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 17

Guðrún gat ekki þagað

Guðrún gat ekki þagað yfir leyndarmálinu varðandi það hvaða brögðum Brynhildur var beitt.

Þegar Brynhildur sá Andvaranaut á fingri Guðrúnar fylltist hún ákafri sorg og heift yfir því að Sigurður hafði bæði svikið ást þeirra og komið því til leiðar að hún rauf eið sinn við Óðin.

Þess vegna vildi hún Sigurð feigan.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 18

Brynhildur gengur í dauðann á eftir Sigurði.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 19

Guðrún gift Atla

Eftir dauða Sigurðar var Guðrún neydd til að giftast Atla, bróður Brynhildar.

Guðrún átti tvo syni með Atla. Atli ágirntist gullið; Fáfnisarf en

þeir Gunnar og Högni fengu það í arf eftir Sigurð mág sinn.

Atli býður því þessum bræðrum Guðrúnar til sín undir því yfirskini að hann ætli að halda þeim veglega veislu.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 20

Atli drepur bræður Guðrúnar

Guðrún varar bræður sína við því að þiggja heimboð Atla.

Hetjuhugsjón þessa tíma „bannar“ þeim þó annað en að þiggja heimboðið.

Áður en þeir fara fela þeir gullið í ánni Rín.

Atli drepur þá báða á grimmdarlegan hátt.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 21

Hefnd Guðrúnar

Samkvæmt hugmyndum þessa tíma bar að hefna þeirra bræðra.

Guðrún bregst ekki þeirri skyldu og launar líku líkt.

Hún drepur ekki aðeins syni sína og Atla, og svo Atla sjálfan, heldur kveikir hún í höllinni sem brennur ásamt öllu og öllum sem er/-u inni í henni.

Reynir að farga sjálfri sér í kjölfarið.

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 22

Húnar réðust inn í Evrópu að austan

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 23

Atli Húnakonungur í ýmsum myndum

Úr myndinni Night at the Museum

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 24

Atli samkvæmt Hollywood

24.04.23 Rakel Sigurgeirsdóttir 25

Tvær bíómyndir Attila the Hun kom út

2001. Gerard Buttler leikur Atla.

The Ring of the Nibelungs kom út árið 2006. Sú mynd heitir reyndar ýmsum nöfnum eins og Kingdom in Twilight og Curse of the Ring. Hún er í aðalatriðum byggð á útgáfu Wagners á sögu Niflunganna.