ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn ,...

31
Vatnajökulsþjóðgarður ferðamenn 2005-2016

Transcript of ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn ,...

Page 1: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður ferðamenn 2005-2016

Page 2: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Myndir: Rögnvaldur Guðmundsson.

Kápumynd: Ferðamenn í ríki Vatnajökuls.

Page 3: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður

ferðamenn 2005-2016

Samantekt unnin fyrir Vatnajökulsþjóðgarð

september 2017

Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf

Erluhrauni 4, 220 Hafnarfirði

[email protected]

Tvær efnilegar á ferð í Jökulsárgljúfrum.

Page 4: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði
Page 5: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Efnisyfirlit

Samantekt 1

1.0 Inngangur 3

1.1 Kannanir sem stuðst er við 3 1.2 Úrvinnsla 4 1.3 Markmið og hagnýting 5

2.0 Erlendir ferðamenn á Íslandi 2004-2016 6

2.1 Ferðamenn með flugi og ferju, gistinætur þeirra og samsetning 6

2.2 Ferðamáti og farartæki 9 2.3 Ferðamenn með skemmtiferðaskipum 10 2.4 Allir erlendir gestir á Íslandi 10

3.0 Erlendir ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði 2005-2016 11

3.1 Í þjóðgarðinn og á áhrifasvæði hans 11 3.2 Í þjóðgarðinn og á svæðin innan hans 12 3.3 Á staði innan þjóðgarðsins og í jaðri hans 13 3.4 Fjöldi gesta í þjóðgarðinn og á helstu staði eftir mánuðum 2016 15 3.5 Þróun í fjölda gesta í Vatnajökulsþjóðgarði og á suðursvæði og norðursvæði þjóðgarðsins eftir mánuðum 2009-2016 16 3.6 Skipting gesta á nokkrum stöðum eftir markaðssvæðum 17

4.0 Innlendir gestir í Vatnajökulsþjóðgarði 2005-2016 19

4.1 Ferðast um sýslur þjóðgarðsins 19 4.2 Á staði innan þjóðgarðsins og í jaðri hans 20

5.0 Allir gestir í Vatnajökulsþjóðgarði 2005-2016 23

Page 6: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði
Page 7: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

1

Samantekt Erlendir gestir þjóðgarðsins • Áætlað er að erlendum ferðamönnum (með flugi eða ferju) sem heimsóttu Vatnajökuls-

þjóðgarð hafi fjölgað úr 133 þúsund árið 2005 í 704 þúsund árið 2016, eða 5,3 falt. Á sama tíma fjölgaði erlendum ferðamönnum á Íslandi úr 374 í 1.706 þúsund, eða 4,6 falt.

• Fjölgun erlendra ferðamanna í Vatnajökulsþjóðgarði frá 2015 til 2016 er áætluð 45%. Á sama tíma varð 33% aukning á ferðamönnum til landsins. Fjölgunin í þjóðgarðinn er áætluð um 18% að sumarlagi (úr 299 í 352 þúsund) en 89% utan sumartíma (úr 186 í 352 þúsund).

• Áætlað er að 41% ferðamanna til landsins árið 2016 hafi lagt leið sína í Vatnajökulsþjóðgarð; 54% sumargesta (júní-ágúst) og 33% ferðamanna utan sumars.

• Flestir heimsækja suðursvæði þjóðgarðsins og er fjöldi þeirra áætlaður 651 þúsund árið 2015, eða um 38% gesta til Íslands það ár. Þá er áætlað að 311 þúsund erlendir ferðamenn hafi heimsótt norðursvæðið árið 2016, eða 18% gesta til landsins), 63 þúsund vestursvæðið (3,7%) og 36 þúsund austursvæði þjóðgarðsins (2,1%).

• Áætlað er að 607 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið að Jökulsárlóni árið 2016 (um 36% ferðamanna til landsins) og 568 þúsund að Skaftafelli (33%). Einnig er áætlað að 299 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið að Dettifossi árið 2016 (18% gesta til Íslands), 96 þúsund í Ásbyrgi (5,6%), 33 þúsund að Eldgjá (2,2%), 30-31 þúsund í Lakagíga, að Öskju og á Snæfellssvæðið (1,8%), 10 þúsund að Langasjó (0,6%) og 9 þúsund í Kverkfjöll (0,5%).

• Komur erlendra gesta á austursvæði og vestursvæði þjóðgarðsins eru að mestu leyti bundnar við sumarmánuðina þrjá. Ferðamannatíminn er hins vegar áberandi lengstur á suðursvæðinu og er þar nú um heilsársferðaþjónustu að ræða. Þannig er áætlað að 50% ferðamanna þangað árið 2016 hafi komið utan sumars á móti 18% árið 2010. Veruleg aukning hefur orðið á komum erlenda ferðamanna á norðursvæði þjóðgarðsins vor og haust en aukningin er hæg yfir háveturinn.

• Um 56% gesta í Ásbyrgi sumarið 2016 voru frá Mið-eða Suður-Evrópu, 48% gesta að Dettifossi og 40% gesta að Skaftafelli þó að fólk þaðan hafi einungis verið 30% af erlendum gestum á Íslandi síðasta sumar. Hins vegar voru ferðamenn frá Norður-Ameríku aðeins 14% erlendra gesta að Ásbyrgi sumarið 2016, 16% að Dettifossi og 18% gesta að Skaftafelli þrátt fyrir að telja um 30% af erlendum gestum til landsins. Þá komu erlendir gestir frá Bretlandi og Norðurlöndunum að jafnaði minna á staði innan þjóðgarðsins en búast mætti við miðað við fjölda þeirra til Íslands. Þessi munur á skýrist m.a. af því að meðal Íslandsdvöl ferðamanna frá Mið-Evrópu, Suður-Evrópu, Benelux löndunum og gesta utan helstu markaðssvæða sumarið 2016 var 9 til 12 nætur en aðeins 6 til 7,5 nætur meðal gesta frá Norðurlöndum, Bretlandi og Norður-Ameríku.

Page 8: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

2

Innlendir gestir þjóðgarðsins

• Áætlað er að um 40% landsmanna hafi komið á staði innan Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2016, samanborðið við um 31% árið 2015 og 38% árið 2014. Fremur gott tíðarfar árið 2016 er þar líklegasta orsökin.

• Af einstökum stöðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða í jaðri hans heimsóttu flestir Íslendingar Jökulsárlón árið 2016, um 75 þúsund manns (24% landsmanna). Þá er áætlað að 51 þúsund hafi komið í Skaftafell (16,5%), 45 þúsund að Dettifossi (14,5%) og um 40 þúsund að Ásbyrgi (13%), 22 þúsund að Fjallsárlóni (7%), 13 þúsund á Snæfellssvæðið (4,2%), 12 þúsund að Kárahnjúkum/ Dimmugljúfrum (3,8), 11 þúsund að Öskju (3,5%), 8 þúsund í Eldgjá og svipað margir að Nýjadal (2,5%), 7 þúsund í Lakagíga (2,3%) og um 6 þúsund að Langasjó og í Kverkfjöll (2%).

Allir gestir þjóðgarðsins

• Áætlað er að ferðamönnum sem lögðu leið sína í Vatnajökulsþjóðgarð (á svæðið sem þjóðgarðinum tilheyra nú) hafi fjölgað úr 213 þúsund árið 2005 í 828 þúsund árið 2016, eða 3,9 falt. Þar af hafi Íslendingum fjölgað um 55% en erlendum ferðamönnum 5,3 falt (um 430%).

• Fjölgun gesta í Vatnajökulsþjóðgarð á milli áranna 2015 og 2016 er áætluð um 42% og er að langmesti leyti tilkomin vegna mikillar aukningar í komum erlendra ferðamanna þangað (fjölgun um 45%). Íslendingum fjölgað þó einnig um 29% frá árinu 2015 en samt sem áður aðeins um 4% frá árinu 2014.

• Árið 2016 er áætlað að alls 682 þúsund erlendir og innlendir gestir hafi komið að Jökulsár-lóni, 619 þúsund í Skaftafell, 339 þúsund að Dettifossi, 136 þúsund í Ásbyrgi, 43 þúsund farið um Snæfellssvæðið, um 41 þúsund komið að Öskju og í Eldgjá, 38 þúsund í Lakagíga, 16 þúsund komið að Langasjó og 15 þúsund í Kverkfjöll.

• Áætlað er að erlendir ferðamenn hafi verið um 93% af gestum að Skaftafelli árið 2016, 89% gesta að Jökulsárlóni og 87% að Dettifossi, 82% gesta í Lakagígum, 80% gesta að Eldgjá, 73% gesta að Öskju, 71% gesta að Ásbyrgi og 70% gesta á Snæfellssvæðinu. Þá er áætlað að 60-62% þeirra sem heimsóttu Langasjó og Kverkfjöll árið 2016 hafi verið erlendir gestir.

Page 9: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

3

1.0 Inngangur

1.1 Kannanir sem stuðst er við

Vatnajökulsþjóðgarður var formlega stofnaður í júní 2008 og samanstendur af fjórum svæðum:

• Norðursvæði sem er að nokkru leyti aðskilið frá meginsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Nýidalur, Tungnafellsjökull, Trölladyngja, Askja, Herðubreiðarlindir og Jökulsárgljúfur (m.a. Ásbyrgi og Dettifoss) heyra undir það.

• Austursvæði nær um Kverkfjöll, Snæfell og Eyjabakka. Einnig tilheyra því friðlöndin í Hvannalindum og Kringilsárrana.

• Suðursvæði nær frá Eystra-Horni að Lómagnúpi.

• Vestursvæði frá Laka að Vonarskarði, einkennist af miklum eldstöðvum (Laki, Gríms-vötn, Eldgjá, Bárðarbunga).

Í þessari greinargerð er í kafla 2.0, um erlenda ferðamenn á Íslandi, og í kafla 3.0, um erlenda ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði, er stuðst við Dear Visitors könnunina sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) hefur framkvæmt meðal erlendra brottfarargesta í Leifsstöð og á Seyðisfirði. Dear Visitors hefur verið framkvæmd frá árinu 1996 og stöðugt árið um kring frá janúar 2004.

Hér verður stuðst við könnunina frá 2004 til 2016. Þessi ár hafa náægt 50.000 erlendir gestir tekið þátt könnuninni, að jafnaði 3.000-4.000 þúsund á ári. Ávallt hefur verið spurt um komur ferðamanna að svæðum og stöðum sem eru innan núverandi Vatnajökulsþjóðgarðs eða í nágrenni hans. Þannig hefur m.a. verið spurt um komur í Þingeyjarsýslur, Múlasýslur, Austur-Skaftafellssýslu og Vestur-Skaftafellssýslu og síðan hvort fólk gisti þar. Einnig spurt um komur að ýmsum stöðum innan þjóðgarðsins og í jaðri hans, s.s. Ásbyrgi, Dettifoss og Öskju á norðursvæði, Kverkfjöll og Snæfell á austursvæði, Jökulsárlón og Skaftafell á suðursvæði og Laka, Eldgjá og Langasjó á vestursvæði.

Þá er í kafla 4.0 stuðst við kannanir RRF sem ganga undir heitinu Góðir Íslendingar þar sem ferðavenjur Íslendinga hafa verið skoðaðar frá árinu 1996. Í samantektinni er byggt á könnunum fyrir árin 2005 og 2008-2016. Árið 2005 var um símakönnun að ræða sem framkvæmd var af RRF (um 800 svör) en hinar voru netkannanir framkvæmdar af Miðlun ehf fyrir RRF; um 400 svör vegna 2008, en rúmlega 800 svör vegna ferða Íslendinga árin 2009, 2010 og 2011. Í febrúar-mars 2013 framkvæmdi Félagsvísindastofnun HÍ síðan bæði net- og símakönnun fyrir RRF til að afla upplýsinga um ferðir Íslendinga um svæði og staði innan Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2012 (1.283 svör). Í febrúar 2014, janúar 2015 og desember 2015 var sú könnun endurtekin og fengust rúmlega 900 svör í hvert skipti. Nú síðast framkvæmdi Félagsvísindastofnun HÍ netkönnun fyrir SSF í maí 2017 um ferðir Íslendinga árið 2016. Þar fengust alls 2.446 svör af alls 4.000 manna úrtaki, og var svörun því 61%. Af svarendum þar voru konur 51% en karlar 49%. Þá voru 33% á aldrinum 18-35 ára, 35% voru 36-55 ára og 32% eldri en 55 ára. Um 63% voru búsettir á

Page 10: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

4

höfuðborgarsvæðinu en 37% á landsbyggðinni. Þá voru 31% svarenda með grunnskóla-menntun, 38% með framhaldsskólamenntun og 31% með háskólamenntun.

1.2 Úrvinnsla

Við úrvinnslu niðurstaðna í köflum 3.0 og 4.0 er lögð áhersla á að áætla fjölda erlendra og innlendra gesta sem heimsóttu Vatnajökulsþjóðgarð (svæðið sem þjóðgarðurinn nær nú yfir), sem og svæði og staði innan þjóðgarðsins á tímabilinu 2005-2016. Eru þær niðurstöður bornar saman við þróun í fjölda erlendra ferðamanna til Íslands á sama tíma. Þá er skoðað hvernig samsetning erlendra gesta á nokkrum stöðum í þjóðgarðinum var árið 2016 eftir búsetu þeirra (markaðssvæðum). Ferðamenn eru flokkaðir eftir sex markaðssvæðum. Gestir með búsetu utan þeirra svæða eru hafðir saman undir heitinu önnur svæði.

Tafla 1.1 Skilgreining á markaðssvæðum erlendra gesta

Markaðssvæði Lönd

Norðurlönd Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk.

Mið-Evrópa Þýskaland, Pólland, Austurríki og Sviss.

Benelux löndin Belgía, Holland og Lúxemborg.

Bretlandseyjar England, Wales, Skotland og Írland.

Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl.

Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó.

Önnur svæði A-Evrópa, Afríka, Asía, Ástralía og S-Ameríka.

Innlendir gestir á 14 stöðum innan þjóðgarðsins árið 2016 eru einnig greindir eftir kyni, aldurhópum, búsetu og menntun (kafli 4.0). Í kafla 5.0 eru niðurstöður um alla gesti í þjóðgarðinum, erlendra sem innlenda, síðan dregnar saman.

Þegar rætt er um tölfræðilegan áreiðanleika niðurstaðna eru svokölluð fráviksmörk notuð sem viðmið. Fráviksmörk eru reiknuð fyrir hverja hlutfallstölu og segja til um það með hve mikilli nákvæmni megi yfirfæra niðurstöður úrtakskönnunar á þann viðmiðunarhóp eða „þýði“ sem til skoðunar er. Í könnuninni Dear Visitors 2016 er þýðið t.d allir erlendir ferðamenn sem komu til Íslands með flugi eða Norrænu árið 2015, um 1.706 þúsund manns.1 Áætlað er að 1.049 þúsund hafi komið utan sumars (61%) en 657 þúsund sumarmánuðina júní, júlí og ágúst (39%).

Í könnunum meðal Íslendinga er þýðið allir landsmenn 18-95 ára. Á því aldursbili voru um 255 þúsund manns í lok árs 2016 samkvæmt Hagstofu Íslands (www.hagstofan.is).2

1. Hér er stuðst við talningu Ferðamálastofu meðal brottfararfarþega í Leifsstöð, tölur Austfars hf um farþega með Norrænu og upplýsingar frá Isavia um ferðamenn um flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. 2. Í úrvinnslunni eru niðurstöður kannana yfirfærðar á 280.000 Íslendinga árið 2005, 290.000 árin 2008-2011, 295.000 árið 2012, 300.000 árið 2013 og 310 þúsund árin 2014 og 2015 en 315 þúsund árið 2016 til að forðast ofáætlanir (íbúar Íslands um 338.000 í lok desember 2016). Eldri og lasburða einstaklingar sem síður eða ekki geta tekið þátt í könnunum ferðast minna en almennt gerist. Eins er

Page 11: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

5

Í töflu 1.2 má sjá fráviksmörkin eftir því hve stórt úrtakið er og eftir hlutfallstölum. Taflan miðar við 95% öryggismörk sem notuð eru í þessari samantekt.

Tafla 1.2 Fráviksmörk í úrtakskönnun - allar tölur í %

Fjöldi 5/95 10/90 15/85 20/80 25/75 30/70 40/60 50%

100 4,3 5,9 7,0 7,8 8,5 9,0 9,6 9,8

200 3,0 4,2 5,0 5,5 6,0 6,4 6,8 6,9

400 2,1 2,9 3,5 3,9 4,2 4,5 4,8 4,9

600 1,8 2,4 2,9 3,3 3,6 3,8 4,0 4,2

800 1,6 2,2 2,5 2,9 3,2 3,3 3,6 3,7

1000 1,4 1,9 2,2 2,5 2,7 2,8 3,0 3,1

1200 1,3 1,7 2,0 2,3 2,5 2,6 2,8 2,8

1300 1,2 1,6 1,9 2,2 2,4 2,5 2,7 2,7

1500 1,1 1,5 1,8 2,0 2,2 2,3 2,5 2,5

1700 1,0 1,4 1,7 1,9 2,1 2,2 2,3 2,4

2000 1,0 1,3 1,6 1,8 2,0 2,0 2,1 2,2

DæmI um notkun töflunnar: Ef 40% svarenda í Dear Visitors könnuninni sumarið 2016 (júní-ágúst) kváðust hafa komið á ákveðinn verður frávikið frá gefnu hlutfalli +/- 3,0%, miðað við um 1.000 svarendur er tóku þátt í könnuninni. Ef það hlutfall hefði hins vegar verið 10% verður frávikið +/- 1,9%.

1.3 Markmið og hagnýting Markmiðið með greinargerðinni er að nýta upplýsingar úr könnunum RRF meðal erlendra og innlendra ferðamanna 2005-2016 til að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og aðrir sem áhuga hafa geti betur gert sér grein fyrir fjölda og samsetningu gesta í þjóðgarðinum, á svæðum og helstu stöðum innan hans og þróuninni í þeim efnum á milli ára og til lengri tíma. Með þessa vitneskju í farteskinu er auðveldara meta þörf fyrir aukna þjónustu, aðgerðir til verndar svæðum innan þjóðgarðsins, burðarþol, fjölda starfsmanna og annað sem rennir stoðum undir markvissa og sjálfbæra uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs á komandi árum.

líklegt að börn og ungmenni undir 18 ára aldri ferðist heldur minna um landið en fullorðið fólk þó fyrri kannanir bendi til að þar muni litlu.

Page 12: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

6

Mynd 2.1 Fjöldi erlendra brottfara frá Íslandi 2004-2016 ferðamenn með flugi og ferju og vinnandi fólk

2.0 Erlendir ferðamenn á Íslandi 2004-2016

2.1 Ferðamenn með flugi og ferju, gistinætur þeirra og samsetning

Erlendum gestum til Íslands með flugi fjölgaði verulega á árunum 2004-2007. Fjöldi þeirra stóð síðan nokkurn veginn í stað 2008-2010 en 2011-2016 hefur verið einstaklega mikil fjölgun (20-40% á ári). Niðurstaðan er sú að erlendum gestum til Íslands með flugi og ferju 2004-2016,

fjölgaði úr 362 þúsund í nálægt 1.800 þúsund, eða fimmfalt, sem jafngildir rúmlega 14% árlegri fjölgun á þessu tímabili.

Helstu ástæður fyrir stöðnuninni 2008-2010 voru einkum þær að í kjölfar bankahrunsins á Íslandi fækkaði verulega fólki sem kom til Íslands til að vinna og einnig þeim sem komu í viðskipta-erindum. Jafnframt

varð nokkur fækkun á ráðstefnugestum. Hina miklu aukningu síðustu árin má líklega einkum þakka mikilli umfjöllum um Ísland í öllum helstu fréttamiðlum heimsins í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010, mikilli aukningu á sætaframboði í millilandaflugi og meiri fagmennsku í markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar, svo sem markaðsátakið Inspired by Iceland undir forystu Íslandsstofu er dæmi um. Tengt því er átakið Ísland allt árið.

Ánægjulegt er að frá 2011 hefur ferðamönnum utan sumars fjölgað mun meira en sumargestum í júní, júlí og ágúst sem leggur grunn að bættri nýtingu fjárfestinga í greininni. Þannig voru ferðamenn (með flugi og ferju) utan sumartíma 2016 um 61% gesta til landsins en sumargestir 39%. Þá hefur erlendu farandverkafólki nú fjölgað verulega á ný síðustu 2-3 árin, einkum vegna uppgangs í ferðaþjónustu og byggingariðnaði.

Gistinætur erlendra ferðamanna hér á landi voru lengi og allt fram til 2011 um helmingi fleiri að sumri en utan þess. Frá þeim tíma hefur verulega dregið sama og árið 2016 voru erlendar gistinætur á Íslandi heldur færri yfir sumarmánuðina þrjá en hina níu mánuði ársins. Ástæðan er mikið örari fjölgun vetrargesta en sumargesta. Einnig hefur meðaldvöl sumargesta lítillega verið að styttast og var t.d. um 8,6 nætur að jafnaði sumarið 2016 samkvæmt könnunum RRF en um 5,8 nætur utan sumars. Þannig má áætla að árið 2016 hafi gistinætur erlendra ferðamanna á Íslandi alls verið um 11,7 milljónir talsins; þar af um 5,6 milljónir yfir sumarmánuðina þrjá (48%)

362 376 422486 502 494 489

566672

810

997

1289

1796

180

255 372430

533

692

182239

438567

758

1104

0

200

400

600

800

1000

1200

1400

1600

1800

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þúsu

nd

Allt áriðSumarUtan sumars

Page 13: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

7

en 6,1 milljónir hina níu mánuði ársins (52%). Er þá öll gisting meðtalin, s.s. hjá vinum, í húsbílum og í tjaldi á víðavangi.3

Af gestum frá einstökum markaðssvæðum sem koma til landsins með flugi og ferju voru Norðurlandabúar lengi vel fjölmennastir á ársgrundvelli. Einkum var svo að vetrarlagi, þar til veturinn 2012-2013 þegar gestir frá Bretlandseyjum voru heldur fleiri og hafði þá fjölgað tvöfalt frá vetrinum 2010-2011. Veturinn 2013-2014 juku Bretar þá forystu sína verulega og enn frekar veturinn 2014-2015. Mikil aukning á gestum frá Norður-Ameríku síðustu 2-3 ár hefur hins vegar skilað þeim á toppinn meðal gesta utan sumars. Þá hefur gestum utan helstu hefðbundnu markassvæða okkar einnig fjölgað mjög mikið utan sumars og nálguðust fjölda Breta utan sumars á síðasta ári.

Bretar koma fremur lítið til Íslands að sumarlagi. Að sumri hafa ferðamenn frá Norðurlöndum og Mið-Evrópu (Þýskalandi, Póllandi, Sviss og Austurríki) verið fjölmennastir. Frá sumrinu 2013 blönduðu ferðamenn frá Norður-Ameríku og frá löndum utan helsti markaðssvæða sér í toppbaráttuna. Sumarið 2015 voru gestir frá Norður-Ameríku áberandi fjölmennastir gesta frá einstökum markaðssvæðum og juku það forskot síðan mikið sumarið 2016. Ferðamenn frá Suður-Evrópu (mest Frakkland, þá Spánn og síðan Ítalía) koma meira til Íslands að sumarlagi en utan þess. Þá koma gestir frá Mið-Evrópu einnig talsvert síður til Íslands utan sumars svo sem sést betur á myndum 2.2-2.3.4

Myndir 2.2-2.3 Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi eftir markaðssvæðum farþegar með flugi og ferju, sumur og vetur 2004-2016

3 Hér er gert ráð fyrir að 5% erlendra brottfara frá til Íslandi árið 2016 hafi verið vegna fólks sem

starfaði á Íslandi eða sem ekki gist hér (farandverkafólk o.fl.), um 90 þúsund brottfarir, og því ekki

ferðamenn í þeim skilningi. Því er hér miðað við 95% af heildinni, eða 1.706 þúsund ferðamenn

(brottfarir), þegar gistinætur eru áætlaðar til að forðast ofáætlanir (1.796.000 - 90.000). 4 Í grafinu sem sýnir þróunina utan sumars eiga tölurnar við tímabilin frá september fyrra árs til maí

næsta árs (utan sumars) - nema árið 2016 þar sem miðað er við mánuði utan sumars það ár (janúar-

maí og september-desember).

sumar utan sumars

Page 14: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

8

Með í hópnum „aðrir“ eru t.d. allir ferðamenn frá Asíu, þar með talinn mjög vaxandi fjöldi Kínverja en einnig Japanir, Indverjar, íbúar Suður-Kóreu, Singapore, Tævan o.s.frv.. Merki eru um verulega aukinn fjölda gesta frá öllum þessum löndum. Auk þess falla íbúar Ástralíu undir þennan hóp og kannanir benda einnig til að þeim hafi fjölgað verulega á síðustu árum og sömuleiðis íbúum fjölmargra landa í austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjanna og fleiri landa. Undir þennan hóp falla einnig öll lönd Afríku og Suður-Ameríku en gestum þaðan virðist hins vegar fjölga mun hægar.

Nú flokkar Ferðamálastofa þjóðerni íbúa 17 landa en allir hinir eru settir saman undir „annað“. Í Asíu eru það því einungis Kínverjar og Japanir sem eru taldir sérstaklega en ekki Indverjar eða aðrar þjóðir Asíu. Brýnt er að telja séstaklega íbúa fleiri landa til að auðvelda rannsóknir og auka nákvæmni tölfræðinnar hvað erlenda gesti til landsins varðar.

Það má lauslega áætla 7-8% erlenda gesta til Íslands árið 2016 hafi verið Asíubúar, 120-135 þúsund manns, eða nálægt þriðjungur af þeim sem settir voru í hópinn „aðrir“ á myndum 2.2 og 2.3 hér að framan.5 Þar af voru Kínverjar um 67 þúsund, eða um 4% gesta til landsins, en Japanir um 22 þúsund (1,3%). Fjöldi Kínverja til Íslands hefur nær fjórfaldast frá árinu 2013 þegar þeir voru um 17 þúsund. Japönunum hefur hins vegar fjölgað tæplega tvöfalt frá 2013 þegar þeir voru um 12 þúsund.

Sumarið 2016 voru um 30,5% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands með flugi eða ferju frá Norður-Ameríku, 17% frá Mið-Evrópu (mest Þjóðverjar), 13% frá Suður-Evrópu, 11% frá Norður-löndunum, 8% frá Bretlandseyjum/Írlandi, 3,5% frá Benelux löndunum (mest Hollendingar) og 17% komu annars staðar frá. Utan sumars 2016 var samsetning gesta töluvert önnur. Þá voru gestir frá Norður-Ameríku fjölmennastir (25%) en síðan Bretar (24%) og ferðamenn utan helstu markaðssvæða (21%). Þá komu Norðurlandabúar og gestir frá Mið-Evrópu (10% hvor hópur), gestir frá Suður-Evrópu (7%) og loks frá Benelux löndunum (3%).

Myndir 2.4-2.5 Skipting erlendra gesta á Íslandi 2016 eftir markaðssvæðum

30,5%

17%13%

11%

8%

3,5%

17%N-Ameríka

Mið-Evrópa

Suður-Evrópa

Norðurlönd

Bretland

Benelux

Annað

25%

24%10%

10%

7%3%

21%

Sumar Utan sumars

5 Ekki er þó hægt að áætla þetta hlutfall af nákvæmni sökum þess að nú er einhvörðungu talinn fjöldi

Kínverja og Japana á leið úr landi en ekki annarra Asíuþjóða.

1.048.000 gestir

658.000 gestir

Page 15: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

9

Mynd 2.6 Ferðamáti erlendra sumargesta á Íslandi 1996-2016

Mynd 2.7 Helstu farartæki erlendra sumargesta á Íslandi 1996-2016

0

10

20

30

40

50

60

70

´96 ´98 ´03 ´04 ´05 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 ´13 ´14 ´15 ´16

%

Bílaleigubíll Hópferðabíll Áætlunarbíll

2.2 Ferðamáti og farartæki

Ferðamáti erlendra ferðamanna hefur breyst mjög frá því að reglubundnar kannanir hófust hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) sumarið 1996. Þá skiptust ferðamenn nánast í tvo jafn stóra hópa; annar var í skipulagðri hópferð en hinn í ferð á eigin vegum. Þetta breyttist svo hratt á næstu árum þannig að sumarið 2003 voru 67% á eigin vegum, tveir af hverjum þremur, en 33% í hópferð.

Sumarið 2011 var síðan staðan sú að um 80% voru á eigin vegum en 20% í skipulagðri hópferð. Síðustu árin hafa svo kallaðar ”self drive” ferðir vaxið mikið, þar sem ferðin er að hluta skipulögð, gisting bókuð fyrirfram af ferðaskrifstofum/ferðaskipuleggjendum og auk þess er oft bókaður bílaleigubíll en ferðamennirnir keyra sjálfir. Frá sumrinu 2012 hefur RRF spurt um tíðni slíkra ferða. Niðurstaðan er sú að sumarið 2016 eins og sumarið 2015 voru 71% svarenda á eigin vegum, 16% í ”self drive” ferð og 13% í skipulagðri hópferð.

Aukið sjálfstæði erlendra gesta helst í hendur við aukningu í notkun þeirra á bílaleigubílum og að sama skapi minni notkun á hópferðabílum og áætlunarbílum. Sumarið 1996 nýttu 50% erlendra gesta sér hópferðabíl, 20% áætlunarbíl en 21% bílaleigubíl. Sumarið 2003 notuðu svipað margir hópferðabíl og bílaleigubíl (36-37%) en færri áætlunarbíl (27%). Sumarið 2016 notuðu hins vegar um 65% gestanna eitthvað

bílaleigubíl í ferðum um Ísland, 22% hópferðabíl og 11% áætlunarbíl. Auk þess eru ferðamenn nokkuð á eigin bílum (Norrænufarþegar), á bílum vina/ættingja á Íslandi eða hjóla um landið.

Þá nýttu um 60% gesta á jaðarmánuðunum 2016 sér bílaleigubíl (mars, apríl, maí, september og október) og um 40% gesta yfir fjóra dimmustu vetrarmánuðina (janúar, febrúar, nóvember og desember). Mun fleiri notuðu eitthvað hópferðabíla að vetri en sumri 2016 og t.d. nær helmingur gesta yfir helstu vetrarmánuðina fjóra en rúmlega 30% á jaðarmánuðunum.

0102030405060708090

´96 ´98 ´01 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 ´13 ´14 ´15 ´16

%

Eigin vegum "Self drive" Hópferð

Page 16: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

10

Mynd 2.8 Fjöldi farþega með skemmtiferðaskipum til Íslands 2004-2016

Mynd 2.9 Fjöldi erlendar gesta á Íslandi 2004-2016 ferðamenn með flugi, ferju, skipum og vinnandi fólk

4555 55 53

59

69 7062

92 92

105100 99

0

20

40

60

80

100

120

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016Þú

sund

414 431 422539 561 563 559 628

764

902

1102

1389

1894

216303 436

511

610

769

198 260

466

591

779

1125

0

200

400

600

800

1000

1200

1400

1600

1800

2000

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þúsu

nd

Allt áriðSumarVetur

2.3 Ferðamenn með skemmtiferðaskipum

Gott er að hafa í huga að ferða-mönnum sem koma með skemmti-ferðaskipum til Íslands hefur einnig fjölgað mikið á síðasta áratug. Þannig komu um 45 þúsund erlendir skemmtiferðaskipagestir til Íslands árið 2004 en 105 þúsund árið 2014, sem er 133% aukning. Samkvæmt tölum frá Faxaflóahöfnum fækkað þeim nokkuð árið 2015, eða í um 100 þúsund með 108 skipum og voru síðan um 99 þúsund með 114 skipum árið 2016. Þessir ferðamenn dreifast einkum á mánuðina júní til september en koma einnig lítillega í maí. Þeir gista nær eingöngu um borð í skipunum en fara hins vegar mikið í ýmiss konar skoðunarferðir út frá viðkomustöðum skipanna og/eða skoða sig um á viðkomandi þéttbýlisstað. Flestir gestir með skemmtiferðaskipum árið 2016 voru frá Þýskalandi (31%), Bandaríkjunum (22%) og Bretlandi (20%). Frá byrjun þessarar aldar hefur farþegafjöldi frá þessum þremur löndum ætíð verið mestur. Ljóst er að árið 2017 mun verða metár, bæði hvað varðar skipakomur og farþegafjölda. Bókaðar hafa verið 134 skipakomur og

með þeim er áætlað að komi um 128 þúsund farþegar. 6

2.4 Allir erlendir gestir á Íslandi

Á mynd 2.9 má sjá þróunina í áætluðum fjölda allra erlendra gesta til Íslands: með flugi, ferjunni Norrænu og skemmti-ferðaskipum á tímabilinu 2004-2016. Þar sést að þótt þorri skemmtiferðaskipagesta komi til Íslands að sumarlagi (tæp 80%) þá varð sá viðsnúningur á árinu 2013 að fleiri komu til landsins utan sumartíma en að sumri. Árið 2016 er síðan áætlað að 59% allra erlendra gesta hafi komið til Íslands utan sumars en 41% að sumarlagi (júní, júlí, ágúst). Líkur eru á að þessi þróun haldi áfram og að ferðamönnum utan sumartíma fjölgi hraðar en sumargestum á komandi misserum og árum.

6 Heimild: www.faxafloahafnir.is

Page 17: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

11

3.0 Erlendir ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði 2005-2016 3.1 Í þjóðgarðinn og á áhrifasvæði hans

Áætlað er að erlendum ferðamönnum (með flugi eða ferju) sem heimsóttu Vatnajökulsþjóðgarð hafi fjölgað úr 133 þúsund árið 2005 í 704 þúsund árið 2016, eða 5,3 falt. Á sama tíma fjölgaði

erlendum ferðamönnum á Íslandi úr 374 í 1.706 þúsund, eða 4,6 falt. 7

Þessi þróun er sýnd á mynd 3.1 og jafnframt áætlaður fjöldi erlendra gesta á áhrifasvæði þjóðgarðsins, þ.e. í þeim sýslum sem þjóðgarðurinn tilheyrir að mestu: Þingeyjarsýslum, Múla-sýslum, Austur-Skaftafellssýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Góður hluti vestursvæðisins er síðan innan Ásahrepps í Rangárþingi. Gríðarmikil aukning ferðamenna í V-Skaftafellssýslu veldur mestu um að á áhrifasvæðinu fjölgaði ferðamönnum hlutfallslega meira en innan þjóðgarðsins.

Mynd 3.1 Fjöldi erlendra gesta til Íslands og áætlaður fjöldi á áhrifasvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og í þjóðgarðinn 2005-2016 8

374 428485 502 494 495

568673

810997

1289

1706

175 200 217 246 236 240 254 291369

510

641

960

133 164 179 182 172 178 186 228295

392485

704

0

200

400

600

800

1000

1200

1400

1600

1800

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þúsu

nd

Til Íslands

Á áhrifasvæðið

Í Vatnajökulsþjóðgarð

Heimildir: Tölur Ferðamálastofu, Austfars, ISAVIA og könnunin Dear Visitors 2005-2016.

© Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

Samkvæmt þessu var hlutfall erlendra ferðamanna sem komu í þjóðgarðinn 33-41% af ferðamönnum til Íslands á árabilinu 2005-2016. Það hlutfall er mikið hærra að sumarlagi (56% sumarið 2016) en utan sumars (33% utan sumars 2016). Þá er áætlað að 43-56% erlendra gesta til Íslands frá 2005 til 2016 hafi komið í sýslurnar á áhrifasvæði þjóðgarðsins, hæst árið 2016.

7. Hér er gert ráð fyrir að 95% erlendra brottfara frá til Íslandi árið 2016 hafi verið ferðamenn eins og áður segir (neðanmálsgrein 3) eða 1.706 þúsund (5% farandverkafólk). Miðað er við þá tölu hér. Mikilvægt er einnig að hafa í huga að áætlaðar fjöldatölur og aðrar áætlanir um fjölda gesta sem settar eru fram í þessari greinargerð eru ekki nákvæmar þar sem fráviksmörk geta verið umtalsverð til hækkunar eða lækkunar. Enda eru kannanir ekki hinn endanlegi sannleikur þó þær get nálgast hann býsna vel ef úrtakið nægilega stórt og aðferðafræðin áreiðanleg. 8. Hér eru ekki meðtaldir ferðamenn með skemmtiferðaskipum sem koma til Akureyrar og Húsavíkur. Þeir fara eitthvað að Dettifossi og lítillega í Ásbyrgi á norðursvæði þjóðgarðsins.

Page 18: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

12

3.2 Í þjóðgarðinn og á svæðin innan hans

Mynd 3.2 sýnir þróun í áætluðum fjölda erlenda gesta í Vatnajökulsþjóðgarði og á helstu svæði hans frá 2005 til 2016 (sjá lýsingu á svæðunum í kafla 1.1).9

Flestir heimsækja suðursvæði þjóðgarðsins og er fjöldi þeirra áætlaður 651 þúsund árið 2016, eða um 38% erlendra gesta til Íslands það ár. Þá er áætlað að 311 þúsund erlendir ferðamenn hafi heimsótt norðursvæðið árið 2016, eða 18% gesta til landsins, 63 þúsund vestursvæðið (3,7%) og 36 þúsund austursvæði þjóðgarðsins (2,1%).

Ef áætlaður fjöldi erlendra gesta á svæðunum fjórum er borinn saman við fjölda gesta í Vatna-jökulsþjóðgarði öllum árið 2016 er niðurstaðan sú að 92% af gestum þjóðgarðsins höfðu viðdvöl á suðursvæði hans, 44% á norðursvæðinu, 8,9% á vestursvæðinu og 5,1% á austursvæðinu.

Mynd 3.2 Áætlaður fjöldi erlendra ferðamanna í Vatnajökulsþjóðgarð og svæði þjóðgarðsins 2005-2016

133164 179 182 172 178 186

228

295

392

485

704

105136 160 160 150 155 159

197

264

366

447

651

8198 103 100 96 102 109

130 141

193239

311

22 24 30 29 27 33 29 33 41 46 56 63

10 11 14 11 16 17 17 18 21 22 26 360

100

200

300

400

500

600

700

800

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þúsu

nd

Vatnajökulsþjóðgarður

Suðursvæði

Norðursvæði

Vestursvæði

Austursvæði

Heimild: Könnunin Dear Visitors 2005-2016. © Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF)

Á myndinni má einnig sjá að suðursvæðið hefur aukið mjög forskot sitt á norðursvæðið á þessu 11 ára tímabili, einkum á síðustu árum. Árið 2005 komu um 30% fleiri erlendir gestir þangað en á norðursvæðið en árið 2016 var munurinn áætlaður ríflega tvöfaldur, eða 109%. Fjölgun erlendra gesta á suðursvæðinu var samkvæmt þessu 6,2 föld frá 2005 til 2016 en 3,8 föld á norður-svæðinu. Líklegasta skýringin er sú að aðgengi að suðursvæðinu er að jafnaði gott allt árið og að ferðaþjónustuaðilar þar hafa aukið þjónustu sína við ferðamenn. Þannig er nú siglt með ferðamenn á Jökulsárlóni meiripart ársins og gestamiðstöðin í Skaftafelli er opin allt árið.

9. Þeir staðir sem kannanir RRF hafa náð til innan þjóðgarðsmarkanna eða í jaðri hans eru Ásbyrgi, Dettifoss og Askja á norðursvæði (stundum Herðubreiðarlindir), Kverkfjöll og Snæfell á austursvæði, Jökulsárlón og Skaftafell á suðursvæði og Laki, Eldgjá og Langisjór á vestursvæði. Þá hefur verið spurt um Nýjadal frá sumrinu 2014.

Page 19: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

13

Athyglisvert er að skoða fjölda og hlutfall gesta í Vatnajökulsþjóðgarð og á svæði hans, annars vegar sumarmánuðina þrjá (júní-ágúst) og hins vegar aðra níu mánuði ársins. Á mynd 3.3 má sjá niðurstöðuna fyrir árið 2016. Þá komu 39% erlendra ferðamanna til Íslands að sumarlagi en 61% utan sumartíma. Hins vegar er áætlað að 50% erlendra ferðamanna í Vatnajökulsþjóðgarði 2016 hafi komið þangað að sumarlagi og 50% utan sumars. Hlutfall sumargesta 2016 er síðan áætlað 49% á suðursvæði þjóðgarðsins, 62% á vestursvæðinu, 67% á norðursvæðinu og 75% á austursvæðinu.

Mynd 3.3 Áætlaður fjöldi og hlutfall erlendra ferðamanna til Íslands, í Vatnajökulsþjóðgarð og á svæði innan hans sumar og utan sumars 2016

27

39

209

322

352

657

9

24

102

329

352

1049

0 200 400 600 800 1000 1200 1400 1600 1800 2000

Austursvæði

Vestursvæði

Norðursvæði

Suðursvæði

Vatnajökuls-þjóðgarður

Ísland

þúsund

Sumar Utan sumars

39+61%

50+50%

49+51%

67+33%

62+38%

75+25%

Þess má geta að vetrarferðamönnum í þjóðgarðinn og á suðursvæði hans hefur fjölgað mikið frá því að mælingar RRF fyrir Vatnajökulsþjóðgarð hófust, einkum á síðustu 4-5 árum. Jafnframt hefur vetrarferðamönnum fjölgað hlutfallslega á norðursvæði. Til marks um það má nefna að árið 2010 komu 79% ferðamanna í Vatnajökulsþjóðgarði þangað að sumarlagi samkvæmt rannsóknum RRF, 82% ferðamanna á suðursvæðið og 89% ferðamanna á norðursvæði þjóðgarðsins. Eru þetta afar miklar og hraðar breytingar. 3.3 Á staði innan þjóðgarðsins og í jaðri hans

Mynd 3.4 sýnir áætlaðan fjölda erlendra ferðamanna í Vatnajökulsþjóðgarði og á helstu staði innan hans 2005-2016. Niðurstöðurnar sýna afar mikla fjölgun gesta að Jökulsárlóni og Skaftafelli og um leið í Vatnajökulsþjóðgarð frá 2011 til 2016. Þannig er áætlað að um 704 þúsund erlendir ferðamenn hafi komi í þjóðgarðinn árið 2016 eins og áður greinir; um 41% ferðamanna til Íslands. Þá hafi 607 þúsund komið að Jökulsárlóni (36%) og 568 þúsund að Skaftafelli (33%). Einnig er áætlað að 299 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið að Dettifossi árið 2016 (18% gesta til Íslands), 96 þúsund í Ásbyrgi (5,6%), 33 þúsund að Eldgjá (2,2%), 30-31 þúsund í Lakagíga, að Öskju og á Snæfellssvæðið (1,8%), 10 þúsund að Langasjó (0,6%) og 9 þúsund í Kverkfjöll (0,5%).

Page 20: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

14

Mynd 3.4 Áætlaður fjöldi erlendra gesta í Vatnajökulsþjóðgarð, á staði innan þjóðgarðsins og í jaðri hans 2005-2016

133

164179

182 172 178186

228

295

392

485

704

90

121 132136

132

134 137

175

228

326

377

568

89

117 131

139

130

138 140

180

236

332

402

607

7393 93 93 90 92 100

123130

181

225

299

4454 51 54 51 51 50 56

6579 78

96

0

50

100

150

200

250

300

350

400

450

500

550

600

650

700

750

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þúsu

ndVatnajökulsþjóðgarður

Skaftafell

Jökulsárlón

Dettifoss

Ásbyrgi

0

5

10

15

20

25

30

35

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þúsu

nd

EldgjáAskjaLakiSnæfellLangisjórKverkfjöll

Heimild: Könnun RRF; Dear Visitors 2005-2016. © Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

Page 21: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

15

Fjöldi erlendra ferðamanna að Jökulsárlóni hefur samkvæmt þessu aukist 6,7 falt frá 2005 til 2016 og 6,4 falt að Skaftafelli. Þá er áætlað að erlendum gestum að Dettifossi hafi fjölgað 4,1 falt á tímabilinu og 2,2 falt í Ásbyrgi. Fjölgunin á Snæfellssvæðinu er lauslega áætuð 4,3 föld frá 2005 (úr 7 í 30 þúsund), 3,1 föld að Lakagígum (úr 10 í 31 þúsund), 2,5 föld að Langasjó (úr 4 í 10 þúsund). Þá er fjölgunin áætluð tvöföld að Eldgjá (úr 17 í 33 þúsund), 1,9 föld að Öskju (úr 16 í 30 þúsund) og 1,5 föld í Kverkfjöllum á þessu tímabili (úr 6 í 9 þúsund).

3.4 Fjöldi gesta í þjóðgarðinn og á helstu staði, eftir mánuðum 2016

Mynd 3.5 sýnir áætlaða dreifingu erlendra gesta í Vatnajökulsþjóðgarði og á helstu svæði hans eftir mánuðum ársins 2016, samkvæmt Dear Visitors könnuninni. Til samanburðar er sýnd dreifing í fjölda erlenda ferðamanna til Íslands á liðnu ári. Má m.a. sjá að gestakomur á austursvæði og vestursvæði þjóðgarðsins eru að mestu bundnar við sumarmánuðina þrjá. Ferðamannatíminn er hins vegar áberandi lengstur á suðursvæðinu og þangað kemur nú umtalsverður fjöldi erlendra gesta alla mánuði ársins. Talsvert er um erlenda ferðamenn á norðursvæði þjóðgarðsins vor og haust en lítið yfir dimmustu vetrarmánuðina.

Mynd 3.5 Fjöldi erlendra gesta á Íslandi og áætlaður fjöldi í Vatnajökulsþjóðgarði og á svæði hans eftir mánuðum 2016

73

96110

90

118

184

235 239

167150

125119

1422 24 25

57

93

126 133

91

63

28 28

0

25

50

75

100

125

150

175

200

225

250

275

jan feb mars apríl maí júní júlí ágúst sept okt nóv des

Þúsu

nd

Til ÍslandsVatnajökulsþjóðgarðurSuðursvæðiNorðursvæðiVestursvæðiAustursvæði

Heimildir: Tölur Ferðamálastofu, Austfars, ISAVIA og könnunin Dear Visitors 2005-2016. © Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

Mjög mikilvægt er að stuðla að betri dreifingu ferðamanna yfir árið, einkum á landsbyggðinni. Þar getur Vatnajökulsþjóðgarður lagt hönd á plóg eftir því sem uppbyggingu miðar áfram með gestamiðstöðvum, gönguskálum, bættum merkingum og annarri þjónustu.

S-svæði 13 18 22 22 54 86 115 121 88 58 27 27

N-svæði 0,7 0,5 4,1 6,1 24 53 75 80 41 21 3,0 2,7

V-svæði 1,2 1,6 1,6 1,9 4,4 9,3 14,5 15,0 6,8 3,6 2,3 0,5

A-svæði 0,4 0,5 0,2 0,7 1,4 6,8 9,5 10,7 3,8 0,9 0,7 0,5

Page 22: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

16

3.5 Þróun í fjölda gesta í Vatnajökulsþjóðgarði og á suðursvæði og norðursvæði þjóðgarðsins eftir mánuðum 2009-2016

Myndir 3.6, 3.7 og 3.8 sýna þróunina í fjölda erlendra ferðamanna í Vatnajökulsþjóðgarði og á suðursvæði og norðursvæði þjóðgarðsins eftir mánuðum á árabilinu 2009 til 2016. Árið 2010 er

Mynd 3.6 Áætlaður fjöldi erlendra gesta í Vatnajökuls- þjóðgarði, eftir mánuðum 2009-2016

0

20

40

60

80

100

120

140

jan feb mars apríl maí júní júlí ágúst sept okt nóv des

Þúsu

nd

2009 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Mynd 3.7 Áætlaður fjöldi erlendra gesta í á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, eftir mánuðum 2009-2016

0

20

40

60

80

100

120

140

jan feb mars apríl maí júní júlí ágúst sept okt nóv des

Þúsu

nd

2009 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Mynd 3.8 Áætlaður fjöldi erlendra gesta í á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, eftir mánuðum 2009-2016

0

20

40

60

80

100

120

140

jan feb mars apríl maí júní júlí ágúst sept okt nóv des

Þúsu

nd

2009 2011 2012 2013 2014 2015 2016

ekki haft með hér þar sem fjöldi og dreifing ferða-manna var þá mjög sam-bærileg og árið 2009. Þá eru gröfin öll í sama mæli-kvarða til að auðvelda samanburð á svæðunum.

Hér sést vel hve mikil fjölgun erlendra gesta í þjóðgarðinn og á suður-svæði hans var árin 2012-2016. Jafnframt að aukn-ingin var umtalsvert minni á norðursvæðinu.

Júlí og ágúst eru áfram áberandi fjölmennustu mánuðirnir en þó sést vel að árið 2016 komu ferða-menn í talsverðu mæli í þjóðgarðinn og á suður-svæði hans yfir dimmustu vetrarmánuðina sem mjög lítið var um árin 2009 og 2011. Hins vegar koma enn fáir ferðamenn á norðursvæði þjóðgarðs-ins mánuðina janúar, feb-rúar, nóvember og des-ember. Orsakast það lík-lega einkum af meiri fjar-lægð svæðisins frá Leifs-stöð og því að tíðarfar yfir háveturinn er oftast meira krefjandi á Norðaustur-landi en Suðausturlandi.

Page 23: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

17

3.6 Skipting gesta á nokkrum stöðum eftir markaðssvæðum Eins og áður kom fram voru um 30% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands með flugi eða ferju sumarið 2016 frá Norður-Ameríku, 17% frá Mið-Evrópu (mest Þjóðverjar), 13% frá Suður-Evrópu, 11% frá Norðurlöndunum, 8% frá Bretlandseyjum/Írlandi, 3,5% frá Benelux löndunum (mest Hollendingar) og 17% komu annars staðar frá. (sjá skilgreiningu á markaðssvæðunum í töflu 1.1).

Mynd 3.9 Skipting erlendra gesta á Íslandi sumarið 2016 eftir markaðssvæðum

30,5%

17%13%

11%

8%

3,5%

17%N-Ameríka

Mið-Evrópa

Suður-Evrópa

Norðurlönd

Bretland

Benelux

Annað

Búsetuskipting erlendra gesta sem komu á staði innan Vatnajökulsþjóðgarðs er verulega frá-brugðin þessu. Þannig voru 56% gesta í Ásbyrgi sumarið 2016 frá Mið-eða Suður-Evrópu, 48% gesta að Dettifossi og 40% gesta að Skaftafelli þó að fólk þaðan hafi einungis verið 30% af erlendum gestum á Íslandi síðasta sumar. Hins vegar voru ferðamenn frá Norður-Ameríku aðeins 14% erlendra gesta að Ásbyrgi sumarið 2016, 16% að Dettifossi og 18% gesta að Skaftafelli þrátt fyrir að telja um 30% af erlendum gestum til landsins. Þá komu erlendir gestir frá Bretlandi og Norðurlöndunum að jafnaði minna á staði innan þjóðgarðsins en búast mætti við miðað við fjölda þeirra til Íslands. Þessi munur skýrist m.a. af því að meðal Íslandsdvöl ferðamanna frá Mið-Evrópu, Suður-Evrópu, Benelux löndunum og gesta utan helstu markaðssvæða sumarið 2016 var 9 til 12 nætur en aðeins 6 til 7,5 nætur meðal gesta frá Norðurlöndum, Bretlandi og N-Ameríku.

Ferðamenn frá Mið-Evrópu og Suður-Evrópu voru fjölmennastir að Dettifossi sumarið 2016 (24% hvor hópur), síðan ferðamenn utan helstu markaðssvæða (20%) og gestir frá Norður-Ameríku (16%). Mikið færri voru frá Norðurlöndunum, Benelux löndunum og Bretlandseyjum (5-6%).

Mynd 3.10 Skipting erlendra gesta að Dettifossi sumarið 2016 eftir markaðssvæðum

24%

24%16%

6%

5%

5%

20%Mið-Evrópa

Suður-Evrópa

N-Ameríka

Norðurlönd

Benelux lönd

Bretland

Annað

197.000 gestir

658.000 gestir

Page 24: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

18

Í Ásbyrgi var skipting sumargesta 2016 talsvert frábrugðin þeirri að Dettifossi. Hlutfall gesta frá Mið-og Suður-Evrópu var þar hærra (56%) en mikið lægra meðal gesta utan helstu markaðs-svæða. Mynd 3.11 Skipting erlendra gesta að Ásbyrgi sumarið 2016 eftir markaðssvæðum

29%

27%14%

10%

6%4%

10%Suður-Evrópa

Mið-Evrópa

N-Ameríka

Norðurlönd

Benelux lönd

Bretland

Annað

Í Skaftafelli, á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, var skiptingin eftir markaðssvæðum heldur nær samsetningu gesta til Íslands sumarið 2016 (sbr. mynd 3.10) en þó talsvert frábrugðin. Flestir voru frá Suður-Evrópu eða utan helstu markaðssvæða (22% í hvorum hópi) en síðan frá Mið-Evrópu eða Norður-Ameríku (18% frá hvoru svæði). Mynd 3.12 Skipting erlendra gesta að Skaftafelli sumarið 2016 eftir markaðssvæðum

22%

18%

18%9%

6%

5%

22%Suður-Evrópa

Mið-Evrópa

N-Ameríka

Norðurlönd

Benelux lönd

Bretland

Annað

--- Þá má nefna að erlendir ferðamenn sem leggja leið sína í Vatnajökulsþjóðgarð dvelja að jafnaði talsvert lengur á Íslandi en hinn almenni ferðamaður. Þannig dvöldu ferðamenn sem skoðuðu Jökulsárlón sumarið 2016 að jafnaðu um 22% lengur á Íslandi en meðalgesturinn og um 40% lengur utan sumartíma. Við Dettifoss á norðursvæði var munurinn enn meiri, eða um 33% að sumarlagi og um 65% utan sumars. Þannig má segja að ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði séu býsna verðmætir og mikilvægir fyrir íslenska ferðaþjónustu sökum þess hve lengi þeir dvelja á landinu.

70.000 gestir

275.000 gestir

Page 25: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

19

4.0 Innlendir gestir í Vatnajökulsþjóðgarði 2005-2015

4.1 Ferðast um sýslur þjóðgarðsins

Frá þjónustumiðstöðinni við Fjallsárlón.

Vatnajökulsþjóðgarður er innan marka eftirtalinna sveitarfélaga: Þingeyjarsveitar, Skútustaða-hrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Skaftárhrepps og Ása-hrepps. Ásahreppur hefur þá sérstöðu að hálendi hans er fjarri og aðskilið frá íbúabyggðinni og áhrif þjóðgarðsins því lítil á íbúa sveitarfélagsins enn sem komið er.

Í netkönnuninni í maí 2017 var spurt um ferðir fólks í Þingeyjarsýslur, Múlasýslur, Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu árið 2016 eins og áður var gert fyrir árin 2009-2015, en ekki í Rangárvallasýslu sem Ásahreppur tilheyrir. Hins vegar eru til talsverðar upplýsingar hjá RRF um ferðir Íslendinga um Sprengisandsleið, sem að hluta liggur um Ásahrepp, og að Nýjadal.

Niðurstaðan er sú að 49% svarenda fóru um einhverjar af sýslunum fjórum árið 2016 Er það næstlægsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga RRF fyrir Vatnajökulsþjóðgarð en talsvert hærra en árið 2015. Árið 2016 komu samkvæmt þessu um 30% landsmanna Þingeyjarsýslur, 21% í Múlasýslur, 26% í Austur-Skaftafellssýslu og 31% í Vestur-Skaftafellssýslu.

Mynd 4.1 Hlutfall Íslendinga í Þingeyjarsýslur, Múlasýslur, Vestur- og Austur- Skaftafellsýslu 2009-2015

40

2825

31

57

37

24 23

31

52

36

2521

27

52

38

24

3034

57

35

2530

36

55

36

26 26

33

53

28

17

2328

44

30

2126

31

49

0

10

20

30

40

50

60

Þingeyjarsýsla Múlasýslur A-Skaftaf.sýsla V-Skaftaf.sýsla Einhverja þeirra

%

2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Page 26: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

20

4.2 Á staði innan þjóðgarðs og í jaðri hans

Í könnuninni í maí 2017 var auk þess spurt um komur Íslendinga árið 2016 að 14 stöðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða í nágrenni hans. Um flesta þessa staði hefur verið spurt árlega frá 2009. Víðast mældist nokkur eða talsverð fjölgun Íslendinga frá árinu 2015.10 Hún var hlutfallslega mest að Fjallsárlóni en einnig veruleg að fjölsóttustu stöðunum og víðar.

Mynd 4.2 Hlutfall Íslendinga á staði innan Vatnajökulsþjóðgarðs og í nágrenni þjóðgarðsins 2009-2016

0 5 10 15 20 25

Kverkfjöll

Langisjór

Lakagígar

Nýidalur

Eldgjá

Askja

Kárahnj/Dimmuglj

Snæfell/Eyjabakkar

Snæfellsstofa

Fjallsárlón

Ásbyrgi

Dettifoss

Skaftafell

Jökulsárlón

%

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

Út frá þessu má áætla að nálægt 40% landsmanna hafi lagt leið sinn í Vatnajökulsþjóðgarð á síðasta ári (2016) á móti um 31% árið 2015 og 37-38% á árabilinu 2012-2014.

10. Hlutfall gesta að Snæfellsstofu er mögulega málum blandið. Líkur virðast á að einhver hluti þeirra sem þangað kváðust hafa komið blandi henni saman við gestastofuna í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Því kann hlutfall innlendra gesta að þangað að vera ofmetið. Meiri líkur eru einnig á að um ofmat geti verið að ræða á fáfarnari stöðum en þeim fjölsóttari sem betur eru þekktir.

Page 27: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

21

Mynd 4.3 sýnir áætlaðan fjölda innlendra gesta á helstu staði innan og í nágrenni þjóðgarðsins 2005-2016. Samkvæmt því fjölgaði innlendum gestum þar verulega frá 2015 til 2016, úr 96 í 124 þúsund og hafa aldrei verið áætlaði fleiri frá upphafi mælinga RRF, en voru þó litlu fleiri en 2014.

Mynd 4.3 Áætlaður fjöldi innlendra gesta í Vatnajökulsþjóðgarð og á staði innan þjóðgarðsins/í jaðri hans 2005-2016

80

86

92

97

105

9489

115111

119

96

124

42

47

5358

63

55 53

74 72

6258

75

34 35 37 38

46

4232

57

4843

36

51

31 32 33 35

4043

41 4035

42

29

40

23 24 25 26

32 32 30 33

38

33

45

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

110

120

130

140

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þúsu

nd

Vatnajökulsþjóðgarður

Jökulsárlón

Skaftafell

Ásbyrgi

Dettifoss

0

2

4

6

8

10

12

14

16

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þúsu

nd

EldgjáAskjaLakiSnæfellLangisjórKverkfjöll

Heimildir: Könnunin Góðir Íslendingar 2005-2016 . © Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

Þá má áætla (skv. mynd 4.2) að um 22 þúsund Íslendingar hafi komið að Fjallsárlóni árið 2016, 12 þúsund að Kárahnjúkum/Dimmugljúfrum og um 8 þúsund í Nýjadal.

Page 28: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

22

Í töflum 4.1-4.2 má sjá hlutfall Íslendinga sem komu í sýslurnar fjórar og staðina 14 innan þeirra árið 2016 eftir kyni, aldurshópum, búsetu og menntun, skv. könnun Félagsvísindastofnunar.

Tafla 4.1 Hlutfall Íslendinga í Þingeyjarsýslur, Múlasýslur, Vestur- og Austur- Skaftafellsýslu árið 2016 eftir kyni, aldurshópum, búsetu og menntun

Tafla 4.2 Hlutfall Íslendinga á staði innan Vatnajökulsþjóðgarðs og í nágrenni hans árið 2016 eftir kyni, aldurshópum, búsetu og menntun

%

Þingeyjar-sýslur Múlasýslur A- Skafta-

fellssýsla V-Skafta-fellssýsla

Karl 34 25 30 36

Kona 26 17 23 26

18-35 ára 28 19 26

29

36-55 ára 31 23 30 34

yfir 55 ára 31 21 22 29

Höfuðborgarsvæðið 23 17 25 31

Landsbyggðin 42 28 28 31

Grunnskólanám 27 20 26 29

Framhaldsskólanám 30 20 25 31

Háskólanám 34 23 27 33

Meðaltal 30 21 26 31

%

Jöku

lsár

lón

Skaf

tafe

ll

Det

tifos

s

Ásby

rgi

Fjal

lsár

lón

Snæ

fells

stof

a

Snæ

fell/

Eyja

bakk

ar

Kára

hnj/

Dim

mug

ljúfu

r

Askj

a

Eldg

Nýi

dalu

r

Laka

gíga

r

Lang

isjó

r

Kver

kfjö

ll

Karl 27 18 15 14 8 7 5 5 4 3 3 2 1,5 2

Kona 21 15 14 12 6 6 4 3 3 2 2 2 2,5 2

18-35 ára 24 16 16 14 9 7 6 4 6 3 3 2 2 4

36-55 ára 27 17 17 14 6 5 4 4 3 2 3 2 2 1

yfir 55 ára 21 17 10 11 7 7 3 3 2 3 2 2 2 1

Höfuðborgarsvæðið 24 17 12 10 7 6 4 3 4 3 3 2,5 2,5 2

Landsbyggðin 25 15 20 18 7 7 4 5 3 2 2 1,5 1 2

Grunnskólanám 23 15 14 12 6 5 4 4 4 2 2 2 1 2

Framhaldsskólanám 23 16 13 12 7 7 5 4 4 2 3 2 2 2

Háskólanám 26 18 16 15 9 6 4 3 3 3 3 2 2,5 2

Meðaltal 24,2 16,5 14,5 13,0 7,1 6,5 4,2 3,8 3,6 2,6 2,5 2,2 2,0 2,0

Page 29: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

23

5.0 Allir gestir í Vatnajökulsþjóðgarði 2005-2016

Áætlað er að ferðamönnum sem lögðu leið sína í Vatnajökulsþjóðgarð (á svæðið sem þjóðgarð-inum tilheyrir nú) hafi fjölgað úr 213 þúsund árið 2005 í 828 þúsund árið 2016, eða 3,9 falt. Þar af hafi Íslendingum fjölgað um 55% en erlendum ferðamönnum 5,3 falt (um 430%). Munar mest um sívaxandi fjölgun erlendra gesta á árabilinu 2011 til 2016. Samkvæmt þessu voru 85% gesta sem lögðu leið sína í Vatnajökulsþjóðgarð árið 2016 erlendir ferðamenn samanborið við 62% gestanna árið 2005.11

Mynd 5.1 Áætlaður fjöldi og hlutfall erlendra og innlendra gesta í Vatnajökulsþjóðgarð og heildarfjöldi gesta í þjóðgarðinn 2005-2016

213250 271 279 277 272 275

343406

511

581

828

133164 179 182 172 178 186

228295

392

485

704

8086* 92* 97 105 94 89 115 111 119 96 124

0

100

200

300

400

500

600

700

800

900

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þúsu

nd

Alls í þjóðgarðinn

Erlendir gestir

Íslendingar

Heimildir: Kannanirnar Dear Visitors 2005-2016 og Góðir Íslendingar 2005 og 2008-2016 Fjöldatölur um Íslendinga eru áætlaðar út frá líkum árin 2006 og 2007 (*). © Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

Árið 2016 er áætlað að alls 682 þúsund erlendir og innlendir gestir hafi haft einhverja viðdvöl við Jökulsárlón, 619 þúsund komið í Skaftafell, 339 þúsund að Dettifossi, 136 þúsund í Ásbyrgi, 43 þúsund farið um Snæfellssvæðið, 41 þúsund komið að Eldgjá og sami fjöldi að Öskju, 38 þúsund í Lakagíga, 16 þúsund komið að Langasjó og 15 þúsund lagt leið sína í Kverkfjöll.

Fjölgun gesta að stöðum innan þjóðgarðsins var mjög misjöfn frá 2005 til 2016 svo sem sést á mynd 5.2. Mest varð aukningin að Jökulsárlóni, eða 5,2 föld, og litlu minni að Skaftafelli, eða 5,0 föld. Þá er áætlað gestum hafi fjölgað 3,5 falt að Dettifossi á þessu tímabili en 1,8 falt í Ásbyrgi (um 81%). Á hálendisstöðunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs, sem mun færri heimsóttu, er áætlað að aukningin hafi verið mest á þessu árabili að Lakagígum og á Snæfellssvæðinu (120-

11. Hér þarf að taka með í reikninginn að Íslendingar koma sumir oftar en einu sinni á ári á staði innan þjóðgarðsins en erlendir ferðamenn sjaldnast. Því er fjöldi heimsókna Íslendinga á ársgrundvelli nokkru meiri en fjöldi innlendra gesta segir hér til um. Á það einkum við fjölsóttustu staðina.

Erlendir gestir 62% 66% 66% 65% 62% 65% 68% 67% 73% 77% 83% 85%

Íslendingar 38% 34% 34% 35% 38% 35% 32% 33% 27% 23% 17% 15%

Page 30: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar 2017

24

130%), talsverð að Öskju og Eldgjá (um 60%) en minnst að Langasjó og Kverkfjöllum (25-35%). Fjölgunin var að langstærstum hluta borin uppi af erlendum ferðamönnum.

Mynd 5.2 Áætlaður fjöldi erlendra og innlendra gesta í Vatnajökulsþjóðgarð og á staði innan þjóðgarðsins/í jaðri hans 2005-2016

213250

271 279 277 272 275

343

406

511

579

828

131

164 184 196 193 193 193

254

308

394

460

682

124

156 169174 178 176 169

232

276

369

413

619

96117 118 119 122 124

130163 163

219

258

339

75 86 84 89 91 94 91 96 100121 107

136

0

50

100

150

200

250

300

350

400

450

500

550

600

650

700

750

800

850

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þúsu

nd

Vatnajökulsþjóðgarður

Jökulsárlón

Skaftafell

Dettifoss

Ásbyrgi

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016

Þúsu

nd

Eldgjá Askja Snæfell Laki Langisjór Kverkfjöll

Heimildir: Kannanirnar Dear Visitors 2005-2016 og Góðir Íslendingar 2005 og 2008-2016. © Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

Page 31: ferðamenn 2005-2016 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suður-Evrópa Ítalía, Frakkland, Spánn , Portúgal o.fl. Norður-Ameríka Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Önnur svæði

Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamenn 2005-2016

25

Mynd 5.3 sýnir betur fjölda og áætlaða skiptingu innlendra og erlendra gesta í Vatnajökuls-þjóðgarði og á stöðum innan hans og í jaðrinum árið 2016.

Samkvæmt þessu voru útlendingar 93% af gestum að Skaftafelli árið 2016, 89% að Jökulsárlóni og 87% að Dettifossi, 82% gesta í Lakagígum, 80% gesta að Eldgjá, 73% gesta að Öskju, 71% gesta að Ásbyrgi og 70% gesta á Snæfellssvæðinu. Þá er áætlað að 60-62% þeirra sem heimsóttu Langasjó og Kverkfjöll árið 2016 hafi verið erlendir gestir.

Mynd 5.3 Áætlaður fjöldi og hlutfall innlendra og erlendra gesta í Vatnajökulsþjóðgarði og á staði innan hans árið 2016

5

6

7

11

8

13

40

45

45

75

124

9

10

31

30

33

30

96

299

568

607

704

0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000

Kverkfjöll

Langisjór

Laki

Askja

Eldgjá

Snæfell

Ásbyrgi

Dettifoss

Skaftafell

Jökulsárlón

Þjóðgarðurinn

þúsund

Íslendingar Erlendir ferðamenn

15+85%

11+89%

7+93%

13+87%

29+71%

30+70%

20+80%

27+73%

18+82%

38+62%

40+60%

Heimildir: Kannanirnar Dear Visitors 2016 og Góðir Íslendingar 2016 © Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.