3. tbl 2012

32
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] NÝ HEIMASÍÐA - WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun Hagaland - einbýlishús EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is 586 8080 Ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir við 1200 fm viðbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá sem hýsa mun starfsemi fimleika- og bardagaíþróttadeilda Aftureldingar sem og að skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu félagsins. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 135 m.kr. Um er að ræða stálgrindarhús sem byggt verður austan við eldri íþróttasalinn og innangengt verður milli salanna. „Það er ljóst að þessi viðbót á húsnæðiskosti að Varmá verður mikil lyftistöng fyrir Aftureldingu, ekki aðeins fyrir fimleika- og bardagadeildirnar heldur líka aðrar deildir félagsins, því við þetta skapast meira rými í öðrum íþróttasölum fyrir þær íþróttagreinar,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. Margar deildir munu njóta ávinnings af nýja húsinu Það er ljóst að flestar ef ekki allar deildir félagsins munu njóta ávinnings af þessu nýja íþróttahúsi og fögnum við því mjög að það sé að verða að veruleika. Jafnframt hefur Mos- fellsbær samþykkt að hefja vinnu með Aftureldingu um grein- ingu á framtíðarþörf íþróttamannvirkja félagins,“ segir Sævar Kristinsson formaður Aftureldingar. Fjölskyldan hefur rekið Mosfellsbakarí í 30 ár Mosfellingarnir Áslaug Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Hafliðason 12 N1 3. TBL. 11. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS MOSFELLINGUR 4 Mynd/RaggiÓla NÝTT Á SKRÁ 1200 fm viðbygging og 300 fm millilofti Nýr íþróttasalur að Varmá Gjörbylt aðstaða fyrir bardagaíþróttir og fimleika auk félagsaðstöðu UMFA

description

Bæjarblaðið Mosfellingur 23. febrúar 2012. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. www.mosfellingur.is

Transcript of 3. tbl 2012

Page 1: 3. tbl 2012

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Hagaland - einbýlishús

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...Ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir við 1200 fm viðbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá sem hýsa mun starfsemi fimleika- og bardagaíþróttadeilda Aftureldingar sem og að skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu félagsins.

Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 135 m.kr. Um er að ræða stálgrindarhús sem byggt verður austan við eldri íþróttasalinn og innangengt verður milli salanna. „Það er ljóst að þessi viðbót á húsnæðiskosti að Varmá verður mikil lyftistöng fyrir Aftureldingu, ekki aðeins fyrir fimleika- og bardagadeildirnar heldur líka aðrar deildir félagsins, því

við þetta skapast meira rými í öðrum íþróttasölum fyrir þær íþróttagreinar,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.

Margar deildir munu njóta ávinnings af nýja húsinuÞað er ljóst að flestar ef ekki allar deildir félagsins munu

njóta ávinnings af þessu nýja íþróttahúsi og fögnum við því mjög að það sé að verða að veruleika. Jafnframt hefur Mos-fellsbær samþykkt að hefja vinnu með Aftureldingu um grein-ingu á framtíðarþörf íþróttamannvirkja félagins,“ segir Sævar Kristinsson formaður Aftureldingar.

Fjölskyldan hefur rekið Mosfellsbakarí í 30 ár

Mosfellingarnir Áslaug Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Hafliðason

12

N1

3. tbl. 11. árg. fiMMtudagur 23. febrúar 2012 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGURGleðileg jól

4

Mynd/RaggiÓla

nýttá skrá

1200 fm viðbygging og 300 fm millilofti

Nýr íþróttasalur að VarmáGjörbylt aðstaða fyrir bardagaíþróttir og fimleika auk félagsaðstöðu UMFA

Page 2: 3. tbl 2012

héðan og þaðan

Þegar nýtt samkomuhús í Mosfellssveit hafði verið reist og komið var að vígslu þess stóðu forráðamenn frammi fyrir því að hafa dregið fyrir sviðið meðan vígsluhátíðin færi fram, eða hafa tjöldin dregin frá og skreyta sviðið á einhvern máta þannig að það væri ekki autt og tómt.

Þá hafði Gunnar Gunnarsson listmálari, sonur Gunnars Gunnarssonar rithöfundar, fyrir ári eða svo flutt með fólki sínu í nýbyggt hús sem hann hafði reist á hæðinni sunnan við nýja samkomuhúsið og nefndi Ás. (Þetta hús var síðar kallað Áslákur og er nú hluti af Hótel Laxnesi.) Vitað var að Gunnar listmálari hafði heillast af formfegurð og breytileika Esjunnar og nú var leitað til hans með þá hugmynd að gera hinu nýja samkomuhúsi – sem í vígslunni hlaut nafnið Hlégarður – sviðsmynd líka því að menn sæju þar út í gegnum húsvegginn til Esjunnar, sem skermar af útsýni staðarins frá vestri norður um til austurs.

Gunnar varð við þessari bón og málaði Esjuna á nokkra strigafleka sem stillt var upp sem leiktjöldum á sviðið. Nokkrar fyrstu uppfærslur á sviði Hlégarðs voru þannig gerðar að klætt var yfir þessa strigafleka með veggfóðri og þar utan yfir bætt ámáluðum glugg-um eða öðru eftir því sem þurfa þótti, flekar færðir sundur ef þurfti að koma dyrum fyrir þar sem þeir voru annars fyrir. Þess utan naut listaverk Gunnars sín óskemmt fyrir augum gesta í Hlégarði, oft sem baksvið tveggja harmonikkuleikara og eins trommara.

Umsjón: Birgir D. Sveinsson

Vottorð fyrir burðarVirkismælingar

www.isfugl.is

Mosfellsbakarí er eitt af því sem kemur upp í huga margra

þegar minnst er á Mosfellsbæ. Þetta fjölskyldufyrirtæki hefur vaxið og

dafnað hér í bæ síðustu 30 ár. Það eru hjónin Áslaug

Sigurbjörnsdóttir og Ragnar Hafliðason sem stofnuðu bakar-íið árið 1982. Það eru forréttindi fyrir okkur

Mosfellinga að hafa svona flott bakarí

í sveitinni okkar enda eru

Mosfell-ingar

duglegir að nýta sér þjá þjónustu sem þar er í boði. Það sem færri vita er að hjá fyrirtækinu vinna í dag að jafnaði 70 manns bæði í Mosfellsbæ og í Reykjavík. Bakaríishjónin eru í ítarlegu viðtali í blaðinu.

Bið eftir fimleikahúsi í Mosfellsbæ er nú senn á enda. Ákveðið

hefur verið að ráðast í viðbyggingu á stálgrindarhúsi að Varmá. Með tilkomu hússins mun auk þess rýmka fyrir öðrum deildum þeim sölum sem fyrir eru auk þess sem félagsaðstaða er fyrirhugað á efri hæðinni. Góðar fréttir fyrir íþrótta-iðkendur í Mosfellsbæ.

Besta bakarí landsinsMOSFELLINGUR

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar GunnarssonBlaðamenn og ljósmyndarar:Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, [email protected] Örnólfsdóttir, [email protected]: LandsprentDreifing: ÍslandspósturUpplag: 4.000 eintökUmbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.Próförk: Hjördís Kvaran EinarsdóttirTekið er við aðsendum greinum á netfangið [email protected]

og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast

fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

RÉTT INGAVERKSTÆÐ I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]ý heiMaSíða - www.joNb.iS

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Hagaland - einbýlishús

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...Ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir við 1200 fm viðbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá sem hýsa mun starfsemi fimleika- og bardagaíþróttadeilda Aftureldingar sem og að skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu félagsins.

Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 135 m.kr. Um er að ræða stálgrindarhús sem byggt verður austan við eldri íþróttasalinn og innangengt verður milli salanna. „Það er ljóst að þessi viðbót á húsnæðiskosti að Varmá verður mikil lyftistöng fyrir Aftureldingu, ekki aðeins fyrir fimleika- og bardagadeildirnar heldur líka aðrar deildir félagsins, því

við þetta skapast meira rými í öðrum íþróttasölum fyrir þær íþróttagreinar,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.

Margar deildir munu njóta ávinnings af nýja húsinuÞað er ljóst að flestar ef ekki allar deildir félagsins munu

njóta ávinnings af þessu nýja íþróttahúsi og fögnum við því mjög að það sé að verða að veruleika. Jafnframt hefur Mos-fellsbær samþykkt að hefja vinnu með Aftureldingu um grein-ingu á framtíðarþörf íþróttamannvirkja félagins,“ segir Sævar Kristinsson formaður Aftureldingar.

Fjölskyldan hefur rekið Mosfellsbakarí í 30 ár

Mosfellingarnir Áslaug Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Hafliðason

12

N1

3. tbl. 11. árg. fiMMtudagur 23. febrúar 2012 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGURGleðileg jól

4

Mynd/RaggiÓla

nýttá skrá

1200 fm viðbygging og 300 fm millilofti

Nýr íþróttasalur að VarmáGjörbylt aðstaða fyrir bardagaíþróttir og fimleika auk félagsaðstöðu UMFA

R e s t a u R a n t - B a R - s p o R t B a R

Hlégarður Glæsileg umgjörð fyrir samkomur Mosfellinga. Mynd í eigu Valborgar Lárus-dóttur. Texti: Sigurður Hreiðar.

Page 3: 3. tbl 2012

arnarhöfði - endaraðhús

kvíslartunga

rauðamýri

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

litlikriki

barrholt

tröllateigur

586 8080

selja...

sjafnarbrunnur

klapparhlíð - 50 ára og eldri

www.fastmos.is586 8080

Sími:

ásland

stórikriki

ólafsgeisli

viltu selja?

nýttá skrá

nýttá skrá

nýttá skrá

nýttá skrá

nýttá skrá

nýttá skrá

nýttá skrá

nýttá skrá

Page 4: 3. tbl 2012

Sunnudaginn 26. febrúar kl. 11Guðsþjónusta í Mosfellskirkju sr. Ragnheiður Jónsdóttir

Sunnudaginn 4. mars kl. 16Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnarU2 - messa í Lágafellsskóla (Athugið breyttan tíma og stað)Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

Sunnudaginn 11. mars kl. 11Guðsþjónusta í Lágafellskirkjusr. Skírnir Garðarsson

HelgiHald næStu vikna

www.lagafellskirkja.is

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

Sigurður hlýtur starfsmerki UMSKSigurður H. Teitsson úr hesta-mannafélaginu Herði fékk afhent á dögunum starfsmerki UMSK. Viðurkenninging var veitt á 88. ársþingi UMSK og er fyrir mikil og góð störf fyrir sambandið. Sigurður hefur setið í aðalstjórn Harðar í fjölda ára, en auk þess að sitja í byggingarnefnd reiðhallarinnar var hann formaður fjáröflunarnefndar Harðar. Sigurður hefur unnið af einurð að þeim málefnum sem hann hefur komið að, traustur félagi sem aldrei bregst. Hann hefur komið árlegri fjáröflun félagsins frá styrktaraðilum í fast horf og stuðlað þar með að öruggum rekstrargrunni félagsins. Hann stóð þétt við hlið formanns þegar miklir erfiðleikar og tafir steðjuðu að reiðhallarbygg-ingunni og margir aðrir brugðust, og var hornsteinninn í því að leiða það mál farsællega til enda í miðju hruninu. Eftir stendur að eigin-fjárstaða Harðar er ein sú sterkasta meðal íslenskra íþróttafélaga.

Skálafell opnar á laugardaginn kl. 10Skíðafólk getur tekið gleði sína á ný um helgina þegar Skálafell verður opnað í fyrsta skipti í langan tíma. Mosfellsbær var meðal þeirra sveitarfélaga sem samþykktu auka fjárveitingu til verkefnisins og ljóst er að opið verður um helgar fram yfir páska í það minnsta. Ljóst er að þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Mosfellinga enda stutt að fara. Mikill þrýstingur hefur verið settur á stjórn skíðasvæðanna um aukið fjárframlag. Stofnaður hefur verið hópur á Facebook sem nefnist „Opnum Skálafell.“ Skíðasvæðið var ekkert opnað í fyrravetur eða það sem af er vetri þótt nægur snjór sé í brekkum og öll tæki á staðnum.

u2 MeSSa Í lÁgaFellSSkÓla4. MaRS kl. 16Kirkjukór Lágafellssóknar og Birgir Haraldsson og félagar flytja hin mögnuðu lög U2, stuð sem aldrei fyrr!

Sunnudagaskólinn í lágafells-kirkju á sunnudögum kl. 13

Foreldramorgnar í safnaðarheimil-inu á miðvikudögum frá 10 - 12

ttt æskulýðsstarf fyrir tíu til tólf ára í safnaðarheimilinu á mánudögum kl. 16

SOund - æskulýðsstarf fyrir unglinga í safnaðarheimilinu á sunnudögum kl. 16

w w w. l a g a fe l l s k i r k j a . i s

Myn

d/Eg

gert

Kærleikur á Miðbæjartorginu. Eurovisionstjörnunni okkar fagnað daginn eftir glæislegan sigur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Greta Salóme, Vigdís frá kærleiksnefndinni og Haraldur bæjarstjóri.

Kærleikur hjá krökkunum í Lágafellsskóla en skólarnir tóku virkan þátt í Kærleiksvikunni.

KærleiKSríKir MoSfellingar

Ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir við Íþróttamiðstöðina að Varmá

1200 fm viðbygging tekin í notkun um næstu áramót Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að ráðast í framkvæmd-ir við 1200 fm viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina að Varmá sem hýsa mun starfsemi fimleikadeildar og bardagaíþróttadeildir Afturelding-ar sem og að skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu.

Að sögn Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra er forsaga þessa máls sú að Afturelding ritaði bænum bréf í júlí á síðasta ári þar sem ósk-að var eftir því að bærinn gerði félaginu kleift að leigja húsnæði sem nýst gæti fimleikadeild, taikwondodeild og karatedeild og um leið leysa brýnasta húsnæðisvanda félagsins.

„Það er búið að fara yfir kosti í þessu sambandi síðan og eftir vandlega yfirferð var það niðurstaðan að hagkvæmast væri að bæta við íþróttasal við Íþróttamiðstöðina að Varmá,“ segir Haraldur.

Það er vilji bæjarstjórnarinnar að koma til móts við þessa þörf Aftureldingar og hér er um hagkvæma framkvæmd að ræða sem rúmast innan þess fjárhagslega svigrúms sem bærinn hefur til

framkvæmda.“ Vonast er til að hægt verði að taka þennan nýja sal í notkun um næstu áramót.

langþráð aðstaða fyrir félagsstarfið„Við flutning fimleika- og bardagadeilda úr núverandi aðstöðu

mun verða hægt að flytja til ýmsar deildir og gera þeim kleift að rækta sitt hlutverk og starfsemi á mun betri hátt en áður. Handbolt-inn mun til að mynda færast í annan sal sem uppfyllir kröfur HSÍ sem salurinn í dag gerir ekki. Blakið fær aukið rými í húsinu ásamt því að bæði yngri deildir knattspyrnunnar og eins frjálsar ættu að geta fengið innitíma í húsinu yfir veturinn.

Síðast en ekki síst mun Afturelding fá langþráða aðstöðu fyrir félagsstarfið og eins aukið rými fyrir skrifstofu félagsins,“ segir Sævar Kristinsson formaður Aftureldingar.

Varmárskóli

íþróttaVöllur

sundlaug

gagnfræðaskóli

gerfigrasVellir

nýbygging

haraldur og sævar ásamt félögum úr aftureldingu

húsið komið á kortið

Page 5: 3. tbl 2012

Til hamingjuGreta Salóme

MOSFELLINGUR

Myn

d/Eg

gert

Page 6: 3. tbl 2012

Nýrri háspennulínu Landnets hafnaðLandsnet hefur sent Hreppsnefnd Kjósarhrepps erindi þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi til að hægt verði að byggja 400 kv raforkulínu í gegnum hreppinn. Fyrirhuguð lína á að liggja frá Geithálsi að Grundartanga samsíða núverandi 220 kv.Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur fjallað um erindið og hafnar alfarið hugmyndum Landnets hf. um stækkun og aukinnar flutningsgetu háspennulínu sem fer um sveitar-félagið að Grundartanga í Hvalfirði. Hreppsnefnd er alfarið á móti auk-inni mengandi iðnaðaruppbyggingu í firðinum og telur að starfsemin á Grundartanga hafi þegar valdið íbúum og fasteignaeigendum í Kjós-arhreppi ómældu tjóni og telur það algjört forgangsverkefni að draga úr umhverfisáhrifum þegar starfandi iðnfyrirtækja á Grundartanga.Er þessi afgreiðsla í samræmi við inntak aðalskipulags Kjósarhrepps en fram kemur í formála þess að ekki er gert ráð fyrir þéttbýli, stóriðju né uppbyggingu háspennu-mastra. Þá er ræktun með tilstuðlan líftækni óheimil, jafnframt er stórfellt fiskeldi og skipulagslaus uppdæling malarefna úr Hvalfirði hvoru tveggja forboðið.

Bestu gullkornin á degi leikskólansDagur leikskólans var haldinn 6. febrúar. Dagur leikskólans er sam-starfsverkefni Félags leikskólakenn-ara, Félags stjórnenda leikskóla, Mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, hlutverk og gildi hans í samfélaginu. Í tilefni af deginum var bæjarstjóra afhent veggspjald með „Bestu gullkorn-unum“ frá leikskólabörnum þegar hann heimsótti börn og starfsfólk Reykjakots.

Eldri borgarar

Upplýsingar og skráningar í ferðir og námskeið eru á skrifstofu félagsstarfsins Eirhömrum kl. 13-16, símar 586-8014 og í gsm. 692-0814

- Fréttir úr bæjarlífinu6

Línudans !Nýtt námskeið byrjar 28. febrúar kl. 16.30 í íþróttasalnum á Eirhömrum. Kennari verður Bryndís Sigurðardóttir

Sumarferðin!Skráning er hafin í ferðina, sjá lýsingu í síðasta tbl. Mosfellings á bls. 22. Uppl. e. hádegi á skrifstofu félagsstarfsins sími 586-8014.

Leiðsögn í þæfingu Vikuna 5.-9. mars kl. 13-16, m.a. til skartgripa- og töskugerðar, eingöngu er notuð íslensk ull.

Borgarleikhús Fanný og Alexander 31. mars.Miðasala á þetta leikrit byrjar 5. mars á skrifstofu félagsstarfsins. Miðaverð kr. 4.100.

Birgir Haraldsson söngvari Gildrunnar ásamt hljómsveit og Kirkjukór Lágafells-sóknar sameina krafta sína í æskulýðs-messu sem verður haldin í Lágafellsskóla 4. mars kl. 16. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti ákváðu að tími væri til kominn á að halda U2 messu í Mosó. Messan ber upp á æsku-lýðsdag þjóðkirkjunnar og munu börn og unglingar í barna- og æskulýðsstarfinu taka þátt í henni. Hugleiðingu flytur Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, framkvæmdastjóri Lágafellssóknar.„Þarna er um að ræða merkilegt fyrirbæri: djúphugsaðir, myndrænir, áhrifaríkir textar haldast í hendur við kraftmikla, rómantíska, stundum melankólíska, rokkaða, lagræna og söngvæna tónlist og er varla til sá maður sem ekki hrífst með,“ segir Arnhildur.

Útpældar tilvitnanir úr BiblíunniÞað sem gerir texta U2 djúphugsaða er að sjálfsögðu hugmyndafræði meðlimanna og þá sérstaklega söngvarans Bono. Trúmál voru og eru honum afar hugleikin, þó er hann og hefur alltaf verið ákaflega frábitinn hjarðhugsun og ekki viljað aðhyllast neina ákveðna kirkju eða trúarhóp og hefur einn og sér stúderað Biblíuna fram og aftur og þaðan koma textarnir sem eru tónlistarleg

uppistaða í heila messu, nokkuð óvenjuleg vinnubrögð hjá rokkhljómsveit, enda lét Bono hafa eftir sér í viðtali að hann yrði ævinlega að bregðast við á annan hátt en flestir aðrir, semsé þegar margar rokksveitir semja texta um veraldlegar lystisemdir, þá mátti hann til með að fara að yrkja um Guð. Bono vinnur að vissu leyti svipað og prest-ur, hann ber niður á ýmsum stöðum í Biblí-unni og leitast við að túlka efnið. Það er

mjög algengt hjá U2 að lög sem virðast í fyrstu einfaldar ástarballöður eru þegar nánar er að gáð útpældar tilvitnanir í biblíutexta

Kirkjukórinn skellir sér í rokkgírinnBirgir Haraldsson mun syngja í stað Bono og að sjálfsögðu verða á dagskránni nokkur af vinsælustu lögum U2 m.a. Pride, With or wit-hout you, Still haven´t found what I´m looking for og mörg fleiri. Lögin verða flutt næstum öll á upprunalega tungu-

málinu, ensku, en messugestir munu fá efnisþýðingu á textum og eiga að geta notið tónlistarinnar fullkomlega.„Biggi verður í feikna rokkstuði, kirkjukór-inn skellir sér í rokkgírinn og félagar Bigga ásamt Arnhildi organista sjá um undir-leikinn. Þetta verður semsagt mögnuð upplifun og ég hlakka til að sjá sem flesta Mosfellinga koma og njóta U2-messu með okkur,“ segir Arnhildur.

Birgir Haraldsson og Kirkjukór Lágafellssóknar sameina krafta sína í æskulýðsmessu

U2-messa haldin í lágafellsskóla

Undanfarin átta ár hefur Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar staðið fyrir Opnum húsum fyrir bæjarbúa. Opnu húsin eru ekki ein-göngu hugsuð fyrir foreldra og forráða-menn heldur fyrir alla sem áhuga hafa á og koma að uppeldi, menntun og starfi er tengist börnum og unglingum með einum eða öðrum hætti. Þarna er boðið upp á afar athyglisverða fyrirlestra, stutta og hnitmiðaða og er þátttakendum að kostn-aðarlausu.

Meðal fyrirlesara hafa verið Ólafur Stef-ánsson, Hugó Þórisson, Gunnar Hersveinn, Páll Ólafsson, Álfgeir Logi Kristjánsson auk margra annara og hefur mæting verið allt frá um 20 – 50 manns upp í 150 – 200 manns ef frá er talin 400 manna mæting á fyrirlest-ur Ólafs Stefánssonar. Opin hús Skólaskrif-stofunnar hlutu á síðasta ári tilnefningu til foreldraverðlauna Heimilis og skóla.

Síðasti miðvikudagur hvers mánaðarÁ Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfells-

bæjar miðvikudaginn 29. febrúar verður sjónum beint að mikilvægi gleðinnar og þess að hafa húmorinn með í uppeldi barna. Skólaskrifstofan hefur fengið til liðs við sig sérfræðing á sviði húmors og hlát-urs, mömmuna og ömmuna Eddu Björg-vinsdóttur. Edda mun flytja hugvekju um húmor og gleði í lífinu og hvað það getur verið mikil dauðans alvara.

Ótalmargar rannsóknir sýna að húmor getur auðveldað hvers kyns mannleg sam-skipti, minnkað streitu, bætt heilsu, fyrir utan hvað það er mikilvægt að temja sér jákvæðni og gleði í lífinu.

Allir geta beitt húmor og nauðsynlegt er að skoða fyrirbærið frá öllum hliðum. Ótal margt annað er varðar “gleðileg” mannleg samskipti ber á góma í þessum fyrirlestri. Fróðlegt og umfram allt skemmtilegt kvöld

er því framundan, sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Gleðilegar veitingar verða í boði. Opnu húsin eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði klukka 20 – 21 í Lista-sal Mosfellsbæjar.

Mosfellingar eru hvattir til að taka frá síðasta miðvikudag í hverjum mánuði, til að hlusta á og ræða mál er varða uppeldi, umhverfi og aðstæður barna og unglinga í Mosfellsbæ.

Birgir Haraldsson

Arnhildur organisti

Edda Björgvinsdóttir flytur hugvekju um húmor og gleði í lífinu miðvikudaginn 29. feb.

Vinsælir fyrirlestrar á opnum húsum skólaskrifstofunnar

foreldrar eru duglegir að nýta sér fyrirlestrana

bono söngvari u2

Page 7: 3. tbl 2012

| |

SAMSTARFSAÐILAR Í MOSFELLSBÆ

Edda Björgvinsdóttir flytur hugvekju um húmor og gleði í lífinu miðvikudaginn 29. feb.

Vinsælir fyrirlestrar á Opnum húsum skólaskrifstofunnar

Page 8: 3. tbl 2012

Kosinn nýr formaður SjálfstæðisfélagsinsAðalfundir Sjálfstæðisfélags Mosfellsbæjar, Viljans, félag ungra sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ og Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna voru haldnir þann 9. febrúar. Fund-irnir voru vel sóttir og ljóst að mikill áhugi er á flokksstarfinu í Mosfells-bæ, segir í tilynningu frá félaginu. Grímur Óli Grímsson var kosinn nýr formaður Viljans og tekur hann við formennsku af Stefán Óla Jónssyni. Sveinn Óskar Sigurðsson var kosinn nýr formaður Sjálfstæðisfélagsins en fráfarandi formaður Snorri Gissurarson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Að auki komu Bylgja Bára Bragadóttir og Elías Pétursson ný inn í stjórn félagsins. Stjórn Fulltrúaráðsins gaf öll kost á sér áfram og var endurkjörinn einróma. Formaður er Elísabet S. Ólafsdóttir.Að loknum venjubundum aðalfund-arstörfum fóru Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Bryndís Haraldsdóttir formaður skipulagsnefndar yfir stöðu framkvæmda- og skipulags-mála í bæjarfélaginu.

- Fréttir úr Mosfellsbæ8

Munið að panta tímanlega fyrir

fermingarnar

Ólína Kristín MargeirsdÓttir | ljÓsMyndari | HrafnsHöfði 14 | 898-1795

myndó.isljósmyndastofa

Fermingamyndir

Í sumar býður Mosfellsbær upp á störf fyrir ungt fólk líkt og undanfarin ár. Mosfelling-ur fór á stúfana til að forvitnast um hvernig staðið er að ráðningum fyrir sumarið.

„Við munum ráða um 30 manns í það sem við köllum hefðbundin sumarstörf eins og stöður sundlaugavarða í íþróttamið-stöðvunum og flokksstjóra í garðyrkjudeild, Vinnuskóla og Íþrótta- og tómstundaskóla,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. „Þessi störf eru að mestu leyti ætluð fólki sem er 20 ára eða eldra. Þar að auki mun-um við bjóða upp á sumarátaksstörf fyrir ungt fólk á aldrinum 17 til 20 ára. Þar ger-um við ráð fyrir að bjóða allt að 100 manns vinnu til viðbótar. Þarna eru til dæmis störf í garðyrkjudeild, á leikskólum, afgreiðsla í íþróttamiðstöðvum auk fjölbreyttra starfa á vegum félagasamtaka. Við gerum ráð fyrir að samstarfi við Vinnumálastofnun um sumarstörf fyrir skólafólk eins og tvö síðustu sumur.“

Sótt um í gegnum ÍbúagáttinaEdda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi og

Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri hafa yfirumsjón með ráðningum sumarstarfs-

fólks. Að sögn Sigríðar verða sumarstörfin auglýst á heimasíðunni þann 14. mars. „Það verður einungis hægt að sækja um störfin rafrænt gegnum íbúagáttina. Um-sóknarfresturinn er til 28. mars og það er mjög mikilvægt að allir sæki um fyrir þann tíma. Þeir sem sækja um eftir það geta ekki búist við að fá vinnu.“

17 ára og eldri hvattir til að sækja umHvenær má fólk búast við að fá svar um

hvort það fái sumarvinnu? „Við stefnum á að svara öllum umsóknum þann 20. apríl. Ef okkur tekst ekki að verða við öllum um-sóknum þá fer fólkið sjálfkrafa á biðlista og við látum svo vita um leið og starf losnar. Það er okkar reynsla að unga fólkið ræður sig í sumarstörf fram eftir vori. Það eykur líkurnar á að geta orðið við öllum umsókn-um.“

Haraldur og Sigríður hvetja ungmenni 17 ára og eldri að kynna sér upplýsingar um sumarstörfin um leið og þau birtast á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is, þann 14. mars og sækja um áður en umsóknarfrest-ur rennur út 28. mars. Störfin verða einnig auglýst í Mosfellingi þann 15. mars.

haraldur bæjarstjóri og sigríður mannauðsstjóri

Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt sumarstörf

Ungt fólk hvatt til að sækja um

MOSFELLINGUR

Hvað erað frétta?

SendU okkUr línU...

[email protected]

þórdís verðlaunar skákmeistarana

vinaböndinslógu í gegn

Afmælisskákmót og vinagjöf

Þórdís heklaði 300 vinaböndÞórdís Ásgeirsdóttir kennari við vinaleið Varmárskóla hefur staðið fyrir afmælis-skákmóti þetta skólaárið í tilefni 50 ára afmælis skólans. Keppt hefur verið innan árganga og stigahæstu stúlkur og drengir fengu verðlaunapening og allir þátttak-endur fengu viðurkenningarskjal.

Allir í árgangnum fengu vinaböndAuk þess, í tilefni Kærleiksviku, hefur Þórdís heklað vinabönd fyrir alla nem-endur yngri deildar eða um 350 stk og geri aðrir betur. Þórdís notaði því tækifærið þegar hún hitti nemendur 5. bekkja og veitti þeim viðurkenningu og verðlaun fyrir þátttöku í skákmótinu að gefa öllum krökkum árgangsins vinabönd. Hinir árgangarnir eiga því von á góðu enda eru allir vinir í Varmárskóla.

Page 9: 3. tbl 2012

allt að gerast í grillnestiKomdu í Klúbbinn!

hamborgari

og Kristall

300*Kr

Grilln

estis

klúbb

urinn

já ta

kk ...ég v

il gan

ga í k

lúbbin

n

Nafn: _

___________________________________________________

Netfang:__________________________________________________

Skilið afrifu

nni í G

rillnesti.

Við in

ngöngu í klú

bbinn fæ

rð þú h

amborg

ara og

Krista

l á 300 kr. F

ram

vegis fæ

rð þú sv

o að vita af

öllum

okkar bestu

tilb

oðum og u

ppákom-

um. T

aktu þátt

í að m

óta m

eð okkur

matse

ðilinn og gera

góðan

stað betri

. Klú

bbur sem

kitlar bra

gðlauk-

ana.*

Grill nestiHáHolt 24 - S. 566 7273

Page 10: 3. tbl 2012

Restaurant - Bar - Sportbar5666-222

Laugardaga 12-03

Föstudaga 17-03

Opnunartími

Mánud.- fimmtud. 17-01

Sunnudaga 12-01

16” pizza með 2 áleggstegundum1890 kr

16” pizza með 2 áleggstegundum og stór skammtur af frönskum2190 kr

Tvær 12” pizzur með2 áleggstegundum2690 kr

Tvær 16” pizza með 2 áleggstegundum og 2l. Coke3790 kr

16” pizza með 2 áleggstegundum og 12” krydd- eða hvítlauksbrauð2590 kr

HamborgaratilboðFjórir alvöru 140gr grillaðir ostborgarar, franskar og 2l. Coke3990 kr

Take away TILBOÐ

Helgin 2-3.marsHljómsveitin

Berg & MalmQuistALLA HELGINA

Ekki gleyma söngkeppni riddarans laugardagskvöldið 17.marsauglýst nánar síðar!

Fimmtud. 23.febDjasskvöld með Andreu Gylfa

Fimmtud. 23.febDjasskvöld með Andreu Gylfa

Page 11: 3. tbl 2012

Tvær 16” pizza með 2 áleggstegundum og 2l. Coke

Helgin 2-3.mars

Berg & MalmQuistALLA HELGINA

Ekki gleyma söngkeppni riddarans laugardagskvöldið 17.mars

MatseðillForréttirSterkir Kjúklingavængir „Hot wings“ 8stk. 790 16stk 1.290.-Djúpsteiktir jalapeno belgir, salsa sósa og nachos 6stk 990.-Mosarellastangir salsa sósa og nachos 6stk 990.-Nachos með osta og salsasósu 650.- Super Nachos 1.490.-salsa, ostasósa, nautahakk, laukur, jalapeno og osti

Forréttaþrenna 1.490- 4stk mosarellastangir,4stk jalapeno belgir og 8stk hotwings

Kjúklingaspjót í bbq sósu með hvítlaukssósu 4stk 990.-

HamborgararOstborgari 1.290.- Með káli,gúrku, lauk, tómati, osti, og frönskum

Beikonborgari 1.390.-Með káli,gúrku, lauk, tómati, osti, beikoni, BBQ sósu og frönskum

Bearnesborgari 1.490.-Með káli,gúrku, lauk, tómati, osti, beikoni, steiktum sveppum, Bearnessósu og frönskum

Piparostaborgari 1.490.-Með káli,gúrku, lauk, tómati, osti, bræddum piparosti og frönskum

Sá stóri - Tvöfaldur hamborgari 1990.-Með káli,gúrku, lauk, tómati, osti, beikoni og frönskum

Kjúklingaborgari 1590.-Með káli,gúrku, lauk, tómati, beikoni, osti, BBQ sósu og frönskum.

SamlokurGrísasamloka 1.490.-Reyktur grísakambur í sætri BBQ, með káli, hvítlaukssósu og frönskum

Riddara kjúklingasamloka 1590.-með klettasalati, steiktu grænmeti, pestói, hvítlaukssósu og frönskum

Steikarsamloka 1.590.-með káli, steiktum sveppum, lauk,nautakjöti, Bearnessósu og frönskum.

BLT samloka 1.390.-með káli, lauk, tómati, skinku, osti, beikoni ,sinnepssósu og frönskum.

SalatHumarsalat 1790.-salatblanda með humri, mangó, pistasíum og sesamchili dressingu

Kjúklingasalat 1.590.-salatblanda með kjúklingalundum, sætri soya, tómatpestó og kasjúhnetum

Aðrir réttirNautalund 3990.-með villisveppasósu, sætum kartöflum og steiktu grænmeti.

BBQ gljáð Svínarif 2990.-með laukhringjum og frönskum

Fiskur dagsins 1990,-Spyrjið þjóninn

Penne Pasta 1790,-með kjúkling, cherrytómötum í basilpestó sósu

Kjúklingaburritos 1790,-með kjúkling, hrísgrjónum, nachos, salsa og guacamole

BarnamatseðillBarnaborgari 790.-með káli, osti, tómatsósu og frönskum

Barnasamloka 690.-með skinku, osti og frönskum

Barnapizza 9“ 790.-með pizzasósu, osti og skinku

Kjúklinganaggar 690.-6stk og franskar

Pizzur1. Hvíti RiddarinnPizzasósa, ostur, skinka, pepperone, sveppir og rjómaostur 12“ 1850,- 16“ 2750.-2. KjúklingaveislaPizzasósa, ostur, kjúklingur, sveppir, laukur og hvítlaukur 12“ 1650,- 16“ 2550,-3. HumarveislaPizzasósa, ostur, humar, hvítlaukur, klettasalat, cherrytómatar og kasjúhnetur 12“ 2150,- 16“ 2950,-4. KjötveislaPizzasósa, ostur, nautahakk, skinka og pepperone 12“ 1750,- 16“ 2650,-5. OstaveislaPizzasósa, ostur, piparostur, gráðostur og camembert 12“ 1750,- 16“ 2650,-6. SurprimePizzasósa, ostur, nautahakk, skinka, pepperone, sveppir, paprika, laukur og ananas 12“ 2150,- 16“ 2950,-7. Bæjarins BestaPizzasósa, ostur, pepperone, laukur, hvítlaukur, grænn pipar, grænar ólífur, ananas og parmesan ostur. 12“ 1850,- 16“ 2750,-8. HawaiiPizzasósa, ostur, skinka og ananas 12“ 1550,- 16“ 2450,-9. NapoliPizzasósa, ostur, pepperone, laukur, ananas og rjómaostur 12“ 1750,- 16“ 2650,-10. RomaPizzasósa, ostur, skinka, ananas og beikon. 12“ 1650,- 16“ 2550,-11. ParmaPizzasósa, ostur, parmaskinka, ekta mozzarella ostur, klettasalat og cherrytómatar 12“ 2150,- 16“ 2950,-12. SjávaréttaveislaPizzasósa, ostur, laukur, túnfiskur, rækjur og kræklingur. 12“ 1850,- 16“ 2750,-

Kryddbrauðið gamla góða 12“ 1290,- 16“ 1890,-Hvítlauksbrauð 12“ 1290,- 16“ 1890,-

Veljið sjálf....Grunnverð: 1100kr (Margarita)Álegg: Nautahakk, skinka, pepperone, beikon, sveppir, laukur, paprika, tómatar, chili, ananas, grænar ólífur, svartar ólífur, gular baunir, þistilhjörtu, aspas, jalapenos, rækjur, túnfiskur, kræklingur, gráðostur, cambembert, piparostur, rjómaostur.Aukaálegg 250,-

Franskar kartöflur Lítill skammtur 390,-Stór skammtur 590,-

Kokteilsósa 100,-Kryddbrauðssósa 100,-Bearnes sósa 150,-

Eftirréttir1. Heit súkkulaði kaka með vanilluís 890,-2. Barnaís með súkkulaðisósu 490,-

Page 12: 3. tbl 2012

Þau byrjuðu með tvær hendur tómar en hafa byggt upp fyrirtækið

sitt í það sem það er í dag ásamt börnum sínum. Mosfellsbakarí, sem er eitt vinsælasta bakarí á landinu, státar af verðlaunahöfum í öllum fram-leiðslugreinum brauði, kökum og kon-fekti. Drifkrafturinn í fyrirtækinu hefur alltaf verið metnaður til að gera betur og sinna óskum viðskiptavinarins.

Áslaug „Ég er fædd 27. mars 1947 á Lyngási í nágrenni Hellu, þar sem faðir minn Sveinbjörn Júlíus Stefánsson vann á bílaverkstæðinu sem verkstæðisform-aður eins og það var nefnt þá. Móðir mín Sigríður Tómasdóttir sá um börn og bú en börnin voru átta svo það var nóg að gera á heimilinu. Ég er þriðja yngst í systkinahópnum, elstu börnin voru farin að heiman þegar ég var að stálpast þannig að ég kynntist þeim meira í seinni tíð. Ég átti góða og skemmtilega æsku í stórri fjölskyldu, það var alltaf mjög gestkvæmt á heimilinu og á sumrin komu alltaf börn til sumardvalar hjá foreldrum mínum. Ég gekk í skóla á Laugalandi og þegar ég hafði aldur til vann ég með skóla á Hellu, ég var einungis tólf ára þegar ég fékk vinnu í bakaríinu. Ég lauk gagnfræðaprófi í Skógarskóla og vann alltaf með skólanum á sumrin. Ég vann í Tryggvaskála, Hóteli á Selfossi, í síld á Seyðisfirði og í fiski í

Vestmannaeyjum. Allt var þetta mér dýrmæt reynsla í skóla lífsins,“ segir Áslaug og brosir.

RagnaR „Ég er fæddur á Patreksfirði 1. ágúst 1949 og ólst þar upp. Foreldrar mínir eru þau Hafliði Ottósson bakari og Valgerður Albína Samsonardóttir húsmóð-ir, ég er elstur sjö barna þeirra. Æska mín var mjög góð og á þessum tíma var mikið frjálsræði og allir þekktu alla, leiksvæðið var allt þorpið frá fjöru til fjalls. Eftir skóla-skyldu fór ég í Iðnskólann á Patreksfirði. Á uppvaxtarárunum tíðkaðist að börn fengju vinnu yfir sumarið í frystihúsunum á staðnum. Ellefu ára voru þetta nokkrir tímar á viku, tólf ára var þetta eiginlega orðin full vinna og þrettán ára fór ég á sjó í fyrsta sinn og var í þrjú sumur á snurvoð. Haustið 1965 skrapp ég suður og skellti mér á vertíð í Vestmannaeyjum. Eftir jólafrí lá leiðin til Eyja aftur og um borð í Herjólfi sátu fjórar sætar skvísur sem voru líka á leið á vertíð. Ein af þeim var Áslaug sem síðar varð eiginkona mín en við áttum einmitt 44 ára brúðkaupsafmæli í fyrra.“

Kynntust í Eyjum„Við Áslaug kynntumst í Vestmanna-

eyjum árið 1966, þar unnum við bæði á sama stað, í fiski. Eftir vertíðina fórum við í sitthvora áttina, en um sumarið fórum við saman í síld á Seyðisfirði og náðum í

restina á þeirri rómantík sem henni fylgdi. Um haustið ákváðum við að byrja að búa saman og byrjuðum okkar búskap á Vestur-götunni. Ég fékk vinnu í byggingarbransan-um og starfaði í honum til ársins 1971 en þá fór ég í nám í Iðnskólann í Reykjavík í vegg-fóðrun og dúklagningum og lauk því árið 1975. Ég vann einnig á sanddæluskipum hjá Björgun hf, tók pungapróf og var með 12 tonna bát í þrjú sumur á handfærum og þorskanetum og vann sem verkstjóri hjá Fóðurblöndu S.Í.S. Áslaug fékk vinnu á saumaverkstæði þar sem hún lærði að sauma kápur og loðfeldi frá grunni.“

Keyptu litla íbúð í Fossvogi„Fljótlega fórum við að spara fyrir eigin

húsnæði og keyptum okkur svo litla íbúð á yndislegum stað í Fossvogi sem þá var að byggjast upp. Það þótti nú ekkert tiltökumál að flytja inn þó það væri ekki allt frágengið en næstu ár á eftir fóru í það að innrétta og klára allan frágang. Þarna fæddust tvö eldri börnin okkar, Hafliði sem er fæddur 1969 og Linda Björk sem er fædd 1972 en árið 1980 fæddist þriðja barnið sonurinn Sigurbjörn en þá vorum við búin að flytja okkur um set í Efstasund. Á þessum tíma vorum við dugleg að ferðast með börnin okkar um Ísland í fríunum okkar.“

Hugmyndin kom frá Patreksfirði„Árið 1981 hringdi bróðir Ragnars,

hann Rafn, í okkur að vestan og bar upp við okkur þá hugmynd hvort við værum tilbúin til að stofna bakarí í Mosfellsbæ. Við slógum til og fljótlega var farið í það að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Við festum kaup á iðnaðarhúsnæði í Urðarholti sem áður hafði verið trésmíðaverkstæði og

við þurftum að byrja á því að rífa allt innan úr húsinu og byrja upp á nýtt.

Við vorum sem sagt tvenn hjón sem unnum í þessu baki brotnu með iðnaðar-mönnunum. Þetta mæltist misjafnlega fyrir í sveitinni því sumir höfðu ekki mikla trú á því að krakkakjánar gætu látið svona fyrir-tæki ganga, en lái þeim hver sem vill, hér erum við enn þrjátíu árum seinna,“ segir Áslaug og brosir.

Stóri dagurinn rann upp„Þann 6. mars 1982 var bakaríið opnað

með pompi og prakt, fullt var út úr dyrum þann dag og næstu daga. Framhaldið varð því miður ekki eins og við hefðum vonað, við áttum jú okkar föstu viðskiptavini en aðrir héldu áfram að kaupa brauð í plast-pokum í verslununum í kring. Við sáum fram á það að við þyrftum að berjast til að snúa þessu dæmi við og fá fólk til að meta það að fá nýbakað.

Meðeigendur okkar, þau Rafn og Anna, ákváðu síðan að draga sig út úr rekstrinum og fóru aftur vestur en við héldum áfram og sjáum alls ekki eftir því.“ Ég spyr Ragnar hvort hann hafi skellt sér í bakaranám? „Já, ég hóf nám í bakaraiðn í maí 1982 og öðlaðist meistararéttindi árið 1990. Ég er þriðji ættliðurinn sem útskrifast sem bak-arameistari en afi minn og faðir voru báðir

- Mosfellingarnir Áslaug Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Hafliðason12

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

Hjónin Áslaug Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Haf-liðason hafa ásamt börnum sínum rekið Mosfellsbak-arí í 30 ár. Í einlægu viðtali við Ruth Örnólfsdóttur ræða þau um uppvaxtarárin, síldarævintýrin, fjölskylduna, ferðalögin og síðast en ekki síst sögu bakarísins.

Fjölskyldan í Mosfellsbakaríi Hafliði, Linda Björk, Ragnar, Áslaug og Sigurbjörn.

Úr slorinu

Slysið varð í skyndilegri hálku, bíllinn valt út í skurð

og við festumst í sætunum. Ég fékk ljósastaur í fangið og það þurfti að klippa okkur úr flakinu.

í brauðið og kökurnar

Page 13: 3. tbl 2012

meistarar og svo er Hafliði sonur minn sá fjórði. Þar sem við vorum búin að stofna fyrirtæki í sveitinni þá ákváðum við að færa okkur um set og keyptum okkur hús í Ark-arholti og fluttum þangað í október 1984.“

Fengu börnin til samstarfs „Í dag stendur fyrirtækið á tímamótum,

þrjátíu ár eru liðin frá því að dyrnar opnuð-ust fyrst. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og margt hefur breyst. Við opnuðum nýja verslun á Háaleitisbraut árið 2001 og svo fluttum við úr gamla húsinu okkar í Urðarholti í stærra húsnæði að Háholti

árið 2007. Nýjasta afsprengið er lítil og sæt súkkulaðiverslun í gamla Fógetahúsinu í Aðalstræti. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um sjötíu manns.

Mesta lánið hefur verið að fá börnin okk-ar til samstarfs, þau byrjuðu öll snemma að vinna með skóla, Hafliði og Linda Björk komu svo inn í fyrirtækið að fullu eftir nám. Hafliði lauk bakaraiðn og síðan kon-fektgerð í Danmörku og víðar í Evrópu og Linda Björk kom eftir stúdentspróf en hún er nú á lokasprettinum í viðskiptafræði og útskrifast á næsta ári. Yngsti sonur okkar Sigurbjörn ákvað sjö ára að verða flug-maður og það varð úr, hann hefur verið að fljúga einkaflugvélum víða um Evrópu og í farþegaflugi á Íslandi en í vetur starfar hann í farþegaflugi í Svíþjóð.“

Skipta með sér verkum„Hafliði og eiginkona hans Ellisif sjá um

að reka búðina við Háaleitisbraut og sjá einnig um súkkulaðiverslunina í Aðalstræti en konfektframleiðslan fer öll fram á Háa-leitisbrautinni. Linda Björk sér í dag um að halda utan um framleiðsluferlið ásamt Haf-liða og Davíð yfirbakaranum okkar, einnig sér hún um öll almannatengsl. Systkinin eru hugmyndasmiðir fyrirtækisins og eiga heiðurinn af öllum þeim stóru breytingum sem hafa orðið hjá okkur.

Ragnar sér um fjármálin og verklegar framkvæmdir og ég er starfsmaður á plani eins og sagt er og er verslunarstjóri hér í Mosfellsbænum og blanda geði við kúnn-ana sem eru ónískir á góð ráð sem síðan nýtast í stefnumótun fyrirtækisins. Við fjölskyldan höldum svo fundi reglulega og skiptumst á skoðunum eða bara rífumst, það er líka hollt,“ segir Áslaug.

„Gott starfsfólk og góðir viðskiptavinir eru okkar stóra gæfa í þessum rekstri og við viljum eindregið fá að nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem hafa starfað hjá okkur í gegnum tíðina fyrir vel unnin störf og einnig viljum við þakka öllum við-skiptavinum okkar sem hafa lagt leið sína til okkar í öll þessi ár. Í tilefni afmælisins þá ætlum við að gera sérstaklega vel við viðskiptavini okkar.“

Bíllinn valt í hálkunni„Barnabörnin okkar eru fjögur en það

fimmta á leiðinni, Sigurbjörn og kona hans Sigríður Kristín eiga von á sínu öðru barni núna í júní. Barnabörnin eru ótrúlega dug-leg og veita okkur mikla gleði, tvö elstu eru þegar farin að vinna hjá okkur í fyrirtækinu með skóla. Það verður aldrei fullþakkað að eiga svona heilbrigða og góða fjölskyldu en við höfum lent í áföllum á lífsleiðinni og gerum okkar besta til að vinna okkur út úr því.

Ég spyr þau hjónin út í áföllin. „Þann 26. mars 1992 lentum við Linda mín í mjög slæmu bílslysi á Vesturlandsvegi,“ segir Ás-laug alvarleg á svip. Slysið varð í skyndilegri hálku, bíllinn valt út í skurð og við festumst í sætunum. Ég fékk ljósastaur í fangið og það þurfti að klippa okkur úr flakinu. Sem betur fer slapp Linda nokkuð vel út úr þessu þó það sé alltaf erfitt að tala um það að sleppa vel þegar svona nokkuð gerist. Ég aftur á móti brotnaði í spón og það þurfti meðal annars að smíða stálstykki í mjöðm-ina á mér sem síðan var skrúfað niður með tólf skrúfum. Ég setti mér markmið á end-urhæfingarstöðinni á Reykjalundi að ég skyldi læra að ganga aftur og fara síðan í gott frí til Evrópu, það varð úr og við fórum um haustið. Það er ekki síst fyrir allt þetta

góða starfsfólk sem starfar á Reykjalundi að það tókst.“

Fylgdu syninum til Svíþjóðar„Það er ekki svo erfitt að takast á við

svona þjáningar sem snúa að manni sjálf-um en erfiðara er að horfa upp á börnin sín líða illa. Það var mikið áfall þegar eldri sonur okkar Hafliði fékk heilablæðingu í júlí 2010 og þurfti að fara í mjög erfiða aðgerð í Svíþjóð í kjölfarið.

Það kom aldrei neitt annað til greina en að fylgja honum út í þá ferð og vera hjá honum og fjölskyldunni þar til hann kæmist aftur heim. Það verður að segja alveg eins og er að Ellisif eiginkona hans og sonur þeirra Sigurður Erik sem þá var þrettán ára veittu okkur meiri styrk en við þeim, það var bara þannig. Við fjölskyldan erum enn að vinna okkur út úr þessu áfalli og þökkum Guði fyrir hvað þetta fór allt vel. Hafliði er allur að koma til og er kominn aftur til starfa.“

Gaman að ferðast um hálendið„Á tímamótunum nú erum við gömlu

hjónin að vinna í því að börnin okkar taki við fyrirtækinu svo við getum farið að sinna áhugamálunum betur. Við eigum yndislegan sumarbústað í Grímsnesi sem væri gaman að fara oftar í og svo eigum við fjallabíl en okkur finnst afskaplega gaman að ferðast um hálendið.

Við höfum ferðast víða erlendis en minnisstæðust er ferðin okkar til Suður Afríku sem við fórum í árið 2007. Í þeirri ferð rýrnaði mjög álit okkar á hvíta kyn-stofninum í mannkynssögunni. Þar sá maður vel hvernig aðskilnaðarstefnan var notuð til að kúga svarta Afríkufólkið. Þegar aðskilnaðarstefnan var síðan afnumin var lítið hugsað út í það hvernig þetta fólk ætti að spjara sig í atvinnurekstri og að sjá fyrir sér yfirleitt. Alls staðar sem við komum í þessari fallegu álfu var brosandi og hlýlegt fólk, líka í risastóru fátækrahverfunum sem eru í jaðri hverrar einustu borgar.

Besta ferðin okkar er tvímælalaust sú sem við vorum að koma úr, við fórum með barnabörnunum og Sigríði tengdadóttur okkar til Tenerife og það var frábær ferð í alla staði,“ segja þau hjónin að lokum sól-brún og sælleg er við kveðjumst.

Hvað gleður ykkur mest? Barnabörnin og samvera með fjölskyldunni.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Útsýnið ofan af Úlfarsfelli.

Eigið þið óuppfylltan draum? Uppfylltu draumarnir eru margir. Óuppfylltu draumarnir eru ef til vill jafn margir, þeir bíða í röð, tölusettir eftir tækifærunum til að uppfylla þá.

Hver er ykkar óvenjulegasta lífsreynsla? Lífið er lífsreynsla, það óvenjulegasta kemur síðast.

Uppáhaldsveitingastaður? Lauga-Ás, og allir staðir sem við þurfum ekki að elda sjálf.

Hver er besta setning eða orðtak sem þið hafið heyrt? Lifðu lífinu lifandi, þú ert svo andskoti lengi dauður.

HIN HLIÐIN

13Mosfellingarnir Áslaug Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Hafliðason -

Systkinin eru hugmynda-smiðir fyrirtækisins og

eiga heiðurinn að öllum þeim stóru breytingum sem hafa orðið hjá okkur.

Barnabörnin: Hekla Nína, Andrea, Sigurður Erik og hann heldur á Dagbjarti Ása.

Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni

Page 14: 3. tbl 2012

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós14

Munið að panta tímanlega fyrir

fermingarnar

Ólína Kristín MargeirsdÓttir | ljÓsMyndari | HrafnsHöfði 14 | 898-1795

myndó.isljósmyndastofa

Fermingamyndir

Ungmennadeild Kjósarsýsludeildar RKÍ (URKÍ-Kjós) er komin í spennandi sam-starf við írska Rauða krossinn. Í janúar kom Maeve O’Reilly sjálfboðaliði frá Cork í heimsókn og kynnti sér ungmennastarf deildarinnar. Meave heimsótti Móral (13-16 ára hóp Kjósarsýsludeildar) og sagði krökkunum frá starfinu á Írlandi.

Hjá Rauða krossinum í Írlandi er mikil áhersla lögð á skyndihjálp. Flestir sem gerast sjálfboðaliðar þar fara beint í verk-efni tengd skyndihjálp, eins og að vinna á sjúkrabíl. Einnig er hægt að gerast sjálf-boðaliði í handanuddi fyrir eldri borgara eða húðígræðslu þar sem unnið er með fórnarlömbum bruna og einstaklingum sem vilja láta hylja tattoo og fleira.

Í framhaldi af velheppnaðri Íslandsdvöl Meave fóru tveir sjálfboðaliðar úr ung-mennadeildinni til Írlands að kynna sér starf Rauða krossins þar.

Þau Arnar Benjamín Kristjánsson og Þrúður Kristjánsdóttir skoðuðu aðalskrif-stofuna í Dublin og hittu þar Donald Forde, framkvæmdastjóra írska Rauða krossins. Donald kvaðst mjög ánægður með þetta

samstarf milli landanna, ekki síst á tímum niðurskurðar.

Einnig fóru Arnar og Þrúður til Mallow. Þau tóku þátt í tveimur fundum þar sem verið var að æfa skyndihjálp og aðstoðuðu nokkra sjálfboðaliða sem voru að undirbúa sig fyrir sjúkraliðapróf.

Spennandi verður að fylgjast með áfram-haldandi samstarfi milli deildanna og víst að hægt er að miðla mörgu þar á milli.

www.heilsuvin.com.

[email protected].

[email protected] 3. mars

Á undanförnum árum hefur þekking á áhrifum hreyfingar á lífsgæði og heilsu aukist til muna. Hreyfing veitir okkur líkamlegan og andlegan styrk til að takast á við áskor-anir daglegs lífs. Í ljósi þess er líkamsþjálfun gríðarlega mikilvæg, ekki síst fyrir eldra fólk og hafa rannsóknir í þeim efnum sýnt að með reglubundinni hreyfingu er hægt að hægja á þeim öldrunarbreyt-ingum sem verða í líkamanum samfara hækkandi aldri.

Samkvæmt almennum ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu ættu fullorðnir að stunda röska hreyfingu í að minnsta kosti 30 mínútur á dag. Að auki er gott að gera liðkandi og styrkj-andi æfingar 2-3 í viku til að viðhalda hreyfigetunni. Með markvissri þjálfun má bæta heilsu og líðan fólks á hvaða aldri sem er því það er aldrei of seint að byrja.

Eftirtalin atriði eru dæmi um þann ávinning sem eldra fólk hefur af hollri hreyfingu:• Betra úthald/þol og vöðvastyrkur• Betra jafnvægi• Aukinn liðleiki• Aukin beinþéttni• Bætt starfsemi hjarta og æðakerfis• Betri andleg líðan• Heilsusamlegra holdafar• Betri svefn

Með reglulegri líkamsþjálfun, s.s. göngum, sundi, leikfimi og dansi, má bæta almenna færni, hreyfigetu og sjálfsbjargargetu fólks. Það eykur lífsgleði, sjálf-stæði og sjálfstraust, dregur úr líkum á þunglyndi og gerir öldr-uðum kleift að búa lengur heima. Oft skapast jafnframt möguleikinn

á félagsskap þannig að regluleg hreyfing getur ekki aðeins bætt hag einstaklinga heldur einnig fjölskyldna þeirra og sam-félagsins í heild.

Nú hefur í fyrsta sinni verið blásið til Heilsuárs í Mosfellsbæ þar sem horft verður til allra þátta heilsu, þ.e. líkam-legrar, andlegrar og félagslegrar heilsu auk umhverfis- og efnahagslegra þátta. Ýmsir viðburðir verða í boði en segja má að hápunktur Heilsuársins 2012 verði Landsmót 50+ sem haldið verður í Mosfellsbæ dagana 8.-10. júní nk. Til að fólk nái að fylgjast með öllu því sem verður í boði verður gefið út heilsudaga-tal þar sem allir viðburðir koma fram, sjá á www.heilsuvin.com. Vinsamlegast athugið að dagatalið verður lifandi þar sem atburðir bætast við eftir því sem líður á árið. Við hvetjum ykkur öll ein-dregið til að taka þátt og muna að það að er aldrei of seint að byrja að huga að heilsunni!

F.h. heilsuklasans Heilsuvinjar og Landsmótsnefndar 50+,

Ólöf Kristín Sívertsenlýðheilsufræðingur (MPH)

PRENT j NUSTaMOSFELLSB

heilsu

hornið

heilsuár í mosfellsbæ 2012heilsuvin í mosfellsbæ

Samstarf við írska Rauða krossinn

Gildi líkams­þjálfunar fyrir 50+

Page 15: 3. tbl 2012

15www.mosfellingur.is -

Aðalfundur Kjósarsýsludeildar RKÍ verður haldinn í Rauðakrosshúsinu, Þverholti 7 fimmtudaginn 1. mars kl. 20

Dagskrá: Öll venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál.

Páll H. Zóphoníasson fyrrv. bæjartæknifræðingur Vestmannaeyja segir frá fyrstu dögum eldgossins

1973 og aðkomu RKÍ að hjálparstarfinu.

Fundarseta er öllum heimil. Félagsmenn hvattir til að mæta.

Stjórn Kjósarsýsludeildar RKÍ.

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Innritun í grunnskólaInnritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2012-13 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.

Innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2012 fer fram frá 1. mars til 18. mars og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is)

Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar eða koma úr einkaskólum þarf að fara fram fyrir 1. apríl.

Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur vegna náms í grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast í gegnum íbúagátt Mosfells-bæjar. Athygli er einnig vakin á því að nemendur með lögheimili í Mosfellsbæ er sækja nú þegar skóla í öðrum sveitarfélögum þurfa líka að sækja um fyrir 1. apríl, þar sem umsóknir endurnýjast ekki sjálfkrafa. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér reglur um skólavist utan lögheimilis á vef Mosfellsbæjar.

Nánari upplýsingar og aðstoð veita skólastjórnendur grunn-skólanna og Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar. Þeir sem óska eftir aðstoð og leiðbeiningum vegna íbúagáttarinnar geta jafnframt snúið sér til þjónustuvers Mosfellsbæjar.

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

Opið hús

Gleðilegar veitingar verða í boði.

Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn, í Listasal Mosfellsbæjar frá klukkan 20 - 21. Athugið að gengið er inn austan megin (Háholtsmegin).

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar

Þverholti 2 | 270 MosfellsbærSími 525 6700 | [email protected]

www.mos.is

Viltu deila þessu á Facebook?

Nemendur úr 9. og 10. bekk í Varmárskóla heimsóttu Riga í Lettlandi 11.–16. febrúar.

Vikuna 11. – 16. febrúar voru 15 nemend-ur og þrír kennarar úr Varmárskóla, í Riga í Lettlandi að taka þátt í Nordplus junior verkefni. Nemendurnir heimsóttu jafnaldra sína í Rigas Zolitudes Gimnazija skólanum. Nemendurnir voru að vinna að verkefnum um mengun, umhverfi, heilsu og hreyfingu. Íslensku nemendurnir kynntu Ísland, Mos-fellsbæ og Varmárskóla og einnig kynntu þau hinar ýmsu niðurstöður sem þau höfðu

unnið að t.d. spurningakannanir sem lagðar höfðu verið fyrir og fleira. Lettnesku nemendurnir og kennarar þeirra koma til Íslands 9. apríl og þá verður áfram unnið með markmið verkefnisins.

Nemendurnir sem fóru í þessa ferð eru: Rakel, Hólmfríður, Elín Aðalsteina, Vera Sif, Eva Lára, Einar Vignir, Eyþór, Benedikt Magni, Viðar Már, Patrik Elí, Kristófer, Davíð Þór, Róbert, Garðar og Tómas. Kenn-ararnir sem fóru voru: Jóna Dís, Hanna Bjartmars og Sigríður Hafstað.

AðAlfundur 2012

heilsu

hornið

Nemendur úr Varmárskóla til Riga

Page 16: 3. tbl 2012

tilboð á síðustu nýju Coleman fellihýsunum!

CheyenneVerð áður með aukahlutum: 2.789.800 kr.

Tilboðsverð: 2.189.800 kr.Útborgun: 657.000 kr.

Afborgun: 25.000 kr. á mánuði í 84 mán. óverðtryggt

SedonaVerð áður með aukahlutum: 2.289.800 kr.

Tilboðsverð: 1.789.800 kr.Útborgun: 537.000 kr.

Afborgun: 21.000 kr. á mánuði í 84 mán. óverðtryggt

Íslensk-Bandaríska ehf. - Þverholt 6 - S. 534-4433 - www.isband.is

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós16

Munið að panta tímanlega fyrir

fermingarnar

Ólína Kristín MargeirsdÓttir | ljÓsMyndari | HrafnsHöfði 14 | 898-1795

Fermingamyndir

Varmárskóli tekur þátt í verkefninu „Skól-ar á grænni grein“, en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö, sem eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum og stefnir Varmárskóli að því á 50 ára afmælishátíð skólans í vor.

Eitt af skrefunum sjö er að skólinn setji sér umhverfissáttmála sem lýsir í stuttu máli heildarstefnu skólans í umhverfis-málum. Varmárskóli hefur lokið við gerð umhverfissáttmálans sem unninn var í samstarfi nemenda, starfsfólks og foreldra í umhverfisnefnd.

Blúsað fyrir Aftur­eldingu í kvöld Í kvöld, fimmtudaginn 23. febrúar, verður sannkölluð blúsveisla í Mosfellbæ. Blásið verður til stórtónleika á veitingastaðnum Hvíta Riddaranum kl. 21 en þar mun Andrea Gylfadóttir koma fram ásamt hlljómsveitinni, Future Blues Project. Tónleikarnir eru haldnir í fjáröflunarskyni fyrir knattspyrnu-deild Aftureldingar og verða að telj-ast hvalreki fyrir unnendur blússins enda er sennilega enginn fremri Andreu í að túlka og syngja blús. Í hljómsveit Andreu spila gítarleik-arinn Jóhann Jón Ísleifsson (Jonni) sem búið hefur í Mosfellsbænum um árabil, Haraldur Gunnlaugsson gítaleikari, trommuleikarinn Haukur “The Hawk” Hafsteinsson og Brynjar Már Karlsson á bassa.” „Það verður mjög gaman að spila með þessum listamönnum á heima-slóðum og við lofum léttum og skemmtilegum tónleikum þar sem við munu fara víða um í straumum og stefnum blússins. Maður þarf alls ekki að vera einhver blúsgeggjari til að njóta, þessi tónlist mun henta öllum og koma fólki í góðan gír fyrir helgina,“ segir Jonni.

Grillnestisklúbburhefur göngu sínaGrillnesti hefur sett á laggirnar sérstakan klúbb fyrir viðskiptavini sína. Klúbbmeðlimir fá sendan tölvupóst með öllum helstu tilboð-um og uppákomum sem verða í gangi hverju sinni. Við inngöngu í klúbbinn fæst hamborgari og Krist-all á 300 kr. „Ef þessi tilraun okkar gengur eftir munum við útbúa sérstakt Grillnestiskort sem gefur handhafa þess auka afslætti. Einnig gefst meðlimum tækifæri á að móta með okkur matseðilinn og hvað við bjóðum uppá í Háholtinu. Stefnt er að því að auka fjölbreytni í mat og þá sérstaklega heilsuréttum og hollustu í bland við hið hefðbundna vöruúrval,“ segir Haraldur Haralds-son eigandi Grillnestis. Hægt er að skrá sig í klúbbinn á staðnum eða mæta með afrifu úr blaðinu sem sjá má á bls. 9.

Húsmæðraorlof Gull­bringu­ og KjósarsýsluEins og undanfarin ár gefst konum kostur á að sækja um ferðir á vegum orlofsnefndar Gullbringu- og Kjós-arsýslu, en þessar ferðir njóta ávallt mikilla vinsælda, enda vel að þeim staðið. Í ár verða tvær ferðir í boði. Fyrri ferðin verður farin í byrjun júní, sjö nátta ferð til Frönsku riveríunnar, Provence, Monaco o.fl. og seinni ferðin er aðventuferð til München í byrjun desember.Rétt til að sækja um ferðirnar hefur sérhver kona sem veitir, eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu fyrir það starf. Ferðirnar verða svo auglýstar nánar á næstunni.

Varmárskóli stefnir að því að flagga Grænfánanum í vor

Skóli á grænni greinVið göngum vel um skólann og um-hverfi hans. Við berum virðingu fyrir

náttúrunni. Við gætum þess að skemma ekki tré eða annan gróður. Við forðumst að menga vatn í ám, lækjum og sjó.

Við stefnum að betri nýtingu þess efnis sem við notum. Við flokkum

úrgang og söfnum til endurvinnslu. Við notum eins lítið af einnota hlutum og mögulegt er.

Við förum vel með orku, vatn og aðrar auðlindir.

Við drögum úr notkun einkabílsins og göngum eða hjólum í staðinn.

umhverfissáttmálinn

umhverfiSSnefndvarmárSkóla

Listapúkinn í Álafoss­kvos til 29. marsMyndlistarsýning Listapúkans Þóris Gunnarssonar á Kaffihúsinu Álafossi Álafosskvosinni hefur verið framlengd vegna góðra undirtekta til 29. mars. Ekki er því úr vegi fyrir Mosfellinga og nærsveitarmenn að kíkja á kaffihúsið og virða litsterkar myndir Listapúkans fyrir sér. Í sýningarskrá má svo lesa um feril Listapúkans og stutt ágrip Helgu Þórsdóttur menningarrýnis um naívisma í íslenskri myndlist.

FLOTT hönnun

lampar úr íslensku

fjörugrjóti

erum á facebook

AR hönnunHafðu samband s:6924005 ANNA ÓLÖF

öðruvísi jólagjöf

FLOTT hönnun

lampar úr íslensku

fjörugrjóti

tilvalin tækifærisgjöf

Page 17: 3. tbl 2012

fiskbúðin mos - HáHolti 13-15 - sími 578 6699 - opið: alla virka daga kl. 10 - 18:30

Viltu ná árangri í námi? Viltu betri einbeitingu? Viltu skrifa af meiri leikni? Viltu fá ánægju af lestri? Aðstoð við foreldra

LESTRARHJÁLPIN: Styttri námskeið ætluð 7-10 ára.

HUGARKORT: Einföld og árangursrík glósutækni,

einstaklingsnámskeið frá 9 ára.

Bæjarlistamaður MosfellsbæjarBergsteinn Björgúlfsson

Dagskrá í Hlégarði23. febrúar 2012 kl. 20-21.30

BergsteinnBjörgúlfsson ÍKSkvikmyndatökustjóri og

framleiðandi

1. Vera Sölvadóttir kvikmyndaleikstjórifjallar um Bergstein og verk hans.2. Bergsteinn sýnir og fjallar um nokkur atriði úr kvikmyndum sem hann hefur unnið að.3. Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari og Bjarni Atlason baritónsöngvari flytja lög úr kvikmyndum Bergsteins.4. Sýnd verður kvikmynd Bergsteins, sem er í vinnslu, um Landeyjahöfn.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis

verið velkominferskleikinn í fyrirrúmi

17www.mosfellingur.is -

Page 18: 3. tbl 2012

Harðar fréttir»Fréttabréf Hestamannafélagsins Harðar - Kemur nú út á síðum Mosfellings nokkrum sinnum á ári

- Hestamannafélagið Hörður18

Félagið öflugra en nokkru sinni fyrrKæru Harðarfélagar og aðrir Mosfell-

ingar. Nú er Hörður að hefja sitt 62. starfsár og er félagið öflugra en nokkru sinni fyrr. Það starf sem hér er rekið byggir nær eingöngu á sjálfboðaliðastarfi sem skipulagt er í nefndum og aðalstjórn félagsins. Nú nýlega hélt stjórn félagsins sinn árlega fund með nefndunum en þá tekur aðalstjórnin á móti öllum nefnd-unum hverri á fætur annarri og fær hver nefnd um 15 mínútur til að tjá sig við stjórnina. Ef á þarf að halda er svo boðað til annars lengri fundar með viðkomandi nefnd. Þessi fundur stóð í fimm klukku-stundir samfleytt, en nefndir félagsins eru nú orðnar 21 talsins. Til merkis um það hversu vel nefndirnar

eru skipulagðar og ganga til verks af mikilli fagmennsku, þá var ekki eitt, ekki eitt!, vandamál hjá neinni af þessum fjölmörgu nefndum. Allar voru þær klárar með sitt vetrarstarf, vandræða-laust.

Um viku seinna var svo haldið hið árlega nefndarkvöld Harðar, en

þá koma allar nefndir félagsins saman í Harðarbóli, fara yfir stöðuna, nýir nefndarmenn eru kynntir milli nefnda og mál nefnda samræmd. Eftir fundinn er svo snædd sameiginleg máltið, óformlegar samræður og samvera fram eftir kvöldi.

Félagsstarfið verður að mestu með hefðbundnu sniði í ár,

enda orðið erfitt að bæta við nýjum viðburðum þar sem nánast hver einasta helgi er upptekin fram á sumar.

Þó er að bætast við félags-starfið, en nýlega voru

stofnaðar fjórar nýjar nefndir í Herði, það eru Stóðhestadeildin, karladeild sem stofnuð var um ungan fola undan Kompás og Hrafnsdóttur, Hindrunar-hlaupsdeildin sem á að koma af stað keppnum í hindrunar- / víðavangshlaupi á Íslandi, Pólódeildin sem á að kanna möguleika þess að stunda þessa vinsælu

hestaíþrótt á íslenskum hestum og síðast en ekki síst, Lífstöltsnefndin sem mun hafa það hlutverk að halda Lífstölt árlega í Herði, en það er sem kunnugt er stórt styrktarmót til styrktar kvennadeild Landsspítalans. Það að koma þessum viðburði í fastar skorður innan félagsins tryggir að þetta verður árlegur viðburður hjá félaginu.

Svo vil ég minna ykkur á að fara varlega, velja hest við hæfi, hreyfa

hann reglulega og leita til reiðkennara ef einhver vandamál koma upp. Þetta á að vera gaman.

� Guðjón Magnússon, formaður

Íþróttamenn Mosfellsbæjar, tilnefningarfrá HerðiHestamannafélagið Hörður átti glæsilegan hóp verðlaunahafa á upp-skeruhátíð íþrótta- og tómstundasviðs Mosfellsbæjar þar sem fjórir hestamenn voru tilnefndir til verðlauna við val á íþróttamanni ársins.

Anton Hugi Kjartansson, Halldóra H. Ingvarsdóttir, Reynir Örn Pálmason og Harpa Sigríður Bjarnadóttir.

Hvatningaverðlaun ÖryrkjabandalagsinsFélagið vann í flokki fyrirtækja/stofnana, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og unglinga. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn. Hörður vann einnig til Samfélagsverðlauna Landsbankans fyrir frumkvöðlastarf í málefnum fatlaðra hestamanna.

Smalamót Harðar Hið árlega smalamót Harðar var haldið í reiðhöllinni

Hesthúsahverfið vaktað Brotist var inn í nokkur hesthús og stolið þaðan hnökkum og öðru lauslegu. Í kjölfar þess hafa verið og er verið að setja upp öryggismyndavélar víðs vegar um hverfið. Markmiðið er að enginn geti farið um hverfið án þess að nást á einhverja af myndavélunum. Við vonum að með þessu hætti þessi ófögnuður.

Sigurður Teitsson hlýtur starfsmerki UMSK Á 88. ársþingi UMSK var fyrrum stjórn-armanni Harðar, Sigurði Teitssyni veitt starfsmerki UMSK sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf fyrir félagið.

Stofnuð hefur verið deild innan Harðar um ungan fola, stóðhest sem er undan Kompás frá Skagaströnd og Hrafnsdóttur. Í deildina eru þegar skráðir 20 karlmenn, en deildin er mjög kynbundin við karlkynið og hugsuð sem liður í því að þjappa karlpeningi félagsins saman, en kvennahópurinn hefur setið að sínu og eflst mjög á síðastliðnu ári. Hugmyndin er svo sú að koma þessum fallega fola til hests, efla hann og styrkja, fara í langferð-ir til að skoða hann reglulega, kynnast stóðhestaræktun í Færeyjum og margt margt fleira. Formaður deildarinnar var kjörinn Hákon Hákonarson, ekki bara vegna þeirra augljósu mannkosta sem hann er gæddur, heldur líka vegna þess að hann getur alltaf keyrt bíl, sama hvað hann skemmtir sér mikið og eru umræður þegar hafnar um að senda hann í meira prófið svo hann geti líka keyrt stóran bíl.

Stóðhestadeild Harðar stofnuð

Stofnuð hefur verið ný nefnd sem hefur það hlutverk að koma á keppni í hindr-unarhlaupi á víðavangi, nokkurskonar sambland af þolreið og hindrunarstökki. Þjálfun hesta fyrir slíka keppni eikur þol hans, sveigjanleika og aðra eiginleika sem prýða góðan ferðahest. Þessi keppni er vinsæl erlendis og hefur íslenska hestinum gengið vel í þessari grein. Þetta er meðal annars gert til að reyna að auka á fjölbreytni áhorfendavænna keppnis-greina á íslenska hestinum.

Íslenski hesturinn er, þrátt fyrir smæð sína, liðtækur í margar keppnisgreinar sem ekki eru enn stundaðar hér, það vita það t.d. fáir að íslenskir hestar urðu heimsmeistarar í kerruakstri fyrir nokkrum árum síðan.

Hindrunarhlaup

Hörður hefur ráðið starfsmann, Rögnu Rós Bjarkardóttur, til að sinna daglegum rekstri félagsins. Ragna Rós vinnur beint undir aðalstjórn og aðstoðar nefndir félagsins og almenna félagsmenn eftir þörfum.

Nýr starfsmaður

Gamlársdagsreiðin var að venju farin í Varmadal þar

sem tekið var á móti okkur af miklum höfðingsskap.

Reiðnámskeiðin eru nú hafin af fullum krafti.

Þorrablót Harðar var haldið í þriðja sinn frá því að það var

endurvakið og nú fyrir troðfullu húsi og komust færri að en vildu.

Íþróttasamband fatlaðra og Hörður stóðu fyrir ráðstefnu

um hestamennsku fyrir fólk með fötlun laugardaginn 11. febrúar og var hún vel sótt af fagfólki sem fæst við þjálfun fatlaðra af ýmsum toga.

Íslenski hesturinn hefur reynst vel við þjálfun og

endurhæfingu fólks með fötlun. Hestaíþróttin eru keppnisgrein á ólympíumótum fatlaðra og á alþjóðaleikum Special Olympics og á Íslandi er verið að þróa keppnis-form fyrir fólk með fötlun.

stuttar fréttir

Page 19: 3. tbl 2012

3719Hestamannafélagið Hörður -

Æskulýðnefnd Harðar hélt uppskeru-hátíð í Harðarbóli með pompi og prakt. Farið var yfir dagskrá vetrarins og veitt verðlaun fyrir árangur síðasta árs.

Æskulýðsnefnd Harðar þakkar fyrir ánægjulega kvöldstund og hlakkar til að vinna með ykkur öllum í vetur.

Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar

Fimm stúlkur luku knapamerki 4 í ár en það voru þær: Line (kennari), Hrönn Kjartansdóttir, Fanney Pálsdóttir og Hulda B. Kolbeinsdóttir, Súsanna (kennari). Á myndina vantar: Hörpu Snorradóttur og Kristínu Hákonardóttur. Við óskum stelpunum innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir knapamerki 2-3.

Guðjón Magnússon, formaður Harðar, heldur hér á Æskulýðsbikarnum sem veittur var af Lands-sambandi hestamannafélaga til Harðar nú nýverið. Hörður fær þennan bikar vegna öflugs starfs í æskulýðsmálum félagsins.

Hér er þeir knapar sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur á uppskeruhátðinni.Frá vinstri: Guðjón formaður Harðar; mestu framfarir á almennu reiðnámskeiði hlaut í barnaflokki Hrönn Gunnarsdóttir; efnilegasti knapinn í barnaflokki var Anton Hugi Kjartansson og Harpa Sigríður Bjarnadóttir hreppti tvo titla í ár en hún var besti knapinn og sýndi mestu framfarir á keppninsámskeiði í barnaflokki. Besti knapinn í unglingaflokki er Súsanna Katarína Guðmundsdóttir. Efnilegasti knapinn í ungmennaflokki er María Gyða Pétursdóttir, mestu framfarir á keppnisnámskeiði í ungmennaflokki er Bjarney Rósa Sveinbjörnsdóttir, besti knapinn í ungmennaflokki er Hildur Kristín Hallgrímsdóttir, mestu framfarir á keppnisnámskeiði á unglingaflokki er Lilja Dís Kristjánsdóttir, efnilegasti knapinn í ungmennaflokki er Hinrik Ragnar Helgasson. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju.

GrímutöltGrímutölt var haldið í reiðhöllinni, bæði í yngri flokkum og fyrir fullorðna.

Page 20: 3. tbl 2012

- Hestamannafélagið Hörður20

25.febrúar Kynbótaferð Harðar.

3. mars Árshátíðarmót (1. vetrarmót).

10.-11. mars GK gluggamót Harðar (fimmgangur, fjórgangur og 60m skeið).

17. mars 2. vetrarmót Harðar.

24. mars Kvennatölt (Lífstöltið).

25. mars páskaleikur (páskafitnes) æskulýðsnefndar í Reiðhöllinni.

31. mars Framhaldsskólamót.

7. apríl 3. vetrarmótið - Hrímnismót.

15. apríl Fáksreið.

19. apríl Æskulýðsmót á sumardag-inn fyrsta.

28. apríl Fákur kemur í heimsókn.

1. maí Firmakeppni Harðar.

6. maí Fjölskyldureiðtúr.

11.-13. maí WR íþróttamót Harðar.

20. maí Kirkjureið.

26.maí Formannsfrúarreið.

1.-3. júní Gæðingamót Harðar (úrtaka fyrir Landsmót).

9. júní Náttúrureið.

28. júní Riðið á landsmót.

10.-12. ágúst Sumarsmellur Harðar.

Fleiri viðburðir væntanlegir og auglýstir sérstaklega.

Dagskrá

MótanefndRagnheiður Þorvaldsdóttir (formaður)

Line Nörgaard (gjaldkeri)

Bjarney Rósa Sveinbjörnsdóttir (ritari)

Vilhjálmur Þorgrímsson

Hildur Kristín Hallgrímsdóttir

Sigurður Ólafsson

Droplaug Ýr Magnúsdóttir

Jóna Dís Bragadóttir

Jóhann Þór Jóhannesson

Frosti Richardsson

Oddrún Ýr Sigurðardóttir

Magnús Ingi Másson

Halldóra Huld Ingvarsdóttir

Jón Bjarnason

Ragna Rós Bjarkadóttir

Gunnar Valsson

Hallgrímur Óskarsson

Harðar fréttir»Fréttabréf Hestamannafélagsins Harðar - Kemur nú út á síðum Mosfellings nokkrum sinnum á ári

reiðhallarnefndGuðjón Magnússon (formaður)

Sigurður Ólafsson

Ragnhildur Traustadóttir (gjaldkeri)

Alexander Hrafnkelsson

Karl Lárusson

Gyða Árný Helgadóttir

Hörður Bender

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Teitsson

Guðmundur Björgvinsson

LífstöltsnefndinAnna Björk Eðvarðsdóttir

Berglind Inga Árnadóttir

Hólmfríður Ólafsdóttir

Súsanna Sand Ólafsdóttir

Margrét Dögg Kjartansdóttir

Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Line Nörgaard

Helena Kristinsdóttir

Helena Jensdóttir

Hólmfríður Halldórsdóttir

Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir

Þórhildur Þórhallsdóttir

Stofnuð hefur verið nefnd í Herði sem hefur það hlutverk að kanna hvort grundvöllur sé að taka upp Póló íþróttina á Íslandi. Það verður farið rólega í þetta og vandað til alls undirbúnings áður en nokkur keppni fer fram. Leitað verður til félagasamtaka í Bretlandi um aðstoð við að koma þessu á.

Pólónefnd stofnuð­ í Herð­i

Styrktaraðilar: Folatollur frá Bæring í Stórahofi, Gulli í Snæland, Rúnar Guðbrands (Hrímnir) gaf folatoll og veglegt beisli og Dalsgarður gaf veglega blómvendi.

Karlatölt Harðar

B úrslit / 1 flokkur

A úrslit 2 flokkur

A úrslit 1 flokkur

A úrslit opinn flokkur

Page 21: 3. tbl 2012

3721Hestamannafélagið Hörður -

ÆskulýðsnefndRagnhildur Ösp Sigurðardóttir (formaður)

Ragnhildur Traustadóttir (gjaldkeri)

Arnar Jónsson Aspar

Margrét Sveinbjörnsdóttir

Páll Þórhallsson

KvennadeildHólmfríður Ólafsdóttir (formaður)

Ragnhildur Traustadóttir (gjaldkeri)

Þórhildur Þórhallsdóttir (ritari)

Ragna Rós Bjarkadóttir (skemmtari)

Berglind Inga Árnadóttir (skemmtari)

BeitarnefndValdimar Kristinsson (formaður)

Gígja Magnúsdóttir (gjaldkeri)

Guðmundur Björgvinsson

Sigvaldi Haraldsson

Rúnar Sigurpálsson

Guðmundur Magnússon

UmhverfisnefndGylfi Freyr Albertsson (formaður)

Ragnar Lövdal

Viðar Pálmason

Jóhann Þór Jóhannesson

Konráð Adolfsson

Ingibjörg

FerðanefndSæmundur Eiríksson (formaður)

Gísli Þór Ólafsson

Herdís Hjaltadóttir

FjáröflunarnefndSigurður Teitsson (formaður)

Ragnhildur Traustadóttir

Ragna Rós Bjarkadóttir

Karl Lárusson

FræðslunefndHelena Jensdóttir (formaður)

Maríanna Eiríksson

Lilja Ívarsdóttir

Berglind Rafnsdóttir

Guðrún Magnúsdóttir

ÁrshátíðarnefndHólmfríður Ólafsdóttir (formaður)

Ragnhildur Traustadóttir

Ragna Rós Bjarkadóttir

ReiðveganefndSæmundur Eiríksson (formaður)Bjarni GuðmundssonIngólfur SigþórssonGuðmundur JónssonHelgi ÓlafssonJóhannes OddssonRagnheiður Þórólfsdóttir

KynbótanefndElías Þórhallsson (forseti)

Ingvar Ingvarsson

Pétur Jónsson

Árni Ingvarsson

VallarnefndGunnar Valsson (formaður)

Sigurður Ólafsson

Gylfi Freyr Albertsson

HesthúseigendanefndBirgir Hólm Ólafsson (formaður)

Ágúst Sumarliðason

Alexander Hrafnkelsson

Eysteinn Leifsson

Júlíus Ármann

PólónefndGuðjón Magnússon (formaður)

Hákon Hákonarsson

Frosti Richardsson

Árni Þór Þorbjörnsson

BygginganefndGuðjón Magnússon (formaður)

Sigurður Teitsson

Gunnar Valsson

Ragna Rós Bjarkadóttir

Guðmundur Björgvinsson

RitstjóranefndRagna Rós Bjarkadóttir

Guðjón Magnússon

Gyða Árný Helgadóttir

Umsjón VefsGyða Árný Helgadóttir

Ragna Rós Bjarkadóttir

Rekstur HarðarbólsRagna Rós Bjarkadóttir

Ragnhildur Traustadótti

Fræðslunefnd fatlaðraAuður Sigurðardóttir (formaður)

Leifur Leifsson

Frosti Richardsson

Arnar Jónsson Aspar

Hólmfríður Halldórsdóttir

FramhaldsskólanefndGuðjón Magnússon (formaður)

Súsanna Sand Ólafsdóttir

Þórhildur Þórhallsdóttir

Berglind Inga Árnadóttir

Line Nörgaard

StóðhestanefndHákon Hákonarsson (framkvæmdarstjóri)

Þórir Ólafsson (fjármálastjóri)

Hilmar Stefánsson (skemmtanastjóri)

Rekstrarstjóri HarðarRagna Rós Bjarkadóttir

Stjórn HarðarGuðjón Magnússon (formaður)

Ragnhildur Traustadótti (gjaldkeri)

Alexander Hrafnkelsson

Sigurður Ólafsson

Gyða Árný Helgadóttir

Karl Már Lárusson

Auður Sigurðardóttir

Sigurður Guðmundsson

Hörður Bender

NEFNDIR HARÐAR

Page 22: 3. tbl 2012

Kristján Þór gengur til liðs við Keili Kylfingurinn og íþróttamaður Mos-fellsbæjar, Kristján Þór Einarsson, hefur ákveðið að ganga til liðs við Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði. Kristján hóf að æfa golf árið 1998 og hefur alla tíð síðan æft hjá Golf-klúbbnum Kili í Mosfellsbæ og ljóst er að það verður mikill missir af Kristjáni. Þessi ákvörðun Kristjáns kemur í kjölfar þess að Ingi Rúnar þjálfari hans hætti á dögunum störf-um fyrir GKJ en hann hefur verið íþróttastjóri klúbbsins og þjálfari Kristjáns síðustu ár. Ljóst er að þeir hafa unnið náið saman og vilja gera áfram. „Ég vil halda áfram að vinna með kennara mínum, svo er þetta líka ágætis tímapunktur til að breyta til. Ég stefni að því að gerast atvinnumaður eftir tvö ár þegar ég hef lokið námi í Bandaríkjunum. Keilir er góður klúbbur með marga góða kylfinga innanborðs og mér veitir ekki af samkeppninni,“ segir Kristján Þór. Bæði Kristján og Ingi Rúnar hafa átt farsælt samstarf með golfklúbbnum Kili og unnið til fjölda titla saman og kveðja nú eftir fjölmörg ár í Mosfellsbæ.

- Íþróttir22

N1 deild karla í handknattleik

Afturelding - Akureyri

fimmtudAgur 1. mArs kl. 18.30

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­

Á dögunum var Bjarki Már Sverrisson ráð-inn þjálfari hjá knattspyrnuliði Hvíta ridd-arans. Hann er reyndasti þjálfari í röðum knattspyrnudeildar Aftureldingar og er því mikill fengur fyrir Hvíta riddarann. Bjarki mun starfa áfram sem yfirþjálfari barna- og unglingaráðs knattspyrnudeild-ar Aftureldingar og þjálfa 2. flokk félagsins. Sem kunnugt er hefur Knattspyrnuliðið Hvíti riddarinn verið einskonar dótturfé-lag meistaraflokks Aftureldingar á undan-förnum árum. Kostirnir við samstarfið hafa margoft sannað gildi sitt. En til að mynda fá þeir leikmenn sem komnir eru upp úr 2. flokki tækifæri til að halda áfram að stunda

knattspyrnu í heimabyggð þó svo þeir, af einhverjum ástæðum, leiki ekki með meist-

araflokki Aftureldingar. Þurfa ekki að leita annað.

Einnig fá öflugir leikmenn 2. flokks tæki-færi til að spreyta sig með meistaraflokksliði í 3. deild og öðlast þannig dýrmæta reynslu. Mikill hugur er í leikmönnum Hvíta riddar-ans fyrir komandi tímabil, enda margir þar á ferð sem hafa æft undir leiðsögn Bjarka í yngri flokkum Aftureldingar.

Stutt er í fyrstu leiki í lengjubikar og leggja menn allt kapp á að mæta tilbúnir til leiks þar. Á myndinni má sjá forseta knatt-spyrnudeildar Hvíta riddarans, Kristján Sigurðsson undirrita þjálfarasamning við Bjarka Má Sverrisson.

Blúsað í MOSÓ

Afrekshópar Taekwondosambands Íslands voru nýverið stofnaðir fyrir unga og efnilega iðkendur. Hóparnir eru tveir, annars vegar ólympískur bardagi og form. Úrtökuæfingar voru haldnar í upp-hafi árs og komst töluverður fjöldi iðkenda frá Aftureldingu inn í hópana tvo. Fyrir ári síðan átti Afturelding helming allra iðkenda í báðum hópum. TKÍ hefur fjölgað sætum í hópunum um helming og því ber að fagna. Nú skarta afrekshóparnir iðkendum úr flestum félögum á landinu og hefur TKÍ tilkynnt að mikil áhersla verði lögð á afrekshópa fyrir börn og unglinga næstu árin.

Taekwondodeild Aftureldingar hefur sótt mikið í sig veðrið síð-astliðin tvö ár og hefur farið úr neðstu sætunum yfir í 2.-3. sæti á öllum mótum. Eftir mánuð fer fram Íslandsmeistaramótið í ól-ympískum bardaga og þar á eftir bikarmót III. Deildin æfir stíft fyrir bæði mótin og mun senda fjölda iðkenda til keppni. Að þeim loknum tekur við sjálfsvarnartímabil hjá deildinni og undirbúning-ur fyrir beltapróf sem haldið er í lok hverrar annar. Fólk sem hefur

áhuga á að læra sjálfsvörn getur skráð sig í deildina enda hægt að greiða fyrir einn mánuð, einungis kr. 6000. Dagskrá deildarinnar og æfingaáætlanir er að finna á síunni www.afturelding.tki.is

Íris Eva sló Íslands-metið í loftriffli Reykjavíkurmótið í loftskammbyssu og loftriffli var haldið á dögunum í Egilshöllinni. Þar setti Mosfell-ingurinn Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslands-met í loftriffli, fékk 383 stig af 400 mögulegum. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen SR með 559 stig og Mosfellingurinn Sigfús Tryggvi Blumenstein SR varð annar með 522 stig.

Á dögunum innsiglaði knattspyrnudeild Aftureldingar samstarfssamninga við tvö mosfellsk fyrirtæki um stuðning við starf-semi deildarinnar. Fyrirtækin ættu að vera öllum Mosfellingum að góðu kunn. Annað vegar er um að ræða Ístex sem framleiðir Lopa, band og ullarteppi úr íslenskri ull. Ístex er einnig með hönnun og viðamikla útgáfustarfsemi á prjónabókum. Hins vegar er það fyrirtækið Matfugl sem er einn stærsti framleiðandi kjúklingakjöts á landinu. Með aukningu á hlutdeild kjúkl-ingakjöts á kjötmarkaði er fyrirtækið einnig með hátt hlutfall á seldu kjöti á landsvísu.

Í þakklætisskyni munu auglýsingar frá fyrirtækjunum prýða bakið á keppnispeys-um meistarflokks karla í knattspyrnunni þar sem mikill uppgangur er um þessar mundir, enda stefnir liðið á að fara upp um deild næsta sumar.

Knattspyrnudeild gerir samstarfssamning við mosfellsku fyrirtækin Ístex og Matfugl

Traustir bakhjarlar í boltanum

Guðjón Kristjánsson framkvæmdastjóra Ístex, Pétur Magnússon formann meistaraflokksráðs og Svein Jónsson framkvæmdastjóra Matfugls. Standandi fyrir aftan eru Birgir Freyr Ragnarsson fyrirliði og Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban markaskorari.

Hvíti riddarinn ræður Bjarka Má sem þjálfara

Iðkendur úr taekwondodeild UMFA valdir í afrekshóp

forsetinn og þjálfarinn

taekwondodeildin æfir stíft um þessar mundir

Badmintondeild Aftureldingar hefur að undanförnu boðið uppá byrjandanámskeið fyrir fullorðna og hafa viðtökurnar verið vægast sagt góðar. Fullbókað var á fyrsta námskeið, hátt í 12 manna hópur. Æfing-ar eru á þriðjudögum kl. 18-19 að íþrótta-húsinu að Varmá og er Jórunn Oddsdóttir þjálfari. Þetta er liður í átaki í því að auka íþróttaiðkunn Mosfellinga og efla tengsl foreldra við íþróttaiðkunn barna sinna. Því það sýnir sig að áhugi barna eykst til muna ef foreldrar taki virkan þátt í iðkunn þeirra eða sýni íþrótt þeirra áhuga.

Í framhaldi af þessu er hugsunin að bjóða uppá badmintontíma fyrir yngri iðkendur ásamt foreldrum um helgar næsta haust. Allt gert til að auka tengsl milli foreldra og barna og verður gaman að sjá hvernig sú uppbygging mun reynast til lengri tíma liðið. Heimasíða deildarinnar er www.aft-urelding.is/badminton.html

badminton er skemmtileg en krefjandi íþrótt

Aldrei og seint að byrja að æfa badminton

Page 23: 3. tbl 2012

kvöldstund með okkur til styrktar góðu málefni.Blúsað í MOSÓFimmtudaginn 23. febrúar kl. 21:00

munu Andrea Gylfadóttir og Future Blues Project halda Hvíta Riddaranum til styrktar

Knattspyrnudeildar Aftureldingar

Hvalreki fyrir unnendur blússins

enda er sennilega enginn fremri

Andreu að túlka og syngja blús

og er það eitthvað sem þú mátt

ekki missa af!

Miðaverð er 2.000 krónurÁfram Afturelding!

Ekki láta þig vanta og eigðu eftirminnilega

kvöldstund með okkur til styrktar góðu málefni.

Traustir bakhjarlar í boltanum

Page 24: 3. tbl 2012

- Herrakvöld Lions 201224

Þjónusta við mosfellinga

textureH Á R S T O F A

textureSnyrtiStofa

naglaáSetning

textureHáholti 23, Mosfellsbæ566 8500

tímapantanir í síma

SnyrtiStofanaglaáSetning

Þverholti 2 • Mosfellsbæ

Sími: 586 8080www.fastmos.ishafðu samband E

.BA

CK

MA

N

Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali

Viltuselja...

E.B

AC

KM

AN

www.fastmos.is

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.isHelgi Ólafsson og Sæmundur Eiríksson. Gylfi Guðjónsson og Þórarinn Jónsson.

Sveinn Sveinsson, Ingvar Ingvarsson, Gunnar Magnússon og Þengill Oddsson.

Glæsilegt sjávarréttahlaðborð að hætti Vignis í Hlégarði var borið fram á árlegu herrakvöldi sem fram fór 10. febrúar.

Ólafur Haukur Pétursson og Yngvi Guðmundsson.

Guðni Ágústsson og Guðmundur Jónsson.Gunnar Pétursson og Ingimundur Einarsson.

Herrakvöld Lionsklúbbs Mosfellsbæjar

Ívar Benediktsson og Valur Oddsson.

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

WWW.ALAFOSS.IS

Á L A F O S SVerslun, Álafossvegi 23

FLOTT hönnun

lampar úr íslensku

fjörugrjóti

erum á facebook

AR hönnunHafðu samband s:6924005 ANNA ÓLÖF

öðruvísi jólagjöf

FLOTT hönnun

lampar úr íslensku

fjörugrjóti

öðruvísi jólagjöftilvalin tækifærisgjöf

EinkakEnnslaTek að mér nemendur

í einkakennslu í íslensku. Tek einnig

að mér prófarkalestur.Hjördís Kvaran

kennaris. 845-8473

Page 25: 3. tbl 2012

25

Þjónusta við mosfellinga

Herrakvöld Lions 2012 -

Opnunartímisundlauga

lágafellslaugVirkir dagar: 6.30 - 21.30

Helgar: 8 - 19

VarmárlaugMán.-fös.: kl. 6.30-8 og 16-20.Lau.: kl. 9 - 17. Sun.: kl. 9-14

aMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

f

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI

Svanþór Einarsson, Guðjón Kristinsson, Kristinn Guðjónsson og Gunnar Guðjónsson.

Kristján Magnússon og Marteinn Magnússon. Magnús Már Byron Haraldsson og Vignir Kristjánsson.

Finnur Kristjánsson, Jóhann Magnússon, Guðmundur Björnsson og Stefán Arnalds.

Halldór Kristinsson og Kristinn Ingi Halldórsson.

Haukur Ólafsson, Sigurður Teitsson og Ingvar Ingvarsson. Sigurbjörn Árnason og Einar Hólm.

Magnús Þór, Þorbjörn Eiríksson og Magnús Sigsteinsson.

Herrakvöld Lionsklúbbs Mosfellsbæjar

Gerið verðsamanburð.Hundaheimur - Háholt i 18 - S ími 551-3040

Opið a l la v i rk a daga á mi l l i 12 :00 t i l 18 :00

Mikið úrval af sérvöru á góðu verði

fyrir hunda og ketti.

ÚtfararstofanFold

Sími 892 4650Netfang: [email protected] - Vefsíða: foldehf.is

ÚtfararstofanÚtfÚÚÚtftftftfaftffarararsrsstotofofaoffanFoldFoldfFoFoldldl

Gísli Gunnar Guðmundsson

GuðmundurÞór Gíslason

Elfar Freyr Sigurjónsson

Íslenskar kistur og krossar.Þjónusta allan sólarhringinn

Komum heim til aðstandenda eftir óskum.

Page 26: 3. tbl 2012

- Aðsendar greinar26

Ljóshraðinn ... kíkir í Fiskbúðina Mos

Ég er með MS sjúkdóminn sem haldið hefur verið fram að geti stafað af D vítamín skorti. Mér finnst það koma vel til greina þar sem ég hef aldrei þolað að vera úti í sólinni. Ég er með dökkt hár en rautt skegg.

Til að ná mér í D vítamín og Omega3 fer ég í fisk-búðina í Mosó. Ég mæli eindregið með því að allir Mosfellingar versli í fisk-búðinni okkar.

Í Kærleiksvikunni var líka boðið upp á knús í fiskbúð-inni og það var því tvöföld ástæða fyrir mig að fara og sækja risaknús með fisknum.

Ég vil líka benda fólki á að auk frábærs fisks bjóða þeir upp á matarolíur. Olíurnar þeirra eru allar í dökkum flöskum sem á að varðveita virkni olíunnar.

Að ég tali nú ekki um hvað þrumarinn er góður hjá þeim.

Mín skoðun: Frábær, falleg og góð fiskbúð, sem Mosfellingar geta verið stoltir af.

LaLLi Ljóshraði

siggi tekur á honum stóra sínum

á spjaLLi

Að­send­Ar greinArGrein­um skal skila in­n­ með tölvupósti á n­etfan­gið

mosfellin­gur@mosfellin­gur.is og skulu þær ekki vera len­gri en­ 500 orð.

Greinum skal fylgja fullt nafn ásamt mynd af höfundi.

MOSFELLINGUR

Ég hef alla tíð verið mjög orkumikil og þurft að hafa nóg fyrir stafni. Þegar ég var yngri þurfti ég ávallt félagsskap og foreldr-ar mínir voru í fullri vinnu með að finna handa mér „verkefni“. Það var hinsvegar einn galli og hann var sá að ég átti gífur-lega erfitt með að einbeita mér og þess vegna var ég að fara úr einu yfir í annað.

Mér gekk mjög vel í skóla fram að 5. bekk. Ég man vel eftir því þegar ég sat við gluggann í skóla-stofunni og fylgdist með krökkunum í eldri deild-inni ganga framhjá. Ég gat á engan hátt einbeitt mér í tímum og var hætt að nenna að læra heima. Tungumál voru hinsvegar greinar sem ég þurfti lítið að hafa fyrir. Það voru raungreinarnar sem voru mér sem algjör ráðgáta.

Ég man ekki til þess að hafa lært fyrir próf í gaggó. Ég átti það til að skima yfir bækurnar degi fyrir próf, en vandamál mitt með bækur hefur alltaf verið það að muna ekki hvað ég les.

Á þessum aldri gaf ég mér aldrei tíma í neitt. Ég skipulagði mig ekki, ég átti erfitt með að átta mig á hvað ég þyrfti mikinn tíma í lærdóm, koma mér á milli staða og almennt átta mig á því hvernig tíminn leið.

Eftir grunnskóla hef ég lagt í þrjár tilraunir til að mennta mig á framhaldsskólastigi. Ég gafst alltaf upp. Ég hef ráðið mig í vinnu og þrátt fyrir að hafa alltaf fengið þau ummæli að vera orku-mikill og góður starfsmaður þá hélt ég aldrei vinnu. Vandamálið mitt var slæmt tímaskyn og eilífur vítahringur. Ég vissi að ég væri að bregðast fólki í kringum mig og því kom þessi eilífa frest-unarárátta.

Í dag veit ég hvað var og er að. Ég fæddist með ADHD og er lesblind. Ég hélt alltaf að það að vera lesblindur þýddi að stafirnir dönsuðu á síðunum, allt rynni saman í eitt við lestur og þess háttar en komst hinsvegar að því að sú er ekki raunin. Ég man alltaf eftir fyrsta deginum í leiðréttingu hjá Lesblindulist. Ég var virkilega kvíðin fyrir þessu öllu saman en það hvarf fljótt vegna vinalegs við-móts og afar hlýlegra móttaka. Ég fann fljótt hvað þær aðferðir sem mér voru kenndar voru á allan hátt stórkostlegar.

Ég hef alla tíð leitað eftir einhverskonar tækni

til þess að ná þessu svokallaða „núi“. Ég hafði verið í meðferð á vegum Land-spítalans þar sem var farið yfir árvekni. Ég náði henni aldrei. Ég var uppfull af spurningum eins og „Hvernig finn ég þetta nú?” , „Hvenær næ ég þessu núi?” og það var ekki fyrr en ég kynntist jafn-vægispunktinum hjá Lesblindulist sem ég náði þessu „núi“ sem allir voru að

tala um. Ég næ 100% einbeitingu með jafnvæg-ispunktinum.

Ingibjörg Bryndís, sem ég var í leiðréttingu hjá, lét mig lesa blaðsíðu í bók.

Ég byrjaði að lesa og svo tók hún bókina af mér og spurði: „Hvað varstu að lesa um?“.

Ég man að mér hitnaði allri að innan og viður-kenndi svo að ég myndi ekki neitt nema tvö orð: Stærðfræði og stafsetning.

Hún bað mig þá um að finna punktinn minn, sem við vorum búnar að æfa okkur í og ég hélt svo áfram að lesa. Aftur tók hún bókina af mér og spurði mig um hvað ég hefði verið að lesa. Ég þuldi upp allan textann nánast orðrétt, mundi greinarmerkin og hvar hver setning væri staðsett á blaðsíðunni. Ég gleymi því aldrei hvað mér þótti þetta merkilegt. Ég man enn þann daginn í dag hvað ég las og hvernig textinn var uppsettur.

Ég hélt að ég væri vitlaus. Ég hélt að ég væri löt. Eftir leiðréttingu þá finnst mér ég geta tek-ist á við allt. Ég geri mér betur grein fyrir því að ég þurfi að sýna sjálfri mér meiri skilning og gefa mér meiri tíma í að styrkja mig. Það sem betra er, ég geri mér betur grein fyrir því hvar styrkleikar mínir liggja.

Ég veit betur hvernig best er að glósa í skólan-um, ég á auðveldara með að lesa texta og muna hvað ég var að lesa. Ég á líka mun auðveldara með að átta mig á tímanum og gera mér grein fyrir því að hann líður, alveg sama hvað. Ég hlakkaði til að mæta í leiðréttingu hjá Íbí. Ég hlakkaði til að leira orð, ég hlakkaði til að fá enn meiri staðfestingu á því að ég væri vel gefin.

Allar þessar aðferðir sem ég lærði hafa hjálpað mér og þær geta enn betur hjálpað mér ef ég er dugleg að nota þær. Vitneskja skiptir engu máli ef maður nýtir hana ekki.

Íris Hólm

reynslusaga úr Lesblindulist

Sendið okkur myndir af nýjum Mos-fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið [email protected]

Stúlka fædd 11. janúar 2012. Þyngd: 4560 gr og lengd: 53 cm. Búið að nefna hana Þórdís Lára Rebora. Foreldrar: Heiða Björg Tómasdótt-ir og Michele Rebora til heimilis í Lindarbyggð 16.

Mosfellsbær, bærinn okkar hefur sett sér það markmið að verða mistöð heilsuefl-ingar á Íslandi. Ein af leið-unum að því markmiði er þátttaka í stofnun Heilsu-vinjar í Mosfellsbæ, klasa-samstarfs áhugaaðila um eflingu heilsutengdrar þjón-ustu í bænum.

Nú þegar er heilsutengd þjónusta stærsta atvinnugrein Mosfellsbæj-ar og má þar nefna eftirfarandi staðreyndir:• Reykjalundur er stærsta end-urhæfingarsjúkrahús landsins. Á þriðja hundrað manns starfa þar, fjöldi sérfræðinga í heilsueflingu og endurhæfingu.• Öflugt starf í ungbarnasundi en þeir Snorri og Óli hafa verið leið-andi á þessu sviði um árabil.• Á sviði heildrænnar meðferðar er mikil gróska og margir sjálfstætt starfandi meðferðaraðilar í Mos-fellsbæ. • Nokkur fjöldi fólks starfar sjálf-stætt að ýmiskonar heilsuráðgjöf og eru óvíða jafnmargir lýðheilsufræð-ingar en einmitt í Mosfellsbæ.

• Náttúran, sundlaugarnar,íþróttamiðstövarnar, göngustígar, íþróttafélög-in, golfvellirnir, reiðað-staðan og allt fólkið sem sinnir þessum perlum, ýmist í sjálfboðastarfi eða að atvinnu skapar einstök skilyrði til heilsubótar.

Lítum nú í eigin barm. Hvernig sinnum við okkar eigin heilsu, haf-andi þessa frábæru aðstöðu til þess? Ég er þess fullviss að við getum öll hugað betur að eigin heilsu og heilsu barna okkar og nánustu fjölskyldu.

Nú hefur verið ákveðið að standa fyrir heilsuári 2012 og verða viðburð-ir ársins kynntir á heilsudagatali sem verið er að útbúa. Hvetjum við Mosfellinga til virkrar þátttöku. Há-punkturinn verður landsmót 50+ í júní, en fjöldi annarra viðburða fyrir alla aldurshópa verða á dagskránni. Fylgist með starfi Heilsuvinjar á www.heilsuvin.com, á Facebook og á síðum Mosfellings.

Jón Pálssonformaður stjórnar

Heilsuvinjar í Mosfellsbæ

Heilsuárið 2012 í Mosfellsbæ

Er heilsugarðurinn þinn vel ræktaður?

MOSFELLINGURkEmur næst

15. marsSkilafreStur fyrir efni

og auglýSingar er til hádegiS 12. marS.

takk fyrir

LaLLi fær kærLeiks-knús í fiskbúðinni

Page 27: 3. tbl 2012

pizz

ur þ

ráðl

aust

net

kal

dur a

f kra

na c

rebe

s bo

ltinn

í be

inni

kaffi

risa

skjá

r sam

loku

r sa

mlo

kur l

asag

ne h

eitt

súkk

ulað

i

creb

es p

izzu

r ka

ffi ri

sask

jár s

amlo

kur

lasa

gne

heitt

súkk

ulað

i bol

tinn

í bei

nni

sam

loku

r þrá

ðlau

st n

et k

aldu

r af k

rana

Kaffi- og veitingahús - Háholti 14 - S. 586 8040

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Ester EirPassið ykkur Mosfellingar... Vottarnir eru

að labba í hús. Dragið fyrir, slökkvið ljósin og felið ykkur..!! ;P

11. febrúar

Brynja Lyngdal Magnús-dóttir

Í dag, 8. febrúar, eru tuttugu ár síðan Jón Blomsterberg hrasaði um ómótstæðilega töfra mína og hefur ekki beðið þess bætur síðan. Af því tilefni var ég vakin með ástar-orðum og kossi. Hann er nú sjarmör þessi gamli skröggur :)

8. febrúar

Atli Bjarna-son Jæja Rizzo Pizzeria er að opna

í Mosó á næstu dögum hvernig lýst ykkur á það? ;) 17. febrúar

Greta Sal-óme Stef-ánsdóttirÍslenska eða

enska? Jæja það streyma inn skilaboð frá hinum og þessum um hvort lagið “Mundu eftir mér” eigi að vera á íslensku eða ensku. Ég er meira að segja búin að sjá einhverjar fréttir um að búið sé að taka upp lagið á ensku, sem er ekki rétt. 18. febrúar

Ingi Rúnar GíslasonEr á sölulista ásamt einum

besta kylfingi landsins. Heyri ég tilboð?

6. febrúar

Hrafnhildur Jóhannes-dóttirfékk bestu

afmælisgjöf ever frá mín-um heittelskaða Jógvan Hansen....miða á tónleika með Madonnu á Parken í sumar - ég er að deyja úr spenningi ;)))))

21. febrúar

Úlfhildur GeirsdóttirBirta mín er svo hugfangin

af þessum eina hvolpi sínum að hún steingleym-ir að hún þarf að fæða fleiri, en vonandi koma þeir fljótlega og þá er það spurningin, hvað eru margir eftir?

17. febrúar

27Þjónusta við Mosfellinga -

hundaeftirlitið í mosfellsbæí mosfellsbæ búa nokkur hundruð hundar af öllum stærðum og gerðum. Þegar snjóa leysir, kemur ýmislegt í ljós.- eigendum hunda er skylt að þrífa upp saur eftir þá, samkvæmt sam-þykkt um hundahald í mosfellsbæ.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

LISTRÆN FAGMENNSKAARTPROARTPRO

www.artpro.is

STAFRÆN PRENTUNÁ NÝ Í MOSFELLSBÆ(ÁÐUR LJÓSRIT OG PRENT - NIKKI)

STAFRÆN PRENTUN

STÓRLJÓSMYNDAPRENTUN

Litun og plokkun fylgir FRÍTT með öllum andlitsmeðferðum

Snyrtistofan Alexía hefur opnað á Sprey

Tímapantanir í síma 517-6677

í febrúar

RauðakRosshúsið ÞveRholti 7Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-15 og miðvikudaga kl. 13-16.

Fjölbreytt dagskrá, örnámskeið, kynningar, skiptifatamarkaður, aðstoð við atvinnuleit og fleira.

Alltaf heitt á könnunni. Allir velkomnir. Atvinnuleitendur sérstaklega hvattir til að koma.

Upplýsingar á www.raudikrossinn.is/kjos og í síma 564 6035

Þjónustuauglýsingí mosfellingi

kr. 5.000 + vsk.*

nafnspjaldastærð = 97 x 52 mm

*Miðast við 5 birtingar eða fleiri - [email protected]

ÖkukennslaGylfa GuðjónssonarSími: 696 0042

Sá flottasti í bænum

Snyrti-, nudd & fótaaðgerðastofan

Líkami og sáls. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

Með hverjum keyptum miða á árshátíð Mosfellsbæjar fæst 15% afsláttur af öllum meðferðum

Kenni á bíl, bifhjól eða skellinöðru!

Fáið tilboð, kenni allan daginn Annast einnig ökumat og upprifjun fyrir eldri borgara

Lárus Wöhler löggiltur ökukennari

Er með mótor-hjólahermi, frábært fyrir byrjendur

ÖKuKennSla láruSar GSm 694-7597 - [email protected]

MOSFELLINGUR

Kaffi, kökur og nýsmurt brauð

Verið velkomin

Kaffihúsið

á Álafossi

Kaffihúsið

á Álafossi

Page 28: 3. tbl 2012

svanhildursteinarsdóttir

Fiskréttur með Nachos og heimabökuðu brauði

Hráefni:800 gr. ýsa eða þorskur 300 gr. nachos50 gr. blaðlaukur1 til 2 paprikur 3 dl. mild salsasósa125 gr. rjómaostur með hvítlauk, rifinn ostursalt og nýmalaður svartur pipar

Aðferð:Smyrjið eldfast mót með smjöri. Setjið nachos flögur í botninn á forminu og raðið fisknum í bitum ofan á. Kryddið með salti og pipar. Skerið blaðlauk og grænmeti fínt niður og stráið yfir. Hræra saman salsasósu og rjóma-osti, það síðan sett yfir ásamt rifnum osti.

Bakið við 175°C í 25 mínútur. Borið fram með salati (ef fólk vill og heimabökuðu brauði)

Heimabakað brauð:3 dl. grófmalað spelt; 2 dl. spelt múslí; 1 dl. hrísgrjóna-mjólk; 2 dl. soðið vatn; 4 tsk. vínsteinslyftiduft; 1 dl. fræblanda (einnig er hægt að setja rúsínur eða döðlur);1 dl. kókósflögur (kókósmjöl); Aðferð: Allt sett í skál og hrært saman með gaffli (ekki hnoðað). Deigið á að vera blautt. Sett í smurt form eða gúmmíform. Bakað í 30-40

mínútur við 180°C Ég skora á heimsins bestu kokka og tengdasyni þá Sigurjón og Jogvan...

njótuMlífsinsTíminn líður gríðarlega hratt og áður

en maður veit af er æskan orðin að

minningu. Minningu um áhyggjulaust

líf þar sem maður framkvæmdi nán-

ast allt sem manni datt í hug. Ég held

maður nemi ekki almennilega staðar

fyrr en undir lok táningsáranna og líti

til baka, en hvað er þá að sjá?

Alltof ungir krakkar fá rándýra,

ónauðsynlega snjallsíma og tölvur frá

foreldrum sínum í stað góðra útivist-

arfata og leikfanga. Tölvunotkun og

sjónvarpsgláp er að sjálfsögðu ekki

gott fyrir heilsuna en það vita allir og

ætla ég ekki að fara út í þá sálma. Það

sem ég held að hvarfli ekki að fólki

er hversu innihaldslausar minningar

þetta gefi börnum.

Ég er 19 ára gömul og það hefur verið

til tölva á heimilinu mínu frá því að ég

man eftir mér. Þegar ég hugsa til baka

man ég vissulega eftir einstaka tölvu-

leikjum sem ég spilaði og auðvitað var

notalegt að glápa á sjónvarpið með

fjölskyldunni í slæmum veðrum, en

minningarnar sem mér þykir vænst

um innihalda ekki minnsta vott af

tækni. Að því sögðu voru þær gjafir

sem glöddu mig mest, þegar allt kem-

ur heim og saman, ekki dýrustu og

flottustu leikföngin eða nýjustu sím-

arnir, heldur tíminn sem fjölskyldan

og vinirnir eyddu með mér. Ódýrustu

gjafirnar eru yfirleitt innihaldsríkustu

gjafirnar, maður þarf bara að leggja

ást sína og hug í þær.

Berjamó með fjölskyldunni, bakstur

með ömmu, hestbak með afa, hjólatúr

með mömmu, teikna með pabba og

einakróna með vinunum. Útileg-

ur, sumarbústaðaferðir, kofasmíði,

heimsókn í sveitina og alls kyns útivist

gerðu æskuna mína að þeim yndislega

tíma sem ég hugsa til með bros á vör.

Maður á að rækta samband sitt við

fólkið sem manni þykir vænt um og

skapa með því minningar sem vert er

að muna eftir. Því hvað annað mun

maður hugsa um þegar lífið er á enda

komið? Lífið á að vera ævintýri, ekki

kapphlaup við tæknina.

Þóra skorar á tengdasyni sína að deila með okkur uppskrift í næsta Mosfellingi

- Heyrst hefur...28

Skátastarf á Íslandi er 100 ára á þessu ári og hefur sjaldan verið jafn mikið að gera í þessari líflegu æskulýðshreyfingu og nú.

Fimm Gaukaskátar sem vinna að því að ljúka æðstu foringjaþjálfun sinni, Gilwell, tóku sig saman á dögunum og bjuggu til krefjandi götuleik fyrir 25 dróttskáta (13-16 ára) úr Mosfellsbæ og Breiðholti.

Týndur maður í snjóflóðiMarkmið leiksins var að láta krakkana

kynnast skátum úr öðru skátafélagi og leysa verkefni með þeim. Fengu þau að takast á við þrautir sem líktu eftir leit af týndum manni í snjóflóði, koma eldi yfir flóð af kjarnorkuúrgangi, spelka fótbrotinn liðsfélaga sinn, reyna á skilningavitin með blindrasmökkun og hvernig væri nú skáta-

fundur ef að grunnurinn í hnútakunnáttu væri ekki partur af dagskránni!

Verkefnið tókst með bros á vörLandið er í góðum höndum ef þetta er

æska landsins, því hvert verkefni var leyst með samvinnu, með mikilli útsjónarsemi og frumlegheitum. Hvort það var að gera brú yfir kjarnorkuflóðið eða hreinlega grýta eldi yfir eitrið var niðurstaðan ávallt sú sama, verkefnið tókst með bros á vör.

Eftir nauman sigur Bleiku fílanna var hreiðrað um sig í skátaheimili Mosverja með heitan kakóbolla og sykurpúða, nýja vini og tilhlökkun eftir að hittast öll að nýju, síðasta lagi á afmælis landsmóti á Úlfljót-svatni í sumar.

Dróttskátar úr Mosfellsbæ og Breiðholti í krefjandi götuleik

Ævintýralegur götuleikur skáta

Page 29: 3. tbl 2012

njótuMlífsinsTíminn líður gríðarlega hratt og áður

minningu. Minningu um áhyggjulaust

ast allt sem manni datt í hug. Ég held

maður nemi ekki almennilega staðar

fyrr en undir lok táningsáranna og líti

ónauðsynlega snjallsíma og tölvur frá

gott fyrir heilsuna en það vita allir og

ætla ég ekki að fara út í þá sálma. Það

er hversu innihaldslausar minningar

Ég er 19 ára gömul og það hefur verið

til tölva á heimilinu mínu frá því að ég

man eftir mér. Þegar ég hugsa til baka -

leikjum sem ég spilaði og auðvitað var

-

og vinirnir eyddu með mér. Ódýrustu

gjafirnar eru yfirleitt innihaldsríkustu

með ömmu, hestbak með afa, hjólatúr

heimsókn í sveitina og alls kyns útivist

gerðu æskuna mína að þeim yndislega

tíma sem ég hugsa til með bros á vör.

skapa með því minningar sem vert er

maður hugsa um þegar lífið er á enda

Þjónusta við mosfellinga smáauglýsingarSkrifstofuhúsnæði Herbergi sem er ca.12 ferm. og annað sem er ca. 20 ferm. og móttaka sem er ca. 25 ferm, þetta er á annarri hæð síðan er kaffistofa, tvö klósett og sturta og búningsaðstaða á neðri hæðinni. Þetta er í Flugumýri 14. Matthías s. 892-3787

Varðst þú vitni?Bíllinn minn var eyðilagð-ur í ákeyrslu á bílaplaninu við Þverholt 2, beint á móti Arionbanka einhvern tímann frá 25.-26. jan. Varðst þú vitni að því þegar ekið var á bílinn? Ef svo er vinsamlegast hafðu samband í síma 661-2019.

Hvít taska frá 66°NVið hér í Vesturhlíðinni á Skálatúni höfum undir höndum hvítan poka/tösku frá 66°N sem í er blár hálskoddi eða eitt-hvað slíkt, sem fannst á stoppistöðinni við Skála-tún. Sá sem saknar krag-ans getur haft samband í síma 530-6643.

Kjallaraíbúð til leigu Til leigu 3 herb. kjallara-íbúð í Brekkutanga. Reglusemi áskilin. Áhugasamir hafi samband í síma 586-8666

Óska eftir íbúð til leiguÉg er einstæð móðir með 8 ára gamla stelpu í Krikaskóla, sjálf er ég kennari í Varmárskóla, og er ég að leita eftir þriggja herbergja íbúð. Svana Björk. S:869-0307 [email protected]

Vantar íbúð til leiguBráðvantar leiguhúsnæði, eða ekki seinna en 1. mai.Skoða allt frá tveggja herb, upp í einbýli. Ath. kaupleiga kemur til greina. Reglusemi og öruggum greiðslum heitið.Uppl. hjá Guðmundi í s: 696-3400 eða á e-mail [email protected]

Bílskúr óskastVantar bílskúr eða svipað pláss í Mosfellsbæ (keyrsludyr ekki skilyrði) undir trésmíðaföndur, útskurð og fleira, upplýs-ingar í síma 566-7628, 858-7628 [email protected]

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

verslum í heimabyggð

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Berglindi í síma 697-5328 eða á [email protected]

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

lausagangahunda er bönnuðhandsömunargjald fyrir hund í lausagöngu er 21.500 kr.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

Vörubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

3725Þjónusta við Mosfellinga - 29

Góðir Menn ehf

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir• endurnýjun á raflögnum• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir

Löggiltur rafverktaki

Sky LanternSluktirSkýja

BYMOS - HáHOlti 14 - 270 MOSfellSBæ

...sem allir eru að tala um

Óskum eftir leiguíbúðÓskum eftir einbýlishúsi, parhúsi eða raðhúsi til leigu, eingöngu langtímaleiga kemur til greina. Erum hjón með tvö börn og erum traustir leigjendur.Kristrún 898-7558

Kjallaraíbúð til leiguTil leigu rúmgóð 2ja

herbergja kjallaraíbúð í Mosfellsbæ. Vinsamlegast sendið póst með helstu upplýsingum á netfangið [email protected]

Íbúð til leiguEinstaklingsíbúð til leigu í Tangahverfinu. Laus frá 10. mars. Upplýsingar í síma 775-2642

Hvað veistu um fótbolta? Knattspyrnudeild heldur Fótbolta-quiz á Hvíta riddaranum fimmtudaginn 1. mars kl 21.

Spyrill og spurningastjóri er Magnús Már Einarsson leikmaður í meistaraflokki og ritstjóri Fótbolta.net. Skemmtilegar spurningar fyrir alla fótboltaáhugamenn. Þátttökugjald er 1.000 krónur á mann en tveir eru saman í liði. Allur ágóði rennur í starf meistaraflokks karla í knattspyrnu. Vegleg verðlaun í boði fyrir fyrsta sætið og einnig fyrir efsta kvennaliðið. Óvæntur glaðningur fyrir neðsta liðið.

Page 30: 3. tbl 2012

það getur verið flókiðað rata í mosfellsbæ

hægri

vinstri

Hár og förðun aðeins 17.900 kr.full prufugreiðsla og prufuförðun

(tilvalið fyrir myndatökuna)+

Hárgreiðsla og förðun á fermingardaginn(tökum að sjálfsögðu mömmur líka)

Hárstofan SpreyHáholt 14 - s. 517 6677

fermingartilboð

Hárstofan sprey og snyrtistofan alexíakata: 690 5598ingibjörg: 663 8911

- Hverjir voru hvar?30

LaugardaLshöLLföstudaginn 24. febrúar kl. 20:30Jumboys - Ír í úrslitum bikarsins

bikarinn heim

Page 31: 3. tbl 2012

KJÖTKJÖTbúðinGrensásveg

búðin

Helgarsprengja

BBQ spare ribs 1.195 kr. - verð áður 1.995 kr.

Úrbeinað lambalæri fyllt með sælkerafyllingu

2.495 kr. - verð áður 3.495 kr.

Ungnauta entercote 3.495 kr. - verð áður 4.995 kr.

Lágafellslaug Mosfellsbæ

FIT 4 UUNGLINGANÁMSKEIÐ

13 - 16 áraHEILSUSAMLEGUR LÍFSTÍLL

Aðgangur að 10 stöðum World Class er innifalinn í námskeiðinu.

Næsta námskeið

27. febrúarskráning í afgreiðslu eða í síma 566 7888

krafturskeMMtiLegar

áskoranir

27www.mosfellingur.is - 372531www.mosfellingur.is -

shöLLföstudaginn 24. febrúar kl. 20:30

í úrslitum bikarsins

bikarinn heim

elduð vara

Opið: mán-fös 10-18:30, laU 11-16, sUn lOkað

Page 32: 3. tbl 2012

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected]

Opið virka daga frá kl. 9-18 • NetfaNg: [email protected] • www.berg.is • berg fasteigNasala stOfNuð 1989

pétur péturssonlöggiltur fasteignasali897-0047

Glæsilegt 279 fm. parhús á tveimur hæðum við Kvíslartungu. 80 fm svalir á bílskúrsþaki. Skipti á minni eign koma til greina. Lyklar á skrifstofu.

V. 31,5 m.

Kvíslartunga

Vel staðsett 225 fm. einbýli, þar af 60 fm. bílskúr með lítilli aukaíbúð. Sólstaofa með kamínu. Fallegur garður í góðri rækt. 4 góð svefnher-bergi. Húsið er laust í vor.

V. 41,0 m.

Asparteigur

Vel staðsett 233 fm. einbýli á tveimur hæðum á frábærum stað í Mosfellsbæ. Stór eignarlóð. Stór bílskúr. Eign í góðu viðhaldi.

EngjavegurMjög vel staðsett 219 fm. raðhús á tveimur hæðum við Stórakrika í Mos-fellsbæ. Húsið afhendist fokhelt. Laust strax. Lyklar á skrifstofu.

V. 25,5 m.

Stórikriki

Mjög fallegt og vel byggt 200 fm. einbýli á einni hæð á góðum stað í Leirvogstunguhverfi. Vandaðar innrétt-ingar og flottur frágangur. Allt fyrsta flokks. Afar fjölskylduvænt hús.

Leirvogstunga

586 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

Flugumýri 16ds. 577-1377896-9497

www.retthjajoa.is

www.retthjajoa.is

Seinni hluti sýningarinnar Huxi hefur verið opnuð í Listasalnum. Unglingar úr 10. bekk í Lágafellsskóla og Varmárskóla taka þátt í sýningunni með þeim félögum Hugleiki Dagssyni og Arnari Tönsberg. Hér má sjá hópinn ásamt kennurum sínum Örnu Björk og Elísabetu.

með hausinn fullan af hugmyndum

Glæsileg 95 fm. íbúð á 2. hæð í enda.Vönduð gólfefni og innréttingar. Glæsilegt baðherbergi og allt fyrsta flokks. Sér inngangur. Hagstæð áhvílandi lán frá Íbúðalánasjóði. kr. 26 millj. V. 26,8 m.

Háholt

Mynd/RaggiÓla

daniel g.björnsson

löggiltur leigumiðlari

Erum með til sölu 5 íbúða raðhúsa-lengju við Laxatungu í Leirvogs-tunguhverfi. Stærð húsana er 245 fm.Áhvílandi Íbúðalánsjóður kr. 21 m. vextir 4.6% Húsin eru 244 fm. á tveimur hæðum. V. 28,5 m.

LaxatungaVel staðsett 260 fm. einbýli.( þar af er bílskúr 55 fm.) Húsið er tibúið að utan, gler í gluggum, útidyrahurðir og hurð fyrir bílskúr. Staðsteypt, fokhelt að innan. Heimtaug fyrir heitt og kalt vatn komin í húsið. Raflagnateikningar fylgja.

Einiteigur

Þjónusta við Mosfellinga í 22 ár

588 55 30Háholt 14, 2. hæð