Heimildaritgerð S-Ameríka

17

description

Kynning á ritgerð um land í S-Ameríku

Transcript of Heimildaritgerð S-Ameríka

Page 1: Heimildaritgerð S-Ameríka
Page 2: Heimildaritgerð S-Ameríka

Efni valið (land í S-Ameríku)

Öflun og mat á heimildum (a.m.k. þrjár mismunandi heimildir)

Gerð hugarkorts sem sýnir uppbyggingu ritgerðarinnar (skil 27. febrúar)

Page 3: Heimildaritgerð S-Ameríka

1. Forsíða 2. Efnisyfirlit 3. Inngangur 4. Meginmál 5. Lokaorð 6. Heimildaskrá

Page 4: Heimildaritgerð S-Ameríka

Þrír meginhlutar ritgerða

ForsíðaEfnisyfirlit

(ótölusettar síður)

InngangurMeginmálLokaorð

(tölusettar síður)

Heimildaskrá(tölusettar

síður)

Page 5: Heimildaritgerð S-Ameríka

Staðsetning texta á forsíðu er efst til vinstri, í miðjunni og neðst til hægri Forsíða er venjulega gerð í lokin Forsíða er alltaf ótölusett

Heiti ritgerðar

Nafn skólaKennariNámsgrein

SkólaárYkkar nafnBekkur

Page 6: Heimildaritgerð S-Ameríka

Efnisyfirlit kemur næst á eftir forsíðu og er ótölusett síða Efnisyfirlit inniheldur kaflaheiti og

blaðsíðutal ritgerðarinnar Efnisyfirlit er alltaf gert í lokin

• Dæmi: Inngangur ……………………bls. 1 Upphaf gossins …………….bls. 2 » o.s.frv.

EfnisyfirlitInngangur.............bls. 1Upphaf gossins.....bls. 2

Page 7: Heimildaritgerð S-Ameríka

Inngangur er kaflaheiti Í inngangi er kynning á ritgerðarefninu.

Byrjað er á víðri umfjöllun um efnið sem þrengist síðan. Spurningar sem leita á svara við eru kynntar

Inngangur verður markvissari ef hann er saminn eftir að drög hafa verið lögð að ritgerðinni

Ekki byrja inngang á því að segja: „Í þessari ritgerð ætla ég að …..“

Page 8: Heimildaritgerð S-Ameríka

Meginmál er ekki kaflaheiti. Meginmál er stærsti kafli ritgerðarinnar og nákvæm umfjöllun um ritgerðarefnið

Meginmáli er skipt í efnisgreinar. Ein efnisgrein á að fjalla um eina hugmynd en saman mynda þær samfellu og samhengi í textanum. Í stærri ritgerðum er meginmálinu skipt í kafla

Upphaf efnisgreina er inndregin

Page 9: Heimildaritgerð S-Ameríka

Í lokaorðum eru dregin saman í stuttu máli helstu atriði sem komu fram í meginmáli ritgerðarinnar, ályktanir dregnar og mat lagt á niðurstöður.

Engin ný atriði eiga koma fram í lokaorðum.

Ef settar eru fram spurningar í inngangi er rétt að svara þeim í lokaorðum og hér má einnig varpa fram spurningum, eigin hugmyndum og vangaveltum sem kviknað hafa við skriftirnar, t.d. hvað var áhugavert o.sv.fr.

Page 10: Heimildaritgerð S-Ameríka

Heimildaskrá er aftasta síðan í ritgerðum.

Heimildaskrá ertölusett og kemur framí efnisyfirliti.

Upplýsingum umheimildir (gögn) í skránni er raðað ístafrófsröð og eftir ákveðnu kerfi (sjá upplýsingar í handbók).

HeimildaskráBerg, Lars-Eric. 2003. Er til lím í Afríku. Dagmar Vala Magnúsdóttir þýddi. Námsgagnastofnun.

Guðmundur J. Guðmundsson. 2002. Úr sveit í borg. Þættir úr sögu 20. aldar. Reykjavík, Námsgagnastofnun

Þóra Kristinsdóttir. 1992. Ísland: Landið okkar. Reykjavík. Námsgagnastofnun.

Page 11: Heimildaritgerð S-Ameríka

Í hverri efnisgrein þarf að koma fram vísun í heimildir.1 Stundum eru fleiri en ein vísun í sömu efnisgrein.2

Í ritvinnsluforritinu Word eru tilvísanir í heimildir undir References en sú skipun getur einfaldað mjög verkið.

Best er að hafa handbók um ritun og frágang við höndina þegar heimildaskrá er unnin. Til dæmis er bókin Heimir aðgengilegt uppflettirit við ritun heimildaritgerða.

1. Berg, Lars-Eric. 2003:45 2. About.com. 2011

Page 12: Heimildaritgerð S-Ameríka

Stuldur á texta af netinu eða úr bókum er alltaf alvarlegt mál.

Það er auðvelt mál að gera bara COPYog PASTE. En gleymið ekki að það er jafn auðvelt fyrir kennara að afrita setningu og slá henni upp á leitarvél og finna skjal sem inniheldur sömu setningu=ritstuldur.

Page 13: Heimildaritgerð S-Ameríka

Getum við treyst upplýsingunum ef ekki kemurfram:Hver höfundurinn er?Er efnið merkt viðurkenndri stofnun? Er kafað í efnið? Vísað í heimildir?Hvenær var vefsíðan síðast uppfærð? Eru upplýsingar nýlegar?

Page 14: Heimildaritgerð S-Ameríka

Þá eru setningar teknar orðréttar án þess aðauðkenna þær t.d. með gæsalöppum.

„Orðréttar heimildir eru líka oft inndregnar og settar línubili frá textanum sem kemur á undan‟

Page 15: Heimildaritgerð S-Ameríka

Félag Sameinuðu þjóðanna http://www.globalis.is/

CIA - The World Factbook https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/

Lönd heimsins – Námsgagnastofnun http://www1.nams.is/loend/index.php

BBC News http://www.bbc.co.uk/news/

Page 16: Heimildaritgerð S-Ameríka

Lengd meginmáls = 3 blaðsíður (svo forsíða, efnisyfirlit og heimildaskrá)

Heimildir þurfa að vera a.m.k. þrjár

Letur: 12 punkta Arial Línubil: Eitt og hálft (1,5) Blaðsíðutal: Blaðsíður ritgerðar eru tölusettar nema forsíða og efnisyfirlit Nafn á ritgerð: Ávallt skal gefa ritgerð heiti

Page 17: Heimildaritgerð S-Ameríka

Hugarkort - skil 27. febrúar (má vera í tölvu) Ritgerð – skila rafrænt á netfangið

[email protected] í síðasta lagi föstudaginn 22. mars