Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn...

75
Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Sóley Sævarsdóttir 230170-5419 1

Transcript of Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn...

Page 1: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Kennari: Ingvar Sigurgeirsson

Sóley Sævarsdóttir

230170-5419

Fjarnám- vor 2008

1

Page 2: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Efnisyfirlit

Inngangur...............................................................................................................................................6

1.Þáttur. Fræðilegt sjónarhorn: Gildi leikja í uppeldi og menntun..........................................................7

1.1.Fræðilegt sjónarhorn: Gildi leikja í uppeldi og menntun..............................................................7

1.2. Back to basis: Play in Early Childhood og Play as curriculum.......................................................7

2.Þáttur; Fræðilegt sjónarhorn: Flokkar og tegundir leikja.....................................................................9

2.1 Flokkun leikja................................................................................................................................9

3.Þáttur Leikjavefurinn - Leikjabankinn................................................................................................10

3.1. Leikjavefurinn - Leikjabankinn...................................................................................................10

3.2. Leikjasafnið................................................................................................................................10

3.2.1. Hópleikir.............................................................................................................................10

Borgin sefur..................................................................................................................................10

Hver er ég?...................................................................................................................................10

Fölsku tennurnar..........................................................................................................................11

Dýraleikur.....................................................................................................................................11

Blikkleikur.....................................................................................................................................12

3.2.2. Orðaleikir............................................................................................................................12

Að lesa afturábak..........................................................................................................................12

Orðaboðhlaup..............................................................................................................................13

Að ríma orð...................................................................................................................................13

3.2.3. Kynningarleikir....................................................................................................................14

Ég er frábær eins og ég er.............................................................................................................14

Nafnaruna.....................................................................................................................................14

Teboð í Kína..................................................................................................................................15

Nafnaleikur með tilþrifum............................................................................................................15

3.3. Könnun á erlendum vefum........................................................................................................16

Games Kids Play............................................................................................................................16

Leikir í vefbanka Valla...................................................................................................................16

3.4. Þróun leikjasafnsins.......................................................................................................................16

4.Þáttur Nafna- og kynningarleikir- hópstyrkingarleikir/hópeflisleikir..................................................17

4.1. Kynningarleikir...........................................................................................................................17

Góðan daginn...............................................................................................................................17

Leitað að fólki...............................................................................................................................17

2

Page 3: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Spottakynning...............................................................................................................................18

Hver kynnir annan........................................................................................................................19

Keðjueltingaleikur.........................................................................................................................19

Skriðdrekinn.................................................................................................................................19

Hönd í hönd, bak og fyrir..............................................................................................................20

Sjúkrabíll eða flækja.....................................................................................................................20

Ísbrjótar............................................................................................................................................20

Ávaxtaskálin..................................................................................................................................20

Slöngur og kóngulær.....................................................................................................................21

Eltingaleikur á einum fæti.............................................................................................................21

Eigum við að.................................................................................................................................21

5.Þáttur. Gamlir og góðir íslenskir leikir...............................................................................................22

5.1. Minningar..................................................................................................................................22

Fuglaleikurinn...............................................................................................................................22

Útilegumenn.................................................................................................................................22

5.2. Af hverju gamlir leikir?...............................................................................................................22

Fuglafit..........................................................................................................................................23

6. Þáttur. Leikir sem kveikjur................................................................................................................24

7. Þáttur. Sönghreyfileikir.....................................................................................................................25

8. Þáttur Hugþroskaleikir......................................................................................................................26

8.1. Hreyfileikir.................................................................................................................................26

Þetta er nefið á mér!....................................................................................................................26

Með .... á bakinu...........................................................................................................................27

8.2. Skoðunarleikir............................................................................................................................27

Að skoða í huganum.....................................................................................................................27

Í vetur...........................................................................................................................................27

8.3. Snertileikir.................................................................................................................................27

Hvað er í pokanum.......................................................................................................................27

Í vetur...........................................................................................................................................27

8.4. Hlustunarleikir...........................................................................................................................27

Hvaða hljóð er þetta?...................................................................................................................27

8.5. Rökþroskaleikir..........................................................................................................................28

Hvað gæti þetta verið...................................................................................................................28

Tilgátur byggðar á líkum...............................................................................................................28

3

Page 4: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

9. Þáttur: Námspil og flókin töfl............................................................................................................29

9.1 Spil..............................................................................................................................................29

Sequence......................................................................................................................................29

Undir sólinni.................................................................................................................................29

Íslenska fuglaspilið........................................................................................................................29

Myndabingó.................................................................................................................................29

Minnisspil.....................................................................................................................................29

Fræknir ferðalangar......................................................................................................................30

10. Þáttur: Gátur, þrautir og heilabrjótar.............................................................................................31

10.1. Myndagátur.............................................................................................................................31

Kapall gegnum ræsi......................................................................................................................31

Hvers konar mál?..........................................................................................................................33

Hvers vegna sökk báturinn?.........................................................................................................34

10.2 Rúmfræðiþrautir.......................................................................................................................35

Hex...............................................................................................................................................35

Tengja 4........................................................................................................................................36

10.3 Einföld töfl og spil.....................................................................................................................36

52 spil...........................................................................................................................................36

10. 4 Sagnagátur...............................................................................................................................37

10. 5. Eldspýtnaþrautir.....................................................................................................................37

10. 6. Rökleitargátur.........................................................................................................................38

10. 7 Raðþrautir................................................................................................................................38

Tengja 4........................................................................................................................................39

Tangram.......................................................................................................................................39

11.Þáttur. Orðaleikir.............................................................................................................................41

Að búa til orð................................................................................................................................41

Að lesa afturábak..........................................................................................................................41

Ég fór að veiða..............................................................................................................................41

Gálgaleikurinn..............................................................................................................................42

Hvað er í töskunni?.......................................................................................................................42

Öll orð byrja á sama staf (orða- og hugtakaleikur).......................................................................43

Stafrófið........................................................................................................................................45

Töflukrossgátur.............................................................................................................................46

Töflubingó....................................................................................................................................46

4

Page 5: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Paraleikur.....................................................................................................................................47

Orðaruna......................................................................................................................................47

Orðaboðhlaup..............................................................................................................................48

Saltkjöt og baunir.........................................................................................................................48

Keðjuorð.......................................................................................................................................49

12. Þáttur. Tölvuleikir...........................................................................................................................50

Minnisleikur..................................................................................................................................50

Ferhyrningar.................................................................................................................................50

Þrír í röð........................................................................................................................................50

Stafaleikir Bínu..............................................................................................................................51

Talnaferningurinn.........................................................................................................................51

Mitt mat á leikjunum....................................................................................................................51

Álfur..............................................................................................................................................51

Leikjanet.is........................................................................................................................................51

Fruit Twirls....................................................................................................................................52

Ludo..............................................................................................................................................52

Mahjopp.......................................................................................................................................52

Framlag til Leikjavefjarins – Leikjabankans...........................................................................................53

Fjársjóðaleikur......................................................................................................................................54

Samantekt........................................................................................................................................56

Lokaorð................................................................................................................................................57

Heimildaskrá.........................................................................................................................................58

Borðspil............................................................................................................................................58

5

Page 6: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

InngangurLeikjamappa þessi er handbók um leiki sem unnin var í KHÍ 2008 í námsgreininni ,,Leikir sem kennsluaðferð“. Kennarar á námskeiðinu voru Ingvar Sigurgeirsson prófessor, Ása Helga Ragnarsdóttir leikari og kennari við Háteigsskóla, Helgi Grímsson skólastjóri Sjálandsskóla og Kristín Valsdóttir aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands.

Námskeiðið fjallaði um gildi og notkun góðra leikja í skólastarfi og tómstundum og má þá nefna kynningar- og hópstyrkingarleiki, einfalda og flókna námsleiki, hópleiki, rökleiki, gátur, þrautir, námspil, söng- og hreyfileiki, orðaleiki og tölvuleiki svo eitthvað sé nefnt.

Það var skipt í tólf meginviðfangsefni. Þeim var lýst í kennslubréfum og í hverju þeirra var fjallað stuttlega um það viðfangsefni og verkefni lögð fyrir. Nemar áttu að kynna sér leiki, spil og gátur og prófa það. Auk þessara tólf kennslubréfa var hópverkefni sem tengdist uppbyggingu og þróun Leikjavefjarins – Leikjabankans.

Markmið námskeiðsins voru að nemenur...

öðlist aukinn skilning á þýðingu og uppeldisgildi góðra leikja þekki og geti skipulagt fjölbreytta leiki hafi fengið þjálfun í að undirbúa og stjórna margvíslegum leikjum þekki heimildir um leiki sem nota má í uppeldi og kennslu (handbækur, hugmyndabankar, efni á Netinu) þekki Leikjavefinn - Leikjabankann, geti nýtt sér hann og hafi lagt af mörkum til hans hafi aukið áhuga sinn á notkun leikja í uppeldis- og skólastarfi

Á þessu tímabili prófaði ég marga leiki í mínu starfi en ég vinn með börnum sem eru 10 og 11 ára gömul. Ég nýtti mér m.a. Leikjavefinn – leikjabankann og einnig komu krakkarnir sjálfir með leiki sem við prófuðum. Þetta tókst allt mjög vel og var mjög gaman. Eftir þennan áfanga er ég enn sannfærðari að leikir eiga fullan rétt á sér inni í skólastofunni. Kennarar sem nota leiki í kennslustundum sínum ná fram fjölbreyttari kennsluháttum, þeir brjóta upp daginn og halda uppi gleði hjá nemum sínum.

6

Page 7: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

1.Þáttur. Fræðilegt sjónarhorn: Gildi leikja í uppeldi og menntunVið byrjuðum á því að mæta í tíma í KHÍ í janúar 2008. Ingvar Sigurgeirsson ræddi þar við okkur um mikilvægi leikja. Við veltum því fyrir okkur hvað er leikur, hvað gerir leik að leik, hvað einkennir þessa hegðum og þessháttar. Þegar tíminn var búinn held ég að ég hafi komist að því að það er nánast ómögulegt að skilgreina hvað leikur er, það er a.m.k. mjög erfitt. Það hafa verið settar margar kenningar fram um leiki.

1.1.Fræðilegt sjónarhorn: Gildi leikja í uppeldi og menntun.Við þekkjum yfirleitt leiki þegar við sjáum þá þó svo að við getum ekki skilgreint þá með orðum. Leikur er frjálst val athafna, er sjálfsprottinn, skemmtilegur og gengur fyrir sig þannig að hægt er að átta sig á honum (Wardle 2007). Þetta er að mínu mati góð skýring á leik en mér finnst leikur vera svo miklu meira, það er ótrúlegt að það skuli vera svona erfitt að skilgreina leik. Hann er kannski aðferð sem manneskjan notar til að læra og skemmta sér. Vinsælustu leikirnir í dag eru sennilega þeir leikir sem tengjast tækninni. Tölvuleikir og sjónvarpsleikir eru alls ráðandi hjá bæði ungu fólki og einnig þeim sem eldri eru. Að mínu mati er nauðsynlegt að vera með leiki í skólanum, gamla og nýja, inni og úti og bara hvar sem er. Krakkar í dag vita bara ekki hvað þeir eiga að gera ef forráðamenn segja þeim ekki hvað gera skal. Það er svo mikið að gera hjá kökkum í dag að þeir hafa ekki tækifæri til að þróa með sér sjálfstæðan leik. Þeir eru í skólanum langt fram á dag og svo taka íþróttaæfingarnar og tónlistaskólinn við. Krakkar koma heim til sín oft á tíðum kl 19:00 á kvöldin og þá eru þeir uppgefnir. Þetta er kannski nokkuð hart hjá mér en samt mín skoðun.

1.2. Back to basis: Play in Early Childhood og Play as curriculum

Við byrjuðum að lesa þessar greinar með eftirfarandi spurningar í huganum.

Hvernig er leikurinn skilgreindur?Hver er meginþýðing leiks og leikja að dómi höfunda? Hver er þín afstaða?Hvernig tengist leikurinn þróun hugsunar hjá börnum?Hvað þýðingu hafa regluleikir (games with rules)?

Í Back to basis: Play in Early Childhood kom fram að leikurinn væri athöfn sem feli í sér þátttöku einstaklings sem einkennist af ákafa og hömluleysi. En í Play as curriculum kom fram að leikurinn væri frjálst val þátttakenda og frjáls þróun auk þess að hans sé notið. Ég held að við sem eldri erum verðum að slaka aðeins á og leyfa börnum og unglingum að þróa svolítið sjálf leikina sína. Við erum endalaust með skipanir og verðlaun fyrir allt og ekkert. Að mínu mati ætti ekki að vera endalaust með verðlaun og þetta er vandamál okkar sem eldri erum.

Hvernig er leikur skilgreindur?Það kemur fram í greinunum að börn setja sér ákveðnar reglur í leikjum og þurfa allir leikmenn að fara eftir þeim. Það kom fram að leikur sé frjáls athöfn þar sem áhugahvöt leiðir leikinn.Eins og hjá mörgum fannst mér nokkuð áhugavert að lesa að börn eru ekki að leika til að fá verðlaun fyrir.

Hver er megin þýðing leiks og leikja að dómi höfunda? Hver er þín afstaða?Að mati höfunda er leikur mikilvægur. Hann hefur margskonar gildi eins og að örva málþroska, styrkja félagsþroska, auka hreyfigetu, þjálfa rökhugsun og hugmyndaflug svo eitthvað sé nefnt. Börn leika sér af því að það er skemmtilegt og áhugavert.Afstaða mín til leiks er að hann á alltaf að vera með, í skólastofunni, heima hjá okkur eða hvar sem er. Ég fer oft í leiki með nemendum mínum. Það eru leikir sem bæði nemendur og kennari koma með og stjórna. Mjög gaman, áhugavert og þroskandi.Hvernig tengist leikurinn þróun hugsunar hjá börnum?Það kom fram í greininni Back-to-Basics að Piaget taldi börnin nota leikinn til þess að æfa sig á því sem þau hefðu lært, taldi að börnin lærðu ekkert nýtt í gegnum leikinn.

7

Page 8: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Vygotsky taldi hinsvegar að í leiknum þróist hugsun barnanna og þau noti ekki aðeins það sem þau viti nú þegar, heldur læri þau nýja hluti í leiknum.

Þegar börn leika sér nota þau það sem þau kunna og það nýja sem þau læra og upplifa í það skiptið. Þau þroskast á því að leika við leikfélaga sína, hvort sem hann er regluleikur eða frjáls.

Hvaða þýðingu hafa regluleikir (games with rúles)?Í regluleikjum eru markmiðin fyrirfram ákveðin en mismunandi leiðir farnar til að reyna að ná þeim. Þeir eru góðir ef fólk þarf að æfa sig í að fara eftir fyrirmælum og þess háttar. Í Play as Curriculum er talað um að börn læri mikið á samfélagið af því að leika leiki þar sem allir þurfa að fara eftir sömu reglunum.

8

Page 9: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

2.Þáttur; Fræðilegt sjónarhorn: Flokkar og tegundir leikja

Markmiðið þessa þáttar er að skoða flokkun leikja, hvernig eru leikir flokkaðir? Á Leikjavefnum – Leikjabankanum eru leikirnir flokkaðir í tuttugu mismunandi flokka, en annarstaðar eru kannski sjö flokkar.

2.1 Flokkun leikja.

Engin ein flokkunaraðferð er réttari en önnur til að flokka leiki. Í þeim fræðigreinum sem við lásum voru frekar einfaldar flokkanir. Það voru fimm til sex flokkar. Í báðum greinunum voru flokkar sem byggðu á aukinni sjálfsvitund og félagslegum þroska.

Þar sem ég er byrjuð að kenna finnst mér mikilvægt að það sé gott aðgengi að góðum leikjum sem auðvelt er að næla sér í. Ég held að það sé betra að hafa frekar marga flokka en of fáa svo hver flokkur segi manni fljótt frá innihaldinu. Ég tel að það sé þörf á að kennarar geti nýtt sér leiki í ríkulegum mæli í kennslu og það sparar mikinn tíma ef aðgengið er gott.

Í Back to basis: Play in early childhood er rætt um úti- og innileiki, einnig var þeim skipt niður í fimm flokka eftir því hvaða áhrif þeir áttu að hafa.

Fylgjast með EinstaklingsleikirEinstaklingar í hópiTengslaleikirSamvinnuleikir/hlutverkaleikir

Í Play as curriculum eru leikirnir flokkaðir í

hreyfi- og líkamsleikifélagslega leiki/ samskiptaleikiuppbyggingaleikiímyndunarleikiregluleiki

Í báðum greinunum byggja markmiðin á sjálfsvitund og félagslegum þroska.

Það sem ég tók eftir var,að það var sjaldan flokkurinn úti og inni leikir eða hvort leikirnir þurfa mikið eða lítið pláss. Ég geri mér grein fyrir því að það er örugglega mjög vandasamt að flokka leiki Að mínu mati er notkun leikja í kennslu afar mikilvægur þáttur fyrir þroska hvers og eins. Mér finnst flokkunin á leikjavefnum frábær og auðvelt að finna leiki þar inni, en mætti kannski bæta við hvort það væri heppilegra að vera inni eða úti. Einnig finnst mér mæti segja betur á hvaða aldri leikirnir virka best. Það er yfirleitt sagt frá 6 ára eða eitthvað annað, en hann kannski passar mjög vel fyrir 10 ára nemendur.

9

Page 10: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

3.Þáttur Leikjavefurinn - LeikjabankinnMarkmið þessa viðfangsefnis var að gera mig handgengna Leikjavefnum – Leikjabankanum (www.leikjavefurinn.is [3])

3.1. Leikjavefurinn - Leikjabankinn

Leikjavefurinn – Leikjabankinn er samvinnu- og þróunarverkefni kennara og kennaranema í KHÍ. Hann er í umsjón Ingvars Sigurgeirssonar, prófessors við KHÍ. Á þessum vef gefst notendum kostur á að senda inn leiki í safn bankans því markmiðið er að gera öflugan leikjabanka sem nýtist m.a. í skólastarfinu og kynna þá með aðgengilegum hætti. (Leikjavefurinn – Leikjabankinn). Þessi vefur er í stöðugri þróun því öllum gefst kostur á því að senda inn leiki. Í þessum banka eru nú þegar um 300 leikir og leikjaafbrigði ásamt tenglum á erlenda leikjavefi. Mér finnst frábært að búið sé að gera svona öflugan banka og sendi ég hér með klapp á bakið til bankastjórans. Húrra húrra.

3.2. Leikjasafnið Ég skoðaði leikjavefinn og fann mjög marga áhugaverða leiki sem ég prófaði með bekknum mínum.

3.2.1. HópleikirBorgin sefur. Ég hef mikið dálæti á Borgin sefur. Ég er búin að nota hann mikið frá því ég byrjaði að kenna 1997. Hann gengur vel alveg frá 1. bekk og uppúr.

Borgin sefur

Flokkur: Hópleikir Markmið leiks: Að auka næmi nemenda með skynjun og hlustun, slökun Gögn: Skólaborð. Aldursmörk: Frá 6 ára Leiklýsing: Þrír til fjórir nemendur eru fengnir upp að kennaraborði og segja ,,Borgin sofnar“ og borgabúar (sem eru aðrir nemendur) sofna fram á borðin sín og snúa öðrum þumalfingri sínum upp í loft. Nú læðast völdu nem. að einum hver, ýta þumli þeirra niður og læðast síðan aftur að kennaraborðinu og segja ,,Borgin vaknar“ og borgarbúar rísa upp. Þeir sem ýtt var á koma að töflunni og standa fyrir aftan þann borgarstjóra sem þeir halda að hafi ýtt á sig. Ef borgarbúi stendur fyrir aftan réttan borgarstjóra verða skipti og borgarstjórinn fer í sætið sitt og verður borgarbúi og borgarbúinn að borgarstjóra. En ef giskað var vitlaust fer borgarbúinn í sætið sitt aftur og borgarstjórinn heldur áfram.Þessi leikur er skráður inn á leikjavefinn árið 1997 og var það Kristín Helgadóttir sem sendi hann inn.

Í vetur prófaði ég að breyta honum aðeins og kalla ég hann

Hver er ég?. Þeir sem ,,eru hann,, pikka í öxlina á þeim sem grúfa og hvísla ,,hver er ég,, í staðin fyrir að ýta á fingur. Þeir sem fá spurninguna í eyrað sitt setja aðra hönd upp á höfuð(svo hinir sem ,,eru hann,, viti að búið er að hvísla að honum). Þegar allir eru búnir sem ,,eru hann,, segja ,,vakna“ þá koma þeir sem fengu hvísl í eyra og reyna að geta hver hvíslaði í eyra þeirra. Þetta fannst krökkunum mjög skemmtilegt. Þessi leikur hentar í hópi þar sem allir þekkja alla.

Fölsku tennurnar. Þennan leik lærði ég 1995 og er búin að nota hann mikið síðan.Þetta er frábær leikur og veldur miklum hlátrasköllum. Við prófuðum að vera nafnorð og sagnorð í staðinn fyrir að vera ávextir og grænmeti. Við vorum að rifja upp í íslensku og byrjuðum á því að fara í leikinn með því að velja okkur nafnorð svo sagnorð. Þetta tókst mjög vel.

10

Page 11: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Fölsku tennurnar

Flokkur: Ýmsir hópleikir Markmið leiks: Að slá á létta strengi - hlæja saman Aldursmörk: Frá 6 ára Leiklýsing: Þátttakendur sitja eða standa í hring. Allir klemma saman munninn þannig að ekki sést í tennur. Ef einhver sýnir tennurnar er hann úr leik!

Þátttakendur velja sér einhvern ávöxt eða grænmeti. Þeir tilkynna hvaða ávöxtur grænmeti þeir eru og þurfa að muna vel hvað þeir völdu.

Leiðbeinandi byrjar á klapphreyfingu (allir klappa með) og segir sinn ávöxt um leið (tvisvar eða þrisvar eftir því sem hann ákveður), síðan bætir hann við einum ávexti. Sá sem á þann ávöxt tekur við og klappar og bætir síðan við öðrum ávexti. Sá sem á þann ávöxt tekur við og þannig koll af kolli. Sá er úr leik sem sýnir tennurnar eða fer að hlæja.

Þessi leikur skapar yfirleitt mikla kátínu! Góða skemmtun Skráður: 2007 Sendandi: Ása Helga Ragnarsdóttir

Dýraleikur. Ég sótti þennan leik í haust á Leikjavefinn og er búin að nota hann í vetur. Það var þemaverkefni hjá okkur í vetur, 5.- og 9. bekkur voru að vinna saman og við fórum í þennan leik. Hann gekk mjög vel og allir skemmtu sér konunglega. Í vetur lærðu nemendur mínir um víkinga, Leif heppna og félaga og við prófuðum víkingastaði og það gekk ágætlega.

Dýraleikur (ágiskun)

Flokkur: Hópleikir Markmið leiks: Þjálfa athygli, snerpu og þol. Aldursmörk: Frá 7 ára Leiklýsing: Nemendum er skipt í tvö lið sem snúa hvort á móti öðru og eru hafðir u.þ.b. 2-3 m á milli þeirra. Annar hópurinn velur sér dýranafn, hinn hópurinn á að reyna að giska á rétt nafn. Um leið og hópurinn, sem giskar, getur rétt á hinn hópurinn að hlaupa í borg sem er í enda vallarins, en hópurinn, sem giskaði, á að reyna að "klukka" sem flesta. Þeir sem nást fara yfir í hitt liðið. Síðan skipta liðin um hlutverk. Það lið sigrar sem er með flesta leikmenn þegar ákveðinn fjöldi umferða er búinn. Útfærsla: Hægt er að hafa önnur nöfn, t.d. á plöntum, löndum, sögufrægum stöðum eða byggingum.

Hægt er að fara í afbrigði af þessum leik í skólastofunni. Nemendum er þá skipt í tvö lið. Liðin skiptast á að hugsa sér atriði úr því námsefni sem nemendur hafa verið að læra um, t.d. í náttúrufræði, landafræði eða samfélagsfræði. Annað liðið fær eina mínútu til þess að giska. Hitt liðið svarar með "já" og "nei". Ef liðið getur giskað á rétt svar innan tímamarkanna þá fær það eitt stig, ef ekki, þá fær hitt liðið eitt stig Skráður: 1998

Sendandi: Jóna Hildur

11

Page 12: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Blikkleikur. Það var pólsk stúlka í bekknum mínum sem kom með þennan leik. Hún hafði lært hann í heimalandi sínu áður en hún flutti til okkar. Þennan leik má finna á Leikjavefnum og var skráður af Þorgerði Sævarsdóttur

Blikkleikur

Flokkur: Hópleikir Markmið leiks: Skerpa athygli, skemmta sér. Gögn: Engin. Aldursmörk: Frá 8 ára Leiklýsing: Helmingur nemenda situr á stólum sem raðað er í hring. Bak við hvern nemanda sem situr stendur annar nemandi. Í sígildri útgáfu þessa leiks eru verkaskipti milli kynja þannig að annað kynið stendur, hitt situr. Einn „er‘ann“ og er sá kallaður „blikkarinn“. Fyrir framan hann er auður stóll.

Blikkarinn á að reyna að blikka einhvern sem situr og ná honum í stólinn til sín. Þeir sem standa fyrir aftan eiga að reyna að koma í veg fyrir að blikkarinn nái í þann sem situr fyrir framan þá. Ef blikkarinn blikkar einhvern þá á hann að reyna að komast í auða stólinn til blikkarans en sá sem stendur fyrir aftan á að reyna að koma í veg fyrir það með því að taka utan um viðkomandi.

3.2.2. OrðaleikirÍ flokki orðaleikja eru alls konar leikir með orð og setningar. Flestir þeirra henta vel í móðurmálskennslu og einnig í kennslu erlendra mála. Marga orðaleiki er auðvelt að tengja landafræði, sögu eða náttúrufræði.(Ingvar Sigurgeirsson vefurinn)

Að lesa afturábak. Ég er búin að þekkja leikinn lengi og notað mikið. Krakkarnir biðja oft um að fá að fara í hann. Ég hef bæði notað hann með ungum krökkum 2. bekk og alveg upp í 8. bekk. Skemmtilegur leikur sem allir geta verið með. Það er tilvalið að nota hann þegar krakkarnir eru að fara heim, ef þeir vita orðið hvísla þeir í eyra kennarans og fá þá að fara ef orðið er rétt en fara aftast í röðina ef orðið er vitlaust.

Að lesa afturábak Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Æfa lestur, að sjá í huganum. Gögn: Spjöld með orðum yfir ýmsa hluti sem sjást í umhverfinu, t.d. inni í skólastofunni. Aldursmörk: Frá 7 ára Leiklýsing: Nemendur velja sér orð, lesa það afturábak og hinir nemendurnir eiga að reyna að finna út hvaða orð það er. Dæmi: bók - kób

Nemendur geta verið í hópum eða stakir en hver og einn nemandi/hópur fær að velja orð.

Útfærsla: Nemandi segir: "Ég sé kób" eða "Skip mitt kemur að landi og í því er kób." Skráður: 1994 Sendandi: Anna María Arnfinnsdóttir og Guðrún Lilja Rúnarsdóttir

Orðaboðhlaup. Mér fannst hann áhugaverður því auðvelt er að breyta honum, eftir því hvað verið er að vinna með í það skiptið. Nemendum í 5. bekk fannst þessi leikur mjög skemmtilegur, við prófuðum mörg orð.

OrðaboðhlaupFlokkur: Orðaleikir

12

Page 13: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Markmið leiks: Að þjálfa nemendur í því að finna orð með hliðsjón af einstaka stöfum. Þennan leik er einnig hægt að nota til þess að þjálfa stafsetningu og málfræði (sjá lýsingu). Gögn: Tafla, krít eða flettitafla og tússpenni. Aldursmörk: Frá 9 ára Leiklýsing: Bekknum er skipt í lið. Kennari (eða annar stjórnandi) skrifar orð, lárétt á töfluna (eitt fyrir hvert lið). Liðin keppa síðan (í boðhlaupi) um hvaða lið verði fyrst til þess að skrifa einhver orð lóðrétt niður fyrir hvern staf orðsins sem kennari skrifaði. Það lið sem er fyrst til þess að skrifa orð við alla stafina sigrar. Dæmi:

n e m a n d i

a f a p á ó n

f n ð i l m n

n i u a i

r r

iÚtfærsla: Þennan leik er mjög auðvelt að útfæra. Hann má t.d. nota við kennslu á málfræði. Kennari getur þá skrifað eitthvert orð og nemendur skrifa þá orð úr ákveðnum orðflokkum, t.d. sagnorð, lýsingarorð eða nafnorð, lóðrétt niður. Skráður: 1994 Sendandi: Hafdís Hilmarsdóttir

Að ríma orð. Þriðji leikurinn var Að ríma orð. Mér fannst þessi leikur áhugaverður því það er auðvelt að breyta honum. Ég prófaði að ríma eins og leiklýsing sagði til um og fannst það frekar auðvelt en krökkunum fannst hann skemmtilegur, svo breytti ég honum og nemendur áttu að segja nafnorð. Svo var endalaust hægt að bæta við, nafnorð með greini, nafnorð í fleirtölu o.s.frv. Að mínu mati góður námsleikur.

Að ríma orð Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Að þjálfa yngstu börnin í að ríma og fá tilfinningu fyrir málinu Gögn: Lítill mjúkur bolti. Aldursmörk: Frá 7 ára Leiklýsing: Gott er að setjast í hring. Bolta er kastað til einhvers í hringnum. Sá sem kastar, segir eitthvert orð sem hinn á að geta rímað við samstundis eða gefa pant ella. Ef sá fyrri segir t.d.: "Maður", þá svarar hinn "Staður". Sá sem fær boltann kastar næst og segir nýtt orð. Ef sá sem kastar segir orð sem hann sjálfur getur ekki rímað við, þá gefur hann pant en hinn sleppur. Skráður: 1999 Sendandi: Lára Torfadóttir og Ingibjörg Eyþórsdóttir

3.2.3. KynningarleikirKynningarleikir eru ætlaðir hópum þar sem fólk er að kynnast. Þeir henta því vel á haustin þegar kennari hittir nýjan bekk eða í upphafi námskeiðs sem standa á í nokkurn tíma.(Ingvar Sigurgeirsson:leikjavefurinn)

Ég er frábær eins og ég er. Ég prófaði þennan leik fyrst. Mér finnst þetta frábært því ég tel að það sé gott fyrir alla að æfa sig í að standa fyrir framan hóp og getað sagt eitthvað jákvætt um sjálfan sig. Fólk kynnist líka ólíkum hliðum hinna og fræðast hver um annan.

13

Page 14: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Ég er frábær eins og ég er.Flokkur: Kynningarleikir Markmið leiks: Kynnast öðrum í hópnum Gögn: Stólar Aldursmörk: Frá 5 ára Leiklýsing:

Þátttakendur sitja í hring. Hver og einn á að hugsa um eitt atriði sem er einstakt við sig. Einn byrjar og segir frá því hvað þetta er. Ef það sem hann nefnir á við fleiri standa þeir upp og setjast á hann. Sá sem byrjaði verður nú að láta sér detta í hug eitthvert annað atriði sem er sérstakt við hann í von um að það eigi ekki við hina. Takist honum það losnar hann við þá sem settust á hann og sá næsti fær að reyna.

Þetta er kjörinn kynningarleikur þar sem þátttakendur fræðast hver um annan og kynnast oft óvæntum hliðum hinna. Skráður: 2007 Sendandi: Helgi Grímsson

Nafnaruna er annar leikurinn sem ég kynnti mér í þessum flokki. Þessi leikur var mjög auðveldur þar sem ég prófaði hann, því allir þekkja alla hér hjá okkur. Hafði því miður ekki tækifæri á að prófa hann á fólki sem þekkist ekki neitt. Í þessum leik eru allir í hring og einn byrjar að segja nafnið sitt, sá næsti segir það og síðan sitt nafn, þriðji segir fyrsta nafnið, svo annað og síðan sitt. Svona gengur þetta koll af kolli.

Nafnaruna.Flokkur: Kynningarleikir Markmið leiks: Læra nöfn bekkjarfélaganna.Aldursmörk: Frá 5 ára Leiklýsing: Leikmenn sitja í hring. Einn byrjar að segja nafn sitt, sá næsti segir það nafn og síðan sitt nafn, sá þriðji segir nafn hins fyrsta og annars og bætir síðan sínu nafni við. Þannig koll af kolli þar til hringurinn lokast. Skemmtilegt er ef kennarinn er síðastur og segir nöfn allra.

Skemmtilegt afbrigði af þessum leik er að nemandinn sem nefndur er standi upp rétt á því augnabliki sem nafn hans er nefnt. Eins reynir mjög á ef föðurnafn er haft með.

Útfærsla 1:Mun erfiðara afbrigði af þessum leik byggist á því að auk nafnsins er framkvæmd einhver hreyfing (klappa saman lófum, stappa, hoppa, klípa í nef sér, gretta sig o.s.frv.). Leikmenn verða bæði að endurtaka nöfn og þá hreyfingu sem viðkomandi valdi sér. Þetta afbrigði gengur varla í mjög stórum hópum en má reyna.

Útfærsla 2:Þátttakendur segja nafnið sitt og finna eitthvert viðurnefni sem byrjar á sama staf og nafn viðkomandi (t.d. Helga hestur). Næsti á síðan að segja sitt nafn og finna orð og segja síðan nafn þess sem kynnti sig fyrst og síðan koll af kolli. Sá sem er síðastur þarf því að segja nöfn allra.

Önnur útfærsla er að láta krakkana finna orð sem byrjar á upphafsstaf þeirra, en er t.d. lýsingarorð og má þá leika þetta í tengslum við kennslu lýsingarorða.

14

Page 15: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Aths. Ýmsir hafa sent Leikjabankanum afbrigði af þessum leik: Ingvar Sigurgeirsson og Ingimar Ingimarsson 1992, Helga Gísladóttir 1997, Lilja M. Jónsdóttir 1999.Skráður: 1993 Sendandi: Ýmsir, sjá útfærslu

Teboð í Kína. En einn nemandi minn kom með leik sem er svipaður og þessi. Hann heitir Teboð hjá keisaranum í Kína og ég kynnti hann inni á WebCT. Vona að einhver geti nýtt sér þennan skemmtilega leik. Bekknum fannst hann mjög skemmtilegur.

Allir sitja í hring og sá sem byrjar segir... Ég var í teboði hjá keisaranum í Kína og sá...(einhverja fræga persónu t.d.)Silvíu Nótt.Næsta persóna segir það sama ...ég var í teboði hjá keisaranum í Kína og sá Silvíu Nótt ..(og kemur með einhverja fræga persónu þar á eftir) Ólaf Ragnar Grímsson.Þriðja persóna ...ég var í teboði hjá keisaranum í Kína og sá Silvíu Nótt, Ólaf Ragnar Grímsson og ... Svona gengur þetta þangað til einhver stendur á gati og man ekki endurtekningarnar og þá dettur hann úr leik. Sá sem verður síðastur úr vinnur.

Nafnaleikur með tilþrifum var þriðji og síðasti leikurinn sem ég valdi. Mjög skemmtilegur leikur sem hægt er að fara í hvort sem fólk er að kynnast eða ekki. Ég prófaði báðar útfærslurnar sem gefnar eru upp með leiknum á leikjavefnum. Mjög gaman.

Nafnaleikur með tilþrifum.Flokkur: Kynningarleikir Markmið leiks: Læra nöfn, skapa góða stemningu, söngur, leikræn tjáning. Aldursmörk: Frá 7 ára Leiklýsing: Þátttakendur mynda hring og haldast í hendur. Sá sem valinn er til að vera fyrstur losar sig og gengur inn í hringinn og syngur nafnið sitt með tilþrifum: „Ég heiti ...“ og framkvæmir um leið leikræna hreyfingu eða býr til dans. Síðan snýr hann sér að einhverjum í hringnum sem ekki hefur kynnt sig og hneigir sem fyrir honum eða gefur með öðrum hætti (með bendingum, togar viðkomandi fram á gólfið, blikkar ...) til kynna að sá eigi að taka við. Nemendur reyna að hafa söng og leikræna tilburði sem fjölbreyttasta og helst að láta kynningarnar ganga svo greiðlega fyrir sig að samfella verði í leiknum. Útfærsla:

1. Hver nemandi endurtekur leik þess sem var næstur á undan og syngur „Þú heitir ... “ um leið og hann endurtekur hreyfinguna. Síðan bætir hann við „ ... en ég heiti ... “ og bætir við sinni eigin hreyfingu. 2. Um leið og nemandinn hefur kynnt sig svara hinir „Þú heitir ...“ og reyna að syngja það með sama lagi um leið og þeir reyna að endurtaka þá hreyfingu eða leikrænu tilburði sem fylgdu.

Skráður: 2003Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

3.3. Könnun á erlendum vefumÁ Leikjavefnum er bent á áhugaverða leikjasíður. Ég valdi þessar til að skoða.

Games Kids Play.Þetta er bandarískur leikjavefur með mikið safn barnaleikja. Þarna inni eru skemmtilegir leikir en kannski er ekki nægilega gott skipulag miðað við það sem við vorum að vinna með. Leiklýsingar eru ekki nægilega nákvæmar, það er ekki getið um aldur eða tímamörk.

Leikir í vefbanka Valla. Þennan vef valdi ég af því að hann er á íslensku. Hann er tenglasafn og er einn tengillinn leikir. Þar inni er safn af mörgum íslenskum síðum. Þetta eru yfirleitt gagnvirkir leikir

15

Page 16: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

en lítið um síður sem bjóða upp á leikjahugmyndir fyrir kennara. En það er gaman að fara inn á þennan vef kringum jólin, því þar leynast ýmsar upplýsingar um jólastandið allt saman. Ég tel að þetta sé ágætis afþreyingarvefur því þar leynist ýmislegt.

Að síðustu skoðaði ég Kidspysych sem er frábær vefur með rökhugsunarleikjum. Hann er mjög líflegur og skemmtilegur, litríkur og flottur. Vefurinn er fyrir börn á aldrinum 1 til 9 ára. Þetta er samstarfsverkefni sem unnið er af aðilum úr heilbrigðisgeiranum til að hjálpa þeim sem eru að leysa verkefnin á vefnum hvort sem það eru kennarar, félagsráðgjafar, foreldrar eða aðrir. Það er talað um að þessi síða henti vel fyrir börn til að þekkja sjálfan sig og aðra betur.

3.4. Þróun leikjasafnsinsÉg hef notað Leikjavefinn – Leikjabankann mikið undanfarin ár og finnst hann mjög góður. Mér finnst auðvelt að leita að því sem mig vantar. Það er helst þegar ég er búin að skoða einhvern leik og fer út úr honum aftur að það skiptist ekki um lit á því sem búið er að skoða. Einnig mætti setja inn hvort það henti betur að vera úti eða inni í þeim leiknum. Það væri líka gaman ef maður gæti séð hvaða leikir væru vinsælastir svipað og er inni á leikjanet.is. Þetta finnst mér að þyrftir að breyta.

Góð flokkun leikja og auðvelt að grípa í.

NÝIR LEIKIR | LEIKJASAFN | MAT Á LEIKJUM | LEGGÐU INN LEIKUM LEIKJAVEFINN/LEIKJABANKANN | ÞAKKARORÐ

Hreyfileikir og æfingar (41)Orðaleikir (31)Ýmsir hópleikir (30)Ýmsir námsleikir (29)Rökleikir (24)Söng- og hreyfileikir (23)Námspil (21)Leikbrúður og leikræn tjáning (17)Hreyfiþrautir (13)Kynningarleikir (12)Spurningaleikir (12)Athyglis- og skynjunarleikir (11)Hópstyrkingarleikir (8)Hópskiptingarleikir (7)Teikni- og litaleikir (6)Ratleikir (5)Söguleikir (4)Hver á að ver'ann? (3)Origami - pappírsbrot (3) og Raðþrautir (2) (Leikjavefurinn, ótt 20. 04.2008)

4.Þáttur Nafna- og kynningarleikir- hópstyrkingarleikir/hópeflisleikir

Markmið þessa viðfangsefnis var að vekja til umhugsunar þýðingu leikja til að efla og bæta samskipti. Hópefli- og hópstyrkingarleikir eru leikir sem hafa það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á samskipti fólks. Þegar hópur fólks hittist í fyrsta sinn er gott að vera fljótur að læra ný nöfn og það á sérstaklega vel við um kennara og nemendur því þá verða bæði kennarar og nemendur öruggari með sig í

16

Page 17: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

kennslustofunni. Þá kemur sér mjög vel að kunna eitthvað af hópeflisleikjum. Svona leikir eru mjög góðir til að hjálpa fólki að kynnast og auðvelda sérstaklega þeim sem eru feimnir. Einnig henta þessir leikir vel þegar bæta þarf samskipti milli nemenda og henta því vel þegar kljást þarf við vandamál í bekkjum eins og einelti.

4.1. KynningarleikirÞað koma í ljós nýjar hliðar hjá ákveðnum einstaklingum og þeir fá tækifæri til að kynnast betur þegar þeir fara í svona leiki. Í 3. Þætti var ég búin að skoða kynningarleikir en hér koma nokkrir í viðbót.

Góðan daginn. Mér finnst hann skemmtilegur því hann skerpir hlustun og eftirtekt. Þetta er reyndar leikur þar sem þátttakendur þurfa að þekkjast vel og þekkja öll nöfnin á bekkjarfélögum sínum.

Góðan daginn

Flokkur: Kynningarleikir Markmið leiks: Skerpa hlustun og eftirtekt, kynna nöfn. Gögn: Engin Aldursmörk: Frá 9 ára Leiklýsing: Einn leikmaður hefur bundið fyrir augu þannig að hann sjái ekki aðra leikmenn sem sitja í sætum sínum. Stjórnandi leiksins gefur einhverjum leikmanni bendingu. Hann stendur upp og segir "Góðan daginn ... (nafn blindingjans)" og breytir gjarnan röddinni. Blindinginn reynir að þekkja röddina og svarar þá t.d. "Góðan daginn, Anna". Hann má geta einu sinni til þrisvar (ákveðið hverju sinni t.d. með hliðsjón af aldri nemenda) og dugi það ekki til skipta þeir um hlutverk. Ef blindinginn getur rétt heldur hann áfram hlutverki sínu. Þetta má vitaskuld hafa öfugt. Útfærsla: Í annarri útgáfu þessa leiks gengur blindinginn milli hinna leikmannanna, heilsar með handabandi og spyr að nafni. Sá sem svarar hverju sinni segir til nafns og föðurnafns og segir jafnvel einhver deili á sér. Sá sem svarar notar annað hvort eigið nafn eða einhvers annars í hópnum. Blindinginn svarar með því að segja hvort satt var eða logið. Geti hann rétt hafa þeir hlutverkaskipti. Skráður: 1994 Sendandi: Pétur V. Georgsson

Leitað að fólki. Þennan leik sótti ég síðast liðið sumar áður en ég fór á ættamót. Hann vakti mikla kátínu og hristi hópinn vel saman. Ég hef ekki prófað hann hjá nemendum en það voru bæði gamlir og ungir sem fóru í hann á ættarmótinu góða.

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=55

Leitað að fólki

Flokkur: Kynningarleikir Markmið leiks: Nemendur kynnist. Gögn: Sjá leiklýsingu. Aldursmörk: Frá 10 ára Leiklýsing: Nemendur fá í hendur vinnublað með ábendingum um að leita að fólki sem uppfyllir ákveðin skilyrði:

Finndu einhvern sem ...

hefur átt heima í sveit.

17

Page 18: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

hefur gengið á fjall sem er hærra en 1000 metrar á hæð.

sem hefur komið til Kaupmannahafnar.

á sér stærðfræði að eftirlætisnámsgrein.

á óvenjulegt gæludýr.

elskar óperur.

er hrædd(ur) við köngurlær.

o.s.frv.

Útfærsla: Kjörið er að nemendur ákveði sjálfir hvaða upplýsinga er aflað. Skráður: 1995 Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Spottakynning. Mér fannst þessi leikur hálf misheppnaður. Hann tókst ekki nægilega vel, kannski var hópurinn ekki heppilegur í þetta skiptið. Gæti trúað að þessi væri góður á t.d. námskeiðum fyrir kennara, til að hrista aðeins upp í liðinu.

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=283

SpottakynningFlokkur: Kynningarleikir Markmið leiks: Að kynnast á skemmtilegan hátt og þjálfa framsögn Gögn: Mislangt garn eða annar spotti (frá 10 cm) Aldursmörk: Frá 10 ára Leiklýsing: Nemendur draga sér einn spotta hver, en spottarnir eru hafðir mislangir. Gott er að viðhalda forvitni nemenda með því að segja þeim ekki strax til hvers spottinn er. Tilgangurinn með spottanum er sá að nemendur eiga að snúa spottanum löturhægt um vísifingur sér á meðan þeir kynna sig og þurfa að tala þangað til spottinn er búinn! Þeir sem eru með stysta spottann geta sloppið með að segja bara nafn sitt og aldur, á meðan þeir með lengsta spottann geta þurft að þylja upp hálfa ævisöguna! Skráður: 2006 Sendandi: Margrét Erla Guðmundsdóttir

Ég prófaði einnig leiki í heftinu hans Helga Grímssonar skólastjóra. Þar er að finna marga skemmtilega leiki sem ég hef ekki prófað eða heyrt um áður. Það eru mjög einfaldar, hnitmiðaðar og góðar lýsingar á leikjunum sem mér finnst kostur fyrir kennara.

Hver kynnir annan. Ég prófaði leik með 5. bekkingum sem heitir ,,Hver kynnir annan“. Þetta var mjög skemmtilegur leikur. Mér fannst skemmtilegt hvað krökkunum fannst gaman að spyrja og finna út spurningar, hvað þau spáðu mikið í þessar spurningar sínar.

18

Page 19: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Hver kynnir annan

Rými: Inni (eða úti ef veður leyfir)

Áhöld: Skriffæri

Aldur: Allir aldurshópar eldri en 10

Hópastærð: 6–30

Þátttakendur vinna saman í pörum. Þátttakendur fá 5 mínútur til þess að taka örstutt viðtal hverjir við aðra (nafn, fæðingardagur, uppáhalds ..., fjölskyldan ...) og eiga síðan að kynna félaga sinn fyrir hinum í hópnum í stuttu máli.

Keðjueltingaleikur. Ég prófaði ,,Keðjueltingaleik“ með 5. og 9. bekk saman. Þetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru lítill og stór sem voru saman í hlekk. Það kom mér verulega á óvart hvað þetta tókst vel því þetta eru mjög ólíkir bekkir.

Keðjueltingaleikur

Rými: Inni eða úti

Áhöld: Engin

Aldur: Allir aldurshópar.

Hópastærð: 6–30

Skilgreina þarf afmarkað leiksvæði. Einn „er hann” í upphafi. Þegar hann eða hún nær þeim næsta (snertir hann og segir „hlekkur”) taka þau höndum saman og mynda þannig tvo hlekki í keðjuna. Þegar þau ná svo þeim þriðja verður hann/hún þriðju hlekkurinn í keðjunni þannig gengur það að keðjan lengist þar til allir hafa náðst.

Skriðdrekinn. Einnig prófaði ég ,,Skriðdrekinn“ með sömu bekkjunum 5 og 9 bekk. Þetta olli mikilli kátínu. Það voru reyndar ekki allar stelpurnar sem vildu rúlla sér og kom það í ljós að þær langaði að gera það en voru feimnar við strákana. En þeir sem treystu sér í þetta hlógu mikið á meðan á leiknum stóð.

Skriðdrekinn

Rými: Inni

Áhöld: Engin

Aldur: Allir aldurshópar

Hópastærð: 10–32

Allir liggja á bakinu á gólfinu í beinni línu. Sá sem er fremstur í röðinni á að rúlla sér eftir hópnum og leggjast hinu megin við hópinn. Þannig heldur æfingin áfram þar til allir hafa rúllað sér yfir alla.

Hönd í hönd, bak og fyrir. Þátttakendur vinna saman tveir og tveir. Þeir standa bak í bak og krækja saman höndum, svo á að setjast niður á rassinn án þess að losa hendurnar og standa upp aftur. Í

19

Page 20: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

þessum leik þarf að passa að þátttakendur séu svipuð á hæð og þyngd. En nemendum mínum fannst þessi mjög góður.

Sjúkrabíll eða flækja. Ég kynntist þessum leik fljótlega eftir að ég byrjaði að kenna, en hann er á ljósriti sem vinkona mín gaf mér. Ég held að þessi leikur sé frá Önnu Jeppesen því ég var einu sinni á námskeiði hjá Önnu og þá fórum við í þennan leik. Hann er mjög skemmtilegur og virkar vel bæði með börnum og fullorðnum.

Sjúkrabíll eða flækja. (Snerting). Hægt að nota fyrir alla aldursflokka. Nemendur standa í hring og haldast í hendur nema þrír sem standa við dyrnar og snúa baki í hina. Það má ekki sleppa og ekki detta í gólfið. Nemendur flækja hringinn þangað til allt er fast þá er hrópað á sjúkrabíl eða á hjálp. Þeir sem standa við dyrnar koma og leysa úr flækjunni, sem getur verið þó nokkur vandi.

ÍsbrjótarÉg fór inn á netið til að leita að leikjum til að brjóta ísinn. Leikjum sem nýtast þeim sem þurfa að stjórna hópi fólks sem þekkist ekki neitt. Ég sló inn kynningarleikir og icebreakers. Þessir leikir fannst mér áhugaverðastir. En ég tók eftir því að Ávaxtaskálin er inni á leikjavefnum.

Ávaxtaskálin. Það var einn nemandi sem kom með þennan leik í bekkinn okkar í vetur. Hann útskýrði leikinn sjálfur og kenndi öllum hann. Það gekk mjög vel.

ÁvaxtakarfanÞessi klassíski barnaleikur er kjörinn til þess að byrja leiklistartíma / æfingu með hóp sem þekkist lítið eða hóp sem hefur lítið gert saman á þessum nótum áður, börnum sem fullorðnum. Athyglin er á einum og einum, en bara í stutta stund í einu, og þátttakendur deila persónulegum upplýsingum með hver öðrum en ekki meira en þeir kjósa sjálfir.

Setið á stólum í hring. Einn þátttakandi (A) stendur í miðjunni. Það er ekki stóll fyrir hana/hann. Stjórnandi skiptir hópnum niður í epli, perur og banana. Markmið (A) er að ná stól. Ef (A) kallar epli, eiga öll eplin að skipta um stóla við hin ,,eplin", en (A) á að reyna að ná stól líka. Á sama hátt getur hún/hann kallað upp hinar ávaxtategundirnar.(A) má líka segja: ávaxtaskál. Þá eiga allir að skipta um sæti. Sá sem ekki nær stól stendur í miðjunni næst.

Takmark (A) er alltaf að ná í sæti.

Hentugur leikur fyrir stóra hópa. Þarf nokkuð rými. Vinnur með einbeitingu, mikla líkamlega orku og hlustun.

Þátttakendum skipt í tvo hópa, sem standa í beinni röð hvor á móti öðrum í miðju rýmisins. Þeir setja annan fótinn fram, og hann er látinn snerta fót þess sem á móti stendur. Önnur röðin er slöngur, og hin er kóngulær. Stjórnandi kallar ýmist ,,kóngulær!", ,,slöngur!" eða ,,sniglar!". Ef hann kallar á kóngulærnar, verða þær að hlaupa í skjól upp við vegginn sín megin í salnum. Slöngurnar elta þær og reyna að klukka þær. Ef kónguló næst, þarf hún að fara í lið með slöngunum (sbr. stórfiskaleikur). Ef kallað er ,,slöngur" snýst leikurinn við. Ef hins vegar kennarinn kallar ,,sniglar", eiga allir að beygja sig niður og bíða eftir næsta kalli.

Slöngur og kóngulær. Þetta er flóknari útgáfa af stórfiskaleik. Hann gengur úr á það að hlusta vel og taka vel eftir því sem er að gerast. Stjórnandinn getur leikið sér fram og tilbaka með köllin, og þess vegna skipt á miðri leið.

Eltingaleikur á einum fæti. Reynir á aðra vöðva en við notum venjulega, og áherslan í eltingaleiknum verður ekki eingöngu á hver hleypur hraðast - sem er gott.

20

Page 21: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Þetta eru allt hentugir leiki fyrir stóra hópa en þeir þarfa nokkuð gott rými. Þessir leikir vinna allir með einbeitingu, mikla líkamlega orku og hlustun.

Þegar ég var búin að vinna þetta kennslubréf fór ég að hugsa út í það hvað það er ótrúlega mikið til af alls kona leikjum á vefnum. Ég hef verið mjög dugleg að nýta mér Leikjavefinn – Leikjabankann því einhvern tímann datt ég þar inn og hef síðan þá verið honum trú. Það er bara svo auðvelt að nota hann. Nú er ég búin að kynnast því hve möguleikarnir eru fjölbreytti.

Eigum við að... Þessi er góður fyrir unga krakka, leikskóla eða fyrsta bekk, svona til að koma fjör í manskapinn. En þessi leikur er einnig á ljósritinu góða.

Eigum við að... Mjög góður upphitunarleikur þar sem rými er nóg Nemendur eru allir úti á gólfi. Kennari kallar ,,eigum við að (t.d.) hoppa“ og nemendurnir kalla á móti ,,JÁ“ og allir hoppa um stund en þá kallar kennarinn upp e-ð annað t.d. ,, eigum við að skríða – klappa – öskra“. Nemendurnir svara já... Allir skríða. Þannig er haldið áfram en nemendur mega gjarnan koma með tillögur.

5.Þáttur. Gamlir og góðir íslenskir leikir.

21

Page 22: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Það er væntanlega hlutverk skólastarfsins að varðveita það sem gamalt er og þar með fylgja væntanlega gamlir og góðir leiki sem hafa uppeldis- og menningargildi. (Ingvar Sigurgeirsson:2008).

5.1. Minningar. Það var margt skemmtilegt sem rifjaðist upp þegar farið var að huga að þessum þætti, gamlir leikir. Þegar ég var að alast upp fórum við krakkarnir mikið út í leiki. Við fórum í Hollý hú, Teygjutvist, Fallin spýta, Kíló, Viðstöðulausan, Eina krónu, Yfir svo eitthvað sé nefnt. Einnig vorum við mikið með litla bolta, tvo til fjóra og hentum þeim í vegg til skiptis, einnig Verptum við eggjum en þá er bolta hent í vegg og stokkið klofvega yfir hann. Því miður man ég ekki alveg eftir því hvernig þessir leikir voru útsettir, en þá er tilvalið að rifja þá upp. Það var líka alltaf vinsælt að sippa og fara í Snú, snú sem er reyndar mjög vinsælt hér í bæ sérstaklega á vorin. Það er eins og snú, snú sé vorleikur. Á veturna var alltaf mikill snjór í litla sjáfarplássinu sem í ólst upp í. Við krakkarnir fórum oft í lautirnar að renna okkur á þotum og sleðum en þegar farið var að dimma lágum við oft í snjónum að horfa á norðurljósin. Við reyndum að sjá út myndir þegar þau fóru yfir bæinn. Skemmtileg minning.

Ég gat ekki fundið leiki inni á þjóðminjasafninu, ekki nema rafræna paraleiki og slíkt en í fyrra eða hittifyrra kom stúlka með þessa tvo leiki í skólann og ég varðveitti þá í leikjamöppunni. Set þá hér inn.

Fuglaleikurinn. Í honum er kóngur sem gefur fuglunum nöfn og sá sem kemur til hans biður um að fá að kaupa fugla. Hann snýst um að rétti fuglinn er sagður þá er hlaupið af stað og karlinn reynir að ná.

Fugla - leikurinn er á þann veg að einn er kóngur, annar karl og hinir fuglar, og fær hver fuglanna sitt nafn hjá kónginum. Karl kemur til kóngsins og segir: "Komdu sæll, kóngur minn". "Komdu sæll, karl minn", svarar kóngur. "Geturðu selt mér fugla?", spyr karl. "Ef þú getur nafn þeirra og nærð þeim", segir kóngur. Karl fer þá að geta og nefnir ýmis fuglanöfn: spói, lóa, hrafn, álft, örn o.s.frv. Þegar karl hittir á nafn einhvers fuglsins, hleypur sá burt í stóran hring og á þá karlinn að reyna að ná honum og klukka hann áður en hann kemst aftur til kóngsins.

Útilegumenn. Mörkuð er borg og einn þátttakenda er útilegumaður. Hinir grúfa sig í borginni í tiltekinn tíma, sem útilegumaðurinn notar til að fela sig. Síðan fara allir að leita útilegumannsins og ef einhver sér hann hrópar sá: „Útilegumaður fundinn !“. Allir flýta sér þá í borg, en útilegumaðurinn reynir að klukka sem flesta áður en þeir komast þangað. Útilegumaður og allir sem hann nær verða þá útilegumenn í næstu umferð, en þeir sem ekki náðust grúfa sig í borg í annað sinn og þannig er haldið áfram uns enginn - eða einn - er eftir.

Útilegumaður má fara úr felustað sínum og reyna að ná leitarmönnum hvenær sem honum sýnist og einnig má hann skipta um felustað. Ef útilegumaður getur laumast óséður að leitarmanni og klukka hann er ekkert hrópað, enda er þá sá leitarmaður orðinn að útilegumanni. Sá leitarmaður, sem síðast næst, verður útilegumaður í næstu umferð.

5.2. Af hverju gamlir leikir? Það eru til margir og góðir íslenskir leikir og við ættum að leggja okkur fram við að kynna ungviðinu þessa leiki. Ekki gleyma því sem við erum búin að læra og nota kannski í mörg ár. Að kenna börnum gamla leiki tengir skynslóðirnar saman. Leikir eru oft þannig að þeir standast tímans tönn.

Námsgagnastofnun hefur gefið út námsefni í lífsleikni þar sem unnið er í gegnum leiki. Í þessu efni er fjallað um leiki í dag, gamla daga og þess háttar. (Námsgagnastofnun. 2008).

22

Page 23: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Það kom upp sú spurning á mínum vinnustað í vor hvort einhver kynn Teygjó/Teygjutvist. Við sem höfðum leikið okkur í þessum á yngri árum áttum í mestu basli að rifja þetta upp en það er komið núna og nú er farið að kenna nemendum þetta hér á mínum vinnustað.

Fuglafit. Það er leikur sem þjálfar fínhreyfingar og einhverra hluta vegna er alltaf vinsæl.

Ég man þegar dóttir mín byrjaði í skóla 2001 fór hún í heimsókn til ömmu sinnar og afa og það ömmu að koma í fuglafit. Það var ekkert vandamál hjá ömmu (hún var 68 ára). Það skiptir ekki máli hvað fólk er gamalt það er eins og allir kunni fuglafit. Við stelpurnar vorum oft með band í vasanum og fórum í Fuglafit í skólanum.

Það eru til vefsíður sem kenna fólki fuglafit eins og t.d. www.alysion.org/string.htm

Þetta fannst mér mjög skemmtilegt viðfangsefni. Ég sé að við stöndum okkur kannski ekki eins vel í dag að kenna krökkum gamla leiki þó svo að það séu kannski fleiri nýir leikir. Það er gríðarlegt framboð af leikjum í dag og krakkarnir eru mjög dugleg að leita að þeim á vefnum. Svo má kannski deila um hvort það sé holt fyrir börn að vera svona mikið í tölvum eins og þau gera. Í námsefninu Verum saman í frímínútum eiga nemendur að afla sé upplýsinga um leiki hjá mömmu og pabba, ömmu og afa. Þetta finnst mér mjög áhugavert og ég reyni alltaf að gera þennan þátt sýnilegan þegar ég er að fara í þetta efni með þeim. Krökkum finnst þetta líka mjög áhugavert og vilja gjarnan prófa þessa leiki.

6. Þáttur. Leikir sem kveikjur.

Kveikja er kennslufræðilegt hugtak sem notað er um þær aðferðir sem kennarar geta beitt til að ná athygli nemenda á efninu sem á að fara í (Ingvar Sigurgeirsson 1999:19).

Kveikjur eru til þess að hleypa verkefni af stað. Þeim er ætlað það hlutverk að marka upphaf á verkefnum. Þær þjóna margvíslegum tilgangi eins og að vekja áhuga nemenda á efninu. Örva

23

Page 24: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

hugmyndaflug, draga fram þekkingu og leita eftir hugmyndum nemenda um það efni sem á að fara í. (Lilja M. Jónsdóttir1996:27).

Það skiptir miklu máli hvernig farið er af stað með ný verkefni í kennslu. Það þarf að gera nemendum grein fyrir tengslum við námsefnið sem áður hefur verið farið í. Einnig þarf að gera grein fyrir markmiðum og fanga athygli nemenda að því efni sem á að vinna og vekja áhuga þeirra (Ingvar Sigurgeirsson 1999:18 – 19).

Þetta væri hægt að gera með því að fara í leikinn Teikna mynd í beinni röð, (Helgi Grímsson). Þá gæti kennarinn verið í hlutverki og verið fremstur í röðinni og byrjað á því að teikna fyrstu myndina. Þetta væri t.d. hægt í samfélagsfræði eða náttúrufræði þegar verið er að vinna t.d. með víkingana. Ég sé fyrir mér að þetta myndi ganga sem mjög góð kveikja.

Einnig væri hægt að taka spurningarnar út Pictionary, teiknispilið og látið nemendur draga spjald og leika sagnirnar. Ég hef gert þetta og það er mjög skemmtilegt þegar nemendur sjá að þetta eru allt sagnir sem verið er að leika. Leikurinn Búmm eða Ping er tilvalinn til að þjálfa margföldunartöfluna sem reynist nú ansi oft mjög erfið. Byrja þarf á að velja margföldunartöflu t.d. 5 sinnum taflan. Einn byrjar og segir töluna einn, næsti tveir o.s.frv. Þegar talan 5 eða margfeldi hennar kemur fyrir má ekki segja fimm heldur Búmm. Ef einhver segir fimm er hann úr og hópurinn þarf að byrja upp á nýtt og jafnvel að byrja með nýja töflu.

Síðasta kveikjan er ætluð í lífsleikni, þegar vinna á með tilfinningar og líðan fólks. Kennari lætur nemendur fá myndir sem búið er að klippa úr dagblöðum. Nemendur eiga svo að gera stutta lýsingu á persónunni, hvað hún heitir , aldur, líðan hennar svo eitthvað sé nefnt. Svo kynnir hver hópur sína persónu og væntanlega koma upp góðar umræður um hverja persónu fyrir sig.

7. Þáttur. SönghreyfileikirÍ söng og hreyfileikjum er tónlist, söngur og hreyfingar. Þetta eru nafnaleikir, klappleikir, söngleikir hringleikir, rytmaleikir o.fl.

Leikirnir sem ég prófaði áttu allir að gera einn stóran hring. Svo valdi ég einhvern ávöxt og nemendur áttu að búa hann til. Þeir áttu að gera melónu og þá varð hringurinn stór, svo var það banani og

24

Page 25: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

rúsína. Við prófuðum einnig að gera bókstafi og það var eins, nemendur byrjuðu á því að gera hring og máttu ekki sleppa, það þurfti alltaf að leiðast. Mjög gaman.

Ég fór með bekkinn minn (5. Bekk) í heimsókn í 1. bekk og við fórum í Hóký póký.

Mér finnst reyndar mjög erfitt að stjórna söngleikjum ef einhver fer út af laginu er ég komin út í einhverja vitleysu.

Ég prófaði að láta nemendur mína gera klapp við úllen dúllen doff og það tókst mjög vel. Þeir byrjuðu á því að gera eitt og eitt en svo voru þau tvö og tvö. Það komu ýmis hopp, klöpp, grettur og þessháttar inn í þetta. Krökkum finnst mjög skemmtilegt að búa svona til.

Ég prófaði að láta nemendur mína klappa hjartsláttinn. Þeir voru svolítinn tíma að finna taktinn og það var eins og þegar við fórum í Hver stal kökunni úr krúsinni í gær. Það var svolítið erfitt að klappa í takt. Ég tók eftir því að þeir sem áttu í mesta basli við klappið voru þeir sem eru frekar slakir í lestri.

Stelpurnar í bekknum kenndu mér einn leik sem heitir Amaka da sú leo, en það er klappleikur þar sem þær mynda hring og syngja runu og slá í lófann á næstu sem stendur við hliðina á henni. Söngurinn er svona; so maka dan sú leó, o ma le o ma le o ma le o le o si si si leo leo si si si one, to thre, four, five, six, seven, eight, nine, ten og þá á sá sem er síðastur, sá sem segir ten, að reyna að slá í lófann á þeirri sem er við hliðina á henni. Ef sú sem endar nær að slá í lófann á hinni er hún úr sem fékk höggið en ef sú sem sló hittir ekki er hún úr. Þetta er svipaður leikur Ingvar Sigurgeirsson tók upp í Lundarskóla í vetur.

Þegar ég skoða svona upptökur eins og voru inni á WebCT hjá henni Kristínu verð ég alltaf svolítið spæld að vera ekki nær Reykjavík, en það er frábært að fá svona upptökur inn á WebCT sérstaklega fyrir þá sem eru í fjarnámi, þá er ég að meina í námi fyrir utan Reykjavíkursvæðið.

Nú ætlað ég að koma með hugmynd fyrir einhvern tónlistanemanda, kannski að lokaverkefni. Það þarf að búa til efni fyrir laglausa kennara...:-) Þá meina ég, gera geisladisk með kynningarlögum/söngvum, hreyfileikjum og þess háttar. Vonandi finnst einhverjum þetta góð hugmynd. Slíkt efni er t.d. ekki inni hjá Námsgagnastofnun.

25

Page 26: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

8. Þáttur Hugþroskaleikir

Hugþroskaleikir eru leikir sem eiga að vera ögrandi fyrir hugann. Þeir eiga rætur að rekja til austurríska sálfræðingsins Hans Furths. Hugmyndir þeirra byggðust upp á kenningu Jean Piaget sem var þroskasálfræðingur. Hugþroskaleikir eru eins konar foræfingar fyrir börn til að þjálfa hugann. Megin hlutverk hugþroskaleikja eru að stuðla að alhliða þroska nemenda og búa þá undir að takast á við viðfangsefni námsefna eins og t.d. móðurmál, stærðfræði, raungreinar og samfélagsgreinar. Þessir leikir eru aðallega ætlaðir ungum nemendum á leikskólaaldri og fyrstu bekkjum grunnskólans. Þeir teljast vera nokkurs konar foræfingar. (Ingvar Sigurgeirsson 2005:3).

Markmið hugþroskaleikja er m.a. að:

-stuðla að samhæfingu hreyfingar og skynjunar-auka næmi nemenda með því að þjálfa þá til að skynja umhverfi sitt með því að snerta, hlusta og skoða af athygli-örva hugmyndaflug nemenda og stuðla þannig að sveigjanleika í hugsun-þjálfa nemendur í samvinnu-þjálfa nemendur í að glíma við rökleg viðfangsefni, s.s. að flokka, raða hlutum og fyrirbærum og að sjá hluti frá ólíkum sjónarhornum. (Ingvar Sigurgeirsson 2005:6)

Flestir hugþroskaleikir fela í sér athafnir, þ.e. gera ráð fyrir að nemendur séu virkir og þeir byggja ekki á samkeppni. Mikilvægt er að átta sig á að hver nemandi og nemendahópur er einstakur og því á ekki að taka hugmyndir um hugþroskaleiki bókstaflega, heldur skal aðlaga þá að hverjum hópi fyrir sig (Ingvar Sigurgeirsson 2005:6).

Ég er frekar sátt við þessa hugmyndafræði og finnst að það eigi að leggja meiri áherslu á hana í skólakerfinu. Það er oft of mikil áhersla lögð á utanbókarlærdóm eða vinnubókavinnu en oft lítið unnið markvisst með almennan þroska einstaklingsins eins og skynjun, rökhugsun og félagshæfni, að geta sett sig í spor annarra. Það er hætta á að þannig kerfi skili frá sér firrtum einstaklingum sem í raun og veru kunna ekki að vera virkir meðlimir í samfélaginu. Ég tel að ef við myndum slaka á kröfunum um þekkingarnám og leggja meiri áherslu á svona þætti, þá myndum við fá hæfari einstaklinga bæði samfélagslega og námslega séð. Því þó að þeir hafi ekki veri látnir læra jafn mikið utanbókar og annars, þá hafi þeir frekar getuna til að læra og skilja og læra í ”alvöru”.

Ég fór í gegnum heftið Hugþroskaleikir: Leikir sem örva hugann og kynnti mér leikina. Í framhaldi af því prófaði ég þetta.

8.1. Hreyfileikir

Þetta er nefið á mér! Í þessum leik vinna tveir og tveir saman og þurfa að vera á móti hvor öðrum. Nemandi A byrjar leikinn með því að benda með vísifingri á einhvern líkamshluta á sér og nefnir nafn annars líkamshluta, t.d. A bendi á aðra kinnina á sér og segir ,, þetta er nefið á mér”. B verður nú að svara með því að benda á þann líkamshluta sem A benti á, t.d. B bendir á nefið á sér og segir ,,þetta er eyrað á mér”. Takist B þetta skipta þeir um hlutverk og B spyr A en ruglist B í ríminu heldur A áfram að spyrja. Leikurinn hentar vel í stærri hópum en þá standa nemendur í hring eða röð og einn ,,er hann”. Sá sem er hann reynir að rugla annan í ríminu og ef það tekst skipta þeir um hlutverk. Svo má þyngja þennan leik með því að nefna tvo eða þrjá hluti í röð. Það væri einnig hægt að benda á aðra hluti t.d. hluti sem eru í skólastofunni. (Ingvar Sigurgeirsson 2005:10),

26

Page 27: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Ég prófaði þennan leik á fjölskyldu minni en það eru tveir fullorðnir og tvær unglingsstúlkur. Stelpurnar voru fljótar að komast upp á lagið með þetta en það gekk ekki eins vel hjá húsbóndanum. Hann átti í mesta basli að benda og segja eitthvað allt annað. Það var mikið hlegið á meðan á þessum leik stóð á heimilinu.

Einnig prófaði ég þetta á bekknum mínu bæði þar sem þau unnu tvö og tvö saman og einnig þar sem einn stjórnaði. Þetta eru 5. bekkingar og það var mjög misjafnt hvernig þeim gekk. Eins og ég var búin að nefna í þætti hér að framan þá gekk þeim verr sem eru slök í lestri.

Með .... á bakinu Ég prófaði einnig þennan leik með bekknum mínum. Hann snýst um að nemendur skríða undir stóla, borð eða aðrar hindranir með e-n hlut á bakinu og reyna að komast leiðar sinnar á þess að missa hlutinn. (Ingvar Sigurgeirsson 2005:8). Mér fannst þetta alveg eiga heima í þessum bekk. Ég held án þess að hafa prófað hann á yngri börnum að hann sé svolítið erfiður. Nemendurnir í mínum bekk þurftu að vanda sig við að halda hlutum sínum á réttum stað.

8.2. Skoðunarleikir

Að skoða í huganum. Nemendur loka augunum og kennarinn er í hlutverki og spyr spurninga t.d. um skólastofuna t.d. Hvað eru margir gluggar á stofunni? Hvernig er gólfið á litinn? og þess háttar. Nemendur svar svo spurningunum með lokuð augun og athuga þá hvort þeir svöruðu rétt. (Ingvar Sigurgeirsson 2005:11). Eins og Ingvar nefnir þá kom það mér og reyndar nemendum mínum mjög á óvart hvað þeir vissu lítið um skólastofuna. Þetta fannst þeim mjög skemmtilegur leikur. Einnig prófuðu nemendur að koma með spurningar og þeim fannst það erfiðast í leiknum.

Í vetur. Í vetur skiptust krakkarnir á að koma með leiki og einn leikurinn sem kom hét Peysan. Þessi leikur er mjög líkur leiknum Hverju hefur verið breytt? Það var einn sem ,,var hann” og fór fram. Þeir sem voru eftir inni skiptu um peysur og svo átti sá sem ,,var hann” að koma inn og reyna að finna út hverjir skiptu á peysu.

8.3. Snertileikir.

Hvað er í pokanum. Það sem þarf í þennan leik er poki með ýmsum smáhlutum. Nemendur vinna í smá hópum. Hver hópur er með poka sem sést ekki í gegnum og í þeim poka eru smá hlutir. Einn í einu stingur hendinni í pokann og þreifar á einhverjum hlut. Hann lýsir hlutnum upphátt án þess að nefna hann. Hvernig er hann í laginu? Er hluturinn stór, lítill? Hvernig ætli hann sé á litinn? síðan er hluturinn skoðaður. (Ingvar Sigurgeirsson 2005:15).

Ég er með kassa í stofunni þar sem ég er búin að safna í smádóti og nemendur hafa fengið að leika sér með og búa til sögur og ævintýri. Ég notaði þetta dót, þannig að nemendur þekkja það ágætlega. Þeir voru nokkuð fljótir að átta sig á því hverju var verið að lýsa.

Í vetur. Það var einn nemandi sem kom með leik í vetur sem heitir Hver er ég? En þá var einn sem ,,var hann” og það var bundið fyrir augun á honum og hann átti að þreifa á andliti á einhverjum og reyna að giska hver hann var. Ég myndi flokka þennan leik hér í Snertileiki.

8.4. HlustunarleikirHvaða hljóð er þetta? Það sem þarf í þennan leik eru ýmsir hlutir í skólastofunni. Nemendur sitja í sætum sínum eða á gólfinu með augun lokuð. Nemandi eða kennari framleiðir ýmis hljóð með því að

27

Page 28: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

t.d. hrista lykla, klappa, smella fingri, láta vatn renna o.s.frv. Nemendur eiga að reyna að greina hljóðin, hvernig þau myndast og hvaðan þau koma. (Ingvar Sigurgeirsson 2005:17).

Leikurinn er einfaldur og skemmtilegur. Ég prófaði hann á bekknum mínum og svo fengu nemendur mínir að spreyta sig. Mér finnst jafn gaman að fylgjast með leikjum eins og að vera með. Þegar leikurinn var búinn og allir búnir að skemmta sér vel fannst mér merkilegt að nemendur voru kannski að vinna eitthvað verkefni og allt í einu segir ein stelpan ,,hvaða hljóð var þetta”. Þá var það eitthvað hljóð úti og svona var þetta í smá tíma á eftir. Nemendurnir voru svo oft að greina utan að komandi hljóð. Skemmtilegt.

8.5. RökþroskaleikirHvað gæti þetta verið. Kennari eða nemandi sýnir ákveðinn hlut og spyr. Til vers getum við notað ...? (penna og sýnir penna). Nemendur eiga að finna sem flesta möguleika.

Ég fór í þennan leik með bekknum og ég byrjaði svo máttu nemendurinir. Það endaði með því að þeir skrifuðu svörin upp á töflu og fóru í keppni hver fengi flest svörin.

Tilgátur byggðar á líkum. Nemendur settu fram tilgátur og sannreyndu þær jafnóðum, t.d - hvað eru margir í bílnum sem keyrir niður götuna? –hver kemur næstur inn í stofuna til okkar? –hver gengur næstur upp eða niður götuna? (hér þekkja allir alla) hvernig veður verður á morgun o.s.frv.

Það sem mér fannst merkilegast var hvað nemendurnir tóku vel eftir í langan tíma á eftir, þeir fylgdust svo vel með.

Auðvelt er að búa til keppni úr svona leikjum, það eru settar fram tilgátur bæði sem ágiskun og reynslu.

28

Page 29: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

9. Þáttur: Námspil og flókin töfl

Hvað eru spil? Þetta er frekar flókið viðfangsefni að mínu mati. Eru spil ekki leikur sem þarf stuðning af ákveðnum reglum svo eru þau líka keppni milli spilara. Ganga spil ekki alltaf út á það að vinna einhvern? Það er yfirleitt setið til borðs þegar verið er að spila þó svo að leikmenn standi upp annað slagið í spilinu t.d. til að leika eða slíkt. Leikmenn einbeita sér að ákveðnum fyrirfram gefnum reglum og eða áhöldum til að spila með.

9.1 Spil.

Í vetur spiluðum við í bekknum mínum yfirleitt einn tíma á föstudögum. Við spiluðum spil eins og Rummikub; leikur að orðum, Pictonary; teiknispilið (sem ég tek oft ef við erum að vinna með sagnorð), Undir sólinni, samstæðuspil og ekki má gleyma Sequence.

Sequence. Þetta spil krefst mikillar einbeitningar og útsjónarsemi og hefur þar af leiðandi námslegt gildi. Spilarar þurfa að vinna saman a.m.k. tveir og tveir og lesa í spilin hjá sér og mótherjum sínum. Ég hélt kannski að Sequence væri of erfitt fyrir nemendur í 5. bekk en svo var alls ekki. Þetta gekk mjög vel hjá þeim. Einnig fór ég með þetta spil í sumarbústað þar sem við systurnar og dætur þeirra spiluðum þetta. Það kom mikil keppni upp á milli liða og var ekki hægt að hætta að spila fyrr en annað liðið var búið að vinna þrjá leiki en hitt tvo. Frábært spil.

Undir sólinni. Krökkunum í bekknum finnst mjög gaman að spila Undir Sólinni. Í upphafi fær hver þátttakandi eitt peð sem hann setur á byrjunarreitinn á borðinu. Spilið gengur út á það að leikmenn kasta tening og flytja peð sín áfram um jafn marga reiti og talan á honum segir til um. Þátttakendur spyrja hver annan spurninga þannig að sá sem situr vinstra megin við þann sem er að kasta tekur spjald fremst úr bunkanum sem hefur að geyma viðeigandi efnisflokk og spyr hann efri eða neðri spurningarinnar á spjaldinu, eftir því hvorn þyngdarflokkinn hann hefur valið áður en spilið byrjar. 1 er léttari flokkurinn, 2 hinn þyngri. Það eru alls konar reitir sem þátttakendur geta lent á og fá þá ýmist eina, tvær eða jafnvel þrjár spurningar, svo fá þau stjörnur fyrir rétt svör mismunandi margar. Þetta er mjög vinsælt hjá bekknum mínum. Það er mikill munur á spurningum 1 og 2. Það sem mér finnst merkilegast er að þeir nemendur sem finnst spurningar 1 of léttar velja sér frekar spurningar 2, þeim finnst ekki gaman að spila þetta er það er allt of létt.

Íslenska fuglaspilið. Í vetur prófuðum við í bekknum Íslenska fuglaspilið; íslensku fuglarnir og hljóðin þeirra. Það eru fjögur spil í kassanum og í honum fylgir geisladiskur með hljóðum fuglanna. Hljóðbingó er einn leikurinn. Það eru tveir til fjórir sem spila auk stjórnanda sem stýrir geislaspilaranum. Hver leikmaður velur sér bingóspjald og níu minni fuglaspjöld. Geisladiskurinn er settur í spilarann og eitt fuglshljóð spilað í senn. Þátttakendur hlusta vandlega og í hvert sinn sem þeir þekkja fuglshljóðið sem leikið er leggja þeir fuglaspjald á hvolf yfir fuglinn – ef þátttakendur greinir á um hljóð má spila aðeins lengur þar til rödd á disknum les nafnið á fuglinum. Sá sem fyrstur þekur allir myndirnar á sínu spjaldi hrópar ,,bingó“ og vinnur.

Myndabingó er annað spilið í þessum kassa. Það eru tveir til fjórir þátttakendur og stjórnandi. Allir velja sér spjöld og bingóstjórinn er svo með önnur lítil spjöld. Bingóstjórinn sýnir eina og eina mynd í einu og sá sem er með þá mynd fær hana ef hann þekkir fuglinn á myndinni. Það er einnig bent á einfaldari leið þar sem bingóstjórinn les upp heiti fuglanna og í hvert sinn sem þátttakandi þekkir fuglinn sem nefndur er tekur hann spjald fuglsins og leggur yfir myndina. Sá sem fyrstur þekur allt vinnur.

Minnisspil er þriðja spilið í kassanum. Litlu spjöldunum er ruglað saman og raðað handahófskennt á borðið. Sá vinnur sem safnar sem flestum samstæðum.

Aðrir möguleikar. Það er bent á að það sé hægt að nota spilin í ýmislegt annað eins og spurningakeppni. Auðvelt er að búa til spurningar frá efni blöðungsins sem fylgir spilinu og nota í

29

Page 30: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

spurningakeppni af einhverju taki. Einnig má nota diskinn með fuglshljóðunum í keppni um það hverjir þekkja flest hljóðin. Svo er hægt að fara í Veiðimann.

Þetta er frábært spil því það er hægt að hafa það bæði mjög létt og erfitt. Veiðimaður er eitt af því sem krakkarnir spiluðu með þessum spilum og var mjög auðvelt, einnig prófuðum við bingóið og það vafðist fyrir nemendum og kennara reyndar líka að þekkja öll hljóðin, en mjög gaman. Svo röðuðum við spjöldunum á gólfið og fórum í minnisleik. Það var einn nemandi sem var áberandi glöggur í að muna hvar spjöldin voru.

Fræknir ferðalangar. Þetta er ævintýraspil sem ég rakst á hér í skólanum. Ævintýraspilið er fyrir 2 til 7 leikmenn. Þátttakendur leika ímyndað hlutverk hetja og halda saman út í spennandi ævintýri þar sem þeir leysa þrautir, láta gott af sér leiða og hjálpa fólki í vanda.Það fylgja fimm tilbúin ævintýri en þegar þátttakendur hafa náð góðum tökum á því geta þeir hæglega skáldað sín eigin ævintýri. Þessi ævintýri sem fylgja gerast á jörðinni á tímum víkinganna og þátttakendurnir ferðast um , eiga samskipti við aðrar þjóðir og skoða ókunn lönd.

Með þessu spili fylgir ævintýrabók stjórnandans og það stendur á henni að aðeins stjórnandinn megi lesa þessa bók. Við upphaf hvers ævintýris er söguþráðurinn rakinn í grófum dráttum og sagt hvert verkefnið leikmanna er. Síðan má byrja á sjálfu ævintýrinu en stjórnandanum er ráðlagt að lesa það að minnsta kosti einu sinni yfir áður en byrjað er að spila. Það eru ýmis kast tákn á teningunum sem fylgja. Leikmönnum gefst oft færi á að gera eitthvað sem aðrir dást að og virða, t.d. sýna hugrekki, kurteisi, örlæti eða klókindi. Stundum er ástæða til að verðlauna slíkt.

Ég er ekki búin að prófa þetta spil en ég vildi að ég hefði verið búin að gá að því fyrr í vetur því við vorum að vinna með víkingana Leif heppna og hans lið. Þetta er örugglega mjög skemmtilegt spil þegar maður er kominn inní það, en það tekur örugglega svolítinn tíma.

30

Page 31: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

10. Þáttur: Gátur, þrautir og heilabrjótar Markmið þess að nota gátur og þrautir eru margar, en fyrst og fremst til að þjálfa nemendur í rökhugsun og að takast á við ýmis úrlausnarefni og leiða þau til lykta með markvissum hætti. Nemendur læra að glíma við viðfangsefni í víðu samhengi og leita ólíkra leiða. Í daglegu lífi þarf fólk að takast á við ólík viðfangsefni og því eru þrautalausnir mjög góð æfing. Ef nemendur eru æfðir í að glíma við viðfangsefnið á skipulagðan hátt og margs konar úrlausnir eru þeir færari að takast á við ólík viðfangsefni í daglegu lífi. Einnig skiptir máli að skapa jákvætt viðmót, passa að nemendur detti ekki í þá gryfju að finnast allt erfitt og flókið, heldur að kenna þeim að ,,Ég ætla að leysa þetta“ eða ,,ég get leyst þetta“. (Ingvar Sigurgeirsson 1999:109).

Það er mikilvægt að útskýra þrautir vel áður en byrjað er á þeim, kynningin skiptir mjög miklu um hvernig til tekst. Sögulegt samhengi, markviss tenging við reynslu nemenda, skemmtileg frásögn og leikrænir tilburðir eru m.a. dæmi til að auka áhuga nemenda á efninu. (Ingva Sigurgeirsson 1999:110)

Helstu flokkar af þrautum, gátum og heilabrjótum eru þessir;

-myndagátur -rúmfræðiþrautir-einföld töfl og spil-sagnagátur-eldspýtnaþrautir -rökleitargátur--raðþrautir-og svo mætti bæta við mörgum þátt.

(Ingvar Sigurgeirsson 2007. [10].

10.1. Myndagátur. Fyrsti flokkurinn sem ég skoðaði var myndagátur og mér fannst hann áhugaverður. Ég prófaði myndagátur Gunnars Halldórssonar. Þetta eru gátur sem gefa marga möguleika á svörum, það koma margar tilgátur að svarinu í slíkum gátum. (Leikjavefurinn 2008)

Kapall gegnum ræsi

Flokkur: Rökleikir Markmið leiks: Þjálfa rökhugsun. Gögn: Mynd, sjá leiklýsingu, t.d. á glæru eða skjámynd. Aldursmörk: Frá 8 ára Leiklýsing:

Kennari (eða nemendi leggur þessa þraut fyrir nemendur:

Maðurinn á myndinni þurfti að koma kapli í gegnum ræsi sem var fullt af vatni. Hann fékk íslenskt dýr í lið með sér og þá gekk þetta eins og skot. Hvað dýr var þetta?

31

Page 32: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Teikning: Guðvarður Halldórsson

Útfærsla: Kjörið er að nota þessa aðferð. Skráður: 1997 Sendandi: Gunnar Halldórsson

32

Page 33: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Hvers konar mál?

Flokkur: Rökleikir Markmið leiks: Þjálfa rökhugsun. Gögn: Mynd, sjá lýsingu, t.d. á glæru eða skjámynd. Aldursmörk: Frá 7 ára Leiklýsing: Kennari (eða nemendi leggur þessa þraut fyrir nemendur:

Hvers konar "mál" er á myndunum?

Lausn:

Sjá hér. Útfærsla: Kjörið er að nota þessa aðferð. Skráður: 1997 Sendandi: Gunnar Halldórsson

33

Page 34: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Hvers vegna sökk báturinn?

Flokkur: Rökleikir Markmið leiks: Þjálfa rökhugsun. Gögn: Mynd, sjá leiklýsingu, t.d. á glæru eða skjámynd. Aldursmörk: Frá 8 ára Leiklýsing:

Kennari (eða nemendi) leggur þessa þraut fyrir nemendur:

Maðurinn á myndinni batt bátinn sinn tryggilega við stein áður en hann fór að kanna eyjuna. Samt var báturinn sokkinn þegar hann kom aftur. Hvernig getur staðið á því?

Útfærsla: Kjörið er að nota þessa aðferð. Skráður: 1997 Sendandi: Gunnar Halldórsson

Ég fór með felumyndirnar í bekkinn. Nemendur voru tvö og tvö saman og skoðuðu myndirnar. Það voru margir sem áttu í basli með þetta en aðrir áttu auðvelt með að finna andlitin. Þetta voru myndirnar sem Ingvar setti inn á WebCT. Nemendum fannst þetta skemmtilegt verkefni.

Mikði úrval er af vefsíðum þar sem hægt er að finna felumyndir, maður slær inn ,,hidden picture“ þá koma mjög margar síður. Hér eru nokkrar síður sem mér fannst áhugaverðar.

http://www.highlightskids.com/GamesandGiggles/HiddenPics/HIddenPixFlashObjects/h8hpiArchive.asp

http://www.hiddenpicturepuzzles.com/

http://aplusmath.com/games/MultiPicture.html

34

Page 35: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

http://kids.niehs.nih.gov/apples.htm

10.2 Rúmfræðiþrautir. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er rúmfræði ,,sú fræðigrein sem fæst við lögun hlutanna og stærð, einkum rúmmálsfræði og flatarmálsfræði“(Rögnvaldur 2002)

Þá var komið að rúmfræðiþrautum en það er auðvelt að næla í þær á netinu. Ég fór inn á heimasíður sem Ingvar benti á. Mér fannst þær frekar krefjandi og það þarf að leggja sig fram við að leysa þær en rúmfræði hefur aldrei verið mín sterka hlið.

Hér eru tvær slóðir sem ég skoðaði. Ég held að mjög margir skólar eða kannski stærðfræði kennarar þekki www.rasmus.is.

http://www.rasmus.is/tec/tec05_bd.htm

http://www.ageofpuzzles.com/Puzzles/TetraminoContours/TetraminoContours.htm

Ég fór inn á Puzzles.com og prófaði alla leikina neðst á síðurnni Play Puzzle Links of the Previous Months. http://www.puzzles.com/PuzzleLinks/WelcomeToPuzzleLinks.htm#sf

HexFlokkur: Rökleikir Markmið leiks: Rökhugsun og útsjónarsemi Gögn:

o Spilaborð, sjá leiklýsingu. o Pennar

Aldursmörk: Frá 6 ára Leiklýsing:

Leikurinn Hex er eftir danska skáldið, stærðfræðinginn og heimspekinginn Piet Hein. Leikmenn eru tveir og leikið er á þessu leikborði:

Leikreglur er að finna t.d. á þessari slóðum:

http://www.ludoteka.com/hex-en.html

35

Page 36: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

http://www.cox-tv.com/games/rules/hex.html

Sjá einnig skemmtilega útgáfu á þessari slóð:

http://web.ukonline.co.uk/arthur.vause/Hex.htmlSkráður: 2003 Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Tengja 4Flokkur: Rökleikir Markmið leiks: Þjálfa rökhugsun Gögn: Rúðustrikað blað eða 42 mislitar tölur í tveimur litum, 21 af hvorum lit. Aldursmörk: Frá 6 ára Leiklýsing:

Þessi leikur er til í fjölmörgum útgáfum og gengur undir ýmsum nöfnum á ensku, t.d. Link 4, Connect 4 (Connect Four) og Four in a Row. Leikurinn er til í tölvutæku formi og hann er víða að finna á Netinu (sjá heimild). Eins er hann til í ýmsum leikfangaútgáfum.

Leikurinn byggist á leikmenn fylla í reiti til skiptis, hvor hefur sinn lit eða tákn. Hvor má reyna 21 sinni og sigrar sá sem getur tengt saman fjóra reiti í lárétta eða lóðrétta röð. Eins má búa til röð á ská.

Góða lýsingu á leiknum er að finna i Wikipediu:

http://en.wikipedia.org/wiki/Connect_Fourarticle=games_4mind_connect4

Útfærsla: Auðvelt er að fara í þennan leik með því að nota rúðustrikað blað eða tölur í tveimur litum. Skráður: 2005 Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

10.3 Einföld töfl og spil. Í flestum skólum eru til töfl. Tafl félagið Hrókurinn hefur verið mjög duglegur að ferðast um landið og heimsækja grunnskóla. Ég er búin að kenna hér í bæ í sjö ár og það hefur einhver komið frá Hróknum öll þessi ár í heimsókn til okkar. Þeir gefa nemendum í 3. bekk bókina Skák og mát, en þetta er bók þar sem börnum er kennt að tefla á skemmtilegan hátt. Eitt árið gáfu þeir skólanum sýningartafl, til að hengja upp á vegg.

52 spil. Þegar ég var í grunnskóla spiluðum við mikið. Til að byrja með spiluðum við ólsen ólsen, Rakka (Bolvískt spil), Veiðimann, Þjóf svo eitthvað sé nefnt. Svo var farið að spila Rommý, Kana og þess háttar. Krakkarnir spila mikið í frímínútum, en það eru einu sinni fimm mínútna frímínútur og þeir nota tækifærið og spila í þessum frímínútum og það eru spil eins og Asna, Lygi, Kana og Pakk. Þetta eru allt spil sem ég kann ekki, nema Kani.

36

Page 37: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

10. 4 Sagnagátur. Það eru notaðar tvær kennsluaðferðir við sagnagátu, sagnalist og þrautalausnir. Sagnagátur eru fyrst og fremst þjálfun í rökhugsun og tilvalið fyrir kennara að búa til slíkar gátur.

10. 5. Eldspýtnaþrautir Þetta heiti Eldspýtnaþrautir er að verða antik , fólk er nánast hætt að nota eldspýtur. Það væri gaman að fara á leikskóla og spyrja krakka þar hvort þau viti hvað eldspýta er?

Það er auðvita hægt að nota margt í staðin fyrir eldspýtur. Þessar þrautir byggjast oft á rökhugsun. Ég er alveg ferlega léleg í þessum þrautum en prófaði þessar og það gekk ekkert sérstaklega vel. Fór ekki með þessar í bekkinn því ég var svo léleg í þeim sjálf. Einnig er hægt að finna margar eldspýtnaþrautir á Puzzles.com

Puzzle #1: Here are six matchsticks arranged to form one equilateral triangle. Can you rearrange the six matchsticks to form four equilateral triangles? The solution is at the bottom of this page.

Puzzle #2: Here we have an olive (looking strangely like a dime) in a martini glass. Move two matches, to redraw the martini glass so the olive is outside the glass.

Puzzle #3: This one is a little tricky. Move one matchstick to produce a square.

Puzzle #4: Start with this grid of 12 matchsticks, remove two of them so that there are only two squares left.

Puzzle #5: Move three matchsticks, and make the fish turn around and swim the other direction.

37

Page 38: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Puzzle #6: Move two matchsticks to make only four identical squares.

Puzzle #7: Move three matchsticks to make three identical squares (and nothing else).

10. 6. RökleitargáturÞetta eru gátur sem byggjast á ákveðnum lýsingum. Ef markvissum spurningum er beitt reyna þátttakendur að leysa gátuna á sem fljótasta og skýrasta hátt.

Þegar ég fór að skoða þennan þátt sem tengist kannski stærðfræðinni fór ég í stærðfræðiherbergi skólans og fann þar bók sem heitir Rökleikir, hugmyndir um notkun rökkubba. Ég skoðaði þessa bók vel og svo fór ég með kubba í kennslustund og nemendur mínir nýttu heila kennslustund rökleiki úr þessari bók. Það var m.a. farið í Kubbakapall, Krossgöt og fleira. Mæli hiklaust með henni.

10. 7 Raðþrautir

Krossar og hrigir eru mjög einfaldir leikir og alltaf vinsælir, hér er vefsíða á slíkan leik.

http://www.puzzle.ro/en/play_tictactoe.htm

Góða lýsingu á leiknum er að finna i Wikipediu:

http://en.wikipedia.org/wiki/Connect_Fourarticle=games_4mind_connect4

38

Page 39: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Tengja 4

Flokkur: Rökleikir Markmið leiks: Þjálfa rökhugsun Gögn: Rúðustrikað blað eða 42 mislitar tölur í tveimur litum, 21 af hvorum lit. Aldursmörk: Frá 6 ára Leiklýsing:

Þessi leikur er til í fjölmörgum útgáfum og gengur undir ýmsum nöfnum á ensku, t.d. Link 4, Connect 4 (Connect Four) og Four in a Row. Leikurinn er til í tölvutæku formi og hann er víða að finna á Netinu (sjá heimild). Eins er hann til í ýmsum leikfangaútgáfum.

Leikurinn byggist á leikmenn fylla í reiti til skiptis, hvor hefur sinn lit eða tákn. Hvor má reyna 21 sinni og sigrar sá sem getur tengt saman fjóra reiti í lárétta eða lóðrétta röð. Eins má búa til röð á ská.

Góða lýsingu á leiknum er að finna i Wikipediu:

http://en.wikipedia.org/wiki/Connect_Fourarticle=games_4mind_connect4

Útfærsla: Auðvelt er að fara í þennan leik með því að nota rúðustrikað blað eða tölur í tveimur litum. Skráður: 2005 Heimild: Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Tangram

Flokkur: Raðþrautir Markmið leiks: Að þjálfa einbeitingu og þolinmæði, efla sköpunargáfu, auka útsjónarsemi og tilfinningu fyrir formum og lögun. Gögn: Tangram myndir, sjá leiklýsingu. Aldursmörk: Frá 5 ára Leiklýsing:

Tangram er ævaforn kínversk raðþraut. Sagan segir að fyrir mörgum öldum hafi maður að nafni Tan misst á jörðina ferkantaða steinhellu. Hún brotnaði í 7 hluta, en þegar Tan ætlaði að setja hana saman uppgötvaði hann sér til mikillar undrunar að hægt var að búa til kynstrin öll af myndum úr brotunum.

39

Page 40: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Mikið efnið er til um tangram á vefnum, sjá t.d. á þessari slóð:

http://www.archimedes-lab.org/tangramagicus/

Útfærsla: Tangram má nota í tengslum við fjölmörg stærðfræðileg viðfangsefni, t.d. flatarmál og brot.

Tilvalið er að nota myndvarpa til að kenna tangram og kynna mismunandi lausnir. Einnig væri hægt að leggja fyrir ýmis verkefni með því að búa til ákveðna mynd á myndvarpanum og láta nemendur breyta henni (færa t.d. 2 kubba) og búa til aðra mynd.

Mjög auðvelt er að búa þessa raðþraut til (sjá meðfylgjandi mynd sem gjarnan má stækka). Það eina sem kennarinn þarf að gera er að ljósrita myndina í hæfilegri stærð og leyfa nemendum að klippa formin út. Heppilegt er að ljósrita á pappa og jafnvel í mismunandi litum. Tangram er að sjálfsögðu kjörið smíðaverkefni.

Tangram hentar bæði börnum og fullorðnum.

Skráður: 1994 Heimild: Sendandi: Ragna Kristjánsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir

40

Page 41: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

11.Þáttur. Orðaleikir.Leikir eins og orðaleikir þjálfa orðaforða. Þeir eru skemmtilegir til að brjóta um skóladaginn og í t.d. tungumálakennslu. Orðaleikir á Leikjavefnum eru margir eða næst stærsti flokkurinn þar inni (Ingvar Sigurgeirsson 2008:[11]. Hér koma nokkrir orðaleikir sem ég skoðaði.

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=119

Að búa til orð Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Orðaforði, ímyndunarafl og útsjónarsemi. Blað og blýantur. Aldursmörk: Frá 8 ára Leiklýsing: Nemendum er skipt í hópa eða vinna saman í pörum. Kennari skrifar langt orð á töfluna (eða lætur nemendur hafa það á blaði svo þeir séu með það fyrir framan sig). Krakkarnir eiga síðan að finna eins mörg orð og þeir geta úr stöfunum í langa orðinu. Dæmi: Jólaball, möguleg orð eru t.d. ól, jól, ball, lóa. Útfærsla: Skráður: 1997 Sendandi: Helga Gísladóttirhttp://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=95

Að lesa afturábak Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Æfa lestur, að sjá í huganum. Gögn: Spjöld með orðum yfir ýmsa hluti sem sjást í umhverfinu, t.d. inni í skólastofunni. Aldursmörk: Frá 7 ára Leiklýsing: Nemendur velja sér orð, lesa það afturábak og hinir nemendurnir eiga að reyna að finna út hvaða orð það er. Dæmi: bók - kób Nemendur geta verið í hópum eða stakir en hver og einn nemandi/hópur fær að velja orð. Útfærsla: Nemandi segir: "Ég sé kób" eða "Skip mitt kemur að landi og í því er kób." Skráður: 1994 Sendandi: Anna María Arnfinnsdóttir og Guðrún Lilja Rúnarsdóttir

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=102

Ég fór að veiðaFlokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Að þjálfa orðaforða, hugmyndaflug og stafrófið hjá nemendum. Gögn: Það er hægt að gera leikinn erfiðari með því að segja nafn landsins sem veitt er í á undan fengnum. Einnig er hægt að fjölga orðunum sem á að finna. Aldursmörk: Frá 9 ára Leiklýsing: Þátttakendur eiga að ljúka setningunni "Þegar ég fór að veiða, veiddi ég ...". Farið er eftir stafrófsröð og þátttakendur verða að nefna þrjá hluti sem byrja á sama staf til að detta ekki úr leik. Til dæmis: Þegar ég fór að veiða, veiddi ég asna, andarunga og appelsínu. Næsti nemandi finnur orð sem byrja á B o.s.frv. Skráður: 1997 Sendandi: Aðalheiður Halldórsdóttir og Sigrún Kolsöe

41

Page 42: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=105

Gálgaleikurinn Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Þjálfa og auka orðaforða nemenda, réttritun, útsjónarsemi. Gögn: Tafla og krít / túss Aldursmörk: Frá 10 ára Leiklýsing: Kennari eða annar stjórnandi hugsar sér ákveðið orð. Síðan eru strikuð á töflu jafnmörg lárétt strik og nemur fjölda stafa í því orði sem nemendur eiga að geta upp á. Síðan eru gefnir upp nokkrir stafir í orðinu (oft er miðað við u.þ.b. 1/5 af þeim stöfum sem eru í orðinu) og þeir skráðir á réttan stað. Dæmi:

_ ó _ _ m _ _ _ _ (Kókómjólk)

Nemendur eiga að finna það orð sem stjórnandinn er að leita eftir til þess að koma í veg fyrir "hengingu".

Nemendur rétta upp hönd til að giska á hugsanlega stafi í orðinu. Ef þeir giska á rétta stafi skrifar kennarinn þá inn í eyðurnar. Ef þeir hins vegar giska á vitlausa stafi fær bekkurinn refsistig, svo það er eins gott að vera ekkert að giska út í bláinn. Refsistigin eru strik sem smám saman byggja upp gálga (sjá mynd). Þegar maður er kominn í gálgann er leiknum lokið og kennari segir nemendum hvert orðið var. Þegar einhver nemandi hins vegar heldur að hann viti hvert orðið er réttir hann upp hönd og lætur vita. Ef hann hefur rétt fyrir sér hefur hann bjargað manninum úr gálganum og má jafnvel fara sjálfur upp að töflu og velja nýtt orð. Ef hann hins vegar hefur rangt fyrir sér er hann úr leik og verður að sitja hjá þangað til næsta orð er tekið fyrir.

Karlinn í gálganum:

Útfærsla: Þennan leik er tilvalið að nota í tungumálakennslu. Á ensku heitir hann "Hangman". Skráður: 1994 Sendandi: Lilja Karlsdóttir

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=219

Hvað er í töskunni?Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Efla rökhugsun nemenda. Þjálfa nemendur í munnlegri tjáningu fyrir framan hóp. Að gefa nemendum tækifæri til að leika sér með málið.

42

Page 43: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

o Lítil ferðataska. o Orð á miða o Minnislisti og spurningar (sjá lýsingu) o A4 blað og blýantur

Aldursmörk: Frá 7 ára Leiklýsing:

Tveir nemendur fá í hönd litla ferðatösku. Í henni er orð sem tengist einhverju sem þau hafa verið að læra um. Þessir tveir nemendur fá það verkefni að gefa vísbendingar um orðið í töskunni án þess að segja hvert orðið er.

Í töskunni er einnig minnislisti um atriði sem hægt er að nýta við lýsinguna: HEYRN, SJÓN, BRAGÐ, LYKT, TILFINNING. Einnig spurningar s.s.: Heyri ég í þessu? Get ég séð þetta? …

Nemendur skrifa á blað fimm vísbendingar sem tengjast þessum eiginleikum og þegar þær eru tilbúnar getur leikurinn hafist. Nemendurnir koma sér fyrir bak við kennaraborðið og kennarinn skráir fyrir þá svo leikurinn gangi hraðar fyrir sig.

Nemendurnir sem eiga að reyna að komast að því hvað er í töskunni mega spyrja spurninga sem hægt er að svara með já og nei. Vísbendingarnar má svo gefa smátt og smátt.

Kennarinn skráir allar vísbendingar og upplýsingar um orðið í töskunni. Til að fá nemendur til að spyrja spurninga sem veita upplýsingar um eiginleika orðsins en ekki spurninga eins og, „Er þetta hjól? Er þetta hestur?", merkir kennarinn við á töfluna á sama hátt og gert er í gálgaleiknum góðkunna. Ágætt að teikna frekar hús eða bát í stað gálga.

Þá eru höfð takmörk fyrir því hvað hægt er að giska oft á orðið sjálft. Meira máli skiptir að hafa að komast að eiginleikum sem snerta það sem í töskunni er. Þegar krakkarnir hafa svo fundið út hvað er í töskunni, segjum t.d. veiðar, má leika sér að orðmyndun, s.s. hvaða orð gætum við búið til með því að nota þetta orð sem hluta af samsettu orði: Veiðarfæri, fluguveiðar… o.s.frv. Nemendur gætu síðan fengið tækifæri til að skrifa ferðasögu sem fjallaði um þetta orðið eða samsettum orðum sem það er hluti af. Skráður: 2003 Sendandi: Laufey Herdís Guðjónsdóttir

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=99 Auðvitað varð að prófa uppáhaldið hans Ingvars.

Öll orð byrja á sama staf (orða- og hugtakaleikur) Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Efla orðaforða, hugmyndaflug, rökhugsun. Gögn: Línustrikuð blöð, blýantar. Úr, skeiðklukka eða annað tæki til tímatöku. Aldursmörk: Frá 9 ára Leiklýsing: Þessi leikur getur verið keppni milli einstaklinga eða hópa.

43

Page 44: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Leikurinn hefst á því að búnir eru til listar yfir 10 til 12 hugtakaflokka, dæmi:

1 Orð sem tengjast ástinni3 Lýsingarorð4 Skordýr5 Vatn6 Sjávarútvegur7 Trú8 Þorskurinn9 Ritvél10 Rithöfundur11 Gleraugu12 Tölvur13 Kvikmyndir

Þessa lista má búa til í byrjun leiksins eða í byrjun hverrar umferðar (sem er þá hluti af leiknum). Eins má hafa listana tilbúna fyrirfram. Leiknar eru nokkrar umferðir og nýr listi notaður í hverri umferð.

Þegar listi hefur verið ákveðinn er einn bókstafur (þó ekki "ð") valinn af handahófi (t.d. með því að draga).

Nemendur fá síðan ákveðinn tíma, t.d. eina eða tvær mínútur til að skrá orð sem eiga við flokkana tólf og byrja á þeim staf sem valinn var. Sem dæmi má nefna að ef stafurinn A hefði verið valinn, gætu eftirfarandi tvær lausnir komið fram:

Hugtök - flokkar Dæmi um lausn Annað dæmi um lausn1. Orð sem tengjast ástinni Amor Andköf2. Lýsingarorð Andlegur Andstuttur3. Skordýr Afturvængir Afturfætur4. Vatn Afrennsli Andakílsá5. Sjávarútvegur Afli Aflakóngur6. Trú Andi Andaglas7. Þorskurinn Aflahrota Aflaverðmæti8. Ritvél ABC A-lykill9. Rithöfundur Andrés Indriðason Agnar Þórðarson10. Gleraugu Afi Andlit11. Tölvur Afritun Archimedes12. Kvikmyndir Amarcord Aldrei á sunnudögum

Gefið er eitt stig fyrir hvert orð sem talið er gilt. Stjórnandinn ákveður hvort orð eru gild eða ekki. Einnig má hafa dómnefnd til að skera úr um þetta. Ef tveir eða fleiri hafa sama orð fæst ekkert stig.

Í lokin eru stigin talin og sigrar sá sem hefur flest stig.

44

Page 45: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Útfærsla: Þennan leik má m.a. nota í móðurmálskennslu, kennslu erlendra mála, í samfélagsgreinum eða náttúrufræði og eru orðin þá tengd tilteknu efni. Skemmtilegt afbrigði er að sigurvegarar í hverri umferð fái að búa til listann yfir flokkana sem notaðir eru í næstu umferð. Ef leikið er í hópum er hægt að leyfa hverjum hóp að leggja fram einn lista og hafa umferðirnar jafnmarga hópunum. Hópur situr hjá þegar leikið er með listann hans og getur þá verið í dómarasæti. Annað afbrigði af þessum leik (gæti verið skemmtilegur samkvæmisleikur) er að gefa aukastig fyrir sérlega frumlegar eða óvenjulegar lausnir. Þá má hafa dómnefnd til að gefa aukastigin. Afbrigði af þessum leik er hægt að fá í enskri útgáfu sem heitir "Scattergories". Skráður: 1995 Sendandi: Guðný Halldórsdóttir - 1994, Ingvar Sigurgeirsson

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=116

Stafrófið Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Orðaforði, hugtakaskilningur. Gögn: Skriffæri, blöð að skrifa á. Aldursmörk: Frá 10 ára Leiklýsing: Þessi leikur byggir á því að valin eru þrjú mismunandi svið, t.d. íþróttir, ávextir og grænmeti, og húsbúnaður. Á öllum sviðum á að reyna að finna orð fyrir sérhvern staf stafrófsins. Það liggur í augum uppi að oft verður að gefast upp við að finna orð sem byrja á sumum bókstöfunum en samt á að reyna að nota allt stafrófið því að það getur oft ráðið úrslitum í þessum leik. Gott er að gefa ákveðinn umhugsunartíma því litlar líkur eru til að einhverjum takist að finna orð fyrir allt stafrófið. Stigagjöfin er einföld því eitt stig er gefið fyrir hvert rétt orð. Hægt er að leysa þetta verkefni í hópum og nota hvaða svið sem vera vill.

Útfærsla: Þessi leikur er svipaður leiknum Orðasöfnun . Sjá einnig leikinn Öll orð byrja á sama staf. Skráður: 1992 Sendandi: Nanna Þóra Jónsdóttir

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=117

45

Page 46: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Töflukrossgátur Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Þjálfa og auka orðaforða nemenda, réttritun (í dönsku eða öðru máli). Gögn: Tafla og krít / túss. Aldursmörk: Frá 11 ára Leiklýsing: Bekknum er skipað í tvö lið. Liðin raða sér upp smáspöl frá töflunni. Kennarinn skrifar sama orðið tvisvar á töfluna með góðu millibili, t.d. orðið katten. Fremstu menn hlaupa að töflunni og reyna að mynda nýtt orð með því að nota stafina sem eru í orðinu (sjá dæmi hér á eftir). Síðan hlaupa þeir til baka og næstu hlaupa af stað. Síðan koll af kolli. Í upphafi þarf að ákveða hversu lengi á að leika og þegar tíminn er útrunninn vinnur það lið sem tekist hefur að mynda flest orð.

Dæmi:

Útfærsla: Sjá einnig Stafsetningarleik í dönsku. Skráður: 1993 Sendandi: Rannveig Hafberg

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=229

TöflubingóFlokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Auka orðaforða á erlendu máli. Gögn: Tafla og krít. Aldursmörk: Frá 10 ára Leiklýsing: Bekknum er skipt í tvo hópa. Kennari skrifar á töflu nokkurn fjölda af orðum á erlendu máli (2-3 orð fyrir hvern nemanda hentar vel). Orðunum er dreift jafnt yfir töfluna. Nemendur raða sér upp í tvær raðir við enda kennslustofunnar og þegar kennari segir orð á íslensku hleypur einn nemandi úr hvoru liði upp að töflu, grípur krít sem liggur á kennaraborðinu og reynir að verða fyrri til að krota yfir það orð sem við á. Dæmi: Kennari segir "flugfreyja". Nemendur reyna að krota yfir orðið "stewardess". Það lið, sem er fyrra til að krota yfir orðið, fær stig. Þannig gengur leikurinn fyrir sig þangað til að allir hafa fengið kost á að spreyta sig, eða þar til öll orðin hafa verið notuð. Þessi leikur hentar vel á föstudegi eða rétt í lok kennslustundar.

46

k a t t e n

o a

s ø n s o l

e k a

e n

g

k a t t e n

a a

s t u n g e

m å s k e

e

Page 47: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Skráður: 1988 Sendandi: Berglind Bjarnadóttirhttp://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=111

ParaleikurFlokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Að útskýra orð (hugtök) fyrir öðrum. Æfing í tjáningu og því að skilja talað mál. Gögn: Miðar með einu orði (stórir stafir svo að allir geti lesið). Fjöldi miða fer eftir aðstæðum, svo sem þeim tíma sem leikurinn á að taka, aldri þátttakenda o.fl. Aldursmörk: Frá 10 ára Leiklýsing: Stjórnendur eru tveir. Annar heldur á miðunum og segir í hverju leikur inn er fólginn. Hinn er tímavörður og skráir stigin.

Stjórnendurnir para saman eða þátttakendur gera það sjálfir. Gott er að hafa 3-5 pör í hvert skipti sem leikurinn er leikinn. Hvert par fær tiltekinn tíma til að leysa verkefnið, t.d. 5-10 mínútur. Tveir stólar eru settir hvor á móti öðrum þannig að áhorfendur sjái vel það sem fram fer. Annar stjórnandinn stendur aftan við þann stólinn sem snýr að áhorfendum. Eitt parið fær sér sæti og hefur leikinn, hin pörin yfirgefa stofuna. Draga má um röð paranna. Stjórnandinn lyftir einum miða þannig að allir sjái það sem á honum stendur nema sá sem situr í stólum framan við hann. Sá sem snýr að stjórnandanum á að lýsa merkingu orðsins fyrir félaga sínum. Hann má aldrei segja sjálft orðið en má nota orð sömu merkingar. Félaginn á að segja hvaða orði er verið að lýsa. Þegar hann hann hefur fundið orðið eða gefist upp við það skiptir stjórnandinn um miða. Þannig er haldið áfram þar til öll orðin hafa verið skýrð eða uppgefinn tími er liðinn.

Fyrir hvert rétt orð fær parið eitt sig. Þá er næsta par kallað inn og þannig gengur koll af kolli þar til öll pörin hafa lokið þátttöku.

Það par sigrar sem hefur hlotið flest stig.Skráður: 1997 Sendandi: Gunnar Jónsson

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=110

OrðarunaFlokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Þjálfun minnis, skemmtileg tilbreyting í skólastofunni. Gögn: Blað og blýantur fyrir þann sem stjórnar. Aldursmörk: Frá 7 ára Leiklýsing: Kennarinn, eða sá sem stjórnar, ákveður hjá hvaða leikmanni leikurinn skuli byrja. Hann skrifar einnig niður orðarununa. Sá sem byrjar leikinn velur eitt orð. Sá sem næstur kemur byrjar á að segja fyrsta orðið og bætir síðan öðru orði við. Þannig gengur þetta koll af kolli þangað til löng orðaruna hefur myndast. Þeir sem ekki muna orðin í nákvæmlega réttri röð eru úr leik. Útfærsla: Þennan leik er hægt að tengja við allflestar námsgreinar. Í íslensku væri hægt að hafa reglurnar þannig að öll orð í rununni ættu að vera í ákveðnum orðflokki, s.s. nafnorð. Einnig mætti hugsa sér að öll orð í rununni ættu að byrja á sama staf. Í landafræði mætti safna landfræðilegum heitum í runu og svo mætti lengi telja. Skráður: 1997 Sendandi: Sigríður Áslaug Guðmundsdóttirhttp://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=97

47

Page 48: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Orðaboðhlaup Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Að þjálfa nemendur í því að finna orð með hliðsjón af einstaka stöfum. Þennan leik er einnig hægt að nota til þess að þjálfa stafsetningu og málfræði (sjá lýsingu). Gögn: Tafla, krít eða flettitafla og tússpenni. Aldursmörk: Frá 9 ára Leiklýsing: Bekknum er skipt í lið. Kennari (eða annar stjórnandi) skrifar orð, lárétt á töfluna (eitt fyrir hvert lið). Liðin keppa síðan (í boðhlaupi) um hvaða lið verði fyrst til þess að skrifa einhver orð lóðrétt niður fyrir hvern staf orðsins sem kennari skrifaði. Það lið sem er fyrst til þess að skrifa orð við alla stafina sigrar.

Dæmi:

n e m a n d i

a f a p á ó n

f n ð i l m n

n i u a i

r r

i

Útfærsla: Þennan leik er mjög auðvelt að útfæra. Hann má t.d. nota við kennslu á málfræði. Kennari getur þá skrifað eitthvert orð og nemendur skrifa þá orð úr ákveðnum orðflokkum, t.d. sagnorð, lýsingarorð eða nafnorð, lóðrétt niður. Skráður: 1994 Heimild: Sendandi: Hafdís Hilmarsdóttir

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=112

Saltkjöt og baunir Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Orðaforði, stafsetning, útsjónarsemi. Gögn: Blað og blýantur. Aldursmörk: Frá 10 ára Leiklýsing: Valið er nafn á einhverjum rétti og eina skilyrðið er að fjöldi stafa sé jöfn tala eins og skýrist þegar nafnið er skrifað á þennan hátt: s ra il nt uk aj bö gt o

48

Page 49: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Nafnið á að skrifa í tvær jafn langar raðir þannig að byrjað er efst vinstra megin en orðinu lokið efst hægra megin (sjá hér að ofan). Leikurinn er fólginn í því að fylla í eyðurnar milli fyrri og seinni bókstafanna þannig að úr verði orð. Nafn á hvaða rétti sem er kemur til greina ef hann uppfyllir skilyrðin, t.d. kók og prinspóló, kaffi og ristað brauð o.s.frv. Útfærsla: Hægt er að hafa ákveðin tímamörk eða ljúka leiknum þegar fyrsti leikmaðurinn hefur lokið við að fylla út sín orð. Stigagjöf getur líka verið mis- munandi, t.d. fleiri stig fyrir sjaldgæfari orð eða orð sem aðeins einn hefur valið. Ef enginn annar hefur valið sama orð eru gefin fimm stig, ef einn annar hefur valið orðið eru gefin þrjú stig og eitt stig ef fleiri en tveir velja sama orðið. Ef leikmaður getur ekki fundið orð fær hann ekkert stig. Einnig er hægt að hafa þetta sem samvinnuverkefni og hafa t.d. tvo eða þrjá saman í liði. Loks má benda á þann möguleika að binda orðin við ákveðna orðflokka eða ákveðin svið (landafræði, náttúrufræði). Skráður: 1994 Sendandi: Kolbrún Jónsdóttir

http://leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=108

Keðjuorð Flokkur: Orðaleikir Markmið leiks: Efla orðaforða og ímyndunarafl. Gögn: Aldursmörk: Frá 8 ára Leiklýsing: Af þessum leik eru ótal afbrigði. Hann byggist á því að byrjað er á samsettu orði, t. d. lögregla. Síðan á að búa til annað samsett orð þannig að seinni hluti orðsins lögregla verður að fyrri hluta (eða fyrsta hluta) næsta samsetta orðs. Það gæti t.d. verið orðið reglubróðir. Næsta orð gæti verið bróðurkærleikur, þarnæsta leikmaður, næst mannabústaður, þá Bústaðavegur, loks vegleysa og þannig koll af kolli. Ekki má nota sama orðið tvisvar. Leikinn má leika þannig að gengið er á nemendur eftir röð eins og þeir sitja eða að setið er í hring. Eins má keppa í hópum þannig að nemendur fá fyrsta orðið á miða og eiga síðan að skrá eins langa keðju og hægt er. Hafa má ákveðin tímamörk. Enn má nefna að keppa í tveimur eða fleiri liðum og skrá orðin á töflu. Má þá gjarnan skrá þau í "snigla" eða "slöngur". Skráður: 1994 Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson og Halla Skúladóttir 1992 - Elísabet Steingrímsdóttir

49

Page 50: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

12. Þáttur. Tölvuleikir

Ég hef kennt bæði á yngsta- og miðstigi og notað mikið nams.is Þar eru margir leikir sem tengjast námsefninu. Það er t.d. mjög gaman að fara inn á Komdu og skoðaðu vefina, þegar verið er að kenna það efni, bækurnar verða einhvernvegin lifandi þegar nemendur fá að skoða þessa vefi. Mjög gaman að vinna svona, bæði í bókum og í tölvum. Einnig eru það íslensku landspendýrin og Íslensku húsdýrin, krökkunum finnst mjög gaman að fara þar inn, skoða og leika. Það er bara svo margt þarna inni á nams.is sem krökkum finnst gaman að skoða og það er einnig mjög lærdómsríkt.

Ég skoðaði þessa vefi og spáði í þessar spurningar sem voru í kennslubréfi 12.

Hafa leikirnir raunverulegt námsgildi?Hvað hefur til marks um það?Hver þeirra er bestur að mínum dómi?

Orðakistur Krillu.Að mínu mati er þetta ágætis þjálfunarleikur. Mér finnst hann auðveldur fyrir þá nemendur sem eru búnir að ná tökum á lestrinum, en hann er fínn fyrir

yngstu krakkana í grunnskóla. Að vísu finnst mér orðin svolítið löng eins og í stafróf 1. Ég held að þetta sé mjög góður leikur fyrir sérkennslu nemendur. Svona leikir þjálfa nemendur í rími og geta örvað málþroska.

Minnisleikur Þetta er ágætis afþreyingar leikur í stærðfræði fyrir unga krakka. Það á að safna samstæðum og þá kemur mynd í ljós. Hann hefur ekki mikið námslegt gildi nema kannski að þjálfa krakka í að muna. Þyngdarstig 1 er ansi létt og ég

held að það sé frekar létt fyrir yngstu krakkana í grunnskólanum en þyngdarstig 2 er mun betra.Þetta er kannski ágætis músaræfing í tölvutíma fyrir fyrstu bekkinga.

FerhyrningarÞetta finnst mér góður leikur. Það þarf að einbeita sér nokkuð við að leysa þessi dæmi. Hann gengur út á það að fá sömu heildarsummu talna á hverja

hlið. Getur verið mjög flókið fyrir marga en samt ágætis æfing. Hann þjálfar hugareikning og útsjónarsemi. Ég held að þessi leikur væri góður fyrir marga á mið og unglingastigi. Það væri frábært ef allir skólar væru svo tölvuvæddir að tölvur væru inni í hverri stofu og hægt væri að láta nemendur í svona leiki, ef það þarf að æfa eitthvað sérstakt hjá nemendum.

Þrír í röðÞetta er margföldunarleikur. Hann þjálfar rökhugsun og útsjónarsemi. Það geta tveir spilað þennan leik í einu og það finnst mér alltaf svolítið

skemmtilegt. Bæði að þá hafa krakkar sem eru á svipuðu róli í náminu gott af því að vinna saman og ef annar getur hjálpað félaga sínum, reyndar er það vandasamara að hafa það svoleiðis en ef kennarinn þekkir nemendur sína er það allt í lagi. Markmið leiksins er að safna þremur hlutum í röð og þá er leikurinn unninn. Nokkuð góður leikur.

50

Page 51: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Stafaleikir BínuÞetta er leikur sem mér finnst frábær fyrir þá sem eru að byrja að læra að lesa og eins fyrir þá sem eru að læra tungumálið. Ég hef notað hann mikið þar sem það eru tvær stúlkur í bekknum mínum sem komu frá Póllandi. Önnur eru búin

að vera hér i eitt og hálft ár og hin í eitt. Það er mjög gott að þær geta hlustað á stafina og það er eins með þá sem eru að byrja að læra stafina. Þetta er einnig frábær leikur fyrir sérkennslunemendur.

Talnaferningurinní þessum leik þarf summa allra lína og dálka og hornalína að vera sú saman. Þetta er frekar erfiður leikur en góður fyrir þá nemendur sem búnir eru að ná tökum á samlagningu. Hann þjálfar hugarreikning, rökhugsun og útsjónarsemi.

Mitt mat á leikjunum. Ég held að mér finnist talnaferningurinn áhugaverðastur en það er kannski af því að ég er að kenna krökkum sem gætu vel nýtt sér þennan leik en hann gæti verið erfiður fyrir nokkra og þá er leiðinlegt að standa alltaf á sama stað og komast ekkert áfram.

Einnig finnst mér Stafaleikir Bínu frábær fyrir útlendinga en þeir eru margir í mínum skóla og við verðum að kenna þeim málið okkar.

ÁlfurÞetta er gagnvirkur vefur fyrir yngstu nemendur í grunnskóla í lífsleikni. Markmiðið er að efla samskiptafærni og tilfinninga þroka nemenda í 1. og 2.

bekk og tengja lífsleikni við íslenskukennslu sér í lagi lestur og lesskilning. Mér finnst vefurinn frekar einfaldur og óaðlaðandi, nema að það er hægt að prenta litabók og söguna. Það er tengill inni á honum sem er fyrir kennara og það finnst mér mikið áhugaverðara efni heldur en vefurinn sjálfur. Það væri hægt að vinna skemmtileg verkefni með þessum hugmyndum frekar en í þessum leik. Það mætti kannski segja að forritið sé bæði leikur og nám. Erum við ekki alltaf að læra og leika?

Leikjanet.is. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að vera fyrir framan sjónvarp eða tölvur (fyrir utan það sem ég þarf að gera í tölvunni fyrir námið og vinnuna) en dóttir mín var oft í Bubbles og kenndi mér hann. Þessi leikur er hættulegur fyrir mig, ég get gleymt mér í marga tíma við að spila hann og svo er það, Stafaleikur. Þetta er orðaleikur sem er inni á leikjanetinu og er eini íslenski orðaleikurinn. Það á að finna stafapör, en þegar það er búið hvað þá? Þetta er leikur sem skilur ekkert eftir sig og er illa unninn.

Fruit Twirls. Þetta er ágætis leikur en það á að raða saman þrem ávöxtum í röð og þá fær maður stig. Ávextirnir fara eftir göng og þegar allt er komið inn í botn þá er leikurinn búinn. Leikurinn gengur út á það að halda göngunum hreinum. Mér finnst þetta ágætis leikur fyrir það að það er ekkert ofbeldi í honum. Það eru svo oft leikir sem ganga út á ofbeldi.

51

Page 52: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Ludo. Það er hægt að spila Ludo á leikjanetinu. Teningnum er kastað þrisvar fyrir hvert lið ef það kemur sex á teninginn fær einn kall að fara út og byrja að ganga hringinn. Markmiðið að komast inn í miðju með alla karlana sína. Þegar þetta er skilað á vefnum stjórnar maður einum lit.

Mahjopp. Er klassískur paraleikur. Það á að para saman kubbum með eins merkjum á þar til enginn er eftir. Mér finnst þessi leikur frábær og get gleymt mér í honum fram á nótt.

52

Page 53: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Framlag til Leikjavefjarins – Leikjabankans Við vorum þrjár sem vorum saman í hóp fyrir utan mig voru það Kallý Harðardóttir og Anna Gína Aagestad. Ég þekkti þessar stelpur ekkert en aulýsti inni á WebCT og fékk strax svar frá þeim og samstarfið gekk vel fyrir sig. Takk fyrir stelpur.

Ástæðan fyrir því að við völdum Nafnaleikinn er sú að hann má nota á fjölbreyttan hátt og einnig

vegna þess að það er hægt að fara í hann hvar sem er og hvenær sem er, þess vegna úti í náttúrunni. Í

stað tónlistar er hægt að syngja lag og finna einhvern hlut úti í náttúrunni sem hægt er að kasta á

milli sín. Annar kostur við þennan leik er að hann má nota á marga vegu ekki eingöngu til þess að

læra nöfn, heldur einnig til þess að læra fyrsta stafinn bæði í sínu nafni og hjá hinum börnunum.

Hann má einnig nota til þess að gefa börnunum kost á því að tjá sig um tilfinningar sínar t.d. að þau

geti sagt hvernig þeim líður við hinar ýmsu aðstæður og einnig geta þau tjáð líðan sína með

líkamstjáningu og svipbrigðum.

Nafnaleikur

Flokkur: Kynningarleikur

Nafn sendanda: Anna Gína Aagestad, Kallý Harðardóttir og Sóley Sævarsdóttir.

Markmið leiks: Læra nöfn, þjálfa hlustun, einbeitingu, minni og að fara eftir fyrirmælum.

Gögn: Róleg tónlist, mjúkt leikfang, t.d. tuskubrúða, bangsi eða koddi.

Aldur: Frá 2 ára

Fjöldi: 3 – 8 börn

Leiklýsing: Börnin mynda hring. Leikfang gengur á milli barnanna á meðan tónlist er leikin. Þegar tónlistin er

stöðvuð, hætta börnin að senda leikfangið á milli sín og það barn sem er með leikfangið í höndunum þegar

tónlistin stöðvast segir nafnið sitt.

Úfærsla: Í stað þess að segja nafnið sitt segir barnið t.d. hvað því langi til að eignast, hvað því langi að gefa vini

sínum, hver uppáhalds litur þess er, hvað því þykir gott að borða, hvar það á heima eða hvenær barnið á

afmæli, hver fyrsti stafurinn í nafninu sé o.fl. .

53

Page 54: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Heimild: Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir.1995. Leikir og tjáning. Ýmsar hugmyndir og leiðbeiningar fyrir uppalendur.

Fjársjóðaleikur

Í nútímaþjóðfélagi er lögð áhersla á félagsfærni og samskiptahæfileika fólks. Þessa þætti er hægt að

vinna með í leik- og grunnskólum. Börn læra í gegnum leikinn og því varð þessi leikur fyrir valinu en

hann reynir á samvinnu barnanna, hugsun þeirra og einbeitingu. Við teljum hann hæfa vel í kennslu

leikskólabarna en hann gefur möguleika á því að þau læri að þekkja litina, stafina og bæði nöfnin sín

og annarra barna á deildinni. Einnig gefur hann möguleika á því að færa kennsluna út á

leikskólaleikvöllinn eða út í náttúruna þar sem börnin fá tækifæri til þess að læra um náttúruna í

gegnum leik. En þá má vera með myndir af t.d. blómum, fuglum eða laufblöðum svo að dæmi séu

tekin. .

Fjársjóðaleikur

Flokkur: Ýmsir námsleikir

Nafn sendanda: Anna Gína Aagestad, Kallý Harðardóttir og Sóley Sævarsdóttir.

Markmið leiks: Athygli, samvinna, hugsun, einbeiting.

Gögn: Hlutur til að fela, blað og litir

Aldur: Frá 5 ára

Leiklýsing: Kennari eða nemendur fela ,,fjársjóð” í skólastofunni, skólanum eða á skólalóðinni. Þau teikna síðan

kort sem sýnir hvar fjársjóðurinn er. Síðan hefst keppni um það hver er fyrstur að finna fjársjóðinn. Ef það eru

nemendurnir sem fela ,,fjársjóðinn” er þeim skipt í tvo hópa, annar hópurinn felur fjársjóðinn og teiknar kortið

en hinn leita. Síðan er skipt um hlutverk.

Útfærsla: Þennan leik má útfæra á margan hátt. Til dæmis þegar um leikskólabörn er að ræða er gott að byrja á

því að fela fjársjóðinn í skólastofunni. Kennarinn getur falið litaspjöld eða spjald með nafni eins barnsins, þannig

54

Page 55: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

að börnin verða að hjálpast bæði að finna fjársjóðinn og ráða ráðgátuna eins og hvaða litur er á spjaldinu eða

hver á nafnið á spjaldinu. Í grunnskólanum er hægt að vera með stærðfræðiþrautir, orð sem þarf að lesa og

margt fleira.

Heimild: Ingvar Sigurgeirsson. 1981. Skólastofan umhverfi til náms og þroska. Iðunn, Reykjavík.

Gullmolinn

Ástæðan fyrir því að við völdum þennan leik er einfaldlega sú að nemendur vilja gjarnan vera meira

úti þegar sól hækkar á lofti og þess vegna er tilvalið að brjóta daginn upp og fara út í leiki.

Gullmolinn er skemmtilegur og hressandi leikur. Í leiknum reynir á samvinnu þátttakanda, snerpu og

þol. Þetta er leikur sem tilvalið er að fara í þegar allir eru orðnir þreyttir á inniveru og vantar súrefni í

lungun. Þá er gott að fara út, hreyfa sig og hafa gaman saman.

Gullmolinn

Flokkur: Hreyfileikir

Nafn sendanda: Anna Gína Aagestad, Kallý Harðardóttir og Sóley Sævarsdóttir.

Markmið leiks: æfa snerpu, þol og samvinnu

Gögn: t.d. sparkvöllurinn við skólann og gullmolar (t.d litlir boltar, húfur eða eitthvað svoleiðis)

Aldursmörk: 5 – 10 ára

Fjöldi: lágmark 5

Leiklýsing: Leikurinn byggist á því að t.d. þrír til fjórir (einn á hverja fjóra) nemendur ,,eru hann,, og standa fyrir

framan gull línuna og passa markið, passa gullmolana, en gullmolarnir eru inni í markinu u.þ.b. 20 gullmolar.

55

Page 56: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Hinir í bekknum byrja fyrir aftan miðju og eiga að reyna að komast inn í markið hjá hinum til að stela gullmolum.

Ef þeir ná gullmola mega þeir fara með hann óhindraðir yfir í sitt mark, en ef þeir nást verða þeir fangar og

þurfa að far inn í markið hjá gullmolunum og bíða þar þangað til að einhver kemst inn í markið til að frelsa þá og

stela einu gulli.

Leikurinn er búinn þegar allt gullið er farið yfir í hitt markið eða búið að taka alla til fanga.

MARK

Gull línan

Þeir sem eru hann (einn á

hverja þrjá til fjóra)

Restinn af bekknum

Umsögn um leikinn: Þessi leikur var prófaður hjá 1. til 5. bekk í grunnskóla úti á landi og voru nemendur mjög

ánægðir þegar honum lauk.

SamantektLeikirnir sem við völdum eiga það sameiginlegt að það er hægt að fara í þá jafnt úti sem inni og þeim

fylgir lítil fyrirhöfn. Leikirnir koma allir inn á mikilvæga þroskaþætti barna s.s. félagsþroska,

hreyfiþroska, málþroska og tilfinningaþroska. Einnig koma þeir inná þjálfun skilningarvitanna og má

þar nefna hlustun og snertingu svo að dæmi séu tekin. Allir leikirnir henta bæði fyrir börn í leikskóla

sem og börn í grunnskóla og þá má útfæra á marga vegu eins og sjá má.

Bestu kveðjur Anna Gína, Kallý og Sóley

56

Page 57: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

Lokaorð

Þá ætla ég ekki að hafa þetta lengra. Þessi áfangi hefur veitt mér ómælda ánægju í bekknum mínum í vetur. Við erum búin að eiga mjög margar skemmtilegar stundi þar sem við vorum að prófa leiki og þrautir. Ég held að bekkurinn sé jafn ánægður með þetta val mitt á þessum áfanga og ég.

Það var mjög gaman að fara í gegnum þessi kennslubréf og prófa það sem í þeim var. Mér finnst ég heppin að vera að kenna þegar maður velur svona áfanga því það var nánast nauðsynlegt að hafa einhvern til að prófa leikina með sér.

Það sem ég gerði um leið og ég kom heim úr lotunni í janúar var að ég sagði krökkunum að þau mættu koma með leiki ef þau vildu og þau voru dugleg við það. Ég læt heiti nokkurra leikja fylgja hér með.

Peysa.Ávaxtakarfan.Tarzan, Jane og ljónið.Finndu hlut.Vélmenni.Hver stal kökunni?Ég var í teboði...1,2,3,4,5 þimma limm.Þrauta kóngur.Rólubótbolti (úti leikur).Stjórnandinn.Hvað ertu að gera?Hver stjórnar. París og margir aðrir leiki.

Eftir þetta námskeið er mér það ljóst að það skiptir miklu máli að hafa gott vald á leikjum, getað stjórnað leikjum í bekk eða hópi fólks. Ég tala nú ekki um í lok hvers vetrar þegar sólinn fer að skína og allt að vakna til lífs þá verða margir órólegir og búnir að fá nóg af setu vetrarins, þá er gott að grípa í leiki. Það er hægt að finna leiki á mörgum stöðum og sérstaklega auðvelt að fara á netið og finna nánast hvað sem er. Það er mjög mikið til að námstengdum leikjum á netinu og til að mynda er hægt að láta skrá sig á póstlista hjá nams.is þeir senda manni allar nýjustu upplýsingar um efni sem þeir gefa út.

Þessi mappa mun vonandi nýtast mér loksins þegar ég verð alvöru kennari.

Kærar þakkir og takk fyrir veturinn.

Sóley Sævardóttir

57

Page 58: Inngangur · Web viewÞetta var mjög skemmtilegt því það var alveg saman hvað hver og einn var gamall þetta var skemmtilegt fyrir alla og skipti ekki máli hvort það voru

HeimildaskráAge of Puzzles. 2007. http://www.ageofpuzzles.com/Puzzles/TetraminoContours/TetraminoContours.htm [Sótt 15. 04 2008]

Fox, Jill Englebright. 2008. ,,Bach-to Basics. Play in Early Childhood. http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=240

Helgi Grímsson [án árs]. Hópeflileikir. Ljósrit dreift í náskeiðunu Leikir sem kennsluaðferð 2008. Óútgefið efni.

Ingvar Sigurgeirsson [1]. 2007. Heimasíða námskeiðsins Leikir sem kennsluaðferð. http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/leikir/markmid.htm [sótt 28.03.2008].

Ingvar Sigurgeirsson. 2005. Hugþroskaleikir: Leikir sem örva hugsun. Kennaraháskóli Íslands.

Ingvar Sigurgeirsson. 2008 Leikjabandinn/Leikjavefurinn. http://leikjavefurinn.is/ [Sótt 18. 04 2008].

Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna: Handbók fyrir kennara og kennaraefni. Æskan, Reykjavík.

Kennaraefni með Álf. http://www.nams.is/alfur/kennari.pdf

Kids Gameshttp. [án árs]. http://www.gameskidsplay.net/ [Sótt 23. 03 2008]

Kids Pssych. [án árs]. http://www.kidspsych.org/index1.html [Sótt 23.03 2008]

Lilja M Jónsdóttir. 1996. Skapandi skólastarf: Handbók fyrir kennara og kennaranema um skipulagningu þemanáms. Námsgagnastofnun, hf. Reykjavík.

Námsgagnastofnum. 2008. ,, Krakkasíður“. http://www.nams.is [sótt 03. 03. 2008].

Rögnvaldur G Möller.[án árs] Vísindavefurinn. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2073 [Sótt 04. 04 2008].

Tómar Rasmus. 2000. http://www.rasmus.is/tec/tec05_bd.htm [Sótt 15. 04 2008].

Valgeir Gestsson. 2008. ,,Leikir“. http://vefbankivalla.is/leikir.html [Sótt 23. 03 2008].

Wardle, Francis. 2008. ,,Play as Curriculum. http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=127 [sótt 04. 02 2008]

Þjóðminjasafni Íslands. [án árs.]. http://www.natmus.is/fraedsla/frodleikur-og-skemmtun/leikir/

BorðspilFræknir ferðalangar Iðunn. Undir sólinni.

Íslenska fuglaspilið, Æskan Sequence.

58