Viðhorfskönnun foreldra vegna daggæslu

7
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar 2010 Könnun á viðhorfum foreldra daggæslubarna skýrsla um skrifleg svör Helga Dís Sigurðardóttir

description

Viðhorfskönnun foreldra vegna daggæslu

Transcript of Viðhorfskönnun foreldra vegna daggæslu

Page 1: Viðhorfskönnun foreldra vegna daggæslu

 

 

   

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar 

2010

Könnun á viðhorfum foreldra daggæslubarna ‐ skýrsla um skrifleg svör 

Helga Dís Sigurðardóttir 

 

Page 2: Viðhorfskönnun foreldra vegna daggæslu

Skólaskrifstofa MosfellsbæjarKönnun á viðhorfum foreldra daggæslubarna

  

 

Efnisyfirlit Inngangur ............................................................................................................................................ 3 

Opnar spurningar ................................................................................................................................ 3 

Greining ........................................................................................................................................... 4 

Notkun myndefnis ............................................................................................................................... 4 

Ábendingar til skólaskrifstofu .............................................................................................................. 5 

Uppsetning spurningalista ............................................................................................................... 5 

Daggæslufyrirkomulagið ................................................................................................................. 5 

Samantekt ........................................................................................................................................... 5 

Dagforeldrið..................................................................................................................................... 5 

Starfið .............................................................................................................................................. 6 

Líðan barnsins .................................................................................................................................. 6 

Heilsa ............................................................................................................................................... 6 

Uppeldisþættir ................................................................................................................................ 7 

Öryggi .............................................................................................................................................. 7 

Annað og ábendingar til skólaskrifstofu .......................................................................................... 7 

Notkun myndefnis í daggæslu ......................................................................................................... 7 

Lokaorð ................................................................................................................................................ 7 

 

    

Page 3: Viðhorfskönnun foreldra vegna daggæslu

Skólaskrifstofa MosfellsbæjarKönnun á viðhorfum foreldra daggæslubarna

 

Inngangur Í  mars  var  öllum  foreldrum  daggæslubarna  í  Mosfellsbæ  sendur  tölvupóstur  með  hlekk  inn  á spurningakönnun um ýmislegt er varðar viðhorf þeirra og upplifanir  í tengslum við daggæslu barna sinna. Flestar spurningarnar  í könnuninni voru með fyrirfram ákveðna svarmöguleika, en  í sjö  liðum gafst  foreldrum  tækifæri á að  tjá viðhorf  sín með eigin orðalagi. Hér á eftir verður gerð grein  fyrir þessum  liðum, hve margir  foreldrar  svöruðu hverjum  lið og hvernig  greiningu  var háttað. Gerð er grein  fyrir  áhersluatriðum  í  svörum  foreldra  varðandi  hvert  og  eitt  dagforeldri,  sérstakur  kafli  er tileinkaður spurningu um notkun myndefnis og annar er tileinkaður skilaboðum til skólaskrifstofu. Að lokum fer stutt samantekt.  

Opnar spurningar  Fyrst ber að nefna þrjár opnar spurningar sem fram komu í lok könnunarinnar. Þær voru númer 37 – 39 og voru svohljóðandi:  

• Hvað ert þú sérstaklega ánægð (‐ur) með hjá dagforeldrinu? 

• Eru einhver atriði sem þér finnst að betur mættu fara hjá dagforeldrinu? 

• Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri? Ef svo er, nýttu dálkinn hér fyrir neðan fyrir slíkar athugaemdir: 

72 svör bárust við fyrstu spurningunni, 63 við þeirri næstu en 29 athugasemdir við síðasta liðnum.  

Enn fremur voru framar í könnuninni opnar spurningar og opnir svarmöguleikar sem tengdust öðrum þáttum  könnunarinnar.  Þannig  var  í  spurningu  15  spurt:  Hvernig  hefur  gengið  að  leysa  úr  þeim vafaatriðum eða ágreiningsmálum  sem upp hafa komið á milli þín og dagforeldris? og  í  framhaldi gafst foreldrum kostur á að svara eftirfarandi spurningu (nr 16) með eigin orðalagi:  

• Viltu koma einhverju á framfæri varðandi úrlausn vafaatriða eða ágreiningsmála á milli þín og dagforeldris? 

25 foreldrar svöruðu þessari spurningu.  

Einnig var spurt hversu mikla  foreldrar teldu notkun sjónvarpsefnis  í daggæslunni,  í klukkustundum talið. Í framhaldi var foreldrum boðið að koma skoðunum sínum á notkun sjónvarpsefnis á framfæri með skriflegum svörum við eftirfarandi spurningu (nr. 25):  

• Hvað finnst þér um notkun sjónvarps‐ eða myndefnis í daggæslu? 

11 þátttakendur gerðu þessari spurningu skrifleg skil.  

Að lokum var vikið að líðan barns í daggæslu og upplifun foreldra með eftirfarandi spurningu:  

• Merktu  við  þá  eftirfarandi  fullyrðingu  sem  þér  finnst  eiga  best  við  líðan  barnsins  þíns  í daggæslunni ‐ eða skrifaðu þína eigin lýsingu: 

• Merktu  við  þá  fullyrðingu  sem  á  best  við  upplifun  þína  af  daggæslu  barnsins  þíns  ‐  eða skrifaðu þína eigin lýsingu: 

2 foreldrar skrifuðu eigin lýsingu við fyrri liðnum og 4 við þeim síðari.  

Page 4: Viðhorfskönnun foreldra vegna daggæslu

Skólaskrifstofa MosfellsbæjarKönnun á viðhorfum foreldra daggæslubarna

 Greining Þegar farið var yfir svörin með kerfisbundnum hætti og þau greind eftir efnislegu innihaldi komu í ljós fjölmargar áherslur sem til hægðarauka voru greindar í 6 höfuðáhersluflokka. Þó að vissulega megi til sanns vegar færa að starf dagforeldris sé þess eðlis að ekki sé með góðu móti unnt að aðskilja hina fjölmörgu þætti starfsins hverja frá öðrum er sú flokkun sem hér er stuðst við fyrst og fremst ætluð til hægðarauka og til þess að greiða fyrir markvissri notkun athugasemda til starfsþróunar.  

Fyrst ber að nefna  flokk  sem kenndur er við dagforeldrið  sjálft, en þar er vísað  til ýmissa þátta er varða eiginleika dagforeldrisins og samskipta þess við foreldra. Næstur er flokkur sem í meginatriðum snýst  um  starfið  í  daggæslunni,  en  þar  er  til  að mynda  rætt  um  aðstöðu,  hin  fjölmörgu  verkefni dagforeldrisins og ýmislegt er varðar innra starf, skipulag og ytri ramma daggæslunnar. Líðan barnsins var  foreldrum að vonum hugleikin og þess má geta að margir  foreldrar höfðu orð á því að ánægja barns þeirra væri grundvallarforsenda ánægju þeirra sjálfra. Því er einn flokkurinn tileinkaður  líðan. Einnig nefndu margir  foreldrar mataræði og útivist  sem hér er  flokkað  saman undir  titilinn Heilsa. Einn flokkur er tileinkaður öryggismálum og að lokum voru svör og framlög sem ekki gátu með góðu móti talist til neins af ofangreindum flokkum sett saman  í flokkinn Annað. Til glöggvunar er hér  listi yfir flokkana: 

1. Dagforeldri (t.d. persónulegir eiginleikar, samskipti o.s.frv.) 2. Starfið  (t.d.  aðstaða,  verkefni  dagforeldris,  ýmislegt  er  varðar  skipulag,  innra  starf  og  ytri 

ramma) 3. Líðan barnsins (þættir er lúta að andlegri velferð barnsins) 4. Heilsa (t.d. mataræði, hreyfing, útivist o.s.frv.) 5. Uppeldisþættir (markviss örvun, kennsla o.s.frv.) 6. Öryggi (þættir er lúta að öryggi barnsins) 7. Annað (ýmsar aðrar tilfallandi athugasemdir sem ekki falla undir ofangreinda flokka) 

Notkun myndefnis Eins og fram kom hér að ofan gáfu 11 foreldrar skrifleg svör þegar spurt var hvað þeim finndist um notkun sjónvarps‐ eða myndefnis  í daggæslu. Þar af gáfu átta  foreldrar þau svör að myndefni væri ásættanlegt í hófi. Af þeim tók eitt foreldri fram að ekki væri ásættanlegt að hafa myndefni í gangi á matmálstíma, annað  foreldri  sagði eðlilegt að miða við að klukkustund á dag væri hámark og enn annað foreldri taldi eðlilegt að haft væri samráð við foreldra um hve hátt hlutfall myndefnis ætti að vera í daggæslunni.  

Fimm  tóku  fram að það skipti máli að um vandað barnaefni væri að  ræða, meðal þeirra orða  sem notuð  voru  til  að  lýsa  því  voru  „þroskandi“  og  „uppbyggilegt“.  Tveir  nefndu  Söngvaborg  í  þessu samhengi og Latibær var einu sinni nefndur.  

Það  sjónarmið  kom  einnig  fram  að  ekki  væri  ásættanlegt  að  dagforeldri  „notaði  sjónvarpið  sem barnapíu“. Að lokum sagði eitt foreldri myndefni einfaldlega ekki eiga heima í daggæslunni.  

 

 

Page 5: Viðhorfskönnun foreldra vegna daggæslu

Skólaskrifstofa MosfellsbæjarKönnun á viðhorfum foreldra daggæslubarna

 

Ábendingar til skólaskrifstofu Gróflega má skipta þeim athugasemdum og svörum foreldra sem beint var til skólaskrifstofu í tvennt. Annars  vegar  er  um  að  ræða  athugasemdir  um  uppsetningu  spurningalistans  og  hins  vegar ábendingar um dagforeldrafyrirkomulagið.  

Uppsetning spurningalista Við hönnun spurningalistans var ætlunin að gera hann þannig úr garði að ef að svör þátttakenda við ákveðnum spurningum væru á þann veg að næsta spurning ætti ekki við myndi þátttakandi sjálfkrafa færast yfir þá spurningu og í þá næstu. Hins vegar urðu þau mistök við síðustu breytingar sem gerðar voru á spurningalistanum áður en hann varð sendur út að þessi eiginleiki varð óvirkur á einum stað. Þannig fengu foreldrar sem ekki höfðu átt  í ágreiningi við dagforeldra samt sem áður spurningu um hvernig gengið hefði að leysa ágreiningsmál. Tveir gerðu athugasemd við þetta. 

Einnig  kom  fram  athugasemd  um  svarmöguleika.  Sú  leið  var  vísvitandi  farin  við  hönnun spurningalistans  að  gefa  ekki  alls  staðar  upp  svarmöguleika  á  borð  við  „veit  ekki“  og  „tek  ekki afstöðu.“ Hins  vegar  var  í  langflestum  tilfellum mögulegt  að  sleppa  því  að  svara  spurningum.  Eitt foreldri gerði þó athugasemd við þetta og taldi að til bóta hefði verið að hafa fleiri svarmöguleika sem ekki krefðust þess að foreldrar tækju beina afstöðu.  

Daggæslufyrirkomulagið Fram komu þrjár athugasemdir sem lúta að fyrirkomulagi vistunar fyrir þann aldurshóp sem almennt er í daggæslu. Ein snýst um verktakafyrirkomulag, önnur er tillaga um að þessum aldurhópi verði séð fyrir leikskólavistun og sú síðasta er ósk um hærri greiðslu frá bænum.  

Foreldri  sem  sjálft  segist  vera  verktaki  veltir  vöngum  yfir  því  hvort  líta  megi  á  dagforeldri  sem verktaka og ef  svo  sé hvort eðlilegt  sé að  foreldrar greiði  fyrir þá daga  sem dagforeldrið  forfallast vegna veikinda. 

Annað  foreldri  hefur  einnig  áhyggjur  sem  tengjast  veikindaforföllum  dagforeldris  og  leggur  til  að Mosfellsbær  hverfi  frá  daggæslufyrirkomulaginu  og  taki  upp  leikskólafyrirkomulag  fyrir  þennan aldurshóp. Rökin sem nefnd eru fyrir þessu eru annars vegar að draga úr veikindafrídögum foreldra frá  vinnu  og  hins  vegar  að  bjóða  upp  á  9  klukkustunda  vistun  í  stað  þeirra  8  klukkustunda  sem almennt er boðið upp á í daggæslu.  

Að  lokum kemur  fram hugmynd um hærri greiðslu  frá bænum. Það er rökstutt á þann hátt að það myndi greiða foreldrum leiðina út á vinnumarkaðinn.  

 

Samantekt Þeir 93 foreldrar sem alls tóku þátt  í könnuninni gáfu samtals 206 ómetanleg, skrifleg svör við opnu spurningunum. Hér á eftir fer stutt samantekt á svörum þeirra.  

Dagforeldrið Almennt  eru  foreldrar  mjög  ánægðir  með  daggæsluna  og  fara  hlýjum  orðum  um  persónulega eiginleika dagforeldranna. Í því samhengi er langoftast minnst á umhyggjusemi dagforeldris, auk þess sem hlýja og jákvæðni fylgja fast á eftir. Í ljósi gilda bæjarfélagsins er óneitanlega ánægjulegt að tvö 

Page 6: Viðhorfskönnun foreldra vegna daggæslu

Skólaskrifstofa MosfellsbæjarKönnun á viðhorfum foreldra daggæslubarna

 af  fjórum  komi  svo  skýrt  fram  hjá  dagforeldrum  bæjarins.  Virðing,  sem  einnig  er  meðal  gilda Mosfellsbæjar,  kemur  einnig  fyrir  í  lýsingum  foreldra.  Foreldrar  fara  mörgum  orðum  um samskiptafærni dagforeldra og  ljóst er að þeim er mjög mikilvægt  að  samskipti  gangi  vel  fyrir  sig. Margir  dagforeldrar  fá  hrós  fyrir  að  standa  sig  vel  á  þessu  sviði,  en  athygli  vekur  að  brestir  í samskiptum  eru  einnig  það  helsta  sem  nokkrir  foreldrar  gagnrýna  í  fari  dagforeldra.  Í  tveimur tilfellum greina foreldrar frá því að þeir hiki við að halda óskum sínum um umbætur á lofti vegna ótta við ágreining.  

Starfið Margir  foreldrar gera aðstöðu hjá dagforeldrinu að umfjöllunarefni  sínu. Þannig er  sumum hrósað fyrir góða og snyrtilega aðstöðu, jafnt úti sem inni. Fram koma áhyggjur foreldra af rými innandyra og einnig koma  fram gagnrýnisraddir á  slæma aðstöðu utan dyra, bæði hvað varðar útiveru barna og geymslu vagna.  

Skipulag er foreldrum einnig ofarlega í huga. Á meðan sumir dagforeldrarnir fá hrós fyrir skýrt og gott dagskipulag kemur einnig fram óánægja foreldra þegar þeir telja dagskipulag laust í reipunum eða að þeir fái ófullnægjandi upplýsingar um það.  

Aðgengi  foreldra  að  upplýsingum  ber  einnig  oft  á  góma,  foreldrar  eru mjög  þakklátir  þegar  þeim finnst aðgengi að upplýsingum gott. Á sama hátt er algengt að þeir foreldrar sem upplifa að aðgengi að upplýsingum  sé að einhverju  leyti ábótavant óski eftir því að það verði bætt. Meðal upplýsinga sem foreldrar nefna að þeir vilji hafa greiðan aðgang að eru matseðill fram í tímann, upplýsingar um hvernig barnið borðar yfir daginn, upplýsingar um svefntíma barnsins og upplýsingar um  líðan þess. Heimasíður  dagforeldra  ber  á  góma,  bæði  kemur  fram  ánægja  þar  sem  slíkt  fyrirkomulag  er  fyrir hendi og ósk um að því verði komið á þar sem það er ekki fyrir hendi. 

Forföll og frídagar dagforeldra eru mörgum foreldrum ofarlega í huga og ljóst að nokkurrar óánægju gætir  í þeim tilfellum þegar  fjarvera dagforeldris er mikil.  Í einhverjum  tilfellum óska  foreldrar eftir því að dregið verði úr notkun myndefnis í daggæslunni og nokkrir óska eftir lengri vistunartíma. Í einu tilfelli kom einnig  fram óánægja yfir því að  samstarf  tveggja dagforeldra hafi ekki verið kynnt  fyrir foreldrum í upphafi. 

Líðan barnsins Aðeins ein gagnrýnin athugasemd barst um líðan barnsins, þar sem talað er um að tiltekið barn hafi oftar en einu sinni brunnið á bleyjusvæði í daggæslunni og þar af leiðandi ekki liðið vel. Einnig kemur fram að einu barninu virðist almennt ekki  líða vel  í daggæslunni en  foreldrar eru þó ánægðir með dagforeldrið og virðast ekki telja það ábyrgt fyrir líðan barnsins.  

Að öðru leyti eru foreldrar sammála um að börnunum líður vel í daggæslunni. Í mörgum tilfellum var nefnt þessu  til  stuðnings að börnin  sýndu  jákvæð viðbrögð þegar þau hittu dagforeldrið, hlökkuðu jafnvel til að fara í daggæsluna og væru glöð og sátt þegar þau væru sótt í lok dagsins.  

Heilsa Fullkominn  samhljómur er  í  svörum  foreldra hvað varðar heilsutengdar áherslur. Foreldrar vilja að börnin fái mikla útivist og hollan mat. Þannig er dagforeldrum sem bjóða upp á mikla útivist og hollan mat óspart hrósað og á móti kemur eindregin gagnrýni  í þeim  tilfellum  sem  foreldrum  finnst  sem eitthvað vanti upp á þessa þætti.  

Page 7: Viðhorfskönnun foreldra vegna daggæslu

Skólaskrifstofa MosfellsbæjarKönnun á viðhorfum foreldra daggæslubarna

 Í  nokkrum  tilfellum  eru  foreldrar  hjá  sama  dagforeldri  þó  ekki  sammála  og  fyrir  kemur  að  sama dagforeldri  fær  bæði  hrós  fyrir mikla  áherslu  á  útivist  og  athugasemd  um  að  auka mætti  útivist. Svipaður  skoðanamunur  á  ívið  flóknara málefni  kemur  fram hjá dagforeldri  sem  annars  vegar  fær hrós  fyrir  að  taka  tillit  til óska  foreldra um  takmörkun  á útiveru barns eftir  veikindi og hins  vegar athugasemd þar sem bent er á að slík greiðvikni komi niður á hinum börnunum sem þá fá ekki heldur að njóta útiveru.  

Uppeldisþættir Foreldrar  kunna  vel  að meta  starf  sem markvisst  ýtir undir þroska barna þeirra. Algengast  var  að söngur með börnunum væri nefndur sem dæmi um eftirbreytnivert uppeldisstarf, en margir foreldrar minnstust einnig á  lestur. Að auki var minnst á aga, stuðning, málörvun, þroskandi  leiki og skapandi verkefni á borð við myndlist og föndur.  

Öryggi Almennt  virðast  foreldrar  sáttir  við öryggi barna  sinna  í daggæslu. Þó  kemur  fram mjög eindregin gagnrýni á svefnaðstöðu í einni daggæslunni. Þar er greint frá því að börn séu látið sofa í vögnum úti á bílastæði og að ekki þurfi mikið út af að bera  til þess að þarna verði alvarlegt  slys og  ljóst er af ummælum  foreldra  að  þeir  hafa  af  þessu  þungar  áhyggjur.  Loks  er  í  einu  tilfelli  minnst  á  að tilfinningalegt öryggi barns sé með besta móti í daggæslunni. 

Annað og ábendingar til skólaskrifstofu Eitt  foreldri  lýsir  almennri  óánægju  með  daggæsluna.  Athugasemdir  eru  einnig  gerðar  við fyrirkomulag  könnunarinnar, þar  sem  annars  vegar  er  réttilega  gagnrýndur  galli  í  framsetningu og hins vegar er gerð athugasemd við svarmöguleika. Fram koma vangaveltur um verktakafyrirkomulag dagforeldra, ósk um  leikskólavistun  fyrir þann aldurshóp  sem nú nýtur daggæslu og ósk um hærri greiðslu frá sveitarfélaginu.   

Notkun myndefnis í daggæslu Eins og fram kom  í umfjöllun um starfið hafa nokkrir foreldrar orð á því að notkun myndefnis sé of mikil í daggæslu barna þeirra. Í sérstakri opinni spurningu um viðhorf foreldra til notkunar myndefnis í daggæslu kemur fram að almennt virðast foreldrar telja notkun myndefnis ásættanlega  í daggæslu innan ákveðinna marka. Foreldrar leggja einnig nokkra áherslu á að um sé að ræða vandað myndefni. Eitt foreldri telur þó myndefni ekki eiga heima í daggæslu yfir höfuð. 

Lokaorð Það  er  þakkarvert  hve  fúsir  foreldrar  daggæslubarna  í  Mosfellsbæ  hafa  verið  til  þess  að  gefa dagforeldrum  og  skólaskrifstofu  gagnlegar  upplýsingar  um  daggæsluna  frá  sínum  sjónarhóli.  Séð verður til þess að allir dagforeldrar fái þær upplýsingar um daggæsluna er þá varða um leið og leitast er við eftir fremsta megni að gæta trúnaðar við foreldra og veita dagforeldrum ekki upplýsingar sem hægt er að  rekja  til einstakra  foreldra.  Í  sameiningu munu  skólaskrifstofa og dagforeldrar bæjarins nýta þær dýrmætu upplýsingar sem foreldrar hafa látið þeim í té til þess að bæta um betur og byggja upp enn betri þjónustu við daggæslubörn og foreldra þeirra.