Stykkishólms-Pósturinn 9.tbl. 1. mars 2012

6
SÉRRIT - 9. tbl. 19. árg. 1. mars 2012 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Súgandisey Uppskeruhátíð tónlistarskólans S.l. laugardag var haldinn hátíðlegur, dagur tónlistarskólanna um allt land. Hér í Stykkishólmi voru haldnir tónleikar í Stykkishólmskirkju og var fjöldi atriða á dagskránni. Eftir tónleikana gafst gestum kostur á að velja 3 atriði sem þeir vildu að færu áfram í Nótuna, sem er tónlistarkeppni tónlistarskólanna um land allt. Yfirgnæfandi kosningu gesta hlutu Berglind Gunnarsdóttir og Páll Gretarsson sem eru á framhaldsstigi í píanónámi. Tónlistarskólinn valdi síðan 2 atriði sem einnig fara í Nótuna og fengu einnig mikið af stigum í vali áheyrenda á tónleikunum. Það var Halldóra Kristín Lárusdóttir trompetnemandi á miðstigi og trommusveit á grunnstigi. Það fara því 3 atriði í keppnina sem haldin verður á Akranesi 10. mars n.k. Þar keppa atriði frá Vesturlandi, Vestfjörðum og V-Húnavatnssýslum. 9 atriði fá þar sérstaka viðurkenningu frá valnefnd og munu þrjú þeirra fara í landskeppnina sem haldin verður í Hörpu 18. mars. Tónlistarskóli Stykkishólms sendir því 3 atriði af öllum stigum og flokkast í flokkana einleikur, samspil og frumlegt eða frumsamið. am Iðnaðarráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna fyrstu úthlutunar úr sjóðnum. Úthlutað var styrkjum til 30 verkefna að upphæð 69 milljónir króna. Alls bárust 124 umsóknir og nam heildarupphæð styrkumsókna tæpum 455 milljónum króna. Verkefnin sem hljóta styrki eru fjölbreytt og kennir þar ýmissa grasa. Öll eiga þau þó það sameiginlegt að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þriðjungur styrkþega fékk þá upphæð sem þeir sóttu um, en aðrir fengu styrk til ákveðinna verkþátta og eru styrkupphæðirnar á bilinu 250 þúsund til 5 milljóna króna. Stykkishólmsbær hlaut í þessari styrkveitingu 2.000.000 króna til deiliskipulags og landslagshönnunar í Súgandisey ásamt efniskostnaði við framkvæmdir. Eins og sjá má í Súgandisey þá hefur stöðug aukning gesta verið upp á eyjuna. Aukin umferð fólks kallar að öllum líkindum á aukna stýringu umferðar um eyjuna og ekki vanþörf á. Göngustígar eru víða illa farnir sem og umhverfi vitans sem nýtur mikilla vinsælda. Tröppur hafa einnig látið á sjá og eru margar hverjar fúnar. Vonast er til að vinna vegna þessa hefjist á árinu en ljúki 2013. Gert er ráð fyrir framlögum bæjarins í verkefnið á fjárhagsáætlun. am Þinn staður á netinu -www.stykkisholmsposturinn.is Frá tónleikunum í Stykkishólmskirkju s.l. laugardag þegar hljómsveit skipuð: nemendum í elstu bekkjum grunnskólans kom fram. er lokaspretturinn fyrir úrslitakeppnina hafinn hjá meistaraflokkunum og þar er Snæfell í hörkubaráttu, bæði hjá körlunum og konunum. Hjá konunum komast fjögur lið í úrslitakeppnina og Snæfellsstelpurnar voru á miklum skrið í deildinni í febrúar, léku fimm leiki, unnu fyrstu fjóra og léku þann fimmta í gær eftir að þetta er skrifað. Fyrir leikinn í gær var Snæfell komið upp að hlið Hauka og KR í 3-5.sæti með 24 stig en Snæfell stóð lakast þessara þriggja liða í innbyrðisviðureignum þeirra og var því í 5.sætinu. Snæfell gat því með sigri á KR í gær (sem vonandi hefur tekist) komist í 4. eða jafnvel 3. sætið hafi Haukar tapað sínum leik. Hjá strákunum komast átta lið í úrslitin og Snæfell er sem stendur í 6.sætinu, eftir að hafa verið í miklum ham eftir áramót og klifrað upp töfluna. En töp í síðustu tveimur leikjum hafa sett smá bakslag í klifrið hjá piltunum en vonandi ná þeir sér á strik á ný og halda áfram að feta sig upp töfluna. En eins og hjá stelpunum þá er deildin jöfn og mörg lið eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina þannig að það hver sigur er gríðarlega mikilvægur nú þegar aðeins fimm umferðir eru eftir og væri ekki verra að sækja einn suður með sjó gegn Keflavík á morgun. Bikarmeistarar Stelpurnar í unglingaflokki Snæfells urðu bikarmeistarar s.l. laugardag þegar þær unnu Val 61-58 í úrslitaleiknum. Þetta er annað árið í röð sem unglingaflokkurinn vinnur bikarinn og það er vel af sér vikið. Hildur í landsliðinu Nú styttist í Norðurlandamót yngri landsliða í körfunni en það er haldið árlega í maí í Svíþjóð. Búið er að velja og tilkynna drengja- og stúlknalandslið U16 ára og U18 ára. Snæfell kemur til með að eiga einn fulltrúa á Norðurlandamótinu í ár en það er Hildur Björg Kjartansdóttir sem mun leika með U18 ára landsliðinu. srb Íþróttir

description

Bæjarblað Hólmara frá 1994

Transcript of Stykkishólms-Pósturinn 9.tbl. 1. mars 2012

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 9.tbl. 1. mars 2012

SÉRRIT - 9. tbl. 19. árg. 1. mars 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Súgandisey

Uppskeruhátíð tónlistarskólans

S.l. laugardag var haldinn hátíðlegur, dagur tónlistarskólanna um allt land. Hér í Stykkishólmi voru haldnir tónleikar í Stykkishólmskirkju og var fjöldi atriða á dagskránni. Eftir tónleikana gafst gestum kostur á að velja 3 atriði sem þeir vildu að færu áfram í Nótuna, sem er tónlistarkeppni tónlistarskólanna um land allt. Yfirgnæfandi kosningu gesta hlutu Berglind Gunnarsdóttir og Páll Gretarsson sem eru á framhaldsstigi í píanónámi. Tónlistarskólinn valdi síðan 2 atriði sem einnig fara í Nótuna og fengu einnig mikið af stigum í vali áheyrenda á tónleikunum. Það var Halldóra Kristín Lárusdóttir trompetnemandi á miðstigi og trommusveit á grunnstigi. Það fara því 3 atriði í keppnina sem haldin verður á Akranesi 10. mars n.k. Þar keppa atriði frá Vesturlandi, Vestfjörðum og V-Húnavatnssýslum. 9 atriði fá þar sérstaka viðurkenningu frá valnefnd og munu þrjú þeirra fara í landskeppnina sem haldin verður í Hörpu 18. mars. Tónlistarskóli Stykkishólms sendir því 3 atriði af öllum stigum og flokkast í flokkana einleikur, samspil og frumlegt eða frumsamið. am

Iðnaðarráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna fyrstu úthlutunar úr sjóðnum. Úthlutað var styrkjum til 30 verkefna að upphæð 69 milljónir króna. Alls bárust 124 umsóknir og nam heildarupphæð styrkumsókna tæpum 455 milljónum króna.Verkefnin sem hljóta styrki eru fjölbreytt og kennir þar ýmissa grasa. Öll eiga þau þó það sameiginlegt að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þriðjungur styrkþega fékk þá upphæð sem þeir sóttu um, en aðrir fengu styrk til ákveðinna verkþátta og eru styrkupphæðirnar á bilinu 250 þúsund til 5 milljóna króna.Stykkishólmsbær hlaut í þessari styrkveitingu 2.000.000 króna til deiliskipulags og landslagshönnunar í Súgandisey ásamt efniskostnaði við framkvæmdir. Eins og sjá má í Súgandisey þá hefur stöðug aukning gesta verið upp á eyjuna. Aukin umferð fólks kallar að öllum líkindum á aukna stýringu umferðar um eyjuna og ekki vanþörf á. Göngustígar eru víða illa farnir sem og umhverfi vitans sem nýtur mikilla vinsælda. Tröppur hafa einnig látið á sjá og eru margar hverjar fúnar. Vonast er til að vinna vegna þessa hefjist á árinu en ljúki 2013. Gert er ráð fyrir framlögum bæjarins í verkefnið á fjárhagsáætlun. am

Þinn staður á netinu -www.stykkisholmsposturinn.is

Frá tónleikunum í Stykkishólmskirkju s.l. laugardag þegar hljómsveit skipuð: nemendum í elstu bekkjum grunnskólans kom fram.

Nú er lokaspretturinn fyrir úrslitakeppnina hafinn hjá meistaraflokkunum og þar er Snæfell í hörkubaráttu, bæði hjá körlunum og konunum. Hjá konunum komast fjögur lið í úrslitakeppnina og Snæfellsstelpurnar voru á miklum skrið í deildinni í febrúar, léku fimm leiki, unnu fyrstu fjóra og léku þann fimmta í gær eftir að þetta er skrifað. Fyrir leikinn í gær var Snæfell komið upp að hlið Hauka og KR í 3-5.sæti með 24 stig en Snæfell stóð lakast þessara þriggja liða í innbyrðisviðureignum þeirra og var því í 5.sætinu. Snæfell gat því með sigri á KR í gær (sem vonandi hefur tekist) komist í 4. eða jafnvel 3. sætið hafi Haukar tapað sínum leik. Hjá strákunum komast átta lið í úrslitin og Snæfell er sem stendur í 6.sætinu, eftir að hafa verið í miklum ham eftir áramót og klifrað upp töfluna. En töp í síðustu tveimur leikjum hafa sett smá bakslag í klifrið hjá piltunum en vonandi ná þeir sér á strik á ný og halda áfram að feta sig upp töfluna. En eins og hjá stelpunum þá er deildin jöfn og mörg lið eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina þannig að það hver sigur er gríðarlega mikilvægur nú þegar aðeins fimm umferðir eru eftir og væri ekki verra að sækja einn suður með sjó gegn Keflavík á morgun.BikarmeistararStelpurnar í unglingaflokki Snæfells urðu bikarmeistarar s.l. laugardag þegar þær unnu Val 61-58 í úrslitaleiknum. Þetta er annað árið í röð sem unglingaflokkurinn vinnur bikarinn og það er vel af sér vikið. Hildur í landsliðinuNú styttist í Norðurlandamót yngri landsliða í körfunni en það er haldið árlega í maí í Svíþjóð. Búið er að velja og tilkynna drengja- og stúlknalandslið U16 ára og U18 ára. Snæfell kemur til með að eiga einn fulltrúa á Norðurlandamótinu í ár en það er Hildur Björg Kjartansdóttir sem mun leika með U18 ára landsliðinu. srb

Íþróttir

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 9.tbl. 1. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 9. tbl. 19. árgangur 1. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Föstudaginn 24. febrúar 2012 úthlutaði Menningarráð Vesturlands styrkjum til þeirra er hæstu styrki hlutu árið 2012. Þetta er í sjöunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en alls hefur verið úthlutað um 200 miljónum króna.Í ár fór athöfnin fram í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akranesbæjar, en úthlutað var 27.6 miljónum króna til alls 85 verkefna. Umsóknir í ár voru samtals 151 talsins og að upphæð 108 miljónir króna. Áhuginn er mikill og menningin blómstrar á Vesturlandi. Í ár eins og undanfarin ár setur tónlistin mikinn svip á menningarlíf Vesturlands og má sjá í umsóknum til menningarráðs að tónlistarskólarnir eru að skila okkur mjög miklum menningarverðmætum. Leiklist og aðrar sviðslistir eru einnig mjög öflugar en í ár var það menningartengd ferðaþjónusta sem var með flestar umsóknir. Fjóra hæstu styrki í ár, eina miljón króna, hlutu Northen Wave kvikmyndahátíð í Grundarfirði, Snorrastofa í Reykholti, Reykholtshátíðin og Markaðsstofa Vesturlands. Listi yfir styrkhafa verður færður inn á vef menningarráðs www.menningarviti.isÞeir styrkir sem komu á Snæfellsnes auk þeirra sem að framan greinir og afhentir voru s.l. föstudag eru:Klipp ehf 750.000 til að gera heimildarmynd um ævi og störf listamansins Steinþórs Sigurðssonar og órjúfanleg tengsl hans við heimabæinn Stykkishólm. Kór Stykkishólmskirkju/Listvinafélag Stykkishólmskirkju 750.000 til sumartónleikaraðar og annars listræns starfs í kirkjunni. Frystiklefinn Rifi kr. 700.000 til uppsetningar á trúðleik. Tón-Vest kr. 500.000 hátíð tónlistarskólanna á Vesturlandi, Nótan. Stórsveit Snæfellsness kr. 400.000 til að halda tónleika á a.m.k. fjórum stöðum á Vesturlandi. Út og vestur kr. 400.000 til að byggja upp pílagrímaleið! Eyrbyggja kr. 400.000 til að halda Eyrbyggjuhátíð. Auk þessara fengu Átthagastofa Snæfellsbæjar kr. 400.000 Leikfélagið Grímnir kr. 300.000 til Hljómsveitarsögu Stykkishólms. Stykkishólmsbær v. myndlistarverkefnis kr. 200.000, Elín Kristinsdóttir til Stúdíó Stykkishólms kr.175.000, Fiskasafnið í Ólafsvík kr. 175.000, Grundarfjarðarbær v. Paimpol verkefnis kr. 150.000, Baldur Orri Rafnsson í Grundarfirði v. jólatónlistardagsrká á Snæfellsnesi kr. 150.000Rarik verður bakhjarl menningarstarfs á vesturlandi tvö næstu árin 2012 0g 2013 með einni miljón króna styrk bæði árin. Menningarráð Vesturlands er afar þakklát fyrir þessa viðbót sem gerir menningarráði kleift að styrkja umbjóðendur menningarráðs enn betur. Ákveðið var að styrkurinn renni til Markaðsstofu Vesturlands. Gert verður myndband með áherslu á staði á Vesturlandi sem tengjast menningu og menningararfleifð. Myndbandið mun nýtast almennri kynningu gagnvart íslenskum ferðamönnum sem og erlendum. Söfnum og sýningum á Vesturlandi verða gerð góð skil en einnig verður hægt að draga fram samstarfsverkefni ferðaþjónustunnar og menningarviðburða innan landshlutans. Menningarráð telur að með þessu gagnist styrkurinn mjög mörgum. En Markaðsstofa heldur m.a. út viðburðarskráningu um menningarviðburði á Vesturlandi. Myndbandið verður hægt að fá í styttri útgáfu sem mun ef til vill henta mörgum betur.Í Stykkishólms-Póstinum í dag er auglýsing sem varðar nýja styrki sem menningarráð úthlutar til stofn og rekstrarstyrkja menningarstofnana. Þetta eru styrkir sem fjárveitingarnefnd Alþingis úthlutaði áður. Vesturland fær rúmar 10.milljónir í ár frá menntamála- og menningarráðuneytinu til þess að úthluta til þessara verkefna. Vonast er til þess að þessi sjóður eflist því mikil þörf er á honum.Allir á Vesturlandi og víðar að geta því látið sig hlakka til þess að fá að njóta fjölbreyttrar menningar á árinu 2012 um allt Vesturland.

Fréttatilkynning

Úthlutun styrkja frá Menningarráði Vesturlands

Eins og sjá má í fundargerð bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar frá 23. febrúar s.l. var samþykkt að úthluta lóðinni Aðalgötu 35 til Atlantsolíu. Meðfylgjandi mynd sýnir staðsetningu sjálfsafgreiðslustöðvarinnar. am

Fleiri bensínstöðvar til Stykkishólms

Að flokka sorp er svo sannarlega gott og blessað og miklu meira en það EN...

mikilvægast er þó að reyna að takmarka það rusl sem til fellur. Ein leið til þess eru meðvituð innkaup. Áður en vara er keypt er gott að spyrja sig eftirfarandi spurninga:

Vantar mig þetta? Get ég fengið sambærilegan hlut í minni umbúðum eða umbúðum sem ekki hafa eins skaðleg umhverfisáhrif? Þarf ég endilega að gefa einhvern hlut? Er ekki eins gott að gefa atburð, skemmtun eða hlýtt viðmót? Get ég endurnýtt hluti sem annars yrðu að rusli, svo sem glerkrukkur, plastbox og gömul föt?

Theódóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness ([email protected])

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 9.tbl. 1. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 9. tbl. 19. árgangur 1. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Gleðisveit fullorðinnaKynningarfundur í Tónlistarskólanum fimmtudaginn 8. mars kl. 20

Martin Markvoll verður gestur fundarins.

Allir áhugasamir velkomnir með eða án hljóðfæra. Frekari upplýsingar veitir Anna í [email protected] eða gsm 861-9621 Strákar, koma svo!

Bassar og barítónar óskast!... að sjálfsögðu eru aðrar raddir líka velkomnar!

Kór Stykkishólmskirkju óskar eftir bassa- og barítónröddum mörg spennandi verkefni á árinu.

Kórinn syngur við athafnir í kirkjunni u.þ.b. hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann en framundan eru þrennir tónleikar á árinu og

efnisskráin er spennandi!Fyrir vortónleika verða æfð þjóðlög og söngleikjalög.

Hressilegt félagslíf í ofanálag í góðum hópi.Upplýsingar veita:

Unnur María formaður s. 863 8256 Laci kórstjóri s.618 1296

Fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 4. mars kl. 11.00.

Fjölmennum í kirkjuna okkar að tilefni æskulýðsdags kirkjunnar og eigum þar góða stund saman!

Félagar Verkalýðsfélags Snæfellinga Félagsmenn sem eru sjóðsfélagar í

Festu lífeyrissjóðiKynningarfundur um málefni Festu lífeyrissjóðs

verður haldinn í húsi verkalýðsfélags Snæfellinga að Borgarbraut 2 í Grundarfirði

mánudagskvöldið 5. mars kl.19.00

Á dagskrá er kynning Gylfa Jónassonar framkvæmdarstjóra Festu á úttektarskýrslu sem

Landsamband Lífeyrissjóða lét gera.

Félagar í Snæfellsbæ og Stykkishólmi sem vantar far á fundinn tilkynnið ykkur á skrifstofur félagsins fyrir hádegi

þann dag.

Félagar, mætum og látum okkur málefni sjóðsins varða.

Kaffiveitingar.

Stjórnin

OA fundir á fimmtudögum kl.20.00 – 21.00 í Freyjulundi.

Til að gerast OA félagi þarf aðeins eitt:

Löngun til að hætta hömlulausu ofáti.

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

Foreldrafélag Grunnskólans, í samstarfi við Grunnskólann, íþrótta- og æskulýðsnefnd og Ungmennaráð SAFT kynna:

FRÆÐSLUDAGUR UM NETIÐ þriðjudaginn 6. mars 2012.

• Ábyrg og jákvæð notkun netsins og annarra nýmiðla samhliða uppsetningu leikritsins Heimkoman (www.rusleyjan.is) fræðsla meðal yngri grunnskólanemenda á skólatíma.

Fræðslufyrirlestur fyrir foreldra & unglinga

• Kl. 20 í Grunnskólanum verður fræðslufyrirlestur fyrir foreldra/forráðamenn og nemendur elsta stigs grunnskólans. Hafþór Birgisson ræðir um tölvu- og netnotkun barna og unglinga með sérstaka áherslu á tölvufíkn.

Látum okkur málið varða!

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 9.tbl. 1. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 9. tbl. 19. árgangur 1. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

AMMA – Óskast Störfum hlaðnir foreldrar í Stykkishólmi óska eftir „ömmu“ á hvaða aldri sem er. Um er að ræða hjálp við þrif, barnapössun og mögulega önnur störf ef um semst. Laun eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Josie í síma 8580840.Er einhver sem þarf að losna við ísskáp, frystiskáp og eða frystikistu? Okkur bráðvantar slíka hluti í Lágholtið fyrir okkar Snæfellsfólk. Vinsamlegast hafið samband við Hermund sími 891-6949, Davíð sími 862-2910 eða Gunnar sími 864-8864 - við komum hið snarasta og björgum ykkur.Óskum eftir að kaupa einbýlishús/parhús í Sth. fyrir 17-20 milljónir. Áhugasamir seljendur hafi samband í síma 849-3978 eða 865-2687.Unglömbin, fædd 1948, sem eiga stórt fermingarafmæli í vor eru beðin að hafa samband við [email protected] eða [email protected] eða í síma 438 1205. Sesselja og Dagbjört.

Smáauglýsingar

Síðastliðinn föstudag handsamaði Jón Bjarni Þorvarðarson, bóndi á Bergi við vestanverðan Grundarfjörð, hrakinn örn sem ekki náði að hefja sig til flugs. Við nánari skoðun sást að hann var grútarblautur, rétt eins og fálkinn sem náðist við Grundarfjörð tveim dögum fyrr og dvelur nú í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Ekki er vitað um uppruna grútsins en mögulega er um síldargrút að ræða.Við álestur merkisins á fótum arnarins kom í ljós að hér var á ferðinni enginn annar en fjölmiðlastjarnan Sigurörn, sem Sigurborg Sandra Pétursdóttir (þá 12 ára) handsamaði á frækinn hátt við Grundarfjörð árið 2006. Þá var örninn bæði grútarblautur og stélbrotinn en náði skjótt bata og var sleppt á ný.Sigurörn er nú tæplega 12 ára gamall en hann var merktur sem ungi í hreiðri við sunnanverðan Faxaflóa. Saga hans er allskrautleg og

í raun einstök. Hann var handsamaður grútarblautur árið 2003 við Selvog, aftur grútarblautur og jafnframt stélbrotinn árið 2006 við Grundarfjörð og nú náðist hann í þriðja sinn grútarblautur á svipuðum slóðum. Ekki er vitað til að hann hafi nokkru sinni parast við kvenfugl.

Starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands fluttu Sigurörn áleiðis til Reykjavíkur, þar sem Kristinn Haukur Skarphéðinsson arnarsérfræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands, kom á móti þeim og flutti örninn í Húsdýragarðinn. Þar mun hann dvelja næstu daga og fá sápuþvott og æti. Enga áverka var að sjá á honum og ætti hann því fljótt að ná kröftum á ný eftir meðhöndlun. Sigurörn hlaut nafnið eftir björgun Sigurborgar en e.t.v. væri við hæfi að nefna hann Sigurörn Ófeig, því það er með ólíkindum að hann hafi þrisvar komist undir manna hendur eftir að hafa lent í grút sem annars hefði orðið honum að bana. Í ljósi þess að tveir grútarblautir ránfuglar fundust í síðustu viku er skorað á fólk að hafa augun opin því líklegt er að fleiri slíkir séu á svæðinu. Hafa má samband við Náttúrustofu Vesturlands í s. 433 8121 ef fólk telur sig vita um slíka fugla. (af www.nsv.is)

Sigurörn í vandræðum enn á ný

Jón Bjarni Þorvarðarson, bóndi á Bergi við Grundarfjörð, og Róbert A. Stefánsson,

forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, ásamt grútarblauta erninum

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn fyrsta föstudag í mars ár hvert í yfir 170 þjóðlöndum. Að þessu sinni senda konur frá Malasíu frá sér efni. Föstudaginn 2.mars verður samverustund í Stykkishólmskirkju kl. 20:00. Allir velkomnir jafnt konur sem karlar. (fréttatilkynning)

Alþjóðlegur bænadagur kvenna í Stykkishólmi

Öskudagurinn 2012

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 9.tbl. 1. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 9. tbl. 19. árgangur 1. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

GRÁSLEPPUSJÓMENN STYKKISHÓLMI- Kaupum hrogn- Sköffum tunnur- Sköffum salt- Hafið samband

NORDEN ehfSími: 568-7800 Gsm: 897-5744 Netfang: [email protected]

Við erum á Facebook – fylgist með!

Allar nánari upplýsingar í síma 438-1119 og í netfanginu [email protected]

Kínverskur fimmtudagur í hádeginu.

Grillkvöld á föstudagskvöld.

Laugardagur: Spennandi fimm rétta seðill um kvöldið.

Hádegisopnun sunnudag: Dögurður (Brunch) Kr. 2.190/Kr. 890 12 ára og yngri.

Útkeyrsludeild Póstsins óskar eftir að ráða bílstjóra. Um er að ræða akstur

frá Stykkishólmi og afleysingar í akstri á Snæfellsnesi.

Vinnutími er frá 10.00 til 15.00 á virkum dögum*(*nema um afleysingadaga sé að ræða þá er vinnutími frá 7.30 og fram eftir degi).

HæfniskröfurReynsla og/eða jákvætt viðhorf til þjónustustarfa æskileg.

Lágmarksaldur er 20 ára á árinu.Ökuskírteini í gildi, fullnaðarskírteini.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf samkvæmt samkomulagi.

Senda skal umsóknir á Ragnheiði Valdimarsdóttur

í netfangið [email protected]

Bílstjóra vantar

Menningarráð Vesturlands auglýsir:

Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.

(Styrkir sem Alþingi veitti áður)

Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og

menningararfs. Styrkveiting miðast við árið 2012.

Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 30. mars. 2012

Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur ásamt umsóknarformi er að finna á

heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is

Fermingarkort Boðskort Gestabækur

Sálmaskrár Sýningarskrár Ritgerðar- og skýrsluprentun Gormun og innbinding Veggspjaldaprentun Ljósritun og prentun A4 og A3 Plöstun A4

og A3 Hönnun prentefnis Auglýsingahönnun

Vörumerkjahönnun Vefsíðuhönnun

L ó f a l e i ð s ö g n

S k ö n n u n

Ljósmyndir

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 9.tbl. 1. mars 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 9. tbl. 19. árgangur 1. mars 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

ATH! Frítt inn á alla viðburði og sýningar

DAGSKRÁ

*Enn er hægt að skrá sig í Fiskiréttakeppnina í síma 7700577, á facebook síðuNorthern Wave eða með því að senda tölvupóst á [email protected]átíðin útvegar keppendum frítt fiskmeti í samvinnu við G.run.

Nánari upplýsingar á www.northernwavefestival.com

FÖSTUDAGUR 2.MARS

Samkomuhús Grundarfjarðar

18:00 -21:00 Sýning á alþjóðlegum stuttmyndum

21:00-22:30 Íslensk tónlistarmyndbönd

Kaffi 59

23:00-3:00 Raftónleikar og dansTroubleExtreme ChillNo Class og Futuregrapher

LAUGARDAGUR 3.MARS

Samkomuhús Grundarfjarðar

11:30-15:30 Sýning á alþjóðlegum stuttmyndum

15:30-17:30 “Masterklass með Isabelle Razavet”Isabelle er reynslumikil á sviði heimildamynda og sá m.a. um tökur á Óskarsverðlaunamyndinni “Murder on a Sunday morning”

17:30-19:30 Sýning á alþjóðlegum heimildarmyndum

Fiskmarkaður Grundarfjarðar (Djúpiklettur)

*20:00-22:00 FiskiréttakeppninGestir smakka á fiskiréttum og súpum og kjósa vinningshafa. Dj AnDre spilar

Kaffi 59

23:00-3:00 Ball með Möggu Stínu og Hringjum

SUNNUDAGUR 4.MARS

Samkomuhús Grundarfjarðar

11:00-12:30 Krakkasýning á kvikum myndum (teiknimyndir)

12:30-15:30 Sýning á íslenskum stuttmyndum

15:30 -16:00 Sýning á Super 8 stuttmyndum teknar á námskeiði Kinosmiðjunnar

16:00-17:00 Verðlaunaafhending

2.-4. MARS, GRUNDARFIRÐI

VERIÐ VELKOMIN ÁALÞJÓÐLEGU KVIKMYNDAHÁTÍÐINA