19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg...

18
229 Fyrir um 80 milljónum ára teygði Mið-Atlants- hafshryggurinn sig til norðurs og skildi að Norður-Ameríku og Evrópu en hann hafði þá þegar ýtt Suður-Ameríku og Afríku í sundur. Í fyrstu klofnaði hryggurinn um Grænland þannig að það varð eyja en síðan varð sú breyting á fyrir um 65 milljónum ára að gliðnun vestan Græn- lands hætti en hélt áfram milli Norður-Ameríku og Grænlands annars vegar og Evrópu hins vegar. Sjá mynd 19.1, bls. 229. Þá varð íslenski möttul- strókurinn virkur en hann mun vera einn af 20-30 slíkum strókum í möttli jarðar. (Sjá um „Varma- myndun og möttulstróka“ bls. 136). Yfir möttulstróknum er svokallaður heitur reitur þar sem bergið er heitara og eðlisléttara en umhverfis. Bergið leitaði flotjafnvægis og hefur hryggurinn því ávallt risið upp úr sjó á þessum slóðum. Yfir möttulstrókum er eldvirkni meiri en sunnar og norðar á flekaskilunum. Tíð og mikil basaltgos urðu til þess að Grænlands-Færeyja- hryggurinn hlóðst upp sem slóði gosefna á hafs- botninum þvert á Atlantshafshrygginn en slíkir hryggir kallast dauðir úthafshryggir. Möttulstrókar og heitir reitir sem þeim fylgja eru virkir í tugi milljóna ára og trúlega kyrrstæðir miðað við hreyfanlega skorpuna. Flekaskilin geta því hreyfst og rekið út af þeim. Þegar það gerist einhverra hluta vegna fer venjulega svo að hluti rekbeltisins, næst stróknum, deyr út en nýtt hryggjastykki myndast yfir möttulstróknum. Það tengist síðan um þvergengi eða þverbrotabelti við eldri hluta hryggjarins. Í fyrstu var hryggurinn nokkuð beinn en smám saman og eftir því sem hafsbotninn óx brotnaði hryggurinn upp í þverbrotabelti sem tengdu hryggjastykkin eins og Reykjaneshrygg og Ægis- hrygg saman en hann er nú dauður hryggur norður af Færeyjum. Fyrir um 27 milljónum ára virðast rekbeltin hafa verið komin svo langt út af möttulstróknum að hryggjakerfið brotnaði upp. Þá rofnuðu tengslin sem Reykjaneshryggurinn hafði um þverbrotabelti við Ægishrygginn og nýr rekhryggur, Kolbeinseyjarhryggurinn, myndaðist Mynd 19.1 Rekhryggirnir seint á krítartímabilinu fyrir u.þ.b. 80 milljónum ára. Norður-Ameríka Grænland Evrópa Afríka Kyrrahaf Atlantshaf Suður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland Svalbarði Færeyjar Rekás Meginlandsskorpa Úthafsskorpa 19. K A F L I JARÐSAGA ÍSLANDS

Transcript of 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg...

Page 1: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

229

Fyrir um 80 milljónum ára teygði Mið-Atlants-hafshryggurinn sig til norðurs og skildi að Norður-Ameríku og Evrópu en hann hafði þá þegar ýtt Suður-Ameríku og Afríku í sundur. Í fyrstu klofnaði hryggurinn um Grænland þannig að það varð eyja en síðan varð sú breyting á fyrir um 65 milljónum ára að gliðnun vestan Græn-lands hætti en hélt áfram milli Norður-Ameríku og Grænlands annars vegar og Evrópu hins vegar. Sjá mynd 19.1, bls. 229. Þá varð íslenski möttul-strókurinn virkur en hann mun vera einn af 20-30 slíkum strókum í möttli jarðar. (Sjá um „Varma-myndun og möttulstróka“ bls. 136).

Yfir möttulstróknum er svokallaður heitur reitur þar sem bergið er heitara og eðlisléttara en umhverfis. Bergið leitaði flotjafnvægis og hefur hryggurinn því ávallt risið upp úr sjó á þessum slóðum. Yfir möttulstrókum er eldvirkni meiri en sunnar og norðar á flekaskilunum. Tíð og mikil basaltgos urðu til þess að Grænlands-Færeyja-hryggurinn hlóðst upp sem slóði gosefna á hafs-botninum þvert á Atlantshafshrygginn en slíkir hryggir kallast dauðir úthafshryggir.

Möttulstrókar og heitir reitir sem þeim fylgja eru virkir í tugi milljóna ára og trúlega kyrrstæðir miðað við hreyfanlega skorpuna. Flekaskilin geta því hreyfst og rekið út af þeim. Þegar það gerist einhverra hluta vegna fer venjulega svo að hluti rekbeltisins, næst stróknum, deyr út en nýtt hryggjastykki myndast yfir möttulstróknum. Það tengist síðan um þvergengi eða þverbrotabelti við eldri hluta hryggjarins.

Í fyrstu var hryggurinn nokkuð beinn en smám saman og eftir því sem hafsbotninn óx brotnaði hryggurinn upp í þverbrotabelti sem tengdu hryggjastykkin eins og Reykjaneshrygg og Ægis-hrygg saman en hann er nú dauður hryggur norður af Færeyjum. Fyrir um 27 milljónum ára virðast rekbeltin hafa verið komin svo langt út af möttulstróknum að hryggjakerfið brotnaði upp. Þá rofnuðu tengslin sem Reykjaneshryggurinn hafði um þverbrotabelti við Ægishrygginn og nýr rekhryggur, Kolbeinseyjarhryggurinn, myndaðist

Mynd 19.1 Rekhryggirnir seint á krítartímabilinu fyrir u.þ.b. 80 milljónum ára.

Norður-Ameríka

Græ

nlan

d

Ev

r óp

a

A f r í k aKyrrahaf

Atlantshaf

Suður-Ameríka

Íberíuskagi

Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára.

No

r eg

ur

Græ

nl a

nd

Svalbarði

Færey jar

Re

s

Meginlandsskorpa

Úthafsskorpa

19. K A F L I

JARÐSAGA ÍSLANDS

Page 2: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

230 19. KAFLI

til norðurs, nánast í beinu framhaldi af Reykja-neshryggnum. (Sjá mynd 19.3, bls. 230).

Flekakenningin gerir ráð fyrir því að ný úthafs-skorpa myndist sífellt við flekaskilin og reki síðan út frá þeim. Talið er að rekhraðinn hér á landi sé u.þ.b. 1 cm á ári í hvora átt. Landið stækkar þó ekki því niðurrif ytri aflanna sér til þess. Jöklar og sjávarrof hafa lengst af verið iðnust við rofið auk þess sem veðrun og fallvötn hafa einnig verið

liðtæk. Við rofið léttist berglagastaflinn og þá einkum við ströndina þar sem hann lyftist og snarast. Þótt rofhraðinn sé óháður rekhraðanum er margt sem bendir til þess að áhrif ytri aflanna séu svipuð upphleðslunni og að stærð landsins hafi ekki breyst verulega af þeim völdum um langan tíma.

Samkvæmt flekakenningunni og myndun nýrrar skorpu við flekaskilin ætti elsta berg á Íslandi að finnast við ystu annes á Vestfjörðum og Austfjörðum enda er sú raunin. Neðst í hraun-lagastaflanum við utanvert Ísafjarðardjúp finnst

Mynd 19.3 Atlantshafshryggurinn eins og álitið er að hann hafi legið fyrir um 10 milljónum ára. Ægishryggurinn er orðinn óvirkur.

���������

���������

����

Re

s

Úthafsskorpa

No

re

gu

r

Meginlandsskorpa

Ko

l bi n

se

ya

rh

r yg

ur

hryg

gur

Reyk

jane

s-

Græ

nlan

d

Í s l a n d

ej

-g

Æ

gi s

hr y

gg

ur

Mynd 19.4 Snæfellsnesrekbeltið sem var virkt fyrir 7 - 16 milljónum ára.

Mýrar

Vest

firði

r

Tröllaskagi

Aus

tfirð

ir

Snæfe

l lsnesrekbel t ið

Reykjanesskagi

Mynd 19.5 Blágrýtissvæðin við Norður- Atlantshaf eru sýnd á landi með svörtu. Mót ræmanna sýna jafnaldurslínur á hafsbotni í milljónum ára. Æ stendur fyrir Ægishrygg og JM fyrir Jan Mayen-hrygginn.

JM-

hryg

gu

r

Æ

38

53

58

53 3810 0

1038

53

20˚ 10˚30˚40˚ 0˚ 10˚ 20˚ 30˚60˚ 50˚

60˚

70˚

75˚

Page 3: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

JARÐSAGA ÍSLANDS 231

16 milljón ára gamalt berg og á Austfjörðum neðst í Gerpi er bergið um 13 milljón ára gamalt. Þar hefur um 10 km hraunlagastafli hlaðist upp úr um 700 hraunlögum á um 10 milljónum ára. (Sjá mynd 19.8, bls. 232).

Yngsta gosbergið er aftur á móti að finna á virku gosbeltunum þar sem það leggst ofan á eldri jarðlög og fergir þau þannig að samhverfa mynd-ast. Samkvæmt þessu mætti ætla að aldur berg-

tegunda á yfirborði landsins aukist jafnt og þétt eftir því sem fjær dregur gosbeltunum en svo er ekki. Höggun og rof veldur því að gömul berglög skjóta upp kollinum í Borgarnesi, Hreppum og við utanverðan Eyjafjörð og flækja myndina. Skýringa verður að leita í tilfærslu rekbeltanna á meðan landið var að hlaðast upp en við það mynduðust samhverfur með andhverfum á milli.

Rekbeltin Fyrir um 7 - 16 milljónum ára lá virka rekbeltið um Snæfellsnes og er það því kennt við nesið og kallað Snæfellsnesrekbeltið. Þar sem nú er Hvammsfjörður var hlykkur á því til austurs um þverbrotabelti með skástígum víxlgengjum en síðan lá það norður Skaga austan Húnaflóa. (Sjá mynd 19.4, bls. 230).

Á þessu rekbelti hafa verið eldstöðvakerfi líkrar gerðar og þau sem við nú þekkjum með kvikuþróm, megineldstöðvum og gossprungum. Eldkeilurnar gusu blönduðum gosum, en frá sprungum og dyngjum í nágrenninu runnu mikil hraun sem fergðu landið og þrýstu því niður þannig að samhverfa myndaðist um gosbeltið jafnframt því sem landið rak út frá beltinu í báðar áttir. Við landrekið rak virkar megineldstöðvar út af gosbeltinu og þær dóu út og kaffærðust af flæðigosum frá sprungum eða dyngjum tengdum yngri sprungusveimum innar á gosbeltinu. (Sjá mynd 19.10, bls. 234).

Fyrir um 7 - 8 milljónum ára varð sú breyting á Snæfellsnesrekbeltinu að syðri leggur þess

Mynd 19.6 Rekbeltin fyrir u.þ.b. 7 - 8 milljónum ára. Strikaða svæðið sýnir þverbrotabeltið, Mið-Íslandsbeltið.

Tröllaskagi

Mýrar

M

Vest

firði

r

Aust

firði

r

Reykjanesrekbelt ið

N

or ð

ur r

ek

be

l ti ð

Samhverfa á gosbelti vegnafergingar gosefna

Andhverfuás, sökkvandieins og pílan sýnir

Þverbrotabelti „lek víxlgengi“

Berggrunnur 7 - 10milljón ára

Berggrunnur 10 - 16milljón ára

Skýringar

Gosbelti með reki,örin sýnir rekstefnuna

Mynd 19.7 Þversnið gegnum útkulnað Snæfellsnes-rekbeltið (a,b,c) til vinstri á myndinni og einnig gegnum virkt Reykjanes-Langjökuls-rekbeltið, d1, e1, f1, d1). Nyrðri leggur Snæfellsnes-rekbeltisins sést fjær (d, e, f, e, d). Sjá enn fremur mynd 19.8, bls. 232. (Sigurður Steinþórsson).

Page 4: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

232 19. KAFLI

kulnaði út en nyrðri leggurinn, sá er lá norður Skaga, var virkur enn um sinn eða þar til fyrir 4 milljónum ára. Þá kulnaði eldvirknin nema á þverbeltinu sjálfu sem liggur eftir Snæfellsnesi. Þar er enn eldvirkni sem virðist þó vera að kulna út hægt og hægt enda er þetta svæði orðið inn-lyksa á Ameríkuflekanum.

Þegar syðri leggur Snæfellsnesrekbeltisins kulnaði út fyrir um 7 milljónum ára færðist eld-virknin um 70 km austar þar sem nú er rekbelti um Reykjanes til Langjökuls og er það virkt enn. Eldvirknin hófst fyrst nyrst en breiddist suður á bóginn með tímanum. Þetta rekbelti, sem kalla mætti Reykjanes-Langjökuls-rekbeltið, var ekki í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum suður í hafi heldur sveigði af leið og hliðraðist austur eftir Reykjanesskaganum. Það stóðst heldur ekki á við nyrðri legg Snæfellsnes-rekbeltisins sem virkt var enn um sinn og lá norður Skaga heldur tengdist því um þverbelti líku því sem áður lá um Hvammsfjörð og tengdi norður- og suðurlegg Snæfellsnesrekbeltisins. (Sjá mynd 19.6, bls. 231).

Gosbergið, sem hlóðst upp á Snæfellsnesrek-beltinu, fergði jarðlögin á gosbeltinu þannig að samhverfa myndaðist og það sama gerðist síðar á

Reykjanes-Langjökuls-rekbeltinu. Þegar sam-hverfur myndast svona nálægt hver annarri og jafnframt samsíða hvelfast jarðlögin á milli þeirra upp í andhverfu sem í þessu tilfelli liggur um Borgarnes og kallast Borgarnesandhverfan. Þar skjóta því upp kollinum um 13 milljón ára gömul jarðlög nú. (Sjá myndir 19.7, bls. 231 og 19.8, bls. 232.

Þegar nyrðri hluti Snæfellsnesrekbeltisins kulnaði út fyrir um 4 milljónum ára færðist rek-beltið til austurs og rek og eldvirkni hófst þar sem nyrðri hluti Austurrekbeltisins er nú. Samhverfan, sem varð til á þessu nýja rekbelti, myndaði and-hverfu milli Axarfjarðar og Skaga þar sem 12 milljón ára gamalt berg er nú að finna. Þetta nýja rekbelti tengist Reykjanes-Langjökulsrek-beltinu um þverbelti, Mið-Íslandsbeltið (sjá bls. 233), en að norðan tengist það Kolbeinseyjar-hryggnum um Tjörnes-þvergengið sem er hægra sniðgengi.

Suðurhluti Austurbeltisins varð virkur fyrir um 2 milljónum ára þegar gliðnunin og eldvirknin á norðurhluta Austurbeltisins breiddist til suðurs. Við það fergðust jarðlögin og Hreppaandhverfan varð til milli suðurhluta Austurbeltisins og Reykjanesskaga.

Mynd 19.8 Rekbeltin fyrir u.þ.b. 2 - 7 milljónum ára. Austurbeltið.

B

A

H

M

R

13

1216

13Mýrar

Vestf

irðir

Aus

tfirð

ir

Hreppar

S

A u s t ur g

o s be

l ti ð

TröllaskagiReykjanesrekbeltið

No

r ðu

r re

kb

el t

i ð

16

Samhverfa á gosbelti vegnafergingar gosefna

Andhverfuás, sökkvandieins og pílan sýnir

Aldur elstu bergmyndaí milljónum ára

Berggrunnur 10 - 16milljón ára

Berggrunnur 7 - 10milljón ára

Berggrunnur 2 - 7milljón ára

Gosbelti með reki,örin sýnir rekstefnuna

Skýringar

MS R HReykjanes HrepparSnæfellsnes Mýrar

Page 5: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

JARÐSAGA ÍSLANDS 233

Mið-Íslandsbeltið er þverbrotabelti skástígra víxlgengja með mörgum virkum megineld-stöðvum og líklega er það framhald þverbrota-beltisins á Snæfellsnesi sem einnig er með virkum eldstöðvum. (Sjá mynd 19.6, bls. 231).

Hegðun jarðskjálfta á Suðurlandi bendir til þess að nýtt þverbrotabelti sé að myndast þar á milli Hveragerðis og Heklu. Því kann svo að fara að nyrðri hluti Reykjanes-Langjökuls-rekbelt-isins, frá Þingvöllum til Langjökuls, kulni út en suðurhluti Austurbeltisins verði virkt rekbelti og taki við hlutverki þess. Þá verður núverandi Mið-Íslandsbelti, með sínum miklu megineldstöðvum í Hofsjökli, Kerlingarfjöllum og Langjökli að framhaldi Snæfellsness. Það verður innlyksa á Ameríkuflekanum, en nýtt þverbrotabelti á Suðurlandi frá Hveragerði til Heklu, kemur til með að tengja Reykjanesrekbeltið og Austur-beltið.

Blágrýtismyndunin Um helmingur af flatarmáli landsins telst til svo-kallaðrar blágrýtismyndunar. Annars vegar er þar um að ræða mestan hluta berggrunnsins vestan-lands frá Hvalfirði um Vestfirði til Bárðardals og hins vegar berggrunninn austanlands frá Skafta-fellsfjöllum til Þistilfjarðar. (Sjá mynd 19.12, bls. 237). Til blágrýtismyndunarinnar teljast elstu bergmyndanir landsins, myndaðar á síðtertíer eða nánar tiltekið á síðari hluta míósen og fyrri hluta plíósen. Elstu berglög þessarar myndunar eru um 16 milljón ára gömul. Yngstu lögin frá lokum myndunarinnar eru hins vegar um 3,2 Má.

Á þessum tíma hefur mikill og þykkur jarðlagastafli hlaðist upp og á Austfjörðum er hann a.m.k. 3000 m þykkur. Þar var boruð 2000 m djúp hola sem ekki náði niður úr berg-mynduninni og fjöll á þessu svæði eru um 1000 m há. Einnig hefur samanlögð þykkt einstakra laga reynst vera um 10.000 km frá rótum Gerpis og inn á Fljótsdal. Sú tala segir þó lítið því að vegna reks og halla jarðlaganna skarast þau ekki nema að litlu leyti.

Blágrýtismyndunin er að mestum hluta úr basalthraunlögum eða 80 - 85% hennar en ísúrt og súrt berg er í miklum minnihluta, aðeins um 10%. Millilög úr seti eru um 5 - 10%.

Eldvirkni á tertíer hefur líklega verið hér með líkum hætti og nú. Á gosbeltinu greindist hún upp í sprungusveima með flestum gerðum eldstöðva. Af hraunlögunum sést að þau runnu ýmist frá gossprungum, dyngjum eða eldkeilum. Lang-stærstur hluti hraunlagastaflans virðist þó gerður úr hraunum sem urðu til í sprungugosum í gjall- og klepragígaröðum. Eldvörpin sjálf sjást ekki enda hafa gígbarmarnir rofnað niður áður en næsta hraun rann yfir og þakti þá. Aðfærsluæð-arnar, gangarnir, sjást aftur á móti vel í brim-klifum eða þar sem jöklar og fallvötn hafa sorfið dali og gljúfur í berggrunninn. Víða er ganga-fjöldinn mikill og sums staðar mynda þeir allt að 15% bergsins. Á milli hraunlaganna eru víða þunn rauðleit millilög sem líklega eru leifar jarðvegs og bendir það til þess að langur tími hafi liðið milli gosa og jarðvegur því náð að myndast á yfirborði þeirra áður en næsta hraun rann yfir. Í hamraveggjum má líka sjá tiltölulega þunn hraun-

Mynd 19.9 Þversnið gegnum Breiðdalseldstöðina. Hraunlög frá öðrum eldstöðvum fingrast á móti hraun-lögum megineldstöðvarinnar og færa hana loks í kaf. (Walker 1963)

Þunn basísk og ísúr hraunRýólíthraun

Súrt gjóskuberg (túff)Innskot, aðallega súr

Hraun frá öðrum eldstöðvum sem renna upp að megineldstöðinniog kaffæra hana að lokumÚtbreiðsla háhitaummyndunar

Lengd sniðsins er um 35 km, lóðréttur mælikvarði er 2:1

Teiknað eftir mynd Walkers frá 1963

Sambrædd súr gjóska Myndanir Breiðdalseldstöðvar

Skessulagið

Page 6: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

234 19. KAFLI

lög sem runnið hafa frá nálægum dyngjum. Engin millilög er að finna milli dyngjuhraunlaganna og því líklegt að þau hafi runnið hvert yfir annað með stuttu millibili.

Hraunlögunum hallar yfirleitt inn undir gos-beltin. Hallinn er mestur neðst við sjávarmál en hann minnkar eftir því sem ofar dregur og má af því ráða að jarðlögunum hefur byrjað að halla meðan á upphleðslu stóð. Nokkuð víða kemur fram staðbundin óregla á jarðlagahallanum þar sem hraunlög liggja inn undir sprungusveimi með útkulnuðum megineldstöðvum. Sést þetta vel við austurströnd landsins þar sem jöklar hafa grafið djúpa firði og dali í berglagastaflann þannig að innviðir megineldstöðvanna koma í ljós.

Megineldstöðvar tertíertímabilsins voru líkar að gerð og þær sem við nú þekkjum. Þær voru því á linsulaga sprungusveimum og mynduðu sumar hverjar háar eldkeilur sem gusu blönduðum gosum uns þær rak út fyrir virka gosbeltið. Þá kaffærðust þær loks af flæðigosum frá sprungum eða dyngjum tengdum yngri kerfum eldstöðva innar á gosbeltinu. Sumar megineldstöðvanna

gusu kröftugum sprengigosum og þeyttu gjósku yfir landið. Í öflugustu sprengigosunum mynduðust flikrubergslög og sjást sum þeirra í berglagastaflanum. Þekktast þessara flikru-bergslaga er Skessulagið sem varð til við gos á tertíer í Breiðdalseldstöðinni. Einna best sést Skessulagið í þversniði af Breiðdalseldstöðinni milli Berufjarðar og Breiðdals. (Sjá mynd 19.9, bls. 233). Það sést sem ljós rönd í fjöllunum frá Berufirði til Reyðarfjarðar og Fagradals. Saman-lagt þekur lagið um 430 km2 lands og þar af liggur sambrædd gjóska yfir 260 km2. Meðalþykkt lagsins er um 15 m og rúmmálið um 4 km3. Það er mun meira en upp kom í mesta þeytigosi Heklu, H3, fyrir 2800 árum. Sjá töflu 6.2 á bls. 91. Breiðdalseldstöðin er á meðal þeirra útkulnuðu megineldstöðva í blágrýtismynduninni sem hvað best hafa verið rannsakaðar og kortlagðar.

Upphleðslan í eldstöðvakerfunum er mest um miðbik megineldstöðvarinnar og þar er einnig mest um ganga og önnur innskot sem oft eru yfir 50% af berginu á móti tæpum 10% utar í sprungu-

Mynd 19.10 Á kortinu sjást útkulnaðar megineldstöðar sem rekið hefur út af gosbeltunum.

� 50 100 km

� �

��

Aldur jarðmyndana í milljónum ára

<0,01 0,01-0,7 0,7-3,1 >16

Megineldstöðvar

Ríkjandi stefna ganga

Halli jarðlaga

virk líkleg útkulnuð

Page 7: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

JARÐSAGA ÍSLANDS 235

sveimnum. Undir megineldstöðvunum var kvikuþró þar sem kvikan náði að þróast og gusu þær því ýmist basalti, íslandíti eða rýólíti svipað og gerist í nútíma megineldstöðvum. Þegar kvikuþróin tæmdist, eins og stundum gerðist, seig fjallið saman við að þakið yfir kvikuþrónni féll niður og sigketill eða askja myndaðist. Kvika, sem storknaði í kvikuþrónni, myndaði djúpbergs-innskot úr gabbrói eða granófýr.

Ummyndun bergs af völdum jarðhita í rústum megineldstöðvanna er einnig algeng. Þar eru holufyllingar víða. Svo virðist sem þær raði sér í belti. Næst megineldstöðvunum er bergið mjög ummyndað og því mikið um holufyllingar einkum kvars, kalsít og háhitasteindir. Fjær megineldstöðvunum verða lághitasteindir ríkj-andi.

Út frá beltaskiptingu zeolíta á Austfjörðum má sýna fram á að jöklar hafa rofið um 500 - 1000 m ofan af blágrýtismynduninni. (Sjá um „zeólíta“ bls. 56.)

Millilög úr seti er víða að finna í blágrýtis-mynduninni og þó að þau séu aðeins lítill hluti berglagastaflans eru þau víða áberandi og af þeim

má geta sér til um ríkjandi loftslag þegar þau voru að myndast.

Algengust eru silt- og sandsteinslög sem líklega eru jarðvegur að uppruna. Liturinn stafar af efnaveðrun járnsambanda í röku loftslagi.Víða sjást ljósar rendur úr líparítgjósku í setinu sem myndast hafa við öskugos úr megineldstöðvum. Millilögin milli hraunlaganna eru mjög misþykk og bendir það til þess að hlé milli gosa hafi verið mislöng. Setlög úr ár- og vatnaseti úr lagskiptum sandsteini og völubergi eru miklu sjaldgæfari en ætla mætti sé miðað við núverandi rofmátt vatns-falla. Bendir þetta til þess að hraunlög á yfirborði hafi flest verið afar gropin og lindár með stöðugt rennsli hafi því verið algengustu árnar. Jökulruðningur sést hvergi og þó svo að snjó hafi fest á efstu fjallstinda hafa leysingar verið fátíðar. Móberg er fáséð og virðist helst hafa myndast þar sem hraun hafa runnið í stöðuvötn, t.d. í öskjum. Þykkar samfelldar setlagamyndanir með surtar-brandi finnast nokkuð víða. (Sjá mynd 19.16, bls. 242).

Landslag á tertíer hefur líklega verið frá-brugðið því landslagi sem gefur landinu hvað sterkastan svip nú. Hvergi hafa verið jökulsorfnir firðir né tignarlegir stapar eða móbergshryggir. Landið hefur víðast hvar verið fremur slétt og til-breytingarlítið með einstaka misgengisstöllum, gjám og gíghólaröðum. Hér og þar hefur láreistar dyngjur og allháar eldkeilur borið við himin úti við sjóndeildarhringinn. Víða hafa lindir sprottið fram við hraunjaðra og lygnar lindár liðast um dali. Í sigdölum og víðar þar sem grunnvatnsstaða var há voru mýradrög og flóar með smátjörnum. Laufblöð, sem fuku út á tjarnir, sukku til botns og grófust í leirinn á botninum en annars staðar náðu þykk mólög að myndast í mýrum. Seinna runnu svo hraunlög yfir tjarnirnar og mýrarnar. Lauf-blöðin steingerðust en mórinn varð að surtar-brandslögum sem óvíða eru þó þykkri en 0,5 -1 m.

Mynd 19.11 Á kortinu má sjá helstu fundarstaði steingervinga í blágrýtismynduninni vestan virka gosbeltisins.

Þórishlíðarfjallí Selárdal

Brjánslækur Mókollsdalur

Steingrímsfjörður

BreiðafjörðurAldur plöntusteingervingaí milljónum ára:

Selárdalur 13-14Brjánslækur 11-12Steingrímsfjörður 10Mókollsdalur 8-9Hreðavatn 7

Hreðavatn

0 10 20 30 40 50 km

Page 8: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

236 19. KAFLI

Tafla 19.1 Afstæður aldur helstu jarðmyndana á Íslandi.

1 2 Þ ú s .

1 0 Þ ú s .

n ú t í m i

ísöld lýkur

blá

grý

tism

ynd

unin

Brjánslækur

Tjörnes

E l l i ð a v o g s l ö g

F o s s v o g s l ö g

mób

erg

, jök

ulb

erg

og

set

á k

uld

aske

iðum

ísal

dar

en

hrau

nlög

og

set

á h

lýsk

eiðu

num

h raunlög og lausjarðlög

J a r ð m y n d a n i rÁr f ráupphaf i

1 1 Þ ú s .

1 8 Þ ú s .

0,1 millj.

0,8 millj.

1,8 millj.

3,2 millj

5,3 millj.

20 millj.

í s ö l d h e f s t

fyr

ri

hlu

ti í

sa

lda

rs

íða

ri

hlu

ti í

sa

lda

r

nútími hefst

núve

rand

i seg

ulsk

eið

sem

hóf

st fy

rir 0

,7 m

illj. á

ra

(Álftanesstig)

e ld ra Dryas

síð

jök

ult

ími

(Búðaröðin)yngra Dryas

Skeið ísaldar

m í ó s e n

p l í ó s e n

pleistósen

( h ó l o s e n )

TímarTímabil

kv

ar

te

rt

er

er

Aldirn

ýl

íf

ld

n ú t í m i

2,5 millj. Sjávarsetlög

Page 9: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

JARÐSAGA ÍSLANDS 237

Loftslag og gróður fyrir ísöldSteingerðar leifar gróðurs í surtarbrandslögunum gefa okkur einna besta mynd af loftslaginu meðan á blágrýtismynduninni stóð. Í þeim hafa fundist steingervingar af um 50 ættkvíslum plantna, einkum trjáa. Helstu fundarstaðirnir eru í Þóris-hlíðarfjalli í Selárdal við Arnarfjörð (14 milljón ára), við Brjánslæk á Barðaströnd (12 milljón ára), við Steingrímsfjörð (10 milljón ára), við Hreðavatn (7 milljón ára) og í Tjörneslögunum (3-5 milljón ára).

Surtarbrandsflóran í Selárdal og á Brjánslæk virðist, þegar á heildina er litið, skyldust núver-andi flóru í laufskógabeltinu í austanverðum Bandaríkjunum frá Ontaríóvatni og suður að ströndum Mexíkóflóa. Margar tegundir vaxa einnig í Mið- og Suður-Evrópu auk SA-Asíu, einkum Japan (magnolíutré). Í töflunni eru nokkrar þeirra tegunda trjáa sem steingervingar hafa fundist af og kortið á mynd 19.13, bls. 238

sýnir útbreiðslu nokkurra nákominna ættingja þeirra í Norður-Ameríku.

Það eru einkum steingervingar af lauftrjám eins og valhnot og kristþyrni sem vekja athygli því að þeir gefa til kynna að meðalhiti kaldasta mánaðarins hefur verið yfir frostmarki en meðalhiti þess heitasta hefur líklega verið 15 - 20°C.

Af steingervingum í Hreðavatnslögunum má greinilega sjá að loftslag hefur kólnað því að kul-vísar trjátegundir eins og beykitré eru horfnar en barrtré, birki og víðir eru orðin ríkjandi trjáteg-undir.

Fátt er vitað um dýralíf hér á landi fyrir upphaf ísaldar. Í Mókollsdal fundust steingerðar leifar skordýra í vatnaseti sem líklega myndaðist í öskjuvatni. Steingervingarnir eru af hármýi og blaðlús en skyldar tegundir lifa nú í SA-Asíu og suðaustanverðum Bandaríkjunum.

Litlar sem engar leifar æðri landdýra hafa fundist í blágrýtismynduninni. Nýlega fundust þó austur á landi, í 3 - 3,5 milljón ára gömlum

Mynd 19.12 Útbreiðsla íslenskra jarðmyndana og aldur þeirra.

0 50 100 km

Laus jarðlög frá nútíma

Móberg, hraunlög og setlög frásíðari hluta ísaldar, yngri en 0,8milljón ára

Gosberg og setlög frá síðplíósenog fyrri hluta ísaldar, 0,8-3,3milljón ára

Gosberg og setlög frá tertíer(míósen, plíósen) eldra en 3,3milljón ár

Page 10: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

238 19. KAFLI

rauðum millilögum, steingerð beinabrot sem lík-lega eru úr smávöxnu hjartardýri. Nánar tiltekið var þetta í Vopnafirði í svokölluðu Þuríðargili í Burstafelli. Við þennan beinafund urðu spurn-ingar varðandi landbrú til Grænlands eða Evrópu áleitnar. Þessi beinafundur, ásamt miklum teg-undafjölda íslensku surtarbrandsflórunnar, bendir til tengsla um landbrú. Mikið hafdýpi á Græn-lands-Færeyjahryggnum, sem í sumum álum fer yfir 800 m, mælir hins vegar á móti þessari hug-mynd. Þó má benda á að kólnandi skorpa gæti hafa sigið sem þessu nemur og væri það þá skýringin.

Steingervingar sjávardýra finnast ekki fyrr en á plíósen þegar blágrýtismynduninni var að ljúka. (Sjá töflu 19.1 á bls. 236). Þá flæddi sjór yfir Tjörnes sem skilur að Skjálfandaflóa og Axar-fjörð og myndaði setlögin sem kennd eru við nesið. Þar má raunar finna samfellda myndun jarðlaga sem spannar gloppulítið tímann frá plíó-sen til síðari hluta pleistósen.

Suðaustanlands hefur fundist elsta jökulberg sem þekkt er hér á landi um 5 milljón ára gamalt eða frá svipuðum tíma og elsti hluti Tjörneslag-anna. Þetta jökulberg bendir til þess að loftslag

hafi verið farið að kólna svo mjög að jöklar hafi náð að myndast á hæstu fjöllum.

Tjörneslögunum er skipt í þrjár deildir eftir einkennissteingervingum skelja sem í þeim finn-ast: Gáruskeljalög (Tapes), tígulskeljalög (Maktra) og krókskeljalög (Serripes).

Hin eiginlegu Tjörneslög eru um 500 m þykk setlög með um 5 - 10° halla til NV. Þau má rekja með sjávarbökkunum frá læknum Köldukvísl, þar sem þau leggjast ofan á hraunlög blágrýtismynd-unar, norður til Höskuldsvíkur. (Sjá mynd 19.14, bls. 239 ). Tjörneslögin eru aðallega mynduð úr sjávarseti og í þeim er urmull steingerðra skelja og kuðunga en víða má sjá ár- og vatnaset og auk þess surtarbrandslög. Mismunandi uppruni sets-ins bendir til þess að á myndunartímanum hafi svæðið ýmist verið neðan- eða ofansjávar.

Gáruskeljalögin (Tapes) eru elst og liggja þau á tertíeru basalti. Þau draga nafn sitt af steingerv-ingum gáruskeljategunda sem eru einkennisstein-gervingar þessa setlags og voru skeljarnar áður taldar til ættkvíslarinnar Tapes en nú til ættkvísl-arinnar Venerupis. Þær lifa við vesturströnd Evrópu í mun hlýrri sjó en nú er að finna við

Mynd 19.13 Kortið sýnir núverandi útbreiðslu trjá-tegunda í Norður-Ameríku en íslenska surtarbrands-flóran við Brjánslæk virðist líkust þessari flóru. (Walter Friedrich & Leifur A. Símonarson, ‘81).

Ua

Pt

Pt

Ar

Jn

Lt

Sa

Ma

B

B

B

B

B

BB

B

B

B

B

B

B

B

B

BB

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

BB

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

BB B

BB

B

B

B

B

B

B

BB

BB

B

BB

B

B

B

B

B

B

B

B

BB B

BB

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B

B B

BB

B

BB

B

Bl

Pg

Ag

Sg

Ma Magnolia acuminata magnolía Ua Ulmus americana álmurLt Liriodendron tulipifera túlípanaté Sg Sequoladendron giganteum risafuraJn Juglans nigra valhnot Sa Sassafras albidum lárviðurBl Betula lenta birki Pt Populus tremuloldes öspAr Acer rubrum rauðhlynur Pg Picea glauca hvítþinurAg Ables grandis stórgreni

30˚

40˚

50˚

60˚

20˚ 20˚

30˚

40˚

50˚

60˚

190˚

170˚

150˚130˚

110˚ 90˚70˚

50˚

30˚

10˚

Ýmis lauftré: Þallarætt (barrtré):

ámur (Ulmus) fura (Pinus)birki (Betula) greni (Picea)eik kínarauðviður

(Metasequoia)elrir (Alnus) af

bjarkarættlerki (Larix)

hesli risafura (Sequoiadendron)

hlynur (Acer) þinur, eðalgreni (Abies)

kastaníakristþyrnir (Ilex

aquifolium)lárviður (Laurus)magnólía

(Magnolia)hickory (Carya)

af valhnotuættplatantrétúlípanatré

(Liriodendron)valhnot (Juglans)ösp (Populus)

Tafla 19.2 Helstu ættkvíslir trjáa í steingerv-ingaflóru blágrýtismyndunarinnar. Feit-letruðu tegundirnar er að finna á mynd 19.13

Page 11: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

JARÐSAGA ÍSLANDS 239

Norðurland og bendir það til þess að sjórinn á Tjörnessvæðinu hafi verið a.m.k 5 - 6°C hærri en nú þegar gáruskeljalögin voru að myndast. Auk gáruskeljanna eru þarna ýmsar aðrar tegundir skelja og kuðunga. Einnig finnast surtarbrandslög sem benda til þess að landsvæðið hafi nokkrum sinnum risið úr sæ.

Tígulskeljalögin (Mactra) draga nafn sitt af samnefndum tegundum skelja sem nú eru útdauðar. Aðrar skeldýrategundir, sem þarna lifðu, finnast nú aðeins miklu sunnar eins og t.d. hnúfskel sem nú lifir nyrst í Norðursjó. Þarna eru einnig nokkuð þykk surtarbrandslög sem sýna fram á breytilega sjávarstöðu. Rannsóknir frjó-korna benda til að á þessu svæði hafi vaxið

Mynd 19.14 Þversnið í gegnum Tjörneslögin. Á kortinu sést hvar sniðið er tekið.

Kaldakvísl

Skeifá

Bre iðav ík

FuruvíkA

Hallbjarnarstaðir

Héðins-höfði

Lundey

HÚSAVÍK

T j ö r n e s

Máná

Rauðsgjá

B

10 km50

Hallbjarnarstaðaá

Reká

Ísólfsstaðir

Lón

Misgengi

TjörneslöginFuruvíkurlöginBreiðavíkurlögin

Gosberg frá síðari hlutayngri en 0,7 milljón ára

Gosberg frá síðplíósen og fyrrihluta ísaldar, 0,7-3,1 milljón ára

Gosberg frá tertíer (míósen,plíósen) eldra en 3,1 milljón ára

ísaldar,

Höskuldsvík

Afstaða jarðlaga milli punktanna

Krókskeljalögin

A og B á TjörneskortinuSjávarset

Basalt Surtarbrandur

Jökulruðningur oglaus jarðlög

A B

Tígulskeljalögin Gáruskeljalögin

Kal

dak

vísl

Ísólfsstaðir

Hal

lbja

rnar

stað

Serripes Mactra Tapes

Page 12: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

240 19. KAFLI

blandaður skógur barr- og lauftrjáa. Af barrtrjám má nefna furu, greni, þin og lerki en af lauftrjám eik, beyki, platanvið, hesli og kristþyrni. Heim-kynni kristþyrnis eru í Suður-Evrópu og benda því gróðurleifarnar til mun mildara loftslags en nú ríkir. Meðalhiti kaldasta mánaðarins hefur varla verið undir 0°C og steingervingar sjávardýranna benda til sjávarhita sem hefur a.m.k. verið 5°C hærri en nú.

Ísöld hefst (fyrir um 2,5 milljón ára) Krókskeljalögin (Serripes) eru kennd við sam-nefnda skel (Serripes grönlandicus). Þau eru nær eingöngu úr sjávarseti en surtarbrandur finnst þó efst í þeim. Krókskeljalögin sýna, svo ekki verður um villst, að sædýrasamfélagið hefur breyst frá því sem það var í gáruskelja- og tígulskelja-lögunum. Kulvísar skeljategundir, sem aðeins lifa í hlýjum sjó, eru horfnar en í stað þeirra eru komnar skeljar sem lifa við svipaðan sjávarhita og nú er eins og hafkóngur og hallloka auk krók-skeljarinnar. Krókskeljalögin byrja líklega að myndast fyrir um 3,2 milljónum ára, skömmu áður en elstu jökulbergslög á Jökuldal, í Akra-fjalli og við Giljá mynduðust. Þessi jökulbergslög eru 3,3 Má gömul og voru talin marka upphaf ísaldar. Nú er miðað við setlög á sjávarbotni sem gefa til kynna að ísöld hafi hafist fyrir 2,5 Má.

Af um 100 tegundum skelja og kuðunga sem finnast í krókskeljalögunum eru um 25 upprunnar í Kyrrahafi en af því má álykta að Beringssundið hafi opnast á þessum tíma. Krókskel, hafkóngur og hallloka, sem upprunnar eru í Kyrrahafi, gátu því leitað nýrra heimkynna í Norður-Íshafi og Atlantshafi.

Jarðmyndanir á ísöldÞar sem basalthraunlög þekja krókskeljalögin við Höskuldsvík er myndun hinna eiginlegu Tjörnes-laga lokið. Ofan þeirra taka við svonefnd Furu-víkurlög og Breiðavíkurlög, en þau teljast til myndana frá fyrri hluta ísaldar (þ.e. eldri en 700 þúsund ára). Í þeim skiptast á hraunlög, runnin á hlýskeiðum og á þurru landi, en á milli þeirra eru setlög, ýmist mynduð úr jökulbergi eða sjávarseti. Af þessu sést að á ísöld hafa skipst á hlýskeið og jökulskeið og að sjávarstaðan hefur verið breytileg. Víða í setinu má finna glerkennd korn sem benda til eldvirkni undir jökli og móbergsmyndunar á jökulskeiðunum.

Vegna eldvirkninnar eru Furuvíkur- og Breiðavíkurlögin séríslenskt fyrirbrigði. Hraunin sem runnu yfir eldri setlög sáu til þess að ísaldar-jöklarnir náðu ekki að raska setlögunum heldur varðveittust þau áfram, aðgreind frá yngri mynd-unum.

Hraunlögin sýna ýmist rétta (N) eða öfuga segulmögnun (R) og bendir það til umpólunar segulskautanna. Segulmögnunin í berginu hefur verið notuð til að greina afstæðan aldur jarðlaga en til mælingar á raunaldri þeirra er fremur notuð svonefnd kalí-argon-aldursákvörðun. Hún hentar vel við aldursákvarðanir á íslensku storkubergi sem er eldra en 100 þúsund ára.

Hér á landi var áður venja að miða lok tertíer við upphaf ísaldar fyrir um 2,5 milljónum ára en nú hefur verið horfið frá því til að forðast rugling. Til samræmis við það sem tíðkast erlendis er nú miðað við að tertíer ljúki og kvarter hefjist fyrir 1,8 milljónum ára.

Venja er að skipta íslenskum jarðmyndunum frá ísöld í tvennt. Annars vegar eru jarðmyndanir frá síð-plíósen og fyrri hluta pleistósen sem eru 2,5 - 0,8 milljón ára gamlar og teljast til fyrri hluta ísaldar. Hins vegar er um að ræða yngri jarðmyndanir frá síðari hluta ísaldar en þær eru 700.000 - 10.000 þúsund ára gamlar. Skilin mark-ast af upphafi núverandi segulskeiðs fyrir 700.000 árum. Báðar myndanirnar hafa orðið til á hliðstæðan hátt og eru því líkar í flestu nema hvað aldurinn segir misjafnlega til sín. Munur jarðmyndana frá síð-plíósen og fyrri hluta pleistó-sen (þ.e. fyrri hluta ísaldar) annars vegar og jarðmyndana frá síðpleistósen (seinni hluta ísaldar) hins vegar felst því í aldri en ekki gerð. Stapar og móbergshryggir sjást ekki í eldri mynd-uninni því hraunin runnu aðeins að rótum þeirra en þöktu þá ekki. Jöklarnir jöfnuðu þá síðar við jörðu og dreifðu þeim sem jökulruðningi. Hin tignarlegu móbergsfjöll, sem við sjáum í lands-laginu nú, eru því að öllum líkindum mynduð á seinustu jökulskeiðum og líklega flest á því allra seinasta.

Í Esjunni hefur 1650 m þykkur jarðlagastafli verið mældur og kortlagður og nær hann frá upp-hafi ísaldar (2,5 Má) þar til fyrir um 1.8 milljónum ára. Setlög og gosberg mynduð á ísöld eru um 1/3 af þessum jarðlagastafla.

Upphleðsla jarðlaga frá ísöld sést vel á þessu þversniði af Esjunni sem tekið er frá Tíðaskarði að Móskarðshnúkum og sýnt er myndrænt á

Page 13: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

JARÐSAGA ÍSLANDS 241

mynd 19.15, bls. 241. Þar má sjá annars vegar hvernig hraunlög runnin frá eldstöðvakerfum á hlýskeiðum, hlóðust upp og mynduðu samfelldan stafla berglaga og hins vegar hvernig gos undir jökli hrúguðu upp móbergsmyndunum. Á meðan þessu fór fram rak eldstöðvakerfin út af gosbelt-inu en ný og yngri kerfi tóku við innar á beltinu. Frá þeim runnu hraun sem kaffærðu smám saman eldri myndanir en þær eru misjafnlega mikið rofnar eftir jökla fyrri jökulskeiða. Hraunin fergðu líka eldri jarðlög þannig að halli þeirra inn að gosbeltinu óx stöðugt. Elstu og neðstu berg-lögunum hallar því mest en þeim yngstu minnst. Að síðustu mótuðu jöklar margra jökulskeiða landslag Esjunnar í núverandi mynd.

Helstu einkenni í gerð jarðlaga frá ísöldÁ ísöld skiptust á hlýskeið og jökulskeið. Um 10 jökulskeið eru þekkt frá síðari hluta ísaldar og álíka mörg frá fyrri hluta hennar. Jarðlög frá jökulskeiðum eru einkum jökulbergslög og gróft árset, móberg, bólstraberg, bólstrabrotaberg og glerkennd gjóskulög sem benda til goss undir jökli. Fínkornótt setlög eru yfirleitt gul eða brúnleit en rauður litur tertíerlaganna sést ekki. Steingervingar skelja og plantna bera vitni um kólnandi loftslag og miklar sjávarstöðubreyt-ingar. (Sjá mynd 19.16, bls. 242).

Jarðmyndanir frá hlýskeiðum ísaldar sýna að þá runnu hraun, lík þeim sem mynduðust á tertíer og nútíma. Vegna aldursmunar er gosberg frá ísöld ekki eins ummyndað af efnaveðrun og gosberg blágrýtismyndunarinnar. Það er því gráleitara og gropnara og oft nefnt grágrýti þótt um basalt sé að ræða.

Víða finnast mólög undir hraunum og eru þau leifar gróskumikils gróðurs á hlýskeiðum. Eftir því sem á ísöldina leið líktist flóran smám saman þeirri flóru sem nú er hér. Kulvís lauftré og barr-tré hurfu og áttu ekki afturkvæmt. Fura dó út fyrir um 1 milljón ára en elrir tórði þar til á þriðja síðasta hlýskeiði. Svo virðist því sem fyrstu hlýskeiðin hafi verið hlýrri en þau síðustu en loftslagi þeirra hefur líklega svipað til núverandi loftslags. Meðalhiti á jökulskeiðunum hefur hins vegar verið a.m.k. 5° – 10°C lægri en nú og snæ-lína um 1000 m lægri eða víðast hvar við sjávarmál.

Hvergi er að finna hér á landi samfelldan stafla jarðlaga frá ísöld. Tjörnesmyndunin segir til um

Mynd 19.15 Þversnið af jarðlögum Esju frá Tíðaskarði að Móskarðshnúkum. Eldstöðvakerfin kulna um leið og þau rekur út af gosbeltinu en ný kerfi taka jafnharðan við hlutverki þeirra. Skýringar: 1) Hlýskeið: Basalthraun hlaðast upp á gosbelti. 2) Jökulskeið: Jökull leggst yfir og móberg hleðst upp og fergir eldri lög sem snarast. 3) Hlýskeið: Basalthraunlög flæða að eldri og hallandi jarðlagastafla. Samhverfa er að myndast. 4) Jökulskeið: Enn gýs undir jökli og móberg hleðst upp. 5) Hlýskeið: Basalthraun frá eldstöðvum inni á gosbeltinu renna yfir eldri myndanir og kaffæra þær. 6) Jökull seinasta jökul-skeiðs mótar landið í núverandi mynd.

Jöklar margra jökulskeiða mótuðu landslag Esjunnar

GosbeltiHraun kaffæra móbergsfjöllin

Gosbelti

Móberg hleðst uppí geil í ísnum

Gosbelti

Hraun renna á þurrulandi og upp aðmóbergshlíðum

Gosbelti

Móberg hleðst uppí geil í ísnum

Gosbelti

Hraun renna á þurru landi1. Hlýskeið

2. Jökulskeið

3. Hlýskeið

4. Jökulskeið

5. Hlýskeið

6. Nútími

Page 14: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

242 19. KAFLI

upphaf ísaldar en efst í henni er svonefnt Búr-fellsbasalt sem er talið vera um 0,2 milljón ára. Það er talið nokkru eldra en setlög í Elliðavogi við Reykjavík en þau, ásamt Fossvogslögunum, eru talin marka endalok ísaldar á Íslandi.

Elliðavogslögin — FossvogslöginElliðavogslögin eru mynduð úr sjávarseti neðst en efst er völuberg og surtarbrandur. Þau eru talin vera frá síðastsa hlýskeiði ísaldar eða um 100 þúsund ára. Elliðavogslögin liggja mislægt ofan á basalthraunum frá tertíer og bendir það til þess að langur tími hafi liðið milli þessara myndana. Basalthraun (Reykjavíkurgrýti) frá þessu sama hlýskeiði þekur Elliðavogslögin en það varðveitti

þau gegn ágangi jökla síðasta jökulskeiðs, sem hófst fyrir 70 þúsund árum. Bæði fánan og flóran í þessu setlagi eru líkar því sem nú þekkist.

Síðasta jökulskeiðFossvogslögin eru mynduð í lok síðasta jökul-skeiðs. Í þeim finnast steingerðar skeljar og kuðungar sem sýna að sjávarhitinn á myndunar-skeiði þeirra hefur verið svipaður og nú. Þannig má annars vegar greina upphaf ísaldar á stein-gervingum í krókskeljalögunum í nágrenni Húsavíkur norður á Tjörnesi en hins vegar lok hennar í setlögum við Reykjavík.

Síðasta jökulskeiði lauk fyrir 10 þúsund árum og er talið að það hafi staðið í 60 þúsund ár. Allar

Mynd 19.16 Samanburður á helstu atriðum í jarðmyndunum frá tertíer (súla a) og ísöld (súla b). Þær jarðmyndanir, sem getið er í skýringatexta og merkt er við með , finnast í viðkomandi jarðlaga-sniði.

surtarbrandur meðplöntusteingervingum

basalthraunlög

þunn rauðbrún millilögúr rauðbrúnum leir oggjósku

sjávarset meðsteingerðumkuðungum ogskeljum

jökulberg,móberg,bólstraberg,bólstrabrotaberg ogglerkennd gjóskulög

gróft árset

jarðvegur oglaus jarðlög

a b

Page 15: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

JARÐSAGA ÍSLANDS 243

jökulminjar fjarri núverandi jöklum eru ummerki þessa jökulskeiðs. Það er einkum út frá þessum jökulminjum sem menn reyna að gera sér grein fyrir þykkt, stærð og skriðstefnu jökulskjaldarins sem lá yfir meginhluta landsins.

Eins og kunnugt er ræðst hæð snælínu af sam-spili úrkomu og lofthita. Nú er hún í 1000 - 1100 m hæð sunnan Vatnajökuls en 1300 - 1400 m norðan hans því hér á landi er megin-reglan sú að kólnandi suðlægir vindar valda mestri úrkomu en hlýnandi norðanvindar eru fremur þurrir. Á seinasta jökulskeiði hefur þessu verið á líkan hátt farið nema hvað snælínan lá að sjálfsögðu mun neðar. Einnig er talið líklegt að norðanvindarnir hafi verið enn þurrari þar eð þeir höfðu einungis blásið yfir hafís eða jökulþiljur á leið sinni suður. Úrkomumunur milli landshluta hefur því þá verið enn meiri en nú.

Líklega var þykkt meginjökulsins mest á Tungnaáröræfum, um 1000 - 1500 m, en þaðan lágu meginísaskil til Kverkfjalla og áfram norður Hólsfjallaöræfi. Á Vestfjarðakjálkanum og Snæ-fellsnesi voru líklega sérstakir jökulskildir. (Sjá mynd 19.17, bls. 243 ).

Vitneskja um þykkt meginjökulsins fæst einkum með rannsóknum á hæstu fjöllum. Móbergsstapar hafa sem kunnugt er myndast við gos undir jökli. Hraunþök stapanna bera vitni um þykkt jökulsins á myndunartíma þeirra á sama hátt og Surtseyjarhraunin segja til um sjávarstöðu þegar eyjan var að rísa úr sæ. Eins sýna háir móbergshryggir, t.d. á Tungnaáröræfum, að þeir náðu aldrei yfirborði jökulsins meðan á gosi og upphleðslu þeirra stóð.

Víðast hvar á ystu annesjum má sjá jökul-minjar sem veita vitneskju um útbreiðslu jökuls-ins og á sjávarbotni, t.d. á landgrunninu undan Breiðafirði, hafa einnig fundist jökulgarðar. Jök-ullinn hefur því skriðið langt út fyrir núverandi fjörumörk en hafa ber í huga að mikill hluti af vatni sjávar var bundinn í jöklum. Þáverandi fjörumörk lágu a.m.k. 100 m neðar en nú.

Síðjökultími og lok ísaldarFyrir um 18 þúsund árum er talið að byrjað hafi að hlýna í veðri og jökullinn farið að hopa. Á loftslagsbreytingunni til hins betra urðu þó tveir verulegir afturkippir eins og jökulgarðar frá

Mynd 19.17 Skriðstefna og jökulrendur meginjökulsins á síðjökultímanum. Jaðrar jökulskjald-anna eru með heildreginni línu þegar lega þeirra er viss og með slitinni línu sé legan óviss. (Heimild: Þorleifur Einarsson, ’91.)

0 50 100 km

Í s a s k i l

907

525

740

882

1222988

1682

192015401410

120411601188

1000

803680

385

844844

Álftanes

Búði

Hæð stapaJökulrákir

Yngra dryas

Yngra stig en y.D.

Page 16: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

244 19. KAFLI

svonefndu eldra Dryas og yngra Dryas bera vitni um. Hér hafa þessi skeið verið nefnd Álftanes-skeið og Búðaskeið en slíkar nafngiftir á jarðlögum kenndar við staði ber að forðast enda koma þessar nafngiftir ekki heim og saman við eldra og yngra Dryas eins og gert var ráð fyrir í upphafi.

Eldra Dryas er það kuldakast kallað sem olli því að jökullinn hætti að hopa fyrir um 12 þúsund árum en gekk þess í stað skyndilega fram og hlóð upp jökulgörðum.

Yngra Dryas er nefnt kuldakast það sem skall á fyrir 11 þúsund árum en þá lauk um 1000 ára löngum hlýindakafla (Alleröd) er staðið hafði frá lokum eldra Dryas. Jökullinn gekk fram á ný og hlóð upp miklum jökulgörðum sem sjást vel á Álftanesi þar sem Bessastaðir og gamla bæjaröðin stendur. Einnig má sjá þá í Melasveit og Borg-arfirði.

Fossvogslögin eru talin vera frá hlýinda-skeiðinu Alleröd (einnig kallað Saurbæjarskeið) á milli eldra- og yngra Dryas. Yfir sjávarsetinu liggur jökulruðningur frá yngra Dryas þegar jöklar sóttu fram á ný og huldu höfuðborgar-svæðið fyrir um 10 til 11 þúsund árum.

Talið er að ísöld ljúki fyrir 10 þúsund árum þegar loftslag hlýnaði skyndilega og jökullinn

hörfaði. Svo skjótur varð loftslagsbatinn að jökullinn var algjörlega horfinn af Tungnaáröræfum fyrir 8000 árum, en þá kom Þjórsárhraunið mikla upp einmitt þar sem talið er að jökullinn hafi verið þykkastur.

SjávarstöðubreytingarÞegar jöklar síðasta jökulskeiðs voru í hámarki bundu þeir svo mikið vatn að sjávarborð lá a.m.k. 150 m lægra en nú. Landið seig einnig undan fargi jökulsins, einkum inni í landi þar sem jökull-inn var þykkastur og bældi landið, en seig minna er nær dró ströndinni. Ströndin hefur þá líklega legið nálægt 100 m dýptarlínu sjávar nú.

Með hlýnandi loftslagi byrjuðu jöklarnir síðan að hörfa. Leysingin var svo hröð að sjávarborð hækkaði mun hraðar en land náði að rísa og fjörumörkin færðust langt inn á land. Hæstu þekktu fjörumörk virðast vera frá hlýinda-kaflanum Alleröd sem varð á milli eldra- og yngra Dryas fyrir um 11 til 12 þúsund árum.

Hæð hæstu þekktra fjörumarka er breytileg eftir landshlutum. Hæst voru þau inn til dala, einkum sunnanlands um 100 m, 55 m hjá Hjalla í Ölfusi og 43 m í Öskjuhlíð í Reykjavík. Sjá mynd 19.18. Ummerki þessara fjörumarka sjást víða í landslaginu sem forn brimþrep og malarhjallar en

Mynd 19.18 Landsvæði undir sjó í lok ísaldar og snemma á nútíma. (Heimild: Þorleifur Einarsson, ’91.)

Öskjuhlíð43m

Hjalli55m

Vindheimam

elar 45m

100m

0 50 100 km

Land undir sjó ílok ísaldar

Hæð fornrarstrandlínu

Page 17: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

JARÐSAGA ÍSLANDS 245

þeir eru fornar óseyrar. Landið reis ótrúlega hratt og fjörumörkin lækkuðu sem því nam. Vitað er að fyrir 8000 árum, þegar Þjórsárhraunið rann, lágu fjörumörkin nokkru neðar en nú við Eyrarbakka og Stokkseyri.

Nútími á Íslandi Af þeim 440 háplöntum, sem nú lifa í landinu, er talið að um helmingurinn hafi lifað jökultímann af í hlíðum jökulskerja og á öðrum jökullausum svæðum. Gróðurinn virðist hafa tekið furðu fljótt við sér þótt þurrlendi væri að mestu urðir og melar án jarðvegs (gróðurmoldar) í fyrstu. Þær plöntur sem fyrstar námu land voru sjálfsagt þær sem við sjáum á grýttum melum. Frjókornarann-sóknir sýna að starir, grös og víðir tóku fyrst við sér og síðar birki. Birkið breiddist síðan ört út og náði hámarki fyrir um 7.000 árum enda er talið að veðurfar hafi verið milt með 2°C hærri meðalhita en nú er. Þetta skeið í gróðursögu landsins er kallað hið fyrra birkiskeið.

Fyrir um 6.500 árum hófst síðan 1.500 ára vætusamt skeið. Á því hörfuðu birkiskógarnir en votlendi og mýrar sóttu á og kallast það því fyrra mýraskeið. Nokkru seinna eða fyrir um 5.000 árum virðist meðalhiti hafa hækkað og úrkoma minnkað en það varð til þess að birki sótti aftur á. Kallast þetta skeið síðara birkiskeið. Talið er að á þessum tíma hafi gróður þakið um 3/4 hluta landsins og að um helmingur landsins hafi verið þakinn birkiskógum og víði.

Birkiskeiðinu síðara lauk svo fyrir um 2.500 árum þegar loftslag fór aftur kólnandi og mýraskeiðið síðara hófst. Það stendur enn þótt hlýnað hafi um skeið í þann mund er landið var numið. Loftslagið kólnaði svo aftur á litlu ísöldinni frá 1250 til 1850.

- - - -

Page 18: 19 jardsaga islandsgk/hs/pdf/19_jardsaga_islands.pdfSuður-Ameríka Íberíuskagi Mynd 19.2 Líkleg lega Atlantshafshryggjarins fyrir u.þ.b. 40 milljónum ára. Noregur Grænland

246 19. KAFLI