Stykkishólms-Pósturinn 43. tölublað

6
SÉRRIT - 43. tbl. 18. árg. 8. desember 2011 Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík. Netfang: [email protected] Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Samningur við bakhjarla undirritaðir.. Jólastemning allsráðandi Verslum í heimabyggð. Munið gjafakort Eflingar! Verslunarfólk hér í Stykkishólmi er komið í viðbraðgsstöðu og hefur Dagbjört í Sjávarborg riðið á vaðið með kvöldopnun, en sú fyrsta var s.l. fimmtudagskvöld. Í þessari viku verður Sjávarborg einnig með opið á fimmtudagskvöldið sem og Heimahornið. Norska húsið opnar svo á laugardag og boðið verður upp á markað í eldhúsinu á laugardaginn þar sem ætilegt verður á boðstólum! Einn markaðsdagur enn er áætlaður, en það er laugardagurinn 17. desember. Verslun Skipavíkur er nú opin alla laugardaga til jóla. Þessa vikuna eru jólatónleikar hjá nemendum tónlistarskólans flesta daga en hátíðartónleikar í næstu viku á Hótel Stykkishólmi. S.l föstudag var jólatréð frá Drammen tendrað og er það einkar glæsilegt að sjá, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd Eyþórs Benediktssonar. Jólastund var á bókasafninu á laugardeginum, þar sem lesið var upp úr bókum fyrir börnin og gott ef sveinarnir litu ekki eitthvað við. Það var fámennt á tónleikum Lay-Low s.l. fimmtudagskvöld, en hún lét það nú ekki á sig fá og gestirnir fengu sannarlega allt fyrir peninginn á skemmtilegum tónleikum. am Eins og fram kemur í Stykkishólms-Póstinum í dag þá mun Mostri taka á móti KR hér á sunnudagskvöld í bikarleik og lofa þeir miklu fjöri. Á Facebook síðu Mostra í vikunni var tilkynnt um saminga við ýmsa leikmenn og bakhjarla liðsins, sem að vísu eru líka titlaðir eigendur þess. Ef myndin er grannt skoðuð má sjá að fagurbleikir búningar liðsins bera mynd af eigendum þess á bringunni... Þetta eru þeir Atli Rafn Sigþórsson og Björn Guðmundusson sem standa keikir á jakkafötunum í höfuðstöðvum Dekk og smur sem greinilega er annað heimili liðsins. Í leiknum á föstudaginn sem hefst kl. 19.15 verður boðið upp á hörkuleik og boðið verður upp á Dekk og Smur skotið á milli leikhluta í Bikarleiknum. Olíutjékk ef þú setur hann! Einnig mun Snæfell standa fyrir hamborgarsölu í íþróttahúsinu. Mostramenn hafa verið í gríðarlegum undirbúningi fyrir bikarleikinn. Arnþór gekk svo langt að hann lét græða á sig aukasett af höndum! Öllu verður því til tjaldað og eiga áhorfendur fá allt fyrir peninginn að sögn eigenda. Fjölmiðlafulltrúi liðsins vildi koma þökkum á framfæri til allra þeirra sem stutt hafa Mostra! am www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

description

Bæjarblað Hólmara frá 1994 43. tölublað 8.12.2011

Transcript of Stykkishólms-Pósturinn 43. tölublað

Page 1: Stykkishólms-Pósturinn 43. tölublað

SÉRRIT - 43. tbl. 18. árg. 8. desember 2011

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 630 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Prentun: Steinprent ehf Ólafsvík.

Netfang: [email protected]

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is

Samningur við bakhjarla undirritaðir..

Jólastemning allsráðandi

Verslum í heimabyggð.Munið gjafakort Eflingar!

Verslunarfólk hér í Stykkishólmi er komið í viðbraðgsstöðu og hefur Dagbjört í Sjávarborg riðið á vaðið með kvöldopnun, en sú fyrsta var s.l. fimmtudagskvöld. Í þessari viku verður Sjávarborg einnig með opið á fimmtudagskvöldið sem og Heimahornið. Norska húsið opnar svo á laugardag og boðið verður upp á markað í eldhúsinu á laugardaginn þar sem ætilegt verður á boðstólum! Einn markaðsdagur enn er áætlaður, en það er laugardagurinn 17. desember. Verslun Skipavíkur er nú opin alla laugardaga til jóla.Þessa vikuna eru jólatónleikar hjá nemendum tónlistarskólans flesta daga en hátíðartónleikar í næstu viku á Hótel Stykkishólmi. S.l föstudag var jólatréð frá Drammen tendrað og er það einkar glæsilegt að sjá, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd Eyþórs Benediktssonar. Jólastund var á bókasafninu á laugardeginum, þar sem lesið var upp úr bókum fyrir börnin og gott ef sveinarnir litu ekki eitthvað við. Það var fámennt á tónleikum Lay-Low s.l. fimmtudagskvöld, en hún lét það nú ekki á sig fá og gestirnir fengu sannarlega allt fyrir peninginn á skemmtilegum tónleikum. am

Eins og fram kemur í Stykkishólms-Póstinum í dag þá mun Mostri taka á móti KR hér á sunnudagskvöld í bikarleik og lofa þeir miklu fjöri. Á Facebook síðu Mostra í vikunni var tilkynnt um saminga við ýmsa leikmenn og bakhjarla liðsins, sem að vísu eru líka titlaðir eigendur þess. Ef myndin er grannt skoðuð má sjá að fagurbleikir búningar liðsins bera mynd af eigendum þess á bringunni... Þetta eru þeir Atli Rafn Sigþórsson og Björn Guðmundusson sem standa keikir á jakkafötunum í höfuðstöðvum Dekk og smur sem greinilega er annað heimili liðsins. Í leiknum á föstudaginn sem hefst kl. 19.15 verður boðið upp á hörkuleik og boðið verður upp á Dekk og Smur skotið á milli leikhluta í Bikarleiknum. Olíutjékk ef þú setur hann! Einnig mun Snæfell standa fyrir hamborgarsölu í íþróttahúsinu. Mostramenn hafa verið í gríðarlegum undirbúningi fyrir bikarleikinn. Arnþór gekk svo langt að hann lét græða á sig aukasett af höndum! Öllu verður því til tjaldað og eiga áhorfendur fá allt fyrir peninginn að sögn eigenda.Fjölmiðlafulltrúi liðsins vildi koma þökkum á framfæri til allra þeirra sem stutt hafa Mostra!

am

www.stykkisholmsposturinn.is - þinn staður á netinu

Page 2: Stykkishólms-Pósturinn 43. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 43. tbl. 18. árgangur 8. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Undanfarin misseri hefur Hótel Stykkis-hólmur ásamt fleirum staðið fyrir Unaðsdögum í Hólminum fyrir heldri borgara víðs vegar af landinu. Framtakið hefur mælst vel fyrir og gestir gert sér ýmislegt til skemmtunar. Hólmarar hafa stigið á stokk á kvöldvökum daganna og flutt tónlist og eða önnur atriði. Gísli Blöndal hefur haldið utan um dagskrána á Unaðsdögunum og fengið til liðs við sig Grétar Örvarsson ásamt fleirum og hafa þeir verið sérlega ánægðir með þátt Hólmara í dagskránni. Lagalistar sem vinsælda nutu í tónlistarflutningi á Unaðsdögunum hittu í mark hjá gestunum en lögin sungu Lárus Ástmar og Þórhildur Páls af miklu öryggi. Gísli og Grétar stungu upp á við Þórhildi að hljóðrita lögin og gefa út á disk. „Já, það er rétt ég var að syngja inn á disk - einhver elliglöp - nú eða aldrei“ segir Þórhildur um uppátækið. „Við Grétar vorum að syngja saman öll góðu og gömlu lögin sem allir kunna og elska að syngja saman. Reyndar er nú unga fólkið líka að hlusta á og syngja þessi gömlu lög og þykir bara fínt. En svo vildi fólkið kaupa disk, en hann var bara ekki til!!“ Gísli og Grétar voru mjög svo áhugasamir um að koma þessu í framkvæmd og Grétar sem var upptökustjóri kallaði til sín tónlistarmenn í verkefnið og diskurinn var hljóðritaður hjá honum nú í haust. Þrír herrar með í dúett með Þórhildi en hún vildi ekkert gefa upp um það hverjir það væru. Einn glænýr texti, saminn fyrir þennan disk, prýðir gripinn og er hann eftir Ómar Ragnarsson. Geisladiskurinn ber heitið „Unaðsdagar í Hólminum“ og er gefinn út af Sæla ehf. Diskurinn er væntanlegur í Stykkishólm í kringum 12.-15. desember og auðvitað fer hann fyrst í sölu hér! Þórhildur segir að upphaflega hafi þetta nú bara verið hugsað fyrir þau í fjölskyldunni en eitthvað hefur þetta nú spurst út og þegar hafa komið fyrirspurnir um diskinn. „Þetta er búið að vera spennandi og skemmtilegt og nú þegar komið er hljóðver í Stykkishólm er nú hægur vandi að hljóðrita efni til útgáfu ég er sérlega ánægð með það framtak. am

Þessi gömlu og góðu lög...

Íslensk bláskel ehf

Menningarráð Vesturlands hefur opnað umsóknarvef fyrir styrki komandi árs á grunni samnings sveitarfélaga á Vesturlandi, mennta- og menningarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um menningarmál.Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2011.Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi.Styrkþegar frá síðasta ári þurfa að vera búnir að senda inn lokaskýrslu samkvæmt samningi til þess að geta sótt um annan styrk fyrir árið 2012. Umsóknir eru rafrænar, á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands undir liðnum styrkveitingar.Nýr menningarsamningur er einnig á heimasíðunni og fleiri upplýsingar er varða umsóknirnar. Með samningnum er styrkveitingum ríkis og sveitarfélaga á Vesturlandi til menningarstarfs beint í einn farveg til að efla slíkt starf á Vesturlandi og gera það sem sýnilegast.Menningarráð Vesturlands hefur ákveðið að árið 2012 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða.• Verkefni sem hafa skapað sér sérstöðu og efla samstarf í

menningarlífi á Vesturlandi.• Verkefni sem efla skapandi greinar sem sjálfstæðan

atvinnuveg.• Verkefni sem stuðla að listrænu samstarfi og auka

fjölbreytileika í menningartengdri ferðaþjónustu.• Verkefni sem stuðla að því að listamenn af Vesturlandi sýni

afrakstur starfa sinna á Vesturlandi.• Verkefni sem leiða til samstarfs við önnur lönd á

menningarsviðinu.Starfsmaður Menningarráðs Vesturlands Elísabet Haraldsdóttir veitir fúslega allar upplýsingar í síma 4332313 einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Umsóknarfrestur til 10. desember

Skilafrestur efnis í jóla- og áramótablaðið

sem kemur út þann 22. desember er

18. desember n.k.Blaðið verður borið út í hvert hús!

Njarðvík hafði betur í leik stelpnanna s.l. þriðjudag hér í Hólminum. Njarðvík hefur eftir þennan leik komið sér fyrir í toppsætinu um sinn a.m.k.Snæfell komst á gott skrið í upphafi leiks en Njarðvík voru frekar stirðar í sínum aðgerðum kláruðu sóknir sínar illa og voru ekki alveg mættar í Hólminn í upphafi leiks. Staðan eftir fyrsta hluta var 18-16 fyrir Snæfelli.Njarðvík komst svo yfir 20-21. Snæfell jafnaði þó aftur 28-28. Staðan í hálfleik var 32-36 fyrir Njarðvík. Njarðvík kom með látum inn í

þriðja hluta og komust strax í forystu 34-40. Mikil kaflaskil voru í leiknum því Snæfell ruku í eitt stykki 8-0 sprett. Staðan eftir þriðja hluta 53-53.Rosastuð var í leiknum í upphafi fjórða hluta og Snæfell leiddi strax 60-56 en misstu Njarðvík svo fram úr sér 61-63. Staðan var 69-69 þegar 29 sekúndur voru eftir. Shanae Baker tók þá af skarið og setti þrist fyrir 69-72 og sín 39. stig þegar 4.5 sekúndur lifðu og Snæfell fékk leikhlé. Snæfell gaf inn boltann en náðu ekki að koma boltanum í skot og Shanae Baker komst inní sendingu og leikurinn endaði í 69-72 fyrir Njarðvík í hörkuleik.

Ljósmynd: Þorsteinn Eyþórsson -sbh/am

Spennandi leikur stelpnanna

Page 3: Stykkishólms-Pósturinn 43. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 43. tbl. 18. árgangur 8. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Gefðu gjöf sem gleður, gjafakort frá ANKA.

snyrtistofa

Krakkar – foreldrar!Munið kirkjuskólann kl. 11.00 á sunnudag.

narfeyrarstofa.is sími 438-1119

Opið í hádeginu alla virka daga! Frá kl. 11:30 - 13:30 Fimmtud.: 18 - 21:30

Föstudagar: 18 - 01 Laugardagar: 17 - 01 Sunnudagar: 17 - 21

Danskur Julefrokost 9.-10. desember Lifandi tónlist á laugardagskvöld! 16.-17. desember - Borðapantanir

Aðventudögurður/Brunch Kl.12-15 (Húsið lokar kl. 16) 11. og 18. desember - Borðapantanir

Hádegisjólaplatti öll hádegi fram að Þorláksmessu aðeins kr. 1.590

Sími 438 1587

NORSKA HÚSIÐ

Norska húsið er nú komið í jólabúning og verður opið daglega

10. – 22. desember frá kl. 14 - 17

Á Þorláksmessu verður opið kl. 14 – 20.

Laugardagana 10. og 17. desember verður

markaður í eldhúsinu á opnunartíma hússins.

Þar gefst fólki tækifæri til að selja og kaupa

góðgæti af ýmsu tagi.

Verið velkomin að njóta jólastemningar Norska húsinu.

Jólakort, flottur jólapappír, merki-miðar, límbönd og pakkabönd.

Ný leikföng í hverri viku, Playmo, Lego og svo allt hitt. Föndur og fínerí.

Jólakúlur á frábæru verði, bæði í glugga og á tré og toppar á tré.

Jólaseríur, vandaðar kertaseríur í gömlum stíl.

Svo eru það jólabækurnar í bókabúðinni ykkar, bækur allt árið.

Verslunin Sjávarborg- jól út um allt !

Opið á fimmtudagskvöldið kl 20 – 22Kl. 21 kynnum við nokkrar jólabækur.

Langur laugardagur, opið kl. 13 – 18.

Page 4: Stykkishólms-Pósturinn 43. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 43. tbl. 18. árgangur 8. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

SmáauglýsingarNagladekk Til sölu 4 nagladekk á felgu Stærð 175/70 R 13 Verð 20.000 Uppl. í síma 898-0840, 438-6733 og 861-3351Óskum eftir stuðningsmönnum næstkomandi sunnudag á leik Mostra gegn KR í íþróttahúsinu kl.19:15. Lofum miklu fjöri og góðri stemningu. Kv. Mostri.Til sölu er 12.hesta hesthús á hesthússvæði Stykkishólms.Uppl.í síma 893-0624.Hornsturtuklefi 2ja ára til sölu. 30.000 kr. Uppl. 438-1034Íbúðarhúsnæði til leigu í Stykkihólmi.Leigist sem íbúð eða einbýlishús með bílskúr. Uppl. í síma 893-0624.

Á fundi sem boðað var til vegna hugmynda um afmörkun Jarðavangs á Snæfellsnesi var samþykkt svohljóðandi ályktun og mér falið að koma henni á famfæri við forsvarsmenn sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.„Fræðslu og umræðufundur um skipulagsmál og jarðvang á Snæfellsnesi, vekur athygli á þeim kostum og möguleikum sem geta fylgt því að skilgreina jarðvang á þessu svæði og beinir þeim tilmælum til hreppsnefndar Eyja- og Miklaholtshrepps og þeirra sveitarféalga sem málið varðar að jarðvangur verði afmarkaður í aðalskipulagi. Fundurinn telur mikilvægt að jarðvangurinn nái til eldstöðvakerfis Ljósufjalla og fleiri svæða á Snæfellsnesi og tengist Þjóðgarðinum eftir því sem við á. Fundurinn hvetur sveitarfélögin á Snæfellsnesi til þess að taka höndum saman um þetta verkefni og trygga framgang þess með afmörkun svæðisins í skipulagi. Jafnframt hvetur fundurinn stjórnvöld til þess að veita þessu verkefni brautargengi með aðkomu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og stuðningi við Eldfjallasafnið, en forstöðumaður þess ásamt áhugamannahópi hefur hrundið umræðu af stað sem vakið hefur athygli og leitt til þess að fundurinn er haldinn. Fundurinn lýsir stuðningi við það frumkvæði sem hreppsnefnd Eyja og Miklaholtshrepps hefur tekið með því að láta skilgreina Jarðvang í greinargerð með aðalskipulagi Eyja og Miklaholtshrepps sem á að gilda til ársins 2020.“Á fundinum fluttu þau Guðrún Jónsdóttir og Páll Líndal erindi um skipulagsmál, Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur um Jarðvang á Snæfellsnesi, Sigurður Sigursveinsson um tilurð og stöðu Kötlu-jarðvangs og Kristján Pálsson um stofnun Jarðvangs á Reykjanesi. Með þessum fundi og ályktun hans er stigið mikilvæt skref og er þess vænst að málið verði sett í þann farveg sem getur tryggt farsæla framvindu málsins. (fréttatilkynning)

Jarðvangur Snæfellsness

Þann 15. október s.l. var haldinn aðalfundur SPOEX deildar 12 hér í Stykkishólmi. Á fundinn mættu frá SPOEX Albert, Ingvar og Elín. Anna Birna tók á móti hópnum fyrir hönd heimamanna á fjórðu hæð St. Franciskusspítalanum.Albert stjórnarformaður SPOEX sagði frá starfi samtakanna. Anna Birna sagði frá starfsemi deildarinnar hér þau 18 ár sem hún hefur starfað en deildin var stofnuð 16. janúar 1993.Guðfinna frá Actavis hélt kynningu á rakakreminu Decubal. Hún útdeildi gjöfum til allra, svo var umræða um kremin.Ný stjórn var kjörin í Stykkishólmi, formaður og gjaldkeri létu af störfum og við tóku Halla Vilbergsdóttir formaður og Ásgerður Pálsdóttir gjaldkeri. Heiðrún Höskuldsdóttir verður áfram ritari.Anna Birna þakkaði gott samstarf á liðnum árum og vildi koma á framfæri jólakveðjum til bæjarbúa

Aðalfundur SPOEX

Fjórir teknir undir áhrifum fíkniefnaSíðustu tvær helgar hafa lögreglumenn á Snæfellsnesi fylgst sérstaklega með ástandi ökumanna. Leiddi þetta aukna eftirlit til þess að fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tveir af þessum fjórum voru handteknir í Grundarfirði sitt hvora helgina. Fundust jafnframt á sjötta tug sterataflna í bifreið annars þeirra. Af hinum tveimur var annar handtekinn í Snæfellsbæ og hinn í Stykkishólmi. Hjá þeim í Snæfellsbæ fundust einnig á sjötta tug sterataflna og að auki smáræði af marijúana. Enginn ökumaður var handtekinn grunaður um ölvunarakstur.

Jólagjafir í miklu úrvaliJólafötin á börnin, stór og smá.

Kannaðu málið áður en leitað er um langan veg!

Opið fimmtudagskvöld verið velkominHeimahornið

Fersk bláskel v ikulega!

Pantanir í síma 893-5056

www.blaskel.is Íslensk bláskel & sjávargróður ehf

Nuddstofan Lindin

Gjafabréf frá Lindinni er góð gjöf

Ágústína 6991436 Fríða 8667702 Lára 8666417

Page 5: Stykkishólms-Pósturinn 43. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 43. tbl. 18. árgangur 8. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Vertu vel búinn í frostinu!

Dagarnir styttast enn! Lýsum upp skammdegið. Eigum mikið úrval jólasería, leiðisljósa, kerta- og ljóskerja í ýmsum útgáfum.

Perur í ljósa-kúlur og gardínur frá Sirius eigum við líka!

HÚS TIL SÖLUGarðaflöt 1a93,2 fm. íbúð í steinsteyptu raðhúsi byggðu árið 1980. Íbúðin skiptist í forstofu, samliggjandi stofu og eld-hús, gang, baðherbergi, tvö rúmgóð svefnherbergi og

geymslu. Íbúðin var öll endurnýjuð að innan árið 2008 og var þá m.a. skipt um öll gólfefni og innréttingar. Sólpal-lur er framan við íbúðina og bílastæði er steypt. Verð kr. 19.000.000,-.

Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: www.fasteignsnae.is

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl.

löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]

Heimasíða: fasteignsnae.is

ÁTAKHvað er betra en að fá heilsu í jólagjöf?

Gjafakort í líkamsrækt. Við útbúum það kortsem þú vilt, hvort sem það er kort í

ræktina eða á námskeiðin sem hefjast í janúar.

Nánari upplýsingar hjá 865-5720 (Róbert),866-7702 (Fríða) eða 438-1111 (Átak)

Karlakórinn Kári

Karlakórinn Kári býður til opinnar æfingar í Vatnasafninu mánudaginn 12. desember kl. 20

Verið velkomin.

Page 6: Stykkishólms-Pósturinn 43. tölublað

Stykkishólms-Pósturinn, 43. tbl. 18. árgangur 8. desember 2011

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Föstudaginn 9. des. verður Opinn skóli í Grunnskólanum á milli kl. 9:30 og 10:30. Foreldrar eru sérstaklega boðnir velkomnir en einnig eru allir áhugasamir hvattir til að kíkja í heimsókn og sjá afrakstur bekkjarsáttmálavinnu sem nemendur hafa unnið að undanfarnar vikur. Stundin hefst með jólasöngsal sem nemendur í leiklistarvali sjá um. Þegar allir hafa sungið saman fara nemendur í bekkjarstofur sínar og kynna bekkjarsáttmála hvers bekkjar. Kynningarnar eru mjög fjölbreyttar og allar jafn skemmtilegar. Má þar nefna leikþætti, söngatriði, myndasýningar, hljóðupptökur og ýmislegt fleira sem allt fléttast inn í það samkomulag og sáttmála sem nemendur hafa í sameiningu unnið um bekkjarreglur, framkomu, hlutverk hvers og eins o.s.fr. Allt er þetta hluti af „Uppeldi til ábyrgðar“ sem er sú uppeldis- og uppbyggingarstefna sem grunnskólinn hefur ákveðið að vinna eftir og er smám saman að verða sjáanlegra í skólastarfinu

Opinn skóli

Unaðsdagar í Stykkishólmi 2012Heldri borgaraferðir á Hótel Stykkishólm 2012 eru tilvaldar í jólapakkann fyrir afa og ömmur, pabba og mömmur - um allt land!

Frábær skemtmidagskrá, samvera og útivist í frábærum félagsskap.

Allar upplýsingar veitir Hótel Stykkishólmur í síma 430-2100 eða í gegnum netfangið: [email protected]

Frá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Ferjan Baldur Vetraráætlun frá 4. okt. 2011 - 9. júní 2012

www.saeferdir.is

Vinsamlega athugið: Sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútur fyrir brottför.