Stykkishólms-Pósturinn 15. nóvember 2012

6
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 43. tbl. 19. árg. 15. nóvember 2012 Hin langþráða aparóla komin í gagnið S.l. föstudag var þess minnst að háls- og bakdeildin á St. Franciskusspítala er 20 ára um þessar mundir. Fjölmenni var viðstatt afmælishátíðina sem haldin var á 4.hæð í húsakynnum sjúkrahússins þrátt fyrir leiðindaveður sem einnig hafði setti strik í reikninginn viku fyrr þegar upphaflega átti að halda upp á tímamótin. Jósep Ó. Blöndal og Lucia M De Korte rifjuðu upp sögu deildarinnar ásamt öðru starfsfólki, Guðbjartur Hannesson velferðaráðherra tók til máls, Lárus Á Hannesson forseti bæjarstjórnar, Róbert Jörgensen formaður styrktarsjóðs systranna, Guðjón Brjánsson forstjóri HVE, Sturla Böðvarsson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga og Jón Steinar Jónsson læknir við heilsugæsluna í Garðabæ og lektor í læknadeild HÍ. Allir ræðumenn færðu deildinni afmæliskveðjur en Jón Steinar kom upp sem fulltrúi grasrótarinnar og fræðasamfélagsins. Hann sagði í ræðu sinni m.a. að hér á Íslandi höfum við heimsklassa heilbrigðisþjónustu þó svo að auðvitað megi bæta kerfið. Ýmsar holur sagði hann að væru í heilbrigðiskerfinu og eina þeirra hefur háls- og bakdeildin í Stykkishólmi fyllt að vissu leiti. Því er tilkoma deildarinnar mjög mikilvæg og leysir mál margra skjólstæðinga sem glíma við þrálát verkjavandamál tengd hryggsúlunni. Málaflokkurinn var hálfmunaðarlaus, sagði Jón Steinar, áður en deildin kom til. Jón Steinar var einn af þeim læknum sem sótti fyrstu námskeiðin sem haldin voru hér fyrir lækna og sjúkraþjálfara á landinu. Námskeiðin voru í algjörum heimsklassa að hans sögn. En síðan hafa nemar í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræðum sótt hér hluta úr starfsþjálfun sinni og eftir nám hafa þeir einnig sótt hingað fræðslu. Tilkoma og tilvist deildarinnar er mjög merkileg og hefur fært grasrótinni úrlausn fyrir þá sjúklinga sem glíma við þessi vandamál og ekki er hægt að leysa heima í héraði. Það sem einkennir þessa starfsemi er aðferðirnar og úrræðin eru byggð á bestu þekkingu í heiminum og undirstrikaði Jón Steinar það ítarlega í sinni ræðu. Gildi deildarinnar er ótvírætt þó það sé mál sem fer ekki hátt í fjölmiðlum og verkin frekar unnin í hljóði. Hann ítrekaði mikilvægi umræðu um framtíð deildarinnar og gríðarlega mikilvægt að starfsemi hennar verði tryggð og helst efld, til framtíðar. am Háls- og bakdeild í Stykkishólmi 20. ára Fyrir margt löngu var keypt svokölluð „aparóla“ fyrir skólalóð grunnskólans. Þetta leiktæki var efst á óskalista skólabarnanna en um nokkurn tíma hefur staðið til að endurskoða leiktæki á lóð grunnskólans en þau eru flest úr sér gengin og standast engan veginn kröfur um leiktæki nú til dags. Hönnunarvinna á lóð grunnskólans er langt komin og fyrir skömmu var samþykkt að út frá framkomnum hugmyndum um hönnunina væri óhætt að setja aparóluna upp. Eftirvæntingin hjá skólabörnunum var því mikil þegar í byrjun þessa mánaðar hófst vinna við uppsetningu leiktækisins. S.l. þriðjudag var rólan tekin í notkun og var að sögn barnanna „alveg geðveik“. Þriðjudaginn liðlangann og langt fram í myrkur mátti sjá róluna í notkun og má reikna með að svo verði áfram. Fréttist einnig af einhverjum fullorðnum sem prófað höfðu róluna! am

description

Bæjarblað allra Hólmara nær og fjær frá 1994.

Transcript of Stykkishólms-Pósturinn 15. nóvember 2012

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 15. nóvember 2012

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Netfang: [email protected]

SÉRRIT - 43. tbl. 19. árg. 15. nóvember 2012

Hin langþráða aparóla komin í gagnið

S.l. föstudag var þess minnst að háls- og bakdeildin á St. Franciskusspítala er 20 ára um þessar mundir. Fjölmenni var viðstatt afmælishátíðina sem haldin var á 4.hæð í húsakynnum sjúkrahússins þrátt fyrir leiðindaveður sem einnig hafði setti strik í reikninginn viku fyrr þegar upphaflega átti að halda upp á tímamótin. Jósep Ó. Blöndal og Lucia M De Korte rifjuðu upp sögu deildarinnar ásamt öðru starfsfólki, Guðbjartur Hannesson velferðaráðherra tók til máls, Lárus Á Hannesson forseti bæjarstjórnar, Róbert Jörgensen formaður styrktarsjóðs systranna, Guðjón Brjánsson forstjóri HVE, Sturla Böðvarsson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga og Jón Steinar Jónsson læknir við heilsugæsluna í Garðabæ og lektor í læknadeild HÍ.Allir ræðumenn færðu deildinni afmæliskveðjur en Jón Steinar kom upp sem fulltrúi grasrótarinnar og fræðasamfélagsins. Hann sagði í ræðu sinni m.a. að hér á Íslandi höfum við heimsklassa heilbrigðisþjónustu þó svo að auðvitað megi bæta kerfið. Ýmsar holur sagði hann að væru í heilbrigðiskerfinu og eina þeirra hefur háls- og bakdeildin í Stykkishólmi fyllt að vissu leiti. Því er tilkoma

deildarinnar mjög mikilvæg og leysir mál margra skjólstæðinga sem glíma við þrálát verkjavandamál tengd hryggsúlunni. Málaflokkurinn var hálfmunaðarlaus, sagði Jón Steinar, áður en deildin kom til. Jón Steinar var einn af þeim læknum sem sótti fyrstu námskeiðin sem haldin voru hér fyrir lækna og sjúkraþjálfara á landinu. Námskeiðin voru í algjörum heimsklassa að hans sögn. En síðan hafa nemar í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræðum sótt hér hluta úr starfsþjálfun sinni og eftir nám hafa þeir einnig sótt hingað fræðslu. Tilkoma og tilvist deildarinnar er mjög merkileg og hefur fært grasrótinni úrlausn fyrir þá sjúklinga sem glíma við þessi vandamál og ekki er hægt að leysa heima í héraði. Það sem einkennir þessa starfsemi er aðferðirnar og úrræðin eru byggð á bestu þekkingu í heiminum og undirstrikaði Jón Steinar það ítarlega í sinni ræðu. Gildi deildarinnar er ótvírætt þó það sé mál sem fer ekki hátt í fjölmiðlum og verkin frekar unnin í hljóði. Hann ítrekaði mikilvægi umræðu um framtíð deildarinnar og gríðarlega mikilvægt að starfsemi hennar verði tryggð og helst efld, til framtíðar. am

Háls- og bakdeild í Stykkishólmi 20. ára

Fyrir margt löngu var keypt svokölluð „aparóla“ fyrir skólalóð grunnskólans. Þetta leiktæki var efst á óskalista skólabarnanna en um nokkurn tíma hefur staðið til að endurskoða leiktæki á lóð grunnskólans en þau eru flest úr sér gengin og standast engan veginn kröfur um leiktæki nú til dags. Hönnunarvinna á lóð grunnskólans er langt komin og fyrir skömmu var samþykkt að út frá framkomnum hugmyndum um hönnunina væri óhætt að setja aparóluna upp. Eftirvæntingin hjá skólabörnunum var því mikil þegar í byrjun þessa mánaðar hófst vinna við uppsetningu leiktækisins. S.l. þriðjudag var rólan tekin í notkun og var að sögn barnanna „alveg geðveik“. Þriðjudaginn liðlangann og langt fram í myrkur mátti sjá róluna í notkun og má reikna með að svo verði áfram. Fréttist einnig af einhverjum fullorðnum sem prófað höfðu róluna! am

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 15. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 43. tbl. 19. árgangur 15.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Hausttónleikar Lúðrasveitanna

Karlalið Snæfells sigraði sprækt lið Fjölnis á útivelli 102-95 s.l. fimmtudag í deildinni en eins og sést á lokatölum þá vannst sá leikur ekki á góðum varnarleik. Sóknarleikurinn hinsvegar í ágætis lagi og þar fór Jón Ólafur sem fyrr á kostum, skoraði 32 stig og var í heildina með 30 í framlag. Meðaltalið í þessum þáttum í deildinni hjá Jóni er 23,7 stig og 28 í framlag sem er frábært. Snæfell lék einnig í fyrirtækjabikarnum í vikunni, mætti Hamri hér heima og vann áreynslulausan sigur 97-75. Snæfell þurfti engan stórleik til að landa þeim sigri enda sást lítið sást til hins glæsilega sóknarleiks Snæfells sem hefur verið aðalsmerki liðsins í deildinni. En hæst bar að Pálmi Freyr lék með á ný og yngri leikmenn fengu mikilvægar mínútur. Stefán Karel fór þar fremstur, spilaði mikið og nýtti sinn tíma mjög vel. Hann skilaði hæsta framlaginu hjá Snæfelli uppá 23, var m.a. með 16 stig og 9 fráköst. Stigahæstur var þó leikstjórnandinn „þvoglumælti“ Hafþór Gunnarsson, hann er mikil orkubolti og drifkraftur í Snæfellsliðinu og verður mikilvægari með hverjum leik. Snæfell er efst í sínum riðli þegar ein umferð er eftir í fyrirtækjabikarnum en þarf sigur í síðasta leiknum, gegn KFÍ til að tryggja sig í undanúrslitin. Stelpurnar unnu góðan sigur á Val á laugardaginn en liðin voru jöfn í 2.-3.sæti deildarinnar fyrir leikinn. Það áttu því flestir von á hörkuleik en annað kom á daginn. Snæfellsliðið lék frábærlega frá fyrstu mínútu, unnu fyrsta leikhlutann 32-16, staðan í hálfleik 58-29 og úrslitin ráðin, þó Snæfell hafi aðeins slakað á í upphafi seinni hálfleiks en herti tökin á ný og vann mjög svo sannfærandi sigur að lokum 88-54. Þetta var frábær sigur ekki síst sökum þess að Valsliðið er vel mannað en einnig vegna þess að hópurinn var ekki beint fjölmennur hjá Snæfelli í þessum leik. Ungu stelpurnar voru að keppa fyrir sunnan og Berglind Gunnarsdóttir var ekki heldur með sökum meiðsla og það eru mikil afföll fyrir lítinn hóp. Það voru því einungis sex stelpur leikfærar hér heima og svo kom Ellen Alfa að sunnan og Snæfell því aðeins með sjö leikmenn í þessum mikilvæga leik. En það var bara til að þjappa stelpunum enn betur saman og úr varð sterk liðsheild þó fámenn væri. Allar léku stelpurnar mjög vel og voru fremri Valskonum á öllum sviðum hvort heldur var í vörn eða sókn. srb/Mynd Immus

Kaup og sala

Mánudaginn 19. nóvember n.k. verða eigendaskipti á versluninni Sjávarborg en Dagbjört Höskuldsdóttir hefur selt Heiðrúnu Höskuldsdóttur og Guðjóni P. Hjaltalín verslunina.Hún verður fyrst um sinn rekin í sama húsnæði en flyst fljótlega í húsnæði gamla apóteksins á Hafnargötu 1.Dagbjört þakkar Stykkishólmsbúum innilega fyrir liðin ár og óskar Heiðrúnu og fjölskyldu alls góðs í rekstrinum.

(fréttatilkynnig)

Lúðra- og trommusveitir tónlistarskóla Stykkishólms komu fram á hausttónleikum s.l. fimmtudag í Stykkishólmskirkju. Hópurinn stækkar og voru þau svo mörg að þessu sinni að rauðu vestin dugðu ekki á allan hópinn í einu! Það kom ekki sök, þau skiptu bara á milli atriða. Nýbreytni á þessum tónleikum var að tvær trommusveitir komu fram auk þess sem í einu verki stóru Lúðrasveitarinnar var einnig leikið á Klaisorgelið. Tónleikarnir voru fjölbreyttir og lögðu tónlistarmennirnir sig fram um að gera tónlistinni góð skil. Góð aðsókn var að tónleikunum sem voru endurteknir daginn eftir fyrir nemendur og starfsfólk GSS. am

Íþróttir

Fimm fiskar fá nýtt nafnFrá byrjun október s.l. hefur rekstur veitingahússins Fimm fiska verið leigður út til sömu aðila og reka Narfeyrarstofu og hefur síðan þá verið opið a.m.k. á öðrum staðnum alla daga. Fyrirhugaðar eru lagfæringar á húsnæðinu auk þess sem áherslur verða ögn breyttar frá því sem verið hefur og ein af breytingunum verður nýtt nafn sem veitingastaðurinn fær frá og með næstu áramótum, en frá þeim tíma mun staðurinn heita PLÁSSIÐ am

Heiðrún, Dagbjört og Una innan um vörurnar í Sjávarborg í vikunni

Stykkishólms-Pósturinn

Bæjarblað Hólmara nær og fjær frá 1994.

www.stykkisholmsposturinn.is

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 15. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 43. tbl. 19. árgangur 15.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

NarfeyrarstofaKjúklingur & franskar á föstudagskvöld aðeins kr. 1.500

Opið laugardag 18 - 20:30Lokað sunnudag.

Ný og glæsileg heimasíða!www.narfeyrarstofa.is

•Föstudagur: Pizzur í take-away kl.17-20

•Laugardagur lokað•Sunnudagur Opið 12 - 20:30

Hamborgaratilboð 4 hamborgarar, franskar og gos 2.990

•Fylgist með á Facebook

Minnum flokksmenn á póstkosningu í flokksvali Samfylkingarinnar í Norð-vesturkjördæmi sem fer fram 12.- 23. nóvember.

Nánari upplýsingar veitir Júlíus Már Þórarinsson, formaður kjörstjórnar, í síma 862-1894.

Munið að greiða atkvæði í síðasta lagi föstudaginn 23. nóvember

Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi

Samstarf er lykill að árangri

Dagskrá:Friðrik Ágúst Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar •Samtaka iðnaðarinsJón Guðmundsson, fagstjóri byggingasviðs Mannvirkjastofnunar•Ingibjörg Halldórsdóttir, lögfræðingur Mannvirkjastofnunar•Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélagsins•Magnús Sædal, fulltrúi Félags byggingafulltrúa•Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, skipulags- og byggingafulltrúi Stykkishólms•Runólfur Þ. Sigurðsson, skipulags- og byggingafullrúi Akraness•

Umræður og fyrirspurnir

Opinn fundur fyrir hönnuði, tæknimenn, iðnaðarmenn og eftirlitsaðila um nýja byggingareglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir til aukinna sam-

skipta innan byggingageirans.

Hótel Stykkishólmur, 20. nóvember kl. 13.00 – 17.00

Léttar veitingar

Fundarstjóri, Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI

BLEK

TÓNERAR

TÖLVU-

VÖRUR

Athugið: Vegna námsferðar starfsfólks verður takmörkuð opnun um helgina!

Prjónakvöld á fimmtudag kl. 20 – 22

Eitthvað notalegt, eitthvað gott, velkomin í heimsókn.

20% afsláttur af öllum lopa, bara þetta kvöld.

Föstudagurinn er síðasti dagurinn sem Sjávarborg. Lokað laugardag.

Verslunin Sjávarborg kveður!

Í Ásbyrgi ( Skólastíg 11) eru til sölu handunnin kerti af ýmsum stærðum og gerðum á 200 kr stykkið. Erum við flesta daga frá 8 – 16.

Smáauglýsingar

Miðvikudaginn 7. nóvember síðastliðinn hittist hópur eldri borgara í Setrinu. Tekin var ákvörðun um að hittast reglulega annan hvern miðvikudag kl. 17 og lesa í klukkutíma. Næsti lestur verður þann 21. nóvember. Fyrst munum við lesa Bárðar sögu Snæfellsáss og þar á eftir Eyrbyggju. Allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir.

Berglind Axelsdóttir

Leshópur eldri borgara

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 15. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 43. tbl. 19. árgangur 15.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Eftir útskriftina í vor langaði mig að gera eitthvað öðruvísi, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður og eitthvað sem ætti eftir að koma sér vel í reynslubankann. Ég ákvað að hjálpa fílum í Tælandi. Ég fann sjálfboðaliðastarf á netinu, sótti um 10 vikur með fílunum og fór út í lok ágúst og er þegar búinn að framlengja um tvær vikur. Samtökin sem ég vinn fyrir kallast Wildlife Friends Foundation of Thailand (WFFT). Þau sjá um að bjarga dýrum frá vanræklsu, frá túristaiðnaðinum og sum þeirra voru gæludýr en urðu hættuleg þegar þau urðu eldri . Eigendurnir þurftu að láta dýrin, sem ekkert kunnu á náttúruna, fara eitthvert annað, þá koma samtök eins og þessi til hjálpar. Dýrunum er gefið eins náttúrlegt umhverfi og hægt er og fá þá hjálp sem þau þurfa á að halda. Sjálfboðaliðarnir sjá svo um að gefa þeim að borða, þrífa búrin/svæðin o.fl. Meirihluti dýranna eru apar en þarna eru einnig birnir, tígrisdýr, einn krókódíll, otur o.fl. Hátt upp í 300 dýr.Margir myndu spyrja afhverju fílar þurfa hjálp. Fílar eru mikið notaðir í túrisma m.a. í að bera túrista frá A til B, gera alls konar sirkusbrögð og halda sýningar. Margir vita ekki hvað er gert við fílana eftir sýningar þegar hinn almenni ferðamaður sér ekki til. Hvað þá hvernig þeir eru þjálfaðir. Það er ekki fögur sjón. Hins vegar er oft þannig að fílarnir eru ekki í góðu haldi hjá fílahirðunum sínum, þeir fá ekki rétta fæðu eða nóg að éta, þeir eru oft ofnotaðir og gefast upp á endanum. Samtökin er með átta fíla. Allt fílar sem annað hvort voru fengnir frá eigendum sem vildu losna við þá því þeir voru of gamlir eða voru keyptir af eiganda til að bjarga þeim sem fyrst. Fílarnir í athvarfinu eru flestir yfir sextugt en sá yngsti er aðeins sjö ára og er hann lang hættulegastur af þeim öllum. Hann á það til að kasta steinum, saur eða ávöxtum ef hann fær ekki matinn sinn strax. Annars er mjög gaman að vinna með honum. Elsti fíllinn er 75+ og heitir June, hún gerir ekki flugu mein en á það til að stríða manni með því að ýta manni til með rananum. Allir fílarnir eru með sterka persónuleika og fljótlega fer maður að þekkja hvern og einn. Maður þarf samt alltaf að fara varlega því þetta eru stórar skepnur og geta gert hvað sem þær vilja. Eitt skiptið var ég að drífa mig aðeins of mikið og gekk of nálægt öðrum afturfætinum, svæði sem þeir sjá ekki, sem leiddi til þess að fíllinn lyfti upp fætinum og sparkaði í hnéð á mér. Ekki þægilegt en sem betur fer urðu engin

Fílahirðirinn frá Stykkishólmi

meiðsli. Ef maður hugsar bara rökrétt og fer varlega þá minnkar maður líkurnar á því að vera traðkaður niður. Það eru ekki bara fílar sem maður vinnur með heldur fær maður að kynnast fjöldanum öllum af krökkum frá alls konar löndum. Ég hef kynnst frábæru fólki á öllum aldri. Nú er ég líka með fría gistingu alls staðar um heiminn. Það er einnig tælenskt starfsfólk sem vinnur hér og talar litla ensku sem gerir samskiptin við þau frekar áhugaverð. Maður lærir ýmis tælensk orð og æfir sig á staffinu. Ég er orðinn nokkuð góður í tælenskunni eftir 10 vikur.Það er ótrúlegt að vinna með svona stórum skepnum, að standa við hliðina á fíl vitandi það að hann getur kramið mann þegar hann vill. Þetta eru ótrúlega gáfuð dýr og það er magnað að fylgjast með þeim. Ég mæli tvímælalaust með þessu! Maður getur dvalið þarna allt frá einum degi upp í 12 mánuði eða meira. Ef einhver vill frekari upplýsingar er sá hinn sami velkomin/n að hafa samband.

Páll [email protected]

Gunnar Bjarnason frá Böðvarsholti – 90 áraGunnar Eiríkur Bjarnason, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri í Böðvarsholti í Staðarsveit, fagnar nú 90 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður opið hús fyrir ættingja, vini, sveitunga og annað samferðafólk sem vill koma, gleðjast og þiggja kaffiveitingar með Gunnari og fjölskyldu í félagsheimilinu að Lýsuhóli í

Staðarsveit, laugardaginn 17. nóvember milli kl.15 og 18. Gunnar afþakkar afmælisgjafir, en í tilefni af þessum tímamótum langar hann til að minnast látinna ástvina með því að færa styrktarsjóði Landspítala peningagjöf. Verður það gert í minningu um Áslaugu S. Þorsteinsdóttur eiginkonu Gunnars sem lést um aldur fram, einnig soninn Atla sem þau misstu á fyrsta aldursári, sonardótturina Áslaugu og tengdadæturnar Elínu Katrínu og Gíslínu. Afmælisgestum er velkomið að leggja sitt af mörkum í þessa minningargjöf. (fréttatilkynning)

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 15. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 43. tbl. 19. árgangur 15.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Ferðaþjónusta er ein af þeim atvinnugreinum sem taldar eru til vaxtarsprota Íslands. En þrátt fyrir mikinn vöxt í greininni undanfarin áratug hefur það ekki skilað sér sem skildi í auknum hagvexti á landsbyggðinni. Ein leið til að styrkja ferðaþjónustuna og auka hagræn áhrif hennar í sveitum landsins er að efla tengsl og auka samstarf ferðaþjónustu og staðbundinnar matvælaframleiðslu. Markmið málþingsins er að: Vekja athygli á möguleikum sem felast í heimavinnslu matvæla og sölu beint frá býli. Varpa ljósi á þróunarferlið – frá hugmynd til heimavinnslu. Hvetja til samtals og samstarfs milli matvælaframleiðenda í héraði og ferðaþjónustuaðila. Dagskrá: Fundarstjóri: Halla Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal. 14:30 Málþing sett. Margrét Björk Björnsdóttir, SSV. 14:40 Uppbygging á matartengdri ferðaþjónustu – reynslusögur frumkvöðla. Arnheiður Hjörleifsdóttir, Bjarteyjarsandi.

Þorgrímur E. Guðbjartsson, Erpsstöðum. 15:30 Kaffihlé 15:45 Uppbygging sveitamarkaðsverslunar & matarklasa í Ríki Vatnajökuls. Rósa Björk Halldórsdóttir, Markaðsstofa Vesturlands. 16:00 Samstarf matvælaframleiðanda, ferðaþjónustu og stoðkerfis í héraði. Þóra Valsdóttir, Matís. 16:15 Matarmerki og svæðisbundin matvæli. Margrét Björk Björnsdóttir, SSV. 16:25 Sýn söluaðila á handgerðar og heimaunnar vörur. Eirný Sigurðardóttir, Búrið. 16:45 Hvað er beint frá býli? Hlédís Sveinsdóttir, Beint frá býli . 16:55 Heimilisiðnaðareldhús – hugmyndafræði, framkvæmd og nýting. Margrét Björk Björnsdóttir, SSV. 17:10 Samantekt og umræður. Halla Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal.

Allir áhugasamir velkomnir - Aðgangur ókeypis Nánari upplýsingar veitir Margrét Björk Björnsdóttir, forsvarsmaður „Sveitaverkefnis“ [email protected]

Tilboð í tryggingarÁ næstu dögum geta íbúar Stykkishólms rætt við Magnús Björnsson vátryggingaráðgjafa frá TM. Við hvetjum þig til að nota þetta tækifæri, fá tilboð og ráðgjöf í tryggingarnar þínar. Magnús verður á skrifstofu TM í Stykkishólmi frá 20. - 22. nóvember.

Hægt er að hafa samband við Magnús í síma 515-2642 / 821-5628 eða netfang [email protected]

Ánægjuleg skiptiVið hjá TM höfum hjálpað fólki við að kljást við óhöpp og erfiðleika í yfir 50 ár og samkvæmt íslensku ánægjuvoginni eru ánægðustu viðskiptavinir tryggingafélaganna hjá okkur. Það segir sína sögu, enda leggjum við mikið kapp á að varðveita orðspor okkar, sem endurspeglast í betri og hraðvirkari tjónaþjónustu.

Tryggingamiðstöðin Stykkishólmi // Aðalgötu 20 // 340 StykkishólmiSími 438 1200 // Afgreiðslutími: 9:30-12:30 og 13:30-16:00 alla virka daga

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 15. nóvember 2012

Stykkishólms-Pósturinn, 43. tbl. 19. árgangur 15.nóvember 2012

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Frá Stykkishólmi sun-fös 15:00Frá Brjánslæk sun-fös kl. 18:00

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30

mínútum fyrir brottför.

Ferjan Baldur www.saeferdir.is

Glæsilegt jólahlaðborð með dönsku ívafi

á Hótel Stykkishólmi.Laugardagana 17. nóvember, 24. nóvember

og 1. desember 2012.

Hljómsveitin Meðlæti - laðar fram danska stemningu

við borðhaldið og á dansleik á eftir.

Verð kr. 6900 pr. mannTilboð á gistingu kr. 5000 pr. mann

Jólahlaðborð

Bókanir

í síma

430-2100

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199Netfang: [email protected]íða: fasteignsnae.is

Aðventudagatalið í StykkishólmiSkilafrestur efnis í Aðventudagatalið 2012 er

miðvikudaginn 21. nóvember n.k.

Dagatalinu verður dreift með Stykkishólms-Póstinum

29. nóvember 2012

Stykkishólmskirkja

Þjóðlaga- og vísnamessa verður sunnudagskvöldið 18. nóvember kl. 20.00

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00

Aðalfundur Stykkishólmssafnaðar verður í Stykkishólms- kirkju fimmtudags-kvöldið 15. nóvember kl. 20.00

Það borgar sig að kíkja í HeimahorniðSkór á góðu verði,

barnanáttföt á jólatilboði!

Verið velkomin.