notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig...

34
Háskóli Íslands Skiladagur 15.11.12 Verkfræði- og náttúruvísindasvið Jarðfræðideild Jarðgrunnskort fyrir Melasveit

Transcript of notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig...

Page 1: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Háskóli Íslands Skiladagur 15.11.12Verkfræði- og náttúruvísindasviðJarðfræðideild

Jarðgrunnskort fyrir Melasveit

Nemendur Leiðbeinendur

Snjólaug Tinna Anders SchomackerGuðrún Björg Ívar Örn Benediksson

Page 2: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Rebekka Hlín Sigríður Inga

Ágrip

Page 3: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Efnisyfirlit

Myndaskrá.................................................................................................................................

Töfluskrá...........................................................................................................................

1. Inngangur………....................................................................................................

2. Svæðislýsing

3. Flutningur sets

4. Gögn og aðferðir....................................................................................................................

2.1. Vinnuaðferðir .....................................................................................

2.2. Útreikningar ..............................................................................................

3. Niðurstöður............................................................................................................................

3.1. Svæði 1 ................................................................................................................

3.2. Svæði 2............................................................................................................

3.3. Svæði 3-4..............................................................................................................

3.4. Svæði 5.......................................................................................................

3.5. Jarðgrunnskort...............................................................................................

4. Ályktanir.................................................................................................................................

4.1. Svæði 1.......................................................................................................................

4.2. Svæði 2....................................................................................................................

4.3. Svæði 3-4................................................................................................................

4.4. Svæði 5....................................................................................................................

4.5. .................................................................................................................................

5. Samantekt.............................................................................................................................

Heimildir.................................................................................................................................

Viðauki.................................................................................................................................

Page 4: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Myndaskrá

Mynd 1: .......................................................................................

Mynd 2: .......................................................................................

Mynd 3: ........................................................................................

Mynd 4: ........................................................................................

Mynd 5: ........................................................................................

Mynd 6: ........................................................................................

Mynd 7: ........................................................................................

Mynd 8: ........................................................................................

Mynd 9: ........................................................................................

Mynd 10: ........................................................................................

Mynd 11: ........................................................................................

Mynd 12: ........................................................................................

Mynd 13: ........................................................................................

Töfluskrá

Tafla 1: ........................................................................................

Tafla 2: ........................................................................................

Tafla 3: ........................................................................................

Tafla 4: ........................................................................................

Tafla 5: ........................................................................................

Tafla 6: ........................................................................................

Tafla 7: ........................................................................................

Tafla 8: ........................................................................................

Tafla 9: ........................................................................................

Page 5: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

1.Inngangur

Rannsóknin er hluti af jarðfræðikortagerðarnámskeiði við Háskóla Íslands. Skýrslan var unnin

eftir mælingum í Melasveit. Nemendum námskeiðsins var skipt niður í 4 hópa og þeim skipt

niður á fjórar mismunandi stöðvar í Melasveit. Hóparnir eyddu svo einum degi á hverri stöð

til þess að fá upplýsingar um sem stærstan hluta Melasveitar. Viðfangsefni æfingarinnar var

að skoða laus jarðlög ,landmótun á svæðinu og kortleggja. Megin áhersla var lögð á að gera

heildstætt jarðgrunnskort af Melasveit ásamt því að setja fram líkan fyrir umhverfisbreytingar

sem hafa átt sér stað á svæðinu. Umhverfisaðstæður á hverjum tíma varpa skýru ljósi á

myndun þeirra setlaga og landforma sem skoðuð voru.

Jarðgrunnskort eru sú gerð jarðfræðikorta sem sýna hvernig laus jarðlög dreifast á

yfirborði og hvernig þau eru flokkuð. Jarðlögin eru að mestu leyti flokkuð eftir uppruna

setsins og flutningsmáta. Tilgangur jarðgrunnskorta er að gefa sem besta mynd af efstu

jarðlögum ákveðins svæðis ásamt helstu landformum. Kortin sýna sérstaklega ummerki um

jarðfræðileg ferli eins og jökulrákir og jökulgarða sem gefa hugmynd um jarðsögu svæðisins

(Ísor, á.á). Kortlagning sem þessi hefur því fræðilegt gildi t.d. vegna upplýsinga um

sjávarstöðubreytingar ásamt hnignun og framrás jökla. Önnur atriði sem koma fram á kortum

sem þessum eru yfirborðshraun, vötn, ár og höggun. Þar sem jarðgrunnskort gefa mikilvægar

upplýsingar um efstu lög svæðis eru þau hagnýt fyrir alla vega- og mannvirkjagerð. Efni sem

nýtt eru í þann iðnað koma að mestu leyti úr lausum jarðlögum. Einnig eru merkt inn á kortin

námumannvirki þar sem þau er að finna.

Jarðgrunnskort í mælikvarðanum 1:10.000- 1:100.000 eru svæðayfirlitskort og er kortið

af Melasveit engin undantekning. Einkenni

svæðayfirlitskorta er að þau sýna dreifingu sets og

setrænna eða landmótunarlegara fyrirbæra (Ingibjörg

Kaldal, Skúli Víkingsson, Freysteinn Sigurðsson,

1984).

Mela- og Leirársveit er víðáttumikið láglendi á

Vesturlandi. Svæðið er þakið setlögum frá

síðjökultíma og lokum ísaldar. Fyrri rannsóknir eru

samróma um að svæðið hafi einu sinni verið hulið

jökli en síðar lent undir sjó. Meðal fyrri rannsakenda

Mynd 1: Flæðistefna jöklanna í Borgar- og Hvalfirði við Weichsel-hámarkið. Svörtu svæðin tákna íslaus svæði (Ólafur Ingólfsson, 1988).

Page 6: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

eru Ólafur Ingólfsson og Brynhildur Magnúsdóttir. Þau hafa með rannsóknum sínum varpað

ljósi á jarðsögu svæðisins (Brynhildur Magnúsdóttir og Hreggviður Norðdahl, 2000). Ólafur

Ingólfsson komst að þeirri niðurstöðu að Hvalfjörður og Svínadalur væru dældir myndaðar

vegna stórra skriðjökla og að landslagið á láglendinu einkenndist af jökulmyndunum

afmarkraða jökla. Mynd 1 sýnir flæðistefnu jöklanna við Weichsel-hámarkið eins og

Ólafur sá hana fyrir sér. Samkvæmt henni skipti Akrafjall ísstreyminu úr Hvalfirði í tvennt

svo jökullinn barst úr A-NA yfir Melasveit. Ummerki jökla á svæðinu eru m.a. jökulrofnir

fjallstoppar , jökulskálar og jökulkambar. Á láglendinu má finna ummerki fornrar sjávarstöðu,

jökulgarðar og grettistök. (Ólafur Ingólfsson, 1988).

2. Svæðislýsing Melasveit er staðsett á vestanverðu nesinu milli Borgarfjarðar og Hvalfjarðar. Sveitin er

mörkuð af Borgarfirði í vestri, Hafnarfjalli í norðri og Leirárvogi í suðri. Hún er hluti af

láglendinu neðst í Borgarfirði sem liggur milli Hafnarfjalls-Skarðsheiði og Akrafjalls.

Berggrunnur svæðisins er að mestu leyti basalt frá síð-plíósen en hann er þakinn mýrum,

túnum og lyngmóum. Rofið við ströndina er eitt það hraðasta á landinu og er t.a.m. 1,5 m/ári

við Melabakka (Ólafur Ingólfsson, 1988). Grunnkort af svæðinu er hægt að sjá á mynd 2.

Page 7: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Mynd 2 Grunnkort af Melasveit (Landmælingar Íslands)

Á mynd 3 sést

skipting rannsóknarsvæðisins en svæði þrjú og

fjögur voru tekin saman sem eitt svæði. Svæði

1 afmarkaðist af Súlunesvogi í vestri,

Skipanesi í austri og námunni við Skorholt í

norðri. Svæði 2 teygði sig frá svæði 1 niður

Súlueyri. Svæði 3-4 náði frá bænum Ási, yfir

Melabakka og upp að Belgsholti. Svæði 5 var

víðfeðmast og náði frá Ölveri, meðfram

Hafnarfjalli niður að Geldingaá.

3. Flutningur sets Til flokkunar á seti er notast við logaritmiska

stærðarskala vegna mikils breytileika í stærð

korna. Sá skali sem mest er notaður er Udden

Wentwoth skalinn. Á mynd 4 er hægt að sjá

heitin á kornastærðum þessa skala ásamt

tengingu við umhverfi (Dalrymple & James,

2010).

Mikilvægt þykir að athuga fleira en

einungis stærð korna. Ávali og kýlni kornanna

geta einnig sagt okkur sögu flutnings. Ávali á

við um mýkt útlína á meðan kýlni segir til um

hversu kúlulaga kornið er. Því lengra sem

kornin hafa ferðast því meiri er ávalinn og kýlnin

(Marshak, 2008). Í þessari

rannsókn var tekinn fjöldi steina

að handahófi og ásýnd þeirra

metin samkvæmt Powers (mynd

5). Auk þess að segja okkur sögu

flutningsvegalengdar getur ávali

og kýlni gefið hugmyndir um

Mynd 3 Svæðaskipting rannsóknarsvæðis

Mynd 4 Kornarstærðarskali og umhverfi

Mynd 5 Flokkunartafla Powers (1953) fyrir ávala og kýnli bergmola

Page 8: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

hvernig kornin bárust. Til að greina milli flutningsmáta var notast við útreikninga á RA

hlutfalli. RA hlutfall er reiknað sem hlutfall kantraðra og mjög kantaðra steina á móti

heildarfjölda. RA hlutfallið gefur hugmynd um hvort og hve mikið steinn hefur orðið fyrir

núningi við flutning. Dæmi um set sem hefur lágt RA hlutfall er fjörumöl, ármöl og botnurð

en þess konar set hefur orðið fyrir miklum núningi við flutning (Kruger & Kjær, 1999).

Annað sem hægt er að nota við túlkun á flutningsvegalengd er innri gerð setsins. Set

aðgreinist með flutningi þ.e.a.s. fínni korn flytjast áfram á meðan þau grófu sitja eftir. Þetta á

við þegar set flyst með vatni. Orka vatnsins ræður hvaða korn eru í flutningi hverju sinni, þess

vegna komast fínni korn lengra (Marshak, 2008).

2. Gögn og aðferðir2.1. Vinnuaðferðir

Til viðmiðunar við kortlagningu í Melasveit var

notast við loftmynd af svæðinu (sjá mynd 3).

Gagnsöfnunin fól í sér að ganga um svæðin og

skoða það sem fyrir augu bar. Allar upplýsingar

voru skráðar í feltbók og seinna nýttar við gerð

jarðgrunnskorts. Jarðlagasúlur voru rissaðar upp á

sérstök logg blöð sem voru afhent í upphafi

feltvinnu. Í feltbók voru ritaðar kornastærðar-

upplýsingar ásamt þykkt laganna. Þar sem

formgerð innan jarðlagastafla var áberandi voru

teiknaðar myndir í bók og tekið fram um hvers konar

höggun eða aflögun var að ræða.

Strik- og hallamælingar voru teknar þar sem það átti við og möguleiki var á góðum

niðurstöðum. Til þess að fá nákvæmar niðurstöður þurfti að finna vel afmarkaðan flöt fyrir

mælingar eins og sjá má á mynd 6. Feltbók var lögð á flötinn og áttaviti stilltur á 0° halla og

lína teiknuð. Áttavitinn var svo settur hornrétt á línuna og þannig var strikstefnan fundin.

Þessar upplýsingar gefa okkur hugmynd um sýndarhalla sem eru svo nýttir til að reikna út

raunhalla jarðlaganna út frá Wulffsneti. Kornastærð var alls staðar ákvörðuð og hægt var að

álykta ýmislegt úr frá henni. Víða voru svo teknar ávala- og kýlnimælingar eins og minnst var

á að ofan.

Mynd 6 Strik- og hallamælingar framkvæmdar

Page 9: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Þó var lögð mest áhersla á að lýsa og

átta sig á efstu lögum jarðlagastaflans þar

sem þau lög koma fram á kortinu. Þá var

hentugt að nýta skóflurnar og

múrskeiðarnar sem voru með í för. Þar sem

á nokkrum stöðum var um háa fjörubakka

að ræða var fyllsta öryggis gætt og hjálmar

brúkaðir vegna hættu á hruni. Til að átta

sig betur á stærð landforma var gott að

hafa tommustokk við hönd og einnig til að

stærðarmiða á myndum. Annað sem

hjálpar við gerð jarðgrunnskorts er að taka

marga GPS punkta og lýsa landslagi við hvern

punkt. Þessar upplýsingar voru svo bornar saman við hæðarlínukort (sjá mynd 7) til að átta sig

á stærð jarðmyndana.

3. Niðurstöður

3.1. Svæði 1

Svæðið náði frá fjörubakkanum við Skipanes að

malarnámunum við Skorholt. Fyrsta opnan var staðsett

vestan við Skipanes. Hún var rúmlega 2 metra hár

leirbakki og hafði að geyma lagþynnur úr fínum sandi

(sjá mynd 8). Þó nokkuð af fallsteinum voru í opnunni.

Jarðlagasúlu af opnunni má sjá á mynd 9 en þar

endurspeglar þykkt súlunnar grófleika setkorna og hæð hennar er í réttu hlutfalli við

raunverulega hæð. Önnur opna var skoðuð austar í fjörubakkanum og kölluð opna 2. Hún var

álík hinni nema hafði skáhallandi lög.

Mynd 8 Lagþynnur í opnu 1

Mynd 7 Hæðarlínukort af Melasveit

Page 10: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Mynd 9 Jarðlagasúla fyrir opnu 1

Frá fjörubökkunum var gengið í átt að malarnámunum við Skorholt. Í töflu 1 sem er hér

fyrir neðan má sjá hvernig landslagið leit út á leiðinni upp í námuna og hvaða lag var efst

hverju sinni.

Tafla 1 Lýsing á landslagi svæðisins

GPS punktur Lýsing Efsta lag286 Opna 1: vestan við Skipanes Einsleitt lag úr leir og fínum sandi287 Opna 2: austan við Skipanes Einsleitt lag úr leir og fínum sandi288-289 Slétt tún Ógreinilegt289-290 Landslag hallar aðeins upp á við Ógreinilegt290-291 Slétt tún Ógreinilegt292 Náma 1 –Kýlni og ávali Beint lagskiptur sandur293 Náma 2 Möl

Page 11: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Náma 1 hafði að geyma skáhallandi

malarlög. Teknar voru fimm strik- og

hallamælingar sem sjá má í viðauka. Þessar

mælingar gáfu 86°/40° sem gefur til kynna að

jarðlagahallinn sé 40° og hallastefnan sé 86°.

Grunnmassinn var kornborinn sandur með ávala

steinum í malarstærð. Ofan á malarlögnum var

fínna fínna set sem reyndist vera lagsskiptur

sandur (sjá mynd 9). Steinar opnunnar voru

metnir út frá ávala og kýlni (sjá töflu 2). Mynd 10 sýnir jarðlagasúlu sem lýsir betur

uppbyggingu jarðlaga í námu 1.

Næst var gengið niður að námu 2. Náman var mun minni og hafði að geyma malarlög

sem voru fremur einsleitt kornastærð.

Mynd 10 Efsta lag í námu, lagskiptur sandur

Mynd 11 Jarðlagasúla af námu 1.

Page 12: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

GPS 292Stóra náman

Ávalimjög kantað kantað miðl. kantað miðl. ávala ávala mjög ávala

Kýlnihá 0 0 7 5 4 3lá 0 2 6 6 5 2

RA Hlutfall milli kantaðra og mjög kantaðra steina= 2/40= 0,05

2.2. Stöð 2 (Súlunesvogur og Súlueyri)

Stöð 2 var staðsett milli þjóðvegar og strandar í Súlunesvogi og á Súlueyri. Í gegnum

graslendið og niður til sjávar rennur Súluá. Sitt hvoru megin við lækinn var hægt að skoða

sniðið. Opna 3-6 á töflu 4 á við um sniðið meðfram ánni. Sniðið var fremur einsleitt og hafði

tvær ríkjandi kornastærðir, fínann sand og leir. Jarðlagasúla af sniðinu var logguð upp á

einum stað, en hana má sjá á mynd 22.

Page 13: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Mynd 2 Logg fyrir opnu 6 (GPS 298)

Þegar komið var niður að ströndinnu

fundust jökulrákir sem höfðu stefnuna SV.

Gengið var með fram stöndinni til SV og

sniðið skoðað. Opna 7 var skoðuð vel en

hún innihélt möl, leir og sandlög sem hafa

greinilega verið fellt, mest bar á fellingum

og misgengisfærslu (sjá myndir 5 og 6).

Teknar voru strik- og hallamælingar á

sjávarbökkunum (sjá viðauka). Niðurstöður

þessara mælinga eru mjög breytilegar og þess

vegna var ekki hægt að finna einn ríkjandi jarðlagahalla né

hallastefnu. Einnig voru teknar ávala- og kýlnimælingar á

sjávarbökkunum sem sjá má í töflu 3.

Mynd 12 Felld jarðlög í sjávarbökkum

Page 14: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

GPS 300Ávali

mjög kantað kantað miðl. kantað Miðl. ávala ávala mjög ávala

Kýlni

há 2 1 3 3 1 2

lá 2 4 8 7 4 2

RA Hlutfall kantaðra og mjög kantaðra steina= 9/40= 0,1

GPS 301Ávali

mjög kantað kantað miðl. kantað miðl. ávala ávala mjög ávala

Kýlnihá 0 0 4 6 10 6lá 0 2 4 4 4 5

RA Hlutfall kantaðra og mjög kantaðra steina= 2/40= 0,05

Hluti hópsinns gekk áfram í SV átt og skoðaði landslagið á leiðinni og opnu 7 sem var

vestan megin á svæðinu. Hinn hluti hópsinns skoðaði námu sem var staðsett stutt frá

sjávarbökkun sem var kölluð náma 3. Náman hafði skáhallandi malarlög og þar voru teknar

strik og hallamælingar (sjá viðauka). Mælingarnar gáfu jarðlagahallann 12° og hallastefnuna

30°. Kýlni og ávali var einnig ákvarðaður (sjá töflu 4). Á mynd x má sjá logg af opnu

námunnar.

Vegna tímamarka náðist ekki að skoða námu sem var staðsett ofar á svæðinu hjá

Sómastöðum. Fengnar voru upplýsingar frá hinum hópunum um nánuma. Náman hafði að

geyma lágrétt lagskipt malarlög.

Page 15: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

GPS 292Stóra náman

Ávalimjög kantað kantað miðl. kantað miðl. ávala ávala mjög ávala

há 0 0 4 10 9 4

Page 16: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

lá 0 1 11 13 2 4RA Hlutfall kantaðra og mjög kantaðra steina= 1/40= 0,05 Leiðin sem gengin var til SV var um slétt svæði sem hafði tanga sunnan megin (Súlueyri)

þar sem sandhólar voru áberandi og malarbakka norðan megin. Súlueyri hafði að geyma fínan

sand sem var einsleitur í kornastærð. Opna 7 var mjög högguð og innihélt aðallega tvær

kornastærðir, sand og leir. Malarlög voru einnig að finna í sniðinu. Mynd sýnir opnuna og í

töflu 4 er hægt að sjá hvaða lag var efst á þessari gönguleið.

Úr töflu 5 er hægt að lesa út hvaða leið var gengin við könnun á svæðinu og hvernig

landslagið leit út. Einnig er þessi tafla að gefa upp hvað efsta lagið á hverjum stað fyrir sig

sem eru mikilvægar upplýsingar við gerð jarðfræðikorts.

Tafla 5 Lýsing á landslagi svæðisins

3.3. Stöð 3 og 4 (Ásbakkar og Melabakkar)

Stöð 3 og 4 voru teknar saman sem eitt svæði. Gengið var niður með skurði á mörkum

svæðanna frá Svínabúinu. Sjávarbakkar sitt hvoru megin við ósa lækjarinns voru skoðaðir.

Opnan sunnan megin við enda lækjar (opna b) passaði ekki saman við opnuna norðan megin

(opna a), líklega misgengisfærsla. Opnunar höfðu að geyma sand-, malar- og leirlög sem öll

hafa verið fellt. Opnunar voru teiknaðar upp í felltbók og þar sem ekki náðist nægilega góð

ljósmynd af opnu b þá má sjá teiknaða mynd af henni á mynd x. Opnu a má svo sjá á mynd y.

Einnig var gengið frá svínabúinu í NA átt til þess að greina efsta jarðlag. Sjá má þær

greiningar á töflu 5 ásamt lýsingar á landslagi.

Mynd 14 Opna 7

Page 17: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

3.4. Stöð 5 (Skorholtsmelar)

Stöð 5 var stærsti hluti rannsóknarsvæðisins í Melasveit. Það nefnist Skorholtsmelar. Svæðið

náði frá rótum Hafnarfjalls við Ölver og að þjóðvegi 1 og frá Ölveri í norðri og um það bil 5

km suður að Geldingaá. Með því að mæla svæðið með mælistiku í ArcGIS fékkst út að

svæðið er um það bil 16 km2. Með því að grafa holur á svæðinu var hægt að sjá hvaða lausu

jarðlög voru efst. Vegna veðurs sleppti hver hópur einni stöð og þetta var sú stöð sem okkar

hópur rannsakaði ekki. Upplýsingar sem fengust voru frá hópi 2 og 3 ásamt hóp sem var í

kortagerð haustið 2012.

Page 18: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Í hlíðinni fyrir ofan Ölver og upp við Hafnarfjall var vel aðgreint set. Þar sjást stallar

ásamt stórri klöpp með óreglulegum rákum, neðar breytist landslagið í sléttu. Sléttan

samanstendur af frekar fínu efni blanda á möl sandi og silti en stærstu kornin voru aðeins um

5 cm í þvermál. Á þessari sléttu er að finna lága hryggi. Í og við þessa hryggi er efnið

sorterað; gróft efni (=sc) á hryggjunum sjálfum en fínna efni (silt, sand og möl =sf) leggst í

lægðirnar fyrir neðan hryggina. Flestir hryggirnir liggja samsíða hver öðrum í u.þ.b. NA-SV

stefnu. Einnig voru þar stórar bergsillur sem standa upp úr hæðinni, brotnar og veðraðar.

Annars konar hryggur var einnig á Skorholtsmelum en hann hafði slétt yfirborð en var

áberandi brattari vestan megin og þeim megin voru einnig meiri dreifing á grettistökum. Ef

staðið var í lægð milli tveggja hluta hryggsins var efsta lagið möl sem var lík þeirri sem fannst

á svæði 3 og 4. Kornastærðin var frá silti og upp í hnullunga og voru öll korn mjög rúnuð.

Grettistök var að finna á hryggnum og mátti sjá að veðrunin á berginu breyttist eftir því sem

gengið var norðar eftir jökulgarðinum. Minna var um ávala steina og meira um flögur og

sumstaðar mynda brotin grjóthrúgur.

4. Ályktanir

4.1. Stöð 1

Ef borin eru saman lögin í opnunum við Skipanes og Skorholt þá sést að þau eru ólík. Í fyrsta

lagi þá er kornastærð þeirra ólík því lagþynnurnar við Skipanes innihalda mun fínna efni en

malarlögin í námunni. Það gefur til kynna að flutningsvegalengd efnisins í lögunum við

Skipanes sé mun lengri en efnisins í námunni. Fínt efni eins og leir bendir einnig til

orkuminna umhverfis eins og t.d. finnst á hafsbotni eða í stöðuvötnum. Í öðru lagi þá er

formgerð setlaganna ólík. Við Skipanes voru lagþynnurnar fíngerðar og láréttar en í námunni

sást mikil skálögun. Ofan á þau lög settust síðan beint lagskipt lög. Ef þessar opnur eru

tengdar saman þá er hægt að ímynda sér að þær séu hluti af sömu mynduninni. Vegna

jöklunarsögu svæðisins og vitneskju um hærri sjávarstöðu er talið að sú myndun sé forn

Mynd %: Þrjár

Page 19: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

óseyri. Eins og sést á mynd % þá eru þrjár ólíkar setgerðir sem finnast í áreyrum: Toppset,

forset og botnset. Forsetið leggst í skáhallandi lög meðan topp- og botnsetið er í láréttum

lögum. Við Skipanes fundust allmargir fallsteinar og skeljabrot sem en það fyrr nefna bendir

til hafíss eða ísjaka til komna vegna kelfandi jökuls. Það er að minnsta kosti vitnisburður um

myndunaraðstæður á hafsbotni sem í þessu tilfelli á einungis við um botnset.

Taka skal fram að lögin við Skipanes voru ekki að fullu óhreyfð. Í þeim voru gárur sem er

strúktúr sem getur lifað aflögun af. Jökull gæti því hafa gengið fram og ýtt upp lögunum án

þess að gáramyndunin hyrfi.

Skáhallandi lögin í námunni eiga þá við um forset óseyrarinnar. Eins og sést á mynd & þá

hafa topplögin sest ofan á forsetið. Fjarlægðin milli Skorholts og opnunnar við Skipanes er

um 1 km sem gefur hugmynd um stærð óseyrarinnar. Myndunina má einnig sjá á

jarðgrunnskortinu.

4.2. Stöð 2

4.2. Stöð 2

Út frá setlögum við Súluá er hægt að álykta að rólegt sjávarumhverfi hafi verið ríkjandi þegar

setlögin voru að myndast. Leir fellur ekki til botns nema þegar lág orka er í umhverfinu og

skeljabrot styðja við ályktunina að um sé að ræða sjávarset. Á sumum stöðum meðfram

læknum var sandur efst sem endurspeglar hærra orkustig umhverfis. Við ósa árinnar fannst

Mynd %: Þrjár

Mynd &: Setlögin í malarnámunni við Skorholt. Rauðu lögin eru hluti af forsetinu en grænu lögin toppsetinu. Til hliðar sést hvernig snið úr framsækinni óseyri gæti litið út.

Page 20: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

berggrunnur með greinilegum jökulrákum. Stefna þeirra var ekki mæld en hún var samsíða

stefnu tangans. Samkvæmt yfirlitskorti er ályktað að stefna rákanna sé SV-NA.

Höggun var áberandi í sjávarbökkum svæðisinns. Þar bar mest á fellingum og

misgengisfærslum eins og sjá má á myndum x, y, z. Höggun á svæðinu er gífurleg og varla

hægt að ýminda sér önnur öfl en jökul sem skilur eftir sig ummerki sem þessi. Jökull í framrás

skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

mælingar voru gerðar á tveimur stöðum í bökkunum. Reiknað RA hlutfall mælinganna var

0,05 til 0,1 sem þykir mjög lágt. Þessar tölur eiga vel við botnurð þar sem hún smyrst í

undirlagið vegna mikils núnings og þannig verða kornin ávalari (Setlóbókin).

Tvær námur voru á þessu svæði. Náman við Sómastaði hafði að geyma lárétt lagskipt

malarlög en Náma 3 hafði skáhallandi malarlög og ofan á þeim lárétt lagskipt sand- og

malarlög. Þar sem námunar tvær voru ekki langt frá hvorri annarri var spurning hvort að þær

væru hluti af sömu óseyrinni. Til þess að geta ályktað um það þyrftu báðar námur að vera í

sömu hæð vegna þess að toppur óseyrar markar ríkjandi sjávarstöðu á myndunartíma

(Brynhildur Magnúsdóttir & Hreggviður Norðdahl, 2000). Þegar hæðarlínur

jarðgrunnskortsinns voru skoðaðar kom í ljós að Náma 3 er í 15m hæð yfir sjávarmáli á

meðan Sómastaðir í 25m hæð. Því er ályktað að um tvær ólíkar óseyrar sé að ræða.

Á Súlueyri eru sandhólar sem teljast til foksands vegna þess hve kornastærð þeirra er

fín og einsleit. Sandhólarnir verða til vegna vinds og finnast í eyðimörkum eða nálægt vötnum

og höfum. Til þess að hólarnir geti byrjað að myndast þarf að vera hindrun fyrir sandinn. Þá

fýkur sandurinn yfir hindrunina og til hliðar við hana en safnast fyrir hlémegin þar sem skjól

er fyrir vindinum. Eftir nokkurn tíma er hindrunin orðin alveg hulin sandi og lítil alda hefur

myndast. Þessi litla alda heldur áfram að stækka og fær sérstaka lögun út frá vindátt

(Marshak, 2008).

Page 21: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

4.3. Stöð 3 og 4

Sitt hvoru megin við skurðinn þar sem gengið var niður mátti sjá mismunandi formgerð

setsinns. Mölin sem myndar eins konar

fellingu í opnunni sunnan megin er

dæmigerð formgerð sem myndast vegna

framrásar jökuls. Hugsanlegt er að jaðar

jökulsins hafi þess vegna legið á mörkum

þessara opna (samkvæmt samtali við

Anders & Ívar, 24.08.13). Til hliðar er dregin upp

mynd sem sýnir hugsanlegar myndunaraðstæður.

Gangan til NA gaf upplýsingar um efsta lag hverju sinni. Ríkjandi jarðlög á svæðinu

voru sandur og möl. Breytingar í kornastærð milli athugana voru örar. Hægt er að gera sér í

hugarlund að svæðið sé jökulársandur líkt þeim sem finna má á Suðurlandi (samkvæmt

samtali við Anders & Ívar, 23.08.13). Flæði jökuláa er breytilegt eftir aðstæðum og þess

vegna breyta þær stöðugt um farveg. Vatnið hefur breytilega burðargetur eftir staðsetningu í

farvegi því er möl oft að finna fyrir miðjum farvegi en sandur til jaðranna (Marshak, 2008).

Þetta kemur heim og saman við athuganir á stóru svæði frá sjávarbökkum í NA átt. Nánari

skoðun á yfirlitskorti leiðir í ljós að svæðið er fremur flatt en það styður undir þessa ályktun.

5. Samantekt

Mynd 3 Líkan af staðsetningu jökuls þegar fellingin myndaðist

Page 22: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Heimildir

Jón Eiríksson (2007). Leiðbeiningapési: Leiðbeiningar um jarðfræðikortagerð. 5.útgáfa. Reykjavík: Háskóli Íslands.

Brynhildur Magnúsdóttir & Hreggviður Norðdahl. Aldur hvalbeins og efstu fjörumarka á Akrafelli. Náttúrufræðingurinn. 69. Árgangur. 3-4. Tölublað 1990-2000.

Ingibjörg Kaldal, Skúli Víkingsson og Freysteinn Sigurðsson (1984). Tillögur um staðal fyrir jarðgrunnskort OS-VOD í mælikvarða 1:50.000. Skoðað á vef Orkustofnunar 14.október 2013:http://www.os.is/gogn/Skyrslur/OS-1984/OS-84047.pdf

Page 23: notendur.hi.is½sing landforma Melasveit... · Web viewJökull í framrás skilur eftir sig jökulárset, botnurð og mikla höggun (Ólafur Ingólfsson, 1987). Ávala- og kýlni

Ísor (á.á). Jarðgrunnskort. Skoðað 14.október 2013 á: http://www.isor.is/jardgrunnskort

Stephen Marshak (2008). Earth: Portrain of a planet (3. Útgáfa). New York: W. W. Northon & Company.

Krüger, J. & Kjær, K.H. (1999). A data chart for field description and genetic interpretation of glacial diamicts and associated sediments – with examples from Greenland, Iceland, and Denmark [rafræn útgáfa]. Boreas, 28, 386–402.

Dalrymple, R.W & James, N.P. (2010). Facies models 4. Geological Association of Canada. d

Viðauki

Strik og hallamælingar:

Tafla bla: sýnir strik- og hallamælingar. Þessar mælingar voru notaðar til þess að reikna út raunhalla jarðlaga.

Staðsetning Strik (°) Halli (°)Náma 1. 28 24Náma 1. 22 27Náma 1. 27 22Náma 1. 37 27Náma 1. 25 31Sjávarbakkar 18 18Sjávarbakkar 76 20Sjávarbakkar 53 16Sjávarbakkar 78 18Sjávarbakkar 2 22Náma 3. 31 30Náma 3. 30 28Náma 3. 43 31