Stykkishólms-Pósturinn 14. apríl 2011

8
SÉRRIT - 15. tbl. 18. árg. 14. apríl 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis á öll heimili í Stykkishólmi og Helgafellssveit með Íslandspósti hf. og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útg. og prentun: Anok margmiðlun ehf, Pósthólf 15, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120 Ritstjóri, ábyrgðarm, fréttir: ..Sigurður R. Bjarnason Uppsetning og reikningshald:.Anna Melsteð Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Nú í apríl verður tilbúið geymslusvæði fyrir gáma sem staðsett er við flokkunarstöðina Snoppu. Þar er gert ráð fyrir geymslu á um 20 gámum. Svæðið er ætlað til leigu fyrir einstaklinga og fyrirtæki í bænum og er vonast til að með tilkomu þess verði leystur sá vandi sem skapast hefur vegna skorts á geymslusvæði fyrir gáma í bænum. En eins og menn vita hefur geymslusvæðið okkar við Heljarmýri verið fullnýtt á undanförnum árum. Ákveðið hefur verið að boða til fundar með lóðareigendum og öðrum hagsmunaaðilum við Reitarveg vegna gáma og annarra muna sem geymdir eru á svæðinu. Verður fundurinn haldinn í Ráðhúsinu fimmtudaginn 28. apríl nk. kl. 20. Í Lögreglusamþykkt Stykkishólmsbæjar (29.11.2007) kemur fram að bannað er að skilja eftir, flytja eða geyma muni eða úrgang með þeim hætti að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Þetta gildir um smærri sem stærri hluti, svo sem gáma, kerrur, bíla, bílhluta, báta, skipsskrokka o.fl. Óskað er eftir að eigendur gáma og annarra muna sem geymdir eru við Reitarveg hafi samband við starfsfólk bæjarskrifstofu og láti vita um eignarhald sitt og staðsetningu. Bæjarstjóri Gámasvæði við Snoppu Í Stykkishólmi eru fjölmörg hús í eigu fólks sem stærstan hluta ársins er búsett annars staðar á landinu. Talið er að slík hús séu að nálgast hundraðið. Eigendur þessara húsa og fólk á þess vegum er löngum stundum í Hólminum og nýtur þess að vera í þessum einstaka bæ. Bæjarbúar taka okkur vel og er þessi innrás sífellt fyrirferðarmeiri þáttur í bæjarlífinu. Þar sem við erum með annan fótinn í Hólminum erum við oft nefnd hálf-Hólmarar, til að undirstrika þessa tengingu og að við séum ekki eins og hverjir aðrir gestir. Mörg okkar hafa sogast meira inn í bæjarlífið en aðrir og tekið þátt í fjölbreyttu menningar- eða atvinnulífi bæjarins. Óhætt er að fullyrða að okkur hefur verið einstaklega vel tekið. Hefur þeirri hugmynd öðru hvoru verið hreyft hvort ekki séu fleiri sem hefðu áhuga á einhverri slíkri þátttöku eða í það minnsta að kynnast bænum örlítið betur; sögu hans og menningu. Við höfum nokkrir tekið okkur saman um að hafa frumkvæði að því að bjóða til slíks nú um páskana. Laugardaginn fyrir páska, 23. apríl, ætlum við að vera með dagskrá. Ætlunin er að hittast við Norska húsið kl. 14. Dagskráin er þessi: • Saga og byggð í Stykkishólmi. Sturla Böðvarsson, fyrrum bæjarstjóri og forseti Alþingis leiðir hópinn um gamla bæinn, höfnina og gamla kirkjan skoðuð. • Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur tekur á móti hópnum í nýju kirkjunni. Laszló Petö organisti og kórstjórnandi spilar á gamla orgelið. Verið er að smíða nýtt orgel fyrir kirkjuna og stendur yfir söfnun vegna þess. Verkefnið verður kynnt og sagt frá gangi mála • Kaffiveitingar í kirkjunni í umsjón Sesselju Pálsdóttur. • Óvæntar uppákomur eftir því sem aðstæður leyfa. Við viljum hvetja alla sem hafa tök á að vera með þennan dag og njóta þess að vera Hólmarar. Með góðri kveðju, Ólafur í Oddshúsi, Skarphéðinn í Ólafshúsi og heimafólkið Gunnlaugur, Sigþór og Sesselja p.s. til að auðvelda okkur undirbúninginn máttu gjarnan láta vita um þáttöku á netfangið [email protected] eða í síma 894-4664, 438-1000. En þú ert jafnvelkominn þó þú gleymir því. Hálf-Hólmarar Eins og fólk varð vart við víða um landið þá varð vindur hvas- sari s.l. sunnudag 10.apríl en reiknað hafði verið með og lenti fólk víða í vandræðum s.s við Borgarnes þar sem gríðarlega hvass vindstrengur olli miklu grjótfjúki yfir veginn við brúna þannig að rúður brotnuð í bílum og loka varð brúnni um tíma. Hér í Stykk- ishólmi fór stöðugur vindur mest í 23 metra samkvæmt sjálfvrkri mælingu Veðurstofunnar, fór þó mest í 27 og sló upp í 36 metra í hörðustu hviðum um kl.18 þegar vindur var suð suð austan. Sam- kvæmt mæli Vegagerðarinnar sem sjá má á netinu varð hann enn hvassari um kl.19 þegar hviður fóru í 38/39 metra. Vindur var enn hvass um kl.21 en þá var hann kominn í suð suð vestan 23m/s en sveiflaðist upp í 27 m/s og í 32 m/s í hviðum. srb Rok Árþóra Steinarsdóttir kom í Setrið í vikunni og færði Aftanskin skanna frá Arion Banka en Guðrún Ákadóttir færði Aftanskini prentara í haust, eykur þetta til muna möguleika í starfsseminni. am Gjafir Dymbilvikan er framundan og Páskar. Stykkishólms-Póstur- inn kemur næst út fimmtudaginn 28. apríl Minnt er á að á vefnum www.stykkisholmsposturinn. is er alltaf uppfærður eftir efni og ástæðum hverju sinni og velkomið að senda ábendingar um efni á [email protected] Það er nóg um að vera í bænum næstu daga og yfir hátíðarnar, tónlist, badmintonmót, fyrir- lestrar, fræðsla og gönguferðir. Lesendum eru færðar bestu óskir um gleðilega páska og gleðilegt sumar. am Sumar og Páskar Gleðilega Páska

description

Bæjarblað Stykkishólms

Transcript of Stykkishólms-Pósturinn 14. apríl 2011

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 14. apríl 2011

SÉRRIT - 15. tbl. 18. árg. 14. apríl 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis á öll heimili í Stykkishólmi og Helgafellssveit með Íslandspósti hf. og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útg. og prentun: Anok margmiðlun ehf, Pósthólf 15, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120 Ritstjóri, ábyrgðarm, fréttir: ..Sigurður R. Bjarnason Uppsetning og reikningshald:.Anna Melsteð Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík

Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Nú í apríl verður tilbúið geymslusvæði fyrir gáma sem staðsett er við flokkunarstöðina Snoppu. Þar er gert ráð fyrir geymslu á um 20 gámum. Svæðið er ætlað til leigu fyrir einstaklinga og fyrirtæki í bænum og er vonast til að með tilkomu þess verði leystur sá vandi sem skapast hefur vegna skorts á geymslusvæði fyrir gáma í bænum. En eins og menn vita hefur geymslusvæðið okkar við Heljarmýri verið fullnýtt á undanförnum árum.Ákveðið hefur verið að boða til fundar með lóðareigendum og öðrum hagsmunaaðilum við Reitarveg vegna gáma og annarra muna sem geymdir eru á svæðinu. Verður fundurinn haldinn í Ráðhúsinu fimmtudaginn 28. apríl nk. kl. 20.Í Lögreglusamþykkt Stykkishólmsbæjar (29.11.2007) kemur fram að bannað er að skilja eftir, flytja eða geyma muni eða úrgang með þeim hætti að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Þetta gildir um smærri sem stærri hluti, svo sem gáma, kerrur, bíla, bílhluta, báta, skipsskrokka o.fl.Óskað er eftir að eigendur gáma og annarra muna sem geymdir eru við Reitarveg hafi samband við starfsfólk bæjarskrifstofu og láti vita um eignarhald sitt og staðsetningu.

Bæjarstjóri

Gámasvæði við Snoppu

Í Stykkishólmi eru fjölmörg hús í eigu fólks sem stærstan hluta ársins er búsett annars staðar á landinu. Talið er að slík hús séu að nálgast hundraðið. Eigendur þessara húsa og fólk á þess vegum er löngum stundum í Hólminum og nýtur þess að vera í þessum einstaka bæ. Bæjarbúar taka okkur vel og er þessi innrás sífellt fyrirferðarmeiri þáttur í bæjarlífinu. Þar sem við erum með annan fótinn í Hólminum erum við oft nefnd hálf-Hólmarar, til að undirstrika þessa tengingu og að við séum ekki eins og hverjir aðrir gestir.Mörg okkar hafa sogast meira inn í bæjarlífið en aðrir og tekið þátt í fjölbreyttu menningar- eða atvinnulífi bæjarins. Óhætt er að fullyrða að okkur hefur verið einstaklega vel tekið. Hefur þeirri hugmynd öðru hvoru verið hreyft hvort ekki séu fleiri sem hefðu áhuga á einhverri slíkri þátttöku eða í það minnsta að kynnast bænum örlítið betur; sögu hans og menningu. Við höfum nokkrir tekið okkur saman um að hafa frumkvæði að því að bjóða til slíks nú um páskana. Laugardaginn fyrir páska, 23. apríl, ætlum við að vera með dagskrá. Ætlunin er að hittast við Norska húsið kl. 14. Dagskráin er þessi:

• Saga og byggð í Stykkishólmi. Sturla Böðvarsson, fyrrum bæjarstjóri og forseti Alþingis leiðir hópinn um gamla bæinn, höfnina og gamla kirkjan skoðuð.

• Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur tekur á móti hópnum í nýju kirkjunni. Laszló Petö organisti og kórstjórnandi spilar á gamla orgelið. Verið er að smíða nýtt orgel fyrir kirkjuna og stendur yfir söfnun vegna þess. Verkefnið verður kynnt og sagt frá gangi mála

• Kaffiveitingar í kirkjunni í umsjón Sesselju Pálsdóttur.• Óvæntar uppákomur eftir því sem aðstæður leyfa.

Við viljum hvetja alla sem hafa tök á að vera með þennan dag og njóta þess að vera Hólmarar.

Með góðri kveðju,Ólafur í Oddshúsi, Skarphéðinn í Ólafshúsi

og heimafólkið Gunnlaugur, Sigþór og Sesseljap.s. til að auðvelda okkur undirbúninginn máttu gjarnan láta vita um þáttöku á

netfangið [email protected] eða í síma 894-4664, 438-1000. En þú ert jafnvelkominn þó þú gleymir því.

Hálf-Hólmarar

Eins og fólk varð vart við víða um landið þá varð vindur hvas-sari s.l. sunnudag 10.apríl en reiknað hafði verið með og lenti fólk víða í vandræðum s.s við Borgarnes þar sem gríðarlega hvass vindstrengur olli miklu grjótfjúki yfir veginn við brúna þannig að rúður brotnuð í bílum og loka varð brúnni um tíma. Hér í Stykk-ishólmi fór stöðugur vindur mest í 23 metra samkvæmt sjálfvrkri mælingu Veðurstofunnar, fór þó mest í 27 og sló upp í 36 metra í hörðustu hviðum um kl.18 þegar vindur var suð suð austan. Sam-kvæmt mæli Vegagerðarinnar sem sjá má á netinu varð hann enn hvassari um kl.19 þegar hviður fóru í 38/39 metra. Vindur var enn hvass um kl.21 en þá var hann kominn í suð suð vestan 23m/s en sveiflaðist upp í 27 m/s og í 32 m/s í hviðum. srb

Rok

Árþóra Steinarsdóttir kom í Setrið í vikunni og færði Aftanskin skanna frá Arion Banka en Guðrún Ákadóttir færði Aftanskini prentara í haust, eykur þetta til muna möguleika í starfsseminni. am

GjafirDymbilvikan er framundan og Páskar. Stykkishólms-Póstur-inn kemur næst út fimmtudaginn 28. apríl Minnt er á að á vefnum www.stykkisholmsposturinn.is er alltaf uppfærður eftir efni og ástæðum hverju sinni og velkomið að senda ábendingar um efni á [email protected]Það er nóg um að vera í bænum næstu daga og yfir hátíðarnar, tónlist, badmintonmót, fyrir-lestrar, fræðsla og gönguferðir. Lesendum eru færðar bestu óskir um gleðilega páska og gleðilegt sumar. am

Sumar og Páskar

Gleðilega Páska

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 14. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 18. árgangur 14. apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Bókasafnsdagurinn er í dag, fimmtudaginn 14. apríl, og er hann haldinn til þess að vekja athygli á bókasöfnunum og hver verðmæti þau hafa að geyma fyrir okkur. Slagorð dagsins er Bókasafn : heilsulind hugans og má segja að það sé nokkuð gegnsætt fyrir okkur. Raunverulega þarf heilinn jafn mikið á því að halda að lesa eins og líkaminn þarf að nærast og hreyfa sig. Amtsbókasafnið í Stykkishólmi á sér nokkuð skemmtilega sögu og hér í bæ er rík hefð fyrir því að nota bókasafnið. Það var stofnað 1847 af Árna Thorlaciusi og telst hann því fyrsti bókavörður bæjarins. Eins og nafnið ber með sér þjónaði það öllu amtinu og var skylduskilasafn. Skylduskilasöfn fengu ætið tvær bækur sendar frá prentusmiðju og áttu einnig að fá sent allt prentað efni og það átti að varðveitast í bókasafninu. Lög um skylduskil prentsmiðja voru fyrst sett 1949 en skylduskilum var aflétt af Amtsbókasafninu í Stykkishólmi 1977, en þar eru eingöngu tilteki tvö slík söfn í lögunum þá, Landsbókasafn Íslands og Amtsbókasafnið á Akureyri. Þetta þýðir að Amtsbókasafnið í Stykkihólmi þarf að kaupa allar bækur á safnið, en á móti kemur þarf ekki að geyma hér allt sem kemur út, enda er mjög dýrt að halda úti geymslum fyrir slíkt. Vegna þessara skylduskila er Amtsbókasafnið mjög ríkt af gömlu efni og hefur greinilega verið reynt að halda í þá ríku hefð að Amtsbókasafnið eigi góðan og fjölbreyttan bókakost. Þegar þessari miklu geymsluskyldu er aflétt er það á ábyrgð safnsins hversu mikill bókakostur er geymdur. Í raun er það hluti af menningu þessa bæjar að eiga ríkulegan bókakost og hlú að honum og verður vonandi svo um ókomna tíð. Hlutverk bókasafnsins og áherslur hafa þó breyst í takt við tímann og áherslan er á þjónustu við notendur safnsins og aðra bæjarbúa. Það ódýrt að kaupa árskort, aðeins 2000 krónur og frítt fyrir börn að 18 ára aldri, öryrkja og eldri borgara. Miðað við að ein kilja kostar fullu verði rúmlega 2400 krónur eru það kostakjör að fá lánað eins mikið og maður kemst yfir að lesa fyrir þetta lága upphæð. En það er engin skylda að fá lánaðar bækur til þessa að nota þjónustuna hjá okkur. Fólki er velkomið að koma þegar safnið er opið og kíkja í bækur og glugga í dagblöð og tímarit eða leigja góða mynd. Það eru oft skemmtilega umræður hjá okkur í lesstofunni. Svo er auðvitað þráðlaust netsamband og lestraraðstaða.Margir hafa styrkt safnið með gjöfum og það hefur oft komið sér vel. En nú er svo komið, í bili, að við getum einungis tekið við nýjum bókum ef fólk vill losa sig við það sem það er búið að lesa. Við erum líka með gamlar bækur til sölu og það getur verið sniðugt að styrkja safnið sitt á með því að kaupa ódýra bók. Til þess að halda upp á daginn ætlum við vera með upplestur í bókasafninu kl. 17. Lesarar verða Árni Valgeirsson, Sigurður Bjarnason og Ragnheiður Óladóttir. Við bjóðum ykkur velkomin að halda upp á daginn með okkur.

Ragnheiður Óladóttir

Bókasafnsdagurinn

SmáauglýsingarVespa til sölu! YIYING Árg. 2007 Upplýsingar í síma 892-1091

5 manna fjölskylda óskar eftir íbúð/húsi til leigu í Stykkishólmi yfir sumartímann (í 1 til 4 mánuði) Kristín Klara Gretarsdóttir s: 867-8420

Í síðustu grein minntist ég á áhuga annarra sveitarfélaga á Íslandi á því að sækjast eftir umhverfisvottun. Snæfellingar hafa þannig með frumkvæði sínu haft áhrif á umhverfismál á landsvísu. Þótt ekki kæmi annað til getur það talist góður ávinningur. Hér verður fjallað um þann ávinning sem íbúar á Snæfellsnesi hafa haft af EarthCheck umhverfisvottuninni. Margt af því góða sem við höfum og lítum á sem sjálfsagða hluti í dag, voru mikilvæ-gir áfangar og framfaraskref á sínum tíma. Þetta á við um ýmsa áfanga í umhverfismálum á Snæfellsnesi. Þó alltaf megi gera betur er mikilvægt að halda til haga þeirri vinnu sem stjórnendur og íbúar svæðisins hafa lagt á sig varðandi úrbætur í umhverfismálum á liðnum árum. Hér fylgja nokkur dæmi um verkefni, stór og smá, sem tengjast vottunarvinnu síðustu ára beint eða óbeint:• Endurskipulagning á rekstri sveitarfélaganna hvað varðar

gagnsæi og rekjanleika upplýsinga.• Skráningarkerfi, nokkurs konar „grænu bókhaldi“, komið á fót

þar sem fylgst er með ýmsum umhverfisvísum, til dæmis orku- og efnanotkun. Það veitir aukna yfirsýn og nýtist til að koma í veg fyrir að við göngum of nærri náttúrunni, auk þess sem það nýtist til sparnaðar í rekstri.

• Sameiginleg innkaupastefna sveitarfélaganna þar sem leitast er við að minnka innkaup og kaupa sem hæst hlutfall umhverfis-vottaðra vara.

• Gríðarlegar framfarir í sorpmálum.• Öflug vinna að umhverfismálum í leik- og grunnskólum sem

allir eru þátttakendur í Grænfánaverkefninu. • Höfnin í Stykkishólmi hefur flaggað Bláfánanum átta ár í röð

auk þess sem fáninn blakti við hún við Arnarstapahöfn árin 2008 og 2009.

• Heimasíða, www.nesvottun.is, stofnuð þar sem íbúar og aðrir áhugasamir geta fengið grunnupplýsingar um verkefnið og framgang þess. Fésbókarsíða, Umhverfisvottun Snæfellsness, nýtt til að kynna verkefnið og uppfræða almenning um umh-verfismál og sjálfbærni samfélaga.

• Sveitarfélögin tóku þátt í minkaveiðiátaki á tímabilinu 2007-2010 sem skilaði sér í mikilli fækkun minka, auk þess sem Stykkishólmsbær hóf átak gegn ágengum plöntum í fyrrasumar.

• Bæklingur fyrir ferðamenn um Snæfellsnes.• Fræðsluskilti um jarðfræði Kirkjufells og fuglalíf við Grundar-

fjörð.• Gönguleiðin um Kambsskarð stikuð og hnitsett og til stendur

að setja fræðsluskilti við hana.• Fyrirtæki eru að byrjuð að nýta sér umhverfisvottunina í

markaðssetningu vöru og þjónustu.• Síðast en ekki síst hefut umhverfisvitund íbúa aukist og þeir

farnir að gera meiri kröfur til sveitarfélaga sinna hvað varðar umhverfismál.

Af þessu má sjá að margt gott hefur áunnist á þeim tíma sem umh-verfisvottunarverkefnið hefur staðið á Snæfellsnesi. Vinnan heldur áfram og enn liggja fjölmörg ónýtt tækifæri til þess að nýta vot-tunina til góðs. Hvet ég því íbúa til þess að láta ekki sitt eftir liggja, segja frá hugmyndum sínum eða umkvörtunarefnum og láta í sér heyra. Öll innlegg eru vel þegin.

Theódóra Matthíasdóttir ([email protected]), umhverfisfulltrúi Snæfellsness www.nesvottun.is

Hverju hefur umhverfisvottun áorkað?

Gyrðir Elíasson rithöfundur, sem í vikunni hlaut Bókmenntaverðlaun

Norðurlandaráðs, í Amtsbóka-safninu haustið 2009

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 14. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 18. árgangur 14.apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Píanótónleikar nemenda Kolding Musikskoleí Stykkishólmskirkju laugard. 16. apríl kl. 13:00Flutt verður ævintýrið „Det musikalske tårn“.Ókeypis aðgangur.Allir velkomnir.Píanónemendur erusérstaklega velkomnir.

Heilsulind hugans

Fimmtudaginn 14. apríl verður haldið

upp á bókasafnsdaginn með upplestri

á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi

kl. 17.00.

Heimamenn lesa upp úr bókum sem

þeir velja sjálfir og kíkt verður í

nýjustu bækurnar.

Allir velkomnir

Aðgangur ókeypis

Stofnun vélhjólaklúbbs í Stykkishólmi

Undirbúningsfundur verður í

Bakaríinu föstudaginn 15. apríl kl. 20:00

Allir sem áhuga hafa á að gerast félagar

eru velkomnir.

Fundarmenn eru hvattir til að mæta á

vélfákum sínum.

Áhugamenn

Bætt meðferð aflaSmábátafélagið Snæfell og Matís efna til námskeiðs um bætta aflameðferð. Þar munu sérfræðingar Matís halda fyrirlestra og kynna nýjustu vísindin í meðferð afla, hvernig skal umgangast hann þannig að hæsta verð fáist við sölu hans og neytendur verði ánægðir með gæðin.

Námskeiðið er opið öllum og ókeypis.

Námskeiðið verður á Hótel Hellissandi fimmtudaginn 14. apríl (í dag) kl 20:00.

Snæfell hvetur alla sjómenn til að nýta sér þetta tækifæri og bæta þannig við þekkingu sína á þessu sviði.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 14. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 18. árgangur 14. apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Er staddur í Shanghai Kína þegar Þór Jónsson spyr hvort ég sé tilbúinn að skrifa fyrir Stykkishólmspóstinn, Áskorandinn. Auðvitað segi ég, ekki skorast maður undan því. Velti fyrir mér í stutta stund hvað maður ætti að skrifa um, bara eitt kemur upp í hugann. Ferð okkar hjóna til Shanghai. Shanghai er sú borg í Kína sem er hvað fjölmennust með um 16,5 milljón manns og þar af búa um 10 milljón í úthverfum. Eins og Stykkishólmur byggðist Shanghai upp á fiskiðnaði en eftir að hún var opnuð fyrir erlendum viðskiptum um 1850 breyst mikið. Shanghai í dag er ekkert lík þeim bæ sem byggðist upp á fiskiðnaði. Í einni stakri blokk búa oft fleiri en í öllum hólminum og telst sú blokk ekki stór. Hringurinn sem við hjónin förum í hverfinu með krakkana inniheldur sennilega fleiri íbúa en allt Ísland. Hér búa flestir í fjölbýlishúsum af einhverju tagi, ólíkt því sem maður átti að venjast í Hólminum sem krakki þar sem flestir bjuggu sér hýbýli með garði og bílskúr. Hér er því ekki að fara nema fyrir fáa útvalda. Fólk sem á pening og það mikið af honum. Ekki er hægt að segja að Shanghai sé sérlega barnvæn borg og sjást ungabörn ekki mikið úti. Mömmur og pabbar eru að vinna og amma og afi eru heima með barnið. Í Shanghai eins og mörgum öðrum borgum er eins barns reglan í gildi. Eitt par eitt barn. Var sú regla sett 1978 og er enn við líði til að stemma stigur við fólksfjölgun í landinu. Að eignast fleiri en eitt barn er lögbrot. Þó að reglan sé enn í gildi horfa sumir fram hjá henni þó það kosti umtalsvert. Borga verður fyrir skráningu barnsins númer tvö, alla skólagöngu og lækniskostnað. Ekkert er frítt fyrir barn númer tvö eða þrjú. Það er því orðið merki um auð þegar par á tvö eða þrjú börn. Kemur í stað flotta bílsins eða dýra hússins. Í Shanghai er það auðvalið sem á peningana en Kommúnismi ræður ríkjum. Í landi þar sem jafnræði á að vera í fyrrrúmi. Svo er ekki. Hvar sem farið er sjást nýlegar byggingar og enn er verið að byggja. Gömul hverfi eru tekin og jöfnuð við jörðu og nýir turnar fyrir nýja íbúendur eru reistir. Margir turnanna standa auðir og hafa gert í einhvern tíma. Eigandanum liggur oft ekkert á að selja. Íbúðarverð er enn á uppleið hér í Shanghai. Hagvexti er spá fram yfir 2020 en þá er spáð að Kína fari fram úr Bandaríkjunum og verði næsta risaveldi. Kringlur eru hér á hverju horni, sumar hverjar hlið við hlið. Allir eru í samkeppni og kringlur, stórmarkaðir og kaupmaðurinn á horninu hafa opið langt fram eftir kvöldi svo allir geti verslað nægju sína. Enginn vill vera eftirbátur hinna. Allir vilja græða. Hér hafa flest stórfyrirtæki heimsins haslað sér völl því eftir miklu er að slæjast. En fallið er einnig hátt og margir hafa tapað miklu. Ekki vantar samt eldhugana hér, alltaf einhver tilbúinn að reyna. Gömlu búðirnar Hólmkjör og Kaupfélagið sem áður voru reknar í Stykkishólmi eru hér sem kaupmaðurinn á horninu. Og sem verslunareigandi á Laugarveginum finnur maður hversu agnarsmár maður er þegar hingað er komið. Það er einmitt smæðin sem kemur í bakið á manni þegar maður reynir að versla inn fyrir búðina. Magnið sem maður vill kaupa er bara ekki nóg. Eftir tvær vikur og fjölda funda er loksins eitthvað farið að gerast. Kemur í ljós hvernig þetta fer allt saman. Shanghai er ein af þessum borgum sem maður hefur komið til og finnst gaman að vera í en ekki myndi ég vilja búa hér. Stærðin er bara of mikil og eins og áður sagt er borgin ekki mjög barnvæn.Á morgun er stefnan tekin á Zhujiajiao (http://en.zhujiajiao.com/) lítið vatnaþorp staðsett rétt utan við Shanghai. Bærinn telur engu að síður um 60000 manns þannig að á Íslenskan mælikvarða slagar hann langleiðina upp í Reykjavík.

Með kveðju frá Shanghai.Atli Þór Kristbergsson

Myndir frá greinarhöfundi er að sjá á www.stykkisholmsposturinn.is

Áskorandinn@Shanghai Kína

Hólmarar eiga von á góðum gestum frá vinabænum okkar í Dan-mörk næstkomandi laugardag, 16. apríl. Þá koma í heimsókn nokkrir nemendur píanódeildar tónlistarskólans þar, KOLDING MUSIKSKOLE.Nemendurnir eru á nokkurra daga tónleikaferðalagi um Ísland og vilja endilega heimsækja íslenska vinabæinn sinn. Með í ferðin-ni eru nokkrir foreldrar og svo kennarinn þeirra sem hefur áður komið í Stykkishólm og hlakkar mikið til að spila á kirkjuflygilinn sem hann þekkir frá fyrri heimsókn.Haldnir verða tónleikar í kirkjunni kl. 13:00, sem taka munu tæ-plega klukkustund. Þar verður flutt ævintýrið „Det musikalske tårn“, eða „Músikalski turninn“, sem er spennandi saga þar sem inn fléttast tónlistaratriði nemendanna.Allir eru velkomnir á þessa tónleika og enginn aðgangseyrir. Tón-listarskólinn hvetur nemendur sína til að koma og hlusta á dön-sku gestina þessa stuttu stund og taka fjölskyldu og vini með sér. Sérstaklega eru PÍANÓNEMENDUR hvattir til að koma.

Píanótónleikar frá Kolding

Kæru bæjarbúar.Allir hafa skoðun á Dönskum dögum og nú viljum við heyra þína! Við í nefndinni höfðum hug á að halda hátíðina á sömu helgi og Menningarnótt eða 19-21 ágúst. Reyna að hverfa nokkur ár aftur í tímann með hana, þegar hún var eins og Hólmaraættarmót. Snæfell hafði áður undirstungið Eflingu með dagsetningu hátíðarinnar og er að fá til sín tónlistarmanninn Pál Óskar til að skemmta þann 13. ágúst. Hafa undirrituð og fulltrúar Eflingar, Stykkishólmsbæjar og Snæfells fundað um að sameina skemmtun Snæfells og Danska daga þá helgi.Það er ljóst að um tvær ólíkar hátíðir er að ræða eftir því hvaða helgi verður valin undir Dönsku dagana. Okkur hefur líka dottið í hug að halda Danska daga helgina 8 – 10 júlí sem er sama helgi og hátíðin var haldin fyrst samkvæmt okkar heimildum.Við viljum endilega fá sem flestar skoðanir bæjarbúa á þessu máli. Helst á tölvupósti á netfangið [email protected], eða með því að hafa samband við okkur sem erum í forsvari fyrir nefndina.Við þiggjum líka allar tillögur um afþreyingarefni, skemmtiatriði og hvað annað sem þið viljið sjá á bæjarhátíðinni okkar.Næsti fundur nefndarinnar er á mánudaginn 18. apríl og munum við þá vinna úr þeim hugmyndum og skoðunum sem okkur berast fyrir þann tíma. Einnig er hægt að svara könnun á www.stykkisholmsposturinn.is um þetta. Hlökkum til að heyra í þér!

Kristján Lár 8685302, Björn Ásgeir 8651761 og Berglind Lilja 8624380.

Danskir dagar - hvaða helgi?

Í vikunni var úthlutað úr Nýsköpunarsjóði Námsmanna sem er í umsjá Rannís. Náttúrustofa Vesturlands, Háskólasetur Snæfellsness og Breiðafjarðarfléttan fengu sameiginlega styrk fyrir nemann Arnór Þrastarson til starfa í sumar að verkefninu „Þróun afurða fyrir fuglaskoðara á Snæfellsnesi og í Dölum“ Nýsköpunarsjóði námsmanna bárust alls 487 umsóknir í ár fyrir um 700 háskólanema en umsóknarfresturinn rann út þann 11. mars 2011. Alls var sótt um 350 milljónir króna úr sjóðnum en til úthlutunar voru 86 milljónir. Stjórn sjóðsins styrkir eftirtalin 132 verkefni (alls 510 mannmánuði), eða 27% umsókna. am

Styrkur úr nýsköpunarsjóði námsmanna

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 14. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 18. árgangur 14.apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Aðalfundur Ferðafélags Snæfellsness

Aðalfundur Ferðafélags Snæfellsness verður haldinn mánudaginn 18. apríl kl. 20.00 í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði.

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 7. grein samþykktra laga félagsins.

Félagar eru hvattir til að mæta.

Nýir félagar eru velkomnir.Stjórnin

Diddú og drengirnirSigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og blásarasveit halda tónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 17. apríl kl. 17

Tónleikarnir eru haldnir til styrktar ORGELSJÓÐI kirkjunnar.Aðgangseyrir er kr. 1.500 – auk þess er tekið við frjálsum framlögum í sjóðinn.

Fjölmennum og njótum frábærra listamanna í byrjun páskaviku!

Gleðilegt sumar og gleðilega páska!

Full búð af nýjum vörum.

Sumargjafir - Páskagjafir

þær færðu hjá okkur!

Verið velkomin og lítið á úrvalið.

Heimahornið

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Ferjan Baldur Áætlun frá 01.01.2011

Fersk bláskel v ikulega!

Pantanir í síma 893-5056

www.blaskel.is Íslensk bláskel ehf

Við hugsum áður en við hendum

Í kvöld kl. 20 heldur Íslenska gámafélagið kynningarfund um sorpflokkunina í Stykkishólmi.

Fundurinn verður haldinn á Ráðhúsloftinu. Hvetjum við bæjarbúa til að mæta á

kynningarfundinn og fræðast um flokkunina, hvað hefur áunnist

og hvað má betur fara.

Stykkishólmsbær

Auglýsing frá Dósamóttökunni Stykkishólmi:

Flytjum Dósamóttökuna á Nesveg 13

í Bláa gáminn, 2. maí n.k.

Opið verður frá 18:30-20:00

- alla mánudaga

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 14. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 18. árgangur 14. apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Narfeyrarstofa

narfeyrarstofa.isSími 438-1119

Föstudagur: Kjúklingatilboð! Heill kjúklingur og franskar - Sótt, kr. 1250

Laugardagur:

Spennandi fjögurra rétta seðill

Láttu okkur koma þér á óvart!

Vertu vinur okkar á Facebook!

Réttir dagsins, opnunartímar yfir páskana,

viðburðir á Narfeyrarstofu ofl. kemur þar inn!

Guðsþjónustur um bænadaga og páska í Stykkishólmsprestakalli

Skírdagur:Messa á sjúkrahúsinu kl. 14.00

Föstudagurinn langi:Guðsþjónusta í Stykkishólmskirkju kl. 14.00.

(Píslarsagan lesin og passíusálmar sungnir)

Guðsþjónusta á Dvalarheimilinu kl. 15.30.

Páskadagur:Hátíðarguðsþjónusta í Stykkishólmskirkju kl. 11.00

Guðsþjónusta í Breiðabólstaðarkirkju kl. 14.00

2. í páskum:Guðsþjónusta í Helgafellskirkju kl. 14.00

Sóknarprestur

Fimmtudaginn 28. apríl verða sérstakir PÍANÓTÓNLEIKAR í kirkjunni á vegum Tónlistarskóla Stykkishólms. Þá leika fimm píanónemendur sem allir eru á framhaldsstigi sýnishorn af þeim tónverkum sem þeir eru að glíma við. Þetta er nýjung í skólastarfinu, þar sem tónleikar skólans eru yfirleitt blandaðir nemendum á öllum stigum. Nú fá lengst komnu nemendurnir að sýna vel hvað í þeim býr og þá fjölbreyttu tónlist sem píanótónbókmenntirnar bjóða þeim upp á.Þessir nemendur koma fram: Berglind Gunnarsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Jóhanna Ómarsdóttir, Páll Gretarsson og Sylvía Ösp Símonardóttir. Öll eru þau fyrir nokkru komin á framhaldsstig á hljóðfærið sitt og hjá sumum styttist í framhaldspróf.Eins og á alla tónleika skólans er enginn aðgangseyrir og allir velkomnir, en skólinn verður með „brúsann góða“ uppi við, þar sem tónleikarnir eru tileinkaðir orgelsjóði. Gefst þá þeim tónleikagestum sem það kjósa kostur á að láta eitthvað renna í sjóðinn, en nú eru örfáir mánuðir þar til nýja orgelið kemur frá verksmiðjunni. Skólastjóri

Páskamót í PítróFimmtudaginn 21.apríl (Skírdag) verður páskamót í Pítró á Skildi

Húsið opnar kl. 20 og mótið hefst kl. 20:30 og verður spilað með sama sniði

og á Íslandsmótinu um jólin.

Allir velkomnir bæði spilamenn sem áhorfendur.

Verðlaun verða í boði BB og sona

Spilagjald verður kr. 500 á mann.Kaffi á könnunni,

Sjáumst

BB og synir og Lárus Ástmar Hannesson

Meira píanó?

Frá mæðrastyrksnefnd Vesturlands Tekið verður á móti umsóknum vegna matarúthlutunar aprílmánaðar dagana 13. til 17. apríl frá kl 10 til 14 alla dagana í síma 6619399. Að gefnu tilefni viljum við benda fólki á að hringja og sækja um þó að það sé komið á lista hjá okkur við ÞJÓNUM öllu vesturlandi og reynum að senda á þá þéttbýlisstaði sem sótt er um frá, við leggjum okkur allar fram um að koma sendingunum á áfangastað. Mæðrastyrksnefnd Vesturlands

Page 7: Stykkishólms-Pósturinn 14. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 18. árgangur 14.apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Tökum höndum saman, fegrum bæinn okkar

Reitarvegur- athafnasvæði -

Boðað er til fundar með lóðareigendum og öðrum hagsmunaaðilum við

Reitarveg vegna gáma og annarra muna sem geymdir eru á svæðinu.

Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.

Bæjarstjóri

Óskum eftir hressum, duglegum og karftmiklumstarfsmönnum til starfa í sumar á þjónustustöðokkar í Stykkishólmi.

Starrð felur m.a. í sér almenna afgreiðslu,þjónustuvið viðskiptavini, þrif o...

Unnið er á tvískiptum vöktum.

Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum.Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum.Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið[email protected]

Hægt að sækja um á www.olis.is

Vantar þig vinnu á skemmtilegum vinnustað

Verðum með

gleraugnaþjónustu,

samhliða komu augnlæknis

á St. Franciskusspítala

föstudaginn 29 apríl.

Þarftu að láta breyta eða bæta?Tek að mér allar almennar

fatabreytingar og lagfæringar .Helga Guðmundsdóttir, klæðskeri Sími: 857-1208

Þátttaka er lífsstíllUngt fólk á Snæfellsnesi

Málþing á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ungmennafélags Íslands og Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.

Haldið í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga fimmtudaginn 28. apríl 2011 kl. 12:30-15:30.

www.umfi.is

Skráning og upplýsingar í síma 568 2929 eða hjá [email protected]

Dagskrá:• Ávarp: Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar• Tónlistaratriði: Særós Sævaldsdóttir, söngur • Ungmennaráð UMFÍ • Ungliðastarf Björgunarsveitanna • Forvarnarstarf; „Bagg er bögg“ • Ungmennahús í Snæfellsbæ • Skemmtiatriði: leiklistarhópur FSN • Kynning á Evrópu unga fólksins • Veitingar frá Kaffi 59 í boði ráðstefnuhaldara

Ekkert þátttökugjald er á málþingið. Ráðstefnustjóri: Ingi Þór Steinþórsson

Vinnuhópar: Þátttaka er lífsstíll, hópstjóri: Garðar Svansson

Staða og framtíð æskulýðsstarfs á Snæfellsnesi, hópstjóri: Pétur Vilberg Georgsson

Samstarf og tengsl stjórnvalda og æskulýðsstarfs, hópstjóri: Björn Ásgeir Sumarliðason

Ungmennasmiðja á Snæfellsnesi,hópstjóri: Sigrún Ólafsdóttir

mag

gi@

12og

3.is

248

.165

Page 8: Stykkishólms-Pósturinn 14. apríl 2011

Stykkishólms-Pósturinn, 15. tbl. 18. árgangur 14. apríl 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Gleðilegt sumar!Hjólin frá Erninum eru komin. Trek og Eagle hjól í mörgum gerðum og stærðum. Hjálmar, sessur og ýmislegt fleira fyrir hjólreiðatúrana.

Páskavörur í miklu úrvali!

• Klippumlimgerði,runnaogstöktré.Fjarlægjumafklippurefóskaðer.• Úðumvarnarefnumátréogrunnagegnmörgumtegundumafskordýrum.• Úðumvarnarefnumáhúsveggiogsólpallatilaðdrepaskordýrogáttfætlur(roðamaur,köngulær).

• Sjáumumillgresiseyðinguástígum,stéttumogvegköntum.• Sjáumumlífrænaráburðargjafirfyrirtré,runna,oggrasflatir.• Notumávallteinsumhverfisvænefniogkosturer.

ViðviljumbendaykkuráskoðavefseturSilfurskógawww.silfurskogar.isÞarergottyfirlityfirþaðsemviðhöfumframaðfærahvaðvarðargarðyrkju,smíðar,saumarognámskeiðahald.FélögumíGarðyrkjufélagiÍslandserveittur10%afslátturafvinnuogefnum.EldriborgurumáSnæfellsnesierveittur10%afslátturafallrivinnu,efnumognámskeiðum.FélögumíLandssambandilögreglumannaerveittur15%afslátturafvinnuogefnum.

Vinsamlegasthafiðsambandísíma4381341,8642341og7702341Silfurskógarehf.Stykkishólmi.

Með hækkandi sól og hlýnandi veðri

förum við að huga að því að taka fram

og brýna limgerðisklippurnar!