Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og...

16
Fimmtudagur 18. ágúst 2016 | 1. tbl. 14. árg. Upplag 10.500 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði Rúðuvökvi ÞÚ PASSAR HANN VIÐ PÖSSUM ÞIG JEPPADEKK driving emotion EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA 6 mánaða V A X T A L A U S A R A F B O R G A N I R www.solning.is Nánari upplýsingar Hjallahrauni 4, Hafnarfirði Sími: 565 2121 [email protected] Firði • sími 555 6655 Treystu mér fyrir veislunni! www.kökulist.is Stofnuð 1988 Fjarðargötu 17 Opið virka daga kl. 9-17 Sími: 520 2600 [email protected] www.as.is Gleraugnaverslun Strandgötu, Hafnarfirði Sími 555 7060 www.sjonlinan.is Viðhaldsþörf margra eigna bæjarins er mikil og grautfúnar klæðningar í útiklefum og mosagróður í Suðurbæjarlaug var meðal þess sem laga þurfti. Hefur sundlaugin verið lokuð vegna viðhalds, þrifa og endurbóta. Til stóð að opna laugina í gær en nú liggur fyrir að seinka þarf opnun til laugardags Útibúningsklefar hafa verið teknir í gegn, pottar málaðir, unnið er að viðgerð á þaki hússins, skipt hefur verið um gólfefni á nokkrum stöðum og annað gólfefni lagað. Víða hafa veggir, bekkir og tréverk verið málaðir og skemmdir vegna leka og raka lagaðar. Þegar vatn var tekið af renni- braut kom í ljós óvenjumikið slit sem kallar á viðgerð en plasthúðin undir vatnsyfir- borðinu var að eyðast upp. Rigning síðustu daga hefur tafið verkið utanhúss og veldur því að ekki er unnt að opna á þeim tíma sem ráðgerður var. Suðurbæjarlaug kemst í sparibúning eftir viðgerðir Enduropnun tefst til laugardags Suðurbæjarlaug var opnuð árið 1989. Finndu okkur á www.fjardarfrettir.is öflugur fréttavefur -stöðin Hafnfirska leigubílastöðin 520 1212 TAXI FRUM - www.frum.is Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 Hafnarfjörður BÍLAVERKSTÆÐI VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR Sími 564 0400 www.bilaraf.is Glæsilegar gjafavörur Ólafur og Lilja 2. hæð Ljósm.: Guðni Gíslason

Transcript of Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og...

Page 1: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

www. f ja rda rpos tu r inn . i s

Fimmtudagur 18. ágúst 2016 | 1. tbl. 14. árg. Upplag 10.500 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði

Rúðuvökvi

ÞÚ PASSAR HANNVIÐ PÖSSUM ÞIG

JEPPADEKKdriving emotion

EINFÖLD ÁKVÖRÐUNVELDU ÖRYGGIFYRIR ÞIG OG ÞÍNA

6 mánaða

VAX TA L A U SA

R

A

F B O R G A N I R

www.solning.is

Nánari upplýsingar

Hjallahrauni 4, Hafnarfirði Sími: 565 2121 [email protected]

Firði • sími 555 6655

Treystu mér fyrir veislunni!

www.kökulist.isStofnuð 1988

Fjarðargötu 17

Opið virka daga kl. 9-17Sími: 520 2600

[email protected]

www.as.is

Gleraugnaverslun

Strandgötu, Hafnar�rðiSími 555 7060

www.sjonlinan.is

Viðhaldsþörf margra eigna bæjarins er mikil og grautfúnar klæðningar í útiklefum og mosagróður í Suðurbæjarlaug var meðal þess sem laga þurfti.

Hefur sundlaugin verið lokuð vegna viðhalds, þrifa og endurbóta. Til stóð að opna laugina í gær en nú liggur fyrir að seinka þarf opnun til laugardags

Útibúningsklefar hafa verið teknir í gegn, pottar málaðir, unnið er að viðgerð á þaki hússins, skipt hefur verið um gólfefni á nokkrum stöðum og annað gólfefni lagað. Víða hafa veggir, bekkir og tréverk verið málaðir og skemmdir

vegna leka og raka lagaðar. Þegar vatn var tekið af renni­braut kom í ljós óvenjumikið slit sem kallar á viðgerð en plast húðin undir vatnsyfir­

borð inu var að eyðast upp. Rigning síðustu daga hefur tafið verkið utanhúss og veldur því að ekki er unnt að opna á þeim tíma sem ráðgerður var.

Suðurbæjarlaug kemst í sparibúning eftir viðgerðir

Enduropnun tefst til laugardags

Suðurbæjarlaug var opnuð árið 1989.

Finndu okkur á

www.fjardarfrettir.is öflugur fréttavefur

-stöðin

Hafnfirska leigubílastöðin

520 1212

T A X I

FRU

M -

ww

w.f

rum

.is

Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 Hafnarfjörður

B Í L A V E R K S T Æ Ð IVA R A H L U T I R •  V I Ð G E R Ð I R

Sími 564 0400 www.bilaraf.is

Glæsilegargjafavörur

Ólafur og Lilja2. hæð

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 2: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Hönnun og umbrotbækur | blöð | ársskýrslur

auglýsingar | skilti | matseðlarljósmyndir | greinarskrif

sími 565 4513 | [email protected] | stofnað 1990

Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni GíslasonRitstjórn: 565 4513, 896 4613, Auglýsingar: 565 3066,[email protected]: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Íslandspóstur

ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866

www.fjardarfrettir.iswww.facebook.com/fjardarfrettir.is

Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

Nýtt blað á gömlum grunni kemur nú út en árið 1969 tóku kennarar í Öldutúnsskóla sig til og hófu útgáfu á Fjarðarfréttum sem komu út allt að sjö sinnum á

ári. Blaðið kom út með hléum allt til 1988 er síðasta blaðið kom út undir stjórn kennaranna.

Fjarðarfréttir komu reyndar út árin 1993 og 1994 undir stjórn annarra en síðan hefur nafnið geymst í hillum og kössum.

Þann 1. júlí sl. setti Hönnunar húsið ehf. sem er í eigu undirritaðs fréttavefinn www.fjardarfrettir.is í loftið og hefur hann fengið mjög góðar móttökur. Vefurinn mun verða þróaður með tímanum til að mæta þörfum bæjarbúa sem best þannig að hann geti flutt fjölbreyttar, lifandi fréttir úr bæjarlífinu og verið góður upplýsingavefur fyrir Hafnarfjörð.

15 ára farsælu starfi að útgáfu Fjarðarpóstsins er lokið á leiðinlegan hátt og mun Hönnunarhúsið sækja sinn rétt gagnvart Keili útgáfufélagi ehf.

Það er eðlilegt að ýmislegt breytist við svona tímamót. Ég mun áfram leitast við að veita lesendum og auglýsendum góða og örugga þjónustu. Með hagstæðari prentun tekst að hafa blaðið að jafnaði stærra og gefa meira pláss fyrir efni og myndir. Horfi ég því björtum augum á framtíðina og hlakka til aukins samstarfs við bæjarbúa, bæjaryfirvöld og auglýsendur.

Grísanestenging er eitt þeirra mála sem brennur mjög á íbúum bæjarins, sérstaklega á Völlum en Fjarðarfréttir.is flutti fréttir af hugmyndum að vegstæðum fyrir veg sem á að tengja Ásvelli við Skarðshlíðina. Gríðarleg viðbrögð voru við frétt­inni og undraðist fólk hvers vegna væri verið að eyða fjármunum í að kanna gerð vegar sem enginn vildi og væri ekki á neinu skipulagi.

Það eru skiljanleg viðbrögð enda myndi vegstæðið skera hverfið frá m.a. friðlandinu Ás tjörn og skerða lífsgæði íbúanna verulega. Furðar fólk sig á því að ekki sé fyrst kannað hvort þörf sé á slíkri tengingu og hvort einhver áhugi sé fyrir hendi hjá íbúum að gera slíkan veg.

Hvað kostaði svo þessi vinna?Guðni Gíslason ritstjóri.

leiðarinn

www.uth.is [email protected] Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775

Frímanns: 897 2468

Hálfdáns: 898-5765

Ólöfs: 898 3075

ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR

FRÍMANN & HÁLFDÁNÚTFARARÞJÓNUSTA

Sunnudagur 21. ágúst

Guðsþjónusta kl. 11 í Haukaheimilinu

Matthías V. Baldursson leiðir tónlistina.Sérstakur gestur verður

Íris Guðmundsdóttir gospelsöngkona.Prestur er sr. Kjartan Jónsson.

Þetta er fyrsta guðsþjónusta eftir sumarfrí.Fermingarbörn og aðstandendur þeirra eru

sérstaklega velkomin.

www.astjarnarkirkja.is

Vill halda Lego sýningu í DvergGuttormur Þorfinnsson húsasmíðameistari hefur

sent bæjarráð ósk um að fá að setja upp Lego sýningu í húsnæði Dvergs frá 1. september nk. og fá að hafa hana í 4­6 mánuði.

Ætlunin er að setja upp Lego­sýningu þar sem börn bæjarins eru velkomin að koma og skoða stærsta Legosafn landsins og kubba. Möguleiki er á að gera Lego­movie stuttmynd þar sem öll tæki og tól til stuttmyndagerðar eru fyrir hendi.

Aðgangseyrir á sýninguna yrði aðeins 400 kr. en einnig yrði boðið upp á gæslu og leiðsögn fyrir 400 kr. á klst. á barn. Í umsókn til bæjarráðs er þess getið að jafnvel sé vilji fyrir því að halda námskeið fyrir börn í samstarfi við frístundaheimili Hafnarfjarðar ef áhugi er fyrir því að hálfu bæjarins.

Haldnar hafa verið 4 sýningar frá 1995 þar sem gestir hafa verið hátt í 100.000.

Málið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags­ og byggingarfulltrúa sem vísaði erindinu til bæjarráðs.

Baráttan við illgresið

Baráttan við illgresið getur verið snúin og það tekur á að rífa upp gróður sem ekki á að vera þar sem hann er. Gróðrarstöðin Þöll hefur tekið í notkun forláta gasbrennara sem eyðir illgresi af malarstígum. Illgresið er þó lífseigt og kemur fljótt aftur að sögn starfsmanns gróðrarstöðvarinnar.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Gleymdist ég?

Page 3: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

www.fjardarfrettir.is 3FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Komdu í bragðgóða skemmtun!

Kíktu á matseðilinn á www.burgerinn.is

© F

jarð

arpó

stur

inn

2015

-09

Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030Opið alla daga kl. 11-22

Munið krakka matseðilinnELDBAKAÐAR PIZZUR

FLOTTIR HAMBORGARAR TERIYAKI KJÚKLINGURQUESADILLAGRILLAÐAR LAMBAKÓTILETTUR

Hádegisverðartilboð alla daga vikunnarBorðað í sal eða sótt í lúgu200 g

John Wayne hamborgari

Fjarðarfréttir komu fyrst út árið 1969. Útgefendur voru allt kennarar í Öldu­túnsskóla, þeir Guðmundur Sveinsson, Haukur Helgason, Ólafur Proppé, Rúnar Brynjólfsson og Sigurður Sí ­mon arson. Ritstjóri var Ólafur Proppé.

Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971.

Það var svo ekki fyrr en árið 1979 sem næsta blað kom út og var ritstjóri og ábyrgðarmaður þá Guð mundur Sveinsson. Komu út 6 tölublöð það árið og hélt útgáfan áfram til 1988.

Komu 5 til 7 tölublöð út á ári til 1983 en þá stofnuðu eigendur blaðsins, þeir Ellert Borgar Þorvaldsson, Guðmundur Sveinsson og Rúnar Brynjólfsson Fjarðarpóstinn og áttu Fjarðarfréttir að koma út sjaldnar en vera stærra. Komu 2 tölublöð út 1984 og 1985, 3 tölublöð út 1986 og tvö tölublöð út hvort ár, 1987 og 1988. Var það 13. og síðasti

árgangurinn sem gefinn var út af þessum útgefendum. Samtals 52 tbl.

Árið 1993 kom út blað með nafni Fjarðarfrétta og voru útgefendur Sæ ­mundur Stefánsson, Ólafur Sverrisson og Baldvin Halldórsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður var Sæmundur Stefáns­son. Komu út 5 tölublöð það ár og eitt tölublað 1994.

Guðmundur Sveinsson og Rúnar Brynjólfsson eru báðir látnir en Ellert

Örsaga Fjarðarfrétta

Rúnar Brynjólfsson, Guðmundur Sveinsson og Ellert Borgar Þorvaldsson voru drifkraftarnir í útgáfu Fjarðarfrétta.

Borgar Þorvaldsson fagnaði því að nafnið fengi að lifa sem bæjarblað í Hafnarfirði og segir að það hafa verið draumur þeirra að halda áfram útgáfu Fjarðarfrétta eftir að þeir seldu Fjarðarpóstinn árið 1988. Það hafi hins vegar aldrei orðið af því.Fjarðarfréttir í apríl 1984.

Úr M

orgu

nbla

ðinu

í nó

vem

ber 1

993

Page 4: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Eitt af gömlum landamerkjum Hafn­ar fjarðar og Garðabæjar er Há degishóll, skammt aftan við slökkvi stöðina við Skútahraun.

Hóllinn er gamalt eyktarmark frá Hraunsholti og þaðan kemur nafnið.

Þann 30. ágúst 1913 seldi landssjóður Hafnarfjarðarkaupstað eign Garða­kirkju á kaupstaðasvæðinu og nokkurn hluta af öðru landi hennar; bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrar í veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur

(Engidal), um Hádegishól frá Hrauns­holti. Sel stóð sunnan undir hólnum skammt frá bænum sem var fremur óvana legt en alls ekki óþekkt. Staðurinn var allt eins kallaður Hraunsholtshellar, en hellarnir komu að góðum notum sem fjárskjól.

Selminjunum var eytt þegar hrauninu var skóflað burtu af starfsmönnum Hagvirkis sem var með höfuðstöðvar sínar á þessum slóðum. Vottaði fyrir

Góð umhirða fóta eykur á vellíðan

Fótaaðgerð er fyrir alla. Þú þarft ekki að hafa mein á fótum til að koma til fótaaðgerðafræðings.

Taktu skref í rétta átt og láttu þér líða vel.

www.galleriutlit.isBæjarhrauni 6 | sími 555 1614 | www.galleriutlit

Rósa Ág. Morthens löggiltur fótaaðgerðafræðingur

Ratleikur Hafnarfjarðar

Sumarið 2016

Ratleikur Hafnarfjarðar

Sumarið 2016

R at le ikur inn FRÍTT ratleikskort

Fæst í Bókasafninu, Fjarðarkaupum, sundstöðum og víðar H

önnu

narh

úsið

ehf

.

stendur til 25. sept.!

Rétt landamerki Hafnarfjarðar ekki

sýnd á kortumHádegishóll var færður til Garðabæjar með samningi

Á nýlega samþykktri umsókn má sjá gömlu landamerkin í stað þeirra nýju.

selinu að þeim tíma þó það léti ekki mikið yfir sér.

HÁDEGISHÓLL FÆRÐUR UNDIR LÖGSÖGU GARÐABÆJARHádegishóll er ekki lengur landa­

merki þar sem samið var um það fyrir stuttu að Hádegishóll yrði í Garðabæ. Var það gert í tengslum við skipulag á nýjum Álftanesvegi en vegurinn á að liggja á mörkum bæjarfélaganna og milli Hádegishóls og lóðar slökkvi­stöðvarinnar.

Gömlu mörkin eru þó á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og sjást á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og erfitt var að fá upplýsingar um þetta hjá Hafnar­fjarðarbæ. Þær fengust þó og var upp­lýst að samkomulag á milli sveitarfélag­anna hafi verið gert í maí 2014 og færðist Hádegishóllinn þá í Garðabæ en Hafnarfjörður fékk stærri sneið við Hrafnistu. Uppdráttinn og samkomu­lagið er þó ekki að finna í fundargerðinni. Breytingarnar má sjá á myndinni hér að ofan til vinstri.

Hádegishóll

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 5: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

www.fjardarfrettir.is 5FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is

Hagstætt verðí heimabyggð

Sími 555 6650

Þau voru vægst sagt sterk, viðbrögðin sem komu við frétt á Fjarðarfréttir.is um hugmyndir að vegtengingu frá Ásvöllum að Skarðshlíð.

Hafði VSB verkfræðistofa verið látin vinna þrjár frumhugmyndir að vegstæði og meta hugsanlegan kostnað við þau. Tillaga um að gera vegtengingu á milli

þessara hverfa hefur hvergi verið lögð fram og hvergi er að finna rök fyrir þörf á slíkri tengingu.

Í fjörugum umræðum á samfélagssíðu íbúa Valla segir Pétur Óskarsson, fulltrú Bjartrar framtíðar í skipulags­ og byggingarráði að hugmyndin um vegtenginu Ásvalla og Grísanes hafi

verið sett fram af fagfólki sem unnið hefur að skipulags­ og umferðar verk­efnum fyrir Hafnarfjarðarbæ undanfarin ár m.a. í tengslum við þéttingars kýrsl­una svokölluðu um möguleika á þétt­ingu byggðar í Hafnarfirði og einnig í tengslum við endurskoðun á deiliskipu­lagi í Skarðshlíð og skipulagsvinnu við

Ásvallabraut og tengingu hennar við Kald árselsveg.

Tugir manns hafa tjáð sig um tillöguna og er afstaða fólks öll mjög neikvæð gagnvart henni og segja hana m.a. eyðileggja tengingu við útivistar­svæði. „Ekki er öll vitleysan eins,“ eru orð sem kannski endurspegla viðbrögð almennings.

KOSTAR 180-280 MILLJÓNIRSkv. mati VSB kostar A (sú græna)

ca. 180 millj., tillaga B (sú gula) ca. 191 millj. og tillaga C (sú bláa) ca. 208 millj. kr.

Sterk viðbrögð við hugmyndum um veg á Völlum

Tillögur eru uppi um veg frá Ásvöllum, fyrir Grísanesið og að Skarðshlíð

ÁSVALLALAUG

ÁSVALLALAUG

GRÍSANES

SKARÐSHLÍÐHAUKAR

Page 6: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Nýr leikskóli var opnaður við Bjarkavelli 8. ágúst sl. Þetta er leik­skólinn Bjarkalundur sem stendur við Bjarkavelli 3. Leikskólanum er skipt í fjórar deildir og verða 50 börn í skólanum til að byrja með að sögn Jennýjar Dagbjartar Gunnarsdóttur á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Skólinn er hannaður fyrir 100 börn en ekki liggur fyrir hvenær hann verði fullnýttur.

BYGGÐUR Á RÚMU ÁRIAð sögn Sigurðar Haraldssonar

sviðsstjóra umhverfis og framkvæmda hjá Hafnarfjarðarbæ var bygging leikskólans boðin út í ársbyrjun 2015 en þá var búið að steypa upp kjallara og plötu 1. hæðar. Hafði staðið til að byggja leik­ og grunnskóla á þremur hæðum auk kjallara en byggingar­nefndarteikningar að þeirri byggingu voru samþykktar í júlí 2008.

Gengið var að tilboði frá SÞ verk­tökum ehf. en húsnæðið er samtals 951,8 m² að stærð en af því er 180,9 m² kjallari. Lóðin er 4.918 m². ASK Arkitektar ehf, Mannvit hf og Forma ehf. sáu um hönnun leikskólans og lóðarinnar og var Sigurlaug Sigurjóns­dóttir hönnunarstjóri. Lárus Ársælsson var verkefnastjóri verkfræðihönnunar og Inga Rut Gylfadóttir landslags­arkitekt. Byggingarstjóri var Sigurður Þórðarson.

SVAVA BJÖRK MÖRK ER LEIKSKÓLASTJÓRI

Bæjarstjóri afhenti Svövu Björk Mörk leikskólastjóra lyklavöldin að nýja leikskólanum Bjarkalundi við hátíðlega athöfn. Fjölmenni var við athöfn ina, leikskólafólk, stjórnmála­menn, foreldrar og fleiri. Svava Björk var áður leikskólastjóri á Bjarma.

HORFT Á BARNIÐ SEM GETUMIKINN EINSTAKLING

Að sögn Svövu Bjarkar starfar leikskólinn í anda Reggio Emila aðferðarinnar þar sem leitast er við að horfa á barnið sem getumikinn einstakling. Svava segist virkilega ánægð með nýja húsnæðið og segir að

búið sé að fullmanna skólann af góðu starfsfólki. Fyrstu börnin komu í skólann 8. ágúst og þau síðustu byrjuðu á mánudeginum á eftir.

Fanney Dóróthe Halldórsdóttir fræðslu stjóri sagði í ræðu sinni að starfsemi þessa nýja skóla geri það m.a. að verkum að út frá inntökureglum bæjarins séu nú engir biðlistar inn á leikskólana. „Öll börn ættu að geta komist að hjá dagmóður eða á leikskóla í bæjarfélaginu.“

BYGGÐUR ÁN LÁNTÖKUHaraldur L. Haraldsson bæjarstjóri

sagði leikskólann að öllu leyti fjár­magnaðan fyrir eigið fé Hafnar fjarðar­bæjar.

„Nýframkvæmdir á að fjármagna með eigið fé úr rekstri sveitarfélagsins. Það á ekki að gerast með lántökum. Slíkar lántökur eru ávísun á tekjur í framtíðinni sem ætlaðar eru til þess að standa undir lögbundnum verkefnum á hverjum tíma og geta því ekki leitt til annars en auknar álögur á íbúa og/eða jafnvel enn frekari lántökur. Ég tel rekstrarumhverfi sveitarfélöga í dag þannig að þau eiga að geta fjármagnað nýframkvæmdir með peningum úr

rekstri ef rétt er staðið að rekstrinum,“ segir bæjarstóri.

Þannig sé stefnt að því að byggja nýjan grunn­ og leikskóla í Skarðshlíð fyrir eigið fé, en framkvæmdir við þann skóla eiga að hefjast á næsta ári.

5.000 MANNS BÚA Á VÖLLUM

Á Völlum búa í dag rúmlega 5.000 manns og bætir leikskólinn því úr brýnni þörf fyrir leikskólarými í hverfinu. Tvær deildir við skólann hefja starfsemi sína núna með 50 börnum.

Heildarframkvæmdarkostnaður mun verða um 430 milljónir króna en ef meðtalinn er fyrri kostnaður vegna kjallara og plötu er áætlað að kostn­aðurinn verði um 550 milljónir kr.

Bjarkalundur er nýjasti leikskóli Hafnarfjarðar

Byggður án lántöku og getur hýst 100 börn

Svava Björk Mörk leikskólastjóri og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

Að leik á litríku gólfinu.

Fanney Dóróthe Halldórsdóttir fræðslustjóri ávarpar gesti. – Sjá nánar á www.fjardarfrettir.is

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Glæsileg útileiksvæði eru við skólann og gúmmí undirlag í stað malar.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

www.fjardarfrettir.is

Page 7: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

www.fjardarfrettir.is 7FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Söfnunarkassar í Hafnarfirði eru m.a. við:Fjarðarkaup • Miðvang • Fjörð • 10/11

– gefðu okkur tækifæri!

Farvegur Kaldár er þurr eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Um þessar mundir er deilt um það hvort Reykvíkingar eigi að fá að dæla auknu magni af vatni úr sameiginlegum vatnsauðlindum sveitarfélaganna ef það hefur þau áhrif að grunnvatnsstaða í vatnsbóli Hafnfirðinga lækkar.

Það geta verið eðlilegar ástæður fyrir því að grunnvatnsstaða lækkar, t.d. eftir snjóþunga vetur og þurrkatímabil og það getur orðið til þess að ekkert vatn rennur í farveg Kaldár.

Hins vegar hefur það verið ráðgáta hvers vegna yfirborð Hvaleyrarvatns sveiflast svona eins og það gerist því ekki er vitað um neitt aðrennsli né frárennsli frá vatninu.

Á síðasta ári var vatnsstaða Hvaleyrarvatns óvenjulega lág og töldu sumir að þar gæti hin mikla skógrækt haft áhrif. Það afsannaðist þegar skyndilega hækkaði í vatninu og vatnsstaðan varð eðlileg á ný.

Kaldá vatnslausYfirborð Hvaleyrarvatns lækkar í kjölfarið

Það fór hins vegar saman við það að vatn fór að renna í farveg Kaldár og nú gerist það sama. Þegar Kaldá hættir að renna, lækkar yfirborð Hvaleyrarvatns.

SNERTIR EKKI ÁSTJÖRNINAHins vegar virðast önnur lögmál

gilda með Ástjörnina, sem ekki er langt frá, því á meðan yfirborð Hvaleyrarvatns var hvað lægst var mjög há vatnsstaða í Ástjörn.

Farvegur Kaldár við Kaldársel er núna alveg þurr.

Ljós

m.:

Smár

i Guð

naso

n

Töluvert hefur lækkað í Hvaleyrarvatni eins og þessi mynd sýnir.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ástjörn

Page 8: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Norðurlandamót 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum var haldið í Kapla­krika um síðustu helgi. Ísland og Danmörk senda venju samkvæmt sameiginlegt lið til keppni en löndin sendu tvö lið í boðhlaupskeppni og fyrirfram var ákveðið hvor sveitin taldi til stiga. Keppnin er landskeppni og var að sjálfsögðu hörð keppni en auk Danmerkur og Íslands sendu Svíþjóð, Noregur og Finnland lið til keppni.

Ísland átti 24 keppendur og komu 7 þeirra úr FH, þeir eru: Daníel Einar Hauksson FH í 1500 m hlaupi; Gylfi Ingvar Gylfason FH í 4×100 m boðhlaupi; Hilda Steinunn Egilsdóttir FH í stangarstökki; Kormákur Ari Hafliðason FH í 400 m, 4×100 m, 4×400 m hlaupi; Mímir Sigurðsson FH í kringlukasti; Tómas Gunnar Gunnarsson Smith FH í kúluvarpi og Þórdís Eva Steinsdóttir FH í 400 m, 4×100 m, 4×400 m hlaupi.

KEPPT Í 40 GREINUMAlls var keppt í 40 greinum, þar af 38

sem töldu til stiga. Keppendur voru um 235. Flestir komu frá Svíþjóð 61 keppandi, 55 komu frá Finnlandi, 53 frá Noregi, 42 frá Danmörku og 24 frá Íslandi

Veður var ágætt fyrri daginn en vindur og rigning seinni daginn. Það hindraði þó ekki að keppendur voru 28 sinnum að bæta sinn persónulega árangur.

ÍSLANDSMET Í ÞREMUR ALDURSFLOKKUM

Í 4×100 m boðhlaupi kvenna sendi sameiginlegt lið Íslands og Danmerkur tvö lið, annað skipað íslensku stúlkunum og hitt skipað þeim dönsku.

Íslensku stúlkurnar urðu í 2. sæti, hlupu á 47,04 sekúndum og settu Íslandsmet í þremur aldursflokkum, flokki 16­17, 18­19 og 20­22 ára stúlkna. Þetta er ekki félagsmet heldur landssveitarmet.

Sveitina skipuðu þær Tiana Ósk Whitworth ÍR, Þórdís Eva Steinsdóttir

úr FH, Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR.

Í piltaflokki féll met í flokki 18­19 ára í 4x100 m hlaupi þegar piltarnir hlupu á 42,27 sek en eldra metið var 42,54 sek.

Sveitina skipuðu þeir Gunnar Eyjólfsson, Trisan Freyr Jónsson,

Kormákur Ari Hafliðason og Gylfi Ingvar Gylfason.

FINNLAND SIGRAÐIMjög góður andi var á mótinu og

keppni drengileg. Finnland sigraði í stigakeppni, bæði í karla­ og kvenna­flokki og því einnig samanlagt. Fengu Finnarnir 204 stig í kvennaflokki og 200 stig í karlaflokki. Norðmenn urðu í öðru sæti með 362,5 stig samanlagt,

181 í kvennaflokki og 181,5 stig í karla flokki. Svíar urðu þriðju með 352,5 stig samanlagt, 173 stig í kvenna­flokki og 179,5 stig í karlaflokki. Sameiginlegt lið Íslands og Danmerkur varð neðst með 194 stig samanlagt, 98 stig í kvennaflokki og 194 stig í karla­flokki.

EITT GULL TIL ÍSLANDSFinnland fékk 17 gull, Svíþjóð 12,

Noregur 7 og Danmörk/Ísland 4. Eini Norðurlandatitill Íslendings kom nokk­uð óvænt en verðskuldaður er Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR sigraði í 3000 m hindrunarhlaupi á 11,16.52 mín.

Glæsilegir unglingar á Norðurlandamóti19 ára og yngri unglingar kepptu í Kaplakrika í frjálsum íþróttum – Sameiginlegt lið Íslands og Danmerkur

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Stúkurnar stóðu sig vel í 3000 m hindrunarhlaupinu.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR, Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR, Tiana Ósk Whitworth ÍR og Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH.

Keppendur í 5000 m hlaupi.

Mikið mæddi á Kristni Guðlaugssyni mótsstjóra, Sigurði Haraldssyni formanni frjálsíþróttadeildar FH og fleiri sjálfboðaliðum.

Andrea Kolbeinsdóttir varð Norðu­landameistari unglinga í 3000 m hindrunarhlaupi á 11,16.52 mín.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 9: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

www.fjardarfrettir.is 9FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

FJARÐAR fréttir

Nýr hafnfirskur fréttavefur

www.fjardarfrettir.is

Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. Bæjarhrauni 2, sími 565 4513, 896 4613 | [email protected]

Þann 1. júlí sl. kl. 13:13 fór nýr hafnfirskur fréttavefur www.fjardarfrettir.is í loftið. Fréttavefnum er ætlað að flytja fréttir og frásagnir úr Hafnarfirði, af Hafnfirðingum og fyrir Hafnfirðinga.Vefurinn er rekinn í samvinnu við Fjarðarfréttir, nýtt hafnfirskt fréttablað, sem kemur út alla fimmtudaga.Vefurinn tekur á móti fjölbreyttu efni og er opinn fyrir skoðanir bæjarbúa.

Fréttaskot má senda í gegnum vefinn eða á [email protected]Á hverjum degi er birt ljósmynd dagsins, oftast gamlar myndir úr Hafnarfirði. Lumir þú á gamalli mynd, endilega sendu hana inn.Fjarðarfréttir eru að sjálfsögðu á Facebook líka, endilega smelltu á LIKE.Vefurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur og þegar fengið yfir 60.000 síðuflettingar!

Page 10: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Kaldárselsvegi • s. 555 6455

Tré og runnar

...í garðinn þinn

opið um helgina kl. 10 - 17

20% afsláttur

Föstudaginn 5. ágúst voru haldnir glæsi legir rokktónleikar við Ölstofu Hafn arfjarðar við Flatahraun. „Rokk í Hafnarfirði eru tónleikar sem við vorum að halda í annað skiptið nú í ár hjá Ölstof­unni,“ segir Hafnfirðingurinn Hálfdán Árnason, bassaleikari í Sign, en Hálfán er einn þeirra sem sáu um undirbúning tónleikanna. „Í fyrra gekk þetta mjög vel en núna gekk þetta enn betur og er þetta komið til að vera,“ segir Hálfdán enda var mæting góð og fín stemmning.

Hljómsveitir sem komu fram voru: Sign, Dimma, Fræbblarnir, Kontinuum, Axel Flóvent, Magnús Leifur, Guns and Roses heiðursveit, Mosimusic og 3B.

Tónleikar voru haldnir fyrir utan Ölstofuna á móti Tækniskólanum, þar á planinu. Þeir hófust klukkan 18 og stóðu til 23.30 en þá voru þeir færðir inn í hús og stóðu svo fram eftir nóttu.

Hálfdán segir ástæðan fyrir því að byrja svona snemma sé að öll fjölskyldan geti þá komið saman og notið þess að horfa á hljómsveitirnar spila.

Einn aðalskipuleggjandinn, Halldór Grétar Gunnarsson, lést úr hjartaáfalli sl. þriðjudag og vill Hálfdán, fyrir hönd

skipuleggjenda, senda samúðarkveðjur til fjölskyldu og ættingja. „Halldór Grétar Gunnarsson var góður vinur og vildi allt gott gera fyrir alla og verður hans sárt saknað.“

Rokkað á FlatahrauninuOpnir útitónleikar annað árið í röð við Ölstofu Hafnarfjarðar

Fjölmennt var í góðviðrinu og ómaði tónlist víða um bæinn.

Vel heppnaðir rokktónleikar.

Halldór Grétar Gunnarsson

Ljós

myn

d: S

pess

iLj

ósm

ynd:

Spe

ssi

Ljós

myn

dir:

Spes

si

Ljós

myn

d: S

pess

iLj

ósm

ynd:

Spe

ssi

Skólamat ur­inn kemur nú frá Skólaaski

Hafnafjarðarbær hefur gert samning við Skólaask, dótturfyrirtæki ISS um rekstur mötuneyta leikskóla og grunnskóla. Skólaaskur mun taka að sér rekstur mötuneyta og lögð verður áhersla á þrjá mikilvæga þætti; næringu barna, umhverfissjónarmið og matarsóun.

Í upphafi skólaárs eru börn skráð í mataráskrift hjá Skólaaski, en hægt er að velja um fasta áskrift 5 daga vikunnar, dagaval eða að kaupa stakar máltíðir.

Allir matseðlar eru næringa­útreiknaðir og farið eftir ráðleggingum embætti Landlæknis. Matseðlarnir eru birtir á heimasíðu Skólaasks þar sem foreldrar og aðrir aðstandendur geta fylgst með matseðlum og samsetningu matseðla. Þar birtast einnig upplýsingar um innihald.

Við matseðlagerð er notast við handbók fyrir skólamötuneyti sem var gefin út af embætti Landlækni árið 2010. Í ráðleggingunum er gert ráð fyrir að það sé heit máltið a.m.k. fjórum sinnum í viku og gert ráð fyrir að ávextir eða annarskonar grænmeti fylgi hádegisverði. Til drykkjar verði boðið upp á vatn og/eða léttmjólk með flestum máltíðum.

Maturinn kom áður frá Skólamat í Reykjanesbæ en þar áður frá SS. Útboð réð vali á birgja.

Meðal þeirra sem komu fram var hljómsveitin Sign.

Meðal þeirra sem komu fram var hljómsveitin Sign.

Page 11: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

www.fjardarfrettir.is 11FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Samgöngur eru mikilvægar fyrir okkur öll því við viljum komast á milli staða á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Greiðar stofnæðar skipta höfuðmáli til þess að ekki myndist löng röð sem hægir á hraða og lengir þann tíma sem tekur að komast á milli staða. Það er ekki góð framleiðni sem felst í því að ferðatími sé of langur og því til mikils að vinna fyrir samfélagið allt að ferðir gangi greiðlega.

HRINGTORGIÐ VIÐ N1 ER SPRUNGIÐÖll umferð til og frá höfuðborg­

arsvæðinu liggur í gegnum Hafnarfjörð ef leiðinni er heitið á Reykjanesskagann. Þjóðvegur 1 sker bæinn í sundur og íbúar finna fyrir vaxandi umferð með því að æ erfiðara er að komast inná þjóðveginn á hringtorgunum sem eiga að tryggja öruggt flæði í allar áttir. Mælingar Vegagerðarinnar á hring­torginu við Lækjargötu þar sem N1 er staðsett sína að það er sprungið. Mislæg gatnamót við Velli munu vissulega létta lund íbúa þess hverfis sem munu þegar þau verða tekin í gagnið sleppa við að

keyra öll litlu hringtorgin í hverfinu en það mun ekki breyta neinu varðandi fyrrnefnt hringtorg við Lækjargötu því

öll umferðin fer þar í gegn.Fyrir tveimur árum áttu

fulltrúar umhverfis­ og fram­kvæmdaráðs og fulltrúar skipulagsráðs Hafnarfjarðar fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra þar sem farið var yfir mikilvægi þess að ríkið tryggði fjármagn vegna mislægra gatnamóta við Krýsuvíkurveg. Formaður

skipulagsráðs, Ólafur Ingi Tómasson hefur verið óþreytandi við að benda á nauðsyn þess að fjármagn fáist til verksins og nú liggur fyrir vilyrði þess efnis að framkvæmdir hefjist á næsta ári sem er vel.

ENDURBÆTTUR „FLÓTTAMANNAVEGUR“ MYNDI NÝTAST VELÁ fundinum var einnig farið yfir

mikilvægi þess að skoðað yrði með endurbætur á Flóttamannaveginum eins og hann er nefndur en sú leið er töluvert notuð. Samkvæmt aðalskipulagi Garða­bæjar er fyrirhugað að í fram tíðinni verði Flóttamannavegurinn tengd ur

Helga Ingólfsdóttir

Mislæg gatna mót og „flótta manna vegurinn“

Reykjanesbraut til móts við verk­smiðju hús Góu. Ef þessi braut kæmi yrði hún nokkurs konar bakleið eða ofanbyggðarvegur fyrir Hafnfirð inga og aðra sem eiga leið í gegnum bæinn og myndi tengjast Ásvallabraut við Kaldárselsveg og síðan Krýsu víkurvegi en mjög vaxandi umferð ferðamanna er á þeirri leið. Mikilvægt er að þessi valkostur verði skoðaður til hlítar þar

sem hann gæti létt á umferð í gegnum bæinn nú þegar viðurkennt er að mikil þörf er á tvöföldun um ferðar þyngstu veganna eins og fram kemur í viðtali við Ólöfu Nordal innan ríkisráðherra í helgarblaði Morgun blaðs ins.

Höfundur er formaður umhverfis­ og framkvæmdaráðs.Greinin birtist einnig á www.fjardarfrettir.is með myndum

Hönnun og umbrotbækur | blöð | ársskýrslur

auglýsingar | skilti | matseðlarljósmyndir | greinarskrif

sími 565 4513 | [email protected] | stofnað 1990

Page 12: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Danskennarar hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar hafa sérmenntað sig í kennslu fyrir yngstu börnin og eru þeir hópar fyrir 3ja til 4ra ára og er kennt á laugardögum að sögn Auðar Haralds­dóttur framkvæmdastjóra.

Tímarnir kallast Jazzleikskólinn. Þessir tímar eru mjög þroskandi fyrir börnin og læra þau ýmis hugtök og að fara eftir fyrirmælum. Kenndir eru léttir barnadansar við tónlist sem þau jafnvel þekkja og er mikið sungið og farið í leiki. Foreldrar geta verið með börnunum ef þau óska þess.

STREET JAZZ OG FREESTYLEStreet Jazz og Freestyle er kennt 2x í

viku, á þriðjudögum og fimmtudögum

í íþróttahúsi Setbergsskóla en þar er einnig kennt Break og Hip Hop. Andrea Sigurðardóttir sér um Freestyle kennsl­una og Javier Valino sér um Break og Hip Hop. Þessir hópar hafa verið mjög vinsælir fyrir krakka frá 7 ára aldri og eru námskeiðin í 16 vikur og enda með nemendasýningu og jólaballi.

Bæjarfélög styrkja danskennsluna og ættu allir að nýta sér þessa styrki.

ÖFLUGIR KEPPNISFLOKKARÍ DÍH eru mjög öflugir keppnis­

flokkar í samkvæmisdönsum, bæði í barna­ og unglingaflokki. Fyrir þau sem eru að byrja og eru stutt komin eru sér tímar og æfa þau 3x í viku. Einnig er hjá félaginu starfandi keppnisflokkur

sem kallar sig Team DÍH. Þar eru pör sem eru komin á heimsmælikvarða í dansi og æfa alla daga vikunnar og keppa í öllum þeim keppnum sem boðið er upp á á Íslandi og erlendis. Við erum með danspör í þessum flokki sem keppa fyrir hönd Íslands á HM og EM í samkvæmisdönsum og hefur þessi góði árangur paranna okkar mikið að þakka góðum þjálfurum í DÍH sem bæði eru íslenskir og erlendir og eru þá fyrrverandi meistarar í faginu.

Hjá DÍH geta fullorðnir komið og dansað 1x eða 2x í viku. Boðið er upp á samkvæmisdansa og einnig eru sér hópar sem læra Salsa. Þetta er frábært sport fyrir alla fjölskylduna að koma og

læra að dansa og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

25 ÁRA AFMÆLI LOTTO OPENAuður Haraldsdóttir er framkvæmda­

stjóri félagsins og hefur hún einnig með öflugri hjálp foreldrafélagsins í DÍH haldið danskeppni í byrjun nóvember hvers árs. Þetta er Lottó Open keppnin og verður haldið upp á 25 ára afmæli keppninnar nú í haust með miklum glæsibrag í Íþróttahúsinu við Strand­götu að venju.

Kennsla hefst laugardaginn 3. sept­ember og innritun fer fram á netinu á www.dih.is

DÍH hefur náð miklum árangri í danskeppnum og á verðlaunadansara á breiðu aldursbili.

Frá 20 ára afmæli DÍH í apríl sl.

Býður upp á danskennslu fyrir alla hópaDansíþróttafélag Hafnarfjarðar með danskennslu í Bjarkarhúsinu og í íþróttahúsi Setbergsskóla

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

laug

ur J

.

Það fór ekki fram hjá neinum að við Hafnfirðingar áttum tvo flotta sund­menn á Ólympíuleikunum í Ríó, þau Anton Svein McKee og Hrafnhildi Lúthersdóttur. Þau kepptu bæði í 100 m og 200 m bringusundi.

ÞRIÐJI BESTI ÁRANGUR ÍSLENSKRAR ÍÞRÓTTA-KONU Á ÓLYMPÍULEIKUMÁrangur Hrafnhildar í 100 m

bringusundi, þar sem hún varð sjötta á 1,07.18 mín. er þriðji besti árangur íslenskrar íþrótta konu á Ólympíu­leikunum, Vala Flosa dóttir hefur náð lengst með silfur verðlaunum sínum í stangarstökki árið 2000 og Hafn­firðingurinn Þórey Edda Elís dóttir varð 5. í stangarstökki 2004.

Hrafnhildur Lúthersdóttir varð 11. í milliriðlum í 200 m bringusundi á Ólypmíuleikunum og komst því ekki í úrslit. Synti hún á 2,24.41 mín. en hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt um 1/10 úr

sekúndi en met hennar er 2,22.96 mín. sem hún setti í London fyrr í sumar.

Anton Sveinn McKee varð 35. af 46 í undanúrslitum í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum. Hann synti á 1,01.84 mínútum en hefði þurft að synda á 1,00.25 til að komast í milliriðla. Anton Sveinn hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt sem er 1,00.53 mínútur og var hann 1,31 sekúndu frá Íslandsmetinu og 1,59 sek. frá því að komast áfram.

Anton Sveinn McKee varð 18. í undanrásum og rétt missti af því að synda í undanúrslitum í 200 m bringusundi á Ólympíuleikunum. Anton Sveinn synti á 2.11,39 mín og var aðeins 13/100 frá því að komast í undanúrslit.

Sundfólkið okkar á ÓlympíuleikunumÁrangur Hrafnhildar er þriðji besti árangur íslenskrar íþróttakonu á Ólympíuleikunum

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn McKee við æfingalaugina í Ríó áður en keppni hófst.

Ljós

m.:

Klau

s Jü

rgen

Ohk

Page 13: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

www.fjardarfrettir.is 13FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Endurskráning eldri hópa fer einnig fram á www.sh.isstyrkir barna­ og unglingastarf SH

Nýtt sundtímabil hefst með látum 1. september!

Æfingastaðir: Sundhöll, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug

Skráning er hafin á heima síðu Sundfélags Hafnarfjarðar – www.sh.is

Eitthvað fyrir alla:- Sundnámskeið með foreldrum; fyrstu sundtökin (3-4 ára)- Sundnámskeið; sundtökin og vatnið kynnt fyrir krökkunum (4-6 ára)- Sundkennsla; áframhaldandi bæting á tækni og sundi „Stjórn á vatninu“- Sundæfingar yngri (8-16 ára)- Sundæfingar eldri (16 ára og eldri)

Sundfélag Hafnarfjarðar • [email protected] • www.sh.is • 555 6830

Skriðsunds­námskeið

fyrir fullorðna

HAFNARFJARÐARBÆRRáðhús HafnarfjarðarStrandgötu 6

ÞJÓNUSTUVEROpið frá kl. 8.00 – 16.00 Alla virka daga

585 5500hafnarfjordur.is

VILT ÞÚ SLÁST Í HÓPINN?VIÐ VILJUM BÆTA VIÐ OKKUR FRÁBÆRU SAMSTARFSFÓLKIFjölbreytt störf í boði fyrir fólk á öllum aldri með margvíslega menntun og reynsluí leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar og hjá fjölskylduþjónustu.Nánar á hafnar�ordur.is

Sýningar í HafnarborgÍ aðalsal er sumarsýning Hafnarborgar, Ummerki vatns, opnuð. Það er samsýn-ing sex listamanna sem öll eiga það sam eiginlegt að styðjast við ummerki vatns í verkum sínum þar sem litur, vatn og upp gufun þess er meðal annars til umfjöllunar. Listamennirnir finna sköp-un sinni farveg í einhverskonar flæði og nota til þess ólíka miðla. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru þau Anna Rún Tryggvadóttir, Florence Lam,

Harpa Árna dóttir, Hulda Stefánsdóttir, John Zurier og Margrét H. Blöndal. í Sverrissal stenduryfir sýning á verkum úr safneign. Þar getur að líta verk eftir listamennina Jóhönnu Bogadóttur, Nínu Tryggvadóttur, Jóhannes Kjarval, Kristján Davíðsson, Eggert Guðmundsson, Louisu Matthíasdóttur, Þorvald Skúla-son, Einar Má Guðvarðarson, Sæmund Valdimarsson, Erlu Stefánsdóttur, Braga Ásgeirsson og Jón Laxdal.

Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á [email protected]

MENNING & MANNLÍF

Þekkir þú húsið? Kíktu á www.fjardarfrettir.is og reyndu að finna svarið.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Þekkir þú staðinn?

Page 14: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

14 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

þjónustaTölvuaðstoð og viðgerðir

Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - [email protected]

Bílaþrif. Kem og sæki. Tjöru hreinsun og bón verndar bílinn. Úrvals efni. Djúphreinsun.

Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100.

Tek að mér að færa yfir á (vídeó, slide, ljósmyndir) DVD diska eða flakkara. Sýnishorn á siggileifa.123.is sími 8637265

[email protected], Sigurður Þorleifsson.

Garðsláttur í einum grænum. Tek að mér garðslátt, trjáklippingu og fl. Hagstætt

verð. Geri tilboð. Uppl. í s. 845 2100.

smáauglýsingar f jardarfrett ir@fjardarfrett ir. is

s ími 565 3066

Verð 1.200 kr. m.v. hver 200 slög. Myndbirting 1.200 kr.

Tapað-fundið og Gefins: FRÍTT

www.fjardarfrettir.is

Árgangur 1949Þið sem genguð í skóla í

Hafnarfirði á árunum 1955-1965.Ætlunin er að hittast 3. september 2016.

Sjá á Facebook síðunni „Endurfundir - Árgangur 1949“

Albert Már 820 7272, Anna Birna 693 4472, Agnes 897 1419.

SMÁAUGLÝSINGAR

Dansskóli Birnu Björns býður Hafn­firðingum upp á danskennslu í íþrótta­húsinu við Strandgötu.

Birna Björns dóttir skólastjóri og dans höfundur hefur í áraraðir kennt dans við mjög góðan orðstír og skapað sér stórt nafn í dansheiminum. Hún hefur unnið við mörg stór verkefni hér á landi t.d. sem danshöfundur í söngleikjum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hún hefur unnið fyrir Eurovision keppnirnar hér heima og einnig úti í mörg ár. Birna er danshöfundur Lazy townþáttanna. Þá hefur hún unnið að ótal mynd böndum,

tónleikum, árshátíðum og sjón varps­þáttum.

DANSGLEÐI OG FRAMKOMADansskólinn býður uppá vandað

markvisst dansnám fyrir krakka á öllum aldri. Merki skólans er dansgleði og framkoma. Dansstílar skólans eru margir td.. jazz, funk, commercial, hiphop, öngleikjadansar o.fl. Árlega sækja kennarar skólans „workshop“ erlendis og bjóða alltaf uppá það allra nýjasta í dansheiminum.

Það er margt um að vera hjá skólanum en árlega stendur skólinn fyrir dans­keppni – workshoppi – nemenda sýn­ing um – myndabandagerð – dans­ferðum ofl .

Allar upplýsingar má fá á vefsíðu skólans www.danssskolibb.is og á facebooksíðu skólans. Fríir prufutímar fyrir allan aldur eru í 1. kennsluvikunni!

Dansskólinn býður uppá vandað markvisst dansnám

Klaus Jürgen Ohk, sundþjálfari SH og þar með þjálfari Hrafnhildar Lúthersdóttur aðstoðaði Hrafnhildi sem gestaþjálfari. Hann hafði því ekki stöðu hefðbundins þjálfara á leikunum og var ekki í sendisveit Íslands. Hann var þar í boði Hrafnhildar en hann aðstoðaði Anton Svein eftir þörfum. Bæði eru þau uppalin í SH en Anton Sveinn flutti sig yfir til Ægis þegar umrót voru í þjálfaramálum hjá SH.

Hvorugt þeirra fengu sinn þjálfara með sér eins og flestir hinir íslensku keppendurnir á leikunum. Klaus segir að Hrafnhildur hafi boðið honum að

koma með sér á leikana en hann var þar opinberlega í boði Sundsambands Íslands sem greiðir allan kostnað við veru hans þar. Jacky Pellerin landsliðsþjálfari og sundþjálfari hjá Ægi aðstoðaði Anton Svein og Eygló Ósk Gústafsdóttur.

SJÚKRAÞJÁLFARINNMeð sundfólkinu var einnig Unnur

Sædís Jónsdóttir en hún vann hörðum höndum, eða frekar mjúkum höndum að því að halda sundfólkinu í góðu formi og hjálpa þeim fyrir og eftir sund. Segir Klaus hana eiga mikinn þátt í árangri sundfólksins.

Klaus sundþjálfari SH var á ÓLVar ekki í þjálfarþeymi Íslenska hópsins en fékk að aðstoða Hrafnhildi

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA

KristínIngólfsdóttir

HilmarErlendsson

SverrirEinarsson

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐARFlatahrauni 5a, Hafnarfirði

Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn

Klaus Jürgen Ohk, sá sem á mestan heiður af góðri þjálfun Hrafnhildar.

Stuðningsfólk sundfólksins sendu HÚH kveðju frá Thorsplani til Ríó.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Umferð í Hafnar­fjarðar höfn

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 15: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

www.fjardarfrettir.is 15FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

Knattspyrna: 18. ágúst kl. 18.30, Seltjarnarnes

Grótta - Haukar 1. deild kvenna b

20. ágúst kl. 14, Ásvellir Haukar ­ Leiknir F. 1. deild karla

22. ágúst kl. 18, Kaplakriki FH ­ Stjarnan úrvalsdeild karla

24. ágúst kl. 18, Kaplakriki FH - Valur úrvalsdeild kvenna

ÚRSLIT KVENNA:FH ­ KR: (miðvikudag)Haukar ­ Augnablik: 0­0

Breiðablik ­ FH: 5­1Afurelding ­ Haukar: 0­1

ÚRSLIT KARLAR:Huginn ­ Haukar: 1­0

Fjölnir ­ FH: 0­1Haukar ­ Þór: 3­2

ÍÞRÓTTIR

Fríttsöluverðmat

Lækjargötu 34d, Hafnar�rði | 519 5900FJÖRÐUR

Páll B. GuðmundssonLöggiltur fasteignasali861 9300, [email protected]

Þarftu að selja?

Vönduð vinnubrögð og framúrskarandi þjónusta sem skilar þér árangri

FH efst eftir 15 umferðir í knattspyrnu karlaNr. Félag Leikir U J T Mörk Nett Stig1 FH 15 9 4 2 21 - 9 12 312 Stjarnan 15 8 3 4 28 - 20 8 273 Fjölnir 15 8 2 5 30 - 17 13 264 Breiðablik 15 8 2 5 19 - 12 7 265 KR 15 6 4 5 18 - 15 3 226 ÍA 15 7 1 7 20 - 25 -5 227 Víkingur R. 14 6 3 5 20 - 16 4 218 Valur 14 5 4 5 23 - 18 5 199 Víkingur Ó. 15 5 3 7 17 - 25 -8 1810 ÍBV 14 5 2 7 13 - 16 -3 1711 Fylkir 14 2 4 8 14 - 24 -10 1012 Þróttur R. 15 2 2 11 11 - 37 -26 8

FH berst við falldrauginn í knattspyrnu kvennaNr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig1 Stjarnan 11 9 1 1 29 - 6 23 282 Breiðablik 12 8 4 0 24 - 5 19 283 Valur 11 7 3 1 25 - 8 17 244 Þór/KA 11 5 3 3 20 - 15 5 185 ÍBV 11 6 0 5 19 - 14 5 186 Fylkir 11 2 4 5 11 - 17 -6 107 Selfoss 12 3 1 8 15 - 28 -13 108 FH 11 3 1 7 6 - 20 -14 109 KR 11 1 3 7 10 - 28 -18 610 ÍA 11 1 2 8 5 - 23 -18 5

FH og KR áttust við í gærkvöldi eftir að Fjarðarfréttir fóru í prentun.

Knattspyrna úrvalsdeild

Áhorfendastúkan í Kaplakrika var þéttsetin á leik FH og KR fyrir skömmu. KR knúði fram sigur á síðustu mínútunum.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 16: Bílaraf ehf. Sími 564 0400 Flatahrauni 25 220 … · 2016-08-22 · Komu út 7 tbl. það ár og aftur 1970 en aðeins eitt tölublað kom út árið 1971. Það var svo ekki fyrr

16 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016

styrkir barna- og unglingastarf SH

Komdu í sundFlatahrauni 5a

Boltinn í beinni og lifandi tónlist allar helgar.

Tilvalinn staður fyrir einkasamkvæmi stærri

og smærri hópa.

Happy Hour alla daga frá kl. 16 til 19 og fleiri flott tilboð á barnum.

Flatahrauni 5a, Hafnarfirði sími 578 0200

Stofnuð 1983

Frjálsíþróttadeild FHÆfingar yngri flokka 2016-2017

* Nánari upplýsingar á www.fh.is/frjalsar og á www.fh.frjalsar.net** Upplýsingar um æfingatíma 17 ára og eldri veitir

Ragnheiður Ólafsdóttir yfirþjálfari á netfanginu: [email protected]

Upplýsingar um flokka Mánudaga Þriðjudaga Miðvikudaga Fimmtudaga Föstudaga Laugardaga

Piltar og stúlkur fædd 2009-2010 (1. og 2. bekkur) 16:10-17:00 16:10-17:00 Aðalþjálfari: Arna Stefanía Guðmundsdóttir, aðs.þj.: Melkorka Rán Hafliðadóttir og Kormákur Ari Hafliðason. Uppl. veitir Arna á netfanginu: [email protected]

Piltar og stúlkur fædd 2007-2008 (3. og 4. bekkur) 16:10-17:00 16:10-17:00 Aðalþjálfari: Hermann Þór Haraldsson, aðs.þj.: Kormákur Ari Hafliðason og Silja Rós Pétursdóttir. Uppl. veitir Hermann á netfanginu: [email protected]

Piltar og stúlkur fædd 2005-2006 (5. og 6. bekkur) 17:00-18:00 17:00-18:00 16:30-17:30 Aðalþjálfari: Felix Woelflin og aðstoðarþjálfari. Uppl. veitir Felix á netfanginu: [email protected]

Piltar og stúlkur fædd 2003-2004 (7. og 8. bekkur) 17:00-18:00 17:00-18:00 17:00-18:00 16:30-17:30 Aðalþjálfari: Hermann Þór Haraldsson, aðs.þj.: Melkorka Rán Hafliðadóttir. Uppl. veitir Hermann á netfanginu: [email protected]

Piltar og stúlkur fædd 2001-2002 (9. og 10. bekkur) 18:00-19:30 18:00-19:30 18:00-19:30 17:30-19:00 11:00-13:00 Aðalþjálfari: Bogi Eggertsson. Aðst.þj.: Hermann Þór Haraldsson. Uppl. veitir Bogi á netfanginu: [email protected]

Æfingatafla vetrarins hjá 1.-10. bekk

Frjálsíþróttadeild FH býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir börn og unglinga í 1.-10. bekk grunnskóla. Æfingarnar fara fram í glæsilegri aðstöðu í frjálsíþróttahúsi FH-inga og á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika (þegar veður leyfir).Æfingar hefjast samkvæmt nýrri æfingatöflu:

• Mánudaginn 22. ágúst 2016: 1. og 2. bekkur (2010-2009), 3. og 4. bekkur (2008-2007)• Mánudaginn 29. ágúst 2016: 5. og 6. bekkur (2006-2005) 7. og 8. bekkur (2004-2003) 9. og 10. bekkur (2002-2001)

Allar upplýsingar um æfingagjöld og niðurgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar fyrir hvern aldursflokk er að finna á www.fh.is/frjalsar/aefingatimar

Mikil sala, vantar allar eignir á skrá, frítt söluverðmat.Verðmetum samdægurs.Sanngjörn söluþóknun.

Fólki af skemmti­ferða skipi

bjargað

Fjölmargir fylgdust með þeg ar þyrla Landhelgis gæsl­unnar sveimaði yfir ytri höfn­inni í Hafnarfirði fyrir skömmu. Voru nokkrar vanga­veltur um það hvað hafi gerst en stór björgunarbátur var á sjónum, og minni gúmmíbátar auk þess sem sjá mátti fólk í sjónum.

Engin hætta var þó á ferð því hér var Landhelgisgæslan að æfa björgun fólks úr sjónum og tóku þátt skipverjar á skemmti­ferðaskipinu L‘Austral sem lá við bryggju í Hafnarfirði.

Fjölmargir voru hífðir úr sjónum í þyrlu sem flutti fólkið að skipshlið.

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

© H

önnu

narh

úsið

201

608