Sumarliði R. Ísleifsson Konur og verkalýðshreyfingin kvenna að verka aflann. Stundum voru þær...

14
Sumarliði R. Ísleifsson Konur og verkalýðshreyfingin

Transcript of Sumarliði R. Ísleifsson Konur og verkalýðshreyfingin kvenna að verka aflann. Stundum voru þær...

Sumarliði R. Ísleifsson Konur og

verkalýðshreyfingin

Konur og verkalýðshreyfingin

• Um miðja 19. öld var staðan þannig hérlendis að vinnukonur fengu

greidd laun sem voru ríflega þriðjungur af kaupi vinnumanna. Á

árunum fyrir heimsstyrjöldina fyrri þekktist að konur væru með um 12

aura á klst. en karlar um 25 aura.

Konur og verkalýðshreyfingin

• Karlinn talinn fyrirvinna og forsjá. Jafnvel álitin skömm að því ef

eiginkona þyrfti að vinna úti. En margar konur voru fyrirvinnur, ekki

síður en karlar, og þær gegndu ekki minna hlutverki í iðnbyltingunni

fyrir og eftir aldamótin 1900 heldur en til dæmis sjómenn, enda var

hlutverk kvenna að verka aflann. Stundum voru þær einu

fyrirvinnurnar.

Jónína Jónatansdóttir, formaður Framsóknar

Konur og verkalýðshreyfingin

• Verkakvennafélög verða regla, af hverju, í andstöðu við meginreglur hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar

• Ekki skýrt mótuð stefna, en helstu ástæður eru:

• Fordæmi Framsóknar

• Konum víða ekki ætlað að vera í verkamannafélögum

• Sinnuleysi verkalýðshreyfingarinnar

• Fordæmi frá Danmörku

• Áhrif Kvenréttindafélagsins

Caroline og Ottó

Konur og verkalýðshreyfingin

• Lítil áhrif þeirra í æðstu stofnunum verkalýðshreyfingarinnar fyrr en eftir 1980

•Afar fáar konur í miðstjórn

• Sama gilti um verkalýðsflokkana, Jóhanna Sigurðardóttir fyrsta kona sem er þingmaður Alþfl. 1978

Miðstjórn ASÍ 1954

Konur og verkalýðshreyfingin

• Frumvörp um launajafnrétti á sjötta áratugnum

• Sókn nær fram kröfu um fæðingarorlof

• Alþjóðasáttmáli um launajafnrétti staðfestur

• Kvennaráðstefna ASÍ 1955, hin fyrsta sinnar tegundar

Kvennaráðstefna ASÍ 1955

Konur og verkalýðshreyfingin

• Viðhorfin þegar lög um launajafnrétti eru rædd á Alþingi 1960:

• verkakvennafélögin hafa ekki bolmagn til að knýja fram kröfuna um launajafnrétti. Á það m.a. rætur sínar að rekja til þess, að konur geta ekki sinnt málefnum stéttarfélags síns á sama hátt og karlar, þar sem þær eru svo bundnar við húsmóðurstörfin og önnur heimaverkefni. Konurnar hafa líka minni áhuga á kjaramálum en karlar, þar sem þær reikna flestar með því að taka ekki þátt í atvinnulífinu nema um nokkurra ára skeið, en að því loknu helga sig algerlega húsmóðurstörfunum.

• Alþingistíðindi 1960 A, 240.